Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

Size: px
Start display at page:

Download "Við viljum börnunum okkar alltaf það besta"

Transcription

1 Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild

2

3 Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Lokaverkefni til Ed.-prófs í kennslufræði grunnskóla Leiðbeinendur: Halla Jónsdóttir og Gunnar Egill Finnbogason Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Júní 2017

4 Við viljum börnunum okkar alltaf það besta. Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og Spáni. Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til M.Ed.-prófs í kennslufræði grunnskóla við kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. 2017, Harpa Gísladóttir Lokaverkefni þetta má ekki afrita né dreifa rafrænt nema með leyfi höfundar. Brot varða við höfundarétt. Reykjavík, 2017.

5 Formáli Þetta lokaverkefni er samið af mér undirritaðri. Ég hef kynnt mér Vísindasiðareglur Háskóla Íslands. Ég hef gætt viðmiða um siðferði í rannsóknum og fyllstu ráðvendni í öflun og miðlun upplýsinga, og túlkun niðurstaðna. Ég vísa til alls efnis sem ég hef sótt til annarra eða fyrri eigin verka, hvort sem um er að ræða ábendingar, myndir, efni eða orðalag. Lokaverkefni þetta er afrakstur rannsóknar sem unnin var á vormánuðum 2016 fram til vormánaða 2017 og beindist að upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á Íslandi og á Spáni. Mikilvægt er að raddir fólks í minnihlutahópum fái að heyrast og með þessu verkefni fá að heyrast raddir sem ekki hafa fengið að hljóma í lokaverkefnum af þessu tagi áður á Íslandi. Ég vil tileinka þetta verkefni öllum þeim börnum sem eiga foreldra sem eru Vottar Jehóva og ganga í hina ýmsu skóla á Íslandi sem og í öðrum löndum í heiminum. Ég vil þakka kærlega öllum þeim þátttakendunum sem gáfu mér af tíma sínum og tóku þátt í rannsókninni bæði á Íslandi og á Spáni. Einnig vil ég þakka leiðbeinanda mínum, Höllu Jónsdóttur, og meðleiðbeinanda, Gunnari Agli Finnbogasyni, fyrir góð ráð við vinnslu verkefnisins. Fjölskyldunni minni og systur minni á ská Melany Krcho Sopsedra, fyrir alla ómetanlegu aðstoðina við þá vinnu sem var gerð á Spáni og úrvinnslu textanna á spænsku. Einnig vil ég þakka þeim sem hjálpuðu mér við yfirlestur og þýðingar á textum sem og starfsfólki ritversins. Síðast en ekki síst vil ég þakka dóttur minni Söru fyrir alla þolinmæðina á meðan verkefnið var í vinnslu, takk fyrir að hafa gert mig að betri einstaklingi og móður. Ég ber sjálf ábyrgð á öllu því sem missagt kann að vera. Þetta staðfesti ég með undirskrift minni. Reykjavík, 1. Júní 2017 Harpa Gísladóttir 3

6 Ágrip Markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva og eiga börn í fyrsta til fjórða bekk í skólakerfinu, bæði á Íslandi og á Spáni. Vottar Jehóva eru minnihluthópur í þeim samfélögum sem þeir búa og var upplifun þeirra skoðuð út frá minnihlutahópum, almennt séð, ásamt því að skoða hvernig skólasamfélagið er byggt upp með tilliti til fjölmenningar og skóla án aðgreiningar. Markmiðið var ekki að bera saman upplifun foreldranna eftir skólakerfunum í þessum tveim löndum, heldur að horfa á upplifun þeirra í heildarsamhengi þar sem trú Votta Jehóva er sú sama og virkar eins í öllum löndum í heiminum. Tilgangur rannsóknarinnar var að gefa foreldrum sem eru Vottar Jehóva tækifæri á því að láta raddir sínar heyrast þar sem þær hafa ekki fengið hljómgrunn í íslensku samfélagi. Trúarlegir minnihlutahópar hafa lengi verið partur af íslensku skólasamfélagi og skortir því rannsóknir á þeim hérlendis. Rannsóknin er eigindleg (e. qualitative research), og var notast við Vancouverskólann í fyrirbærafræði sem einblínir á að greina hvert viðtal fyrir sig svo að allar raddir viðmælendanna fái að heyrast. Hún var í formi samtala við fjögur hjón, tvö frá Íslandi og tvö frá Spáni, og var upplifun þeirra skoðuð með tilliti til rannsóknarspurningarinnar sem er: Hver er upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva af skólakerfinu á Íslandi og á Spáni?. Undirspurningarnar snúa að atriðum eins og hver er upplifun þessara foreldra á samskiptum og upplýsingaflæði við umsjónarkennara og aðra starfsmenn skólans, hugtakinu skóli án aðgreiningar og líðan barnsins í skólanum. Niðurstöðurnar benda til þess að samskipti við umsjónarkennara séu góð og leggja bæði kennarar og foreldrarnir sig fram við að halda þeim góðum þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála. Upplýsingaflæði milli umsjónarkennara og heimils var almennt séð gott en virtist skorta hjá faggreinakennurum. Foreldrarnir voru sammála því að börnunum þeirra líður vel í skólanum og nefna þau öll að umsjónarkennari spili þar mikilvægt hlutverk þar sem hann hefur mikil áhrif á líðan barnanna. Foreldrarnir sögðust þekkja lítið til stefnunnar skóli án aðgreiningar og vissu ekki hvernig farið væri eftir henni í skólum barna sinna. Einnig kom fram að mikið var lagt upp úr stórhátíðum og höfðu allir foreldrarnir þurft að taka sér frí úr vinnu einn eða fleiri daga þegar börn þeirra gátu ekki tekið þátt í skólastarfinu. 4

7 Abstract We Always Want the Best for Our Children How Jehovah s Witness parents experience the Icelandic and Spanish education system The purpose of the study was to observe how Jehovah s Witness parents of children in first to fourth grade elementary school, experience the Icelandic and Spanish education system. Jehovah s Witnesses are minority groups in society, so the study focused on their experience as such, and of the multicultural and inclusive school community. The point of the study was not to compare experiences of the education system of each country, but rather to observe the overall context, as the beliefs of Jehovah s Witnesses are the same the world over. The goal of the study was to give Witness parents the opportunity to express their views, which have previously fallen on deaf ears in Icelandic society. Religious minority groups have been part of the Icelandic school community for years but their impact has been sparsely researched. The study was qualitative and based on the Vancouver School of Doing Phenomenology which focuses on analysing each interview in such a way that the views of each interlocutor are heard. The interviewees were four couples, two from Iceland and two from Spain, and their experiences were studied in the light of the main research question: How Jehovah s Witness parents experience the Icelandic and Spanish education system. Auxiliary questions touched on matters such as information flow and communication with head teachers and other school personnel, the parents view on inclusive schooling and the well-being of their children at school. The results show that relations with teachers are good, and both parents and teachers endeavour to maintain good relations, even though they do not always agree on things. The exchange of information between head teachers and parents was generally good but could be improved on by subject teachers. The parents agreed that their children were content at school, and all mentioned that the head teacher plays a key role in the children s well-being. The parents were unfamiliar with the concept of inclusive schooling and were not aware of how it was implemented in the relevant schools. Also mentioned was the fact that the schools place too much emphasis on major celebrations, and many of the parents had to get one or more days off work because their children couldn t participate in them. 5

