Í upphafi skyldi endinn skoða

Size: px
Start display at page:

Download "Í upphafi skyldi endinn skoða"

Transcription

1 Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið

2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn... 5 Einstaklingsmiðað nám... 5 Raddir barna mósaíkaðferðin... 6 Námssögur... 8 Í upphafi skyldi endinn skoða Aðdragandi verkefnisins Markmið Lýsing á verkefninu Niðurstöður verkefnisins Mat á verkefninu Lokaorð Heimildaskrá Fylgiskjöl Fylgiskjal Fylgiskjal Fylgiskjal Fylgiskjal Fylgiskjal Fylgiskjal Fylgiskjal Fylgiskjal

3 Útdráttur Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir þróunarverkefninu Í upphafi skyldi endinn skoða. Verkefni þetta var unnið í leikskólanum Bakka sem er að Bakkastöðum 77 í Grafarvogi í Reykjavíkurborg. Markmið verkefnisins var að þróa umgerð utan um einstaklingsáætlun sem byggði á styrk og getu barnsins. Aðaláherslan var því að horfa á styrk og getu hvers einstaklings fyrir sig, en ekki hópsins í heild eða að bera saman þroska miðað við aldur. Í Bakka er stór og glæsilegur barnahópur, fullur af orku og athafnagleði sem taka öllu með opnum hug og forvitni. Að jafnaði eru þau 69 talsins samtímis og tóku öll börnin þátt í þessari vinnu, ásamt starfsfólkinu á Bakka og foreldrum. Ingibjörg E. Jónsdóttir leikskólastjóri var verkefnastjóri, ábyrgðarmaður, bókari og ritari. Bryndís Garðarsdóttir og Kristín Karlsdóttir lektorar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands leiðbeindu okkur og Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi Leikskólasviðs var faglegur ráðgjafi. 3

4 Inngangur og kynning Rit þetta er skýrsla sem unnin er í tengslum við þróunarverkefnið Í upphafi skyldi endinn skoða. Hugmyndin er að þetta rit geti gagnast þeim sem áhuga hafa á að skoða og skrá styrk og getu barna og nota sem einstaklingsáætlun eða réttara sagt í staðin fyrir einstaklingsáætlun. Leikskólinn Bakki var formlega opnaður 2.desember 2003 og þá strax var komin sú hugmynd að þar yrði meðal annars lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám sem byggði ofan á reynslu barnanna. Margir töldu að í leikskólum landsins hefði alltaf verið einstaklingsmiðað nám og því væri þetta ekkert til að leggja áherslu á. Við vorum ekki sammála því, þar sem við töldum að leikskólar leggðu áherslu á þroskamiðað nám, þar sem þroski hvers barns var metinn og skoðaður miðað við aldur, þannig var í raun verið að leitast við að hvert barn þroskaðist á sama hraða og jafnvel verið að setja alla undir sama hatt. Þannig má segja að áherslan hafi verið á barnahópinn og hvort nokkur skæri sig úr sem þyrfti þá að vinna með. Þegar við vorum að ræða um það að við á Bakka vildum skoða einstaklinginn út frá getu og styrk, þá heyrðum við miklar efasemdir og vangaveltur um að þá myndum við ekki geta greint það ef barn væri eftir í þroska og hvað þá? Auðvitað sjáum við það og fylgjumst vel með hverju barni, en trú okkar er sú að ef barnið veit og heyrir hvað það er getumikið og klárt þá séu miklar líkur á því að það fari einnig að æfa sig í því sem það á erfitt með en sér að félagarnir geta. Við vorum búin að velta því lengi fyrir okkur hvernig við gætum sett nám barnanna upp sem einstaklingsáætlun og þar með að gera þessa hugmynd okkar sýnilegri. Það var svo ekki fyrr en haustið 2007 að ákveðinn vinnuhópur á Leikskólasviði bauð á kynningarfund um einstaklingsáætlanir að boltinn fór að rúlla hjá okkur. Við ákváðum að fara af stað með þróunarverkefni og sækja einnig um styrk. Í skýrslu þessari er afrakstur þessara þróunarvinnu settur í ritað mál. Þetta er búin að vera frábær vinna og er henni engan vegin lokið. Mikil þróun hefur átt sér stað og í raun er meira að segja nafnið á verkefninu ekki lengur viðeigandi en við látum það þó standa. Skýrsla þessi er þannig byggð upp að fyrsti hlutinn er safnað í sarpinn ýmsum fræðilegum og hagnýtum upplýsingum. Í öðrum hluta er fjallað um sjálft þróunarverkefnið. Þriðji hlutinn er síðan lokaorð og vangaveltur að verki loknu. 4

5 Safnað í sarpinn Þegar verið er að vinna þróunarverkefni eða aðra nýbreytni er mikilvægt að hafa fræði á bak við sig til að afla sér þekkingar og finna rök fyrir vinnu sinni. Ýmsar spurningar leituðu að huga okkar þegar við vorum að leggja af stað og er í raun enn að vakna. Hér í þessum hluta er því fræðilegur bakgrunnur og er þar fjallað um þau atriði sem vöktu mestan áhuga. Þessi umfjöllun er ekki mikil þar sem hugmyndin er að þetta sé smá kynning en síðan sé hægt að leita nánari upplýsingar í heimildirnar sem eru í heimildalistanum. Einstaklingsmiðað nám Á vefnum Upplýsingavefur um einstaklingsmiðaða kennsluhætti, sem Ingvar Sigurgeirsson heldur utan um, kemur fram að ekki sé auðvelt að skilgreina einstaklingsmiðað nám. Þó má segja að það byggi á því að vera með sveigjanlegt nám til að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir hvers nemanda fyrir sig. Þar er einnig yfirleitt lögð áhersla á ábyrgð og virkri þátttöku nemandans sjálfs á eigið nám ( einingar.htm ). Hugmyndafræðin á bak við einstaklingsmiðað nám liggja víða en framlag John Dewey vegur örugglega þyngst. Snemma á tuttugustu öldinni voru stofnaðir skólar sem höfðu á stefnuskrá sinni einstaklingsmiðað nám sem byggði meðal annars á hugmyndum John Dewey um virka kennsluhætti, leitarnám, þjálfun hugsunar og lýðræðislegt skólastarf. Í dag líta flestir til félagslegu hugsmíðahyggjunnar og þá sérstaklega til fjölgreindarkenningarinnar, innan þessara kenninga á einstaklingsmiðað nám vel heima. ( gar.htm ). Í framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í menntmálum leikskóla segir meðal annars að: Einstaklingsmiðað nám og markviss samvinna tryggir að komið sé á móts við þarfir og áhuga barna. Það er gert með fjölbreyttum uppeldisaðferðum, þar sem leikurinn er viðurkennd námsleið barnanna. Frumkvæði og þekkingarleit einkenna starfið. Deildarstjóri gerir einstaklingsáætlun fyrir hvert barn í samvinnu við foreldra og barn miðað við aldur þess og þroska. Hæfileikar hvers og eins fá notið sín í leikskólastarfinu (Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar 2009) 5

