Frá gráma til gleði skólalóðin okkar

Size: px
Start display at page:

Download "Frá gráma til gleði skólalóðin okkar"

Transcription

1 Skýrsla um þróunarverkefnið 2009 Frá gráma til gleði skólalóðin okkar Hjördís Ólafsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir Náttúruleikskólinn Krakkakot og leikskólinn Holtakot

2

3 Efnisyfirlit Samantekt 1 1. Inngangur 3 Aðdragandi 1.1 Náttúruleikskólinn Krakkakot Leikskólinn Holtakot 6 2. Markmið 7 3. Lýsing á verkefninu Stýrihópurinn á leikskólunum Kennarinn Hindranir Bjargir Kennsluhættir Nemendur Þróunarvinna með nemendum í Holtakoti Þróunarvinna með nemendum í Náttúruleikskólanum Krakkakoti Foreldrasamstarf Samstarfsaðilar Niðurstöður verkenisins Hugmyndir barna og unglinga á Álftanesi um skólalóðina Kennarar skólans settu fram sínar hugmyndir Náðust sett markmið? Verkefnið heldur áfram Kynning á verkefninu 41

4 5. Mat á verkefninu Mat á verkefninu í Holtakoti Mat á verkefninu í Krakkakoti Gagnast okkar vinna öðrum skólum? Kostnaðar- og framkvæmdaráætlun Áhrif á skólastarfið í heild Umsagnir þátttakenda Lokaorð Heimildir 53

5 Samantekt Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir þróunarverkefninu Frá gráma til gleði skólalóðin okkar. Tilgangur verkefnisins var að prófa og þróa leiðir í menntun til sjálfbærrar þróunar. Prófaðar voru leiðir til að fá börn til að taka þátt í að hanna skólalóð þannig að hún bjóði upp á fjölbreytt tækifæri til, náms, leikja og útivistar og geti þjónað öllum börnum í sveitarfélaginu frá fjögurra ára aldri. Verkefnið var samvinnuverkefni allra barna og unglinga í sveitarfélaginu frá fjögurra ára aldri til sextán ára þar sem nemendur fengu að koma með sínar hugmyndir að skólalóð sem hentaði fjölbreyttum nemendahópi og gæfi fjölbreytt tækifæri til náms, leikja og útiveru. Verkefnið var unnið í samvinnu Náttúruleikskólans Krakkakots og leikskólans Holtakots á Álftanesi auk Álftanesskóla. Leikskólabörnin komu að hönnun svæðisins sem liggur næst leikskólunum og hugmyndin er að tengsl milli leikskóla og grunnskóla á sama svæðinu séu gerð raunveruleg með einhverju sameiginlegu svæði. Verkefnið var unnið í tengslum við rannsóknarverkefnið Geta til sjálfbærni: menntun til aðgerða sem er unnið á vegum Kennaraháskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var í fyrsta lagi að börn taki þátt í að þróa og nota græna skólalóð þannig að hún gefi fjölbreytt tækifæri til náms, leika og útivistar. Og í öðru lagi að athuga gildi slíkrar vinnu í skólastarfinu og fyrir nám og þroska barnanna. Til að meta hvernig til tókst, samkvæmt ofangreindum markmiðum, hittist stýrihópur verkefnisins reglulega og ræddi framgang þess. Tekin voru viðtöl við kennara og skólastjóra. Reglulegir fundir voru með stýrihópum skólanna allra, fulltrúa sveitarfélagsins og arkitektinum sem teiknaði skólalóðina. Einnig hittu stýrihóparnir, stýrihópa úr öðrum skólum á námskeiðum og samráðsfundum sem hópurinn sem stóð að rannsóknarverkefninu Geta til sjálfbærni: Menntun til aðgerða stóð fyrir. Aðaláherslan var lögð á að börnin kæmu með útfærðar hugmyndir að því hvað þau vildu sjá á skólalóðinni og gerðu líkan af þeim hugmyndum. Niðurstöðurnar sýna að það búa miklar og frjóar hugmyndir hjá börnunum jafnvel þó þau séu ekki gömul. Börnin höfðu 1

6 gífurlegan áhuga á verkefninu sérstaklega verklega þættinum. Verkefnið efldi sköpunargleði þeirra og sjálfstraust og þau skynjuðu að hlustað var á raddir þeirra. Hvort börn á leikskólaaldri geri sér grein fyrir í hverju hugtakið menntun til sjálfbærni felst skal ósagt látið en verkefnið tók mið af því að þær stoðir sem menntun til sjálfbærni byggir á þ.e.umhverfis- félags- og efnahagsstoðirnar væru hafðar til viðmiðunar. 2

7 1 Inngangur Tilgangur verkefnisins var að prófa og þróa leiðir í menntun til sjálfbærrar þróunar. Prófaðar yrðu leiðir til að fá börn til að taka þátt í að hanna og gera skólalóð þannig að hún bjóði upp á fjölbreytt tækifæri til, náms, leikja og útivistar og geti þjónað öllum börnum í sveitarfélaginu frá fjögurra ára aldri. Einnig að athuga hvernig vinna og notkun grænnar skólalóðar gæti eflt sjálfbæra framtíðarsýn barna. Aðdragandi Mikil gróska er í umhverfismálum í sveitarfélaginu Álftanesi. Þar flagga Álftanesskóli og Leikskólinn Krakkakot Grænfána Landverndar og leikskólinn Holtakot er skóli á grænni grein sem stefnir að því að flagga fánanum. sveitarfélagið Álftanes stefnir að því að vera í fararbroddi og verða vistvænt sveitarfélag, þar sem náttúruvernd og heilnæm samskipti manns og náttúru verði í fyrirrúmi. Það er allra hagur að horfa til framtíðar með fastmótuð markmið og stefnu í umhverfismálum og hefur Sveitarfélagið Álftanes t.a.m. sett sér stefnu um sjálfbæra þróun sem endurskoðuð er árlega. Það má segja að aðdragandi verkefnisins í leikskólunum sé sá að Kristín Norðdahl kom að máli við leikskólastjóra leikskólanna og kynnti þeim verkefnið GETA til sjálfbærni menntun til aðgerða. En það er rannsóknar og þróunarverkefni unnið við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Markmið rannsóknar- og þróunarverkefnisins GETU er að efla skilning og umræður um menntun til sjálfbærrar þróunar og leita leiða fyrir íslenska skóla sem vilja leggja áherslu á hana í sínu starfi. Kristín Norðdahl hefur þekkt starfsemi Náttúruleikskólans Krakkakots um árabil og fannst að þátttaka hans í verkefninu félli vel að áherslum í starfi skólans en skólinn er Grænfánaskóli. Einnig vissi Kristín að leikskólinn Holtakot er skóli á grænni grein og stefnir á að flagga Grænfánanum. Og þar sem einungis tveir leikskólar eru í sveitarfélaginu og þar að auki báðir á sömu torfunni auk Álftanesskóla, fannst henni tilvalið að kanna vilja allra skólanna um þátttöku í verkefninu sem þeir þáðu og sóttu í framhaldinu um styrk til verkefnisins í þróunarsjóð leikskóla. 3

8 1.1 Náttúruleikskólinn Krakkakot. Náttúruleikskólinn Krakkakot er 6 deilda leikskóli þar sem dvelja 120 börn samtímis. Þar starfa 34 starfsmenn, þar af eru 5 leikskólakennarar, 2 aðstoðarleikskólakennarar, 1 grunnskólakennari og 2 þroskaþjálfar. Leikskólastjóri er Hjördís Guðrún Ólafsdóttir. Allt frá því að leikskólinn Krakkakot hóf starfsemi sína árið 1986 hefur mikið verið leitað út í náttúruna og nemendum skólans kennt að bera virðingu fyrir henni. Alla tíð hefur nemendum verið kennt að ganga vel um náttúruna, njóta hennar og nýta. Frá árinu 1994 hefur verið lögð áhersla á dýrahald í leikskólanum og að nemendur væru þátttakendur í umhirðu þeirra. Nemendur læra t.d. að ef við gefum dýrunum ( í þessu tilviki hænsnum) afganga af mat sem við ekki borðum þá gefa þau okkur afurð í staðin sem við getum síðan notað og borðað. Auk þess að halda hænsni hefur smám saman bæst í dýraflóru leikskólans og hafa kanínur, naggrísir, hamstarar, froskar, páfagaukar, fiskar og sjávardýr úr fjörum Álftaness lengst af síðan árið 2000 verið heimilisdýr hér. Árið 1995 tókum við einnig þátt í umhverfisverkefninu MUVIN þar sem leitað var leiða til að nýta hagsmunaárekstra í umhverfismennt í stað þess að sniðganga þá. Árið 2000 stigum við það skref að byrja að flokka allt rusl og endurnýta það sem hægt er. Allur pappír er nú flokkaður og hluti af honum endurunninn. Mjólkurfernur, gler, járn, plast, rafhlöður, kerti, álbox undan kertum, blekhylki, plastbakkar og annað undan matvælum, allt er þetta flokkað og sent í endurvinnslu eða nýtt aftur hér á staðnum í listasmiðju og listakrók. Allur lífrænn úrgangur sem dýrin borða ekki er settur í safnkassa og moltaður í þar til gerðum moltunarkössum. Árið fórum við að gæla við þá hugmynd að sækja um að flagga Grænfána Landverndar í viðurkenningaskini fyrir þessa vinnu okkar. Það var þó ekki fyrr en 1. desember 2006 sem sá áfangi náðist og við fengum Grænfánann við hátíðlega athöfn þar sem þáverandi umhverfisráðherra Jónína Bjartmars afhenti okkur Grænfánann. Þessari vinnu okkar höfum við haldið hátt á lofti og fékk leikskólinn Grænfánann afhentan í annað sinn 1. desember Vinnan sem fór fram áður en við fengum 4

9 Grænfánann í annað sinn fólst einkum í því að minnka enn frekar umfang sorps og efla lýðræðisleg vinnubrögð nemenda og starfsfólks. 5

10 1.2 Leikskólinn Holtakot Leikskólinn Holtakot er þriggja deilda leikskóli og verður fjórða deild skólans tekin í notkun haustið 2009, á leikskólanum dvelja 58 börn samtímis. Leikskólinn tók til starfa vorið 2006 og frá upphafi hafa verið starfræktar þrjár leikskóladeildir og sú fjórða beðið þess að verða opnuð. Á leikskólanum starfa 18 starfsmenn. Þar af 3 leikskólakennarar, 1 aðstoðarleikskólakennari og 1 þroskaþjálfi. Leikskólastjóri er Ragnhildur Skúladóttir. Í Holtakoti er lögð áhersla á að börnin fái að njóta sín í sjálfsprottnum leik á eigin forsendum þar sem þau fá að kanna og rannsaka. Einnig er lögð sérstök áhersla á hollt matarræði og hreyfingu í daglegu starfi. Allur matur er unninn frá grunni og markvisst er unnið með hreyfingu. Frá því að leikskólinn tók til starfa vorið 2006, hefur verið unnið sem skóli á grænni grein, með því að taka eitt fyrir í einu og var byrjað á að flokka rusl. Það gekk misvel í upphafi þar sem mikil mannaskipti voru fyrst eftir að skólinn opnaði. En eftir 2007 hefur þetta gengið mjög vel og nú styttist í Grænfánann. Myndmenntakennari var ráðinn til skólans haustið 2007 og hefur hann unnið mikið með börnunum við að útfæra hugmyndir þeirra í listakrók. Hann hefur verið duglegur að sjá möguleika á að nota allt sem til fellur bæði hér innanhúss og það sem fundist hefur í náttúrunni. Auk þess höfum við unnið með árstíðirnar og fram hafa komið ýmsar nýjar og skemmtilegar hugmyndir í kringum jól og páska. Deildastjóri deildarinnar sem tók þátt í verkefninu hélt utan um verkefnið í heild sinni, s.s. skráningar, fundarsetu, ljólmyndir og miðla upplýsingum ofl. Getu fundina sóttu einnig leikskólastjóri og leiðbeinendur ásamt því að vinna í skýrslugerð. 6

