Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Size: px
Start display at page:

Download "Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?"

Transcription

1 .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið mjög slæm hjá mér, bæði þegar ég les, hlusta og skrifa. Mér finnst erfitt að komast í gegnum löng orð og muna hvernig á að bera fram orðin. Þótt kennarinn færi yfir það í tímunum var ég búin að gleyma því þegar ég kom heim. - Já, ég hefði viljað læra eitthvað." (30 ára ófaglærð kona) Í þessu erindi verður fjallað um stöðu lestrarmála, þarfir nemenda, þekkingu kennara og skipulag skólastarf. Samspil þessara þátta ræður yfirleitt úrslitum um hvernig til tekst með nám. Nauðsynlegt er að meta stöðuna á hverjum tíma, skilgreina hvernig hún hætti að vera og finna leiðir til að brúa bilið þar á milli. Hver er núverandi staða? Sennilega veit enginn með vissu hvernig landslagi lestrarmála er háttað almennt séð. Fyrst og fremst er það hver og einn skóli sem þekkir sína stöðu. Brotakenndar upplýsingar liggja þó fyrir og verður nokkrum þeirra deilt með ykkur hér. Eftir níu ára nám í grunnskóla vorið 1996 átti 1/6 hluti nemenda á Norðurlandi eystra við erfiðleika að etja í lestri, þar af voru 6.6% með leshömlun 1. Upplýsingar frá 13 skólum á svæðinu árið 1997 bentu til að kennsluaðferðir í lestri hafi verið einhæfar, viðmið fyrir leshraða lág eða um þriðjungur ef ekki fjórðungur þess sem t.d. Bandaríkjamenn telja æskilegt 2 og lesskilningur virtist vera metinn fremur en kenndur. Þetta síðast talda kemur heim og saman við um 20 ára gamla rannsókn Durkins 3 sem leiddi í ljós að af 300 kennslustundum sem fóru í umfjöllun um lesskilning eyddu kennarar 99% tímans í að meta hvort nemendur hefðu skilið, t.d. með því að spyrja þá út úr, en aðeins um 1% tímans til að kenna þeim aðferðir til að skilja efni texta. Skyldi málum vera eins háttað hjá okkur? Það er einnig hægt að nefna aðra og skemmtilegri þætti tengda lestri og lestrarkennslu. Giljaskóli hefur sett lestur og lestrar-kennslu í forgang s.l. tvö ár. Þar var staða lestrar metin, sett var fram stefna um æskilega stöðu og allir almennir kennarar, báðir skólastjórnendur og sérkennari tóku þátt í vetrarlöngu námskeiði um byrjendakennslu, fjölbreytta kennsluhætti, leshraða og lesskilning. Í vetur hafa kennarar þar verið að kenna hver öðrum sína sérfræði. Borgarhólsskóli hefur í vetur verið að innleiða markvisst skipulag á skimun á lestri í bekk. Starfshópur kennara frá öllum skólum í báðum Þingeyjarsýslum hefur í vetur starfað að stefnumótun í lestri. 11% almennra kennara á Norðurlandi eystra hafa sótt 70 tíma námskeið í lestri og leshömlun. 20 kennarar í Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri hafa nýlega setið námskeiði um leshömlun. Vafalaust er svipaðar sögur að segja annars staðar frá, sögur sem lýsa ýmist slæmu ástandi eða uppsveiflu og framþróun. Staðreyndin er sú að ástæðulaust er að draga fjöður yfir það að vandinn er umtalsverður mjög víða varðandi lestur. Við höfum sofið 1 Rósa Eggertsdóttir Fluglæsi. 2 Flexible Reading. GENS 099: STRATEGIES FOR COLLEGE READING. 3 Irvin Reading and the Middle School Student. Stragegies to Enhance Literacy. Rósa Eggertsdóttir

