Samtal er sorgar læknir

Size: px
Start display at page:

Download "Samtal er sorgar læknir"

Transcription

1 Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson Hagnýt menningarmiðlun Hugvísindasvið Háskóla Íslands Reykjavík, júní 2017

2 Samtal er sorgar læknir. Leiðirnar til betra lífs. Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir, 2017 Prentun: Háskólaprent Reykjavík, Ísland

3 Ágrip Greinagerð þessi: Samtal er sorgar læknir. Leiðirnar til betra lífs er 30 eininga lokaverkefni mitt í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið byggir á 43 kvikum myndum sem teknar eru upp á snjallsíma og 67 litskyggnum sem sýna hugmynd að vefsíðu sem tengist efninu. Verkefnið felur í sér athugun á sjálfri mér síðustu árin og þær leiðir sem ég hef farið til að ná betri líðan eftir röð áfalla. Ég mun gera grein fyrir efninu á persónulegan hátt í formi minnisbókar á vef sem er í smíðum, þar sem ég tvinna saman hugleiðingar mínar, viðtöl við sérfræðinga og upptökur sem valdir einstaklingar hafa sent mér. Í ferlinu hélt ég minnisbækur á textaformi og með því að taka upp kvikar hugleiðingar á snjallsíma. Þá auglýsti ég eftir fólki sem var tilbúið að segja mér reynslusögur af sjálfu sér og miðla þeim sögum með notkun á snjallsíma með það að markmiði að leyfa öðrum að spegla sig í þeirra sögum. Að auki tók ég viðtöl við sérfræðinga til að fræðast frekar um það efni sem mér var hugleikið. Ég sýni fram á mikilvægi þess að staldra við og líta yfir farinn veg, skrásetja hjá sér það sem er gott og slæmt fyrir líkamlega og andlega heilsu og hvernig mismunandi samskipti og hugsun getur haft áhrif á fólk. Ég mun koma með hugmyndir að því hvernig vefur með slíku efni gæti litið út og þar mun ég kynna þær leiðir nánar sem ég hef farið til að ná áttum eftir erfiða reynslu í þeirri von að öðlast betra líf og fyrir aðra til þess að fræðast. Auk þess er þetta hugmynd að vef þar sem sem fólk getur deilt persónulegum sögum sínum. Með þetta í huga ákvað ég að kynna mér frekar aðferðir stafrænna sagna (E: Digital Storytelling, hér eftir nefnt DST). Einnig kanna ég hvernig áhrif samræðunnar getur haft heilandi áhrif á fólk. Þótt verkefnið sé mjög persónulegt ættu margir að geta speglað sig og sína sögu í því. Markmiðið er einmitt að hjálpa öðrum til þess að taka næsta skref og setja sér markmið í lífinu.

4 Í hagnýtri menningarmiðlun höfum við haft tækifæri til þess að læra á og nota dýran upptökubúnað í tengslum við námið en þar sem fáir hafa greiðan aðgang að slíkum búnaði vildi ég nota tækni sem ég gæti mögulega haldið áfram með eftir að námi lýkur, tækni sem væri það einföld að allir gætu nýtt sér hana og lært að nota hana. Því ákvað ég að allt efni yrði unnið með snjallsíma upptökum og birt á netmiðlum. Snjallsíminn gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar í dag. Hann er hvort tveggja í senn hjálp til að ná í og eiga í samskiptum við fólk og leið til að skrásetja þar sem hægt er að nota hann sem hjálpartæki, sem minnisbók og til að skapa myndlist og segja sögur. Snjallsímabúnaður hefur auk þess þau áhrif á fólk að það verður síður stressað í upptöku þar sem búnaðurinn er lítill og meðfærilegur og fólk vanara að hafa slíkan búnað í kringum sig heldur en stórar kvikmyndatökuvélar, sem oft og tíðum gerir fólk kvíðið eða stressað. Nú er svo komið að heilu kvikmyndirnar eru að stórum hluta teknar upp á snjalltsíma. Því fannst mér eðlilegt að ég tæki öll samtöl upp á þann búnað. Sú aðferð sem ég beiti er í ætt við það sem nefnt er Mobile Journalism (hér eftir MoJo)

5 Abstract This essay: Conversing is every man s cure. The ways to better life is my 30 units final project in Applied Studies in Culture and Communication at the University of Iceland. The project involves 43 snapshots on a smart phone and 67 color slides, that give an idea of a website that is related to the project. The project includes observation of myself for the last years, and how I have achieved certain goals in this period in the aim to feel better, after a series of shocks. I will personalize the project in the form of a notebook on a website that is under construction, where I combine text reflections, interviews with experts and stories that selected individuals have sent to me. To get these stories I advertised for people who were ready to share their personal life changing stories with the use of smartphones with the aim of allowing others to reflect on their stories. I will show an example of how a website with such content might look like. Also I will introduce further the ways I have gone to gain access to difficult experiences in the hope of a better life and that others can learn from my experince. Additionally, this is an idea of a website that people can share their personal stories on. With this in mind, I decided to study DST (Digital Storytelling). I also explore how the impact of dialogue can have healing effects on people. As I ve already indicated, the content of this project is very personal, but one many can relate to and perhaps see it as a reflections on their own stories. It aims to help others to take the next step and set goals in their life. In Applied Studies in Culture and Communication, we have had the opportunity to learn and use expensive recording equipment related to our studies. Not everyone has easy access to such equipment. I would therefore like to use technology that I could possibly continue with. Technology that would be simple for anyone to use. Therefore, I decided that all content would be processed with smartphone and published on the internet media. In our society today, Smartphones play an important role. It helps

6 people to be in contact with each other and is also a tool that people can use to make notes, create art and tell stories. People are less stressed in front of the smartphone camera, as the equipment is small and manageable, and people get used to such devices around them. It was therefore natural for me to film all the conversations on that device. The method I apply is similar to what is called Mobile Journalism (hereafter MoJo).

7 Þakkir Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu mér lið við þetta verkefni. Kærar þakkir: Brendan Ó Sé, Guðlaugur Örn Hauksson, Joe Lambert, Katrín Sverrisdóttir, Kristbjörg Leifsdóttir, Kristín Linda Jónsdóttir, Margrét Grímsdóttir, Pálína Erna Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir og Rúnar Snær Reynisson, fyrir að veita mér viðtöl. Kærar þakkir til allra þeirra sem sendu mér áhugaverðar reynslusögur og treysti mér. Einnig langar mig að þakka mömmu og Gunna bróður fyrir að styðja mig í öllu sem ég geri, og sonum mínum Leikni Loga, Víkingi Viðari og Ásbirni Úlfi sem hafa sýnt því skilning að móðir þeirra var undir auknu álagi. Þá vil ég þakka vinkonum mínum sem hafa hlustað á mig í gegnum súrt og sætt og stutt mig dyggilega. Sérstakar þakkir fá Marín Guðrún Hrafnsdóttir og Guðbjörg Leifsdóttir fyrir ábendingar varðandi efni og Þorgerður Magnúsdóttir fyrir prófarkalestur. Að lokum vil ég þakka öllu því einvala kennaraliði í hagnýtri menningarmiðlun sem ég hef lært mikið af. Leiðbeinendur mínir voru Sumarliði Ísleifsson og Ármann H. Gunnarsson og þakka ég þeim fyrir samstarfið.

8 Efnisyfirlit Ágrip... 3 Abstract... 5 Þakkir... 7 Efnisyfirlit... 9 Inngangur Aðdragandi verkefnavals Leiðirnar mínar Markmið Miðlunarverkefnið Markhópur Kenningar og aðferðir Lækningarmáttur samræðunnar Stafrænar sögur, DST (Digital Storytelling) Skilgreining á stafrænni sögu: Hvernig á að segja sögur? Aðrar persónulegar sögur Nálgunarleiðir DST MoJo (Mobile journalism) Nýr fréttamiðill Búnaður Framkvæmd Miðlunarleið Hugmynd að vefsíðu Leiðbeiningar um notkun Nokkur dæmi um fræðilegt efni á vefsíðu SVÓT greining Viðmælendur Hvernig valdi ég viðmælendur

9 3.2 Aðferðin til að fá fólk til að taka þátt Samantekt Viðauki Heimildaskrá Myndbönd

10 Inngangur Undanfarin ár hef ég velt þeirri spurningu fyrir mér hver sé besta leiðin til að ná betri heilsu og lifa betra lífi. Á ferli mínum hef ég lesið margar bækur um réttu lausnina, farið eftir þeim bókstaflega og haldið að ég væri búin að finna réttu leiðina. Ávallt hef ég orðið fyrir vonbrigðum, því yfirleitt voru lausnirnar ekki lausn nema að litlu leyti. Eins og ég hef áður nefnt í ágripi hér á undan þá hef ég orðið fyrir áföllum í lífinu eins og flestir. Ég hef reynt að vinna úr þeim á mismunandi hátt, bitið á jaxlinn eins og algengt er og haldið áfram. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það að loka á tilfinningarnar gæti haft afdrifaríkar afleiðingar bæði andlegar og líkamlegar. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að lokaverkefni mitt í hagnýtri menningarmiðlun yrði að snúast um þetta efni sem hefur verið mér hugleikið síðustu ár. Það gæti verið ein margra leiða til þess að öðlast betra líf og ná markmiðum. Ég ákvað því að tengja reynslu mína lokaverkefninu og mun í þessari greinagerð útskýra þær aðferðir sem hefur verið beitt og miðlunarleiðirnar sem ég ákvað að fara. Greinargerðinni er skipt upp í fimm meginhluta. Fyrst mun ég útskýra í stuttu máli forsendur þess sem fékk mig til að breyta ýmsu í fari mínu til betra lífs og lýsi þeim leiðum sem ég fór á persónulegan hátt. Þá fjalla ég um þá miðlunarleið sem ég tel að henti þessu verkefni og tíunda kosti og galla hennar. Í framhaldi af því birtist fræðilegur hluti verkefnisins sem snýr að því hvernig samræðan getur bætt líðan og verið heilandi. Þar kemur fram hvernig ég nýti nýmiðlun til að segja sögur á auðveldan og aðgengilegan hátt og tengingu hennar við DST (Digital storytelling) og MoJo (Mobile Journalism), og hvernig þær aðferðir nýttust mínu verkefni. Þá verður rætt um val á viðmælendum og á hvaða hátt þeir tengjast verkefninu og hvers vegna. Í lokakafla eru niðurstöður. Þar er greint hvað gekk vel og hvað illa, hvernig ég get mögulega unnið með þetta verkefni áfram og hvaða spurningar fer ég með út í lífið að því loknu. 11

