10. kafli fordómar og mismunun

Size: px
Start display at page:

Download "10. kafli fordómar og mismunun"

Transcription

1 10. kafli fordómar og mismunun Eðli og víddir fordóma (nature and dimensions of prejudice) Þegar einn hópur fólks hatar annan hóp svo mikið að þeir geta af ásettu ráði pynt og myrt saklausa óbreytta borgara þá er það stórt vandamál. Að skilja orsakir og afleiðingar fordóma er ein mikilvægasta þraut mannfólksins. Fordómar fela í sér sviptingu mannlegra eiginleika einstaklingsins eða hópsins sem fordómarnir beinast gegn. Einstaklingurinn eða hópurinn verður þar af leiðandi less than human og því er ofbeldi gegn þeim réttlætanlegt, ekkert verra en að kremja pöddur. Fordómar eru ábyrgir fyrir eða tengdir við meirihlutann af sársaukanum og þjáningunni í heiminum, allt frá minnkuðum tækifærum (t.d. Fordómar gegn konum) að líkamlegu ofbeldi og þjóðarmorði (genocide). Fordómar hafa alltaf verið með okkur og það er vel mögulegt að þeir verði alltaf með okkur, sem grundvallar þáttur í ástandi manneskjunnar (human condition). Í flestum frjálslyndum lýðræðisríkjum eru fordómar álitnir mjög neikvæðir. Fólk notar orð eins og kynþáttahatari og þröngsýnismaður sem móðganir. Þrátt fyrir það þá upplifum við flest fordóma af einhverju tagi, allt frá frekar smávægilegum ályktunum sem fólk gerir um okkur að ofbeldi. Sömu sögu er að segja um okkur sjálf, við ályktum um fólk áður en við höfum allar staðreyndirnar, við sjálf búum yfir einhverskonar fordómum. Fólk hagar sér í samræmi við ályktanir sem það gerir um okkur, getu okkar og langanir okkar. Ályktanirnar byggja t.d.á aldri okkar, kynþætti, kyni o.fl. Við gerum þetta sama við aðra. Hérna liggur þversögnin: fordómar eru félagslega óæskilegir en þó er félagslíf gegnsýrt af þeim. Fordómar snerta á mörgum viðfangsefnum félagssálfræðinnar: - fordómar og mismunun eru intergroup fyrirbæri - þeir byggja á neikvæðum staðalímyndum vissra hópa - þeir verða oft að ýgi (aggression) á móti vissum hópum eða einstaklingum - þeir byggja á því hvernig fólk við höldum að við séum og hvernig fólk við höldum að aðrir eru - sambandið á milli fordóma og mismununar má líta á sem attitude-behavior relationship Prejudice (fordómar) þýðir bókstaflega að dæma fyrirfram og því má líta á þá sem viðhorf (attitudes). Hefðbundin sýn á fordóma (Sjá Allport, 1954) er að þeir eru settir saman úr 3 þáttum: 1) hugrænn þáttur (cognitive): skoðanir (beliefs) um hlutinn/hópinn 2) tilfinningalegur þáttur (affective): sterkar tilfinningar, yfirleitt neikvæðar, um hlutinn/hópinn og þá eiginleika sem hluturinn/hópurinn er talinn hafa 3) ætlun/ásetningur (conative): ásetningur til þess að hegða sér á vissan hátt gagnvart hlutinum/hópinum ath þetta er ætlunin til þess að hegða sér en ekki hegðunin sjálf. Brown skilgreinir fordóma sem: The holding of derogatory social attitudes or cognitive beliefs, the expression of negative affect, or the display of hostile or discriminatory behaviour towards members of a group on account of their membership of that group. Gaertner og Dovidio, Tilraun þar sem hvítar konur voru að bíða eftir að taka þátt í tilraun. Í samliggjandi herbergi var önnur kona líka að bíða, sem var annað hvort hvít eða svört. Þátttakendur voru látnir halda að hún hefði lent í slysi (stólar duttu á hana). Í sumum tilfellum voru þátttakendur einir en í öðrum tilfellum voru 2 aðrir á staðnum. Búist var við hefðbundnu bystander effect þar sem líkurnar á því að þátttakendur hjálpi konunni minnki af því að það eru aðrir til staðar. Niðurstöðurnar sýndu fram á vægt bystander effect þegar það var hvít kona í næsta herbergi en

2 miklu meira þegar það var svört kona í næsta herbergi. Sumsé þegar aðrir voru til staðar voru þátttakendur miklu líklegri til þess að hjálpa hvítu konunni heldur en svörtu konunni. En þegar það voru engir aðrir til staðar þá voru þátttakendur mjög líklegir til að hjálpa báðum konunum (meira að segja líklegri til þess að hjálpa svörtu konunni). Þetta sýnir fram á mikilvæga staðreynd; undir vissum kringumstæðum er mjög erfitt að koma upp um fordóma. Hefði þessi tilraun ekki haft tilfelli þar sem aðrir voru til staðar hefði verið hægt að álykta að hvítar konur væru líklegari til þess að hjálpa svörtum konum frekar en hvítum ef þær lenda í slysi. En af því að í sumum tilfellum voru aðrir til staðar komu í ljós vissir fordómar; ef aðrir eru til staðar þá voru þátttakendur miklu líklegri til að hjálpa hvítri konu en mjög ólíklegir til að hjálpa svartri konu. Skotmörk fordóma og mismununar Mannfólk er mjög fjölhæft í því að gera næstum því hvaða félagslega hóp sem er að skotmarki fordóma. Þrátt fyrir það þá eru vissir hópar sem eru nánast varanleg fórnarlömb fordóma vegna þess að hópurinn hefur verið félagslega flokkaður (socially categorized) og sú flokkun er ljóslifandi og sínálæg, og oft skipa hóparnir sjálfir lága stöðu í samfélaginu og hafa lítið vald. Þessir hópar byggjast á kynþætti, þjóðarbroti, kyni, aldri, kynhneigð og andlegu og líkamlegu heilbrigði. Rannsóknir benda til þess að af öllu þessu er kyn, kynþáttyr og aldur algengustu ástæður fordóma. Kynjamismunun/misrétti Næstum því allar rannsóknir á kynjamismunun leggja áherslu á fordóma gegn konum. Þetta er af því að í gegnum tíðina hafa konur verið megin fórnarlömb kynjamisréttis, aðallega vegna þess að þær eru í færri valdastöðum heldur en karlmenn, í viðskiptum, stjórnvöldum o.fl. Konur geta samt jafn auðveldlega mismunað körlum þó svo að hið öfuga sé einfaldlega mun algengara. Kynjastaðalímyndir Rannsóknir sýna fram á það að bæði konur og karlar trúa því að karlmenn séu hæfir og sjálfstæðir og að konur séu hlýjar og svipmiklar. Hér sést að konur eru aðallega flokkaðar sem félagsverur (interpersonal) en karlmenn flokkaðir sem hæfir (competent). Þessar skoðanir virðast alhæfast yfir á margar menningar, þær eru ráðandi í Evrópu, Norður og Suður Ameríku, Ástralíu og sumum Miðausturlöndum. Þetta eru því mjög samþykktar félagslegar staðalímyndir. Þó svo að þessar almennu staðalímyndir séu til staðar, þá á fólk það til að flokka kynin niður í undirflokka. Rannsóknir í vesturlöndunum benda til þess að fólk flokki konur í fjóra undirflokka: 1) húsmóðirin, 2) kynæsandi konan, 3) framakonan og 4) feminísti/íþróttakona/lesbía. Þessir fjórir undirflokkar endurspegla interpersonal-competence víddina sumar konur (húsmóðirin, kynæsandi konan) eru félagsverur en aðrar eru hæfar, eins og karlmenn (t.d.framakonan). Hin dæmigerða kona er sögð falla nálægt húsmóðirinni eða kynæsandi konunni. Karlmenn eru aðallega flokkaðir í tvo undirflokka: 1) viðskiptamaðurinn og 2) macho maðurinn. Hér er áherslan aðallega á competence. Rannsóknir sýna að bæði karlmenn og konur líta á karlmenn sem misleitari eða fjölbreyttari hóp heldur en konur. Þrátt fyrir að hæfni, sjálfstæði, hlýleiki og svipleiki séu allt æskilegir eiginleikar þá sýna rannsóknir það að karllægu eiginleikarnir séu meira metnir heldur en kvenlægu eiginleikarnir. Broverman og félagar gerðu rannsókn árið 1970 þar sem 79 starfsmenn geðheilbrigðiskerfisins (sálfræðingar, geðlæknar, félagsráðgjafar o.fl.) voru fengnir til þess að lýsa þremur einstaklingum: 1) heilbrigðri konu, 2) heilbrigðum karlmanni og 3) heilbrigðri manneskju. Niðurstöðurnar voru sláandi. Heilbrigða manninum og manneskjunni var lýst nánast alveg eins en konunni var lýst öðruvísi. Hún