8 Resumen Queremos lo mejor para nuestros hijos Experiencias de padres Testigos de Jehová con el sistema escolar en Islandia y en España El objetivo de este estudio es examinar la experiencia de padres que son Testigos de Jehová y tienen hijos en edad escolar, entre los cursos de primero y cuarto, tanto en Islandia como en España. Siendo los Testigos de Jehová un grupo minoritario en la comunidad, se ha estudiado su experiencia desde ese punto de vista general, y así mismo, en relación a la estructura multicultural del sistema escolar, y la educación inclusiva. El objetivo no es comparar la experiencia de estos padres en esos dos países, sino observar sus impresiones en un contexto más amplio, ya que su fe es idéntica en teoría y en práctica en todos los países. El estudio tiene como propósito dar voz a los padres que son Testigos de Jehová, ya que hasta ahora sus opiniones no son conocidas en la comunidad islandesa. Las minorías religiosas han sido parte de la comunidad escolar en Islandia por mucho tiempo, pero hay un déficit de estudios relativos a esa pluralidad. Este estudio es una investigación cualitativa, usando el método Vancouver en fenomenología, que pone énfasis en las entrevistas individuales de modo que se escuchen cada voz de los entrevistados. Se hizo mediante conversaciones con cuatro matrimonios, dos de Islandia, y dos de España. Se observaron sus respuestas en referencia a la pregunta general: Cuál es su experiencia como padres Testigos de Jehová con el sistema escolar, en Islandia, y en España? Otras preguntas derivadas tienen que ver con cómo le han ido con respecto a la comunicación con los tutores, la comunicación con otros empleados del colegio, cómo ven el concepto de educación inclusiva, y cómo se siente el niño en la escuela. Las conclusiones indican que la comunicación con los tutores es buena, y tanto los profesores como los padres se esfuerzan por mantener abiertas las líneas de comunicación a pesar de no siempre estar de acuerdo. La comunicación entre los tutores y los padres del niño es buena en general, pero parece estar ausente entre los padres y otros profesores, como por ejemplo los de manualidades, etc. Los padres confirmaron que sus hijos se sienten bien en el colegio, y mencionan que el papel del tutor es muy importante ya que cumple una función esencial, teniendo gran influencia en cómo se siente el niño. Los padres no sabían muy bien a qué se refiere la educación 6

9 inclusiva, y tampoco estaban al corriente de la metodología usada a tal efecto en el colegio de sus hijos. Entre las menciones específicas están que se da mucho énfasis a las fiestas y celebraciones públicas, y todos los padres necesitaron pedir días libres en el trabajo cuando sus hijos no pudieron participar en las actividades escolares (relativas a las celebraciones públicas). 7

10 Efnisyfirlit Formáli... 3 Ágrip... 4 Abstract... 5 Resumen... 6 Efnisyfirlit Inngangur Bakgrunnur og val á viðfangsefni Tilgangur og markmið verkefnis Uppbygging verkefnis Fræðilegur Bakgrunnur Meirihlutahópar og minnihlutahópar Meirihlutahópar og minnihlutahópar í skólastarfi Foreldrar í minnihlutahópum Trúarlegir minnihlutahópar Trúarlegir minnihlutahópar, skólastarf og nemendur Hlutverk kennara og nemenda í trúarlegum minnihlutahópum Fjölmenning Spánn sem fjölmenningarsamfélag Fjölmenningarleg menntun Hlutverk umsjónarkennara í fjölmenningarlegri menntun Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar og skólakerfið Menntun í skóla án aðgreiningar Virkar skóli án aðgreiningar á Íslandi í dag? Samantekt Vottar Jehóva Vottar Jehóva, eftir dauða Russells Vottar Jehóva í dag, eining og samkomur Hlutverk foreldra og viðhorf til menntunar Vottar Jehóva og hátíðisdagar Samantekt

11 3 Aðferð Rannsóknarsnið, rannsóknarferli Vancouver-skólans í fyrirbærafræði og gagnaöflun Aðferðir við gagnaöflun Hálfopin viðtöl Nálgun Val á vettvangi og þátttakendum Þátttakendur Siðferðisleg atriði og leyfi Staða mín sem rannsakandi Réttmæti og áreiðanleiki Öflun gagna Úrvinnsla og greining gagna Niðurstöður Bakgrunnur viðmælenda Af hverju Vottar Jehóva? Viðhorf til uppeldis og upphaf grunnskólagöngunnar Uppeldislegar ástæður Votta Jehóva Upphaf grunnskólagöngunnar Áskoranir við upphaf skólagöngunnar Samstarf heimila og skóla: Samskipti, viðmót og upplýsingaflæði Viðmót umsjónarkennara til foreldra og barna þeirra Viðmót annarra kennara, starfsmanna og skólastjóra Samskipti Upplýsingaflæði Líðan barnanna Samviska barnanna Líðan í skólanum Ýmis atvik sem geta komið upp í skólastarfi Fordómar og einelti Skóli án aðgreiningar og fjölmenning Skóli án aðgreiningar

12 4.5.2 Fjölmenning Námsskrá og námsefni Námsskrá og námsefni Stórhátíðir Jólin Þátttaka í jólahaldi Afmæli Samantekt Umræður Rannsóknarspurningar og undirspurningar Þemu niðurstaðanna Af hverju Vottar Jehóva? Viðhorf til uppeldis og upphaf grunnskólagöngunnar Samstarf heimila og skóla: Samskipti, viðmót og upplýsingaflæði Líðan barnanna Skóli án aðgreiningar og fjölmenning Námsskrá og námsefni Stórhátíðir Lærdómur og samantekt Lokaorð Heimildaskrá Viðauki A: : Upplýst samþykki á íslensku Viðauki Á: Upplýst samþykki á spænsku Viðauki B: Upplýst samþykki á ensku Viðauki D: Spurningar á íslensku Viðauki Ð- Spurningar á spænsku (Cuestiones en Español) Viðauki E-Spurningar á ensku (Questions in English)

13 1 Inngangur Eins og í flestum löndum í Evrópu hafa Vottar Jehóva verið sýnilegir í íslensku samfélagi í meira en 50 ár og börn þeirra hafa gengið í mismunandi skóla um allt land. Vottar Jehóva er minnihlutahópur sem hefur verið partur af íslensku samfélagi áratugum saman. Vottar Jehóva búa yfir ákveðinni sérstöðu innan íslensks samfélags þar sem þeir í mörgum tilfellum fylgja ekki ríkjandi siðum samfélagsins og einnig má segja að þeir séu trúarlegur minnihlutahópur þar sem þeir fylgja ekki ríkjandi trú landsins. Í kennaranáminu er bent á mikilvægi þess að taka fjölbreytileikanum fagnandi þar sem nemendahópurinn verður fjölbreyttari ár frá ári. Samfélagið breytist hratt og með þeim breytingum koma mismunandi trúarbrögð. Börn Votta Jehóva hafa verið partur af íslensku skólasamfélagi í mörg ár og spyrja mætti hvort viðhorf til þessara barna innan skólakerfisins hafi breyst með breyttu samfélagi eða hvort þau séu þau sömu þrátt fyrir að stefnur og lög taki það skýrt fram að öllum sé frjálst að trúa því sem þeir vilja (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008). Höfundur er einn af Vottum Jehóva og er því honum verkefnið mjög hugleikið þar sem, að hans mati vantar frekari umræður og upplýsingar um upplifun foreldra í trúarlegum minnihlutahópum, og öðrum minnihlutahópum, sem geta gagnast kennurum og öðrum sem vinna með börn þeirra í skólakerfinu. Höfundur mun því með verkefninu leita svara við rannsóknarspurningunni og undirspurningunum þremur sem eru: Hver er upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva af skólakerfinu á Íslandi og á Spáni? Hver er upplifun þessara foreldra á samskiptum og upplýsingaflæði við umsjónarkennara og aðra starfsmenn skólans? Hver er upplifun foreldra á hugtakinu skóli án aðgreiningar? Hver er upplifun foreldra á líðan barnsins í skólanum? 1.1 Bakgrunnur og val á viðfangsefni Minnihlutahópar og trúarlegir minnihlutahópar eru þátttakendur í flestum samfélögum og þar með skólasamfélögum. Ogbu (1983) og Banks (2010a) benda þó á að oft sé komið fram við þá og börn þeirra af óréttlæti þar sem þeir í mörgum tilfellum fylgja ekki ríkjandi stefnu, trú, menningu og siðum samfélagsins. Trúarlegir minnihlutahópar búa samt yfir ákveðnum réttindum. Í Mannréttindasáttmála Evrópu (nr. 62/1994) kemur fram að fullorðnir og börn hafi frelsi til þess að velja sér trú (gr. 9.1). Í stjórnarskrá 11

