Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010

Size: px
Start display at page:

Download "Leikskólinn Vesturkot. Starfsáætlun 2010"

Transcription

1 Leikskólinn Vesturkot Starfsáætlun 2010

2 Efnisyfirlit 1. Inngangur...bls Leiðarljósin...bls Stefnukort...bls Skilgreining á stefnukorti Vesturkots...bls Mat á framkvæmd starfsáætlunar...bls Verkefnaáætlun...bls Mælikvarðar...bls Mat á símenntunaráætlun...bls Símenntunaráætlun...bls Samkennsla...bls Könnunarleikur...bls Einingakubbar...bls Gönguhópar...bls Samstarf við Hvaleyrarskóla...bls Skólafærni...bls Umbótaáætlun...bls. 21 1

3 Inngangur Starfsáætlun leikskólans Vesturkots fyrir veturinn Í vetur ætlum við okkur stóra hluti jafnframt því að halda áfram að byggja upp og móta starfið. Við festum í sessi þær hefðir og menningu sem við erum búin að skapa hér í leikskólanum og byggjum ofan á þær. Helstu verkefni okkar í vetur er að innleiða Skólafærni (SMT) og eru þegar tveir starfsmenn búnir að fara á grunnnámskeið og fleiri fara núna í vetur. Við ætlum okkur þennan vetur til að koma verkefninu vel af stað. Mikill áhugi er fyrir samkennslu og munum verða í samstarfi við Kató sem er Forystuskóli fyrir samkennslu. Við erum þegar byrjaðar að kynna okkur þessa kennsluaðferð og erum að þreifa okkur áfram með að nota hana. Tilraunaverkefnið okkar í vetur er að bjóða öllum hópunum upp á íþróttakennslu einu sinni í viku undir stjórn Gabríelu sem er íþróttaleiðbeinandi frá Slóvakíu og myndlistarkennslu einu sinni í viku undir stjórn Jóhönnu sem er myndlistarkennari. Verkefnið er þegar byrjað og fer vel af stað. Samstarfið við Hvaleyraskóla heldur áfram og er komið til að vera þar sem elstu börnin í leikskólanum heimsækja Hvaleyraskóla einu sinni í viku og grunnskólabörn kom í heimsókn í leikskólann með upplestur eða aðra uppákomu nokkrum sinnum yfir veturinn. 2

4 Við erum að taka þátt í tilraunaverkefni um að nota TRAS sem er skimunartæki á málþroska fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Foreldrar og starfsfólk leggist á eitt við að bæta úr þeim þáttum í foreldrakönnuninni sem úrbóta er þörf. En markmið okkar er fyrst og síðast að börnunum okkar líði vel í leikskólanum. Foreldrar upplifi barnið sitt í öruggum og góðum höndum, þar sem hlúð er að því með alúð og virðingu. Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir, leikskólastjóri 3

5 Einkunnarorðin okkar eru gleði alúð og skapandi umhverfi sem verða leiðarljósin okkar í starfi með börnunum. 4

6 Stefnukort Vesturkots Þjónusta Vellíðan barna Ánægðir og stoltir foreldrar Fjármál Ábyrg fjármálastjórnun Nám í gegnum leik Foreldrasamstarf Hagsýni Ferli Gott upplýsingaflæði Faglegt starf Eftirfylgni Markviss áætlanagerð og mat Starfsmannahandbók Mannauður Starfshvatning og starfsánægja Fagmennska og starfsþróun Heilindi, traust og ábyrgð Markviss símenntun Gott viðmót og þjónustulund 5

