SAMFÉLAGIÐ SEM LÆRIR

Size: px
Start display at page:

Download "SAMFÉLAGIÐ SEM LÆRIR"

Transcription

1 Framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands Haustönn 2000 UMTS00 Heimildaritgerð Dr. Sólveig Jakobsdóttir SAMFÉLAGIÐ SEM LÆRIR Breytingastarf með upplýsingatækni Reykjavík Þórhalla Arnljótsdóttir 14. janúar

2 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Upplýsinga- þekkingar- eða breytingasamfélag?... 4 Samfélagið sem lærir... 4 Kennarinn sem lærir... 9 Lokaorð Heimildir

3 Inngangur Upplýsingatækni er orðin hluti af því samfélagi sem við hrærumst í. Óðum fækkar þeim störfum sem hægt er að sinna án þess að hún komi við sögu. Börn fæðast inn í tækniheim gerólíkan þeim sem kennarar þeirra ólust upp í. Engin ástæða er til að ætla að á næstunni dragi úr hraða tækniþróunar og upplýsingaflæðis. Í umræðu um mikilvægi upplýsingatækninnar í skólastarfi og námi virðast tvö sjónarhorn vera áberandi. Til einföldunar má kalla þau innra og ytra sjónarhorn. Fræðimenn og annað fagfólk í uppeldis- og menntafræðum benda á að með tækninni sé loks að skapast grundvöllur fyrir því að hagnýta námskenningar framsækinna fræðimanna 20. aldar, jafnt þeirra sem leggja áherslu á að mæta hverjum einstaklingi á hans forsendum og hinna sem undirstrika mikilvægi samvinnunáms. Út frá þessu innra sjónarmiði hrindir upplýsingatæknin úr vegi hindrunum sem hafa mætt kennurum, m.a. í formi stórra blandaðra bekkja í einangraðri skólastofu. Þeir sem horfa frá ytra sjónarhorni leggja gjarnan áherslu á hvernig upplýsingatæknin nýtist við að þjálfa nemandann sem best til að mæta kröfum þess samfélags sem bíður hans þegar formlegri skólagöngu lýkur. Út frá þessu sjónarhorni er einnig mikilvægt að skólar geti sýnt fram á að það fjármagn sem varið er til upplýsingatækni skili mælanlegum afrakstri. Hér á eftir ætla ég tæpa á hugmyndum nokkurra fræðimanna og áhugafólks um mikilvægi breytinga á formgerð og menningu skóla til að mæta hröðum samfélagsbreytingum og hagnýta framsæknar námskenningar. Í framhaldi af því mun ég fjalla um mikilvægi þess að skapa kennurum tækifæri til stöðugrar þróunar í starfi. Þar verður sérstaklega litið til nýrra tækifæra sem upplýsingatæknin hefur fætt af sér. 3

