Ævintýri með Lubba Bók er best vina

Size: px
Start display at page:

Download "Ævintýri með Lubba Bók er best vina"

Transcription

1 Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild

2

3 Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Leiðbeinandi: Arna Hólmfríður Jónsdóttir Meðleiðbeinandi: Edda Kjartansdóttir Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Júní 2016

4 Ævintýri með Lubba: Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til meistaraprófs við Kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands Inese Kuciere Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar. Prentun: Háskólaprent Reykjavík, 2016

5 Formáli Ævintýri með Lubba: Bók er best vina, er þróunarverkefni sem unnið var við leikskólann Heklukot veturinn Verkefnið fjallar um mál, læsi og samþættingu námsþáttanna stærðfræði, umhverfismennt og sköpun, ásamt því að auka samvinnu starfsfólks. Markmiðið með þróunarverkefninu er að efla mál og læsi hjá börnum, finna leiðir til að samþætta leikskólastarf með málörvun að leiðarljósi ásamt því að styrkja og bæta samvinnu og þekkingu ófaglærðs starfsfólks. Ritgerðinni fylgir hugmyndabanki með fjölbreyttum verkefnum með bókina Lubbi finnur málbein og kennsluaðferðina Orðaspjall að leiðarljósi. Unnið var eftir siðareglum HÍ í þeirri vinnu þróunarverkefninsins sem sneri að samskiptum við börn, foreldra og starfsfólk. Þessi ritgerð er lögð fram til fullnaðar meistaraprófs í leikskólakennarafræði M.Ed. við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með áherslu á nám og kennslu í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi. Vægi verkefnisins er 30 ECTS einingar. Leiðbeinendur við gerð verkefnisins voru Dr. Arna Hólmfríður Jónsdóttir lektor og Edda Gíslrún Kjartansdóttir starfsþróunarstjóri við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég færi þeim mínar bestu þakkir fyrir góða og lærdómsríka leiðsögn, þolinmæði og hvatningu við þessa vinnu sem og gagnlegar ábendingar við skrif og heimildaleit. Sérstakar þakkir færi ég vinkonu minni Halldóru Guðlaugu Helgadóttur fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar, hvatningu og stuðning. Starfsfólk leikskólans Heklukots fær einnig þakkir fyrir stuðning, þolinmæði og skilning. Að lokum vil ég þakka eiginmanninum mínum Haraldi Geir Valsteinssyni og börnunum mínum þá miklu þolinmæði, hvatningu og stuðning sem þau hafa sýnt mér í þessari vinnu. Lokaverkefnið tileinka ég starfsfólki leikskólans Heklukots sem leggur sig fram á hverjum degi við að skapa öruggt og námshvetjandi umhverfi fyrir börn. Einnig leikskólakennurum/starfsfólki sem trúir á samvinnu, samstarf og sameiginleg markmið í kennslu barna. Verkefnið er einnig tileinkað öllum þeim sem eru tilbúnir að takast á við breytingar og áskoranir til að tryggja betri framtíð barnanna okkar. 3

6 Ágrip Þróunarverkefnið Ævintýri með Lubba: Bók er best vina fór fram á einni deild leikskólans Heklukots á Hellu og þátttakendur voru leiðbeinandi A eða verkefnastjóri, þ.e. sú sem þetta ritar, fjórir ófaglærðir leiðbeinendur og 23 börn á aldrinum 2ja til 4 ára. Meginmarkmið þróunarverkefnisins var að bæta frammistöðu barna í máli og læsi þar sem 40% þeirra búa við fleiri en eitt tungumál í nærumhverfi sínu. Leitast var við að sýna fram á hvernig hægt er að flétta málörvun inn í allt leikskólastarfið með því að efla fjölbreyttar kennsluaðferðir með bókina Lubbi finnur málbein að leiðarljósi. Þróunarverkefnið beinist að samþættingu máls og læsis, sköpunar, umhverfismenntar og stærðfræði. Annað markmið með verkefninu er að sýna fram á mikilvægi samstarfs og námsferlis ófaglærðs starfsfólks. Þróunarverkefnið var tvíþætt, annars vegar var unnið með málörvun og hins vegar með vinnulag á deildinni til að auka skilning, þekkingu og samvinnu starfsfólks. Gögnum var safnað með því að nota blandaðar rannsóknaraðferðir, megindlegar og eigindlegar. Gagnaöflun fól í sér myndatökur og stuttar lýsingar á hópatímum barnanna, safnað var fundargerðum teymisfunda, haldin var dagbók um ferli þróunarverkefnisins, sendur var spurningalisti til foreldra til að kanna viðhorf þeirra til verkefnisins og tekin hálfopin viðtöl við starfsfólk/þátttakendur. Framfarir barnanna voru metnar með skráningu í TRAS (Tidlig registrering af språkudvikling). Helstu niðurstöður þróunarverkefnisins benda til þess að samþætting námsþáttanna mál og læsi, stærðfræði, umhverfismennt og sköpun með málörvun að leiðarljósi og notkun bókarinnar Lubbi finnur málbein og aðferðarinnar Orðaspjall hafi haft jákvæð áhrif á nám og líðan barnanna. Máltjáning þeirra hefur aukist og samskiptafærni einnig. Starfsfólkið taldi sig hafa öðlast einhverja reynslu, þrjú þeirra töldu sig hafa öðlast meiri þekkingu og reynslu í kennslu yngri barna og nýja sýn á nám þeirra og þroska. Starfsfólkið taldi sig eiga góð samskipti sín á milli og gott samstarf í verkefnavinnunni en það væri hægt að gera betur með meiri tíma og reynslu. Ég tel því óhætt að álykta að þróunarverkefnið hafði haft jákvæð áhrif á nám og líðan barna og samskipti og samstarf ófaglærða starfsfólksins. 4

7 Abstract Adventures with Lubbi: Books make great friends The project addresses the issues of language comprehenson and integration of the subjects language and literacy, mathematics, environmental science and creativity, and increasing the cooperation of the staff. This thesis is submitted as a part-fulfilment of requirements for an M.Ed. degree in pedagogy and didactics with a focus on teaching and learning in inclusive school in a multicultural society at the Faculty of Education Studies at the University of Iceland. The development program we dubbed Adventures with Lubbi; Books make great friends took place in one of the departments of Heklukot, a preschool located in Hella. Participants were instructor A, a.k.a. the project manager (writer of this paper) as well as four unskilled instructors and 23 children between the age of two and four. The main goal of the project was to improve children s language skills as well as their reading comprehension since 40% of them are exposed to more one language in their immediate environment. We sought to develop a methodology for virtually integrating (intertwining) language training and stimulation into the entire preschool curriculum by enhancing the already diverse teaching methods with the book Lubbi finds a boneme (í. Lubbi finnur málbein) as a guiding light. The project focused on finding effective ways of integrating language and reading as well as creative efforts, environmental education and mathematical teachings. The project s secondary goal is to show the co-operation and academic progress of unskilled instructors. The project consisted of two main elements, on one hand language stimulation with the children, on the other improvement of the department s workflows in order to increase the unskilled staff s understanding, knowledge and co-operation. Data was gathered using both qualitative and quantitative methods. Collecting the data involved photographing and describing the children s group sessions, collecting minutes from team meetings, maintaining a journal of the project s process. It also involved sending a questionaire to the children s parents in order to study their sentiments towards the project and taking semi-public interviews with the unskilled staff/participants. The children s progress was evaluated by logging in TRAS (Tidlig registrering af språkudvikling). The end result of the project shows that the integration of the aforementioned subjects with focus on language development using methods 5

8 described in Lubbi finds a boneme (í. Lubbi finnur málbein) and the Text talk (í. Orðaspjall) approach, seemed to have a generally positive effect on the children s learning and wellbeing. We noticed more than marginal improvements in both the children s lingual expressions and their communication skills. Across the board the staff felt their internal communication was good and that the co-operation in the project was sufficient but maintained that they could do even better with more time and experience. I therefore consider it safe to assume that the project had a positive effect on the children s studies and wellbeing as well as improving communication and co-operation between unskilled instructors. 6

9 Efnisyfirlit Formáli... 3 Ágrip... 4 Abstract... 5 Efnisyfirlit... 7 Myndaskrá Inngangur Tilgangur og markmið Lubbi finnur málbein og Orðaspjall Uppbygging ritgerðar Fræðilegur bakgrunnur Vinna með læsi Vinna með yngri börn á leikskólum Samvinna starfsfólks leikskóla- uppbygging lærdómssamfélags Samantekt Framkvæmd Upphaf verkefnisins Þátttaka starfsfólks Útfærsla verkefnisins Lubbi í hópatímum inni Lubbi í hópatímum úti Lubbi í stærðfræðitímum Lubbi í umhverfismennt Lubbi í sköpun Samantekt Gagnaöflun og mat á þróunarverkefninu Siðferðileg álitamál Foreldrakönnun Hálf opin viðtöl við starfsfólk/þátttakendur Málþroska og félagsfærni skimun TRAS Samanburður á árgöngum 2013 og 2011 (2ja til 3ja ára) Samanburður á árgöngum 2012 og 2011 (3ja til 4 ára) Önnur gögn

10 Dagbók Deildarfundir og fundargerðir Ljósmyndir Niðurstöður Umræður Lokaorð Heimildarskrá Fylgiskjal Fylgiskjal Myndaskrá Mynd 1 Tveggja ára strákur knúsar Lubba í upphafi mál og læsistíma Mynd 2 Þriggja ára strákur bjó til stafinn N úr skeljum í umhverfismennt og gerir tákn með Mynd 3 Bingóspil til að rifja upp það sem gert var í umhverfismennt úti Mynd 4 Lubbi að fylgjast með börnunum sitja fallega og hlusta í huggulegri lestrarstund Mynd 5 Leitað að ormum og maurum í umhverfismennt Mynd 6 Í lok hópatímans er farið í samstæðuspil (notaðar myndir af hlutum sem byrja á N) Mynd 7 Þetta er Hrafn - en er kallaður KRUMMI (mynd tekin af þriggja ára stelpu í umhverfismennt) Mynd 8 Unnið með E. Hóparnir fóru í göngutúr til að finna eldfjallið Heklu sem er í nágrenninu Mynd 9 Unnið með hljóðið S úti tengt Numiconformum og steinum Mynd 10 Unnið með hljóðið S inni með Numiconformum og smíðadóti Mynd 11 Unnið með M og búin til munstur með Numiconformum og málað með fingramálningu Mynd 12 Unnið með V. Börnin bjuggu til vindmillur í sköpun. Í umhverfismennt fóru þau út og skoðuðu vindstyrk

11 Mynd 13 Unnið með F og skoðuð mismunandi form í umhverfismennt Mynd 14 Unnið með H. Börnin leita að hringjum úti í umhverfismennt Mynd 15 Unnið með B. Farið í göngutúr og leitað að birkitrjám. Kennari og börn ræða hugtök á leið sinni. Börnin fengu að taka myndir og skoða laufblöð í umhverfismennt Mynd 16 Unnið með hljóðið E. Börnin teiknuðu epli, klipptu eftir getu og límdu á sitt eigið eplatré Mynd 17 Unnið með hljóðið D. Börnin fengu að gramsa í drasli og ræða um það. Börnin skoðuðu m.a. myndband um endurvinnslu í umhverfismennt Mynd 18 Unnið með hljóðið D. Börnin fengu að búa til rigningu með plastflösku og boxi til að heyra dropana detta í umhverfismennt Mynd 19 Unnið með hljóðið E. Kennari kennir börnunum að umgangast eld í umhverfismennt. Kennari kveikir eld í eldstæði og hjálpar börnunum að baka brauð. Rætt er um eldamennsku á opnum eldi Mynd 20 Könnunarverkefni þetta þróaðist út frá vinnu með málhljóðið H. Foreldrar sendu myndir af húsunum sínum. Skoðuð voru götuheiti, húsnúmer, íbúar og hvernig hver og einn ferðast heim til sín. Þessi vinna var samþætt við stærðfræði Mynd 21 Unnið með hljóðið M. Kennari og börn skoða myndir af dýrum t.d. maurar, mýs, fuglar sem hafa staf sem byrjar á M. Kennari bauð börnunum mold til að skoða inni í umhverfismennt Mynd 22 Unnið með hljóðið J í umhverfismennt. Börn og kennari ræða um stærsta jökul Íslands, staðsetningu og hvernig er hægt að fara þangað. Einnig voru ræddar plánetur s.s. Júpiter. Í sköpun bjuggu börnin til eldfjallið Heklu Mynd 23 Unnið með hljóðin F og G í umhverfismennt. Farið var í göngutúr niður að á, til að skoða fugla t.d. Grágæsir. Kennarar og börn skoða fuglabækur Mynd 24 Unnið með E. Börnin búa til brauðdeig til að baka á eldstæði í sköpun. Vinnan tengdist stærðfræði með margskonar mælingum

12 Mynd 25 Unnið með hljóðið M og tengt við mandölur og mynstur í sköpun. Notaður var endurnýtanlegur efniviður og búnar til mandölur úti í náttúrunni Mynd 26 Unnið með hljóðið I í sköpun. Kennarar og börn bjuggu til indíánahöfuðskraut, regnstafi og hlustað á indíánatónlist Mynd 27 Í sköpun smíðuðu börnin og sungu ég negli og saga á meðan

13 1 Inngangur Í þessu lokaverkefni er fjallað um þróunarverkefni sem beinist að því að finna leiðir til samþættingu leikskólastarfs með námsþættina mál og læsi, stærðfræði, umhverfismennt og sköpun í brennidepli ásamt því að skoða hvernig tókst að auka samvinnu og efla þekkingu ófaglærðs starfsfólks. Leitast var við að styrkja börn í íslensku með því að vinna markvisst með málörvun í gegnum skemmtileg og fjölbreytt verkefni í námsumhverfi barna bæði inni og úti. Þróunarverkefnið var framkvæmt með yngri börnum (aldur 2 til 4 ára) í leikskólanum Heklukoti. Heklukot er Grænfána- og heilsuleikskóli á Suðurlandi. Deildir eru fjórar með 68 nemendur og er 40% þeirra með fleira en eitt tungumál í sínu nærumhverfi. Í leikskólanum starfa 24 starfsmenn í ólíku starfshlutfalli, þar af eru 16% þeirra með kennaramenntun og starfandi á deildum. Verkefnið er framkvæmt á einni deild þar sem dvelja 23 börn. Deildarstjóri og höfundur þessa verkefnis er í leikskólakennaranámi, verkefnastjóri þróunarverkefnisins og jafnframt rannsakandi. Með honum unnu fjórir ófaglærðir starfsmenn. Rúnar Sigþórsson og fl. (1999) segja að skólar eigi sífellt að leita leiða til að bæta árangur starfsins, byggja nýja reynslu og þekkingu sem nýtist öðrum kennurum og nemendum í skólastarfi. Að færa málörvun úr sérkennslustofu inn á deild er alls ekki auðvelt verkefni hvað þá þegar um ófaglært starfsfólk er að ræða. Börn eiga rétt á að fá stuðning samkvæmt reglum, lögum og aðalnámskrá leikskóla. Ein mikilvægasta spurningin er, hvernig er hægt að veita börnum viðeigandi stuðning og koma til móts við þarfir allra í þeim aðstæðum sem hafa skapast í samfélaginu í dag þar sem margir leikskólar eru einungis með um það bil 33% af faglærðum kennurum (Hagstofa Íslands, e.d.). Síðustu tvö ár hef ég eytt sífellt meiri tíma í að kenna leiðbeinendum að kenna og að reyna kveikja áhuga þeirra á starfi og námi í leikskóla. Þetta þróunarverkefni kemur til vegna mikillar þarfar fyrir málörvun því stór hluti barnanna á deildinni, þar sem verkefnið er unnið, er tvítyngdur, fjöltyngdur eða með sérþarfir, jafnframt er hlutfall fagmenntaðs starfsfólks mjög lágt. Samkvæmt Þorgerði Sigurðardóttur (2011) er þróunarstarf mikilvægur þáttur í skólastarfi og ræðst árangur af mörgum samverkandi þáttum, meðal annars umræðum og samvinnu starfsfólks. Hún segir að þróun sé ekki sjálfvirk hraðbraut heldur verk mannanna, þau eru framkvæmd í sameiningu með það aðalmarkmið að bæta árangur nemenda Lagt var af stað með þá von í brjósti að þetta þróunarverkefni styrkti ófaglært starfsfólk í starfi með börnum og yki samvinnu þeirra á milli sem og 11

14 bætti samskipti barna og leiðbeinenda. Þetta þróunarverkefni er framlag í þróun lærdómssamfélags leikskólans og nýtist öðrum kennurum í starfi og vinnu með fjölbreyttum barnahópi. Með þróunarverkefninu voru fundnar og innleiddar nýjar leiðir í markvissri málörvun fyrir yngri börn (2-4 ára), ákveðin viðfangsefni voru rannsökuð og þróuð með því að nota bókina Lubbi finnur málbein og kennsluaðferðina Orðaspjall. Starfsfólkinu var kennt að nota opnar spurningar og halda uppi uppbyggilegum samræðum við börn. Notuð var Orðaspjallsaðferðin til að leggja inn ný hugtök, efla orðaforða og félagsfærni. Leitast var við að samtvinna málörvun öllu starfi sem fór fram á deildinni. Þegar unnið var með ákveðin hljóð, sögu, ný orð og hluti á hverri bókaropnu í Lubbi finnur málbein, var efnið lagt inni í gegnum skipulagða málörvun, umhverfismennt, sköpun og stærðfræði. Öll vinna tengd verkefninu var unnin í teymi þar sem allt starfsfólk deildarinnar fékk tækifæri til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Deildarstjóri/verkefnisstjóri leiddi verkefnavinnuna, stjórnaði fundum, hélt utan um skráningar, fann ítarefni og annað sem tengdist verkefninu. Haldnir voru deildarfundir einu sinni til tvisvar sinnum í mánuði þar sem framvinda verkefnins var rædd, farið var yfir þörf á breytingum og hugmyndir um áframhaldandi þróun reifaðar. 1.1 Tilgangur og markmið Tilgangur þróunarverkefnisins var að bæta frammistöðu 2-4 ára barna í máli og læsi og að kenna starfsfólki deildarinnar árangursríkar aðferðir í samræðum við börn, uppbyggingu orðaforða og félagsfærni. Börnin voru hvött til að tjá sig, unnið var með endurtekningu, klöppuð atkvæði, rædd merking hluta í nærumhverfi þeirra ásamt því að vinna með hrynjanda og takt tungumálsins í gegnum söng. Málörvun var samþætt öllu starfi deildarinnar með því að tengja saman mál og læsi, stærðfræði, sköpun og umhverfismennt. Megináherslan var á vinnu með mál og læsi í víðum skilningi. Skapað var umhverfi þar sem tungumálið var sýnilegt börnum daglega með lestri, umræðum (notaðar opnar spurningar), stöfum, myndum og táknum. Vandað var sérstaklega til samskipta barna og starfsfólks í hópatímum þar sem leitast var við að vinna með sömu viðfangsefni, hugtök og áherslur í gegnum fjórar ofangreinda námsþætti; mál og læsi, stærðfræði, umhverfismennt og sköpun. Wasik (2010) talar um mikilvægi orðaforða í máltöku barna og hvernig er best að kenna þeim. Hún segir að samræður á milli barna og leiðir sem eru notaðar til að efla orðaforða séu afar mikilvægar í námi þeirra. Hún talar um mismunandi aðferðir fyrir börn til að læra um viðfangsefni, t.d. í gegnum fjölbreytt og skemmtileg verkefni og starf. Samkvæmt henni er færni í að lesa 12

15 fyrir börn, nota opnar spurningar, viðhalda samræðum og stjórna barnahópi eitthvað sem kennari þarf að kunna. Hún telur að kennarar þurfi að fá aðstöðu og taka þátt í framkvæmd með þjálfara sem er hluti af faglegri þróun innan ExCELL, sem er þjálfunarprógram fyrir leikskólakennara í Bandaríkjunum. Í ExCELL eru sköpuð tækifæri fyrir kennara til að læra með því að framkvæma. Þjálfarar frá ExCELL hjálpa kennurum að finna viðfangsefni og skipuleggja fjölbreytt verkefni t.d. í sköpun (Wasik, 2010). Meginmarkmið þróunarverkefnisins er að sýna fram á hvernig hægt er að flétta málörvun inn í leikskólastarf með því að efla fjölbreyttar kennsluaðferðir og vinna áhugavekjandi verkefni með bókina Lubbi finnur málbein (2011) eftir þær Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur að leiðarljósi og jafnframt að efla orðaforða og hlustunarskilning með kennsluaðferðinni Orðaspjall (2013) eftir Árdísi Hrönn Jónsdóttur. Sögur í bókinni Lubbi finnur málbein voru lesnar, rannsakaðar og allt sem tengist hljóðunum unnið í gegnum námþættina mál og læsi, stærðfræði, umhverfismennt og sköpun. Annað markmið með verkefninu var að auka skilning, þekkingu og samvinnu starfsfólks deildarinnar. Með þátttöku í þróunarverkefninu kynntist starfsfólk teymisvinnu, tók þátt í ákvarðanatöku, öðlaðist reynslu og þekkingu í vinnu með yngri börnum. Starfsfólk fékk einnig tækifæri til að undirbúa, skipuleggja og framkvæma mikið af skemmtilegum og krefjandi verkefnum fyrir börn. Anna Kristín Sigurðardóttir (2013) segir mikilvægt að gefa starfsfólki umboð til athafna, ákveðið svigrúm og tækifæri til að nýta styrkleika sína og áhuga. Í þessu þróunarverkefni var leitast við að auka styrkleika og áhuga starfsfólks á vinnu með ungum börnum. Í upphafi nýs námsárs fékk starfsfólkið að velja sér námsgrein til að kenna. Haldinn var fundur og tekin einstaklingsviðtöl um viðfangsefni, ræddar hugmyndir um verklag og ferli þróunaverkefnisins. Starfsfólkið fékk leiðbeiningar og aðstoð við kennslu máls og læsis, umhverfismenntar, sköpunar og stærðfræði. Fyrirkomulag þróunarverkefnisins hvatti alla í starfmannahópnum til að taka ábyrgð og sýna frumkvæði í starfi. Starfsfólkið átti að finna viðfangsefni, skipuleggja kennslu og framkvæma sjálft. Hér á eftir mun ég segja nánar frá bókinni um Lubba og kennsluaðferðinni Orðaspjalli sem starfsfólk studdist fyrst og fremst við í vinnu sinni. 1.2 Lubbi finnur málbein og Orðaspjall Lubbi finnur ma lbein byggir m.a. a doktorsrannso kn Þo ru Ma sdo ttur a hljo ðþro un 2-3 a ra barna og fra vikum i framburði 4-5 a ra barna. Kennsluefnið Lubbi finnur málbein er hljo ðana m i þrívi dd, þar sem börn fá að heyra, sjá og 13

16 nota hreyfingar. Eins og kemur fram í bókinni Lubbi finnur málbein (2011), er þar lagt upp með fjölþætta skynjun á hljóðanám. Þá er heyrnar-, sjón-, hreyfiog snertiskyn samþætt og hljóðin verða nánast áþreifanleg. Málörvun er þannig tengd upplifun og vöðvaminni sem auðveldar börnum að tileinka sér tungumálið. Eyrún og Þóra segja jafnframt að söngur, taktur og hrynjandi hafi eflandi áhrif á nám og börn eigi auðveldara með að festa í minni í gegnum söng (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2011). Kennsluefnið Lubbi finnur málbein fjallar um stafro f ma lhljo ða fremur en bo kstafa þar sem ma lhljo ðin eru í aðalhlutverki og dregnar upp myndir af málhljóðunum. Hljo ðmyndirnar öðlast varanlegan sess i minni barna sem auðvelt er að kalla fram. Í bo kinni læra börn hljo ðin i a kveðinni röð eftir hljo ðaflokkum þ.e. þro un hljo ðaflokka i i slensku: nefhljo ð (m, n, hn) > lokhljo ð (b, d, g, p, t, k) > hliðarhljo ð (l, hl) > önghljo ð (f, v, s, þ, ð, hj, j, h, mju ka g) > sveifluhljo ð (r, hr). Þetta kennsluefni kennir börnum að raða hljo ðum upp þannig að þau mynda orð og geta hljo ðað sig a fram, með því að styðjast við táknmyndir hljóðanna. Grunnur er lagður að umskra ningu: hljo ð stafur orð. Allt kennsluefni tengt bókinni Lubbi finnur málbein er byggt á rannsóknum fjölda fræðimanna, meðal annars Þóru Másdóttur (2008). Í bókinni Lubbi finnur málbein er hvert málhljóð undirstrikað með táknræni hreyfingu og er tengt við stafinn. Eyrún Ísfold Gísladóttir útskýrir í bókinni Lubbi finnur málbein hvernig táknrænu hreyfingarnar gera málhljóðin áþreifanleg. Hún segir að hreyfingar (táknin) auðveldi barninu að para staf við hljóð og brúa þannig bilið á milli bókstafs og málhljóðs (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2011). Orðaspjall er leið til að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Aðferðin var þróuð í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ undir stjórn Árdísar H. Jóndóttur, M.Ed. leikskólakennara. Orðaspjallsaðferðin styðst við orðakennsluaðferð (e. Text talk) sem Isabel L. Beck, Margaret G. McKeown og Linda Kucan þróuðu og kynntu í bók sinni Bringing words to life (Beck, McKeown og Kucan, 2013). Þær þróuðu aðferðina á grundvelli rannsókna sem sýndu að markviss orðakennsla hafði jákvæð áhrif á lesskilning og skilning á merkingu orða sem svo efldi orðaforða barna. Orðaforði skiptist í þrjú lög sem eru grunnorðaforði, millilag orðaforðans og þriðja eða efsta lagið (Beck, McKeown og Kucan, 2013). Í grunnorðaforðanum eru tekin fyrir orð sem börn læra fyrst og eru algeng í talmáli; pabbi, klukka borð o.s.frv. Í millilagi eru orð sem eru ekki eins algeng í talmáli; faðir, öskureiður, næring o.fl. Í þriðja laginu eru sjaldgæf, sérstök orð sem eru fyrir mun eldri börn t.d. stjörnuþoka. 14

