Mat í þágu náms eða nám í þágu mats

Size: px
Start display at page:

Download "Mat í þágu náms eða nám í þágu mats"

Transcription

1 Kennaraháskóli Íslands Doktorsvörn 9. maí 2008 Rúnar Sigþórsson Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum grunnskólum Ég vil hefja mál mitt á því að þakka Kennaraháskóla Íslands fyrir þann heiður að taka gilda til varnar doktorsritgerð mína sem ég hef lagt fram. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir rannsóknarverkefni sem fjallar um samræmd próf í náttúrufræði og íslensku á miðstigi og unglingastigi grunnskóla. Ég mun nú kynna þetta verkefni í stuttu máli; segja ykkur fyrst frá bakgrunni þess og rannsóknarspurningu, þá af rannsókninni sjálfri og fræðilegum grunni eða hugtakalíkani verksins, því næst draga fram nokkrar stiklur úr niðurstöðum rannsóknarinnar og ljúka erindi mínu með nokkrum ályktunum. Rannsóknin fjallar um samhengi prófanna við Aðalnámskrá grunnskóla og við kennsluhugmyndir kennara, kennslu og nám, einkum í aðdraganda prófanna; náttúrufræðiprófsins við lok 10. bekkjar, könnunarprófsins í íslensku í 7. bekk og lokaprófsins í 10. bekk. Rannsóknin snertir þannig margar hliðar skólastarfs: Hugmyndir, fagmennsku og hæfni kennara; tilhögun kennslu, nám og námsmat og uppskeru nemenda af námi sínu. Rannsóknarefnið er byggt á þeirri tilgátu að samræmd próf séu ekki hlutlaust mælitæki heldur setji þau mark sitt á kennslu í þeim greinum sem prófað er úr. Einnig er horft á rannsóknarefnið í ljósi þess að samræmdu lokaprófin í 10. bekk hafa þýðingarmikil áhrif á framtíð nemenda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort, og þá hvernig, samræmd próf móta starfið í kennslustofunni í þessum greinum; hugmyndirnar sem kennarar byggja á þegar þeir taka ákvarðanir um inntak kennslu sinnar, tilhögun hennar, viðfangsefni nemenda og mat á árangri þeirra. Í samræmi við þetta markmið var leitað svara við eftirfarandi meginspurningu: Að hvaða marki og á hvern hátt setja samræmd próf í náttúrufræði í 10. bekk og íslensku í 7. og 10. bekk mark á kennsluhugmyndir, ákvarðanir og kennslutilhögun kennara og viðfangsefni og nám nemenda í fjórum íslenskum grunnskólum. Viðfangsefni þessarar meginspurningar var síðan afmarkað með undirspurningum sem beindust að ýmsum hliðum rannsóknarefnisins.