3 var undirgefnari, næmari og útlitssinnaðri heldur en hinir tveir flokkarnir. Það má því næstum því draga það af niðurstöðunum hérna að konur eru ekki heilbrigðar manneskjur! Hegðun og hlutverk Gæti verið að staðalímyndir kynjanna endurspegli raunverulegan mun á persónuleika og atferlis kynjanna? Í gegnum árin hafa konur og karlar gegnt ólíkum kynhlutverkum (sex roles) í samfélaginu (karlmenn vinna úti, konur heima, o.s.frv.). Hlutverk þrengja að atferli í samræmi við skilyrði eða kröfur hlutverksins. Því gæti verið að kynjamunur, ef hann er til, endurspegli einfaldlega ólík kynjahlutverk en ekki raunverulegan mun á milli kynjanna. Síðan getur verið að úthlutun hlutverka sé ákvörðuð og viðhaldið af þeim hóp sem hefur meira vald í samfélaginu (sem eru yfirleitt karlmenn). Rannsóknir á kvenkyns og karlkyns hermönnum sýna fram á það að skynjaður munur á milli kynjanna var einfaldlega ýking á mjög smávægilegum mun. Almennt talað eru kynjastaðalímyndir alls ekki endurspeglun á raunveruleikanum. Ein ástæða fyrir því að þessar staðalímyndir lifa áfram er af því að úthlutun hlutverka eftir kyni (gender) einstaklings á sér stað að miklu leyti enn í dag. Dæmi um þetta er atvinna. Konur eru í yfirgnæfandi meirihluta í þjónustustörfum, ritarastörfum, hjúkrunarstörfum, o.s.frv. Að sama skapi eru flestir lögfræðingar, framkvæmdastjórar, trukkabílstjórar, læknar o.s.frv. karlmenn. Eagly og Steffen, Rannsókn þar sem nemar voru fengnir til þess að meta kvenleika og karlmennsku einstaklinga byggt á atvinnu þeirra. Einstaklingunum var lýst sem annað hvort konu eða karli og atvinna þeirra var annað hvort að sjá um heimilishald, starfsmaður í fullri vinnu eða engar upplýsingar um atvinnu voru gefnar. Niðurstöðurnar voru þær að óháð kyni var einstaklingurinn sem sér um heimilishald metinn miklu kvenlegri heldur en sá sem var í fullu starfi. Þetta gefur til kynna að viss hlutverk eru flokkuð eftir kynjum. Þessi flokkun gæti síðan breyst með tímanum. Það þarf að hafa í huga að þessar rannsóknir eru frekar gamlar. Kynjamisrétti er til enn í dag en staðalímyndir hafa breyst töluvert og mismunun minnkað eða orðið annars eðlis. Í dag eru miklu fleiri konur í valdastöðum og í viðskiptum heldur en voru þegar flestar þessar rannsóknir voru gerðar. Rannsóknir sem eru gerðar í dag verða samt að hafa það í huga að karlmenn eru enn með meira vald heldur en konur innan samfélagsins. Þær eiga enn erfitt með að ná efstu stöðum, þó svo að þær komist ágætlega áfram í lægri valdastöðum. Þetta kallast glass ceiling eða glerþak. Þetta á sér stað þegar konur eru komnar dálítið hátt upp en síðan þegar þær eru næstum því komnar á toppinn þá er ósýnilegt þak til staðar sem þær komast ekki í gegn um. Þetta fyrirbæri á sér líka stað hjá körlum innan vissra stétta, t.d.hjá karlkyns flugþjónum. Þetta er talið gerast vegna þess að staðalímyndir kynjanna eigna þeim ákveðna eiginleika sem eru ekki í samræmi við stéttina. Til dæmis eru þessir týpisku karlmannslegu eiginleikar ekki í samræmi við flugþjónastarfið og þar af leiðandi komast þeir ekki jafn mikið áfram í starfinu eins og konur. Að sama skapi eru þessir týpísku kvenlegu eiginleikar ekki í samræmi við sumar valdastöður t.d.innan fjármálamarkaðsins og þar af leiðandi komast konur ekki jafn langt áfram og karlar í þeim stöðum. Viðhald staðalímynda kynjanna og kynjahlutverka Eitt það kraftmesta afl í útbreiðslu og viðhaldi kynjahlutverka eru fjölmiðlar. Þetta sést t.d.í auglýsingum (fáklæddar konur sem sitja á bílum, bátum, mótórhjólum o.s.frv., konur sem eru aðallega til skrauts í spurningakeppnisþáttum o.fl.). Þessar ímyndir kvenna hafa mjög mikil áhrif, en síðan eru líka lúmskari leiðir sem fjölmiðlar skapa staðalímyndir. Það getur verið erfiðara að vinna á móti þeim því þær eru lúmskari og erfiðari að koma auga á. Dæmi um þetta er faceism sem er hugtak sem Archer, Iritani, Kimes og Barrios bjuggu til árið 1983 sem á við það að í fjölmiðlum er munur á því á hvaða hluta líkamans er lögð áhersla á eftir kyni. Til dæmis er lögð meiri áhersla á

4 höfuð og andlit karlmanna á meðan það er lögð meiri áhersla á líkama kvenna. Þeir skoðuðu 1750 myndir af konum og körlum (úr tímaritum og dagblöðum, líka teikningar nemenda) og sáu það að þetta var næstum því alltaf tilfellið. Faceism gefur til kynna það viðhorf að karlmenn eru metnir fyrir vitræna getu þeirra en konur metnar fyrir líkama þeirra. Önnur mjög lúmsk birtingarmynd kynjamismununar er tungumál. Orð eins og húsmóðir og yfirmaður viðhalda staðalímyndum. Af því að við notum tungumál til þess að tákna umhverfi okkar þá er nauðsynlegt að breyta tungumálinu ef við ætlum að losa okkur fullkomlega við staðalímyndir kynja. Merkingu sumra orða þarf að breyta á meðan önnur orð þarf einfaldlega að hætta að nota. Dæmi um kynbundin orð: yfirmaður, stjórnmálamaður, ráðherra, ljósmóðir, skipsstjóri. Við tölum líka um mannkyn sem mætti túlka þannig að konur eru einhverskonar frávik frá hinu náttúrulega karlmanns móti mannkynsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að þegar fólk á að meta frammistöðu fólks á vissum verkefnum þá er oft góð frammistaða karlmanna álitin endurspegla getu þeirra og hæfni á meðan góð frammistaða kvenna er talin vera vegna heppni eða að verkefnið hafi verið auðvelt. Þetta kallast eignun (attribution) þegar við eignum okkar eigin hegðun eða hegðun annarra einhverjar orsakir. Hér er hegðun (frammistöðu) kvenna eignuð orsökum eins og heppni eða auðveldleika á meðan hegðun (frammistöðu) karla er eignuð orsökum á borð við hæfni og getu. Eignanir á borð við þetta geta haft áhrif á hvernig við metum okkur sjálf. Rannsókn var gerð á nemum í stjórnun og rekstri (management) þar sem þau voru látin meta hver væri raunhæf launaupphæð þeirra eftir útskrift og hver væri raunhæf hámarsklaunaupphæð þeirra þegar þau væru komin eins langt og þau komast í frama sínum. Konur mátu að meðaltali raunhæfa launaupphæð sína eftir útskrift 14% lægra en karlar. Þær mátu síðan hámarkslaunaupphæð sína 31% lægra en karlar.

