Inngangur. Árborg, 31. október 2017 Sigríður Birna Birgisdóttir, leikskólastjóri Brimvers/Æskukots. Einkunnarorð leikskólans eru:

Size: px
Start display at page:

Download "Inngangur. Árborg, 31. október 2017 Sigríður Birna Birgisdóttir, leikskólastjóri Brimvers/Æskukots. Einkunnarorð leikskólans eru:"

Transcription

1

2 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Stefna og uppeldissýn... 4 Verkáætlanir Handbók leikskólans snemmtæk íhlutun, verkferlar, matstæki, bjargir og leiðir... 6 Upplýsingar til foreldra um daglegt skólastarf á deildum... 7 Grænfánaverkefnið - áhersla á heilbrigði og velferð og unnið með lýðheilsu... 8 Læsi... 9 Áætlun yngri deilda... 9 Áætlun eldri deilda Leikskóladagatal Stjórnskipun skólaárið Starfsmannastefna Mat á skólastarfi Innra mat Matsáætlun Starfsþróun og símenntun Símenntun á skipulagsdögum Önnur símenntun sem stefnt er að Foreldrasamstarf Foreldraráðið Fundir foreldraráðs Foreldrafélag Starfsáætlun foreldrafélagsins skólaárið Skólaþjónusta Árborgar Öryggismál skólans Heilsuleikskólinn Sími: og Netfang: brimver@arborg.is Heimasíða: Opnunartími leikskólans: 7:45-16:30 2

3 Inngangur Samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 kemur fram í 5. mgr. 11.gr. að leikskólastjóra beri að gefa árlega út starfsáætlun leikskóla, þar sem gerð er grein fyrir starfsemi leikskólans, skóladagatali og öðru er viðkemur starfseminni. Einnig kemur fram að foreldraráð skuli fá hana afhenta til umsagnar áður en hún er staðfest af fræðslunefnd sveitarfélagsins. Að því búnu skal starfsáætlunin kynnt foreldrum leikskólabarna. Við gerð starfsáætlunar er horft til þess sem lög um leikskóla kveða á um, aðalnámskrár leikskóla, skólastefnu Árborgar og skólanámskrár. Einnig byggir áætlun þessi á umbótum sem stefnt er að í skólastarfinu. Þessi skýrsla hefur að geyma starfsáætlun leikskólans fyrir skólaárið og er hugsuð sem leiðarvísir að því starfi sem fer fram í leikskólanum. Foreldraráð leikskólans hefur haft hana til umsagnar og samþykkt. Við munum vera vakandi yfir tækifærum sem hafa jákvæð áhrif á skólastarfið og stefnum að því að nýta og njóta líðandi stundar. Árborg, 31. október 2017 Sigríður Birna Birgisdóttir, leikskólastjóri Brimvers/Æskukots Einkunnarorð leikskólans eru: Vinátta Gleði Heilbrigði - Sköpun 3

4 Stefna og uppeldissýn Aðalnámskrá leikskóla er ætlað að vísa hagsmunaaðilum í skólasamfélaginu veginn hvað varðar stefnu og hugmyndafræði leikskólastarfs. Hún er leiðbeining fyrir sveitarfélög við mótun stefnu um skólahald, er leikskólastjórnendum og kennurum sveigjanlegur rammi til að ákveða leiðir að markmiðum í leikskólastarfi, er sáttmáli í þágu barna sem byggist á heildstæðri sýn á barnið með hagsmuni þess og velferð að leiðarljósi og þjónar foreldrum m.a. sem upplýsingarit um viðmið og kröfur í menntun og uppeldi barna. Leikskólar geta farið fjölbreyttar leiðir að sama marki með hliðsjón af hugmyndafræði leikskólans og aðstæðum á hverjum stað. Hver leikskóli mótar sínar starfsaðferðir og setur þær fram í skólanámskrá og starfsáætlun leikskólans. Skólanámskrá leikskólans byggir á aðalnámskrá leikskóla og á að vera sáttmáli um nám í leikskólanum. Þar má sjá eineltisáætlun og viðbrögð við einelti. Leikskólastarfið í Brimveri/Æskukoti byggir á hugmyndafræði heilsustefnunnar og Grænfánans. Markmið heilsuleikskóla skal vera að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik, að venja börn strax í barnæsku við heilbrigða lífshætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Áhersluþættir heilsuleikskóla geta verið mismunandi eftir leikskólum en góð næring, góð hreyfing og gleði í listsköpun skal ávallt vera aðalsmerki þeirra. Heilsubók barnsins er gæðamatskvarði heilsuleikskóla og stuðlar að því að skólar nái settum markmiðum. Hún hefur að geyma útfærð skráningarblöð varðandi þroska og ýmsar upplýsingar um barnið. Skráningin gerir kennurum kleift að fylgjast með þroskaframvindu barnsins og er einnig tæki til að upplýsa foreldra um stöðu þess í leikskólanum. Skráð er m.a. heilsufar, hæð og þyngd, næring og sjálfhjálp, lífsleikni, hreyfing og listsköpun. Skráningin skal fara fram tvisvar á ári, haust og vor, og er foreldrum boðið í viðtal í kjölfarið. Grænfánaverkefnið er tengt lífsleikninámi barnanna þar sem áherslur eru á þátttöku og ábyrgð með því að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum, umhverfi og náttúru. Góð samvinna hefur verið á milli leikskólans og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES) og hafa verið skipulagðar heimsóknir og ferðir á milli skólanna. Markmiðið er að nemendur frá Brimveri og Æskukoti nái að kynnast um leið og þeir kynnast BES þannig að þeir efli félagstengsl, vináttu og öryggi þegar farið er á milli skólastiga. Einnig eru kennarar að hitta kennara í BES og það eykur þekkingu og skilning þeirra á milli. Áætlun um samvinnu á milli skólastiga má sjá hér 4