11 1 Aðdragandi verkefnavals Ég er dæmigert barn sem ólst upp að mestu leyti hjá móður vegna þess að foreldrar mínir skildu þegar ég var ennþá í móðurkviði. Ég naut góðs uppeldis og átti góða að. Þegar ég lít til baka var að vísu alltaf stutt í kvíðann þótt ekki sé hægt að finna neina beina skýringu á honum. Eftir að ég eignaðist börnin mín þá hefur líf mitt orðið erfiðara bæði líkamlega og andlega, án þess þó að ég sé að óska þess að líf mitt í þeim efnum hefði þróast öðruvísi. Álagið sem fylgdi barneignum var mikið. Ég hef glímt við stöðuga vöðvabólgu, húðeinkenni, höfuðverk, kvíða og streitu í mörg ár og eins og ég nefndi áður beit ég á jaxlinn og hlustaði ekki á viðvaranir. Álagið jókst enn meira við það að byggja hús í miðri kreppu og þurfa að glíma við stöðugar peningaáhyggjur. Á þessum tíma var ég líka í 100% vinnu sem kennari, sem er álagsstarf, eins og allir sem reynt hafa þekkja. Maðurinn minn, sem ég er nýskilin við, var önnum kafinn og hafði lítinn tíma aflögu. Það var því á mína ábyrgð að mestu leyti að sinna heimilinu og barnauppeldinu. Í öllu þessu ati gleymdum við að hlúa að sambandi okkar enda enginn tími til að rækta það. Menntun mín er fjölbreytt og að mestu tengd listgreinum. Ég á að baki fjölbreytt nám í hönnun og myndlist auk þess að vera með kennaramenntun og ég valdi þann starfsvettvang í kjölfarið. Vinnan var krefjandi en oft var skjól frá álaginu heima. Mér fannst yfirleitt gaman í vinnunni og starfsandinn var góður. Breytingar urðu á vinnustaðnum mínum þegar að skólinn stækkaði. Í kjölfarið jókst álagið á starfsfólk og upp komu árekstrar sem höfðu slæm áhrif á mig. Einn daginn fékk ég nóg enda líkamleg einkenni orðin veruleg. Ónæmiskerfið brást við á þann hátt að ég fékk endalausar sýkingar og var viðkvæm fyrir áreiti. Ég var alltaf þreytt, með vöðvabólgu og eins jukust aðrir kvillar s.s. húðútbrot, þreyta og óútskýrðir verkir. Á endanum varð ég að fara í veikindafrí. Það að þurfa hvíld var nýtt fyrir mér. Ég hef alltaf unnið mikið og átt erfitt með að segja nei sem hefur leitt til þess að ég er oftast yfirhlaðin verkefnum. Vinnan gekk fyrir öðru og þegar heim var komið var lítil orka til að sinna öðru sem ég varð þó að sinna. Ég fór til 12

12 heimilislæknisins sem greindi skýr einkenni burn out eða yfirkeyrslu í starfi og einkalífi þar sem ég væri að reyna að standa mig fullkomlega á öllum vígstöðum. Hún lagði til að ég færi í veikindaleyfi og að ég færi á Heilsustofnun NLFI í Hveragerði í að minnsta kosti 4 vikur. Ég átti svolítið erfitt með þá tilhugsun að ég væri komin á þann stað í lífinu að ég þyrfti á hjálp að halda en eftir dágóða umhugsun féllst ég á það enda gerði ég mér grein fyrir að um ekkert annað var að ræða. 1.1 Leiðirnar mínar Í apríl 2015 fór ég svo á heilsuhælið eins og það er gjarnan kallað og átti frábæran tíma með sjálfri mér og tókst að byggja mig vel upp. Þar fékk ég 4 vikna frið frá vinnu, börnum, eiginmanni, heimili og ekki síst undan stöðugu áreiti frá umhverfinu. Þar var boðið upp á fjölbreyttar meðferðir sem hafa gagnast fólki vel, s.s. leirböð, víxlböð og margt fleira. Einnig fór ég til sjúkraþjálfara og í nálastungur. Af þessu fannst mér nálastungur og víxlböð hafa bestu áhrifin á mig. Ég leitaði einnig til sálfræðinga og markþjálfa og sótti námskeið í núvitund og hugrænni atferlismeðferð. Til að komast að því hvort mataræði hafði áhrif á líðan mína reyndi ég matarkúra í minnst tvo mánuði en mest eitt og hálft ár og hélt nákvæmar matardagbækur. Þá ráðlagði Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir mér visst mataræði. Einnig hafði ég samband við lífstílsráðgjafa varðandi samþættingu mataræðis og hreyfingar. Eftir að dvöl minni í Hveragerði lauk fann ég fyrir miklum kvíða fyrir því að fara að vinna á gamla vinnustaðnum mínum aftur. Á þessum tíma stóð sambandið við manninn minn á brauðfótum. Þetta hafði slæm áhrif á mig líkamlega og andlega og sjálfstraustið var í lágmarki. Mig hafði alltaf langað til að fara aftur í skóla og ljúka framhaldsnámi í háskóla og skráði ég mig því í MA nám í hagnýtri menningarmiðlun. Það valdi ég vegna samspils bóklegra og verklegra þátta. Það hentaði mér betur heldur en nám sem væri eingöngu bóklegt. Þegar leið á námið áttaði ég mig á því að mig langaði til að skipta um starfsvettvang og sagði upp vinnunni minni, en ég hafði verið í launalausu leyfi í ár. Þrátt fyrir mikla erfiðleika heimafyrir, sem enduðu með skilnaði, naut ég þess að vera innan 13

13 um nýtt fólk og að læra eitthvað nýtt. Skilnaðurinn tók mikla orku. Auk þess voru peningaáhyggjur og nauðsyn þess að finna aðra vinnu. Í þessu samhengi leitaði ég til Vinnumálastofnunar og fyrir tilstilli starfsfólks þar fékk ég aðgang að Virk sem aðstoðar fólk við að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir áföll eða veikindi. Virk hjálpaði mér að komast yfir erfiðustu hjallana þegar mér leið sem verst og útvegaði mér mörg úrræði sem ég hef áður nefnt, auk þess sem ég sótti tíma hjá atvinnuráðgjafa. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið nefnt var ég nálægt því að gefast upp. Mig langaði mest til að flýja land og vera þar sem enginn gæti náð í mig. Þá sá ég auglýstan fyrirlestur í Gerðubergi með Vilborgu Örnu Gissurardóttur pólfara og ákvað að fara þangað enda vissi ég að Vilborg mundi tala um hvernig ætti að sigrast á hindrunum. Á þessum fyrirlestri sagði Vilborg frá því að oft og tíðum hefði hún ætlað að gefast upp en hún leitaði sér aðstoðar fagfólks og fékk hjálp til að komast yfir þá erfiðleika sem hún glímdi við og lærði hversu mikilvægt það er að setja sér markmið í lífinu. Lífið snýst m.a. um það að gefast ekki upp, setja sér markmið og ná þeim. Það gerist ekkert ef maður frestar hlutunum. Þarna ákvað ég að gefast ekki upp. Lífið heldur áfram, þrátt fyrir erfiðleika, en maður þarf að vera tilbúinn að taka við þeirri hjálp sem manni býðst og líka að leita hjálpar ef maður þarfnast þess. Það sem hefur reynst mín besta hjálp er að tala við vini, ættingja og fagfólk um hvernig mér líður, svona eins og að segja sögu. Í tvö ár hef ég haldið minnisbók um það sem ég hef gert til að bæta líðan mína og á ákveðnum tímabilum haldið nákvæma matardagbók með það í huga að finna út hvað mögulega gæti haft góð eða slæm áhrif á mig. Það að segja sögu um ákveðna líðan varð líka til þess að ég sá að aðrir gátu speglað sig í þessum sögum. Ég ákvað því að byggja lokaverkefnið mitt á þeirri vitneskju og vegferð. Leiðirnar geta verið margs konar en mikilvægast af öllu var að geta tjáð sig um vandamál sín við sérfræðinga eða vini og þar kemur tenging mín við miðlunarverkefnið. Það má heldur ekki gleyma því sem mestu máli skiptir: Að fá góðan svefn, stunda almenna hreyfingu, fá nægt súrefni og hlæja mikið. Það er engin ein leið rétt en margar leiðir góðar til að öðlast betra líf. Upprunalega hugmyndin var sú að taka mörg viðtöl við fólk og safna þannig reynslusögum en ég ákvað síðan að einbeita mér að því að miðla aðallega eigin reynslu þar sem ég hafði margt að segja og flétta inn viðtölum við 14

14 sérfræðinga og sýna fram á möguleikann á því að fólk geti miðlað reynslusögum sínum öðrum til hagsbóta. 1.2 Markmið Markmiðið með þessu lokaverkefni er fyrst og fremst: Að læra betur á snjallsíma og hvernig hægt er að nota hann á mismunandi hátt s.s. minnisbók, til að segja sögu, skapa myndlist og í fræðilegum tilgangi. Að skapa nýjar leiðir fyrir fólk til að segja sögur og spegla sig í sögum annarra, án þess að nota mikla tækni. Að kynna mér betur nýmiðlun og það sem er kallað DST og MoJo og fjalla um hvernig þetta tengist mínu verkefni. Að uppgötva nýjar leiðir fyrir mig sem kennara, til að nota snjallsíma við kennslu. Að skoða það hvernig samræðan getur verið okkur sem sálar lækning. Mitt eigið markmið er fyrst og fremst af persónulegum toga og byggir á því að finna leiðir til að öðlast betra líf. Til þess að ná þessum markmiðum ákvað ég að skrásetja líf mitt í tvö ár. Með skrásetningu á ég við að ég hélt minnisbók um líðan, mataræði, hreyfingu, áskoranir, erfiðleika og sigra. Minnisbókin hjálpaði mikið en auk hennar leitaði ég til sérfræðinga sem gátu hjálpað, svo sem fyrr hefur verið bent á. Það að fylgjast svona vel með eigin lífi varð til þess að ég áttaði mig betur á hvað hentaði mér og hvað ekki. Ég hafði áhuga á að fleiri fengju að njóta þessarar vinnu og að viðleitni mín gæti orðið hvatning fyrir aðra til þess að skoða líf sitt í því skyni að öðlast betra líf, setja sér markmið og gefast ekki upp. Ég er auk þess að vekja athygli á því hvað það er mikilvægt fyrir fólk að eiga samræður við aðra. Það að geta tjáð sig um vandamál opinskátt getur hjálpað mikið til þess að ná betri líðan. Að byrgja allt inni hefur í för með sér verri líðan og ýmsir sjúkdómar geta gert vart við sig. Niðurstaðan varð sú að opna vefsvæði þar sem ég gæti birt hugleiðingar mínar um betra líf, þar sem fólk gæti fræðst nánar um fjölþættar leiðir og jafnvel hlustað á viðtöl 15

15 við sérfræðinga, samhliða því að deila reynslusögum. Markmiðið er því ekki að gera flókin myndbönd heldur verk af einföldustu gerð sem flestir ráða við. Lögð er áhersla á að reynslusagan sem fólk tjáir fái að njóta sín án þess að tæknin sé of flókin. Markmið fræðilega hlutans er að gera grein fyrir gildi samræðunnar og þess að segja sögur. Það geri ég með því að fjalla um stafrænar sögur, DST. Þar er einnig fjallað um snjallsímabúnaðinn og þær fjölbreyttu leiðir þar sem hægt er að nota hann. Snjallsíminn er einnig notaður sem minnisbók, (mobile notebook, MoNo). 1.3 Miðlunarverkefnið Miðlunarverkefnið sjálft gengur út á snjallsímamyndbönd 14 sek.-7 mín. löng af einföldustu gerð, tekin á tímabilinu með það markmið að allir geti tekið upp myndbönd og sagt reynslusögur. Sum myndbandanna eru gerð áður en nám í hagnýtri menningarmiðlun hófst en önnur tekin í námi og er þó nokkur gæðamunur á þeim. Myndböndin er hægt að sjá á vefslóðinni: D7r5tN8_NTqgD0Tg/edit?usp=sharing og eru vistuð á samfélagsmiðlinum Youtube. 1.4 Markhópur Fjöldi fólks hefur áhuga á bættri líðan og mikil vakning hefur orðið síðustu ár í því að tengja andlega og líkamlega heilsu saman. Það er sammannlegt að hafa áhuga á sögum annarra og því tel ég að saga mín geti hjálpað öðrum til þess að finna kraft og öðlast aftur trú á sjálfum sér. Ég hef miklar mætur á fólki sem á einhverjum tímapunkti í lífi sínu hefur ákveðið að gera breytingar til þess að öðlast betra líf. Það fólk sem hefur áhuga á þessu viðfangsefni er yfirleitt fólkið sem er leitandi og vill umbreyta lífi sínu, fólk á öllum aldri, jafnt konur sem karlmenn. 16