11 2 Markmið Markmið þróunarverkefnisins voru: Að börn taki þátt í að þróa og nota græna skólalóð þannig að hún gefi fjölbreytt tækifæri til náms, leikja og útivistar. Að athuga gildi slíkrar vinnu í skólastarfinu og fyrir nám og þroska barnanna. Einnig skilgreindum við undirmarkmið s.s. að; Efla rannsóknarfærni barna varðandi náttúrufræðilega, samfélagsfræðilega og efnahagslega þætti verkefnisins. Börnin fái reynslu af skipulagningu og ákvarðanatöku varðandi umhverfi sitt. Börnin vinni að hugmyndum varðandi hvernig þau vilja sjá umhverfi sitt. Þau vinni hugmyndum sínum fylgi. Þau útfæri hugmyndir og komi þeim í framkvæmd. Börnin taki tillit til hugmynda annarra. Efla sköpunar- gleði og gáfu barna. Efla tengsl barna, væntumþykju og virðingu þeirra fyrir sínu nánasta umhverfi bæði náttúrulegu og manngerðu. Börnin læri um landmótun, landgræðslu og ræktun ýmis konar Þau læri um ýmsar tegundir lífvera í umhverfinu og hvernig má að þeim hlúa. Þau læri ýmiskonar verklega færni sem verkefnið fæli í sér. Viðmið í markmiðssetningu voru að nýta verkefnið til að ýta undir þætti sem teljast til menntunar til sjálfbærrar þróunar. 7

12 3 Lýsing á verkefninu GETA til sjálfbærni menntun til aðgerða/ Faglegur stuðningur GETA til sjálfbærni menntun til aðgerða (e. Action ESD Educational Action for Sustainable Development) er rannsóknar- og þróunarverkefni unnið við Kennaraháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri á árunum Markmið rannsóknar- og þróunarverkefnisins GETU er að efla skilning og umræður um menntun til sjálfbærrar þróunar og leita leiða fyrir íslenska skóla sem vilja leggja áherslu á hana í sínu starfi. Verkefnið byggist á samstarfi rannsóknarhóps GETU og skóla á öllum skólastigum um skólaverkefni sem skilgreind verða í samstarfi kennara, skólastjórnenda og nemenda með stuðningi rannsóknarhópsins. Þátttakendur í rannsóknar- og þróunarverkefninu veturinn voru Allyson Macdonald, Auður Pálsdóttir, Björg Pétursdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Eygló Björnsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristín Norðdahl, Stefán Bergmann, Steinunn Geirdal, Svanborg Rannveig Jónsdóttir og Þórunn Reykdal. Þennan hóp fólks köllum við GETA-hópinn í skýrslunni. Faglegur stuðningur af hálfu GETUrannsóknarhópsins við leikskólana í verkefninu var í höndum Kristínar Norðdahl lektors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (Ransóknahópur GETU.2008:3). GETA-rannsóknarhópurinn bjó til sjö þátta greiningarlykil til að greina merki um menntun til sjálfbærrar þróunar í námsskrám leik- og grunnskóla. Markmið þessarar skoðunar var að athuga hvort finna mætti ákvæði um menntun til sjálfbærrar þróunar sem gætu verið stuðningur við slíka menntun. Greiningarlykillinn felur í sér skilgreiningu á menntun til sjálfbærrar þróunar þannig að hægt er að nýta hann til að hugsa um skólastarf á heildrænan hátt út frá menntun til sjálfbærrar þróunar. 8

13 3.1 Stýrihópurinn í leikskólunum Verkefnið hófst á því að stofnaður var stýrihópur verkefnisins í báðum leikskólunum. Í stýrihópnum voru 6 kennarar frá Náttúruleikskólanum Krakkakoti og 5 kennarar af Holtakoti. Stýrihóparnir byrjuðu á því að sækja Málþingið Spor til framtíðar menntun til sjálfbærni sem haldið var 16. maí 2008 í Kennaraháskóla Íslands. Þetta var upphafið af 40 klukkustunda námskeiði sem var á vegum GETA hópsins. Stýrihóparnir sóttu námskeiðsdaga 16. júní 2008,19. september, 14 nóvember, 6. febrúar og 12. júní í Háskóla Íslands. Á þessum námskeiðum fengu stýrihóparnir ómetanlega fræðslu um margvísleg málefni sem tengjast menntun til sjálfbærni. Má þar nefna fyrirlestur Stefáns Bergmann dósents við Kennaraháskóla Íslands sem bar heitið Geta til sjálfbærni menntun til aðgerða. Fyrirlestur Kennerts Orlenius lektors við Högskolan Skövede í Svíþjóð sem bar heitið Education for Sustainable development. Values in education and education in values. Fyrirlestur um neytendavitund og menntun til sjálfbærrar þróunar : Evrópusamstarf um fræðslu og námsefnisgerð sem Sjöfn Guðmundsdóttur kennari við Menntaskólann við Sund hélt. Fyrirlestur Hafþórs Guðjónssonar dósents við KHÍ um Starfendarannsóknir og þróunarstarf. Fyrirlestur Erlu Kristjánsdóttur lektors við KHÍ um Nemendalýðræði og getu til aðgerða.fyrirlestur dr. Kristínar Þorleifsdóttir landslagsarkitekts um lifandi skólaumhverfi. Á námskeiðsdögunum gafst öllum þáttökuskólunum einnig kostur á að kynna hvað þeir voru að gera og hvernig gekk hjá þeim. Stýrihópar skólanna allra gátu borið saman bækur sínar og við fórum alltaf reynslunni ríkari heim. 3.2 Kennarinn Þeir kennarar sem voru í stýrihópunum leiddu þróunarverkefnisstarfið með nemendunum. Það verður að segjast eins og er að hugtakið sjálfbærni vafðist fyrir kennarahópnum og við vorum töluvert lengi, jafnvel allan tímann að finna fyrir óöryggi gagnvart þessu tiltekna orði sjálfbær þróun. Hvað er það? Í skýrslu Brundtlandnefndarinnar, 9

14 sem birtist árið 1987 í bókinni Sameiginleg framtíð vor (Our Common Future) var sjálfbær þróun skilgreind á eftirfarandi hátt: Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Hugtakið Sjálfbær þróun er með öðrum orðum nýlegt. Engu að síður er hugsunin aldagömul. Hún birtist m.a. í hugmyndafræði þjóðflokka, sem nú eru gjarnan kallaðir frumstæðir. Sagt er að indíánahöfðinginn Chief Seattle hafi látið eftirfarandi orð falla í frægri ræðu sem hann hélt í New York 1854: Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar. Við höfum hana að láni frá börnunum okkar. Þessi setning skýrir líklega betur en flestar aðrar hvað felst í hugtakinu sjálfbær þróun. Reyndar segja aðrar heimildir að þessi orð séu sótt í málshátt frá Kenýa. Alla vega er ljóst að þessir frumstæðu þjóðflokkar, hvoru megin Atlantsála sem þeir bjuggu, voru vel meðvitaðir um nauðsyn þess að ganga ekki um of á gæði Jarðar. Með hugtakinu sjálfbær þróun er átt við hvernig við högum aðgerðum okkar í dag svo að þær dragi sem minnst úr möguleikum fólks í framtíðinni. Í þessu samhengi er talað um þróun, sem felur í sér gagnrýna afstöðu til þess hvað séu framfarir. Litið er svo á að sjálfbær þróun byggi á þremur stoðum eða meginsviðum sem eru efnahagsvöxtur, félagsleg velferð og jöfnuður og umhverfisvernd. Stundum er rætt um þessar stoðir sem þrjá aðskilda þætti og algengt hefur verið að tengja hugtakið sjálfbæra þróun eingöngu við umhverfisvernd. Smám saman hefur skilningur á hugtakinu breyst þannig að nú eru gerðar kröfur um að efnahagsvöxtur, félagsleg velferð og jöfnuður og umhverfisvernd myndi samofna heild til að hægt sé að ræða um sjálfbæra þróun (Staðardagskrá ) Kennararnir í stýrihópnum fundu fyrir óöryggi við að miðla upplýsingum til samstarfsfólks vegna þess að þeim fannst erfitt að skilja hugtakið menntun til sjálfbærrar þróunar sem er margþætt og flókið og þörf er á að taka tillit til margra þátta m.a. þáttana sjö í greiningalyklinum. 10

15 Hindranir Það tók kennarahópinn (stýrihópinn) þó nokkurn tíma að komast í gang með vinnu við verkefnið inn í leikskólunum vegna þess að þeir áttu fullt í fangi með að máta öll þessihugtök inn í það starf sem framundan var. Það var einnig í fyrstu erfitt að koma verkefninu að inn í þéttskipaða dagskrá leikskólanna. Tími virtist því líka vera hindrun. Að geta hrifið allt starfsfólk skólans með var einnig hindrun því það tókst hreinlega ekki á þessum stutta tíma líklega vegna þess að kennararnir í stýrihópnum áttu fullt í fangi sjálfir með að skilja hugtökin um sjálfbæra þróun hvað þá heldur að geta miðlað þeim. Til að geta fylgst með hvernig ákveðið starf gengur er mikilvægt að skrá niður til að hægt sé að skoða það og meta. Ekki höfðu allir kennararnir unnið mikið með skráningar (þó helst skráningar með ljósmyndum) og það hreinlega gleymdist æði oft að skrá niður. Það kann að hljóma undarlega en það sem okkur fannst að hafi verið hindrun voru einnig bjargir en það voru öll þessi frábæru námskeið á vegum GETA-hópsins. Eftir suma námskeiðsdagana fóru stýrihópar skólanna heim með fleiri spurningar en svör. Okkur fannst þetta í raun of stuttur tími í verkefninu. Við erum í raun núna fyrst að skilja hugtakið sjálfbær þróun og ná færni í að máta það við skólastarfið og greiningarlykilinn. 11

16 Bjargir Eftirfarandi þættir voru þær bjargir sem kennarar fengu í verkefninu: Öll þessi frábæru námskeið, fyrirlestrar og vettvangur fyrir kennara í stýrihópum þeirra skóla sem tóku þátt í GETA verkefninu til að bera saman bækur sínar að tilstuðlan GETA-hópsins. Sameiginlegur starfsdagur þar sem allir skólarnir þ.e. leikskólarnir og Álftanesskóli fengu fyrirlestur Svanborgar Rannveigar Jónsdóttur um Hvaða gagn er að nýsköpunarmennt fyrir menntun til sjálfærni? Í lok dagsins var kennarahópnum skipt niður í vinnuhópa og hver hópur útfærði hugmyndir sínar um skólalóðina (þ.e. skólalóðina sem allt snýst um í þróunarverkefninu) í líkani og hver hópur kynnti svo á lifandi og skemmtilegan hátt sínar hugmyndir. Samræður við kennara í öðrum stýrihópum skóla sem tóku þátt í GETU verkefninu. Sérstaklega samræður við kennara í stýrihópum annarra leikskóla. Það fannst okkur gefa okkur mest að heyra reynslu annarra og að vita að við vorum ekki ein í þessum sporum sem við vorum að stíga í vinnunni með nemendum. Fagleg leiðsögn Kristínar Norðdahl lektors við Kennaraháskóla Íslands sem var sérstakur ráðgjafi skólanna. Samræður og samstarf leikskólanna beggja. Þar sem stýrihópar leikskólanna beggja hittust reglulega og ræddu um hvernig gengi? Hvaða skref ætti að stíga næst? Hvað gengur vel? Hvað má betur fara? o.s.frv. Í þessum hópi kviknuðu margar frábærar hugmyndir og þróuðust áfram í vinnu með nemendum. Samræður og fundir með fulltrúum úr öllum skólunum þ.e. leikskólunum báðum, Álftanesskóla, fulltrúa velferðar og skólasviðs Álftanesskóla og arkitektinum sem teiknar skólalóðina. Og síðast en ekki síst frábærlega frjóir og skemmtilegir nemendur. 12

