Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti

Size: px
Start display at page:

Download "Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti"

Transcription

1 Fullorðnir glíma líka við ADHD Viðtal við Grétar Sigurbergsson geðlækni Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum 50 ráð við athyglisbresti...kemst ekkert áfram á fíflagangi og kjaftavaðli Viðtal við Jón Gnarr Konsensus yfirlýsingin Sagan af Jane 1. tbl. 1.árg. Vor 2007 ATHYGLISBRESTUR OG OFVIRKNI

2 Efnisyfirlit Formannspistill 3 Bls. Maður þarf að læra upp á nýtt á sjálfan sig 4 Viðtal við Eir Pjetursdóttur, Guðjón Frey Gunnarsson og Guðnýju Elísu Guðgeirsdóttur Við erum ekkert brotin, við virkum bara öll mismunandi 10 Viðtal við Sigríði Jónsdóttur, ADHD coach Fullorðnir glíma líka við ADHD 12 Viðtal við Grétar Sigurbergsson geðlækni Jón, þú kemst ekkert áfram á fíflagangi og kjaftavaðli 18 Viðtal við Jón Gnarr Yfirsýn og aukin afköst ráð við athyglisbresti 22 Unglingar og fullorðnir með athyglisbrest 28 Grein eftir Agústu Elínu Ingþórsdóttir Fullorðnir með ADHD 32 Sagan af Jane 34 Konsensus yfirlýsingin 36 ADHD samtökin, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Sími: adhd@adhd.is Kt: Bankar: Starfsmaður skrifstofu : Anna Rós Jensdóttir upplýsinga- og fræðslufulltrúi Sálfræðingur ADHD samtakanna : Ágústa Gunnarsdóttir greiningar fullorðinna Stjórn: Ingibjörg Karlsdóttir formaður Arnór Már Másson varaformaður Björk Þórarinsdóttir gjaldkeri Kristjana Ólafsdóttir ritari Svava Hólmarsdóttir meðstjórnandi Gréta Jónsdóttir meðstjórnandi Varamenn: Sigríur J. Sighvatsdóttir Ólafur Torfason Útgefandi : ADHD samtökin Hönnun : Sigurður Hannesson Umsjón : Kjartan Jónsson Prentun : Prentmet Upplag : 4000 eintök Ljósmyndari : Haraldur Guðjónsson Gagnlegar vefsíður Erlendar vefsíður : Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Karlsdóttir Fulltrúar í aðalstjórn ÖBÍ : Aðalmaður: Ingibjörg Karlsdóttir Varamaður: Björk Þórarinsdóttir Fagráð : Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar Hákon Sigursteinsson sálfræðingur Þjónustumiðstöð Breiðholts Málfríður Lorange taugasálfræðingur hjá BUGL og Eirð Stefán J. Hreiðarsson barnalæknir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Grétar Sigurbergsson geðlæknir, Læknastöðin Kringlunni

3 Úrræði fyrir fullorðna með ADHD Hjá ADHD samtökunum eru í þróun ýmis úrræði fyrir fullorðna með ADHD eða athyglisbrest með eða án ofvirkni. Upplýsinga- og fræðsluþjónusta sam tak anna er opin mánud. - fimmtud. kl og á föstudögum kl Skrifstofan er staðsett á 3. hæð að Háaleitisbraut 13 í sama húsi og Sjónarhóll ráðgjafarmið stöð fyrir fjölskyldur barna með sér þarfir. Hægt er að fá upplýsingar og ráðgjöf í síma og á skrifstofunni eru bækur og greinasafn um ADHD hjá fullorðnum. Skrifstofa samtakanna er lokuð í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Á vefsíðu ADHD samtakanna er ýmislegt lesefni um ADHD hjá fullorðnum sem og listi yfir úrræði, sérfræðinga og ráðgjafa. Greiningar fullorðinna, hægt er að panta tíma í greiningu ef grunur er um ADHD á skrif stofu ADHD samtakanna. Sálfræðingur samtakanna, Ágústa Gunnarsdóttir, sinn ir eingöngu greiningum fullorðinna. Hún hefur aðstöðu á 4. hæð í sama húsi og skrifstofa sam takanna, Háaleitisbraut 13. Sjá nánar um fjöll un um greiningar fullorðinna á bls. 31. Sjálfshjálparfundir fyrir fullorðna með ADHD eru alltaf á miðviku dögum kl , nema þegar skrifstofa samtakanna er lokuð í júlí á hverju ári. Fulltrúi sam tak anna heldur ut anum fundina. Full orðnir með ADHD sem eru skráðir félags menn fá sendan tölvupóst reglu lega til að minna á fundina. Fund irn ir eru í fundarherbergi á 4. hæð að Háaleitisbraut 13. Fundirnir eru öll um opnir. Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir full orðna með ADHD eru haldin á hverju ári, annars vegar fyrir konur og hins vegar fyrir karla. Námskeiðin hafa verið í umsjá sálfræðinganna Ágústu Gunnarsdóttur, Valgerðar Magnúsdóttur, Rúnars Helga Andrasonar og Hauks Haraldssonar. ADHD coaching er ætlað þeim sem vilja ná tökum á lífi sínu. ADHD þarf ekki að vera fyrirstaða. Sjá nánari umfjöllun um ADHD coaching á bls. 10. Sigríður Jónsdóttir er ADHD coach. Hún lærði coaching í fjarnámi og starfar nú við ADHD coaching í fullu starfi. Símatímar eru auglýstir á heimasíðu hennar: internet.is/sirrycoach, netfang sirrycoach@internet.is, sími Kristjana B. Svansdóttir hefur líka lok ið fjarnámi í ADHD coaching. Heima - síða Kristjönu er adhdcoach, netfang kitta@simnet.is, sími : Fræðslufundir ADHD samtakanna eru haldnir á hverri önn. Reynt er að hafa efni fræðslufundanna sem áhuga verðast fyrir flesta. Áætl að er að taka fyrir ýmis brýn mál efni s.s. fjármálastjórn, tíma stjórn un, hjóna band með einstaklingi með ADHD o.fl. Skráðir félagsmenn fá send fréttabréf og fleiri gögn um ADHD. Hægt er að skrá sig í samtökin á vef síðu samtakanna is. Árgjald er kr Félagsmenn fá sendan tölvupóst með fréttum og tilkynningum um námskeið og fræðslu. Félagsmenn greiða lægri námskeiðsgjöld. Starfsemi ADHD samtakanna sem snýr að fullorðnum með ADHD er í þróun. Stjórn samtakanna er t.d. að kynna sér verkefni, námskeið o.fl. sem reynst hafa vel fyrir fullorðna með ADHD á hin um Norðurlöndunum. Þeg ar fram líða stundir má búast við fleiri tilboðum hjá samtökunum og e.t.v. út gáfu á fræðsluefni um mál efni fullorðinna með ADHD. Því er um að gera að fylgjast með, skrá sig í samtökin og gefa upp netfang og símanúmer sem örugglega er hægt að ná í viðkomandi til að upplýsa alla um starfið og hvað er á döfinni hverju sinni. Stjórn samtakanna vill gjarnan fá ábendingar um hvernig samtökin geta sem best staðið að metnaðarfullu starfi í þágu fullorðinna með ADHD.

4 Ingibjörg Karlsdóttir Ágætu félagsmenn og aðrir lesendur. Í þetta sinn gefa ADHD samtökin út þetta tímarit um fullorðna með ADHD í staðinn fyrir fréttabréfið. Hér er um tilraunaútgáfu að ræða sem ætlað er að vera upplýsingatímarit um málefni fullorðinna með ADHD. Upphaflega var þetta tímarit verkefni hjá Sigurði Hannessyni sem stundar nám í grafískri miðlun við Iðnskólann í Reykjavík. Sigurður greindist með ADHD og í kjölfarið hóf hann námið og ákvað að láta lokaverkefni sitt í Iðnskólanum fjalla um fullorðna með ADHD. Hann sótti greinar og fleiri upplýs ing ar til samtakanna og þann ig kynntumst við honum og tímaritinu hans. Þá kviknaði sú hugmynd að láta verða af útgáfu tímaritsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að greina frá því að flestallir sem koma að þessari útgáfu eru fullorðnir með ADHD. Sumt af efni þessa tímarits eru endurbirtar greinar, en einnig er ýmislegt nýtt efni inn á milli. ADHD samtökin hafa verið fyrir bæði börn og fullorðna með ADHD, sem og fjölskyldur þeirra, frá árinu 2003 þegar nafni félagsins var breytt úr Foreldrafélag misþroska barna í ADHD samtökin. Síðan hefur mik ið vatn runnið til sjávar. En samtökin hafa eft ir getu reynt að sinna málefnum full orðinna og þróa starfið sem að þeim snýr. Hér skal tekið skýrt fram að margir fullorðnir sem glíma við ADHD eru jafnframt foreldrar. Ljóst er að starfsemi í þágu fullorðinna með ADHD skilar sér til barnanna, því að börn þeirra njóta augljóslega Formannspistill góðs af því að foreldrar þeirra með ADHD taki á sínum málum. Hags munir barna og fullorðinna með ADHD eru því á margan hátt samtvinnaðir. Vonandi eru samtökin jafnframt að ryðja brautina fyrir börnin sem eru að vaxa úr grasi og munu áfram glíma við einkenni ADHD á fullorðins ár um. Með aukinni almennri þekkingu á ADHD í samfélaginu eru meiri lík ur á því að börn með ADHD og skyld ar raskanir mæti skilningi og fái þann stuðning sem þau þurfa til að þekkja styrk leika sína og takmarkanir og ná því að blómstra í leik og starfi á fullorðinsárum þrátt fyrir ADHD. Með útgáfu þessa tímarits standa samtökin í fyrsta sinn að sérstakri útgáfu um málefni fullorðinna með ADHD. Vonandi tekst okkur að bæta enn frekar úr útgáfumálunum á komandi misserum. Verkefni samtakanna sem snúa að fullorðnum felast m.a. í sálfræðigreiningum til að fullorðnir sem vilja fá úr því skorið hvort þeir grein ist með ADHD hafi aðgengi að slíkri þjónustu. Ágústa Gunnarsdóttir sál fræðing ur samtakanna hefur fengið mjög jákvæða umsögn, bæði þeirra sem til hennar hafa leitað og geðlækna sem við eigum í samstarfi við. Allir sem komið hafa í greiningu til Ágústu fá skýrslu afhenta um niðurstöður greiningarinnar. Þá standa sam tök in árlega að sjálfsstyrkingar námskeiðum fyrir bæði konur og karla með ADHD. Nánast árið um kring eru vikulegir sjálfshjálparfundir á miðvikudags kvöldum fyrir fullorðna. Víða erlend is er ADHD coaching mikið notað úrræði í málefnum einstaklinga með ADHD. Hérlendis hafa nú tvær konur lært ADHD coaching í fjarnámi með styrk frá Velferðarsjóði barna sem sam tökin hafa milligöngu um, sú þriðja er í námi og hefur einnig hlotið styrk. Hér gefst því kjörið tækifæri til að þakka Ingibjörgu Pálmadóttur og Velferðarsjóði barna fyrir þessar styrkveitingar til ADHD coaching fjarnáms. Í þessu tímariti er nánar fjallað um ADHD coaching í viðtali við Sigríði Jónsdóttur. Framundan er áframhaldandi þró un starfsemi í þágu mál efna fullorðinna með ADHD. Allar góðar hugmyndir og ábendingar um verkefni og þjónustu eru alltaf vel þegnar. Ingibjörg Karlsdóttir formaður ADHD samtakanna.