17 Þegar orð eru kennd samkvæmt Orðaspjallsaðferðinni er megináhersla lögð á millilag orðaforðans en líkur á að börn rekist á orð úr millilaginu í daglegum samræðum eru litlar en mörg orðanna eru hins vegar algeng í ritmáli og tækifæri til að læra þau koma aðallega úr bókum eða öðru rituðu máli (Beck, McKeown og Kucan, 2008). Aðferðin felur í sér að kennari les með börnum og velur orð úr bókinni til að kenna. Hann stoppar stutta stund við orðin þegar að þeim kemur í sögunni og útskýrir merkingu þeirra í stuttu máli. Að loknum lestri útskýrir kennari orðin rækilega, ræðir með börnunum merkingu þeirra og leitast við að nota þau á fjölbreyttan hátt í daglegu lífi til að efla skilning á orðunum og hvetur börnin til að gera eins. Samhliða orðakennslunni er lögð áhersla á að efla málskilning og máltjáningu barna með samræðum um sögurnar sem lesnar eru. Kennarinn spyr opinna spurninga sem krefjast þess að börnin ígrundi söguþráðinn vel og hvetur þau til að leggja orð í belg (Beck o.fl., 2013). Árdís H. Jónsdóttir (2013), aðlagaði Orðaspjallsaðferðina að íslensku og miðast við börn frá tveggja ára aldri. Orðaspjall felur í sér að kenna orð úr barnabókum í gegnum samræður og leiki en auðvelt er að flétta aðferðina inn í allt leikskólastarf með fjölbreyttum kennsluaðferðum, til að mynda í vettvangsferðum, þemastarfi, matmálstímum og í samverustundum þegar lesið er fyrir börnin, þeim sagðar sögur og kenndar vísur eða þulur. Með því að nýta Orðaspjall í vinnu með leikskólabörnum má ræða um sögurnar og þau fá að virkja ímyndunarafl sitt og forvitni með notkun sögupoka eða loðtöflusagna, einnig má fara í leiki s.s. spurning- og gátuleiki með orðin sem börnin þekkja (Árdís H. Jónsdóttir, 2013). Orðaspjall er aðferð sem eflir orðaforða í gegnum mismunandi námsgreinar eins og málörvun, stærðfræði, listsköpun, leiklist, hreyfingu svo eitthvað sé nefnt (Árdís H. Jónsdóttir, 2013). Kennarar sem nýta Orðaspjall í kennslu með börnum leggja þannig óhjákvæmilega mikla áherlsu á orðaleiki og leikræna tjáningu. 1.3 Uppbygging ritgerðar Þessi ritgerð felur í sér lýsingu á þróunarverkefni tilgangi þess og markmiðum. Kennsluefninu Lubbi finnur málbein og kennsluaðferðinni Orðaspjall er lýst ásamt því að fjalla um hvernig vinna má með efnið í leikskólum sem og tilgang læsishvetjandi umhverfis fyrir börn. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins er reifaður með umfjöllun um samþættingu námsþáttanna mál og læsi, stærðfræði, sköpun og umhverfismennt. Rýnt er í samskipti og samstarf starfsfólks leikskóla og uppbyggingu lærdómssamfélags. Verklagi þróunaverkefnisins er lýst frá upphafi til enda, útfærslu þess og kveikju ásamt umræðum um leiðir til að vekja áhuga starfsfólks. Framkvæmd og aðferðum 15

18 við gagnaöflun, úrvinnslu gagna og siðferðileg álitamál eru næst reifuð. Einnig er fjallað um hugsanir höfundar, tilfinningar og upplifun í gegnum ferli þróunarverkefnisins. Foreldrakönnun og viðtöl við starfsfólk lýsa hugmyndum og reynslu þessara hópa af þátttöku í verkefninu. Fjallað er um helstu niðurstöður úr málþroska skimuninni TRAS ásamt samantekt á niðurstöðum þróunarverkefninsins. 16

19 2 Fræðilegur bakgrunnur Hér á eftir verður fjallað um læsi og mikilvægi málörvunar. Einnig verður skilgreint hvað læsishvetjandi umhverfi er ásamt því að fjalla um hlutverk starfsfólks í þróun og eflingu málþroska ungra barna. Mikilvægi fjölbreyttra kennsluaðferða verður reifað og nauðsyn upplesturs fyrir börn. Einnig er fjallað um mikilvægi samvinnu starfsfólks, gæði samskipta og uppbyggingu lærdómssamfélags. 2.1 Vinna með læsi Í aðalnámskrá leikskóla (2011) kemur fram að án læsis væru engin samskipti, án samskipta væri ekkert lýðræði hvað þá jafnrétti eða mannréttindi. Án heilbrigðis og velferðar væru mannréttindi allra ekki tryggð og barátta gegn mismunun, ofbeldi og einelti væri illmöguleg. Án sköpunar væri ekki hægt að gefa fólki tækifæri til að dafna og vaxa í ólíka einstaklinga með ólíkum hæfileikum. Læsi er grunnur að öllu námi barna og því er mikilvægt að börn fái góðan stuðning og tækifæri til að læra málið og samskipti frá byrjun. Í leikskólanum eiga börn að öðlast góðan orðaforða, félagsfærni, færni til að geta lesið í umhverfi sitt og fá tækifæri til að skapa nýja merkingu, reynslu og þekkingu með kennurum sínum. Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á (Aðalnámskrá leikskóla, 2011: 12). Í bókinni Childrens comprehension problems in Oral og written language eftir Cain og Oakhill (2007) er talað um þætti sem hafa áhrif á skilning talaðs máls og lestrarerfiðleika hjá börnum, t.d. slakur orðaforði og erfiðleikar með setningamyndun. Þess vegna er ekki einungis mikilvægt að auka orðaforða hjá börnum heldur líka nota mismunandi leiðir. Hjá yngri börnum er hægt að auka málskilning með því að lesa fyrir þau. Einnig telja þeir að þekking yngri barna á bókstöfum hjálpi þeim með lestur, málskilning, orðaforða og setningamyndum þegar þau eldast (Cain og Oakhill, 2007). Bókin Lubbi finnur málbein er frábær efniviður til að ná þessum markmiðum og meira til. Samkvæmt Papatheodorou og Moyles (2012) er þróun tungumálsins og skynjun nátengd. Börn ættu að fá að upplifa orð, heyra þau, sjá þau, smakka á þeim, finna lyktina af þeim og koma við þau. Leikir sem höfða til skynjunar þjálfa einbeitingu, athygli, ákvörðun, lausnaleit og efla félagsfærni hjá börnum. Að sjá hlutina og geta snert þá býður uppá betri tengingu við veruleikann til að orðin fái skýrari merkingu. 17

20 Í grein Smith og Dickinson (1994) kemur fram að þegar starfsfólk hefur málörvun að leiðarljósi er það jákvæðara gagnvart truflunum t.d. í samtölum og lestri, þá er það jafnframt tilbúnara til að taka spjall við börnin í leikskólastarfinu. Aðstæður og tækifæri til samskipta í nærumhverfi barna hafa áhrif á málþroska þeirra. Einn mikilvægasti þáttur yngri barna kennslu (1,5-3 ára) er nærumhverfi þeirra og hafa þarf í huga hvernig því er háttað. Mikilvægt er að allir þroskaþættir barna séu örvaðir, líkamlegir, vitsmunalegir, félagslegir og tilfinningalegir, sérstaklega þegar efla skal málþroska. Börn þurfa tækifæri til að taka þátt í mismunandi athöfunum eins og leik, sköpun, hreyfingu, leiklist, hópatímum, samverustundum o.s.frv. Þannig æfa börn sig í samskiptum, nota tungumálið og hreyfingar til að læra um sjálft sig. Samkvæmt Saracho og Spodek (2003) leiðir notkun opinna spurninga til betri samskipta á milli kennara og barna. Kennari íhugar hvað hann er að segja og hvernig áður og eftir hann segir eitthvað. Kennari passar upp á að allir fái að tjá sig og gefur nægan tími til þess. Kennari sýnir virðingu og áhuga á frásögnum barna. Hann hvetur og hrósar fyrir framtak og tilraunir í samskiptum. Með þessum hætti skapast læsishvetjandi umhverfi með jákvæðum samskiptum (Saracho og Spodek, 2003). Hugmyndafræði DeBruin-Parecki og fl. (2015) má rekja til sömu hugmyndafræði og aðferðin Orðaspjall eða (e. text talk). Orðaspjallsaðferðin samkvæmt Árdísi Hrönn Jónsdóttur (2013) felst í því að kennari les bók með börnunum og velur orð úr bókinni til að kenna, ræða um og leika með. Með því að skoða ný orð og ræða saman eflist málskilningur og máltjáning barna. Kennari spyr opinna spurninga, sem krefjast þess að börnin íhugi vel söguna, rifji upp, endursegi og þjálfist í samræðum. Þannig eykst skilningur barna á efni sagnanna sem og á eðli og eiginleikum ritmáls. Kennarar þurfa jafnframt að vera duglegir að nota nýju orðin í daglegu starfi bæði úti og inni og tengja þau við reynslu barna. Börn heyra ekki eingöngu orðin lesin heldur fá tækifæri til að ræða þau, heyra í fjölbreyttu samhengi og fá tækifæri til að nota orðin sjálf. Í Orðaspjallsaðferðinni er hægt að fara í spurningaleiki, leika orðin, klappa atkvæði og margt annað sem börnum og kennurum dettur í hug. Að lokum eru orðin hengd upp á vegg fyrir börn, kennara og foreldra að skoða (Árdís Hrönn Jónsdóttir, 2013). Kennsla sem er byggð á samtölum (e. discussion based teaching) telst árangursrík til að börn þrói með sér lesskilning, huglægan skilning, siðferðilegan þroska ásamt breytingum á hugafari. Einnig eflist almennur þroski og samskiptahæfileiki barna ásamt getu til að leysa vandamál (e. problem solving ability). Þegar kennari spyr börn spurninga örvast áhugi og ímyndunarafl þeirra, sem hvetjur þau til þátttöku, gagnrýnnar hugsunar og samskipta (Henning, 2008). Samkvæmt Otto (2010) er mikilvægt að efla alla 18

21 þætti tungumálsins sem svo hafa áhrif á félagsfærni. Þegar börn kynnast fjölbreyttum lestexta eflist málþroski þeirra sem þýðir að lestrarstundir eru mjög mikilvægur þáttur í leikskólastarfi. Samkvæmt Papatheodorou og Moyles (2012) hefur vinna með barnabækur gríðarleg áhrif á máltöku barna sem og merkingu og skilning á fjölbreytileika mannlífsins. Börn bera saman og móta skilning um sjálft sig og aðra sem ólíka einstaklinga með því að kynnast alþjóðlegum bókum, sögum og textum. Börn þróa þannig með sér tillitsemi, skilning og virðingu fyrir öðrum þjóðum. Kennarar verða að muna að engin börn taka við sömu upplýsingum eins og því er mikilvægt að gefa öllum tækifæri til að tjá sig, spyrja spurninga og ræða saman sín á milli og með kennurum sínum. Börn hafa gífurlega gaman af sögum og oft er leikur þeirra speglun einhverrar sögu eða uppáhaldspersónum. Ábyrgð kennara er að hjálpa börnum að þróa leikinn áfram með því að styðja þau í samskiptum, samræðum, málnotkun og uppbyggingu nýjar reynslu og þekkingar sem svo eykur félagsfærni. DeBruin-Parecki og fl. (2015) tala um mikilvægi þess að kenna öllum börnunum leiðir sem efla skilning (e. comprehesion strategies). Áhersla er lögð á skilning barna á eigin námi, þróun skilnings þeirra og hvernig er hægt að fyrirbyggja lestrarerfiðleika í framtíðinni. Þróun skilnings (e. the development of comprehenson) byrjar með hlustun, umræðum og samtölum. Langtímarannsókn Bianco og fl. (2010) um þróun skilnings barna á eigin skilningi leiddi í ljós að til að fyrirbyggja erfiðleika í lestri í grunnskóla þarf málörvun og þróun málskilnings hjá börnum að byrja snemma í leikskólanum. Þegar unnið er með hlustun og þátttöku í umræðum læra börn einnig að lesa úr myndum tengdum lestri og setja þær í samhengi sem mun hjálpa þeim í framtíðinni með skilning texta og lestur. Til að efla skilning leikskólabarna þarf að þróa tengingar milli reynslu þeirra með þjálfun forspár og ályktunarhæfni, ásamt því að örva endursögn og upprifjun. Þannig má byggja upp orðaforða leikskólabarna. DeBruin-Parecki og fl. (2015) tala um snemmtæka íhlutun, inngrip fyrir fjöltyngd og tvítyngd börn og mikilvægi þess að kenna börnum aðferðir sem þau geta nýtt sér til að örva og styrkja eigin málkunnáttu. Það er mikilvægt að börn læri að einbeita sér, hlusta og séu hvött til þess að taka þátt í umræðum. Samkvæmt Vygotsky (Nurse, 2007) gegnir tungumálið lykilhlutverki fyrir þróun æðri hugarstarfsemi. Það gegnir mjög veigamiklu hlutverki fyrir hugtakamyndun þar sem tungumálið á til dæmis þátt í að við beinum athyglinni að einhverju og að við höldum henni. Yngri börn (1,5-3 ára) hafa lítið úthald og þurfa eitthvað spennandi til að viðhalda athygli t.d. í samverustundum. Þegar kennarar lesa fyrir yngri börn er mikilvægt að stoppa, spyrja opinna spurninga, aðlaga málið að þroska þeirra og getu, gefa þeim nógan tíma til að svara, endurtaka hugtök og fylgjast vel 19

22 með úthaldi þeirra. Samkvæmt Otto (2010) er þannig mikilvægt að styðja við kennsluna með myndum og hlutum til að hjálpa þeim með skilning og úrvinnslu, sérstaklega tvítyngdum börnum og börnum með málerfiðleika eða málþroskaröskun. Kennari þarf að tala hægar og reyna tengja ný hugtök við reynslu og nærumhverfi barna. Þegar texti bókar er of þungur er allt í lagi að einfalda hann og tala meira um persónur sögunnar, spinna söguna eftir áhuga barna og hvetja þau til að herma eftir eða segja frá (Otto, 2010). Í sömu bók er talað um að yngri börn verði að taka þátt í fjölbreyttri vinnu eins og: vettvangsferðum, könnunarverkefnum, kennaramiðaðu námi og daglegum athöfum leikskólans. Í gegnum slík verkefni eru kennarar og börn í uppbyggilegum og jákvæðum samskiptum. Papatheodorou og Moyles (2012) leggja áherslu á góða tengingu við náttúruna til að einstaklingar geti viðhaldið heilsu og velgengni. Börn eiga rétt á að kynnast náttúrunni og öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Enda segir Otto (2010), að þegar börn vinna mismunandi verkefni, úti og inni með því að gera sjálf og með aðstoð frá kennara eftir þroska þeirra og getu, fái kennarar tækifæri til að fylgjast með málþroska barna í mismunandi aðstæðum og hjálpa þeim að þróa málið áfram (Otto, 2010). 2.2 Vinna með yngri börn á leikskólum Margir fræðimenn (Nurse, 2007) telja að kennarar beri ábyrgð á hvernig börnum er kennt. Árangur og velgengi í námi liggur ekki hjá börnum sjálfum heldur í skólasamfélaginu og hjá kennurum. Öll börn geta lært en hvernig námi er háttað og hvaða aðferðum er beitt er í höndum kennara. Að skipuleggja nám fyrir fjölbreyttan barnahóp krefst mikils undirbúnings og þekkingar. Að verða fagmaður í leik og námi barna tekur tíma og reynslu. Með því að taka þátt í rannsóknarvinnu, þróunarverkefnum eða einhverju slíku komumst við að því hvernig börn afla sér þekkingar og læra í daglegu starfi. Vygotsky (Nurse, 2007) telur að börn læri með aðstoð kennara, m.a. gegnum fyrirmyndir, opnar spurningar og samræður. Fleiri rannsóknir hafa leitt í ljós að sameiginleg uppbygging kennara og barna á námsferli og þekkingu er árangursríkasta leiðin til að börn öðlist nýja þekkingu. Vygotsky sá nám sem félagslega virkni (e. social activity), þar sem börn fylgjast með, spyrja spurninga og kennarar styðja þau og leiða inn á svæði hins mögulega þroska (e. Zone of Proximal Development, ZDP) (Nurse, 2007; Willan og fl., 2008). Brunner var sammála Vygotsky (Nurse, 2007) um að nám barna er félagslega mótað og þá sérstaklega á milli kennara og barna. Brunner taldi að börn læri með því að endurskoða reynslu sína aftur og aftur þangað til þau ná tiltekinni þekkingu. Börn gera tilraunir og uppgötva þannig heiminn í kringum sig. Hann taldi að börn geti lært ýmislegt og það er á ábyrgð kennara að finna sem bestar 20

23 leiðir til þess. Hann var sammála Piaget að börn öðlist reynslu með því að gera sjálf (Nurse, 2007; Willan og fl., 2008). Samkvæmt Nurse (2007) og Myhre (2011) er ein kenning Deweys að börn að reyna sjálf við viðfangsefnin (e. learning by doing) og læri þannig að hugsa. Dewey lagði áherslu á að virkja athafnaþörf barna og vekja áhuga þeirra. Nám barna ætti að vera vel skipulagt og markvisst. Lykilhugtök í kennslufræði Dewey eru: athuganir, könnun, áhugi, reynsla, samfella í vinnubrögðum og þroski (Nurse, 2007; Myhre, 2011). Samkvæmt Piaget (Nurse, 2007) læra börn af reynslunni, ný hegðun lærist og athafanir tengjast í hegðunarmynstur. Hann taldi að börn ættu að vera virk í eigin þroska og kennarar verði að nota kennsluaðferðir sem byggja á virkni þeirra. Kennari ætti að fylgjast vel með vitsmunaþroska barna til þess að geta mætt þeim á þeirra forsendum með því að skapa uppbyggilegt námsumhverfi og sjá þannig framfarir barna í námi og þroska. Börn eru frjáls til að rannsaka umhverfi sitt eða sleppa því, þannig byggja upp börn eigin þekkingu. 2.3 Samvinna starfsfólks leikskóla- uppbygging lærdómssamfélags. Rodd (2006) segir að innleiðing breytinga sé það erfiðasta sem leiðtogar kljást við á leikskólum. Til að geta innleitt breytingar þarf leiðtogi að hafa framtíðarsýn, metnað, hæfni til að skipuleggja sig og getu til að taka ákvarðanir í aðstæðum, góða félags- og stjórnunarfærni, skilning og virðingu gagnvart fólki sem tekur þátt í breytingunum. Rodd (2006) nefnir mjög margt sem þarf að hafa í huga þegar unnið er að breytingum eins og þróunarverkefnum. Ef fólki líður vel er auðveldara fyrir það að takast á við breytingar og vera partur af þeim. Hugmyndin um lærdómssamfélag byggist meðal annars á vaxandi fjölda rannsóknarniðurstaðna að árangur skólastarfs standi og falli með hæfni kennara (Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson, 2011:39). Í sömu grein er talað um mikilvægi sjálfsþekkingar, skilnings gagnvart öðrum og stjórn á tilfinningum sínum. Með því að taka þátt í starfendarannsóknum og þróunarverkefnum lærir starfsfólk að skoða og meta sjálft sig í starfi, vinna með öðrum, sýna virðingu, þolinmæði, tillitsemi og hjálpsemi (Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson, 2011). Í grein sinni tala Harlow og Cobb (2014) um að uppbygging sjálfsmyndar kennara á sér stað þegar náðst hefur skilningur á faglegum starfsháttum í kennslu og þegar kennaranemi hefur öðlast nauðsynleg gildi, færni og þekkingu til framkvæmda. Sjálfsmynd kennara verður til í gegnum reynslu í kennslu barna. Virk þátttaka og íhugun í starfi, ábyrgð í kennslu og skilningur á því hvernig börnum er kennt er undirstaða þess að vera kennari (Harlow og 21

24 Cobb, 2014). Í grein sinni Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla (2011) tala Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson um niðurstöður úr starfendarannsókn um uppbyggingu lærdómssamfélags í leikskólanum Bjarma. Kennarar í þessari rannsókn voru sammála um að til að byggja upp lærdómssamfélag ætti að vinna markvisst með samvinnu, samræður og hjálpsemi. Að allir innan skólasamfélagsins væru samstilltir í störfum sínum og leystu vandamál með samræðum og hlustun. Að menning leikskólans ætti að einkennast af lýðræðislegum vinnubrögðum, samræðum og teymisvinnu. Stjórnendur sem eru tilbúnir til samvinnu við starfsmenn sína eru líklegri til að ná árangri (Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson, 2011:53). Anna Kristín Sigurðardóttir fjallar í grein sinni Skóli sem lærdómssamfélag (2013) um samfélag þar sem áhersla er lögð á að virkja kennara til þátttöku í ákvörðunum og til samstarfs innan síns skóla. Í greininni kemur fram þörf á að skapa tilfinningu fyrir sameiginlegum markmiðum og stuðla að meðvitund kennara um ábyrgð sína á árangri í starfi skólans. Þorgerður Sigþórsdóttir (2011) bendir einnig á að skapa þarf sameiginlegan skilning á markmiðum, tilgangi og leiðum umbótastarfsins. Hreinskilni og heiðarleiki á að ríkja í samskiptum þeirra sem vinna skulu saman. Starfsfólk verður að fá tækifæri til að tjá sig og útskýra viðhorf sín og væntingar. Starfsfólk þarf að sjá sér hag í umbótunum til að árangur náist, hafa raunhæfar hugmyndir um þær og vera tilbúið að leggja sig fram. Þorgerður (2011) segir að teymisvinna starfsfólks er eitt af því sem nota má til að efla samvinnu en teymin verða að vera meðvituð um að samstarf þarf tíma til að þróast. Að vinna í teymi þýðir ekki að allir þurfi að vera sammála því þar mætast mjög ólíkar persónur með það markmið að vinna saman. Samkvæmt PeterSenge þarf samstarf og teymisnám að vera til staðar svo sko li læri (Þorgerður Sigþórsdóttir, 2011). 2.4 Samantekt Læsi er grunnur að öllu námi barna. Mikilvægt er að börn fái tækifæri til að skapa nýja merkingu og skilning á umhverfi sínu með því að taka þátt og framkvæma sjálf. Bókin Lubbi finnur málbein þjálfar skynjun á fjölbreyttan hátt, börn upplifa nám í þrívídd þar sem sjón-, hreyfi- og snertiskyn eru samþætt (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir, 2011). Orðaspjall (e.text talk) eflir orðaforða. Kennari velur orð úr bók til að kenna, ræða um og leika með. Með því að skoða ný orð og ræða saman eflist málskilningur og máltjáning barna. Sögulestur eykur skilning barna á efni sagnanna sem og eðli og eiginleikum ritmáls. Einnig er mjög mikilvægt er að nota nýju orðin í daglegu starfi með börnum. Samkvæmt Saracho og Spodek (2003) eru jákvæð samskipti ein af leiðunum til að skapa læsishvetjandi 22