14 Íslands (nr. 33/1944) er einnig dregið fram að allir landsmenn eigi að búa við trúfrelsi, bæði fullorðnir og börn. Þegar kemur að skólakerfinu er litið á trúfrelsi nemenda samtvinnað hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008). Nemendum skal ekki vera mismunað fyrir trú, menningu, siði og tungumál (Aðalnámskrá grunnskólanna, 2013; Börkur Hansen og Hanna Ragnarsdóttir, 2010). Réttur foreldra skal einnig tryggður innan skólakerfisins. Í Mannréttindasáttmála Evrópu (nr. 62/1994) er lögð áhersla á að réttur þeirra sem uppalendur sé virtur og að menntun og fræðsla barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir. Því má velta fyrir sér hvort þessum lögum og reglum sé framfylgt og mikilvægt að hlusta á raddir sem geta svarað því hvort þessum lögum og reglum sé framfylgt í skólakerfinu. Ástæða höfundar fyrir vali viðfangsefnisins var sú að hann er barn foreldra sem eru Vottar Jehóva. Alla grunnskólagönguna kenndu honum hópar kennara sem reyndu flestir að gera sitt besta til að ýta undir góða líðan og reyna að koma til móts við óskir foreldra hans. Eftir því sem höfundur best man var upplifun hans af skólagöngunni mjög jákvæð. Höfundur er elstur fjögurra systkina og hafa foreldrar hans verið í samskiptum við ýmsa kennara í meira en 20 ár, svo reynsla þeirra af skólakerfinu er orðin nokkur. Foreldrar hans hafa bæði jákvæða og neikvæða upplifun af samskiptum við kennara og það sama má segja um aðra foreldra og eru Vottar Jehóva sem höfundur þekkir til. Þess vegna taldi höfundur afar þarft að láta raddir einhverra þessara foreldra fá að heyrast þar sem ekki hefur verið gert eins verkefni á Íslandi áður. Mikið hefur verið skrifað um aðra minnihlutahópa í skólakerfinu á Íslandi en lítið verið fjallað um trúarlega minnihlutahópa. Ekkert efni er til um upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva, sem gerir verkefni sem þetta enn mikilvægara þar eð mikilvægt er fyrir skólakerfið að heyra raddir þeirra sem að því koma. Einnig er það mikilvægt til þess að gefa kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskólanna betri innsýn í það hvernig foreldrar sem eru Vottar Jehóva hugsa og hvernig þeir líta á hlutverk sitt sem foreldrar. Söfnuður Votta Jehóva á Íslandi er frekar fámennur og þar sem að í þessari rannsókn takmörkuðust þátttakendur hennar við það að vera hjón sem eru virkir Vottar Jehóva, sem eiga börn á yngsta stigi grunnskólans, var ekki um margar fjölskyldur að velja. Höfundur taldi mikilvægt að ekki væri hægt að rekja svör til þátttakenda rannsóknarinnar svo valdar voru tvær spænskar fjölskyldur sem pössuðu inn í þann ramma sem höfundur vann eftir. Höfundur hefur búið á Spáni í nokkur ár svo hann þekkti til nokkurra fjölskyldna sem eru Vottar Jehóva. Þrátt fyrir að íslenskt og spænskt skólakerfi séu ekki byggð upp á sama hátt má segja að viðmælendurnir hafi þurft að takast á við svipuð atriði þar sem trú Votta Jehóva 12

15 virkar alveg eins alls staðar í heiminum. Því ákvað rannsakandi að skoða heildarmynd af upplifun viðmælenda sem eru Vottar Jehóva og eiga börn í fyrsta til fjórða bekk. 1.2 Tilgangur og markmið verkefnis Tilgangur rannsóknarinnar var fyrst og fremst að gefa foreldrum sem eru Vottar Jehóva og eiga börn í skólakerfinu tækifæri á því að láta rödd sína heyrast. Vottar Jehóva eru ekki þekktir fyrir háar raddir í samfélaginu þótt þeir séu sýnilegir en það mætti segja að gagnrýnisraddirnar séu oft háværari. Mikilvægt er að foreldrar fái að tjá sig um reynslu og upplifun á skólakerfi barna sinna þar sem þessar raddir hafa ekki fengið að heyrast áður í íslensku samfélagi. Ef raddir fá ekki að heyrast þá veit enginn hver upplifun þeirra er. Í öðru lagi má segja að mikilvægt sé að gefa kennurum og öðrum einstaklingum sem umgangast börn Votta Jehóva nánari innsýn í trú þeirra, hlutverk foreldra og hverjar séu helstu ástæður þess að þeir fylgi ekki alltaf ríkjandi hefðum og stefnum skólasamfélagsins. Markmið rannsakanda er að búa til upplýsingaefni sem er gagnlegt og nýtist kennurum og öðrum sem hafa áhuga á að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig að fá að heyra raddir foreldra sem koma úr einum af mörgum trúarlegum minnihlutahópum á Íslandi sem tala um upplifun sína á skólakerfinu. Rannsókn á borð við þessa hefur ekki verið gerð á Íslandi áður og mikilvægt er að opna umræðuna um trúarlega minnihlutahópa, og minnihlutahópa almennt séð í skólakerfinu, og að foreldrar þeirra barna sem stunda nám við grunnskóla landsins geri sér grein fyrir að þeirra raddir þurfi líka að heyrast. 1.3 Uppbygging verkefnis Uppbygging verkefnisins skiptist í sex kafla, inngang, fræðilegan bakgrunn, aðferð rannsóknarinnar, niðurstöður, samantekt og lokaorð. Í fræðilega bakgrunninum mun rannsakandi fjalla um minnihlutahópa, bæði í skólakerfinu sem og foreldra í minnihlutahópum. Fjallað verður um trúarlega minnihlutahópa og trúarlega minnihlutahópa í skólastarfi og nemendur. Einnig verður fjallað um hlutverk kennara og nemenda í trúarlegum minnihlutahópum. Fjallað verður um fjölmenningu, fjölmenningarlega menntun og hlutverk umsjónarkennara í fjölmenningarlegri menntun. Einnig verður fjallað um hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, upphaf hennar í skólakerfinu, hugmyndafræði nútímans sem og virkni hennar í skólakerfinu í dag. Í lokin verður fjallað um Votta Jehóva, helstu ástæður fyrir trú þeirra, sýn þeirra á foreldrahlutverkið og hið 13

16 almenna skólakerfi, sem og hátíðisdaga. Aðferðarfræðikafli rannsóknarinnar fjallar til að mynda um rannsóknaraðferð, snið og ferli ásamt því að fjalla um nálgun, leyfi, siðferðileg atriði, þátttakendur, gagnaöflun, úrvinnslu og greiningu gagna. Í næsta kafla verður fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar þar sem helstu atriði viðmælendanna verða dregin saman. Eftir niðurstöðurnar koma svo umræður þar sem niðurstöður og fræðilegur bakgrunnur verða borin saman. Í lokin koma lokaorð, heimildaskrá og fylgiskjöl. 14