5 Þau Eir Pjetursdóttir, Guðný Elísa Guðgeirsdóttir og Guðjón Freyr Gunnarsson eiga það sameiginlegt að vera ungt fólk sem hefur verið greint með ADHD og voru fáanleg til þess að deila reynslu sinni með lesendum blaðsins. Eir er þrjátíu og tveggja ára gömul, með BA í félagsfræði og starfar nú sem leikskólakennari á leikskólanum Sólbrekku, Seltjarnarnesi, auk þess að vinna við kannanir hjá Hagstofunni. Guðný starfar líka í leikskóla og stefnir á leikskólakennaranám í haust. Guðjón Freyr er þrjátíu og fjögurra ára málaranemi. Þau settust niður, ásamt blaðamanni, á litlum notanlegum kaffistað í miðbænum og byrjuðu að segja frá hvernig ADHD kom fram í uppvextinum. Guðjón: Hjá mér kom það fram í erfið um samskiptum við fjölskylduna og þá sem áttu að heita vinir í barnaskóla. Þannig man ég eftir mér og þannig hafa aðrir lýst því. Guðný: Ég var mjög hvatvís. Það eru miklu fleiri óþekktarsögur af mér held ur en systkinum mínum. Ég fékk þó góðar einkunnir í skólanum þótt Guðný: Á þessum tíma hét þetta ekki ADH, maður var misþroska og litinn hornauga af bæði kennurum og börnum. Ég fékk ekki grein ingu fyrr en eftir að ég var búin með barnaskól ann og þótt foreldrana hafi grunað eitthvað, þá ákváðu þau að gera ekkert því það var meiri skaði af því. Einn drengur fékk viðurnefnið Klikk af því að hann var ofvirkur. Það voru bara geðsjúklingar sem voru misþroska. Eir: Ég lenti ekki í neinu svo leið is, þegar ég var að alast upp var of virkni bekk og hún endaði hjá sálfræðingi. Ég átti ekki í neinum vand ræð um með að læra fram að því, en svo kom þessi kona og hún réði ekki neitt við neitt. Svo í sjötta, áttunda og níunda bekk, sem eru áttundi, níundi og tíundi í dag, fór ég að reyna að vera ein hver annar en ég var. Byrjaði að reykja og drekka snemma og hanga með liði sem ég átti ekkert að hanga Maður þarf að læra upp á nýtt á sjálfan sig ég væri ekkert rosalega dugleg að læra. Eir: Samskiptin voru mjög erfið, ég var mikið í slagsmálum og að púkast; skjóta á fólk með bauna byss um og vatnsblöðrum, fleygja ávöxtum í hús nágrannans. Það var mikill gauragangur í manni. Eftir á að hyggja, þá var ég í nokkuð brútal skóla, sem Austurbæjarskóli var, eftir að ég varð 10 ára. Þar var mikið af vandræðagemlingum og spurningin að lemja eða vera lamin. Við vorum alltaf að slást eða í einhverjum vandræða gangi. Skólastjórinn gerði ekkert í því. 4 ekki til. Var á þeim tíma bara köll uð óþekk, löt, utan við mig og svo framvegis. Ég man hvað það var erfitt með athyglisbrestinn að það var kannski verið að útskýra eitthvað fyrir bekknum og maður náði því ekki. Og svo átti maður að segja eitthvað og gerði sig að algjöru fífli af því að maður skildi ekki hvað var verið að segja við mann. Þá fannst mér ég vera heimsk af því að ég var ekki að fatta eitt hvað sem allir hinir voru búnir að fatta. En þá var ég bara að horfa eitthvað annað eða að hugsa um eitt hvað annað þegar verið var að segja mér hvað ég átti að gera. Guðjón: Þegar ég var átta ára fór mamma með mig í viðtal á BUGL. Úrskurðurinn var að ég væri bara óþekk ur. Annars var ég fínn alveg fram að fimmta bekk í gamla kerfinu. Við fengum nýjan kennara í sjötta með. Var ekki alveg að passa inn í hinn hóp inn. Ég ólst upp úti á landi og þar voru bara þessir tveir hópar. Ég var bara ruglaður óalandi og óferjandi frekju hundur. Nítíu prósent af þessu liði af ruglárunum fór í meðferð, en ekki ég þótt ég hefði öll þessi týpísku ein kenni sem hefðu átt að leiða til að ég yrði fyrstur inn. Hverju breytti greiningin hjá ykkur? Guðjón: Ég er tiltölulega nýbúinn að fara í greiningu, þrátt fyrir að vera kominn á þennan aldur. Þegar ég kynnt ist fyrrverandi konunni minni þá átti hún barn sem kom í ljós að var of virkt. Það sáu það allir í nágrenninu, vinir okkar, að pabbinn og fósturbarnið voru nákvæmlega eins. En ég dró alltaf að fara í greiningu. Það var þó eitthvað sem ég hafði vitað lengi en fékk þá staðfestingu á því sem

6 fólk hafði verið búið að gruna lengi, undanfarandi tólf ár. Guðný: Ég var greind í fyrsta skipti þeg ar ég var átján ára, mamma sendi mig þá. Ég var ekkert að fíla það, fannst þetta algjört rugl og þegar við fluttum út notaði ég tæki fær ið til að gleyma þessu og lifa mínu lífi. Það gekk upp og niður og stundum var drama en það var ekki fyrr en ég var búin með stúdentinn og fór í háskólann að í ljós kom að það var kannski ekki allt í lagi og ég fékk svona nett sjokk. Þá rifjaði ég upp að ein hver hafði einhvern tímann vilj að halda þessu fram. Ég fór þá aftur að eigin frumkvæði og uppgötvaði að þetta var málið og þurfti að takast á við það. Enda er þetta allt annað núna. Þetta er ferli. Maður þarf að læra upp á nýtt á sjálfan sig. Maður hættir ekki fljótlega eftir að Ágústa (sál fræðingur hjá ADHD samtökunum) fór að starfa. Þetta varð rosalegur léttir fyrir mig. Að geta útskýrt tauga kippina svona en ekki MS eða Parkinson og geta útskýrt hluti sem hafa valdið því að ég hef rakkað sjálfa mig niður alla ævi og fá svör. Að fólk eins og ég er svona eða hinsegin og þess vegna sé það í lagi að ég segi þetta og geri þetta. Ég þarf ekkert að láta mér líða illa yfir því. Guðný: Já, einmitt. Það hjálp ar að maður sé ekki allt af með þetta neikvæða: Ég er ómögu leg, eða hreinlega slæm mann eskja, metnaðarlaus með sjálfseyðingar hvöt. Guðný Elísa Guðgeirsdóttir að stórum hluta með athyglis brest! Þetta er hrikalegt fyrir mig ég er að fara í skóla í haust og ég var farinn að svitna strax í fyrra þegar ég fór að þegar ég var að alast upp var ofvirkni ekki til Hvatvísi getur verið jákvæð að gera kröfur til sjálfs síns en maður aðlagar aðferðirnar sem maður notar til að ná markmiðunum. Eir: Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri með ADHD. Vissi samt að ég var öðruvísi og ég var ekki alv eg að virka. Hélt það væri bara upp eld ið eða eitthvað þannig. Svo hef ég alltaf verið með taugakippi í skrokknum. Það voru kenningar um að þetta gæti verið MS eða Parkinson eða einhverjar taugaskemmdir í heil an um. Það var sem sagt ýmislegt sem ég skildi ekki við sjálfa mig og var búin að fara í hundrað prófanir á net inu. Svo var ég í vinnunni og var að lesa ADHD blaðið og þar var lýst einkennum ofvirkni hjá unglingsstúlk um og ég hugsaði: Hei, hver tók við tal við mig? (Hlær) Fór í kjölfarið á því í ADHD samtökin og fór að fara á fyrirlestra. Svo fékk ég greiningu Eir: Já, maður gerir hluti sem maður skammast sín fyrir, eins og að þurfa segja eitthvað þegar maður er á fyrirlestrum eða fundum og svo þegar hann er búinn hugsar maður: Af hverju var ég nú að þessu? (Hlæja báð ar) Svona algjörlega tilgangslaust. Maður verður spenntur og þá ræður maður bara ekki við sig. Og þegar maður hittir fólk sem lendir í því nákvæmlega sama, út af þessu, þá getur maður bara sagt; ókei! Og svo þegar maður fer á fundi, námskeið í vinnunni eða annað, þá getur maður bara verið meðvitaður og setið á höndunum á sér. Guðjón: Gallinn við þetta ADHD er að það er svo mikið af fyrirlestrum og maður getur ekki einbeitt sér stöð ugt. (Hlæja öll). Maður bara situr þarna og er farinn að labba um eftir korter, tuttugu mínútur. Stund um eru þessir fyrirlestrar svo þungir og eru ekki settir fram þannig að þeir haldi athygli fólks, og áheyrendur eru hugsa um að ég ætti að fara að læra. ADHD fólk, sem er með athyglisbrest, þarf annað hvort að vera á góð um lyfj um til að halda athyglinni, eða þá að námsefnið þarf að vera sett fram á áhuga verðan hátt þannig að þú getir haldið athyglinni í tvo tíma. Guðný: Það skiptir ekki máli þótt manni finnist þetta áhugavert ef fram setn ingin er ekki í lagi. Það kemur eirðarleysi og maður þarf helst að vera með stressbolta eða eitthvað í höndunum. Eir: Ég nota mikið að teikna. Öll glósublöðin mín eru með svona litlum krúsidúllum. Guðjón: Ég byrja að berja eitthvað (trommar á borðið), svo fer ég að stappa og svo fer ég að iða. 5

7 Guðný: Já, ég fékk alltaf athuga semdir í grunnskólanum um hvað bækurnar mínar væru ósnyrti leg ar ég var alltaf að gera einhverjar krúsidúllur. Eir: Mér finnst betra að einbeita mér þegar ég er að horfa á sjónvarpið, gera sudoko, borða eða lesa blöðin, allt á sama tíma. Guðný: Við sumt þarf maður bara aukaáreiti til að halda út hitt áreitið. Eir: Já, einmitt. Þau hlæja öll, hafa greinilega öll mikla reynslu af þessu. Guðný: Það skiptir líka máli að sá sem talar hafi góða hrynjandi í málinu. Ef einhver talar bara áherslulaust það að læra náttúrulega þvílík ur frest ari, þangað til ég varð hrædd. Þá sló adrenalínið inn og ég fékk ljósmynda minni á bókina. Guðný: Þetta hefur eitthvað verið að lagast í grunnskólanum og framhalds skólum, en eitthvað vantar líka upp á í háskólanámi. Það er talið að um fimm prósent fólks sé með ADHD en af þeim eru aðeins fimm prósent sem ljúka háskólanámi. Þetta eru kannski gamlar tölur og ekki íslenskar en gefa vísbendingu. Þeir sem eru að greinast í dag hafa þó meiri möguleika, þeir fá meiri að stoð og meiri skilning og það eru meiri líkur á því að þeir komist lengra í námi. Guðjón: Svo eru þessir allra verstu sem lenda í glæpamennskunni. svo heppin að ég les mikið heilu bækurnar án þess að ganga í hringi eða eitthvað. Get reyndar ekki setið og hlustað á einhvern annan lesa. Ég er búin að lesa mér mikið til og það er mesta hjálp in finnst mér. Og að sjá hvernig aðrir hafa farið að því að ná tökum á sínu lífi því maður er alltaf að læra. Guðjón: Það er bara að vera sáttur við sig. Læra að lifa með þessu átta sig á því af hverju maður hefur gert hitt og þetta. Ekki að það sé afsökun, en kannski afleiðing af því að maður fékk ekki greiningu. Guðný: Að koma sér í aðstæður og umhverfi þar sem er regla á hlutunum að hafa svolitla rútínu. Ég hef ekki snefil af rútínu í mér. Ég sæki í ytri ramma og það hjálpar ofsa lega Stundum eru þessir fyrirlestrar svo þungir og eru ekki settir fram þannig að þeir haldi athygli fólks, og áheyrendur eru að stórum hluta með athyglisbrest! í síbylju þá dettur maður strax út. Þetta getur verið verra en ekkert. Ég man að ég var einu sinni að falla í áfanga í menntaskóla af því að ég skildi ekki kennarann hún var svo leiðin leg að ég gat ekki skilið hana. Það var ekki fyrr en ég gafst bara upp á henni, fór heim og las bókina og lærði þetta og náði þessu. Eir: Ég kannast alveg við þetta. Guðjón: Svo er þessi prófkvíði maður er búinn að lesa geðveikt vel, ekki of mikið og ekki of lítið, og svo kem ur maður í prófið og fer alveg í blackout. Guðný: Ég man eftir að hafa labb að í lykkjum á leið í próf af því að hnén á mér skulfu af kvíða. En svo notar maður adrenalínið líka. Þetta var tvíeggjað sverð hjá mér. Ég geymdi 6 Hann sagði til dæmis við mig, geð læknirinn minn, að ég væri alveg kúrfu dæmi um einhvern sem ætti að hafa lent í vandræðum. Hvað er það sem hefur hjálp að mest til að eiga við ADHD? Guðný: Mað ur þarf að taka með í reikning inn hvern ig maður er og þá geng ur allt bet ur. Það hjálp ar líka við sjálfs traust ið að ná markmiðunum og auðveldar allt í rauninni. Stærsta hjálp in í þessu er að læra um þetta. Ég er Guðjón Freyr Gunnarsson

