Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Size: px
Start display at page:

Download "Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara"

Transcription

1 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara

2 2

3 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa

4 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar útgáfu Formáli fyrstu útgáfu Heildstætt móðurmálsnám...8 Móðurmálið er ein heild...8 Að sauma sér flík sem passar...8 Að lesa Að því skal stefnt Að vekja áhuga á lestri...10 Að lesa fyrir nemendur...10 Nestistímalestur...10 Meiri lestur!...11 Tengsl við aðrar greinar...11 Ljóðalestur...12 Lesskilningsverkefni...12 Semja ljóð eftir sögu Að segja sögu...12 Áheyrendur taka þátt...14 Nemendur segja sögur...15 Sagnaþulur kemur í heimsókn...15 Frjáls lestur...15 Bók breytist i kvikmynd...18 Sögur af segulbandi...18 Lesskilningur...19 Lestur fræðibóka...19 Nokkur lesskilningsverkefni...20 Sögur með eyðum...20 Raða saman bútum...20 Að flækja nemendur inn í atburðarás...20 Grunnhugmyndir sögu

5 Heimili og lestur og skrifa...24 Ritun...24 Undirbúningur...25 Útfærsla...26 Hver les?...27 Efni og umgjörð...27 Skriftir...29 Endurgjöf og umritun Prófarkalestur Hreinritun Birting...33 Ritunarmappan...33 Munnlegur flutningur Bókagerð...33 Blaðaútgáfa Sýning...34 En hvað með..?...35 Spurningar og svör...35 Hversu oft ritun?...35 Hvað með nemendur sem eru lengi að skrifa?...35 Hvað með málfræði?...36 Hvernig á að meta?...37 Hvernig á að byrja?...38 Tími...38 Hvernig á skólastofan að vera?...39 En kennarinn?...39 Heimildaskrá og gagnlegar bækur

6 Formáli annarrar útgáfu 2005 Það er rúmlega áratugur frá því að ég skrifaði þetta litla kver. Það seldist snemma upp og hefur verið ófáanlegt um langa hríð. Það var ekki til í tölvutæku formi og endurútgáfa í einhverju formi erfið. Tölvutæknin hefur nú gert mér það kleift. Að þessu sinni er kverið gefið út í pdf-formi og skólar geta prentað það út fyrir kennara sína. Þegar bókin kom út var talsverð gróska í móðurmálskennslu og víða unnið gott þróunarstarf. Breytingar á móðurmálskennslu hafa þó ekki orðið þær sem margir hefðu óskað sér. Ferlisritun hefur t.d. ekki náð verulegri útbreiðslu, þrátt fyrir mikinn vilja og ágætar handbækur sem hafa komið út um þá kennsluaðferð. Enn er áherslan um of á formið, þ.e. málfræðina og stafsetninguna en minni á innihaldið og að þjálfa nemendur í að lesa, tala og skrifa. Á síðustu árum hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á einstaklingsmiðað nám í skólastarfi. Þær hugmyndir sem koma fram í þessari bók falla mjög að einstaklingsmiðuðu námi. Það er því von mín að kennarar geti notað þessa bók til að koma til móts við sérhvern einstakling þannig að móðurmálsnám hans byggi á hans forsendum. Textinn hefur afar lítið verið uppfærður og því kann hann stundum að virðast svolítið gamaldags. Yfir því er bara ákveðinn ljómi og hollt fyrir kennara að sjá hversu hraðar breytingar eru. Hugmyndafræðin er þó í fullu gildi enn þá og verður ugglaust um hríð. Hafsteinn Karlsson Formáli fyrstu útgáfu 1991 Það er orðin gömul tugga að tala um miklar þjóðfélagsbreytingar á undanförnum árum og áratugum. Hjá því verður þó ekki komist þegar rætt er um móðurmálskennslu í skólum. Aukin tækni, fleiri fjölmiðlar, meira samstarf við aðrar þjóðir opnar allar landsins gáttir í allar áttir. Hér stöndum við Íslendingar berskjaldaðir, tölum okkar íslensku eins og við höfum gert í þúsund ár. En tungumálið, er í meiri hættu en áður. Nú er komið rof í tengslin milli kynslóðanna. Börnin umgangast foreldra og afa og ömmur minna en áður. Þau heyra framandi tungur daglega, jafnvel marga klukkutíma á dag. Upphrópanir eru fremur á ensku en íslensku, jeeeess", djísús" o.s.frv. Í Nýjum menntamálum 3. tbl. 9. árg. talar Heimir Pálsson um tvær nýjar manngerðir. Í fyrsta lagi þá sem að hefur vald á málinu, styrka sjálfsmynd og notar málfarslega yfirburði sina sér til framdráttar. Hin er svo sú sem að hefur minna vald á málinu, sjálfsmyndin er veikari og hún er á vissan hátt kúguð af fyrrnefndu manngerðinni. Í ljósi þessa þurfa skólar að breyta áherslum í móðurmálskennslunni. Markmiðið hlýtur að vera að skila nemendum þannig að þeir geti talað og 6

7 skrifað góða íslensku og hafi eitthvað að tala og skrifa um. Meiri áherslu þarf því að leggja á talað og ritað mál, minni á fræðílega hlutann, málfræðína. Málið lærist best með því að nota það: tala, lesa, skrifa og hlusta. Þegar nemendur hafa náð leikni í málinu geta þeir farið að læra um það. Það hefur ýmislegt verið gert til að efla móðurmálskennslu í skólum. Haustið 1989 hratt Menntamálaráðuneytið af stað málræktarátaki í skólum landsins. Mæltist það vel fyrir og víða var bryddað upp á nýjungum sem gáfu góða raun. Í Villingaholtsskóla var móðurmálskennslunni breytt á þann veg að nemendur fengu fleiri tækifæri til að skrifa texta frá eigin brjósti og lesa bækur sér til skemmtunar en áður tíðkaðist. Markmiðið var að auka skapandi starf nemenda og gera kennsluna skemmtilegri. Bar þetta svo góðan árangur að sótt var um styrk í Þróunarsjóð grunnskóla til þess að útfæra þessa kennsluaðferð enn frekar. Það hefur nú verið gert og lofar árangur góðu. Það einkennir kennsluaðferðína að nemendur eru virkari notendur málsins en áður. Þeir semja texta, lesa bækur, segja sögur og hlusta á aðra lesa eða segja frá. Málið verður lifandi fyrir þeim og námið skemmtilegra. Ekki má heldur gleyma því að vinna kennarans er 1éttari og leiðinlegar og langar setur heima yfir stílum og stafsetningaræfingum eru úr sögunni. Þessi aðferð er sérlega vinsamleg nemendum. Hún mætir hverjum og einum þar sem hann er staddur og gerir hvorki meiri né minni krófur til hans en hann getur staðið undir. Allir njóta sín. Þó að ég hafi beitt þessari kennsluaðferð á nemendur bekkjar á hún ekki síður við á öðrum stigum grunnskólans og jafnvel líka í framhaldsskólum. Þessi litli bæklingur er tekinn saman í því skyni að gefa öðrum kennurum kost á að njóta þeirrar miklu vinnu sem lögð hefur verið í þróunarverkefnið. Eins og kemur fram í heimildaskrá hefur víða verið aflað fanga, bæði innanlands og utan. Því miður eru íslenskar handbækur um móðurmálskennslu ekki á hverju strái, mjög fáar hafa verið gefnar út. Vonandi verður þó breyting á því í kjðlfar þróttmikils þróunarstarfs í skólum. Að lokum þakka ég Gunnari Karlssyni sem teiknaði myndirnar, Sigurði Ármannssyni sem sá um umbrot og útlit og Guðna Olgeirssyni sem las yfir frumdrög, kærlega fyrir hjálpina. Hafsteinn Karlsson. 7

