1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

Size: px
Start display at page:

Download "1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat..."

Transcription

1 Efnisyfirlit 1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? Ávinningur frammistöðumats Framkvæmd frammistöðumatsins Hver á að meta hvern? gráðu mat/endurgjöf Hagur fyrirtækisins með matinu Að loknu mati Endurgjöf Eftirfylgni Gagnrýni á 360 gráðu mat Hvers vegna 360 mat? Hermiáhrif mat sem hluti frammistöðumats Hvað á að gera við upplýsingar sem safnað er? Niðurstöður Heimildaskrá... 15

2 1 Inngangur Íslenskt atvinnulíf hefur verið í mikilli uppsveiflu undanfarin ár. Samkeppni um hæft starfsfólk er hörð. Fyrirtæki verða að huga vel að aðbúnaði og þeim tækifærum sem þau geta boðið starfsfólki sínu, einkum á meðan mikil samkeppni ríkir um starfsfólk. Fyrirtæki eru að verða sífellt meðvitaðri um þá staðreynd að mannauðurinn er ein helsta auðlind fyrirtækja í dag. Árangur fyrirtækja byggist ekki síst á hæfni starfsfólks. Það þýðir að því hæfara starfsfólk sem fyrirtæki ná að ráða til sín því meiri líkur eru á að það nái samkeppnislegu forskoti. Miðað við það ástand sem ríkir á vinnumarkaðinum í dag eru starfsmenn í lykilaðstöðu gagnvart atvinnurekendum. Starfsmenn geta farið fram á meiri hlunnindi í dag en ef lítil eftirspurn væri eftir vinnuafli. Eitt af því sem nýtist starfsmönnum við starfsþróun er svokallað frammistöðumat. Það er tæki sem vinnuveitendur geta notað til að ná yfirsýn yfir hæfni og árangur starfsmanna. Frammistöðumat nýtist starfsmönnum líka við að gera sér grein fyrir styrk- og veikleikum sínum í starfi. Starfsmenn geta þá farið fram á þjálfun í þeim þáttum sem þeir eru veikir fyrir í. Starfsmönnum sem sjá árangur af þjálfun sinni og frammistöðu í starfi líður yfirleitt betur í starfi. Góður árangur skilar þannig oftar jákvæðri umbun eða styrkingu sem aftur eykur starfsánægju starfsmannsins. Til eru margar gerðir mælinga á frammistöðu. Ein af þeim er svokölluð 360 gráðu matsaðferð. Hún hefur verið talin góð leið til að fá heildarmynd af frammistöðu starfsmannsins. 360 gráðu mat hefur einkum verið notað þegar meta á frammistöðu millistjórnenda og hærra settra stjórnenda. Þrátt fyrir marga kosti hefur 360 gráðu matið, líkt og aðrar aðferðir, sætt gagnrýni. Í þessari ritgerð verður farið yfir helstu þætti frammistöðumats, kosti þess og galla, framkvæmd og ávinning. Að lokinni almennri umfjöllun um frammistöðumat verður farið yfir ýmis atriði 360 gráðu matsaðferðarinnar. Leitast verður svara við spurningunni hvort 360 gráðu mat hafi yfirburði yfir aðrar matsaðferðir og hvort nýta megi það við fleira en frammistöðumat starfsmanna? 1

3 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? Frammistaða er einn mikilvægasti þátturinn í fyrirtækum enda er frammistaða starfsmanna það sem hefur hvað mest áhrif á árangur fyrirtækis. Hins vegar er engin ein rétt skýring til á hvað frammistaða er nákvæmlega. Hugtakinu er oft ruglað saman við hugtakið árangur en er í raun alls ekki það sama. Frammistaða hefur verið skilgreind sem hegðun en árangur það sem kemur í kjölfar hegðunar. Frammistaða er undir stjórn einstaklings og hægt er að meta hvort frammistaðan samræmist því sem fyrirtækið leitar eftir. Árangur er hins vegar ekki undir stjórn einstaklings en kemur í kjölfar hegðunar. Árangur getur verið launa- eða stöðuhækkun svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fylgjast með frammistöðu starfsmanna sem síðan er metin með svokölluðu frammistöðumati.. Í frammistöðumati eru borin kennsl á styrk- og veikleika starfsmanna eða starfshópa annað hvort með formlegum eða óformlegum hætti. Óformlegt frammistöðumat er tilviljanakennt og byggist á minni, sögusögnum og innsæi. Formlegt frammistöðumat er kerfisbundin aðferð þar sem metið er reglulega hvernig starfsmaðurinn stendur sig. Formlegt mat er nákvæmara, sanngjarnara og nytsamlegra en óformlegt, bæði fyrir stjórnendur og starfsmennina sjálfa. Þá er heldur ekki verið að byggja matið á tilfinningum eða skoðunum þess sem metur (Muchinsky, 1999). Frammistöðumat er ýmist einhliða eða tvíhliða. Í einhliða mati er það yfirmaður sem ákveður hvernig starfi undirmanna skuli háttað. Hann ákveður hvaða hegðun á að mæla og hvaða kröfur eru gerðar (Ásta Bjarnadóttir, 1999). Í tvíhliða mati koma yfirmaður og undirmaður saman og ákveða hver markmið undirmanns eiga að vera í starfi hans. Eftir fyrirfram ákveðinn tíma hittast þeir og ræða hvernig til hafi tekist. Hvernig á frammistöðumat að vera uppbyggt og af hverju er ekki einungis hægt að fylgjast með starfsmönnum? Yfirmaður hefur eflaust mikla tilfinningu fyrir því hvernig starfsmaður stendur sig? Það sem skiptir miklu máli þegar frammistaða einstaklings er metin er að hafa ákveðin viðmið til að meta hvort árangur er góður eða slæmur. Yfirmenn geta ekki stuðst við tilfinningu eða persónulegt mat á starfsmanni. Þau viðmið sem notuð 2

