Læsi á náttúrufræðitexta

Size: px
Start display at page:

Download "Læsi á náttúrufræðitexta"

Transcription

1 Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps nemenda á unglingastigi á orðum í náttúrufræðitexta Elsa Björk Guðjónsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

2

3 Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps nemenda á unglingastigi á orðum í náttúrufræðitexta Elsa Björk Guðjónsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í kennarafræði Leiðbeinandi: Haukur Arason Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Júní 2017

4 Læsi á náttúrufræðitexta Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed.-prófs í Kennarafræði við kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands Elsa Björk Guðjónsdóttir 2017 Óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar.

5 Ágrip Verkefnið gengur út á að skoða skilning hóps nemenda á unglingastigi á orðum í kennslubókartexta um orku og orkuform. Markmiðið er að fá hugmynd um skilningi nemenda á íslenskum orðum, bæði fræðilegum og almennum. Í fræðilegum kafla er fjallað um orðskilning í náttúrufræðinámi og rannsóknir sem hafa verið gerðar tengdum honum erlendis. Einnig er skoðað læsi nemenda og hvað hefur áhrif á læsi og orðskilning. Með fyrrnefndar rannsóknir í huga voru tekin viðtöl við nokkra nemendur á unglingastigi í bæjarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins þar sem kannað var orðskilning og læsi þeirra. Nemendur lásu texta úr námsbók ætlaðri nemendum á unglingastigi og svöruðu krossaspurningum. Að því loknu hófst viðtalið til þess að fá ýtarlegri hugmyndir um skilningi þeirra og læsi. Niðurstöður viðtalanna voru notuð til hliðsjónar við gerð spurningalista sem ásamt lesnum texta var síðar lagður fyrir stærri hóp nemenda í grunnskóla í á sama stað. Þátttakendur viðtala og kannanna voru valdir eftir hentugleika. Niðurstöður rannsóknarinnar voru í samræmi við erlendar rannsóknir. Orðskilningur nemenda reyndist slakari en höfundar kennslubóka, sem eru notaðar við kennslu á unglingastigi grunnskóla, gera ráð fyrir. Út frá fræðilegum heimildum og niðurstöðum úr athuguninni voru settar fram tillögur að kennslu í náttúrufræði. Niðurstöðurnar gætu nýst höfundum kennslubóka og starfandi kennurum til þess að hanna námsefni og til að laga kennslu eftir þörfum nemenda. 3

6 Efnisyfirlit Ágrip... 3 Myndaskrá... 5 Töfluskrá... 5 Formáli Inngangur Læsi í náttúrufræðinámi Læsi á náttúrufræðitexta Erfið orð í náttúrufræði Kennsla með orðskilning að leiðarljósi Kennsla fræðilegra orða Mikilvæg orð Rannsóknin Viðtöl við nemendur Könnun á orðskilning nemenda Niðurstöður Niðurstöður viðtala Niðurstöður spurningalista könnunarinnar Mikilvæg orð Umræða Lokaorð Heimildaskrá Viðauki 1: Viðtalsrammi Viðauki 2: Textabrot úr námsbókinni Eðlis- og stjörnufræði 1 bls Viðauki 3: Krossaspurningar Náttúrufræðilegur orðskilningur Viðauki 4: Leyfisbréf fyrir þátttöku unglinga í viðtali og könnun

7 Myndaskrá Mynd 1: Orð út texta sem reyndust torskilin. Sýnt er fjöldi nemenda sem merktu við orð í texta og fjöldi nemenda sem svöruðu rangt í krossum bætt við Mynd 2: Listi yfir öll torskilin orð sem nemendur merktu við. Raðað frá því algengasta til þess óalgengasta Mynd 3: Krossaspurning 9 þar sem svarmöguleiki a er rétt svar Töfluskrá Tafla 1: Meðaltal réttra og rangra svara flokkað eftir bekkjum og kyni Tafla 2: Mikilvæg orð sem nemendur merktu við í textanum. Tölurnar hægra megin tákna fjölda nemenda sem merktu við orðið. Stjörnumerkt orð eru orð sem höfundur telur mikilvæg

8 Formáli Hugmyndin að verkefninu spratt upp þegar ég varð var við lakan orðaskilning nemenda í nokkrum grunnskólum sem ég heimsótti í kennaranámi mínu. Kom upp sú hugmynd að kanna frekar orðskilning nemenda á stærri skala til að fá skýrari hugmynd af raunverulegum orðskilningi unglinga í grunnskóla. Einnig tengdi ég sjálf við hvernig orðskilningur eykst stundum ekki eins og skildi. Þegar ég kom í framhaldsskóla jókst orðskilningurinn til muna vegna þess að nauðsynlegt var að nota orðin í gegnum skólagönguna. Ég hef áhuga á að finna út raunverulega stöðu íslenskra nemenda á unglingastigi og mun ég fylgjast vel með gangi mála í framtíðinni. Verkefnið var lengi í bígerð og enn lengur í vinnslu og vil ég því sérstaklega þakka Hauki Arasyni fyrir mikla þolinmæði, hjálpsemi og hvatningu við gerð og vinnslu verkefnisins. Einnig vil ég þakka systur minni, Aniku, fyrir hvatninguna og manni mínum, Ólafi, fyrir þolinmæði og skilning öll löngu kvöldin fylltum kvörtunum og kveini. Þetta lokaverkefni er samið af mér undirrituðum. Ég hef kynnt mér Siðareglur Háskóla Íslands (2003, 7. nóvember, og fylgt þeim samkvæmt bestu vitund. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Ég þakka öllum sem lagt hafa mér lið með einum eða öðrum hætti en ber sjálf ábyrgð á því sem missagt kann að vera. 6

9 1 Inngangur Orðskilningur og læsi eru hugtök sem er að finna í Aðalnámskrá grunnskóla. Áhersla Aðalnámskrá grunnskóla á læsi hefur aukist töluvert á síðasta áratug (1999, 2011). Segir það að af einhverri ástæðu er mikilvægi þess í kennslustofunni meira en áður var haldið fram. PISA rannsóknin, sem er alþjóðleg langtímarannsókn gerð á unglingum á 16. aldursári, leggur mikla áherslu á læsi. Þegar niðurstöður þeirrar rannsóknar eru skoðaðar sést hvernig læsi íslenskra nemenda hefur hrakað í gegnum árin. Nýjasta rannsóknin, sem var gerð árið 2015, sýnir hvernig Ísland er lægst í læsi af Norðurlöndunum (Menntamálaráðuneyti, 2016). Læsi er vítt hugtak en verður hérna skoðað sem læsi nemenda á náttúrufræðitexta og skilning þeirra á einstaka orðum, þ.e. orðskilning þeirra(hafþór, 2011 og Wellington og Osborne, 2001). Rannsóknarspurningar verkefnisins snúast um orðskilning nemenda: Kemur orðskilningur íslenskra unglinga í veg fyrir að þeir geti lesið kennslutexta í náttúrufræði sér til skilnings? Hvaða orð í textanum reynast nemendum torskildust? Rétt er að taka fram að vegna eðli rannsóknarinnar og umfangs er henni einungis ætlað að varpa ljósi á möguleg svör við þessum spurningum en ekki að veita áreiðnaleg svör. Verkefnið snýst um orðskilning nemenda þar sem ég skoða heimildir um orðskilning og læsi nemenda. Einnig athuga ég orðskilning hóps nemenda á unglingastigi grunnskóla til þess að skoða stöðu þeirra. Þeir lesa texta um orku og orkuhugtök sem er skrifaður fyrir unglingastig. Þannig verður hægt að sjá hvort orðskilningur þeirra eða læsi sé raunverulega eins og höfundar kennslubókarinnar gera ráð fyrir. Verkefnið gæti nýst starfandi kennurum við kennslu sem beinist meira að skilningi nemenda á efninu í gegnum bættan orðskilning. Einnig gæti verkefnið nýst höfundum kennslubóka og námsskráa og þ.a.l. haft góð áhrif á nám nemenda. Vonast ég til þess að í framtíðinni muni allir kennarar teljast móðurmálskennarar, hvort sem um sé að ræða stærðfræðikennara eða íslenskukennara. Kennsla muni batna vegna þess að kennarar verða upplýstir um orðskilning og læsi nemenda. Ásamt orðskilningi er skoðað hvaða orð nemendum finnst vera mikilvæg í fræðitexta. Hvort nemendur nái yfir höfuð að koma auga á mikilvæg orð og þ.a.l. mikilvæg atriði í texta sem þau lesa. Til þess að nemendum gangi vel að læra fyrir próf og svara verkefnum þurfa þau að geta séð hvað er mikilvægt og hvað ekki á meðan þau lesa. Einhverjir kannast eflaust við utanaðbókarlærdóm og hafa e.t.v. svarað spurningum á prófum nákvæmlega upp úr kennslubókinni. Einhvern tímann í gegnum tíðina hefur utanaðbókarlærdómur orðið hinn eðlilegasti hlutur. Gæti ástæðan mögulega verið dýpri en aðeins hugmyndin að þetta sé gert til þess að fá góða einkunn? Gæti þetta stafað af því 7

10 að nemendur skilja ekki efnið, og þegar við köfum enn dýpra, orðin í kennsluefninu? Hversu mörg orð skilja nemendur ekki í kennslutextanum sem þau eiga að lesa heima? Eða gæti þetta komið frá kennurum, að það er auðveldara fyrir kennara að fara yfir verkefni og próf ef ákveðin orðaræða er eini svarmöguleiki nemendanna? Til viðbótar við þá rannsókn sem gerð var verða lagðar fram tillögur að kennslu sem gætu hagnast nemendum sem eiga erfitt með orðskilning. Kennsluhugmyndir eru að finna víða í fræðilega kaflanum sem lausn að ýmsum erfiðleikum sem kennari vill finna mögulegar lausnir á. Enn fleiri kennsluaðferðir eru settar fram í niðurstöðukafla verkefnisins. Kennsluaðferðirnar voru valdar út frá niðurstöðunum, þannig að aðferðin hefur bein áhrif á það sem niðurstöðurnar sýna að nemendur þurfa á að halda í kennslu. 8