7 Skilgreining á stefnukorti Vesturkots Þjónusta Vellíðan barna Að börnin séu örugg, ánægð og hæf til að takast á við sjálfan sig og umhverfið. Þá er lögð mikil áhersla á hollt mataræði, hreyfingu og útiveru. Það er hlutverk leikskólans að styðja, hvetja og styrkja samskipti barnanna og ýta undir að þau fái tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og frumkvæði. Einkunnarorð Vesturkots eru: Gleði, alúð og skapandi umhverfi Ánægðir og stoltir foreldrar Foreldrar sjái að barnið þeirra er í traustu og öruggu umhverfi þar sem því er sýnd hlýja og virðing. Við leggjum áherslu á að foreldrar finni að þeir og barnið þeirra eru velkomin í leikskólann. Við leggjum áherslu á að eiga ánægjuleg og uppbyggjandi samskipti við foreldra þar sem vellíðan og þroski barnanna er í fyrirrúmi. Foreldrasamstarf Við leikskólann er virkt foreldrafélag. Foreldrum er boðið í viðtal í kringum afmælisdag barnsins, annars eftir þörfum. Foreldrafundur er einu sinni á ári í upphafi vetrar. Foreldrakaffi er tvisvar á ári og opið hús á vordögum þar sem afrakstur vetrarins er sýndur. Nám í gegnum leik Leikurinn er aðalnámsleið barnanna og lífstjáning þeirra. Allar kennslustundir byggjast á leik þar sem börnin fá tækifæri til að vinna úr reynslu sinni og upplifunum, tjá tilfinningar sínar og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í öruggu umhverfi undir handleiðslu starfsfólks. Fjármál Ábyrg fjármálastjórnun Gera nákvæma kostnaðaráætlun. Meta reglulega fjárhagsstöðuna, minnst ársfjórðungslega. Hagsýni Nýta vel það sem til er í skólanum og vanda til innkaupa Reglulegt eftirlit Að halda rekstri innan fjárheimilda 6

8 Skilgreining á stefnukorti Vesturkots Ferli Gott upplýsingaflæði Virk samskipti við foreldra t.d dagleg samskipti. Fréttabréf, upplýsingatöflur,myndaskráningar. Heimasíða uppfærð a.m.k. einu sinni í viku. Mánaðardagatal með helstu upplýsingum í upphafi hvers mánaðar fyrir foreldra. Gott upplýsingaflæði innan og utan leikskólans. Faglegt starf Unnið er eftir skólanámskrá og aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Hafnarfjarðar. Áhersla á þverfaglegt samstarf sbr. samstarf við grunnskóla. Nýta fjölbreytta uppeldismenntun starfsmanna og reynslu. Gott samstarf við fagfólk utan leikskólans. Að allt starfsfólk komi að faglegu starfi. Markviss áætlanagerð og mat Áhersla á vandaða áætlanagerð, endurmat, foreldrakannanir og starfsmannaviðtöl. Starfsáætlun er lifandi plagg og í sífelldri þróun. Skýr og aðgengileg starfsáætlun Starfsmannahandbók Starfsmanna handbók er í sífelldri þróun og allir starfsmenn nýti sér hana. Hlutar úr bókinni teknir fyrir á starfsmannafundum til kynningar og samræmingar. Allt starfsfólk vel upplýst um til hvers er ætlast af þeim. Starfsfólk tekur þátt í þróun starfsins. 7

9 Skilgreining á stefnukorti Vesturkots Mannauður Starfshvatning og starfsánægja Að starfsfólk fái hvatningu og stuðning í starfi. Hvetja til samstöðu og hugmyndaflæðis milli allra starfsmanna. Að starfið sé aðlaðandi og áhugavert og tækifæri til að hver og einn fái að njóta sín og líði vel. Fagmennska og starfsþróun Að nám og reynsla hvers og eins starfsmanns skili sér inn í starfið. Markviss símenntun sem allir hafa aðgang að. Símenntun tekur mið af þörfum leikskólans og áhuga starfsfólks. Að allir starfsmenn nýti sér símenntun á hverju ári. Gott viðmót og þjónustulund Skapa gott starfsumhverfi svo öllum líði vel í vinnunni. Við reynum að taka tillit til fjölskylduaðstæðna eins og hægt er. Skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Heilindi, traust og ábyrgð Starfsmenn sýni ábyrgð gagnvart starfi sínu og samstarfsfólki. Starfsfólk beri traust til hvers annars og geti leyst ágreiningsmál af heilindum. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og innihaldsrík störf. Móttaka og þjálfun nýrra starfsmanna Móttökuáætlun fyrir nýja starfsmenn. Að allir nýir starfsmenn fái góða leiðsögn í starfi fyrstu vikurnar. Að væntingar til starfsfólks séu skýrar það skapar öryggi. 8