2 Snið og gagnasöfnun Rannsóknin sjálf var tiltölulega hefðbundin eigindleg tilviksrannsókn þar sem litið var á greinarnar tvær (íslensku og náttúrufræði) sem megintilvik. Hún var gerð í fjórum heildstæðum en að öðru leyti ólíkum grunnskólum. Gögnum var safnað með einstaklingsviðtölum við skólastjóra skólanna og kennara í náttúrufræði og íslensku, með rýnihópaviðtölum við nemendur, með vettvangsathugunum í kennslustofum viðmælenda og skoðun á prentuðum gögnum (einkum af vef) frá skólunum. Fræðilegt samhengi 1 Eins og ég sagði áðan er rannsóknarefnið byggt á þeirri tilgátu að samræmd próf séu ekki hlutlaust mælitæki heldur setji þau mark sitt á kennslu í þeim greinum sem prófað er úr. Það mark er þó ekki endilega neikvætt og í ritgerðinni er einmitt fjallað um samræmd próf sem lið í viðleitni stjórnvalda, íslenskra sem erlendra, í að bæta árangur menntakerfisins með því að setja nákvæm og samræmd kunnáttumarkmið, gera kröfur um tiltekinn árangur nemenda; nota samræmd próf til að mæla árangur nemenda og bera hann saman við markmiðin og kröfurnar um frammistöðu, og gera loks nemendur og skóla ábyrga fyrir því að sett mörk náist og nota jafnvel einhvers konar umbun og viðurlög sem hvata til að það gerist. Það má líta á þessa hugmynd sem námskrárlíkan sem er reyndar vel þekkt, m.a. bæði úr fræðilegum grunni TIMSS og PISA- rannsóknanna. Það samanstendur af þremur meginþáttum. Áformaðri, virkri og áunninni námskrá (Mullis o.fl., 2007; OECD, 2005). Ef við skoðum aðeins inn í þessa kassa þá sjáum við að áformaða námskráin svarar til opinberra markmiða og annarra fyrirmæla stjórnvalda um kennslu og nám. Ég lít einnig á samræmd próf sem hluta af áformuðu námskránni enda eru þau meginleið stjórnvalda til að fylgjast með árangri í skólakerfinu og hvernig gengur að uppfylla opinber markmið. Virka námskráin svarar til þess hvernig sú áformaða kemur til framkvæmda í kennslustofunni. Hún felur í sér tvo meginþætti: Kennslu og nám. Kennsla felur í sér atriði sem kennarar geta haft stjórn á með ákvörðunum sínum og athöfnum meðan nám byggist á innri forsendum nemenda sem kennarar hafa enga beina stjórn á en verða engu að síður að reyna að skilja til að geta lagað kennslutilhögun sína að þeim. Áunnin námskrá svarar til þess sem nemendur uppskera í víðum skilningi: Í námsgreinum, í tilfinningalegum og félagslegum þroska og forsendum til frekara náms. Á sumt af þessu verðum við að líta sem forsendur náms jafnt sem uppskeru þess; til dæmis námsáhuga, námsvitund og sjálfstraust, sem og það að nemendur læri að umgangast þekkingu, afla sér þekkingar og viðhalda henni. 1 Í þessu erindi var aðeins á örfáum stöðum vísað beint til heimilda. Það er ekki gert heldur í þessari prentuðu gerð þess en vísað til 4. og 5. kafla ritgerðarinnar. 2

3 En getum við þá gefið okkur að það sé nóg að setja opinbera námskrá, prófa nemendur í markmiðum hennar og ætla svo að sigla árangri nemenda í höfn á sjálfstýringunni. Svarið er líklega nei. Fræðimenn á sviði skólaþróunar hafa lengi bent á að vandinn við þessa hugmynd sé einkum sá að hið beina samband sem menn ætla að sé milli stefnu stjórnvalda, kennslunnar og námsárangurs nemenda sé ekki til staðar. Ástæðurnar eru einkum þær að litið er framhjá mikilvægum þáttum sem framkvæmdin veltur á svo sem kennurum sjálfum; innri skilyrðum í skólum sem hlúa að fagmennsku kennara og starfsþróun; ytri skilyrðum og björgum sem eru á forræði stjórnvalda og loks hliðarverkunum mælinganna sjálfra sem notaðar eru til að meta árangur nemenda. Um leið verðum við að skoða neikvæð áhrif samræmdra prófa í þessu sama ljósi. Ef þau hafa ekki bein milliliðalaus góð áhrif á nám og kennslu getum við varla gert ráð fyrir að þau hafi bein og milliliðalaus slæm áhrif heldur. Við verðum að hafa í huga að það eru kennarar sem koma fyrirhuguðu námskránni í framkvæmd í skólunum, enda þótt framkvæmd þeirra sé vissulega háð ýmsum ytri þáttum sem þeir hafa ekki að öllu leyti stjórn á. Kennaraþáttur líkansins sem ég er að draga hér upp er byggður á þeirri niðurstöðu fræðimanna að raunveruleg áhrif áformuðu námskrárinnar séu meðal annars komin undir kennsluhugmyndum kennara sjálfra, þekkingu þeirra og hæfni, sjálfstrausti gagnvart starfinu, fagmennskuhugmyndum og ákvörðunum sem á þessu eru byggðar. Hugtakalíkan rannsóknarinnar Áformuð námskrá Lög, Aðalnámskrá, aðrar reglugerðir og samræmd próf Kennarar Kennsluhugmyndir, þekking og hæfni, sjálfstraust og líðan, fagmennska og -hugmyndir Virk námskrá Kennsla: Inntak, tilhögun, námsmat, námsaðlögun Nám: Eiginleikar og forsendur, Námsáhugi og námshættir nemenda Áunnin námskrá Uppskera nemenda Rúnar Sigþórsson 9. maí 2008 Mynd 1: Hugtakalíkan rannsóknarinnar: Heildarsýn á námskrá, kennslu og nám Á þessum fjórum þáttum er hugtakalíkan rannsóknarinnar byggt. Námskrárhlutarnir þrír eru sóttir til námskrárlíkans TIMSS- og PISA-rannsóknanna sem ég brá upp áðan en að 3