11 2 Læsi í náttúrufræðinámi Grunnþættir menntunar, sem nefndir eru í Aðalnámskrá grunnskóla (2011), eru sex talsins. Þættirnir eru mikilvæg atriði sem eiga að einkenna kennslu og kunnáttu nemenda í gegnum skólagönguna. Þessir sex grunnþættir sem mynda námsstefnu Aðalnámskrár grunnskóla (2011) eru læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, heilbrigði og velferð, jafnrétti og sköpun. Samkvæmt núverandi Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er læsi vítt hugtak sem teygir sig yfir skilning nemandans á umhverfi sínu og er félagslegt því það snýst um sameiginlegan skilning okkar á málnotkun, merkingu orða, kerfisbundnum táknum og sköpun merkingar. Einnig hefur reynsla mikið að segja um skilning á tilteknum texta og þess vegna getur skilningur verið mismunandi á milli einstaklinga. Enn fremur hefur læsi eigin merkingu í stafrænum heimi með komu tölvunnar og netsins sem snýst um getu til að nota tölvur og net sem tæki m.a. til úrvinnslu og miðlunar. Aðalnámskrá grunnskóla hefur þróast og breyst með árunum eins og eðlilegt verður að teljast. Með því að skoða námskrárnar frá árinu 1999 og fram til þeirrar sem við förum eftir í dag sést að hugtakið læsi er tiltölulega nýtt sem áhersluatriði í þessum víða skilningi. Læsi er nefnt í íslensku hluta Aðalnámskrá grunnskóla árið 1999 en ekki eru gerð skil á nákvæmari lýsingu þess. Í gegnum árin hefur skilningur og notkun orðsins læsis orðið mikilvægari í augum fræðimanna og sést það á þróun námskráa yfir árin. Mögulega hefur PISA rannsóknin eitthvað að segja fyrir menntamálastofnun og gerð hennar á aðalnámskrám. Athuganir PISA á læsi hefur gefið heildstæðari mynd af stöðu íslenskra nemenda miðað við önnur ríki. Læsi nemenda á Íslandi hefur hrakað mikið á síðustu árum og komu þeir verst út af Norðurlöndunum árið 2015 (Menntamálaráðuneyti, 2016). Kafli Aðalnámskrá grunnskóla (2013) um náttúrugreinar nefnir að nemendur eigi að vera vísindalæsir, þ.e. að þeir geti lesið vísindatexta sér til gagns. Kennarar eigi að stuðla að vísindalæsi m.a. með því að nota margmiðla, gagnabanka og annarskonar tæknivædda valkosti. Kennsla læsis getur því verið margþætt og stendur kennurum margt til boða við kennslu sína svo læsi nemenda haldi áfram að þróast og batna í gegnum skólagönguna. Hafþór Guðjónsson (2011) segir að hann ásamt kennurum síðustu áratuga hafi einfaldlega gert ráð fyrir því að nemendur sem kynnu að lesa og skrifa væru læsir. Skilningsvandamál nemenda hafi ekki verið tengt við kennsluaðferðir og námsefni, eða tungumáls hinna ýmsu námsgreina. Kennarar hafa því á síðustu árum orðið meira varir við mikilvægi læsis vegna þess að aðalnámskrá hefur þróast og útskýrt betur læsi og gefið því meira vægi. Fræðimenn og kennarar hafa eftir því veitt læsi stöðugt meiri athygli og skilning á síðustu árum í kennslu sinni. 9

12 2.1 Læsi á náttúrufræðitexta Mikilvægt er að hafa í huga skilning nemenda á fræðilegum orðum í náttúrufræðitexta þegar náttúrufræði er kennd. Mögulegt er að nemendur skilji ekki til fullnustu texta sem þeir lesa ef eitt orð er án merkingar. Þrátt fyrir að hluti nemenda skilji ekki efnið geta sumir þeirra svarað spurningu úr námsefni rétt. Læra þeir þá efnið utanbókar án þess að skilja það sem þeir eru að lesa og svara spurningum í prófum og verkefnum rétt (Wellington og Osborne, 2001). Þetta getur leitt til þess að ákveðnir nemendur einbeiti sér að utanaðbókarlærdómi til þess að svara rétt á skriflegum prófum og verkefnum þar sem kennsla er mikið bundin við prófatökur og verkefni í nútímaskólum. Kennsla fræðilegra orða getur þó ekki staðið ein og sér þegar kemur að góðum skilningi nemenda á náttúrufræðitexta. Almenn orð geta einnig verið nemendum torskilin. Kennarar þurfa því að vera meðvitaðir um raunverulegan orðskilning nemenda og gera sér grein fyrir því hvaða orð það eru sem nemendur eiga í erfiðleikum með. Orðskilningur er aðeins hluti af læsi og hefur það sýnt sig að tungumál í kennslu skiptir einnig miklu máli þegar kemur að skilning nemenda á kenndu efni (Bennett, 2005; Hafþór Guðjónsson, 2008). Nútímafræðimenn hafa nú beint sjónum sínum aftur að mikilvægi tungumálsins fyrir nám og kennslu og líta til Vygotsky og fleiri. Þeir bentu á það hvernig einstaklingur mótar vitsmuni sína af félagslegum og menningarlegum áhrifum þar sem tungumálið er einn af grunnþáttunum (Hafþór Guðjónsson, 2008). Kennari þarf að athuga málfar sitt og nemendanna. Ef tungumál í skólanum er ekki í samræmi við texta sem lesinn er mun textinn verða torskilin fyrir hluta nemenda. Textar námsbóka eru frábrugðnir textum sem finnast í sögubókum og öðrum skáldverkum. Orðaforðinn er frábrugðin þeim sem notaður er í daglegu tali, inná heimilum. Þegar kennari umorðar texta við kennslu meinar hann e.t.v. vel og vill sjá nemendur sína skilja og meðtaka efnið (Hafþór Guðjónsson, 2011). Höfundur verkefnisins spyr sig samt sem áður hvort það geti mögulega valdið meiri skaða en ella. Þegar nemandi les sögutexta sér hann söguna fyrir sér, ímyndunaraflið fer af stað og hjálpar nemandanum að skilja atburðarásina. Einnig aðstoðar það nemandann þegar sögutextar eru lesnir að hann getur oft tengt textann við reynslu sína. Þegar lesandi getur tengt við reynslu sína er vegurinn til læsis auðveldari. Erfitt að segja það sama um kennslutexta. Orðaforðinn er frábrugðinn og textinn inniheldur hugtök og fyrirbæri sem nemandinn hefur ekki heyrt um eða upplifað áður svo það mun reynast honum erfitt að öðlast læsi á náttúrufræðitexta (Hafþór Guðjónsson, 2008, 2011). Þess vegna skiptir máli að nemendur fái að heyra og sjá ásamt því að fá útskýringu á orðum í fræðslutextum í gegnum skólagönguna. Kennarar sjái torskildu orðin og finni mögulega leið til þess að búa til 10

13 reynslu fyrir nemendur þar sem þeir geti í framtíðinni tengt orðið við, fyrir frekari skilning þeirra á orðinu í öðru samhengi. Gæti verið að verkleg kennsla aðstoðar nemendur að öðlast reynslu á efninu og orðunum. Nemendur þurfa að heyra og lesa tungumál náttúrufræðinnar í kennslustofum ásamt því að kennari býr til reynslu í gegnum verklegt nám og annað. Með því ættu nemendur að öðlast betra læsi. Nemendur eiga að geta tileinkað sér tungutak allra greina náttúrufræðinnar í grunnskóla. Í raun eru þeir að læra nýtt tungumál sem inniheldur tákn, gröf, jöfnur, töflur og annað sem snertir náttúrufræði. Kennsla í náttúrufræði þarf því að vera mjög fjölbreytt og kennarinn þarf að vera sveigjanlegur í kennsluaðferðum sínum (Wellington og Osborne, 2001). Kennari sem sér kennsluefnið frá sjónarhorni tungumálakennara mun eðlilega nálgast og kenna efnið á annan máta en sá sem kennir einungis staðreyndir þess (Hafþór Guðjónsson, 2008). Kennarar ættu allir að vera meðvitaðir um mikilvægi tungumálsins og líta á sig sem tungumálakennara, sama hvaða fag þeir kenna (Bennett, 2005). Einnig eru náttúrufræðitextar frábrugðnir í uppsetningu frá sögutextum. Textarnir innihalda fleiri nafnorð yfir hugtök og fyrirbæri sem annars þyrftu frekari útskýringu fyrir nemanda sem skilur ekki orðið. Auðveldara verður fyrir fræðimann að tala um hugtakið með einu nafnorði í stað útskýringar í hvert skipti. Sagnorð eru einnig frábrugðin í fræðitextum, þar eru þau eru notuð í þolmynd á meðan nemendur eru vanir að notast við germynd við beygingu sagnorða í texta (Hafþór Guðjónsson, 2011). Hvernig nemandi les getur haft áhrif á læsi hans á lesefni. Lesandi getur nálgast texta á tvo vegu. Mögulega fer það eftir efni eða gerð textans hvaða leið hann velur. Lesandinn gæti skannað yfir textann án þess að draga frá honum merkingu, þ.e. yfirborðsnálgun, eða farið aðra leið og leitað að merkingu, djúpnálgun. Mögulega má draga af því þá ályktun að þeir sem eiga erfitt með að skilja innihald textans hafi einfaldlega ekki verið kennt að lesa fræðitexta. Ofan á nálgun lesanda að texta gæti svo bæst við að nemandi eigi erfitt með að átta sig sjálfur á því ef hann skilur ekki textann. Nemandi sem skilur ekki efnið les mögulega texta oftar en einu sinni aðeins til utanaðbókarlærdóms (Hafþór Guðjónsson, 2008, 2011). Þegar á heildarmyndina er litið er markmiðið að nemandi geti lesið náttúrufræðitexta, skilið hann, unnið úr honum, gagnrýnt hann og talað um efnið með upplýstum og gagnrýnum huga og meira til (Wellington og Osborne, 2001). Aðalnámskrá grunnskóla skýrir frá því að nemendur eigi að geta skipulagt athuganir, talað um námsefni og rökrætt ásamt því að geta útskýrt ýmissar staðreyndir og fyrirbæri úr námsefni á hverjum tíma 11