8 Heildstætt móðurmálsnám Móðurmálið er ein heild. Börn læra að tala með því að hlusta. Á sama hátt læra þau lestur m.a. með því að hlusta á aðra lesa og með því að skrifa. Þegar þau byrja í skóla hafa þau lært flóknar beygingar, tölu, föll, persónu o.fl sem lýtur að málfræði móðurmálsins. Það hafa þau gert með því að hlusta á aðra og með því að tala sjálf. Lesturinn bætir við þessa kunnáttu. Lesandinn nemur orð af blaði og tengir þau við þekkingu sína og reynslu. Með hjálp höfundarins getur hann upplifað atburði, skoðað staði og kynnst fólki sem er víðsfjarri. Veröld hans stækkar. Hann lærir ný orð, sér hvernig þau eru skrifuð, hvernig þeim er raðað saman þannig að þau mynda setningar, hvernig setningarnar mynda texta sem hrífur hann burt frá raunveruleikanum og inn í annan heim. Þetta nýtist honum við skriftir. Þá þjálfast þessi atriði. Stafsetningin, hvar á að vera stór stafur, hvar punktur, hvar gæsalappir, hvernig er best raða orðunum saman þannig að þau hrífi, í hvaða tíð á textinn að vera, hvaða persónu? Vafalaust hafa margir kennarar tekið eftir því að nemendur sem skrifa góðan texta, lesa mikið og þeir sem lesa mikið skrifa góðan texta, (þó ekki alltaf). Við beitum tungumálinu þegar við tölum, lesum, skrifum og hlustum. Þessir þættir málsins skarast meira og minna. Málið er ein heild og þess vegna ættu kennarar sem kenna íslensku að flétta þá saman eins og kostur er en forðast að skipta móðurmálinu í fjölmargar undirgreinar, eins og löngum hefur tíðkast. Þær aðferðir sem kynntar eru í þessum bæklingi taka mið af þessu og leggja megináherslu á lestur og ritun. Þær einkennast af stöðugri glímu nemenda við tungumálið. Þeir skrifa mikið, lesa mikið, tala og hlusta. Að sauma sér flík sem passar Kennarar sem vilja taka upp nýja kennsluhætti byrja á því að meta kennsluna eins og hún hefur verið. Hvernig hefur þeim og nemendum liðið, hafa nemendur fengið kennslu og umönnun við sitt hæfi, hefur kennslan skilað árangri? Út frá þeim niðurstöðum sem þessar vangaveltur skila er tekin ákvörðun um hvort halda skuli áfram á sömu braut eða breytt til. Sé seinni kosturinn valinn, þarf að gæta þess að breytingar taki mið af kennurum, nemendum og aðstæðum á hverjum stað. Sjaldan er hægt að taka hugmyndir hráar upp frá óðrum, yfirleitt þarf hver kennari að þrengja eða víkka, stytta eða síkka þær flíkur, þannig að þær passi honum og hæfi aðstæðum. Hugmyndir má fmna í reynslu kennarans, -hjá öðrum kennurum, í handbókum og á námskeiðum. Aðalnámskrá grunnskóla gefur verulegt svigrúm hvað kennsluhætti og námsefni varðar. Kennarar eiga að varast að láta þær kennslubækur sem til eru stjórna sér um of við skipulagningu kennslunnar. Ágætt er að byrja á að setja sér markmið og leita svo að bókum sem að gagni mega koma. Kannski þarf engar kennslubækur. 8

9 Að lesa... Magnína heimasæta kendi honum að less, það voru til rytjur af stafrófskveri. Hún sat yfir honum einsog þúst og bend á stafina með bandprjóni. Hún s1ó hann utanundir ef hann sagði þrisvar rángt til um sama stafinn, en aldrei fast og aldrei í illu, altaf einsog annars hugar, og honum var sáma." (Halldór Laxness, 1987, bls. 10) Að því skal stefnt... Aðalnámskrá grunnskóla segir m.a. svo um lestrarkennslu: Í upphafi grunnskóla er einkum um það að ræða að ná tökum á undirstöðuatriðum í lestri, en á síðari stigum grunnskólans er áherslan á lestur til gagns og ánægju og þar tengist lestrarþjálfunin upplýsingaöflun, öðru námi og kynningu bókmennta af ýmsu tagi. Leggja skal áherslu á fjölbreytt lesefni, bæði prentað efni í bókum og hvers konar ritum og einnig lesefni á Netinu. Gera þarf nemendum jafnframt grein fyrir því að nauðsynlegt er að ná tökum á ólíkum tegundum lestrar, svo sem nákvæmnislestri, yfirlitslestri, leitarlestri, upplestri, hraðlestri, skimlestri og lestri stiklutexta. Lestrarkeppni, þar sem mest áhersla er lögð á að lesa sem flestar bækur eða texta á sem skemmstum tíma, getur verið þáttur í því að þjálfa nemendur í ákveðinni tegund lestrarfærni. Slík þjálfun getur líka vakið áhuga á bóklestri. Nemendur þjálfist einnig í að lesa vandlega með áherslu á skilning, listræna nautn og gagnrýnið hugarfar. Hlutverk kennarans er býsna mikið. Í fyrsta lagi þarf hann að kenna barninu lestur og sannfæra það um mikilvægi þess að kunna að lesa. Þá þarf kennarinn að vekja áhuga á lestri bóka. Áhuga sem endist. Það er ekki einfalt mál því að fleiri bítast um bráðina. Síðasta áratuginn hefur framboð hverskyns afþreyingar aukist gríðarlega og bókin á nú fleiri keppinauta en áður. En saga hennar er löng og einstök. Fyrr á öldum lögðu menn mikið á sig til að skrifa, þýða og endurrita bækur. Enn láta menn lífið fyrir skrif sin. Bókin er lífseigari en svo að hún láti stundaræði og skammtímadellur koma sér á kné. Ekkert getur komið í stað þeirrar upplifunar sem góð bók veitir. Ef bókaþjóðin" er að gefa bóklestur upp á bátinn, þá er það hlutverk skólanna að snúa þeirri þróun við. Það geta þeir með markvissu bókauppeldi íslenskrar æsku. Á hverjum degi kemur gífurlegt magn ýmiss konar lesefnis fyrir augu fólks. Vissulega er það misjafnt að gæðum og margt af því má að skaðlausu missa sin. Það er öllum nauðsynlegt að geta skilið hismið frá kjarnanum og að kemur í hlut kennarans að leiðbeina nemendum í þeim efnum. Þeir verða að skilja það sem þeir lesa og tengja nýjar upplýsingar við þá þekkingu sem þeir búa yfir. 9

10 Að vekja áhuga á lestri Athuganir hafa leitt í ljós að eftirtalin atriði hafa neikvæð áhrif á lestraráhuga barna, (sbr. Vacca, Vacca, Gove, 1987, bls. 237): kennari krefst endursagnar þess sem lesið var leiðinlegar og lítt spennandi sögur nemandi er látinn lesa upphátt fyrir aðra nemendur Þetta eru varla ný sannindi fyrir kennara. Hver sá sem hefur velt þessum málum fyrir sér hefur vafalaust komist að svipaðri niðurstöðu. Ætli kennarar að vekja áhuga nemenda sinna á bóklestri verða þeir að velja aðrar leidir. T.d. lesa fyrir börnin segja þeim skemmtilegar sögur gefa þeim tíma til að lesa bækur hjálpa þeim að finna áhugaverðar bækur. vera þeim góð fyrirmynd i lestri. Ef þau sjá kennara eða foreldra lesa bækur og hafa gaman að, hafa þau ástæðu til að ætla að ær séu einhvers virði búa til bókalista sýna kvikmyndir gerðar eftir góðum sögum spila skemmtilegar sógur af segulbandi. Hér verður varpað fram nokkrum hugmyndum sem taka mið af þessu. Að lesa fyrir nemendur Löngum hafa kennarar lesíð fyrir nemendur sína. Sumir mikið og aðrir lítið eins og gengur og gerist. Það má ekki vanmeta þennan lestur, nemendur hafa af honum mikið gagn. T.d. þeir komast í kynni við bókmenntir sem þeir færu annars á mis við. þeir átta sig á því að bækur geta verið skemmtilegar. þeir fá áhuga á að kynna sér önnur verk höfundar. þeir eiga skemmtilega stund yfir bók með kennara sínum. þeir gera sér grein fyrir því að bækur búa yfir einhverju sérstöku og án þeirra væri lífið snauðara. Á stundatöflu þarf að gera ráð fyrir tíma til að lesa fyrir nemendur. Hefð er fyrir lestri í nestistímanum, en auk þess má t.d. byrja tvo daga í viku á að lesa fyrir nemendur. Mætti þá lesa framhaldssögu í nestistímanum, en smásögur, ævintýri, þjóðsögur, ljóð, blaðagreinar o.fl. á öðrum tíma. Vitaskuld ætti svo að grípa til bókar hvenær sem tækifæri gefst. Nestistímalestur Sá góði siður hefur lengi tíðkast í íslenskum skólum að kennari les sögu fyrir nemendur sína í nestistímanum. Grunnskólanemendur á öllum aldri 10