17 Kennsluhættir Kennsluhættir í leikskólanum hafa breyst töluvert á undanförnum árum. Bein kennsla hefur vikið fyrir könnunarleik barnanna (learning by doing). Nemendur hafa í ríkara mæli fengið að læra í gegnum sinn frjálsa og sjálfssprottna leik með íhlutun kennarans á forsendum nemendanna. Leikskólastarf hefur á umliðnum árum orðið lýðræðislegra og börnin leiða námið meira. Kennarar ræða og meta skólastarfið og framþróun þess á samráðsfundum og yfirfæra það til annarra bæði starfsfólks og nemenda. Það kann að vera að ólíkar leiðir séu farnar að sama markmiði eftir því hvaða leikskóladeild á í hlut allt eftir aldri barnanna og samsetningu barnahópsins. Mikilvægast í vinnu í umhverfismennt með yngri börnum er að vera góð fyrirmynd og vera meðvitaður um að hafa orð á öllum þeim athöfnum sem við gerum í hinu daglega starfi og í umhverfisvinnunni. Spyrja opinna spurninga og þá blómstra börnin. Það að hafa orð á því sem við erum að gera og að fá börnin til að koma með sínar hugmyndir og framkvæma þær, læra af þeim og fara nýjar leiðir ef við sjáum að sú leið sem farin var heppnaðist ekki vel. Þannig sáum við fræi sem kemur til með að blómstra í framtíðinni. Við höfum sett okkur það markmið að kennarinn sé alla daga meðvitaður um að á hverjum degi fari fram einhver umræða um umhverfismál. Inni á öllum deildum Náttúruleikskólans Krakkakots hefur í langan tíma verið flokkaður pappír og börnunum kennt að flokka lífrænan úrgang. Hvað gefum við dýrunum af matarleifum og hvað fer í moltukassann? Allt rusl hefur verið flokkað og allt nýtt sem hægt er að nýta aftur t.d. í listasmiðju. Leikskólinn Holtakot hefur einnig verið að vinna að því flokka og endurnýta í vinnu sinni að því að fá Grænfánann. Báðir skólarnir leggja áherslu á að kenna börnunum að umgangast náttúruna með virðingu og væntumþykju og að börnin læri að við berum öll ábyrgð á umhverfi okkar. Vettvangsferðir hafa skipað stóran sess í daglegu starfi skólanna. Með tilkomu þróunarverkefnisins var lögð ennþá meiri áhersla á vettvangsferðirnar. Í þessum ferðum öfluðum við gagna, skoðuðum margskonar umhverfi, gróður og náttúrulegan efnivið. 13

18 3.4 Nemendur Allir nemendur skólanna frá 4ra ára aldri komu að verkefninu. Í fyrstu ætluðum við að reyna að bjóða öllum nemendum frá 2ja ára aldri að koma að verkefninu en fljótlega kom í ljós að þau voru of ung til að ræða um verkefnið og mynda sér skoðanir um það. Það voru því nemendur á þremur elstu deildum Náttúruleikskólans Krakkakots og nemendur á einni deild Holtakots sem voru þátttakendur í verkefninu. Börnin sýndu verkefninu mikinn áhuga strax í byrjun enda eru börn á leikskólaaldri ákaflega frjóir og þakklátir nemendur. Leitast var við að hafa aðkomu barnanna sem lýðræðislegasta. Allir fengu að koma sínum skoðunum og hugmyndum að. Á báðum leikskólunum eru listamenn í hlutastafi og bjóða upp á aukalistnám með börnunum þ.e.a.s. fyrir utan það sem nám sem er inni á deildum nemendanna. Báðir þessir listamenn komu einnig mikið að þróunarverkefnisvinnunni með nemendum beggja skólanna. Vinnan með nemendunum stóð yfir frá því í október 2008 og fram í maí Segja má að vinnunni með nemendum hafi formlega lokið 16. apríl en þá var haldin sameiginleg sýning á hugmyndum nemenda frá báðum leikskólunum og Álftanesskóla. Þar sýndu nemendur afrakstur hugmyndavinnu og útfærslu á þeim. Fjöldi foreldra og annarra í sveitarfélaginu lagði leið sína til að skoða þessa glæsilegu sýningu. 14

19 Þróunarvinnan með nemendum á Holtakoti Í haust var hafist handa við að afla gagna og farnar voru hinar ýmsu leiðir til þess. Til að byrja með voru börnin spurð nokkurra spurninga sem snérust að skólalóðinni þeirra og öðrum útisvæðum, líðan þeirra og upplifanir. Í framhaldi af því fóru fram miklar umræður í sambandi við skólalóðina okkar og hvað börnin vilja hafa á henni. Börnin nefndu m.a. gras, blóm, stóran skóg með dreka í, stóra brú, spýtur til að klifra í, mjúka stétt svo fátt eitt sé nefnt. Einnig nefndu þau hin ýmsu leiktæki t.d. róla til að liggja í, kastali, klifurveggur o.fl. Þau teiknuðu myndir af draumaskólalóð, fóru í gönguferð um næsta nágrenni og tóku ljósmyndir af umhverfi sem þeim líkaði vel og því sem vakti áhuga þeirra. Núna í janúar var ákveðið að prófa að fá þau til að þróa hugmyndir sínar með því að nota ljósmyndir sem kveikju fyrir börnin. Börnin sáu þarna hversu mikill fjölbreytileikinn getur verið og gátu farið inn í sinn ímyndunarheim og haldið áfram að spinna. Verkefnið var unnið í litlum hópum í listakrók. Við komumst að því að með því að sýna börnunum ljósmyndir af hinum ýmsu útileiksvæðum og leiktækjum gerði verkefnið raunverulegra fyrir þeim og þau náðu að hverfa inn í heim ímyndunar á augabragði. Börnin fengu að skoða ljósmyndir í upphafi tímans og fengu svo mismunandi opinn efnivið til að skapa sitt eigið í tví og þrívídd, s.s. í jarðleir, pappír, sand, eggjabakka- og ávaxtapakkningar o.fl. Ljósmyndirnar voru ekki uppi við allan tímann á meðan verkefnavinnunni stóð. Í lokin fengu börnin fleira dót til að leika sér með. Börnin fóru í stórum og litlum hópum í vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans. Vettvangsferðirnar voru farnar fyrir hádegi og svo var unnið úr þeim inni eftir hádegi sama dag. Í allar vettvangsferðirnar tóku börnin með sér poka til að setja í bæði rusl eða efnivið sem þau gátu hugsað sér að nota. Börnin fóru m.a. í vettvangsferðir í fjöruna 15

20 sem er alltaf jafn spennandi og ævintýraleg. Þar fundu börnin ýmislegt sem þau vildu taka með sér og nota í áframhaldandi vinnu. Einnig fóru þau í vettvangsferð á skólalóðina við Álftanesskóla, sem er lóðin sem þau áttu að taka þátt í að hanna. Markmiðið með þessum ferðum er að börnin kynnist sínu nánasta umhverfi og séu meðvituð um að hafa umhverfið hreint og snyrtilegt. Það hefur sýnt sig að þessi vinna hefur skilað sér, því í útiverunni í garðinum hafa börnin beðið um poka til að tína rusl í. Einnig töluðu þau um hvað væri rosalega mikið af hunda og kattaskít og hlandi í garðinum, en það sáu þau vel með berum augunum þegar allt var á kafi í snjó. Í tengslum við hönnun skólalóðarinnar bjuggu öll börnin til skemmtileg líkön úr ýmsum opnum efnivið sem til er í skólanum og því sem þau hafa fundið í gönguferðunum. Með þessari aðferð kom ýmislegt skemmtilegt fram og þau sáu hlutina í öðru samhengi. Allt í einu hafði ruslið annan tilgang og merkingu fyrir þau. Frauðplastið var orðið að stórri brú á skólalóðinni og leifar af flugeldum urðu að vegasalti o.s.frv. Eftir sameiginlega sýningu á verkum barnanna í apríl fóru foreldrar að sýna verkefninu meiri áhuga. 16

21 3.4.2.Þróunarvinna með nemendum í Náttúruleikskólanum Krakkakoti Hafist var handa haustið 2008 í vinnunni með börnunum í Náttúruleikskólanum Krakkakoti.Í byrjun skoðuðum við hvar börnin voru helst að leika sér á eigin skólalóð það var ekki hægt að sjá að neinn staður frekar en annar væri vinsælastur nema þá helst skógurinn en það er trjálundur á skólalóðinni sem börnunum finnst sérstaklega gaman og gott að vera í. Í upphafi voru börnin spurð spurninga eins og; Hvað er skemmtilegast /leiðinlegast úti? Nokkur svör um hvað var skemmtilegast; Í skóginum, upp á þaki á kofanum, skoða hænurnar, fótbolti, drullumalla, hjóla upp á hól, hlaupa um allt svæðið Og leiðinlegast; í stingurólunni(líklega róla sem ekki er gott að sitja í), á drullusvæðinu, í kastalanum, að róla, í sandkassanum, í fótbolta. Hvað viljum við sjá á skólalóðinni? Nokkur svör; nýjar rólur, hoppukastala, stærra mark, nýjan stóran skóg með fleiri dýrum, sundlaug, vörubíl og gröfu, plasthest, bókaborð og bleikt dót. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á skólalóðinni? Nokkur svör; bak við trén, í 17

22 sandinum, græni kastalinn, renna, róla, hjá dýrunum. Gilda einhverjar reglur á skólalóðinni? Ekki meiða Bannað að stríða Bannað að henda rusli Bannað að skemma og týna blómin Bannað að vera vondur við dýrin Bannað að elta hænurnar Bannað að skemma gróðurinn Hvernig leiktæki viljum við hafa á skólalóðinni? Nokkur svör frá 5 ára börnum; Eina rennibraut sem fer í hring, tuttugu hringja rennibraut, þegar maður kemur niður þá fer maður upp aftur það verður tæki sem kastar manni upp. Rólur dekkja, margar svo allir geti leikið saman. Líka venjulegar ef maður er einn. Það er skemmst frá því að segja að svörin voru mörg hver hugmyndarík og skemmtileg og einkenndust mörg hver af hugmyndum um tívolí. Vettvangsferðir voru ríkur þáttur í vinnuferlinu. Nemendur og kennarar fóru a.m.k. einu sinni í viku í vettvangsferðir. Farið var ýmist í stuttar eða langar ferðir og stundum var nesti tekið með. Tilgangur ferðanna var margvíslegur s.s; Skoða svæðið sem þróunarverkefnið snýst um og kynna sér það. Hvernig er það núna? Hvað er á lóðinni? Reyndum að 18

23 ímynda okkur hana eins og við vildum hafa hana. Tína rusl, við viljum ganga vel um umhverfið, það markmið höfum við haft að leiðarljósi í mörg ár. Nemendum fannst að Álftnesingar mættuganga betur um umhverfi sitt. Þeim fannst allt of mikið af rusli og drasli. Skoða opin leiksvæði á Álftanesi í þeim tilgangi að fá hugmyndir fyrir nýju skólalóðina. Bæði hugmyndir sem hægt væri að nota og hugmyndir sem ekki væru vænlegar til árangurs á nýju lóðinni. Skoða garða hjá íbúum Álftaness. Kannski væri hægt að fá hugmyndir við að skoða garða hjá íbúum Álftaness. Skoða tré. Rætt var um hvaða tré við sáum og hvað þau heita og hvaða tré við gætum hugsað okkur að hafa á skólalóðinni. Við ræddum af hverju við viljum hafa tré; o Til að búa til skjól o Af því að þau eru svo falleg o Skóg svo við getum átt leynistað o Fyrir fuglana Fara í fjöruna og skoða efniviðinn sem hægt er að finna þar. Er einhver efniviður í fjörunni sem við getum haft á skólalóðinni? Já stórt og lítið grjót. Sandur, vatn, já og meira að segja skeljar. Fara út í náttúruna og athuga hvað við sjáum, finnum og heyrum. Fara á listasafn. Einn hópur nemenda fór og skoðaði Gerðarsafn. Við veltum fyrir okkur eftir ferðina hvort við vildum hafa listaverk á nýju skólalóðinni. Leita að lífverum. Hvaða lífverur 19