4 Upplýsinga-, þekkingar- eða breytingasamfélag? Almennt er viðtekið að nota heitið iðnaðarsamfélag yfir vestræn samfélög fram á seinni hluta 20. aldar. Enn hefur ekki fundist eitt heiti yfir aldamótasamfélagið, algengast hefur verið að tala um upplýsingasamfélagið, nú hefur þekkingarsamfélagið stungið upp kollinum og jafnvel er farið að nota orðið breytingasamfélag til að einkenna formgerð og menningu nútímasamfélaga í okkar heimshluta, með þeim rökstuðningi að það eina handfasta framundan séu sífelldar breytingar (Jonassen ofl. 1998). Hér verða samfélagsgerðir ekki skilgreindar, en heitið upplýsingasamfélag notað yfir það sem við búum við í dag, þar sem enn virðist nokkuð í land að við náum á skapandi hátt að umbreyta því magnaða upplýsingaflóði sem tæknin hefur hrundið af stað í nýja þekkingu. Samfélagið sem lærir Oft er talað um að upplýsingasamfélagið kalli á breytingar í skipulagi og menningu skóla og annarra stofnana. Þessi orð má túlka þannig að utanaðkomandi kraftar þrýsti á skóla og stofnanir að taka nýja tækni í þjónustu sína. En þegar litið er á framsæknar námskenningar fræðimanna á borð við Dewey frá fyrri hluta 20. aldarinnar (Dewey 1916) og þá miklu umfjöllun sem kennningar hans hafa fengið, mætti fremur ímynda sér að stjórnvöld þyrftu að hafa hemil á skólafólki við nýtingu tækninnar. Margt bendir til að tækni upplýsingasamfélagsins geri skólum nú fyrst kleyft að skapa kjöraðstæður fyrir nám, þar sem nemandinn er í brennidepli og tæknin hefur skapað leiðir fyrir einstaklinsmiðað nám þar sem hver og einn getur lært á sínum forsendum í gegn um það sem tengist áhugsviði viðkomandi. Hvaða skýringar eru þá á því að tæknin hefur ekki verið hagnýtt meira en raun ber vitni í námi? Getur verið að hluti þeirra liggi í skipulagi og menningu skólans? Kenningasmiðurinn Seymour Papert er einn þeirra sem telur að svo sé. Hann gengur jafnvel svo langt að fullyrða að ekkert minna en bylting dugi til að möguleikar tækninnar nýtist til fulls í námi og líkir henni við þá byltingu sem varð í fyrrum Sovétríkjunum. Hann telur að aldursskipting í bekki og sú grundvallarstefna að allir læri hlutina í sömu röð komi í veg fyrir að hægt 4

5 sé að hagnýta upplýsingatæknina í einstaklingsmiðu námi, m.a. eftir kenningum Deweys. (Papert 1998). Almennt virðist vera meiri sátt um eðli þeirra breytinga sem þurfa að verða á námsumhverfi en leiðina að þeim. Grundvallaratriði þessara breytinga er að búa nemendum umhverfi þar sem áherslan er lögð á að læra að læra og beita samvinnu, tækni og þekkingu til að skapa. Aðalatriðið er því hvorki þekkingin né tæknin, heldur sjálft ferlið við að læra og skapa. Þetta byggist á því að gert er ráð fyrir að tækni og þekking úreldist fyrr en áður í samfélagi örra breytinga. Í takt við þetta er mikil áhersla lögð á að vinna með áhrifavöldum í samfélaginu utan veggja skólans. Michael Fullan undirstrikar mikilvægi þessarar samvinnu við breytingastörf og telur skort á henni vera helstu ástæðuna fyrir því að breyting á menningu skóla nái sjaldan að festa sig í sessi. Hann nefnir fimm áhrifavalda sem skólar berjast gegn eða vinna með : Foreldrar og grenndarsamfélag Tækni Sambönd við fyrirtæki Stefna yfirvalda Kennarastéttin Fullan leggur m.a. til að skólar eða skólakerfið skoði góðar hugmyndir í viðskiptalífinu, velji það úr sem fellur vel að skóla upplýsingasamfélagsins og geri þær að sínum. Hann bendir á að skólar sem sýnt hafa óvenjumikla framför á námsárangri nemenda eigi þrennt sameiginlegt : Kennarar og stjórnendur hafa stofnað með sér námssamfélag Vinna nemenda er metin (ekki einungis próf) Kennsluháttum er sífellt breytt í samræmi við niðurstöður matsins. Fullan ítrekar í þessu sambandi mikilvægi þess að kennarar verði matslæsari (more assessment literate), þ.e. að þeir séu færir um að túlka upplýsingar um árangur og frammistöðu nemenda, hver fyrir sig og í samvinnu. Hluti matslæsis er skv. Fullan ekki síður hæfnin til að þróa áætlun til að breyta kennslu og öðrum þáttum námsumhverfisins til að bæta námsárangur (Fullan 2000). Áhugavert er að sjá áherslu Fullans á námssamfélag kennara og samvinnu út fyrir veggi skólastofnana. Dæmi um hugmyndir í viðskiptalífinu sem eru á svipuðum nótum og hugmyndir um breytingastarf í skólum sjást í verkum Peters Senge. 5