11 hafa mikla ánægju og ekki síður gagn af því að heyra góða sögu. Ef einhverjum finnst óþægilegt að lesa um leið og nemendur borða nestið, er sjálfsagt að láta þá borða fyrst og lesa svo. Það er áríðandi að allir hlusti og oft gengur ekki að þeir geri eitthvað annað á meðan. Lestrarstundin er mikilvæg og það skiptir miklu máli að allir taki þátt í henni af líf og sál. Til að tryggja að vel takist til verður kennari að undirbúa sig undir lesturinn. Hann á að lesa bókina áður. Það er ekki nóg að kippa með sér einhverni bók á leiðinni inn í kennslustofuna. Það hefur nefnilega slæm áhrif á lestraráhuga barna og unglinga að lesa fyrir þau bók sem þeim þykir leiðinleg. Það verður því að vanda valið og hafa þá m.a. í huga: aldur nemendanna og samsetningu hópsins að bókin falli kennaranum í geð, því að það er vonlaust fyrir hann að lesa bók sem honum líkar ekki. að bókin sé hvorki of barnaleg né of þung. er hægt að finna bók sem tengist efni sem verið er að kenna í öðrum greinum? Ágætt er að byrja á að kynna bókina stuttlega áður en lestur hefst. Það má gera t.d. á eftirfarandi hátt: Ég ætla að lesa fyrir ykkur bókina Skóladagar eftir Stefán Jónsson. Sagan gerist í Reykjavik og fjallar um Skúla, sem er nýfluttur úr sveitinni til borgarinnar. Hann býr með mömmu sinni, pabbi hans er dáinn. Hann lendir í slæmum félagsskap og kemst upp á kant við skólann." Kennarinn á að vera ófeiminn við að beita röddinni á mismunandi hátt við lesturinn. Stundum á að lesa hátt, stundum lágt, stundum hratt og stundum hægt, allt eftir því hvað er að gerast. Hann þarf að líta stöku sinnum í augun á nemendum. Það gefur honum betra samband við þá. Þegar tækifæri gefst er sjálfsagt að spjalla svolítið um það sem verið er að lesa, en varasamt er að gera það of oft. Stundum koma nemendur með athugasemdir, sem er allt í lagi að ræða lítillega. Það er tilvalið að einkenna sögustundina á einhvern hátt, t.d. með því að kveikja á lampa úti í horni, kveikja á kerti eða spila stef á hljóðfæri. Þá getur brúða sem á að tákna söguhetjuna vakið mikla athygli. Meiri lestur! Það er ekki nóg að lesa bara í nestistímanum. Hér að framan er stungið upp á því að byrja tvo daga í viku á því að lesa ævintýri, þjóðsögu, smásögu, ljóð eða blaðagrein fyrir nemendur. Góð regla er að merkja þá stund inn á stundaskrá. Auðvitað er svo sjálfsagt að lesa oftar. Tíma sem varið er í lestur er ekki sóað til einskis. Þennan lestur þarf líka að undirbúa. Kennarinn ætti að hugleiða hvort mögulegt sé að vinna eitthvað út frá lestrinum. Hér verður bent á nokkrar hugmyndir: Tengsl við aðrar greinar Þar geta blaða- og tímaritsgreinar komið að góðu gagni. Þar er oft að finna fróðlegt og skemmtilegt lesefni um landafræði, sagnfræði, félagsfræði, líffræði, umhverfismál og fleira. Þetta lesefni fer yfirleitt fram hjá börnum 11

12 og unglingum. Í ævisögum og skáldsögum má víða finna stórmerkilega og skemmtilega kafla um sjósókn fyrr á öldinni, lýsingar á lífinu í sveitinni, listamannalíf í borginni o.fl. Ljóðalestur Í kjölfar hans er upplagt að láta nemendur vinna með ljóð og semja ljóð. Barnagæla Vilborgar Dagbjartsdóttur og Ungæði Sigurðar Pálssonar kveikja t.d. margar hugmyndir. Vinna má myndverk upp úr ljóðum, semja úr þeim sögur, velta fyrir sér myndmáli, athuga rím o.fl. Lesskilningsverkefni Í kaflanum um lesskilning er bent á verkefni sem geta nýst hér. Semja ljóð eftir sögu. Sögur og ævintýri hafa löngum orðið skáldum kveikja að ljóðum. Í hópvinnu gætu nemendur valið lag sem gott er að syngja og samið við það texta út frá sögunni og sungið síðan fyrir hina. Sem dæmi má taka eftirfarandi texta sem ára nemendur sömdu við þekkt lag, eftir að hafa heyrt frásögnina af viðureign Grettis við drauginn Glám. Í textanum er reyndar meinleg villa. Átökin áttu sér stað á Þórhallsstöðum en ekki Bjargi: Það var kátt hérna á laugardagskvöldið á Bjargi þá kom hérna draugur með öskri og gargi. Hó, hó, hó, hó, hó, hó, hó, hó, hæ. Hann réðst inn í bæinn með bölvuðum látum við héldum við hurðina eins fast og við gátum. Það var ó, það var á, það var æ. Hann braut allt og barði og réðst svo á Gretti sem sat bara stilltur og klappaði ketti. Og þeir tókust á langt fram á nótt. En að lokum þá gafst hann upp gaurinn hann Glámur við Gretti hann sagði að síðustu rámur: Út í myrkri þér verður ei rótt". Að segja sögu Hér á undan var rætt um nauðsyn þess að lesa fyrir nemendur, en kennarar ættu að nota hvort tækifæri sem gefst til að segja sögur. Við undirbúning kennslunnar er sjálfsagt að athuga hvort ekki megi koma efni til skila með góðri sögu. Þær lifa lengi í hugum nemenda og eru oft miklu árangursríkari en verkefnablöðin. Margir kennarar halda því fram að þeir geti ekki sagt sögur, en það er vitleysa. Langflestir geta þjálfað sig í þeirri list svo að unun er á að hlýða. Börn eru góðir hlustendur og kennarar hafa því mikla möguleika á að æfa sig. Hvernig sögur er best að segja? Við þessari spurningu er ekkert eitt svar. Grundvallaratriði er að sögumanni þyki sagan góð. Þá nær hann 12

