Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Size: px
Start display at page:

Download "Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri"

Transcription

1 Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

2 Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar áætlanir um stuðning út frá niðurstöðum SIS 3. Nokkur dæmi um mismunandi mynstur stuðningsþarfar út frá niðurstöðum SIS. 4. Það líkan sem framkvæmd áætlana um stuðning byggir á. 5. Mat á lífsgæðum fatlaðra.

3 Hvað er Mat á stuðningsþörf: SIS? Mat á stuðningsþörf er staðlað matskerfi sem gefið var út árið 2003 af AAIDD (American Association on Intellectual and Developmental Disabilities). Þessi virtu samtök hafa verið leiðandi á heimsvísu í skilgreiningum á þroskahömlun og skyldum fötlunum og þróun matstækja og matskerfa á undanförnum áratugum.

4 Hvað er Mat á stuðningsþörf: SIS? Tilgangur með gerð SIS var tvíþættur: 1. Skilgreining á þörfum fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir fyrir stuðning og í framhaldi af því gerð og framkvæmd einstaklingsbundinna áætlana um stuðning. 2. Aðferð til að útdeila fjármagni til þjónustu við fatlaða á markvissan og hlutlægan hátt.

5 Hvað er Mat á stuðningsþörf: SIS? Höfundar SIS (James R. Thompson o.fl.) leggja mesta áherslu á fyrrnefnda notagildið sem þrátt fyrir það fellur oft í skuggann af hinu síðarnefnda. Hugmyndafræði sú sem SIS byggir á er annars vegar að auka lífsgæði fólks með fötlun og hins vegar að stuðla að auknum mannréttindum þeim til handa.

6 Hvað er Mat á stuðningsþörf: SIS? Markmið með hönnun SIS er því fyrst og síðast að meta á hlutlægan hátt stig og eðli þess stuðnings, sem fólk með fötlun þarfnast til að geta lifað eðlilegu lífi með fullri þátttöku í samfélaginu (t.d. Tribble og Wrigley, 2008).

7 Innihald SIS Mat á stuðningsþörf skiptist í þrjá hluta: 1. Mat á þörf fyrir stuðning: Um er að ræða 6 hluta, sem byggjast á 49 atriðum. Þessir hlutar eru: Viðfangsefni á heimili, Viðfangsefni utan heimilis, Viðfangsefni tengd símenntun, Viðfangsefni tengd starfi, Viðfangsefni tengd heilsu og öryggi og Félagsleg virkni.

8 Innihald SIS 2. Vernd og hagsmunagæsla. Metin eru 8 atriði, sem ekki snerta endanlegan útreikning á þörf fyrir stuðning. 3. Sérstök þörf fyrir stuðning tengd heilsu og hegðun. Metin eru 16 atriði tengd heilsu og 13 atriði tengd hegðun sem auka þörf fyrir stuðning.

9 Innihald SIS Á öllum hlutum SIS er þörf fyrir stuðning metin út frá þremur víddum: 1. Tíðni: Hve oft er þörf fyrir stuðning. 2. Daglegur stuðningstími: Hvað þarf langan tíma á dæmigerðum degi. 3. Tegund stuðnings: Hvers konar stuðnings er þörf.

10 Líkan vegna stuðningsþarfa Það líkan um mat á stuðningsþörf fólks með fötlun sem AAIDD setur fram snertir samspil á milli einstaklingsbundinna þátta og félagslegra þátta. Samkvæmt þessu líkani er hvorki nóg að horfa á færni einstaklingsins né það félagslega umhverfi sem hann/hún lifir og hrærist í.

11 Kröfur umhverfisins Bilið!! Færni einstaklingsins

12 Niðurstöður SIS Niðurstöður SIS-matsins eru settar fram í formi heildarútkomu, svonefndri stuðningsvísitölu auk stuðningsþarfar á þeim 6 undirþáttum sem metnir eru. Þessar niðurstöður gefa upplýsingar um stuðningsþörf fatlaðs einstaklings í samanburði við aðra fatlaða í stöðlunarúrtaki.