6 Hann hefur sett fram kenningu um fimm grundvallarlögmál stofnana sem læra (Senge 1990): Persónuleg meðvitund og framtíðaráform (Personal mastery) Sameiginleg hugsjón (Shared vision) Hugarlíkön (Mental models) Hópnám (Team learning) Heildarhugsun (Systems thinking) (Senge 1990) Senge undirstrikar mikilvægi þess að skerpa meðvitund allra í stofnuninni um eigin stöðu, framtíðaráform og grundvallarviðhorf sem geta ómeðvitað haft áhrif á öll viðbrögð. Hann bendir á að nauðsynlegt sé að tengja þessa sjálfsvitund við sameiginlega hugsjón stofnunarinnar og skapa það samhengi sem nauðsynlegt er til að breytingar skili árangri. Það sem gerir Senge ólíkan mörgum kennimönnum er að hann leggur sig fram við að útfæra dæmi og æfingar sem eiga að auðvelda hagnýtingu kenninganna. Þetta form gæti e.t.v. nýst þeim sem vinna að breytingastarfi í skólum. Senge hefur reyndar fetað sig að skólakerfinu sjálfur og á haustmánuðum kom út bók eftir hann sem nefnist,,schools that learn. Hugtakið skólinn sem lærir er mun eldra en hugmyndir Senges, en svo virðist sem samfélagið sem lærir sé notað jöfnum höndum (skólasamfélagið). Hvort sem litið er til fræðimanna í námsvísindum eða sérfræðinga í stjórnunarfræðum, eru kenningar um samfélagið sem lærir ofarlega á baugi. Í dag tengist hugtakið umræðunni um skóla upplýsingasamfélagsins þar sem áherslan er lögð á að skilgreina þá samfélagsþætti sem líklegastir eru til að skapa sem besta, mesta og dreifðasta þekkingu og færni með aðstoð nýrrar tækni. Skilgreiningar eru mismunandi og ekki eru allir jafn sáttir við þetta hugtak. Sumir telja það orka tvímælis að manngera stofnun með því að gera ráð fyrir að hún læri, nám sé ekki til nema hjá einstaklingum, aðrir telja að við afmarkaðar kringumstæður sé hægt að tala um þekkingu sem tilheyrir ákveðnum hóp, án þess að einn einstaklingur í hópnum búi yfir henni í heild sinni ( Salomon o.fl ). Í skilgreiningum á samfélaginu sem lærir er gengið út frá því að breytingum ljúki aldrei. Með því að byggja upp samfélag án veggja, með jarðveg fyrir samvinnu, nám og nýsköpun, er reiknað með að ekki þurfi oftar nýjan skóla. Hugtakið þekkingarstjórnun er nátengt samfélaginu sem lærir og er orðið að klisju í viðskiptalífinu, án þess að skilgreiningin sé almennt ljós. Hvaða hlutverki gegnir þekkingarstjórnun og hvernig tengist hún breytingastjórnun í 6