4 öðru leyti er bygging líkansins undir áhrifum frá ýmsum fræðimönnum (M. Allyson Macdonald, 2002; Shepard, 2000; Trigwell og Prosser, 2005) og til innviða líkansins var dregið úr mörgum áttum enda er það rammi utan um fræðilegan grunn rannsóknarinnar niðurstöður hennar og umræður um þær. Stiklur úr niðurstöðum Kennararnir voru í meginatriðum sáttir við Aðalnámskrá grunnskóla og töldu hana í stórum dráttum samrýmast hugmyndum sínum um greinarnar sem þeir kenna. Hins vegar töldu þeir að prófin endurspegli ekki nægilega vel efnisþætti námskrárinnar, sem þeim er þó ætlað að meta. Viðmælendur mínir voru meðvitaðir um að þeir ættu að framfylgja Aðalnámskrá grunnskóla og um leið búa nemendur undir samræmd próf sem að þeirra mati endurspegla ekki nægilega vel þessa sömu námskrá og kalla á aðrar áherslur í kennslu og námi en lesa má út úr henni. Úr þessu verður togstreita milli þess hvorum herranum kennararnir eigi að þjóna: Námskránni eða prófunum. Hjá flestum verður hollustan við nemendur það sem úrslitum ræður og kennarar gera það sem þeir telja að búi nemendur best undir samræmda prófið. Þrátt fyrir stuðning við Aðalnámskrá grunnskóla telja flestir kennaranna hana of viðamikla til að hægt sé að gera henni skil innan tímaramma viðmiðunarstundakrár. Flestir bregðast við þessu með því að velja og hafna úr efnisþáttum aðalnámskrárinnar í samræmi við það sem þeir telja að komi nemendum best sem undirbúningur fyrir samræmdu prófin. Við þetta fá vissir efnisþættir minna vægi en Aðalnámskrá grunnskóla 1999 gerir ráð fyrir en aðrir meira. Í náttúrufræði er áberandi að kennslubókunum í bókaflokknum Almenn náttúruvísindi er nákvæmlega fylgt. Meginhluti kennslunnar er bóklegur þar sem miðlað er staðreyndum og hugtökum sem sótt eru í texta bókanna. Verkleg kennsla virðist víkjandi. Sama er að segja um efni sem varðar líkama mannsins, kynfræðslu, umhverfismennt, vistfræði og viðhorf til umhverfis, náttúru og vísinda. Í íslensku er áhersla á málfræðikennslu mest áberandi, auk kennslu í bókmenntum, stafsetningu og æfinga í ritun. Tilteknir efnisþættir í aðalnámskránni í íslensku, einkum talað mál og tjáning, hlustun og áhorf fá litla áherslu. Margir íslenskukennaranna lýstu áhyggjum af minnkandi málþroska, lesskilningi og jafnvel ritunarfærni nemenda á unglingastigi. Í rannsókninni er ekki tekin nein afstaða til þess hvort þetta á við rök að styðjast en vakin athygli á því að þess sáust lítil merki að við væri brugðist heldur haldið áfram að kenna málfræði og annað sem hægt er að prófa á samræmda prófinu. Kennslutilhögun kennara tók mið af því að þeir telja sig þurfa að komast yfir mikið efni á knöppum tíma. Hún einkennist af kennsluháttum sem ég kenni við fræðara (e. informers) í ritgerðinni. Fræðarinn er sá sem miðlar efni, spjallar við nemendur og spyr spurninga þar sem einungis eitt rétt svar kemur til greina. Að lokinni fræðslu frá töflu 4