16 Markhópurinn er einnig þau sem hafa áhuga á nýmiðlun. Nýmiðlun er frekar nýtt viðfangsefni sem þörf er á að kynna betur og nýta til þess að segja sögur á mismunandi hátt. Markhópurinn er m.a. kennarar og allt skapandi fólk. 17

17 2 Kenningar og aðferðir Í þessum kafla tengi ég fræðilegan hluta greinargerðarinnar við viðfangsefni mitt. Þar ræði ég um hvað samræðan skiptir miklu máli, hvað hún getur haft mikinn heilunarmátt og hvernig hún er notuð. Þetta mun ég ræða í tengslum við DST og MoJo og hvernig þetta tengist allt við mitt stafræna verkefni sem ég hef sjálf kosið að kalla MoNo (Mobile Notebook) en það gengur út á mun hrárri útfærslu myndbandagerðar. Einnig mun ég kynna þann búnað sem hægt er að nota. Að lokum lýsi því á sjónrænan hátt hvernig vefur í þessu lokaverkefni gæti litið út og greini frá kostum og göllum miðlunar leiðarinnar. 2.1 Lækningarmáttur samræðunnar Í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97 frá 1990 er talað um að allir eigi að hafa jafnan rétt til bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Því miður hefur það hingað til ekki átt við fólk sem á í sálrænum erfiðleikum. Geðlæknaþjónusta er að vísu greidd niður af ríkinu en þjónusta klínískra sálfræðinga er það ekki (Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, 2010). Undanfarin ár hefur þó orðið vitundarvakning í þessum efnum og löngu viðurkennt að samtalsmeðferð sé ekki síður mikilvæg en lyfjameðferð. Vitað er að hreyfing hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og nú er hægt að fá tilvísun frá lækni til þess að stunda líkamsrækt í stað lyfjameðferðar. Þrátt fyrir að talað sé um að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu og hjálpa fólki frekar með samtalsmeðferð hefur fjármagni ekki verið forgangsraðað með þeim hætti. Allir vita að það að setja fólk á lyf er skammtímalausn og því þyrfti að stórbæta aðgengi að samtalsmeðferð. Samtalsmeðferð hefur verið nýtt víða og sjálfshjálparsamtök eins og AA byggja verulega á þeirri aðferð. Þar segja sjúklingar sögur af vandamálum í tengslum við áfengis- og fíkniefnaneyslu til þess að hjálpa öðrum og sjálfum sér. Það er mikilvægt að fá hjálp frá óháðum fagaðilum, vinum og ættingjum. En besta hjálpin er maður sjálfur og hugur manns. Það er yfirleitt enginn annar sem tekur ákvörðun varðandi vandamál manns nema maður sjálfur, ekki nema fólk sé þeim mun veikara. 18

18 Hægt er að leita úrræða hjá sálfræðingi og eru þekktar sálfræðimeðferðir m.a: Sálgreining, dýnamísk meðferð, húmanísk meðferð, atferlismeðferð, hugræn atferlismeðferð, hópmeðferð, fjölskyldu- og hjónabandsmeðferð og blönduð meðferð (persona.is, 2004). Með mismunandi aðferðum er unnt að komast að því hvað hrjáir fólk en svo getur líka verið um að ræða röð atvika og orsaka sem ekki koma í ljós fyrr en púsluspilið kemur saman, eins og ég tel mig vera að gera, með því að halda minnisbók um líf mitt. Þannig hefur mér tekist að skilja marga hluti í lífi mínu betur. Þegar glímt er við persónuleg vandamál er mjög mikilvægt að vera meðvitaður um það sem hrjáir mann. Næsta skref er að horfast í augu við vandann og vinna úr honum. Sigmund Freud ( ) var austurískur geðlæknir og taugafræðingur og upphafsmaður þess sem kallast sálgreining. Hann var einnig fyrstur manna til þess að skilgreina dulvitund sem er náskyld öðru fyrirbæri sem kallað er sálræn nauðhyggja. Sálræn nauðhyggja þýðir að ekkert fyrirbæri sálarlífsins verði fyrir tilviljun, heldur eigi allt sér ákveðnar orsakir. Stundum þarf að dáleiða fólk til þess að komast að kjarna vandamálsins en oft dugar best að beita samtalsmeðferðinni, þá rifjar fólk gjarnan upp viðburði í fortíðinni sem gæti verið ástæða þess hvernig því líður á líðandi stundu (Sigurjón Björnsson, 1983). Rússneski sálfræðingurinn Lev Vygotsky ( ), áleit að þroski fólks væri á þremur sviðum: Menningarlegum, samskiptalegum og einstaklingsbundnum. Hann talar um að reynslan sem mótar okkur mest sé sú félagslega. Við verðum að sjálfum okkur í gegnum aðra ( Við verðum að sjálfum okkur í gegnum aðra, 2016). Ég er sammála þessu og tel ég félagslega þáttinn vera mjög mikilvægan í að ná bata þegar áföll hafa dunið yfir. Félagsleg samskipti skipta öllu máli og hjálpa okkur við að læra af öðrum, þess vegna tel ég það að opna vefsvæði sem við gætum lært hvort af öðru með því að senda inn reynslusögur gæti hjálpað mörgum. Fyrsta skrefið fyrir fólk til að tjá tilfinningar er tekið þegar það sjálft skynjar hvað er að gerast innra með því. Því næst verður viðkomandi að geta túlkað, viðurkennt og talað um það. Fólk hefur mismikla þjálfun og reynslu af þessu en allir geta lært það. Það er t.d. góð leið fyrir fólk að æfa sig fyrir framan kvikmyndatökuvélina/snjallsímann sinn og tjá það sem því liggur á hjarta. Það lærir um leið að tjá sig tilfinningalega. Það er löngu þekkt að það auðveldar 19

19 fólki að greina og skilja tilfinningar sínar að tala um þær. Oft fylgir því betri líðan að losa um höftin. Það versta sem fólk getur gert er að byrgja tilfinningar inni eins og reiði eða aðrar neikvæðar tilfinningar í langan tíma (Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, 2010). Það er mikilvægt að fólk viti að það geti talað um vandamál sín og leitað sér hjálpar hjá fagfólki eins og sálfræðingum, geðlæknum, markþjálfum o.s.frv. en oft er nóg að spegla sig í sögum annarra. 2.2 Stafrænar sögur, DST (Digital Storytelling) Í Nýmiðlun eru kannaðir möguleikar á notkun veraldarvefsins og hvernig er hægt að nýta hann á fjölbreyttan hátt, m.a. við að segja sögur. Sögur hafa verið sagðar í þúsundir ára til þess að hjálpa fólki við að skilja og upplýsa, deila þekkingu, visku og gildum. Sögur geta birst í ýmsum myndum og formum og hafa verið aðlagaðar mismunandi miðlum. Frásagnir og lærdómur eru órjúfanlega samtvinnuð. Með frásögnum í t.d. kennslu eru nemendur beðnir um að fjalla um það sem þeir þekkja og í því ferli eykst vitsmunaþroski þeirra. Gagnrýnin hugsun eykst og er þetta mikið notað í námi á flestum sviðum. Sögur eru því taldar vera mikilvægur þáttur í uppeldi fólks, í skólum og í samfélaginu (Lambert, 2013). Stafrænar sögur, DST, er skilgreining á short narrated films. Helstu frumkvöðlar í Bandaríkjunum á ofanverðri 20. öld voru Dana Atchley og Joe Lambert en sá síðarnefndi hefur einna helst haldið merkjum þessarar stefnu á lofti undanfarin ár (Digital storytelling, 2017). Hann er framkvæmdastjóri og stofnandi Storycenter sem hefur verið starfrækt síðan 1983 (áður Center for digital storytelling). Joe er höfundur bókarinnar Digital storytelling: Capturing lives, creating community sem ég styðst mikið við í þessum skrifum. Hann er fæddur og uppalinn í Texas í Bandaríkjunum og hefur verið viðriðin Bay Area listasamfélagið síðastliðin 25 ár sem aðgerðarsinni, framleiðandi, stjórnandi, kennari, rithöfundur og leikstjóri (Storycenter: Staff and board, e.d.). Joe kom til Íslands í byrjun apríl 2017, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands og var með vinnustofu (workshop) í DST sem hann bauð mér á. 20

20 2.2.1 Skilgreining á stafrænni sögu: DST inniheldur yfirleitt sjö þætti. Þeir eru: 1. Opinberun á sjálfinu (self revelatory) Höfundurinn gefur sögunni nýja sýn og segir hana með öðruvísi tilfinningu. 2. Persónuleg eða fyrstu persónu frásögn Sögurnar eru persónulegar hugleiðingar um tiltekið efni. 3. Sagan er um ákveðna reynslu þess sem segir hana, lýsing á einstöku augnabliki (eða mörgum) í einhvern tíma. Mikilvægt er að segja söguna í kringum mikilvægar breytingar. 4. Myndir frekar en hreyfimyndir Á meðan margar sögur eru hreyfimyndir er algeng aðferð að nota kyrrmyndir, yfirleitt fáar, til þess að skapa afslappað andrúmsloft í frásögninni. 5. Hljóð Dæmigerð saga byggir á tónlist eða umhverfishljóði sem bætir áhrifum eða merkingu við söguna. 6. Lengd og hönnun Stafræn saga er hugsuð sem stutt saga ekki meira en 5 mínútur á lengd, yfirleitt 2-3 mínútur. Ekki er notast við mikla tækni, áherslan er á hrátt yfirbragð, með aðdráttarlinsum til að leggja áherslur á eitthvað sérstakt, klippingar látnar oft líða út og einstaka sinnum eru notaðar skjásamsetningar ásamt öðrum tæknibrellum. 7. Fyrirætlanir Þetta snýst minna um form en virkni og byggir meira á eigin tjáningu og meðvitund heldur en að hafa áhyggjur af því hvað áhorfendum finnst eða birtingarformi. Aðferð frekar en afurð. Hver er tilgangurinn? (Lambert, 2013). Joe Lambert minnist þess þegar hann sat til borðs með vinum sínum, þ.á.m. Dana Atchley, haustið 1997, að einhver spurði: Hvað gerir sögu að stafrænni sögu? Og hvað gerir manneskju að stafrænum sögumanni? Dana svaraði: Af hverju að skilgreina það? Það er í lagi mín vegna að hver sá, sem vill kalla sig stafrænan sögumann, geri það. (Lambert, 2013). DST er nútímatúlkun á þeirri fornu list að segja sögur og snýst um að sameina frásögn með stafrænu efni, myndir og hljóð. Tilgangurinn er sá sami og með hefðbundnu söguformi, þ.e.a.s. að vekja upp tilfinningar hjá fólki og/eða senda skilaboð til 21