5 Áhersluþættir á skólaárinu Í skólastarfinu er stöðugt verið að vinna að umbótum þar sem stefnt er að því að gera eins vel og hægt er hverju sinni. Hér koma fram þau áhersluatriði sem stefnt er að á skólaárinu Horft var til niðurstaðna úr könnun sem Skólapúlsinn lagði fyrir foreldra vorið 2017 (sjá niðurstöður hér) ásamt því sem stjórnendur og starfsfólk vilja leggja áherslu á og er í þeim anda sem skólasamfélagið í Árborg stefnir að (sjá umbótaáætlun sem unnin var úr niðurstöðum foreldrakönnunar) Áhersluþættir á skólaárinu eru á: Áframhaldandi vinnu sem fór af stað á síðasta skólaári þegar unnið var að þróunarverkefninu Námsmat á mörkum skólastiga. Sú vinna var mjög gagnleg þar sem rýnt var í starfið og verkferla og hugmynd að Handbók varð til. Á skólaárinu er stefnt að gerð Handbókar fyrir leikskólann þar sem horft er til snemmtækrar íhlutunar í starfi skólans. Handbókin á að lýsa matstækjum, verkferlum, björgum og námsefni sem nýtt er í skólanum. Með því að setja þetta efni saman í Handbók er verið að samræma vinnubrögð og hafa það sem stefnt er að aðgengilegt. Ásthildur Bj. Snorradóttir, talmeinafræðingur, er sérlegur ráðgjafi við þessa vinnu og hefur verið með fræðslu fyrir starfsfólk um snemmtæka íhlutun. Grænfánaverkefnið þar sem áhersla verður á heilbrigði og velferð og unnið áfram með lýðheilsu þar sem við skoðum: Hvernig heilsa okkar er í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið? Að upplýsa foreldra vel um skólastarfið, það sem nemendur eru að fást við dagsdaglega á deildum. Í mati foreldra á skólastarfinu á síðasta ári kom fram að þeir vilja fá meiri upplýsingar um daglegt starf. Stefnt er að því að samræma vinnubrögð sem nýtt eru til upplýsinga frá deildum í leikskólanum og reyna að auðvelda það ferli eins og hægt er. Gæta þarf að tíma sem deildarstjórar/kennarar hafa til að koma upplýsingum til skila á sem auðveldastan og fljótlegastan hátt. Einnig þarf að gefa tíma til að læra á heimasíðu og önnur kerfi sem nýtt eru til upplýsinga og þurfa þau að virka hratt og vel. 5

6 Verkáætlanir Handbók leikskólans snemmtæk íhlutun, verkferlar, matstæki, bjargir og leiðir Markmið Að gera Handbók leikskólans snemmtæk íhlutun sem inniheldur verkferla, matstæki, bjargir og leiðir sem unnið er með í skólastarfinu Áfangar Ágúst/sept 2017 Flokkun námsgagna, langt komin Nóvember 2017 Ásthildur Bj. Snorradóttir, Talmeinafræðingur, speglar málörvunartíma, er með leiðsögn og fræðslu Desember 2017 Fyrstu drög að Handbók send til Ásthildar Bj. Febrúar 2018 Lubbanámskeið, Eyrún Ísfold, talmeinafræðingur Febrúar 2018 Handbók tilbúin til yfirlestrar Mars/Júní 2018 Handbók leikskólans, ávinningur og ferli kynnt Viðmið um Febrúar 2018 Handbók leikskólans komin í yfirlestur árangur Júní 2018 Handbók leikskólans fullgerð Verkþættir og Unnið eftir skipulagi sem gert var með Ásthildi Bj. á síðasta skólaári verkskipting Tímamörk Skólaárið Bjargir Bókin Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna Ráðgjöf og efni frá Ásthildi Bj. Snorradóttur Læsisstefna Árborgar Mat á farmvindu Ágúst 2017 staðan metin og farið aftur af stað eftir sumarfrí hvenær og Október 2017 staða verkefnis metin á deildarstjórafundi hvernig? Nóvember 2017 staða verkefnis metin með Ásthildi Bj. Snorradóttur, talmeinafræðingi, og starfsfólki Desember/janúar Ásthildur Bj. Snorradóttir metur fyrstu drög að Handbók Mars 2018 Handók tilbúin í yfirlestur Mars/júní Handbók fullgerð og kynnt Mat á lokaárangri Að ná markmiði og ljúka við gerð Handbókar á skólaárinu 6

7 Upplýsingar til foreldra um daglegt skólastarf á deildum Markmið Að upplýsa foreldra um skólastarfið Að samræma innan skólans hvaða leiðir eru nýttar til upplýsingagjafa Áfangar Verkþættir og verkaskipting Haust 2017 Setja upp stærri upplýsingatöflur í forstofum deilda og skrifa daglega á þær um starf deildarinnar (Allt starfsfólk) Samræma upplýsingar á mánaðadagatölum við skóladagatal og hafa hafa tilbúið þannig að hver deild geti svo fært inn á það viðburði deilda og deildarstjóri sendir fyrir hvern mánuð til foreldra (leikskólastjóri og deildarstjórar) Nýta tölvupóst til að senda upplýsingar til foreldra frá deildum. sendi mánaðarlegar fréttir frá deildinni til foreldra ásamt mánaðardagatali deildar (deildarstjórar) Nýta vel dagleg samskipti þegar komið er með barnið og það sótt (allt starfsfólk) Tilraunaverkefni þar sem ein deild fer af stað með lokaðan hóp á fb. fyrir foreldra á sinni deild. Lagt verður mat á verkefnið með foreldrum, ákveðnir verkferlar verða í kringum það og ákveðin verða næstu skref (deildarstjóri og leikskólastjóri) Fréttabréf frá leikskólanum, miðað er við fjögur á skólaárinu (leikskólastjóri) Heimasíða leikskólans - nýta hana vel til almennra upplýsinga um skólastarfið (leikskólastjóri og deildarstjórar) Foreldraviðtöl, kynningarfundir og aðlögun nýtt til að upplýsa foreldra um skólastarfið (allt starfsfólk) Viðmið um árangur Foreldrakönnun vor 2019 vel/betur upplýstir foreldrar um daglegt skólastarf Tímamörk Skólaárið Bjargir Samræmd vinnubrögð og hjálpsemi allra sem vinna í leikskólanum Mat á farmvindu hvenær og hvernig? Deildarfundir Foreldraviðtöl Deildarstjórafundir Starfsmannafundir Mat á lokaárangri Foreldrakönnun vorið