25 umhverfi, þar eiga börn að fá nægan tíma til að tjá sig og tækifæri til að upplifa heiminn á sínum forsendum. Vygotsky sagði að börn læri með aðstoð kennara, m.a. gegnum fyrirmyndir, opnar spurningar og samræður. Fleiri rannsóknir hafa leitt í ljós að sameiginleg uppbygging kennara og barna á námsferli og þekkingu er árangursríkasta leiðin til að börn öðlist nýja þekkingu. Vygotsky, Dewey og Bruner eiga það sameiginlegt að nám og nærumhverfi barna skal vera vel skipulagt og að kennari á að vera til staðar til að styðja börn og aðstoða þau eftir þroska þeirra og getu. Varðandi samvinnu og samstarf starfsfólks telja Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson (2011) að árangur skólastarfs standi og falli með hæfni kennara. Í gegnum starfendarannsóknir og þróunarverkefni lærir starfsfólk að skoða og meta sjálft sig í starfi, vinna með öðrum, sýna virðingu, þolinmæði, tillitsemi og hjálpsemi. Samkvæmt Önnu Kristínu (2013) og Þorgerði Sigþórsdóttur (2011) þarf að skapa hjá starfsfólki tilfinningu fyrir sameiginlegum markmiðum, tilgangi og leiðum að umbótastarfi. Teymisvinna starfsfólks er eitt af því sem nota má til að efla samvinnu en teymin verða að vera meðvituð um að samstarf þarf tíma til að þróast. (Anna Kristín, 2013; Þorgerður Sigþórsdóttir, 2011; Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson, 2011). 23

26 3 Framkvæmd Leikskólar vinna eftir mismunandi áherslum sem hafa verið þróaðar í gegnum árin og nota ólíkar leiðir til að nálgast viðfangsefni sín, með eigin námskrá og aðalnámskrá leikskóla að leiðarljósi. Í þróunarverkefninu mínu mun ég styðja mig meira við kenningar Vygotsky, Dewey og Brunner þó ég sé sammála Piaget að börn læri af reynslunni og smíði sína eigin þekkingu. Ég tel að kennari þurfi að styðja við nám barna og aðstoða þau til að komast inn á svæði hins mögulega þroska. Samhliða stuðningi kennara við nám barna þurfa þau jafnframt að fá tækifæri til að framkvæma sjálf og þroska hæfileika sína. Framvinda verkefnis verður í höndum barnanna en úrvinnsla og mat í höndum kennara. Börnin munu fá aðstoð við úrvinnslu verkefna og aðgang að fjölbreyttum endurnýtanlegum og náttúrulegum efnivið til að vinna með. Í þessum kafla er fjallað um framkvæmd og þróun verkefnisins yfir þann tíma sem það var unnið. 3.1 Upphaf verkefnisins Verkefnið var framkvæmt, frá hausti 2015 til vors 2016, og lauk með kynningu á vorhátíð leikskólans Heklukots í maí Hugmynd að þróunarverkefninu varð til á stjórnendafundi á Heklukoti haustið 2015 þegar í ljós kom nauðsyn fyrir markvissari málörvun, eflingu læsis og samskipta í leikskólanum. Margt var íhugað þegar lagt var af stað með þetta þróunarverkefni. Talað var við starfsfólk, útskýrt fyrir þeim fyrirkomulag þróunarverkefnisins og af hverju þátttaka þeirra væri mikilvæg. Þátttaka hefur áhrif á hvernig næst að uppfylla þau markmið sem lagt er upp með (Þorgerður Sigþórsdóttir, 2011). Þá var haldinn fundur með starfsfólki deildarinnar og rætt um fyrirkomulag, áherslur og viðfangsefni þróunarverkefnisins og hvernig ætlunin væri að vinna með fyrrgreinda þætti. Búin var til framkvæmdaáætlun þar sem settar voru fram tímasetningar á deildarfundum, viðfangsefnum, gagnasöfnun og framkvæmd, einnig var ákveðið mat á framgangi verkefnisins t.d. áhugi og samvinna starfsfólks, skoðanir foreldra athugaðar svo eitthvað sé nefnt. Eftir það var þróunarverkefnið kynnt fyrir foreldrum á árlegum foreldrafundi leikskólans. Fyrsta mat á verkefninu var framkvæmt í desember Þá voru skoðuð ferli og þróun verkefnisins, áhrif þess á börn, foreldra og starfsfólk ásamt lítilli skýrslu um hvernig gekk. Niðurstöður voru svo ræddar á deildarfundi, þar voru teknar viðeigandi ákvarðanir varðandi námskeið og fyrirlestra. Í framhaldi var bréf sent til sveitarstjórnar með ósk um styrk til að halda námskeið og fræðslufundi með starfsfólkinu, beiðnin var samþykkt í lok janúar Janúar til mars 2016 haldið var áfram með þróunarverkefnið. Í mars 2016 var 24

27 málþroskaskimunin TRAS skoðuð og niðurstöður settar upp í Exel-skjal. Í apríl 2016 voru tekin hálfopin viðtöl við starfsfólk/þátttakendur sem tóku um það bil 30 mínútur á einstakling. Í byrjun apríl var send könnun (spurningalisti) til foreldra barnanna. Þegar mati á þróunarverkefninu lauk og búið var að safna öllum gögnum var skrifuð lokaskýrsla um niðurstöður til fullnaðar M. ed prófi mínu. 3.2 Þátttaka starfsfólks Starfsfólkið var hvatt til að tjá skoðanir sínar, vera óhrætt við að prófa eitthvað nýtt og ígrunda starfskenningar sínar með öðrum. Reynt var að sýna fram á að framlag allra skiptir máli og að jákvæð áhrif á nám og líðan barna væru mikilvæg. Í gegnum ferli þróunarverkefnisins fékk starfsfólkið tækifæri til að gera umhverfi og nám barna, markvissara og fjölbreyttara. Með því að leggja áherslu á vellíðan og áhuga barna í námi náðist að kveikja metnað starfsfólks til að gera betur. Deildarfundir ýttu undir umræður, stundum voru notuð hugarkort þar sem starfsfólk útfærði hugmyndir sínar og fékk hrós fyrir tilraunir til að tengja og þróa verkefni áfram. Starfsfólk var hvatt áfram með því að kveikja áhuga þeirra á viðfangsefnum og hugsun um hagsmuni og velferð barna í námi þeirra. Starfsfólkið lærði sjálfsígrundun í starfi með börnum, æfði sig að vinna í teymi og mætti á skipulagða fundi. Ég hjálpaði starfsfólki með undirbúning og kenndi hópatímana ef að hópstjóranir voru fjarverandi. Flestum fannst erfitt að fara af stað með verkefnin því erfitt var að finna viðfangsefni, sérstaklega úti. Ég skipulagði og hjálpaði til við vettvangsferðir, gönguferðir og margt annað sem tengdist þróunarverkefninu. Ég sá um vikulegar skráningar, fundagerðir og gagnasöfnun (ljósmyndir, skráningar hópstjóra í hópatímum og fréttir sem fóru á Facebook). Ég sá til þess að allir komust í undirbúning og fengu nægan tíma til að undirbúa sig. Undirbúningstímar starfsmanna voru í vikunni á undan hópatímanum til að þeim tækist að skipuleggja starfið í samhengi við þróun verkefnisins og tengja hugmyndir barnanna við mál og læsi, sköpun, stærðfræði og umhverfismennt. Allir þurftu að leggja á sig að læra Orðaspjallsaðferðina, meta sjálfa sig í vinnu með börnum og taka ábyrgð á námi þeirra. Starfsfólkið var hvatt til að nota opnar spurningar og Orðaspjallsaðferðina til að kenna börnum ný orð og hugtök með örsögur og persónur í Lubbi finnur málbein að leiðarljósi. Starfsfólk ákvað hvað lesið var fyrir börnin hverju sinni og lærði að meta hvað skilaði sér og hvað ekki. Starfsfólk fór í göngu- og vettvangsferðir, bauð uppá ákveðin viðfangsefni til að skoða og rannsaka í tengslum við þróunarverkefnið, en hvernig börnin 25

28 unnu úr verkefnunum var á þeirra forsendum. Passað var upp á að börnin hefðu frjálsan leiktíma úti og uppgötvuðu sjálf umheiminn. Líklega hjálpuðu skipulagðar stundir úti yngri börnum til að þróa með sér víðari sýn á umhverfi sitt og þá möguleika sem það býður upp á. Verkefnavinnan ætti að gefa þeim fleiri hugmyndir sem þau rannsaka og gera tilraunir með. Væntanlega verða börn betur læs á nærumhverfi sitt og öðlast aukna reynslu og þekkingu vitsmunalega (tungumál), líkamlega (hreyfingar), félagslega (siði, reglur og samskipti) og menningarlega (fjölbreytileiki, þjóðsögur, vísur og fl.). Viðfangsefni þróunarverkefnisins þurfa að vera vel undirbúin ásamt ígrunduðum kennsluaðferðum og fjöbreyttum efnivið. Við gengum í gegnum miklar breytingar sem samstarfsfólk og meðlimir teymis þar sem unnið var að sameiginlegum markmiðum og vinnubrögðum. Við lærðum að hvetja börnin til samskipta með því að nota orðin sín og hjálpuðum þeim að velja orð og mynda setningar. Við lærðum að hvetja börn til umhugsunar á því sem var að gerast í kringum þau með því að spyrja opinna spurninga og gefa þeim tíma til að svara. Við sköpuðum umhverfi fyrir börnin þar sem þau gátu unnið saman sem lítill eða stór hópur og leiddum þau áfram með því að styðja þau í tilraunum þeirra að jákvæðum samskiptum. Við lærðum að stoppa og meta aðstæður áður en gripið var inní til að leyfa börnunum að æfa sig í samskiptum og leik. Við töluðum saman og gáfum okkur meiri tíma til að finna leiðir og kennsluaðferðir sem reyndust betur fyrir fjölbreyttan barnahóp. 3.3 Útfærsla verkefnisins Útfærsla verkefnins var þannig að unnið var með hverja bókaropnu í bókinni Lubbi finnur málbein í tvær vikur. Unnið var með allt sem kemur fram á bókaropnunni, örsöguna, lagið og málhljóðið. Það stef sem kemur fram í örsögunni var svo kveikja að frekari útvíkkun námsefnisins. Dæmi: þegar unnið var með málhljóðið /í/ var fjallað um ísbirni, þá fengu öll börnin að horfa á myndbönd af ísbjörnum, skoða lifnaðarhætti þeirra og fjalla um stærra/minna, heitt/kalt, mjúkt/hart svo eitthvað sé nefnt í umhverfismennt og stærðfræði. Þegar farið var í /í/ hljóðið í málörvun, voru persónur ræddar og skoðaðar ásamt því að lesin var saga í Lubbi finnur ma lbein, hlustað og sungið /í/ lagið, einnig voru skoðaðir og ræddir hlutir sem byrja á /í/, farið var í Lubbaspilið: tengsl ma lhljóðana. Í útikennslu var talað um allt sem finna má í náttúrunni og hefur hljóðið /í/ t.d. þegar við fundum klaka, ræddum við um hvernig ísinn myndast, hvað ís er o.s.frv. Tengdum það 26

29 við umhverfismennt og sköpun með því að búa til klaka, skoða hamskipti vatns, frostmynstur, mála, klippa og líma snjókorn. Börnunum var skipt í fjóra hópa og voru hópatímanir úti aðra vikuna og inni hina vikuna. Hver hópur var með sinn eigin ipad og sáu hópstjórar um skráningar í formi ljósmynda og héldu utan um framvindu verkefnisins í sínum hópi. Öll hugmyndavinna og þróun verkefnins var á forsendum barnanna eins og hægt var og áhuga þeirra á grunnviðfangsefninu, bókinni Lubbi finnur málbein. Bókin var hugmyndabanki fyrir kennara og kveikja að viðfangsefnum fyrir verkefni og rannsóknir barnanna. Bókin var leið til að opna umræður og þannig fengu börnin eitthvað til að skoða, skapa, kanna og þróa með kennurunum sínum. Aðferðin Orðaspjall var notuð til að kynna börnunum nýjan texta og orð í bókinni Lubbi finnur málbein ásamt öðrum bókum og textum, fór allt eftir þróun verkefnisins. Farið var í orðaleiki, orðaspil, spurningakeppnir, notuð var leikræn tjáning, listsköpun, sögupokar, loðtöflusögur og vettvangsferðir, allt sem aðferðin Orðaspjall býður upp á. Lubbi í hópatímum inni Þar sem bókin Lubbi finnur málbein er innblástur og grunnur að öllum verkefnum sem við framkvæmdum í þessu þróunarverkefni langar mig að byrja með því að lýsa hvaða hlutverk bangsinn Lubbi hafði, sérstaklega þá í hópatímunum mál og læsi. Hópatímar í mál og læsi byrjuðu með því að knúsa Lubba, allir fengu að koma við hann og svo var hann varlega afhentur áfram til næsta manns. Bókaropnan í Lubbi finnur málbein var alltaf skoðuð mjög vel og rætt í þaula það sem á henni var, ásamt því að lesa örsöguna. Börnin endurtóku orðin sem unnið var með og oftast voru klöppuð atkvæði. Farið var í hlustunaræfingar og hlutapokinn skoðaður svo eitthvað sé nefnt. Við ræddum og rannsökuðum svo yfir daginn það sem börnunum fannst áhugavert og í flestum tilfellum tókum við myndir af því til að skoða aftur og aftur. Með yngstu börnunum voru örsögurnar endursagðar á styttra og skiljanlegra máli eftir þroska þeirra og getu. Við ræddum ný orð og skoðuðum myndir sem starfsfólkið hafði útbúið. Umræður og vangaveltur spunnust við rannsóknir barnanna á hlutum og persónum bókaropnunnar, skoðaðar voru myndir með orðum, skipst á að segja hvað er á bókaropnunni og fengu allir tækifæri til að tjá sig, skoðaðir voru hlutir í hlutapokanum og tilgangur þessara hluta eða vera rannsakaður. Börnin ígrunduðu hvað borða verurnar, hvar lifa þær o.s.frv. Áhersla var lögð á að tala um eins mörg orð tengd hljóði vikunnar og hægt var. Í lok hópatímans var svo farið í fjölbreytt spil með hlutum og orðum. 27

30 Lubbi var alltaf viðstaddur í mál og læsistímum þar sem hann fylgdist með börnunum syngja og mynda hljóðin. Það var líka ýmislegt gert fyrir hann fyrir utan hópatímana eins og hundabein úr trölladeigi, búr úr pappakassa sem var litað og skreytt, motta sem börnin klipptu út og hundabein úr pappa sem notuð voru úti til að fela og leita að. Lubbi hjálpaði til við að passa myndir og hluti sem ekki voru lengur í notkun og fylgdist með hvernig börnunum gekk að sitja fallega og hlusta. Lubbi var með í huggulegum lestrarstundum þegar börnin æfðu sig að hlusta og tala til skiptis. Hann var duglegur að hjálpa börnunum að bíða þangað til röðin kom að þeim og þegar börnin vildu segja frá. Lubbi hefur verið vinur okkar allan tímann og næsta verkefni sem við ætlum að gera er að finna skó á hann. Í mál og læsi inni lásum við alltaf söguna með eldri börnum, notuðum Orðaspjallsaðferðina ásamt útprentuðum og plöstuðum myndum fyrir hvern tíma. Á myndunum voru persónur og hlutir af bókaropnunni og líka ýmislegt sem börnin sýndu áhuga á þegar byrjað var á hljóði vikunnar eða bara eitthvað sem við ákváðum að prenta út fyrir næstu viku, miðað við framvindu verkefnisins. Þessar myndir voru svo settar upp á veggspjald sem ég bjó til í upphafi þróunarverkefnisins. Ný orð og myndir úr bókinni Lubbi finnur málbein voru settar þar upp á meðan unnið var með hvert hljóð. Á veggspjaldinu var einnig skrifað hvaða félagsfærni var æfð í hverjum mánuð í gegnum þróunarverkefnið. Dæmi: Við æfum okkur að sitja fallega, passa hendur og hlusta (bókin Bína bálreiða). Orðunum á veggspjaldinu var skipt út í samræmi við hversu lengi var unnið með hvert hljóð. Öllum myndunum var svo safnað í sérstakan kassa sem notaður var í samveru- og lestrastundum eða að börnin fengu að skoða og rifja upp. Útbúinn var lítill kassi með gati sem börnin gátu stungið myndunum í þegar þau voru búin að skoða þær, rannsaka og greina hljóðin. Kennari aðstoðaði börnin og spurði þau spurninga. Dæmi: Hvað er þetta? Börnin æfðu að svara, þetta er eldfjall eða þetta eru vettlingar o.s.frv. Hver á þetta? Ég á þessa vettlinga. Kennari segir: Ég keypti mér vettlinga í gær. Börnin herma eftir og velja fleiri myndir. Ég keypti mér hund í gær, ég keypti mér pylsur í gær. Kennari segir: Ég sá kött í gær. Börnin segja: Ég sá eldfjall í gær, ég sá gíraffa í gær o.s.frv. Hlutapoki er poki með hlutum sem byrja á ákveðnu málhljóði í stafrófinu. Einn hlutapoki var saumaður fyrir hvert hljóð í bókinni Lubbi finnur málbein og var notaður þegar unnið var með hljóðið. Hlutapokinn var hugsaður til þess að börnin gætu komið við hlutina, skoðað þá, rætt og klappað atkvæði. Einnig var hann hugsaður til þess að efla samskipti milli leikskólans og foreldra. Foreldrum var boðið að hjálpa börnum sínum að finna hluti heima sem þau máttu missa og byrjuðu á ákveðnu hljóði. Börnin gátu komið með hluti í leikskólann til að setja í hlutapokann. Hann var hengdur upp frammi í gangi í upphafi vikunnar þar sem foreldrar og börn gátu séð hann auðveldlega. 28

31 Pokinn var notaður á mismunandi hátt, fór eftir aldri og þroska barna. Eldri börn fengu að draga úr pokanum með lokuð augun og geta hvað þau voru að draga. Einnig fengu þau að velja lag eða sögu um hlutina sem voru dregnir. Þegar þau völdu sögu var í boði að skoða og ræða persónur, hvernig þær voru, hvar þær áttu heima, hvað þær borðuðu o.s.frv. Yngstu börnin fengu að velja hluti úr pokanum, skoða þá, ræða, sýna hinum, segja frá og klappa atkvæði. Hlutapokarnir voru notaðir í samverustundum eða hvenær sem skapaðist gott tækifæri í starfinu. Lag vikunnar lærðist með því að hlusta fyrst á það. Svo var hlustað á lagið og sungið með. Í þriðja skipti var sungið án þess að hafa tónlist. Kennarar leituðust við að gera tákn með og hægðu á sér ef að þörf var á. Einnig notuðu kennarar Lubbaspjöld með lögum og táknum sem sérkennslustjóri útbjó fyrir okkur. Málörvunartímar inni byrjuðu yfirleitt eins og þróuðust eftir getu og þroska barnahópsins. Hópstjóri ákvað notkun kennsluefnis eða spila eftir að búið var að ræða, syngja og skoða bókaropnuna í Lubbi finnur málbein. Lubbi í hópatímum úti Hópatímanir úti byrjuðu yfirleitt með söng, sérstaklega ef veður leyfði. Fundinn var þægilegur staður til að setjast niður, syngja, spjalla og rifja upp það sem gert var í vikunni á undan. Í hópatímum úti notuðu kennarar oft bingóspjald, þar sem börnin gátu skoðað og reynt að finna hluti úti í náttúrunni. Elstu börnin gátu leitað að hlutum sem byrjuðu á hljóði vikunnar án þess að hafa myndir til stuðnings. Hlutir sem leita skyldi að eða ræða um byrjuðu yfirleitt á hljóði vikunnar, þannig tengdu kennarar námið úti og inni saman. Sama átti við þegar leitað var að ákveðnum hlutum fór hópurinn í göngutúr og börnin komu með hugmyndir um hvar væri hægt að nálgast, eða skoða það sem leitað var að. Þannig þróuðust fleiri vettvangsferðir og samþætting við hina námsþættina þ.e. stærðfræði, umhverfismennt og sköpun. Allt sem fannst úti eða var skoðað fékk ýtarlegar umræður og var mikið rannsakað. Hópstjóranir og börnin voru dugleg að taka myndir og börnunum fannst mjög gaman að skoða þær aftur og aftur. Ef að kennarar ræddu og skoðuðu fuglana, þá fengu börnin að flokka þá eftir málhljóðum, klappa atkvæði og teikna í mál og læsi. Í stærðfræði voru fuglarnir flokkaðir eftir stærðum og gerðum, í umhverfismennt voru einkenni þeirra og hljóðin sem þeir gefa frá sér skoðuð. Í sköpun voru þeir yfirleitt skapaðir. Sama átti við með önnur viðfangsefni á bókaropnum í Lubba. Í mál og læsi úti sköpuðum við stafina eða aðra hluti á bókaropnunni úr einhverju sem við fundum úti í náttúrunni. Við gengum mikið um þorpið okkar, skoðuðum, tókum myndir og unnum svo úr efniviðnum eftir þroska og getu barnanna. 29

32 Á myndunum fyrir neðan eru sýnd dæmi úr hópatímum bæði úti og inni, í texta með hverri mynd eru viðfangsefni, framkvæmd og námsgrein útlistuð Fyrstu myndirnar fjalla um mál og læsi, næstu myndir sýna stærðfræðikennslu, á eftir koma myndir sem tengjast umhverfismennt, að lokum koma myndir af börnunum í sköpunarvinnu. Mynd 1 Tveggja ára strákur knúsar Lubba í upphafi mál og læsistíma. Mynd 2 Þriggja ára strákur bjó til stafinn N úr skeljum í umhverfismennt og gerir tákn með. 30

33 Mynd 3 Bingóspil til að rifja upp það sem gert var í umhverfismennt úti. Mynd 4 Lubbi að fylgjast með börnunum sitja fallega og hlusta í huggulegri lestrarstund. 31

34 Mynd 5 Leitað að ormum og maurum í umhverfismennt. Mynd 6 Í lok hópatímans er farið í samstæðuspil (notaðar myndir af hlutum sem byrja á N). 32

35 Mynd 7 Þetta er Hrafn - en er kallaður KRUMMI (mynd tekin af þriggja ára stelpu í umhverfismennt). Mynd 8 Unnið með E. Hóparnir fóru í göngutúr til að finna eldfjallið Heklu sem er í nágrenninu. 33

36 Lubbi í stærðfræðitímum Í stærðfræði eins og hinum námsgreinunum þemur voru hugmyndir að verkefnum fengnar af bókaropnum í bókinni Lubbi finnur málbein. Unnið var eins og í mál og læsi, með allt sem kom fyrir á bókaropnunni. Stærðfræðitímar byrjuðu alltaf á því að skoða bókina og hljóðið sem unnið var með ásamt því að vinna með persónur eða hluti, fór allt eftir því hvað kennari hafði undirbúið fyrir börnin. Í stærðfræðitímanum var einnig unnið mikið með Numicon og mismunandi hugtök eins og; stór, lítill, minni, miðstærð, stærri, þungur, léttur, langur, breiður, mjór, stuttur o.s.frv. Numicon eru stærðfræðikubbar sem eru hannaðir sérstaklega til að hjálpa börnum að þróa hugmyndir tengdar tölustöfum sem hjálpa þeim seinna í stærðfræði. Þeir eru mjög hentugir fyrir nám í gegnum leik, eftirtekt og hjálpa til við að mynda sterka tilfinningu fyrir mynstrum. Á meðal verkefna sem börnin tóku þátt í var að læra að þekkja formin, litina, stafina og tengja þau við tölustafi og ýmislegt annað bæði inni og úti í náttúrunni. Í samskiptum og umræðum á milli barna og kennara voru notaðar opnar spurningar. Börnum var gefin tími til að hugsa og svara. Öll hugtök lærðust í gegnum stærðfræðileiki, Numicon eða sköpun. Það var einnig mikið skapað og rannsakað í flestum stærðfræðiverkefnum. Mynd 9 Unnið með hljóðið S úti tengt Numiconformum og steinum. 34

37 Mynd 10 Unnið með hljóðið S inni með Numiconformum og smíðadóti. Mynd 11 Unnið með M og búin til munstur með Numiconformum og málað með fingramálningu. 35

38 Mynd 12 Unnið með V. Börnin bjuggu til vindmillur í sköpun. Í umhverfismennt fóru þau út og skoðuðu vindstyrk. Mynd 13 Unnið með F og skoðuð mismunandi form í umhverfismennt. 36

39 Mynd 14 Unnið með H. Börnin leita að hringjum úti í umhverfismennt. Mynd 15 Unnið með B. Farið í göngutúr og leitað að birkitrjám. Kennari og börn ræða hugtök á leið sinni. Börnin fengu að taka myndir og skoða laufblöð í umhverfismennt. 37