10 Mat á framkvæmd starfsáætlunar 2009 Síðasta ár hefur farið í að festa í sessi þær hefðir og venjur sem við viljum halda í og móta okkur nýjar og prófa okkur áfram. Halda stöðugleika í starfsmannahópnum sem er mjög mikilvægt þegar verið er að byggja upp og móta nýja starfsemi. Þróa innra starfið með börnunum og festa í sessi ákveðna þætti sem við viljum vinna að, eins og könnunarleikinn með yngstu börnunum og notkun á einingakubbunum sem við erum að halda áfram að vinna með og kenna og þjálfa starfsfólk í að nota. Þau verkefni sem við lögðum upp með að framkvæma gengu eftir að mestu leyti meðal annars tókst okkur að klára starfsmannahandbókina, byrjuðum að vinna að námskrá en ekki tókst að klára þá vinnu. Við ætluðum okkur að heimsækja menntastofnanir sem við og gerðum sem vakti mikinn áhuga og ánægju hjá starfsfólki. Tekin voru Hljóm-2 próf af elstu börnunum tvisvar yfir árið og samstarfið við Hvaleyraskóla styrktist og heldur áfram með vikulegum heimsóknum elstu barnanna. Foreldrakönnun var send til allra foreldra og eru niðurstöður hennar á heimasíðu leikskólans, starfsmannakönnun var ekki gerð en starfsmannasamtöl fóru fram við alla starfsmenn leikskólans. Eitt af okkar helstu verkefnum á síðasta ári var að innleiða Skólafærni sem okkur tókst ekki að gera en verið er að vinna að innleiðingu fyrir næsta ár. 9

11 Verkefnaáætlun skólaárið Verkefni Ágúst Sept Okt Nóv Des Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Foreldrasamtöl Foreldrafundur Opið hús Virk heimasíða Hljóm-2 próf Einstaklingsnámskrárgerð Samstarf milli skólastiga Viðhorskönnun foreldra Viðhorfskönnun starfsmanna Starfsmannasamtöl Heimsókn í menntastofnun Gera starfsáætlun Gera símenntunaráætlun Árangursstjórnun Kynna og innleiða Skólafærni Skólanámskrá Starfsmannahandbók, endurskoðuð 10

12 Verkefnaáætlun skólaárið Samkennsla, innleidd Íþróttatímar og myndlistartímar, tilraunaverkefni Verkefni Ágúst Sept Okt Nóv Des Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Móttaka nýrra starfsmanna,verkferill Móttaka erlendra barna og foreldra, verkferill TRAS, skimun 11

13 Mælikvarðar Meginmarkmið Mælikvarði Viðmið Raun Aðgerð 2009 Þjónusta Vellíðan barna % ánægðra nemenda 95% 86% Viðhorfskönnun Stoltir og ánægðir % ánægðra foreldra 90% 77% Viðhorfskönnun foreldrar Nám í gegnum leik Foreldrasamstarf Fjármál Ábyrg fjármálastjórn % ánægðra barna og foreldra % ánægðra foreldra með samstarf við leikskólann Frávik frá fjárhagsáætlun 95% 88% Skráning og viðhorfskönnun 90% 86% Viðhorfskönnun 0.0 Reglulegt kostnaðareftirli 12

14 Ferli Raun Gott upplýsingaflæði Virk heimasíða uppfærð einu sinni í viku Einu sinni í viku 100% Eftirfylgni 1500 heimsóknir p/mánuð % starfsmanna sem eru ánægðir með upplýsingaflæði 95% 1200 heimsóknir 90% Viðhorfskönnun Faglegt starf Hlutfall starfsmanna sem meta og gefa fullnægjandi einkunn 95 % 90% Matskvarði Barnið í brennidepli Nám í gegnuml leik. Starfsmannahandbók Starfsmannahandbók sé endurskoðuð 2svar á ári Sept apríl Þarf að fara yfir og endurskoða 2svar á ári. Markviss áætlanagerð og mat Gæði starfsáætlunar 25 stig 24 stig Sí-og endurmat starfsáætlunar og einkunn frá matsnefnd 13

15 Mannauður Raun Starfshvatning og starfsánægja Fagmennska og starfsþróun Gott viðmót og þjónustulund Heilindi, traust og ábyrgð % ánægðra starfsmanna % starfsmanna með virka símenntunaráætlun % starfsmanna sem sýna gott viðmót og þjónustulund % starfsmanna sem fara í starfsmannasamtal 90% 99% Stafsmannakönnun 100% 100% Eftirfylgni,stuðningur og hvatning 100% 88% Viðhorfskönnun meðal foreldra Starfsmannakönnun 100% 100% Eftirfylgni,stuðningur og hvatning 14