13 sér best á strik og þannig nær hann til áheyrenda. Víða má finna sögur. Það má nota þessa aðferð til að koma einhverju af menningararfinum til skila. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri eru óþrjótandi brunnur skemmtilegra sagna. Sögur af köppum og kotbændum, má t.d. finna í Íslendingasögunum. Norræn goðafræði býr yfir mörgum skemmtilegum sögum sem höfða sterkt til barna. Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið eftir Anders Bæksted er undirstöðurit í þeim fræðum og hana ættu kennarar að hafa við höndina. Þá er víða í bókmenntum okkar að finna sögur af skrýtnu og skemmtilegu fólki. Á hinum Norðurlöndunum er til mikið af góðum sögum. T.d. eftir H.C. Andersen, Norsk ævintýri sem Ásbjörnsen og Moe söfnuðu og fleiri og fleiri. Sé farið til annarra landa má benda á Grimmsævintýri, gríska goðafræði, Dæmisögur Esóps, Þúsund og eina nótt o.s.frv. Í gömlu lestrarbókunum eru sögur sem gott er að segja. Einnig er heppilegt að segja sögur í tengslum við kristinfræði og samfélagsfræði. Þegar sagan er fundin þarf sögumaður að undirbúa sig. Hver og einn finnur með tímanum sjálfur hvernig best er að gera það. Eftirfarandi getur hjálpað, (Ulf Ärnström, Peter Hagberg, 1991, bls. 39): 1. Lestu söguna einu sinni bara til þess að njóta hennar, eða biddu einhvern að lesa hana fyrir þig. 2. Lestu hana aftur. Leggðu frá þér bókina og athugaðu hvernig staðirnir líta út sem sagan gerist á, (í huganum). Athugaðu líka lykt, hljóð, er kalt eða heitt, heyrist í vindinum og svo framvegis. Hvernig líta aðalpersónurnar út, hvernig manneskjur eru þær og hvernig rödd hafa þær. 3. Lestu söguna enn einu sinni hægt. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Er eitthvað sem höfðar mjög sterkt til þín? 4. Taktu atburðarásina saman fyrir sjálfan þig. Hverjir eru mikilvægustu atburðirnir sögunni, þeir sem verða að vera með? Hverju má sleppa? 5. Ákveddu hvernig frásögnin á að byrja og hvernig hún á að enda. 6. Segðu nemendum þínum söguna. Ef sögumaður tekur sögu úr bók, þarf hann ekki að læra hana orðrétt utanbókar. Hann þarf að kunna söguþráðinn. Andrúmsloftið sem skapast þegar saga er sögð veldur því að orðin koma eins og af sjálfu sér. En það eru þó sérstaklega byrjun sögunnar og endir sem þarf að hugsa rækilega áður. Endirinn er mikilvægasti hluti frásagnarinnar. Misheppnist hann dettur botninn úr sögunni. Þetta á ekki síst við um gamansögur. Það er einnig þýðingarmikið að vel takist til með byrjunina, því að það er hún sem á að lokka áheyrendur og sögumann út úr raunveruleikanum og inn í veröld sögunnar. Orðin einu sinni var..." hafa ógnarkraft og draga áheyrendur strax aftur í tímann. Umhverfinu þarf að lýsa nokkuð, þannig að áheyrendur geti búið til svið í huganum. Það má líka varpa mynd upp á vegg með myndvarpa. Sögumaður getur þá fært sögupersónur inn á hana og út af henni eins og með þarf og breytt um sögusvið. 13

14 Sögumaður kappkostar að ná göðu sambandi við áheyrendur. Hann snýr að þeim, horfir í augu þeirra og sér hvernig frásögnin öðlast líf. Við það vex honum þróttur og sagan verður betri. Gott er að láta áheyrendur sitja í skeifu, jafnvel á gólfinu. Vont er að hafa þá í hring, því þá snýr sögumaður alltaf bakinu í einhvern. Áheyrendur verða að vera fyrir framan hann. Sitji þeir í stólum, þarf að gæta þess að þeir séu nálægt sögumanni. Auðir stólar mega ekki vera framarlega. Það getur hjálpað að skapa stemningu að draga fyrir glugga og deyfa ljós, kertaljós getur jafnvel dugað. Sögumaður á fyrst og fremst að vera hann sjálfur og skapa sér þannig persónulegan stíl. Látbragð ætti að vera í hófi. Hætt er við að ofleikur dragi úr mætti frásagnarinnar. Sama gildir um raddbeitingu. Sögumaðurinn á ekki að vera eins og leikrit. Hins vegar má segja að það eigi að vera leikrit í höfði hvers og eins sem á hlýðir. Það eru viss atriði sem geta eyðilagt frásögnina og sögumaður þarf því að forðast. (Sbr Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað, 1988, bls. 45). Ofureinföldun, barnamál, tæpitunga, miklir útúrdúrar á spennandi augnablikum og smáatriði. Þá er hætt við að frásögnin eyðileggist alveg ef sögumaður spyr börnin spurninga í miðri sögu. Ekki má ofskýra sögur. Ímyndun barnsins á að fá að leika lausum hala og of nákvæmar útlistanir hefta ímyndunaraflið. Þegar sögu er lokið, þá er henni lokið. Sögumaður á ekki að koma með athugasemdir eða frekari útskýringar. Hann á ekki heldur að spyrja nemendur út úr sögunni og alls ekki að láta þá endursegja hana. Það er alltaf hætta á að einhver trufli í miðri sögu. Það má helst ekki gerast. Til að koma í veg fyrir það mætti setja spjald á hurðina að skólastofunni sem á stæði: Sögustund, truflið ekki." En áheyrendur geta truflað, einkum ef þeir eru ungir. Ef sagan er um hund, getur verið að eitthvert barnanna vilji endilega koma því á framfæri að það eigi hund heima. Sögumaður má ekki ræða við barnið um hundinn, þá dettur öll spenna úr sögunni og erfitt verður að byrja aftur. Ekki er heldur ósennilegt að aðrir þurfi að leggja eitthvað til málanna. Þá getur sögumaðurinnbara pakkað sögunni sinni saman. Áheyrendur mega ekki gera annað á meðan en að hlusta.. Ekki teikna, ekki-skrifa og ekki reikna. Þá vantar eitthvað í sambandið milli sögumanns og áheyrenda og stemningin verður ekki eins góð. Til er ein kennslubók á íslensku í listinni að segja frá. Hún heitir Eitt verð ég að segja þér..." og er eftir þá Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað. Hún er gagnleg fyrir þá sem vilja nota frásögn í kennslu. Áheyrendur taka þátt Sumar sögur getur verið gaman að láta nemendur leika. Sögumaður hefur frásögnina og um leið og persónur eru kynntar grípur hann í einhvern nemandann og lætur hann leika persónuna. Sögumaður heldur áfram með söguna og nemendur leika með látbragði. Í mörgum sögum endurtekur söguhetjan sömu setninguna aftur og aftur og þá getur nemandinn gert það. Það er líka hægt að láta einhverja leika fjöll, sjó, vind, sól, rigningu o.s.frv. 14

15 Nemendur segja sögur Nemendur eiga að fá tækifæri til að segja sögur. Ágætt er að hafa sögustund í upphafi dags, einu sinni til tvisvar í viku. Hún getur t.d. byrjað á því að kennarí segi að nú megi hver sem er segja sögu. Sá sem vill byrja gefur merki og hefur frásögn sína. Síðan tekur sá næsti við og svo koll af kolli. Sögur þeirra eru oftast stuttar reynslusögur úr daglega lífinu. En þeir geta líka undirbúið sig heima og æft sig með hjálp segulbands eða heimilisfólks. Ef þeir eru í vandræðum með að finna sögu, þarf kennari, foreldrar eða afi og amma að hjálpa þeim við það. Margir nernenda eiga erfitt með að segja jafnöldrum sínum slíkar sögur og því er ágætt að leyfa þeim að segja hana yngri nemendum. En það má þjálfa þá í að nota ímyndunaraflið til að búa til frásagnir. Það er t.d. hægt gera á eftirfarandi hátt. (Sbr. m.a. Ulf Arnström, Peter Hagberg, 1991, bls. 26). 1. Tveir og tveir vinna saman. Þeir gefa hvor öðrum þrjú orð, t.d. hundur - mjúkt tré, sandur - aldraður sjómaður o.s.frv. Síðan fá þeir tíma (3 mínútur) til að hugsa sögu út frá orðunum. Að lokum segja þeir hvor öðrum söguna. Ef nemendur eru fáir geta þeir sagt söguna yfir hópinn. 2. Kennarinn er með þrjá bunka af - miðum. Á miðana í fyrsta bunkanum hefur hann skrifað stað/umhverfi, t.d. undir sænginni, í gömlu húsi. Annar bunkinn hefur að geyma miða með aðalpersónu í sögu, t.d. tveggja sentimetra hár maður, heiðarlegur bílasali. Og í síðasta bunkanum er vandamál. T.d. vatnið er búið, einhver er horfinn. Hver nemandi dregur einn miða úr hverjum bunka, les það sem á miðunum stendur án þess að láta hina vita. Svo setjast allir, steinþegja og hugsa sögu í hæsta lagí í þrjár mínútur. Síðan segja þeir sögurnar. Ef nemendur eru margir má skipta þeim í hópa. 3. Hringsögur. Unnið í hópum. Einn byrjar á sögu, næsti tekur við og heldur áfram með söguna og svo koll af kolli. 4. Segja sögur út frá myndum. Gott er að nota gamlar myndir af fólki. Nemendur eiga að segja frá einni eða fleiri manneskjum á myndinni. Sagnaþulur kemur í heimsókn. Víða um land er fólk að finna sem segir skemmtilega frá og er hafsjór af sögum. Það er upplagt að bjóða því að koma í skólana og segja sögur. Þá má ekki gleyma kvæðamönnunum. Börn og unglingar hafa gaman af rímnakveðskap ekki síður en fullorðnir. Frjáls lestur. Sum börn liggja öllum stundum yfir bókum heima hjá sér. Þau heimsækja bókasafnið reglulega og koma þaðan með fullan poka af bókum. Þau eru bókaormar. Sennilega eru þau þó fleiri sem lítið eða ekkert lesa nema það sem þeim er gert að lesa fyrir skólann og kannski ekki einu sinni það. Einhver eru svo þarna á milli. Þeir lestrarsiðir sem börn temja sér, fylgja 15