13

14

15

16

17

18

19 Hvers vegna einstaklingsáætlanir? Einstaklingsbundinn stuðningur leikur mikilvægt hlutverk í að auka færni einstaklingsins og að stuðla að auknum lífsgæðum (Buntix og Shalock 2010). Mikilvægt er þó að hafa í huga, að með því að auka færni er ekki átt við það að laga þær takmarkanir sem einstaklingurinn býr við.

20 Hvers vegna einstaklingsáætlanir? Einnig er mikilvægt að hafa í huga, að að það líkan um stuðningsþörf fatlaðra sem AAIDD setur fram metur mynstur og magn þess stuðnings sem einstaklingur þarf til að vegna betur og taka þátt í þeim athöfnum sem metin eru með SIS (7 svið). Þessi svið eru nátengd líkönum sem skilgreina lífsgæði.

21 Hvers vegna einstaklingsáætlanir? Stuðningur sem felldur er í kerfi felst í björgum og aðferðum sem stuðla að aukinni mannlegri færni (Buntix og Shalock, 2010). Þarfir fólks fyrir stuðning eru hins vegar misjafnar, bæði hvað varðar eðli og magn.

22 Hvers vegna einstaklingsáætlanir? Teymi sem vinna að gerð áætlana um stuðning eru best til þess fallin að skilgreina þessar þarfir eins og fjallað verður um hér á eftir. Í þessu teymi er það hinn fatlaði sem ræður framvindunni (AAIDD, 2008).

23 Hvers vegna einstaklingsáætlanir? Mikilvægt er einnig að hafa það í huga að niðurstöður SIS-matsins veita ekki upplýsingar um óskir hins fatlaða og markmið í lífinu. Því þarf að tengja niðurstöður SIS við aðrar upplýsingar um hinn fatlaða, til dæmis það við hvaða aðstæður hún nýtur sín best og hvaða athafnir eru henni eftirsóknarverðar.

24 Einstaklingsbundnar áætlanir um stuðning 1. hluti: Skilgreina væntingar og óskir í lífinu 2. hluti: Athugun á mynstri og magni stuðningsþarfa 3. hluti: Gerð einstaklingsbundinnar áætlunar um stuðning Niðurstöður SIS ásamt öðrum upplýsingar til að forgangsraða vali og greina stuðningsþarfir Athugun á þeim aðferðum sem nota þarf og þær sem notaðar eru við stuðning Rita einstaklingsbundna áætlun sem skilgreinir mynstur og tegund þess stuðnings sem þörf er á til þátttöku við ákveðnar aðstæður og í ákveðnum athöfnum 4. hluti: Mat á framförum Að hve miklu leyti hafa markmið náðst? Að hve miklu leyti væntingar og markmið eiga enn við Að hve miklu leyti einstaklingsbundin áætlun var framkvæmd Mat á einstaklingsbundinni stuðningsáætlun (farið til baka í liði 1 og 2 ef þörf er á)

25 Lífsgæði fatlaðra Tengingin á milli gerðar einstaklingsbundinna áætlana um stuðning út frá niðurstöðum SIS og lífsgæða fólks með fötlun er sérstaklega mikilvæg. Allar slíkar áætlanir verða að hafa aukningu á lífsgæðum að leiðarljósi.

26 Lífsgæði fatlaðra Það er vegna þessa sem við stöðlun SIS var lagt fyrir hluta hópsins nýtt matskerfi yfir lífsgæði fatlaðra (Mat á persónulegri stöðu: POS). Á þennan hátt fást bæði mikilvægar upplýsingar um lífsgæði einstakra fatlaðra og tengsl á milli lífsgæða og stuðningsþarfar.

27 Lokaorð Markmið okkar hér í dag er að deila með ykkur upplýsingum um það á hvern hátt niðurstöður SIS geta nýst við gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning. Það er hins vegar ykkar að búa til nauðsynlega reynslu hér á landi um framkvæmd slíkra áætlana.