8 mikið. Og passa sig á því að nota þetta ekki fyrir afsökun, maður er samt ábyrg ur gerða sinna og allt það. Ég tek concerta sem er forðahylki með sama efni og er í rítalíni og virkar í tólf tíma. Það hefur hjálpað ég hef betri endingu í að hlusta. Guðjón: Ég tek líka concerta, það er ekkert feimnismál hjá mér. Ég veit að ég þarf að hafa eitthvað svona til að fúnkera, til að geta farið í skóla og svona. Annars er ég farinn eftir korter ef málið er ekki áhugavert. Guðný: Ég skammast mín ekki fyrir að taka concerta, en finn stund um fyrir pressu þegar ég hitti fólk, og sér stak lega þegar ég hitti fólk sem er með athyglisbrest en tek ur ekki lyf. Það er alltaf verið að tala um aðferð ir sem maður getur notað án Eir Pjetursdóttir Guðný: Ég á erfitt með að laga þegar ég hef snúið sólar hringn um við, það tekur vikur, allt upp í tvo mánuði. Eir: Mér fannst gott, þegar ég var komin með þessa greiningu, á vinnu staðn um sem ég er að vinna á, þá sagði ég að ég væri með þessa greiningu þannig að stundum væri ég mjög ör og stundum mjög hæg. Ef það fer í taugarnar á ykkur, látið mig bara vita og ég skal reyna að stilla mig af. Og stundum hef ur verið bankað í öxlina á mér og sagt: Slappaðu nú aðeins af, við þurf um ekkert að gera þetta næstu tíu mínúturnar. Og þá er það ekkert mál lengur. Í staðinn fyrir að fá þessi nei kvæðu skilaboð frá umhverfinu þá, um leið og umhverfið veit við hverju það má búast, verður það mikið vinveittara. Guðný: Já, maður er oft ekki í takt við umhverfið, annað hvort er maður að fara ofsalega hratt, og manni finnst...núna mega allir vera örvhentir í friði því það er félagslega viðurkennt í dag. Okkur vantar svolítið þessa félagslegu viðurkenningu... lyfja. Mér finnst það svolítið skrítið, því concerta tekur ekki einkennin í burtu. Það dempar sum einkennin en maður þarf jafn mikið á þess um ráð um að halda og þeir sem ekki taka lyfin. Þetta eru einhver mest rann sökuðu lyf sem eru til og að baki þeim er áratuga reynsla en fólk hefur ekki vitað svo mikið af þeim. Eir: Ég er ekki á lyfjum. Ég er bara búin að læra að fúnkera með ADHD og meðan það gengur ágæt lega ætla ég ekkert að fara að breyta því. Ég hefði sjálfsagt haft gott af því á vissu tímabili í mínu lífi, sérstaklega þegar ég var unglingur. Það sem hjálp ar mér mest er að reyna að hafa reglu á svefninum, hreyfa mig nóg og reyna að lifa eins eðlilegu lífi og ég mögulega get. Allt sem raskar hlut un um hentar mér ekki. Eru einhverjir jákvæðir eiginleikar eða tilhneigingar sem þetta veldur? Guðjón: Hvatvísi getur verið já kvæð, þannig lagað. Maður lætur vaða í hlutina. Það er engin bremsa, maður vill bara drífa eitthvað áfram. Eir: Ég er sammála þessu, ég kannast við að vera vítamínsprautan; núna förum við og gerum þetta. Guðný: Að sumu leyti er þetta bara prakt ískur hugsunarháttur, maður kem ur öðruvísi að hlutunum. Guðjón: Það tekur mann langan tíma að átta sig á þessu, hvað þetta er búið að gera manni. Guðný: Ef maður getur hlegið að sjálf um sér, þá er maður í góðum málum. allir aðrir vera á algerri hæg ferð, tala hægt, vera lengi að koma sér að efninu eða þá að maður fer sjálfur allt of hægt. Hvað finnst ykkur að betur mætti fara í samfélaginu varðandi viðmót og stuðning við ADHD greinda? Guðjón: Það vantar ýmislegt inn í skólakerfið. Það er búið að tala mikið um þetta en samt er ekkert gert í því að til dæmis gera námsefnið áhugaverðara. Eir: Allt samfélagið og félagslega umhverfið gengur á öðrum hraða en við og á öðrum forsendum en við erum hæf til að vinna eftir. Ég myndi vilja sjá meiri umræður og meiri skilning frá fólki á því að við getum ekkert að þessu gert, við erum bara svona. Við erum 5 prósent af öllum heiminum 7

9 og við megum vera við sjálf. Við þurf um ekki að reyna að vera svona eða reyna að vera hinsegin, passa nákvæmlega eftir einhverju munstri eða módeli. Bara fá að vera eins og við erum. Umræðan hefur snúist um einhver misþroska keis sem eru með annan fótinn inn á geðdeild eða eitthvað. Annað hvort er maður settur þar eða það er sagt; nei, nei, þú ert nú bara svona venjuleg. Við erum einhvers staðar þarna á milli, en ekki alveg eins og hinir. Mér finnst þetta vera svolítið eins og; fyrir þrjátíu árum mátti enginn vera örvhentur. Það var reynt að binda hendurnar á fólki bak við stóla til þess það myndi örugglega nota réttu höndina. Fólk er kallað örvhent en ekki rétthent. Þetta var mikið mál fyrir þrjátíu árum síð an. Síðan sáu menn að þetta var ekki alveg að ganga og núna mega formúluna, en það er bara allt í lagi. Það er fullt af fólki sem á í miklum erfiðleikum en það er líka fullt af fólki sem er engin keis. Eir: Við erum engin keis. En við erum að reka okkur á alls konar veggi sem aðrir þurfa ekki að fást við af því að fólk skilur okkur ekki. Það er alltaf ver ið að reyna að breyta manni og skamma mann, af hverju ertu ekki svona, af hverju ertu ekki hinsegin? Af hverju má maður ekki vera eins og maður er? Guðný: Það er svo mikilvægt að krakk ar sem eru greindir með ADHD mæti skiln ingi og fái rétta aðhlynningu. Því það er svo einkennandi fyrir okk ur, sem erum með athyglisbrest og vissum það ekki þegar við vorum krakk ar, að við erum með svo lítið Guðný: Besta vopnið í þessari baráttu er þekking, bæði hjá almenningi og fagfólki. Og þess vegna hafa ADHD samtökin verið að standa fyrir fræðslu í skólum og fyrir kenn ara og kennaranema. Svo erum við Eir í nefnd um málefni fullorðinna með ADHD. Eir: Það sem við sem störfum í þessum samtökum erum að reyna að stuðla að nokkurs konar byltingu. Þótt samtökin hafi verið til í tíu ár á þá erum við ennþá í mikilli baráttu og sér ekki fyrir endann á henni á næstunni. Guðjón: Það eru enn fordómar gagnvart þessu í dag. Guðný: Þetta er ekki sjúkdómur, það er málið. Maður fúnkerar öðruvísi. Og passa sig á því að nota þetta ekki fyrir afsökun, maður er samt ábyrgur gerða sinna... all ir vera örvhentir í friði því það er fél ags lega viðurkennt í dag. Okk ur vantar svolítið þessa félagslegu viður kenn ingu að fá að vera eins og við er um. Guðjón: Þetta er ekki heldur nein tísku bóla, eins og var talað um þegar annað hvort barn var komið á þetta í skóla. Það er fullt af fólki á okkar aldri sem er að uppgötva þetta hjá sér í seinni tíð og að þetta sé ekki í lagi. Hvort það þurfi lyf eða ekki, það er allt annað. Sumir þurfa þau en aðrir ekki. Guðný: Mér finnst líka nauðsynlegt að fólk átti sig á því að við erum öðru vísi en við erum ekkert verri. Við virkum bara öðruvísi og munum kannski alltaf vera að rekast aðeins á í samskiptum og allt þetta. Við pössum ekki alveg nákvæmlega inn í 8 brotna sjálfsímynd, því við er um búin að fá svo neikvæð skilaboð frá umhverfinu. Það er vonandi að næsta kynslóð verði með nægt sjálfstraust og hafi trú á sér. Eir: Ég myndi vilja að krakkar sem eru að alast upp núna séu ekki dæmd úr leik af því að þau eru með athyglisbrest og ofvirkni, heldur að það sé tekið ákveðið tillit til þeirra eins og gert er við þá sem eru örvhentir. Þurfa bara smá stuðning á einhverju vissu sviði. Það á alveg að duga, en ekki að vera að búa til einhver keis. Að þetta sé ekki eitthvað hræðilegt, að maður geti lifað ágætis lífi með þessu. Guðný: Ég leyfi mér að vera bjartsýn og vona að við tökum tvö skref áfram og eitt afturábak. Ég trúi því. Við þurfum meira umburðarlyndi. Haldið þið að einhverjar af hetj unum í fornsögunum og Íslendingasögunum hafi verið ofvirkar? Guðjón: Það þarf enginn að segja mér annað en Egill Skallagrímsson hafi verið ofvirkur. Guðný: Heimurinn væri litlausari ef það væru ekki einhverjir með ADHD. Eir: Ég held að það séu ekki bara þeir. Ég held að það séu líka einhverjir af þessum brjáluðu prófessorum og hugsuðum. Viðtalið tók Kjartan Jónsson

10 Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn Alark arkitektar, Dalvegi Kópavogi Arkform, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík Ágúst Guðröðsson, Sauðanesi 681 Þórshöfn Álfaborg leikskóli, Safamýri Reykjavík Álftanesskóli, Álftanesi 225 Álftanesi Árbæjarapótek, Hraunbæ 102b 110 Reykjavík Árbæjarskóli, Rofabæ 34, 110 Reykjavík Árnesprófastdæmi, Túngötu Eyrarbakka Árskóli, Box 60, 550 Sauðárkróki Ás Fasteignasala, Fjarðargötu Hafnarfirði Ásborg leikskóli, Dyngjuvogi Reykjavík Ásbyrgi ehf, Frostagötu 2a 603 Akureyri Bergur ehf, Hrauntúni Vestmannaeyjum BHS ehf, Fossbrún Dalvík Bílaverkstæði Friðriks, Smiðjuvegi Kópavogi Bjarg Verslun, Stillholti Akranesi Björgvin Þorsteinssin hrl, Tjarnargötu Reykjavík Blátún ehf, Grundartröð Hafnarfirði Bliki bílamálun ehf, Smiðjuvegi Kópavogi Blikkrás, Óseyri Akureyri Borgarhús hf, Minni Borg 801 Selfossi Borgarskrifstofa Patreksfjarðar Aðalstræti 63, 450 Patreksfirði Bókabúðin Hamraborg, Hamraborg Kópavogi Bókasafn Reykjaness, Hafnargötu Reykjanesbæ Bókasafn Vestmannaeyja, Box Vestmannaeyjum Bókasafn Þingeyinga, Stórabergi Húsavík Bókhalds og tölvuþjónustan Böðvarsgötu 11, 310 Borgarnesi Bókhaldsþjónusta Kára, Víðihlíð Sauðárkróki Bókhaldsþjónusta Þórhalls Reynivöllum 3, 700 Egilsstöðum Brautin ehf, Dalbraut 16, 300 Akranesi Breiðagerðisskóli v/breiðagerði 108 Reykjavík Breiðholtsskóli, Arnarbakka Reykjavík Bækurnar sem svara spurningum þínum um ADHD, þ.e. athyglisbrest með eða án ofvirkni. Börn og fullorðnir með athyglisbrest hafa í gegnum tíðina þurft að þola að vera álitin löt, utan við sig eða einfaldlega heimsk en í dag er viðurkennt að rekja má vandamálið til taugafræðilegs ástands sem hægt er að meðhöndla Nákvæm greining og meðferð hafa breytt líf um milljóna manna sem ADHD hafði valdið stöðugum vanda málum í skóla, vinnu og í samskiptum. Í þessum mikilvægu og hug hreyst andi bók um svara dr. Hallowell og dr. Ratey, sem báðir eru sér fræð ing ar á þessu sviði og sjálfir greindir með athyglis brest, hundruðum spurninga um ADHD, þeim spurningum sem þeir hafa oftast verið spurðir í þeim námskeiðum sem þeir hafa hald ið víða um Bandaríkin. Bæk urnar eru einstaklega auðveldar í lestri, þær eru handbækur um ADHD sem ná yfir öll svið viðfangsefnis ins, frá því að kann ast við ein kennin og grein ing una og til nýj ustu með- ferðarúrræða ásamt því benda á hag nýt ráð til notk unar í daglegu lífi þannig að hægt sé að lifa eðli lega með ADHD. Í þess um bók um má finna svör við spurningum eins og: Hvernig á að fást við algengar tilfinning ar eins og leiða, þunglyndi og reiði? Hvernig geta börn og fullorðnir með ADHD byggt upp sjálfs álit og öryggi? Hver eru al geng ustu og skað leg ustu mistökin sem foreldrar eða mak ar geta gert? Hvernig geta foreldrar og kennarar unnið saman að því að veita börn um með ADHD bestu mögulegu menntun? Hvers má vænta af lyfjum sem notuð eru til að stjórna ADHD? Hvernig er hægt að slíta á tengslin á milli ADHD og fíkniefnanotkunar? Hvernig á að takast á við neikvæða hegðun eins og lygar, reiðiköst og árásargirni? Og margt fleira. 9