14 (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Ekkert af þessu er mögulegt nema að nemandinn sé læs á fræðilegan texta. Enn mikilvægara er framtíð nemenda í samfélaginu. Nemendur eiga í lok skólagöngu að hafa getu til þess að taka þátt í umræðum um málefni samfélagsins upp að vissu marki. Séð og hlustað á fréttir af vísindum sem snerta umheiminn og dregið sínar ályktanir og myndað skoðanir ásamt því að tjá þær (Wellington og Osborne, 2001). Markmið sem þessi krefjast þess að nemendur séu læsir á fræðilegt tungumál og fræðitexta. Læsið mun þá leyfa þeim að skilja, túlka og mynda sér skoðun á efninu og er það á ábyrgð kennarans að sjá til þess að nemendur fái tækifæri til þess á skólagöngu sinni. 2.2 Erfið orð í náttúrufræði Náttúrufræðitextar innihalda hin ýmsu orð sem nemendur hafa ekki séð áður en einnig orð sem notuð eru í daglegu tali. Sum þessara almennu orða geta jafnvel reynst erfiðari fyrir nemendur að skilja vegna þess að þeim er gefin ný meining (Wellington og Osborne, 2001). Sem dæmi má nefna orðin kraftur, þyngd og orka. Orðin merkja eitthvað nú þegar hjá nemendum vegna þess að þau eru notuð í daglegu tali, t.d.: Úff, ég er búin með alla orkuna. Nemendur koma svo í náttúrufræðitíma þar sem þau læra um orku, hvað orðið merkir í vísindum og hvernig hún eyðist ekki né eykst. Nemendur þurfa þá að breyta skilningi sínum á vissum orðum sem hafa þegar verið partur af þeirra orðaforða og reynslu í gegnum árin sem getur reynst þeim erfitt. Torskilin orð þurfa ekki endilega að vera fræðileg og eru að finna í daglegu tali og sögutextum. Kannanir sem gerðar hafa verið á skilning nemenda á ýmsum orðum hafa sýnt að stór hluti nemenda eru ekki vissir þegar kemur að meiningu margvíslegra orða sem notuð eru í fræðitextum en eru samt sem áður ekki flokkuð sem vísindaleg orð (Wellington og Osborne, 2001). Erfiðu orðin eru því ekki endilega tengd náttúrufræði og er því mikilvægt að skoða hvaða orð nemendum gætu þótt torskilin í kennslubókum og textum. 2.3 Kennsla með orðskilning að leiðarljósi Læsi og orðskilning er hægt að kenna með fjölbreyttum aðferðum. Við kennslu almennt ætti kennari að vera meðvitaður um notkun tungumálsins við útskýringar. Einnig ætti kennari að hafa í huga hvernig spurning hann spyr nemendur og hvenær. Ein aðferð er að reyna að fá nemendur til þess að tileinka sér fræðileg orð með því að segja þau upphátt. Kennari getur þá byrjað setningu og ýjað að næsta orði sem nemendur eiga að segja. Þegar kennarinn byrjar setningu og þegir í nokkrar sekúndur byrja nemendur að hugsa, og 12

15 sumir jafnvel að svara og halda áfram með setninguna. Þannig fær kennarinn nemendur til þess að vera með og nota fræðileg orð (Wellington og Osborne, 2001). Hugmyndir og útskýringar kennarans geta haft áhrif á hugsun nemenda á neikvæðan hátt þar sem nemandi hættir að velta efninu fyrir sér og/eða tala um það vegna þess að kennarinn fær ekki nemendur til þess að taka þátt. Gætu nemendur þá tekið inn orð kennarans og bókarinnar án þess að meðtaka innihaldið. Kennari verður að gefa nemendum tíma til þess að ræða um og þróa og breyta hugmyndum sínum um efnið (Bennett, 2005). Kennslutímarnir munu því byggjast aðalega á því að spyrja nemendur og fá þá til þess að hugsa um efnið og ræða með sínum eigin hugmyndum. Hugmyndirnar sem koma upp eru ræddar og svo fundin leið til þess að útskýra efnið með hugmyndunum sem eiga við efnið á réttan máta. Kennarar þurfa að vera opnir fyrir að þróa kennsluhætti sína svo pláss sé fyrir hugmyndir nemenda í tímum. Annars gætu nemendur haldið í upprunalegu hugmyndir sínar eða taka inn orð kennarans án þess að skilja innihaldið. Kennarar ættu að gera það að vana sínum að útskýra öll hugtök og erfið orð sem koma upp í efni sem kennt er. Ekki er hægt að ganga að því gefnu að nemendur skilji þó svo að um almenn orð séu að ræða (Bennett, 2005). Kennarar geta því um leið og hugmyndir nemenda koma upp rætt um orðin og meiningu þeirra. Útskýrt orðin með verklegri kennslu eða hugarkorti t.d. svo skilningur nemenda á orðunum verði réttur og þeir öðlist reynslu af notkun þeirra. Þannig munu kennarar nálgast kennsluna sem tungumálakennarar sama hvaða fag er í kennslu. Skýrsluvinna getur verið góð þegar kemur að frekari fræðilegum orðskilning nemenda og vísindalæsi. Þar læra nemendur að nota náttúrufræðilegt tungutak og orð þannig að úr verði fræðilegur texti. Nemendur safna þá gögnum á skipulagðan máta og vinna úr upplýsingunum (Bennett, 2005). Skýrslugerð gefur nemendum tækifæri til þess að búa til fræðslutexta með sínum eigin orðum. Nemendur einbeita sér að útliti og orðavali til þess að skýrslan hafi fræðilegt yfirbragð og lesist meira eins og vísindalegur texti. Þannig venjast nemendur enn frekar tungumáli vísindanna ásamt því að fræðilegur texti verður þeim aðgengilegri. Læsi nemenda þróast einnig fyrir utan skóla og inná heimilum. Lestur heima fyrir þar sem t.d. foreldri les fyrir barnið getur mögulega aukið orðaforða barnsins og máltilfinningu. Sem svo hefur áhrif á þróun læsis hjá barninu og aðstoðar það með lestur og skilning á textum í hinum ýmsu námsefnum skólans (Hafþór Guðjónsson, 2011). Kennarar hafa ekki stjórn á lestri nemenda fyrir utan skólatíma, en geta samt sem áður upplýst foreldra um mögulegar framfarir sem fylgja bættum lestri. 13

16 2.3.1 Kennsla fræðilegra orða Kennarar nota fræðileg orð við kennslu. Sumir kennarar umorða textann til þess að einfalda hann fyrir nemendur, eins og kom fram hér að ofan. Til að nemendur nái að læra erfið orð verður að kenna þeim þau. Þegar kennari kennir nemendum erlend tungumál er oft notast við glósukennslu þar sem nemendur glósa erfið orð sem þau skilja ekki. Erlenda orðið er skrifað niður og íslensk skýring með því til þess að nemendur skilji og læri rétta þýðingu á orðinu. Þessa aðferð hefur höfundur ekki séð í móðurmálakennslu, þ.e. íslenskukennslu. Ýmis íslensk orð eru torskilin fyrir nemendur og bætist fleiri erfið orð við þegar komið er upp í unglingadeild með tilheyrandi náttúrufræðiorðum. Kennarar virðast ekki hafa beint athygli sinni að skilningi nemenda á efninu heldur aðeins að því hvort þeir geti þulið upp efnið með réttri orðræðu. Tungumál í kennslustofum hefur að undanförnu fengið meiri athygli en áður og kann það að vera vegna þess að orðaforði nemenda virðist minnka með hverju árinu (Hafþór Guðjónsson, 2011). Erfið orð eru ekki endilega að finna í öllum fögum skólans en þegar í eldri bekki grunnskóla er komið nota kennarar í mörgum fögum stærri og erfiðari orð til að útskýra enn erfiðara efni. Nokkur orð sem Wellington og Osborne (2001) nefna í bók sinni, Language and literacy in science education, eru t.d. modify, evaluate og compare. Íslensku orðin fyrir þessi þrjú orð eru breyta/stilla, meta og bera saman. Virka þau auðskilin og almenn ef svo mætti segja fyrir fullorðna manneskju en ekki er hægt að fullyrða að það sama ætti við um nemendur á unglingastigi grunnskóla. Kennari þarf því að vera meðvitaður um orðskilning nemenda við hönnun kennslu sinnar. 2.4 Mikilvæg orð Kennslutextar innihalda ýmiskonar orð, setningar og setningarhluta sem hafa mjög mismuandi mikilvægi. Þegar nemandi les námstexta með það í huga að glósa upp úr honum aðalatriðin leitar hann eftir mikilvægum orðum. Ef nemandi hefur ekki fengið æfingu í að glósa aðalatriði gæti verið erfitt að finna mikilvægustu orðin í textanum. Einnig eru ekki að finna reglur um hvaða orð eru mikilvæg og því aðeins æfingin sem ætti að aðstoða við að finna þessi orð. Líklegast hjálpar það nemendum ef þau læra að lesa námstexta sér til gagns og að æfa sig að skrifa fræðilegan texta sem eru kennsluaðferðir sem Wellington og Osborne gera grein fyrir í bók sinni Language and Literacy in Science Education (2001). Tengist það aðferðum sem voru nefndar hérna fyrir ofan þar sem nemendur skrifa skýrslu. Hérna æfa þeir sig að lesa fræðitexta og skrifa fræðitexta með sínum eigin orðum en með vísindalegum stíl. 14