16 þeim í gegnum lífið. Það er því mikilvægt að venja þau á lestur bóka strax og þau eru orðin læs og helst fyrr. Í þessu eins og mörgu öðru, gegnir skólinn veigamiklu hlutverki. Frjáls lestur á hverjum degi gerir kraftaverk í þessum efnum. Hann grundvallast á eftirfarandi atriðum, (Sbr. Vacca, Vacca, Gove, 1987, bls. 252): 1. Hver nemandi velur sjálfur þá bók sem hann ætlar að lesa. Ef honum finnst hún leiðinleg, hættir hann við hana og velur aðra. 2. Hver nemandi les í hljóði í fyrirfram ákveðinn tíma, án þess að vera truflaður. 3. Kennarinn les með nemendum og það má ekki trufla hann. 4. Nemendur eiga ekki að svara spurningum um þann texta sem þeir voru að lesa, né gera nokkur verkefni honum tengd að lestri loknum. Frjáls lestur er því stund þar sem nemendur og kennarar og jafnvel aðrir starfsmenn skólans, lesa bækur í hljóði, sér til ánægju og yndisauka. Hætt er við að kennurum finnist þeir vera að svíkjast um þegar þeir gefa nemendum sínum tíma til að lesa sér til skemmtunar í skólanum. (Þeir þurfa ekki einu sinni að gera verkefni að lestri loknum!). Samviskubitið er óþarft. Sú staðreynd að sífellt minni tími gefst í lestur bóka, krefst þess einfaldlega að skólinn bregðist við á þennan hátt. Það er alltaf matsatriði hvað er mikilvægt í skólastarfi. Ef nemendur og kennarar eyða miklum tíma í eyðufyllingarverkefni af ýmsu tagi, er líklegt að þeim þyki eyðufyllingar skipta miklu máli í skólastarfinu. Fái nemendur lítinn sem engan tíma í bóklestur fá þeir á tilfinninguna að hann sé varla merkilegur. En bóklestur er mikilvægur. Skólinn verður að ala með nemendum jákvætt viðhorf til bóka og lestrar. Þegar dýrmætum tíma skólans er verið í lestur bóka, hlýtur það að benda til þess að þær séu einhvers virði. Frjáls lestur nemenda hefur marga aðra góða hluti í för með sér. Í fyrsta lagi eykst lestrarhæfni nemenda, í öðru lagi bæta þeir við orðaforða sinn, í þriðja lagi, þroskast lesskilningur þeirra, í fjórða lagi auka þeir við þekkingu sína, í fimmta lagi veitir lesturinn þeim ómælda ánægju og gleði. Kennarar eiga því ekki að hika við að merkja frjáls lestrarstundina inn á stundaskrána á hverjum degi og hefst alltaf á sama tíma. Það hjálpar til við að skapa rétt andrúmsloft. Nemendur vilja ganga að frjáls lestrarstundinni vísri á sama hátt og frímínútunum. Það getur verið erfitt að velja rétta tímann. Ágætlega hefur gefist að nota síðustu fimmtán minúturnar fyrir löngu frímínúturnar. Þá eru nemendur ennþá óþreyttir en vilja gjarnan hvíla sig á þeirri vinnu sem þeir hafa verið í. Þegar fer að líða að lokum skóladagsins eru þeir ekki í skapi til að lesa í rólegheitunum. Bókaormarnir geta reyndar alltaf gleymt sér yfir bókum. Það eru hins vegar þeir sem lítið lesa sem verður að miða við. Skipulag þessa tíma fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Það er hægt að hafa sama tíma fyrir allan skólann eða hver bekkur hefur sinn tíma. Yngri nemendur þurfa væntanlega ekki eins langan tíma og þeir eldri. Ágætt er að byrja með 5 mínútur hjá þeim yngri og auka tímann í mínútur. Óhætt er að gefa eldri nemendum 15 mínútur og jafnvel meira. Þeir sem eru orðnir góðir í lestri geta eytt býsna löngum tíma í lestur spennandi bóka. 16

17 Athyglin skerðist lítið. Ef miðað er við 15 mínútur daglega í frjálsan lestur eru það klukkutími og korter á viku, fimm klukkustundir á mánuði og yfir veturinn í níu mánaða skóla læsi nemandi í 45 klukkustundir! Það má komast yfir nokkrar bækur á þeim tíma. Þá má reikna með að þessi lestrarstund ýti undir lestraráhuga nemenda og þeir nýti meiri tíma í lestur bóka heima. Um leið og frjálslestrarstundin hefst leggja allir, bæði nemendur og kennari, frá sér þau verkefni sem þeir voru að vinna, taka sér bók í hönd og fara að lesa. Þeir geta sest í sæti sín eða á gólfið í leskróknum. Enginn má trufla og því er öll umferð um stofuna bönnuð. Það er nauðsynlegt að hafa skýrar og einfaldar reglur sem allir verða að fara eftir í frjálslestrarstundinni. Þær geta verið svona: 1. Náðu þér í bók um leið og frjálslestrarstundin hefst. Ef þú ert að verða búinn með hana taktu þá aðra sem þú ætlar að lesa næst. 2. Enginn má trufla. 3. Öll umferð um stofuna er bönnuð í frjálslestrarstund. Af hverju svona strangar reglur? Jú, það þarf að skapa ákveðið andrúmsloft sem ásamt námsumhverfinu hvetur nemendur til að lesa. Allir sitja uppteknir af sínum bókum, það er þögn sem stöku sinnum er rofin með lágværum hlátri. Nemendur eiga að velja sér bók sjálfir. Nauðsynlegt er að hafa gott úrval bóka í kennslustofunni og koma þeim þannig fyrir að nemendur sjái framan á þær. Þeim má raða upp í hillu eða leggja á borð. Kennari verður að skipta um bækur með reglulegu millibili, þannig að alltaf sé til nóg af spennandi lestrarefni. Þá geta nemendur líka komið með bækur að heiman. Oft reynist gott að biðja þá sem eiga í mestum erfiðeikum með að velja sér bók að leita heima. Ósjaldan koma þeir þá daginn effr með bókina sem mömmu eða pabba fannst skemmtileg þegar þau voru lítill. Yngri nemendur sem varla eru orðnir læsir hafa gaman af myndasögum og bókum þar sem er nóg af myndum. Sjálfsagt er að leyfa þeim að lesa" þær, og óþarfi að amast við því að þeir lesi ekki, heldur bara skoði. Þeir venjast því að sitja með bók fyrir framan sig og njóta hennar. Skilaboðin sem þeir fá eru að bækur séu einhvers virði. Lesturinn kemur fyrr en varir. Bækurnar geta verið af ýmsum toga. Skáldsögur eru fyrirferðamestar, fræðibækur ýmiss konar, brandarabækur og myndasögur þurfa einnig að standa nemendum til boða. Efnið verður að höfða til þess aldurs sem um ræðir. Unglingar eiga oft í erfiðleikum með sjálfa sig. Þeim finnst gott að finna söguhetjur sem eiga við svipuð vandamál að stríða og þeir. Þá sjá þeir að þeir eru ekki einir í stríðinu. Fyrir þá þarf að hafa gott úrval af góðum unglinga- og ástarsögum. Alltaf eru einhverjir sem lesa Íslendingasögurnar og sjálfsagt er að láta eina eða tvær liggja í hillunni á milli hinna bókanna. Kennari þarf að fylgjast með hvaða bókmenntum nemendur hans hafa áhuga á, og koma til móts við þá. Hann má heldur ekki gleyma gömlu bókunum sem margar eru sígildar eins og Percival Keene, Oliver Twist, Ármann Kr., Stefán Jónsson o.fl. Sjálfur á kennarinn að lesa sömu bækur og nemendur. Þannig sýnir hann þeim að bækurnar sem þeir lesa eru 17