24 finnum við í náttúrunni. Það var nú ýmislegt, s.s.: o Ánamaðkar. Við veltum því fyrir okkur hvað þeir gera fyrir moldina o köngulær o járnsmiðir o flugur o fuglar, allskonar fuglar Skoðaðar voru myndir af ýmiskonar umhverfi í: bókum listaverkabókum tímaritum og blöðum og á internetinu Tilraunir voru gerðar með ýmiskonar ræktun og við veltum fyrir okkur hvort það sem við ræktuðum gæti lifað á nýju skólalóðinni eða hvort við þyrftum alltaf að hafa jurtirnar inni. Við gerðum tilraunir með að rækta; avokado appelsínutré eplatré mangótré paprikur karsa grasfræi var sáð 20

25 Listakrókur Eftir vettvangsferðir voru teiknuðu börnin upplifun sína. Nemendur teiknuðu myndir af skólalóð og leiktækjum eins og þau vildu hafa á nýju skólalóðinni. Teiknaðar voru myndir af uppáhalds trjánum og þau tré vildu nemendur auðvitað sjá á nýju skólalóðinni. Nemendur allra þriggja deildanna sem tóku þátt í þróunarverkefninu tóku svo að lokum þátt í að búa til líkan af nýju skólalóðinni. Efniviðurinn sem nemendur fengu til að vinna með var allur verðlaus og endurnýttur fyrir utan málningu. Tvær deildarnar gerðu líkan með allskonar leiktækjum. Ein deildin einbeitti sér að því að vinna með hvaða efniviður ætti að vera í lóðinni sjálfri. 21

26 Listasmiðja Í nokkur ár hefur verið starfrækt listasmiðja í Náttúruleikskólanum Krakkakoti. Þar hefur Díana Hrafnsdóttir grafíklistakona tekið á móti börnunum og boðið upp á það sem við viljum kalla auka listnám. Nemendur ásamt Díönu hafa farið á listasöfn, í heimsókn til listamanna, skoðað ýmiskonar listaverkabækur og út frá þessu hafa þau mótað sínar eigin hugmyndir og unnið svo sín eigin listaverk. Upp úr áramótunum byrjaði Díana að koma að þróunarverkefninu í listasmiðjunni. Listasmiðjan er full af allskonar opnum efnivið sem nemendur geta notað í leik og listsköpun. Vinnan í listasmiðjunni; Byrjað var á að ræða um umhverfi okkar. Hvernig sjá börnin og upplifa sitt nánasta umhverfi? Rætt var um hvernig Álftanesið er umkringt hafinu og hversu víðsýnt er til allra átta héðan. Skoðaðar voru bækur um græn og náttúruleg svæði. Bækur um landslagsarkitektur sem tekur tillit til náttúrunnar þ.e grjót, vatn (grjót +vatn), allskonar gróður t.d. tré, runnar og gróður sem skjól. Rætt var um leikskólalóðina og hvernig börnin vildu hafa sína óska skólalóð. En í þeirri umræðu kom mjög sterkt inn hjá öllum hópunum sem sóttu listasmiðjuna að þau vildu nánast undantekningalaust öll hafa vatn. Nemendur settu upp þorp eða bæ í þrívídd. Húsin gerðu þau sjálf úr pappa og röðuðu upp á gólfið. Síðan fengu þau að setja allskonar efnivið eins og spýtur, grjót, skeljar og steina inn í leikinn. 22

27 Út frá þessum leik vildu börnin smíða sjálf kofa, skip og dýr til að leika með sem þróaðist út í ýmislegt annað skemmtilegt. Nemendurnir skoðuðu skúlptúra í listaverkabókum og ræddu um þá. Þá kviknaði hjá þeim sú hugmynd að það væri hægt að gera skúlptúr eða listaverk sem gæti líka verið leiktæki. Næsta skref var að þau gerðu öll líkan í þrívídd af skúlptur sem gæti líka verið leiktæki. Vangaveltur um hverjir gætu hugsanlega notað skólalóðina og hvenær? Börnin voru ekki í nokkrum vafa um þetta. Svona voru svör þeirra; Auðvitað börn og unglingar Fullorðnir Gamalt fólk Dýr Hópar barna/hópar fullorðinna/börn og fullorðnir saman Fatlaðir Gestir sem koma í heimsókn 23

28 Hvenær getum við notað skólalóðina? Á skólatíma með kennurunum Á kvöldin Um helgar með pabba og mömmu Á 17. Júní Þegar við kveikjum á jólatrénu okkar í desember 3.5 Foreldrasamstarf Í raun var ekki mikið formlegt samstarf við foreldra tengt þróunarverkefninu. Þróunarverkefnið var kynnt á almennum foreldrafundi í október Kristín Norðdahl leitaði eftir samþykki foreldra um að mega taka viðtöl við börn þeirra í tengslum við þróunarverkefnið og doktorsverkefni hennar. Það leyfi var góðfúslega veitt. Foreldrum var einnig reglulega kynntur framgangur verkefnisins með fréttabréfi. Og að lokum var öllum foreldrum boðið á sýnignguna 16. apríl þar sem til sýnis var afrakstur af vinnu nemenda. Þess má svo geta að Náttúruleikskólinn Krakkakot setti sinn hluta af sýningunni upp í leikskólanum og ömmum og öfum var boðið í heimsókn m.a. til að skoða afrakstur af vinnu nemenda. Í vor stóð foreldrafélag leikskólans fyrir því að hóa saman foreldra til þess að fegra skólalóðina. Þó nokkur hópur foreldra mætti og sópaði, smíðaði, hreinsaði beð og gróðursetti sumarblóm. Að sjálfsögðu voru börnin með og á eftir voru grillaðar pylsur og foreldrar áttu saman notanlega stund með börnum sínum á leikskólalóðinni. Hvort verkefnið okkar Frá gráma til gleði hefur verið kveikjan af þessu framtaki foreldrafélagsins skal ósagt látið, en hver veit? 24

29 3.6 Samstarfsaðilar Eins og áður er komið fram áttum við mikið og gott samstarf við GETA-hópinn og óvíst er að verkefnið hafi tekist eins vel ef við hefðum ekki notið þess frábæra stuðnings sem við fengum frá þeim og Kristínu Norðdahl okkar faglega ráðgjafa. GETA-hópurinn heldur úti vefsíðu fyrir verkefnið sem mikill styrkur fyrir þátttökuskólana. Þar er aðgengilegur ýmiskonar fróðleikur og efni sem tengist menntun til sjálfbærni. Upplýsingar um þátttökuskólana og fréttir frá þeim auk áfangamatsskýrslna skólanna. Við nutum þess líka að hitta kennara úr stýrihópum annarra leik- og grunnskóla. Það var ákaflega gott að hitta þetta fólk og ræða málin, heyra hvað þau voru að gera og læra af þeim. Í lokin voru farin að skapast góð tengsl milli skólanna og í framhaldinu var ákveðið að hver skóli byði stýrihópum þátttökuskólanna í heimsókn ásamt ráðgjöfum GETA-hópsins. Álftanesskólarnir ætla að bjóða í heimsókn haustið Við nutum líka velvilja bæjaryfirvalda og í upphafi sendu allir skólarnir þrír sameiginlega bréf til bæjarstjóra þar sem skólarnir sóttu formlega eftir því að koma að og taka þátt í hönnun og útfærslu nánasta umhverfi skólanna. Allan verkefnistímann var góð og öflug samvinna við yfirmann skóla og velferðasviðs Álftaness, Skarphéðnn Jónsson og hittist hluti stýrihópsins ásamt honum og Þránni Hauksyni arkitekt frá Landslagi og Kristínu Norðdahl reglulega á 10 fundum yfir verkefnistímann. Samstarf leikskólanna Krakkakots og Holtakots var einnig mjög gott og gefandi. Stýrihópar skólanna hittust nokkuð reglulega ásamt Kristínu Norðdahl og báru saman bækur sínar. Á þessum fundum sem má segja að hafi verið nokkurs konar starfendarannsóknir, spurðum við okkur. Hvernig gengur? Hvað gerðum við? Er hægt að gera eitthvað öðruvísi? Hvað gerum við næst o.s.frv. Þessir fundir voru vítamínsprauta fyrir kennarana og þeir fóru inn á sín vinnusvæði tvíelfdir. 25

30 4 Niðurstöður verkefnisins Þróunarverkefnið Frá gráma til gleði skólalóðin okkar fór afar hægt af stað. Vó þar þyngst óöryggi kennara skólanna gagnvart hugtökunum sjálfbær þróun og menntun til sjálfbærni. Það var ekki fyrr en seint haustið 2008 að skriður komst á verkefnið í leikskólunum og vinna fór í gang. Nemendur skólanna voru þó engin hindrun í verkefninu því þeir voru alltaf tilbúnir að taka þátt í öllu bæði umræðum, vettvangsferðum og úrvinnslu þeirra. Börnin voru afar frjó í hugmyndum sínum en það kom þó fyrir að sú hugmynd sem kom frá nemanda sem fyrstur sagði frá mótaði hugmyndir nemenda sem á eftir komu, sérstaklega ef rætt var við börnin í hóp. Enn er þó ekki komin endanleg niðurstaða á verkefnið því að framkvæmdir hafa ekki hafist á skólalóðinni sem verkefnið snýst um. Þar er enþá ekkert nema grá möl. Nemendur sjá því ekki ennþá afrakstur vinnu sinnar í verki. Vonast er til að framkvæmdir á svæðinu hefjist nú í sumar (2009) og að haustið 2009 þegar börnin koma aftur úr sumarfríi verði hægt að sjá að eitthvað af hugmyndum þeirra hafi orðið að veruleika á a.m.k. á hluta lóðarinnar. Það setur þó strik í reikninginn að fjármagn er að skornum skammti og óvíst hvort það fjármagn sem ætlað er til verksins að hálfu sveitarfélagsins dugi til að ljúka framkvæmdum. Stýrihópur verkefnisins hefur þó lagt mikla áherslu á að eitthvað verði framkvæmt í sumar svo að nemendur upplifi að vinna þeirra hafi orðið til einhvers árangurs. Verkefnið þróaðist að miklu leiti í átt að því hvað nemendur vildu sjá/hafa á skólalóðinni. Allir nemendur fengu að tjá sig um hvað þeir vildu hafa á skólalóðinni. Kristín Norðdahl tók niðurstöður beggja skólastigana saman og vann úr þeim. Þess má geta að leikskólarnir skiluðu ekki fjölda þeirra barna sem nefna hvert atriði heldur bara sem heild hvað var nefnt (en margir nefndu það sama). Kennarar skólanna settu einnig fram sínar hugmyndir að því hvað þeir vildu hafa á skólalóðinni sem gagnast myndi í námi og kennslu barnanna. 26

31 4.1 Hugmyndir barna og unglinga á Álftanesi um skólalóðina. Sameiginlegar hugmyndir allra barnanna út frá því hvað ákveðin hugmynd kemur fram hjá mörgum árgöngum í leik- og grunnskóla: o Aparóla (9) o Tré (klifurtré og skógur) (10) o Rennibraut (8) o Hóll eða brekka (7) o Smáhús (8) o Þrautabraut (7) o Dekkjarólur (8) o Klifurveggur (7) o Vatn bæði tjarnir og rennandi vatn (7) o Runna (6) o Jurtir (6) o Skýli (5 o Körfuróla (6) o Bekkir (bæði fyrir fullorðna og börn (6) o Eldstæði/útigrill (5) Leikskólarnir vildu einnig fá: o Háan gróður, há strá 27