5 vinna nemendur verkefni í sætum sínum, ýmist hver fyrir sig eða með valfrjálsri samvinnu. Helstu frávikin frá þessu er að finna í kennslu nokkurra íslenskukennara sem láta nemendur vinna samkvæmt áætlunum þar sem reynt er að flétta saman efnisþáttum íslenskunámskrárinnar. Þessar áætlanir víkja þó fyrir málfræðikennslu með aðferð fræðarans þegar líður að samræmda prófinu. Í niðurstöðunum kemur fram að enda þótt allir kennararnir telji mikilvægt að koma með einhverjum hætti til móts við mismunandi þarfir nemenda skortir þá úrræði til þess innan ríkjandi kennsluskipulags og einstaklingsmiðun, sem ég kalla í ritgerðinni námsaðlögun, stendur veikt. Kennararnir hafa reyndar misjafnlega skýrar hugmyndir um námsaðlögun en þeir sem á annað borð lýsa slíkum hugmyndum eru töluvert uppteknir af því að samræmdu prófin þrengi kosti sína til að vinna samkvæmt hugmyndum sínum. Þessir kennarar sjá í aðalnámskránni og samræmdu prófunum togstreitu milli þess hvort eigi að vera rétthærra: Sá jöfnuður sem felst í að meðhöndla alla á sama hátt eða möguleikar skólans til að mæta ólíkum einstaklingum á eigin forsendum. Námsmat kennara var einkum tvenns konar. Skrifleg próf í lok anna og símat á önninni. Hvort tveggja virtist fyrst og fremst vera lokamat. Mikill hluti símatsins var skyndipróf og skilaverkefni, ýmiss konar, sem metin voru til einkunna. Eitt af því sem vekur athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar er víðtæk notkun eldri samræmdra prófa allt frá vori í 9. bekk og eins að vorinu í 6. bekk. Að sögn kennara er tilgangurinn öðrum þræði að kynna nemendum prófformið en þessi próf eru einnig notuð beinlínis sem námsmat skólans og stundum sem stöðupróf til að meta þarfir nemenda fyrir upprifjun og jafnvel sérkennslu. Nemendur höfðu mismunandi afstöðu til þess að fara í samræmd próf. Mörgum fannst það í góðu lagi en hjá nokkrum þeirra ollu prófin og undirbúningur þeirra kvíða og streitu. Eitt af því sem ýtti undir slíkt voru formleg æfingapróf þar sem eldri samræmd próf voru lögð fyrir í fullri lengd og jafnvel reynt að líkja eftir aðstæðum þegar raunverulegu prófin eru haldin. Nemendur sem ég ræddi við tóku þessi próf alvarlega og litu almennt á þau sem forspá um gengi sitt á raunverulega prófinu. Nokkrir nemendur sem stóðu tæpt í námi sögðu að þessi próf verkuðu illa á sig og þeir sáu í þeim lokastaðfestingu skólans á því að þeir myndu falla á samræmdu prófunum. Svipaða sögu var að segja af hvatningu kennara til nemenda um að undirbúa sig vel fyrir prófin og mikilvægi þess að standa sig vel á þeim. Mörgum nemendum fannst ágætt að láta halda sér við efnið en sumum þeirra sem töldu sig eiga litla eða enga möguleika á að standa undir þessum væntingum fannst þetta nánast ógnandi og auka við streitu og kvíða. Þrátt fyrir alvöru málsins mátti stundum finna spaugilegar hliðar á því sem nemendur sögðu um þetta. Stúlka í 10. bekk sagði t.d. við mig: Ég held að það verði erfitt í samfélagsfræðinni út af öllum þessum alþingismönnum og öllu því rugli. Skýringin á þessari svartsýnu spá um áhrif alþingismannanna var sú að í æfingaprófinu sem þessir krakkar 5