40 Mynd 16 Unnið með hljóðið E. Börnin teiknuðu epli, klipptu eftir getu og límdu á sitt eigið eplatré. Lubbi í umhverfismennt Í umhverfismennt var skoðað og rannsakað allt á bókaropnum í Lubba og leitast við að tengja við náttúruna, fagurfræði og samgöngur. Einnig voru börnin dugleg að vinna áfram með plöntur, dýr, úrgang, veður og ýmislegt annað í tengslum við hvert hljóð fyrir sig. Verkefni, göngutúrar og vettvangsferðir voru aðlagaðar þroska og getu barnanna eins í hinum námsþáttunum. Passað var upp á það að nota opnar spurningar með börnum og leiða þau áfram í tilraunum og rannsóknum með málörvun að leiðarljósi. Mynd 17 Unnið með hljóðið D. Börnin fengu að gramsa í drasli og ræða um það. Börnin skoðuðu m.a. myndband um endurvinnslu í umhverfismennt. 38

41 Mynd 18 Unnið með hljóðið D. Börnin fengu að búa til rigningu með plastflösku og boxi til að heyra dropana detta í umhverfismennt. Mynd 19 Unnið með hljóðið E. Kennari kennir börnunum að umgangast eld í umhverfismennt. Kennari kveikir eld í eldstæði og hjálpar börnunum að baka brauð. Rætt er um eldamennsku á opnum eldi. 39

42 Mynd 20 Könnunarverkefni þetta þróaðist út frá vinnu með málhljóðið H. Foreldrar sendu myndir af húsunum sínum. Skoðuð voru götuheiti, húsnúmer, íbúar og hvernig hver og einn ferðast heim til sín. Þessi vinna var samþætt við stærðfræði. Mynd 21 Unnið með hljóðið M. Kennari og börn skoða myndir af dýrum t.d. maurar, mýs, fuglar sem hafa staf sem byrjar á M. Kennari bauð börnunum mold til að skoða inni í umhverfismennt. 40

43 Mynd 22 Unnið með hljóðið J í umhverfismennt. Börn og kennari ræða um stærsta jökul Íslands, staðsetningu og hvernig er hægt að fara þangað. Einnig voru ræddar plánetur s.s. Júpiter. Í sköpun bjuggu börnin til eldfjallið Heklu. Mynd 23 Unnið með hljóðin F og G í umhverfismennt. Farið var í göngutúr niður að á, til að skoða fugla t.d. Grágæsir. Kennarar og börn skoða fuglabækur. 41

44 Lubbi í sköpun Í sköpun var alltaf byrjað á að skoða myndirnar á bókaropnu málhljóðs vikunnar. Í hópatímum inni hafði kennari alltaf tilbúinn endurnýtanlegan efnivið og margt annað eins og; málningu, liti, skæri og lím, fór eftir því hvaða málhljóð var skoðað. Yfirleitt voru það persónur og hlutir sem byrjuðu á málhljóði vikunnar sem voru byggð, máluð, sköpuð úr snjó, sandi, leir o.s.frv. Þar sem markmiðið var að samþætta alla námsþættina voru öll verkefni tengd á einhvern hátt. Það sem var unnið í sköpun var svo notað í umhverfismennt, stærðfræði og mál og læsi. Passað var upp á að tala við börnin á uppbyggilegan hátt, nota opnar spurningar, endurtaka hugtök sem unnið var með, skoðað og rannsakað allt á forsendum barnanna. Stundum voru einhverjir hlutir klipptir út af kennurum, eins og skapalón af fiðrildi og andlit fyrir kanínur. En úrvinnsla var algjörlega í höndum barnanna. Þegar unnið var með F og fiðrildaskapalónið notað voru börnin að læra um litablöndun. Þegar unnið var með K og kanínu-skapalónið var fjallað um hugtök sem tengdust andlitinu. Börnin fengu að finna út sjálf hvar augu áttu að vera, nef, eyru, munnur o.s.frv. kennari hjálpaði börnunum að raða andlitinu rétt upp eftir þau voru búin að gera tilraunir sjálf. Mynd 24 Unnið með E. Börnin búa til brauðdeig til að baka á eldstæði í sköpun. Vinnan tengdist stærðfræði með margskonar mælingum. 42

45 Mynd 25 Unnið með hljóðið M og tengt við mandölur og mynstur í sköpun. Notaður var endurnýtanlegur efniviður og búnar til mandölur úti í náttúrunni. Mynd 26 Unnið með hljóðið I í sköpun. Kennarar og börn bjuggu til indíánahöfuðskraut, regnstafi og hlustað á indíánatónlist. 43

46 Mynd 27 Í sköpun smíðuðu börnin og sungu ég negli og saga á meðan. 3.4 Samantekt Ég og starfsfólkið höfum að mínu mati farið í gegnum mikilvægt og lærdómsríkt ferli með því að framkvæma þetta þróunarverkefni og ég mun nýta þessa reynslu í framtíðinni bæði sem leiðtogi og kennari á deild. Þróunarverkefnið gekk út á að gefa starfsfólki mínu tækifæri til að læra um leikskólastarf og öðlast reynslu í kennslu með því að framkvæma sjálft, prófa sig áfram og taka ábyrgð. Þetta þróunarverkefni ætti einnig að kenna teymisvinnu og styðja undir vináttu og samvinnu. Þar sem við verðum að vera duglegar að tala saman til að ná samþættingu í öllu starfi á deildinni. Eitt af því sem við gerðum var að skapa læsishvetjandi nærumhverfi. Samkvæmt Gunn, Simmons og Kameenui (1995) er læsishvetjandi umhverfi mikilvægur þáttur í námi barna og velgengi þeirra í máli og læsi. Þau segja að lestur sögubóka sé mikilvægasti þáttur í örvun bernskulæsis. Með því að lesa fyrir börn læra þau um uppbyggingu sögu og prentaðs máls. Að texti byrjar frá hægri til vinstri og hefur upphaf og endi. Gunn og félagar töluðu um það að aðgengi að ritmáli hjálpar börnum í mismunandi læsisþáttum, m.a. þjálfar hljóðkerfisvitund og hlustun. Börn læra að þekkja bókstafi, læra umskrá þá og kynnast prentmáli (Gunn og fl. 1995). Ákveðið var að setja orð á allt mögulegt sem börnin rekast á yfir daginn í leikskólanum. Við breyttum upplýsingunum í hólfunum þeirra, myndum barnanna fylgja nú upplýsingar um foreldra þeirra og táknin úr bókinni Lubbi finnur málbein þ.e. fyrsti stafurinn í nöfnum þeirra. Við gerðum veggspjald í formi húss þar sem börnin lögðu myndir af sér yfir 44

47 fyrsta stafinn í nafninu sínu þegar þau komu í leikskólann og tóku burt þegar þau fóru heim. Bækur voru alltaf aðgengilegar fyrir börnin að skoða og skriffæri í boði til að teikna og lita. Lesið var mjög mikið fyrir börn allskonar bækur og sagðar loðtöflusögur. Í þróunarverkefninu söfnuðum við nýjum orðum, myndum og hlutum í málhljóðapoka. Þannig æfðum við okkur að örva mál og efla áhuga barna á heiminum í gegnum fjölbreytt verkefni. Einnig var unnið með náttúrulegan efnivið, farið í gönguferðir og leiki, til að rannsaka og finna hluti bæði úti í náttúrunni sem og inni. Hópatímar barnanna í þróunarverkefninu voru bæði úti og inni og var unnið með mál og læsi, umhverfismennt, sköpun og stærðfræði. Með samþættingu námsþáttanna fengu börnin fjölbreytta sýn á tungumálið, máltjáning ætti að aukast og samskiptafærni einnig. Við reyndum að koma til móts við þarfir allra innan hópsins með því að gefa börnunum tækifæri til að finna sig í fjölbreyttum aðferðum og áherslum sem ofangreindir námsþættir hafa upp á að bjóða. Við unnum sem teymi, studdum hver aðra og hjálpuðumst að þegar ákvarðanir voru teknar um nám og líðan barna. Við héldum reglulega fundi sem reyndust okkur mjög vel í að halda utan um sameiginleg markmið og vinnubrögð. Fundagerðir voru prentaðar og hafðar við hendina til að rifja upp fundina. Með framkvæmd þróunarverkefnisins voru sköpuð mörg tækifæri fyrir starfsfólk til að vaxa í starfi. Samkvæmt hálfopnu viðtölunum telur starfsfólkið sig hafa öðlast nýja þekkingu, reynslu og byggt nýjar starfskenningar á vettvangi. Miklar breytingar hafa orðið á deildinni síðan farið var af stað með þetta þróunarverkefni. Ekki einungis í nærumhverfi heldur líka í viðhorfum okkar til náms barnanna og samvinnu okkar á milli. Þróunarverkefnið hefur þannig ofangreind markmið að leiðarljósi í leikskóla þar sem börn með fleira en eitt tungumál í nærumhverfi sínu eru fjölmörg. 45

48 4 Gagnaöflun og mat á þróunarverkefninu Í þessum kafla verður fjallað um gagnaöflun og þær aðferðir sem notaðar voru til að halda utanum skráningar, úrvinnslu gagna og mat á niðurstöðum, ásamt því að fara yfir helstu siðferðilegu álitamál sem skapast við vinnu þróunarverkefna. Við gagnaöflun voru notaðar bæði eigindlegar og megindlegar aðferðir. Eigindlegar aðferðir (e.qualitaive) eru t.d. skráningar í dagbók, ljósmyndir, hálf opin viðtöl við starfsfólk/þátttakendur og spurningarlisti til foreldra (könnun). Slíkar aðferðir veita innsæi í upplifun þátttakenda rannsóknar ásamt því að skoða skynjun hvers og eins á eigin veruleika. Hér er einblínt á skilning og merkingin er byggð á munnlegri eða skriflegri frásögn og athugun frekar en tölum. Þó að spurningalistar séu í flestum tilfellum megindleg rannsóknaraðferð má álykta að spurningalistinn sem notaður var í þróunarverkefninu sé frekar eigindlegur þar sem spurningar eru opnar og þátttakendur fáir enda eru úrtök í eigindlegum rannsóknum oftast smærri en í megindlegum þar sem hver þátttakandi veitir rannsakanda ýtarlegri upplýsingar. Þegar eigindleg rannsóknaraðferð er notuð er svara leitað án staðlaðra forma og því er útkoman ekki töluleg heldur er byggt á hugtökum sem lýsa því sem sameiginlegt er með upplifun og reynslu þeirra hópa sem taka þátt í þeirri rannsókn sem um ræðir (McMillan, 2008). Megindlegar aðferðir (e. quantitative) voru notaðar við samanburð á niðurstöðum málþroskaskimunarinnar TRAS (n. Tidlig registrering af språkudvikling). Megindlegar rannsóknir byggja á vísindalegri aðferð þar sem veruleikinn er rannsakaður hlutlægt með tölfræði því slíkar rannsóknir byggja á tölum, mælingum og afleiddum rökum. Mikilvægt er að hafa stjórn á öllum breytum og staðla tilraunir. Ekki má flétta reynslu né túlkun þátttakenda eða rannsakanda inn í niðurstöður (McMillan, 2008).. Úrvinnsla gagna getur verið margvísleg. Hún skiptist í skráningu á gögnum, flokkun þeirra og greiningu. Mikilvægt er að finna út hvernig er best að flokka gögn til að byrja á greiningu. Gagnagreining er nákvæmt og traust ferli til að komast að upplýsingum. Síðar eru upplýsingar settar í niðurstöður. 4.1 Siðferðileg álitamál Þegar talað er um þróunarstarf eða verkefni er átt við skipulagðar aðgerðir sem beitt er tímabundið. Markmið verkefnisins þurfa að vera skýr frá upphafi. Leitast er við að finna nýjar og ótroðnar leiðir eða þá að notaðar eru endurbættar aðferðir. Þróunarverkefni fjalla oftast um kennslu og nám barna og þá er mikilvægt að fylgja ströngum vinnuramma (Koshy, 2010). Í upphafi er 46

49 gott að gera sér grein fyrir hversu mikil þörf er á verkefninu sem ætlunin er að fara af stað með. Nauðsynlegt er að spyrja eftirfarandi spurninga áður en haldið er af stað: Í hverju er þetta viðfangsefni fólgið? Er þróunarverkefni góð leið til að finna lausnir og þá hvers vegna? Hvernig er hægt að rökstyðja aðferðir og niðurstöður? Hvernig má koma niðurstöðum verkefnisins til skila, þannig að sem flestir megi læra af því? (Guðrún Kristinsdóttir, 1998). Allir þátttakendur þ.e. foreldrar og starfsfólk voru upplýstir um verkefnið áður en farið var af stað í vinnu tengda því. Allar skráningar af börnum eru með samþykki foreldra og þau börn sem ekki mega sjást á Facebook eru undanskilin birtingu. Gætt var trúnaðar og öll samskipti fóru fram á jafningjagrundvelli. Öryggi var tryggt ásamt því að réttindi og hagsmunir þátttakenda bæði foreldra, starfsfólks og barna voru vernduð (Koshy, 2010). Starfsfólkið sem tók þátt í þróunarverkefninu er allt ófaglært fyrir utan mig/rannsakandann það í sjálfu sér hafði hugsanlega einhver áhrif á siðferðileg álitamál í þróunarverkefninu. Annars var ég mjög vakandi fyrir mínum samskiptum við starfsmenn og gætti þess að tala við alla sem jafningja (Koshy, 2010). Helsta vandamál í ferli þróunarverkefnisins voru veikindi starfsfólks, barna, flutningar starfsfólks milli deilda og uppsagnir úr vinnu. 4.2 Foreldrakönnun Þegar leið á verkefnið var foreldrum sendur spurningalisti til að ná fram skoðunum og hugmyndum þeirra um þróunarverkefnið sjálft og nám barna sinna. Samkvæmt Munn and Drewer (1990) eru spurningalistar heppilegir þegar safna skal upplýsingum um t.d. viðhorf og skoðanir. Helsti kosturinn er að rannskakandi nær til stærri fjölda svarenda á stuttum tíma og er vefkönnun einna skilvirkasta og ódýrasta tegund spurningakannana. Könnunin var búin til í forritinu Surveymonkey og er hún aðgengileg á vefsíðu Surveymonkey.com. Forritið er frítt að vissu marki og mjög einfalt í notkun. Hægt er að breyta textanum í íslensku og hanna spurningar eftir þörfum hverju sinni. Forritið bíður einnig upp á möguleika á að vinna úr gögnum/svörum með því að setja öll svör sömu spurningar í eitt skjal sem auðveldar úrvinnslu niðurstaðna. Í flestum tilvikum þegar um úrvinnslu spurninga/gátlista er að ræða eru notaðar tölvur og sérstakt forrit. Þegar gögnin eru flokkuð í gegnum tölvu þarf rannsakandi að vera viss um hvaða spurningum er verið að svara. Fyrsta úrvinnsla gagna kallast frumúrvinnsla og þurfa rannsakendur yfirleitt að vinna frekar úr gögnum og stundum fá aðstoð frá fræðilegri ráðgjöf þegar það á við (Guðrún Kristinsdóttir, 1998). Fjöldi þátttakenda í foreldrakönnuninni var ekki það mikill að nota þyrfti sérstakt forrit til að lesa úr niðurstöðum. Í könnuninni tóku þátt 19 foreldrar af 22, 47

50 pólsku, tælensku og tékknesku foreldrarnir svöruðu könnuninni ekki, þó að foreldrar hafi fengið á annað hvort á eigin tungumáli (pólsku foreldarnir) eða á ensku (tékknesku og tælensku foreldrarnir). Spurningalistinn innihélt fimm spurningar sem voru: 1. Hvernig finnst ykkur starfið hafa gengið á Fíladeild í vetur? Skrifið nokkrar setningar. 2. Hvað finnst ykkur um viðfangsefni verkefnanna? Skrifið nokkrar setningar. 3. Telur þú þig vera vel upplýst/ur um starfið á deildinni? Skrifið nokkrar setningar. 4. Greinið þið breytingar hjá börnunum ykkar, líðan, námi? Ef já, þá hverjar? Skrifið nokkrar setningar. 5. Hvað finnst ykkur að betur mætti fara? Skrifið nokkrar setningar. Fyrsta spurningin tók á því hvernig foreldrum fannst starf deildarinnar hafa gengið í vetur. Flestum foreldrum fannst hafa gengið mjög vel. Viðfangsefni væru bæði skemmtileg og örvandi. Flestir töldu að verkefnið skilaði sér vel heim þar sem börnin bæði syngja lögin og nota hljóðin með táknunum. Flestir foreldrar voru sammála að kennsluefnið og bókin Lubbi finnur málbein undirbúi vel tengingu stafa og hljóða og stuðli eflaust seinna að því að börn þeirra læri fljótar heiti stafa og hvaða hljóð þeir standa fyrir. Eitt foreldri sagði: Mjög vel. Verkefni eru mjög fjölbreytt og skemmtileg. Börnin eru alltaf að gera eitthvað og það er virkilega gaman að fá að fylgjast með á Facebook síðu leikskólans það sem verið er að gera í hópastarfi. Þetta er mjög virk deild hvað varðar hópastarfið. Fjórir foreldrar nefndu mannabreytingar á deildinni í könnuninni sem og manneklu. Eitt foreldri nefndi að mannbreytingar hafi valdið barninu þeirra óöryggi og vanlíðan. Þeir lýstu vilja sínum til að fleiri menntaðir kennarar sinntu störfum deildarinnar. Nokkrir nefndu að mjög gott væri að tala við deildarstjóra um það sem viðkæmi barninu og góður andi væri á deildinni. Flestir sögðu frá miklum áhuga barnsins á viðfangsefnum og að barnið segi mikið frá leikskóladeginum heima. Ein athugasemd kom um að fækka hópatímum eða stytta þá og vera meira úti. Flestir töldu að verkefnið hafi skilað sér til barnanna þeirra. Önnur spurning könnunarinnar leitaði eftir álit foreldra á viðfangsefnum verkefnana sem unnin voru í hópatímum. Flestum foreldrum fannst verkefnin 48

51 mjög áhugaverð og sögðu að börn þeirra væru ánægð og finndist þau skemmtileg. Einhverjir sögðu að verkefnin væru mjög flott og skili sér vel heim. Eitt foreldri sagði: Mér finnst námsefnið Lubbi finnur málbein mjög skemmtilegt og fræðandi og tel ég að efnið hafi skilað sér vel til barnanna. Sniðugt að safna hlutum í poka fyrir hljóðin sem er verið að taka fyrir. Nokkrir foreldrar nefndu að gaman væri að fylgjast með hvaða stafi eða hljóð börnin voru að skoða hverju sinni, þannig gátu þau haldið áfram að vinna með þá heima líka. Tveimur foreldrum fannst verkefnin fræðandi og mjög fjölbreytt. Eitt foreldri sagði að verkefnin væru mjög skipulögð og vel haldið utan um að allir séu með. Flestir foreldrarnir voru sammála um að verkefnin væru gagnleg og fræðandi eða eins og eitt foreldri skrifaði: Mjög sniðugt, barnið er mjög áhugasamt um hvað er gert á leikskólanum og tekur með sér heim hvað verið er að gera og segir frá. Lubba verkefnið er algjörlega frábært og tekist hefur að tengja svo margt við Lubba í kennslunni hjá ykkur. Barnið segir frá allskonar formum í náttúrunni sem það hefur lært og kann orðið alla stafi og hljóð. Þið hafið verið mjög dugleg að syngja, því barnið syngur allskonar lög og segir mér frá sögum sem það hefur verið lesið fyrir þau. Það er virkilega skemmtilegt að heyra. Þriðja spurningin spurði um hve upplýstir foreldrar teldu sig vera hvað varðaði starf deildarinnar. Flestir foreldar töldu sig vel upplýsta um starf deildarinnar. Nokkrir foreldrar svöruðu að þeir væru nokkuð vel upplýstir. Svör þessara foreldra lýsa vel hvernig var svarað, eitt foreldri sagði: Já, alveg ágætlega. Vel kynnt hvað verið er að fást við hverju sinni og myndir á Facebook síðu leikskólans upplýsandi hvað verið er að fást við. Annað foreldri sagði: Já mjög vel, það er ekkert skemmtilegra en að sjá barnið sitt í virku starfi á leikskólanum á Facebook síðunni, tilkynningarnar koma þar einnig sem er mjög þægilegt ef maður gleymir að kíkja á töflunna á deildinni. Einnig eru sendir tölvupóstar ef þarf við mikilvægar upplýsingar. Þriðja foreldrið sagði: Já, nokkuð vel, mætti þó vera meira. Mér dettur í hug hvort hægt sé að gera Facebook hóp fyrir hverja deild þ.s. hægt er að setja inn upplýsingar um hvað er verið að starfa og einnig fréttum um hvað sé á döfinni og svona. Sumir foreldrar gerðu töfluna frammi í inngangi deildarinnar að umræðuefni og töluðu um það að gaman væri ef að taflan frammi væri betur uppfærð og þar kæmu fram viðfangsefni hverrar viku eða jafnvel yfir daginn. Flestir töldu sig vera upplýsta jafnóðum ef að eitthvað kemur upp á og ef vel gengur. Í fjórðu spurningunni var leitað eftir áliti foreldra á því hvort breytingar hafi orðið á líðan og námi barnanna. Flest allir foreldrar töldu að börnum þeirra liði 49

52 vel í leikskólanum. Þau væru mjög áhugasöm og dugleg að greina stafina allstaðar í nærumhverfi sínu. Elstu börnin þekkja flest hljóð og geta fundið út á hvaða hljóði orð byrja. Flest allir töldu að börnum þeirra hafa farið fram í málþroska og einhverjir eru búin að eignast vini. Eitt foreldri nefndi að barninu liði stundum vel og stundum ekki en það barn hefur verið mikið frá út af veikindunum. Fram kom hjá einu foreldri að barninu liði vel ef verkefni væru nægilega krefjandi. Annað nefndi að barninu hafi farið fram í samskiptum, það væri betur talandi og ætti auðveldara með að fara eftir fyrirmælum. Tvö börn hafa samkvæmt foreldrum þeirra mikið breyst hvað varðar mál en lítið hvað varðar samskipti. Fimmta spurningin óskaði eftir áliti foreldranna á hverju væri hægt að breyta til batnaðar. Flestir foreldrar höfðu ekkert út á starfið að setja og töldu sig vera frekar ánægða með deildina og starfið í heild. Margir lögðu áherslu á að barnið þeirra var ánægt. Eitt foreldri óskaði eftir að hafa hópatíma sjaldnar eða í 2-3 skipti í viku en vera meira úti að leika á móti. Eitt foreldri nefndi að allt of löng bið væri eftir þjónustu talmeinafræðings. Þessi tillaga kom frá einu foreldri: Mætti hvetja foreldra til að kaupa Lubbi finnur ma lbein bókina ásamt geisladiski. Góð tenging heim og gaman að geta sungið lögin með barninu heima (er til á okkar heimili). Eins mætti kynna betur fyrir foreldrum annað efni sem notað er við málörvun í þessu verkefni. Um það bil helmingur foreldranna var ánægður með starfið og deildinna og sögðust vona að vel skipulagt starf fylgdi þeim áfram á þeirra leikskólagöngu. Tveir foreldrar óskuðu eftir betri upplýsingum á töfluna frammi í gangi. Eitt foreldri sagði: Það er bara þetta klassíska sem á við um allan leikskólann að það væri óskandi að starfsmannaveltan væri ekki svona ör og að fleiri menntaðir kennarar væru við störf. Þeir sem eru samt starfandi við Fíladeild eru að standa sig mjög vel. Flestir foreldrar töldu viðfangsefnin vera skemmtileg og örvandi. Flest allir foreldrar töldu að börnunum þeirra liði vel í leikskólanum, þeim hafi farið fram í málþroska og sumir hafa eignast vini. Hópatímarnir skila sér heim, þar sem börnin eru dugleg að syngja, þekkja og gera fleiri tákn með. Mörg þeirra kunna að greina hljóðin og stafina í nærumhverfi sínu. Flestum foreldrum fannst verkefnin vel skipulögð og passað að allir taki þátt. Jafnframt töldu foreldrar sig vera vel eða nokkuð vel upplýsta og höfðu áhuga á meiri og ítarlegri upplýsingum á töfluna, sérstaklega þeir sem eru ekki mjög virkir á Facebook. Sumir lýstu óánægðu yfir mannabreytingum og óskuðu að fleiri menntaðir 50