4 eru við frammistöðumat hjá fyrirtækjum tengjast einnig ráðningarferlinu til að skoða hvort aðferðin sem notuð er við ráðningar sé vænleg til árangurs (Riggio, 2003). Huga þarf að þremur atriðum þegar viðmið sem nota á til frammistöðumats starfsmanna eru fundin. Viðmiðin þurfa í fyrsta lagi að vera viðeigandi, það er að segja í samræmi við starfið og endurspegla það. Í öðru lagi þurfa þau að vera áreiðanleg, það er stöðug í tíma og í mismunandi aðstæðum. Í þriðja lagi þurfa viðmiðin að vera nytsamleg, ódýr og einföld (Muchinsky, 1999). Við gerð frammistöðumats þarf að huga að hvort mæling eigi að vera hlutlæg eða huglæg. Hlutlægur mælikvarði snýr að mælanlegum þáttum í frammistöðu eins og fjölda, upphæð og tíma. Þetta eru í raun mælingar á framleiðslu. Huglægur mælikvarði er hins vegar mat einhvers sem þekkir til starfsmannsins og starfsins eins og yfirmaður eða samstarfsaðili. Sá mælikvarði er oft ákjósanlegri og sérstaklega þegar ekki er hægt að nota hlutlægan mælikvarða. Dæmi um það er mat á frammistöðu stjórnanda, þar er erfitt að finna og mæla nákvæmlega árangursríka hegðun. Í slíku tilfelli væri betra að gefa stjórnandanum einkunn. Kostir hlutlægra mælingar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi við mælingu á afköstum eða tíma á framkvæmd verkefnis. Í öðru lagi þegar meta á frammistöðu fyrirtækis með því að horfa á framleiðni og fjárhagslega innkomu. Gallinn er hins vegar sá að einungis er hægt að nota hlutlæga mælingu þegar verið er að skoða ákveðið magn. Mörg störf eru flókin og ekki nægilegt að líta á hlutlæga mælingu til að fá heildarmynd af frammistöðu. Sumir þættir í frammistöðu starfsmanns er ekki hægt að mæla á hlutlægan hátt eins og gæði, frumkvæði starfsmanns og hversu mikið starfsmaðurinn leggur sig fram.. Í mörgum tilfellum er dýrt og tímafrekt að nota hlutlægar mælingar á meðan huglægar mælingar eru tilölulega ódýrar og auðveldar í framkvæmd. Þær eru oft ákjósanlegri kostur fyrir fyrirtæki. Huglægar mælingar er hægt að nota til að meta breytur sem ekki er hægt að mæla á hlutlægan hátt, eins og hvata eða liðsheild. Til eru margar gerðir huglægra mælinga en eins og orðið gefur til kynna þá eru þær huglægar og því líklegt að einhverjar skekkjur komi fram við notkun þeirra (Riggio, 2003). 3

5 2.1 Ávinningur frammistöðumats Þar sem hvorki huglægar né hlutlægar mælingar eru fullkomnar við mat á frammistöðu starfsmanna má spyrja hvort þörf er á að mæla hana.? Hvað ávinnst með frammistöðumati og hverjum er það ætlað? Það er mikilvægt að mæla frammistöðu fyrir fyrirtækið, starfsmenn og stjórnendur. Fyrirtæki verða að vita hvort starfsmenn sinni starfi sínu vel. Helsta markmið frammistöðumats er endurgjöf til starfsmanna þeir fái að vita hvernig þeir standa sig í starfi. Matið dregur fram helstu styrk- og veikleika hvers starfsmanns í því starfi sem þeir gegna. Með frammistöðumati er hægt að leggja áherslu á þjálfun til að styrkja hæfni í starfi. Flest fyrirtæki nota frammistöðumat einnig við að ákvörðun launa- og stöðuhækkana (Muchinsky, 1999). Laun eru sýnileg umbun auk þess sem auðvelt er að veita hana af hálfu fyrirtækisins. Mikil áhersla er því oft lögð á launatengda umbun fyrir góða frammistöðu. Launahækkanir geta veitt aukna starfsánægju. Sú starfsánægja getur þó staðið stutt og starfsmaður fari að finna til leiða og sýna slaka frammistöðu áður en langt um líður. Stöðuhækkun er einnig umbun sem getur verið mjög áhrifarík til að auka starfsánægju og gefið starfsmanni tækifæri til þess að nýta betur hæfileika sína. Erfiðara getur hins vegar verið að veita stöðuhækkun þar sem laust starf verður að vera til staðar í efri stigum skipurits. Ráð er fyrir fyrirtæki að umbuna góða frammistöðu með launa- eða stöðuhækkun en ekki má gleyma veikleikum starfsmanna. Veikleikar starfsmanna koma einnig fram í frammistöðumati. Fyrirtæki ættu í kjölfar frammistöðumats að grípa til aðgerða til að vinna bug á þeim veikleikum til dæmis með þjálfun. Fyrirtæki geta einnig notað frammistöðumat við uppsagnir. Uppsagnir vísa bæði til uppsagnar starfsmanns sjálfs eða uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Sjálfviljug uppsögn starfsmanns lítur alltaf mun betur út en þvinguð uppsögn eða brottrekstur. Uppsagnir eru alvarlegar fyrir starfsmenn og þurfa að byggjast á sanngirni. Slæm frammistaða getur verið réttlæting á uppsögn. Hægt er að vinna bug á slakri frammistöðu til dæmis með því að tilkynna starfsmanni hverjir veikleikar hans eru í starfi svo hann geti tekið á þeim sjálfur eða með skipulegri þjálfun af hendi fyrirtækisins. Uppsögn er sanngjörn ef starfsmaður hefur ekki tekið á þeim veikleikum sem honum hefur verið bent á. Uppsagnir 4