6 voru nýbúnir að taka áttu þeir að tengja nöfn nokkurra alþingismanna við stjórnmálaflokkana sem þeir voru í. Sú þekking og færni sem nemendur bera úr býtum af skólagöngu sinni stendur í beinu sambandi við það hvernig kennarar velja inntak virku námskrárinnar og haga kennslu og viðfangsefnum nemenda. Af sjálfu leiðir að nemendur öðlast ekki þekkingu og færni á þeim sviðum Aðalnámskrár grunnskóla sem fá litla athygli í virku námskránni. Margt af því sem nemendur sögðu í viðtölunum fannst mér bera vott um námsmenningu sem einkenndist af litlum námsáhuga, og sókn í einkunnir fremur en nám þar sem ýtt væri undir ígrundun og lausnaleit, djúpan skilning, hugsmíðar og sköpun. Ályktanir og álitamál Hér verður auðvitað að taka skýrt fram að út frá því úrtaki sem þessi rannsókn náði til verður ekki alhæft út frá niðurstöðum hennar. Eins og aðrar eigindlegar rannsóknir náði hún til fárra þátttakenda, sem í einhverjum skilningi má líta á sem takmörkun hennar. Í öðrum skilningi er það hins vegar styrkur rannsóknarinnar því í niðurstöðum hennar reyndist unnt að draga upp mjög nákvæma mynd af rannsóknarefninu. Þannig má segja að þrátt fyrir að ekki verði alhæft út frá niðurstöðunum eiga þær að geta aukið skilning okkar á samhengi samræmdra prófa við kennsluhætti og nám. Það er ekki síst mikilvægt í ljósi þess að mér vitanlega hafa ekki verið gerðar rannsóknir hér á landi þar sem reynt er að setja samræmd próf í samhengi við kennslu og nám, enda þótt til sé fjöldi erlendra rannsókna, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum um efnið. Sú mynd af virku námskránni og þeirri áunnu sem dregin er upp í ritgerðinni er vissulega önnur en ég hefði viljað sjá. En í ljósi þeirrar meginspurningar sem lagt var upp með í þessa rannsókn verður óhjákvæmilega að spyrja: Eru samræmdu prófin það sem úrslitum ræður um mótun þessara þátta námskrárinnar? Ég held að niðurstöður rannsóknarinnar um virku og áunnu námskrána verði að skoða í því ljósi að fleira en samræmd próf geti sett mark á hana. P Í fyrsta lagi eru samræmd próf hluti af stærra samhengi sem er Aðalnámskrá grunnskóla, prófin sjálf og loks þrýstingur á frammistöðu skóla og nemenda sem m.a. er skapaður með samanburði niðurstaðna, birtingu þeirra og tengingu við inntökuskilyrði í framhaldsskóla. Þetta verður allt að skoða í samhengi því að í sjálfu sér má vel hugsa sér samræmd próf án þess að hinir tveir þættirnir séu til staðar. P Í öðru lagi verður að hafa í huga (eins og ég vék að í upphafi þessarar framsögu) að áhrif samræmdu prófanna á virku námskrána verði að skoða í ljósi þess að fleira en þau móti kennsluhugmyndir kennara og þar með ákvarðanir þeirra um kennslu og nám þótt það sé ekki einfalt mál að greina þessa þætti sundur. P Þrátt fyrir þessa varnagla virðist mér engu að síður að samræmdu prófin og það kerfi sem þau eru hluti af hafi sett mark á kennsluhugmyndir og ákvarðanir viðmælenda minna sem 6