18 merkilegar. Með þessu gefst honum líka tækifæri til að kynnast barna- og unglingabókunum, sem hafa komið út frá því að hann var lítill. Hann má náttúrulega aldrei gera lítið úr bókmenntum nemenda. Til að auðvelda nemendum val á bók sýnir kennari þeim hvernig kaflaheiti og bókarkápa gefa upplýsingar um innihaldið. Þá getur spjaldskrá komið í góðar þarfir. Að lestri loknum fylla nemendur, (ef þeir kæra sig um), út s p j al d með nauðsynlegustu upplýsingum um bókina, gefa henni stjörnur og kvitta undir. Spjaldið er svo sett í spjaldskrá sem þeir geta notað þegar þeir leita sér að bók. Henni fletta þeir og sjá hvað félagarnir hafa lesið. Bók sem fær góða dóma hjá þeim hlýtur að vera þess virði að lesa hana. Upp úr spjaldskránni má vinna bókalista, sem t.d. sýnir vinsælustu bækurnar. Bókaormur á vegg getur komið að svipuðum notum. Hver bók fær einn lið í orminum og á hann eru skráðar upplýsingar um bókina. Kennarinn á stöku sinnum að kynna bækur t.d. með því að lesa stuttan kafla, segja örlítið frá þeim og setja þær svo upp í hillu. Þegar nemandi hefur lokið við bók, er hægt að láta annan nemanda taka upp á myndband viðtal við hann um bókina, auglýsingu eða bókakynningu. Sýna svo á tveggja til þriggja vikna fresti. Þetta er afar áhrifarík bókakynning. Óþarfi er að óttast a ð frjálslestrarstundin fari út um þúfur vegna þess að nemendur finni ekkert til að lesa, eða vilji ekki lesa. Reyndin er sú að þegar þeir hafa vanist því að mega lesa í korter á hverjum degi, þá hlakka þeir til. Þeim finnst gott að lesa með öðrum, gott að vera í því kyrrláta og notalega andrúmslofti sem ríkir þegar allir sitja og lesa. Þó að illa gangi í fyrstu má kennari ekki gefast upp. Það tekur kannski mánuð að koma þessu á, en eftir það rúllar allt áfram eins og smurð vél. Foreldrar vilja oft hjálpa til við heimalærdóm. Elíf verkefnavinna getur verið þreytandi og því er tilvalið að hvetja foreldra til að hafa til dæmis eina stutta frjálslestrarstund í viku, sem kæmi í staðinn fyrir heimavinnu þann daginn. Bók breytist i kvikmynd Talsvert er til af g ó ð u m kvikmyndum gerðum eftir þekktum skáldsögurn. Stundum má finna þær á myndbandaleigum og stöku sinnum sýnir sjónvarpið slíkar myndir. Af þeim síðarnefndu má nefna Önnu í Grænuhlíð, Sögur frá Narníu (myndaflokkur, gerður eftir sögu C.S.Lewis, Ljónið, nornin o g skápurinn), Litbrigði jarðar, Nonna og Manna, Línu langsokk, Útlagann, Gullregn o.fl. Það hefur ekki brugðist að eftir sýningar á myndunum, hafa nemendur mikinn áhuga á að lesa bækurnar. Sögur af segulbandi Undanfarin ár hafa verið gefnar út snældur með upplestri. Ágætt er að hafa í kennslustofunni segulbandstæki með heyrnartækjum svo að nemendum gefist kostur á að setjast út í horn og hlusta á góða sögu. 18

19 Lesskilningur Lesandi þarf sífellt að tengja það semn hann les við þekkingu sína. Ef hún er lítil á því sviði sem textinn fjallar um, gengur lesturinn illa og hann á erfitt með að skilja það sem hann les. Segja má að lesskilningur sé að brúa bilið milli þeirrar þekkingar sem lesandinn býr yfir og hinna nýju upp- 1ýsinga sem lesturinn veitir honum. Stjarnfræðingur á auðveldara með að skilja grein um himingeiminn en trésmiður. Hann getur hins vegar átt í mesta basli með að skilja bækling um samsetningu einingahúss, sem veitist trésmiðnum auðvelt. Þekking þeirra er mismikil á þessum sviðum. Eftir því sem börn heyra fleiri ævintýri, því auðveldara eiga þau með að skilja þau. Uppbyggingin er svipuð, sömu minnin koma fyrir aftur og aftur og orðanotkun er lík. Sama máli gegnir um sakamálasögur, ástarsögur o.fl. Víð afþreyingarlestur má að skaðlausu hlaupa yfir það sem erfitt er að skilja. Öðru máli gegnir með fræðibækur. Þar byggir ein hugmynd á annarri og misskilningur getur valdið því að lesandinn skilur ekki það sem á eftir kemur. Lestur fræðibóka Fyrstu þrjú árin í grunnskólanum eru nemendur að læra að lesa, næstu sjö lesa þeir til að læra. Þó er ekki hægt að segja að lestrarkennslunni sé lokið í fjórða bekk. Þá þurfa nemendur að læra að nota lesturinn sér til skemmtunar og til að afla sér upplýsinga og fróðleiks. Lestrarkennslan fer þá ekki bara fram í móðurmálstímum. Nei, nú fer mikilvægur hluti hennar fram t.d. í samfélagsfræði og náttúrufræði. Lesskilningur verður nefnilega ekki kenndur einn og sér. Hann verður að tengja því námsefni sem nemendur eru með. Þeir eiga að læra að lesa fræðirit þannig að þau komi þeim að gagni. Til þess verða þeir að skilja það sem þeir lesa. Því er mikilvægt, að kennarar geri sér grein fyrir hve mikla þekkingu nemendur hafa á því efni sem á að fjalla um. Ef þeir þekkja ekki sögu Íslendinga fyrir 1800, er erfitt fyrir þá að skilja sjálfstæðisbaráttuna á 19. öld og þá reynast kennslubækur um það tímabil þeim býsna torskildar. Þær væru það ekki ef þeir hefðu lært Íslandssöguna frá upphafi fram að Það má kenna nemendum að lesa fræðibaekur með því að hvetja þá til að spyrja sig spurninga fyrir lestur, á meðan á lestri stendur og eftir lestur. (J. L. Irvin, 1990, bls. 118). Spurningarnar geta verið eftirfarandi: 1. Spurningar sem nemandi spyr sig fyrir lestur: a) til hvers er ég að lesa. b) er ég að lesa fyrir próf, ritgerð, umræður. c) hvað veit ég um efnið? d) veit ég nóg til að renna yfir textann eða þarf ég að vandlega, glósa kannski? 2. Spurningar sem nemandi spyr sig meðan han les: a) skil ég það sem ég er að lesa? 19