17 3 Rannsóknin Í rannsókninni var skoðaður orðskilningur hóps nemenda á unglingastigi grunnskóla. Rætt var við 4 nemendur í bæjarfélagi utan höfuðborgarsvæðisins sem höfðu lokið við að lesa textabrot úr bókinni Eðlis- og stjörnufræði 1 bls og svara krossaspurningum varðandi efnið. Seinna var lögð könnun fyrir 55 nemendur í 9. og 10. bekk í einum grunnskóla á sama stað. Voru nemendurnir valdir vegna hentugleika. Rannsóknin gengur út á að finna svör við ýmsum spurningunum eins og hvaða orð eru torskild fyrir nemendur og hvar eru íslenskir nemendur staddir í orðskilningi? Eigindleg rannsókn var notuð til þess að fá frekari mynd af skilningi nemenda og tillögur að mögulegum orðum sem gætu verið torskilin fyrir nemendur á unglingastigi. Niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar mynduðu þannig ákveðinn ramma fyrir þá megindlegu (Silverman, 2006). Úrtak rannsóknarinnar var takmarkað og því verða gildi niðurstaðna einnig takmörkuð við þann hóp. Eigindlega rannsóknin var í formi viðtala. Stuðst var við viðtalsramma en nemendum leyft að tala um efnið og stýra svolítið viðtalinu sjálfir. Þannig hafði höfundur ekki of mikil áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar (Silverman, 2006). Nemendur lásu fyrst textabrot úr kennslubók og voru beðnir um að draga hring utan um orð sem þeir skilja ekki og strika undir orð sem þeim þótti mikilvæg. Einnig svöruðu þeir krossaspurningum um efnið þar sem athugaður var skilningur þeirra á einstökum orðum völdum úr textanum. Að því loknu hófst viðtalið og þeir spurðir út í textann. Með viðtölunum vonaðist höfundur til þess að fá frekari mynd af því hvaða orð vefjast fyrir nemendum. Einnig hvaða setningar, ef það væru einhverjar, eru torskildar og hvers vegna. Með viðtölunum yrði mögulega hægt að komast betur að því hvað nemendur hugsa eða gera þegar þeir skilja ekki lesið efni. Viðtölin voru gerð við takmarkaðan, valdan hóp nemenda og voru notuð til þess að útbúa megindlegu rannsóknina. Hjálpuðu þau við að sjá til þess að krossaspurningarnar væru nægilega góðar. Sjá viðtalsramma í viðauka 1. Megindlega rannsóknin var lögð fyrir takmarkaðan nemendahóp úr nokkrum bekkjum á unglingastigi í grunnskóla. Notast var við sama kennslutexta og var notaður fyrir viðtölin. Nemendur voru beðnir um að merkja heftin sín með bekk og kyni. Það var gert til þess að athuga hvort einhver munur væri á milli bekkja og á milli kynja. Nemendur drógu hring utan um orðin sem þeir skildu ekki eða voru ekki vissir með og strikuðu undir þau orð sem þeim fannst skipta miklu máli. Til þess að athuga frekar orðskilning nemenda svöruðu þeir krossaspurningum um valin orð úr textanum. Þannig var hægt að telja hve margir nemendur finnast ákveðin orð torskilin í texta og svo hve margir svara sama orði rangt í krossaspurningunum, en höfðu ekki merkt við það í textanum. 15

18 Hlutföll og tölur sem koma út úr talningunni sýna enn skýrari mynd á orðskilningi nemenda eftir bekkjum og kyni (Silverman, 2006). Krossaspurningarnar voru þannig að orðin sem vöktu athygli í eigindlegu rannsókninni voru könnuð betur í þeirri megindlegu. Fyrir tilviljun vöktu þau orð sem voru á spurningalista í eigindlegu könnunni athygli og því var ákveðið að nota sömu spurningar í megindlegu rannsókninni. Krossaspurningarnar voru settar upp þannig að orðið sem var spurt um var efst og svo voru fjórir svarmöguleikar þar sem orðið var sýnt í mismunandi setningum en aðeins ein þeirra var rétt notkun á orðinu. Nemendur eiga að krossa við þann möguleika sem þeir halda að sé réttur. Þannig var hægt að sjá hvaða orð nemendum fannst torskilin og hve margir merktu við orðin sem torskilin og/eða svöruðu rangt á krossaspurningunum (sjá krossaspurningar í viðauka 2). Fyrri rannsóknir sem hafðar voru til hliðsjónar voru rannsóknir Cassels og Johnstone, sem Wellington og Osborne gerðu stuttlega grein fyrir í bókinni Language and Literacy in Science Education. Rannsókn þeirra Cassels og Johnstone titluð Words that Matter in Science og kom út árið 1985, var leiðarmark fyrir rannsóknir að þessu tagi (Wellington og Osborne, 2001). Mun þessi rannsókn vera með svipuðu sniði og rannsókn Cassels og Johnstone, en rannsóknin sjálf mun minni, færri orð og minna úrtak. Textinn sem nemendur lesa í rannsókninni er úr námsbókinni Eðlis- og stjörnufræði 1 bls sem hefur verið í kennslu í grunnskólum á Íslandi og er eftir íslenska höfunda. Nemendur sem ekki hafa séð bókina áður í kennslustofunni ættu samt sem áður að kannast við efnið og orðalagið þar sem textinn inniheldur efni sem er til kennslu í grunnskólum hér á landi. Textabúturinn er hæfilega krefjandi og fjölbreyttur fyrir aldurshóp úrtaksins(sjá textabút í viðauka 3.) Við upplýsingaöflun og miðlun þarf rannsakandi að hafa í huga friðhelgi þátttakenda og virða og passa upp á upplýsingar sem safnast. Rannsakandi ber að framfylgja þagnarskildu ef persónulegar upplýsingar koma upp (Ástríður Stefánsdóttir, 2013). Þrátt fyrir að þátttakendur séu nafnlausir verður rannsakandi að fara vel með gögn sem safnast og beita siðferðilegum vinnubrögðum. Þátttakendur viðtalsins og forráðamenn þeirra gáfu samþykki sitt fyrir því að rannsakandi notar upplýsingar sem koma fram í viðtölum og könnunum í lokaverkefninu með því að skrifa undir þar til gert leyfisbréf (sjá leyfisbréf í viðauka 4). 3.1 Viðtöl við nemendur Tekin voru viðtöl við nokkra einstaklinga á unglingastigi grunnskóla til að fá betri sýn á skilning þeirra á einstökum orðum. Þannig var hægt að skoða orðskilning þeirra bæði í rituðum orðum, með því að greina textann og krossaspurningarnar, og svo munnlega þ.e. 16

19 hvernig nemandinn talaði um orðin í viðtalinu. Eftir að viðkomandi hafði lesið textann og sett hring utan um orð sem hann skildi ekki eða var ekki viss með og strik undir þau sem honum fannst skipta máli voru settar fram krossaspurningar um orð úr textanum. Viðtalið hófst þegar þátttakendur höfðu lokið við lesturinn og krossaspurningarnar. Viðtölin voru tekin upp á myndband sem aðstoðaði höfund að rýna enn betur í svör nemenda. Gaf það höfundi kost á að horfa oftar á og hlusta á viðtölin til þess að mögulega taka eftir fleiri atriðum varðandi tal og tjáningu þátttakenda (Silverman, 2006). Myndbandsupptaka beindist einnig að rannsakanda til þess að sjá hvort líkamstjáning eða svipbrigði komu upp sem gætu hafa haft áhrif á svör þátttakenda. Rannsóknir hafa sýnt að spyrjandi, hvort sem um ræðir kennara eða aðra, gerir ákveðin svipbrigði eða notar líkamstjáningu til þess að beina þeim sem um ræðir frá röngu svari og að því rétta (Bell, Osborne og Rasker, 1991). Einnig gerði myndbandsupptaka rannsakanda auðveldara fyrir að halda utan um allt sem kom fram í viðtalinu og þ.a.l. urðu minni líkur á að eitthvað gleymdist við úrvinnslu gagnanna. Spurningarnar sem hafðar voru til hliðsjónar voru margar opnar og án nokkurra ábendinga um rétt svar. Sumar voru lokaðar, þar sem svarið gat aðeins verið stutt og hnitmiðað, en það var gert til þess að athuga ákveðin orð úr textanum sem og að halda sjálfsöryggi þátttakandans. Undirbúningur viðtala var gerður með hliðsjón greinar eftir Bell, Osborne og Rasker (1991), Finding out what children think. Var þá sérstaklega skoðað hvernig framkoma rannsakanda og gerð spurninga getur haft áhrif á niðurstöður rannsókna. Notast var við svör þátttakendanna í viðtölunum, orðin sem merkt var við í textanum, fjölvalspurningar og viðtal, til þess að stýra endanlegu útliti könnunarinnar sem seinna var lögð fyrir stærri hóp nemenda. 3.2 Könnun á orðskilning nemenda Könnunin, sem var lögð fyrir hóp nemenda á unglingastigi grunnskóla, var stutt og hnitmiðuð, í tveimur pörtum. Fyrst lásu nemendur texta úr kennslubókinni Eðlis- og stjörnufræði 1 bls og gerðu hring utan um orð sem þeir skildu ekki eða voru ekki vissir með og strik undir orð sem þeim fannst skipta máli. Því næst voru lagðar fyrir þá krossaspurningar sem beindust að völdum orðum úr textanum. Krossaspurningarnar gáfu skýrari mynd af eiginlegum skilningi nemenda á völdum orðum. Kennarinn sem lagði könnunina fyrir punktaði niður hjá sér tímann sem könnunin tók og hélt utan um mikilvæg gögn. Einnig ritaði hann niður hjá sér fas nemendahópsins í 17