6 Þannig að í raun þegar verið er að tala um einstaklingsmiðað nám þá er verið að einblína á einstaklinginn og hverjar þarfir hans eru við að mennta sig. Einnig er hlustað á einstaklinginn, það er hvað hann hefur að segja um nám sitt og hvernig hann vill haga því. Þó er vert að hafa það í huga að einstaklingsmiðað nám er ekki einkakennsla fyrir hvern nemanda, því áherslan er á samvinnu nemanda þó svo hver vinni á sínum hraða út frá sínum forsendum. Í tengslum við einstaklingsmiðað nám er mikilvægur þáttur að hver nemandi sé með einstaklingsáætlun. Einstaklingsáætlunin er unnin af nemandanum sjálfum, ásamt kennara og foreldrum. Nemandinn setur sér markmið í náminu og hvernig hann hyggst ná þeim. Í einstaklingsáætluninni er einnig gert ráð fyrir því að nemandinn meti nám sitt reglulega, þannig á þessi áætlun að auka ábyrgð nemandans á námi sínu (Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs og Menntasviðs Reykjavíkurborgar 2007). Þar sem oft er verið að tala um einstaklingsáætlun og einstaklingsnámskrá í sömu setningu er best að taka fram hér að ekki er verið að tala um sama hlutinn og veldur það oft misskilningi. Einstaklingsnámskrá er ítarleg áætlun fyrir nemendur með sérþarfir sem unnin er af kennarar í samráði við foreldra og nemanda. Þessi námskrá byggir á aðalnámskránni en felur oft í sér veruleg frávik frá henni þar sem einnig þarf að hafa viðmið af greinandi prófum og skimunarprófum (Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs og Menntasviðs Reykjavíkurborgar 2007). Þessi umfjöllun um einstaklingsmiðað nám og einstaklingsáætlun er frekar grunnskólamiðuð og er það því hlutverk okkar í leikskólunum að aðlaga og staðfæra þetta leikskólaumhverfinu, þar sem leikurinn er aðal námsleið barnsins. Leikskólabörn eru mörg hver það ung að árum að þau geta varla tjáð sig munnlega til að koma skoðunum sínum á framfæri, hvernig geta þau þá tekið þátt í gerð einstaklingsáætlana? Hvernig getum við hlustað á raddir leikskólabarnanna? Raddir barna mósaíkaðferðin Í dag er mikið talað um það að hinir fullorðnu eigi að hlusta á raddir barna, hvort sem verið er að tala um hvítvoðunginn eða unglinginn. Okkur finnst rökrétt að hægt sé að hlusta á börn sem farin eru að tjá sig munnlega, en hvernig er hægt að hlusta á þau sem lítinn eða engan orðaforða eru komin með? Og, ætli það sé einnig nóg að hlusta með eyrunum þegar verið er að tala um að hlusta eftir röddum barna? Loris Malaguzzi, sem var aðalfrumkvöðull hugmyndafræðinnar sem kennd er við Reggio Emilia, sagði að börn hefðu hundrað mál. Hann benti með því á að börn hefðu meðfædda hæfileika til að lesa umhverfi 6

7 sitt með öllum skilningarvitum. Þannig afla þau sér þekkingar á heiminum. Því mætti segja að til að hlusta á raddir barna þurfum við að nota öll skilningarvitin eins og börnin. Það er ekki nóg að nota eyrun, við verðum að sjá, upplifa, finna, skoða, fylgjast með, spjalla við og kynnast veröld þeirra, leikjum, hugmyndum og hugsunum. Þegar við gerum þetta, þá fyrst erum við farin að hlusta á raddir barna. Í leikskólunum Reggio Emilia á Ítalíu var þróuð skráningaraðferð sem kölluð hefur verið uppeldisfræðileg skráning. Þessi aðferð er ekki atferlisathugun heldur gagnaöflun til að auka skilning okkar á því sem er að gerast í leikskólanum. Með þessari skráningu er verið að sýna hvað barnið getur og er hæfileikaríkt. Innihald í uppeldisfræðilegri skráningu er það sem börnin segja, gera, verk eftir þau og þeirra skráningar. Einnig er tekið fram hvernig kennarinn tengist því sem börnin eru að gera. Þegar gerð er uppeldisfræðileg skráning eru helstu aðferðirnar að taka ljósmyndir, nota myndbandsupptökuvél, upptökutæki, skrifa niður og teikna það sem börnin eru að segja og gera. Áhersla er á að viðbrögð og vangaveltur kennarans komi einnig fram (Guðrún Alda Harðardóttir, 2001). Í Englandi hefur verið þróuð svo kölluð mósaíkaðferð sem byggir á þessari hugmynd. Nafnið mósaík vísar til þess þegar verið er að setja saman litlar mósaíkflísar og skapa þannig heilstætt listaverk. Þannig er að sama skapi notast við fjölbreyttar leiðir, við að hlusta á raddir ungra barna, með mósaík aðferðinni. Helstu leiðirnar eru eftirfarandi: Gerðar eru athuganir á börnum í leik og starfi; hvað eru börnin að gera og hvað eru þau að segja? Tekin eru viðtöl við börnin; viðtalið er skipulagt og með opnum spurningum Myndrænar skráningar; ljósmyndir af börnum í leik og starfi, einnig myndir teknar af börnum og þau segja frá þeim Leiðsögn af börnum um skólann; hvað sýna börnin og hvernig kynna þau skólann? Kort af leikskólanum teiknuð af börnum; þau velja stað sem þau vilja teikna og kynna, ræða hvað á að vera á teikningunni og hversvegna Viðtöl við foreldra Viðtöl við kennara Leiðirnar geta verið mjög mismunandi en fjölbreytileikinn er það sem skiptir máli, þannig að við séum örugglega að hlusta á sem flest mál barnanna, bæði yrt og óyrt. Mósaíkaðferðin byggir á þeirri sýn að börnin séu sérfræðingar varðandi eigið líf. Einnig gerir hún ráð fyrir því að það fari fram samræður á milli barna, starfsmanna og foreldra um reynslu og skilning barnanna (Clark and Moss, 2001). 7

8 Þessi aðferð hefur verið notuð til að skoða skólastarf út frá sjónarhorni barna. Hún er sveigjanleg og hentugt er að nota hana við ólíkar aðstæður. Því töldum við að þessi aðferð gæti vel nýst okkur í þróunarvinnunni við að gera einstaklingsáætlun með hverju barni, en auðvitað að sníða mósaíkflísarnar eftir okkar hugmyndum og leikskóla. Námssögur Námssögur er rannsóknaraðferð sem Margaret Carr þróaði ásamt leikskólakennurum á Nýja Sjálandi Námssögur er matsaðferð sem felst í því að gera skráningu þar sem styrkleiki og geta barna er í forgrunni. Tilgangurinn er að meta vellíðan þeirra og tilhneigingu til náms. Vellíðan barns tengist sjálfsímynd þess og að það líti á ögrandi verkefni sem tækifæri til að takast á við ný viðfangsefni. Tilhneiging til náms felst í því að barnið er þátttakandi í námsumhverfi sínu með áhuga, vilja og getu til að takast á við verkefnin og taka gagnrýna afstöðu. Litið er á barnið sem námsmann sem sýnir áhuga, vilja og getu. Það er aðalhlutverk leikskólans að styðja við þessa þætti. Allt nám fer fram í félagslegu samhengi sem byggir á þrem megin þáttum: Félagslegum aðstæðum, færni einstaklingsins og áhugahvöt hans. Það má segja að námssögur séu nokkurskonar smásögur um hvert barn sem gefur innsýn í styrkleika þess og færni. Áherslan er ekki á það hvernig barn lærir, heldur hvernig það notar þekkingu sína. Námssögum er safnað úr öllu starfi leikskólans og gott er að nota ljósmyndaskráningu með. Með námsögum er verið að: Staðfesta eða sýna fram á þroska sem oft er erfitt að sjá Sýna hvernig börn ná tökum á lunderni sínu og hinum óskráðu reglum samfélagsins Stuðla að og efla umhverfi barnanna sem lærdómssamfélags Endurspegla nám barnanna betur en frammistöðumælingar Með námssögum er verið að leita eftir styrkleikum og færni barnanna. Í raun er verið að beina augunum frá því hvað börnin geta ekki yfir í það hvað þau geta. Þannig er verið að viðurkenna hvað þau eru klár. Þegar námssögur eru notaðar sem matsaðferð þá er ferlið þannig að skráð er niður lýsingu á því hvað barnið er að kljást við og er þá haft í forgrunni hvað barnið sýnir áhuga á, vilja og/eða getu. Skráningin er ígrunduð og jafnvel fyllt upp í, hvað í raun átti sér stað út frá skráningunni. Síðan er ákveðið hvernig hægt sé að nota þessar 8