6 verða að byggja á frammistöðu starfsmanns í. Hún má ekki vera skekkt af tilfinningum eða huglægu mati yfirmanns (Muchinsky, 1999). Þeir þættir sem eru ótengdir starfinu mega ekki hafa áhrif á matið svo sem kækir, raddbeiting og fleira. 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins Þegar búið er að hanna frammistöðumat mætti ætla að næsta skref að hrinda því í framkvæmd og byrja að mæla og meta starfsfólkið. Því er þó ekki þannig farið því nauðsynlegt er að kynna frammistöðumatið fyrir starfsmönnum og þeim sem það nær til, þá sérstaklega stjórnendum. Miklu skiptir að starfsmenn viti hver tilgangur matsins er, hvers vegna er verið að mæla og hver ávinningurinn af því er. Hætta er á að starfsmenn finni fyrir kvíða og hræðslu ef matið er ekki nægilega vel kynnt í upphafi. Þeir gætu jafnvel haldið að hreinsa ætti til í fyrirtækinu og þeim starfsmönnum sem standa sig ekki nógu vel, verði sagt upp..taka þarf tillit til starfsfólks og leyfa því að koma með athugasemdir varðandi matið og reyna að koma til móts við óskir þeirra. Lykilatriði er að allir séu sáttir um matið annars er hætta á að það valdi óánægju og virki árangurshamlandi sem er andstætt grundvallarhugsuninni á bak við frammistöðumat (Kristinn Tómasson, 2000). 2.3 Hver á að meta hvern? Frammistöðumat skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki, eins og áður hefur komið fram. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að skoða ferlið og þær aðferðir sem notaðar til að meta frammistöðu starfsmanna. Eitt af því sem skiptir miklu máli er hver framkvæmir matið. Í flestum tilfellum er það næsti yfirmaður sem metur starfsmanninn og samkvæmt rannsóknum eru það áreiðanlegustu mælingarnar. Þetta er eitt af mikilvægustu verkefnum yfirmanns. Hann er í góðri aðstöðu til að meta starfsmanninn og þekkir starfið þar sem yfirmaðurinn veit hvað þarf til að leysa starfið vel úr hendi. Yfirmaður er í ákjósanlegri stöðu til veita starfsmanni viðeigandi umbun fyrir góða frammistöðu. Starfsmaður getur einnig metið eigin frammistöðu og notað það mat samhliða mati yfirmanns. Í mörgum 5

7 tilfellum kemur fram misræmi í mati yfirmanns og mati starfsmanns. Sjálfsmat er í flestum tilfellum mildara og snýr fremur að því hversu mikið starfsmaðurinn leggur á sig. Mat jafningja er sjaldgæft en samkvæmt rannsóknum þá er samræmi milli mats yfirmanns og jafningja á frammistöðu starfsmanns. Þegar jafningjar meta hver annan geta komið upp vandamál vegna þess að þeir stefna oft að sama markmiði eða markmiðum. Mat undirmanna er oftast notað til að meta einstaklinga í yfirmannsstöðu eða leiðtogahlutverki. Rannsóknir hafa gefið til kynna að samræmi er á milli mats undir- og yfirmanna. Ekki er algengt að viðskiptavinir meti frammistöðu starfsmanns þótt þess konar mat geti gefið upplýsingar um frammistöðu starfsmanns í starfi. Stundum getur reynst nauðsynlegt að fá mat frá fleirum en einum starfsmanni því ekki sjá allir það sama og þar af leiðandi getur matið verið mismunandi eftir því hver framkvæmir það. Mörg sjónarhorn á frammistöðu einstaklings eykur áreiðaleika, verður sanngjarnara og starfsmaður sem verið er að meta verður sáttari. Heildarmat á frammistöðu það er frá starfsmönnum í mismunandi stöðum innan fyrirtækis kallast 360 gráðu mat. Í 360 gráðu mati eru yfirmenn, undirmenn, jafningjar, viðskiptavinir og jafnvel birgjar (ef hægt er) fengnir til að meta starfsmanninn. Kostur þessa mats er að það eykur áreiðanleika þar sem sjónarhorn margra er fengið. Þótt kostir 360 gráðu frammistöðumats séu margir getur kostnaður vegna þess verið óhóflegur. Vegna þessa hefur 360 gráðu matið að mestu verið notað til starfsþróunar millistjórnenda frekar en sem frammistöðumat í þrengstu merkingu þess orðs. 6