8 Grænfánaverkefnið - áhersla á heilbrigði og velferð og unnið með lýðheilsu Markmið Áfangar Að börn, kennarar og foreldrar verði meðvitaðri um áhrif sín og ábyrgð er kemur að eigin heilbrigði og hollu umhverfi Sept/Okt Umhverfismat, börn fædd Gátlisti fyrir leikskóla og yngsta stig grunnskóla Listinn er til að auðvelda skólum að framkvæma umhverfismat fyrir lýðheilsu Skólaárið fundir umhverfisnefndar einu sinni í mánuði með börnum fæddum 2012, fræðsla, verkefni og umræður Skólaárið fundir umhverfisnefndar kennara haldnir á deildarfundum, deildarstjórafundum og starfsmannafundum Börn fædd 2012, farið verður yfir námsefnið Vinir Zippýs sem er geðræktarnámsefni fyrir börn á aldrinum 5-7 ára. Áhersla er á samvinnu við foreldra Áhersla á Bínufræðin með yngri börnum þar sem lögð er áhersla á félagsfærni, sjálfstjórn og vellíðan í gegnum daglegt starf og leik Skólaárið Áhersla á heilbrigði og velferð Viðmið um árangur Verkþættir og verkaskipting Haust 2017 fylla út gátlista og meta næstu skref út frá niðurstöðum Haust og vor Skráningar í heilsubók barnsins og viðtöl við foreldra. Gætt að líðan og heilbrigði hvers barns Mars Þátttaka nemenda í umhverfisnefndarfundum, staða verkefnis yfirfarin Sept Umhverfisnefnd sett af stað og gátlisti gerður (verkefnastjóri og deildarstjórar) Haustönn 2017 deildir vinna með lýðheilsu og gæta að umhverfi deilda, flokkun og öðru (deildarstjórar og starfsfólk deilda) Haustönn 2017 umsókn send þar sem óskað er eftir þátttöku í heilsueflandi leikskóla Skólaárið fundir umhverfisnefndar haldnir og fundargerðir settar á heimasíðu og til foreldra (verkefnastjóri og allt starfsfólk) Skólaárið Unnið með námsefnið Vinir Zippýs og Bínufræðin (deildarstjórar og allt starfsfólk) Mars 2018 mat á stöðu verkefnis og athugað hvort hægt sé að sækja um Grænfánann (allt starfsfólk og umhverfisnefnd barna) Tímamörk Skólaárið Bjargir Mat á framvindu hvenær og hvernig? Mat á lokaárangri Landvernd - Grænfáninn Umhverfismat - Lýðheilsa Embætti landlæknis Vinir Zippýs Embætti landlæknis Börn á leikskólaaldri Embætti landlæknis Heilsueflandi leikskóli Starfsfólk Skóla á grænni grein veitir þátttakendum stuðning Haust Farið yfir stöðu og lagt af stað með verkefnið Desember og verkefnastjóri fara yfir verkþætti Mars Mat á stöðu og ákveðið hvenær óskað verður eftir úttekt frá Landvernd Vor 2018 Mat kennara og umhverfisnefndar barna 8

9 Læsi Grunnþættirnir menntunar snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega, að bjarga sér í samfélaginu og vinna með öðrum. Grunnþættirnir snúast einnig um framtíðarsýn og getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa það (Aðalnámskrá leikskóla). Í læsisstefnu Árborgar segir Læsi er einn af grunnþáttum menntunar sem felur í sér lestur, talað mál, ritun og hlustun. Hefðbundið læsi tengist kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta. Læsi snýst um samband orðanna við lífið sjálft og flest það sem við tökum okkur fyrir hendur. Í öllu starfi skólans er áhersla á læsi í sinni víðustu mynd. Áætlun yngri deilda: Kötlusteinn og Fiskaklettur - Læsi Markmið Leiðir Að vinna með læsi í sinni víðustu mynd Að vinna með félagsfærni í öllu starfi skólans, umræður um líðan, tilfinningar og reynslu í gegnum leik inni og úti Bækur sýnilegar Myndrænt dagskipulag, nýta það betur Frjáls leikur Bínubækur, myndir og tákn Vinna með tilfinningar Tákn með tali Lubbi Nýta Lubba fyrir tákn barna Söngur Samræður, koma hlutum, tilfinningum og aðgerðum í orð inni og í útivist Mat Mælikvarðar Ábyrgð Umræður og endurmat á deildarforeldra- og starfsmannafundum Heilsubók barnsins Orðaskil TRAS Samvinna og umræður að hausti um markmið og leiðir Allir starfsmenn deilda 9

10 Áætlun eldri deilda: Merkisteinn og Bátaklettur - Læsi Markmið Leiðir Að vinna með læsi í sinni víðustu mynd Að vinna með félagsfærni í öllu starfi skólans Umræður um líðan, tilfinningar og reynslu í gegnum leik inni og úti Bækur sýnilegar Bókasafnsferðir Hreyfing Myndrænt dagskipulag, nýta það betur Frjáls leikur Bína bálreiða, myndir og tákn Vinna með tilfinningar Tákn með tali, æfa okkur í því Lubbi Orðaspjall Nýta Lubba fyrir tákn barna Söngur PALS- læsi, elstu börn Samræður, koma hlutum, tilfinningum og aðgerðum í orð inni og úti Vinir Zippýs vinna með tilfinningar og geðheilsu (elstu börn) Vettvangskennsla, útinám og útivist Vinna með ritmálið og bókstafir sýnilegir Mat Mælikvarðar Ábyrgð Umræður og endurmat á deildar-, foreldra- og starfsmannafundum Heilsubók barnsins TRAS Hljóm-2 Samvinna og umræður að hausti um markmið og leiðir Allir starfsmenn deilda 10