21 áhorfenda. Stafrænar sögur geta verið allt frá einfaldri skyggnusýningu eða ljósmyndum yfir í flóknari útfærslu myndbanda með því að nota meiri tækni, háþróaðra hljóð, betri lýsingu o.s.frv. En alltaf skal hafa í huga að DST er meira en eingöngu tækni. Þetta er tjáningar- og samskiptamiðill sem snýst um samþættingu og ímyndun. Þar að auki hefur DST mikið gildi í uppeldi og fræðslu. Athuganir benda til þess að DST auki skilning nemenda á námsefni, þeir verða áhugasamari athugendur (sbr. John Dewey, learning by doing, að læra með því að framkvæma), og getan til að hugsa á gagnrýninn hátt eykst. Samkvæmt kenningum Johns Dewey var til þess ætlast að allt sem nemendur gerðu væri skipulagt og markvisst og þeir áttu að leitast við að gera sér grein fyrir tilgangi vinnunnar. Hlutverk kennarans sem leiðbeinanda og verkstjóra var að leiðbeina þannig að þau ígrunduðu vel hvað þau væru að gera og spyrðu spurninga sem leiddu til menntandi umræðu (Dewey, 2000) Ég upplifði þessa aðferð þegar ég fór á vinnustofuna hjá Joe Lambert. Þar skrifuðum við niður söguna sem við vildum segja og svo var umræða eftir á um það hvernig mætti breyta sögunni til þess að hún yrði áhrifaríkari. Staðhæft er að DST auki sköpunarkraft þess sem notar aðferðina og styrki nemendur til þess að finna rödd sína og fjalla um eigin sögur. Nemendur geta einnig borið sögur sínar saman við aðrar lífsreynslusögur og lært þannig á ólíka menningarheima. Það er svipað því sem ég hef verið að gera sjálf. Ég skrifa, tek upp kvikar myndir og skráset hugleiðingar mínar í minnisbók. Ég nota ljósmyndir mér til stuðnings og hef einnig tekið viðtöl við fagaðila til þess að fá meiri dýpt í efnið sem ég er að fjalla um. Ég er í raun að safna efni á þennan hátt til að segja sögu af þeim leiðum sem ég hef farið. Töluverðar kunnáttu og reynslu er krafist þegar á að setja saman sögu á áhrifaríkan hátt. Hún þarf einnig að vera stutt og hnitmiðuð fyrir netmiðla þar sem allir þættir þurfa að vinna vel saman. Þetta er líka einstaklega góð leið til að þróa samskiptahæfileika, læra að spyrja spurninga, sníða frásagnir, skrifa efni fyrir áhorfendur, bæta við sig tungumálakunnáttu og auka við sig tölvufærni með því að nota hugbúnað sem sameinar margar tegundir margmiðlunar, texta, myndir, hljóð, myndskeið og vefútgáfu. Þegar stafrænar sögur eru 22

22 gerðar verða nemendur ekki eingöngu tæknilega læsir heldur líka hönnuðir, hlustendur, túlkar, lesendur, rithöfundar, góðir í samskiptum, listamenn og hugsuðir. Gerð svokallaðra eportfolio eða stafrænna ferilmappa verður alltaf sívinsælli á meðal fólks og getur hjálpað við t.d. atvinnuleit. LinkedIn er ein tegund af slíku sem margir nota til þess að búa til tengslanet, t.d. hönnuðir í tengslum við aðra hönnuði o.s.frv. Þar getur maður safnað saman upplýsingum um sig, möguleg verk, skrif eða eitthvað annað sem vilji er til að birta. Þetta er í raun ein birtingarmynd DST. Sögð er saga í þeim tilgangi að sækja um vinnu, selja hugmyndir eða hreinlega eingöngu til að stækka tengslanetið (Malita og Catalin, 2010). Þegar eigin sögu er deilt verður sú saga hluti af sögum sem aðrir geta speglað sig í og hún verður að lokum saga allra (Lambert, 2013). Mig langar með minni sögu að hafa áhrif á fólk með því að segja því hvað hefur haft góð áhrif á mig þegar ég hef verið að takast á við erfiðleika, auk þess að deila eigin reynslusögu. Samhliða er ég að benda fólki á að þessi leið sem ég hef farið er ein leið til að skrásetja sögu en það er líka hægt að gera á annan hátt. Fólk þarf að finna sér sína leið. Það er engin ein leið rétt. Að nota DST er góð leið til að komast yfir hindranir og takast á við áskoranir, halda áfram með lífið, hvort sem það snýst um að læra á bíl eða eitthvað annað. Þetta snýst um að finna sér leiðir eða leiðbeinanda, skilja fortíðina eftir og halda áfram. Þetta snýst líka um aukið sjálfstraust til þess að lifa heilbrigðu lífi (Lambert, 2013). Það að ég ákvað að skrifa nokkurs konar minnisbók með rafrænum innskotum hefur hjálpað mér mikið að muna hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa á vegi mínum til betra lífs. Ég tel einnig jákvætt að skrifa þegar mig langar að skrifa, taka upp á snjallsíma þegar ég hef þörf til þess og samtvinna það frásögnum frá fagaðilum sem hafa veitt mér góð ráð. Þetta hefur verið nauðsynlegt fyrir mig til þess að ná markmiðum og halda utan um líf mitt. Ef þetta hjálpar öðrum líka þá er markmiðinu með verkefninu náð. Þetta byrjar allt með rödd inni í höfði manns sem segir manni að það að segja sögu muni hjálpa manni, það læknar mann og hjálpar manni að halda lífinu áfram. (Lambert, 2013). 23

23 2.2.2 Hvernig á að segja sögur? Hægt er að segja persónulegar sögur á marga mismunandi vegu og sem dæmi má nefna: Sögu um áhugaverðan einstakling: T.d. einhvern sem við elskum eða sem veitir manni innblástur eða jafnvel til að minnast einhvers sem er dáinn. Það sem maður þarf að hafa í huga þegar segja á slíka sögu er: Hver eru tengslin við þessa manneskju? Hvernig á að lýsa henni? Hvað gerir hana áhugaverða? Hvað líkar manni helst við hana? Saga um atburð í lífi manns: Þar má t.d. nefna mismunandi ferðasögur úr lífi fólks og hvernig mismunandi staðir höfðu áhrif á það. Segja má sögur af því hvernig fólk nær markmiðum í lífi sínu eins og ég hef verið að gera með minni eigin sögu. Þetta snýst líka um skrásetningu atburðarrásar.. Hver er atburðurinn? (Tími, staður, atvik, eða röð atvika) Hver eru tengsl manns við atburðinn? Með hverjum upplifði maður atburðinn? Hvernig var líðan á meðan þessu stóð? Hver var lærdómurinn? Hvernig breytti þessi atburður lífi manns? Saga sem vekur sérstakar minningar: Gæti verið staðurinn þar sem maður er uppalinn eða jafnvel herbergi í húsinu. Þetta gæti verið saga um heimili forfeðra, bær, garður, fjall eða skógur sem þú elskar, veitingastaður, búð eða samkomustaður. Hvernig mundi maður lýsa staðnum? Með hverjum var honum deilt? Við hvaða reynslu er staðurinn tengdur? Er skilgreint atvik tengt staðnum? Hvaða lærdómur er dreginn af þessum stað? Ef maður hefur snúið aftur til þessa staðs, hvernig hefur hann breyst? 24

24 Saga um það sem maður gerir: Oft notað fyrir fólk sem hefur langan faglegan feril, t.d rithöfunda og sagnfræðinga, þá verður lífssagan tengd vinnunni. Hver er starfsgreinin eða áhugamál viðkomandi? Hvaða reynslu, áhugamál, og/eða vitneskja hefur undirbúið mann fyrir þessa virkni? Var upphaflega einhver atburður sem hafði áhrif á ákvörðun um að stunda þetta áhugamál? Hver hafði áhrif á eða hjálpaði til við að móta ferilinn, áhugamálið eða færnina? Hvaða áhrif hefur tiltekin starfsgrein haft á líf viðkomandi, fjölskyldu, vini, búsetu? Hvert var hámark kölluninnar? Aðrar persónulegar sögur Batasögur: Að deila reynslu um það hvernig maður sigrast á erfiðleikum Ástarsögur: Rómantík, sambönd, fjölskyldu- og systkinaást, þrá, barátta, framkvæmd. Allir vilja heyra sögur af því hvernig fólk kynntist sálufélaga, hvernig allt breyttist þegar barnið fæddist eða hvernig samband fólk á við foreldra eða systkini. Þetta eru sögur sem unnt er að máta sig við, og margir geta sagt. Uppgötvunarsögur: Ég hef uppgötvað margt um sjálfa mig á þeim tíma sem ég hef verið að vinna lokaverkefnið. Það kemur til með að hjálpa mér mikið við að segja mína eigin sögu. Draumasögur: Búa til sögusvið út frá draumi sem gæti verið hvetjandi eða letjandi; skrifa niður sögur um þrár og langanir sem gætu hjálpað við að ná markmiðum. Þetta er t.d. eitt þeirra verkefna sem ég hef unnið að hjá markþjálfanum mínum og mun einnig nýtast mér til góðs í næsta verkefni sem ég er strax farin að undirbúa. Það er myndlistarsýning byggð á þessari reynslu. Lífssögur: Þær mætti einskorða við eldra fólk sem segir frá sinni ævi en í raun er unnt að segja lífssögu á hvaða aldri sem er. Hvaða tímabil í lífi manns ákvarðar lif manns? 25

25 Hvernig mótaði það lífsgildi manns? Sagan mín er auðvitað ekkert annað en hluti af lífssögu þó að hún sé um ákveðið tímabil í lífi mínu Nálgunarleiðir DST Samkvæmt hugmyndum Lamberts má greina DST á eftirfarandi hátt: Me story Persónuleg saga um það sem er að gerast innra með manni eða í líkamanum og margir vilja hafa útaf fyrir sig. My story Skrifað í fyrstu persónu. Sagan snýst ekki alltaf um mann sjálfan heldur samband við annað fólk og áhrif þess. Me og my sögur eru þær sögur sem auðveldast er að segja, enda byggðar á eigin hugmyndum eða reynslu. Mynd 1 Hér má sjá hugmynd Lamberts um greiningu á DST á myndmáli. átaki. Our story Sögumaður lýsir sameiginlegri reynslu með öðrum, t.d. einhverju félagslegu Their story Sögumaðurinn segir sögur, svipað og fréttamaður, eins konar ævisögur eða af sögulegum viðburðum. No story Er DST ef til vill bara samheiti um það að geta sagt sögu um hvað sem er og hvernig sem er og búið til margmiðlunarefni úr því? (Lambert, 2013). Þær sögur sem ég segi eru byggðar upp af textum og snjallsímaupptökum. Þær falla undir það sem kallast bata-, uppgötvunar- og lífssögur og eru aðallega blanda af Me og My sögum þó að aðrar sögur fljóti með. Þessar sögur eru persónulegar lífssögur sem kannski fáir myndu vilja deila með öðrum. Þessu viðfangsefni mætti miðla á annan hátt, 26