2 á verðinum og ekki lánast sem skyldi að færa þá þekkingu sem fræðaheimurinn býr yfir inn í skólastofuna. Hver er hin æskilega staða? Í umræðu um æskilega stöðu lestrarmála í skólum landsins er hvorki unnt né æskilegt að draga upp einsleita mynd og segja að framtíðin eigi að vera svona eða hinsegin. Það verður hver og einn að vinna að umbótum á sínum forsendum og nemenda sinna. Skólar þurfa þó allir að ganga út frá því grunnviðmiði að þeir skili nemendum eins vel læsum og þeir, nemendurnir, hafa færni til. Ekkert minna er ásættanlegt. Þarfir nemenda verða ekki skilgreindar með góðu móti nema fyrir liggi viðmið um æskilega stöðu. Skilgreining á viðmiðum getur byggst á vanþekkingu eða góðum skilningi og djúpri þekkingu. Sem dæmi má taka leshraða. Ef talið er gott að nemendur í 5. bekk hafi náð atkvæðum á mínútu miðað við raddlestrarpróf 4 sem felur í sér einfaldan barnalegan sögutexta þá mætti ætla að nemendur sem ná þeim hraða séu í góðum málum. Hvað skyldi það svo segja okkur ef þessir sömu nemendur eiga í erfiðleikum með að lesa námsbókina Sjálfstæði Íslendinga? Hér er verið að leiða rök að því að skóli geti ekki með góðu móti sett fram æskileg viðmið fyrir árangri nemenda nema þau byggi á ítarlegri þekkingu. Ef skóli hefur hana ekki innan sinna vébanda þarf að kalla til ráðgjafa um stundarsakir. Alvarlegast er þegar skóli áttar sig ekki á því þegar viðmið hans eru slök. Þá er engra umbóta að vænta. Þegar viðmið um árangur varðandi lestrartækni, liðleika raddlestrar, hraða hljóðlestrar og síðast en ekki síst lesskilnings hafa verið sett fram er raunhæft að meta og túlka stöðu og þarfir nemenda. Skimunarpróf eru lykilþættir í því sambandi. Þau eru leitartæki til að vísa okkur á nemendur sem huga þarf betur að en almennt gerist. Ef reglubundin skimun er ekki hluti af skólastarfinu verða nemendur háðir þekkingu eða þekkingarleysi kennara á hverjum tíma. Mælt er með árlegri skimun í öllum bekkjum á grunnskólastigi. Ástæða þessarar tíðni er sú að lestrarerfiðleikar geta komið fram með ýmsu móti og við mismunandi námsaðstæður. Sem dæmi má nefna frásögn Dinklage 5 af nemum sem stóðu sig almennt vel í háskólanámi en féllu í tungumálum. Þegar að var gáð kom í ljós að greina mátti þessa nema í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn hafði verið greindur með leshömlun en með góðri hjálp og mikilli vinnu gátu nemarnir yfirstigið hindranir í námi. Veikleikar þeirra komu upp á yfirborðið þegar þeir hófu tungumálanám. Annar hópurinn hafði enga fyrri greiningu að baki en reyndist vera með leshömlun. Þriðji hópurinn var sá hópur sem virtist vera með námsörðugleika án þess að hefðbundnar greiningar drægju slíkt fram. Það leyndi sér ekki að þessir nemendur áttu í verulegum erfiðleikum með málanám þótt þeir stæðu sig vel í öðrum fögum. Þetta segir okkur að erfiðleikar geta dulist hjá sumum nemendum uns þeir standa frammi fyrir viðfangsefnum af sérstakri gerð. Þetta gefur einnig vísbendingar um að matstækin eru og verða alltaf ófullkomin og túlkun á niðurstöðum mats ber að taka með varkárni. 4 Rósa Eggertsdóttir Fluglæsi. 5 Sjá Schwartz, Robin L Learning Disabilities and Foreign Language Learning: A Painful Collision. Rósa Eggertsdóttir