11 Leikskóladagatal

12 Stjórnskipun skólaárið Starfsheiti Nafn Netfang Símanúmer Sigríður Birna Birgisdóttir Staðgengill Brimveri Vigdís Jónsdóttir Staðgengill Æskukoti Drífa V. Ernhardsdóttir Sérkennslustjóri G. Ásgerður Eiríksdóttir Deildarstjóri Fiskakletts Guðrún Rakel Svandísardóttir Deildarstjóri Bátakletts Elín María Karlsdóttir Deildarstjóri Vigdís Jónsdóttir Merkisteins Deildarstjóri Kötlusteinn Auður Elín Hjálmarsdóttir Júlíanna María Nílsen Fræðslustjóri Foreldraráð og foreldrafélag Ræsting og eldhús Staðgengill leikskólastjóra Brimveri og Æskukoti Sérkennslustjóri Deildarstjóri Merkisteins Deildarstjóri Kötlusteins Deildarstjóri Bátakletts Deildarstjóri Fiskakletts Starfsfólk deilda Starfsfólk deilda Starfsfólk deilda Starfsfólk deilda Starfsmannastefna Leitast er við að skapa góð samskipti byggð á einlægni og heiðarleika. Lögð er áhersla á að starfsmenn leikskólans vinni sem ein heild og líti á starfsmannahópinn allan sem samstarfsfélaga. Leiðarljós leikskólans, vinátta, gleði, heilbrigði og sköpun, eiga að vera sá grunnur sem byggt er á í öllum samskiptum. Starfsmannaviðtöl eru einu sinni á ári eða oftar ef þörf er á. Móttökuáætlun nýrra starfsmanna má sjá hér 12

13 Mat á skólastarfi Í 18. gr laga um leikskóla nr.90/2008 er kveðið á um að hver leikskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfsins. Sveitarfélög eigi síðan að fylgja innra matinu eftir þannig að það leiði til umbóta í skólastarfi samkvæmt 19. gr. laganna. Markmið með mati á leikskólastarfi er að tryggja að starfsemi leikskóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá leikskóla. Einnig er innra mati ætlað að auka gæði skólastarfsins og stuðla að umbótum, tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á skv. lögum. Matið á einnig að veita skólasamfélaginu og fræðsluyfirvöldum upplýsingar um skólastarfið. Þær upplýsingar sem þar fást eru settar fram í starfsskýrslu sem leikskólastjóri skilar til fræðslunefndar að vori. Þar sem skólastarfið er fjölbreytt er ekki hægt að meta alla þætti þess í einu. Mikilvægt er að gerð sé matsáætlun fram í tímann til að tryggja að matið nái til allra þátta skólastarfsins og endurmeta þá áætlun árlega. Innra mat Mánuður Hverjir taka þátt Mat Ábyrgð Úrvinnsla og eftirfylgd Október Nemendur f Hljóm-2 Október Allir nemendur leikskólans Skráningar í Heilsubók barnsins Hópstjórar Nóvember Allir foreldrar Nemenda f Foreldraviðtöl Hópstjórar Des/Jan Allir starfsmenn Starfsmannaviðtöl Febrúar Allt starfsfólk Mat á liðnu skólaári Skólaþjónusta Skólapúlsinn Skólapúlsinn Mars Allir nemendur leikskólans Skráningar í Heilsubók barnsins Hópstjórar Apríl Allir foreldrar nemenda f Foreldraviðtöl Hópstjórar Allt árið Allir nemendur frá 2,3 ára TRAS Allt árið Allir starfsmenn Áætlun deilda Sérkennslustjóri Sérkennslustjóri Allt árið Endurskoðun skólanámskrár Handbók leikskólans Leikskólakennarar Allir starfsmenn Allt árið Starfsáætlun 13

14 Matsáætlun Stjórnun Stjórnandinn sem faglegur leiðtogi x x Spurningalistar/Skólapúlsinn Stjórnun skólans og daglegur rekstur x x x x Skólapúlsinn, umræður og gerð fjárhagsáætlunar fyrir hvert ár Faglegt samstarf x x x x Skólapúlsinn/starfsmannaviðtöl Leikskólaþróun og starfsþróun x x x x Starfsmannaviðtöl Skólanámskrá x x Uppfærð og yfirfarin Starfsáætlun, áætlanir og verklagsreglur x x x x Gerð að hausti fyrir hvert skólaár Uppeldis-og menntastarf Skipulag náms og námsaðstæður x x x x Skólapúlsinn, svör foreldra og kennara Uppeldi, menntun og starfshættir x x x x Leikur, nám, lýðræði, jafnrétti og þátttaka barna x x x x Námssvið leikskólans x x x x Leikskóli án aðgreiningar x x Mat á námi, líðan og velferð barna x x x x Mannauður Leiðir Námsáætlanir deilda Heilsubók barnsins Niðurstöður matstækja: TRAS, Hljóm-2, Orðaskil Niðurstöður nemenda Hlutverk leikskólakennara x x Spurningalistar/Skólapúlsinn/Viðtöl Fagmennska starfsfólks x x x x Spurningalistar/Skólapúlsinn/Viðtöl Starfsánægja x x x x Spurningalistar/Skólapúlsinn/Viðtöl Leikskólabragur Viðmót og menning x x x x Spurningalistar foreldra og kennara Þátttaka foreldra í leikskólastarfi og x x x x Skólapúlsinn upplýsingamiðlun Viðhorf foreldra x x Foreldraviðtöl Spurningalistar Innra mat Framkvæmd x x Allt skólaárið Gagnaöflun og vinnubrögð x x Opinber birting og umbætur x x Ársskýrsla og á heimasíðu 14