11 Hjálmar Sveinbjörnsson tók saman pistil um ADHD coaching byggðan á viðtali hans við Sigríði Jónsdóttur ADHD coach á Íslandi. Sigríður Jónsdóttir, eða Sirrý eins og hún er oft kölluð, hefur lokið eins árs ADHD coaching- eða lífþjálfa námi við coaching skóla í Bandaríkjunum. Sirrý starfar við ADHD coaching (líf þjálf un) í dag. Segja má að hún hafi fjölbreytta reynslu af ADHD en bæði hún, maki hennar og eitt barna hennar er greint með ADHD. Coaching fjallar í stuttu máli um að hjálpa einstaklingum að ná mark miðum sínum og bæta lífsgæði. Nám ið er sérhæft að því leyti að kenndar eru leiðir til að vinna með hindranir einstaklings með ADHD, hjálpa honum að vinna úr þeim þar sem þær koma fyrir í lífi hans. að hjúfra okkur í og vitum aldrei hvenær hún mun brotna, okkar óþekktu eða vannýttu hæfileikar geta verið mun fallegri en nokkur aldingarður sem við höfum búið okkur til í gegnum árin á fölskum forsendum. Fullorðnir með ADHD upplifa oft að þeir eigi ekki von í þessu samfélagi og verða sumir undir í lífinu. Hvað veldur? Aðferðir okkar (einstaklinga með Oft getur hindrunin verið við sjálf! Við (fullorðnir með ADHD) get um bú ið að hugmyndum og viðhorfum sem halda okkur föstum í lífinu. Til að mynda getur skipulag okkar á heimilinu verið á þann veg að það þjónar ekki þörfum okkar og heimilisins. Útifataskápurinn gæti verið orðin hindrun á þann hátt að hann er of lítill eða ekki með þeim hirslum sem þarf til að hann gegni Sjálfsmynd fullorðinna með ADHD getur verið brotin og útkoman þessi: Ég er gallaður eða gölluð, ég mun aldrei geta neitt, ég finn fyrir skömm, sektarkennd, reiði, ótta, stöðnun, von leysi, þunglyndi, uppgjöf, útskúf un, einmanaleik. Þessar tölur Við erum ekki brotin við virkum bara öll mismunandi Viðtal við Sigríði Jónsdóttur ADHD coach á Íslandi Sigríður Jónsdóttir ADHD coach á Íslandi ADHD) við að læra og vinna eiga að falla undir sömu reglur og annarra. Þær úrvinnsluaðferðir sem við notum eru persónubundnar og mikilvægt að skoða hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. T.d. áttu auðvelt með að læra á hreyfingu (eins og þeir með hreyfiofvirknina gera)? Ertu oft á iði sínu hlutverki. Hvað gerist? Útifötin eiga sér ekki samastað og líklega skapast óreiða á heimilinu jafnt sem í huga ADHD einstaklingsins. Mikil óreiða á heimili getur skapast af óunnum göml um hugmyndum. Þetta er eitt lítið atriði af mörgum sem þörf er á að skoða upp á nýtt. Sigríður er sú mann eskja sem hjálpar þér að leysa úr þessari flækju sem getur einkennt líf einstaklinga með ADHD. Við eigum til að búa okkur til brothætta draumaveröld sem við reynum 10 sýna sláandi niður stöður um framtíðar horfur full orð inna með ADHD samkvæmt niðurstöðum rannsókna: Um 32-40% hætta í skóla Um 5-10% ná að ljúka fram haldsnámi Um 50-70% eiga fáa eða enga vini Um 70-80% standast ekki væntingar í vinnu Geta leiðst út í afbrot Glíma við fíknir Há skilnaðartíðni til að halda einbeitingunni? Lær ir þú best í gegnum hlustun? Þarftu að tala um hlutinn til að skilja hann, skrifa um hann, hafa áþreifanlegan? Og svo framvegis. Einn veiga mesti þáttur í velgengni ADHD einstaklinga er að velja sér viðfangsefni sem hæfa styrkleikum og áhugasviði. Athyglin verður mjög virk og afköstin eftir því. Á móti kemur að þegar einstakl ingi ADHD leiðist þá lokast athygl in, hann fer að fresta verkefnum, hoppar frá einu í annað og á erfitt með að klára viðfangsefnið.

12 Reikniformúlan lítur svona út: 90% + 10%. Um 90% af velgengni okkar byggist á ástundun áhugasviða og því að við nýtum styrkleika okkar. Samt erum við ekki búin að ná uppí 100% því að restin,10%, stendur fyrir hindranir okkar sem geta verið þessar: Við þekkjum ekki hvað hindrar athygli okkar, við erum bundin af hugmyndum og viðhorfum sem halda okkur föstum og síðast en ekki síst þekkjum við ekki hvaða leiðir henta okkur til að læra eða vinna úr upplýsingum. Ef við vinnum ekki með þessi 10% sem eru hindranir okkar þá geta þau margfaldast upp í 100% fyrirstöðu í lífi okkar og við komumst ekki áfram. Hverjir leita í ADHD coaching? Einstaklingar með ADHD á öllum aldri sem vilja bæta frammistöðu sína og læra að þekkja sjálfa sig. Einnig hafa bæði foreldrar barna með ADHD greiningu leitað í ADHD coaching til að læra að þekkja og skilja börnin sín betur. Reynst getur nauðsynlegt að maki einstaklings með ADHD fái fræðslu um ADHD og getur sú fræðsla farið fram í samtölum við ADHD coach. Coaching - hvernig fer það fram? Coaching getur farið fram í gegnum síma en einnig á stofunni hjá Sigríði. Hún hefur unnið með fólki víða af landinu og einnig erlendis. Coaching fer fram í samtalsformi einu sinni í viku, þrisvar í mánuði. Samvinnan getur staðið yfir í 3 mánuði og lengur. Gerður er samningur á milli skjólstæðings um lengd samvinnunnar og skjólstæðingi gerð grein fyrir hans ábyrgð í samvinnunni. Efni samtalsins er ákveðið í byrjun. Mikilvægt er að skýr mynd fáist í byrjun á viðfangsefninu og hvaða niðurstöðu skjólstæðingurinn vill fá úr samtalinu. ADHD coach spyr spurninga, opnar fyrir nýja möguleika, hvetur til könnunar og framkvæmdar. Þessi vinna er ekki alltaf auðveld og getur tekið á. Hvert er hlutverk skjólstæðingsins og hentar coaching fyrir alla? Þú þarft að vera tilbúin/n að viðurkenna að ADHD útskýrir ástandið en afsakar það ekki. Við (fullorðnir með ADHD) getum með ómeðhöndluðum einkennum okkar verið að mála okkur út í horn og kennt öðrum um. Útkoman úr samvinnunni er undir einstaklingnum komin. Coaching samvinnan er sjálfsvinna og krefst þess að þú sért tilbúin/n að skoða nýjar leiðir í hugsun og framkvæmd og hafir vilja til að prófa þig áfram. Þú skuldbindur þig til að mæta í samtölin á tilsettum tíma. Ef þú ert tilbúin/n að leggja þetta á þig þá getur ADHD coaching hentað fyrir þig. Hvert er hlutverk ADHD coach? Útkoman úr ADHD coaching byggist á þér sjálfum/sjálfri. Hægt er að líta á ADHD coach sem hálfgerða blöndu af samvisku og endurskoðara, þá ekki fjárhagslegum heldur lífsendurskoðara. Hann dregur fram það besta í þér, hjálpar þér að finna styrkleika og veikleika en að þekkja báða þessa þætti skiptir gríðarlega miklu máli, meir en þig grunar. Þú ert raunverulega að læra af því að láta aðra manneskju endurvarpa því sem þú hugsar og beinir til þín aftur því sem hjálpar þér að sjá sjálfa/n þig. Þú sérð hlutina í öðru ljósi. Þetta styrkir þig sem einstakling í átt að því að finna lausnir en óreiðan í huga okkar getur verið óyfirstíganleg og hlutirnir flóknari en þeir í raun og veru eru. Hvað á fólk að gera ef það grunar að það sé með ADHD? Greining reyndra fagaðila er mikilvæg. ADHD samtökin eru með lista yfir sérfræðinga sem gera greiningar. Þegar greining hefur fengist metur greiningaraðilinn hvort þörf sé á að vísa einstaklingnum áfram til geðlæknis til frekari úrvinnslu í gegnum ráðgjöf og lyfjagjöf. Hver er saga coaching atvinnu greinarinnar? Coaching er atvinnugrein sem miðar að því að hjálpa einstaklingum að vinna að markmiðum sínum og vita hvert þeir vilja stefna. Atvinnugreinin er ung, um 10 ára gömul. Frumkvöðull hennar er Thomas Leonard, sjá hér: html/about_thomas_leonard.html. Til að halda í gildin, aðferðarfræðina og siðfræðina stóð Thomas Leonard að stofnun International Coach Federation og er félagið alþjóðlegt. ICF er vottunaraðili og með því er hægt að standa vörð um gæði coaching starfsins. Til að coach geti fengið vottun þarf hann að uppfylla kröfur félagsins. Coaching félagið er með skýrar siðgæðisreglur og aðferðafræði coachfederation.org/icf/. Coaching atvinnugreinin er ung eins og áður kom fram og vex hún með degi hverjum. Ýmis sérhæfing er orðin í þessu fagi og má þar nefna ADHD coaching, food addictive coaching, Christian coaching og svo má lengi telja. ADHD coaching greinin er líka ung. Nánar um ADDCA Til eru nokkrir coaching skólar sem sérhæfa sig í ADHD coaching. Enginn þeirra hefur farið í gegnum vottunarferlið hjá ICF en þess má geta að ADD coach Academy er á leið inn í vottunarferlið hjá ICF og verður því vonandi fyrsti ADHD coaching skólinn sem fær þessa vottun. Stofnandi og skólastjóri ADD coach Academy, David Giwerc, er vottaður coach, sérhæfður á ADHD sviðinu og er reyndar sjálfur með ADHD og á son með ADHD. Hann var formaður annarra af tveimur ADHD samtaka í Bandaríkjunum, ADDA: add.org, og starfaði þar sem formaður í 3 ár en í ár tók hann við sem varaformaður. Marla Young Giwerc, eiginkona Davids, starfar við skrifstofu skólans. Kennarar auk Davids eru Barbara Luther, Pam Milazzo og Kristi McClanahan. Allar eru þær með vottun og sérhæfðar í ADHD coaching. Þekktir sérfræðingar í ADHD heiminum eru í samvinnu með ADHD coachum og undirstrikar það hve ADHD coaching hefur sannað gildi sitt. Þar má nefna Kathleen G. Nadeau, Ph.D., William W. Dodson, MD og Edward M. Hallowell, M.D. 11

13 Fullorðnir glíma líka við ADHD D 12

14 Viðtal við Grétar Sigurbergsson geðlækni Texti: Unnur H. Jóhannsdóttir Áhugi Grétars Sigurbergssonar geðlæknis á ADHD (athyglisbresti með/án ofvirkni/hvatvísi) hjá fullorðnum vaknaði fyrir rúmum níu árum þegar hann starfaði sem réttargeðlæknir að Sogni en á þeim tíma starfaði hann einnig við fangelsið á Litla-Hrauni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekkingu á ADHD fleygt fram og umfjöllun um röskunina er orðin meiri í fjölmiðlum, einkum varðandi ADHD hjá börnum, en því miður er hún oft misvísandi. Hinir fullorðnu hafa hins vegar nær alveg orðið útundan í umræðunni. Börn eldast og verða fullorðin. Þau eignast börn og þar sem orsök ADHD er líffræðileg og erfist í langflestum tilvikum er ekki ólíklegt að þau verði foreldrar barna með ADHD. Fullorðnir með ADHD þurfa því ekki aðeins að takast á við marga þá örðugleika sem röskunin veldur þeim í daglegu lífi og rekja má m.a. til skerðingar á hæfileikanum til þess að stjórna atferli sínu, heldur þurfa þeir líka að annast barn/börn með ADHD, sem eitt og sér getur verið töluvert snúið. En hvað er ADHD? ADHD er skammstöfun á enska heitinu Attention Deficit Hyperactivity Disorder og íslenskir læknar og ADHD samtökin hafa kosið að nota það alþjóðlega heiti yfir heilkennið sem á íslensku er nefnt athyglisbrestur með/án ofvirkni. Heilkennið er skilgreint í DSM-IV, Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, sem eru greiningarskilmerki gefin út af Samtökum bandarískra geðlækna (American Psychiatric Association). Samkvæmt þeim skilmerkjum eru birtingarmyndir röskunarinnar þrenns konar, þ.e. ADHD þar sem ofvirkni/hvatvísi er mest áberandi, ADHD þar sem athyglisbrestur er mest áberandi og þriðja myndin sem er blanda af hinum tveimur. Algengast er hið blandaða form, segir Grétar. Hann leggur áherslu á að röskunin sé skilgreind sem neurologiskt heilkenni sem talið sé að eigi sér skýringar í skerðingu á starfsemi í stjórnstöð heilans en sé ekki sjúkdómur. Nú er talið að kynjamunurinn sé ekki afgerandi hvað varðar athyglisbrest en hreyfiofvirkni virðist vera algengari meðal drengja. Röskunin er ekki menningarbundin. Hún er þekkt í mörgum, ólíkum menningarheimum þótt hún birtist ef til vill á ólíkan hátt. Hin hraða, vestræna nútímamenn- 13