16 Mat á símenntunaráætlun 2009 Símenntunaráætlun siðasta árs stóðst að mestu en alltaf verða einhverjar breytingar þegar verið er að áætla fram í tímann. Það sem við lögðum mesta áherslu á var að fá fræðslu um slys og slysavarnir barna, sem gekk eftir. Við ætluðum okkur einnig að skoða aðra leikskóla, sem við gerðum. Samningur um árangursstjórnun var gerður og er unnið samkvæmt honum. Til stóð að innleiða Skólafærni (SMT) en það tókst ekki vegna veikinda og niðurskurðar á yfirvinnu. Einnig var gerð verkáætlun um vinnu að skólanámksrá sem ekki hefur tekist að fara eftir vegna niðurskurðar á yfirvinnutímum. Starfsfólkið sá einnig um að vera með fræðslu fyrir samstarfsfólk t.d. heimspeki með börnum, hugalásar o.m.fl. Að öðru leyti sótti starfsfólkið námskeið og samráðsfundi sem í boði voru á Skólaskrifstofu og í Kraganum. Reynt var eftir fremsta megni að koma til móts við óskir starfsfólks með þarfir leikskólans í huga. Öll fræðsla og aukin þekking hjá starfsfólki á leikskólastarfi og því hvernig börn þroskast best er leikskólanum til framdráttar. Góður leikskóli er bæjarfélaginu til sóma og er hvati fyrir fjölskyldufólk að setjast að í Hafnarfirði. 15

17 Símenntun fyrir árið 2010 Helstu áherslur okkar og markmið símenntunar fyrir næsta ár, er að halda áfram að þróa og móta góða leikskólamenningu, auk þess að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf með góðu starfsfólki. Við þurfum að geta haldið í fólkið sem við höfum með öflugri fræðslu um leikskólastarf um leið og við eflum liðsheild hjá starfsmannahópnum þannig að allir geti lagst á eitt með samvinnu og verið samstíga í vinnureglum. Við ætlum að leggja aðaláherslu á tvö námssvið á næsta ári það er hreyfing og myndlist ásamt því að fá fræðslu um hvernig starfsfólkið getur eflt sig í starfi og látið ljós sitt skína sem best. Starfsfólkið er hvatt til að nýta sér námskeið og fræðslu sem Skólaskrifstofan og Kraginn bjóða upp á. Komið er til móts við óskir starfsfólks eins og kostur er þó ávallt í samhengi við þarfir leikskólans. Áætlunin er unnin með hliðsjón af: starfsmannasamtölum, Mannauðsstjórnun Hafnarfjarðar, Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar, Skólastefnu Hafnarfjarðar. 16

18 Samkennsla Samkennsla í aldursblönduðum hópi felur í sér að börnum úr tveimur eða fleirum árgöngum er kennt saman sem skapar börnum á mismunandi aldri námsframvindu á eigin forsendum. Líkja má samkennslu við fjölskyldu barns þar sem fjölskyldumeðlimir styðja hver annan og þeir eldri kenna þeim yngri, hafa forystu fyrir þeim og eru þeim fyrirmynd. Jafnframt því geta þeir yngri lært af þeim eldri og geta samsamað sig þeim og reitt sig á stuðning þeirra. Eldri börn líta á yngri börn sem einstaklinga sem þarfnast stuðnings þannig geta skapast væntingar um samvinnu og stuðning meðal barna sem hefur jákvæð áhrif á félagslegan þroska. Í aldursblönduðum hópum er hægt að taka tillit til þess að börn þroskast mishratt og samvinna barna innan hópsins stuðlar að auknum félagslegum þroska og dregur úr óæskilegri samkeppni og félagslegum þrýstingi á börn sem aftur leiðir til færri aga-og hegðunarvandamála. Við ætlum okkur að innleiða samkennsluna með aldursblönduðum hópum og sveigjanlegri hópaskiptingu sem þjónar þörfum barnanna. Við höfum hópana aldursblandaða megin hluta dagsins en einnig bjóðum við upp á aldurshreina hópa í elsta árgangnum þar sem þau börn fara vikulega í heimsókn í Hvaleyraskóla. Þessi innleiðing er á tilraunastigi hjá okkur og er því ekki fullmótuð ennþá. En mikill áhugi er fyrir því að nota samkennsluna hjá starfsfólki en það tekur tíma að skoða, skrá og meta hvað hentar okkar starfsemi. 17