26 t.d. sem bók, kvikmynd eða blaðagrein. En ég vildi nýta þá tækni sem er að ryðja sér til rúms. Mér fannst áhugavert að kynna mér betur hvað væri hægt að gera á snjallsíma. Þar sem ég er lærð bæði sem hönnuður og kennari sá ég möguleikana sem hægt var að nýta með símanum einum, bæði í myndlist/hönnun og til að búa til stafrænt efni, segja sögur eða taka viðtöl. Til þess að auðvelda mér þessa vinnu hafði ég samband í október 2016 við Brendan Ó Sé sem er írskur háskólakennari sem tekur myndir á Iphone. Myndirnar vinnur hann eins og málverk og segir sögur með þessari aðferð, og kallar sig iphoneographer. Ég hafði áhuga á að komast í vinnustofu hjá honum og komst að því að hann hafði mikinn áhuga á að koma til Íslands. Við ákváðum því í sameiningu að ég myndi skipuleggja vinnustofu sem hann gæti haldið á Íslandi Vinnustofan var haldin í Háskóla Íslands í byrjun febrúar þar sem hann kenndi nemendum hvernig hægt væri að nota símann í því samhengi sem að ofan greinir. 2.3 MoJo (Mobile journalism) Hvað er MoJo? Það má segja að MoJo sé það sem við köllum farsíma-fréttamennsku. Eingöngu er notast við snjalltsíma til þess að búa til og skrá sögur. Þessar sögur eru yfirleitt í formi myndbandsupptaka en geta líka verið hljóðskýrslur, skyggnusýningar, myndir eða texti. Mojo er nýtt form á fréttaflutningi og breytir miklu um hvernig hinn almenni borgari getur starfað á opinberum vettvangi. Með farsíma og færni, sem hægt er að kynna sér t.d. í handbókinni: MoJo: The Mobile Journalist Handbook, geta allir búið til sannfærandi efni til birtingar. Mojo býður fólki upp á fjölbreyttar leiðir til þess að lifa og vinna í stafrænu samfélagi. Kennarar geta kennt nemendum sínum að segja sögur með farsíma, eins og ég geri í þessu lokaverkefni, og fréttamenn geta sagt sögur sínar og náð til áhorfenda á skjótari hátt (Burum og Quinn, 2016). Það að vinna sem Mojo þýðir að fólk vinnur yfirleitt eitt, er ekki háð því að vinna í teymi né að nota dýran upptökubúnað. Vinsældir MoJo hafa aukist til muna eftir að snjallsímatæknin varð algengari og hagkvæmari fyrir fólk. Í dag eiga næstum því allir snjallsíma og geta tekið upp efni án mikils tilkostnaðar. Stundum eru gæðin það mikil að ekki þarf að bæta við neinum aukabúnaði en til að auka gæði er hægt að bæta við litlum búnaði eins og hljóðnema, ljósi og þrífæti án mikils tilkostnaðar. 27

27 Gæði miðlunarinnar snýst um þjálfun á búnaðinn og hvernig sagan er sögð, því eins og máltækið segir: Æfingin skapar meistarann Nýr fréttamiðill MoJo er mjög mikilvægur þáttur í fréttamennsku í dag. Aðstoð og leiðbeiningar í þessu samhengi fékk ég hjá Ingólfi Bjarna Sigfússyni hjá RÚV og Rúnari Snæ Reynissyni hjá RÚV á Egilsstöðum sem hefur unnið mikið sem MoJo (sjá nánar bréf sem ég sendi Ingólfi og Rúnari í viðauka 4/5 og viðtal við Rúnar um MoJo). Hér er mikilvægt að taka fram hversu miklu máli skiptir hæfileikinn til að segja sögu á stafrænan hátt (Burum og Quinn, 2016). Þetta merkir að geta sagt söguna í sem fæstum orðum en ná til áhorfenda og er kallað User generated stories (UGS). Ivo Burum kallar þetta nýtt sameiginlegt stafrænt tungumál. Dan Gillmor segir í bók sinni We the Media, sem hann skrifaði árið 2006, að smartsíminn gæfi öllum tækifæri til þess að verða blaðamenn (We the media, 2004). Farsímabrautryðjandinn Ilicco Elia hélt því fram árið 2013 að farsíminn sé lykillinn að áhrifaríkri miðlun í samfélagi nútímans ( Social media is nothing without mobile. If you had to wait to get to your computer to talk to people, they wouldn t do it, or if they did, it wouldn t be as intimate a relationship as you now have using mobile.) (Burum og Quinn, 2016). Ég er sammála þessu. Farsíminn er þægilegri í notkun en t.d. þessar stóru kvikmyndatökuvélar sem þarf að stilla upp með allskonar tilstandi. Þá er mun hentugra að geta gripið farsímann og tekið upp á hann. Í mínu tilviki þá fer ég t.d. í ráðgjöf og finnst eitthvað áhugavert sem ég vil láta koma fram í lokaverkefninu. Þá er síminn alltaf tiltækur og tiltölulega auðvelt að kippa honum upp úr töskunni og taka viðtal. Það sama á við um ljósmyndun. Maður sér viðfangsefni og langar að ná mynd af því strax. Þá er auðvelt að nota símanum. Það telst til undantekninga að fólk sé með dýran búnað meðferðis, hvort sem það eru kvikmyndatökuvélar eða ljósmyndavélar (Burum og Quinn, 2016). Að taka myndir upp á síma er ekki nýtt af nálinni og kvikmyndir í fullri lengd hafa meira að segja verið teknar upp á Iphone síðan En þessi svokallaða Mojo 28

28 fréttamennska er rétt að byrja og á eftir að vera mun vinsælli í framtíðinni. Fólk er yfirleitt ekki enn búið að gera sér grein fyrir því hversu miklir möguleikar eru fólgnir í Mojo. 2.4 Búnaður Þeir sem eru Mojo eða DST, ef svo má segja, geta notast við hvaða farsíma með myndavél sem er og fengið góða útkomu. En með snjallsíma er hægt að ná mun meiri gæðum og myndavélin er oftast betri. Í þeim er hægt að ná sér í öpp sem geta hjálpað við útgáfu, t.d. með stöðugri myndatöku, skýrari myndum o.s.frv. Einnig er hægt að verða sér út um svokallaða Mojo verkfæratösku sem samanstendur m.a. af: Upptökubúnaði (snjallsíma eða líkum búnaði með netsambandi). Litlum hljóðnemum sem gefa betra hljóð og þá sérstaklega í beinni útsendingu. Það er mjög mikilvægt að hljóð sé í lagi. Viðurkenndum hljóðnemum fyrir útvarp því hljóðið er það allra mikilvægasta í stafrænni sögumiðlun (digital storytelling). Ljós sem hægt er að hlaða ef taka á upp í lítilli birtu. Einfót eða léttan þrífót til að tryggja stöðugleika ef verið er að taka upp t.d. víð skot eða löng viðtöl. Lítinn þrífót til að hjálpa við upptökur á uppistandi (PTCs). SD kort og reikning hjá símafyrirtæki og/eða einhvern sem sér þér fyrir internetaðgangi (ISP) (Burum og Quinn, 2016). Þegar snjallsími er valinn er yfirleitt lagt mat á gæði, aðgengi, kostnað, framleiðendur og virkni. Í áðurnefndri bók um MoJo var notast við Iphone 5s eða Iphone 6s, en að sjálfsögðu er það ekki heilagt og tæknin breytist með hverju árinu. Þeir völdu þessa tegund af símum því það gaf möguleika á tveggja rása kvikmyndaupptöku sem skipti miklu til þess að geta unnið fréttaefni á skjótan hátt. Fullkomlega nýtanlegur MoJo búnaður kostar í dag rétt rúmar kr. Sem viðmið er VJ búnaður (komið af enska orðinu Video Jockey og merkir sá sem ferðast um með bæði kvikmynda- og ljósabúnað) um það bil fimmfalt dýrari auk kostnaðarins sem felst í heilu sjónvarpsteymi og búnaðinum sem því fylgir (Burum og Quinn, 2016). Svo má ekki 29

29 gleyma því, sem er afar mikilvægt, að búnaðurinn er fyrirferðalítill og því auðveldara að nálgast efni á stöðum þar sem til dæmis má ekki taka upp eða í rannsóknarfréttamennsku. Stýrikerfi er val hvers og eins en flestir blaðamenn nota IOS platform sem styður OSX en að sjálfsögðu er einnig hægt að fá góð öpp sem styðja Android og Windows Mobile (Burum og Quinn, 2016). WeVideo er notað mikið innan DST. Það er auðvelt og aðgengilegt í notkun og hægt að klippa saman sögu, hljóð og myndir og deila sögum. Ég nýtti mér Youtube til að birta mín myndbönd og finnst það mjög notendavænt og þægilegt. 2.5 Framkvæmd Áður en ég byrjaði í námi í hagnýtri menningarmiðlun var ég farin að skrásetja í minnisbók, bæði skriflega og með upptökum, þá með LG5 snjallsíma. Þegar ákvörðun var tekin um hvernig búnað ætti að nota til að framkvæma þetta verkefni, þá var mitt fyrsta verk að kanna hvaða sími væri bestur í þetta. Hugmyndin var að taka þetta upp á Iphone þar sem allur tölvubúnaður sem ég hef notast við er Mac og hingað til hefur t.d. MoJo fréttamennska verið mest tekin upp með Iphone vegna þess að þeir eru svo framalega í öppum. Sá sími sem fékk besta dóminn og þá sérstaklega fyrir ljósmyndun var Samsung Galaxy S7 (Martin. 2017). Það er sá sími sem varð fyrir valinu hjá mér í þessu verkefni Ég fékk fulla tösku af alls konar búnaði fyrir smartsíma í Háskóla Íslands eins og mismunandi hljóðbúnað, þrífætur, ljósabúnað, tvenns konar linsur, snúrur o.fl. Ég prófaði allan þennan búnað en hugsaði svo að það væri ekki hugmynd mín með verkefninu að hafa sem mestan tæknilegan búnað heldur þveröfugt. Mig langaði til að gera verkefni með eins lítinn búnað og ég kæmist af með. Ég skilaði því töskunni en hélt eftir litlum meðfærilegum míkrafóni og litlum þrífæti sem ég notaði mikið auk þess hélt ég eftir litlu ljósi sem ég þurfti svo aldrei að nota, og svo auðvitað símanum. Taskan var ekki stærri en 25x30 cm þannig það var ekki að sjá að þar væri ég með fínan myndatökubúnað. 30

30 Mynd 2 Allur búnaðurinn sem ég notaði komst í þessa meðfærilegu tösku. 2.6 Miðlunarleið Eflaust eru margir sem spyrja sig af hverju ég kaus að fara þessa leið, þ.e.a.s. að nota snjallsíma til að segja sögu. Þetta er ein leið af mörgum sem hægt var að fara og ég var búin að nota snjallsímann mikið til að skrásetja mína eigin minnisbók og fannst sjálfri gott að geta blandað saman mismunandi tækni auk þess sem ég gæti notað hann líka til að gera myndlist og sem hjálpartæki í kennslu. Ég lauk bæði námi í kvikum smámyndum og heimildar þátta gerð og fannst það mjög skemmtilegur miðill. Ég vildi þó gera eitthvað sem var hrárra í útfærslu og laust við skreytingu tækninnar og líktist meira æfingum sem við gerðum í kvikum smámyndum í tímum hjá Ármanni H. Gunnarssyni og Margréti Pálsdóttur sem gengu út á það að taka kvikar smámyndir af sjálfum sér, á síma eða annan búnað, segja sögur ekki síst til að æfa sig fyrir framan upptökuvélina. Það er nóg af tækni í boði en fókusinn hjá mér mun vera að skrásetja mína eigin sögu með innskotum frá fagaðilum ásamt því að safna reynslusögum frá öðrum. Einnig kom upp kom upp sú hugmynd að sniðugt væri að miðla slíku efni á vef tengdum lokaverkefninu sem ég væri að fjalla um og þá fannst mér nauðsynlegt að nota búnað sem allir gætu átt möguleika á að eiga og flestir nota dagsdaglega þ.e.a.s. snjallsímann. Þar gæti fólk sent inn sína eigin reynslusögu fyrir aðra til að njóta og læra af. 31