5 Breytingar á kynjamismunun Kynjamismunun er erfið að eiga við og þar af leiðandi er það hægvirkt ferli að útrýma þeim. Þrátt fyrir þetta þá sýna rannsóknir fram á það að kynjamismunun fer minnkandi í vestrænum löndum. Augljós mismunun er að minnka en áfram lifir lúmsk mismunun, t.d.þrátt fyrir að kona komist í háa stöðu þá getur hún samt upplifað mismunun í starfi sínu, kynferðislega áreitni, niðrandi athugasemdir o.s.frv. Það er mikill munur á því hvenær konur fengu atkvæðisrétt í vestrænum löndum. Vestræn lönd eru líka í auknum mæli að framkvæma jákvæða mismunun (affirmative action) sem felur í sér að kerfisbundið skipa hæfa einstaklinga (úr minnihlutahópum) í stöður sem þeir hafa í gegn um tíðina ekki getað komist í, til þess að láta þessar stöður virðast fáanlegri fyrir minnihluta. Rannsóknir sýna fram á það að jákvæðar breytingar hafa átt sér stað. Bartol og Butterfield, 1976 komust að því að starfsmenn mátu karlkyns yfirmenn meira en kvenkyns komust Izraeli og Izraeli hins vegar að því að þessi skoðun var horfin. Hins vegar samkvæmt Gallup könnun árið 1995 vildu bæði konur og karlar frekar hafa karlmann sem yfirmann. Þannig þetta er ekki alveg horfið. Ein rannsókn (Peters et al., 1984) fann enga kynjamismunun í frammistöðumati á 600 karl- og kvenkyns framkvæmdastjórum (store managers). Af því að kynjamismunun er í dag í vestrænum samfélögum orðin félagslega æskileg og á mörgum sviðum hreinlega ólögleg, þá er erfitt að finna gamaldags kynjamismunun. En eins og áður hefur komið fram eru aðrar, lúmskari, birtingarmyndir kynjamisréttis enn til. Glick og Fiske (1996, 1997) hafa búið til skrá yfir viðhorf til kvenna, ambivalent sexism inventory, sem gerir greinarmun á milli góðum viðhorfum til kvenna og fjandsamlegum. Þeir komust að því að karlrembur (sexists) hafa góð viðhorf (laðast að þeim, vilja vernda þær, þykir vænt um) til hefðbundna kvenna eins og húsmæðra, sexy chicks og kvenna í hefðbundnum konustörfum. Sexistarnir hafa hins vegar neikvæð viðhorf (laðast ekki að þeim, vilja keppa við þær og ráða yfir þeim) til óhefðbundinna kvenna (feminístar, íþróttakonur, lesbíur og framakonur). Þeir hafa líka skoðað hvernig viðhorf konur hafa til karla. Í könnun þeirra á rannsóknum á kynjamisrétti komust Eagly og Mladinic (1994) að því að í dag er mjög lítil eða engin tilhneigin til þess að niðra vinnu kvenna, að jákvæð kvenkyns staðalímynd er að mótast og að flestu fólki líkar betur við konur heldur en karla. Þó svo að þetta sé satt, þá er þessi könnun byggð á rannsóknum sem gerðar eru í vestrænum lýðræðisríkjum. Annars staðar í heiminum hafa konur það ekki svo gott, t.d.í Miðausturlöndum, mörgum löndum í Afríku o.fl. Í sumum löndum er konum skipað fyrir um hvernig þær mega klæða sig, hvað þær mega gera við lífið sitt, í öðrum löndum eru konur dæmdar til dauða fyrir að gera hluti sem okkur í vestrænu löndunum þykir ekki stórt mál.

6 Kynþáttahatur Mismunun sem byggist á kynþætti eða þjóðarbroti hefur í gegn um tíðina verið ábyrg fyrir suma af hræðilegustu gjörðir grimmdar og miskunnarleysi. Flestar rannsóknir á kynþáttakatri hafa lagt áherslu á slæm viðhorf og neikvæða hegðun gegn svörtum í Bandaríkjunum. Í gamla daga voru viðhorf hvítra til svarta í Bandaríkjunum mjög neikvæð og þeir voru taldir vera heimskari, landsbyggðarfólk, þrælar sem unnu erfiðisvinnu. Nýlegar rannsóknir sýna fram á það að neikvæð viðhorf til svartra hefur farið mjög mikið minnkandi síðan um Nýtt kynþáttahatur (new racism) Er þá kynþáttahatur horfið úr vestrænum samfélögum? Mögulega ekki. Rannsóknir benda til þess að þrátt fyrir að augljóst (blatant) kynþáttahatur sé minna eða horfið úr vestrænum samfélögum, kynþáttahatur eins og að uppnefna fólk, beita það ofbeldi, o.s.frv., þá sé enn til staðar lúmskara kynþáttahatur, svipað og með kynjamisrétti. Í dag er kynþáttahatur orðið ólöglegt í vestrænum samfélögum, það má ekki meina fólki aðgangi að stöðum vegna kynþáttar, það má ekki tala niðrandi um kynþætti, t.d.í fjölmiðlum, ofbeldi gegn minnihlutahópum er flokkað sem hatursglæpir (hate crime), o.s.frv. Þrátt fyrir þetta er enn til staðar undirliggjandi kynþáttahatur. Þetta nýja kynþáttahatur hefur verið kallað ýmsum nöfnum eftir ólíkum kenningum: - aversive racism - modern racism - symbolic racism - regressive racism - ambivalent racism...o.s.frv. Þó svo að það sé munur á þessum hugmyndum um kynþáttahatur þá hafa þær allar það sameiginlegt að fólk í dag upplifir togstreitu á milli djúpstæðrar tilfinningalegrar andúðar gagnvart kynþáttaminnihlutahópum og nútíma jafnréttisgildum sem þrýsta á fólk til þess að hafa ekki fordóma. Almennt talað birtist nútíma eða lúmskt kynþáttahatur í því hvernig fólk leysir þessa togstreitu á milli andúðar gegn minnihlutahópum og þeirrar skoðunar að hópar eigi að vera jafnir. Dæmi um hvernig þessi togstreita er leyst er forðun og afneitun. Fólk forðast þá að tala um viðfangsefni sem tengjast kynþætti eða fordómum, afneita fordómum sínum, afneita því að minnihlutahópar hafi það verra en meirihlutahópar, og þar af leiðandi andstaða gegn jákvæðri mismunun eða öðrum aðferðum sem samfélagið notar til þess að eiga við kynþáttabundið óhagræði (racial disadvantage). Að greina kynþáttahatur Áskorunin á félagssálfræði í dag er þar af leiðandi að koma auga á þetta nýja, lúmska kynþáttahatur. Nokkrir mælikvarðar hafa verið þróaðir en almennt séð þarf að nota lítið áberandi leiðir því annars gæti fólk farið að haga sér eða svara í samræmi við það sem er félagslega æskilegt, sem skekkir niðurstöðurnar. Nokkrar aðferðir má nota til þess að mæla kynþáttahatur án þess að það sé áberandi. Ein leið er t.d.að skoða þá fjarlægð sem fólk setur á milli sín og annarra, bæði fjarlægð í fullri merkingu orðsins og líka sálfræðilega. Með þessu hafa rannsakendur fundið að kynþáttahatur er viðvarandi í félagslegri nálægð (t.d.giftingu, margir vilja ekki giftast vissum kynþáttum) á meðan kynþáttahatur hefur minnkað talsvert í minna nánum félagslegum samböndum (t.d.að vera í sama skóla eða vinna á sama stað). Rogers og Prentice-Dunn, 1981, gerðu rannsókn þar sem þátttakendur töluðu við vitorðsmenn rannsakendanna sem voru annað hvort svartir eða hvítir. Eftir samtalið áttu þátttakendur síðan að gefa vitorðsmönnunum væg rafstuð. Í sumum samtölum mógðuðu vitorðsmennirnir þátttakendurna og í þeim tilfellum gáfu þátttakendur svörtum vitorðsmönnum meira rafstuð heldur en hvítum. Þegar engin móðgun var til staðar í samtalinu gáfu þátttakendur svörtum minna rafstuð. Duncan, 1976 gerði rannsókn þar sem nemar áttu að horfa á samtal á milli tveggja manna, annar