7 margir menntunarfræðingar myndu telja óheppilegt. Nokkrir menntunarfræðingar sem vitnað er til í ritgerðinni halda því fram að kerfi opinberra námskrárstaðla, samræmdra prófa og ábyrgðarskyldu ýti undir það sem þeir kalla ósjálfstæða fagmennsku eða jafnvel forstig fagmennsku. Slík fagmennska einkennist af hugmyndum kennara um sjálfa sig sem nokkurs konar tæknimenn sem hafa það hlutverk fyrst og fremst að miðla þekkingu til nemenda í samræmi við forskriftir stjórnvalda. Að sama skapi einkennast hugmyndir þeirra af óljósum hugmyndum og starfið sem pedagógískan praxis sem hvílir á grunni siðferðilegs gildismats um skólastarf sem menntandi ætlunarverk sem hefur það meginmarkmið að koma öllum til nokkurs þroska, kenna þeim að lifa á ábyrgan hátt í sátt og samlyndi og bæta samfélög manna. P Það er heldur ekki hægt að loka augunum fyrir því að flestir kennaranna sem rætt var við í rannsókninni töldu samræmdu prófin kalla á forgangsröðun viðfangsefna og tilhögun kennslu sem var að ýmsu leyti önnur en þeir lásu út úr Aðalnámskrár grunnskóla og samrýmdist þeirra eigin hugmyndum en þar sem ágreiningur varð létu þeir þarfir prófanna ráða með hagsmuni nemenda af því að ná prófunum að leiðarljósi. P Samt er ekki hægt að lesa út úr niðurstöðum þessarar rannsóknar að þetta séu endilega skilvirkasti undirbúningur undir prófin. Hins vegar virtust kennarar telja að svo væri og sjá þar af leiðandi e.t.v. ekki mikinn tilgang í að tileinka sér aðra starfshætti. P Í lokaályktunum rannsóknarinnar er dregin sú ályktun að mark samræmdu prófanna verði að skoða í ljósi gróinnar hefðar sem bandaríski menntunarfræðingurinn Lorrie Shepard (2000) kallar arfleifð 20. aldarinnar. Þá arfleifð telur Shepard einkennast af námskenningum sem sækja til atferlisstefnu og tengslanáms (e. asssociationist & behaviourist learning theories) þar sem þekking er brotin niður í prófanlegar einingar sem miðlað er til nemenda í fyrirfram ákveðinni röð, námskrá og kennsluskipulagi sem einkennist af stöðlun þekkingar og aðgreiningu nemenda í anda vísindastjórnunar og verksmiðjulíkans af skólanum, námsmati byggðu á tölfræðilegum mælingum. Þessir þrír þættir eru splæstir saman í órjúfanlega heild þannig að einum þeirra verður ekki hnikað án samhengis við hina. Færa má rök fyrir því að samræmd próf séu hluti af þessari arfleifð, hafi átt þátt í að móta hana og séu e.t.v. um leið eitt sterkasta aflið sem viðheldur henni. Hugmyndir og athafnir kennara virðast mótaðar af þessari arfleifð og þær breytast ekki meðan þeir eru gerðir ábyrgir fyrir meðaleinkunn nemendahóps fremur en árangri einstakra nemenda eða kennslu samkvæmt námskrá. Og meðan hugmyndir og athafnir kennara breytast ekki, breytist líklega fátt sem máli skiptir í kennslustofunni, a.m.k. ef við göngum út frá orðum þeirra menntunarfræðinga sem halda því fram að enginn breyti lífheimi kennslustofunnar nema kennarar sjálfir. 7

8 Heimildir 2 M. Allyson Macdonald. (2002). Kennslulíkan. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt 21. maí 2006 af Mullis, I. V. S., Martin, M. O., Ruddock, G. J., O'Sullivan, C. Y., Arora, A. og Erberber, E. (2007). TIMSS 2007: Assessment frameworks. Sótt 19. febrúar 2007 af vef International Association for the Evaluation of Educational Achievement (IEA): OECD. (2005). Contextual framework for PISA 2006 (draft version). OECD. Shepard, L. (2000). The role of classroom assessment in teaching and learning (CSE Technical Report 517). Los Angeles: National Centre for Research on Evaluation, Standards, and Student Testing (CRESST) Graduate School of Education University of California. Los Angeles og Center for Research on Education, Diversity and Excellence, University of California, Santa Cruz. Trigwell, K. og Prosser, M. (2005). Editorial. Higher education, 49, Rúnar Sigþórsson Hér eru einungis nefndar þær heimildir sem beinlínis eru nefndar í textanum. Að öðru leyti er vísað til heimildaskrár ritgerðarinnar sjálfrar. 8

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Ígrundun starfsþroski starfsþróun

Ígrundun starfsþroski starfsþróun Ígrundun starfsþroski starfsþróun Fyrirlestur á námskeiði kennara í Árskóla og Varmahlíðarskóla 21. ágúst 2009 Rúnar Sigþórsson HA Sá sem mænir til stjarnanna mun að sönnu ekki ná takmarki sínu. Hins vegar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum 1

Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum 1 , 83 99 83 Sýn fimm grunnskólakennara á nám og kennslu í náttúruvísindum 1 Meyvant Þórólfsson, Allyson Macdonald og Eggert Lárusson Kennaraháskóla Íslands Ytri leiðarljós hafa orðið kennurum í náttúruvísindum

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál ... Greining Menntamálastofnunar Dags: 1. febrúar 2018 Höfundar: Hulda Karen Daníelsdóttir og Hulda Skogland Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál Samantekt: Niðurstöður PISA-prófanna

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi?