32 o Rör (eitthvað til að fara inn í) o Eitthvað til að klifra í stórt grjót, spýtur, jafnvægisslá (drumb) o Brú o Sand, skeljar, lítið grjót o Mjúka stétt til að meiða sig ekki á o Ævintýraleganskúlptúr t.d dreka inn í skóginn eða skúlptúr sem er leiktæki o Kaffihús/ísbúð 4.2Kennarar skólanna settu einnig fram sínar hugmyndir um hvað þeir teldu að ætti að vera á skólalóðinni og hér eru þær: o Mismunandi stærðir t.d. trjádrumba til að kenna stærðfræðihugtök o Hæðamælistiku (til að mæla hæð folks) o Grunnformin (ferning, hring, þríhygning, ferhyrning, sexhyrning o.s.frv) o Formfræðin í náttúrunni o Litina t.d. á spýtum eða vegg o Vinna með þrívíddina (myndlist) o Ræktunarsvæði o Eldstæði (hægt að hita kakó) o Skýli einungis með þaki yfir og sæti í hring, jafnvel eldstæði í miðjunni 28

33 o Svæði með stórum steinum, bæði til að klifra í og ganga á til að efla hreyfiþroskann o Stórt tjald (indíánatjald u.þ.b fm) að gólffleti. Þar inni væri tré borð og bekkir. Í þessu tjaldi gæti farið fram ýmisskonar rannsóknir með smásjá, stækkunargleri o.þ.h. Niðurstöður nemendanna komu einnig fram í þremur líkönum af skólalóðinni sem þau unnu sameiginlega í þremur hópum í Náttúruleikskólanum Krakkakoti. Hver þeirra þriggja deilda sem tók þátt í verkefninu útbjó lágmynd/líkan af skólalóðnni. Börnin komu öll eða flest að þeirri vinnu og þurftu að komast að samkomulagi um hvað þau vildu láta koma fram í líkaninu. Athygli vakti að í þeirri vinnu urðu litlir árekstrar. Eitt leiddi af öðru og áhugi og gleði barnanna yfir sköpun sinni var yndislegur. Athygli vakti einnig að flest af því sem áður hafði komið fram í hugmyndavinnu barnanna skilaði sér í verkunum. Í öllum verkunum var t.d. hægt að sjá vatn, tré, grjót, hús, bekki, hól, rennibraut, rólur, brú, leiktæki o.s.frv. Börnin gátu staðið tímunum saman og skoðað líkönin og rætt um þau. Þau komu aftur og aftur að verkunum og fengu bæði pabba og mömmu til að koma og skoða, það var unun að fylgjast með því þegar þau stolt sögðu frá hvað þau hefðu verið að gera. Á Holtakoti bjuggu öll börnin til skemmtileg líkön úr ýmsum opnum efnivið sem til er í skólanum og því sem þau hafa fundið í gönguferðunum. Með þessari aðferð kom ýmislegt skemmtilegt fram og þau sáu hlutina í öðru samhengi. Allt í einu hafði ruslið sem þau fundu í vettvangsfeðunum annan tilgang og merkingu fyrir þau. Frauðplastið var orðið að stórri brú á skólalóðinni og raketturnar urðu að vegasalti o.s.frv. Öll líkönin voru svo m.a. á sýningunni sem sett var upp sameginlega með Álftanesskóla í sal Álftnesskóla 16. apríl. Send voru út boðsbréf til foreldra, bæjarstjórnar, umhverfisnefndar Álftaness, landlagsarkitektsins Þráins Haukssonar, forstöðumanns og starfsfólks skóla og 29

34 velferðarsviðs Álftaness auk þess sem sýningin var auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins. 4.3 Náðust sett markmið? Markmið þróunarverkefnisins var; Að börn taki þátt í að þróa og nota græna skólalóð þannig að hún gefi fjölbreytt tækifæri til náms, leikja og útivistar. Að athuga gildi slíkrar vinnu í skólastarfinu og fyrir nám og þroska barnanna. Einnig skilgreindum við undirmarkmið s.s. að; Efla rannsóknarfærni barna varðandi náttúrufræðilega, samfélagsfræðilega og efnahagslega þætti verkefnisins. Fá reynslu af skipulagningu og ákvarðanatöku varðandi umhverfi sitt. Vinna að hugmyndum varðandi hvernig þau vilja sjá umhverfi sitt. Vinna hugmyndum sínum fylgi. Útfæra hugmyndir og koma þeim í framkvæmd. Taka tillit til hugmynda annarra. Efla sköpunar- gleði og gáfu barna. Efla tengsl barna, væntumþykju og virðingu þeirra fyrir sínu nánasta umhverfi bæði náttúrulegu og manngerðu. Læra um landmótun, landgræðslu og ræktun ýmis konar Læra um ýmsar tegundir lífvera í umhverfinu og hvernig má að þeim hlúa. Læra ýmiskonar verklega færni sem verkefnið fæli í sér. Þróunarverkefnið fléttaðist á margan hátt öllu daglegu starfi leikskólanna, eins og Grænfánavinnunni, einnig væri hægt að tengja alla þessa vinnu námsviðunum sem sett eru 30

35 fram í Aðalnámskrá leikskóla (1999) og er það verðugt næsta verkefni fyrir leikskólanna sem reyndar er nú þegar orðin að hugmynd á blaði. En til þess að athuga hvort settum markmiðum þróunarverkefnisins var náð ákváðum við að máta þau við greiningarlykil GETU-hópsins og athuga þannig hvort menntun til sjálfbærni voru gerð skil í þróunarverkefnisvinnunni og í leikskólastarfinu þar sem starfið í heild sinni var svo samofið þróunarverkefninu á meðan á því stóð. GETA-greiningarlykill (2009) Þróunarverkefnisvinnan í leikskólunum Holtakoti og Krakkakoti mátuð að greiningarlyklinum. Umhverfismennt og þróunarvinna fléttast saman í daglegu starfi. Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi eru oft talin vera kjarni umhverfisverndar og Lögð er rík áhersla á umhverfismennt í báðum leikskólunum. Krakkakot er Grænfánaskóli og Holtakot skóli á grænni 31

36 umhverfisvitundar fólks, þar sem áhersla er lögð á umburðarlyndi, skilning á tengslum manns og umhverfis og að nemendur læri að umgangast náttúruna af ábyrgð og virðingu. grein. Börnunum er kennt að bera virðingu og væntumþykju fyrir öllu sem lifir; mönnum, dýrum og gróðri. Börnunum er kennt að við berum öll ábyrgð á að umgangast náttúruna með virðingu og að við höfum hana einungis að láni meðan við lifum á jörðinni og aðrir taka svo við t.d. börnin okkar. Náttúran er skoðuð reglulega í vettvangsferðum og umgengni fólks könnuð. Kennarar eru meðvitaðir um að vera góð fyrirmynd barnanna í umgengni við náttúruna og umhverfið. Lífríki náttúrunnar er rannsakað og hvernig má að því hlúa. Börnin læra líka að í náttúrunni verða oft hagsmunarárekstrar og nærtækt dæmi um það er að ánamaðkinum líkar best að fá að vera í friði í moldinni og gerir henni gott með því að losa um jarðveginn svo vatn og rætur fá greiðari aðgang í moldinni. En hænunum okkar og froskunum finnst ekkert betra en að fá vænan ánamaðk að eta. Lögð er áhersla á að börnin gangi frá eftir sig og að umgengni um skólann sé góð. Gildi þau sem skólarnir hafa sett sér með grænfánavinnunni og umhverfissáttmálar skólanna eru sýnilegir á öllum deildum skólanna. Í þróunarvinnunni könnuðu nemendur sína eigin skólalóð og sögðu frá hvað er 32

37 skemmtilegt og hvað er leiðinlegt á skólalóðinni. Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega er mikilvæg. Undir þennan þátt fellur náttúrufræðileg, félagsvísindaleg og tæknileg þekking sem getur tengst því að ákvarðanir sem teknar eru í dag geta haft áhrif á nýtingu náttúrunnar í framtíðinni. Nemendur leikskólanna læra með því að taka þátt og upplifa. Börnin; flokka rusl, flokka pappír,skola og flokka mjólkurfernur, nýta allt sem til fellur í listasmiðju af verðlausu efni, safna lífrænum úrgangi til moltugerðar, læra að rækta frá allskonar fræjum og ávaxtasteinum, fara í fjöruna og afla sér fanga til listsköpunar og leikja, setja niður kartöflur, farið er reglulega ruslatínsluferðir. Í Krakkakoti er dýrahald ríkur þáttur í uppeldisstarfinu og börnin læra að taka frá matarafganga sem þau ekki borða og gefa dýrunum (hænum og kanínum), í staðinn gefa hænurnar okkur egg. Nemendum er kennt að nýta það sem náttúran getur gefið af sér og lært að þekkja þau takmörk sem hún setur okkur. Hvað megum við nýta í náttúrunni og læra að þekkja hættur í umhverfinu og varast þær. Á báðum leikskólunum er vísir af nýsköpunarmennt þar sem kennarar í myndlist vinna mikið með opinn og 33

38 verðlausn efnivið og börnin fá tækifæri til að þróa sig áfram í sköpun sem oft leiðir til einhvers nýtilegs. Báðir leikskólarnir leggja mikla áherslu á að kaupa inn umhverfisvænar vörur. Næstu skref leikskólanna beggja er vissulega að halda áfram að vinna að Grænfánavinnunni og taka þau spor sem þarf að taka til að uppfylla skilyrðin til að mega halda honum á lofti. Nemendur skólanna læra að með því að vinna eftir umhverfissáttmálum skólanna fáum við viðurkenningu á tveggja ára fresti þar sem okkur er afhentur Grænfáninn við hátíðlega athöfn. Í þróunarverkefnisvinnunni fóru nemendur í fjöldan allan af vettvangsferðum og könnuðu; Svæðið sem þróunarverkefnið fjallar um Nánasta umhverfi sitt Opin leikskvæði á Álftanesi Efnivið s.s. grjót, gras, tré, vatn, og möl svo eitthvað sé nefnt Umgengni fólks Söfnuðu upplýsingum úr bókum, blöðum og tímaritum, listaverkabókum, af internetinu og með samtölum hvert við annað og við kennarana 34

39 Velferð og lýðheilsa. Hugtök sem ná yfir félagslega velferð, jöfnuð og lýðheilsu eru talin vera eina af þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Með lýðheilsu er átt við almennt heilsufar í samfélagi, bæði líkamlegt og andlegt. Segja má að þættir allt frá frárennslismálum til menntunarmöguleika varði lýðheilsu. Í leikskólunum báðum er lögð mikil áhersla á útivist og vettvangsferðir. Í daglegu starfi er ávallt rætt við börnin um mikilvægi þess að fara út og anda að sér fersku lofti og hreyfa sig og að hreyfing og útivera er nauðsynleg til þess að okkur líði vel. Að hvíla sig er einnig nauðsynlegt hverjum manni og þess vegna er alltaf hvíldartími í leikskólanum. Veðrið er hluti af okkur og við þurfum að læra að klæða okkur eftir veðri. Börnin gá gjarnan til veðurs og ræða um hvernig verður sé í dag og hvernig þurfum við þá að klæða okkur. Sumstaðar er veðurfræðingur sem segir okkur hvernig veðrið er eftir að hafa gáð til veðurs. Daglega er rætt um mikilvægi hreinlætis og þá sérstaklega handþvottar á leikskólunum. Leikskólinn Holtakot leggur sérstaka áherslu á hollt mataræði og hreyfingu í sínu daglega starfi. Að allur matur sé 35