17 2 Fræðilegur Bakgrunnur Í þessum kafla verður fjallað um þann fræðilega grunn sem rannsóknin byggist á. Umfjöllunin skiptist í fjóra kafla og mun fyrsti kaflinn fjalla um útskýringar á hugtökum eins og meirihlutahópar, minnihlutahópar og trúarlegir minnihlutahópar, þar sem farið verður nánar í upplifun foreldra og nemenda, bæði úr minnihlutahópum og trúarlegum minnihlutahópum, á skólakerfinu sem og hlutverk kennara. Í öðrum kafla verður fjallað um fjölmenningu, fjölmenningarlega menntun og hlutverk kennara í fjölmenningarsamfélagi. Í þriðja kafla verður fjallað um skóla án aðgreiningar, upphaf hugmyndafræðinnar, útfærslu hennar í dag og virkni hennar. Að lokum í fjórða kafla verður fjallað um Votta Jehóva, uppruna trúarinnar, virkni hennar í dag, hlutverk foreldra, sýn á skólagöngu barna sinna og hátíðisdaga. 2.1 Meirihlutahópar og minnihlutahópar Í flestum samfélögum eru bæði meirihluta- og minnihlutahópar. Í hverju landi býr afar fjölbreyttur hópur íbúa sem setur lit sinn á hin margbreytilegu og fjölbreyttu samfélög. Í flestum löndum eru samfélög sem samanstanda af meirihlutahópum (e. mainstream) eða ríkjandi hópum og einum eða fleiri minnihlutahópum (e. minority, e. minority groups). Erfitt er að finna samfélag þar sem allir eru jafnir og flokkast í sama hópinn. Vegna menningar, siða, uppruna og trúar er erfitt að flokka ekki samfélagið upp í tvo meginhópa sem eru meirihluta- og minnihlutahópar. Þessi flokkun er notuð hvort sem er verið að tala um samfélög innan ákveðins lands, ríkis eða skólakerfis. Það sama má segja um íslenskt samfélag í dag. Vegna fólksflutninga, innflytjenda og flóttamanna hefur íslenskt samfélag breyst afar hratt og er orðið mun fjölbreyttara en áður (Ogbu, 1983; Unnur Dís Skaptadóttir, 2003). Þó svo að orðið minnihlutahópur sé notað í íslensku máli er athugavert að sjá að ekki finnst útskýring á því orði í íslenskri orðabók. Einungis er það nefnt í Stóru orðabókinni um íslenska málnotkun (Jón Hilmar Jónsson, 2005) í því samhengi að minnihlutahópur sé kúgaður minnihlutahópur (bls. 1215). Þó svo að erfitt sé að finna greinagóðar útskýringar á þessum hugtökum á íslenskri tungu þá finnast þau þó í öðrum tungumálum. Í enskri orðabók er hægt að finna bæði hugtökin. Hugtakið meirihlutahópur (e.mainstream) sem ríkjandi stefna eða meginstraumur 1 og hugtakið minnihluti eða minnihlutahópur (e.minority, minority groups) sem er útskýrt sem: 1 The principal or dominant course, tendency or trend (Webster s Encyclopedic Unabridged dictionary of the English language, 1994). 15

18 Lítil eining eða hópur sem fylgir ekki meirihlutanum. Sérstaklega vegna kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernisbakgrunns einstaklinga innan hópsins sem er ekki sá sami og meirihluti íbúanna, sérstaklega þegar munurinn er augljós og getur valdið eða valdið auknum líkum á því að meðlimir innan hópsins eigi eftir að vera beittir óréttlæti (þýð. höf.) 2. Bandaríski prófessorinn James A. Banks hefur fjallað um minnihlutahópa og meirihlutahópa í bandarísku samfélagi og skólum. Banks (2010b) útskýrir að meirihlutahópurinn í bandarísku samfélagi samanstandi af einstaklingum með bandarískan ríkisborgararétt (e.mainstrem American) sem eru yfireitt hvítir Engil-Saxneskir mótmælendur í millistétt eða hærri stéttum. Mikilvægt er að ríkisborgarinn deili flestum ríkjandi þjóðernis- og menningareinkennum innann þjóðarinnar til þess að passa inn í hópinn. Af orðum Banks má líklega gera ráð fyrir því að afar stór hópur íbúa í Bandaríkjunum passi ekki inn í þennan meirihlutahóp þar sem margir íbúar landsins eru með annan litarhátt, tungumál eða eru innflytjendur eða flóttamenn sem hafa sest að í Bandaríkjunum. Minnihlutahópar eiga í aukinni hættu á að verða fyrir óréttlæti. Zeus Leonard (2012) bendir á í bókinni Encyclopedia of diveristy in education að minnihlutahópar séu hópar sem eru oft ekki partur af, eða jaðarsettir í sínu landi eða samfélögum. Meirihlutahópar hafa oft notað ýmsar leiðir til þessa að skerða völd minnihlutahópa bæði núna og í fortíðinni. Dæmi um þetta er meðal annars, svartir í Bandaríkjunum, hvítir menn í Afríku, þrælar hér áður fyrr og indíánar. Einnig bendir hann á að þegar eitthvað gengur á í þeim samfélögum þar sem fólk í minnihlutahópum býr og félagsleg spenna hækkar, er oftar en ekki brotið á borgararéttindum minnihlutahópa. Margir einstaklingar í minnihlutahópum hafa upplifað ýmsar gerðir óréttlætis í þeirra garð sem birtist í ýmsum myndum. Rannveig Traustadóttir (2008) bendir meðal annars á að nemendur í minnihlutahópum, líkt og fatlaðir, eiga í meiri hættu að verða fyrir fjölmörgum mismunandi jaðaráhrifum þar sem þeir eru ekki álitnir jafn mikilvægir og nemendur í meirihlutahópum Meirihlutahópar og minnihlutahópar í skólastarfi Börn í minnihlutahópum eiga oft erfitt uppdráttar. Jim Cummins (2003) nefnir að oft er ástæða fyrir því að börn í minnihlutahópum gengur verr í námi en þeim börnum sem 2 A smaller party of group opposed to a majority or a small group differing especially in race, religion or ethnic background, from the majority of a population especially when the difference is obvious and cause or is likely to cause members to be treated unfairly (Webster s Encyclopedic Unabridged dictionary of the English language, 1994). 16