28 Lesefni Aligning Quality of Life Domains and Indicators with SIS Data (Jos van Loon: AAIDD, 2008). Mat á Stuðningsþörf: Aðdragandi - Framkvæmd Niðurstöður. Tryggvi Sigurðsson og Guðmundur B. Arnkelsson, Supports Intensity Scale: Users Manual (AAIDD, 2004) Relating Supports Intensity Scale Information to Individual Service Plans (Jan K. Ivey, James A. LeVelle, James R. Thompson o.fl.: AAIDD, 2008). Utilizing the Supports Intensity Scale with Direct Links to Individual Supports Planning (Alain Tribble og Steve Wigley: AAIDD, 2008). Wil H.E. Buntix og Robert L. Shalock: Models of Disability, Quality of Life and Individualized Supports: Implications for Professional Practise in Intellectual Disability. Journal of Policy and Practise in Intellectual Disabilities, desember 2010.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Mat á stuðningsþörf barna Notagildi og framtíðarmöguleikar

Mat á stuðningsþörf barna Notagildi og framtíðarmöguleikar Mat á stuðningsþörf barna Notagildi og framtíðarmöguleikar Guðný Stefánsdóttir, þroskaþjálfi MA Framkvæmdastjóri SIS Ástríður Erlendsdóttir Chien Tai Shill Guðný Stefánsdóttir Hildur Eggertsdóttir Steinunn

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

SIS - matið og hvað svo?

SIS - matið og hvað svo? SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning í daglegu lífi Bjargey Una Hinriksdóttir Lokaverkefni til MA - gráðu í fötlunarfræði Félagsvísindasvið SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

MINNISBLAÐ UM SIS-MAT

MINNISBLAÐ UM SIS-MAT MINNISBLAÐ UM SIS-MAT Frá: Samstarfshópi um ný frumvörp, reglugerðir og NPA handbók Efni: SIS-mat og framkvæmd þess í USA, Kanada og Íslandi Dagsetning: 15. janúar 2018 Um samstarfshópinn: Í hópnum eru

More information

Möguleikar og áhrif ICF á þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Möguleikar og áhrif ICF á þjónustu við fötluð börn og ungmenni. Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Möguleikar og áhrif ICF á þjónustu við fötluð börn og ungmenni Solveig Sigurðardóttir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Inngangur Megináherslur í læknisfræði eru: Greina sjúkdóma Leita orsaka Meðhöndla

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H.

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H. Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda Helga Sigurðadóttir Valentina H. Michelsen Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Þroskaþjálfaræði

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

MATSKERFI FYRIR FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA. Skýrsla. Júlí Höfundur Kristín Sóley Sigursveinsdóttir. Verknúmer: R SVE

MATSKERFI FYRIR FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA. Skýrsla. Júlí Höfundur Kristín Sóley Sigursveinsdóttir. Verknúmer: R SVE Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 Fax 460-8919 rha@unak.is http://www.rha.is MATSKERFI FYRIR FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA Skýrsla Júlí 2012 Höfundur Kristín Sóley Sigursveinsdóttir Verknúmer:

More information

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Eru unglingar

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Þroskaþjálfar í skóla án aðgreiningar Þróun, hlutverk og starfsaðferðir

Þroskaþjálfar í skóla án aðgreiningar Þróun, hlutverk og starfsaðferðir Háskóli Íslands Haustmisseri Menntavísindasvið September 2009 B.A. ritgerð Þroskaþjálfar í skóla án aðgreiningar Þróun, hlutverk og starfsaðferðir Guðmunda Ásgeirsdóttir Sigurlaug Vilbergsdóttir Leiðbeinandi:

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lífsgæði og vellíðan íbúa á Eden-hjúkrunarheimili

Lífsgæði og vellíðan íbúa á Eden-hjúkrunarheimili Notkun vellíðanarlykla Helga Guðrún Erlingsdóttir Að flytja á hjúkrunarheimili er ekki auðveld ákvörðun. Ákvörðunin byggist á þörf en ekki ósk. Sú þörf skapast af þverrandi getu til sjálfstæðrar búsetu.