9 upplýsingar barninu í hag. Ágætt getur verið að hafa í bakhöndinni eftirfarandi spurningar til að leiða sig áfram: Lýsa og skrá Hvað er það sem vekur áhuga barnsins? Hvað gerir barnið til að komast inn í leik með öðrum? Hvað gerir barnið þegar það lendir í erfiðleikum? Hvað gerir barnið til að koma sínu sjónarmiði á framfæri? Hvernig sýnir barnið ábyrgð? Hefur mismunandi umhverfi áhrif? Ræða og ígrunda Kennarar ræða sín á milli Kennari ræðir við barnið Kennari og foreldrar ræða saman Ákveða Þarf að breyta umhverfinu? Hvernig er hægt að ýta undir frumkvæði barnsins? Hvernig ýtum við undir tilhneigingu barnsins til náms? Eins og komið er fram þá er námssögum safnað úr öllu starfi leikskólans og það er einblínt á eitt barn í einu í skráningunni. Þegar námsögurnar hafa verið ígrundaðar með barni, kennurum og/eða foreldrum eru þær greindar niður til að skoða vellíðan og tilhneigingu barnsins til náms (Carr, 2001). Kristín Karlsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir þýddu þessa greiningu og settu upp í eftirfarandi töflu: Smá kynning á því hvað er að gerast (t.d. búðaleikur í dúkkukrók, 5 börn að leik) Fimm þræðir Birtingarform Greining Námssaga að tilheyra könnun samskipti áhugi virkni; innri/ytri að takast á við erfiðleika og óöryggi Greining á námssögunni í tengslum við það sem er hér til vinstri vellíðan að tjá hugmynd eða tilfinningu að leggja til að taka ábyrgð Sjálf skráningin á námssögunni er hér Þær stöllur gerðu rannsókn þar sem þær prófuðu þessa skráningar og matsaðferð sem námssögurnar byggja á. Helstu niðurstöður þeirra voru að styrkleiki barnanna er gerður mun sýnilegri með þessari aðferð og skýrt kemur fram hvað hið félagslega umhverfi hefur mikil áhrif. Einnig kom fram að með því að skrá og lýsa því hvað börnin gerðu og síðan að greina og meta styrkleika þeirra út frá fimm þráðum tilhneigingar til 9

10 náms, þá varð til nákvæmari mynd af styrkleikum, færni og samskiptaleiðum einstakra barna. Við það að ígrunda námsögurnar varð til fyllri mynd af barninu og oft kom fram ný sýn þar sem viðkomandi fékk nákvæmari mynd af hugarheimi og virkni barnsins. Þegar barnið sjálft tekur þátt í ígrunduninni má gera ráð fyrir því að það verði virkari þátttakandi við að móta sína eigin námssögu ásamt því að verða meðvitaðri um eigin styrkleika. Þannig sjá þau einnig skýrar þær leiðir sem þau fara í eigin námi og geta þar með verið virk í mati á eigin námi (Kristín Karlsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2008). Námsöguaðferðin vakti virkilega athygli okkar og nú vorum við komin með það helsta sem við vildum styðjast við í þróunarverkefni okkar og því var lagt af stað. 10

11 Í upphafi skyldi endinn skoða Aðdragandi verkefnisins Í skólanámskrá Bakka segir að út frá hugmyndum félagslegrar hugsmíðahyggju, sýn okkar á börnum og staðsetningu leikskólans, þá leggjum við áherslu á einstaklingsmiðað nám, málauðugt umhverfi og náttúruna. Þau leiðarljós sem eiga að lita allt okkar starf eru: sjálfstæði, virðing og samvinna (Leikskólinn Bakki Skólanámskrá, 2007). Það er sem sagt eitt af markmiðum okkar í leikskólanum Bakka að vera með einstaklingsmiðað nám sem byggir á reynslu barnanna. Til að ná því markmiði teljum við okkur þurfa meðal annars að vera með einstaklingsáætlun fyrir hvert barn. Sýn okkar er sú að börn séu klár, forvitin, áhugasöm, fróðleiksfús, einlæg og lífsglöð. Við vorum á því að við þyrftum að koma okkur út úr þroskamiðaðri hugsun, þar sem við höfum í gegnum tíðina skoðað leikskólabarnið út frá þroska þess miðað við aldur. Þannig höfum við í raun alltaf verið að miða barnið við jafnaldra sína, en núna vildum við fara að hugsa um styrk og getu barnsins út frá því sjálfu. Þannig teljum við okkur vera að fara frá þroskamiðuðu námi yfir í einstaklingsmiðað nám. Út frá þessu kom spurningin: Hvernig getum við sett saman einstaklingsáætlun með hverju barni, þar sem þessu markmiði og sýn okkar á börn er höfð að leiðarljósi? Þetta var kveikjan að þessu verkefni og var hugmyndin að þróa umgerð utan um einstaklingsáætlun sem byggði á styrk og getu barnsins. Haustið 2007 fór boltinn að rúlla og við sóttum um styrk til að fara af stað með þróunarverkefni sem við köllum Í upphafi skyldi endinn skoða. Var ákveðið að finna leið og þróa þessa hugmynd okkar um einstaklingsáætlun fyrir hvert leikskólabarn. Markmið Aðalmarkmiðið með þessu þróunarverkefni var að hanna og þróa raunhæfa einstaklingsáætlun fyrir leikskólabörn, þar sem rödd barnsins, foreldranna og kennaranna heyrist. 11

12 Þegar við settum okkur þetta markmið vildum við sjá að þetta væri örugglega raunhæft miðað við börn á leikskólaaldri. Jafnframt að þetta væri áætlun sem þau tækju sjálf þátt í og yrðu meðvituð um. Við settum okkur einnig það markmið að börnin verði sjálfstæðir þjóðfélagsþegnar með sterka sjálfsmynd. Þetta er reyndar langtímamarkmið þar sem fyrsta skrefið er tekið í leikskólanum og síðan heldur það áfram út skólagönguna og jafnvel allt lífið. Lýsing á verkefninu Þegar okkur var formlega tilkynnt að við hefðum fengið styrk úr Þróunarsjóði Leikskólaráðs var okkur ekki til setunnar boðið, við brettum upp ermarnar og fórum að lesa fræðibækur, leita að upplýsingum á netinu og líta í kringum okkur. Við vorum að leita að fræðilegum grunni til að byggja hugmyndir okkar á. Eftir mikla leit mátti ekki miklu muna að við legðum árar í bát og gæfumst upp, allt sem við lásum um var frekar þroskamiðað og var ekkert sem við gátum byggt á. Kolbrún Vigfúsdóttir þróunarfulltrúi Leikskólasviðs benti okkur á að fara á ráðstefnuna Rödd barnsins, sem við og gerðum. Þessi ráðstefna var haldin af Leikskólasviði Reykjavíkurborgar í samstarfi við RannUng í apríl Þar komu fram margir góðir fyrirlesarar sem fjölluðu um það hvaða leiðir væri hægt að fara til að hlusta á raddir barna og hvernig tryggt væri að börnin hefðu áhrif á viðfangsefni sitt og umhverfi. Þessi umfjöllun hitti beint í mark hjá okkur og nú fóru að opnast ýmsar leiðir. Bryndís Garðarsdóttir og Kristín Karlsdóttir héldu fyrirlestur, í maí 2008, um námssögur, þar sem verið var að meta styrkleika og færni barna. Allt í einu virtist þessi hugmynd að horfa á barnið út frá styrk og getu þess vera alls ráðandi og við höfðum nóg að moða úr. Næsta skref var að velja úr og athuga hvað félli að hugmyndum okkar. Okkur hugnaðist vel mósaíkaðferðin, þar sem hún heldur svo vel utan um þá hugmynd að við þurfum að hlusta á raddir barna á fjölbreytan máta. Það er ekki nóg að hlusta bara á það sem börn segja, heldur er þetta svo miklu meira og víðtækara, mósaíkaðferðin rammar það allt mjög vel inn. Síðan langaði okkur að prófa námssögur og sníða þær að okkar leikskóla og þeim börnum sem þar eru. Við vorum svo heppin að fá þær stöllur; Bryndísi Garðarsdóttur og Kristínu Karlsdóttur í samstarf við okkur. Þær hafa sem sagt leiðbeint okkur og gert rannsókn í 12