7 samfélaginu sem lærir? Með upplýsingatækninni hafa tækifæri til þekkingarstjórnunar margfaldast. Henni er ætlað að koma á skipulögðu ferli til að afla, geyma og dreifa þekkingu starfsfólks, og er þá ekki síður átt við undirskilda þekkingu en skýra. Tilgangurinn með henni er að skapa umhverfi sem ýtir undir dreifða þekkingu og bætir hæfni stofnunar til að læra og endurmeta stöðu sína, markmið og leiðir, fremur en að ætla sér hið ómögulega, að stjórna þekkingunni. Annar augljós tilgangur með þekkingarstjórnun er að halda eftir sem mestu af þekkingu þeirra sem yfirgefa stofnunina. Í upplýsingaflaumi viðskiptalífsins leynast orð eins og nýþenkisstjórnun, viðhorfastjórnun, menningarstjórnun o.m.fl.. Umfjöllun um þessi hugtök á netinu er æði misjöfn, en í fljótu bragði virðast þau öll snúast um breytingastjórnun. Einkennileg er ofuráherslan á orðið stjórnun annars vegar og hins vegar áherslan á skapandi samvinnu, þekkingaröflun og -miðlun allra einstaklinga í samfélaginu, þvert á valdastöðu og stofnanaveggi. Dorothy Shipps, samstarfsmaður Larry Cuban, hefur varað við því að skólar taki gagnrýnislítið upp þær hugmyndir sem í viðskiptalífinu hafa verið kallaðar stjórnunarvísindi, en sumum fræðimönnum þykir lítið eiga sammerkt með vísindum. Hún bendir á mistök í fortíðinni sem víti til varnaðar (Shipps 2000). Fróðlegt er í þessu samhengi að velta fyrir sér hvaðan viðskiptalífið hefur fengið sínar hugmyndir. Í grein svíans Bengt G. Lundberg er fjallað um þekkingarstjórnun og rætur hennar í háskólum og öðrum vísindastofnunum. Þannig erum við komin í hring. Þótt fátt í hugmyndafræði viðskiptalífsins byggi á vel skilgreindum vísindum, má finna þar ýmislegt sem hefur sannað notagildi sitt og getur nýst í skólanum sem lærir. Gott dæmi um þetta er gæðastjórnun. Áberandi var hve neikvæð umræða skapaðist fyrir nokkrum árum í tengslum við innleiðingu á gæðastarf í skólum. Gæti ástæðan fyrir því verið uppruni hugmyndarinnar eða voru það aðferðir við kynninguna? Voru stjórnvöld að þvinga hugmyndir úr viðskiptalífinu inn á skólafólk án faglegs samráðs? Jákvæðara dæmi birtist í fréttunum í síðustu viku, þar sem einn af forvígismönnum grunnskólakennara lýsti því yfir að samninganefndir kennara og sveitarfélaga hefðu nýtt sér tæknina win-win, eða beggja hagur, til að komast yfir erfiðasta hjallann í nýafstöðnum kjarasamningum. Bendir þetta til að hindranir í formi stofnanaveggja séu að minnka? Á sömu dögum sagði formaður Skólastjórafélags Íslands að nýju samningarnir sköpuðu svigrúm til dreifstýringar og þróunar kennara í starfi! Hér er vonandi að verða til jarðvegur fyrir skólann sem lærir, þar sem allir verða nemendur. Hvort sem litið er til þróunar kennara í starfi, einstaklingsmiðaðs náms eða samvinnunáms, býður 7

8 upplýsingatæknin upp á nýja möguleika, þar sem tími og rúm eru ekki til fyrirstöðu. Hægt er að finna rannsóknir, tilraunaverkefni og leiðarvísa um hvernig tæknin getur beinlínis virkað sem hvati að breytingum í átt að skólanum sem lærir. (Pea o.fl. 1999) Ekki þarf annað en heilbrigða skynsemi til að sjá hvernig hægt er að draga úr faglegri einangrun kennara með tækninni. 8