53 kennarar störfuðu á leikskólanum. Flest allir voru ánægðir með starf deildarinnar og starfsfólkið. 4.3 Hálf opin viðtöl við starfsfólk/þátttakendur í þessum kafla verður hálfopnum viðtölum lýst. Tekin voru viðtöl við 4 leiðbeinendur sem tóku þátt í þróunarverkefninu. Leiðbeinandi 1 er 37 ára gömul kona frá Póllandi sem hefur starfað í leikskólanum í 8 ár, hún talar ágætis íslensku og sinnti stærðfræðikennslu. Hún hefur sótt fjölda námskeiða tengd leikskólafræðum í gegnum árin þar á meðal stærðfræðinámskeið. Leiðbeinandi 2 er 26 ára gömul kona og hefur unnið á leikskóla rúmlega eitt ár og kenndi umhverfismennt. Leiðbeinandi 3 er 21 árs og hefur unnið í rúmlega 8 mánuði á leikskólanum, hún kenndi mál og læsi. Leiðbeinandi 4 er 20 ára og hefur unnið á leikskólanum rúmlega 8 mánuði og kenndi sköpun. Leiðbeinandi 4 er 22 ára í námi í Háskólanum á Akureyri, sálfræðideild. Samkvæmt Guðrúnu Matthíasardóttur (2012) eru hugmyndir og upplifun starfsfólks best kannaðar í hálfopnum viðtölum, það eru samræður sem fara fram á milli rannsakanda og þátttakenda. Rannsakandi undirbýr þrjár til fjórar viðtalsspurningar en síðan er það í höndum viðmælanda hvernig viðtalið þróast. Markmið með hálfopnum viðtölum er að rannsakandi hlusti á hvað viðmælandi hefur að segja og öðlist vitneskju um þekkingu hans og reynslu. Rannsakandi nýtir sér frásögn viðmælandans til að gefa þeim gögnum sem fyrir liggja um rannsóknarefnið aukna vídd. Hálfopin viðtöl er eigindleg rannsóknaraðferð þar sem viðmælendur fá að að segja sögu sína á eigin forsendum (Guðrún Matthíasdóttir, 2012). Í samtölum við starfsfólkið leitaðist ég við að spyrja spurninga sem gáfu þátttakendum tækifæri til að útskýra hvað var að gerast í hverjum hópatíma, þátttakendur fengu að skoða þær myndir sem til voru og rifja upp þátttöku barnanna og hvað þeim fannst um viðkomandi málefni. Gögn úr viðtölum við starfsfólk eru notuð til að skoða hugmyndir þeirra um reynslu sína af þátttöku í þróunarverkefninu. Í viðtölunum var notaður spurningarammi/gátlisti til þess að halda sig við efnið og fá sem ýtarlegastar upplýsingar. Spurningarnir fyrir hálfopin viðtöl við starfsfólkið voru: 1. Hvað finnst þér um þróunarverkefnið? 2. Hvernig tókst til? 3. Hvað fannst þér erfiðast, einfaldast í því sem við vorum að gera? 4. Finnst þér verkefnið hafa gagnast þér. Hvernig þá? 51

54 5. Hvernig finnst sér sammvinnan hafa verið? Hefur eitthvað breyst? Og hvað þá? 6. Annað sem þú vilt koma á framfæri: Markmið með hálfopnum viðtölum við starfsfólkið var að komast að því hvað það hafði að segja og öðlast vitneskju um þekkingu og reynslu þess. Frásagnir viðmælanda eru notaðar til að gefa þeim gögnum sem fyrir liggja um rannsóknarefnið aukna vídd. Þar sem þróunarverkefni mitt nær eingöngu til einnar deildar í einum leikskóla og þátttakendur voru aðeins fimm, var úrvinnsla úr hálfopnu viðtölunum í formi skýrslu. Öllum leiðbeinendum fannst mjög fínt að taka þátt í þróunarverkefninu burt séð frá því hvort þeir töldu sig að hafa lært eitthvað eða ekki. Allir voru sammála um mikilvægi málörvunar á deildinni og jákvæða þróun í máli, læsi og félagsfærni hjá börnum. Leiðbeinandi 3 taldi sig vera stressaða fyrst í upphafi verkefnisins þar sem hún hafði aldrei unnið á leikskóla áður en þegar leið á verkefnið fannst henni alls ekki slæmt að starfa á deild þar sem kennsla var í föstum skorðum, hún sagði orðrétt: Ég var mjög stressuð fyrst, vissi alls ekki í hvað ég er búin að stefna mig í. Ég náttúrulega vissi ekkert um leikskólastarf og hvað þá kenna málörvun. En þegar ég kynnti mér viðfangsefni og fékk upplýsingar hvað ég þurfti að gera, mér fannst það frábært. Sérstaklega þegar ég sá svo miklar breytingar hjá börnunum. Fékk svona innblástur og vilja til að halda áfram. Leiðbeinendur 2 og 4 töldu sig hafa verið í erfiðleikum að finna hugmyndir að verkefnum tengd viðfangsefnum en það lagaðist eftir því sem leið á vinnu þróunarverkefnisins. Leiðbeinandi 2: Það er misjafnt hvað maður er flinkur að finna eitthvað að gera í hópatímanum, sérstaklega úti. Stundum er maður alveg tómur, stundum kemur það bara. Ég er farin að skrá hugmyndirnar mínar niður til að ræða þær við hinar. Leiðbeinandi 4: Mér fannst mjög gott að koma svona inn í skipulagt starf. Mér líður betur þegar viðfangsefni eru afmörkuð. Ég ræð ágætlega við hópatímana og viðfangsefni. Stundum er maður svolitið tómur en þá skoða ég ýmislegt á netinu. Undirbúningstímar eru alveg nauðsynlegir finnst mér, sérstaklega fyrir okkur sem eru ófaglærðar. Allir voru sammála um að þátttaka í svona þróunarverkefni sé krefjandi en á jákvæðan hátt, sérstaklega þegar lítil reynsla og þekking á leikskólafræðum er til staðar. Leiðbeinendurnir töldu sig standa vel miða við að þrír þeirra höfðu aldrei unnið í leikskóla áður. Þrír af fjórum leiðbeinendum voru sammála að 52

55 verkefnið hafi haft að mestu leiti jákvæð áhrif á líðan þeirra og starfshætti. Leiðbeinendur 1, 3 og 4 voru sammála um að þróunarverkefnið hafi hjálpaði þeim að kynnast hæfileikum og áhuga barnanna sem hafði svo áhrif á framvindu verkefnisins. Þeir töldu sig finna fyrir aukinni ábyrgðarkennd sem hjálpaði þeim að vera stundvísari í vinnu jafnvel í veikindum, ásamt því að upplifa aukið sjálfstæði, öryggi og áhuga fyrir námi og kennslu barna. Leiðbeinandi 1 taldi sig að hafa lært mjög mikið með því að taka þátt í þessu þróunarverkefni, meðal annars meiri íslensku, nýjar kennsluaðferðir, samþættingu námsþátta og málörvun eða eins og hún sagði: Mér finnst gott að þurfa hugsa svona mikið, undirbúa, ræða og tjá sig. Ég er alltaf að reyna á mig. Ég verð að einbeita mig mjög mikið til að tala rétt og bera fram rétt. Ég vill gera vel og kenna börnum góða íslensku mest samt stærðfræði, en samt rétt. Leiðbeinandi 1 sagði jafnframt: Það er bara eins og maður má ekki vera að því að vera veikur eða taka frí. Það er svo mikið að gera, börn eru svo spennt og bíða oftast eftir næsta tíma. Ég er bara með samviskubit ef að ég næ ekki að sinna öllum almennilega. Leiðbeinandi 4 tók í sama streng Það er svo mikið að gera stundum að dagurinn er bara búin einn, tveir, og þrír. Mér finnst það alveg frábært, þegar tími líður svo hratt. Þessir þrír leiðbeinendur voru sammála um að erfiðasta í ferlinu var að finna verkefni úti sem tengdust viðfangsefnum og ráða við hegðunarerfiðleika hjá yngstu börnunum. Þeim fannst frábært að vera partur af þróunarverkefni og prófa ýmislegt sjálfir. Leiðbeinandi 2 taldi sig ekki vera mjög áhugasaman í starfi þar sem hún gekk í gegnum erfiðleika heima sem höfðu áhrif á ákvarðanir hennar og líðan í vinnu. Hún taldi sig ekki vera í réttri vinnu og henni fannst stundum erfitt að finna viðfangsefni eða halda sig við efni hverrar viku, sérstaklega í útikennslu. Leiðbeinandi 2 taldi sig ekki hafa fundið mikið fyrir aukinni ábyrgð sem hún þurfti að deila og þar afleiðandi hefur hún enga hugmynd hvort þróunaverkefnið hafi haft áhrif á hana eða ekki. Ég vil samt taka fram að henni tókst ágætlega að framkvæma það sem ætlast var af henni með aðstoð frá mér. Hinir leiðbeinendurnir fundu fyrir aukinni ábyrgð. Öllum fannst samskiptin vera góð deildinni og að þeirra mati hefur okkur hafði tekist að vinna saman sem teymi burt séð frá þeirri vinnu sem samþætting allra námsþáttanna á deildinni hafði í för með sér. Allir töldu að fast skipulag og afmörkuð viðfangsefni léti þeim líða vel í vinnunni. Leiðbeinendur litu ekki á bókina Lubbi finnur málbein einungis sem kennsluefni heldur frekar eitthvað sem hjálpaði þeim að finna viðfangsefni fyrir verkefni og auðveldaði þeim að halda sig við efnið í hverri viku fyrir sig. 53

56 Þeir töldu sig hugsa núorðið miklu meira um stöðu barnanna í máli, læsi og félagsfærni en áður. Allir töldu sig hafa lært betur að lesa fyrir börn og nota núna aðferðina Orðaspjall og sögðu að aðferðin væri orðin einhverskonar vani og hafi áhrif á umræður barna og leiðbeinenda í daglegu starfi. Leiðbeinendur töldu að samverustundir með börnum hafi breyst, þær eru markvissari, börnin eru rólegri og hafa aukið úthald. Leiðbeinandi 4: Núna er orðið auðveldara að ná til stærri hóps en áður fyrr. Börnin eru áhugasamari og taka meiri þátt í umræðum. Börn sem sögðu aldrei neitt og tóku aldrei þátt eru orðin opnari og viljugri að tjá sig. Allir nefndu það að leikur barnanna hafi breyst og þau væru farin að nota orð og tjáningu meira í stað þess að ærslast um. Börnin eru orðin virkari úti og finna sér oftar eitthvað skemmtilegt til að gera. Börnin eru kátari, áhugasamari og taka betur eftir allskonar hlutum, litum, formum og lögun úti. Það skemmtilegasta samkvæmt öllum leiðbeinendunum var að sjá börnin dafna og þroskast, sjá þau vera glöð og áhugasöm. Leiðbeinendur 3 og 4 sögðu að vinna á leikskóla og það að kenna börnum er alls ekki eins og þeir ímyndu sér, það er svo miklu meira, bæði erfitt og gefandi. Eitt af markmiðum þróunarverkefninsins var að kenna starfsfólki deildarinnar árangursríkar aðferðir í samræðum við börn, uppbyggingu orðaforða og félagsfærni ásamt því að styrkja og bæta þekkingu og samvinnu milli þeirra sjálfra. Allir leiðbeinendurnir töldu sig greina jákvæðar breytingar hjá börnunum. Allir töldu að fast skipulag og afmörkuð viðsfangsefni gerðu þeim auðveldara að takast á við þróunarverkefnið. Leiðbeinendurnir töldu sig hafa náð góðu samstarfi sín á milli og vera duglegri að ræða nám og líðan barna. Þeir töldu að þróunarverkefnið hjálpaði þeim að kynnst börnunum betur sem hafði svo áhrif á viðfangsefni og fyrirkomulag verkefnanna. Leiðbeinendurnir töldu sig ekki hugsa nægilega mikið um samþættingu námsþáttanna, mál og læsi, stærðfræði, umhverfismennt og sköpun, það gerðist bara. Þeir töldu sig hafa oft hjálpast að í hópatímum og notað eitthvað sem gert var í sköpun í stærðfræði og frv. 4.4 Málþroska og félagsfærni skimun TRAS TRAS (n: Tidlig registrering af språkudvikling), er athugun fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna. TRAS er ætlað til notkunar í leikskólum. Aðeins þeir sem hafa sótt námskeið í TRAS hafa leyfi til að nota tækið, það eru því leikskólakennarar sem fylla út skráningarlistann. TRAS skráningarlistinn hefur verið þýddur og staðfærður fyrir íslenskar aðstæður, hann er ekki málþroskapróf heldur athugun á málþroska barna á tilteknum aldri. Ekki er um eiginlega fyrirlögn að ræða 54

57 heldur svarar leikskólakennari sem best þekkir barnið spurningunum skráningarlistans með því að fylgjast með barninu við leik og störf. Tvisvar á ári, með sex mánaða millibili svarar leikskólakennari ákveðnum spurningum um málþroska hvers barns og skráir á skráningarblöðin. Hvert barn á sitt skráningarblað sem fylgir því upp í gegnum leikskólann. Innsti hringur skráningablaðsins er fyrir aldurinn 2-3 ára og er blár, miðhringurinn er fyrir 3-4 ára og er rauður og ysti hringurinn er fyrir 4-5 ára og er grænn. Upplýsingar sem skráðar eru byggjast á markvissum athugunum í daglegum samskiptum við barnið. Ítarlegri upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu námsmatstofnunar (Námsmatsstofnun, e.d.). Spurningarnar á TRAS skráningarlistanum flokkast undir þrjú færnisvið sem hvert um sig á ákveðinn lit á skráningarblaðinu. 1. Samleikur, tjáskipti/ samskipti og athygli/einbeiting. 2. Málskilningur og málmeðvitund. 3. Framburður, orðaforði og setningamyndun. Með notkun TRAS skráningar geta kennarar skimað eftir frávikum í mál- og félagsþroska barna og brugðist við ef erfiðleikar koma í ljós innan barnahópsins. Einnig er leitast við að foreldrar/forráðamenn barna fái ráðgjöf og leiðbeiningar til að þeir geti aðstoðað barn sitt sem best. Jafnframt er reynt að koma í veg fyrir að aðrir erfiðleikar sem tengjast málþroskafrávikum komi upp. Í þessu þróunarverkefni voru framfarir barnanna metnar sem heill, hálfur eða auður reitur. Til að skráningin sjáist í súluriti fengu börnin 1 stig fyrir heilan reit, 0,5 fyrir hálfan reit og 0,01 fyrir auðan reit. Gögnin voru sett upp í Excel í formi súlurita og kannað hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á námi barna frá fyrra ári og hverjar þá, einnig var skoðað hvernig eldri börn hafa skorað á þessari deild áður, þegar þau voru á sama aldri. Við úrvinnslu TRAS gagna voru notaðir tveir árgangar barna sem tóku þátt í þróunarverkefninu og einn árgangur frá 2011 til samanburðar. Í árgangi 2013 eru 13 börn á aldrinum (2ja til 3 ára), fjögur þeirra eru af erlendum uppruna, þrjú með annað móðurmál en íslensku og eitt af þeim með alvarlega mál- og vitsmunaþroska röskun og svo sex íslensk börn. Í árgangi 2012 eru 11 börn (3ja til 4 ára), tvö með annað móðurmál en íslensku, níu íslensk og eitt barn meðal þeirra með málþröskaröskun. Í samanburðarhópnum voru 17 börn, fjögur af þeim voru af erlendum uppruna og 13 íslensk börn. Þrettán voru valin af handahófi úr árgangi 2011 til samanburðar við hóp Þar á meðal voru fjögur börn af erlendum uppruna og níu íslensk. 11 börn voru einnig tekin af handahófi úr árgangi 2011 til samanburðar við hóp 2012, þrjú börn eru af erlendum uppruna og átta íslensk. 55

58 Velja af handahófi þýðir; Tilviljunarúrtak (e. random sampling): Byggt á líkindahugtakinu (e. probability), allir í þýðinu eiga jafna möguleika á að vera valdir, enda valið af handahófi (McMillan, 2008). Samanburður á árgöngum 2013 og 2011 (2ja til 3ja ára) Hér verður fjallað um árgang 2013 (2ja til 3 ára) og samanburðarhópinn árgang 2011 (2ja til 3 ára). Koma þarf fram að fimm börn úr árgangi 2013 eru athuguð aðeins einu sinni á aldrinum 2,3 ára en í árgangi 2011 eru tvær skráningar til staðar: 2,3 ára og 2,9 ára. Barn nr. 3 í árgangi 2013, er með alvarlega mál- og þroskaröskun og verður tekið sem dæmi í því að kennsla með bókina Lubbi finnur málbein og aðferðina Orðaspjall, með samþættingu námsþáttanna; mál og læsi, stærðfræði, sköpun og umhverfismennt hafi náð árangri og skilað sér til barnanna á jákvæðan og fjölbreyttan hátt. Þegar skoðaðar eru niðurstöður tel ég að árgangur 2013 hafi náð jafngóðum eða betri árangri en árgangur 2011, þar sem barn nr. 3 í árgangi 2013 sem er með verulega mál- og þroskaröskun. Þegar á þróunarverkefnið leið jókst áhugi barnsins (nr. 3) á að láta í ljós þörf fyrir að tjá sig, sem er stór áfangi fyrir það. Jafnframt sýndi barnið aukinn áhuga á og úthald í leik og sótti meira í að leika með öðrum börnum. Börn í árgangi 2013 eru en að læra hlusta, fara eftir fyrirmælum, einbeita sér og taka þátt í lestrarstundum þó hefur hópurinn í heild eflst mjög og margir innan hópsins sýna framfarir í tali, orðaforða ásamt því að setningamyndun hefur eflst. Á sumum þáttum TRAS gengur árgangi 2011 betur, í þeim tilvikum þarf að taka fram að árgangur 2013 er yngri og hefur ekki fengið tækifæri til að fylla út í TRAS á aldrinum 2,9 ára sem skekkir sumar niðurstöður TRAS listans. Erfiðleikar barns nr. 3 í árgangi 2013 verða sérstaklega greinilegir í þáttum sem tengjast hlustun, einbeitingu og úthaldi. Jafnframt á það barn í erfiðleikum með fleiri þætti. Ég tel því að árgangur 2013 standi sig vel miðað við fjölbreytileika hópsins og aldur barnanna. Það er ljóst að niðurstöður væru öðruvísi ef næðist að athuga yngri börnin aftur þegar þau verða 2,9 eins og gert var í samanburahópnum árgangi Samanburður á árgöngum 2012 og 2011 (3ja til 4 ára) Hér verður fjallað um árgang 2012 (3ja til 4 ára) og samanburðarhópinn árgang Í árgangi 2012 eru 11 börn á aldrinum 3ja til 4 ára og í samanburðarhópnum eru 11 börn á aldri 3ja til 4 ára. Í árgangi 2012 eru tvö börn af erlendum uppruna og níu íslensk börn, þar á meðal eitt barn með málþröskaröskun. Í samanburðahópnum eru þrjú börn af erlendum uppruna og átta íslensk börn. 56

59 Þegar niðurstöður samanburðar eru skoðaðar kemur í ljós að börn í árgangi 2012 eru orðin duglegri að viðhalda athygli og einbeitingu. Þeim gengur betur að flokka orð eftir yfirhugtökum og flest eru komin með grunnlitina. Lítill getumunur er á rímfærni barna í árgöngunum. Börn í árgangi 2012 hafa bætt sig í framburði ásamt því að þeim gengur ágætlega að bera fram þriggja atkvæða orð. Þau eru jafnframt mjög dugleg að tjá sig við kennara sína t.d. þegar lesið er fyrir þau, ásamt því að taka þátt í skipulögðum stundum. Á þeim þáttum sem árgangur 2011 stendur sig betur verður að taka fram að helmingur barnanna í árgangi 2012 eru hálfu ári yngri þegar þau voru athuguð og hafa því einungis fengið eina skráningu í TRAS á aldrinum 3,3 ára en börn í árgangi 2011 hafa fengið tvær skráningar bæði 3,3 og 3,9. Þrátt fyrir þetta vil ég nefna að barnið með málþroskaröskunina í árgangi 2012, hefur eflst mjög í samskiptum við önnur börn og á mun auðveldara með að fara eftir fyrirmælum. Börnin í árgangi 2012 enn að æfa sig í að halda samræðum gangandi og tjá óskir sínar, tilfinningar og þarfir með orðum. Þau hafa eflst töluvert í samskiptum og félagsfærni ásamt því að eiga eftir að bæta meiru við sig með auknum þroska. Því tel ég að árgangur 2012 standi sig vel miðað við fjölbreytileika hópsins og aldur barnanna. Það er ljóst að niðurstöður væru öðruvísi ef næðist að athuga yngri börnin aftur þegar þau verða 3,9 ára eins og gert var í samanburðarhópnum árgangi Þar sem tími þróunarverkefnisins er orðinn takmarkaður læt ég þessar niðurstöður duga til samanburðar og tel að nákvæmari samanburður þurfi lengri tíma en þróunarverkefnið hefur. Þessar niðurstöður eru ekki ætlaðar til að alhæfa þar sem þetta er þróunarverkefni og er eingöngu lagt fyrir á einni leikskóladeild. 4.5 Önnur gögn Dagbók Ákveðið var frá upphafi þróunarverkefnisins að halda dagbók. Samkvæmt Guðrúnu Kristinsdóttur (1998) hefur reynst vel að halda sérstaka dagbók um þróunarverkefni og skrifa færslur. Hún segir að gott er að vera búin að ákveða hvað á að skrifa í dagbókina og muna að hafa markmið verkefnisins að leiðarljósi. Dagbókin var ætluð til að halda utan um framvindu verkefnisins. Þar var lýst ferli þess í hverri viku fyrir sig hvað tókst og hvað ekki, hvað mætti gera betur, ásamt nýjum hugmyndum um viðfangsefni. Einnig voru skráð samskipti og samstarf á milli starfsfólks, foreldra og barna, ásamt mínum hugleiðingum um þróunarverkefnið sem slíkt og forystuhlutverk mitt. Ég valdi 57

60 mér sex spurningar til að halda mig við efni þróunarverkefnisins. Spurningarnir eru: 1. Hvernig gekk starfsfólki að vinna með hljóð hverrar viku og að finna viðfangsefni? 2. Voru einhverjar hindranir eða erfiðleikar, hvað gekk vel? 3. Hvernig tókst að vinna saman? 4. Hvernig var áhugi og þátttaka barna? 5. Hvað lærði ég í þessari viku? Í dagbókarfærslum mínum koma upp nokkrar hindranir og erfiðleikar sem höfðu sín áhrif á þróunarverkefnið. Starfsfólki tókst misjafnlega vel að vinna með bókina Lubbi finnur málbein, finna viðfangsefni og nota kennsluaðferðir sem var ákveðið að halda sig við. Samt sem áður tel ég að flest markmið þess hafi náðst og breytingar hjá starfsfólki eru sýnilegar fyrir alla og flestar jákvæðar. Dagbókarfærsla, september 2015 Vika 1, unnið með málhljóðið Aa Hvernig gekk starfsfólki að vinna með hljóð hverrar viku og að finna viðfangsefni? Starfsfólk þurfti smá tíma til að komast í gang. Það er óöryggi hjá flestum þeirra sem kemur í veg fyrir öflugt hugmyndaflug. Ég þurfti mikið að hjálpa þeim við þróa áfram hugmyndirnar sínar og finna viðfangsefni. Voru einhverjar hindranir eða erfiðleikar, hvað gekk vel? Óljóst með starfsfólkið á deildinni, veit ekki hvert þeirra ætlar að halda áfram, hvert ekki. Fólk er mismunandi mikið spennt fyrir verkefninu, en allir samþykktu samt að taka þátt í þessu þróunarverkefni. Ég sé helstu áskorun fyrir starfsfólkið að skipuleggja kennslu úti. Umræða fra starfsmanni: Úti er alls öðruvi si en inni, erfitt að halda athygli barnanna, þau hlaupa bara i burtu. Hvernig tókst að vinna saman? Ágætlega. Starfsfólkið er nýtt, við þurfum smá tíma til að kynnast. Ég fylgist með og reyni að taka eftir hvort starfsfólkið er með á nótunum, reyni að átta mig á veikleikum þeirra og styrkleikum. Hvernig var áhugi og þátttaka barnanna? 58