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Bergljót Hrönn Hreinsdóttir 020960-4269 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Anna Guðrún Júlíusdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Menntun til sjálfbærni skilyrði til innleiðingar

Menntun til sjálfbærni skilyrði til innleiðingar Menntun til sjálfbærni skilyrði til innleiðingar Eigindleg rannsókn á viðhorfum og skilningi grunnskólakennara og skólastjórnenda Katrín Sigurbjörg Sveinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Magnús Ólafsson Kjartan Ólafsson Rósa Eggertsdóttir Kristján M. Magnússon Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Langtímarannsókn meðal barna í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði

More information

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Anna Þóra Baldursdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Reynsla skólastjóra

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Um tilgang og markmið menntunar (Frelsi til að kafa djúpt II) Oddný Sturludóttir

Um tilgang og markmið menntunar (Frelsi til að kafa djúpt II) Oddný Sturludóttir Um tilgang og markmið menntunar (Frelsi til að kafa djúpt II) Oddný Sturludóttir Grein II um rannsókn mína á skólastarfi alþjóðlegs grunnskóla við Rauðahafið beinir kastljósinu að því hvaða augum starfsfólk

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 21. árgangur 1. hefti 2012 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UNIVERSITY OF ICELAND, SCHOOL OF EDUCATION and UNIVERSITY OF AKUREYRI Leiðbeiningar fyrir höfunda og ritrýna

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Netla - Tilgangur námsmats - Rannsókn á stefnumörkun grunnskóla

Netla - Tilgangur námsmats - Rannsókn á stefnumörkun grunnskóla 1 af 13 24.2.2012 13:44 Ráðstefnurit Netlu: Rannsóknir Nýbreytni Þróun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ráðstefnugrein birt 15. desember 2009 Meyvant Þórólfsson, Ingvar Sigurgeirsson og Jóhanna Karlsdóttir

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Kennaramenntun og skólastarf í ljósi ólíkra viðhorfa til náms

Kennaramenntun og skólastarf í ljósi ólíkra viðhorfa til náms Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Hafþór Guðjónsson Kennaramenntun og skólastarf í ljósi ólíkra viðhorfa til náms Í grein þessari er fjallað um kennaramenntun og skólastarf

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Störf deildarstjóra í grunnskólum

Störf deildarstjóra í grunnskólum Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir Störf deildarstjóra í grunnskólum verkefni og áherslur Um höfunda Efnisorð

More information

Skólamálfræði Hver er hún og hver ætti hún að vera?

Skólamálfræði Hver er hún og hver ætti hún að vera? Skólamálfræði Hver er hún og hver ætti hún að vera? Um markmið og áhrif málfræðikennslu á unglingastigi grunnskólans Hanna Óladóttir Ritgerð lögð fram til doktorsprófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku-

More information

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Guðmundína Arndís Haraldsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Allt sem

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Þorbjörg

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Kjölfesta eða dragbítur?

Kjölfesta eða dragbítur? Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 15. desember 2011 Þorsteinn Helgason Kjölfesta eða dragbítur? Gagnrýnin hugsun og kennslubækur í sögu Gagnrýnin hugsun er hátt skrifuð í vestrænu þjóðfélagi,

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 38.-59. Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Svava Björg Mörk leikskólanum Bjarma í

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Magnea Hreinsdóttir, Björk Ólafsdóttir,

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Kynngi orðsins. Rannsókn á miðlun menningararfsins í framhaldsskólum. Hugvísindasvið. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum bókmenntum

Kynngi orðsins. Rannsókn á miðlun menningararfsins í framhaldsskólum. Hugvísindasvið. Ritgerð til MA-prófs í íslenskum bókmenntum Hugvísindasvið Kynngi orðsins Rannsókn á miðlun menningararfsins í framhaldsskólum Ritgerð til MA-prófs í íslenskum bókmenntum Rósa Marta Guðnadóttir Maí 2015 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenskar bókmenntir

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information