9 Kennarinn sem lærir. Er hægt að ætlast til að kennarar búi nemendum hvetjandi, skapandi og ögrandi námsumhverfi án þess að þeir búi við sams konar aðstæður? Þessu svara kennismiðir skólans sem lærir neitandi og flestir geta sennilega tekið undir með þeim. Ýmsar ástæður má eflaust finna fyrir brotthvarfi úr kennslu og kulnun frumkvöðla, oft er minnst á tímaskort, litla faglega samvinnu, skort á stuðningi og hvatningu frá stjórnendum og samstarfsfólki til þróunar í starfi, að ótöldum laununum og einangrun í kennslustofunni. Eitt grundvallaratriði í skólanum sem lærir er að stöðug fagleg þróun kennara. Svo virðist sem einhver grundvöllur sé að skapast fyrir breytingar í þessa átt í íslenskum skólum, m.a. með síðustu samningum grunnskólakennara þar sem gert er ráð fyrir meiri tíma til samvinnu, auknum sveigjanleika og sjálfstæði skóla. Með Netinu hafa tækifæri kennara til þróunar í starfi margfaldast. Mikill áhugi virðist vera hjá Netbúum á þessu sviði, hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki sjá þarna nýjan markað. Í þessu eins og öðru sem snýr að fagþróun, er þó undirstöðuatriði að fagfólk stýri þróuninni og beri um leið ábyrgð á henni. Skapandi samvinna fagfólks í menntun og tæknifólks er að skila sér. Hérlendis eru Skólatorgið og Skólavefurinn dæmi um það. Ekki hefur verið sérstakur vettvangur þar fyrir fagsamsfélög kennara og spurning hvort þau eigi heima þar. Samtök stærðfræðikennara, Flötur, hafa sinn samastað á Netinu, vefslóðin er : Þaðan er aðgangur að vefráðstefnum um fagið á Webboard, þar sem vísir að verkefnabanka er að myndast. Niki Davis hefur unnið starfendarannsóknir á námi sem byggir á rafrænum samskiptum. Í grein sinni,,do electronic communications offer a new learning opportunity in education rekur hún þróun á LabNet, fagsamfélagi stærðfræðikennara og dregur saman helsta ávinning af slíku samfélagi : Stuðningur við málefnalegar, gagnrýnar umræður Markviss brennipunktur (skrifleg tjáning, fagið, breyttir kennsluhættir, gagnrýnin viðbrögð við kennsluaðferðum) Umhverfi sem myndar sterk bönd á milli kennara í sama fagi Kennarar taka sjálfir við stjórn á eigin fagþróun. (Davis 1997) Nú virðist LabNet hafa verið lagt niður, en reikna má með að þeir stærðfræðikennarar sem þar voru, hafi fundið sér nýjan samastað á Netinu. Marga kosti má nefna við 9

10 samvinnu kennara á Netinu til viðbótar því sem Davis telur upp. Hindrunin sem hefur legið í tíma og rúmi hverfur. Hér gefst tækifæri til að reifa mál sem eru of viðkvæm til að taka upp á sínum vinnustað, jafnvel nafnlaust. Ekki er ólíklegt að sérfræðingar, sem fúsir eru að leiðbeina, leynist í hópnum. Margaret Honey, sem tekið hefur þátt í uppbyggingu á ýmsum fagsamfélögum á Netinu, ítrekar þó að nauðsynlegt sé að fá fólk með fag- og tæknireynslu til að leiða kennara inn í þetta nýja samskiptaform. (Honey 1998). Á Netinu er að finna miðstöðvar sem meðal annars eru ætlaðar fyrir þróun kennara í starfi. Dæmi um það er TAPPED-IN, á vefslóðinni Aðgangur er endurgjaldslaus en þátttakendur þurfa að sýna fram á tengsl við skólastofnanir. Nemendum er gefinn tímabundinn aðgangur, en þurfa meðmælendur úr hópi meðlima. Í miðstöðvum sem þessri má sjá mörg dæmi um hvernig upplýsingatæknin virkar sem hvati á breytingastarf með því að skapa umhverfi sem hvorki er háð tíma né rúmi, skýr brennipunktur margfaldar þekkingaröflun og líklegt er að þarna myndist jarðvegur fyrir dreifða vitsmuni (Salomon o.fl. 1998) og ferlið sem Argyros, Senge og fleiri nefna tvílykkju-nám sé algengt (Argyros 1976). Þrátt fyrir mikla áherslu á samfélag án veggja, má sjá fyrir sér að skólar geti nýtt svipað umhverfi sem bundið er við innra starfi skóla, þar sem áhersla er á að styrkja þá menningu sem styður við stefnu, markmið, leiðir og símat innan stofnunarinnar. Áður var minnst á hugmyndina um samstarf í stað samkeppni sem byggir á beggja hag. Sífellt fjölgar dæmum um þetta í viðskiptalífinu og ekki er ólíklegt að fylgismenn Fullan í skólakerfinu muni auki slíkt samstarf á næstunni. Hröð þróun í öllu sem snertir Netið verður ekki til að draga úr því. Innan skamms verða útbreidd verkfæri sem gera kennurum og öðrum kleift að horfast á og vinna í sömu gögnum yfir Netið. Í öllu tali um nýtingu tækni, samvinnu út fyrir veggi skólans, og innleiðingu á hugmyndum úr öðrum áttum, verður aldrei of oft tekið fram að einungis fagfólk í skólum er fært um að stýra þessari þróun og velja það úr sem skiptir máli og skilar árangri í leið að meginmarkmiðinu : NÁMSÁRANGRI NEMANDANS. Til þess að það geti sinnt þessu ábyrgðarhlutverki, þarf breytta skólamenningu sem skapar samfelld tækifæri til þróunar í starfi, styður við hana og hvetur alla til meðvitaðrar þátttöku. 10