40 unninn frá grunni og markvisst er unnið með hreyfingu. Í þróunarverkefnisvinnunni veltu nemendur fyrir sér hvort okkur sem búum hér á Álftanesi muni ekki líða vel þegar við verðum komin með fallegt svæði þar sem öll fjölskyldan getur komið saman og skemmt sér. Lýðræði og geta til aðgerða eru mjög þýðingarmikil samkvæmt markmiðum Sameinuðu þjóðanna um áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar. Sama á við um leiðir til að efla sjálfstraust barna og færni í samskiptum. Undir þennan þátt flokkast einnig umfjöllun sem stuðlar að betri velferð, andlegri heilsu og þátttöku í samfélaginu sem og vitund um heimabyggð og nærumhverfi. Í Grænfánavinnunni er lögð rík áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð og þátttöku barnanna í vinnunni. Haldnir hafa verið fundir á Krakkakoti með elstu nemendum leikskólans þar sem rætt er um umhverfismennt og það sem við erum að gera og hvað við getum gert betur. Þar fá börnin ávallt að leggja til málanna það sem þeim finnst og taka þátt í ákvarðanatökum varðandi næstu skref. Segja má að hugmyndir barnsins sé viðfangsefni dagsins í leikskólastarfi okkar þar sem hinn sjálfsprottni leikur barnsins fær notið sín með virkri þátttöku kennarans á forsendum barnanna. Í þróunarverkefnisvinnunni fengu nemendur leikskólanna að tjá sig um hvað þeir vildu sjá í umhverfi sínu, þeir skiptust á skoðunum í umræðum um 36

41 skólalóðina. Hlustað var á hugmyndir nemenda og þær ræddar. Nemendur fengur að útfæra hugmyndir sínar í ýmiskonar efniviði. Þeir fengu að koma hugmyndum sínum á framfæri verklega með því að útbúa líkön af skólalóðinni og sýna afraksturinn. Jafnrétti og fjölmenning. Kynjajafnrétti og margbreytileiki mannlífs eru talin meðal forsendna menntunar til sjálfbærrar þróunar. Í þróunarverkefnisvinnunni fengu hugmyndir beggja kynja að njóta sín. Umræða var um hverjir gætu notað nýju skólalóðina og þá kom fram hjá börnunum að því voru engin takmörk sett. Ungir, gamlir, fatlaðir, dýr, gestir. Í leikskólastarfi okkar er fjallað um fjölmenningu á margskonar hátt. Við vorum t.d. með þjóðadag haustið 2008 þar sem við lærðum og kynntumst menningu ýmissa þjóða. Presturinn okkar Séra Hans Guðberg Alfreðsson kemur í heimsókn til okkar einu sinni í mánuði yfir vetrartíman. Séra Hans Guðberg kemur til okkar með gítarinn sinn á okkar forsendum og við spjöllum um alla heima og geima. Við fáum brúður í heimsókn þá gjarnan frá öðrum löndum og með mismunandi litarhátt. 37

42 Við erum gjarnan með dæmisögur þar sem brúður leika stórt hlutverk. Dæmisögurnar fjalla þá gjarnan um einhver nærtæk dæmi úr leikskólastarfinu. Við sendum gjarnan fallegar hugsanir til þeirra sem eru heima veikir og lærum um góð gildi eins og þolinmæði, hjálpsemi, virðingu og hvernig við setjum okkur í spor annarra, gleðjumst með þeim sem eru glaðir og syrgjum með þeim sem eiga um sárt að binda. Alheimsvitund/alþjóðavitund. Ekki verður unnið að sjálfbærri þróun nema fólk öðlist viðtækan skilning á alþjóðlegum málefnum og taki sameiginlega ábyrgð á jörðinni allri og íbúum hennar. Brúður frá öðrum löndum hafa komið í heimsókn í leikskólann Krakkakot og sagt börnunum frá mikilvægi starfsemi hjálparstofnanna og hvernig við getum lagt lóð á vogarskálarnar með því að gefa t.d. fötin sem við erum hætt að nota til fátækra barna. Leikskólarnir eiga námsefni sem Rauði krossinn hefur útbúið og dreift til leikskólanna og kallað Hjálpfús. Hjálpfús kynnir fyrir börnunum starfsemi Rauða krossins út um allan heim. Út frá heimsóknum slíkra gesta eins og Hjálpfúsar verða oft heimspekilegar umræður hjá leikskólabörnum. Í leikskólanum er reynt að kenna börnunum að við erum hluti af alheiminum og læra að vera meðvituð um 38

43 það. Efnahagsþróun og framtíðarsýn er ein af meginstoðum sjálfbærrar þróunar samkvæmt skilgreiningu íslenskra stjórnvalda. Skilningur á efnahagsþróun, markmiðum um hagfræðileg málefni og tengsl þeirra við nútíð eða framtíð er mikilvægur en einnig neytendafræðsla í nútíð eða framtíð. Í þeirri vinnu sem unnin er í tengslum við Grænfánaverkefnið er mikið unnið með endurvinnslu ýmiskonar. Allt er notað sem til fellur t.d. í eldhúsi og búnir til nýir hlutir, sultukrukka verður gjarnan að fögru ljóskeri sem nemendur hafa skreytt með ýmsum hætti og farið með heim til að gefa mömmu og pabba. Eða pappírinn sem við erum búin að teikna á og klippa verður að nýjum pappír og jafnvel nytjahlutum eins og skálum þegar hann hefur verið tættur og bleyttur upp og mótaður upp á nýtt. Plastpokar úr morgunkornspökkunum fá nýtt hlutverk þegar í þeim fara heim t.d. blaut föt. Matarafgangarnir sem við borðum ekki verða að fóðri fyrir dýrin sem gefa okkur eggin í staðinn eða fara í moltukassann og verða að nýrri mold sem við getum nýtt á trén okkar í garðinum. Þegar unnið var að líkanagerð í þróunarverkefninu var nánast eingöngu nýtt verðlaust efni s.s. leir, ísspýtur, garn, álbox undan sprittkertum, trékubbar, rusl sem við fundum í vettvangsferðum og svona mætti lengi telja. Þessi efniviður varð að listaverki í höndum barnanna. Með því að nota verðlausan efnivið til að 39

44 skapa hugmyndir og koma þeim á framfæri kennum við nemendum að það þarf ekki að kosta mikið að koma hugmyndum sínum og verkum til skila. Öll sú vinna sem unnin hefur verið með nemendum miðar að því að ná settum markmiðum. En eins og segir í markmiðunum þar sem stendur þróa og nota græna skólalóð þannig að hún gefi fjölbreytt tækifæri til náms, leikja og útivistar, þá er ekki komin nein reynsla á að nota lóðina því framkvæmdir hafa ekki hafist. Þó er gert ráð fyrir því að landmótunarvinna fari fram í sumar (2009) á því svæði sem leikskólanemendurnir einbeittu sér að því að vinna með. Á fundi sem stýrihópurinn átti með Þránni Hauksyni arkitekt, Kristínu Norðdahl og Skarphéðni Jónssyni forstöðumanni velferðar og skólasviðs Álftaness 30. júní 2009, skilaði arkitektinn teikningu af þessu svæði (sjá fylgiskjal 1 og 2). Á teikningunni mátti sjá að margt af því sem nemendur settu fram á óskalista sínum t.d. tré, gróður allskonar og stórt svæði þar sem margt fólk getur komið saman t.d. á 17. júní. Teikningin er þó eins og óinnréttað hús að því leiti að fá leiktæki eru teiknuð inná en þar eru staðir sem leiktæki gætu hugsanlega verið. Skortur á fjármagni er því miður hindrun í þessu efni því ekki er gert ráð fyrir að náist að fullgera lóðina nú í sumar Verkefnið heldur áfram Það er ljóst að verkefnið heldur áfram því að vinnunni er langt því frá lokið. Markmið okkar með að nota skólalóðina til náms, leikja og útivistar hefur ekki en þá náðst. Vinnan mun því halda áfram og er það ósk okkar að nemendur fái með einhverjum hætti að koma að landmótuninni t.d. með því að gróðursetja tré. Í Náttúruleikskólanum Krakkakoti er allavega hugur á því að halda umræðunni um menntun til sjálfbærrar þróunar á lofti og byrja á því að skoða hvernig við getum fléttað 40

45 menntun til sjálfbærrar þróunar inn í öll námsvið leikskólans með hliðsjón af greiningarlykli GETU-hópsins. Hugmyndin er að viðfangsefnið beri nafnið Barnið og nærsamfélagið Kynning á verkefninu. Kynning verkefnisins hefur nú þegar verið nokkur; Verkefnið var kynnt á foreldrafundi haustið 2008 Í fréttabréfum leikskólanna Á heimasíðu GETA-hópsins Á námskeiðsdögum á vegum GETA-hópsins (kynning fyrir aðra skóla á framgangi verkefnisins) Börnin sýndu afrakstur hugmyndavinnu sinnar 16. apríl 2009 og sendu út boðskort til aðstandenda sinna og fleiri aðila sem tengjast verkefninu með einhverjum hætti svo og sveitarstjórnarmanna. Leikskólarnir munu kynna verkefnið á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar 10. febrúar 2010 fyrir starfsfólk leikskóla í Kraganum. Fyrirhugað er að GETA-hópurinn standi fyrir málþingi vorið 2010 þar sem gefst kostur á að kynna verkefnið Þróunarverkefnisskýrsla leikskólanna verður síðan aðgengileg á heimasíðu skólanna. 41

46 5. Mat á verkefninu Þegar Kristín Norðdahl setti sig í samband við leikskólana og bauð þeim þátttöku í GETA verkefninu var það niðurstaða starfsfólks leikskólanna að taka þátt í því. Okkur fannst verkefnið falla vel að þeirri vinnu sem á undan hafði gengið í Náttúruleikskólanum Krakkakoti í Grænfánavinnunni og þeirri vinnu sem leikskólinn Holtakot var í sem skóli á grænni grein. Það kom þó fljótlega í ljós að starfsmannahópurinn hafði þær hugmyndir um hugtakið sjálfbær þróun að þar væri átt við það sem við köllum sjálfsþurftarbúskap Mat á verkefninu á Holtakoti Verkefnið fór hægt af stað og starfsfólkið var lengi að komast í gang. Það tók sinn tíma fyrir starfsfólkið að skilja hugtakið sjálfbær þróun og hvernig hægt væri að útfæra hugmyndavinnuna með börnunum. En með Geta fundunum og sameiginlegum fundum milli leikskólanna kom meiri skilningur og áhugi til að halda áfram. Þetta samstarf hafði mikið að segja og starfsfólkið varð öruggara, jákvæðara og óx þetta ekki eins mikið í augum. Það hefði verið ennþá skemmtilegra og gagnast betur ef fleira starfsfólk á Holtakoti sem hefði tekið þátt í verkefninu. Það vantaði meiri umræður og áhuga hjá starfsfólkinu sem ekki tók þátt og því einskorðaðist verkefnið bara við eina deild og 2 starfsmenn. Annars lærðum við heilmikið og það er margt mjög áhugavert sem felst í menntun til sjálfbærar þróunar. Leikskólinn getur án efa nýtt sér menntun til sjálfbærar þróunar í starfi með öllum börnum leikskólans sama á hvaða aldri þau eru. Börnin höfðu mjög gaman af þessari verkefnavinnu og voru alltaf jafn áhugasöm og spennt. Þau eru uppfull af góðum hugmyndum sem mikilvægt er að hlusta á og nýta. Nú bíða börnin bara eftir að hafist verði handa á skólalóðinni og þau sjái afrakstur sinn. 42