15 ing er vissulega ekki hliðholl þeim sem hafa ADHD heilkenni og stundum þarf þau nú ekki einu sinni til. Í nútímanum er keppst um athygli okkar og við þurfum í sífellu á einbeitingu okkar að halda til þess að flokka hluti eða finna og leysa verkefni, oftast undir tímapressu, því það eru hundrað önnur sem bíða. Þessi heimur okkar tekur líka sífelldum breytingum á óraskömmum tíma, það verklag sem gildir í dag er ekki það sama og gilti í gær. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sér frekar óróleg menning sem við búum við og oft auðvelt að tapa þræðinum, segir Grétar. Ófagleg umfjöllun fjölmiðla Vísindalegri þekkingu á ADHD, jafnt hjá börnum og fullorðnum, hefur fleygt fram og umfjöllun fjölmiðla um heilkennið, bæði hérlendis og erlendis, hefur verið töluverð. Hún er þó ekki alltaf í samræmi við vísindalega viðurkennd sannindi og getur gefið almenningi ranghugmyndir um röskunina. Í ársbyrjun 2002 var haldið alþjóðlegt þing geðlækna og annars fagfólks í Svíþjóð um ADHD. Þar var dreift sameiginlegri yfirlýsingu þekktustu vísindamanna á þessu sviði. Fjallaði hún um umfjöllun fjölmiðla um ADHD, sem að þeirra dómi var iðulega ónákvæm um þær mundir í fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni sögðust þeir óttast að umfjöllun sem gerði lítið úr raunverulegri, vísindalegri þekkingu sem nú væri til staðar á ADHD gæti valdið þúsundum sem þjáðust vegna þeirra tjóni, þar sem hugsast gæti að þeir leituðu í kjölfarið ekki aðstoðar og yrðu þar með af lífsgæðum. Það sama ætti við um umfjöllun þar sem almenningi væri gefið væri í skyn að ADHD væri ekki gild eða raunveruleg röskun í stjórnstöð heilans en ætti rætur sínar að rekja til umhverfis frekar en erfða. ADHD erfist þannig að líklegt er að einstaklingar í sömu fjölskyldu eða 14 ADHD erfist, þannig að líklegt er að einstaklingar í sömu fjölskyldu eða ætt, kynslóð fram af kynslóð, hafi haft þau eða muni fá þau. Heilkennin virðast eldast af sumum eða um 30% en aðrir þurfa að glíma við þau ævilangt. ætt, kynslóð fram af kynslóð, hafi haft þau eða muni fá þau. Heilkennin virðast eldast af sumum eða um 30% en aðrir þurfa að glíma við þau ævilangt. Annað sem er athyglisvert, og vísindamennirnir fyrrnefndu nefna sérstaklega í yfirlýsingu sinni, er að þegar fjölmiðlar ætli að fjalla um áðurnefnd sjónarmið varðandi orsakir ADHD sé það gert eins og þau séu jafnvíg út frá vísindalegum sjónarhóli, það er annars vegar að ADHD orsakist af erfðum og hins vegar af umhverfisáhrifum/uppeldi. Vísindamennirnir eru ósáttir við að þessum sjónarhornum skuli í fjölmiðlum oft vera gert jafnhátt undir höfði og jafnvel gefið álíka mikið rými. Hljómar þetta vissulega eins og svokölluð kranablaðamennska þ.e. skrúfað er frá tveimur eða fleiri málkrönum, öllum sjónarmiðum er komið á framfæri í fjölmiðlinum án þess að leggja frekar mat á það sem úr þeim streymir það er lesandans. Hann hefur hins vegar sjaldnast nokkrar forsendur til þess. Hér bregðast fjölmiðlar því hlutverki sínu að leita sannleikans. Margs konar tækni hefur á seinni árum verið notuð til að sýna fram á skerta virkni í framheila þeirra sem þjást af ADHD. Má þar nefna blóðflæðismælingar og PET-sneiðmyndatækni sem m.a. hefur verið notuð í rannsóknum á geðsjúkdómum og verkun geðlyfja. Í þeim hefur komið í ljós að virkni í framheila (sem er sá hluti heilans sem sér t.d. um hömlur, einbeitingu, skipulagningu og fleira) þeirra sem eru með ADHD er minni en hjá öðrum. Á PETsneiðmyndum virðist þá eins og framheilinn sé óeðlilega lítið virkur. Það stafar aftur af skertri starfsemi þeirrar stjórnstöðvar heilans sem hefur það hlutverk að örva framheilann. Þegar viðkomandi einstaklingi með ADHD eru gefin ákveðin lyf, oftast örvandi, eins og t.d. metýlfenídat (Rítalín), eykst virknin á þessu heilasvæði, sem aftur örvar framheilann og hvetur hann til dáða. Þá minnka eða hverfa áðurnefnd einkenni, þ.e. einbeiting og athygli eykst og sömuleiðis hömlur. Má líkja því við að hemlakerfi sé sett í gang. Virkni heilans verður eðlileg. Þessa verkun lyfsins má sýna fram á með áðurnefndri tækni. Sá sem þjáist af ADHD og fær lyfið finnur þá gjarnan að hugurinn róast, hann getur hugsað og unnið skipulega og haft stjórn á skapi sínu. Fyrir marga er þetta eins og að koma út úr þoku eða hvirfilbyl. Því má líkja við reynslu nærsýns manns sem fær gleraugu í fyrsta sinn. Algengt er að fólk með ADHD geti ekki lesið bækur. Ekki vegna þess að sjónin sé ekki í lagi, heldur vegna þess að athygli skortir til að það geti haldið þræði. Börn með ADHD verða fullorðin Aukin þekking geðlækna og sálfræðinga eins og áður segir og samvinna þeirra og bætt menntun starfsfólks félagsþjónustunnar og grunnskólans hefur bætt lífsgæði barna með röskunina en athyglin hefur hingað til nær eingöngu beinst að þeim. Skýringin á því er margþætt en áður var talið að ADHD væri fyrirbæri sem væri eingöngu bundið við börn og unglinga og það er að vissu leyti rétt. Ofvirknin, sem oft er það

16 einkenni ADHD sem er hvað mest áberandi og truflandi, minnkar stundum með aldrinum, líklega vegna þess að viðkomandi lærir, oftast af biturri reynslu, að hemja sig og sýnileg ofvirkni minnkar eða hverfur þá en óróinn er oftast áfram til staðar í hugsun einstaklingsins. Og þar sem ekki eru ýkja mörg ár síðan rannsóknir á ADHD hjá fullorðnum hófust þá héldu menn lengi vel að röskunin væri bundin við bernsku- og unglingsárin. En þegar farið var að fylgja eftir stórum hópum barna með ADHD og afdrif þeirra rannsökuð fram á fullorðinsár kom glöggt í ljós að vandinn heldur oftar en ekki áfram fram á fullorðinsárin þótt birtingarmyndin sé oft önnur en hún var í upphafi. Komið hefur í ljós að 50-70% þeirra sem í bernsku voru greindir með ADHD glíma áfram við þann vanda fram eftir ævi, stundum alla ævi. Hjá sumum dregur úr ofvirkninni/hvatvísinni en öðrum ekki. Birtingarmyndir ADHD hjá fullorðnum eru í grundvallaratriðum þær sömu og hjá börnum en aðstæðurnar eru aðrar. Einna gleggst kemur þetta í ljós í framhaldsnámi, sem venjulega verður meira krefjandi með aldrinum, hvað varðar einbeitingu, athygli, skipulag o.s.frv. Jafnvel bráðgreindir einstaklingar leggja þá sumir árar í bát. Þeir fara gjarnan út á vinnumarkað þar sem vandinn heldur áfram að valda þeim erfiðleikum. Fólk með ADHD hefur fullkomlega eðlilega greind en á oft í hinu mesta basli við að nýta sér hana. Fullorðnir með ADHD eiga oft erfitt með skipulag og tímastjórnun, geta verið gleymnir og týna gjarnan hlutum eins og lyklum, veskjum og þess háttar. Það á erfitt með að höndla truflandi áreiti sem aðrir tækju kannski ekki eftir. Ef viðkomandi tekst að sökkva sér af áhuga ofan í viðfangsefnið, sér maður stundum svokallaða ofureinbeitingu hjá einstaklingum með ADHD, sem geta þá staðið sig afburðavel á viðkomandi sviði. Samskiptaerfiðleikar, bæði í vinnu og einkalífi, fylgja oft ADHD, sérstaklega ef hvatvísi eða framtaksleysi er áberandi. Vinnuskipti, skilnaður eða sambúðarslit eru tíðari Margs konar tækni hefur á seinni árum verið notuð til að sýna fram á skerta virkni í framheila þeirra sem þjást af ADHD. Má þar nefna blóðflæðismælingar og PETsneiðmyndatækni sem m.a. hefur verið notuð í rannsóknum á geðsjúkdómum og verkun geðlyfja. en hjá öðrum. Margvíslegir alvarlegir kvillar og truflanir fylgja oft í kjölfar ADHD. Má þar telja kvíðakvilla, geðslagssjúkdóma s.s. geðlægð. Rannsóknir sýna, svo ekki verður um villst, að þeir sem í bernsku greinast með ADHD eru mun líklegri en jafnaldrar þeirra til að lenda í vímuefnaneyslu. Þá sýna nýlegar rannsóknir að þeim börnum, sem fá viðeigandi lyfjameðferð við ADHD, vegnar mun betur að þessu leyti en þeim sem ekki fengu lyf. ADHD, sérstaklega ef ástandið er ekki meðhöndlað, hefur iðulega afgerandi áhrif á persónuleikaþróun einstaklingsins. Andfélagsleg hegðun og vímuefnaneysla er algengari hjá fullorðnum sem greinst hafa með ADHD en hjá samanburðarhópi. ADHD getur þannig haft alvarlegar afleiðingar á fullorðinsárum. ADHD og fylgiraskanir Að sögn Grétars eru einkenni ADHD hjá börnum yfirleitt tiltölulega augljós þótt á því séu undantekningar. Töluvert flóknara getur verið að greina fyrirbærið hjá fullorðnum. Þar koma m.a. til svokallaðir fylgikvillar eða raskanir ADHD, sem geta byrgt manni sýn, en þær einkenna ástandið miklu meira hjá unglingum og fullorðnum en börnum. Brotin sjálfsmynd sem oft fylgir í kjölfar ADHD endurspeglast oft með aldrinum í fylgikvillum sem geta orðið meira áberandi og alvarlegri en þau einkenni, sem fylgdu ADHD frá upphafi. Þeir andlegu erfiðleikar, sem oftar en ekki fylgja því að vera með ADHD, leiða gjarnan með aldrinum til kvíða, þunglyndis, svefntruflana, þráhyggju, vímuefnaneyslu, ofbeldishneigðar, andfélagslegrar persónuleikaþróunar sem aftur leiðir til afbrotahneigðar. Kringumstæður og viðbrögð umhverfis eru talin hafa áhrif á hvernig ADHD þróast með aldrinum. Látlaus gagnrýni er til dæmis líkleg til að vekja reiðiviðbrögð, mótþróa og þrjósku. Stöðug undanlátssemi getur einnig leitt til neikvæðra viðbragða. En rannsóknir sýna líka að það er ekki aðeins umhverfið sem getur haft þessi áhrif heldur virðist í sumum tilfellum vera fylgni á milli ADHD og andfélagslegrar persónuleikaþróunar óháð umhverfi. Það hefur í för með sér að um 25% þeirra sem eru með ADHD þróast, hvað persónuleika varðar, í andfélagslega átt, lenda gjarnan í vímuefnum, afbrotum, ofbeldi og ósjaldan fangelsum. Sjálfur fór Grétar einmitt að velta þessu fyrir sér þegar hann starfaði sem réttargeðlæknir að Sogni og á Litla Hrauni á árunum Þá las ég niðurstöður sænskrar rannsóknar sem sýndi að í fangelsi einu þar í landi var um helmingur karlkyns fanga með ADHD samkvæmt greiningaskilmerkjum DSM IV. Ég fór í kjölfarið að lesa mér meira til um þetta fyrirbæri, enda virtist mér heilkennið geta átt við marga af mínum skjólstæðingum á Litla-Hrauni. Það reyn- 15

