Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Size: px
Start display at page:

Download "Netla Veftímarit um uppeldi og menntun"

Transcription

1 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir sínar um starf sitt, segir frá því hvaðan þær eru upprunnar og lýsir sýn sinni um góðan skóla. Höfundur er kennslustjóri við Menntaskólann við Sund og hefur verið þar íslenskukennari um árabil. My professional theory of practice: School is a learning community based on equality, respect, responsibility and compassion Here the author recites her ideas about her work as a teacher, explains where they come from and describes her vision of a good school. The author is teaching manager at a secondary school in Reykjavik, Menntaskolinn vid Sund, and has been a teacher in Icelandic at the same institute for many years. Starfskenning er safn hugmynda sem við byggjum starf okkar á. Hún hjálpar okkur að halda vöku okkar og forðar okkur skólafólki frá að gleyma að við völdum okkur kennslu og skólastjórnun til að koma góðu til leiðar. Hafdís Ingvarsdóttir (2004) notar hugtakið starfskenning um persónulegar kenningar kennara um starf sitt (bls. 39). Hér á eftir fer starfskenning mín sem stjórnanda í framhaldsskóla, byggð á verkefni sem ég vann í stjórnendanámi mínu við San Diego-háskóla vorið 2007 en endurskoðuð í ljósi reynslunnar og nýrra hugmynda. Starfskenningu mína birti ég sem innlegg í umræðu um starf skólastjórnenda og kennara en einnig er það von mín að hún geti orðið skólafólki hvatning til að skrá starfskenningu sína. Svo lengi lærir sem lifir. Ungbörn læra að brosa og ganga, börn að lesa og skrifa, fullorðnir læra ný tungumál, nýja færni og nýjar vinnuaðferðir. Menntun á rætur í reynslu hvers og eins og menntun og reynsla skipta sköpum í þroska sérhvers manns. Tilgangur skólans er að auðvelda nám og tryggja að allir þegnar samfélagsins öðlist trausta menntun. Brýnt er að hjálpa nemendum að skilja mikilvægi menntunar og vinna að því að þeir/ þær 1 fái notið námsins. Ég hef trú á því dýrmæta hlutverki skólans að kenna nemendum að virða aðra og sýna þeim umhyggju og efla og viðhalda jafnrétti. Samkennd með öðrum á að vera einn af hornsteinum skólans. 1 Þegar ég vísa til einstaklinga eða hópa sem í samhenginu geta verið bæði karlar og konur nota ég bæði karlkyns- og kvenkynsmyndir orða. 1