8 3 360 gráðu mat/endurgjöf Vinsældir 360 gráðu mats má rekja til Manngildishreyfingarinnar um 1950 og Þá gerðu skipulagsheildir tilraun til að bæta ferla skipulagsheilda og samskipti á ýmsan hátt og var það kallað þróun skipulagsheilda (Waldman, Atwater og Antonioni, 1998). 360 gráðu mat er matsaðferð sem er hönnuð til að veita hringmynd (rounded picture) af einstaklingi. Aðferðin er byggð á þeim grunni að einstaklingur/starfsmaður verði að fá endurgjöf frá öllum sjónarhornum, ekki bara frá næsta yfirmanni. Endurgjöfin kemur þannig frá undirmönnum, jafningjum, samstarfsmönnum úr öðrum deildum og viðskiptavinum eða þjónustuaðilum. Þannig kemur matið frá þeim sem hafa samskipti við viðkomandi aðila á einn eða annan hátt í tengslum við starf hans. (Heery og Noon, 2001). Matið fer oftast fram á þann hátt að nafnlausir spurningalistar eru lagðir fyrir til að safna saman upplýsingum um hegðun stjórnenda, en matið er einkum notað á stjórnendur. Upplýsingunum er safnað saman frá þeim sem umgangast viðkomandi mikið. Stjórnendurnir sem eru metnir fá svo endurgjöf í skýrsluformi þar sem þeir sjá viðbrögð fólks við hegðun þeirra. Það er mikilvægt að nota ekki matið til niðurbrots einstaklings því það á að snúast um að veita endurgjöf sem hjálpar viðkomandi að breyta hegðun sinni eða bæta. Matið á því ekki að nota í neikvæðum tilgangi eða til að hjálpa yfirmönnum við ákvarðanatöku til dæmis varðandi launahækkanir eða aðra umbun (Yukl og Lepsinger, 1995). 360 gráðu mat er því ekki notað til að taka slíkar ákvarðanir því fólk gæti veigrað sér við að meta viðkomandi einstakling ef endurgjöfin kostaði hann launahækkun eða einhverja starfsþróun (Edwards, 2001). Það er mikilvægt að hönnun framkvæmdar og eftirfylgni sé með sem bestum hætti. Matinu er ekki ætlað að refsa heldur hjálpa stjórnendum að bæta eða breyta hegðun sinni. Til þess að matið skili sér sem best þarf það að fara rétt fram. 7

9 Yukl og Lepsinger (1995) segja að spurningarnar sem spurt er í matinu þurfi að vera mikilvægar fyrir skipulagsheildina og viðeigandi fyrir starf stjórnandans til að það nýtist eins og til er ætlast. Þegar stjórnandinn fær endurgjöf verður hún að vera honum einhvers virði og tengjast því að ná bættum árangri í starfi. Ef honum finnst útkoma matsins ekki vera sér mikilvæg er matið tíma- og peningasóun. Spurningarnar þurfa einnig að lýsa afmarkaðri og sjáanlegri hegðun til að auðveldara sé fyrir fólk að svara þeim. Matinu er ætlað að vera uppbyggjandi en ekki til að brjóta niður og því mikilvægt að hegðun sé lýst á jákvæðan hátt. Ef spurningalistarnir einkennast af neikvæðum atriðum eru auknar líkur á að stjórnandinn fari í varnarstöðu í stað þess að nýta sér endurgjöfina á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Spurningarnar verður að vera hægt að yfirfæra á starfsmenn úr ýmsum áttum. Þá þarf að meta stjórnendur og hegðun þeirra út frá jafningjum, undir- og yfirmönnum og öðrum aðilum sem umgangast þá reglulega. Það er vel þekkt að fólk kemur fram við aðra á ólíkan hátt og því þurfa spurningarnar að geta greint það hvernig stjórnandinn bregst við gjörðum ólíkra starfsmanna. Til að gera matið áreiðanlegra verða þátttakendur að vera nógu margir til að tryggja það að ekki sé hægt að rekja einstök svör til einstaklinga. Þátttakendur þarf að velja vel og á nákvæman hátt. Vegna þess að stjórnendurnir sem á að meta með spurningalistunum velja oft sjálfir þá sem meta þá þarf að leiðbeina þeim með valið. Það er oft mælt með því að þeir velji það fólk sem duglegast hefur verið í gegnum tíðina að gagnrýna árangur þeirra í starfi. Þetta fólk hefur þorað að segja skoðun sína í daglegum samskiptum við stjórnendurna og því líklegra að það geri það einnig í 360 gráðu mati. Þá er mikilvægt að þátttakendur fái að vita til hvers niðurstöðurnar verða notaðar og að nafnleynd þeirra sé tryggð (Yukl og Lepsinger, 1995). 3.1 Hagur fyrirtækisins með matinu Megin tilgangur 360 gráðu mats í dag er að bæta þróun stjórnenda og leiðtoga. Með matinu fá stjórnendur endurgjöf á hegðun sína og sjá betur á hvaða hátt samstarfsfólk þeirra lítur þá. Þannig fær stjórnandinn raunhæfari mynd af sjálfum sér, kostum sínum og göllum. Þessar niðurstöður getur hann notað til að bæta hegðun sína, sér í lagi ef hann er 8

10 hvattur til þess og studdur af skipulagsheildinni. Ástæða þess að skipulagsheildir nota matið í auknum mæli er þörf þeirra til að bæta stjórnun, þróun, þátttöku starfsmanna og (Waldman, 1998). 360 gráðu mat hentar mjög vel skipulagsheildum sem vilja þróa opnari samskipti meðal starfsmanna sinna. Matið getur komið af stað mælanlegum breytingum á hegðun stjórnenda vegna heiðarlegrar og afmarkaðrar endurgjafar frá yfirmönnum, jafningjum og undirmönnum. Það getur leitt til aukins skilnings á því hvernig hegðun þeirra hefur áhrif á aðra. (Yukl og Lepsinger 1995). Til að árangur náist af 360 gráðu mati þurfa æðstu stjórnendur fyrirtækja sem innleiða þessa matsaðferð, að vera fylgjandi matinu og taka þátt í því frá upphafi. Einnig þurfa markmið að vera skýr og túlkun niðurstaðna að vera í höndum einstaklinga sem hafa hlotið viðeigandi þjálfun í endurgjöf. Að auki þarf áætlun um áframhaldandi aðgerðir að vera skýr. Mjög mikilvægt er að stjórnendur séu tilbúnir að taka við niðurstöðum matsins, hver svo sem niðurstaðan verður og vilji nýta sér slíkar upplýsingar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt (Riggio, 2003). Með 360 gráðu mati má skapa ákveðna fyrirtækjamenningu þar sem endurgjöf er viðtekin venja. Með því að hvetja til að fólk veiti hvert öðru aðhald og hrós með endurgjöf verða samskipti opnari og frjálslegri. Skilaboð sem venjulega komast ekki til skila og skapa jafnvel gremju er hægt að leysa farsællega ef samskipti manna á milli eru opin. 3.2 Að loknu mati Þegar farið er yfir 360 gráðu matið með stjórnandanum sem það snýst um verður að vera ljóst hvaðan matið kemur. Það er að segja hvort það kemur frá yfirmanni, jafningja, viðskiptavini eða undirmanni. Þannig má sjá hvort stjórnandinn kemur fram við fólk á ólíkan hátt. Nauðsynlegt er að bera niðurstöður mats frá öðrum við niðurstöður frá stjórnandanum sjálfum. Stjórnendur meta sjálfa sig oft hærra en aðrir og því er gott að nota matið til að benda þeim á mismuninn þarna á milli, ef einhver er. Hér verður að gæta 9