17 dist vera rétt mat því sumir af þeim föngum sem vísað var Á PET-sneiðmyndum virðist þá eins og framheilinn sé óeðlilega lítið virkur. Það stafar aftur af skertri starfsemi þeirrar stjórnstöðvar heilans sem hefur það hlutverk að örva framheilann. t i l m í n greindust með ADHD og fengu í kjölfarið viðeigandi meðferð, bæði við ADHD og við fylgiröskunum. Mér fannst ákaflega ánægjulegt hversu miklum árangri meðferðin skilaði hjá sumum þeirra. Sá árangur hefur haldist fram á þennan dag í nokkrum tilfellum, þar sem um var að ræða síbrotamenn. Augljós batamerki þeirra sem glímdu við röskunina kveiktu enn frekar áhuga minn á ADHD og þegar störfum mínum að Sogni lauk hélt ég áfram leit minni að nýjustu þekkingu á þessu sviði, bæði í fræðibókum, vísindagreinum og á ráðstefnum. Batahorfur góðar Grétar segir að margt af því fólki sem til hans leiti komi sjaldnast vegna ofvirkni heldur vegna fylgiraskana s.s. þunglyndis og kvíða. Fullorðnir með ADHD eiga það yfirleitt sammerkt að lífshlaupið hefur verið erfitt án þess að fólkið átti sig á hvers vegna. Sjálfsmyndin er oft brotin, sjálfsvígstilraunir eru ekki óalgengar og oft hefur það leitað sér skýringa á ástandi sínu og líðan víða. Með tilkomu Netsins hafa allar upplýsingar orðið aðgengilegri en áður. Einstaklingar með ADHD eru einmitt 16 manna iðnastir við allt sem viðkemur tölvum. Þá er eins og einbeiting verði auðveldari með því að sviðið þrengist. Sumir finna sér í tölvunni einfaldari og rökréttari veruleika. Á bak við þau einkenni, t.d. kvíða og þunglyndi, sem verða þess valdandi að fólk leitar sér aðstoðar hjá sálfræðingi eða lækni, leynist stundum ADHD sem getur verið erfitt að greina þegar hér er komið sögu, en gengur best með samvinnu geðlæknis og sálfræðings. Sé greiningin rétt, þá eru batahorfur oftast ágætar. Greiningunni einni og sér getur fylgt mikill léttir fyrir viðkomandi. Loksins er þá komin skýring. Þegar þetta fólk fær viðeigandi meðferð við ADHD dregur oft úr fylgiröskunum. Algengt er að fullorðnir einstaklingar leiti sér aðstoðar í framhaldi af því að börn þeirra hafa greinst með ADHD. Þeir uppgötva gjarnan sömu einkenni hjá sjálfum sér eða er bent á þau af fagfólki eða öðrum. Þannig er oft um eins konar framhaldssögu að ræða. Grétar segir að þrátt fyrir að afleiðingar ADHD geti í sumum tilfellum verið alvarlegar þá eru batahorfur oftast góðar. Vaxandi umfjöllun hafi haft í för með sér að fleiri leiti sér nú aðstoðar. Stöðugt fjölgar þeim í hópi fullorðinna sem voru greindir með ADHD í bernsku. Því miður bólar enn á áróðri gegn tilvist ADHD og enn frekar gegn lyfjameðferð sem hefur hvað best áhrif til að bæta líf þessara einstaklinga og heilsu, jafnt barna sem fullorðinna. Sorglegast er þegar slíkur áróður verður til þess að koma í veg fyrir að börn fái nauðsynlega meðferð, sem getur kostað þrautagöngu fram á fullorðinsár. Sérstaklega er áríðandi að fólk, ekki síst fagfólk, geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að með því að meðhöndla ekki barn með ADHD, aukast líkurnar mjög á að barnið verði síðar fórnarlamb vímuefna eða annarra hörmunga. Hafa þarf hugfast að stór hluti þeirra sem ánetjast vímuefnum eru með ADHD sem grunnkvilla og hafa þá takmarkað gagn af vímuefnameðferð nema jafnframt sé hugað að meðferð á ADHD. Það getur vissulega verið erfitt að greina ADHD þar sem fylgiraskanirnar byrgja oft sýn eins og áður segir. Stundum eru heilkennin reyndar augljós, sérstaklega í augum þess sem unnið hefur mikið með ADHD en oftar þarf þó að skyggnast betur í bæði forsögu Því miður bólar enn á áróðri gegn tilvist ADHD og enn frekar gegn lyfjameðferð sem hefur hvað best áhrif til að bæta líf þessara einstaklinga og heilsu, jafnt barna sem fullorðinna. einstaklingsins og ættarsögu. Þroska- og námsferli, menntun og atvinna, heilsufar, geðsaga er meðal þess sem kannað er. Einnig eru upplýsingar um viðbrögð við ýmis konar aðstæður, bæði frá skjólstæðingnum sjálfum og öðrum t.d. foreldrum og maka. Mælitæki eins og athygli- og einbeitingarpróf,

18 greindarpróf, kvíðapróf, þunglyndispróf og persónuleikapróf eru hluti af þeim greiningartækjum sem við höfum til þess að fullvissa okkur um greininguna og útiloka aðrar. Lyfjameðferð áhrifarík Þegar greining liggur fyrir kemur oft til lyfjameðferð.,,lyfjameðferð er samkvæmt eðli vandans, sem er áðurnefnd skerðing á virkni í stjórnstöð heilans, raunar grunnmeðferðin. Öll önnur meðferð grundvallast á því að viðkomandi hafi athyglina í sem bestu lagi. Það eru sífellt að koma ný og betri lyf á markaðinn, t.d. forðahylki sem þarf aðeins að taka einu sinni á dag. Lyfjameðferð ein og sér getur gert mikið gagn en hjá fullorðnum er fræðsla um eðli vandans annað undirstöðuatriði. Margir þurfa sálfræðilegan stuðning í langan tíma. Aðrir komast af með minni aðstoð. Þegar einstaklingurinn fer að skilja að hann er hvorki heimskur, latur né bilaður, þá fer líðanin oftast batnandi. Hann fer að átta sig á að hann getur ýmislegt sem áður var honum ofviða. Ég hef t.d. afskaplega gaman af því þegar skjólstæðingar mínir, sem hafa ef til vill aldrei á ævinni haft eirð í sér til að lesa eina einustu bók nema kannski Harry Potter, lýsa fyrir mér ferðum sínum á bókasafnið og dásemdum þess að geta lesið. Ýmsar aðrar jákvæðar breytingar verða gjarnan á daglegri hegðun. Einkennin ofvirkni og hvatvísi eru til dæmis oft greinileg í umferðinni, svo sem hraðakstur og annar glannaskapur. Gjarnan er snögghemlað, legið á flautunni og svo framvegis. Rannsóknir hafa sýnt að fullorðnir með ADHD eru mun oftar sektaðir fyrir hraðakstur og lenda oftar í slysum en aðrir. Lyfjameðferð gæti dregið úr gáleysislegum akstri og aukið þar með umferðaröryggi. Þar sem umræðan um ADHD tengist oftar neikvæðum afleiðingum röskunarinnar verð ég að lokum að fá að minnast á jákvæðar hliðar þessa ástands sem eru fjölmargar en koma að sjálfsögðu ekki til kasta okkar geðlækna. Fjöldi þeirra sem er með ADHD vegnar vel í lífinu og dettur ekki í hug að leita sér aðstoðar nema síður sé. Sumir verða afreksmenn vegna dugnaðar og áræðis. Fólk sem glímir við ADHD er mjög oft glaðlynt, skemmtilegt, hugmyndaríkt og fyndið, einmitt vegna þess hve það er fljótt að hugsa, er orðheppið, fjölhæft og vinsælt. Þess eru fjölmörg dæmi að fólk með ADHD t.d. kaupsýslumenn, listamenn, leikarar, rithöfundar og stjórnmálamenn verði afreksmenn einmitt vegna þess að þeir þjást af ADHD. Sumir geta orðið afbragðs stjórnendur ef þeir eru með rétta fólkið í kringum sig. Þeir koma með hugmyndirnar en láta aðra sjá um að framkvæma þær svo fátt eitt sé nefnt. Þeir geta þannig stjórnað risafyrirtæki en ráða kannski ekki við heimilisbókhaldið. Þegar viðkomandi einstaklingi með ADHD eru gefin ákveðin lyf, oftast örvandi, eins og t.d. metýlfenídat (Rítalín), eykst virknin á þessu heilasvæði, sem aftur örvar framheilann og hvetur hann til dáða. Grétar Sigurbergsson Grétar Sigurbergsson lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið Hann lauk sérfræðinámi í geðlækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Linköping, Svíþjóð 1981 og í réttargeðlækningum frá Réttargeðdeildinni í Vadstena, Svíþjóð, Grétar starfaði sem sérfræðingur við geðdeild Landsspítala , m.a. á Vistheimilinu Vífilsstöðum. Hann starfaði síðan við geðdeild Borgarspítala til ársins Grétar var yfirlæknir á réttargeðdeidinni að Sogni og starfaði þá jafnframt í fangelsinu að Litla- Hrauni. Hann hefur rekið eigin læknastofu í Reykjavík frá Grétar vill benda á ADHD samtökin ( varðandi frekari fróðleik um ADHD. 17

19 Jón þú kemst ekkert áfram á fíflagangi og kjaftavaðli Guði sé lof að Jón Gnarr lét ekki hugmynd ir annarra aftra sér frá því að hafa trú á því að hann gæti orðið sá sem hann langaði til að verða. Það er án vafa glíma sem hver og einn ADHD einstaklingur hefur þurft að glíma við. Hver er ég og hvað hef ég fram að færa? Innrammaður í peninga mál um Jón Gnarr hefur komið sér upp ströngum ramma í kringum peningamálin til að hafa meiri stjórn á þeim. Ég hef horfst í augu stjórnleysi mitt í peningamálum. Þó að ég hafi ver ið að skrifa pistla um fjármál í Við skiptablaðið hef ég ekkert vit í fjármálum og myndi aldrei treysta mér einum fyrir þeim. Ég tek engar fjárhagslegar ákvarðanir yfir krónum án þess að ræða það við konuna mína. Þegar ég hef verið að gera plön þar sem fjárhagsleg útgjöld koma við sögu hef ég jafnvel ekki gert ráð fyrir þeim. Það hef ur verið algert aukaatriði. Ég hef keypt alls konar þvælu og vitleysu og hefur það komið mér í vandræði. Ég 18 hef tekið þá stefnu að hætta að nota Visakort því það hentar mér ekki. Bankinn og ég Jón segir farir sínar ekki sléttar varðandi bankamálin. Ég á í miklum erfiðleikum með bankann. Þótt ég sé kominn út úr stjórnleys inu sem ég var í lendi ég í erfiðleik um. Ég gat notað minnislykilinn fyrir netbankann sem ég fékk sendan heim frá bankanum í mánuð. Ég þurfti að breyta lykilorðinu reglu lega en fljótlega gleymdi ég því svo ég gat ekki notað hann. Í ofanálag er ég búinn að týna honum, ég setti hann á góð an stað sem ég veit ekki hver er. Netbanki er eitthvað sem ég er búinn að afskrifa, segir hann hlæjandi. Til að sinna bankaviðskiptum verð ég að fara í bankann í dag. Tölur eiga það til að breytast! Tölur geta verið Jóni erfiðar og rugl að hann í ríminu og oft verð ur skemmtileg útkoma! Það er alveg fáránlegt hvað ég á erfitt með tölur. Það getur vald ið erfið leik um. Þegar ég hringi í 118 get ég ómögulega munað síma númer ið sem ég er að biðja um. Þegar ég legg sím tól ið á er ég búinn að gleyma núm erinu. Þannig að ég verð að skrifa það niður, að þegar ég fer inná reikn ing inn minn til að skoða stöðuna rugla ég í tölunum. Segjum að ég eigi á reikningnum. Ég verð að skrifa það niður því að það er svo skrít ið að augnabliki síðar gæti mér fund ist það vera eða eða jafnvel Og stundum tel ég mig eiga mikið meira eða mik ið minna en ég á í raun og veru ef ég skrifa það ekki niður. Fjármál geta því verið ruglings leg fyrir mér. Trúariðkun Jón leggur áherslu á trúariðkun sína og hefur hún hjálpað honum. Ég hef öðlast meira jafnvægi heldur en nokkurn tímann áður og hefur trúar iðk un hjálpað mér mjög mik ið. Það að eiga trú á Guð og að hafa ákveð in æðri gildi eða boðorð hefur hjálpað mér mikið. Trúin er ákveð ið akkeri og gefur mér stöðug leika.