3 Að lokinni skimun þarf skipulag að vera fyrir hendi sem grípur þá nemendur sem skimunin beindi athygli að. Þetta varðar ferli nánari greininga og uppbygging úrlausna - það að byggja brúna frá þörfum nemanda til æskilegrar færni. Við þessa brúarbyggingu verður að skoða þarfir nemenda í tengslum við stöðu kennara og hvað hann eða þeir þurfa til að geta sinnt hverjum nemanda betur. Það er ævinlega álitamál hvernig þjónustu við nemendur er best hagað. Sú tilhneiging hefur verið rík í skólastarfi að senda nemendur út úr bekk ef þeir þurfa persónulegri umönnun en sameiginleg yfirferð námsbóka í bekk felur í sér. Hér þarf að staldra við því greining má ekki verða til þess að kennarar vilji losna við nemanda - afgreiða hann frá sér til einhvers annars. Sumum finnst e.t.v. að hér sé kveðið fast að orði. Hér verður þó enn minnt á að það er óviðunandi þegar skólar og kennarar halda í tiltekna skipan mála ef hún gefur ekki góðan árangur. Skólar þurfa að geta sýnt frá á að skipan skólastarfs á hverjum tíma byggi á leiðum sem gefa hámarks árangur í víðum skilningi. Þekking kennara er forsenda þess að hann hafi skilning á þörfum nemenda. Hann þarf að vita að nemendum, sem hafa ríkjandi vinstra heilahvel, hentar vel að læra og vinna út frá eindarnálgun. 6 Þeim hentar t.d. hljóðaaðferðin, að vinna með einstök hljóð og stafi í lestri. Kennari þarf líka að vita að sumum nemendum í bekknum hans, hvort sem um er að ræða grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla, hentar að nálgast viðfangsefni út frá heildstæðum aðferðum og þrengja síðan vinnuna niður í einingar. Þessum hópi hentar alls ekki að læra t.d. lestur eftir hljóðaaðferðinni. Val kennara á kennsluaðferðum getur orðið til þess að gera sumum nemendum erfitt fyrir í námi. Kennari þarf að þekkja til mismunandi námshátta 7 og vita að námshættir nemenda eru ólíkir. Sumir læra fyrst og fremst út frá reynslu á meðan öðrum hentar betur íhugun og rökhugsun. Einnig er mismunandi hve ríkjandi sjónskyn, heyrnarskyn, snertiskyn og hreyfiskyn er. Kennari, sem hefur þekkingu á þessum grundvallarþáttum í fari hvers og eins, skipuleggur kennsluna m.t.t. þessa. Hann fellir að hverju viðfangsefni verklegar og bóklegar athafnir, stílar upp á rannsóknarmiðuð verkefni sem og afleidd verkefni og gefur kost á fjölbreyttum vinnubrögðum. Töflukennsla þarf að vera í hófi og ævinlega studd sjónrænum áreitum. Námsvitund 8 er annað hugtak sem þarf að vera ofarlega í huga kennara. Það felst í því að nemendur læri að læra - hugsi um hugsunina. Nemandinn lærir að þekkja sig sem námsmann, hverjir eru styrkleikar hans og hvernig hann getur stýrt fram hjá veikleikum sínum. Kennarinn þarf að vita að sumir námsmenn þróa sjálfir skilvirkar námsaðferðir sem veita þeim gott brautargengi í námi. En hann þarf líka að vita að nemendum, sem gengur þokkalega eða illa í námi, þróa síður eða ekki námsvitund af sjálfsdáðum. 9 Dæmi um slíkt er þegar nemandi nær ekki að skilja efni texta við fyrsta yfirlestur. Hann les textann yfir aftur og aftur uns hann annað hvort nær að skilja efnið eða honum bregst þróttur og hættir án þess að skilja. Hver og einn kennari þarf að vita að unnt er að kenna þessum nemendum skilvirkar leiðir til náms. Kennarinn þarf að hafa á valdi sínu tvær til þrjár námstækniaðferðir sem auðvelda nemendum nám. Hér verða nefndar þrjár aðferðir sem dæmi. Fyrstur er gagnvirkur lestur (Reciprocal 6 Meister Vitale, B. [án árs] Unicorns are real. A Right-Brained Approach to Learning. 7 Rúnar Sigþórsson o.fl Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda. 8 Rósa Eggertsdóttir Fluglæsi. 9 Brown og Palincsar Reciprocal Teaching of Comprehension Strategies: A Natural History of One. Rósa Eggertsdóttir