11 þess að vera ekki of fljótur að dæma og álykta sem svo að hér sé eingöngu um mistök stjórnandans að ræða. Viðbrögð samstarfsfólks hans geta verið misjöfn vegna þess að hegðun stjórnandans er missýnileg fólki. Það getur verið gagnlegt að bera saman útkomu nokkrra stjórnenda úr 360 gráðu mati. Þá er einnig mikilvægt að meta stjórnendur ekki aðeins út frá skölum heldur einnig út frá ákveðnum atriðum eins og því hvort þeir bjóði fram aðstoð sína, hvetji fólk til að sækja námskeið og hvor þeir gefi fólki tækifæri til að þróast í starfi. Í 360 gráðu mati eru þátttakendur beðnir um að lýsa hegðun stjórnenda. Það vantar þó oft lýsingu á því sem þátttakendur vildu að stjórnendur gerðu. Með því að bæta þeim þáttum í matið getur stjórnandinn séð hvaða hegðun væri æskilegt að bæta, hvernig hann gæti bætt hana og hversu oft hann á að hegða sér á einn eða annan máta, til dæmis oftar eða sjaldnar (Yukl og Lepsinger, 1995). 3.3 Endurgjöf Til að tryggja að stjórnendur nýti sér niðurstöðurnar á sem áhrifaríkastan hátt er nauðsynlegt að hafa manneskju sem útskýrir endurgjöfina fyrir þeim. Það hjálpar stjórnendum að skilja endurgjöfina, taka við henni og nota hana til að bæta sig. Tilgangur og ávinningur matsins þarf að vera ljós. Bæði þeir sem svara spurningalistunum og stjórnendurnir sem eru metnir eru líklegri til að taka þátt ef þeir vita að endurgjöfina á aðeins að nota til þróunar en ekki til mats á núverandi frammistöðu (Yukl og Lepsinger, 1995). Algengt er að skipulagsheildir verji miklum fjármunum í að fá endurgjöf frá utanaðkomandi viðskiptavinum en sniðgangi þá fríu endurgjöf sem fæst frá fólki innan skipulagsheildarinnar (Todd, 2004). Með innleiðingu 360 gráðu mats má því ætla að starfsmenn fái ákveðna þjálfun í því að veita og þiggja endurgjöf á störf sín og skapa þannig ákveðna endurgjafarmenningu. 10

12 3.4 Eftirfylgni Ekki er nóg að mæla og meta stjórnanda út frá 360 gráðu mati ef ekki á að fylgja því eftir og nýta niðurstöðurnar. Niðurstöðurnar eiga að vera leiðbeinandi um það hvað má betur fara og hvar styrk- og veikleikar viðkomandi liggja. Það verður því að gefast svigrúm til að vinna úr niðurstöðum endurgjafarinnar meðal annars með því að bjóða stjórnendum upp á þjálfun. Stjórnendur geta þannig betur séð hvernig þeir þurfa að bæta hegðun sína en ekki aðeins hvaða hegðun þeir þurfi að bæta. Þjálfunin eykur sjálfstraust þeirra ef þeir ná tökum á þeim atriðum sem eru þeim erfið. Stöðug þjálfun og stuðningur er nauðsynlegur í eftirfylgni. Þannig er hægt nýta niðustöðurnar til að bæta hegðun og nýta þá þjálfun stjórnandans í starfi. Stuðningur getur farið fram fjórum til sex vikum eftir matið þar sem litið er yfir niðurstöður og framfarir metnar. Ef stjórnendur eiga enn í erfiðleikum með ákveðin atriði geta þeir fengið aukna aðstoð og þjálfun. Með því að halda reglulega fundi er hægt að sjá hvort eftirfylgni og þjálfun hefur skilað sér. Þá má einnig spyrjast fyrir um árangur stjórnandans hjá þeim sem tóku þátt í að meta hann. Með nákvæmri eftirfylgni fær fyrirtækið því mikilvægar upplýsingar um hvort allt þetta ferli borgar sig. Því miður virðist það samt raunin að svona kerfisbundið mat er frekar undantekning en regla (Yukl og Lepsinger, 1995). 4 Gagnrýni á 360 gráðu mat 360 gráðu mat hefur átt aukinni velgengni að fagna í viðskiptaheiminum undanfarin ár. Gagnrýnisraddir hafa bent á að þrátt fyrir að matið geti skilað miklu til einstaklinga sem taka þátt í matinu sem er fyrst og fremst ætlað millistjórnendum séu á því ákveðnir annmarkar sem geti rýrt réttmæti þess. Þegar fyrirtæki ákveða að nota 360 gráðu mat á stjórnendum sínum ber að hafa í huga að það er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Það er því ekki að undra að rannsóknir sýni að einungis 12% fyrirtækja í Ameríku nota 360 gráðu matið í heild sinni. Önnur fyrirtæki 11