19 Könnunarleikur Á yngstu deildunum er unnið með Könnunarleikinn sem er kennsluaðferð fyrir yngstu börnin Könnunarleikurinn felur í sér að hópi barna er boðið upp á fjölda ólíkra hluta (verðlaust efni) sem þau leika sér með í stuttan tíma án afskipta hins fullorðna á skipulögðu afmörkuðu svæði. Eins og nafnið bendir til þá kanna börnin möguleika hlutanna á sínum forsendum. Mikilvægi Könnunarleiks er sjálfsprottinn rannsóknarleikur þar sem börnin æfa samhæfingu augna og handa og hluta. Könnunarleikur er nálgun/aðferð í því hvernig barnið sjálft vill/getur notað hlutinn, en ekki hvernig hinn fullorðni vill að barnið geri. Hinn fullorðni er alltaf til staðar og fylgist með/grípur inn í ef með þarf. Einingakubbar Einingakubbar eru trékubbar í mismunandi formum. Caroline Pratt hannaði kubbana eftir að hafa fylgst með börnum í kubbaleik. Gengið er út frá einum grunnkubbi sem kallaður er einingakubbur og eru hinir kubbarnir mismunandi hlutföll af grunnkubbnum. Einingakubbar eru inni á öllum deildum í leikskólanum okkar. Vinna með einingakubbana fer inná flesta náms- og þroskaþætti barnanna eins og samfélagsfræði, félags- og tilfinningaþroska, listir, málþroska, stærðfræði, vísindi og líkamsþroska. 18

20 Gönguhópar Börn í næst elsta árgangi eru í Gönguhóp markmiðið er að efla þol og þrek barnanna með lengri gönguferðum, hlaupum og rösklegri göngu. Í gönguferðunum skoða börnin nánasta umhverfi leikskólans og hvað náttúran í kringum okkur hefur upp á að bjóða Samstarf við Hvaleyrarskóla Þetta er annað árið sem við erum í samstarfi við Hvaleyraskóla. Samstarfið byggist á því að elstu börnin í leikskólanum fara einu sinni í viku í skólaheimsókn þar sem þau vinna skólaverkefni. Við höfum afnot af einni kennslustofu þar sem unnið er að ýmsum verkefnum spila spil, fara í leiki, skoða ljós og skugga ofl. Einnig fáum við að skoða skólann vel og vandlega kynnast bókasafninu, heimilifræðistofunni, fáum að sjá heilsdagskólann, kynnumst skólalóðinni, þeim sem eru á göngunum bæði börnum og fullorðnum og lærum grunnreglurnar sem gilda í skólanum. Með þessu samstarfi erum við að auka færni barnanna í að takast á við þær breytingar sem verða þegar þau byrja í grunnskóla. 19

21 Skólafærni (SMT) Markmið SMT-skólafærni (hafnfirsk útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support/PBS) er að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. SMT-skólafærni byggir á hugmyndafræði PMT- FORELDRAFÆRNI og er framkvæmd undir merkjum þeirrar þjónustueiningar, sem verið hefur leiðandi hér á landi í notkun og útbreiðslu PMT verkfæra til uppalenda. PMT (Parent Management Training) verkfærin eru vel rannsökuð af færustu sérfræðingum, notkun þeirra stuðlar að góðri aðlögun barna og þau eru því afar mikilvæg hjálpartæki. Foreldrum býðst að tileinka sér PMT- foreldrafærni jafnframt því sem skólasamfélagið á möguleika á innleiðingu SMT-skólafærni. Á fyrsta ári er lögð áhersla á að styðja alla nemendur skólans. Reglur eru settar fram þannig að þær eru einfaldar, nákvæmar og vel ljóst til hvers er ætlast. Reglur eru hafðar sýnilegar, hengdar upp á veggi og kenndar með sýnikennslu, dæmum og æfingum. Hvatning er notuð á ýmsa vegu til að umbuna nemendum fyrir árangur, framfarir og það sem vel er gert. Mikil áhersla er á notkun félagslegrar hvatningar (hrós). Skýr mörk eru sett og skilgreind eru minni háttar og alvarlegri hegðunarfrávik. Vegna óæskilegrar hegðunar eru skilgreindar viðeigandi afleiðingar, þær eru breytilegar og ráðast af alvarleika hegðunar. 20