2 Heimspeki menntunar Amma mín og mamma höfðu báðar trú á menntun og skólagöngu. Mér er minnisstætt að amma gaf mér tíu króna seðil þegar ég lauk níu ára bekk. Þetta var mikill fjársjóður á tímum þegar kúlubrjóstsykur kostaði 10 aura og í huga mér undirstrikar þessi gjöf ömmu trú hennar á skólagöngu. Bæði amma og mamma trúðu því að menntun væri undirstaðan í samfélagi jafnréttis og réttlætis. Skólinn er miðstöð menntunar þar sem nemendur eiga að fá tækifæri til að öðlast skilning og færni til að blómsta sem einstaklingar. Skólinn á að endurspegla menningu umhverfisins en einnig að leggja áherslu á víðsýni og kenna virðingu fyrir annarri menningu. Ég sé fyrir mér skóla sem eflir samvinnu milli allra í skólasamfélaginu en dregur úr samkeppni því aðeins með samstarfi getur okkur mönnunum tekist að halda við gæðum jarðar (Suarez-Orozco og Sattin, 2007). Að mínum dómi ætti menntun að hafa að markmiði að skapa samkennd og virðingu fyrir öllum mannverum í hugum nemenda. Hlutverk skólans er að stuðla að jafnrétti í kennslustofunni og í skólasamfélaginu og skapa þannig fyrirmynd að jafnréttissamfélagi. Umhyggja og samkennd í garð nemenda og skólasamfélagsins á að vera ein af grunnstoðum skólans. Heimspeki stjórnandans Sem unglingur naut ég þess að fara í sveit á sumrin. Bóndinn ræddi við mig um hvenær og hvernig við skyldum sinna ýmsum verkum. Hann sýndi mér virðingu með því að ráðgast við mig um verkefnin sem fyrir lágu og skapaði þannig áhuga og vilja hjá mér til að sinna vinnunni. Þessi reynsla skapaði með mér grunn að heimspeki stjórnandans sem felst í samráði við starfsfólk. Starfsfólk þarf að finna að því sé treyst og það virt að verðleikum. Því ættu stjórnendur að forðast að vinna verk sín í einangrun en dreifa verkefnum og völdum og muna að hrósa fólki. Brýnt er að stjórnendur hlusti á samstarfsfólk sitt og leiti einnig leiða til að styrkja það og efla í starfi. Stjórnendur verða að hafa skýra skólasýn og fylgja henni eftir bæði með orðum og gerðum. Rík sjálfsþekking er forsenda þess að stjórnendur geti sýnt öðrum virðingu og hvatt fólk til að gera sitt besta. Í bók sinni The courage to teach (1998) hugleiðir Parker J. Palmer sjálfsþekkingu og ótta einstaklinga við að mistakast. Hann leggur áherslu á að stjórnendur verði að þekkja bæði styrk sinn og veikleika og ekki vera hræddir/hræddar við að sýna að þeir/þær eigi sér veikar hliðar. Áhrifarík leið til að auka sjálfsþekkingu og þar með að bæta starfsaðferðir sínar er regluleg ígrundun (McIntosh, 2010). Ígrundun byggist á nokkrum grunnatriðum þar sem eitt hið mikilvægasta er íhugun, að staldra við, tæma hugann og leita inn á við. Að ígrunda felur einnig í sér að grafast við fyrir um gerðir sínar og hugsanir ásamt því að skoða og endurskoða dagleg störf á gagnrýninn en jafnframt uppbyggilegan hátt. Ég sé fyrir mér skóla þar sem ígrundun tilheyrir daglegu skólastarfi. Nemendasýn Það er mikilvægt að virkja áhuga nemenda og hjálpa þeim að hafa trú á sjálfum sér. Því óska ég þeim að fá kennara sem hrósa þeim og hvetja en gera jafnframt kröfur til þeirra. Kennarar verða að leiðbeina nemendum til að horfast í augu við ábyrgð sína og fá þá/þær til að skilja og meta mikilvægi menntunar. Í bókinni Join the club: How peer pressure can transform the world (2011) fjallar Tina Rosenberg meðal annars um jafningjahópa og þau áhrif sem þeir geta haft á viðhorf fólks og ég tel að skólinn geti nýtt sér hugmyndir Rosenberg til að virkja nemendur í mótun skólastarfsins. Jafningjahópar þar sem nemendur með slaka mætingu deila reynslu sinni og hjálpast að gætu til að mynda stuðlað að bættri mætingu. Ég sé fyrir mér skóla þar sem nemendur eru skapandi í námi sínu og þora að taka áhættu en fá ekki skammir fyrir mistök. Ég sé fyrir mér námssamfélag sem þar sem samkennd og fjölbreytileiki fær notið sín og gleði ríkir yfir menntuninni. 2