13 hafa kosið að nota hluta matsins. Sem dæmi má nefna að 18% fyrirtækja nota mat samstarfsmanna og 25% nota mat undirmanna á yfirmanni sínum (Waldman, o.fl., 1998). 4.1 Hvers vegna 360 mat? Ein ástæða þess að fyrirtæki velja 360 gráðu endurgjöf yfir aðrar er vilji til að þróa stjórnendur í starfi. Þeir hafa yfirleitt ekki fengið eins hreinskilna svörun og er nauðsynleg fyrir þá til að bæta frammistöðu sína. Þegar stjórnandi fær nafnlausa endurgjöf þar sem honum er bent á styrk- og veikleika og ber það saman við sitt eigið mat getur hann séð og dregið upp skýrari heildarmynd af styrkleikum sínum og veikleikum. Þetta getur orðið til þess að einstaklingurinn breyti hegðun sinni þar sem hann hefur fengið aðra sýn á hana og getur þannig aukið afköst sín sem stjórnandi. Að þessari ástæðu frátalinni eru að minnsta kosti tvær ástæður fyrir því að fyrirtæki ákveða að taka upp 360 gráðu matskerfi (Waldman, o.fl., 1998). 4.2 Hermiáhrif Stofnanakenningar benda á að fyrirtæki taka ýmislegt upp eftir samkeppnisaðilanum. Þannig má segja að fyrirtæki verði fyrir hópþrýstingi frá öðrum fyrirtækjum. Það má því leiða líkur að því, í sumum tilfellum, að fyrirtæki taki upp 360 gráðu endurgjöf vegna þess að önnur fyrirtæki hafi valið þá leið. Slíkt getur komið sér vel fyrir fyrirtækin og jafnvel áunnið þeim samkeppnislegt forskot með bættari stjórnháttum. Það getur jafnvel verið betra fyrir fyrirtæki að taka upp nýtt matskerfi eins og 360 gráðu kerfi með það fyrir augum að hætta að nota það ef það reynist ekki árangursríkt. Það er þó vafasamt að taka upp endurgjöf án þess að skilja til fullnustu hver ávinningurinn getur verið og hver hugsanleg útkoma verður hjá fyrirtækinu (Waldman, o.fl., 1998). 12

14 mat sem hluti frammistöðumats Önnur leið til að innleiða 360 gráðu mat er að tengja það beint við frammistöðu. Þegar einstaklingar verða að taka ábyrgð á þeirri gagnrýni sem þeir fá fá frá samstarfsfólki sínu eru þeir hvattir enn frekar til að bregðast við matinu og bæta frammistöðu sína í samræmi við það. Gallinn við að tengja matið frammistöðu er að þeir sem meta einstaklinginn eiga það til að breyta matinu til betri og í sumum tilfellum, verri vegar þegar þeir vita að matið hefur áhrif á starfsþróun einstaklingsins. Það er mikilvægt að matið sé nafnlaust til að svörin verði einlæg. Þeir sem skila inn mati á öðrum eru líklegri til að breyta mati sínu ef þeir hafa minnsta grun um að hægt sé að rekja svörin til þeirra. 360 gráðu mat ætti aðeins að nota þegar þeir starfsmenn sem meta aðra, sýna fyrirtækinu og markmiðum þess mikla hollustu. Matið ætti ekki að nota þegar starfsmenn hafa einungis eigin hagsmuni að leiðarljósi. Þarna er oft pottur brotinn þar sem starfsmenn eru oftar en ekki uppteknir af eigin markmiðum (Waldman, o.fl., 1998). 4.4 Hvað á að gera við upplýsingar sem safnað er? Eitt helsta vandamál 360 gráðu matsins er skortur á upplýsingum um hverju matið skilar inn í fyrirtækin. Einu upplýsingarnar sem liggja fyrir er skilningur yfirmanna á matinu, tilviljanakenndar frásagnir starfsmanna og í einstaka tilfellum breytingar á frammistöðu stjórnanda eftir að undirmenn hans mátu hann. Í sumum tilfellum virðist matið ekki hafa haft nein áhrif. Fyrirtæki verða þó að vera tilbúin til að bregðast við áhrifum sem inngrip eins og 360 gráðu mat getur haft (Waldman, o.fl., 1998). 13