13 leiðinni á því hvernig þessi vinna þróast, með áherslu á kennarann. Línurnar voru lagðar og þar með var komið að aðalþróunarvinnunni. Ákveðið var strax í upphafi að taka lítil skref í einu, þannig að þetta yrði ekki mikið aukaálag á leikskólastarfið. Settur var saman þróunarhópur sem hittist á tveggja vikna fresti. Í honum voru fjórir kennarar frá Bakka, leikskólastjóri og þær stöllur; Bryndís og Kristín. Þessi hópur kom með tillögur, gerði tilraunir og mótaði þau skref sem tekin voru síðan af öllum hópnum. Þátttakendurnir í þessari vinnu eru öll börnin á Bakka, foreldrar þeirra, hópstjórarnir á Bakka og deildarstjórar. Leikskólastjórinn er verkefnastjórinn, ábyrgðarmaður, ritari og bókari. Kolbrún Vigfúsdóttir er faglegur ráðgjafi, ásamt Bryndísi og Kristínu. Á foreldrafundi haustið 2008 var þetta verkefni lauslega kynnt, þar sem við vorum ekki komin nógu vel af stað var kynningin ekki mjög bitastæð. Þó var hugmyndin um að við vildum gera einstaklingsáætlun með hverju barni út frá styrk og getu vel kynnt, en við vorum ekki með svör á reiðu um það hvernig það yrði framkvæmt. Veturinn var einblínt á það að byrja á að skrá námssögur af hverju barni. Áherslan var á að gera skráningu af leik og starfi hvers barns og nota ljósmyndir til að styðja skráninguna. Miðað var við að það yrði ein námssaga með hverju barni í hverjum mánuði. Foreldrar fengu spurningar sem fjölluðu um styrk og getu barnsins, sem þeir áttu að svara og koma með í foreldraviðtal. Við fjölguðum viðtölunum upp í að vera þrisvar sinnum yfir veturinn. Prófað var að fá börnin til að tjá sig um myndaskráningarnar og fylla þannig upp í námsögu sína. Ákveðið var einnig að fá fleiri sjónarhorn (mósaíkflísar) með inn í möppu barnsins og í desember 2008 var prófað að taka viðtal við börnin og var umræðuefnið þau sjálf. Í samverustundum var umræða um það hvað börnunum fannst þau vera best í, það er hvað hin höfðu að segja um hvert barn. Einnig voru hópstjórar beðnir um að skrá niður styrkleika hvers barns og rökstyðja með dæmum. Síðan var gullkornum barna safnað. Að vori 2009 var þróunarhópurinn að byrja að taka það skref að greina námssögur barnanna, þannig að auðveldara sé að sýna tilhneigingu barnanna til náms. Haustið 2009 var haldið áfram þar sem frá var horfið og áfram heldur þróunin. Bryndís og Kristín komu og voru með okkur á starfsdegi þar sem þær voru með fyrirlestur um námssögur og þróunina hjá okkur. 13

14 Núna eru línurnar mun skýrari og við vitum hvert við stefnum. Við höldum ótrauð áfram, enda er þetta skemmtilegt og spennandi verkefni sem engan vegin er lokið. Þó svo hér sé lokaskýrsla þessa þróunarverkefnis þá heldur vinnan áfram. Niðurstöður verkefnisins Fljótlega eftir að við fórum af stað með þetta þróunarverkefni fórum við að velta fyrir okkur þessu með að í einstaklingsáætlun ættu að vera markmið og leiðir. Þetta flæktist fyrir okkur þar sem börn á leikskólaaldri eru í mjög örum þroska og geta oft í dag sem þau gátu ekki í gær. Einnig er áhugi þeirra stundum bundinn við ákveðið viðfangsefni í eina klukkustund og upp í marga daga, en síðan ekki litið meira við því. Við ákváðum því að leggja til hliðar þetta með að vera með markmið og leiðir, þar sem við erum að þróa þessa vinnu út frá leikskólabörnum. Við veltum fyrir okkur hvað það væri í raun sem ætti heima í einstaklingsáætlun leikskólabarns. Hvernig við gætum sett hana upp þannig að barnið yrði meðvitað um styrk sinn og getu og myndi þar með efla sjálfsmynd barnsins. Mósaíkaðferðin hjálpaði okkur að ramma inn þær hugmyndir sem við töldum uppfylla þetta skilyrði og við vildum sjá í einstaklingsáætlun leikskólabarna. Hér má sjá myndina sem við settum upp: Ígrunda með barninu Teikningar / handmennt Ígrunda með foreldrum Barnið Ígrunda með hópstjórum Hvað segja börnin um hvort annað? Námssögur Barnið er hér í miðjunni enda snýst áætlunin um það. Námssöguskráningin er aðalatriðið þar sem þar er fjallað um það sem barnið er að gera og geta í leik og starfi. Ígrundun með foreldrum og hópstjórum er til að fá fyllri mynd af barninu. Ígrundun með barninu sjálfu er bæði til að fá fyllri mynd og til að fá barnið til að sjá sjálft sig og þar með styrkleika sinn, þannig teljum við okkur vera að efla sjálfsmynd barnsins. Teikningar / handmennt er til að fá fram sýn 14

15 barnsins á fleiri vegu. Það er alltaf gott að heyra hvað maður er klár og var það hugmyndin á bak við það að börnin segðu um hvort annað hvað þau eru dugleg og geta. Þungamiðjan í þessu þróunarverkefni eru sjálfar námssögurnar. Þegar verið er að fara af stað með svona miklar skráningar er mikilvægt að taka lítil skref í einu og skipuleggja vel, þannig að þetta vaxi ekki svo í augum fólks að það fallist bara hendur. Byrjað var á því að einblína fyrst bara á að gera ljósmyndaskráningu og setja niður texta með þeim. Við skráninguna átti að huga að því hvað barnið getur og gerir, einnig átti að skrá niður svipbrigði, þagnir og líkamstjáningu. Þannig átti skráningin að vera lýsandi í og hlutlaus. Við gerðum staðlað eyðublað fyrir námssöguskráningarnar (sjá fylgiskjal 1) og notuðum glæru frá Kristínu og Bryndísi (sjá fylgiskjal 2) sem hjálpargagn við skráningarnar. Glæran þeirra lýsir á hnitmiðaðan hátt það sem einkennir leikskólabörn og við erum að leita eftir að skrá markvisst niður í námssögur. Þar sem hver hópstjóri bar ábyrgð á að gera eina námssögu um hvert barn í mánuði voru þeir hvattir til að skipta hópnum sínum niður á þrjár fyrstu vikurnar í mánuði og eiga fjórðu vikuna til vara. Þetta gekk yfir höfuð vel og var fyrir bragðið ekki mikið aukaálag. Reyndar má segja að við á Bakka höfum haft góðan grunn til að byggja á þar sem við tökum mikið af myndum og setjum markvisst upp skráningar um hópastarfið. Þannig að sjálf skráningin í námssögunum var fljót að koma hjá okkur, þó svo allt sé enn að slípast til. Við ákváðum að prófa að nota myndbandsupptökur (videoklipp á myndavélunum) við að taka upp skráningar. Það kom mjög vel út, því bæði var hægt að gera skráningar um fleiri börn í einu og miklu auðveldara var að skoða samskiptin, líkamstjáninguna og hvað barnið sagði, þar sem hægt var að renna aftur og aftur yfir myndskeiðið. Skiptar skoðanir voru á því hvort þetta væri vinnuhagræðing eða ekki og var ákveðið að hópstjórarnir notuðu tæknina eftir því hvað þeim þætti betra. Helstu pyttirnir sem við vorum að falla í varðandi skráningarnar var að við vorum of huglæg. Það er svo auðvelt að gleyma sér þegar verið er að fylgjast með því hvað börnin eru getumikil og klár og fara að lýsa sinni sýn og skrá niður hvað barnið er frábært og algjör snillingur í samskiptum. Auðvitað eru börnin það, en í námssöguskráningu þarf að ná að lýsa því hve frábært barnið er, en ekki bara segja það. Þetta getur verið virkilega erfitt og krefst mikillar þjálfunar sem við erum enn að þjálfa okkur í. 15