7 svartur og hinn hvítur. Samtalið varð síðan að rifrildi þar sem annar maðurinn ýtti aðeins í hinn. Þegar hvíti maðurinn ýtti í svarta manninn var mat flestra þátttakenda að atferlið hefði verið gamansamt (playful), aðeins 13% þátttakenda túlkuðu atferlið sem ofbeldi. Þegar svarti maðurinn ýtti í hvíta manninn þá mátu 73% þátttakenda atferlið sem ofbeldi. Gaertner og McLaughlin, 1983 gerðu rannsókn þar sem þátttakendur sáu flokkanir og áttu að meta hvort flokkanirnar væru skilmerkilegar eða ekki. Þetta áttu þeir að gera með því að ýta á nei takka eða já takka. Flokkunirnar voru annars vegar Hvítur og hins vegar Svartur og síðan ýmis lýsingarorð, sum jákvæð, önnur neikvæð. Svartíminn er talinn segja til um viðhorf sem eru til fyrirfram hjá þátttakendum, þannig ef þeir svara mjög hratt þá er það talið vísbending um að þetta viðhorf er til staðar hjá einstaklingnum. Niðurstöðurnar sýndu ekki fram á tilhneiginu til þess að para frekar neikvæð orð saman við svarta eða hvíta. Hins vegar voru þátttakendur miklu fljótari að segja já við jákvæðum lýsingarorðum fyrir hvíta heldur en fyrir svarta. Munurinn á svartímanum var talsverður. Devine, 1989 uppgötvaði að áreiti sem tengdust svörtum (orð eins og latur, þræll, negrar, niggerar, o.s.frv), sem voru birt of hratt til þess að þátttakendur gátu orðið meðvitaðir um þau, höfðu ýfingaráhrif þar sem þátttakendur túlkuðu hlutlausan atburð sem þeir sáu eftir áreitisbirtinguna sem neikvæðan frekar en hlutlausann (sem hann var). Þetta sýndi fram á það að þátttakendur höfðu djúpstæðar staðalímyndir og fordóma gegn svörtum sem höfðu áhrif á hegðun þeirra eftir áreitisbirtingu. Flokkar og þeir eiginleikar sem eru týpískir fyrir flokkana eru óbeint tengdir í minni okkar. Því er hægt að nota tilraunir af þessu tagi til þess að mæla viðhorf okkar, t.d.gagnvart kynþáttum. Því er hægt að koma auga á leynda fordóma sem við höfum. Þessi hugmynd er grunnurinn að implicit association test (IAT) sem er svartímapróf sem mælir viðhorf. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að kynþáttahatur getur komið lúmskt og alveg óviljandi fram í tungumáli okkar og í því hvernig við tjáum okkur um og við minnihlutahópa. Teun van Dijk, 1987 gerði rannsókn þar sem hann rannsakaði 180 viðtöl sem voru tekin við hvítt fólk í Hollandi og í suður Kaliforníu. Viðtölin voru ekki stöðluð og gáfu því einstaklingnum frelsi til að tjá sig og þar af leiðandi stundum óvart segja eitthvað, eða tala öðruvísi um viss viðfangsefni. Linguistic intergroup bias effect: Maas og félagar komust að því að fólk með fordóma talar á allt annan hátt um aðra kynþáttahópa heldur en t.d.um sinn eigin kynþátt. Þegar það talar um sinn eigin þá notar það hlutstætt, mjög beinskátt tungumál en þegar það talar um aðra hópa þá fer það að tala á óhlutbundinn hátt. Kynþáttahatur er enn til og það er hægt að greina það með lítið áberandi aðferðum. Andúð gegn vissum kynþáttum og þjóðarbrotum liggja undir yfirborðinu og ef rétta félagslega samhengið myndi koma til sögunnar þá er mjög auðvelt að vekja þessa andúð í fólki og fá það upp á móti vissum hópum. Atburðirnir í Bosníu 1992 og Rúöndu 1994 minna okkur á þetta. Samfélagið eða umhverfið getur haft lokaorðið í því hvernig við högum okkur, ef rétta ríkisstjórnin myndi koma fram og skapa ákveðið andrúmsloft í samfélaginu þá er fólk mjög líklegt til þess að leyfa fordómum sínum að koma fram á yfirborðið. Aldursmismunun (ageism) Tilvist staðalímynda sem byggja á aldri eða kynslóðum er óneitanleg. Allir hafa þær að einhverju leyti og þær geta mótað væntingar okkar til fólks og viðhorf okkar til þeirra. Þessi viðhorf skipta kannski mestu máli í atvinnusamhengi. Mitchell, 2002 gerði rannsókn og komst að fjórum megin staðalímyndum sem byggjast á aldri eða

8 kynslóðum. Ástæðan fyrir þessum staðalímyndum gæti verið raunverulegar breytingar á hegðun sem eiga sér stað þegar fólk eldist en þær eru líka undir miklum áhrifum þess umhverfis sem við fæðumst inn í og ölumst upp í: 1) Hefðbundið fólk, Traditionalists. Fólk fætt á milli 1925 og Þetta fólk er praktískt, þolinmótt, tryggt, duglegt, virðir yfirvöld og fylgir reglum. 2) Baby-boomers. Fólk fætt á milli 1946 og Þetta fólk er bjartsýnt, kunna að meta samvinnu, eru metnaðarfull og vinnufíklar. 3) Kynslóð X, Generation X. Fólk fætt á milli 1961 og Þetta fólk er efagjarnt, sjálfbjarga, taka áhættur og finna jafnvægi á milli vinnu og persónulegs lífs. 4) Aldamótafólk, Millenials. Fólk fætt á milli 1981 og dagsins í dag. Þetta fólk er vongott, þau kunna að meta þýðingarmikla vinnu, fjölbreytni og breytingar og kunna á tækni. Aðal vandamál aldursmismununar er hins vegar hvernig er komið fram við gamalt fólk. Í sumum menningum þar sem stórfjölskyldan þrífst, er litið jákvæðum augum á gamalt fólk. Þau fá mikla virðingu og eru talin vera vitur, fróð og að þau eigi að kenna hinum ungu. Í öðrum menningum hins vegar, eins og í vestrænum löndum, þar sem aðaláherslan er á kjarnafjölskylduna, hefur gamalt fólk það ekki svo gott. Í slíkum samfélögum eru eiginleika ungdómsins metnir mikils og gamalt fólk er ekki mikils metið og margar neikvæðar staðalímyndir eru til um þau. Það eru til nokkrar undirtýpur af staðalímyndum um gamalt fólk og sumar þeirra eru ekki neikvæðar, en almennt talað þrífst gamalt fólk ekki vel í vestrænum samfélögum. Þau eru sett á heimili þar sem frelsi þeirra er skert og almennt talað er gamalt fólk talið vera frekar gagnslaust og sem hópur algjörlega kraftlaus og vanmáttugur. Ungt fólk á það til að líta á fólk yfir 65 ára sem: óheilbrigt, óaðlaðandi, óhamingjusöm, ógagnlegt, óskilvirkt, með minni félagshæfni, sjálfselskt, veikburða, berskjaldað o.s.frv. Síðan umgengst ungt fólk ekki mikið af eldra fólki sem hjálpar staðalímyndunum að lifa áfram, sem síðan veldur forðunarhegðun, og hringurinn heldur áfram. Fordómar gagnvart samkynhneigðum Fyrir 2000 árum voru Rómverjar töluvert umburðarlyndir á allskyns kynhneigðir og kynlíf á milli manna var talið eðlilegt og fullkomlega heilbrigt. Í dag er þetta ekki alveg svona. Það var með komu kristninnar sem félagsleg norm um kynlíf og -hneigð fóru að vera takmarkandi. Samkynhneigð var þá talin afbrigðileg og ósiðleg og það varð eðlilegt að dæma þá og ofsækja. Fordómar gagnvart samkynhneigðum er mjög útbreidd. Könnun sem var gerð í Bandaríkjunum árið 1974 sýndi fram á að meirihluti fólks taldi samkynhneigð vera sjúka og að það ætti að banna hana. Árið 1994 var könnun gerð sem sýndi að einungis 39% fólks myndi vera sáttur við það að læknir þeirra væri samkynhneigður. Það er ekki lengra síðan en 1974 sem APA tók samkynhneigð af lista sínum yfir sálfræðilegar raskanir. Almennt talað hafa viðhorf gagnvart samkynhneigðum orðið jákvæðari síðan Hins vegar hefur AIDS-faraldurinn vakið upp neikvæð viðhorf gegn samkynhneigðum í vissum hlutum samfélagsins síðan 1980 (minna í dag). Það þarf samt ekki að leita langt til að finna fordóma gegn samkynhneigðum. Á hverju ári er haldið Gay and Lesbian Mardi Gras í Sydney og nánast undantekningalaust mæta á staðinn trúarhópar sem mótmæla samkynhneigð. Það er mjög sterk fylgni á milli fordóma og bókstafstrúar. Mjög mikil andstaða myndaðist þegar Bill Clinton lagði til (1993) að samkynhneigðir ættu að geta gengið í herinn eins og aðrir. Þegar það kemur upp umræða um hvort samkynhneigðir eigi að fá að giftast (í þeim samfélögum þar sem þeir mega það ekki enn) birtast alltaf miklir fordómar, þá sérstaklega frá trúuðum hópum, en ekki endilega bara þeim. Árið 2008 var lögð fram tillaga að það ætti að afturkalla þáverandi rétt