15 5 Niðurstöður Eins og fram hefur komið er frammistöðumat eitt öflugasta tækið sem fyrirtæki hafa til mælinga á árangri starfsmanna. Ein útfærsla frammistöðumats er 360 gráðu matsaðferðin. Kostir 360 gráðu matsins eru helstir taldir þeir að um réttmætt og áreiðanlegt matstæki sé að ræða. Einnig er talið að vitneskja um endurgjöf hafi jákvæð áhrif á frammistöðu þeirra sem eru metnir. Tíð endurgjöf hefur þar að auki jákvæð áhrif á frammistöðu og starfsánægju. 360 gráðu matið er því af mörgum talið margþætt og nákvæmt mat. 360 gráðu mat hefur það fram yfir margar aðrar matsaðferðir að það er matsferli sem hjálpar stjórnendum að einbeita sér að og einblína á persónulegar framfarir starfsmanna. Matsaðferðir eins og 360 gráðu mat eru vandmeðfarnar. Niðurstöðurnar eru á mjög persónulegum nótum þar sem samstarfsmenn og jafnvel viðskiptavinir meta stjórnanda út frá hegðun, framkomu og frammistöðu. Það getur verið erfitt að sætta sig við slæma niðurstöðu, ekki síst þegar viðkomandi veit að niðurstöðurnar koma frá félögunum. Handleiðslu er því þörf bæði fyrir og eftir endurgjöfina til að tryggt sé að hægt sé að nýta þær til þróunar og á jákvæðan og uppbyggilegan hátt fremur en að viðkomandi setji sig í varnarstöðu og upplifi sig sem fórnarlamb. 360 gráðu mat hefur það fram yfir aðrar matsaðferðir að það eru margir sem koma að matinu sem gerir það mun áreiðanlegra en ef einn einstaklingur metur starfsmanninn. Matið býður einnig upp á þann möguleika að það sé ekki síður notað til starfsþróunar fyrir starfsmenn. Eins og með allar matsaðferðir verður að huga vel að undirbúningi matsins til að ná hámarksárangri. Það á ekki síst við í dag miðað við það atvinnuástand sem er ríkjandi á Íslandi þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki. Með þetta í huga er mikilvægt að fyrirtæki íhugi vel og vandlega ástæðu þess að þau taka upp 360 gráðu matsaðferðina og að undirbúningurinn sé ítarlegur þannig að öllum sé ljóst hvers vegna farið er út í hana. Því eru ástæður eins og hermiáhrif varasamar þar sem þær geta skekkt matið. 14

16 6 Heimildaskrá Ásta Bjarnadóttir, (????). Edwards, Douglas J. (2001, July/August). Examining employees from all angels: The 360-degree evaluation. Behavioral Health Management. 21, 4, Heery, E. og Noon, M. (2001). A Dictionary of Human Resource Management. New York: Oxford University Press. Muchinsky, (1999). Riggio, R.E. (2003). Introduction to Industrial/Organizational Psychology (4. útgáfa). New Jersey: Pearson Education. Todd, Karen. (2004, september). Creating a culture of feedback. Canadian HR feporter. 17, 15, Tómas... Waldman, D.A., Atwater, L.E., Antonioni, D. (1998, May). Has 360 degree feedback gone amok? The Academy of Management Executive 12, 2, Yukl, G. og Lepsinger, R. (1995). How to get the most out of 360 feedback. Training, 32 (12),

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar?

Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar? Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar? Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði Haust 2013 Höfundur: Áslaug María Rafnsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson 2 Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar?

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

BS ritgerð. Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum

BS ritgerð. Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum BS ritgerð í Stjórnun og forystu Stefnumiðað árangursmat hjá tveimur íslenskum fyrirtækjum Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Snjólfur Ólafsson September 2010

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Sýnileg stjórnun á Íslandi

Sýnileg stjórnun á Íslandi VIÐSKIPTASVIÐ Sýnileg stjórnun á Íslandi Með áherslu á töflunotkun Árangursþættir og hömlur Ritgerð til MS gráðu Nafn nemanda: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Vorönn 2017 Staðfesting

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði Ráðningarferli Eva Rós Baldursdóttir

BS ritgerð í viðskiptafræði Ráðningarferli Eva Rós Baldursdóttir BS ritgerð í viðskiptafræði Ráðningarferli Eva Rós Baldursdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson September 2010 BS ritgerð í viðskiptafræði Ráðningarferli

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Prímadonnur eða góðir liðsmenn?

Prímadonnur eða góðir liðsmenn? Prímadonnur eða góðir liðsmenn? Áhrif valds við stjórnun þekkingarstarfsmanna Elín Blöndal Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent Prímadonnur eða góðir

More information

MS-ritgerð Í mannauðsstjórnun

MS-ritgerð Í mannauðsstjórnun MS-ritgerð Í mannauðsstjórnun Árangurstengd laun: Ytri hvatning í tengslum við starfsánægju Ásdís Halldórsdóttir Leiðbeinandi: Þórður S. Óskarsson Ph. D., aðjunkt Maí 2017 Árangurstengd laun: Ytri hvatning

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W11:01 Desember 2011 Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Ásta Kristín Reynisdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild Vor 2008 Háskólinn á Akureyri, Viðskiptadeild Heiti verkefnis:

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

UM HÖFUNDA INGI BOGI BOGASON

UM HÖFUNDA INGI BOGI BOGASON 3 UM HÖFUNDA INGI BOGI BOGASON Ingi Bogi Bogason er forstöðumaður menntamála hjá Samtökum iðnaðarins. Hann lauk cand. mag. námi í bókmenntum og MA námi í mannauðsstjórnun frá viðskiptadeild HÍ. Ingi Bogi

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun. Hjörleifur Þórðarson

BS ritgerð í viðskiptafræði. Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun. Hjörleifur Þórðarson BS ritgerð í viðskiptafræði Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun Hjörleifur Þórðarson Leiðbeinandi: Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen, aðjúnkt Júní 2017 Árangur í straumlínustjórnun

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

Lokaverkefni til BS-pro fs i viðskiptafræði Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum

Lokaverkefni til BS-pro fs i viðskiptafræði Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum Lokaverkefni til BS-pro fs i viðskiptafræði Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum Meiri samskipti sem er gott, meira ónæði sem er vont Fjóla Kim Björnsdóttir Febrúar, 2018 Upplifun opinberra

More information

Stundum er betra að hlusta en tala

Stundum er betra að hlusta en tala Stundum er betra að hlusta en tala Hvernig eru boðskipti á milli stjórnenda og kennara í gunnskóla? Árni Freyr Sigurlaugsson Lokaverkefni til M.Ed-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Stundum er betra

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Áminningar. Er áminningaferlið virkt hjá stjórnendum Reykjavíkurborgar? LOKAVERKEFNI TIL BS GRÁÐU Í VIÐSKIPTAFRÆÐI VOR 2012 NEMANDI:

Áminningar. Er áminningaferlið virkt hjá stjórnendum Reykjavíkurborgar? LOKAVERKEFNI TIL BS GRÁÐU Í VIÐSKIPTAFRÆÐI VOR 2012 NEMANDI: Áminningar Er áminningaferlið virkt hjá stjórnendum Reykjavíkurborgar? LOKAVERKEFNI TIL BS GRÁÐU Í VIÐSKIPTAFRÆÐI VOR 2012 NEMANDI: ADRIANA KAROLINA PÉTURSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Elín Blöndal, lögfræðingur, Háskóli Íslands Útdráttur

More information

Hvernig vinna stjórnendur með þjálfun og þróun á hæfni starfsfólks? Lýsing á íslenskum raunveruleika

Hvernig vinna stjórnendur með þjálfun og þróun á hæfni starfsfólks? Lýsing á íslenskum raunveruleika Grein í Rannsóknir í Félagsvísindum V Viðskipta- og hagfræðideild Erindi flutt á ráðstefnu 22. október 2004 Hvernig vinna stjórnendur með þjálfun og þróun á hæfni starfsfólks? Lýsing á íslenskum raunveruleika

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone

MS ritgerð. Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone MS ritgerð Stjórnun viðskiptatengsla (CRM) hjá Vodafone Lykilforsendur árangursríkrar innleiðingar CRM með áherslu á CRM kerfi Tinna Ósk Þorvaldsdóttir Leiðbeinendur: Þórður Sverrisson aðjúnkt Þórhallur

More information

BS ritgerð. Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans

BS ritgerð. Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans Ari Hróbjartsson Viðskiptadeild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Svala Guðmundsdóttir Júní 2010 Útdráttur Markmiðakenningin (Goal-setting

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Lykilatriði árangursríkrar leiðtogamennsku

Lykilatriði árangursríkrar leiðtogamennsku Háskólinn á Bifröst Maí 2010 Viðskiptadeild Lykilatriði árangursríkrar leiðtogamennsku Hvaða hlutverki gegnir siðferðisleg forysta í því samhengi? Birgit Jóhannsdóttir Leiðbeinandi: Sigurður Ragnarsson

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Viðhorf starfsfólks til útlits- og skipulagsbreytinga útibúa Kaupþings

Viðhorf starfsfólks til útlits- og skipulagsbreytinga útibúa Kaupþings Viðskipta- og raunvísindadeild B.Sc ritgerð - LOK2106 Ögmundur Knútsson Viðhorf starfsfólks til útlits- og skipulagsbreytinga útibúa Kaupþings Reykjavík, 25. apríl 2008 Elísabet Árnadóttir ha040341 Staður:

More information

MIKILVÆGI KERFISGREININGAR VIÐ FRAMMISTÖÐUSTJÓRNUN INNAN VINNUSTAÐA

MIKILVÆGI KERFISGREININGAR VIÐ FRAMMISTÖÐUSTJÓRNUN INNAN VINNUSTAÐA www.ibr.hi.is MIKILVÆGI KERFISGREININGAR VIÐ FRAMMISTÖÐUSTJÓRNUN INNAN VINNUSTAÐA Jóhanna Ella Jónsdóttir Zuilma Gabríela Sigurðardóttir Heather McGee, dósent Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Education Policy Analysis -- 2004 Edition Summary in Icelandic Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa Útdráttur á íslensku Kafli 1 sækir aftur í þema sem fyrst var rannsakað af OECD fyrir um 30 árum og

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H.

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H. Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda Helga Sigurðadóttir Valentina H. Michelsen Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Þroskaþjálfaræði

More information

Formáli...4. Þjónustugæði...5 Hvað er þjónusta?...5 Hvað eru þjónustugæði?...6 Þættir sem stuðla að þjónustugæðum...6

Formáli...4. Þjónustugæði...5 Hvað er þjónusta?...5 Hvað eru þjónustugæði?...6 Þættir sem stuðla að þjónustugæðum...6 Formáli...4 Þjónustugæði...5 Hvað er þjónusta?...5 Hvað eru þjónustugæði?...6 Þættir sem stuðla að þjónustugæðum...6 Mælingar á þjónustu...10 Þjónustukannanir...10 Hulduheimsóknir og kvartanir viðskiptavina....12

More information

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala LEAN 02 Stöðugar umbætur á Landspítala 2 ÞEGAR LÆRT UM LEAN Offramleiðsla Óþarfa flutningar Birgðir Ónýttir hæfileikar starfsmanna Bið Óþarfa hreyfing Óþarfar aðgerðir Gallar Lean 02 PDCA og A3 Kaizen

More information

MS ritgerð Mannauðsstjórnun. Staða þekkingarstjórnunar í fjármálafyrirtækjum á Íslandi Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja

MS ritgerð Mannauðsstjórnun. Staða þekkingarstjórnunar í fjármálafyrirtækjum á Íslandi Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja MS ritgerð Mannauðsstjórnun Staða þekkingarstjórnunar í fjármálafyrirtækjum á Íslandi Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Ásta María Harðardóttir Leiðbeinandi Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson Viðskiptafræðideild

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA

LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT FRAMHALDSSKÓLA UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Þakkir vegna umsagna og/eða ábendinga: Anna Magnea Hreinsdóttir, Björk Ólafsdóttir,

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Samspil vinnu og einkalífs

Samspil vinnu og einkalífs Mannauðsstjórnun Október 2008 Samspil vinnu og einkalífs Höfundur: Guðrún Íris Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/sturlugötu, 101

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut. Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut. Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju Hug og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju Þóra Hjörleifsdóttir Akureyri september 2011 Hug og félagsvísindasvið

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information