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Innleiðing á matslista á slysa- og bráðadeild fyrir skjólstæðinga með geðrænan vanda Mat á fræðsluhluta innleiðingar

Innleiðing á matslista á slysa- og bráðadeild fyrir skjólstæðinga með geðrænan vanda Mat á fræðsluhluta innleiðingar Innleiðing á matslista á slysa- og bráðadeild fyrir skjólstæðinga með geðrænan vanda Mat á fræðsluhluta innleiðingar BIRNA ÓSKARSDÓTTIR KRISTÍN HALLA LÁRUSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Óbærilegur eðlileiki tilverunnar

Óbærilegur eðlileiki tilverunnar Hugvísindasvið Óbærilegur eðlileiki tilverunnar Fötlun, lækningar og yfirnáttúra í Sturlunga sögu, Morkinskinnu og sögum Jóns Ögmundarsonar og Þórhalls Þorlákssonar. Ritgerð til MA- prófs í íslenskum bókmenntum

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Óhreinu börnin hennar Evu

Óhreinu börnin hennar Evu Óhreinu börnin hennar Evu Um samspil skóla án aðgreiningar og ADHD Ásdís Ýr Arnardóttir Lokaverkefni til MA gráðu í fötlunarfræði Félagsvísindasvið Óhreinu börnin hennar Evu Um samspil skóla án aðgreiningar

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Endurhæfing og eftirfylgd

Endurhæfing og eftirfylgd Heilbrigðisdeild Iðjuþjálfunarbraut 2006 Endurhæfing og eftirfylgd Reynsla, ánægja og lífsgæði skjólstæðinga Anna Dís Guðbergsdóttir Rakel Björk Gunnarsdóttir Lokaverkefni til B. Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Spjaldtölva í stað hjúkrunartösku

Spjaldtölva í stað hjúkrunartösku Spjaldtölva í stað hjúkrunartösku Heimaþjónusta Reykjavíkur Þjónustueining innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Rekur alla heimahjúkrun í Rvk samkvæmt þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands o

More information

Hvað vantar? Könnun á þörf fyrir fræðslu fyrir foreldra barna á leikskólaaldri sem greinast með einhverfu

Hvað vantar? Könnun á þörf fyrir fræðslu fyrir foreldra barna á leikskólaaldri sem greinast með einhverfu Lokaverkefni til B.A. -prófs Hvað vantar? Könnun á þörf fyrir fræðslu fyrir foreldra barna á leikskólaaldri sem greinast með einhverfu Helga Elísabet Guðlaugsdóttir 280775-4609 Kennaraháskóli Íslands Þroskaþjálfabraut

More information

Brunahönnun stálburðarvirkja

Brunahönnun stálburðarvirkja Böðvar Tómasson er sviðsstjóri Brunaog öryggissviðs hjá EFLU verkfræðistofu. Hann er byggingar- og brunaverkfræðingur frá Tækniháskólanum í Lundi 1998 og hefur starfað við brunahönnun bygginga og áhættugreiningar

More information

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði Gender wage differential in the private sector

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði Gender wage differential in the private sector 2010:3 18. febrúar 2010 Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði 2000 2007 Gender wage differential in the private sector 2000 2007 Samantekt Við skoðun á launamun kynjanna hefur löngum verið sóst eftir

More information

GæðAlÍKAN fyrir raunfærnimat Á NorðurlöNDuM

GæðAlÍKAN fyrir raunfærnimat Á NorðurlöNDuM GæðAlÍKAN fyrir raunfærnimat Á NorðurlöNDuM Nationalt Videnscenter for Realkompetence Nordiskt nätverk für vuxnas lärande GæðAlÍKAN fyrir raunfærnimat Á NorðurlöNDuM 3 Bæklingur þessi er lokaskýrsla verkefnisins