16 Það að ígrunda með barni var mjög áhugavekjandi, þau komu oft með aðrar hugmyndir sem fylltu upp í myndina. Athugasemdir frá þeim voru til dæmis að þau væru glöð, að leika við best vin sinn, að þau hefðu geta byggt risahátt. Þannig kom vel fram hjá þeim að þau voru upptekin af vellíðan sinni, vináttunni og því að geta leyst þau verkefni sem þau voru að kljást við. Við byrjuðum á að ígrunda með eldri börnunum sem eru þá 3 6 ára. Í vetur ætlum við að ígrunda með öllum börnunum og þá kom upp spurningin; hvernig er hægt að ígrunda með barni sem ekkert eða mjög lítið er farið að tjá sig munnlega? Hugmyndin er að taka upp svipbrigði og tjáningu barnsins þegar því er sýnt myndaskráning og skrá það sem ígrundun. Þetta er verkefni þessa vetrar ( ) að þróa þessa hugmynd. Hópstjórar ígrunda námssögu barnanna með deildarstjóranum eða sín á milli og skrá hana niður. Deildarstjóri sér síðan um að taka námssögur barnanna og greina þær niður í fimm þræði sem sýna tilhneigingu barnsins til náms (sjá lítið sýnishorn í fylgiskjali 5). Það er í raun hér sem nám barnsins verður sýnilegt. Þegar við fórum að greina námssögurnar breyttum við aðeins töflunni í samræmi við það sem okkur fannst henta. Við bættum einnig leiðarljósunum á Bakka inn í þannig að það yrði sýnilegra að þau eru í gildi. Ígrundun með foreldrum fer fram í foreldraviðtölunum og var því ákveðið að fjölga þeim upp í að vera þrisvar sinnum yfir vetrartímann. Foreldrar eru þar með að mæta í viðtal á þriggja mánaða fresti (sjá fylgiskjal 3 fyrir veturinn ). Þessi viðtöl eru skipulögð þannig að deildarstjórar eru að taka að meðaltali tíu viðtöl í mánuði og kemur það mjög vel út að vera ekki með öll í einu í sama mánuði. Við biðjum foreldra að svara nokkrum spurningum heima og koma með í viðtalið (sjá fylgiskjal 4). Hugmyndin á bak við þessar spurningar er að fá foreldrana til að hugsa um styrk og getu barnsins, þar sem foreldraviðtöl okkar hafa oft frekar fjallað um það hvað barnið mætti æfa betur. Við prófuðum okkur áfram með foreldraviðtölin fyrsta veturinn okkar í þessu þróunarverkefni. Foreldrum voru sýndar skráningarnar og þær ræddar. Það koma skýrt fram í endurmatinu að bæði foreldrar og deildarstjórar voru ánægðir með þessi viðtöl (sjá nánar í næsta kafla). Ákveðið var að þróa foreldraviðtölin og gera þau þar með markvissari. Í fyrsta viðtali vetrarins er þetta verkefni kynnt og síðan er farið yfir þær skráningar sem komnar eru. Ígrundað er með foreldrum og það skráð niður við hverja námssögu. 16

17 Í næsta viðtali er einnig ígrundun foreldra skráð niður. Miðað er við að deildarstjóri sé núna búinn að greina námssögur barnsins í fimm þræðina sem sýna tilhneigingu barnsins til náms. Í síðasta viðtali vetrarins er ígrundun foreldra um námssögurnar og önnur greiningin þeirra rædd. Einnig væru með umræður hinna barnanna um viðkomandi barn, þar sem fjallað er um hver styrkur þess er. Viðtölin sem tekin voru við hvert barn, þar sem umfjöllunarefnið voru þau sjálf, kom ekki nógu vel út. Líklegt er að því hafi verið tímaleysi að kenna og viðtölin tekin í tímapressu. Við ákváðum að sleppa þeim alveg, en setja ígrundun þeirra inn við hverja skráningu í staðin, þar sem hún skilar sér betur. Samverustundirnar þar sem börnin voru beðin að segja hvað hvert barn gat og kunni, voru virkilega skemmtilegar og voru þau virkilega ánægð með að heyra félagana segja þetta. Reyndar lendum við í erfiðleikum með litlu börnin sem ekki eru farin að tjá sig, en við ætlum að láta það liggja á milli hluta, þar sem þau taka bara þátt í þessari umræðu síðar. Við reynum að grípa þau gullkorn sem hrökkva af vörum barnanna í daglegu lífi og þeim skondnu uppákomum sem upp geta komið. Þetta eru oft algjörir gullmolar sem gaman er að eiga skráða, en því miður týnast þeir oft á leiðinni í dagsins önn. Við erum enn að prófa okkur áfram í því hvað fleira ætti heima í einstaklingsáætlun barnsins. Hugmyndin er meðal annars að setja meira inn teikningar barnsins, því þær eru stór hluti af því að hlusta á raddir þeirra. Mat á verkefninu Þegar börnin voru spurð um það hvaða mappa þetta væri og tilhvers hún væri. Þá svöruðu þau því öll að þetta væri til að sýna pabba og mömmu hvað þau væru að gera í leikskólanum. Svo mamma geti skoðað hvað ég er dugleg að leika mér. Nokkur börn sátu og skoðuðu möppurnar sínar og hjá hvort öðru, þetta var í frjálsum leik. Þau spjölluðu og sögðu frá myndunum og þar kom fram að þau voru mest að segja frá því hvað þau voru dugleg og hverjir væru vinir þeirra. Sjáðu þarna byggði ég risastórt hús! 17

18 Hérna er ég að hjálpa hann gat ekki hneppt tölunum. Þarna er vinur minn við erum sjóræningjar. Þar sem börnin komu að ígrundun (voru ekki öll börnin fyrsta veturinn) á námssögum sínum, komu fram svipaðar athugasemdir, nema það bættist við líðan. Hérna er ég glöð í leikskólanum ég er hlæjandi á myndunum. Þróunarhópurinn sem myndaður var með Kristínu og Bryndísi var með símat á fundum sínum og þróaði áframhald á vinnunni í samræmi við það. Þróunarhópurinn fundaði átta sinnum á vorönn Punktar úr fundargerðum hópsins eru í fylgiskjali 6 og eru þar margar gagnlegar vangaveltur sem höfðu mikil áhrif á þróunarvinnu okkar. Í janúar 2009 voru lagðar nokkrar spurningar fyrir hópstjóra og deildarstjóra (sjá fylgiskjal 7) til að kanna hver upplifun þeirra var á þessari vinnu. Það var samdóma álit allra að það gengi mjög vel og þetta væri skemmtileg vinna. Flestir töluðu um að þetta hefði vaxið þeim í augum fyrst til að byrja með en svo hafi komið í ljós að þetta var ekkert yfirþyrmandi. Þetta gengur bara vel, þetta óx mér í augum fyrst en er bara mjög skemmtilegt. Mér finnst hafa gengið mjög vel og það er líka gaman að gera þetta, því með þessu ertu að horfa eftir því jákvæða hjá barninu og þar með að mynda þér góða sýn á það og jafnvel nýja. Þegar spurt var að því hvort viðkomandi hefði lært eitthvað af því að gera skráninguna og hvort sýn þeirra á börn hefði breyst kom í ljós að flestum fannst það merkileg uppgötvun hvað það var að kynnast hverju barni á annan hátt og betur. Núna horfi ég öðruvísi á leik barnanna. Horfi meira inn í leikinn og hlusta betur á það hvað þau segja. Maður veitir öðrum hlutum athygli. Hvert barn verður skýrara sem einstaklingur en ekki bara hluti af hópnum. Í lokin var boðið upp á að koma með eitthvað á framfæri varðandi 18