4 Teaching). Rannsóknir sýna að með góðri þjálfun í gagnvirkum lestri getur lesskilningur nemenda aukist úr 40% í 70-80% og haldist þar hálfu ári síðar. SSLSR 10 (skoða, spyrja, lesa, svara, rifja upp (SQ3R)) er önnur aðferð sem allir kennarar sem nota kennslubækur af einhverju tagi ættu að þekkja og þjálfa nemendur í að beita. Þriðja aðferðin sem hér er nefnd er hugtakakort (concept mapping) 11. Hún þykir henta einstaklega vel fyrir leshamlaða nemendur og þá aðra sem hafa ríkjandi sjónskynjun. Almennir kennarar sem nota námsbækur þurfa að hafa lágmarks- þekkingu á lestri. Gildir þá einu hvort þeir kenna í framhaldsskóla eða grunnskóla. Þeir þurfa að þekkja og skilja einkenni lestrarerfiðleika. Einkum og sér í lagi er mikilvægt að þeir þekki til leiða í kennslu sem henta leshömluðum nemendum. Þessir nemendur hafa jafna greind á við aðra og eiga fullan rétt á námi við hæfi skv. Aðalnámskrám Menntamálaráðuneytisins. Þótt oft sé unnt að draga úr einkennum þeirrar fötlunar sem leshömlun er þá verður hún ekki læknuð. Að lestrarnáminu sjálfu slepptu, þá henta nemendum með leshömlun svipaðar aðferðir og öðrum nemendum að viðbættum hliðrunum. Gildir þá einu hvort þeir nema í grunnskóla, framhaldsskóla eða háskóla. Hliðranir geta verið fólgnar í mörgu s.s. takmörkun lestrar, hlustun á hljóðbönd, áhorfi á myndbönd, munnlegum skilum á verkefnum og ritgerðum. Sjá má fyrir sér að nemendur noti upptökutæki til að taka upp innlagnir og fyrirlestra og tali stíla, ritgerðir og önnur verkefni inn á hljóðband í stað skriflegra skila. Draga þarf úr kröfum í stafsetningu við alla almenna vinnu og við skil formlegra verkefna megi nemendur leita til prófarakalesara. Próftíma má lengja, hafa fyrirmæli prófa á hljóðbandi o.s.frv. Nú á vormánuðum fékk nemandi nokkur hliðrun í þýsku og tók munnlegt próf auk þess sem hann notaði tölvu í stað venjulegrar ritunar. Hann hækkaði sig um rúma 5 heila í einkunn sem þýddi að hann fékk rúmlega 6 í einkunn. 12 Viðtöl við leshamlaða nemendur sýna að þeir vilja lúta sömu námskröfum og aðrir. Til að þeir eigi möguleika á að mæta þessum kröfum á sínum forsendum þarf að fara saman kennsla sem byggir á fjölþættri þekkingu kennara og hliðranir sem kennari og skóli veita. En hvað með lesturinn sjálfan? Nú er það svo að skólar reyna að sinna vel nemendum með leshömlun með því að bjóða þeim ítarlega lestrarkennslu til lengri eða skemmri tíma. Þessi kennsla gengur venjulega undir heitinu "sérkennsla" og fer oftar en ekki fram utan almenns bekkjarstarfs. Nemendum er oftast kennt nokkrum saman í hóp tvisvar til þrisvar í viku. Við þessa skipan yfirtekur sérkennarinn venjulega ábyrgð og umsjón með lestrarkennslunni. Bekkjarkennarinn ýmist styður við sérkennsluna eða hættir afskiptum af lestri nemandans á meðan á sérkennslu stendur, e.t.v. árum saman. Sérkennsla af þessu tagi er dýrasta kennsla hvers skóla. Þessa skipan mála þekkja margir áheyrendur hér vel. 10 Þóra Björk Jónsdóttir sjá Rósa Eggertsdóttir Fluglæsi. 11 Hyerle, David Visual Tools. 12 Guðlaug Hermannsdóttir, júní Rósa Eggertsdóttir