More information

Líður á þennan dýrðardag

Líður á þennan dýrðardag Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ingibjörg H. Harðardóttir Líður á þennan dýrðardag Farsæl öldrun og vangaveltur

More information

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga

Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga Alþjóðlegi hamingjudagurinn Hamingja og vellíðan Íslendinga Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Sviðstjóri, áhrifaþátta heilbrigðis Kennslustjóri Diplómanáms í jákvæðri sálfræði Hamingja Yfirlit Þróun hamingju

More information

HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐ ELDAST HEIMA: HVAÐA AÐSTOÐ OG AÐSTÆÐUR ÞURFA AÐ VERA TIL STAÐAR? SÓLBORG SUMARLIÐADÓTTIR

HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐ ELDAST HEIMA: HVAÐA AÐSTOÐ OG AÐSTÆÐUR ÞURFA AÐ VERA TIL STAÐAR? SÓLBORG SUMARLIÐADÓTTIR i HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐ ELDAST HEIMA: HVAÐA AÐSTOÐ OG AÐSTÆÐUR ÞURFA AÐ VERA TIL STAÐAR? SÓLBORG SUMARLIÐADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL MEISTARAGRÁÐU Í HJÚKRUNARFRÆÐI (30 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I Í upphafi síðustu aldar ákváðu fjórir verkamenn í Reykjavík að stofna menningarfélag fyrir unga menn. Einn þessara manna var langafi minn; Pjetur

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Það var bara yfir eina götu að fara

Það var bara yfir eina götu að fara Það var bara yfir eina götu að fara Reynsla mæðra barna með þroskahömlun af skólagöngu þeirra Sigrún Jónsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það var bara yfir eina götu

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Education Policy Analysis -- 2004 Edition Summary in Icelandic Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa Útdráttur á íslensku Kafli 1 sækir aftur í þema sem fyrst var rannsakað af OECD fyrir um 30 árum og

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2003 Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Runólfur Smári Steinþórsson 1 Ágrip Stjórnun gerir kröfu um að náð sé utan um mikilvægar forsendur og frumsetningar.

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál

... Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál ... Greining Menntamálastofnunar Dags: 1. febrúar 2018 Höfundar: Hulda Karen Daníelsdóttir og Hulda Skogland Staða grunnskólanemenda með íslensku sem annað tungumál Samantekt: Niðurstöður PISA-prófanna

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Endurskoðun félagsvísa Revision of Social Indicators

Endurskoðun félagsvísa Revision of Social Indicators 25. janúar 2019 Endurskoðun félagsvísa Revision of Social Indicators Samantekt Abstract Félagsmálaráðuneytið 1 og Hagstofa Íslands hafa frá árinu 2012, að frumkvæði Velferðarvaktarinnar, safnað og birt

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi nám Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

Hulinn heimur, um aðgengi sjónskertra og blindra að nokkrum vefum á Íslandi

Hulinn heimur, um aðgengi sjónskertra og blindra að nokkrum vefum á Íslandi Hulinn heimur, um aðgengi sjónskertra og blindra að nokkrum vefum á Íslandi Haukur Arnþórsson doktorsnemi og Ingvi Stígsson tölvunarfræðingur 1. tbl. 1. árg. 2005 Erindi og greinar Útdráttur Í þessari

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA RITRÝND FRÆÐIGREIN. Hvenær er heimilið besti kosturinn? Áherslur í uppbyggingu heimahjúkrunar

TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA RITRÝND FRÆÐIGREIN. Hvenær er heimilið besti kosturinn? Áherslur í uppbyggingu heimahjúkrunar TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA RITRÝND FRÆÐIGREIN Efnisyfirlit/Content Hvenær er heimilið besti kosturinn? Áherslur í uppbyggingu heimahjúkrunar Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands When

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information