15 Starfsþróun og símenntun Sí- og endurmenntun er í boði í ýmsu formi, bæði innan skólans og utan, sem er ætlað að auka faglegan og persónulegan þroska og hæfni starfsmanna og stuðla þannig að þróun í starfi skólans. Ferli við gerð símenntunaráætlunar Fræðsla og eftirfylgni: Starfsmaður fylgir eftir áætlun og skráir eigin símenntun. Stjórnendur veita stuðning og tryggja að sameiginleg fræðsla eigi sér stað. Starfsþróunarsamtal: Í febrúar ræðir stjórnandi við starfsmann um hugmyndir að símenntun hans. Starfsmannafundur: Símenntunaráætlun kynnt á starfsmannafundi í ágúst ár hvert. Vinna við starfs- og símenntunaráætlun: Í mars skilgreina og áætla stjórnendur þörf á símenntun. Starfs- og símenntunaráætlun er unnin og afhent foreldraráði til umsagnar. Í maímánuði er hún lögð fyrir fræðslunefnd. Fjármögnun símenntunar Símenntunaráætlun er liður í því að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið. Tími til símenntunar ræðst af þörfum og fjármagni hverju sinni. Skólinn, starfsmaður og símenntunarsjóðir starfsmanna fjármagna endurmenntun og er því skipt þannig: Skóli greiðir að fullu: Vinnustaðurinn greiðir laun starfsmannsins og námskeiðsgjöld Starfstengd ósk stjórnandans og þátttaka er innan vinnutíma. Starfstengd ósk starfsmanns og þátttaka er innan eða utan vinnutíma, þó alltaf ákvörðun stjórnanda. Námskeið á starfsdegi og á starfsmannafundum. Sérstök námskeið er tengjast markmiðum og/eða áherslum skólans sem starfsmaður sækir að beiðni leikskólastjóra. Skóli greiðir og starfsmaður: Skóli greiðir vinnutímann samkvæmt starfshlutfalli en ef námskeið er utan vinnutíma er ekki greidd yfirvinna nema námskeið sé hluti af símenntunaráætlun. Starfsmaður greiðir námskeiðsgjald eða sækir í sjóðinn sinn. Starfstengt en ekki forgangsmál. Þátttaka innan eða utan vinnutíma. Miðað er við eitt námskeið fyrir hvern starfsmann. Starfsmaður greiðir 100%: Starfsmaðurinn fær launalaust leyfi og greiðir námskeiðsgjald. Leyfi til að sækja námskeið einungis veitt ef það hefur ekki veruleg áhrif á starfsemi leikskólans að starfsmaður sé frá vinnu. Óljós eða engin tengsl við núverandi starf eða framtíðarstarf. Sækja þarf um með góðum fyrirvara til leikskólastjóra ef námskeið sem starfsmaður óskar eftir nýtist ekki í starfi. metur hverju sinni. 15

16 Það er á ábyrgð leikskólastjóra að skrá og staðfesta símenntun. Ábyrgð starfsmanns felst í að óska eftir skráningu og staðfestingu þegar hann getur sýnt fram á að símenntun sé lokið hverju sinni. Við skipulag símenntunar hefur verið reynt að samræma þarfir leikskólans og óskir starfsmanna eins og kostur er. Símenntun á að stuðla að þróun skólans og áherslum í starfi hans. Mælt er með að kennarar sæki námskeið sem skólaþjónusta Árborgar stendur fyrir, að kennarar fylgist með námskeiðahaldi í sinni námsgrein og beri undir skólastjóra. Kennarar sækja fræðslu á haustþingi og á sameiginlegum fundum innan skólaþjónustu Árborgar. Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun stafsmanna sé endurskoðuð og breytist eftir aðstæðum, framboði og áherslum skólans. 16

17 Símenntun á skipulagsdögum Hér má sjá það sem stefnt er á að gera á skipulagsdögum Skipulagsdagar Tilgangur Tímabil Klst. Kostnaður Þátttakendur Ábyrgð Staðsetning Starfsdagur Starfsdagur Haustþing FL og FSL Skólastarfið, umræður og kynning, skrifað undir þagnareið. Barnavernd, Anný frá Barnavernd Árborgar með fræðslu. Farið yfir áfallabruna-, slysa- og rýmingaráætlanir Starfsáætlun yfirfarin. Lucinda Árnadóttir, sálfræðingur skólaþjónustu Árborgar, með fræðsluerindi haldið í leikskólanum Jötunheimum. Haustþing. Fjölbreytt örnámskeið og fyrirlestrar um skólastarf. 17. ágúst 8 Dagvinna Allir starfsmenn 13. október Dagvinna/akstur, yfirvinna fyrir þá sem ekki vinna á föstudögum. Kostnaður á hvern þátttakanda Allir starfsmenn Æskukot, Stokkseyri Jötunheimar, Selfosssi Selfoss Starfsdagur Starfsmanna- og deildarfundir. Snemmtæk íhlutun, Ásthildur Bj. Snorradóttir. Fræðsla um málþroska, bjargir og íhlutun. Unnið að Handbók leikskólans. 16. nóvember Dagvinna Allir starfsmenn Árborg Starfsdagur Fh. Eyrún ísfold, talmeinafræðingur, verður með Lubbanámskeið. 13. febrúar Dagvinna og akstur Allir starfsmenn Árborg Sameiginlegt með leikskólum Árborgar eh. Skóladagur Árborgar Skóladagur Árborgar 14. mars Dagvinna Allir starfsmenn Árborg Starfsdagur Mat á skólastarfi 12. júní Dagvinna Kostnaður v/ námskeiðs Allir starfsmenn Árborg Áætlað fyrsti starfsdagur í ágúst 2018 Skyndihjálp Ágúst Dagvinna Kostnaður v/ námskeiðs Allir starfsmenn Árborg 17