61 Börnin voru mjög kát og glöð. Öll voru þau mjög dugleg að taka þátt í verkefnum og herma eftir kennurum sínum. Ég tók eftir að börnin eru óvön að hafa skipulagða kennslu úti. Ég tók líka eftir því að þau eru ódugleg að finna sér eitthvað að uppbyggilegt gera, mest hanga þau bara í sandkassanum eða fara í ærslaleiki. Hvað lærði ég í þessari viku? Að fylgjast með starfsfólki og skoða veikleika þeirra og styrkleika. Ég lærði að hafa í huga hvernig er best að ræða það sem tengist verkefninu og hvernig ég get virkað hvetjandi á samstarfsfólk mitt. Einnig er ég búin að velta mjög mikið fyrir mér hvernig ég get fengið það í lið með mér. Dagbókarfærsla, mars 2016 Vika 27, unnið með málhljóðið Ss Hvernig gekk starfsfólki að vinna með hljóð hverrar viku og að finna viðfangsefni? Það gengur ágætlega ég er reyndar búin að skipta mér svolítið af undirbúningi hjá starfsfólkinu og kennslu næstu viku. Ég vil ýta þeim aðeins út fyrir þægindarammann. Voru einhverjar hindranir eða erfiðleikar, hvað gekk vel? Manekla og pirringur í starfsfólkinu er eiginlega það helsta sem gerir okkur erfitt fyrir með að halda utan um verkefni og starf deildarinnar. Hvernig tókst að vinna saman? Það gengur ágætlega að vinna saman. Stelpurnar eru farnar að tala meira saman og skiptast á hugmyndum um viðfangsefni ásamt því að ræða mál og þroska barna. Ég sé að hugarfar starfsfólksins er að breytast. Það er gaman að fylgjast með umræðum þeirra og hugmyndum um áframhald þróunarverkefnisins. Hvernig var áhugi og þátttaka barnanna? Börnin eru mjög dugleg og áhugasöm. Ég er farin að taka eftir jákvæðum breytingum hjá þeim börnunum sem hafa mál- og hegðunarerfiðleika. Hvað lærði ég í þessari viku? Ég er orðin skipulagðri, get gengið í hvaða hópatíma sem er og er flinkari að þróa hugmyndirnar áfram. Ég á orðið auðveldara með að aðlaga verkefni að ólíkum aldri barnanna. Ég þekki orðið fleiri kennsluaðferðir sem tengjast fjölbreyttum barnahópi. 59

62 Deildarfundir og fundargerðir Fundað var einu sinni í mánuði samkvæmt framkvæmdaráætlun til að fara yfir stöðu þróunarverkefnisins, áherslur, hugmyndir, erfiðleika í framkvæmd, athugasemdir frá foreldrum og einnig þátttöku og vellíðan barnanna. Á deildarfundum var áhugi starfsfólks vakinn með því að gefa þeim tækifæri til að tjá sig, finna sameiginleg úrræði, lausnir og bera virðingu fyrir hugmyndum hvers annars. Lögð var áhersla á lýðræði í starfi, jafningjasamfélag og skynsemi. Ég lagði mig fram við að gera ekki upp á milli kennara og almenna starfsfólksins þó að ég viti að ekki er hægt að ætlast til þess sama af ófaglærðu fólki og kennurum. Ferli voru skipulögð þannig að allir fengu jöfn tækifæri til að taka þátt og dafna í starfi. Fundargerðum var safnað, þær voru prentaðar út fyrir starfsfólk til að lesa og kvitta fyrir lestri til að allir hefðu sín verkefni á hreinu. Þessi gögn voru notuð til að hjálpa starfsfólki t.d. að halda sig við efnið og nota fjölbreyttar aðferðir í kennslu. Fundagerðir hjálpuðu okkur að vera meðvitraði um hversu oft fundirnir voru haldnir og hvað var verið að kljást við. Ljósmyndir Gagnaöflun í hópatímunum fór fram með myndatökum þar sem hópstjórar sáu um að safna myndum. Myndunum fylgdu stuttar skráningar eftir hvern hópatíma þar sem starfsfólkið lýsti þeirri vinnu sem fram fór á ljósmyndunum. Þannig æfðum við okkur að gera litlar skráningar sem gætu hugsanlega hjálpað okkur að skapa betri aðstæður fyrir börnin næst. Þessar lýsingar og myndir eru aðgengilegar á Facebook síðu leikskólans. Skráningarnar voru notaðar til að fylgjast með framvindu hvers verkefnis fyrir sig, meta þátttöku barna, ígrunda viðfangsefni og annað sem tengdist þróunarverkefninu. 4.6 Niðurstöður Niðurstöður úr foreldrakönnun sýna að flestum foreldrum fannst viðfangsefni hópatíma vera skemmtileg og örvandi. Börnin áhugasöm og oft að segja heima frá því sem gerist í leikskólanum. Foreldrar töldu að börnunum liði vel í leikskólanum, hafi farið fram í málþroska, þau eignist vini og sýni jákvæðar breytingar. Hópatímarnir skila sér heim, þar sem börnin eru dugleg að syngja, þekkja og gera tákn með og mörg kunna að greina hljóð og stafi í nærumhverfi sínu. Nokkrir foreldrar töldu kennsluefnið Lubbi finnur málbein frábært, nokkrum fannst það ágætt og sumir töldu sig ekki hafa kynnt sér kennsluefnið nægilega vel. Flest allir foreldrar voru ánægðir með skipulag deildarinnar og fannst gaman fylgjast með því sem var verið að gera á Facebook. Foreldar óskuðu eftir ýtarlegri upplýsingum á töfluna, sérstaklega þeir sem eru ekki mjög virkir á Facebook. Sumir foreldar lýstu óánægju yfir mannabreytingum 60

63 og óskuðu að fleiri menntaðir kennarar störfuðu á leikskólanum. Í heild sinni voru flestir foreldrar ánægðir með starfið, viðfangsefni, verkefni, starfsfólkið og skipulagið á deildinni. Í hálfopnum viðtölum starfsfólksins kom í ljós að erfiðast við þróunarverkefnið var að finna hugmyndir í verkefni, sérstaklega úti. Leiðbeinendurnir lýstu þróunarverkefninu sem krefjandi en á sama tíma skemmtilegu og fræðandi. Allir töldu sig þó greina jákvæðar breytingar hjá börnum í máli, læsi, samskiptum og leik. Einnig voru börnin orðin duglegri í samverustundum, sýndu meira úthald og einbeitingu, voru duglegri að taka þátt ásamt því að sýna framfarir í framburði og rími. Leikur barna hefur breyst úr ærslaleikjum í rólegri leiki þar sem mikið er talað þeirra á milli. Börnin eru orðin virkari úti og frjáls leikur er miklu fjölbreyttari og meira áberandi. Þrír leiðbeinendur töldu sig hafa lært af því að taka þátt í þessu þróunarverkefni, einn leiðbeinandi var ekki alveg viss hvort verkefnið hafi haft áhrif og hvernig þá. Þrír af leiðbeinendunum töldu sig hafa náð ágætis tökum á fyrirkomulagi og viðfangsefnum verkefnanna. Þeim líkaði mjög vel að vinna skipulega með börnunum en töldu jafnframt að þeir hefðu þurft aðeins meira tíma til að venja sig á svona vinnubrögð. Sömu þrír leiðbeinendur töldu sig hafa öðlast meiri þekkingu sem þeir munu nota í vinnu með börnum. Einn leiðbeinandi sagðist hafa bætt sig í íslensku og lært hvernig á að skipuleggja, framkvæma og aðlaga verkefni að fjölbreyttum barnahópi. Allir leiðbeinendurnir töldu sig eiga auðveldara með að vinna í föstu skipulagi og með ákveðin og afmörkuð viðfangsefni. Leiðbeinendurnir töldu sig hafa náð góðu samstarfi sín á milli og vera duglegir að ræða nám, viðfangsefni, þroska og líðan barna. Þeir töldu að þróunarverkefnið hafi hjálpað þeim að kynnst styrkleikum og veikleikum barnanna, aukið áhuga þeirra á hæfileikum og hugðarefnum þeirra. Allir voru sammála að samþætting námsþáttanna hefði mátt betur fara og það þurfti aðeins meiri tíma til að æfa sig. Leiðbeinendurnir voru duglegir að hjálpast að í undirbúningi, framkvæmd verkefna og stundum unnu þeir verkefni tveir og tveir saman. Samkvæmt niðurstöðum úr samanburði á TRAS skráningu gekk börnunum sem tóku þátt í þróunarverkefninu verr en samanburðarhópunum, þegar á heildina er litið. Samt sem áður langar mig að halda til haga að árgangur 2013 sýnir árangur og góðar framfarir í máli, tjáningu, samskiptum og leik. Úthald og einbeiting hefur aukst og börnin eru duglegri að taka þátt í samveru-, söngog lestrastundum. Börnin eru farin að nota fleiri orð yfir hluti og framburður þeirra hefur skýrst. Notkun sagnorða hefur aukist og börnin eru farin að nota fornöfn. Einnig eru yngstu börnin farin að mynda tveggja eða fleiri orða setningar. Það sem skekkir niðurstöður í árgangi 2013 er að fimm börn eru skimuð einu sinni á aldrinum 2,3 ára og að auki er eitt barn með mál- og 61

64 vitsmunaþroskaröskun. Ég dreg þær ályktanir að niðurstöður væru öðruvísi ef búið væri að skima tvisvar sinnum eins og gert er með börnin í árgangi 2011 á aldrinum 2,3 ára og 2,9. Sama má segja um börn í árgangi 2012 þau sýna framfarir í samskiptum, orðaforða, máli og athygli. Skilningur á hugtökum hefur aukst og börnin eru duglegri í samveru- og lestrastundum ásamt því að yngstu börnin í þessum hópi eru byrjuð að taka þátt í að ríma. Framburður hefur eflst verulega og börnin eru dugleg að bera fram þriggja atkvæða orð. Fleirtala, spurnorð, þátíð sagna og fleiri en fjögurra orða setningar eru byrjaðar að myndast hjá flestum. Það sem skekkir niðurstöður fyrir árgang 2012 er að sjö börn í árgangi 2012 eru athuguð einu sinni á aldrinum 3,3 ára, þar á meðal er barn með málþroskaröskun en árgangur 2011 var athugaður tvisvar sinnum bæði 3,3 og 3,9 ára. Burt séð frá niðurstöðum tel ég að börn í árgangi 2012 standi sig vel miðað við fjölbreytileika hópsins og aldur barnanna. Það er ljóst að niðurstöður væru öðruvísi ef næðist að athuga yngri börnin aftur þegar þau verða 3,9 ára eins og gert var í samanburðarhópnum, árgangi Með þessum samanburði var ætlað að sýna framstöðu barna sem tóku þátt í þróunarverkefninu og bera saman við getu barna í árgangi 2011 (samanburðahópi) á svipuðum aldri og þannig meta hvort þróunarverkefnið hafi skilað sér til barnanna og skoða stöðu þeirra miðað við samanburðarhópinn. Þar sem tími þróunarverkefnisins er orðinn takmarkaður læt ég þessar niðurstöður duga til samanburðar og tel að nákvæmari samanburður þurfi lengri tíma en þróunarverkefnið hefur. Þessar niðurstöður eru ekki ætlaðar til að alhæfa þar sem þetta er þróunarverkefni og unnið út frá einni leikskóladeild. Þegar ofangreindar niðurstöður eru dregnar saman dreg ég þær ályktanir að þróunarverkefnið hafi skilað sér til barnanna og flestir foreldrar verið ánægðir með deildina, fyrirkomulag verkefnis, viðfangsefni, nám og líðan barna sinna. Börnin sýndu árangur í máli, læsi og félagsfærni og má nefna stærðfræði hér líka. Starfsfólk taldi sig hafa fundið fyrir breytingum hjá börnum og sér sjálfum. Ágætis samskipti og samvinna fylgdu þróunarverkefninu og var starfsfólk duglegra að tala saman, skipuleggja og jafnvel framkvæma verkefni. Samþætting námsþáttanna gekk ágætlega og með meiri tíma hefði verið hægt að þróa þá vinnu enn frekar. Starfsfólkið var ánægt með árangur barnanna og telur sig hafa fundið frekari innblástur, áhuga til að halda áfram þróa vinnu sína með börnum. 62

65 5 Umræður Ég hef starfað í leikskóla í tíu ár og nánast eingöngu með ófaglærðu starfsfólki. Eftir að ég varð deildarstjóri hef ég oft velt fyrir mér leiðum til að þjálfa ófaglært starfsfólk í vinnu með börnum og hvetja það til að sýna frumkvæði og ábyrgð í starfi. Með þessi atriði í huga þróaði ég leiðir sem ég nýtti í þróunarverkefni mínu og tengdi viðfangsefnunum Lubbi finnur málbein og Orðaspjall. Þannig skipulagði ég námsumhverfi deildarinnar og þróaði fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem efldu og bættu við málþroska barna. Í greininni Samþætting námsgreina hefur fleiri kosti en galla tala Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir (2011) um að samþætt nám hafi marga kosti. Samþætt nám eykur samskipti á milli kennara og kennara og nemenda. Í niðurstöðum töluðu ofangreindar stöllur um að samþætt verkefni eru nauðsynlegt hverjum skóla og að slík verkefni þurfi að efla, Saracho og Spodek (2003) taka í sama streng í sinni umræðu um að vinna með opnar spurningar í kennslu hafi góð áhrif á samskipti kennara. Stefán Jökulsson (2012) talar um að hugtakið læsi hafi þróast og öðlast nýjan búning. Læsi er orðið víðara það snýst ekki bara um lestur og ritun, heldur jafnframt um samband orðanna við lífið sjálft, raunveruleikann og flest það sem við tökum okkur fyrir hendur. Áherslur í kennslu hafa breyst og í stað þess að miðla þekkingu til nemenda er þekkingu aflað í sameigningu. Áhersla er lögð á nemendamiðað nám sem byggist á samskiptum. Nemendur eru virkir skapendur þekkingar í gegnum fjölbreyttar kennsluaðferðir og viðfangsefni (Stefán Jökulsson, 2012). Það sem ég lærði í minni vinnu við þróunarverkefnið er að góð samskipti við starfsfólk eru lykilatriði í góðri samvinnu. Samskipti er okkar leið til að útskýra hugsanir okkar, tilfinningar, deila þekkingu okkar, leysa vandamál og byggja upp gott samstarf, því er mikilvægt að rækta samskipti og byggja þau á trausti, öryggi og virðingu. Ég fór af stað með þetta verkefni með þá hugmynd að samþætting þeirra námsþátta sem kenndir eru á leikskólum og málörvun gæti eflt börn í íslensku. Að fjölbreyttar aðferðir, markviss málörvun og vinna með fjölbreytt og skemmtileg verkefni bæði inni og úti efli mál, læsi og félagsfærni barna. Að viðfangsefni sem eru kennd þvert á námsþættina næðu til stærri og fjölbreyttari barnahóps. Þannig má áætla að bókin Lubbi finnur málbein geti verið heppilegt kennsluefni til að vinna með mál og læsi og þannig örva flesta þætti tungumálsins með því að vinna með fjölþætta skynjun (Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir 2011). Otto (2010) segir að. fjölbreyttur lestexti í kennslu auki einnig víðsýni barna og efli alla þætti tungumálsins. Samkvæmt Otto (2011) eru fjölbreyttar 63

66 aðferðir í kennslu ásamt aðlögun þeirra að þroska og getu barna mikilvægar t.d. könnunaraðferð og notkun mynda. Sama má segja um lestrar- og sögustundir sem efla máltöku barna (Papatheodoru og Moyles, 2012). Í þessu þróunarverkefni var notað kennsluefnið Lubbi finnur málbein, kennsluaðferðin Orðaspjall og opnar spurningar í samræðum við börn. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum eflist skilningur barna á eigin námi sem dregur úr hættu á námserfiðleikum (Debruin-Patrecki, 2015). Í sumum tilvikum hafa verkefni þróast þannig að unnið er með könnunaraðferðina. Í gegnum þetta þróunarverkefni þurftu starfsmenn mismikla hjálp en þegar leið á verkefnatímann fór þörf fyrir aðstoð alltaf minnkandi og starfsfólkið varð alltaf meira fært um að vinna sjálfstætt. Hugafar þess breyttist smátt og smátt og áskoranir sem voru fyrst miklar breyttust og urðu yfirstíganlegar. Áhugi barnanna á viðfangsefnunum var mikill og framfarir þeirra einnig sýnilegar. Vitandi að vinna okkar skilaði sér til barnanna á mjög jákvæðan hátt voru helstu verðlaun okkar sem teymis. Auðvitað var þetta ekki auðvelt við þurftum að yfirstíga marga erfiðleika sem höfðu áhrif á okkur, börnin og foreldra. Auka álagi fylgir alltaf meiri streita sem getur vaxið í pirring og vonleysi. Ég lærði að ekkert er stöðugt og engin ein áætlun er fullkomin og það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis eða breyst. Samkvæmt dagbókafærslum mínum upplifðum við starfsfólkið mjög erfiða tíma þegar bæði samstarfsfólk og börn voru veik en einnig þegar miklar breytingar á starfsmannahópnum, urðu í nóvember. Í nóvember 2015 missti ég þrjá starfsmenn sem voru þátttakendur í þróunarverkefninu og þurfti að þjálfa nýtt starfsfólk inn. Það var mikil áfall en ég og ein úr starfsmannahópnum náðum að halda áfram með verkefnið og nýja starfsfólkið var mjög fljótt að finna sig innan hópsins og þróunarverkefnisins. En og aftur kemur í ljós hversu mikilvægt er að vinna sem teymi, deila ábyrgð og verkefnum á milli sín. Í gegnum þróunarverkefnið fékk starfsfólk tækifæri til þróa og vinna að sameiginlegum markmiðum, taka þátt í umræðum og finna sameiginlegar lausnir sem samkvæmt Rodd (2006) krefst góðrar samvinnu og samstarfs. Jafnframt segir Rodd (2006) að góð samskipti séu grunnur að góðu samstarfi og skipta gríðarlegu máli fyrir leikskólastarf. Samvinna næst þegar fólki líður vel, er öruggt og getur treyst öðrum, getur tjáð sig opinberlega og upplifir virðingu sem einstaklingar. Með tímanum lærðum við að ræða allt mögulegt sem tengist deildinni okkar og varðaði sameiginleg markmið, stefnur og lausnir. Við lærðum kurteisi og heiðarleg samskipti okkar á milli en þannig unnum við best bæði sem einstaklingar og hópur. Að geta tala saman og biðja hvor aðra um hjálp var ákveðið ferli sem við þurftum læra að nýta okkur til að samstarf okkar gæti þróast áfram. Í ferli að samvinnu lærðum við að samskipti okkar á milli, samskipti við foreldra, börnin og samfélagið eru afar mikilvæg 64

67 fyrir nám og velgengi barna. Ég lærði að skráningar hjálpa til ígrundunnar, sjálfsskoðunnar og uppbyggingu starfskenninga sinna. Ég skil það betur núna að góður leiðtogi þarf að þekkja samstarfsfólk sitt vel, þekkja viðhorf þeirra og gildi, fordóma og staðalímyndir, vera meðvitaður um utanaðkomandi áhrif á skilning þeirra til að geta sinnt starfi sínu og verið í samskiptum við annað fólk. Rodd (2006) segir að góð forysta náist ef leiðtoginn kann að sýna virðingu, skilning, umburðalyndi og kurteisi í samskiptum, þar á meðal er kunnátta í að hlusta. Með því að halda fundi fékk starfsfólk tækifæri til að tjá sig frjálst, læra um og ræða þroska og nám barna, ígrunda hvernig samþætting námsgreina gekk og finna sameiginlegar lausnir. Einnig var þetta góður tími til sjálfsmats og til að meta starfshætti okkar. Með fleiri fundum efldust umræður um nám barna og áhrif viðfangsefnanna á þroska þeirra og líðan. Við starfsfólkið fórum þegar leið á þróunarverkefnið að tala meira um nám og þroska barna og minna um umönnun og dagleg tal. Ég trúi að góð samvinna þurfi að vera á milli starfsfólks til að markmið eins og þau sem eru í þessu þróunarverkefni náist eins og við á deildinni ætluðum okkur. Jafnframt er áhugi og metnaður starfsfólksins grunnur að góðu starfi með börnum. Mig langaði að samstarfsfólk mitt finndi hjá sjálfu sér vilja og áhuga til að framkvæma þetta verkefni og upplifa hversu gefandi er að vita að börnum gengur vel og þau þroskast og dafna. Mig langaði að starfsfólkið upplifði gildi þess að kenna börnum, skipuleggja, framkvæma og meta sjálft sig. Mig langaði að skapa tækifæri þar sem við ynnum saman sem teymi og finndum sameigilegar lausnir og nálguðumst sameiginleg markmið. Satir (1988) fjallar í bók sinni New people making um almenn samskipti milli fólks og hvað hafa þarf í huga þegar ætlast er til einhvers af öðrum t.d. að fá eða biðja um eitthvað, eða bara vera almennilegur og geta haldið uppi samræðum. Hún bendir á einfaldar leiðir í samskiptum sem leiða til jákvæðra svara frekar en neikvæðra. s.s. að benda fólki á kosti þess að gera eitthvað í stað þess að beita þvingunum (Satir, 1988). Ég tel mjög mikilvægt að fólk finni fyrir áhuga og vilja til að taka þátt í einhverju frekar en að vera þvingað til þess eða neytt. Þegar ég gerði skráningar reyndi ég alltaf hafa í huga að fólk hefur misjafnlega mikinn áhuga á þróunarverkefnum en það vera hluti að einhverju stærra en þú sjálfur ætti að vera einhverskonar ávinningur í sjálfu sér. 65

68 6 Lokaorð Ég er mjög þakklát fyrir allan stuðning og skilning sem ég fékk frá fjölskyldu minni og starfsfólki Heklukots til að framkvæma þetta verkefni. Ég tel mig hafa öðlast meiri þekkingu og nýja reynslu meðal annars í framkvæmd þróunarverkefnis, forystu, málörvun, yngri barna kennslu, kennslu fyrir fjölbreytta barnahópa, samskiptum og samstarfi allra sem koma að leikskólastarfi. Ég fékk að stjórna verkefni, gera skráningar, meta sjálfa mig og samstarfsfélaga mína í starfi, ígrunda starfskenningar mínar og ræða starfskenningar annarra. Ég tel mig hafa lært mjög mikið af því að rýna í fræði um málörvun, læsi, uppbyggingu orðaforða og félagsfærni. Ég æfði mig í og rannsakaði kennsluaðferðir fyrir fjölbreytta barnahópa og kenndi öðrum að kenna. Ég reyndi að veita starfsfólki tækifæri til að taka ábyrgð, skipuleggja og framkvæma verkefni eftir sínu höfði og hrósaði þeim fyrir. Ég skapaði tækifæri fyrir okkur að tala saman, skiptast á hugmyndum og skapa sameiginleg markmið í námi og þroska barna. Með því að framkvæma þetta verkefni tel ég mig hafa lagt mitt af mörkum til lærdómssamfélags Heklukots, hjálpað ófaglærðu starfsfólki að læra með því að framkvæma og skoða sjálft sig með skráningum. Einnig fékk starfsfólkið að taka þátt í að efla námsumhverfi barna með því taka ábyrgð og vinna að sameiginlegum markmiðum sem teymi. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins er hægt að draga þá ályktun að þetta verkefni hafi heppnast vel þar sem bæði börn og starfsfólk sýna árangur, meiri þekkingu, reynslu og áhuga í starfi ásamt því að flestir foreldrar eru ánægðir með verkefni, starfsfólk og deildina í heild. Börnin eru orðin sterkari í námi, þau eru glaðari, áhugasamari, gengur betur í samskiptum og leik, framburður og orðaforði hefur eflst hjá flestum, sama má segja um athygli og úthald. Samskipti og samstarf starfsfólks hefur aukist. Starfsfólk taldi sig vera orðið duglegra að ræða nám og þroska barna, viðfangsefni verkefnisins og framkvæmd. Margt hefur breyst síðan verkefnið fór af stað alveg sama hversu erfiðlega gekk hjá okkur gáfumst við aldrei upp en héldum áfram að vinna sem teymi. Mig langar sérstaklega að nefna að þróunarverkefni sem þetta verður að vinna í teymi og það væri ómögulegt að framkvæma það ein. Ég mun nýta mér þessa þekkingu og reynslu til að skapa enn betri og öruggari vettvang fyrir börn, foreldra og starfsfólk. Ég mun vinna markvisst að því að bæta gæði náms yngri barna, stuðla að þekkingu og áhuga ófaglærðs starfsfólks og alveg örugglega framkvæma slík þróunarverkefni aftur. 66

69 Heimildarskrá Anna Kristín Sigurðardóttir. (2013). Skóli sem lærdómssamfélag. Í Rúnar Sigþórsson, Rósa Eggertsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímansson (ritstjórar), Fagmennska í skólastarfi (bls ). Akureyri: Háskólinn á Akureyri. Árdís Hrönn Jónsdóttir. (2013). Orðaspjall: Að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Reykjanesbær: Leikskólinn Tjarnasel. Beck, L. I., McKeown M. G. og Kucan, L. (2013). Bringing words to life. Robust vocabulary instruction. (2 útgáfa). New York: The Guilford Press. Beck, L. I., McKeown M. G. og Kucan, L. (2008). Creating robust vocabulary: Frequently asked questions and extended examples. New York: The Guilford Press. Bianco, M., Bressoux, P., Doyen, A.L., Lambert, E., Lima, L., Pellenq, C. og fl. (2010). Early training of oral comprehension and phonological skills: Results of a 3 year longitudinal study. Scientific Studies of Reading, 14(3), doi: Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir. (2011). Samþætting námsgreina hefur fleiri kosti en galla. Netla Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 10. febrúar af Cain, K. og Oakhill, J. (2007). Children s comprehension problems in oral and written language: A cognitive perspective. New York: The Guilford Press. 67