9 samkynhneigðra til þess að gifta sig í Kaliforníu og 52% fólks kaus já - og neitaði þar með samkynhneigðum sömu réttindum og gagnkynhneigðum. Séra Fred Phelps að dreifa boðskapnum. Fordómar gegn fötluðum, þroskaheftum og fólki með geðsjúkdóma Fordómar gegn líkamlega fötluðum hefur langa sögu, þar sem þeir voru álitnir ógeðslegir og ómannlegir. Í sirkusum voru fatlaðir oft sýndir sem viðundur (freak). Bein mismunun á fötluðum í dag er ólögleg og félagslega óæskileg í flestum vestrænum löndum. Flest lönd vanda sig við að gera samfélagið og umhverfið þannig að fatlaðir geti líka tekið þátt í því, t.d.með því að setja rampa fyrir fólk í hjólastólum, setja hljóð í ljós á gatnamótum þannig að blindir viti líka hvenær græni kallinn er, o.s.frv. Fólk í vestrænum samfélögum gerir ekki lengur grín að eða talar niðrandi til fatlaðra, en fólk er oft órólegt í návist fatlaðra og hikandi um hvernig eigi að hátta samskiptum sínum við þau þetta er dæmi um intergroup anxiety. Þetta getur síðan óviljandi gert það að verkum að fólk tali niður til fatlaðra (eins og það sé að tala við barn) eða hegði sér á hátt sem leggur áherslu á það að hinn er fatlaður. Viðhorf til þroskaheftra og fólks með geðsjúkdóma hafa ekki batnað jafn mikið og viðhorf til fatlaðra. Á Miðöldum voru konur með geðklofa kallaðar nornir og þær voru brenndar. Lokalausn Hitlers átti ekki bara við um Gyðinga heldur líka geðsjúka. Þó svo að í dag séu aðstæður í stofnunum miklu betri en í gamla daga (sjá t.d.sögu geðspítalans í London, the Hospital of St Mary of Betlehem) þá eru aðstæður í stofnunum og á hælum sums staðar enn í dag ekki góðar, t.d.hafa mjög slæm tilvik komið upp í Grikklandi og Rómaníu. Vestræn samfélög vilja helst líta framhjá tilvist geðsjúkdóma og vilja helst ekki bera ábyrgð á fólki með geðsjúkdóma. Þetta endurspeglast til dæmis í hversu ótrúlega lítil fjármögnun fer í að framkvæma rannsóknir á geðsjúkdómum og meðferð fólks með geðsjúkdóma. Eins og með fordóma gegn öðrum samfélagshópum þá er hægt að skoða tungumál okkar til þess að sjá lúmska fordóma gagnvart fólki með geðsjúkdóma. T.d.þegar við erum að rökræða við fólk eða rífast um eitthvað þá segir fólk stundum eitthvað á borð við: Ertu klikkuð/klikkaður??, Ertu eitthvað þroskaheftur?, eða Þú ert nú bara eitthvað ruglaður, o.s.frv. Með þessu erum við að gera lítið úr fólki sem hefur geðsjúkdóma, að gera það að neikvæðum og óæskilegum hlut, o.s.frv. Tegundir mismununar Eins og áður hefur kemur fram er stór hluti fordóma mjög lúmskur og ekki alltaf auðvelt að koma auga á þá. Hér að neðan eru þrjú dæmi um atferli sem lítur ekki endilega út sem fordómar en getur verið vegna undirliggjandi fordóma:

10 1) Tregða við að hjálpa (Reluctance to help) Tregða við að hjálpa vissum hópum til þess að bæta stöðu þeirra í samfélaginu með því að annað hvort beint eða óbeint láta hjá sér líða að aðstoða hópinn er góð leið til þess að ganga úr skugga um að hópurinn geti ekki bætt úr stöðu sinni. Bæði einstaklingar, samtök, stofnanir og samfélagið sem heild geta sýnt tregðu við að hjálpa minnihlutahópum. Dæmi um tregðu við að hjálpa er aversive racism, þar sem fólk afneitar hve slæmt óhagræði hópsins er og þar af leiðandi vill ekki hjálpa hópnum. Tregða við að hjálpa kom fram í tilraun Gaertner og Dovidio sem lýst er hér að ofan þar sem bystander effect magnaðist þegar um var að ræða svarta manneskju í næsta herbergi. 2) Tokenism Tokenism á við tiltölulega smávægilega eða ómerkilega gjörð, token, í garð meðlima minnihlutahóps. Gjörðin er síðan notuð til þess að standa af sér ásakanir um fordóma og sem réttlæting fyrir því að taka ekki þátt í stærri, þýðingarmeiri gjörðum sem hjálpa minnihlutahópum. (Ég er búin að skrifa undir undirskriftarsöfnun sem segir að ég sé á móti fordómum gegn samkynhneigðum, þannig ég þarf ekki að taka þátt í mótmælunum sjálfum). Stundum er tokenið jafnvel notað til þess að réttlæta það að taka síðan þátt í fordómum eða mismunun seinna meir. Tokenism getur átt sér stað hjá samtökum og samfélaginu sem heild. Sum samtök í Bandaríkjunum hafa verið gagnrýnd fyrir það að ráða inn token meðlimi minnihlutahópa einfaldlega til þess að sýna fram á það að þeir mismuni ekki, en gera síðan ekkert meira til þess að hjálpa ástandinu. Þetta getur síðan haft slæm áhrif á einstaklinginn sem er ráðinn inn sem token. Þetta geta verið einstaklingar úr ýmsum hópum, t.d.kona til þess að fylla kynjakvóta eða svartur maður til þess að sanna það að fyrirtækið mismuni ekki oft er þetta gert bara til þess að bæta ímynd fyrirtækisins. 3) Öfug mismunun (reverse discrimination) Öfgakennt form af tokenism. Fólk sem hefur fordóma gagnvart vissum hópum á það stundum til að vanda sig mikið við það að sýna hið öfuga alltaf velja frekar meðlim úr þeim hóp sem það hefur fordóma fyrir fram yfir meðlim úr sínum eigin hóp. Chidester, 1986, gerði rannsókn þar sem hvítir nemar áttu að kynnast öðrum nemenda sem var annað hvort svartur eða hvítur. Niðurstöðurnar sýndu að kerfisbundið voru svörtu nemarnir metnir viðkunnalegri heldur en þeir hvítu. Af því að öfug mismunun er í hag einstaklings úr minnihlutahóp getur hún haft jákvæð skammtímaáhrif. En rannsóknir sýna að til lengri tíma litið gæti öfug mismunun haft neikvæð áhrif á þann sem tekur við henni, og það eru engar sannanir fyrir því að öfug mismunun minnki fordómana hjá þeim sem gefur hana. Fyrir rannsakandann er áskorunin fólgin í því að komast að því hvort tiltekin hegðun sé jákvæð mismunun eða einfaldlega ósvikin tilraun til þess að leiðrétta mismunun eða óhagræði. Stigma og aðrar afleiðingar fordóma Áhrif fordóma á fórnarlömb eru mikil og breytileg, allt frá tiltölulega smávægilegum óþægindum að gífurlegum þjáningum. Almennt séð eru fordómar slæmir af því þeir setja smánarblett á (stigmatises) hópa og þá einstaklinga sem tilheyra þeim hópum. Félagslegt stigma Crocker og félagar skilgreindu stigma svona: Stigmaseraðir einstaklingar hafa (eða eru álitnir hafa) tiltekinn eiginleika eða einkenni sem gefur til kynna félagslegt kennimark sem er álitið neikvætt í ákveðnu félagslegu samhengi. Fórnarlömb mismununar og fordóma tilheyra stigmaseruðum