18 Önnur símenntun sem stefnt er að Önnur símenntun Tilgangur Tímabil Klst. Kostnaður Þátttakendur Ábyrgð Staðsetning Vinir Zippýs Afmælisráðstefna Ásthildar Bj. Snorradóttur, talmeinafræðings Geðræktarnámsefni fyrir börn á aldrinum 5-7 ára Snemmtæk íhlutun í hnotskurn, hámarksárangur, undirbúningur fyrir mál og lestur í leikog grunnskólum 14.ágú. 8. sept sept Dagvinna/ akstur 8 Dagvinna/akstur Ráðstefnugjald kr. Sérkennslustjóri sérkennari, kennari Sérkennslustjóri Þátttakendur Þátttakendur Selfoss Reykjavík Gerðuberg Reykjavík AEPS Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins AEPS réttindi okt Dagvinna og akstur. Námskeiðsgjald kr. Sérkennslustjóri Gerðuberg Reykjavík. TRAS Fá TRAS réttindi 12.okt. 2. nóv. 5 Dagvinna/akstur. Námskeiðsgjald kr. Sérkennslustjóri Þátttakendur Dunhagi 7 Reykjavík Starf sérkennslustjóra Leikskóli fyrir alla: Hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir sem bæta hegðun og líðan barna og starfsfólks Auka þekkingu og færni. Kynna ýmis verkfæri til þess að auðvelda sér störfin. Kynna notkunarmöguleika upplýsingatækni. Þátttakendur þekki og læri að nota Sérkennslutorg. Þátttakendur geti spurt og fengið svör um flest það sem þeim liggur á hjarta. Að hver og einn tileinki sér að minnsta kosti tvær til fimm aðferðir til að bæta hegðun og auka vellíðan barna og starfsfólks í leikskólanum 9. feb jan Skyndihjálp Ágúst 2018 TRAS Fá TRAS réttindi 8. feb. 1.mars Dagvinna/akstur Námskeiðsgjald kr. 7 Dagvinna/akstur Námskeiðsgjald kr. á þátttakanda Samtals kr. 4 Dagvinna/akstur Þátttökugjald 5 Dagvinna/akstur Námskeiðsgjald Sérkennslustjóri 2 deildarstjórar yngri deildar Þátttakandi Dunhagi 7. Reykjavík Þátttakendur Dunhaga 7 Reykjavík Allt starfsfólk 1 kennari Þátttakandi Selfoss Dunhagi 7 Reykjavík PALS -læsi Réttindi á PALS Vorönn Dagvinna/akstur Námskeiðsgjald kr. 2 kennarar Þátttakendur Reykjavík 18

19 Foreldrasamstarf Aðalmarkmið foreldrasamstarfsins er að eiga traust og opin samskipti við alla foreldra. Kynningarfundir eru haldnir að hausti fyrir foreldra á báðum starfsstöðvum, þar sem vetrarstarfið er kynnt og foreldrar fá afhent leikskóladagatal og dagskipulag deilda. Kynningarfundur var haldinn 13. sept. sl. á Brimveri og 14. sept. á Æskukoti. Foreldraviðtöl eru tvisvar á ári, í nóvember og apríl, í kjölfar skráningar í Heilsubók barnsins. Foreldrar fá þá viðtal við deildarstjóra og hópstjóra barnsins. Foreldraviðtöl eru ávallt í byrjun leikskólagöngu barnsins og er þar skipst á upplýsingum, foreldrar fylla út dvalarsamning og fá í hendur aðlögunaráætlun barnsins. Foreldrum stendur ávallt til boða að biðja um viðtalstíma hjá leikskólastjóra og deildarstjóra þegar þeir óska eftir því. Foreldraráðið Við leikskólann er sameiginlegt foreldraráð en það er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innhald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Ráðið setur sér starfsreglur sem það vinnur eftir og ber leikskólastjóra að vinna með ráðinu. Óskað var eftir framboðum á aðalfundi sem haldinn var 27. september Fjórir fulltrúar eru kosnir í ráðið og skal stefnt að því að þeir komi af jafnmörgum deildum leikskólans. Æskilegt er að á hverju ári sitji að a.m.k. einn fulltrúi sem áður hefur setið í foreldraráði. Einnig var kosið um þá breytingu að aðalfundir verði haldnir í lok maí ár hvert og var tillagan samþykkt. Formaður boðar til fundanna með viku fyrirvara og efnisskrá fundanna.í foreldraráði fyrir skólaárið eru: Vigdís Sigurðardóttir, formaður, Sigrún Ína Ásbergsdóttir, ritari, Hanna Siv Bjarnadóttir, meðstjórnandi, Charlotte Sigrid á Kósini, meðstjórnandi, Þóra Ósk Guðjónsdóttir, varamaður, Elín Heiða Þorsteinsdóttir, varamaður, Fundir foreldraráðs 27. sept kl. 20:00 í Æskukoti - Aðalfundur 26. október 2017 fundur kl. 16:00 í Brimveri. 16. janúar 2018 kl. 16:00 í Æskukoti Foreldraráð ætlar fyrir þann tíma, að vera búið að kynna sér vel reglur og hlutverk foreldraráðs Starfsdagar skólaársins verða ræddir 13. mars 2018 kl. 16:00 í Brimveri. Starfsdagar skólaársins sem og skóladagatal þessa árs rætt 24. maí 2018 kl. 20:00 i Brimveri Aðalfundur 5. júní 2018 kl. 16:00 í Æskukoti Nýtt foreldraráð kemur saman, kynnir sér hlutverk foreldraráðs og undirbýr næsta skólaár 19