19 eru í meirihlutahópum. Í flestum löndum eru það ríkjandi stéttir sem sjá um uppbyggingu menntakerfisins, þar sem mismunur á mannlegum eiginleikum nemenda er mjög sýnilegur. Þau börn sem tilheyra meirihlutahópum tala yfirleitt ráðandi tungumál og skilja hefðir landsins og menningu. Ekki er hægt að draga orð Cummins í efa þar sem þau börn sem tilheyra minnihlutahópum, tilheyra ekki ríkjandi meirihlutahópum í landinu, og eru oft af öðrum kynþætti, tala annað tungumál og tilheyra annarri menningu. Athugavert er að sjá hvernig Ajágan-Lester (2001) talar um nemendur í minnihlutahópum og bendir á að þeir séu oft kallaðir nemendur með sérþarfir (e. students with special needs) þrátt fyrir að búa ekki yfir neinum fötlunum. Í þessu samhengi er undirstrikað að þeir eru kallaðir þetta þar sem þeir eru í raun og veru útilokaðir frá því sem eðlilegt er í stað þess að vera boðinn aukinn réttur á sjálfræði og búa yfir sameiginlegum viðhorfum og hagsmunum sem þeir eiga rétt á samkvæmt þeirri námskrá sem skólar fara eftir í hverju landi. Í því samhengi talar Banks (2010b) um hugtakið námskrá meirihlutans (e. mainstream-centric curriculum) þar sem hann bendir á að almennir skólar og námskrár eiga það til að vera skipulagðar í kringum ríkjandi meirihlutamenningu hvers lands. Banks (2010a) nefnir ennfremur að nemendur í meirihlutahópum fara eftir námskrá sem leggur áherslu á reynslu almennra bandarískra neytenda, þ.e.a.s leggur meiri áherslu á reynslu meirihlutahópa en minnihlutahópa. Það að námskráin sé einungis skipulögð á þennan máta eykur það líkurnar á því að nemendur í meirihlutahópum fái neikvæða mynd af nemendum í minnihlutahópum, þar sem þeir eiga á hættu að halda að þeir séu æðri en nemendur í minnihlutahópum. Þessi hugsunarháttur getur gert það að verkum að nemendur í meirihlutahópum hafi ekki áhuga á samskiptum við nemendur sem eru af öðrum kynþætti eða trúarbrögðum. Þeir missa einnig af frábæru tækifæri að fá að læra um menningu og sögu annarra þjóðarbrota, kynþátta, tungumála og trúarhópa beint frá þeim en ekki aðeins frá því sjónarhorni sem kennt er, út frá bandarísku námsefni og skólabókum. Námskrá meirihlutans getur þar af leiðandi haft slæm áhrif á nemendur úr minnihlutahópum sem koma flestir Afríku, Suður- Ameríku og Asíu og eru partur af bandarísku skólasamfélagi. Þetta getur einnig leitt til þess að fólk í minnihlutahópum eigi í meiri hættu á að finna fyrir útilokun (e. exclusion) á einhvern hátt. Bent hefur verið á þá tilhneigingu að flokka nemendur í skólakerfinu (Steingerður Ólafsdóttir o.fl., 2015). Nemendur í minnihlutahópum eru til að mynda flokkaðir eftir mismunandi uppruna, litarhætti, móðurmáli, efnahag foreldra, kyni, kynhneigð, kynferði, fötlun og trú. Þessir 17

20 einstaklingar, sem flokkast í slíka minnihlutahópa, eru líklegri til að verða fyrir höfnun, aðgreiningu og útilokun sem getur haft áhrif á líðan þeirra innan veggja skólans Foreldrar í minnihlutahópum Flestallir nemendur eiga foreldra og þeirra upplifun á skólakerfinu getur verið misjöfn. Samt sem áður hafa rannsóknir sýnt fram á að flestir foreldrar, eða í þessu tilfelli bandarískir foreldrar, hafa trú á því að góð menntun sé mikilvægur þáttur þess að tryggja börnum þeirra farsæla framtíð (Cole og Omari, 2003; Stevenson, Chen og Uttal, 1990). En það er ekki einungis hlutverk kennarans að sjá um menntun barnanna heldur hafa allir foreldrar mikil áhrif á það hvernig menntun barna þeirra gengur. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi barna sinna og bera ábyrgð á heimanámi og öðru tengt skólanum þá hefur það góð áhrif á þau sem og námsframvindu þeirra út alla grunnskólagönguna (Fan og Chen, 2001; Jeynes, 2003; Mau, 1997). Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að ef að foreldrar taka þátt í skólastarfi barna sinna hefur það ekki einungis áhrif á þætti eins og námsframvindu heldur einnig þætti eins og árangur, betri mætingu, auknari vilja til þess að ná árangri, minni líkur á að hætta í skóla, betri líðan, hegðun og aukin félagsleg tengsl við samnemendur (Fan og Chen, 2001; Hill o.fl, 2004). Það sama er að segja um alþjóðlegar rannsóknir gerðar utan Bandaríkjanna sem hafa leitt í ljós að gott foreldrasamstarf hefur jákvæð áhrif á skólagöngu barna frá hinum ýmsu löndum (Deslandes, Royer og Turcotte, 1997; Mau, 1997; Villas-Boas, 1998). Þess vegna er mjög mikilvægt að foreldrar taki virkan þátt í skólastarfi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskólanna (2013) er sammála því og bendir á að farsæl námsframvinda nemenda byggist á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna, taki þátt í námi þeirra og eigi gott samstarf við skólann út alla grunnskólagönguna. Epstein (1995) og Epstein o.fl (2009) benda á mikilvægi þess að halda samstarfi heimila og skóla mjög góðu þar sem mikilvægt er að bera virðingu fyrir skoðunum allra foreldra. Foreldrar geta verið fjölbreytt flóra fólks og ekki á að skipta máli hver sé trú þeirra, menning, kynhneigð eða tungumál þegar kemur að samstarfi milli heimila og skóla. Því betri sem samskiptin eru því auðveldara er að taka á þeim margvíslegu vandamálum sem geta komið upp í skólastarfi. Samstarf foreldra er mikilvægt alveg sama hvort þeir eiga nemendur í meirihluta- eða minnihlutahópum í skólakerfinu. Elsa Sigríður Jónsdóttir (2010) bendir einnig á að mikilvægt sé fyrir kennara að viðurkenna ólíkan fjölbreytileika foreldra og mikilvægt sé að setja sig í spor þeirra með því að reyna að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni. 18

21 Mikið hefur verið skoðað almennt séð um áhrif foreldra á skólagöngu barna sinna (Henderson og Mapp, 2002; Jeynes, 2005). Ekki hefur þó verið nægilega mikið skoðað hvernig foreldrar í minnihlutahópum (e. minority parents) líta á skólagöngu og námsframvindu barna sinna. Mest hefur þetta verið skoðað í Bandaríkjunum þar sem meðal annars Jaynes (2003) bendir á að foreldrar í minnihlutahópum séu yfirleitt einstaklingar sem eru verr settir í samfélaginu en meirihlutinn. Þá er verið að meina að þeir þéni minna sem gerir það að verkum að þeir eru með minna á milli handanna og þurfa oft að vinna meira. Það sama má segja um fólk sem kemur frá öðru þjóðerni og býr yfir annarri trú og menningu en meirihluti íbúa landsins sem og einstæðir foreldrar. Jaynes (2003) bendir einnig á að hópur fólks í millistétt sem býr yfir ólíkri menningu og uppruna sem talar ríkjandi tungumál landsins sem annað tungumál flokkast sem foreldrar í minnihlutahópi. En þrátt fyrir að staða þeirra í samfélaginu sé ekki alltaf sterk hafa rannsóknir sýnt fram á að þessir foreldrar séu börnunum sínum afar mikilvægir. Þeir eru viljugir að taka þátt í skólastarfi barna sinna og hafa áhuga á því hvernig þeim gengur í skólanum. Einnig hefur verið sýnt fram á það að eins og hjá foreldrum í meirihluta hefur gott foreldrasamstarf jákvæð áhrif á skólagöngu og námsárangur nemenda í minnihlutahópum (Chavkin og Williams, 1993; Diaz, 2000; Goldenberg, Gallimore, Reese, og Garnier, 2001; Daniel-White, 2002; Jaynes, 2003). Chavkin og Williams (1993) rannsökuðu einnig mismunandi hópa foreldra í minnihluta í Bandaríkjunum og kom í ljós að mikill meirihluti þátttakenda var sammála því að það skipti miklu máli að vera partur af og skipta sér af menntun barna sinna sem og að taka þátt í því sem færi fram í skólanum. Áhugavert var að sjá að flestir þátttakendur rannsóknarinnar vildu vera vissir um það að börn þeirra sinntu sinni heimavinnu og einnig leituðu þeir ráða hjá umsjónarkennara um það hvernig þeir gætu hjálpað börnunum sínum. Einnig höfðu foreldrar í minnihlutahópum áhuga á að hafa eitthvað til málanna að leggja eins og við val á agaaðferðum í skólastofunni, magn heimavinnu, skólareglum og við að meta framfarir barna sinna í námi (Chavkin og Williams, 1993). Einnig hefur verið bent á að það sé jákvætt fyrir nemendur að foreldrar í minnihlutahópum taki þátt í skólastarfi. Samstarfið getur haft ýmis jákvæð áhrif eins og til að mynda hefur kennari aukinn skilning á fjölskyldu og því samfélagi sem nemandinn kemur frá, foreldrar fá meiri skilning á því hvernig skólinn virkar og ýmis aukin tækifæri til að hafa áhrif á skólamenningu (Trumbull, Rothstein-Fisch og Hernandez, 2003). En þrátt fyrir áhuga foreldra í minnihlutahópum á þátttöku og skoðunum á námi barna sinna þá fá þeir færri tækifæri til þátttöku í skólastarfi sem byggir á foreldrasamstarfi en 19