31 Myndböndin sem ég sýni eru þrenns konar: Upptökur af mínum eigin hugleiðingum, viðtöl við sérfræðinga um ákveðið efni og svo nokkur dæmi um innsendar upptökur af reynslusögum fólks. Að auki sýni ég hugmyndavinnu að vefsíðu sem gæti hentað þessu verkefni. 2.7 Hugmynd að vefsíðu Miðað við það sem ég hef lesið mér til í gegnum árin að þá þarf vefsíða að vera eins einföld og hægt er svo að hún sé notendavæn. Ég er alveg fullkomlega sammála því. Samkvæmt Jónasi Kristjánssyni (f.1940) ritstjóra þá er það fyrsta sem maður þarf að hafa í huga, til að gera góðan vef, er að skjámyndin sem birtist fólki í upphafi sé grípandi og einföld. Þess þarf að gæta að auðvelt sé fyrir fólk að finna þá hluti sem það er að leita eftir og einnig að leiðin sé auðveld úr villum. Notandi þarf alltaf að vita hvar hann er og hvert hann getur farið. Textinn fangar fólk og þarf því að vera greinagóður. Letur eins og Times / Times New Roman (Antíkva) og Helvetica / Arial auk Verdana eru bestu leturgerðirnar til að nota á vefnum. Alltaf á að jafna letur til vinstri. Besta dálkabreidd er 1,5 og miða skal við orð í setningu. Forðast ber orðaskiptingar og undirstrikanir á vefnum. Gæta þarf að því að hafa andstæða liti í grunnlit og textalit. Svo þarf að hafa í huga upplausn á vef sem miðast yfirleitt við að ljósmyndir séu í 72 ppi, JPEG (Jónas Kristjánsson, e.d.). Í dag gera margir vefi út frá þekktum hönnunarsíðum eins og t.d. Wordpress.com. Tillaga mín um það hvernig lokaverkefni mitt verður á vefnum kemur fram hér að neðan. Hafa ber í huga að þetta er ekki endanlegt útlit, heldur hugmynd að uppsetningu. 32

32 Mynd 3. Byrjaði á að skissa hugmyndina upp á stórt blað eins og ég sá vefinn fyrir mér. Útlit vefs var fyrst gert með hjálp powerpoint en til að nettengja hann þá hélt ég áfram vinnu minni á Google slides og er ekki um endanlegt útlit að ræða heldur sýnir hann vel hvernig hann kemur til með að virka Leiðbeiningar um notkun Þú ferð inn á kynninguna með því að fara á þessa vefslóð hér að neðan: D7r5tN8_NTqgD0Tg/edit?usp=sharing Þegar Þú kemur inn á vefslóðina þá ferðu inn á fyrstu skyggnu og svo beint inn á tengil sem stendur á Kynna. Sjá mynd nr

33 Mynd 4 Þið sjáið tengilinn Kynna hægra megin ofarlega. Þú átt eingöngu að þurfa að fara inn á fyrstu skjámynd til að geta séð hvað er undir öllum tenglum. Á bakvið hvert orð eða tölustaf eru tenglar sem þú þarft að smella á til að sjá nánar innihald þess tengils. Sjá mynd nr. 4. Ef smellt er á: Rauðan hring merktan með tölustafnum 1, þá gefst þér kostur á að sjá myndband um virkni vefsins. Ef smellt er á: Sólina þar sem stendur leiðirnar til betra lífs þá sérð þú um hvað þetta verkefni fjallar. Ef smellt er á: Skýið Hugleiðingar, getur þú séð 21 myndskot af mér um ýmsar hugleiðingar. Ef smellt er á: Skýið Leiðirnar, er hægt að fræðast um þær leiðir sem ég hef farið til betra lífs. Ef smellt er á: Skýið Fagfólk, sjást 14 viðtöl við sérfræðinga og fagfólk sem ég hef leitað til. Ef smellt er á: Skýið Senda inn sögu, er hægt að sjá sex mismunandi reynslusögur sem fólk hefur sent inn. 34

34 Ef smellt er á: Skýið Hafa samband, er sýnt dæmi um hvernig fólk getur sent inn skilaboð eða spurningar. Ef smellt er á: Stóra skýið Leiðin mín, gefst þér kostur á að fræðast um mína eigin reynslusögu í máli og myndum. Mynd 5 Svona lítur fyrsta skjámyndin út. Þegar þú kemst svo inn á undirsíðurnar eru tenglar þar sem þjóna mismunandi tilgangi en flestir þeirra þýða annað hvort að fara áfram eða til baka. Sjá mynd nr. 5. Mynd 6 Mynd af efri hluta litskyggnu. Þetta eru allt tenglar. Ef smellt er á: Bláu örina þá ferðu á síðustu litskyggnu. Ef smellt er á: Rauða hringinn sem stendur á 1 ferðu á upphafssíðu. Ef smellt er á: Sjá framhald þá sérðu næstu mynd fyrir aftan. 35

35 Mynd 7 Undir þessum tenglum má sjá mína persónulegu reynslusögu á ólíkan hátt. Mynd 8 Hér eru minnisbækurnar mínar settar upp eftir númerum háð dagssetningu á upptöku. 36

36 Mynd 9 Hér má sjá allar leiðirirnar sem ég hef farið á þessum tíma og nánari upplýsingar um þær. Í kafla má sjá dæmi um leiðir sem ég hef farið og fræðilegar upplýsingar. Mynd 10 Hér er hægt að sjá viðtöl við sérfræðinga og fleiri fræðimenn. 37

37 Mynd 11 Hér á að vera hægt að deila sinni eigin reynslusögu og sjá mismunandi reynslusögur fólks. Mynd 12 Hér getur fólk sent inn skilaboð. 38

38 2.7.2 Nokkur dæmi um fræðilegt efni á vefsíðu Stór hluti þessarar greinagerðar byggir á þeim rannsóknum sem ég hef gert á sjálfri mér með því að leita mér mismunandi meðferða og úrræða og langar mig að fjalla um nokkur þeirra sem svo er hægt að skoða nánar á vefsíðu sem ég hef áður tilgreint. Víxlböð/Kneippböð Ég hefði aldrei getað ímyndað mér lækningarmáttinn í því hvað víxlböð geta gert fyrir mann. Víxlböð ganga út á það að fara í heitt og kalt vatn til skiptis og er talið mjög mikilvægt að enda á kalda hlutanum. Ég hef persónulega fundið fyrir því hvernig þetta eykur blóðflæði í líkamanum, vöðvabólga minkar og manni líður almennt betur andlega eftir slík böð. Eins hef ég bæði prufað sjósund í Nauthólsvík sem og köldu pottana sem fylgja flestum sundlaugum í dag og finn fyrir sömu vellíðan. Þetta er alls ekki nein tískubylgja og hafa kaldir bakstrar verið notaðir í lækningaskyni í margar aldir. Björn L. Jónsson ( ) fyrrverandi yfirlæknir á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) skrifaði grein um víxlböð þar sem m.a. kom fram að gríski læknirinn Hippókrates sem var uppi á 5.öld fyrir Krist notaði þessa aðferð óhikað í lækningaskyni en sá sem er hvað kunnastur fyrir þessi svokölluðu lækningaböð var þýski læknirinn Sebastian Kneipp ( ), sem hafði reynt þessa aðferð á sjálfan sig sökum heilsuleysis og fann fyrir miklum bata á stuttum tíma. Í byrjun voru þetta aðallega köld böð ein og sér en svo tók hann eftir því að þetta bæri ekki árangur nema að vera heitur og sveittur fyrir kalda baðið svo að þetta virkaði. Þá sá hann út heildarmyndina og fór að nota heit og köld böð til skiptis, svokölluð víxlböð (Björn L. Jónsson, 1958). Nálastungur Nálastungur er forn aðferð sem notuð hefur verið í kínverskum lækningum í meira en 2500 ár. The World Health Organization (WHO) greinir frá að hægt sé að lækna eða meðhöndla 43 sjúkdóma á áhrifaríkan hátt með nálastungum. Hjá vestrænum þjóðum hafa nálastungur mikið verið notaðar sem verkjastillandi meðferð. Talað er um að nálarstungulækningar hjálpi við að opna fyrir flæði svokallað QI því þegar þetta flæði er læst þá orsakar það veikindi og verki hjá fólki. Þegar nálastungum er beitt þá opnast fyrir þetta flæði og léttir um leið sársauka (Chiu, 2013). Nálastungur hafa hjálpað mér mikið m.a. við fæðingu strákanna minna þriggja, bæði með því að slaka á og lina hríðir. 39

39 Núvitund Núvitund gengur út á að vera með vakandi athygli og vera meðvitaður um hugsanir sínar og tilfinningar. Ef manni tekst að nýta sér þessa tækni þá reynist hún manni mjög vel og hefur marga kosti, m.a. til að ná innri frið og slökun í líkamanum og þegar því er náð þá minnkar streita og vöðvabólga. Að stunda núvitund getur hjálpað manni að minnka þunglyndi, kvíða og hjálpað manni að sofa betur o.s.frv. Með því að þjálfa núvitundina ertu í raun að ná stjórn á athyglinni með því að beina henni á hlutlausan hátt að núlíðandi stundu (Kabat-Zinn, 2009). Þegar ég hef gefið mér tíma til að stunda núvitund þá hef ég fundið mun á mér hversu einbeittari ég er og næ að slaka betur á. HAM HAM er skammstöfun á hugrænni atferlismeðferð og hefur reynst árangurrík við ýmsum vandamálum m.a. þunglyndi, kvíða, áfengis- og vímuefnavanda, átröskun og lágu sjálfsmati. Að hafa lágt sjálfsmat þýðir að maður dæmir sig neikvætt sem manneskju og er almennt með neikvæða skoðun á sér. Með því að taka eftir, skoða og breyta því hvernig og hvað við hugsum getum við bætt líðan (Guðbjörg Daníelsdóttir og Katrín Sverrisdóttir, 2016). Ég sótti sjálfstyrkingarnámskeið við lágu sjálfsmati hjá Katrínu Sverrisdóttur sálfræðingi (sjá einnig viðtal við Katrínu) sem gekk út á það að efla sjálfsmyndina með það í huga að hafa jákvæðni í fyrirrúmi og leggja minni áherslur á neikvæðar hliðar lífsins. 5:2 matarræðið 5:2 snýst um það að minnka kaloríuinntöku allverulega tvo daga vikunnar (karlmenn niður í 600 kaloríur og konur í 500 kalóríur) en aðra daga vikunnar borðar maður eins og venjulega. Hafa ber þó í huga að þessir tveir dagar mega ekki vera samliggjandi. Talað er um að með þessari aðferð nær maður að plata líkamann sem telur sig vera að upplifa hungursneyð þá tvo daga sem maður er í föstunni og það verður til þess að hann tekur orku úr fituforða líkamans og hefur þau áhrif á að fólk grennist eða nær að halda sér í eðlilegri þyngd auk þess að hafa góð andleg áhrif á fólk. Í föstu er skynsamlegt að halda sig við mat sem hefur lágt sykurálag og er saðsamur eins og prótínríkar afurðir s.s. kjúklingur, hnetur og baunir o.s.frv. Hina dagana getur þú borðað hvað sem er en af skynsemi (Hanna María Guðbjartsdóttir, e.d.). Það eru mjög misjafnar skoðanir á því 40