3 Starfskenning mín: Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti, virðingu, ábyrgð og samkennd. Skólastjórinn minn í barna- og gagnfræðaskóla hafði trú á samkomum á sal og hélt oft langar ræður þar sem hann ræddi um siðfræði, aga, trú og velferð. Stundum kallaði hann okkur á sal einungis til að standa þögul og ígrunda daginn eða vikuna. Hann sýndi okkur alltaf að við ættum skilið það besta og kom fram við okkur eins og málsmetandi einstaklinga. Nú skil ég að skólastjórinn var með þessum samkomum að ala með okkur nemendum vissu um að skólinn okkar treysti því að við legðum okkur fram og værum tilbúin til að axla samfélagslega ábyrgð. Ég sé fyrir mér skóla þar sem nemendur læra að bera ábyrgð á gerðum sínum og skilja að þeir/þær eru hluti af samfélagi sem treystir þeim til að hegða sér af heiðarleika og réttsýni. Kennarasýn Fyrsti kennarinn minn byggði upp sterka og jákvæða sjálfsmynd meðal nemenda sinna. Með því að sýna umhyggju, stuðning og hvatningu til að gera betur hjálpaði hún mér til að trúa á sjálfa mig. Hún var áhugasöm og hæfileikarík kennslukona. Þegar ég hugsa til baka til hennar og annarra kennara sem hafa kennt mér sé ég að þau, sem voru afburðagóð, báru umhyggju fyrir nemendum, hrósuðu bekknum og einstaklingum og sýndu nemendum traust og virðingu. Þau ætluðust einnig til mikils af nemendum sínum og umbáru ekki leti og trassaskap. Enda þótt þau beittu ólíkum kennsluaðferðum áttu þau það sameiginlegt að hafa ríkan áhuga á starfinu. Parker J. Palmer (1998) leggur áherslu á að góð kennsla spretti af sjálfsmynd og heilindum kennarans" (bls. 10). Ég sé fyrir mér skóla þar sem markmiðið er að hjálpa kennurum til að styrkja sjálfsmynd sína og vinna af heilindum. Það er hægt með opinni og heiðarlegri umræðu, virðingu í garð annarra og með því að sjá til þess að í skólanum sé bæði samhjálp og ráðgjöf fyrir einstaklinga. Skólasýn Ég sé fyrir mér skólastofnun sem faglegt námssamfélag (Eaker, Dufour og Dufour, 2002; Dufour, Dufour, Eaker og Many, 2006) þar sem allir/allar í stofnuninni eru í stöðugu námi og styrkja hæfni sína til að vinna ötullega saman að settu marki. Skólinn sem faglegt námssamfélag verður að setja sér fá og skýr markmið sem allir/allar í skólanum þekkja og sameinast um (Schmoker, 2006). Skólinn sem faglegt námssamfélag allra þarf að verða ein af grunnstoðum menntakerfisins. Kennarar, stjórnendur og allt starfsfólk ekki síður en nemendur eru hluti af lærdómssamfélagi. Stjórnendur þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi. Gera verður ráð fyrir tíma til lestrar og umræðna fyrir kennara, stjórnendur og annað starfsfólk sem og aðra sem tengjast skólanum til að undirstrika gildi menntunar. Nauðsynlegur stuðningur þarf að vera fyrir hendi svo námssamfélagið geti eflt og bætt menntun allra. Áhrifarík leið til að stuðla að kraftmiklu námssamfélagi er að stjórnendur fari reglulega í kennslustundir; þannig sjá þeir/þær hvernig markmiðum skólans er fylgt, samræður milli kennara og stjórnenda um námið verða markvissari og stjórnendur fá tækifæri til að skoða og greina verkefni nemenda (Nidus, 2011). Námssamfélag, þar sem kennarar og allt annað starfsfólk er stöðugt að auka við menntun sína, sýnir og kennir nemendum hvernig námsmenn eiga að vinna, bætir starfsanda og eflir starfsfólk. Fagmennska efld Starfendarannsóknir eru besta aðferðin sem ég hef reynt til að efla fagmennsku kennara og annarra starfsmanna. Jean McNiff (2010, 2012) hvetur til starfendarannsókna í skólum því þær gefi kennaranum tækifæri til að rannsaka og skrásetja starf sitt. Rannsóknin beinist að raunverulegu starfi innan kennslustofunnar eða skólans og starfendarannsóknir styrkja þátttakendur í starfi sínu og efla faglega umræðu í skólunum. Með því að leggja stund á starfendarannsókn öðlast kennarinn þekkingu og hæfni til að tala um starf sitt og fagmennska hans/hennar vex. Kennarinn valdeflist (Edda Kjartansdóttir, 2011) um leið og hann/hún öðlast yfirráð yfir þekkingunni sem rannsóknin skapar. Paul McIntosh (2010) bendir á að starfendarannsóknir efli ekki síður skjólstæðinga þess sem gerir rannsóknina; 3