20 b) hvað var ég að lesa (stutt samantekt)? c) Hvað kemur næst? 3. Spurningar sem nemandi spyr eftir lestur: hver voru aðalatriðin í því sem ég las? hvað lærði ég sem ég vissi ekki áður? hvað geri ég með þessar upplýsingar? Góðir lesendur beita svipuðum aðferðum og hér hefur verið 1ýst. Fyrir lestur athuga þeir þá þekkingu sem þeir hafa á efninu. Þeir vita hvers vegna þeir ætla að lesa. Meðan á lestri stendur, er athyglin á því sem verið er að lesa og þeir skoða stöðugt hvort þeir skilji textann. Ef þeir skilja hann ekki líta þeir til baka og lesa aftur. Þegar lestri er lokið ákveða þeir hvort þeir haft náð markmiðum sínum og draga saman aðalatriðin. Slakir lesendur byrja aftur á móti að lesa án þess að hugsa um efnið eða vita til hvers þeir eru að lesa. Þegar þeir lesa vita þeir ekki hvort þeir skilja efnið og eftir lestur vita þeir varla hvað þeir voru að lesa. Nokkur lesskilningsverkefni Ýmis verkefni geta skerpt lesskilning nemenda. Hér verða sýnd nokkur dæmi fengin að láni frá Vacca, Vacca og Gove. Rétt er að vekja athygli á því að nemendur mega helst ekki hafa lesið eða heyrt sögurnar áður. Sögur með eyðum. Kennarinn tekur stutta sögu eða brot úr sögu og þurrkar burt einstaka orð. Nemendur eiga síðan að setja í eyðurnar orð sem passa. Þurrka skal út mikilvæg orð. Nemendur þurfa yfirleitt að lesa allan textann áður en þeir geta fyllt í eyðurnar. Svona verkefni má leggja fyrir nemendur á öllum aldri, því það er hægt að hafa þau mismunandi erfið. Oft passa fleiri en eitt orð í eyðurnar og ósjaldan skapast skemmtilegar umræður um hvaða orð er best að nota. Líka má þurrka út hluta af setningu, heila setningu eða nokkrar málsgreinar. Nemendur lesa söguna og ræða hvaða nauðsynlegar upplýsingar vantar. Raða saman bútum. Kennarinn tekur sögu eða sögubrot, klippir hana í sundur og ruglar bútunum. Nemendur eiga að raða henni saman. Þegar þeir eru búnir geta þeir t.d. lesið hana inn í segulband. Að flækja nemendur inn í atburðarás. Kennari les sögu fyrir nemendur, en stoppar á fyrirfram ákveðnum stöðum og spyr opinna spurninga. Fyrsta spurningin kæmi strax á eftir titli sögunnar. Um hvað haldið þið að þessi saga sé?" getur kennari spurt, þegar hann hefur sagt nemendum heiti hennar. Þeir koma þá með tillögur sem kennari skrifar upp á töflu. Hann má ekki slá þá út af laginu með því að hrekja uppástungur þeirra. Í þeim er alltaf eitthvað sem notast má við og skal leggja áherslu á það. Kennarinn les svo áfram þar til aðstæður og söguhetja hafa verið kynnt. Þá getur hann spurt: Hvað viljið þið vita um 20

21 söguhetjuna? Hvað um sögusviðið?" Nemendur svara þá með spurningum, sem væntanlega verður svarað þegar lesið er áfram. Þetta flækir nemendur inn í atburðarásina, því að þeir eru að spá fyrir um framhaldið. Kennari skrifar spurningar nemenda á töfluna. Stundum er ekki hægt að skrifa allar og þess vegna er ágætt að hafa þá reglu að skrifa bara fimm spurningar. Síðan er lesið áfram og þar sem tækifæri gefst má skjóta inn spurningu í stíl við þessa: Hvað viljið þið vita um það sem gerist næst?" Þessi aðferð krefst nokkurs undirbúnings kennara. Hver og einn þarf að finna sjálfur hvar á að skjóta inn spurningum. Óþarfi er að hafa þær of margar, því að þær mega ekki trufla lesturinn um of. Nemendur verða strax spenntir að heyra hvort þeirra ti1gáta reynist rétt. Þessi aðferð hentar nemendum að tíu, ellefu ára aldri. Grunnhugmyndir sögu. Þessi aðferð er hentug fyrir nemendur yngri en tíu ára. Kennari undirbýr sig með því að lesa söguna vandlega. Hann finnur grunnhugmyndir hennar og býr til tvær spurningar fyrir hverja hugmynd. Önnur spurningin á að höfða til þekkingar og reynslu nemenda, hin til sögunnar. Þessar spurningar eru lagðar fyrir nemendur áður en sagan er lesin. Nemendurnir ræða málin undir handleiðslu kennarans. Hann á ekki að hafa sig mikið frammi í sjálfum umræðunum. Skoðanir hans skipta ekki máli hér. Að þessum umræðum loknum les kennarann söguna. Síðan eru vangavelturnar sem komu fram í umræðunum á undan, tengdar því sem gerðist í sögunni. Spjallað er um grunnhugmyndirnar sem spurningar spruttu upp úr. Dæmi: Sveppatínslan. Sumardag nokkurn snemma morguns átti gömul kona leið um skóginn. Þá varð á vegi hennar lítil stúlka. Litla stúlkan hami tvær skrýtnar fléttur sem gægðust fram undan hettunni. Hún hrukkaði ennið. Á handleggnum bar hún tóma körfu. Gamla kona, hvar eru sveppir í þessum skógi?" spurði litla stúlkan. Gamla konan brosti. Þú finnur enga sveppi núna, barnið gott, því að það hefur ekki rignt svo lengi." En hvar eru sveppirnir í þessum skógi?" endurtók stúlkan þrjósk og hrukkaði ennið sem ákafast. Það má finna sveppi hér út um allan skóg eftir að það hefur rignt. En nú er jörðin þurr og þessvegna eru hér engir sveppir, svaraði gamla konan. Litla stúlkan hrukkaði ennið svo kröftuglega að augabrúnirnar tvær urðu að einni stórri. Og svo hélt hún áfram að klifa: Þú vilt bara ekki segja mér hvar sveppirnir vaxa. Það er allt og sumt." 21

22 üjæja," sagði gamla konan, ég skal segja þér hvar þú finnur sveppina. Hlustaðu nú vel og mundu allt, sem ég segi: Farðu eftir þessum stíg, þangað til þú sérð hvítt fiðrildi, og svo skaltu elta fiðrildið þangað til þú stígur ofan á greniköngul. Þá skaltu beygja til hægri og haltu áfram þangað til vindurinn blæs í andlitið á þér. Beygðu þá aftur til hægri og haltu áfram þangað til lítið og svart skû dregur fyrir sólu, og mun þá fara að rigna. Leitaðu þér skjóls undir stóru tré og teldu regndropana og haltu svo áfram göngunni, þangað til þú kemur að tíunda rigningarpollinum. Þá skaltu finna stærsta dropann sem þar liggur í grasinu og bíða síðan eftir því að hann þorni upp. Í sama bili mun sólin birtast að nûju, og þá verða komnir sveppir út um allt. Þegar þú sérð þá, geturðu verið viss um að þú hefur farið rétt að." Þetta er allt of flókið. Ég fer heldur heim og kem svo aftur að ná í sveppina eftir að það hefur rignt." Þetta sagði ég þér í fyrstunni; en þú ert dálítill þrákálfur, telpa mín góð," sagði gamla konan hlæjandi. (Höfundur: R. Baumvol. Birt með leyfi þýðanda, Þorsteins frá Hamri). Grunnhugmyndir sögunnar gætu verið: Maður á að fara að ráðum þeirra sem eru eldri og reyndari. b) Það á ekki að væna aðra um lygi. Spurningar út frá þessum grunnþáttum gætu verið á þessa leið: Við þekkjum öll gamalt fólk. Hafið þið einhvern tíma leitað til þeirra í vandræðum ykkar? Í sögunni er stúlka að leita að sveppum. Hún finnur þá ekki en hittir gamla konu. Hvað haldið þið að hún geri? Grunnhugmynd b): Stundum þegar við ætlum að gera eitthvað, kemur fullorðin manneskja og segir að það sé ekki hægt. Hvað gerum við þá og hvað gerir sá fullorðni? Í sögunni trúir stúlkan ekki gömlu konunni. Hvað gerir gamla konan þá? Heimili og lestur. Í hugum fólks eru skóli og lestur nátengd fyrirbæri, enda skipar lestrarkennslan stóran sess í skólastarfi. Það er ekki ýkja langt síðan börn lærðu að lesa heima hjá sér, en á síðustu áratugum hefur það orðið hlutverk skólanna að kenna lestur. Svo skýr eru skilin orðin milli heimila og skóla að margir foreldrar þora ekki að kenna börnum sinum lestur, þó að þeir séu færir um það og börnin tilbúin að læra. Því miður komst sú saga á kreik á sínum tíma að kennarar vildu helst fá börnin ólæs í skólann og foreldrar ættu alls ekki að eiga neitt við lestrarkennsluna, það gæti bara skemmt fyrir. Ekki kannast kennarar við að hafa látið þessi boð út ganga, en goðsögnin er ótrúlega lífseig meðal íslenskra foreldra og lifir enn góðu lífi. 22