40 hvort ráðlagt sé að fylgja þessu mataræði eða ekki og held ég að hver og einn þurfi að finna það út fyrir sig en það að lágmarka kalóríuinntöku tvo daga í viku hefur reynst mér vel bæði fyrir sál og líkama. Grasalækningar Ég hafði samband við Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni, og ráðlagði hún mér að fylgja mataræði úr bókinni sinni: Betri næring betra líf. Hún talaði um að það gæti tekið frá sex mánuðum upp í eitt ár til að fá líkamann til að lækna sig. Í bókinni er mataræðinu skipt upp í fjögur tímabil. Á fyrsta tímabili þarftu að taka mjög mikið út úr mataræðinu og í raun máttu bara borða grænmeti, baunir, fræ og hreinar prótínafurðir svo bætast matvörur inn eftir því hvaða áfanga maður er að taka. Alltaf skal þó halda sig frá hvítum sykri og hvítu hveiti (Kolbrún Björnsdóttir, 2011). Ég hélt matardagbók frá 20. janúar- 28.mars 2016 (sjá matardagbók í viðauka 6) Það var m.a. gert til að reyna að komast að því hvað það væri í mataræðinu sem mögulega gæti haft áhrif á líkamlega heilsu mína. Ég lauk tveimur áföngum en hætti þegar ég byrjaði á þeim þriðja. Það var margt sem virkaði vel á mig en annað sem virkaði ekki eins vel og þetta voru of miklar öfgar fyrir mig sem reyndu þeim mun meira á andlegu hliðina. Sjúkraþjálfun Fólk leitar til sjúkraþjálfara ef það þjáist af t.d. stoðkerfiskvillum, verkjum og vöðvabólgu eða álagsverkjum eftir slys. Ég hef verið mjög slæm af vöðvabólgu og höfuðverk og var bent á að fara til sérfræðings í MT stoðkerfiskvillum (manual therapy). MT byggir á aðferðum, þar sem sérstök áhersla er lögð á að sjúkdómsgreina og meðhöndla erfið tilfelli, sem krefjast nákvæmrar skoðunar og hnitmiðaðrar meðferðar, ekki ólíkt því sem Kírópraktorar gera. Þetta á ekki síst við um hryggjasúluna þar sem liðirnir liggja þétt saman eins og hlekkir í keðju. Ítarleg þekking á uppbyggingu og starfsemi líkamans og hendur sjúkraþjálfarans vinna saman, ásamt vilja sjúklingsins að bættri líðan. MT hefur verið notað við mismunandi álagskvillum sem koma frá stoð- og hreyfikerfi líkamans s.s. liðum, vöðvum, sinum, liðböndum og taugum (Di Fabio, 1992). Það sem ég vissi ekki áður en ég byrjaði í þessari meðferð var að þeir sjúkraþjálfarar sem eru sérhæfðir í MT stoðkerfiskvillum væru að mestu að beita hnykkingum sem meðferð, sem hentar mjög mörgum, en ég komst að því að hún hentaði mér ekki vel. 41

41 Ég var greind með ofliðleika í hálsi og þá eru verstu æfingarnar hraðar, endurteknar æfingar sem koma inn á hálsinn og setja álag á ofhreyfanlega liði að sögn Héðins Svavarssonar sjúkraþjálfara. Hann talar um að eftir fertugt þurfi sérstaklega að passa hálsinn þar sem það er margt sem breytist í líkamanum á þeim aldri. Hann er reyndar þeirrar skoðunar að enginn ætti að gera hálsteygjur. Þegar maður teygir á hálsi þá getur maður opnað fyrir örsár sem hafa myndast vegna álags og þá fer að leka inn á bandvefinn og hann bólgnar. Oft líður manni vel strax á eftir en finnur ekki fyrir afleiðingunum fyrr en sólarhring, jafnvel 2-3 dögum síðar, sem koma þá fram sem m.a. höfuðverkur. Hann talar um að hálsinn sé flókið fyrirbæri sem samnstandi af vefjum, taugum, sinum og liðböndum og ef eitthvað er í ólagi getur það bitnað á öðrum líkamshlutum. Einkennin geta verið af ýmsum toga s.s. heilaþoka, sjón- og skyn truflanir og ýmis andleg einkenni (Héðinn Svavarsson, 2016). Með hnykkingum hefur fólki oft fundist það fá meiri orku og betra flæði en ég fann það því miður ekki en ég fann hins vegar mun á mér þegar ég hætti eða minnkaði allverulega æfingar sem reyndu á háls og herðar. Höfuðverkurinn varð mun minni Súrefni Staðreyndin er sú að við lifum ekki nema í 2-4 mínútur án súrefnis. Okkur er það lífsnauðsynlegt og er það lang mikilvægasta efni líkamans. Við fullkominn bruna myndast vatn og koltvísýringur sem við komum frá okkur með því að pissa og anda út að einhverju leyti. Fái líkaminn hins vegar ekki nægt súrefni til að eðlilegur bruni geti átt sér stað myndast gerjun í líkamanum sem getur valdið margvíslegum kvillum eins og að mjólkursýra getur farið að safnast upp í vefjum líkamans og það hefur letjandi áhrif á hann. Til að nýtingin á súrefninu sé sem mest er best að anda inn um nefið því það kemur líka í veg fyrir oföndun sem er alls ekki góð heldur. Rétt öndun er því mjög mikilvæg og er fyrsta skrefið að réttri öndun að anda rólega að sér í tvær sekúndur og síðan anda frá sér rólega í þrjár sekúndur (Hallgrímur Magnússon, 2003.) Í jóga er lögð mikil áhersla á rétta öndun í gegnum nefið og hef ég stundað reglulega hotyoga sem hefur hjálpað mér mikið við öndun og til að ná innri friði. 42

42 2.8 SVÓT greining Ég ákvað að setja upp svokallaða SVÓT greiningu í tengslum við notkun á snjallsíma sem miðlunarleið í þessu verkefni sem er einnig oft notuð sem greiningar mælikvarði hjá fyrirtækjum. SVÓT stendur fyrir Styrkleikar Veikleikar Ógnir Tækifæri. Styrkleikar Flestir eiga snjallsíma. Allir geta tekið þátt sem vilja segja sína reynslusögu. Hægt að taka myndbönd upp á alla síma í dag. Einfalt og auðlært. Maður getur gert þetta einn með sjálfum sér og verður þá mögulega einlægari fyrir vikið og ekkert upptökuteymi að trufla. Það getur hjálpað manni mikið að tala upphátt um líðan sína og því hentugt að taka sig upp. Engin óþarfa klippivinna og skraut. Ódýrt í framkvæmd. Fræðilegur tilgangur. Engin fyrirferð í búnaði. Veikleikar Ef þú vilt fá betri gæði þarftu að kaupa dýrari síma. Einföld tækniatriði geta reynst sumum erfið. Myndskráin er oft stór og ekki hægt að senda hana á venjulegum tölvupósti. Það eru ekki allir sem kunna að senda stórar skrár. Fólk á oft erfitt með að tjá sig um persónuleg málefni. Fólki finnst oft erfitt að tala fyrir framan myndavél. Möguleiki á því að senda inn lygasögu. Ógnir Fólk hræðist að opna sig tilfinngalega. Karlmenn eru yfirleitt tilfinningalega lokaðri en konur. Mögulega hægt að segja hluti sem særa aðra. Þörf á að eyða miklum tíma í að kynna þetta fyrir fólki. 43

43 Tækifæri Þegar fólk nær að opna sig þá líður því betur. Að segja sögur og spegla sig í sögum annarra. Frábær leið til að kynnast nýrri tækni. Uppgötva símann á nýjan hátt. Góð æfing fyrir framan myndavélina. 44

44 3 Viðmælendur Ég skipti viðmælendum upp í 3 mismunandi hópa. Ég, Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir. Sérfræðingar sem hafa aðstoðað mig: Guðlaugur Örn Hauksson, Katrín Sverrisdóttir, Kristbjörg Leifsdóttir, Kristín Linda Jónsdóttir, Margrét Grímsdóttir, Pálína Erna Ásgeirsdóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir. Sérfræðingar í tækni og list: Brendan Ó Sé, Joe Lambert og Rúnar Snær Reynisson Fólk sem segir reynslusögur. 3.1 Hvernig valdi ég viðmælendur Ég valdi sjálfa mig því ég er sú sem ég þekki best en um leið ekki nógu vel og mig langaði til að komast að ýmsu um sjálfa mig og lá það því beint við. Ég hef leitað til ýmissa sérfræðinga og það sem mér fannst áhugavert vildi ég vita meira um. Það var því kjörið tækifæri til að hafa samband við fólk sem hafði hjálpað mér og taka við það viðtal. Það sama má segja um tæknina að fá fólk í viðtal sem vissi meira um hana en ég og heyra þeirra útskýringar og sögur. Og síðast en ekki síst vildi ég leita til fólks sem hafði mismunandi reynslusögur að segja. 3.2 Aðferðin til að fá fólk til að taka þátt. Fyrsta hugmyndin mín með þessu verkefni var að opna vefsíðu þar sem fólk gæti deilt sinni sögu á opnu vefsvæði, þar sem aðrir gætu lesið og horft á og lært af í leiðinni, að einhverju leyti skylt DST en einfaldara. Ég hafði í huga að fólk myndi taka sig upp með snjallsíma, eitthvað sem allir geta gert og algjör óþarfi að kunna mikið á tækni. Allir þyrftu þó að svara spurningum sem ég sendi þeim sem tóku þátt. 21. júní 2016 kl 14:24 auglýsti ég á fésbókinni eftir fólki í þetta verkefni, þar stóð: 45