4 starfendarannsóknir í skólum koma því einnig nemendum og námi þeirra til góða. Starfendarannsóknir eru ekki bundnar við kennara heldur henta öllum starfsgreinum innan skólans og þær stuðla að samkennd og samræðu um skólastarfið milli kennara og annarra starfsmanna. Jean McNiff (2010) lýsir starfendarannsókn sem eins konar spíral og sjái rannsakandinn að leiðrétta þurfi kúrsinn einhvers staðar á miðri leið þá gerir hann/hún það og markar svo nýja stefnu. Ég sé fyrir mér skóla þar sem rými er gefið fyrir samvinnu kennara og annarra starfsmanna til að stunda starfendarannsóknir undir handleiðslu ráðgjafa þannig að allt starfsfólk nái að vaxa í starfi. Framtíðarsýn um hvernig starfskenning geti orðið að veruleika Stjórnandi verður að hegða sér í samræmi við starfskenningu sína og framtíðarsýn. Starfskenningin verður að vera skýr og stjórnandi verður að útfæra hana í samstarfi við samstarfsfólk sitt eigi hún að verða að veruleika. Það er einnig mikilvægt að horfast í augu við breytingar sem starfskenningin og framtíðarsýnin geta haft í för með sér. Grundvallarbreytingar verða einungis með kröftugu innleggi stjórnanda sem og samstarfi og samstöðu um breytingarnar. Stjórnandinn og stjórnendateymið verða að nota starfskenningu og framtíðarsýn til að skapa jafnræði, virðingu og samkennd innan skólasamfélagsins. Starfskenning mín á sér rætur í fjölbreyttri reynslu minni af skólastarfi. Meistaranám mitt i stjórnun gaf mér styrkan grunn til að viðhalda sýn minni og kynni mín af starfendarannsóknum hafa styrkt þann grunn enn meir. Ég hef löngun til og ánægju af að vinna með öðrum, læra af þeim og kenna í jákvæðu, öruggu umhverfi og hvetjandi. Þessi löngun mín mun hjálpa mér að láta starfskenningu mína rætast. Heimildir Dufour, R., Dufour, R., Eaker, R. og Many, T. (2006). Learning by doing: A handbook for professional learning communities at work. Bloomington, IN: Solution Tree. Eaker, R., Dufour, R. og Dufour, R. (2002). Getting started: Reculturing schools to become professional learning communities. Bloomington, IN: National Educational Service. Edda Kjartansdóttir. (2010). Starfendarannsókn til valdeflingar. Ráðstefnurit Netlu - Menntakvika Sótt 20. september 2011 af alm/007.pdf Hafdís Ingvarsdóttir. (2004). Mótun starfskenninga íslenskra framhaldsskólakennara. Tímarit um menntarannsóknir, 1, McIntosh, P. (2010). Action research and reflective practice: Creative and visual methods to facilitate reflection and learning. Oxon: Routledge. McNiff, J. (2010). Action research for professional development. Dorset: September Books. McNiff, J. (2002). Booklet. Sótt 13. mars 2012 af Nidus, G. og Sadder, M. (2011). The principal as formative coach. Educational leadership, 69(2), Palmer, P. J. (1998). The courage to teach: Exploring the inner landscape of a teacher s life. San Francisco, CA: Jossey-Bass Publishers. Rosenberg, T. (2011). Join the club: How peer pressure can transform the world. New York, NY: W.W. Norton and Company. 4

5 Starfskenning mín: Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti, virðingu, ábyrgð og samkennd. Schmoker, M. (2006). Results now: How we can achieve an unprecedented improvements in teaching and learning. Alexandra, VA: ASCD. Suarez-Orozco, M. M. og Sattin, C. (2007). Wanted: Global citizens. Educational leadership, 64(7), Sigurrós Erlingsdóttir. (2013). Starfskenning mín: Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti, virðingu, ábyrgð og samkennd. Netla Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt af 5

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara

Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Allt sem kennari segir og gerir og allt sem kennari segir og gerir ekki hefur siðferðileg áhrif Starfssiðfræði kennara Guðmundína Arndís Haraldsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Allt sem

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 38.-59. Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Svava Björg Mörk leikskólanum Bjarma í

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Námsrými byggð á auðlindum nemenda

Námsrými byggð á auðlindum nemenda Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Mennta- og menningarráðuneytið

Mennta- og menningarráðuneytið Mennta- og menningarráðuneytið Námsgagnastofnun Sköpunargleði á rætur í eðlislægri forvitni og athafnaþrá. Sköpun felur í sér áskorun, spennu og leit. Sköpun færir sér í nyt eða brýtur hefðbundin mynstur,

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS

MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS 21. árgangur 1. hefti 2012 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UNIVERSITY OF ICELAND, SCHOOL OF EDUCATION and UNIVERSITY OF AKUREYRI Leiðbeiningar fyrir höfunda og ritrýna