5 Hér eru settar fram miklar efasemdir um að þessi háttur sé sá sem gefur nemendum mestan og bestan árangur. Leshamlaður nemandi, sem er að takast á við lestrarnám, þarf ítarlega leiðsögn, öra upprifjun, mörg æfingatækifæri og sífellda endurgjöf á árangur. Tökum dæmi af nemanda sem þarf á margvíslegri þjálfun að halda og þar er komið sögu að hann þarf að ná fullnaðarfærni í hljóðrænum mun á g og k (gata-kata, ger-ker). Ákjósanlegt væri ef nemandinn fengi upphafsleiðsögn í tvær til þrjár kennslustundir hjá sérkennara en í framhaldi af henni fengi hann 15 æfingatækifæri á viku að lágmarki. Þau gætu t.d. verið í lok fyrsta, þriðja og fimmta tíma daglega. Verkefnin væru gjarnan sjálfstýrandi og unnin í samvinnu við annan nemanda. Bekkjarkennari og sérkennari væru í nánu samstarfi um uppbyggingu námsins, val og gerð verkefna, námsaðstæður í bekk, leiðsögn o.fl. sem fylgir. Reynslan sýnir að vel er unnt að flétta svokallaða sérkennslu inn í almenna kennslu. Sú spurning hlýtur þá að vakna hvernig skólar þurfi að haga skipulagi sínu svo það megi verða. Annar þáttur lestrarkennslu varðar lestur námsbóka. Svo virðist sem nemendum séu almennt ekki kenndar aðferðir til að lesa og skilja námsbókartexta. Þessu þarf að breyta hið fyrsta. Byrjendakennslan tekst eingöngu á við frumþætti lestrar. Það er brýnt að hætta ekki lestrarkennslunni þegar nemendur hafa náð nokkrum liðleika í lestri sögutexta. Lestrarkennsla ætti að eiga sér stað öll ár nemanda í grunnskóla. Hún tekur á sig mismunandi myndir eftir þörfum nemenda og aldri þeirra. Kenna þarf mismunandi leiðir lestrar s.s. nákvæmnislestur, yfirlitslestur og leitarlestur. Einnig þarf þjálfun í að bera skynbragð á hvenær heppilegt er að beita þessum aðferðum. Aðferðirnar þrjár sem fyrr voru nefndar gagnvirkur lestur, SSLSR og hugtakakort kæmu hér vel að gagni. Með þessu yrði námsvitund nemenda efld. Markvisst skipulag skóla Hér er sett fram sú skoðun að hinn almenni kennari sé eða ætti að vera helsta haldreipi nemenda. Bekkjarkennarinn þekkir nemandann best og hefur mesta svigrúmið til að sinna honum. Faggreinakennarinn kemur næst á eftir, hittir nemandann a.m.k. vikulega ef ekki fjórum til fimm sinnum í viku. Í hinu hefðbundna skipulagi hittir sérkennarinn nemendur e.t.v. jafnoft og faggreinakennarar. Það dugir þó ekki til vegna þess að hin persónubundna aðstoð og það að stunda nám á eigin forsendum þarf að hríslast inn í allt námið hvar sem er, hvenær sem er. Skipuleggja þarf starfið í skólanum út frá mikilvægi hins almenna kennara. Það er löngu þekkt að umbætur og skólaþróun takast þá fyrst þegar hinn almenni kennari fóstrar hugsunina innan veggja kennslustofunnar. Kjarninn er nemandinn og þarfir hans. Næstir honum standa þeir kennarar sem kenna honum mest. Öflugt stoðkerfi ráðgjafa er í næsta hring, ætlað til að styðja við kennarann og nemandann beint, sé þörf talin á. Í ýmsum tilvikum mun þurfa tveggja kennara kerfi þar sem kennarar deila jafnri ábyrgð á undirbúningi, kennslu og mati. Hluti af skipulagi skóla þarf að vera viðvarandi matsvinna. Skólinn setur sér viðmið fyrir árangur og metur þarfir nemenda út frá þeim viðmiðum. Þegar þarfir nemenda eru ljósar metur skólinn hve mikið þarf að styðja við kennara til að þeir verði færir um að mæta þessum þörfum nemenda. Í framhaldinu er skipulögð ráðgjöf og endurmenntun til að gera kennarana hæfari til að mæta sífellt fjölþættari þörfum nemenda. Sá háttur að vísa nemendum frá bekkjarkennslu að hluta eða öllu leyti leiðir það af sér að bekkjarkennarinn og faggreinakennarinn læra ekki að takast á við sífellt Rósa Eggertsdóttir