47 5.2 Mat á verkefninu í Náttúruleikskólanum Krakkakoti Stýrihópurinn er sammála um að þessi vinna hafi verið skemmtileg og lærdómsrík.það sem vantaði uppá og við myndum vilja sjá næst er að allur starfsmannahópurinn verði meðvitaðri um menntun til sjálfbærrar þróunar og hvað felst í orðanna hljóðan. Það gerist í smáum skrefum eins og allt annað ef við erum dugleg að halda umræðunni lifandi og ferskri. Einhverskonar endurmenntun (umræða, námskeið) um sjálfbæra þróun undir handleiðslu fagmanns á þessu sviði þyrfti árlega til að halda umræðunni/hugsuninni ferskri og í stöðugri þróun um hvað og hvernig menntun til sjálfbærrar þróunar er sýnileg í leikskólastarfinu. Stýrihópurinn er sannfærður um að í mörg undanfarin ár höfum við verið að mennta nemendur í Náttúruleikskólanum Krakkakoti til sjálfbærni þó svo að við höfum ekki verið með hugtakið sjálfbær þróun í tengslum við þá vinnu okkar. Þátttakan í Geta verkefninu hefur opnað augu okkar fyrir því. Mikilvægast í vinnu í umhverfismennt með leikskólabörnum er að vera góð fyrirmynd og vera meðvitaður um að hafa orð á öllum þeim athöfnum sem við gerum í hinu daglega starfi og í umhverfisvinnunni. Þegar horft er til framtíðar þá er það ljóst að á meðan núverandi stjórnendur starfa við skólann verður haldið áfram að vinna að menntun til sjálfbærni. Áherslan verður næst á, að allir starfsmenn skólans geti tileinkað sér þá hugsun sem stýrihópurinn hefur öðlast í vinnunni síðasta skólaár. Grunnur verður lagður að því að koma hugtakinu menntun til sjálfbærni inn í námskrá leikskólans og flétta námssviðum skólans. Viðhorf okkar hafa einnig breyst hvað varðar hugmyndir okkar um umhverfi þar sem börnum líður best á. Við veitum því frekar athygli hvar börnin leika sér og hlustum betur á þeirra óskir og hugmyndir. Börn þurfa ekki endilega manngerð leiktæki til að leika sér í. Þau blómstra og eflast en frekar í leik sínum ef þau eru í umhverfi sem er ekkert mótað, þar sem er drulla, steinar og möl, tré og vatn svo eitthvað sé nefnt. Í svona umhverfi njóta þau sín innilega í leik sínum og þar verður uppgötvunarnám hvað mest. Það er alveg ljóst í okkar huga að nemendur okkar nutu þess að taka þátt í þróunarverkefninu. Og þó svo að skólalóðin sjálf sé ekki enn orðin að veruleika og 43

48 markmiðunum þannig ekki náð þá skiptir sú vinna sem unnin var hverju sinni mestu máli. Áhugi nemendanna leyndi sér ekki þau voru áköf og spennt í öllum vettvangsferðunum og könnuðu, skoðuðu, spurðu, ræddu saman, ályktuðu og drógu með sér heim allskonar fjársjóði úr umhverfinu t.d. hluta úr ryðguðum hjólbörum sem þau stilltu upp inni deildinni sinni. Þau sýndu foreldrum sínu hróðug þennan fjársjóð og sögðu ferðarsöguna. Í einni slíkri vettvangsferð fannst nemendum umgengni fólks ekki upp á marga fiska. Kennarinn spurði hvað við gætum gert til að hafa áhrif á fólk til bættrar umgengni. Ekki stóð á svörum; Tala við forsetann sagði eitt barnið. Tala við bæjarstjórann lagði annað barn til. Fara í mótmælagöngu, með kröfuspjöld og allt svaraði eitt. Í framhaldi af þessari vettvangsferð settum við beðni um bætta umgengni fólks á heimasíðu leikskólans. Í vettvangsferðunum tókum við eftir að það var afar margt sem vakti athygli barnanna s.s veðrið, fuglarnir, allskonar steinar, rusl og trjágreinar sem lágu á víðavangi. Margt af því sem börnin fundu í vettvangsferðum sínum sáu börnin mikla möguleika í hvað varðar notkunargildi og höfðu með sér heim í leikskólann. Börnin voru einnig afar frjó í hugmyndum sínum um hvaða möguleika þau vildu sjá að nýja skólalóðin hefði upp á að bjóða. Í vor og sumar hafa skordýr allskonar vakið verðskuldaða athygli nemenda, ánamaðkar, járnsmiðir, kóngulær, lirfur ýmiskonar hafa verið verðugt rannsóknarefni. Gerðir hafa verið út heilu leiðangrarnir til að finna slík dýr. Eins var áhugi nemendanna augljós þegar unnið var að því að gera ýmiskonar tilraunir með að rækta t.d. papriku, avokadó og fleira. Nemendur fylgdust spennt með þegar steinar ávaxtanna tóku að spíra og vaxa. Paprikujurtin var svo tekin með heim og þau héldu áfram að hlú að henni þar. Foreldrar spurðu einnig hvernig þau ættu að hjálpa til við að hugsa um jurtina. Þegar kom svo að því að börnin fengu að útfæra hugmyndir sínar í myndum og líkönum var vinnugleðin slík að unun var á að horfa og fylgjast með. Ánægja nemendanna með verk sín var augljós og þau dáðust tímunum saman að verkunum og ræddu um verkið og sýndu foreldrum sínum og kennurum. 44

49 Foreldrar nemendanna voru ávalt áhugasamir að skoða og spyrja um verkefnið sérstaklega mátti merkja það á fjölda foreldra sem lagði leið sína á sýningu nemendanna 16. apríl s.l. Sýningin var ákaflega vel sótt af foreldrum barnanna og fjölmargir foreldrar höfðu orð á því hvað þetta væri mikil og skemmtileg vinna og afraksturinn undraverður. Á opnu húsi leikskólans í vor spurðu margir foreldra um þróunarverkefnisvinnuna og lýstu yfir ánægju með verkefnið. Afar og ömmur höfðu einnig orð á hvað útkoman af verkefninu væri skemmtileg og fjölbreytt. Ein amman sem kom að máli við okkur þennann dag sagði Þið ættuð að fá fálkaorðuna fyrir starf ykkar hér önnur amma sagði það er ótrúlega margt sem þið gerið með börnunum hér. Ef þetta eru ekki verðlaun fyrir vinnu okkar, hvað er það þá? 5.3. Gagnast okkar vinna öðrum skólum? Það er ekki spurning að með því að kynna þróunarverkefnið fyrir öðrum skólum og vekja athygli á hvernig við unnum það m.t.t. menntun til sjálfbærrar þróunar, er gagnlegt fyrir aðra skóla. Þannig gætu þeir skoðað sína kennslu út frá menntun til sjálfbærrar þróunar og greiningarlykli GETA-hópsins. Framtíðin býr í börnum þessa lands og það er hlutverk okkar kennaranna að hjálpa nemendum okkar að finna sína sjálfbæru framtíðarsýn. Menntun til sjálfbærrar þróunar gerir fólki kleift að þroska þekkingu, gildi og færni til að taka þátt í ákvörðunum um hvernig við gerum hlutina sem einstaklingar og hópar í nánasta umhverfi og á heimsvísu þannig að við getum uppfyllt þarfir okkar án þess að takmarka möguleika komandi kynslóða til að uppfylla sínar. 45

50 5.4. Kostnaðar og framkvæmdaáætlun Kostnaðaráætlun þróunarverkefnisins hefur staðist. Styrkurinn nýttist vel í laun stýrihópsins þegar þeir sóttu GETA námskeiðin. Laun fyrir fundarsetur. Laun fyrir skýrsluskrif. Einnig í minniháttar tækjakaup eins og diktafóna og efniskostnað. Ætlunin er svo að kaupa tré og runna fyrir hluta af styrknum. Framkvæmdaliðurinn hefur einnig staðist Áhrif á skólastarfið í heild Þáttaka í þróunarverkefninu Frá gráma til gleði skólalóðin okkar hefur styrkt enn frekar þau námstækifæri sem hafa verið í Náttúruleikskólanum Krakkakoti. Alltaf má þó gera betur og þá sérstaklega varðandi það að gera allt starfsfólk meðvitað um hvað felst í menntun til sjálfbærni. Það verður verðugt verkefni næstu ára að fræða starfsfólk skólans um menntun til sjálfbærni svo að saman getum við horft til framtíðar með sjálfbæra framtíðarsýn. 46

51 5.6. Umsagnir þátttakenda Í þessum kafla segja nokkrir kennarar Náttúruleikskólans Krakkakots og Holtakots frá reynslu sinni af verkefninu. Kennari 1 í Krakkakoti Mér hefur þótt gaman að taka þátt í þessu þróunarverkefni frá Gráma til gleði. Ég var ekki í kennslu inni á deildum og tók lítinn þátt í því sem þar fór fram, svo stundum fannst mér ég hálf utanveltu og ílla áttuð í því hvert verkefnið væri komið. Fyrirlestarnir á Getu -námskeiðinu voru flestir skemmtilegir og ég fékk aðra sýn á hugtakið sjálfbær þróun. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu mikið við höfum verið að gera sem tengist menntun til sjálfbærni, sem var mjög góð upplifun. Mér fannst ég læra mest af því þegar við vorum í litlum hópum og ræddum saman og sögðum hverju öðru frá hvað hver og einn var að gera í sínum skóla. Kennari 2 í Krakkakoti Þegar Geta verkefnið fór af stað vafðist umfang þess fyrir mér. Það tók tíma að átta sig á hvers var að vænta og hvernig sjálfbær þróun gæti tengst þróunarverkefni um skólalóð. Helsta hindrunin var sú að breyta hugsun og skilgreina hvað verið er að gera og tengja stoðirnar þrjár inn í vinnuna. Þar sem þetta telst þróunarverkefni þá fanst mér að það hefði verið gott að fá að aðlagast verkefninu í einhvern tíma áður en farið var af stað að fullum krafti. Þróunnarverkefni hefur þá skilgreiningu í mínum huga að það sé verkefni sem hafi verið að þróast í einhvern tíma, og endi svo með verkefnavinnu þar sem það er skilgreint og rannsakað. 47

52 Eftir að ég fór að skilja hugsunina á bak við sjálfbæra þróun þá fannst mér þetta vera mjög skemmtilegt og uppgötvaði um leið að við höfum verið að vinna að sjálfbærri þróun án þess að vera að skilgreina það neitt sérstaklega. Þegar ég var farin að hugsa upp á nýtt þá gerði ég mér grein fyrir því hvað það er mikils virði að gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúrunni séu viðhafðar í öllum samskiptum. Þetta höfum við reyndar alltaf unnið vel með hér í leikskólanum en alltaf má bæta í. Nú er ég farin að hugsa þetta ennþá lengra og horfi á þetta hnattrænt og hvert það skref sem þú sjálf tekur í átt til sjálfbærrar þróunnar er þitt framlag til heimsins. Því tel ég að það sé grundvallaratriði fyrir kennara að vera meðvitaður um þessa hluti og getað miðlað áfram til nemenda sinna. Í heild var ég ánægð með að fá tækifæri á að taka þátt í þessu verkefni. Helsta áhyggjuefni mitt hefur verið að mér hafi ekki tekist nægilega vel að miðla fenginni reynslu til samstarfsmanna. Þess vegna spurði ég þær hvaða tilfinningu þær hafi haft og hafi gagnvart Geta verkefninu. Svörin voru eftirfarandi; Fannst það ekki skila sér inn í starfið. Umræðan mjög góð, mætti samt vera markvissari. Ekki náð að festast alveg í sessi, sem er ekki óeðlilegt þar sem þetta er enn á reynslustiginu. Tekur tíma að breyta hugsun. Enn að læra hvernig á að vinna með þetta. Litlar upplýsingar um hvernig á að vinna eftir þessu. Ruslaferðin skilaði sér mjög vel. Umræðan um nýtingu verðlauss efniviðar skilaði sér vel. Verkefnið um skólalóðina stendur upp úr. Þessi svör eru alveg í takt við þá tilfinningu sem ég hafði. Ég er samt ánægð í heildina með það sem hefur skilað sér inn á deildina. Það eru allir meðvitaðir um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna. Við höfum einnig verið með umræðu um orkusparnað t.d. hafa ljós ekki kveikt að óþörfu. Einnig höfum við verið að vinna mikið með verðlausan efnivið og vildi ég sjá að hér í sveitarfélaginu risi efnisveita sem við gætum notað. Mig langar að vinna áfram með þessa hugsun í starfinu í framtíðinni og hafa greiningarlykil GETA-hópsins um menntun til sjálfbærrar þróunnar að leiðarljósi. Ég er búin 48