11 hópum, og eru þar af leiðandi stigmaseraðir sem einstaklingar. Stigma má skipta niður í nokkra flokka: - sýnilegt stigma: t.d.kynþáttur, offita, kyn stigma sem fólk getur ekki falið - ósýnilegt stigma: t.d.kynhneigð, vissir sjúkdómar, sum hugmyndafræði eða trú - stjórnanlegt stigma: stigma sem fólk telur vera stjórnanlegt, þ.e.a.s.hægt er að breyta því sé viljinn fyrir hendi, t.d.offita, reykingar og samkynhneigð er oft talin sem stjórnanleg stigma. - óstjórnanlegt stigma: stigma sem fólk getur eiginlega ekki stjórnað, t.d.kynþáttur, kyn og vissir sjúkdómar. Almennt talað bregst fólk harkalegra við stjórnanlegum stigmum af því það telur að einstaklingurinn sé að velja sér þetta og eigi einfaldlega að lagfæra það. Málið er samt að mörg stigma sem fólk telur vera stjórnanleg eru það ekki, eða eru mjög erfið að stjórna (t.d.kynhneigð og í sumum tilfellum offita). Tilraunir til þess að stjórna stigmanu eru þá að mörgu leyti gagnslausar og geta ollið mjög neikvæðum tilfinningum hjá einstaklingnum. Stigma lifir áfram af ýmsum ástæðum: -einstaklingar og hópar geta öðlast jákvæða sýn á sjálfan sig og félagslega stöðu sína þegar það ber sig saman við einstaklinga eða hópa sem eru stigmaseraðir - stigma getur stuðlað að ójafnrétti í stöðu og dreifingu auðlinda sem er í hag stjórnandi hópsins. Sá hópur (eða hópar) munu alltaf reyna að viðhalda stigmanu svo þeir geti haldið áfram að fá stærri sneið af kökunni -Kurzban og Leary segja að stigma sé þróunarfræðilega hagkvæmt; við höfum af náttúrunnar hendi vissa andúð gegn því sem er öðruvísi, því í þróunarsögu okkar gat það sem var öðruvísi verið hættulegt. Sjálfsmat, sjálfsímynd og sálfræðileg líðan Stigmaseraðir hópar hafa lága stöðu og lítið vald í samfélaginu og þeir eiga erfitt með að sleppa undan þeirri neikvæðri ímynd af þeim sem fyrirfinnst í samfélaginu. Meðlimir slíkra hópa eiga það stundum til að beina þeirri ímynd inn á við og það getur stuðlað að lélegri sjálfsmynd og lágu sjálfsáliti. Lágt sjálfsálit er samt ekki óumflýjanleg afleiðing fordóma, flestir einstaklingar innan stigmaseraða hópa hafa ekki lágt sjálfsálit og komast bara vel í gegn um lífið. Hvernig fólk túlkar umhverfi sitt virðist eiga stóran þátt í því hvort það fái lágt sjálfsálit, t.d.gerði Chacko rannsókn árið 1982 þar sem í ljós kom að konur innan fyrirtækis sem töldu það að þær hefði verið ráðnar inn einungis til þess að fylla kynjakvóta eða sem token höfðu lægra álit á vinnu sinni og minni metnað gegn því. Öfug mismunun getur líka haft áhrif á sjálfsálit. Fajardo gerði tilraun 1985 þar sem kennarar voru látnir fara yfir ritgerðir sem voru annað hvort lélegar, meðalgóðar eða mjög góðar. Ritgerðirnar voru síðan eignaðar annað hvort hvítum eða svörtum nemendum. Í ljós kom að kennararnir gáfu hærri einkunnir fyrir lélegar og meðalgóðar ritgerðir ef þær tilheyrðu svörtum nemendum. Ef þetta er að gerast mikið innan skóla getur það haft jákvæð áhrif á sjálfsálit svartra nemenda sem er kannski ekki slæmt til skamms tíma litið en nemendurnir gætu hins vegað þróað óraunhæfa sýn á getu sinni og þegar sú óraunhæfa sýn rekst á við raunveruleikann geta þeir upplifað neikvæðar tilfinningar. Staðalímyndaógnun (Stereotype threat) Af því að stigmaseraðir hópar vita nákvæmlega hvaða staðalímyndir aðrir hafa um þá, þá upplifa þeir það sem Steele og Aronson kalla stereotype threat. Þeir eru meðvitaðir um það að aðrir gætu dæmt þá og komið fram við þá eftir staðalímyndum og þeir hafa áhyggjur af því að hegðun þeirra muni staðfesta þessar staðalímyndir. Þessar áhyggjur valda ekki einungis kvíða heldur geta beinlínis haft neikvæð áhrif á frammistöðu (sem gerir það að verkum að aðrir gætu túlkað frammistöðuna í ljósi staðalímyndarinnar!).

12 Til þess að prófa tilgátuna um staðalímyndaógnun gerðu Steele og Aronson tilraun þar sem svarit og hvítir nemendur voru látnir taka mjög erfitt próf. Þeim var síðan annað hvort sagt að prófið ætti að meta vitræna hæfni og greind eða að prófið væri bara tilraunaæfing. Fyrst létu þeir nemendurna taka annað próf til þess að mæla hversu meðvitaðir þeir voru um staðalímyndir. Þeir áttu t.d.að fylla út orð, t.d. CE og ERIOR. Eins og búist var við voru svörtu nemendurnir sem voru að bíða eftir að taka erfitt próf sem metur hæfni og greind mun líklegri en aðrir þátttakendur til þess að fylla út í eyðurnar með orðum sem tengdust kynþætti, t.d. RACE og INFERIOR. Síðan kom í ljós að þeir stóðu sig verr á prófinu heldur en hvítu nemarnir þrátt fyrir að vera allir á mjög svipuðu reiki akademískt séð. Failure and disadvantage Mismunun kemur í veg fyrir það að ákveðinn hópur fái allt það sem æðri hópar samfélagsins fá. Þar af leiðandi skapar mismunun sýnileg sönnunargögn af raunverulegu óhagræði og gerir einstaklingum innan hópsins ómögulegt að ná háum viðmiðum samfélagsins. Þetta getur gert það að verkum að fórnarlömb mismununar verði krónískt sinnulaus og hafa enga hvatningu, þau gefast bara upp á því að reyna af því að það er ómögulegt að ná árangri. Það er samt áhugavert að margar rannsóknir sýna það að einstaklingar sem tilheyra stigmaseruðum hópi segjast langflestir ekki hafa upplifað mismunun á eigin skinni. Spurningin er samt hvort það sé alveg rétt, þetta kom t.d.fram í rannsókn á konum sem var augljóslega mismunað með laun, en þær sögðu sjálfar ekki upplifa neina mismunun á vinnustað. Attributional ambiguity Stigmaseraðir einstaklingar eru mjög viðkvæmir fyrir orsökum á bak við hegðun annarra í þeirra garð. Afgreiddi hún mig síðast af því ég er svartur?, afgreiddi hún mig fyrst af því ég er svartur og hún vill fela kynþáttahatur sitt, o.s.frv. Eignunartvíræðni (attributional ambiguity) getur leitt til tortyggni og vantrausts til fólks, sem getur síðan skapað vandamál t.d.í samböndum. Eignunartvíræðni gerir sjálfstrausti stigmaseraðra einstaklinga enga greiða og þau eiga það til að eigna jákvæðri frammistöðu sinni öðrum orsökum en sér sjálfum eða getu sinni. T.d. ég fékk starfið af því ég er svartur og fyrirtækið er að stunda jákvæða mismunun eða bæta ímynd sína, en ekki af því að ég er hæfur í starfið, o.s.frv. Sjálfrætin spá Viðhorf sem eru lituð af fordómum geta bæði með beinum og óbeinum hætti skapað mismunun sem síðan, yfir tíma og einstaklinga, smávaxandi skapa raunverulegt óhagræði. Með þessum hætti getur skoðun sem er lituð af staðalímyndum skapað efnislegan raunveruleika sem staðfestir skoðunina: hún er sjálfrætin spá (self-fulfilling prophecy). Dæmi um þetta er tilraun Eden árið 1990 þar sem flokksstjórar í ísraelska hernum voru fengnir til þess að búast við annað hvort mjög góðri frammistöðu af flokksdeild sinni eða þá að þeir höfðu engar væntingar til deildar sinnar. Eftir 11 vikna þjálfun kom í ljós að þær flokksdeildir þar sem flokksstjórarnir höfðu háar væntingar stóðu sig allar betur heldur en þær flokksdeildir þar sem engar væntingar voru gerðar til þeirra. Frægasta tilraunin um sjálfrætna spá er tilraun Rosenthals og Jacobsons árið Þeir lögðu greindarpróf fyrir grunnskólanema og sögðu við kennarana að niðurstöður prófsins ættu að geta sýnt hver barnanna yrðu bloomers, sumsé hvaða börn myndu blómstra mest og ná mestum árangri. Þeir gáfu síðan kennurum nöfnin á 20 bloomers (sem voru í raun og veru valin af handahófi en ekki vegna greindarvísitölu). Mjög fljótt fóru kennarar að meta þau börn sem voru ekki bloomers sem minna forvitin, óhamingjusamari og óvirkari heldur en bloomers hópinn. Kennarnir þróuðu ákveðnar væntingar til bloomers hópsins og gáfu þeim einkunnir fyrir vinnu sína í samræmi við þær væntingar. Ekki nóg með það þá höfðu bloomers hópurinn blómstrað mest þegar annað greindarpróf var lagt fyrir þau ári seinna, þrátt fyrir það að hafa verið valin af