6 fjölbreyttari verkefni. Þeirra færni verður "status quo" - lítt breytanleg - enda finna þeir lausnir í því að afgreiða nemendur frá sér til einhverra annarra sem þeim finnst að ættu að geta meira en þeir sjálfir. Er þetta ásættanlegt? Samantekt Ýmsar spurningar hafa verið lagðar hér fram og leitast við að benda á leiðir sem geta reynst vel varðandi lestrarkennslu og kennslu leshamlaðra nemenda. Þekkingarheimurinn veit að um 4-7% nemenda í hverjum árgangi er og mun verða leshamlaður. Skólar á öllum skólastigum eru að verða sér æ meðvitaðri um mikilvægi lestrar og um leið siðferðilegan rétt leshamlaðra til að jafnréttis í námi. En svo er það spurningin hvort kennaramenntunarstofnanir séu í takt við tímann? Undirbúa þær alla kennara fyrir að mæta þörfum misvel læsra nemenda? Að lokum: Lestur og ritmál er hluti af daglegu lífi í þjóðfélaginu. Sá sem er ekki læs á á brattann að sækja. Það er ljóst að framhaldsskólinn hefur um margra ára skeið fundið fyrir því að nemendur hafi ekki nægilega lestrarfærni miðað við lestrarkröfur framhaldsnámsins. Spyrja má hvort þjóðin sé almennt nægilega vel læs? Lágmarksviðmiðun fyrir læsi í grunnskólum virðist vera um orð á mínútu. Erlend viðmið fyrir fullorðna eru um orð 13 á mínútu fyrir almennan lestur. Það er kominn tími til að taka til endurskoðunar lestur og lestrarkennslu í heild sinni í grunnskólum landsins. Skýra stefnumótun þarf varðandi málefni leshamlaðra svo þeir geti notið náms. Hækka þarf almenn viðmunarmörk varðandi lesskilning og leshraða. Innleiða þarf meiri fjölbreytni í kennsluháttum og gagnger endurskoðun þarf að fara fram á hvernig mati er almennt háttað í lestri. Er annað ásættanlegt en að veita nemendum þá bestu kennslu í lestri sem völ er á? 13 Flexible Reading. GENS 099: STRATEGIES FOR COLLEGE READING. Rósa Eggertsdóttir

7 Heimildaskrá Brown, Ann L. og Annemarie Sullivan. April Reciprocal Teaching of Comprehension Strategies: A Natural History of One. Program for Enhancing Learning. Technical Report No Durkin, Dolores. Sjá Iving. Flexible Reading. GENS 099: STRATEGIES FOR COLLEGE READING. Sótt. 3. júní Guðlaug Hermannsdóttir Viðtal við Guðlaugu kennara við Verkmenntaskólann á Akureyri í júní. Hyerle, David Visual Tools. Alexandria: ASCD. Irvin, Judith Reading and the Middle School Student. Stragegies to Enhance Literacy. London: Allyn and Bacon. Meister Vitale, B Unicorns are real. A Right-Brained Approach to Learning. New York: Warner Books. Rósa Eggertsdóttir Fluglæsi. Akureyri: Eyþing. Rúnar Sigþórsson ritstj., Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir og Mel West Aukin gæði náms. Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík: KHÍ. Schwartz, Robin L Learning Disabilities and Foreign Language Learning: A Painful Collision. Þóra Björk Jónsdóttir sjá Rósa Eggertsdóttir Fluglæsi. Rósa Eggertsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði?

Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Er fylgni á milli erfiðleika í lestri og stærðfræði? Niðurstöður samræmdra prófa hjá einum árgangi í 4., 7. og 10. bekk Sigríður Helga Ármannsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Er fylgni

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2010 Dyslexía Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Sigríður Jóhannesdóttir Leiðsögukennari: Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Lokaverkefni

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Dyslexía og tungumálanám

Dyslexía og tungumálanám Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Dyslexía og tungumálanám Guðrún Kristín Þórisdóttir Hjördís Jóna Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Grunnskólabraut Maí 2007 1 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Dyslexía og tungumálanám

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Upplifun starfsmanna leikskóla á notkun K-PALS aðferða til að þjálfa byrjandi lestrarfærni hjá fimm og sex ára leikskólabörnum Kristín Helga Guðjónsdóttir Lokaverkefni

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Ígrundun starfsþroski starfsþróun

Ígrundun starfsþroski starfsþróun Ígrundun starfsþroski starfsþróun Fyrirlestur á námskeiði kennara í Árskóla og Varmahlíðarskóla 21. ágúst 2009 Rúnar Sigþórsson HA Sá sem mænir til stjarnanna mun að sönnu ekki ná takmarki sínu. Hins vegar

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM Michael Dal lektor YFIRLIT Kynning Hvað er dýslexía? Dýslexía og tungumálanám DYSLANGUE samevrópsk verkefni um leshömlun og tungumála (Austurríki, Danmörk og Ísland)

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Lesskimun fyrir fyrsta bekk grunnskóla. Handbók

Lesskimun fyrir fyrsta bekk grunnskóla. Handbók Lesskimun fyrir fyrsta bekk grunnskóla Handbók Leið til læsis Lesskimun fyrir fyrsta bekk grunnskóla Handbók Ritsjóri Steinunn Torfadóttir Reykjavík 2011 Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi Leið til

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Brynhildur Anna Ragnarsdóttir M.A. ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði nr. 1992 Leiðbeinandi: Dr. Jón Torfi Jónasson Haust 2002 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 2002

More information

Lestrarstefna Hraunvallaskóla

Lestrarstefna Hraunvallaskóla Lestrarstefna Hraunvallaskóla,,Ó voldugu álfkonur gefið nýfæddu barni mínu ekki aðeins heilsu, fegurð, ríkidæmi og allt hitt sem þið eruð vanar að koma stormandi með gefið barni mínu lestrarhungur 0 (Astrid

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja

Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja Ásgerður Inga Stefánsdóttir og Steinunn Björt Óttarrsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu

More information

Lesskimunarprófið Læsi Skýrsla unnin fyrir Menntamálaráðuneytið

Lesskimunarprófið Læsi Skýrsla unnin fyrir Menntamálaráðuneytið Skólaþróunarsvið Kennaradeildar Lesskimunarprófið Læsi Skýrsla unnin fyrir Menntamálaráðuneytið Guðmundur Engilbertsson Rósa Eggertsdóttir Mars 2004 Efnisyfirlit INNGANGUR...2 KENNINGAR UM LÆSI OG LESTRARERFIÐLEIKA...3

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi nám Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Læsi á náttúrufræðitexta

Læsi á náttúrufræðitexta Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps nemenda á unglingastigi á orðum í náttúrufræðitexta Elsa Björk Guðjónsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Læsi á náttúrufræðitexta Skilningur hóps

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Anna Guðrún Júlíusdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun

More information

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Kennaraháskóli Íslands Doktorsvörn 9. maí 2008 Rúnar Sigþórsson Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi?

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Bergljót Hrönn Hreinsdóttir 020960-4269 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar Davíð A. Stefánsson Sigrún Valdimarsdóttir Neistar Kennsluleiðbeiningar Neistar Kennsluleiðbeiningar 2014 Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Sigríður Wöhler

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

CSE PM5 - Aalborg Ferðasaga september 2016

CSE PM5 - Aalborg Ferðasaga september 2016 Mánudagur 5. september 2016 CSE PM5 - Aalborg Ferðasaga 5. 8. september 2016 Lentum í Álaborg um hálf sjö og tékkuðum okkur inn á hótel. Okkur virðist fyrirmunað að kaupa okkur farmiða með farangursheimild

More information

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál ... Greining Menntamálastofnunar Dags: 1. febrúar 2018 Höfundar: Hulda Karen Daníelsdóttir og Hulda Skogland Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál Samantekt: Niðurstöður PISA-prófanna

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Anna Þóra Baldursdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Reynsla skólastjóra

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Skapandi skóli Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Í þessari handbók er að finna hagnýtar hugmyndir um fjölbreytta og skapandi kennslu fyrir kennara á öllum stigum grunnskóla. Fjallað

More information

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsd og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

More information