22 foreldrar í meirihlutahópum (Chavkin og Williams, 1993; Gennen, Powers og Lopez- Vazquez, 2001). Chavkin og Willams (1993) segja þetta ekki góðar fréttir þar sem mikilvægt er fyrir foreldra í minnihlutahópum að fá mörg mismunandi tækifæri á því að taka virkan þátt í skólastarfi barna sinna. Börn sem fá ekki hvatningu í námi og standa sig illa eru flestir lélegir á vinnumarkaði, sem býr til vond keðjuverkandi áhrif fyrir allt samfélagið. Þess vegna er mikilvægt fyrir foreldra í minnihlutahópum að fá tækifæri á virkri þátttöku í skólastarfi. En hver er ástæðan fyrir því að þeir gera það ekki þrátt fyrir að vilji þeirra sé til staðar? Jaynes (2003) bendir á að margar mismunandi ástæður eða breytur geta verið til staðar sem koma í veg fyrir að þeir taki þátt í skólastarfi barna sinna. Til að mynda eru þetta þættir eins og tungumálatakmarkanir, minni menntun, minna sjálfsálit, lægri samfélagsleg staða og lægri innkoma, ólíkar leiðir í barnauppeldi, skortur á félagslegu tengslaneti og slæm fyrri reynsla af skólakerfinu (Colbert, 1991; Daniel-White, 2002; Davies, 1993; Lareau, 1987; Li, 2003; Pena, 2000). Samt sem áður hafa foreldrar í minnihlutahópum ekki alltaf valdið sjálfir því þó svo að viljinn sé til staðar þá þurfa umsjónarkennarar líka að vinna með þeim að farsælu samstarfi. Jaynes (2003) bendir á að hugarfar kennara í þessum málum skipti sköpum. Rannsóknir benda á að kennarar hafa ekki endilega jákvæða upplifun á því hver sé í raun og veru geta og virkni foreldra í minnihlutahópum og hvað þeir telja að virki í raun og veru í foreldrasamskiptum. Einnig hafa þeir áhrif á það hvort foreldrar í minnihlutahópum finnist þeir vera velkomnir í skólann og hafi jákvæða upplifun af samskiptum (Daniel-White, 2002; Davies, 1993; Garcia, 2004; Hill og Craft, 2003). Crozier (2001) bendir einnig á að foreldrar í minnihlutahópum hafa ýmislegt upp á að bjóða en eru oft talin ósýnileg af samfélaginu. Crozier og Davies (2007) rannsökuðu meðal annars foreldra frá Pakistan og Bangladesh sem eru minnihlutahópur í Bretlandi. Þessir foreldrar aðhylltust aðra trú, höfðu annað tungumál, menningu og annað litarhaft en meirihluti íbúa Bretlands. Þau benda á að fólkið frá Pakistan hafi tekið virkari þátt í skólamálum barna sinna og höfðu áhuga á menntun þeirra. Þau benda þó á að mikilvægt væri fyrir kennara að taka fyrsta skrefið í samskiptum þar sem skólamenning í þeirra landi væri öðruvísi en í Bretlandi. En sömu sögu var ekki að segja um fólkið frá Bangladesh, það sýndi menntun barna sinna ekki mikinn áhuga, mætti aldrei á neina skólaviðburði og í raun og veru gerði það sér ekki grein fyrir mikilvægi foreldrafunda né foreldrasamstarfs. Þannig er það misjafnt á milli foreldra í 20

23 minnihlutahópum hvernig þeir takast á við skólamál, hvaða hugmyndir þeir hafa um menntun barna sinna og samskipti við umsjónarkennara. Valdés (1996) bendir á að foreldrar í minnihlutahópum eigi það oft til að misskilja kennara eða menningu og venjur skólasamfélagsins. Sérstaklega þegar fjölskyldan kemur frá öðru menningarsamfélagi, talar annað tungumál og er annarrar trúar en meirihlutinn. Þá getur myndast togstreita á milli foreldra og kennara þar sem eitthvað sem er talið vani af fjölskyldunni er ekki vani í skólakerfinu og svo öfugt. Becher (2006) bendir einnig á að foreldrar í minnihlutahópum í Noregi líti oft öðrum augum á menntun en foreldrar í meirihlutahópum og sé meiri áhersla lögð á að börnin þeirra hjálpi til á heimilinu eða fari að vinna eins fljótt og þau geta. Einnig nefna foreldrar í minnihlutahópum að þeir eigi oft erfitt með að passa inn í norskt samfélag og eigi erfitt með að vera í góðu sambandi við kennara barna sinna og mynda sambönd við aðra Norðmenn. Á Íslandi hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir á upplifun foreldra í mismunandi minnihlutahópum í skólakerfinu. Fyrst og fremst hafa verið skoðaðir hópar foreldra sem hafa komið til Íslands sem innflytjendur. Hanna Ragnarsdóttir (2007) bendir á að fyrst og fremst þurfi að hjálpa innflytjendum að reyna að taka fullan þátt í skólum og samfélaginu þar sem sýnt hefur verið fram á að skortur sé á samskiptum og tengslum milli heimila og skóla hjá innflytjendum, en þá aðallega í samskiptum í leikskólum (Anna Lilja Sævarsdóttir, Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Hermína Gunnþórsdóttir, 2013; Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2004; Hanna Ragnarsdóttir, 2004). Hanna Ragnarsdóttir (2007) rannsakaði upplifun 10 fjölskyldna frá árunum þar sem kom fram að skorti nokkuð á upplýsingaflæði milli skóla og heimila, einkum frumkvæði frá skólanum þó svo að það væri mismunandi á milli kennara. Hún bendir einnig á að rof hefur myndast á milli sumra heimila og skóla þar sem samskipti og gagnkvæmur skilningur er takmarkaður sem og oft væru ólíkar hugmyndir á milli skóla og heimila um ábyrgð, hlutverk og reglur. Hún bendir einnig á að foreldrar í minnihlutahópum leggi sig fram við aðlögun í nýju samfélagi og skólum en þeim finnist það erfitt. Þeim er annt um hagsmuni barna sinna og gera það, því að þeir vilja það besta fyrir börnin sín. Þessir foreldrar fá ekki mikinn stuðning frá skólum eða samfélagi, sem gerir það að verkum að þeir víkja frá sínum kröfum fyrir nýjar og los kemur á fjölskyldurnar, þar sem börnin neita að sinna þeim hlutverkum sem þau höfðu áður og voru eðlileg í þeirra samfélagi (Hanna Ragnarsdóttir, 2007). Birgitta Birna Sigurðardóttir (2012) er sammála fyrri rannsóknum og nefnir í sinni rannsókn að erfitt hefði verið að virkja foreldra í minnihlutahópum í samstarfi og oft 21