11 Lokaorð Á haustdögum 2000 nam ég fyrir alvöru land í upplýsingasamfélaginu. Við vorum nokkur sem stigum þessi skref saman, leidd af fólki sem þekkti vel til og fyrr en varði gátum við farið að styðja hvert annað. Í lok ársins var komið að því að standa á eigin fótum. Frá þeirri stund hefur mér smám saman skilist að í þessu samfélagi þarf að temja sér nýja hætti. Hér að framan gat að líta afraksturinn úr minni fyrstu könnunarferð. Mörg lykkjan var lögð á þessari leið, heimilda að mestu leitað á netinu og ýmislegt lesið sem ekki nýttist til annars en að sannfærast um að ekki er allt gull sem þar glóir. Ég hef áttað mig á að í heimildaleit á netinu eru skýr markmið nauðsyn. Efnið virðist ótæmandi, í hverri heimild bætast við spennandi hugtök, nýtt samhengi og loforð um eitthvað ennþá betra hinum megin við hornið. Mér hefur sennilega liðið eins og nýbúa og velti því nú fyrir mér hvort ekki sé mikilvægt að við, sem verðum sennilega eina kynslóð fullorðinna nýbúa í þessu samfélagi, leggjum sérstaka áherslu á að beita gestsauganu, fremur en að keppast við að aðlagast. Þegar ég lít til síðustu vikna reyni ég að sannfæra mig um að tíminn (og símareikningurinn) muni skila sér í betri og markvissari vinnubrögðum í framtíðinni Í umfjölluninni hér að framan skín í gegn að ég lét eftir mér að berast nokkuð langt með straumnum í upplýsingaflóðinu og kanna það sem mér fannst forvitnilegast, án þess að kafa djúpt á afmörkuðu sviði, það bíður seinni tíma. Námsumhverfi og verkefni hafa verið hvetjandi, skapandi og ögrandi og áhuginn á upplýsingasamfélaginu í námi, leik og starfi hefur magnast. 11

12 Heimildir Argyris, Chris ,,Single Loop and Double Loop Models in Research Design on Decision Making." Administrative Science Quarterly. 21,3: Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson Skólastarf og gæðastjórnun. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík. Davis, Niki ,,Do electronic communications offer a new learning opportunity in education? Using information technology effectively in teaching and learning. Studies in pre-service and in-service teacher education, bls Ritstj. Bridget Somekh og Niki Davis. Routledge, London. Dewey, John ,,Democracy and Education. Vefslóð: Fullan, Michael. 2000, 17. apríl.,,the Three Stories of Educational Reform. Vefslóð: Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal Handbók um ritun og frágang. 6. útgáfa. Iðunn, Reykjavík Hafsteinn Karlsson og Þorsteinn Hjartarson Upplýsingatækni í skólastarfi. Hafsteinn Karlsson og Þorsteinn Hjartarson, Reykjavík. Honey, Margaret. 1998, júlí.,,margaret Honey on the Role og Technology in Support of Teacher Collegiality. Vefslóð: Jonassen, David H., Peck, Kyle C. og Wilson, Brent G , febrúar.,,creating technology-supported learning communities. Vefslóð: Papert, Seymour. 1998, 2. júlí.,,child Power: Keys to the New Learning of the Digital Century. Vefslóð: Pea, Roy D., Tinker, Robert, Linn, Marcia, Means, Barbara o.fl ,,Toward a learning technologies knowledge network. Educational Technology, Research and Developement. 47,2:19 Salomon, Gavriel, Perkins, David N ,,Individual and Social Aspects of Learning. Vefslóð: Senge, P. M The Fifth Discipline. The Art and Practice of the Learning Organization. Century Business, London. Shipps, Dorothy ,,Echoes of corporate influence. The Unesco Courier. 53,11:

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W11:01 Desember 2011 Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

...hendist milli Kópaskers og Kína... skólastjórnun í austri og vestri

...hendist milli Kópaskers og Kína... skólastjórnun í austri og vestri Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor framhaldsbraut...hendist milli Kópaskers og Kína... skólastjórnun í austri og vestri Iðunn Antonsdóttir Meistaraprófsritgerð lögð fram sem hluti

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Júlíana Jónsdóttir. Lokaverkefni til MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent

Júlíana Jónsdóttir. Lokaverkefni til MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent Eru starfsmenn í grunnskólum Hafnarfjarðar með jákvætt viðhorf gagnvart SMT og því breytingaferli sem átti sér stað við innleiðingu kerfisins á þeirra vinnustað? Júlíana Jónsdóttir Eru starfsmenn í grunnskólum

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana

Reynsla skólastjóra af meistaranámi í stjórnun skólastofnana Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Anna Þóra Baldursdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Reynsla skólastjóra

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Mig langar, ég hef bara ekki tíma

Mig langar, ég hef bara ekki tíma Mig langar, ég hef bara ekki tíma Starfendarannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskóla Ingibjörg Anna Arnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Mig langar, ég hef

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Anna Guðrún Júlíusdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun

More information

Innleiðing á Byrjendalæsi

Innleiðing á Byrjendalæsi Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 17. desember 2013 Yfirlit greina Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir Innleiðing á Byrjendalæsi Viðhorf og

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Brynhildur Anna Ragnarsdóttir M.A. ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði nr. 1992 Leiðbeinandi: Dr. Jón Torfi Jónasson Haust 2002 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 2002

More information

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 38.-59. Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Svava Björg Mörk leikskólanum Bjarma í

More information

Mennta- og menningarráðuneytið

Mennta- og menningarráðuneytið Mennta- og menningarráðuneytið Námsgagnastofnun Sköpunargleði á rætur í eðlislægri forvitni og athafnaþrá. Sköpun felur í sér áskorun, spennu og leit. Sköpun færir sér í nyt eða brýtur hefðbundin mynstur,

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Kennaraháskóli Íslands Doktorsvörn 9. maí 2008 Rúnar Sigþórsson Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum

More information

Prímadonnur eða góðir liðsmenn?

Prímadonnur eða góðir liðsmenn? Prímadonnur eða góðir liðsmenn? Áhrif valds við stjórnun þekkingarstarfsmanna Elín Blöndal Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent Prímadonnur eða góðir

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I

M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR M E N N T U N O G L Ý Ð R Æ Ð I Í upphafi síðustu aldar ákváðu fjórir verkamenn í Reykjavík að stofna menningarfélag fyrir unga menn. Einn þessara manna var langafi minn; Pjetur

More information

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Anna Rós Lárusdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi?

Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi? Kennaramenntun í deiglu Hvað merkir samábyrgð yg í kennaranámi? Þuríður Jóhannsdóttir, lektor Erindi í fundaröð Menntavísindasviðs um menntun kennara 18 maí 2010 Til umræðu Verkefni idagsins í kennaramenntun

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Markþjálfun nýtt til þess að stuðla að auknum þroska barna og unglinga

Markþjálfun nýtt til þess að stuðla að auknum þroska barna og unglinga Markþjálfun nýtt til þess að stuðla að auknum þroska barna og unglinga Verkefni fyrir vinnustofur október 2015 - maí 2016 Co-funded by the Erasmus+ Programme of the European Union The program developed

More information

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Við viljum

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information