22 Umbótaáætlun Fram kom í niðurstöðum foreldrakönnunnarinnar sem gerð var síðastliðið vor að við þurfum að laga eftirfarandi þætti: Í fyrstu heimsókn foreldra var ábótavant kynning á leikskólanum, skólanámskrá og starfsáætlun. Við komum til með að leggja okkur fram við kynningu á leikskólanum í fyrsta viðtali jafnframt því sem við kynnum heimasíðu leikskólans með markvissari hætti með því að hafa slóðina að heimasíðunni sýnilega þar sem foreldrar geta nálgast þessar upplýsingar. Skólanámskráin okkar er ekki tilbúin en verið er að vinna að henni. Foreldrar töldu sig hafa lítil áhrif á innra starf leikskólans, einnig fannst þeim ekki verið unnið samkvæmt starfsáætlun og óánægja með uppeldis og menntastefnu leikskólans. Í dag er foreldraráð og foreldrafélag starfrækt við leikskólann sem við berum miklar vonir til að auki áhrif foreldra á innra starfi leikskólans. Starfsáætlun þarf að kynna betur inni á heimasíðu leikskólans og heimasíðu bæjarins. Uppeldis og menntastefna leikskólans er í mótun en við horfum m.a. til samkennslu. Heildaránægja með samskipti foreldra og starfsfólks var ábótavant. Lögð verður áhersla á að bæta samskiptin með betri kynningu á nýju starfsfólki, sem verður á ábyrgð hvers deildarstjóra. Auk þess verður lögð áhersla á að starfsfólk leggi sig fram við að koma til móts við foreldra með auknum skilningi og áhuga. Leikskólastjóri leggi sig fram við að kynna sig fyrir nýjum foreldrum og vera sýnilegri. Líðan barns í leikskólanum ánægja með leikskólann, þarf að bæta. Í samstarfi við foreldra höldum við áfram að byggja starfið upp með það að markmiði að öllum börnum og foreldrum líði vel í leikskólanum. 21

23 Heiðrún Sverrisdóttir leikskólaráðgjafi dvaldi hér part úr degi í fimm daga og gerði úttekt á móttöku barna, fyrirkomulagi mogunverðar og hvatningu til sjálfshjálpar. Lagði hún til að við hefðum opið inn á deildar að morgni, sem við gerum núna. Einnig kom fram að börnin mættu skammta sér sjálf morgunverð og ganga frá disknum á vagninn. Allar deildar hafa tekið þetta til endurskoðunar og lagfært. Starfsfólk leikskólans gerði mat á þættinum nám í gegnum leik. Niðurstöður urðu þær að við þurfum að taka okkur á í mati og gagnasöfnun. Verið er að vinna í því að hvetja starfsfólk til að skrá hjá sér hvað gengur vel og hvað getum við gert betur. Í vetur verður mikið starf framundan í áframhaldandi uppbyggingu og hlökkum við til að takast á við það með aðstoð foreldra. standalone supplement to the main document. It 22

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Skólanámskrá Álfasteins

Skólanámskrá Álfasteins Skólanámskrá Álfasteins + 1 Efnisyfirlit Formáli... 4 1 Inngangur... 5 2 Leikskólinn Álfasteinn... 6 2. 1 Starfsfólk leikskóla... 6 2. 2 Hlutverk leikskólastjóra... 6 2. 3 Hlutverk leikskólakennara og

More information

Umhverfi - Umhyggja 2

Umhverfi - Umhyggja 2 Skólanámskrá Umhverfi - Umhyggja 2 Efnisyfirlit Yfirstjórn leikskólans... 5 Ráðgjafaaðili leikskólans... 5 Grundvöllur leikskólans... 5 Lög um leikskóla... 5 Aðalnámskrá leikskóla... 5 Leikskólinn Undraland...

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Þróunarverkefni í leikskólanum Hæðarbóli veturinn 2015 2016 Höfundur: Hjördís Braga Sigurðardóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Markmið verkefnisins...