24 teldu þeir sig vera haldna minnimáttarkennd gagnvart öðrum starfsmönnum grunnskólanna. Einnig kom fram að foreldrarnir voru sammála því að þeim fyndist gott ef kennarinn vissi meira um nemendur eins og menningu, siði og trú svo fátt eitt sé nefnt. Hanna Ragnarsdóttir (2007) nefnir einnig að það sé mikilvægt fyrir foreldra í minnihlutahópum að upplýsa umsjónarkennara um þætti eins og menningu, trú, grundvallargildi og væntingar til skólans sem og hugmyndir þeirra um menntun. Þessar upplýsingar geta hjálpað umsjónarkennara að skilja foreldrana og börn þeirra betur og getur leitt til betra samstarfs Trúarlegir minnihlutahópar Í flestum löndum í heiminum er ein ríkjandi trú. Ríkjandi trú er ekki sú sama heldur er hún breytileg eftir löndum. Samt sem áður eru yfirleitt fleiri trúarbrögð í þessum löndum. Þessi trúarbrögð eru þá minna ríkjandi í landinu þótt svo að fólk aðhyllist og stundi þau að jafnaði og kallast þau trúarlegir minnihlutahópar (e.religious minority, e. religous minority groups). Til að mynda á Íslandi eru flestir kristinnar trúar, eða lúterskir, og flestir íbúar landsins, eða um , eru skráðir í íslensku þjóðkirkjuna, sem er stærsta evangelíska-lúterska kirkjan á Íslandi. Trúarlegur fjölbreytileiki hefur vaxið töluvert seinustu árin bæði með útlendingum frá ýmsum löndum sem hafa sest hér að og með aukinni fjölgun trúfélaga. Á um 20 árum hefur skráning þeirra farið úr 17 í 45 og á þessum tíma hefur orðið 30% fólksfækkun í þjóðkirkjunni sem og aukinn fjöldi sem er utan trúfélaga sem á þessum tíma hefur aukist um meira en 4 % (Hagstofa Íslands, e.d.-b). Það mætti því segja að þessi 45 trúfélög utan íslensku þjóðkirkjunnar séu trúarlegir minnihlutahópar þar sem þeir fara ekki alltaf eftir ríkjandi trú landsins. En þrátt fyrir það að vera partur af trúarlegum minnihlutahópum búa þeir einstaklingar yfir sömu réttindum og lögum og einstaklingar í ríkjandi trú landsins þar sem á Íslandi og í Evrópu ríkir trúfrelsi. Í Mannréttindasáttmála Evrópu (nr. 62/1994) er bent á að sérhver maður og barn sé frjálst til þess að hafa sína eigin trú (gr. 9.1). Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna (nr.18/1992) undirstrikar réttindi barna enn frekar og bendir á að mikilvægt sé að virða rétt barna til frjálsar trúar (gr. 14.1). Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) bendir líka á að allir eigi rétt á trúfrelsi og rétt á að iðka trú sína samkvæmt sannfæringu hvers og eins (gr ). Trúfrelsi er grundvallarmannréttindi í okkar samfélagi og réttur allra manna til þess að aðhyllast ákveðna hugsun, samvisku eða trú. Þrátt fyrir það nefnir Robbins (2001) að trúarlegir minnihlutahópar alls staðar í heiminum í dag eigi í meiri hættu en aðrir ríkjandi trúarhópar á að verða fyrir fordómum og/eða misrétti og þurfa oft að berjast fyrir rétti sínum. Fólk sem eru partur af trúarlegum minnihluta á líka einnig í meiri hættu á að 22

25 verða fyrir óréttlæti og fordómum, sérstaklega þegar trú þess getur stangast á við ríkjandi hefðir samfélagsins eða ríkjandi trú ríkisins eða landsins. Það sama er að segja á Íslandi, fordómar gagnvart trúarlegum minnihlutahópum eru ennþá við lýði í dag. Þetta má meðal annars glöggt sjá í könnun Rauða krossins um viðhorf til nokkurra minnihlutahópa (IMG Gallup, 2005) þar sem 22,2% svarenda voru ósáttir við það að múslimi byggi í næsta húsi, jafnvel þó þeir þekktu einstaklinginn ekki neitt. Í bókinni Islam með afslætti (2008) er talað við Yousef, sem er múslimi og bendir hann á að mikilvægt sé að minnka fordóma í garð múslima. Fordómar stafi oft af fáfræði og hugmyndir og skoðanir séu alhæfðar um málefni sem einstaklingur hefur ekki kynnt sér til hlítar. Toshiki Toma (2007) bendir á að allir einstaklingar búi yfir fordómum af einhverju tagi. Hann bendir ennfremur á að mikilvægt sé að viðurkenna að þeir séu til staðar til þess að gera sér betur grein fyrir þeim og unnið að því að losa sig við þá. Fordómar eru viðkvæm fyrirbæri og eru mörg grá svæði sem varast þarf. Það sem skiptir helstu máli er að vera meðvitaður um eigin fordóma og læra af þeim, auk þess að vera tilbúinn að ræða við aðra, læra af þeirra skoðunum og áliti. Það er mikilvægur þáttur til að minnka eða losna við fordóma. Ennfremur bendir Yousef á að með því að minnka fordóma til múslima og allra annarra trúarbragða í minnihlutahópum er mikilvægt fyrir alla að viðurkenna eigin fordóma og geta fyrirbyggt þá með fræðslu og upplýsingagjöf, sem ætti að auka víðsýni í samfélaginu og hjá komandi kynslóðum (Viðar Þorsteinsson og Yousef Ingi Tamimi, 2008). Athugavert var að skoða niðurstöður um viðhorf ungmenna í íslensku fjölmenningarsamfélagi til menningar- og trúarlegs margbreytileika á Íslandi (Gunnar E. Finnbogason, Gunnar J. Gunnarsson, Halla Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2011) þar sem meira en 60% ungmenna voru sammála því að það væri sjálfsagt að öll trúarbrögð fengju að blómstra og reisa sér bænahús, meira en 78,3% af fólki mætti klæða sig eins og það vill af trúarlegum ástæðum og meira en 60% voru sammála því að önnur trúarbrögð en kristni mættu eflast á Íslandi. Einnig var áhugavert að sjá að 56,9% voru viss um tilvist Guðs, þar sem ungu fólki finnst mikilvægt að vita að það sé einhver æðri kraftur til, þótt svo að það sé ekki trúað. Það má því sjá af þessum niðurstöðum að komandi kynslóð er ef til vill umburðarlyndari fyrir trúarlegum minnihlutahópum en kynslóðir sem á undan hafa verið. Einnig kom fram í grein Hönnu Ragnarsdóttur, Gunnars J. Gunnarssonar, Gunnars E. Finnbogasonar og Höllu Jónsdóttur (2016) um sömu rannsókn að ungmennum á Íslandi fannst það sjálfsagt mál að taka tillit til þess að fólk hefði ólíkar skoðanir og að það væri ekki hægt að krefjast þess að þeir sem hingað flyttu breyttu um trú og siði. 23