20 Foreldrafélag Foreldrafélög hafa verið tvö við leikskólann, í Brimveri og Æskukoti, á aðalfundi sem haldinn var 27. september 2017 var kosið um sameiningu foreldrafélaga. Niðurstaðan varð sú að bæði félög samþykktu sameiningu. Stjórn foreldrafélaganna skipast úr röðum foreldra og á hver deild að eiga fulltrúa í stjórn félagsins og skipta þeir með sér verkum. Á aðalfundi var samþykkt að kjósa í stjórn fyrir hvert nýtt skólaár á aðalfundi sem haldinn verði í lok maí ár hvert. Stjórn foreldrafélags Brimvers/Æskukots Þóra Ósk Guðjónsdóttir, formaður, Sonja Guðnadóttir, ritari, Vigdís Sigurðardóttir, gjaldkeri, Guðfinna Ásta Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, Inga Jara Jónsdóttir, meðstjórnandi, Eva Rós Birnudóttir, meðstjórnandi, Elín Heiða Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, meðstjórnandi, Sigrún Ína Ásbergsdóttir, meðstjórnandi, Starfsáætlun foreldrafélagsins skólaárið september - Aðalfundur foreldrafélaga og kosið í foreldraráð skólans 23. nóvember - Vasaljósaferð í Timburhólaskóg. Morgunmatur í leikskólanum kl. 8:00, rútan fer kl.8:30 frá Brimveri og kl. 8:45 frá Æskukoti 28. nóvember kl. 16:00 Jólaskórinn í Æskukoti, foreldrar/forráðamenn koma í leikskólann með börnum sínum og föndra jólaskó til að setja út í glugga 3. desember kl. 16:30 Aðventustund í Brimveri 22. mars Páskaeggjaleit í Æskukoti kl. 10:00 og í Brimveri kl. 16: maí Útskrift í Æskukoti kl. 15:00, foreldrafélag gefur útskriftarnemum gjöf 16. maí - Útskrift í Brimveri kl. 15:00, foreldrafélag gefur útskriftarnemum gjöf 23. maí Vorferð 24. maí- Aðalfundur haldin í Brimveri 14. júní Vorhátíð Æskukoti kl. 14: júní Vorhátíð Brimveri kl. 14:30 Skólaþjónusta Árborgar Samstarf ýmissa ráðgjafa og fagaðila sem koma að þjónustu við börnin í Árborg er mikilvægt. Starfsfólk skólaþjónustu Árborgar hefur samráð við skólastjórnendur þegar áherslur og verklag skólaþjónustunnar er mótað í hverjum skóla. Sérkennslustjóri getur í samráði við forráðamenn óskað eftir þjónustu skólasálfræðings, kennsluráðgjafa, talmeinafræðings eða annarra fagaðila en einnig er sérkennsluráðgjafi starfandi á vegum skólaþjónustu Árborgar. Ráðgjafar koma að greiningum og veita starfsmönnum og foreldrum ráðgjöf og aðstoð við að sinna þeim börnum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Hér er hægt er að kynna sér skólaþjónustu Árborgar almennar upplýsingar og starfsmannalista. 20

21 Öryggismál skólans Í skólanámskrá leikskólans er eineltisáætlun vegna barna og starfsmanna. Brunavarnir Árnessýslu koma reglulega í leikskólann til að gæta að öryggi og benda á umbætur. Elstu nemendur skólans hafa ákveðið hlutverk þar sem þeir gæta að öryggi í gegnum verkefni sem Brunavarnir Árnessýslu kynna fyrir þeim. Heilbrigðiseftirlitið kemur einnig reglulega í leikskólann og fer yfir húsnæði og lóð og bendir á það sem betur má fara. Árleg aðalskoðun leiksvæða var gerð af BSI á Íslandi í samræmi við reglugerð þar sem gerð er heildarúttekt á öryggi leikvallatækja, yfirborðsefna og á leiksvæðinu öllu. Starfsfólk sér um daglegt eftirlit á lóð leikskólans áður en nemendur fara út. Matráðar eru með daglegt eftirlit í eldhúsi. gæta að öryggi inni á deildum og allt starfsfólk á að gæta að öryggi í umhverfi nemenda í leik og starfi. Foreldrar/forráðamenn hafa skrifað undir öryggiseyðublað. Öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður eru við leikskólann. Á heimasíðu leikskólans strondin.arborg.is eru upplýsingar um skólastarfið. 21

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sólgarður 2015 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf

More information

Maí 2010 Heimili og skóli 2010 [Type text]

Maí 2010 Heimili og skóli 2010 [Type text] [Type text] Maí 2010 Heimili og skóli 2010 1 Hlutverk Heimilis og skóla er að hvetja til og styðja við jákvætt og öflugt samstarf heimila og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Styðja foreldra í uppeldishlutverki

More information

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Svið áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis Halló stjórnmálamenn!

More information

Nóvember 2009 Heimili og skóli 2009 [Type text]

Nóvember 2009 Heimili og skóli 2009 [Type text] [Type text] Nóvember 2009 Heimili og skóli 2009 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 Foreldrastarf í leikskóla... 2 Um þessa handbók... 2 Gögn og upplýsingar... 3 2 Almennt um foreldrastarf í leikskólum... 4

More information

MINNISBLAÐ. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla í Reykjavík skólaárið

MINNISBLAÐ. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla í Reykjavík skólaárið Reykjavík, 19. júní 2018 SFS2017020126 141. fundur HG/geb MINNISBLAÐ Viðtakandi: Sendandi: Skóla- og frístundaráð Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Efni: Staðfesting skóladagatala grunnskóla

More information

Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010

Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010 Leikskólinn Vesturkot Starfsáætlun 2010 Efnisyfirlit 1. Inngangur...bls. 2 2. Leiðarljósin...bls. 3 3. Stefnukort...bls. 4 4. Skilgreining á stefnukorti Vesturkots...bls. 6 5. Mat á framkvæmd starfsáætlunar...bls.

More information

Við erum eins og samfélag

Við erum eins og samfélag Við erum eins og samfélag Uppbygging lærdómssamfélags í Jötunheimum Þróunarverkefni skólaárið 2017-2018 Lokaskýrsla Júlí 2018 Júlíana Tyrfingsdóttir, verkefnastjóri Við erum eins og samfélag Uppbygging

More information

Umhverfi - Umhyggja 2

Umhverfi - Umhyggja 2 Skólanámskrá Umhverfi - Umhyggja 2 Efnisyfirlit Yfirstjórn leikskólans... 5 Ráðgjafaaðili leikskólans... 5 Grundvöllur leikskólans... 5 Lög um leikskóla... 5 Aðalnámskrá leikskóla... 5 Leikskólinn Undraland...

More information

Skólanámskrá Álfasteins

Skólanámskrá Álfasteins Skólanámskrá Álfasteins + 1 Efnisyfirlit Formáli... 4 1 Inngangur... 5 2 Leikskólinn Álfasteinn... 6 2. 1 Starfsfólk leikskóla... 6 2. 2 Hlutverk leikskólastjóra... 6 2. 3 Hlutverk leikskólakennara og

More information

Starfsáætlun

Starfsáætlun Starfsáætlun 2014-2015 Heilsuleikskólinn Háaleiti Lindarbraut 624, 235 Reykjanesbæ haaleiti@skolar.is 426-5276 0 Efnisyfirlit Formáli... 2 Endurmat starfsáætlunar 2013-2014... 2 Hlutverk, stefna og framtíðarsýn...