19 þetta verkefni og var þá ítrekað að þetta væri skemmtilegt og þarft verkefni sem ætti hikstalaust að halda áfram með. Mér finnst þetta þarft verkefni og tel það hafa ýtt við okkur starfsfólkinu almennt um það að börnin í leikskólanum eru einstaklingar en ekki hópur þar sem allir hafa sömu þarfir og vonir. Það kom einnig skýrt fram hjá deildarstjórunum, bæði í svörunum og á deildarstjórafundum, að þessi vinna hefði jákvæð og góð áhrif á foreldrasamvinnuna og þá sérstaklega foreldraviðtölin sjálf. Foreldrar eru mjög ánægðir með skráningarnar og nýja formið á foreldraviðtölunum. Mér finnst ég nánari foreldrum en áður. Í júní 2009 var kallað eftir foreldrum í rýnihóp varðandi þetta verkefni. Hópurinn hittist einu sinni og fjallaði um upplifun sína á þessu verkefni sem foreldrar. Ákveðnar spurningar voru hafðar sem umræðugrundvöllur (sjá fylgiskjal 8). Almenn ánægja var hjá foreldrum með þetta verkefni. Það kom fram að kynningin í upphafi hefði mátt vera meiri og markvissari, það væri ekki nóg að kynna þetta á foreldrafundum, heldur þyrfti að vera með hana á fjölbreyttum vettvangi og þá til dæmis í tölvupósti, foreldraviðtölum og á heimasíðunni. Ég held að kynningin fari aðallega fram eins og í verkinu sjálfu, í foreldraviðtölum og svoleiðis. Meiri upplýsingar eru alltaf vel þegnar. Vantaði til dæmis skýrari upplýsingar í upphafi, hverju var ætlað að ná fram. Ég er sjálf mjög hrifin af svona þróunarvinnu, þannig að kynningar ættu að vera í samfellu við eitthvað annað sem maður mætir á, það er einhvern vettvang í leikskólanum. Þegar rætt var um það hvort foreldrarnir hefðu aðra sýn á verkefninu í dag heldur en í upphafi, þá voru flestir sammála um að svo væri og að þetta væri mikilvægt verkefni, en einnig var gagnrýni sem vert er að huga að (sbr. neðsta tilvitnunin hér að neðan). Ég held að þetta tengi foreldrana betur við leikskólann, mér finnst þetta rosalega flott verkefni, eins og reyndar allt sem þið eruð að gera í leikskólanum, ég myndi helst ekki vilja senda barnið mitt yfir í hinn skólann, ég er afskaplega ánægð með þennan leikskóla. 19

20 Svo kemur þetta svo vel við þetta einstaklingsmiðaða nám sem verið er að færa yfir í leikskólanna. Þetta er í raun einstaklingsáætlun. Já, þarna eru börnin tekin alveg eins og þau eru með sínum styrkleikum og veikleikum og þeim mætt þar. Eðlilega geri ég mér grein fyrir því að þetta hlýtur að vera aukin vinna og aukið álag á leikskólann og starfsmenn leikskólans að gera þetta en ég held samt að þegar þetta verður komið inn í rútínu þá er þetta öruggleg bara jafnt flæði alltaf. Ég sé reyndar að þetta sé kostur fyrir leikskólakennarann sjálfan eða þann sem er að rannsaka barnið að skoða barnið og skrifa eitthvað um barnið, þú pælir miklu meira hvað er að gerast, þú ert að taka myndir og skrifa hvernig höndlar einstaklingurinn aðstæðurnar, samskiptin, hvað gerist þegar hann verður reiður. Ég held að kennarinn læri sjálfur að þekkja barnið bara betur. Já, ég held að bæði barn, leikskóli og foreldrar bara græða á þessu, það er ekki spurning. Ég hafði meiri væntingar til verkefnisins. Mér finnst einstaklingsáætlunin ekki nógu markviss, það er að vita upphafsstöðu og svo yfirlit yfir hvernig staðan er í lokin hvort eitthvað hafi í raun áunnist. Í umræðunni um spurningarnar sem foreldrar áttu að svara fyrir foreldraviðtölin,var almenn ánægja. Mér finnst líka að gera þessi blöð fyrir foreldraviðtölin setjast niður og þurfa að skrifa svona og jafnvel að endurmeta barnið sitt frá síðast sem maður myndi ekki gera nema maður þurfi en það er samt svo merkilegt að gera þetta, hvað er barnið mitt að fást við núna og hvað var það að fást við síðast og hver er breytingin búin að vera síðan, mér finnst það pínu merkilegt. Breytt fyrirkomulag foreldraviðtalanna kom einnig vel út, þó svo foreldrarnir væru fyrst svolítið týndir. Ég er bara svo upptekin af því að komast inn í hugarheim og leik og stöðu barnsins í skólanum að ég sakna einskins.! Ég segi eiginlega það sama. Í fyrsta viðtalinu var ég mjög upptekin af því að það þyrfti að vera tekin einhver staða hjá barninu. Fannst ég koma út með mjög lítið í höndunum. En 20

21 svo að skoða myndirnar og lesa hvað hún er að segja og gera, það skilur miklu meira eftir og maður kynnist barninu sínu eins og það virkar í leikskólanum, sko samskiptum og svoleiðis, miklu betur, heldur en að vita hvort hún sé búin að ná svona þroska. Ég er ekki með samanburð af Bakka, en ég sakna einskins. Foreldraviðtölin á Bakka hafa alltaf verið góð að mínu mati og nýtt form einnig. Í nýja forminu upplifir maður betur hvernig dæmigerður dagur er með því að sjá myndirnar af leik barnsins og athugasemdir um hegðun. Einnig gefur þetta manni betri sýn á hvernig barnið er að hegða sér í leikskólanum og getur metið hvort hún er öðruvísi en heima. Þegar spurt var hvort þetta starf hefði breytt sýn foreldranna á barnið og starf leikskólans, var svarið yfirleitt að sýnin á barnið hefði ekki breyst heldur leiksólanum. Þetta hefur ekki breytt sýn minni á barnið. Þetta hefur eflt trú mína á leikskólann (sem var þó mikil fyrir), því það er einhvern veginn gott að vita til þess að það sé verið að skoða sérstaklega á einstaklingsgrundvelli barnið og skrá það niður, hvernig það hagar sér og því held ég að starfsfólk sem gerir slíkt, sé hæfara til að takast á við samskiptin við það. Í lokin komu nokkrir aðrir góðir punktar frá foreldrunum um þetta verkefni sem lýsir ánægju þeirra. Ég held að þetta kerfi og aðferðarfræði hvetji til þess að það sé faglegra starf í leikskólanum þetta er svo faglegt og lyftir þessu öllu upp á miklu hærra plan ekki það að það hafi verið lágt, heldur þú veist. Ætlið þið ekki að gera eitthvað meira með þetta, ætlið þið ekki að boða fagnaðarerindið annarstaðar? Ætlið þið kannski að halda þessu bara fyrir ykkur og verða besti leikskólinn! Góð gagnrýni kom frá einu foreldrinu: Ég held að þetta verkefni lofi mjög góðu og það eigi eftir að þroskast í réttar áttir. Skoðun á hegðun er mjög góð sem slík en ég hafði þær væntingar í upphafi að aðgerðaráætlun ætti að fylgja þar sem sett væru einhver markmið sem hafi átt að skoða í lokin. Vert er að taka það fram hér að þegar rýnihópur foreldra fór fram var ekki byrjað að greina námssögurnar. 21