20 þeim tíma sem könnunin átti sér stað. Það sem kom mest á óvart var tíminn sem nemendur þurftu til að klára könnunina sem var töluvert meiri en áætlað hafði verið. 18

21 4 Niðurstöður Rannsóknin leiddi í ljós að orðskilningur þátttakendanna var mun minni en gert er ráð fyrir af þeim sem koma að námshönnun, kennslu og námsbókum. Takmarkaður orðskilningur getur komið í veg fyrir að nemendur nái að lesa texta um orku sér til gagns. Líklega mun stór hluti nemendanna ekki ná að skilja textann með því að lesa hann yfir. Almenn orð bættust við þau orð sem upphaflega átti að athuga vegna óöryggis og torskilnings stórs hluta þátttakenda viðtala í svörum sínum. Viðtölin aðstoðuðu vel við að mynda ákveðin athugunarramma sem var nægilega takmarkaður fyrir rannsókn af þessari stærð. Niðurstöðurnar vörpuðu ljósi á fleiri málefni en aðeins orðskilning þeirra. Lestrahraði nemenda sem tóku þátt var mun hægari en höfundur gerði ráð fyrir við gerð könnunarinnar. Lásu fæstir á þeim hraða sem þeir ættu samkvæmt viðmiðum menntamálastofnunar. Menntamálastofnun varpar fram í skjali áætlun um lesfimiviðmið sem á að aðstoða yfirsýn kennara á lesfimi nemenda. Skjalið greinir frá því að flestir nemendur í 7.bekk grunnskóla eiga að ná að lesa 120 orð á mínútu (Menntamálaráðuneytið, 2016). Aðstoðaði viðmiðið höfundi að ákveða hve langan texta ætti að notast við í könnuninni og hve langan tíma könnunin ætti að taka fyrir flesta nemendur. Könnunin var í heildina u.þ.b orð og var sett fyrir nemendur í 9. og 10. bekk með lesfimiviðmið 7. bekkjar í huga, sem gefur tæpar 15 mínútur í lestur. Ofan á tímann var bætt mínútur til þess að merkja við orð og svara krossaspurningum. Heildartími könnunarinnar var því áætlaður í kringum 25 eða jafnvel 30 mínútur. Könnunin tók hins vegar fulla kennslustund samkvæmt kennara sem var á staðnum og gátu sumir hverjir ekki klárað könnunina á þeim tíma. Segir það höfundi að leshraði margra þátttakanda könnunarinnar nær ekki meðallagi. 4.1 Niðurstöður viðtala Viðtölin við þátttakendur voru öll einstök og augljóst hversu mismunandi einstaklinga rætt var við. Þátttakendurnir voru sérlega ólíkir hverjum öðrum þegar kom að hugsunarog vinnuháttum og því urðu viðtölin öll mjög ólík. Persónuleikar þeirra skiptu einnig máli þar sem sumum fannst auðvelt að opna sig og tala á meðan aðrir vildu helst svara með sem fæstum orðum. Viðtölin voru öll svipuð að lengd en það var misjafnt hve lengi þátttakendur töluðu og svo hve lengi höfundur talaði og hve langar þagnirnar voru eftir að spurningarnar voru settar fram. Þátttakandi 1 er 15 ára lestrarhestur sem hefur gaman af sögubókum og á auðvelt með utanbókarlærdóm. Þátttakandinn sagðist ekki sjá neitt athugunarvert við textann sjálfan. Honum fannst hann geta lesið yfir hann án vandræða og að textinn væri eins og 19

22 flestir námstextar í skólanum. Aftur á móti fannst honum mörg orð vera í textanum sem gerðu hann gamaldags og að mörg þeirra hafði hann aldrei séð áður. Fannst höfundi þátttakandinn halda því fram að textinn væri auðlesinn og auðskiljanlegur. Þátttakandi 1 átti auðvelt með að tala og útskýra og þegar höfundur spurði hvers vegna mannfólk þarf orku dró þátttakandinn djúpt inn andann og útskýrði svo. Annars getum við ekki hafið hita á líkamanum okkar og ef við höfum ekki hita á líkamanum okkar þá deyjum við. Svo verðum við líka að nota orku til að hugsa og hreyfa okkur og bara til þess að skilja allt með heilanum. Til þess að heilinn skilji hvað er að gerast. T.d. ef það væri ekki nógu mikil orka í heilanum þá myndi ég ekki fatta að við værum í viðtali núna eða að ég væri að sitja í stól. Má sjá á svarinu að þátttakandinn skilji að orka er nauðsynleg til að heilinn virki, til að halda hita í líkamanum og til þess að geta hreyft okkur. Jafnvel er hægt að segja að þátttakandinn fari rétt með staðreyndir. Ég lærði að það eru til meiri gerðir af orku heldur en bara rafmagns, vind og bensínorkur. Það er eins og hreyfiorka, ljósorka, hitaorka. Það eru fullt af orkum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til. Tekur hann fram að mismunandi orkuform er nýtt efni fyrir honum sem hann vissi ekki að væri til áður en hann las textann. Einnig sést hvernig þátttakandinn ruglar áður lærðu námsefni inn í efni textans. Þegar hann er spurður út í hvaðan útfjólublá geislun kemur. Ljósi, þegar hvítt ljós fer inn í þríhyrning kemur regnbogi. Eftirfarandi eru orð sem þátttakandi 1 merkti við í textanum sem orð sem hann vissi ekki hvað þýddu eða var ekki viss með. Vatnsföll Fjaðra Fjármunum Knýja Auðnýtanlegt Víðast Súrál Fólgin Mó Vetni Dafnar Eftir frekari skoðun á krossaspurningum og viðtali kom í ljós að við listann var hægt að bæta eftirfarandi orðum. Varðveita Efnahvarf Útfjólublá Þátttakandi 2 er 13 ára og frekar feiminn og hefur lítið að segja. Lesturinn tók langan tíma vegna þess að hann vildi gera allt rétt og vel. Þátttakandinn hefur ekki áhuga á að 20

23 tala um efni sem hann er ekki viss með. Textinn fannst honum vera erfiður og skrýtinn með mörgum orðum sem hann hafði ekki séð áður. Þegar hann var spurður til hvers við mannfólkið þurfum orku svaraði hann einfaldlega: Til að lifa, til að labba. Sem er stutt en rétt. Útfjólublá geislun segir hann að komi frá sólinni, sem er rétt. Og að orðið útfjólublá þýði hiti, sem er misskilningur. Má segja að öll svör þátttakandans hafi verið stutt, rökrétt og vel úthugsuð. Eftirfarandi eru orð sem þátttakandi 2 merkti við í textanum sem orð sem hann vissi ekki hvað þýddu eða var ekki viss með. Lífsnauðsynlegur Súrál Efnahvörf Skynsamlegt Dæmigerð Rafsegulgeislun Vetni Varmaorka Innrauð Orkuform Stöðuorka Útfjólublá Eðlisfræði Fjöðrun Róteindir Háspennulínur Fjaðurstöðuorka Nifteindir Knýja Sameindir Frumeindir Öreindir Eftir frekari skoðun á krossaspurningum og viðtali kom í ljós að við listann var hægt að bæta eftirfarandi orðum. Krefjast Rafrás Varðveisla Þyngdarstöðuorka Kjarnorka Dafna Þátttakandi 3 er 15 ára. Hann á auðvelt með lestur og bóklegt nám. Textinn fannst honum vera eðlilegur fyrir sinn aldur og sá lítið athugunarvert við uppsetningu og orðalag. Viðtalið gekk vel og svaraði þátttakandi spurningunum vel með kunnáttu og góðum orðaforða. Oft vantaði honum fleiri orð til þess að gera sig skiljanlegri, en náði samt sem áður að útskýra vel. Sást það þegar hann var spurður um að útskýra orðið eiginleiki. Eitthvað svona sérstakt við eitthvað. Eitthvað sem að skilgreinir eitthvað hvað það gerir" Þátttakandi 3 merkti aðeins við eitt orð sem hann var ekki viss með en útskýrði í viðtalinu að hann hafi skilið það eftir lesturinn. Tókst honum að útskýra orðið vel og á réttan máta. Þegar unnið var úr viðtalinu og krossaspurningunum komu upp tvö orð sem hann ekki skildi. Knýja Áorka Þátttakandi 4 er 14 ára. Hann er mjög lesblindur og tók sér því tíma í að lesa og vinna í könnuninni. Textinn fannst honum vera erfiður með mörgum gömlum orð. Viðtalið 21