20 Varðandi trú og trúariðkun þá er ég mjög opinn fyrir því af praktískum ástæðum. Það má segja að ég sé trúaður af eigingjörnum ástæðum. Spilakenningin eigingjörn samskipti John Nass, bandaríski stærðfræðingurinn sem myndin Beautiful Mind fjallaði um, vann með svokallaða Leikjafræði eða Game theory. Hún fjallar meðal annars um samskipti. Hann segir að samskipti fólks séu eins og Póker. Það er að segja að allir séu að reyna að blöffa og vilja ekki að andstæðingurinn sjái sín spil og andstæðingurinn gerir eins. Báðir aðilar eru reknir áfram af eigingirni, báðir vilja ná hluta af pottinum. Þetta er svona svipað og vígbúnaðarkapphlaupið á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Báðir reyndu að blekkja hversu mikið þeir áttu af vopnum. Þetta er mjög lógísk hugmyndafræði í samskiptum, það er að segja að treysta ekki fólki. En á móti gerir þessi hugmyndafræði það að verkum að maður einangrast og nær engu sambandi við fólk. Ég lifði þessa hugmyndafræði bæði í mínu einkalífi og í vinnu. Ég einangraðist, varð þreyttur og fékk nóg. Ákvað að hætta þessum leikjum. Er fólk fífl eða ég? Oft þurfum við að skoða okkur sjálf og breyta hlutum í okkar fari. Ég endurskoðaði samskipti mín við fólk. Fór að vanda mig í samskiptum, sýna meiri virðingu. Hætti að sjá fólk sem hugsanlega andstæðinga og fór í staðinn að sjá fólk sem hugsanlega vini. Þetta hefur breytt afstöðu minni til lífsins. Ég fór að sýna tillitsemi og umburðarlyndi í umferðinni og keyra fallega. Ég hef í gegnum tíðina meitt fólk með gríni. Ég leit á fólk sem óvini mína en ég varð að breyta því. Það sem ég komst að raun um var að fólk var trausts míns vert. Ég leit oft á að fólk væri fífl, að allir væru eigingjarnir og vitlausir og að í flestum tilfellum myndi fólk bregðast. Reynsla mín hefur sýnt í seinni tíð að flest fólk er nokkuð gott og vill gera vel og vanda sig. Ef ég ætla að umgangast fólk verð ég að tileinka mér jákvæða afstöðu til þess. Svona svolítið svipað og að ef þú ætlar að búa á Íslandi verður þú að tileinka þér jákvætt hugarfar til veðurs. Ég hef breytt afstöðu minni til stjórnmála. Ég kýs fólk en ekki flokka. Þegar ég sé fólk þá þarf ég ekki að horfa nema í þrjátíu sekúndur til að ákveða hvort mér líkar við hann eða ekki. Það lifa margir lífinu eins og þeir séu að spila póker. Fólksótti getur leitt til geðveiki. Og John Nass fór ansi djúpt inn í geðveikina. Skólakerfið er eins og herþjónusta Jón hefur gert upp hug sinn til skólakerfisins. Það kennir þér ákveðin gildi sem þú mátt aldrei efast um. Þú mátt aldrei efast um mikilvægi þess að kunna dönsku. Það er ekki til umræðu, þetta eru reglur sem þú hlýðir. Þeir sem stunda vel kjarnafögin sem eru grundvallarstoðir skólakerfisins hljóta umbun, beina og óbeina. Velþóknun leiðbeinanda þeir sýna þér velþóknun, hrós. Þeir sem á einhvern hátt vilja ekki eða geta ekki tileinkað sér námið mæta afgangi. Stuðningskennsla fellur niður vegna veikinda starfsfólks eða tímaleysis. Það segir manni að þetta er bara hlutur sem mætir afgangi. Grunnfög eins og stærðfræði ganga fyrir og tekst vel að fylla upp í vöntun á kennurum þar. Mér finnst miskunnarlaust hvernig farið er að því að aðgreina þá sem geta tileinkað sér og þá sem geta ekki tileinkað sér. Verið er að búa til einstaklinga sem vert er að veðja á fyrir samfélagið. Maðurinn með dönskuna, stærðfræðina og íslenskuna á og sýnir að hann er player hann spilar með og er góður hermaður. Jón þú munt aldrei verða Ég var í opnum skóla, Fossvogsskóla. Auðvitað tekur maður til sín það sem að sagt er við mann í skóla hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Það var sagt við mig mjög snemma að ég ætti að verða leikari og rithöfundur. Mér fannst það gaman. Mig langaði mjög ungur til þess að verða bæði. Ég sá fyrir mér að í framtíðinni væri ég að skapa hugmyndir því að þær sköpuðust sjálfkrafa í hausnum á mér. Ég gat matreitt hugmyndir sem voru ýmist fyndnar og athyglisverðar en ég vissi ekki með hvaða hætti ég gæti notað þær. Kennarar sögðu við mig alla barnaskólagöngu mína: Þú kemst aldrei neitt áfram á kjaftavaðli Jón. Jón, þú munt aldrei ná árangri í lífinu með fíflagangi. Þetta var kolrangt. Ég hef náð árangri í lífinu með þessu tvennu; kjaftavaðli og fíflagangi. Mig langaði ekki til að læra stærðfræði, sá ekki samhengi í að vera skapandi rithöfundur og leikari og það að kunna margföldunartöfluna. Það var svo margt annað sem mig langaði til að læra og gera. Mig langaði strax sem krakki að prófa hluti sem ég gæti sagt frá þegar ég væri fullorðinn. Eins og ég sagði áðan þá er skólakerfið eins og her. Þú klifrar upp metorðastigann inn í hernum. Herinn sér um að tryggja ákveðið jafnvægi það er að segja, þú verður ekki liðþjálfi fyrr en að þú ert búinn að vera óbreyttur hermaður í ákveðinn tíma. Þú þarft að sanna þig. Hermenn sanna sig með því að verða hlýðnir fram í rauðan dauðann. Mig langar ekki að læra dönsku þú verður að læra dönsku. Af hverju þarf ég að læra dönsku? Nú hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða leikari. Þú þarft að klára samræmdu prófin til að verða leikari. Af hverju? Því að það eru reglurnar. Ég neyddi mig til að reyna að ná samræmdu prófunum en náði þeim reyndar ekki. Einhvern veginn var kerfið að reyna að stoppa mig. Ég fékk að vita mjög snemma að ég yrði aldrei leikari. Ég sótti um í leiklistarskólanum og komst ekki inn svo ég ákvað að gera þetta án kerfisins. 19

21 Hvatningarorð Ég vil hvetja fólk til að gera það sem það vill gera og trúir á. Treystu á innsæi þitt. Fólk getur verið svo ótrúlega leiðinlegt. Það segir til dæmis að það að vera leikari sé ótryggt starf, maður fái aldrei neina vinnu. Ég vissi alltaf sjálfur innst inni að þetta væri ekki rétt. Ég vissi að ég myndi geta bjargað mér. Maður á að standa með löngunum sínum óháð því hvað aðrir segja. Ef það misheppnast þá so be it. Ég hef gert heimskulegri hluti en að reyna að fylgja eftir hlutum sem ég hef trú á. Gera stuttmynd. Setja upp leikrit, halda myndlistarsýningu og fylgja því eftir og trúa á það og láta áframhaldið sjá um sig sjálft. Veit hvað ég stend fyrir Þrátt fyrir skólakerfi sem skildi hann ekki komst hann að niðurstöðu með hver hann var og hvað hann hafði fram að færa. Jón spyr sig að því hvort hafði hann rangt fyrir sér eða skólakerfið. Ég er mjög slakur í rökhugsun en svakalega góður í sköpun. Ég get gert hluti eins og myndina Ég var einu sinni Nörd, er með fyrirlestra ég bý til og skapa endalaust. Þar liggur minn styrkur. Sem hefur gert mig að því sem ég er í dag. Þetta er aftur á móti hæfileiki sem ég hef alla ævi verið að berjast fyrir að hafa en hefur aldrei verið neitt hátt skrifaður. Skólakerfið metur ekki sköpunargleði eða frumlega hugsun. Frá leiðinlega skólanum yfir í skemmtilega skólann Reglur sem eru settar eru ekki í neinu samhengi við alheimslögmál. Það er ekkert alheimslögmál sem segir að manneskja muni ekki ná árangri ef hún kann ekki dönsku eða margföldunartöfluna. Ég get fullyrt að ég hef lært meira af að horfa á sjónvarpið en ég gerði í barnaskóla. Ég hef lært hluti með því að horfa á sjónvarpið sem hafa komið mér meira að gagni heldur en það sem ég lærði í skóla. Árum saman lærði ég um þjóðskáldin okkar eins og 20 t.d Tómas Guðmundsson. Eftir að ég útskrifaðist úr barnaskóla hefur Tómas Guðmundsson aldrei komið til umræðu í mínu lífi. Sjónvarpið hefur kennt mér hluti sem virkilega hafa komið mér að gagni. Jafnvel hluti sem hafa nýst mér mjög vel í lífi mínu. Ég sé fyrir mér að ef ég væri unglingur í dag þá væri ég líklegast á Wikipedia sem er alfræðiorðabók. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt það sem þig langar að vita. Wikipedia er jafn mikilvægur skóli og skólakerfið er í dag. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að skólaganga væri fjölbreytileg. Að foreldrar og börn í samráði við kennara geti í sameiningu valið menntunarleið fyrir börnin sín. Að þetta væri bara frjálst. Að það væri ekki skólaskylda. Það eru ekki allir tilbúnir til að hefja nám 6 ára. Sumir vilja bara leika sér. Ég myndi vilja sjá skóla sem heitir Skemmtilegi skólinn þar sem krakkar kæmu og mættu gera nákvæmlega það sem þau vildu. Ég trúi á fjölbreytileika og einstaklingsfrelsi. Ég vil að einstaklingar hafi tækifæri til að sinna sínum hæfileikum óháð hvað öðrum finnst um þá. Trú mín er sú að Guð skapi fólk misjafnt í ákveðnum tilgangi. Það hefur rétt á því að sinna sinni ástríðu, hver sem hún er. Það er ekkert eins ósanngjarnt og að koma eins fram við þá sem eru ólíkir. Að koma eins fram við ólíkt fólk. Það er það sem skólakerfið gerir. Það er búið til eitthvað miðjunorm og öllum er troðið í það. Alveg nákvæmlega eins og her. Ástæða þess að við höfum svo litla fjölbreytni í þjóðfélaginu er að það flækir málin. Fólk vill hafa þetta einfalt þannig að það sjálft hafi auðvelda vinnu. Höfum þetta einfalt, allir eru eins og klæða sig eins og allir gera það saman. Þannig fáum við þægilegt og hættulaust samfélag. Ég trúi því að fólk eigi að fá að njóta þess hvert það er í friði án þess að það sé eitthvað rangt. Að það sé álitið einhver frávik frá einhverju normi því að í raun og veru er normið ekki til. Fólk er einstakt og allir hafa sín sérkenni. Ég vil að fólk fari að slaka á stjórnuninni þá býr fjölbreytnin til sínar eigin reglur. Ég komst að þeirri pólitísku niðurstöðu að ég er kristilegur anarkisti sem merkir á íslensku stjórnleysi. Frelsi með ábyrgð eða jafnvægi. Frelsi án ábyrgðar er kaos. Óeðlileg hegðun er oft eðlileg viðbrögð við eðlilegum aðstæðum. Óeðlilegu aðstæðurnar eru oft duldar þegar hegðunin verður auðsjáanleg. Ég er ekki að segja að það sé alltaf. En oft er vandamálið miklu stærra en einn einstaklingur. Það verður að skoða hann sem hluta af þeirri heild sem hann tilheyrir. Ég í Fossvogsskóla gekk ekki upp. Ef ég hefði verið í Skemmtilega skóla Reykjavíkur þá hefði ég brillerað. Ég hefði fengið að tala og vera fyndinn og skemmtilegur og fengið að segja sögur allan daginn og læra á hljóðfæri og setja upp leikrit. Ég hefði verið aðalkrakkinn í þeim skóla. Hvort var rangt skólinn eða ég? Þar sem ég er manneskja en skólinn ekki þá hallast ég að því að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

22 Yfirsýn og aukin afköst MindManager er verkfæri sem gerir manni kleift að koma reiðu á hugsanir, hug myndir og verkefni á ein fald an en öflugan hátt. Því mæli ég með MindManager fyrir skjólstæðinga mína. Sigríður Jónsdóttir ADHD coach - ADHD lífþjálfi Þessi orð lýsa vel hvernig MindManager hugbúnaðurinn getur nýst einstaklingum með ofvirkni, athyglis brest og skyld ar raskanir, segir Elín Þ. Þorsteins dótt ir, fram kvæmdastjóri Verk efna lausna sem ann ast sölu- og markaðs setningu á MindManager hér á landi. Verkefnalausnir voru stofnaðar í nóvember Tilgangur félagsins er að bjóða upp á hagnýtar lausnir á sviði verkefnastjórnunar í víðustu merkingu þess orðs; forrit, verkefnastjórnun, fræðslu og ráðgjöf. Verkefnalausnir eru endursölu að ili fyr ir forritin MindManager, JCVGantt, NotesLinker og Visual Project Maps. Hugbúnaðurinn MindManager er í raun kveikjan að stofnun þessa fyr ir tæk is, segir Elín sem á þess um tíma hafði nýlega lokið námi í Verkefna stjórn un og leiðtogaþjálfun frá HÍ þar sem hún komst í kynni við Mind Manager. Á þessu rúma ári sem fyrir tækið hefur starfað hafa fjölmörg fyrir tæki, stofnanir og einstaklingar hafið notkun á MindManager enda um einstaka hugbúnaðarlausn að ræða. Á heimasíðu fyrirtækisins; er hægt að hlaða niður ókeypis prufueintökum sem gilda í 21 dag. Hugkort MindManager, sem bygg ir á hug mynd um um hugkort, bygg ir fyrst og fremst á myndrænni fram setningu og nýtist þ.a.l. einstaklingum með ADHD og aðrar raskanir á margvís legan hátt, t.d. við skipulagn ingu, glósugerð, verkefna vinnu, rit gerða smíð, skýrslugerð o.fl. Það að sjá hlutina á myndrænan og einfald an hátt með mismunandi litum og táknum hjálpar einstaklingum að skilja, greina og muna hluti á mun auðveldari hátt og síðast en ekki síst að sjá heildarmyndina! Einstak lingar með reikandi huga eiga oft erfitt með að koma hugsunum á blað en með MindManager er hægt að fara úr einu í annað án þess að missa þráðinn eða tapa heildarmyndinni. Tony Buzan, sem er kennslusálfræðingur og einn fremsti sérfræðingurinn á sínu sviði, er upphafsmaður hugkorta og hefur hann m.a. skrifað fjölmargar bækur um notkun hugkorta við kennslu og lærdóm. Hugkort líkja betur eftir því hvernig hugurinn vinnur en nokkur önnur aðferð sem þekkist. Sjá nán ar um hugkort á buzanworld.org/ Samstarf við Félag lesblindra Við höfum fengið upphringingar frá foreldrum sem nota hugbúnaðinn til að vinna heimalærdóm með börnum sínum, læra fyrir próf og vinna verk efni. Þá hafa fullorðnir einstaklingar með ADHD sem stunda nám einnig haft samband og lýst yfir mikilli Elín Þ. Þorsteinsdóttir ánægju með notkun hug búnaðar ins í námi. Þá höfum við verið í sam starfi við Félag lesblindra en að þeirra sögn nýtist hin myndræna framsetning í MindManager lesblindum afar vel. Námskeið og þjálfun Verkefnalausnir standa reglulega fyrir opnum námskeiðum í notkun MindManager og eru þau auglýst á heimasíðu fyrirtækisins. Þá eru einnig haldin lokuð námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Verkefnalausnum í síma