13 handahófi! Þetta sýnir okkur að væntingar geta skapað raunveruleika. Svipting mannlegra eiginleika, ofbeldi og þjóðarmorð Þessi kafli hefur aðallega lagt áherslu á lúmska og óbeina fordóma og áhrif þeirra, sem er raunhæft mat á stöðu flestra Vesturlanda þar sem mismunun hefur verið gerð ólögleg. Það er samt mikilvægt að gleyma ekki öfgum fordómanna. Fordómar hafa það sameiginlegt að fórnarlömb þeirra eru talin vera skítug, heimsk, ógeðsleg, aggresív og í sálfræðilegu ójafnvægi, og eru þar af leiðandi talin vera einskis virði. Slík viðhorf ásamt hatri og hræðslu er slæm blanda sem sviptir fólki mannlegum eiginleikum þeirra (dehumanises) og í vissum félagslegum aðstæðum stuðlar þetta að ofbeldi á milli einstaklinga, hóp-ýgi (mass aggression) og í sumum tilfellum jafnvel kerfisbundinni útrýmingu. Þegar fólk er svipt mannlegum eiginleikum þeirra er það sett út fyrir eðlileg siðferðismörk manna og þar af leiðandi gilda ekki lengur venjulegar reglur um þau. Þeim er neitað mannlegri sérstöðu sinni og eðli sem gerir það auðveldara að réttlæta grimmdarverk gegn þeim. Það sem er algengast að gerist þegar fólk hefur verið svipt mannlegum eiginleikum sínum eru ofbeldisverk á milli einstaklinga eða lítilla hópa, dæmi um þetta er t.d. Ku Klux Klan, Abu Ghraib skandallinn o.s.frv. Þegar fordómar verða siðferðislega samþykktir og jafnvel lögheimilir í samfélagi þá getur kerfisbundin hópmismunun átt sér stað. Dæmi um þetta er apartheid eða aðskilnaðarstefnan í Suður Afríku. Öfgakenndasta birtingarmynd lögheimilaðra fordóma er þjóðarmorð (genocide), þar sem markhópurinn er kerfisbundið útrýmt. Frægasta dæmið um þetta er Helförin þar sem sex milljónir gyðingar voru myrtir af nasistunum. Þjóðarmorð getur líka haft óbeinni birtingarmyndir, t.d.þegar ákveðinn hópur er tekinn fyrir og honum er gert virkilega erfitt að lifa í samfélaginu og það sem gerist er að hópurinn í raun útrýmir sjálfum sér, með sjálfsmorði, ofbeldi, morði, áfengis- og vímuefnaneyslu, þunglyndi, kvíða, o.s.frv. Þjóðum eða menningarhópum geta líka verið útrýmt þegar menning þeirra og tungumál er kerfisbundið bælt niður og þeir fara að sameinast öðrum hópum, t.d.með því að gifta sig fólki sem tilheyrir ekki menningarheiminum, þannig hafa margir þjóðflokkar horfið. Skýringar á fordómum og mismunun Af hverju hefur fólk fordóma? Í gamla daga voru fordómar oft álitnir eitthvað sem var fólki eðlislægt. Í dag er sú kenning ekki vinsæl enda engin vísindaleg gögn á bak við hana. Hins vegar þá er talið í dag að einhver þáttur í fordómum sé eðlislægur; það er mögulegt að við höfum eðlislægan ótta við það sem er okkur ókunnugt og öðruvísi, sem getur síðan lagt grunninn að neikvæðum viðhorfum gagnvart hópum sem eru taldir öðruvísi á einhvern hátt. Það eru líka einhverjar sannanir fyrir nálægðarhrifum (mere exposure effect) þar sem viðhorf fólks gagnvart ýmsu áreiti (t.d.öðru fólki) batna eða skána sem er bein afleiðing endurtekinnar nálægðar við áreitið, sumsé því oftar sem maður umgengst fólk úr vissum hóp þá batna viðhorf manns gagnvart hópnum. Önnur skýring er að fordómar séu lærðir, t.d.af foreldrum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á þetta, þar sem börn allt niður í 5 ára höfðu vissar skoðanir á evrópskum þjóðum án þess að hafa mikla þekkingu um þær. Þetta er þá talið vera lært af foreldrum. Börn geta lært fordóma af foreldrum sínum með ýmsum hætti, t.d.með því að sjá foreldri sitt hegða sér á ákveðin hátt eða segja ákveðna hluti um tiltekinn hóp (modelling). Þau geta líka lært fordóma með virkri skilyrðingu, t.d.ef foreldrar verðlauna þau fyrir að sýna fordóma og refsa þeim fyrir að gera það ekki. Að lokum geta þau lært fordóma með klassískri skilyrðingu, t.d.ef foreldrar skamma þau harkalega fyrir að leika sér t.d.með svörtu barni.

14 Pirringur-ýgi (frustration-aggression) Pirringur-ýgi tilgátan segir að aggressív hegðun á sér alltaf stað sem afleiðing pirrings eða óþæginda, og að pirringur leiði alltaf til aggressívrar hegðunar. Þessi tilgáta byggist á þeirri forsendu sálfefliskenninga að það sé til ákveðið magn hugarorku (psychic energy) sem er fáanleg fyrir mannshugan til þess að framvkæma sálfræðilega virkni, og að þegar þeirri virkni er lokið er það hreinsandi (cathartic) fyrir hugann. Þar af leiðandi ef pirringur er til staðar þá verður til ójafnvægi í huganum sem er einungis hægt að leiðrétta með aggressívri hegðun. Skotmark ýginnar er þá yfirleitt það sem manneskjan telur hafa valdið pirringnum, en ef eitthvað kemur í veg fyrir að hægt sé að beina ýginni á rétt skotmark þá er henni beint eitthvað annað, þá er fundinn blóraböggull, sem getur t.d.verið ákveðin þjóðfélagshópur. Miklar rannsóknir á ýgi innan hóps hafa lagt áherslu á tilfærslu (displacement) sem er hugtak úr sáleflisfræðum, sem felur í sér að einstaklingur eða hópur færir til neikvæðar tilfinningar yfir á annan einstakling eða hóp sem olli tilfinningunum ekki til að byrja með. Til þess að skoða þetta fyrirbæri hafa rannsóknir verið gerðar þar sem hópur er látinn pirrast (get frustrated) og síðan er fylgst með hvort þeir beini ýgi sinni á rétt skotmark. Niðurstöður hafa sýnt fram á að fólk tilfærir ýgi sína yfir á aðra, en vandamálið er samt að það er mjög erfitt að segja til um hvort tilfærsla sé í raun og veru að eiga sér stað eða hvort það eigi sér frekar stað alhæfing, þar sem fólk verður aggressívt gagnvart flestum og flestu einfaldlega af því að það er pirrað. Þessar tilgátur hafa ekki reynst vel í að útskýra ýgi á milli hópa, hóp-ýgi (mass aggression) og fordóma. Út frá þessum kenningum myndi fordómar eins hóps í garð annars þýða það að einstaklingar innan fyrri hópsins hafi fyrir tilviljun allir orðið pirraðir á sama tíma og fyrir aðra tilviljun allir valið sama hópinn til þess að færa ýgi sína yfir á. Valdboðssinnaði persónuleikinn Adorno og fleiri lýstu í bók sinni The Authoritarian Personality árið 1950 ýmsum einkennum sem þeir töldu vera hluti af persónuleikaröskun sem gerði það að verkum að visst fólk varð að valdboðssinnum (authoritarian). Tilgáta þeirra var að vissir uppeldishættir sköpuðu seinna meir þennan persónuleika sem hafði ýmsar skoðanir, t.d.andúð á gyðingum, svörtum og fleiri minnihlutahópum, neikvætt og biturt viðhorf á mannkynið, íhaldssamar pólitískar skoðanir, o.s.frv. Það eru nokkrir gallar við persónuleikamiðaða kenningu um fordóma. Í fyrsta lagi vanmetur hún öfluga félagslega og aðstæðubundna þætti sem geta valdið viðhorfsbreytingum hjá fólki. Fjöldamargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hegðun fólks úr öllum stéttum samfélagsins má gjörbreyta ef það finnur sig í vissum aðstæðum. Til dæmis gengur ekki upp að á þessum 10 árum sem það tók í Þýskalandi að gera gyðinga að lögmætum skotmörkum og fórnarlömbum hafi heil kynslóð af þjóðverjum allt í einu tekið upp nýja uppeldishætti og alið upp kynslóð af valdboðssinnum. Margir aðrir atburðir eru dæmi um þetta, þar sem persónuleikar höfðu ekki tímann til að breytast en viðhorf og hegðun hafði það. Dogmatism and closed-mindedness Rokeach segir að á bak við fordóma sé almennt hugarástand eða hugrænn stíll, sem hann kallar dogmatisma eða þröngsýni (closed-mindedness). Það einkennist af því að einstaklingurinn einangrar skoðanir sínar sem stangast á við hvor aðra frá hvorri annarri þannig hann þurfi ekki að takast á við misræmið á milli þeirra, hann sýnir móstöðu við því að breyta skoðunum sínum í ljósi nýrra upplýsinga eða upplifana, og að lokum leitast hann eftir samþykki eða réttlætingu skoðanna sinna frá yfirvöldum. Sama vandamál kemur upp hér og með bæði frustration-aggression líkanið sem og valdboðssinnaða persónuleikann. Þetta útskýrir ekki hópýgi, heldur útskýrir ýgi og fordóma sem