24 afhjúpaði hvernig lesblinda getur haft áhrif á lærdóm nemenda ef aðeins er stuðst við bóklegan lærdóm. Sem dæmi segir þátttakandinn strax í byrjun viðtalsins: Fyrstu svona 6 setningarnar vissi ég ekkert hvað ég var að lesa. Ég þurfti alveg að lesa þetta svona tvisvar til þess að vita hvað ég var að lesa. Seinna kom svo í ljós áhugi fyrir efninu en leiði yfir lestrinum: Mér fannst þetta svolítið spennandi, eða þú veist, fræðandi. Eins og ég væri náttúrufræðingur eða eitthvað en ég stoppaði svolítið mörgum sinnum bara út af þessum orðum. Var þá þátttakandinn að tala um gömul og erfið orð. Einnig vakti hann athygli á að rammarnir í textanum aðstoðuðu við lesturinn og gerði skilninginn meiri í leiðinni. Þátttakandi 4 merkti við eftirfarandi orð í textanum sem erfið orð sem hann vissi ekki hvað þýddu eða var ekki viss með. Knýja Heildarorka Staðsettar Háspennulínur Stöðuorka Efnaformúlan(sjálf) Varmaorka Fjaðurstöðuorka Eftir skoðun á viðtali og krossaspurningum var hægt að bæta við eftirfarandi orðum. Krefjast Að felast í Víðast hvar Efnahvarf Kjarnorka Vatnsföll Þyngdarstöðuorka Dafna Eftir að hafa skoðað öll viðtölin og unnið úr niðurstöðum þeirra sést að allir 4 vita ekki að fullu hvað knýja er eftir að hafa lesið kafla þar sem orðið kom tvisvar sinnum fram í tveimur mismunandi setningum. Textinn er hannaður og skrifaður með aldurshóp þátttakendanna í huga, unglingastig grunnskóla. Rannsakandi veltir þess vegna fyrir sér hver raunverulegur orðskilningur nemenda í grunnskólum landsins er. Viðtölin og krossaspurningarnar sýndu betri mynd á þeim orðum sem nemendum gætu þótt erfið. 4.2 Niðurstöður spurningalista könnunarinnar Könnunin sjálf leiddi í ljós hve lítill orðskilningur nemenda á unglingastigi er. Nemendur ýmist merktu við flestöll orð textans eða engin. Þrátt fyrir að nemandi merkti við fá eða engin orð í textanum þá svaraði hann nánast undantekningarlaust rangt á einni eða fleiri krossaspurningum. Gæti það þýtt að nemendur átta sig ekki á, þegar þeir lesa texta, hvaða orð þeir raunverulega skilja og hvaða orð þeir lesa yfir án þess að gefa þeim gaum. Samkvæmt niðurstöðum er mögulega hægt að draga þá ályktun að orðskilningur nemendanna sem tóku þátt í könnuninni sé veikari en viðmið sumra námsbókahöfunda. 22

25 Heildarfjöldi orða sem nemendur skildu ekki var fengin með því að telja orð sem þeir sjálfir merktu við í textanum og svo fjölda orða sem hægt er að bæta við úr krossaspurningunum. Talning orðanna var þannig að ef nemandi var búin að merkja við orð í textanum sem torskilið, þá var orðið ekki talið aftur ef svarið var rangt í krossunum hjá sama nemanda. Orðafjöldinn kom á óvart þar sem hin ýmsu orð, almenn og fræðileg, komu fram sem torskilin. Á næstu síðu má sjá mynd sem skýrir aðeins betur niðurstöður torskildu orðanna. 23

26 24

27 Mynd 1: Orð út texta sem reyndust torskilin. Sýnt er fjöldi nemenda sem merktu við orð í texta og fjöldi nemenda sem svöruðu rangt í krossum bætt við. Myndin sýnir hvaða orð nemendur merktu við sem torskilin orð að undanskildu orðinu kjarnorka, það var eina orðið sem engin merkti við en 30 svöruðu rangt á krossaspurningunni um orðið. Myndin sýnir einnig nokkra rauða toppa sem eru þau orð sem voru á krossaspurningunum og nemendur svöruðu rangt. Orðið sem flestir merktu sjálfir við í textanum er neðsta orðið á myndinni, orðið knýja. Torskildu orðin voru af öllum toga, fræðileg og almenn. Sem dæmi er orðið krefjast notað í daglegu tali, á meðan þyngdarstöðuorka er fræðilegt. Einnig mátti sjá þegar orðin sem nemendur merktu við og orðin sem krossaspurningarnar leiða í ljós voru skoðuð í samhengi hve margir vildu meina að þeir vissu þýðingu orðsins þegar þeir lásu textann en þegar kom að krossaspurningunum kom annað í ljós. Gott dæmi um það er orðið dafna þar sem aðeins 6 sögðust ekki vita meiningu orðsins en 35 í viðbót svöruðu rangt á krossunum og því samtals 41 nemandi af 55 voru með ranga meiningu á orðinu dafna í 9. og 10. bekk grunnskóla. 25

28 Knýja 20 Umbreyting 3 Háspennulínur 15 Upptalning 3 Nifteindir 14 Viðfangsefni 3 Fjaðra 13 Fólgin 2 Mó 13 Formi 2 Efnaformúlan 12 Heildarorka 2 Rafsegulgeislun 11 Lögmál 2 Róteindir 11 Massi 2 Auðnýtanlegt 10 Rafstöðuorka 2 Efnaorka 10 Undirflokkar 2 Fjármunir 10 Varðveisla 2 Hvar hlutir eru staðsettir í afstöðu hver til annars 10 Breyta 1 Þyngdarstöðuorka 10 Flæða 1 Vatnsföll 9 Formúla 1 Öreindir 8 Frumeindir 1 Samanpressaðar 7 Geislun 1 Varmorka 7 Hitastig 1 Vetni 7 Ljósapera 1 Dafna 6 Lofttegundir 1 Efnahvarf 6 Lögmálið um varðveislu orkunnar 1 Fjaðurstöðuorka 6 Lögun 1 Hreyfiorka 6 Orkugjafi 1 Jurtaleifar 6 Orkusóun 1 Sameindir 5 Raunar 1 Orka 4 Skynsamlegt 1 Raforka 4 Tiltekið 1 Rafrás 4 Útfjólublá 1 Stöðuorka 4 Velt (að velta fyrir sér) 1 Veðrakerfi 4 Veröld 1 Bruni 3 Víðast hvar 1 Eðlisfræði 3 Vinda 1 Felast í 3 Dæmi 1 Krefjast 3 Dæmigerð 1 Rafeindir 3 Dögum 1 Mynd 2: Listi yfir öll torskilin orð sem nemendur merktu við. Raðað frá því algengasta til þess óalgengasta. Alls eru þetta 68 orð sem nemendur strika undir í heildina. Ef litið er á erfiðustu orðin að þeirra mati, þ.e. þau orð sem flestir merktu við, má sjá að mörg þeirra eru almenn orð. Tvö algengustu orðin eru knýja og háspennulínur sem bæði gætu talist háfleig eða jafnvel óalgeng í daglegu tali. Jafnframt eru þau almenn, ekki fræðileg. Krossaspurningar sýndu áhugavert sjónarhorn á kynjamismun og svo mun á milli bekkja. Meiri munur var á milli kynja en var á milli 9. og 10. bekkjar. 26

29 Tafla 1: Meðaltal réttra og rangra svara flokkað eftir bekkjum og kyni. Nemendur Meðaltal rétt Meðaltal rangt Drengir 10 Bekk 5,4 5,6 Stúlkur 10.Bekk 6,8 4,2 Drengir 9.Bekk 4 7 Stúlkur 9.Bekk 7 5 Samtals 5,6 5,4 Taflan sýnir hvernig stúlkur í bæði 9. og 10. bekk hafa svipað meðaltal með 7 og 6,8 rétt svör að meðaltali. Drengir í 9. bekk eru með lægsta meðaltal réttra svara, aðeins 4 rétt af 11. Alls svöruðu nemendur rétt rúmlega 50% rétt að meðaltali, 5,6 af 11 krossaspurningum. Gæði svarmöguleikanna og spurninganna geta haft bein áhrif á niðurstöður rannsóknar af þessu tagi. Smíði spurninga og svara verða því að vera vandaðar og úrvinnslan einnig sem og túlkun gagna. Gæta verður gagnrýnni hugsun á meðan á gerð rannsóknar stendur, framkvæmdar hennar og úrvinnslu. Þess vegna er mikilvægt að skoða krossaspurningarnar með gagnrýnum huga og vera viss um að svarmöguleikar sem og spurningin sjálf sé eins vel gerð og hægt sé svo engin misskilningur á sér stað þegar nemendur lesa og svara spurningunni. Spurning númer 9 er erfiðasta spurningin, eða spurningin þar sem flestir svöruðu rangt. Spurningin athugar orðið að dafna. Mynd 3: Krossaspurning 9 þar sem svarmöguleiki a er rétt svar Myndin sýnir krossaspurningu 9 sem flestir svöruðu rangt af öllum krossaspurningunum. Aðeins 13 nemendur af 55 svöruðu spurningunni rétt. Festir svöruðu svarmöguleika b, eða 24 nemendur. Mögulega er orðið dafna of líkt öðrum orðum sem nemendur eru að rugla við t.d. orðið dvína, dala eða dvala sem eru öll neikvæð eða merkja djúpan svefn ákveðinna dýrategunda. Ekki er hægt að finna nákvæma skýringu á misskilningnum, en svarmöguleikar spurningarinnar virðast tiltölulega góðir og einfaldir. Samkvæmt niðurstöðum eru torskilin orð af ýmsum toga og er forvitnilegt að skoða hvort þau eigi eitthvað sameiginlegt eða hvort það sé eitthvað sem einkennir þau. Þegar 27