22 Lokaorð Þessu þróunarstarfi er engan vegin lokið heldur er í raun rétt verið að taka fyrstu skrefin. Þetta er búin að vera skemmtileg og ögrandi vinna sem við höfum lært mikið af. Þetta var fyrsta reynslan okkar á því að fara af stað með þróunarverkefni og renndum við þannig séð blint í sjóinn. Það fyrsta sem við rákum okkur á var hve erfitt er að kynna verkefni þegar við vitum í raun ekki hvert það leiðir okkur. Þetta kom skýrt fram í rýnihóp foreldra, þar sem þeim fannst að kynningin hefði mátt vera meiri og markvissari. Einnig má segja að það sé svolítið flókið að fara af stað með það að þróa einstaklingsáætlun fyrir leikskólabörn, þegar það eru ákveðnar væntingar tengdar þannig áætlunum og er þá átt við að þær eigi meðal annars að innihalda markmið og leiðir. Þannig erum við að kljást við ákveðnar hefðir og í raun að brjóta þær. Samt teljum við okkur í dag standa með pálmann í hendinni, kokhraust og ánægð að formlegu þróunarstarfi loknu. Núna vitum við hvert við stefnum og hvað við ætlum að gera. Við erum á þeirri skoðun að einstaklingsáætlun leikskólabarna eigi ekki að vera byggð upp eins og hjá grunnskólanum, við erum ekki með sömu áherslurnar og hversvegna ætti þetta þá að vera eins. Við höfum verið með kynningar fyrir aðra kennara því áhugi er þó nokkur á þessari leið í að hanna einstaklingsáætlun fyrir leikskólabörn. Það er frábært að kynna svona verkefni, því þá vakna oft spurningar sem leiða síðan þróunarstarfið áfram inn á nýja braut eða staðfestir það sem við erum að gera, sem var reyndar oftar. Þjóðfélagsástandið hafði áhrif á þróunarvinnuna okkar, þó ótrúlegt megi virðast. Þegar við lögðum af stað og allan fyrsta veturinn okkar gerðum við möppu fyrir hvert barn með námssögum barnanna og myndaskráningu sem fylgdi hverri sögu. Það fór mikið af prentbleki og pappír í þessa vinnu, ásamt plastvösum og möppum. Við ákváðum að endurskoða þetta, þar sem kostnaður var gífurlegur og einnig erum við grænfánaleikskóli og það er ekki umhverfisvænt að nota allt þetta blek og þennan pappír. 22

23 Eftir nokkrar vangaveltur kom lausnin. Við gerum PowerPoint skjal fyrir hvert barn. Þar inn fara myndaskráningarnar og fyrir neðan í Notes fara sjálfar námssögurnar. Teikningar barnanna sem eiga að vera í möppunni eru skannaðar inn og fara þannig inn í skjalið. Hugmyndin er síðan sú að foreldrar komi með minniskubb og fái skjalið afhent þannig í tölvutæku formi að vori (í maí/júní). Við erum mjög ánægð með þetta fyrirkomulag, en auðvitað er samt smá glímuskjálfti alltaf þegar tæknin er annarsvegar, en þetta er áskorun. Varðandi það að börnin missi þá jafnvel sjónar á möppunni sinni, þá á markvisst að ígrunda með barninu hverja sögu fyrir sig. Hugmyndin er einnig að vera með skjölin aðgengileg fyrir börnin að skoða. Þá er aðallega verið að hugsa um myndahlutann, því að við yrðum ekki með aðalskjalið, þar sem börnin gætu eytt og vistað úr því. Þannig er það með þróunarverkefni það geta komið upp ótrúlegustu hlutir, en það er nú bara ögrandi að takast á við það. Við erum sátt við útkomuna á því sem komið er í þessu þróunarverkefni og höldum áfram full af áhuga og bjartsýni á að við höfum fundið góða lausn á gerð einstaklingsáætlunar fyrir leikskólabörn. Reyndar fundum við ekkert upp af þessu, heldur prófuðum og þróuðum það sem aðrir hafa verið að rannsaka og gera tilraunir með. Við teljum að við séum langt komin með að ná þeim markmiðum sem við settum okkur, það sé bara herslumunurinn eftir og að hann náist núna þennan vetur. Það er mjög raunhæft þar sem talað er um að öll þróunarvinna þurfi 3 4 ár til að slípast til og festast í sessi. Þróunarvinnan mun halda áfram og við erum svo heppin að Bryndís og Kristín ætla að leiðbeina okkur áfram þennan veturinn ( ). Teikningarnar sem prýða skýrsluna eru eftir tvo elstu árgangana í Bakka veturinn og haustið Okkur fannst viðeigandi að vera með þessar frábæru sjálfsmyndir eftir börnin. 23

24 Heimildaskrá Carr, M. (2001). Assessment in Early Childhood Settings. Learning Stories. London: Paul Champman Publishing. Clark, A. and Moss, P.(2001). Listening to young children. The Mosaic approach. London: National Children s Bureau and Rowntree Foundation. Guðrún Alda Harðardóttir Í leikskóla lífsins. Textasmiðjan Akureyri. Kristín Karlsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir (2008). Námssögur Styrkleikar og færni leikskólabarna. Sjónarmið BARNA og lýðræði í leikskólastarfi (ritstj. Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir), bls Reykjavík. Háskólaútgáfan, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna. Leikskólinn Bakki Skólanámskrá. (2007). Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar Stefna og starfsáætlun Leikskólasviðs og Menntasviðs Reykjavíkurborgar Upplýsingavefur um einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Sótt 21.september 2009 á slóðirnar: og 24

25 Fylgiskjöl Fylgiskjal 1 Formáli/dagsetning: Skráning: Ígrundun barnsins: Ígrundun frá leikskólanum: Ígrundun foreldra: 25

26 Fylgiskjal 2 Að sýna áhuga vera tilbúinn þátttaka ákafi/áhugi á að láta eitthvað ganga áhugi til samskipta taka oft ábyrgð Að sýna vilja yfirfærsla reynslu lesa umhverfið næmni gagnvart aðstæðum bregðast við/svörun við umhverfinu sjá tækifæri/möguleika Að sýna getu að nýta fyrri reynslu og þekkingu aðferðir til þátttöku finna lausnir/úrræði málamiðlun taka ábyrgð 4 Glæra frá Kristínu Karlsdóttur og Bryndísi Garðarsdóttur, maí 2008 Fylgiskjal 3 Foreldraviðtöl veturinn Sept.09 Okt.09 Nóv.09 Des.09 Jan.10 Feb.10 Mars 10 Apr. 10 Maí

27 Fylgiskjal 4 stofa Dags. Nafn barns: Hver er styrkur barnsins? Hvar liggur áhugi barnsins? Hvaða færni er barnið að ná um þessar mundir? Viltu koma einhverju á framfæri varðandi barnið? Undirskrift foreldris / foreldra 27

28 Fylgiskjal 5 XXX er í holukubbunum að leika sér ásamt fleiri börnum nóvember 2009 Námssaga Greining Birtingarfor m XXX er ásamt fleirum að reyna að byggja eins hátt upp og hægt er með holukubbunum. Hann staflar upp kubbum, brosir og talar um hæð kubbana. Hann notar kubba sem eru bara tveir og þrír raðaðir saman til að standa upp á og raða á hærri stæðu þ.a. hún verður enn hærri. Af og til er hæðin á byggingunum könnuð og ræða þau mikið hvað þetta sé orðið hátt. XXX hefur mikinn áhuga á þessum leik og samvinnunni sem hann krefst. Hann fylgist vel með hvað hin eru að gera og hvaða bygging sé hæðst. Til að get byggt háa byggingu nær hann í aðra kubba til að klifra upp á. Hann er mjög upptekin af hæð bygginganna og hvort sé hægt að gera enn hærra. Hann framkvæmir þá hugmyndir sínar að gera enn hærra og notar til þess aðra kubb til að klifra upp á. Áhugi Virkni innri/ytri Að takast á við erfiðleika og óöryggi Að tjá hugmynd og tilfinningu Að taka ábyrgð Fimm þræðir Að tilheyra Könnun Samskipti Vellíðan Að leggja til Leiðarljósi n á Bakka Sjálfstæði Samvinna Virðing 28