15 einstaklingsfyrirbæri og lítur framhjá samfélagslegu samhengi fordóma og hlutverki norma. Hægrisinnuð valdboðssinna (right-wing authoritarianism) Altemeyer hefur nálgast valdboðssinnaða persónuleikann sem samansafn viðhorfa sem hefur þrjá meginþætti: - Fastheldni við venjur (conventionalism): hollusta við félagslegar venjur sem er viðhaldið af yfirvöldum - Valdboðssinnuð ýgi (authoritarian aggression): stuðningur við ýgi gegn frávikum í samfélaginu - Valdboðssinuð undirgefni (authoritarian submission): undirgefni gegn yfirvöldum Frá þessu sjónarhorni er valdboðssinna hugmyndafræði en ekki persónuleiki sem getur verið mismikil á milli manna. Hugmyndafræðin viðheldur óbreyttu ástandi í samfélaginu, það er að segja, heldur þeim hópum niðri sem hafa samkvæmt venju verið haldið niðri, o.s.frv. Kenning um félagslegt yfirráð (social dominance theory) Sidanius, Pratto og félagar settu fram kenningu um félagslegt yfirráð. Kenningin útskýrir hve mikið fólk er tilbúið til að meðtaka eða afneita félagslegum hugmyndafræðum sem réttlæta stéttaskiptingu, fordóma, mismunun eða jafnrétti og réttlæti. Fólk sem vill að þeirra eigin hópur sé ráðandi í samfélaginu hefur þá mikla tilheigingu til félagslegs yfirráðs og er líklegra til þess að hafa fordóma heldur en fólk sem tilheyrir ekki ráðandi hópi. Þetta tengist að vissu leyti kerfis-réttlætingar kenningu eða system-justification theory sem segir að félagsleg skilyrði láta fólk streitast á móti breytingum í samfélaginu og réttlæta frekar og vernda núverandi félagskerfið, jafnvel þó svo að kerfið feli í sér að manns eigin hópur er undiroki. Skoðana-samræmi Rokeach bjó líka til aðra kenningu um fordóma sem heitir belief congruence theory. Kenningin segir að skoðanir/skoðanakerfi okkar eru okkur mjög mikilvægar og þar af leiðandi eigum við til að velja frekar fólk eða líka betur við fólk sem hefur svipaðar skoðanir/skoðanakerfi. Fordómar eru þar af leiðandi ekki viðhorf sem byggist á því hvort einstaklingur tilheyri ákveðnum hóp eða ekki, heldur hvort skoðanir hans samræmist okkar eigin. Fordómar einstaklings í garð annars er þá vegna skynjaðs misræmis í skoðanakerfi þeirra tveggja. Það eru allavega tvö vandamál við þessa útskýringu: 1) Í aðstæðum þar sem fordómar eru samþykktir og jafnvel framfylgt af yfirvöldum kemur skoðanamisræmi ekki við sögu. 2) Skýring hans á því hvernig skoðanamisræmi geti skapað fordóma gæti í raun verið skýring á því hvernig skoðanasamræmi veldur aðlöðun á milli fólks en ekki öfugt. Aðrar skýringar Það eru tvö önnur sjónarhorn á útskýringar fyrir fordómum. Eitt þeirra skoðar hvernig fólk býr til og notar staðalímyndir og hitt nálgast fordóma og mismunun sem hluta af intergroup hegðun sem heild. Þessi sjónarmið verða skoðuð í öðrum köflum.

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

FÉLAGSLEG SÁLFRÆÐI GLOSSARY

FÉLAGSLEG SÁLFRÆÐI GLOSSARY FÉLAGSLEG SÁLFRÆÐI GLOSSARY 1. kafli Social psychology: Allport, 1954: the scientific investigation of how the thoughts, feelings and behaviors of the individual are influenced by the actual, imagined

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Félagsvísindasvið Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Birtingarmynd kyngervis á vefsíðu Krakkarúv og hugsanleg áhrif þess á börn. Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Anna Kristjana Ó. Hjaltested Leiðbeinandi:

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Kynáttunarvandi barna og unglinga

Kynáttunarvandi barna og unglinga Kynáttunarvandi barna og unglinga Inga Dóra Jónsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Háskóli Íslands Félagsvísindasvið Kynáttunarvandi barna og unglinga Inga Dóra Jónsdóttir 110659-5719 Lokaverkefni

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir

Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir 12.01.2018 Skýrsla starfshóps sem á að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2. Skilgreiningar... 3 3. Hinsegin fólk og heimilisofbeldi...

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Áhrif annarleika á stöðu og frelsi einstaklings

Áhrif annarleika á stöðu og frelsi einstaklings Hugvísindasvið Áhrif annarleika á stöðu og frelsi einstaklings Ritgerð til BA -prófs í heimspeki Svava Úlfarsdóttir Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Áhrif annarleika á stöðu og frelsi

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn-

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn- Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn- Arna Björk Árnadóttir Dagný Edda Þórisdóttir Þórunn Vignisdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Tómstunda-og félagsmálafræði

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR RANNVEIG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit 1. Helstu niðurstöður... 2 2. Inngangur... 3 Markmið...

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Róma. Etnísk skilgreining og sköpun. Silja Lind Haraldsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Félagsvísindasvið

Róma. Etnísk skilgreining og sköpun. Silja Lind Haraldsdóttir. Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði. Félagsvísindasvið Róma Etnísk skilgreining og sköpun Silja Lind Haraldsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Róma Etnísk skilgreining og sköpun Silja Lind Haraldsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka BA ritgerð Mannfræði Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka #MeToo, bylting á samfélagsmiðlum Eygló Karlsdóttir Leiðbeinandi: Helga Þórey Björnsdóttir Júní 2018 Ég fékk sjálfa mig

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? Eva Rún Michelsen Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild September 2011 Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari

More information

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum

Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði 2009 Áhrif stjórnrótar á smit þunglyndis hjá hjónum Margrét Eiríksdóttir Ranveig S. Tausen Lokaverkefni í Hug- og félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindadeild Sálfræði

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Mannfræði Trúir þú á raunveruleikann? - þróun óhefðbundinna lækninga til dagsins í dag Arna Björk Kristjánsdóttir Febrúar 2010 1 Leiðbeinandi: Kristín Erla Harðardóttir

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði.

Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking. Sigrún K. Valsdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði. Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking Sigrún K. Valsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Fastar á jaðrinum? Staða farandverkakvenna í Peking Sigrún K. Valsdóttir

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

Í hvernig nærfötum ertu núna?

Í hvernig nærfötum ertu núna? Í hvernig nærfötum ertu núna? Upplifun trans fólks af transtengdri heilbrigðisþjónustu á Íslandi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu í kynjafræði Félagsvísindasvið Júní 2017

More information

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Hver er ég? Bjó í Svíþjóð í 11 ár Hef unnið í Barnavernd í 13 ár Er frelsaður í uppbyggingarstefnunni

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa

Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Drög að kafla í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Leiðarvísir um mat á jafnréttisáhrifum frumvarpa Í þessum kafla er að finna leiðarvísi um

More information