23 Vitaskuld er þáttur heimilanna í lestrarkennslunni ákaflega mikilvægur. Undirbúningurinn byrjar heima. Foreldrarnir lesa fyrir börnin, segja þeim sögur, hlusta á þau segja sögur og hlusta á þau lesa. Börn byrja nefnilega að lesa löngu áður en þau eru orðin læs og jafnvel áður en þau hafa lært að tala. Hver hefur ekki séð eins eða tveggja ára gamalt barn ná í uppáhaldsbókina sína, koma sér vel fyrir og lesa í henni? Svolítið eldri skrifa þau tákn og lesa úr þeim sögur. Ekki má heldur gleyma því að foreldrarnir eru börnunum fyrirmynd. Barn sem sér foreldra sína skemmta sér yfir lestri bóka, fær þau skilaboð að bækur séu skemmtilegar. Það hefur líka góð áhrif að fara með börnin á bókasafnið. Þetta er allt mikilvægur undirbúningur undir lestrarnámið. Ef barn er tilbúið til að læra að lesa áður en það byrjar í skóla, eiga foreldrarnir ekki að hika við að segja því til. Því betri sem undirbúningurinn er heima, þeim mun betra fyrir kennarann og enn betra fyrir börnin. Þegar þau eru orðin læs er hlutverk foreldranna ekki síðra. Þá þarf að vekja og efla áhuga á lestri með ýmsum ráðum. Hlusta á þau lesa, lesa fyrir þau, hjálpa þeim að velja bækur úr heimilisbókasafninu, lesa með þeim, fara með þeim á bókasafnið eða á bókamarkaðinn. Þá eru fornbókaverslanir skemmtilegir staðir að heimsækja og þar leynast margir gullmolarnir. Foreldrarnir geta bent þeim á athyglisverðar fréttir í dagblöðum, skrýtlur, beðið þau að lesa sjánvarpsdagskrána o.s.frv. Þeir eiga líka að biðja börnin að lesa fyrir sig það sem þau voru að skrifa í skólanum. Það er svo margt í lestrarkennslunni sem aðeins er hægt að gera heima. Kennarar þurfa að benda foreldrum á hvernig þeir geta örvað lestraráhuga barnanna. 23

24 ...og skrifa Ég minnist aftur á móti kennara sem gerði ritgerðir að miðpunkti námsins, börnin voru sífellt að skrifa ritgerðir heima og í tímum, ritgerðir voru lesnar upp, skipuð var ritnefnd sem valdi úr ritgerðir til að færa inn í innbundna bekkjarbók. Úr þessum eina barnaskólabekk hafa hingað til komið sex rithöfundar sem er náttúrulega allt of mikið með tilliti til þjóðarbús og jafnvægis í starfsgreinum landsins því ekki dugir að allir fari að skrifa, einhverjir verða að lesa og skaffa yrkisefni." Ritun Pétur Gunnarsson, Skíma 2. tbl. 12. árg Undanfarinn áratug hefur verið að ryðja sér til rúms víða um heim vinnuaðferð í ritun sem á ensku heitir process writing" en verður hér einfaldlega kölluð ritun. Hún á rætur að rekja til Bandaríkjanna og hefur borist þaðan til annarra landa. Hún hefur náð nokkurri fótfestu á Norðurlöndunum og guðar nú hér á gluggann. Aðferðin byggir á mikilli virkni nemenda allt ritunarferlið og góðri samvinnu við kennara. Kennarinn leitast við að hrósa nemandanum og benda honum á það sem er gott í stað þess að einblína á villurnar. Þessi aðferð setur nemandann og verk hans í öndvegi, kennarinn er ekki alvaldur dómari heldur hvetjandi leiðbeinandi. Nemandinn fær tækifæri til að skrifa það sem honum býr í brjósti og á þann hátt fær hann nokkra útrás fyrir sköpunarþörf sína. Hann veit að margir lesa verk hans og skriftirnar hafa því meira gildi en þegar aðeins kennarinn les. Þá veit hann einnig að ritunin er ákveðið ferli. Fyrst skrifar hann uppkast, endurskoðar það með aðstoð annarra, hreinritar og að síðustu les hann verkið upp fyrir aðra eða birtir það á annan hátt. Hann veit líka að verkið verður metið kannski með húrrahrópum og klappi áheyrenda að lestri loknum. Ritunin byggir á sömu vinnuaðferðum og rithöfundar nota. Nemendur þurfa að rýna í textann, velta efninu rækilega fyrir sér, málfari, fyrir hverja er verið að skrifa o.s.frv. Skriftir þeirra eru teknar alvarlega og það skilar sér í góðum verkum. Ritun er aðferð sem hentar öllum nemendum. Hún mætir þeim þar sem þeir eru. Það kemur kennurum á ávart að margir memendur sem ekki hafa notið sín í íslensku áður, skrifa bráðskemmtilega texta. Rítunarferlinu má skipta í sjö þætti: Undirbúningur. Skriftir. Endurgjöf. Umritun. Prófarkalestur. 24

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi?

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Bergljót Hrönn Hreinsdóttir 020960-4269 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar

Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar Hug og félagsvísindadeild Kennaraskor framhaldsbraut Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar Hildur Óladóttir Akureyri, 10. ágúst 2010

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Brynjar Karl Óttarsson tók saman

Brynjar Karl Óttarsson tók saman Brynjar Karl Óttarsson tók saman Giljaskólaleiðin leggur áherslu á framsögn, lestur og ritun í gegnum raunveruleg, merkingarbær viðfangsefni sem endurspegla veruleikann eins og hann blasir við utan veggja

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2010 Dyslexía Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Sigríður Jóhannesdóttir Leiðsögukennari: Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Lokaverkefni

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar Davíð A. Stefánsson Sigrún Valdimarsdóttir Neistar Kennsluleiðbeiningar Neistar Kennsluleiðbeiningar 2014 Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Sigríður Wöhler

More information

Úttekt á enskukennslu í grunnskólum veturinn

Úttekt á enskukennslu í grunnskólum veturinn Úttekt á enskukennslu í grunnskólum veturinn 2005-2006 Unnin fyrir menntamálaráðuneytið Lovísa Kristjánsdóttir Laufey Bjarnadóttir Samúel Lefever Júní 2006 SAMANTEKT Úttekt á enskukennslu í grunnskóla

More information

Læsi á náttúrufræðitexta

Læsi á náttúrufræðitexta Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps nemenda á unglingastigi á orðum í náttúrufræðitexta Elsa Björk Guðjónsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. N á m s tæ k n i Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. Árangur Viðhorf Sjálfsþekking Hugmyndir Hjálpartækni Verkefnavinna Áætlunargerð Upplýsingar Tímaskipulag

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt

Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Námsspil í náttúrufræði og umhverfismennt Katrín Ósk Ómarsdóttir og Kristjana Jóhannsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Skapandi skóli Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Í þessari handbók er að finna hagnýtar hugmyndir um fjölbreytta og skapandi kennslu fyrir kennara á öllum stigum grunnskóla. Fjallað

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk Sigríður Helga Ármannsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Er fylgni

More information

Lína langsokkur sterkust í öllum heiminum Astrid Lindgren í heimi skólans

Lína langsokkur sterkust í öllum heiminum Astrid Lindgren í heimi skólans Ritrýnd grein birt 31. desember 2018 Lína langsokkur sterkust í öllum heiminum Astrid Lindgren í heimi skólans Gunnar E. Finnbogason Abstract Um höfundinn About the author Heimildir Meginmarkmið þessarar

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Bjarna-Dísa. Kennsluleiðbeiningar

Bjarna-Dísa. Kennsluleiðbeiningar Bjarna-Dísa Kennsluleiðbeiningar Elva Brá Jensdóttir og Þorsteinn Surmeli 2013 Kennsluleiðbeiningarnar urðu til í námskeiðinu Kennsla íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2013. Kennari:

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work

Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work BÓKARUMFJÖLLUN Höfundur: Ogden W. Rogers Harrisburg, PA: White hat Communications, 2013. 248 bls. ISBN: 978-1-929109-35-7 Höfundur

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fleiri tungumál, fleiri möguleikar Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar um hvernig við sem leikskólakennarar getum unnið með tvítyngdum börnum í leikskóla Linda Marie

More information