More information

Hádegishöfði Skólanámskrá

Hádegishöfði Skólanámskrá Hádegishöfði Efnisyfirlit Formáli... 5 Ytri aðstæður... 6 Yfirstjórn leikskólamála... 6 Fjölskyldu- og frístundasvið Fljótsdalshéraðs... 6 Leikskólaráðgjöf... 6 Námskrá Hádegishöfða... 7 Forsenda leikskólastarfs...

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sólgarður 2015 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf

More information

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Soffía Þorsteinsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri 1 Efnisyfirlit Útdráttur...3 Inngangur...4

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Hegðun barna og agastefnur í leikskólum

Hegðun barna og agastefnur í leikskólum Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Leikskólabraut 2012 Hegðun barna og agastefnur í leikskólum -Uppeldi til ábyrgðar og SMT skólafærni- Hildur Haraldsdóttir Lokaverkefni í kennaradeild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Starfsáætlun

Starfsáætlun Starfsáætlun 2014-2015 Heilsuleikskólinn Háaleiti Lindarbraut 624, 235 Reykjanesbæ haaleiti@skolar.is 426-5276 0 Efnisyfirlit Formáli... 2 Endurmat starfsáætlunar 2013-2014... 2 Hlutverk, stefna og framtíðarsýn...

More information

Ágrip Inngangur Þróunarverkefnið Virðing og jákvæð samskipti...5

Ágrip Inngangur Þróunarverkefnið Virðing og jákvæð samskipti...5 Ágrip...3 1. Inngangur...4 2. Þróunarverkefnið Virðing og jákvæð samskipti...5 2.1 Leikskólinn Gefnarborg...5 2.2 Bakgrunnur hvers vegna samskipti...6 2.3 Tímaáætlun...7 2.4 Markmið og leiðir...7 2.5 Yfirmarkmið

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Inngangur. Árborg, 31. október 2017 Sigríður Birna Birgisdóttir, leikskólastjóri Brimvers/Æskukots. Einkunnarorð leikskólans eru:

Inngangur. Árborg, 31. október 2017 Sigríður Birna Birgisdóttir, leikskólastjóri Brimvers/Æskukots. Einkunnarorð leikskólans eru: Efnisyfirlit Inngangur... 3 Stefna og uppeldissýn... 4 Verkáætlanir 2017-2018... 6 Handbók leikskólans snemmtæk íhlutun, verkferlar, matstæki, bjargir og leiðir... 6 Upplýsingar til foreldra um daglegt

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

EFNISYFIRLIT. Blað Barnaheilla Ársrit júní Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi. Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir

EFNISYFIRLIT. Blað Barnaheilla Ársrit júní Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi. Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir 2018 EFNISYFIRLIT Blað Barnaheilla Ársrit júní 2018 Útgefandi: Barnaheill Save the Children á Íslandi Ritstjóri: Aldís Yngvadóttir Ábyrgðarmaður: Erna Reynisdóttir Forsíðumynd: Bragi Þór Jósefsson tók

More information

2. útg Eineltisáætlun Króks. Heilsuleikskólinn Krókur

2. útg Eineltisáætlun Króks. Heilsuleikskólinn Krókur 2. útg. 2013 Eineltisáætlun Króks Heilsuleikskólinn Krókur Efnisyfirlit Inngangur... 2 Forvarnir gegn einelti í leikskólanum... 3 Það sem við getum öll gert (börn, foreldrar og kennarar)... 4 Verkáætlun

More information

Maí 2010 Heimili og skóli 2010 [Type text]

Maí 2010 Heimili og skóli 2010 [Type text] [Type text] Maí 2010 Heimili og skóli 2010 1 Hlutverk Heimilis og skóla er að hvetja til og styðja við jákvætt og öflugt samstarf heimila og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Styðja foreldra í uppeldishlutverki

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Þorragötu 1, 101 Reykjavik SÁ VIDYÁ YÁ VIMUKTAYE EDUCATION IS THAT WHICH LIBERATES. Námskrá endurskoðuð apríl 2015.