70 DeBruin-Parecki, A., Kleeck, A. og Gear, S. (2015). Developing early comprehension: Laying the foundation for reading success. Baltimore: Paul H. Brooks Publishing Co. Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir. (2011). Lubbi finnur málbein: Íslensku málhljóðin sýnd og sungin. Reykjavík: Mál og menning. Guðrún Kristinsdóttir. (1998). Ótroðnar slóðir: Leiðbeiningar um þróunarstarf. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Guðrún Mattíasdóttir. (2012). Traust: Hvernig ávinna nýir skólastjórar sér traust skólasamfélagsins. Lokaverkefni til M.Ed. prófs. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 15. mars af Gunn, B. K., Simmons, D. C. og Kameenui, E.J. (1995). Emergent literacy: Synthesis of the research. Sótt 20. mars af Hagstofa Íslands. Starfsfólk í leikskólum eftir menntun Sótt 20. mars af skolamal 1_leikskolastig 1_lsStarfsfolk/SKO01303.px/ Harlow, A. og Cobb, D. J. (2014). Planting the seed of teacher identity: Nurturing early growth through a collaborative learning community. Australian Journal of Teacher Education, 39(7), Henning, J. E. (2008). The art of discussion-based teaching: Opening up conversations in the classroom. New York: Routledge. Koshy, V. (2010). Action research for improving educational practice: A step by step guide. (2 útgáfa). London: SAGE Publications. 68

71 McMillan, J. H. (2008). Educational research: Fundamentals for the consumer. (5 útgáfa). Boston: Pearson. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá leikskóla. Reykjavík: Höfundur. Munn, P. og Drever, E. (1990). Using questionaires in small-scale research: A teacher s guide. Edinborg: Scottish Council for Research in Education. Myhre, R. (2011). Stefnur og straumar í uppeldissögu (Bjarni Bjarnason þýddi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. (Upphaflega gefin út 1988). Námsmatsstofnun. (e.d.). TRAS skráningarlistinn. Sótt af Nurse, A. D. (2007). The new early years professional: Dilemmas and debates. London og New York: Routledge. Otto, B. (2010). Language development in early childhood. (3. útgáfa). New Jersey: Pearson. Papatheodorou, T. og Moyles, J. (2012). Cross cultural perspectives on early childhood. London: SAGE Publications. Rodd, J. (2006). Leadership in early childhood. (3 útgáfa). Maidenhead: Open University Press. Rúnar Sigþórsson (ritstjóri), Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannesson, Rósa Eggertsdóttir og West, M. (1999). Aukin gæði náms: Skólaþróun í þágu nemenda. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Saracho, S. N. og Spodek, B. (ritstjórar) (2003). Studying teachers in early childhood settings. Connecticut: Information Age Publishing, Inc. 69

72 Satir, V. (1988). The new peoplemaking. California: Science and Behavior Books. Smith, M. og Dickinson, D. (1994). Describing oral language opportunities and environments in Head-Start and other preschool classrooms. Early Childhood Research Quarterly, 9(3-4), Sótt 21. febrúar 2016 af skolamal 1_leikskolastig 1_lsStarfsfolk/SKO01303.px/ Stefán Jökulsson. (2012). Læsi: Grunnþáttur í menntun á öllum skólastigum (Ritröð um grunnþætti menntunar). Reykjavík: Mennta og menningarmálaráðuneytið og námsgagnastofnun. Svava Björg Mörk og Rúnar Sigþórsson. (2011). Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla. Tímarit um menntarannsóknir, 8, Wasik, B. A. (2010). What teachers can do to promote preschoolers vocabulary development: Strategies from an effective language and literacy professional development coaching model. The Reading Teacher, 63(8), Willan, J., Parker-Rees, R. og Savage, J. (2008). Early childhood studies. (2. útgáfa). Exeter: Learning Matters Ltd. Þorgerður Sigþórsdóttir. (2011). Árangur af þróunarstarfi: Rannsókn á tveimur þróunarverkefnum í grunnskólum. Birt M. Ed.-ritgerð. Akureyri: Háskólinn Akureyri, Hug- og félagsvísindadeild. Þóra Másdóttir. (2008). Phonological development and disorders in Icelandicspeaking children. Doktorsritgerð við Newcastle University, Bretlandi. 70

73 Fylgiskjal 1 TRAS Könnun 71

74 Myndaskrá fylgiskjals nr. 1 Mynd 1 Samleikur/félagsfærni Mynd 2 Samleikur/félagsfærni Mynd 3 Samleikur/félagsfærni Mynd 4 Tjáskipti/samskipti Mynd 5 Tjáskipti/samskipti Mynd 6 Tjáskipti/samskipti Mynd 7 Athygli/einbeiting Mynd 8 Athygli/einbeiting Mynd 9 Athygli/einbeiting Mynd 10 Málskilningur Mynd 11 Málskilningur Mynd 12 Málskilningur Mynd 13 Málvitund Mynd 14 Málvitund Mynd 15 Málvitund Mynd 16 Framburður Mynd 17 Framburður Mynd 18 Framburður Mynd 19 Orðaforði Mynd 20 Orðaforði Mynd 21 Orðaforði Mynd 22 Setningamyndun Mynd 23 Setningamyndun Mynd 24 Setningamyndun Mynd 25 Samleikur/félagsfærni Mynd 26 Samleikur/félagsfærni Mynd 27 Samleikur/félagsfærni Mynd 28 Tjáskipti/samskipti Mynd 29 Tjáskipti/samskipti Mynd 30 Tjáskipti/samskipti Mynd 31 Athygli/einbeiting

75 Mynd 32 Athygli/einbeiting Mynd 33 Athygli/einbeiting Mynd 34 Málskilningur Mynd 35 Málskilningur Mynd 36 Málskilningur Mynd 37 Málvitund Mynd 38 Málvitund Mynd 39 Málvitund Mynd 40 Framburður Mynd 41 Framburður Mynd 42 Framburður Mynd 43 Orðaforði Mynd 44 Orðaforði Mynd 45 Orðaforði Mynd 46 Setningamyndun Mynd 47 Setningamyndun Mynd 48 Setningamyndun

76 Samanburður á árgöngum 2013 og 2011 (2ja til 3ja ára) Mynd nr. 1 sýnir að börn í árgangi 2013 hafi meira áhuga á að leika sér við aðra að undanskildu barni nr. 3, en það barn er með mál- og vitsmunaþroskaröskun. Árgangur 2013 nær samalagt 12 stigum en árgangur 2011 nær samanlagt 12,5 stigum. Mynd 1 Samleikur/félagsfærni Mynd nr. 2 sýnir að börn í árgangi 2011 voru sjálfstæðari, hér sker barn nr 3 sig ekki úr hópnum. Árgangur 2012 fær 6 stig en árgangur 2011 fær 12 stig Mynd 2 Samleikur/félagsfærni 74

77 Mynd nr. 3 sýnir að börn í báðum árgöngum sýna jafn mikið frumkvæði að samskiptum fyrir utan barn nr.3. Árgangur 2011 fær 11 stig og árgangur 2011 fær 12 stig. Mynd 3 Samleikur/félagsfærni Mynd nr. 4 sýnir að börnin eru jafn dugleg að láta í ljós þörf fyrir að tjá sig. Árgangur 2013 fær 12 stig, barn nr. 3 talið með og árgangur 2011 líka. Mynd 4 Tjáskipti/samskipti 75

78 Mynd nr. 5 sýnir að börn í báðum árgöngum tjá sig álíka mikið að fyrra bragði fyrir utan barn nr. 3. Árgangur 2013 fær 11,5 stig og árgangur 2011 fær 12,5 stig. Mynd 5 Tjáskipti/samskipti Mynd nr. 6 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að halda uppi samræðum í stutta stund. Árgangur 2013 fær 3 stig og barn nr. 3 sker sig ekki úr hópnum hér en árgangur 2011 fær 8 stig. Mynd 6 Tjáskipti/samskipti 76

79 Mynd nr. 7 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að halda athygli að ákveðnu verkefni. Árgangur 2013 fær 12,5 stig og barn nr. 3 sker sig ekki úr hér, árgangur 2011 fær 13 stig eða fullt hús. Mynd 7 Athygli/einbeiting Mynd nr. 8 sýnir að börn í árgangi 2011 geta haldið sig við verkefni dálitla stund, lengur en börn í árgangi Árgangur 2013 fær 12,5 stig og barn nr, 3 sker sig ekki úr hér, árgangur 2011 fær 13 stig. 77

80 Mynd 8 Athygli/einbeiting 78

81 Mynd nr. 9 sýnir að börn í árgangi 2011 finnst skemmtilegra að láta lesa fyrir sig. Árangur 2013 fær 11,5 stig en barn nr, 3 sýnir erfiðleika hér, árgangur 2011 fær 13 stig. Mynd 9 Athygli/einbeiting Mynd nr. 10 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að benda á algenga hluti. Árgangur 2103 fær 11,5 stig, barn nr. 3 meðtalið og árgangur 2011 fær 13 stig. 79

82 Mynd 10 Málskilningur 80

83 Mynd nr. 11 sýnir að börn í árgangi 2013 eru duglegri að fylgja eftir einföldum fyrirmælum að undaskildu barni nr. 3. Árgangur 2013 fær 12 stig og árgangur 2011 fær 12,5 stig. Mynd 11 Málskilningur Mynd nr. 12 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að finna réttan hlut þegar sagnorð eru notuð í fyrirmælum. Árgangur 2013 fær 10,5 stig, barn nr. 3 sker sig minna úr hér og árgangur 2011 fær 11 stig. Mynd 12 Málskilningur 81

84 Mynd nr. 13 sýnir að börn í árgangi 2013 sýna meiri áhuga á að skoða myndbækur að undanskildu barni nr 3. Árgangur 2013 fær 12 stig og árgangur 12,5 stig. Mynd 13 Málvitund Mynd nr. 14 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að taka þátt í leikjum með rím og stuttar þulur. Árgangur 2013 fær 3,5 stig og sker barn nr. 3 sig ekki úr hópnum hér en árgangur 2011 fær 9,5 stig. Þessi þáttur kemur slakastur út hjá báðum árgöngum. Mynd 14 Málvitund 82

85 Mynd nr. 15 sýnir að börn í báðum árgöngum sýna jafn mikinn áhuga á söngstundum að undanskildu barni nr. 3. Árgangur 2013 fær 11,5 stig og árgangur 2011 fær 12,5 stig. Mynd 15 Málvitund Mynd nr. 16 sýnir að það er auðveldara að skilja börn í árgangi 2013 að undanskildu barni nr. 3. Árgangur 2013 fær 11,5 stig og árgangur 2011 fær 12 stig. Mynd 16 Framburður 83

86 Mynd nr. 17 sýnir að börn í árgangi 2011 eru skýrari í framburði og geta borið fram M, N, P og B. Árgangur 2013 fær 10,5 stig barn nr 3 meðtalið, og árgangur 2011 fær 12,5 stig. Mynd 17 Framburður Mynd nr. 18 sýnir að framburður barna í árgangi 2013 er skýrari fyrir að undaskildu barni nr. 3. Árgangur 2013 fær 11 stig en árgangur 2011 fær 10,5 stig. Mynd 18 Framburður 84

87 Mynd nr. 19 sýnir að börn í árgangi 2013 eru duglegri að nota algeng orð yfir hluti að undanskildu barni nr. 3. Árgangur 2013 fær 11,5 stig og árgangur 2011 fær 12 stig. Mynd 19 Orðaforði 85

88 Mynd nr. 20 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota algeng sagnorð. Árgangur 2013 fær 9,5 stig barn nr. 3 meðtalið en árgangur 2011 fær 11 stig. Mynd 20 Orðaforði 86

89 Mynd nr. 21 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota fornafn þegar þau tala um sjálft sig. Árgangur 2013 fær 6,5 stig, barn nr. 3 meðtalið og árgangur 2011 fær 9 stig. Mynd 21 Orðaforði Mynd nr. 22 sýnir að börn í báðum árgöngum eru jafn dugleg að nota tveggja orða setningar (yrðingar), að undanskildu barni nr. 3. Árgangur 2013 fær og árgangur 2011 fær 11,5 stig. 87

90 Mynd 22 Setningamyndun 88

91 Mynd nr. 23 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að spyrja spurninga. Árgangur 2013 fær 8 stig, barn nr. 3 meðtalið, og árgangur 2011 fær 10.5 stig. Mynd 23 Setningamyndun Mynd nr. 24 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota yrðingar með nei eða ekki. Árgangur 2013 fær 5 stig, barn nr. 3 sker sig minna úr hér, árgangur 2011 fær 11 stig. 1 Notar barnið yrðingar með nei eða ekki? 0, ja til 3 ára ja til 3 ára 2011 (samanb.) Mynd 24 Setningamyndun 89

92 Samanburður á árgöngum 2012 og 2011 (3ja til 4 ára) Mynd nr. 25 sýna að börn ágangi 2011 eru duglegri að fylgja reglum í leik sem fullorðin stýrir. Árgangur 2012 fær 9 stig en árgangur 2011 fær 10 stig. Mynd 25 Samleikur/félagsfærni Mynd nr. 26 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að taka því að aðrir sýni áhuga á því sem þau eru sjálf upptekin af. Árgangur 2012 fær 8 stig og árgangur 2011 fær 10 stig. 90

93 Mynd 26 Samleikur/félagsfærni 91

94 Mynd nr. 27 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að fara eftir leiðbeiningum með að herma eftir öðrum. Árgangur 2012 fær 6,5 stig og árgangur 2011 fær 10 stig. Mynd 27 Samleikur/félagsfærni Mynd nr. 28 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota málið í eðlilegu samhengi við það sem er að gerast. Árgangur 2012 fær 8,5 stig og árgangur 2011 fær 10,5 stig. Mynd 28 Tjáskipti/samskipti 92

95 Mynd nr. 29 sýnir að börn í árgangi 2011 eru dulegri að halda upp í samræðum í dálitla stund. Árgangur 2012 fær 6 stig og árgangur 2011 fær 9 stig. Mynd 29 Tjáskipti/samskipti Mynd nr. 30 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að tjá óskir sínar, tilfinningar og þarfir með orðum. Árgangur 2012 fær 8,5 stig og árgangur 2011 fær 10,5 stig. Mynd 30 Tjáskipti/samskipti 93

96 Mynd nr. 31 sýnir að börn í árgangi 2011 eru dulegri að halda sig við sjálfsvalin verkefni. Árgangur 2012 fær 10 stig og árgangur 2011 fær 11 stig. Mynd 31 Athygli/einbeiting Mynd nr. 32 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að sitja kyrr á sínum stað ef að til þess er ætlast. Árgangur 2012 fær 8 stig og árgangur 2011 fær 10 stig. 1 Getur barnið setið kyrrt á sínum stað ef til þess er ætlast? 0, ja til 4 ára ja til 4 ára 2011 (samanb.) Mynd 32 Athygli/einbeiting 94

97 Mynd nr. 33 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að bíða eftir að röðin komi að þeim án þess að missa athygli. Árgangur 2012 fær 7 stig og árgangur 2011 fær 9,5 stig. Mynd 33 Athygli/einbeiting Mynd nr. 34 sýnir að börn í árgangi 2012 eru duglegri að flokka eftir yfirhugtökum. Árgangur 2012 fær 10 stig en árgangur 2011 fær 9 stig. Tíu stig fyrir börn 2012 og 9 stig fyrir börn Mynd 34 Málskilningur 95

98 Mynd nr. 35 sýnir að börn í árgangi 2011 eru dulegri að skilja setningar sem innihalda forsetningar. Árgangur 2012 fær 9,5 stig og árgangur 2011 fær 10 stig. Mynd 35 Málskilningur Mynd nr. 36 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri í grunnlitunum. Árgangur 2012 fær 9,5 stig og árgangur 2011 fær 10,5 stig. Mynd 36 Málskilningur 96

99 Mynd nr. 37 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að muna rímleiki og söngtexta sem oft er farið með. Árgangur 2012 fær 5,5 stig og árgangur 2011 fær 10 stig. Mynd 37 Málvitund Mynd nr. 38 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að taka þátt í að ríma. Árgangur 2012 fær 6 stig og árgangur 2011 fær 8 stig. Átta stig. Mynd 38 Málvitund 97

100 Mynd nr. 39 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að greina mun á líkum orðum með hjálp mynda. Árgangur 2012 fær 5,5 stig og árgangur 2011 fær 9 stig. Mynd 39 Málvitund Mynd nr. 40 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að bera fram K og G rétt í orðum. Árgangur 2012 fær 10 stig og árgangur 2011 fær 10,5 stig. Mynd 40 Framburður 98

101 Mynd nr. 41 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota S, F og V rétt fremst í orðum. Árgangur 2012 fær 10 stig og árgangur 2011 fær 10,5 stig. Mynd 41 Framburður Mynd nr. 42 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að bera fram öll atkvæði í þriggja atkvæða orðum. Árgangur 2012 fær 10 stig og árgangur 2011 fær 11 stig. Mynd 42 Framburður 99

102 Mynd nr. 43 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota nafnorð í fleirtölu. Árgangur 2012 fær 5,5 stig og árgangur 2011 fær 9 stig. Mynd 43 Orðaforði Mynd nr. 44 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota spurnarorð. Árgangur 2012 fær 7,5 stig og árgangur 2011 fær 10 stig. Mynd 44 Orðaforði 100

103 Mynd nr. 45 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota þátíð sagna. Árgangur 2012 fær 3 stig og árgangur 2011 fær 9,5 stig. Mynd 45 Orðaforði Mynd nr. 46 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að mynda fjögurra orða setningar með réttri orðaröð. Árgangur 2012 fær 7,5 stig og árgangur 2011 fær 9,5 stig. Mynd 46 Setningamyndun 101

104 Mynd nr 47 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að nota forsetningar í setningum. Árgangur 2012 fær 3 stig og árgangur 2011 fær 9 stig. Mynd 47 Setningamyndun Mynd nr. 48 sýnir að börn í árgangi 2011 eru duglegri að tengja saman settningar með og/en. Árgangur 2012 fær 3 stig og árgangur 2011 fær 9 stig Mynd 48 Setningamyndun 102

105 Fylgiskjal 2 Hugmyndabanki 103

106 Efnisyfirlit fylgiskjals 2 Lýsing á verkefnunum Málhljóðið A (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið A (úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið M (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið M (úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið B (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið B (úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið N (Inni)

107 Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið N (úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið D (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið D (Úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið H (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðið H (úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Málhljóðið L (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt

108 Málhljóðið L (Úti) Mál og læsi Sköpun Umhverfismennt Málhljóðin G og F (Inni) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt Málhljóðin G og F (Úti) Mál og læsi Stærðfræði Sköpun Umhverfismennt

109 Lýsing á verkefnunum Í þessum hugmyndabanka er lýst verkefnum sem beinast að máli, læsi og samþættingu námsgreinanna stærðfræði, umhverfismennt og sköpun. Verkefnin eru hönnuð í þeim tilgangi að styrkja fjölbreyttan barnahóp í íslensku með því að vinna markvisst með málörvun í gegnum skemmtileg og fjölbreytt verkefni í námsumhverfi barna bæði inni og úti. Hugmyndabankinn er ríkur af myndum og stuttum lýsingum um hvað unnið er með hverju sinni. Notast var við málörvunaraðferðir tengdar bókinni Lubbi finnur málbein og lestraraðferðinni Orðaspjall. Öll verkefni eru tengd í gegnum sömu viðfangsefni, kennsluaðferðir og hugmyndafræði. Áhersla í öllum verkefnum er á málörvun og læsi þar af leiðandi er einungis fjallað um áhöld og framkvæmd á verkefnum. Unnið er með hverja bókaropnu, lög, sögu og persónur í sögu í bókinni Lubbi finnur málbein eitt eða tvö hljóð í tvær vikur, eina viku inni og eina úti. Með verkefnavinnunni er notaður hlutapoki og myndir úr gullkistunni hans Lubba sem lýst er í kaflanum Framkvæmd. Börnin sem unnið var með í þróunarverkefninu eru ung (2 til 4) því eru flest verkefnin kennarastýrð, en það var passað að elstu börnin í hópnum fengu frelsi til að ráða og stjórna ferðinni eins mikið og hægt var. Í hugmyndabankanum eru áhöld og framkvæmd á verkefnum, bæði inni og úti, með málhljóðunum A a, M m, B b, N n, D d, J j, H h, E e, L l, G g, F f. 107

110 Málhljóðið A (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu A, í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið A spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið A (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á A. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. Stærðfræði Áhöld: Bókin Lubbi finnur málbein. Numicon. Fiskar í mismunandi stærðum, gerðum og litum úr pappakassa. Framkvæmd: Kennari sýnir og spyr börnin um fiskana á bókaropnunni. Síðan er unnið með hugtökin stærri, minni og lítill. Numicon og fiskunum er parað og raðað eftir stærð. 108

111 Sköpun Áhöld: Bókin Lubbi finnur málbein. Pappi, málning og penslar. Svampar í formi andarnefjunnar og andarunga til að stimpla með. Framkvæmd: kennari rifjar upp örsöguna þar sem mikið er talað um vatn og andarnefju. Kennari stýrir umræður að vatninu og hvetur börnin til að mála hafið. Börnin ráða hvernig þau hafa það. Kennari talar um hafið og fiskana á meðan börnin eru að mála. Börnunum er boðið að nota stimpla, mismunandi liti og pensla í allskonar stærðum. Umhverfismennt Áhöld: Fiskarnir í mismunandi stærðum, gerðum og litum úr pappakassa. Skeljar. Bækur þar sem fjallað er um fiska. Framkvæmd: Kennari og börn skoða saman bókaropnuna um A. Andarunginn er að synda á vatninu. Hver á heima í vatninu? Fiskar og andarnefja! Börnin fá að skoða skeljar og fiska. Kennari hjálpar börnum að spinna áfram umræður um lífríki vatns. 109

112 Málhljóðið A (úti) Mál og læsi Áhöld: Skeljar, trjástubbar, trégreinar, skóflur, sandkassi og ipad. Framkvæmd: Hópatíminn byrjar á að allir setjast niður og syngja lagið um hljóðið A. Síðan er farið í sandkassann og búið til A úr greinum, skeljum og trjástubbum. Yngri börn fá að skoða stafinn A á blaði og herma eftir kennurum, eldri geta rifjað upp útlit stafsins A sjálf eða herma eftir eftir kennara. Kennari þarf að vera duglegur að taka myndir af vinnu barnanna. Börnin geta svo rifjað upp hópatímann með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börnin hvenær sem skapast gott tækifæri til að rifja upp. Stærðfræði Áhöld: Krít, steinar, greinar og ýmislegt annað sem er hægt að finna úti í náttúrunni, ásamt ipad. Framkvæmd: Kennari undirbýr hópatímann úti með því að teikna Numiconform á malbiki á leikskólalóðinni. Börnin nota skeljar og ýmislegt annað til að raða á numicon formin og telja. 110

113 Sköpun Áhöld: Sandur, skeljar, trjástubbar, steinar og ýmislegt annað. Framkvæmd: Börnin vinna frjálst. Kennari er til staðar til að hjálpa þeim eftir þörfum. Kennari styður við vinnu barnanna með því að leggja orð á hlutina og hjálpa þeim í samskiptum, hvetja þau að nota orðin. Umhverfismennt Áhöld: Ferskar appelsínur, krít og ipad. Framkvæmd: Farið þar sem er hægt að setjast niður og skoða tré. Börnin fá að skoða, koma við og finna lykt af appelsínum. Kennari skapar umræður um appelsínur, hvar þær vaxa, hvað er hægt að gera með þær, hvernig veður er þar sem þær vaxa o.s.frv. Hægt að rifja upp þessa umræðu þegar börnin fá appelsínur í ávaxtatíma næst. Seinna fá börnin að skoða trén og prófa kríta á trjábörkinn. 111

114 Málhljóðið M (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu M í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið M spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið M (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á M. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. Stærðfræði Áhöld: Numicon, fingramálning og pappi. Framkvæmd: Málað með fingrunum í Numiconformin og mynstrið skoðað. Sköpun Áhöld: Sandur, skeljar, trjástubbar, steinar og ýmislegt annað. 112

115 Framkvæmd: Börnin vinna frjálst. Kennari er til staðar til að hjálpa þeim eftir þörfum. Kennari styður við vinnu barnanna með því að leggja orð á hlutina og hjálpa þeim í samskiptum, hvetja þau að nota orðin. Umhverfismennt Áhöld: Myndir af því sem kemur fram á bókaropnunni í Lubba, það sem finnst í náttúrunni og byrjar á M, mold og ipad. Framkvæmd: Kennari og börn skoða myndir og tala um það sem er á myndunum áður en farið er út. Dæmi um myndir af maurum, músum, fuglum sem hafa stafinn M. Kennari býður börnunum mold inni og fá þau að rannsaka moldina. Kennari leiðir umræður og spyr hvað þeim finnst um hana, er hún heit eða köld, hvernig er hún á litinn? Hvaðan kemur moldin? 113