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Anna Þóra Baldursdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Reynsla skólastjóra

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

SAMFÉLAGIÐ SEM LÆRIR

SAMFÉLAGIÐ SEM LÆRIR Framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands Haustönn 2000 UMTS00 Heimildaritgerð Dr. Sólveig Jakobsdóttir SAMFÉLAGIÐ SEM LÆRIR Breytingastarf með upplýsingatækni Reykjavík Þórhalla Arnljótsdóttir 14. janúar

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Ígrundun starfsþroski starfsþróun

Ígrundun starfsþroski starfsþróun Ígrundun starfsþroski starfsþróun Fyrirlestur á námskeiði kennara í Árskóla og Varmahlíðarskóla 21. ágúst 2009 Rúnar Sigþórsson HA Sá sem mænir til stjarnanna mun að sönnu ekki ná takmarki sínu. Hins vegar

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna Sumar 2011 Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Höfundur: Elsa Haraldsdóttir Verkefnisstjóri: Dr. Henry Alexander Henrysson Verkefnisstjórn:

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Viðhorf til náms: Um samþættingu skóla- og frístundastarfs

Viðhorf til náms: Um samþættingu skóla- og frístundastarfs Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014 KOLBRÚN Þ. PÁLSDÓT TIR MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Viðhorf til náms: Um samþættingu skóla- og frístundastarfs Viðhorfsgreinarnar sem birtast í þessu

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Anna Guðrún Júlíusdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Skólastefna sveitarfélaga

Skólastefna sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga Skólastefna sveitarfélaga Handbók Björk Ólafsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga 2010 Skólastefna sveitarfélaga Handbók Höfundur: Björk Ólafsdóttir Yfirlestur og ábendingar:

More information

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Brynhildur Anna Ragnarsdóttir M.A. ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði nr. 1992 Leiðbeinandi: Dr. Jón Torfi Jónasson Haust 2002 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 2002

More information

Markþjálfun nýtt til þess að stuðla að auknum þroska barna og unglinga

Markþjálfun nýtt til þess að stuðla að auknum þroska barna og unglinga Markþjálfun nýtt til þess að stuðla að auknum þroska barna og unglinga Verkefni fyrir vinnustofur október 2015 - maí 2016 Co-funded by the Erasmus+ Programme of the European Union The program developed

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Þróunarverkefnið SÍSL

Þróunarverkefnið SÍSL Háskóli Íslands Menntavísindasvið Vormisseri 2010 Þróunarstarf og mat Hópverkefni Þróunarverkefnið SÍSL Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir Aðalheiður Diego Guðrún Guðmundsdóttir Kennarar: Anna Kristín

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

Stundum er betra að hlusta en tala

Stundum er betra að hlusta en tala Stundum er betra að hlusta en tala Hvernig eru boðskipti á milli stjórnenda og kennara í gunnskóla? Árni Freyr Sigurlaugsson Lokaverkefni til M.Ed-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Stundum er betra

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Við viljum

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Kolbrún Þ. Pálsdóttir Þátttökurannsókn á tómstundastarfi

More information

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Anna Rós Lárusdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Þorbjörg

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut. Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut. Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju Hug og félagsvísindasvið Kennaradeild framhaldsbraut Þjónandi forysta í stjórnun grunnskóla á Norðurlandi eystra og tengsl hennar við starfsánægju Þóra Hjörleifsdóttir Akureyri september 2011 Hug og félagsvísindasvið

More information

Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja

Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja Leiðin úr leikskóla í grunnskóla og þátttaka í hönnun og smíði; vegferð tveggja fatlaðra drengja Ásgerður Inga Stefánsdóttir og Steinunn Björt Óttarrsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu

More information

Hvað einkennir góðan leiðtoga?

Hvað einkennir góðan leiðtoga? Hvað einkennir góðan leiðtoga? Leiðtogafærni og forysta. Birgir Steinn Stefánsson Rakel Guðmundsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda-, og þroskaþjálfadeild Hvað einkennir góðan leiðtoga?

More information

Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi?

Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi? Kennaramenntun í deiglu Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi? Þuríður Jóhannsdóttir, lektor Erindi í fundaröð Menntavísindasviðs um menntun kennara 18 maí 2010 Til umræðu Verkefni idagsins í kennaramenntun

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information