30 algengustu orðin eru sett í tvo flokka, fræðileg og almenn orð sést að þau eru jafnmörg. Auðvelt er að skilja hvernig fræðileg orð geta verið torskilin þar sem þau merkja oftast fyrirbæri eða hugtök sem nemendur þurfa að læra í sérfagi, eins og náttúrufræði í skólum. Almennu orðin eru orð sem lesandi nemandi sér í flestum fögum skólans og sögubókum. Lengd orðanna virðist ekki vera ástæðan fyrir því að nemendum finnist þau erfið þar sem tvö erfiðustu orðin eru knýja og háspennulínur. Hvoru tveggja er ef til vill frekar fáguð og áberandi í tali þeirra sem eru eldri. Gæti mögulega verið að torskilin almenn orð séu einfaldlega ekki komin inn í orðaforða nemenda vegna þess að daglegt tal þeirra einkennist að einfaldari orðum þar til ákveðnum aldri er náð. Nauðsynlegt er fyrir nemendur að læra þessi orð þegar kemur að æðri menntun þeirra og eðlilega bætist orðaforði þeirra enn frekar þegar menntunin verður meiri. Mögulega ættu kennslubókahöfundar einnig að koma á móts við skilning nemenda og forðast orð sem þessi. Hvernig hægt sé að auka orðaforða nemenda í grunnskóla er því góð spurning sem er ein af fáum í kjarna þessarar rannsóknar. 4.3 Mikilvæg orð Mikilvæg orð texta geta verið öll orðin ef lesandi veit ekki af hverju hann leitar. Mismunandi lesendur strika undir mismunandi orð. Erfitt getur reynst að vita hvaða orð eru mikilvæg í texta, sérstaklega vegna þess að ekki eru reglur um hvaða orð teljast mikilvæg. Hérna fyrir neðan er upptalning af mikilvægum orðum sem nemendur merktu við þegar þeir lásu kaflabrot úr Eðlis- og stjörnufræði 1 bls Tafla 2: Mikilvæg orð sem nemendur merktu við í textanum. Tölurnar hægra megin tákna fjölda nemenda sem merktu við orðið. Stjörnumerkt orð eru orð sem höfundur telur mikilvæg. *Orka 30 Olía 4 Afstaða 1 *Varmaorka 23 Ólíkum 4 Áhrif 1 *Hreyfiorka 21 Samanpressaðar 4 Annars 1 *Raforka 19 Veðrakerfi 4 Auðvelt 1 Sólin 19 Ástæða 3 Barn 1 *Þyngdarstöðuorka 17 Bera 3 Bogi 1 *Stöðuorka 15 Bílar 3 Brenna 1 *Efnaorka 14 Bolti 3 Breytingar 1 Jörðin 13 Dafna 3 Eða 1 *Fjaðurstöðuorka 11 *Felast í 4 Efsta staða 1 Mikilvægustu 11 Flugvélar 3 Eftir vír 1 *Rafsegulgeislun 11 Fótbolti 3 Eiginleiki 1 *Nifteindir 10 Hátalari 3 Einhverju 1 Eðlisfræði 9 Heilinn 3 Eitt 1 *Kjarnorka 9 *Hitastig 3 Er 1 28

31 Lífsnauðsynlegur 9 Hljóð 3 Eyða 1 Ljósapera 9 Hreyfing 3 Fást 1 *Róteindir 9 *Hvar hlutir eru staðsettir 3 Ferðast 1 í afstöðu.. *Sameindir 9 Ísland 3 Finnbogi Péturson 1 Varðveisla 9 Jafnvel 3 Fjármunum 1 *Efnahvarf 8 *Kraftar 3 Fólgin 1 *Heildarorka 7 Krefjast 3 Gegnum 1 Hiti 7 Lofttegundir 3 Getur 1 Lögmál 7 Mó 3 Getur ekki 1 Matur 7 Mynstur 3 Gormar 1 Orkugjafi 7 Notar 3 Hamar 1 *Rafeindir 7 Orka í ljósi 3 Hangandi 1 *Rafhleðslur 7 Rafstöðuorka 3 Hita 1 *Bruni 6 Skip 3 Hoppar 1 Eldsneyti 6 Sólskin 3 Húð 1 *Form 6 *Staðsetning 6 Hvar 1 *Geislun 6 Teygja 3 Hver 1 Jurtaleifar 6 Veröld 3 Hver miðað við aðra 1 Líkaminn 6 Vex 3 Hvernig 1 Mannkynið 6 Víðast hvar 3 Hærra uppi 1 Massi 6 Yfirborð 3 Í 1 *Orkubreytingar 6 *Öreindir 3 Í gegnum 1 *Útfjólublá 6 Álíka 2 I staðinn 1 *Viðfangsefni 6 Birtast 2 Jarðar 1 *Auðnýtanlegt 5 Blaðra 2 Kallað 1 Efnaformúlan(sjálf) 5 *Búa til orku 2 Kveikja 1 *Fjaðra 5 Dæmi 2 Listaverk 1 *Frumeind 5 Einstaklingar 2 Mannlegt 1 Hlutur 5 *Eyða orku 2 Mest 1 Hraði 5 Formúla 2 Miklum 1 *Innrauð 5 Fótur 2 Mynd 1 Kjarnorkusprenging 5 Fyrirtæki 2 *Mögulegar 1 Kjarnorkuver 5 *Færast 2 Nagli 1 Ljós 5 Háspennulínur 2 *Orða í ljósi og annarri rafsegulg. 1 *Orka í hljóði 5 Heitt vatn 2 *Orkuform 1 Upptalning 5 Hreyfa 2 *Rafrás 1 Vatn 5 Kaupa 2 Reikna 1 Vatsföll 5 Kertalogi 2 Samfélag 1 Aðstæður 4 Komið 2 Samsettur 1 Bensín 4 *Laginu 2 Skynsamleg 1 *Breyta 4 *Lögmálið um varðveislu 2 Spara 1 orkunnar Dæmigerð 4 Matvæli 2 Staðinn 1 29

32 Flæða 4 *Orkusóun 2 Svampur 1 Gróður 4 Slíkt 2 Tengslum 1 Hugsa 4 Sparka 2 Því 1 Hús 4 *Umbreyting 2 Til 1 Kerti 4 Úrkoma 2 *Tiltekið 1 *Kjarni 4 Vaxa 2 Toga 1 Knýja 4 Vetni 2 Trampólín 1 Líf 4 Vindur 2 Uppblásin 1 Minnkar 4 Af 1 Varið 1 *Mismunandi 4 Ýmsar 1 Listinn er langur og virðast nemendur merkja við hin ýmsu orð sem skipta ekki miklu máli fyrir innihald textans. Nokkur orð stóðu upp úr þar sem 10 eða fleiri merktu við eftirfarandi orð: Efnaorka, fjaðurstöðuorka, hreyfiorka, jörðin, mikilvægustu, nifteindir, orka, raforka, rafsegulgeislun, sólin, stöðuorka, þyngdarstöðuorka og varmaorka. Flest orðanna eru hugtök eða fyrirbæri sem kaflinn fjallaði um og því teljast þau mikilvæg fyrir textann. Nokkur orðanna á lista nemendanna eru mikilvæg en flest þeirra teljast ekki mikilvæg. Nemendur eru mismunandi og því kannski ekki skrítið að þeim finnist mismunandi orð vera mikilvæg í textanum. Þegar farið var yfir textann og séð hvaða orð nemendur finnast vera mikilvæg kom upp sú hugmynd að nemendur læra á mismunandi hátt. Nemendur sem eru að læra undir próf einbeita sér að orðum til þess að muna og þau orð sem þeim þykja vera erfitt að muna eru mikilvæg fyrir þau. Gæti það verið efni í enn aðra könnun og verður ekki farið meira út í það hér. 30

33 5 Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar voru samhljóma niðurstöðum sem fjallað var um í fræðilega hluta verkefnisins. Rannsóknir úr bók þeirra Wellington og Osborne (2001) sýndu að nemendur eiga oftar en ekki erfitt með að skilja bæði fræðileg og almenn orð. Almennu orðin komu jafnvel á óvart í rannsókn þeirra rétt eins og í þessari rannsókn. Einnig mátti sjá á viðtölum við nemendur að þeim fannst lesinn texti gamaldags sem höfundur vill meina að merki jafnvel að gerð textans er fræðilegur eins og Hafþór Guðjónsson (2011) nefnir. Fræðilegir textar innihalda mikið magn nafnorða og einnig sagnorða í þolmynd í stað germyndar sem nemendur eru vanir í sögubókum og daglegu tali. Almennu orðin sem nemendur skildu ekki eru orð sem eru e.t.v. ekki notuð í daglegu tali. Samt sem áður mætti segja að orðin séu notuð, þó ekki sé vitað hve oft, í bókum og skólastofum en ekki gefin nægur gaumur til þess að nemendur festi þau í minni. Væri hægt að álykta svo að fleiri orð, bæði fræðileg og almenn, séu nemendum erfið og að fleiri nemendur eða skólar kæmu mögulega svipað út og sá sem tók þátt í rannsókninni. Hluti af athuguninni var að sjá hvaða orð nemendum þykir mikilvæg. Þar sást hvernig einstaklingar ýmist merktu við of mörg orðanna í textanum eða allt of fá og að orðin voru mörg ekki mikilvæg. Voru þær niðurstöður áhugaverðar og ekki ólíklegt að aðrir nemendur í öðrum skólum séu í sömu stöðu. Ef nemendum finnst erfitt að finna mikilvæg orð í texta gæti það þýtt að lærdómur sem byggist á að finna og læra aðalatriðin í textanum verði þeim einnig erfiður. Vill höfundur meina að rannsóknin sé margprófuð þar sem notast var við viðöl, athugun og fræðileg gögn. Ýmsum atriðum sem komu upp í könnuninni var vel fylgt eftir. Við úrvinnslu kom í ljós að nokkrar af krossaspurningunum voru ónothæfar, þ.e. ekki nægilega skýrar til þess að nota sem part af rannsókninni. Krossaspurningarnar voru teknar út en voru notaðar sem hluti af heildarorðafjölda til þess að reikna leshraða nemenda til að miða við lesfimiviðmið menntamálastofnunar. Þátttakendur könnunarinnar voru blandaður hópur nemenda úr skólum án aðgreiningar svo niðurstöðurnar gætu verið vísbending um stöðu almennra nemenda. Niðurstöðurnar úr rannsókninni sýna einungis stöðu orðskilnings nemendanna sem tóku þátt. Yfirfærsla þesskonar rannsóknar á aðra nemendur er ekki möguleg vegna þess hversu fáir þátttakendur og lítið svæði var tekið fyrir. Finnst höfundi niðurstöðurnar vera nægilega áhugaverðar til þess að vekja kennara og aðra áhugasama til umhugsunar á raunverulegum orðskilningi nemenda á Íslandi. 31