116 Málhljóðið M (úti) Mál og læsi Áhöld: Spjald með M laginu og bingóspjald með myndum af hlutum sem byrjar á M og finnast úti í náttúrunni og ipad. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðið M. Síðan er farið að skoða nærumhverfið og leita að hlutum sem byrja á M. Kennari hefur til hliðsjónar bingóspjald með myndum af því sem finnst úti. Kennari tekur tillit til aldurs barnahópsins og veitir aðstoð eftir þörfum. Orðin og hlutirnir eru rædd á leiðinni. Börnin fá að taka myndir af því sem þau finna. Hópatíminn er rifjaður upp með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn hvenær sem hægt er. Stærðfræði Áhöld: Steinar, greinar, lok af plastflöskum, ísspýtur og annar endurnýtanlegur efniviður. Framkvæmd: Börnin safna, rannsaka og telja hluti sem þau finna úti. Síðan hlutunum er raðað í munstur. Börnin æfa sig að raða hlutunum eftir hugtökunum minni, stærri og meðalstórt. Einnig flokka börnin hlutina eftir tegund og setja saman eftir ákveðinni tölu. 114

117 Sköpun Áhöld: Skeljar, trjástubbar, trjágreinar, steinar, ísspýtur og ýmislegt fleira. Framkvæmd: Unnið með endurnýtanlegan efnivið, búin til mynstur og mandölur. Talað um það hvað er mynstur, hvað er mandala og hvernig við getum búið til ólík mynstur úti. Kennari og börn leita að mynstri úti í náttúrunni og taka myndir af því. Umhverfismennt Áhöld: Plastpoki, stækkunargler og ipad. Framkvæmd: Börn og kennari leita að ánamöðkum og maurum. Skordýr eru rannsökuð og sleppt út í náttúruna aftur. Teknar eru myndir af öllu sem börnum finnst mikilvægt. 115

118 Málhljóðið B (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu B í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið B spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið B (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á B. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. Stærðfræði Áhöld: Bingó. Framkvæmd: Börnin læra að fara eftir spilareglunum og gera til skiptis. Kennari einfaldar spilareglur eftir þroska og getu barna. 116

119 Sköpun Áhöld: Málning, sápa, skálar og vatn. Framkvæmd: Kennari býr til sápuvatn og börnin velja sér liti til að blanda í. Síðan er blásið í vatnið til að búa til sápukúlur, svo er hvítt blað lagt yfir skálina og þá er listaverk tilbúið. Umhverfismennt Áhöld: Sápukúlur, rabarbari, myndir af því sem byrja á B á bókaropnunni í Lubba og úti í náttúrunni. Dæmi blóm, biðukollur o.s.frv. Kennari og börn skoða plöntubækur. Framkvæmd: Hópatími byrja með því að blása sápukúlur inni og sjá hvernig þær svífa um. Kennari og börn skoða og smakka rabarbari. Einnig er spjallað saman um biðukollur og fleiri blóm í bókinni. Umræðan þróast út frá þroska og getu barna (t.d. hvað þarf til að blómin lifi, hvernig eru þau á litinn, hvar og hvenær vex blómin? Af hverju eru til blóm? O.s.frv. 117

120 Málhljóðið B (úti) Mál og læsi Áhöld: Spjald með B laginu og bingóspjald með myndum af hlutum sem byrjar á B og finnast úti í náttúrunni og ipad. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðið B. Síðan er farið að skoða nærumhverfið og leita að hlutum sem byrja á B. Kennari hefur til hliðsjónar bingópjald með myndum af því sem finnst úti. Kennari tekur tillit til aldurs barnahópsins og veitir aðstoð eftir þörfum. Orðin og hlutirnir eru rædd á leiðinni. Börnin fá að taka myndir af því sem þau finna. Hópatíminn er rifjaður upp með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn hvenær sem hægt er. Stærðfræði Áhöld: ipad. Framkvæmd: Farið er í göngutúr til að finna, skoða og rannsaka birkitré. Kennari og börn ræða á leiðinni hugtökin: mjótt, feitt, hátt, lágt, þykkt og þunnt. Börnin fá að taka myndir af því sem þeim finnst merkilegt. 118

121 Sköpun Áhöld: Garn, þykkt blað (pappi), blýantur og ipad. Framkvæmd: Farið er í göngutúr til að finna, skoða og rannsaka birkitré. Börnin fá að merkja tré sem þau velja með því að binda lítinn spotta á trjágrein. Börnin teiknuðu sín tré á blað hjá kennara, ásamt því að telja fjölda birkitrjáa. Kennari kynnir fyrir börnunum hugtökin: mjótt, feitt, hátt, lágt, þykkt og þunnt. Börnin fá að taka myndir á því sem þeim finnst merkilegt. Umhverfismennt Áhöld: Þykkt blað, blýantur og plöntubók. Framkvæmd: Farið er í göngutúr til að rannsaka nærumhverfi sitt. Kennari og börn skoða hvaða tré og plöntur finnast úti á þessum árstíma og fundin heiti þeirra í plöntubókinni. Kennari skráir á blað hvaða tré fundust. Þeir sem vilja fá að blása sápukúlur úti þegar komið er aftur á leikskólann. 119

122 Málhljóðið N (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu N í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið N spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið N (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á N. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. Í lok hópatímans er farið samstæðuspil (notaðar myndir af hlutunum sem byrja á N). Stærðfræði Áhöld: Numicon, tölur og stórar perlur. Framkvæmd: Börnin skoða, telja og raða Numicon eftir stærðum og litum. Notaðar tölur og stórar perlur til að fylla í Numicon holurnar. 120

123 Sköpun Áhöld: Numicon, tvöfalt sett. Framkvæmd: Börnin raða saman Numiconformunum til að búa til mynd af einhverju. Yngstu börnin fá að nota skapalon (tilbúin mynd til að leggja Numiconformin á). Umhverfismennt Áhöld: Nammibréf, klósettrúllur, lím og skæri. Framkvæmd: Börnin fá að skoða og velja sér nammibréf og búa til kíkir. Börnin skoða umhverfi sitt í gegnum kíkinn og segja frá hvernig hlutirnir eru á litinn. Kennari hjálpar börnunum með að muna heiti og liti hlutanna rétt. 121

124 Málhljóðið N (úti) Mál og læsi Áhöld: Spjald með N laginu og bingóspjald með myndum af hlutum sem byrjar á N og finnast úti í náttúrunni og ipad. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðið N. Síðan er farið að skoða nærumhverfið og leita að hlutum sem byrja á N. Kennari hefur til hliðsjónar bingópjald með myndum af því sem finnst úti. Kennari tekur tillit til aldurs barnahópsins og veitir aðstoð eftir þörfum. Orðin og hlutirnir eru rædd á leiðinni. Börnin fá að taka myndir af því sem þau finna. Hópatíminn er rifjaður upp með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn hvenær sem hægt er. Stærðfræði Áhold: Tölustafir úr frauðplasti og ipad. Framkvæmd: Farið er yfir tölustafina. Þeim er raðað í rétta röð og börnin eru hvött til þess að finna og koma með eins marga hluti og tölustafirnir eru. Börnin spora eftir frauðstöfunum og reyna svo búa þau til úr steinum. Eldri geta sporað fríhendis en yngri börn fá skapalon til þess að raða ofan á. 122

125 Sköpun Áhold: Spýtur, naglar og hamar. Framkvæmd: Börnin fá að smíða með alvöru nöglum og hamri. Kennari hjálpar börnum eftir þroska og getu, börn og kennari syngja lagið Ég negli og saga á meðan. Umhverfismennt Áhöld: ipad. Framkvæmd: Kennari og börn fara í göngutúr um þorpið til að ræða hvað er náttúra og nærumhverfi okkar, þau taka haustmyndir af þorpinu. Hugmyndin er að fylgjast með árstíðanum og bera svo saman hvernig umhverfi okkar líta út á haustin, vetur og vor. 123

126 Málhljóðið D (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu D í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið D spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið D (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á D. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. 124

127 Stærðfræði Áhöld: Mismunandi form úr lituðum kartonpappa; stjörnur, þríhyrningur, hringur, ferhyrningur o.s.frv. Drekabangsi. Framkvæmd: Börnin skoða ræða og para formin eftir lögun og lit. Kennari og börn skoða, ræða og teikna dreka. Telja tennur, augu, fætur, spor o.s.frv. Sköpun Áhöld: Hveiti, vatn, salt og matarolía til að gera trölladeig. Kennarar finna sér uppskrift á netinu. Framkvæmd: Börnin fengu að skammta og vigta hráefni í trölladeig. Þá spratt upp hugmynd um að búa til hundabein fyrir Lubba. Yngstu börnin fengu að lita trölladeig með matarlitum og skoða útkomuna. Trölladeigið var svo bakað og fengu krakkarnir að koma í eldhúsið til að fylgjast með. 125

128 Umhverfismennt Áhöld: Allskonar heimilisdrasl sett í poka. Dæmi: plastflöskur, mjólkurfernur, pokar, fréttabréf, dósir og fleira. Plastflöskur og glær skál. Framhald: Börnin fengu að gramsa í draslinu og ræða við kennarann sinn um hvaðan drasl kemur, hvert á drasl að fara og hvað er hægt að endurvinna. Skoðað var myndband um endurvinnslu plastflaskna á netinu. Einnig fengu börnin að búa til rigningu með plastflösku sem þau héldu yfir plastboxi og hlusta á dropana detta niður. 126

129 Málhljóðið D (Úti) Mál og læsi Áhöld: Spjald með D laginu og bingóspjald með myndum af hlutum sem byrjar á D og finnast úti í náttúrunni og ipad. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðið D. Síðan er farið að skoða nærumhverfið og leita að hlutum sem byrja á D. Kennari hefur til hliðsjónar bingó pjald með myndum af því sem finnst úti. Kennari tekur tillit til aldurs barnahópsins og veitir aðstoð eftir þörfum. Orðin og hlutirnir eru rædd á leiðinni. Börnin fá að taka myndir af því sem þau finna. Hópatíminn er rifjaður upp með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn hvenær sem hægt er. Stærðfræði Áhold: Vasaljós, plastfilmur úr nammibréfum (fjölbreyttir litir) til að setja yfir vasaljósið. Gúmmíteygjur til að festa nammibréfin á vasaljósið. Framkvæmd: Farið út tiltölulega snemma til að njóta myrkursins sem best. Kennari hjálpar börnum að skipta um nammibréfin á vasaljósunum. Börnin skoða og rannsaka hvaða litur þeim finnst flottastur og hvað þeir heita. 127

130 Sköpun Áhöld: kartonpappi, málning, sex spreybrúsar og kerti til að teikna með á pappann. Framkvæmd: Kennari teiknar D bæði stóran og lítinn staf á kartonpappann, þá er pappinn festur á girðinguna eða í okkar tilviki kofann sem er í garðinum og börnin fengu að spreyja á pappann vatni úr brúsanum með mismunandi litum. Eftir að pappinn er orðin blautur birtast stafirnir Dd. Umhverfismennt Áhöld: Plastflöskur og dósir sem börnin komu með að heiman og ipad. Framkvæmd: Kennari og börn fara í vettvangsferð í endurvinnsluna á Hellu. Börnin fengu að skoða hvert flöskur og dósir fara og fræðast um ýmislegt tengt endurvinnslu og flokkun hjá starfsmanni endurvinnslunnar. Á leiðinni í endurvinnsluna týndum við allskonar drasl sem við fundum út á götu og ræddum um það hvert drasl á að fara og afhverju á ekki að henda því út á götu. 128

131 Málhljóðið H (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu H í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið H spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið H (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á H. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. Í lok hópatímans var spilað samstæðuspil þar sem börnin pöruðu saman myndir með samsettum orðum sem byrja á H. Börnin skoðuðu myndir af húsum sínum sem foreldar barnanna sendu kennurum í tölvupósti. 129

132 Stærðfræði Áhöld: Húsin sem börnin bjuggu til í sköpun og gatnakort af Hellu, þar sem merktar eru inn götuheiti þar sem börnin búa. Framkvæmd: Börn og kennari skoða götuheiti, húsnúmer og raða þeim á veggmynd. Kennari hjálpar börnunum að telja hve margir búa í húsinu og hvað allir í fjölskyldunni heita. Sköpun Áhöld: Mjólkufernur, pappír, skæri, lím, málning, penslar og ipad. Framkvæmd: Hvert barn fær mjólkufernu til að mála og búa til sitt hús. Talað er um mismunandi liti, form og lögun húsanna, glugga, innréttingar og herbergi. Í lok hópatímans bjuggu börnin og kennari til veggspjald til að skrifa niður götuheiti og merkja húsnúmer hjá hverju barni. 130

133 Umhverfismennt Áhöld: Myndir af húsum frá foreldrum barnanna. Framkvæmd: Skoðuð eru götuheiti, húsnúmer, fólkið sem býr í húsunum, hvað allir heita og hvernig er hægt að komast heim. Málhljóðið H (úti) Mál og læsi Áhöld: Spjöld með H laginu og bingóspjald með myndum af hlutum sem byrjar á H og finnast úti í náttúrunni og ipad. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðið H. Síðan er farið að skoða nærumhverfið og leita að hlutum sem byrja á H. Kennari hefur til hliðsjónar bingópjald með myndum af því sem finnst úti. Kennari tekur tillit til aldurs barnahópsins og veitir aðstoð eftir þörfum. Orðin og hlutirnir eru rædd á leiðinni. Börnin fá að taka myndir af því sem þau finna. 131

134 Hópatíminn er rifjaður upp með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn hvenær sem hægt er. Stærðfræði Áhöld: ipad. Framkvæmd: Kennari og börn fara í göngutúr um þorpið og skoða, lögun húsa, glugga, hurða og margt fleira. Einnig skoðuðum við götuheiti, á hvaða stafi þau byrja og hvaða númer stóð á húsunum. Sköpun Áhöld: Spreybrúsar með rauðri málningu, snjór, fjörusandur og skóflur. Framkvæmd: Börn og kennarar fóru í göngutúr til að finna góðan rólegan stað í þorpinu þar sem sést í eldfjallið Heklu til að búa það til úr snjó og litum ásamt því að ræða um fjallið. Kennari sýnir börnum hvað hægt er að gera, verkefni þróast út frá þroska og getu barna. 132

135 Málhljóðið L (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu L í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið L spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið L (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á L. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sjá í kaflanum Framkvæmd. Í lok hópatímans var spilað samstæðuspil þar sem börnin pöruðu saman myndir með samsettum orðum sem byrja á L. 133

136 Stærðfræði Áhöld: Trélestar og teinar, ipad. Framkvæmd: Börn og kennari búa til lestrabrautir fyrir lestarnar. Börn og kennari telja lestarnar og raða þeim, Ræða saman um hugtök eins og: framan á, aftan á, undir og ofan á, lengri og styttri. Börnin leika sér með lestarnar og æfa sig í að vinna saman sem hópur og gera til skiptis Sköpun Áhöld: Kennari þarf að búa til skapalon fyrir ljónagrímur, kartonpappi, skæri, málning, ull, teygjuband og ipad. Framkvæmd: Börnin fengu að búa til ljónagrímur (kennari undirbjó skapalon). Börn og kennari tala um hvernig ljón líta út og hvar þau búa. Verkefninu er lokið með því að fara í söguleikinn Ljónaveiðar (lag með táknum og hreyfingum). 134

137 Umhverfismennt Áhöld: Myndir af íslenskum lömbum, bókin Húsdýrin, ipad. Framkvæmd: Börn og kennari skoða og ræða um lömb. Hvar þau eiga heima, hvað þau borða, hvernig þau eru og hvað við mannfólkið gerum við þau, tilhvers notum við ullina. Málhljóðið L (Úti) Mál og læsi Áhöld: Spjöld með L laginu og bingóspjald með myndum af hlutum sem byrjar á L og finnast úti í náttúrunni og ipad. hvenær sem hægt er. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðið L. Síðan er farið að skoða nærumhverfið og leita að hlutum sem byrja á L. Kennari hefur til hliðsjónar bingópjald með myndum af því sem finnst úti. Kennari tekur tillit til aldurs barnahópsins og veitir aðstoð eftir þörfum. Orðin og hlutirnir eru rædd á leiðinni. Börnin fá að taka myndir af því sem þau finna. Hópatíminn er rifjaður upp með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn 135

138 Sköpun Áhöld: ipad. Framkvæmd: Kennari og börn (eldri börnin 3-4 ára) fara í göngutúr að sveitabæ. Þar skoðuðu þau húsdýrin og rætt var af hverju dýr verða loðin yfir vetratímann og hvaða dýr þá. Yngri börnin skoðuðu hunda og ketti sem þau sáu í kringum leikskólann. Umhverfismennt Áhöld: ipad. Framkvæmd: Í þessari viku kíkti lögregluþjónn við hjá okkur og við fengum að skoða og setjast í lögreglubílinn. Börnin fengu að ræða við lögregluþjóninn hvað hann gerir og til hvers sírenan er notuð. 136

139 Málhljóðin G og F (Inni) Mál og læsi Áhöld: Bangsi sem líkist Lubba, bókin Lubbi finnur málbein, hlutapoki, myndir með orðunum úr gullkistunni hans Lubba sem tengjast hljóðinu G og F í Lubbi finnur málbein, ipod (til að hlusta á lög) og ipad til að safna gögnum. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að heilsa upp á Lubba bangsann. Næst er lagið um málhljóðið G og F spilað af ipod, fyrst syngja börnin með en svo er sungið án tónlistar. Kennari og börn gera táknin með. Lesin er sagan um hljóðið G og F (fyrir yngstu börnin 2 ára er mikilvægt að einfalda eða spinna söguna eftir þroska þeirra og getu), talað er um öll nýju orðin í sögunni og athygli barnanna vakin á þeim orðum sem byrja á G og F. Mikilvægt er að endurtaka orðin aftur og aftur, nota myndir af þeim, hvetja börnin til að herma eftir og klappa atkvæði. Notaður er hlutapoki, notkun fer eftir aldri sja i kaflanum Framkvæmd. Í lok hópatímans var farið veiðimann, þar sem allir áttu að safna fjórum orðum sem byrja á G og F. Stærðfræði Áhöld: Tréfiskar með segli og veiðistangir. Numicon. Framkvæmd: Börnin fengu að veiða, para og flokka fiskana eftir litum og bera þá saman við Numicon til að skilja betur fjölda. 137

140 Sköpun Áhöld: Blöð og litir, kennari býr til fiðrilda-skapalon, skæri, málning, penslar og ipad. Framkvæmd: Börnin fengu að velja og lita mismunandi myndir sem byrja á G og F. Þau æfðu sig með skæri og klipptu fiðrildi (þeir sem gátu) og ákváðu lit sinna fiðrilda. Umhverfismennt Áhöld: Bækurnar Íslenskar plöntur og Ræktum sjálf, ásamt ipad. Framkvæmd: Börn og kennari skoðuðu og ræddu um hvaða hvaða grænmeti og blómaheiti byrja á G og F. Kennari hvatti börnin til að tjá sig um þau blómaheiti og grænmeti sem börnin þekktu eða finnst gott. Í lok tímans fengu börnin að smakka gulrót, gúrku og gráfíkjur. Málhljóðin G og F (Úti) Mál og læsi Áhöld: Spjöld með G og F lög og hlutum sem byrjar á G og F og finnast úti í náttúrunni. Framkvæmd: Hópatími byrjar með því að setjast niður og syngja lagið um hljóðin G og F. Síðan er farið að skoða nærumhverfi og leita af hlutum sem byrja á G of F. Kennari hefur til hliðsjónar myndspjald af hlutum sem er hægt að finnna úti. Börnin fá aðstoð eftir aldri. Orðin og hlutirnir eru ræddir í leiðinni. Börnin fá að taka myndir á því sem þau finna. Hópatímanum er endurkallað með því að skoða myndir. Myndirnar eru aðgengilegar fyrir börn hvenær sem hægt er. 138

141 Stærðfræði Áhöld: Myndir af mismunandi formum (Þríhyrningar, stjörnur, hringir o.s.frv.) Framkvæmd: Farið í göngutúr til að finna og skoða form úti í náttúruni og nærumhverfinu. Göngutúr endar með leikskólalóðina þar sem börn fá að skoða dót sem þau eru von að leika með og reyna að þekkja formin sem kennari var að tala um. Sköpun Áhöld: ipad. Fuglafóður sem börnin bjuggu til í vikunni. Framkvæmd: Börnin og kennari fara út í göngutúr til að setja upp í tré fuglafóður. Börnin og kennari rannska og skoða tréin í nærumhverfinu og ákveða saman hvar er best að setja fuglafóðrið. Umhverfismennt Áhöld: Bókin Fuglar. ipad. 139

142 Framkvæmd: Farið í göngutúr niður að á til að skoða fugla. Börnin og kennarar ræða um fuglana sem þau finna úti. Skoða upplýsingar í bókinni. 140

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Skólanámskrá Álfasteins

Skólanámskrá Álfasteins Skólanámskrá Álfasteins + 1 Efnisyfirlit Formáli... 4 1 Inngangur... 5 2 Leikskólinn Álfasteinn... 6 2. 1 Starfsfólk leikskóla... 6 2. 2 Hlutverk leikskólastjóra... 6 2. 3 Hlutverk leikskólakennara og

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Þróunarverkefni í leikskólanum Hæðarbóli veturinn 2015 2016 Höfundur: Hjördís Braga Sigurðardóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Markmið verkefnisins...

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður. Nanna Marteinsdóttir

Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður. Nanna Marteinsdóttir Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður Nanna Marteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Samverustundir í leikskóla Lestur, sögur og samræður Nanna Marteinsdóttir

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fleiri tungumál, fleiri möguleikar Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar um hvernig við sem leikskólakennarar getum unnið með tvítyngdum börnum í leikskóla Linda Marie

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Upplifun starfsmanna leikskóla á notkun K-PALS aðferða til að þjálfa byrjandi lestrarfærni hjá fimm og sex ára leikskólabörnum Kristín Helga Guðjónsdóttir Lokaverkefni

More information

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Eigindleg rannsókn vegna eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og leiðbeiningarhefti fyrir þau Sumar 2018 Nr: 185746-0091 Nemendur: Fatou

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Umhverfi - Umhyggja 2

Umhverfi - Umhyggja 2 Skólanámskrá Umhverfi - Umhyggja 2 Efnisyfirlit Yfirstjórn leikskólans... 5 Ráðgjafaaðili leikskólans... 5 Grundvöllur leikskólans... 5 Lög um leikskóla... 5 Aðalnámskrá leikskóla... 5 Leikskólinn Undraland...

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Soffía Þorsteinsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri 1 Efnisyfirlit Útdráttur...3 Inngangur...4

More information

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 38.-59. Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Svava Björg Mörk leikskólanum Bjarma í

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Læsi í leikskóla. Þróunarstarf í Leikskólanum Flúðum á Akureyri Halldóra Haraldsdóttir

Læsi í leikskóla. Þróunarstarf í Leikskólanum Flúðum á Akureyri Halldóra Haraldsdóttir SKÓLAÞRÓUNARSVIÐ KENNARADEILDAR HA Þingvallastræti 23, 600 Akureyri Læsi í leikskóla Þróunarstarf í Leikskólanum Flúðum á Akureyri 2006 2007 Halldóra Haraldsdóttir Október 2007 Þróunarstarf í Leikskólanum

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sólgarður 2015 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Guðmundína Arndís Haraldsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Allt sem

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 21. árgangur 1. hefti 2012 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UNIVERSITY OF ICELAND, SCHOOL OF EDUCATION and UNIVERSITY OF AKUREYRI Leiðbeiningar fyrir höfunda og ritrýna

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir Færni til framtíðar Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð Sabína Steinunn Halldórsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Færni til framtíðar

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Anna Rós Lárusdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Þróunarstarf í Álftanesskóla 2006 2007 Lokaskýrsla 1 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Aðdragandi... 4 Markmið og stefna skólans fjölbreytni í námsmati...

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Kolbrún Þ. Pálsdóttir Þátttökurannsókn á tómstundastarfi

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Endurnýting í textílkennslu

Endurnýting í textílkennslu Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Endurnýting í textílkennslu - raunhæfur möguleiki eða draumórar - Gunnhildur Stefánsdóttir 070678-3819 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Þróunarverkefnið SÍSL

Þróunarverkefnið SÍSL Háskóli Íslands Menntavísindasvið Vormisseri 2010 Þróunarstarf og mat Hópverkefni Þróunarverkefnið SÍSL Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir Aðalheiður Diego Guðrún Guðmundsdóttir Kennarar: Anna Kristín

More information