Þorragötu 1, 101 Reykjavik SÁ VIDYÁ YÁ VIMUKTAYE EDUCATION IS THAT WHICH LIBERATES. Námskrá endurskoðuð apríl 2015. Þorragötu 1, 101 Reykjavik SÁ VIDYÁ YÁ VIMUKTAYE EDUCATION IS THAT WHICH LIBERATES Námskrá endurskoðuð apríl 2015. Námskrá Efnisyfirlit 1. Leikskólinn Sælukot... 3 1.1 Tengsl skólans við alþjóðlega skóla

More information

Júlíana Jónsdóttir. Lokaverkefni til MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent

Júlíana Jónsdóttir. Lokaverkefni til MS-gráðu í stjórnun og stefnumótun. Leiðbeinendur: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent Eru starfsmenn í grunnskólum Hafnarfjarðar með jákvætt viðhorf gagnvart SMT og því breytingaferli sem átti sér stað við innleiðingu kerfisins á þeirra vinnustað? Júlíana Jónsdóttir Eru starfsmenn í grunnskólum

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild N o r ð u r b e r g / u m s a g n i r f o r e l d r a í f o r e l d r a k ö n n u n v o r 2 0 1 3 2. a ) E f s v a r i ð e r a ð b a r n i n u l í ð i m j ö g e ð a f r e k a r v e l, g e t u r þ ú n e

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Nóvember 2009 Heimili og skóli 2009 [Type text]

Nóvember 2009 Heimili og skóli 2009 [Type text] [Type text] Nóvember 2009 Heimili og skóli 2009 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 2 Foreldrastarf í leikskóla... 2 Um þessa handbók... 2 Gögn og upplýsingar... 3 2 Almennt um foreldrastarf í leikskólum... 4

More information

Stuðningur við jákvæða hegðun:

Stuðningur við jákvæða hegðun: Stuðningur við jákvæða hegðun: Mat á áhrifum íhlutunar í 1. 4. bekk í þremur grunnskólum skólaárið 11 Gyða Dögg Einarsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Stuðningur við

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum

Áherslur og valdatengsl í samstarfi starfsfólks og foreldra í leikskólum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Arna H. Jónsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Áherslur og valdatengsl í samstarfi

More information

Ævintýri með Lubba Bók er best vina

Ævintýri með Lubba Bók er best vina Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Ævintýri

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Svið áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis Halló stjórnmálamenn!

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Færni til framtíðar. Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð. Sabína Steinunn Halldórsdóttir Færni til framtíðar Handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð Sabína Steinunn Halldórsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Færni til framtíðar

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla

Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 38.-59. Samfélag jafningja: Uppbygging lærdómssamfélags í leikskóla Svava Björg Mörk leikskólanum Bjarma í

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn

Þátttökurannsókn á tómstundastarfi fyrir 10 til 12 ára börn Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Kolbrún Þ. Pálsdóttir Þátttökurannsókn á tómstundastarfi

More information

Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi grunnskóli Heilsueflandi grunnskóli Nemendur Nærsamfélag Mataræði / Tannheilsa Hreyfing / Öryggi Lífsleikni Geðrækt Heimili Starfsfólk Heilsueflandi grunnskóli Embætti landlæknis, velferðarráðuneytið og mennta- og

More information

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Allir VINIR. Forvarnir gegn einelti. Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands Allir VINIR Forvarnir gegn einelti Höfundur: Vanda Sigurgeirsdóttir Lektor í tómstunda- og félagsmálafræði Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2 Efnisyfirlit Inngangur... 4 Fræðilegur bakgrunnur... 4 Undirstöður

More information

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla

Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði og velferð á yngsta stigi grunnskóla Anna Rós Lárusdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Jóga sem leikur: Leið til þess að efla heilbrigði

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Frá gráma til gleði skólalóðin okkar

Frá gráma til gleði skólalóðin okkar Skýrsla um þróunarverkefnið 2009 Frá gráma til gleði skólalóðin okkar Hjördís Ólafsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir Náttúruleikskólinn Krakkakot og leikskólinn Holtakot 07.07. 09 Efnisyfirlit Samantekt

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Fleiri tungumál, fleiri möguleikar Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar um hvernig við sem leikskólakennarar getum unnið með tvítyngdum börnum í leikskóla Linda Marie

More information

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Eigindleg rannsókn vegna eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og leiðbeiningarhefti fyrir þau Sumar 2018 Nr: 185746-0091 Nemendur: Fatou

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information