45 Komið þið sælir allir vinir mínir hér á fésbók og endilega látið þetta berast áfram. Ég er að vinna að meistaraverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands í þessum töluðu orðum og er að leita að fólki sem er tilbúið að deila með mér lífsreynslusögum. Viðfangsefnið er : Leiðin til betra lífs. (Breytt mataræði, skipt um vinnu, hreyfing, hugarfar eða hvað sem fólki dettur í hug). Sendið mér endilega einkaskilaboð annaðhvort hér á fésbókinni eða á aslaugtoka8@gmail.com. Ég fékk mikil viðbrögð og fólki fannst þetta spennandi en var þó misopið fyrir því að deila sinni eigin sögu, þannig ég hugsaði með mér að það þyrfti að liggja fyrir aðeins meiri rannsóknarvinna við slíkan vef. Í kjölfarið var ákveðið að aðalviðmælandinn yrði ég og að verkefnið mundi fyrst og fremst snúast um sjálfa mig og þær leiðir sem ég hef farið til betra lífs. Auk þess væri viðfangsefnið að fræðast meira um þá tækni sem væri í boði og gera verkefni um það. Ég ákvað þó samhliða að fá sex viðmælendur til að deila sinni sögu með þeim hætti sem ég útskýri hér að neðan. Að auki fékk ég einn viðmælanda til að senda mér lygasögu til að athuga hvort með einhverjum hætti væri hægt að greina á milli sannrar sögu og lygasögu. Sú niðurstaða sem ég dróg af því var að það er auðvelt að segja lygasögu ef þú ert góður leikari. En að þekkja muninn er erfitt og spurningin sem ég er enn að velta fyrir mér, en hef ekki fengið niðurstöðu á, er hvernig má koma í veg fyrir að fólk sendi inn lygasögu? Og kannski skiptir það engu máli því lygasaga gæti eflaust hjálpað einhverjum líka. Spurningalisti sem ég sendi á viðmælendur til að æfa sig fyrir Snjallsímaupptöku. Rannsóknarspurning(ar) og meginmarkmið sem sett eru fram í greinagerð að MA lokaverkefni í hagnýtri menningarmiðlun. Lokaverkefnið snýst um misjafnar leiðir sem fólk hefur farið til að bæta líf sitt. Hugmyndin er að fá fólk til að deila sögum af sér með snjallsímaupptöku, með það markmið að hjálpa öðrum og um leið að hjálpa sjálfu sér. Um er að ræða rannsóknarvinnu á því hvernig hentugast er að segja slíka sögu. 46

46 Þessar sögur geta verið um að hætta að drekka, taka mataræði sitt í gegn, makamissi, skipta um maka, aukna hreyfingu, breytingu á atvinnu, minimalískan lífsstíll, veikindi o.s.frv. Hugmyndin er sú að allir geta sagt sögur og notað við það tæki sem flestir eiga (snjallsíma), til að undirstrika að það þurfi ekki endilega að nota dýr tæki og tól til að segja sögu, heldur er það sagan og tilgangurinn sem skiptir mestu máli. Þátttakendur eru beðnir um að svara þessum spurningum á blað, svo meginmálið verði ekki of langt. Viðkomandi tekur svo sjálfan sig upp á smartsíma eða fær aðstoðarmann til þess ef hann treystir sér ekki til þess. Ef fólk vill sýna myndir, eða eitthvað annað efni með viðtali er það beðið um að bæta því við eða senda í myndformi. Hér að neðan eru þær spurningar sem þið þurfið að svara í símaupptöku og það er alltaf gott að hafa undirbúið sig aðeins fyrir það með því að skrifa niður. Þetta á ekki að vera flókið fyrir neinn, bara að passa að röddin ykkar heyrist vel og skýrt og þegar þið takið upp á síma að snúa honum lárétt ekki lóðrétt. Ef þið viljið nota einhver önnur hjálpartæki, þá er það ekkert mál, bara að tilgreina þau. Sendið upptökur á: Þetta eru spurningarnar sem þið þurfið að svara og hér er dæmi frá mér til viðmiðunar: 1. Öll viðtöl þurfa að byrja á kynningu Ég heiti Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 2. Hvað varð til þess að þú tókst aðra stefnu í lífinu? Undanfarin ár hef ég verið að glíma við óútskýranleg útbrot á líkamanum, ásamt verkjum, þrálátri vöðvabólgu og stöðugum höfuðverk. Ég er búin að kljást við mikla streitu og hef fundið fyrir kvíða. Ég hætti í starfi áður en ég brann endanlega út vegna mikils álags og skildi. Áföllin hafa sett sitt mark á heilsuna og það kom að því að ég þurfti að leita mér einhverra ráða til að verða heil á ný. 3. Hvað gerðir þú? Síðastliðin 2 ár hef ég haldið minnisbækur um líðan mína og matardagbók. Ég hef fundið út hvað gerir mér gott og hvað ekki. Ég fann að samræðan við fólk var besta meðalið fyrir mig. Ég leitaði til sálfræðings, markþjálfa, sótti tíma í núvitund 47

47 og hugrænni atferlismeðferð auk þess að fara til sjúkraþjálfara. Þetta hjálpaði mér allt á einhvern hátt að skilja ýmislegt í mínu lífi. Ég kann að meta það hvað ég á góða að, því bæði vinir og mín nánasta fjölskylda hafa hjálpað mér mikið. Í mínu tilfelli eru það margir hlutir sem þarf að takast á við og vinnan er ekki búin. 4. Hver er ávinningurinn? Það að hafa gengið í gegnum erfiða lífsreynslu er eitthvað sem enginn vill ganga í gegnum en kennir manni margt og það er margt sem ég veit núna sem ég vissi ekki þá. Nú veit ég betur og mitt helsta markmið í lífinu núna er að finna gleðina á ný. Það væri yndislegt ef þið gæfuð ykkur/mér smá stund af tíma ykkar og sendið mér sögu. Kær kveðja Áslaug Tóka Til að fá sérfræðinga til að taka þátt, hafði ég annað hvort samband við þá í tölvupósti eða spurði þá beint út þegar ég var hjá þeim í meðferð/fræðslu og valdi viðmælendur á þann hátt að þeir tengdust lokaverkefninu mínu á einhvern hátt t.d. fræðsla um aðferðir sem ég hef verið að nota í þágu vellíðunar eða tækni. 48

48 4 Samantekt Ég á við mikinn einbeitingarskort að stríða og fyrir vikið hefur hluti af náminu reynst mér erfiður en lærdómsríkur en ég er jafnframt þakklát fyrir það að hluti verkefnisins er verklegur og er mikil hjálp fyrir mig að geta komið bóklegu efni á framfæri á annan hátt. Það geri ég með þeim aðferðum sem ég hef áður skýrt hér frá svo sem að halda minnisbækur bæði skriflega og með upptöku á smartsíma, taka viðtöl við fólk um efni sem er mér hugleikið, fá fólk til að deila með mér eigin reynslusögum og að lokum koma með hugmyndir af vef sem er í smíðum tengdum greinagerðinni. Ég hef komist að ýmsu um sjálfa mig með því að gera þetta verkefni. Má þar helst nefna hvað það er mikilvægt fyrir bætta heilsu að tala um vandamálin við annað fólk hvort sem það eru sérfræðingar, vinir eða ættingjar. Einnig er gott að geta speglað sig í sögum annarra. Ég komst að því smátt og smátt að allir mínir líkamlegu og andlegu kvillar stafa ekki eingöngu af óþoli fyrir vissum mat eða hvort ég hreyfi mig nógu mikið eins og ég hélt í byrjun heldur líka vegna erfiðleika í einkalífinu sem mér tókst svolítið að bægja frá mér. Vanlíðan snýst um svo miklu meira en mat og hreyfingu. Það fer ekki endilega saman eins og máltækið, Heilbrigð sál í hraustum líkama, gefur til kynna heldur er þetta samspil margra þátta og þessir þættir eru ólíkir eftir einstaklingum. Engin bók eða manneskja sem getur sagt við mann að eitthvað eitt virki fyrir alla. Ég held að það sé mikilvægt að hver einstaklingur sem vill finna út hvað hrjáir hann setjist niður og skrásetji allt það sem hann gerir og finni þannig út hvað hentar og hvað ekki, hvað virkar og hvað virkar ekki, og tjá sig um það. Fyrst og fremst held ég að allir þurfi að finna út hvað veitir þeim gleði í lífinu. Spyrja sig t.d. þeirra spurninga hvort sambandið sem fólk er í sé að veita hamingju? Er ég í réttu vinnunni og hlakka ég til að fara í vinnuna? Hef ég tíma til að sinna áhugamálum? Er ég að fá þá hreyfingu sem ég þarf? Er umhverfið nærandi? Hlæ ég nóg o.s.frv.? Best er að setja sér raunhæf markmið og vinna stöðugt að þeim. Gleðin kemur innan frá og ef manni tekst að finna gleðina þá fylgir allt annað á eftir. Með þessu verkefni hefur mér tekist að fá nýja sýn á líf mitt og annarra. Það hefur verið mikill áhugi fyrir þessu lokaverkefni mínu og mögulega getur það orðið vettvangur fyrir slíkar sögur á opnu vefsvæði. 49

49 Ef ég fer að kenna á ný þá sé ég mörg tækifæri til að nýta smartsíma í kennslu á áhrifaríkan hátt og þetta verkefni hefur aukið áhuga minn á því að nýta hann við listræna sköpun. Nú er ég komin með hugmynd að myndlistarsýningu í tengslum við viðfangsefni mitt. Lokamarkmiðið er að finna gleðina innra með mér. Það er ekki eitthvað sem gerist í fljótheitum heldur krefst mikillar vinnu sem hver og einn þarf að finna hjá sjálfum sér: Hreyfing, mataræði, nálastungur, hófsemi, jákvæðni, hlátur og hætta að taka hluti of alvarlega. Stundum þarf ég hreinlega að vera svolítið kærulaus og leika mér meira. Ég hef lært mjög mikið af þessu verkefni bæði um sjálfa mig og aðra. Ég er orðin nokkuð fróð um ýmis sálfræðileg málefni sem snúa að líðan auk þess hef ég aukið fræðilega þekkingu mína á DST og MoJo og veit núna vel út á hvað það gengur. Ég er sérstaklega ánægð með hvaða möguleika snjallsímar hafa upp á að bjóða og finnst að það ætti að vera meiri kennsla bæði í grunn- og framhaldsskólum um það hvernig börn og fullorðnir geta nýtt þá á mismunandi hátt en ekki eingöngu til að fara á fésbók eða til að spila tölvuleiki. Ég veit núna hvaða markmiði ég vil ná og það er meira en ég vissi áður en ég byrjaði á þessu verkefni. 50

50 Viðauki Hér er hægt að sjá allan viðauka sem við kemur lokaverkefninu mínu s.s skjámyndir af litskyggnum, matardagbækur,bréf sem ég sendi til fólks, excel skjöl og fl. Viðauki 1: Litskyggnur Hér má sjá 67 skjámyndir af litskyggnum sem ég hannaði á Google slides. Hafa ber í huga að þetta er tekið 1.maí 2017 og getur myndefni breyst. 51

51 52

52 53

53 54

54 55

55 56

56 57

57 58

58 Viðauki 2: Styrkumsóknir vegna síma sem ég nota í verkefninu. LOIB3qM/edit?usp=sharing Viðauki 3: Excel skjal sem mér var ráðlagt að gera til að auðvelda mér atvinnuleitina. 59

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Flippuð prjónakennsla

Flippuð prjónakennsla Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins Rakel Tanja Bjarnadóttir Lokaverkefni til B.Ed.prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Þróunarverkefni í Sérdeild Vallaskóla skólaárið 2005-2006 Handbók Guðmundur B. Gylfason Kristín Björk Jóhannsdóttir Samstarfsfólk Lilja Björg Guðjónsdóttir þroskaþjálfi

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd...

Útdráttur Efnisyfirlit Inngangur Hvers vegna varð þetta verkefni fyrir valinu? Framkvæmd... Útdráttur Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á hvernig hægt er að nota leiklist sem kennsluaðferð í lífsleikni út frá klípusögum. Notaðar voru sannar íslenskar klípusögur frá börnum á aldrinum 13-15

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information