34 6 Lokaorð Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu margt athyglisvert í ljós þegar kemur að orðskilningi og læsi nemenda. Þátttakendur könnunarinnar sýndu að orðaforði þeirra var minni en kennslubækur gera ráð fyrir. Kennslutexti sem er hannaður fyrir aldurshóp þátttakenda þótti erfiður og orðin torskilin. Orðaforði nemenda ætti að vera meira í sviðsljósinu þegar kemur að kennslu, í öllum fögum grunnskólans. Kennsluaðferðir sem beinast að fræðilegum orðum í náttúrufræði geta bæði verið bókleg og annars konar. Mikilvægt er að nemendur nái merkingu hvers orðs frá fleiri en einu sjónarhorni, á fleiri vegu en það sem stendur í textanum. Fjaðurstöðuorka t.d. getur verið tengd við margskonar hluti. Nokkrir af þeim eru nefndir í textanum sem var tekin fyrir í rannsókninni, t.d. bolti, gormur, svampur o.fl., og eru þeir gott dæmi sem hægt er að nota í verklegri athugun sem þarf ekki að vera löng eða flókin. Kennari þarf að vera með einhverja af hlutunum við höndina, jafnvel alla þar sem auðvelt er að nálgast þá. Nemendur fá þá að koma við hlutina og ýta á þá á alla vegu og sjá þá að hlutir sem fjaðra leita í ákveðna lögun. Út frá því kynnir kennarinn orkuna sem vex þegar við breytum lögun hlutanna með höndunum okkar. Og hvernig hún losnar þegar við sleppum takinu á hlutnum og að lokum hvert hún fer. Kennari gæti þá skrifað á töfluna orkuna í skrefum, hvernig hún umbreytist og er þá komið annað orð inn í umræðuna til þess að útskýra. Væri hægt að gera svipað við allan kaflann með hin ýmsu lykilorð sem innihalda bæði fræðileg og almenn orð þar til þau eru orðin þó nokkur. Kennari þarf að vera meðvitaður um að hvaða orð sem er gætu verið torskilin fyrir nemendur. Til þess að finna út hvaða orð það eru gæti verið skynsamlegt að hver nemandi les eina setningu eða málsgrein og kennari stoppar við og við til þess að ræða það sem var lesið og athugar hvort það séu einhver orð sem þurfa meiri útskýringu áður en haldið er áfram með lesturinn. Þar sem þessi aðferð gæti verið tímafrek gætu nemendur einnig strikað undir orð sem þeim þykir torskilin þegar lesið er heima og þau svo tekin fyrir í kennslustund. Tilvalið væri að taka upprifjun við lok kaflans eða eftir að hafa lesið heilan eða fleiri kafla yfir viku eða tvær með því að taka orðin fyrir í Alias spili. Orðin sem hafa safnast í sarpinn eru þá skrifuð á miða, eitt á hvern. Nemendum er skipt niður í tvö eða fleiri lið eftir hentugleika. Einn nemandi í einu kemur að draga orð og útskýra það án þess að segja orðið sjálft á meðan nemendur í hans liði giska. Nemandinn gæti fengið 1 mínútu til að útskýra og ef nemendur í hans liði ná ekki að giska fær hitt liðið eitt tækifæri til að giska á rétt áður en þeir svo senda einn úr sínu liði til þess að draga annað orð og útskýra. Leikurinn verður svo búin þegar allir nemendur hafa farið upp til að útskýra eða þegar öll orðin hafa verið tekin fyrir. 32

35 Heimildaskrá Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013/2013. Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti/1999. Ástríður Stefánsdóttir. (2013). Eigindlegar rannsóknir og siðferðileg álitamál. Netla. Sótt af Bell, B., Osborne, R. og Rasker, R. (1991). Finding Out What Children Think. Í Osborne, R. og Freyberg, P. Learning in Science: The implication of children s science. Hong Kong: Heinemann. Bennett, J. (2007). Teaching and Learning Science: A Guide to Recent Research and its Applications. Great Britain: Biddles Ltd. Hafþór Guðjónsson. (2008). PISA, læsi og náttúrufræðimenntun. Netla. Sótt af Hafþór Guðjónsson. (2011). Að verða læs á náttúrufræðitexta. Netla. Sótt af Haukur Arason, Kjartan Örn Haraldsson og Sverrir Guðmundsson. (2015). Eðlis- og stjörnufræði 1. Sótt af Menntamálaráðuneyti. (2016). Lesfimiviðmið. Sótt af Silverman, D. (2006). Interpreting Qualitative Data: Methods for Analyzing Talk, Text and Interaction. Sage Pubications: London. Wellington, J. og Osborne, J (2001). Language and literacy in science education. Buckingham, Philadelphia: Open University Press. 33

36 Viðauki 1: Viðtalsrammi Eftirfarandi eru spurningar sem hafðar voru til hliðsjónar er viðtölin voru tekin. Hefur þú lesið textann áður? Hvar/hvenær? Hvernig fannst þér textinn? Hvernig var að lesa hann? Hvernig fannst þér að hann var með römmum og myndum? Var eitthvað sérstakt sem þú tókst eftir við lesturinn? Voru einhver ný orð sem þú hefur ekki séð áður? Hvað heldur þú að XXX þýði? Voru einhver orð sem þú skildir betur eftir lesturinn? Var einhver setning sem vafðist fyrir þér, sem þú skildir ekki? Hvað heldur þú að hafi gert það að verkum að þú skildir ekki setninguna? Getur þú búið til setningu sem notar orðið orka? Hvað heldur þú að efnahvarf sé? Hvað heldur þú að orðið Auðnýtanlegur / Fjármunir / Eiginleiki merki? Af hverju þurfum við, mannfólkið, orku? Getur þú skipt orðinu fjaðurstöðuorka niður í nokkur styttri orð? Hvað þýðir orðin fjaður, stöðu og orka? Hvaðan kemur útfjólublá geislun? Hvað merkir orðið útfjólublá? Hvort er rétt samkvæmt kaflanum að segja að við eyðum orkunni eða að við sóum henni? Getur þú útskýrt það nánar? Hvað fannst þér þú læra um mismunandi orkuform í kaflanum? Fannst þér textinn vera fyrir þinn aldur? Getur þú útskýrt það nánar? 34

37 Viðauki 2: Textabrot úr námsbókinni Eðlis- og stjörnufræði 1 bls

38 36

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi?

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Bergljót Hrönn Hreinsdóttir 020960-4269 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál ... Greining Menntamálastofnunar Dags: 1. febrúar 2018 Höfundar: Hulda Karen Daníelsdóttir og Hulda Skogland Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál Samantekt: Niðurstöður PISA-prófanna

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Gæðum orðin lífi. Hvernig hjálpum við nemendum að tileinka sér orðaforða námsgreina? Heimildir:

Gæðum orðin lífi. Hvernig hjálpum við nemendum að tileinka sér orðaforða námsgreina? Heimildir: Gæðum orðin lífi Hvernig hjálpum við nemendum að tileinka sér orðaforða námsgreina? Heimildir: Wilfong, L. G. (2013) Herrell, A. L. og Jordan, M. (2008) Benjamin, A. og Crow, J.T. (2013) Khatib, A.T. og

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Huglægt mat hlutlægt mat: Val prófatriða

Huglægt mat hlutlægt mat: Val prófatriða Huglægt mat hlutlægt mat: Val prófatriða A. Skriflegt próf með blöndu huglægra og hlutlægra prófatriða nýtist betur en annað námsmat í fjölmörgum tilfellum, einkum þegar ná þarf til margra hæfniþátta á

More information

Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar

Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar Hug og félagsvísindadeild Kennaraskor framhaldsbraut Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar Hildur Óladóttir Akureyri, 10. ágúst 2010

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Aukin hreyfing með skrefateljara

Aukin hreyfing með skrefateljara Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. maí 2009 Oddrun Hallås og Torunn Herfindal Aukin hreyfing með skrefateljara Samstarf milli grunnskóla og háskóla

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Vísindalæsi og hugtakaforði Kennsluaðferðir sem efla vísindalæsi og hugtakaforða í náttúruvísindum. Herdís Magnúsdóttir

Vísindalæsi og hugtakaforði Kennsluaðferðir sem efla vísindalæsi og hugtakaforða í náttúruvísindum. Herdís Magnúsdóttir Vísindalæsi og hugtakaforði Kennsluaðferðir sem efla vísindalæsi og hugtakaforða í náttúruvísindum Herdís Magnúsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Vísindalæsi og hugtakaforði

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Skólamálfræði Hver er hún og hver ætti hún að vera?

Skólamálfræði Hver er hún og hver ætti hún að vera? Skólamálfræði Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans Hanna Óladóttir Ritgerð lögð fram til doktorsprófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku-

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Kennaraháskóli Íslands Doktorsvörn 9. maí 2008 Rúnar Sigþórsson Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk Sigríður Helga Ármannsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Er fylgni

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Sitja námsmenn allir við sama borð?

BS ritgerð í viðskiptafræði. Sitja námsmenn allir við sama borð? BS ritgerð í viðskiptafræði Sitja námsmenn allir við sama borð? Námsástundun og prófvenjur viðskiptafræðinema Haukur Viðar Alfreðsson Eðvald Möller, aðjúnkt Viðskiptafræðideild Júní 2012 Sitja námsmenn

More information

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsd og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

More information

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Þorbjörg

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar Davíð A. Stefánsson Sigrún Valdimarsdóttir Neistar Kennsluleiðbeiningar Neistar Kennsluleiðbeiningar 2014 Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Sigríður Wöhler

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi nám Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

Flippuð prjónakennsla

Flippuð prjónakennsla Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins Rakel Tanja Bjarnadóttir Lokaverkefni til B.Ed.prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2010 Dyslexía Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Sigríður Jóhannesdóttir Leiðsögukennari: Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Lokaverkefni

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Lærum stærðfræði til skilnings með hjálp GeoGebra

Lærum stærðfræði til skilnings með hjálp GeoGebra Lærum stærðfræði til skilnings með hjálp GeoGebra Greinagerð með GeoGebra námsefni Grímur Bjarnason Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Lærum stærðfræði til skilnings með hjálp GeoGebra Greinagerð

More information