29 Fylgiskjal febrúar 2009 Kristín og Bryndís verða með okkur í þessari vinnu og munu nýta þetta sem rannsókn, þ.a. þær fá að fylgjast með og styðja við okkur í þessu þróunarstarfi. Það er glæsilegt að fá þær með okkur í samstarf. Þær ætla að rannsaka hvernig áhrif þessar skráningar hafa á starfið, börnin og starfsmennina eða með öðrum orðum: hver er staðan núna og hver verður þróunin? Námssögu skráningarnar; hvað ætlum við að gera með þetta? Hver er tilgangurinn? Fá börnin með í þessa vinnu. Hvernig koma þau að skráningunni og matinu? Sum börnin eru orðnir þátttakendur, þar sem þau hafa komið að matinu, þ.e. að ræða skráninguna. Blaðið sem er frá Kristínu og Bryndísi aftast í möppum barnanna hafa verið lítið notuð, en eru frábær vinnutæki í skráningunum. Flott að t.d. velja eitt atriði og einblína á það í skráningu. Við höfum ekki verið að fara djúpt í skráningunum, meira verið að túlka en að lýsa því hvað gerðist eða er að gerast. Setja sig í spor barnsins. Hvað er hægt að skrá til að við sjáum hvað barnið er að hugsa eða að reyna að ná tökum á? Hvað einkennir t.d. samskipti barnsins lýsa því. Af hverju gengur vel? Hversvegna ná þau vel saman? Í gegnum skráningar kemur fram ákveðið munstur sem er þá styrkleiki barnsins. Upplýsa meira lýsa meira, túlka minna. Hvað gerðist og hvernig? Hver voru viðbrögð hinna? Hverjir eru styrkleikar barnsins draga það saman út frá barninu. Markmiðið með námssögum er að átta sig á styrkleika barnsins í gegnum skráningarnar. Hvað einkennir barnið? Hvernig vinnur það úr aðstæðunum? Hvaða mynd fær maður af barninu í gegnum skráninguna? Ókunnugur ætti að geta lesið það út úr skráningunum. Hugmyndaríkur... góður í samskiptum... tillitssamur... hvað er það sem lýsir þessum þáttum? Kafa dýpra og fá fyllri mynd. Hvað? Hvernig? Deila með börnunum sjálfum, þannig að þau fái innsýn í hvað þau eru klár og flott! 29

30 Hvað segja börnin sjálf? Þegar verið er að skrá þá má spyrja þau opinna spurninga um hvað þau eru að gera, passa bara að trufla ekki eða vera leiðandi. Flott að hópstjórar og deildarstjórar ræði og ígrundi skráningarnar saman. Við ákveðnar aðstæður eru meiri tækifæri til skráningar en við aðrar, t.d. eru færri tækifæri þegar fullorðinn er að stjórna. Skoða hvað þau geta hvað hafa þau mestan áhuga á hvað vekur mestu athygli? Grípa tækifærin þegar þau gefast! Hliðarskráning stutt og laggott; lítil atriði sem lýsir vel hvað barnið er að kljást við. 18. febrúar 2009 Eftir síðast fund kom smá bakslag í suma... ákveðið óöryggi og tímafrekara. Þetta er ferli sem er í þróun og muna að það er ekkert ákveðið sem er rétt eða rangt. Skráning sem er hrein lýsing, er fín beinagrind en það verður að hafa kjötið með. Velja sína persónulegu leið í skráningunni. Á eða á ekki að setja þetta í skráninguna. Spá vel í hlutina og fara þannig frá því að segja hlutina óhugsað. Það skiptir miklu máli hvað við skráum, því hún segir okkur margt og hvað er það sem við viljum að hún segi okkur um barnið (styrkleika!!) Ef barn er stjórnsamt hvernig getum við hjálpað því að nota stjórnsemina sem styrkleika? Gera skráningu með þetta einkenni í forgrunni og skoða.,,hún sýnist óhrædd sem sést á því að... Með því að skrá svona þá verður skráningin fyllri. Þegar barn segir frá skráningunni hvað segir það okkur nánar um barnið? Skráningar hvaða upplýsingar eru aðrir að lesa út úr þeim? Hvernig væri að leggja skráningu fyrir foreldri og heyra þeirra túlkun? Mismunandi skráningar = heildstæðari mynd af barninu. Hvað segir skráningin um barnið? Hver er tilgangurinn með þessum skráningum? Hvernig nýtast þær? Hvað eru þær að segja okkur? Hafa deildarfundi um skráningar í næstu viku. Allir að lesa skráningar hinna getur verið gaman að lesa árgangana saman. Koma með spurningar og vangaveltur til þróunarhópsins. 4.mars 2009 Hvað erum við að spá í... hafa undanfarnar umræður skipt einhverju máli... og hvað svo? 30

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Soffía Þorsteinsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri 1 Efnisyfirlit Útdráttur...3 Inngangur...4

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Þróunarverkefni í leikskólanum Hæðarbóli veturinn 2015 2016 Höfundur: Hjördís Braga Sigurðardóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Markmið verkefnisins...

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Mér finnst það bara svo skemmtilegt

Mér finnst það bara svo skemmtilegt Jóhanna Einarsdóttir Mér finnst það bara svo skemmtilegt Þróunarverkefni í leikskólanum Hofi um þátttöku barna í mati á leikskólastarfi Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 2005 Jóhanna Einarsdóttir,

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild N o r ð u r b e r g / u m s a g n i r f o r e l d r a í f o r e l d r a k ö n n u n v o r 2 0 1 3 2. a ) E f s v a r i ð e r a ð b a r n i n u l í ð i m j ö g e ð a f r e k a r v e l, g e t u r þ ú n e

More information

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Arna H. Jónsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Áherslur og valdatengsl í samstarfi

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010

Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010 Leikskólinn Vesturkot Starfsáætlun 2010 Efnisyfirlit 1. Inngangur...bls. 2 2. Leiðarljósin...bls. 3 3. Stefnukort...bls. 4 4. Skilgreining á stefnukorti Vesturkots...bls. 6 5. Mat á framkvæmd starfsáætlunar...bls.

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Hver er ég? Bjó í Svíþjóð í 11 ár Hef unnið í Barnavernd í 13 ár Er frelsaður í uppbyggingarstefnunni

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Ævintýri með Lubba Bók er best vina

Ævintýri með Lubba Bók er best vina Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Ævintýri

More information

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sólgarður 2015 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands Allir VINIR Forvarnir gegn einelti Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2 Efnisyfirlit Inngangur... 4 Fræðilegur bakgrunnur... 4 Undirstöður

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Skólanámskrá Álfasteins

Skólanámskrá Álfasteins Skólanámskrá Álfasteins + 1 Efnisyfirlit Formáli... 4 1 Inngangur... 5 2 Leikskólinn Álfasteinn... 6 2. 1 Starfsfólk leikskóla... 6 2. 2 Hlutverk leikskólastjóra... 6 2. 3 Hlutverk leikskólakennara og

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Eigindleg rannsókn vegna eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og leiðbeiningarhefti fyrir þau Sumar 2018 Nr: 185746-0091 Nemendur: Fatou

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT LEIKSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Bjarnadóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Auður

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma 10 ára afmælisrit stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma Ómetanlegt framlag í áratug Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fyrir áratug var félagið Einstök börn stofnað, félag sem

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information