26 Anna Katrín Guðmundsdóttir (2015) nefnir í meistararitgerð sinni að þó svo að viðhorf Íslendinga hafi breyst til hins betra þá væri oft erfitt fyrir fólk í trúarlegum minnihlutahópum að iðka trú sína á sýnilegan máta. Fólki á Íslandi fyndist oft óþægilegt þegar einhver vill vera öðruvísi og iðka trú á sýnilegan máta. Hún bendir samt á að trú allra viðmælenda hennar skiptir þá mjög miklu máli. Magnús Þorkell Bernharðsson (2007) bendir á það sama og Anna og nefnir að trúarbrögð skipti fólki miklu máli vegna þess að þau veiti fólki huggun, svör og stuðning, fela í sér trúverðugleika, eitthvað satt, rétt og gott. Það gætu verið helstu ástæður þess að einstaklingar hafa tekið upp trúarbrögð minnihlutahópa. Hann bendir ennfremur á að þar sem íslenskt samfélag breytist hratt sé mikilvægt að skólakerfið og hið akademíska samfélag fjalli um trúarbrögð á ábyrgan hátt Trúarlegir minnihlutahópar, skólastarf og nemendur Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á upplifun og reynslu bæði nemenda og foreldra í trúarlegum minnihlutahópum á Íslandi, eða upplifun þeirra á skólakerfinu. En í löndum eins og Kanada, Frakklandi og Englandi hefur verið skoðuð upplifun múslima og annarra trúarlegra minnihlutahópa á almenna skólakerfinu og hvaða leiðir hafa verið notaðar til þess að koma til móts við bæði nemendur og foreldra og hvaða leiðir kennarar hafa notað til þess að kenna mismunandi nemendum í trúarlegum minnihlutahópum (Chan, 2006; Hillier, 2014; Ipgrave, 2010; 2011; Ipgrave, Miller og Hopkins, 2010; McAndrew, Ipgrave og Triki-Yamani, 2010; Niyozov, 2010; Niyozov og Pluim, 2009). Ipgrave (2011) nefnir að í skólum á Englandi hafi sumum nemendum verið mismunað fyrir það að ganga með höfuðslæðu í skólanum, vegna þess að það væri ógnandi og ætti tengsl við hryðjuverkastarfsemi, eða kennari sem trúði á þróun fannst ekki til þess komið að kenna bæði þróun og sköpunarsöguna þrátt fyrir að nemendur trúðu á báða þætti. Dæmi eins og þessi tvö sína að trú nemenda í enska skólakerfinu getur oft verið ágreiningsmál. Þrátt fyrir að skólar á Englandi hafi það að leiðarljósi að vinna á móti fordómum og fagna fjölbreytileika innan skólanna. Hillier (2014) sem er frá Kanada bendir á að oft geti verið áskorun fyrir skóla að takast á við trúarlegan fjölbreytileika nemenda, en trúarlegur fjölbreytileiki í skólastarfi er partur af kenningum sem flokkast undir fjölmenningu og að gera öllum kynþáttum jafnt undir höfði (Banks, 1995;2001;2010c). Samt sem áður bendir Ipgrave (2010) á hve mikilvæg trúarleg sjálfsmynd er fyrir nemendur í trúarlegum minnihlutahópum og ef hana skortir getur það haft áhrif á 24

27 sjálfstraust nemenda, námsárangur og að þeir flosni upp úr námi. Einnig hefur verið sýnt fram á að múslimskir nemendur frá Pakistan og Bangladesh sýni lakari námsárangur en aðrir samnemendur og er því mikilvægt að hafa í huga að samþætta íslamska menningu að einhverju marki í skólakerfinu. Ipgrave, Miller og Hopkins (2010) benda á að almenningsskólar í Englandi reyna eftir sinni bestu getu að taka trúarlegum minnihlutahópum vel. Í rannsókn sinni á þremur skólum í Englandi fór hver og einn skóli sínar eigin leiðir til þess að vinna með ólík trúarbrögð nemenda. Þau komust samt að sameinginlegum útgangspunkti hjá öllum þrem skólunum og var það ef að skólastjórar og deildarstjórar áttuði sig á mikilvægi trúarlegs uppruna nemenda, hafði það áhrif á aukna þátttöku og námsárangur þeirra í skólakerfinu. Skólarnir í rannsókn Ipgrave, Miller og Hopkins (2010) fóru hver sína leið við að takast á við fjölbreytt trúarbrögð nemendahópa, en samt sem áður reyndu þeir að gera öllum trúarbrögðum nemenda jafnt undir höfði. Fulltrúar skólanna nefndu til dæmis að margir nemenda skólanna væru annaðhvort kristinnar trúar eða íslamstrúar og væri öllum nemendum frjálst að tala um trúmál og Guð, alveg sama hvort þeir tryðu á Guð eða Allah. Á sal væru sagðar sögur jafnt úr Biblíunni sem og úr Kóraninum, til þess að gera öllum nemendum jafnt undir höfði, þeir fengju að hlusta á það sem væri sameiginlegt og ekki úr þessum tveimur stóru trúarritum. Einnig væri mikilvægt að jafnt væri komið fram við alla nemendur skólans og mikilvægt væri að að menning þeirra og bakgrunnur væri partur af ákveðnum kennslustundum í skólanum þannig að reynsla þeirra að heiman væri mikilvæg. Allir nemendur skólans þyrftu að læra, skilja og bera virðingu fyrir trú annarra nemenda. Líka var nefnt mikilvægi þess að finna sameiginlegan útgangspunkt á milli trúarbragða allra nemenda í hverjum bekk til þess að hjálpa öllum að skilja betur og finnast þeir vera partur af einhverju. Hillier (2014) er á sama máli og bendir á mikilvægi trúar í kanadísku samfélagi og skólum. Hún bendir einnig á að sem partur af fjölmenningarlegri kennslu sé mikilvægt fyrir kennara að samþætta mismunandi trúarbrögð inn í almenna kennslu því að ekki ætti að skilja neinn nemanda útundan. Hún bendir ennfremur á að ekki sé gert ráð fyrir því í almennri trúarbragðafræðslu að kenna eigi um trúarlega minnihlutahópa og ef að það væru nemendur í bekknum af ákveðnum trúarlegum minnihlutahóp þá væri það tekið fyrir sem partur af kennslu í fögum sem tengjast samfélagsfæði. Þess vegna skiptir afar miklu máli hvaða leiðir kennarinn velur til þess að kenna og fjalla um málefni trúarlegra minnihlutahópa. 25

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Á ég virkilega rödd?

Á ég virkilega rödd? Á ég virkilega rödd? Hver er upplifun foreldra barna á einhverfurófinnu af menntastefnunni skóli án aðgreiningar? Guðrún Ása Jóhannsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Á ég virkilega

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Komið til móts við fjölbreytileika

Komið til móts við fjölbreytileika Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafsdóttir Komið til móts við fjölbreytileika Fullorðinsfræðsla fyrir innflytjendur og samþætting

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Þorbjörg

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla

Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla Anna Guðrún Júlíusdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Fagleg sjálfsrýni: Starfsþróun

More information

Það var bara yfir eina götu að fara

Það var bara yfir eina götu að fara Það var bara yfir eina götu að fara Reynsla mæðra barna með þroskahömlun af skólagöngu þeirra Sigrún Jónsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Það var bara yfir eina götu

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Þar sem margbreytileikinn lifir

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Þar sem margbreytileikinn lifir MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Þar sem margbreytileikinn lifir stofnanafrumkvöðlakraftar í fjölmenningu Hildur Hrönn Oddsdóttir Leiðbeinandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir Viðskiptafræðideild Júní

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur

Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Einstaklingsmiðað nám í samvinnu við nemendur Notagildi einstaklingsáætlunar í grunnskóla Magnús G. Sigurðsson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Einstaklingsmiðað nám í samvinnu

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

10. kafli fordómar og mismunun

10. kafli fordómar og mismunun 10. kafli fordómar og mismunun Eðli og víddir fordóma (nature and dimensions of prejudice) Þegar einn hópur fólks hatar annan hóp svo mikið að þeir geta af ásettu ráði pynt og myrt saklausa óbreytta borgara

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi nám Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi

Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi Unnur Dís Skaptadóttir Háskóla Íslands Erla S. Kristjánsdóttir Háskóla Íslands Útdráttur:

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Kolbrún Þ. Pálsdóttir Þátttökurannsókn á tómstundastarfi

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2012 Einelti og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis Bjarnheiður Jónsdóttir og Elín Birna Vigfúsdóttir Lokaverkefni Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information