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Bjarnadóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Auður

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Þróunarstarf í Álftanesskóla 2006 2007 Lokaskýrsla 1 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Aðdragandi... 4 Markmið og stefna skólans fjölbreytni í námsmati...

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

2. útg Eineltisáætlun Króks. Heilsuleikskólinn Krókur

2. útg Eineltisáætlun Króks. Heilsuleikskólinn Krókur 2. útg. 2013 Eineltisáætlun Króks Heilsuleikskólinn Krókur Efnisyfirlit Inngangur... 2 Forvarnir gegn einelti í leikskólanum... 3 Það sem við getum öll gert (börn, foreldrar og kennarar)... 4 Verkáætlun

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Magnea Hreinsdóttir, Björk Ólafsdóttir,

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Soffía Þorsteinsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri 1 Efnisyfirlit Útdráttur...3 Inngangur...4

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Hádegishöfði Skólanámskrá

Hádegishöfði Skólanámskrá Hádegishöfði Efnisyfirlit Formáli... 5 Ytri aðstæður... 6 Yfirstjórn leikskólamála... 6 Fjölskyldu- og frístundasvið Fljótsdalshéraðs... 6 Leikskólaráðgjöf... 6 Námskrá Hádegishöfða... 7 Forsenda leikskólastarfs...

More information

Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi grunnskóli Heilsueflandi grunnskóli Nemendur Nærsamfélag Mataræði / Tannheilsa Hreyfing / Öryggi Lífsleikni Geðrækt Heimili Starfsfólk Heilsueflandi grunnskóli Embætti landlæknis, velferðarráðuneytið og mennta- og

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Þróunarverkefni í leikskólanum Hæðarbóli veturinn 2015 2016 Höfundur: Hjördís Braga Sigurðardóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Markmið verkefnisins...

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt 2016-2017 Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Umhverfisnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt verkefnastjóra Umhverfisgátlisti frá leikskólanum

More information

Ævintýri með Lubba Bók er best vina

Ævintýri með Lubba Bók er best vina Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Ævintýri

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Skólastefna sveitarfélaga

Skólastefna sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga Skólastefna sveitarfélaga Handbók Björk Ólafsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga 2010 Skólastefna sveitarfélaga Handbók Höfundur: Björk Ólafsdóttir Yfirlestur og ábendingar:

More information

Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur

Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur Akureyri 31. maí 2011 Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur Í úttekt á stjórnkerfi skóla á Akureyri var rannsóknarspurningin: Í hverju felst starf skólastjóra,

More information

Ágrip Inngangur Þróunarverkefnið Virðing og jákvæð samskipti...5

Ágrip Inngangur Þróunarverkefnið Virðing og jákvæð samskipti...5 Ágrip...3 1. Inngangur...4 2. Þróunarverkefnið Virðing og jákvæð samskipti...5 2.1 Leikskólinn Gefnarborg...5 2.2 Bakgrunnur hvers vegna samskipti...6 2.3 Tímaáætlun...7 2.4 Markmið og leiðir...7 2.5 Yfirmarkmið

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

Áfallaáætlun Lækjar. Sorg og sorgarviðbrögð

Áfallaáætlun Lækjar. Sorg og sorgarviðbrögð Áfallaáætlun Lækjar Sorg og sorgarviðbrögð Ábyrgðarmenn: Ásrún Steindórsdóttir Daðey Arnborg Sigþórsdóttir Guðbjörg Sigurðardóttir Maríanna Einarsdóttir Stefanía Finnbogadóttir Efnisyfirlit 1. Inngangur...

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:

Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars: Apríl 2010 Heimili og skóli 2010 1 2 Ávarp Hlutverk Heimilis og skóla er að hvetja til og styðja við jákvætt og öflugt samstarf heimila og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Styðja foreldra í uppeldishlutverki

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Anna Rós Lárusdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Ígrundun starfsþroski starfsþróun

Ígrundun starfsþroski starfsþróun Ígrundun starfsþroski starfsþróun Fyrirlestur á námskeiði kennara í Árskóla og Varmahlíðarskóla 21. ágúst 2009 Rúnar Sigþórsson HA Sá sem mænir til stjarnanna mun að sönnu ekki ná takmarki sínu. Hins vegar

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Guðmundína Arndís Haraldsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Allt sem

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Skýrsla Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Trausti Þorsteinsson Gunnar Gíslason Gát sf. 2012 Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Mat á fyrirkomulagi og tillögur um framtíðarskipan Gát sf. Trausti Þorsteinsson

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Héðinn Svarfdal Björnsson. verkefnisstjóri fræðslumála á Lýðheilsustöð

Héðinn Svarfdal Björnsson. verkefnisstjóri fræðslumála á Lýðheilsustöð Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnisstjóri fræðslumála á Lýðheilsustöð Samningur frá 2007 til 2010 Hagsmunaráð Íslenskra Framhaldsskólanema (HÍF) Af hverju að vinna að heilsueflingu og forvörnum í framhaldsskólum?

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður. Nanna Marteinsdóttir

Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður. Nanna Marteinsdóttir Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður Nanna Marteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður Nanna Marteinsdóttir

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Arna H. Jónsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Áherslur og valdatengsl í samstarfi

More information

Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð

Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð Stuðningur við grunnskólanemendur Sigríður Ósk Atladóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Áfallaáætlanir í Fjarðabyggð Stuðningur við grunnskólanemendur Sigríður

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Að fá barn til þess að brosa

Að fá barn til þess að brosa Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Grunnskólakennarafræði 2012 Að fá barn til þess að brosa Sérþarfir barna með ADHD samskipti heimila og skóla Bertha Karlsdóttir og Inga Vala

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala LEAN 02 Stöðugar umbætur á Landspítala 2 ÞEGAR LÆRT UM LEAN Offramleiðsla Óþarfa flutningar Birgðir Ónýttir hæfileikar starfsmanna Bið Óþarfa hreyfing Óþarfar aðgerðir Gallar Lean 02 PDCA og A3 Kaizen

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information