53 að koma þeim hugmyndum mínum til skila til starfsmanna á deildinni og vona að mér takist sú vinna. Kennari 3 í Krakkakoti Í byrjun verkefnisins var lagt inn hvernig börnin vildu sjá skólalóðina, hvernig leiktæki þau vildu hafa, tré og plöntur, vatn og hvað annað sem þeim datt í hug. Okkur fannst svolítið erfitt að fá börnin til að skilja hvaða skólalóð var átt við, sérstaklega þau sem eru yngri. Þetta var kannski líka svolítill misskilningur hjá okkur hvernig við kynntum þetta fyrir börnunum. Þegar þau fóru að skilja hugmyndina, stóð ekki á hugmyndum, alls konar leiktæki s.s. rússibana, báta, rólur, sleðabrekku, kastala, einnig tjörn, heita potta, hjól, tennisvöll og fótboltavöll svo eitthvað sé nefnt. Börnunum fannst svæðið líka eiga að vera fyrir dýr, og þeim fannst líka nauðsynlegt að hafa gróður og listaverk. Nú eftir sem leið á tímann fannst okkur ekki ganga vel, okkur fannst ekki skila sér inn til okkar umræður af fundum stýrihópsins. Við notuðum samt vettvangsferðirnar til að skoða umhverfið okkar og hvað okkur (þ.m.t. börnunum) fannst vanta og hvernig umgengnin var, þeim fannst nauðsynlega vanta ruslafötur hér og þar, og æfingin kemur hjá þeim að veita umhverfinu þá athygli sem nauðsynleg er. Börnin gerðu verkefni sem fulltrúi okkar í stýrihópnum sá um og ákveðið var að gera verkefni á hverri deild varðandi þeirra sýn á svæðið, í lok vetrar. Verkefnið tókst ljómandi vel og kom mjög vel út. Þegar allt kemur til alls og nú þegar sumarið er komið og við hugsum aðeins til baka og veltum verkefninu fyrir okkur, sjáum við að við erum að gera alveg heilmikið í sambandi við menntun til sjálfbærrar þróunar. Ég held t.d. að í sambandi við alla myndsköpun vildum við ekki fara til baka, það er svo gaman að virkja hugann til að nota allt sem til fellur hér innan húss og börnunum finnst þetta alveg sjálfsagt og eru t.d.dugleg að nota blöðin sem þau teikna á, báðum megin. Nú svo fá hænurnar afganginn af matnum og við fáum eggin þeirra 49

54 í staðinn, en þær fá að vappa hér um í grasinu og eru með frábæra aðstöðu, sem alltof margar hænur fá aldrei að kynnast, eru bara þvingaðar til að vera ævina sína í pínulitlu búri með járngólfi og jafnvel fleiri en ein í hverju þeirra. Þetta er allt umhugsunarvert og börnin sjá muninn á þessu þegar þetta er útskýrt og skilja að eggin hjá hænunum sem fá að vera til eru miklu betri. Að lokum langar mig að segja að við höfum í 2-3 ár fylgst með túnbletti sem við göngum alltaf framhjá þegar við förum í vettvangsferðir, séð breytingar á honum við árstíðaskipti. Kennari 1 í Holtakoti Fróðlegt og skemmtilegt að vinna með hugmyndir barnanna að leikvelli. Þeirra hugmyndir að skemmtilegu umhverfi. Eitthvað sem jafnvel getur orðið. Ferðalag sem ég lærði margt af og opnar nýja möguleika. Kennari 2 í Holtakoti Það hefur verið lærdómsríkt að taka þátt í þessu verkefni þótt erfitt hafi verið að komast inn í það til að byrja með. Með því að sitja Getu fundina og hlusta á hina ýmsu fyrirlesara sem gaf manni meiri skilning og innsýn í hvað felst í orðunum menntun til sjálfbærrar þróunar. Kynningarnar sem skólarnir héldu á Geta fundi voru mjög lærdómsríkar og áhugaverðar. Auk þess var gott að sitja sameiginlega fundi með bæði Krakkakoti og Álftanesskóla. Í verkefnavnnunni með börnunum voru farnar ýmsar leiðir til að nálgast viðfangsefnið sem var skólalóðin okkar. Það er ýmislegt sem við erum að gera í okkar starfi sem fellur undir sjálfbæra þróun en margt sem við getum unnið betur með. Við höfum komist að því að það er hægt að tengja þetta betur inn í alla námsþættina. Það sem m.a. hefði mátt gera betur var að fá fleira starfsfólk leikskólans til að taka þátt og kynna sér verkefnið. Það er vel hægt að vinna með menntun til sjálfbærrar þróunar með öllum börnum sama á hvaða aldri þau eru. 50

55 Starfsfólk leikskólans hefur áhuga á að vinna áfram með menntun til sjálfbærrar þróunar og þá þarf að byrja að kynna fyrir starfsfólkinu í hverju menntun til sjálbærni er fólgin og fá til þess fyrirlesara. Í framhaldinu að taka ákvörðun um hvert skuli stefna. Kennari 3 í Holtakoti Ég hef lært mjög mikið af þessu verkefni. Gaman hvað við höfum verið að nýta það með börnunum í starfi. 51

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð

Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Aukin þátttaka barna í ákvörðunum um verkefni og vinnubrögð Þróunarverkefni í leikskólanum Hæðarbóli veturinn 2015 2016 Höfundur: Hjördís Braga Sigurðardóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Markmið verkefnisins...

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Ævintýri með Lubba Bók er best vina

Ævintýri með Lubba Bók er best vina Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Ævintýri

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna

Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Mín leið Þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Þróun persónumappa í tengslum við einstaklingsnámskrár barna Soffía Þorsteinsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir leikskólastjóri 1 Efnisyfirlit Útdráttur...3 Inngangur...4

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Mér finnst það bara svo skemmtilegt

Mér finnst það bara svo skemmtilegt Jóhanna Einarsdóttir Mér finnst það bara svo skemmtilegt Þróunarverkefni í leikskólanum Hofi um þátttöku barna í mati á leikskólastarfi Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands 2005 Jóhanna Einarsdóttir,

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ

LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ Kennsluleiðbeiningar fyrir leikskólastarf með 1 3 ára börnum Flugvél eftir Matthías Loga Nesheim 2 ára 2006 Guðrún Alda Harðardóttir Sigríður Síta Pétursdóttir Efnisyfirlit Inngangur...

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Þróunarstarf í Álftanesskóla 2006 2007 Lokaskýrsla 1 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Aðdragandi... 4 Markmið og stefna skólans fjölbreytni í námsmati...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar Sólgarður 2015 2016 Leiðarljós skóla og frístundasviðs: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt 2016-2017 Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Umhverfisnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt verkefnastjóra Umhverfisgátlisti frá leikskólanum

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

Umhverfi - Umhyggja 2

Umhverfi - Umhyggja 2 Skólanámskrá Umhverfi - Umhyggja 2 Efnisyfirlit Yfirstjórn leikskólans... 5 Ráðgjafaaðili leikskólans... 5 Grundvöllur leikskólans... 5 Lög um leikskóla... 5 Aðalnámskrá leikskóla... 5 Leikskólinn Undraland...

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Skólanámskrá Álfasteins

Skólanámskrá Álfasteins Skólanámskrá Álfasteins + 1 Efnisyfirlit Formáli... 4 1 Inngangur... 5 2 Leikskólinn Álfasteinn... 6 2. 1 Starfsfólk leikskóla... 6 2. 2 Hlutverk leikskólastjóra... 6 2. 3 Hlutverk leikskólakennara og

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla

Mín skoðun skiptir máli Þátttaka nemenda í skólaráði grunnskóla Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Þorbjörg

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Menntun til sjálfbærni skilyrði til innleiðingar

Menntun til sjálfbærni skilyrði til innleiðingar Menntun til sjálfbærni skilyrði til innleiðingar Eigindleg rannsókn á viðhorfum og skilningi grunnskólakennara og skólastjórnenda Katrín Sigurbjörg Sveinsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Aukin hreyfing með skrefateljara

Aukin hreyfing með skrefateljara Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. maí 2009 Oddrun Hallås og Torunn Herfindal Aukin hreyfing með skrefateljara Samstarf milli grunnskóla og háskóla

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Útikennsla, sköpun og skógarnytjar Verkefnasafn með áherslu á hönnun og smíði

Útikennsla, sköpun og skógarnytjar Verkefnasafn með áherslu á hönnun og smíði Útikennsla, sköpun og skógarnytjar Verkefnasafn með áherslu á hönnun og smíði Kristín Sigurðardóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Útikennsla, sköpun og skógarnytjar Verkefnasafn

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla Uppeldi og menntun 21. árgangur 1. hefti 2012 SIGRÍÐUR MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI RÚNAR SIGÞÓRSSON KENNARADEILD HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Forystuhegðun skólastjóra við að þróa

More information

Hádegishöfði Skólanámskrá

Hádegishöfði Skólanámskrá Hádegishöfði Efnisyfirlit Formáli... 5 Ytri aðstæður... 6 Yfirstjórn leikskólamála... 6 Fjölskyldu- og frístundasvið Fljótsdalshéraðs... 6 Leikskólaráðgjöf... 6 Námskrá Hádegishöfða... 7 Forsenda leikskólastarfs...

More information

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi

Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Heilsueflandi grunnskóli í heilsueflandi samfélagi Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Svið áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis Halló stjórnmálamenn!

More information

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild N o r ð u r b e r g / u m s a g n i r f o r e l d r a í f o r e l d r a k ö n n u n v o r 2 0 1 3 2. a ) E f s v a r i ð e r a ð b a r n i n u l í ð i m j ö g e ð a f r e k a r v e l, g e t u r þ ú n e

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston.

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston. Föstudagur 29. maí 2015 Nokkur hluti hópsins var mættur af gömlum vana í A álmu VMA um kl. 6.30 að morgni föstudags. Frekar snemmt fyrir venjulegan vinnudag. Alls fóru 29 manns af stað í rútu SBA undir

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum

Þátttaka, samskipti og umhyggja í þremur íslenskum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar/learning spaces for inclusion and social justice Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd

More information

Endurnýting í textílkennslu

Endurnýting í textílkennslu Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Endurnýting í textílkennslu - raunhæfur möguleiki eða draumórar - Gunnhildur Stefánsdóttir 070678-3819 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Mennta- og menningarráðuneytið

Mennta- og menningarráðuneytið Mennta- og menningarráðuneytið Námsgagnastofnun Sköpunargleði á rætur í eðlislægri forvitni og athafnaþrá. Sköpun felur í sér áskorun, spennu og leit. Sköpun færir sér í nyt eða brýtur hefðbundin mynstur,

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Háskólakennarar rýna í starf sitt

Háskólakennarar rýna í starf sitt Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Hafdís Guðjónsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir Háskólakennarar rýna í starf sitt Þróun framhaldsnámskeiðs í kennaramenntun Greinin

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011

Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2011 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Hafdís Guðjónsdóttir starfendarannsókna Ólíkar leiðir við gagnaöflun Í greininni er kynnt samantekt á ýmsum aðferðum við gagnaöflun

More information