23 Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum Höfundar Edward M. Hallowell, MD og John J. Ratey. M.D Meðferð athyglisbrests eða ADD (Attention Deficit Disorder) byrjar með von. Flestir sem uppgötva að þeir eru með athyglisbrest, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir hafa þjáðst mikið. Tilfinningaleg upplifun þeirra á athyglisbresti er uppfull af skömm, niðurlægingu og sjálfsásökun. Þegar greining hefur loks fengist þá hafa margir með athyglisbrest misst allt sjálfstraust og trú á sjálfum sér. Margir hafa verið misskildir hvað eftir annað. Þeir hafa leitað til fjölmargra sérfræðinga án þess að fá nokkra raunverulega hjálp. Afleiðingin er sú að margir hafa misst alla von. Mikilvægasta skrefið í byrjun meðferðar er að innleiða vonina aftur. Einstaklingar með athyglisbrest hafa gleymt því sem er gott í þeirra fari. Þeir sjá ekki möguleika á að hlutirnir geti gengið upp. Þeir eru oft læstir inni í einhvers konar fastheldnu mynstri, sem kallar á umtalsvert þol og hugvitssemi aðeins til þess að halda sér á floti. Það er sorglegt að þurfa að gefast upp á lífinu alltof snemma. En margir þeirra sem eru með athyglisbrest hafa ekki séð neina aðra leið eftir síendurtekin mistök. Fyrir þeim skapar vonin aðeins hættu á enn einum mistökunum. En samt er hæfileiki þeirra til að vona og dreyma alveg ótrúlegur, því einstaklingar með athyglisbrest hafa meira sjónrænt hugmyndaflug en flestir aðrir. Þeir hugsa stórt og þá dreymir mikla drauma. Þeir geta tekið minnsta tækifæri og með ímyndunaraflinu snúið því upp í stórkostlegt tækifæri. Þeir geta breytt óvæntum uppákomum í frábæra skemmtun. Þeir þrífast á draumum og þeir þarfnast skipulegra aðferða til þess að taka skynsamlega á hlutum og halda sér við efnið. En eins og flestir dreymnir einstaklingar missa þeir mátt þegar draumarnir hrynja. Þegar greining á athyglisbresti 22 hefur loks átt sér stað hafa draumarnir hrunið nógu oft til þess að eyða allri von hjá þeim. Barn velur heldur að þegja heldur en að taka áhættu á að vera skammað einu sinni enn. Fullorðinn einstaklingur kýs heldur að þegja en að eiga það á hættu að klúðra hlutunum einu sinni enn. Meðferðin verður þess vegna að byrja með von. Við skiptum meðferð við athyglisbresti eða ADD niður í fimm grunnþætti: 1. Greiningu 2. Fræðslu 3. Skipulag, stuðning og þjálfun 4. Mismunandi form sálfræðimeðferðar 5. Lyfjagjöf Í þessari grein munum við reyna að setja fram almennar grundvallarreglur fyrir bæði börn og fullorðna varðandi lyfjalausu hliðina á meðferð við athyglisbresti. Ein leið til þess að skipuleggja þá hlið meðferðar er í gegnum hagnýt ráð.

24 50 ráð við athyglis Skilningur og fræðsla 23

25 1. Vertu viss um að þú sért með rétta greiningu. Leitaðu til fagfólks og sérfræðinga sem virkilega skilja athyglis brest og kunna að gera grein ar mun á athyglisbresti og öðru ástandi sem getur lýst sér svipað eins og kvíði, þunglyndi, geðhvarfasýki eða áráttu- og þráhyggjuröskun. 2. Aflaðu þér þekkingar. Áhrifamesta meðferðin við athyglisbresti er trúlega skilningur á athyglis bresti. Lestu bækur, talaðu við fagfólk og sérfræðinga. Talaðu við aðra fullorðna með athyglisbrest. Þannig getur þú hannað þína eigin meðferð til þess að hjálpa þér með þína útgáfu af athyglisbresti. 3. Þjálfun. Það hjálpar þér að hafa þjálfara eða leiðbeinanda, einstakling úr þínu nánasta umhverfi sem hjálp ar þér og styður á jákvæðan hátt. Þjálfarinn þinn getur hjálpað þér að skipuleggja þig, halda þér við efnið, veita þér hvatningu og minna þig á að koma þér aftur að verki. Þjálfari getur verið vinur, vinnufélagi eða með ferðar aðili (það er möguleiki en áhætta að hafa maka sem þjálfara). Þjálfari er sá sem heldur þér við efnið og sér til þess að þú klárir hlutina, hvet ur þig eins og þjálfarar gera, heldur utan um þig og er til staðar og stendur með þér. Þjálfari getur verið einstaklega hjálplegur við meðferð á athyglisbresti. 4. Hvatning. Fullorðnir einstaklingar með athyglisbrest þurfa mjög mikla hvatningu. Þetta er að hluta til vegna þess að þeir eru uppfullir af margra ára uppsöfnuðum sjálfsefa. En þetta er reyndar enn víðtækara. Fullorðnir með athyglisbrest hafa meiri þörf fyrir hvatningu en meðalmanneskjan og þeir þrífast í raun á hrósi. Full orðnir með athyglisbrest vinna oft allt öðruvísi og leggja sig öðruvísi fram fyrir aðra heldur en sjálfa sig. Þetta er ekki slæmt þetta er bara svona. Þetta er hlutur sem fólk ætti að vera meðvitað um og nýta sér Gerðu þér grein fyrir hvað athygl isbrestur er EKKI, eins og t.d. sam skiptaerfið leikar við móður o.s.frv. 6. Talaðu við aðra. Alveg eins og það er lykilatriði fyrir þig að skilja hvað felst í því að vera með athyglisbrest, þá er það jafn mikilvægt ef ekki mikilvægara að þeir sem eru í kring um þig öðlist skilning á einkennum athyglisbrests s.s. fjölskylda, vinir, og vinnueða skólafélagar. Þegar þeir hafa einu sinni skilið um hvað málið snýst þá er auðveldara fyrir þá að skilja þig og einnig að hjálpa þér. 7. Hættu að vera með samviskubit yfir að sækja í spennumyndandi hegð un. Gerðu þér grein fyrir að þú dregst að spennu. Reyndu að velja viturlega frekar en að velta þér upp úr því slæma. 8. Hlustaðu á það sem þeir sem þú treystir hafa að segja þér. Full orðnir (og líka börn) með athyglisbrest eiga mjög erfitt með að líta í eigin barm. Oft virðist vera um afneitun þeirra að ræða. 9. Hugleiddu að ganga í eða koma á fót stuðningshópi. Mikið af nyt sömum upplýsingum um athyglisbrest hefur ekki ennþá ratað í bækur en liggja þó fyrir hjá þeim sem eru með athyglisbrest. Í stuðningshópum koma þessar upplýsingar fram. Hópar eru líka mjög hjálplegir við að gefa hvers kyns stuðning sem ekki er vanþörf á. 10. Reyndu að losna við neikvæðni sem stafar af því að þú hefur lifað í mörg ár án þess að vita að það sem hrjáði þig væri athyglisbrestur. Góður meðferðaraðili getur hjálpað þér með það. Lærðu að brjóta upp neikvæðar hugsanir sem stöðugt ásækja þá sem eru með athyglisbrest. 11. Ekki festast í hefð bundnum starfsframa eða hefðbundnum leiðum til þess að takast á við lífið. Gefðu þér leyfi til þess að vera þú sjálf(ur). Hættu að reyna að vera manneskjan sem þú telur að þú ættir að vera fyrirmyndar nemandinn, eða skipulagði stjórnand inn, í stuttu máli leyfðu þér að vera sá eða sú sem þú ert. 12. Mundu að það sem er að þér er taugafræðilegt ástand. Það er erfða fræðilegt. Það á sér líffræði legar orsakir hvernig heilinn á þér er tengd ur. Þetta er ekki viljaleysi eða siðferðisbrestur. Hvorki er um að ræða veikleika í skapgerð né vöntun á þroska. Lækning finnst ekki með krafti viljans, eða refsingu, eða með því að fórna sér, eða með sársauka. MUNDU ÞETTA ALLTAF. Þótt margir með athyg lisbrest reyni eins og mögulegt er, þá eiga þeir samt í erfiðleikum með að sætta sig við að þessi röskun á sér líffræðilegar orsakir en er ekki veila í skapgerð. 13. Reyndu að hjálpa öðrum með athyglisbrest. Þú lærir mik ið um þessa tauga röskun á því, auk þess sem það gefur þér viðbótarkraft. 50 ráð við athyglisbresti Verkstjórn að ná utan um verkefnin með skipulagi 14. Ytri rammi. Ákveðinn rammi er hornsteinninn í lyfjalausri hlið meðferðar barna með athyglisbrest. Það má líkja því við brautina sem hindrar að sleðinn fari út af. Notaðu stöðugt: 1) Minnispunkta fyrir sjálfan þig 2) Litamerkingar 3) Ákveðna siði og venjur (rituals) 4) Lista 5) Áminningar 6) Skrár

26 15. Litamerkingar, sem minnst er á hér að framan, hjálpa til við áherslur. Margir með athyglisbrest hafa sjónræna skynjun. Nýttu þér þetta með því að gera hluti eftirminnilega með litum, minnispunktum, textum, dagbókum, dagskrám, stundaskrám, tímaplani o.s.frv. Í raun er hægt að gera allt skriflegt minnisstæðara og meira sláandi og þar af leiðandi athyglisverðara með litum. 16. Notaðu drifkraftinn. Til þess að fylgja eftir 15. ráði er gott að reyna að hafa umhverfið eins hvetjandi og hægt er án þess þó að láta allt sjóða uppúr. 17. Skipulegðu umhverfi þitt og aðstæður þannig að þær séu fremur gefandi en niðurdrepandi. Til þess að skilja hvernig niðurdrepandi umhverfi er þá þurfa flestir fullorðnir með athyglisbrest aðeins að hugsa til baka til skólagöngunnar. Nú þegar þú hefur frelsi fullorðinsáranna reyndu þá að setja hlutina upp þannig að þeir minni þig ekki stöðugt á takmörk þín. 18. Gerðu þér grein fyrir og búðu þig undir að hluti af öllum verkum sem þú tekur að þér, samböndum sem þú hefur stofnað til og skyldum, gangi óhjákvæmilega ekki upp. 19. Fagnaðu áskorunum. Fólk með athyglisbrest þrífst á mörgum áskorunum. Svo lengi sem þú stressar þig ekki um of, svo lengi sem þú reynir ekki að vera fullkomin(n), þá kemurðu miklu í verk og lendir ekki í vandræðum. 20. Settu þér tímamörk. Hugsaðu um tímamörkin sem hvatningu frekar en hrikaleg endalok eða dauðadóm. Settu upp tímamörk eða skilafrest og stattu við hann. 21. Brjóttu stærri verkefni niður í minni. Settu tímamörk á alla litlu þættina. Þá nærðu á einhvern undraverðan hátt að ljúka stórum verkefnum. Þetta er einfaldasta og áhrifamesta hjálpartækið við skipulagningu. Oft geta stór verkefni virst yfirþyrmandi fyrir einstaklinga með athyglisbrest. Hugsunin um að koma einhverju í verk getur leitt til þess að þeir hætta við. Hins vegar ef stórt verk er brotið niður í smærri einingar, þá getur verið mjög auðvelt að takast á við einstaka þætti þess. 22. Forgangsraðaðu. Forðastu frestunaráráttu. Þegar of mikið er að gera hjá fullorðnum með athyglisbrest þá missa þeir oft yfirsýn. Það að borga stöðumælasekt getur virst jafn mikilvægt og að slökkva eldinn sem kviknaði í ruslafötunni. Forgangsraðaðu. Dragðu djúpt andann. Settu hlutina í rétta röð. Frestunarárátta er einn af afgerandi þáttum í fari fullorðinna með athyglisbrest. Þú verður virkilega að aga þig til þess að passa að hún skjóti ekki upp kollinum og hindra að hún taki völdin. 23. Sættu þig við óttann við að hlutirnir gangi of vel. Sættu þig við mörkin þegar hlutirnir eru of auðveldir, þegar það eru engar uppákomur. Ekki safna verkefnum upp til þess eins að skapa spennu. 24. Taktu eftir því undir hvaða kringumstæðum þú vinnur best, í herbergi með miklum erli og hávaða, í strætó, vafin(n) inn í þrjú teppi upp í sófa, með tónlistina á fullu eða hvað sem er. Börn og fullorðnir með athyglisbrest vinna oft best við frekar undarlegar aðstæður. Leyfðu sjálfum þér að vinna við þær aðstæður sem henta þér best. 25. Vertu meðvitaður um að það er allt í lagi að gera tvo hluti í einu, t.d. að halda uppi samræðum og prjóna, fara í sturtu og hugsa, hlaupa og skipuleggja viðskiptafund. Oft þarf fólk með athyglisbrest að vera að gera nokkra hluti í einu til þess eins að koma einhverju í verk yfir höfuð. 26. Gerðu það sem þú ert góð(ur) í. Og enn og aftur þótt það sé auðvelt þá er það allt í lagi. Það er ekkert sem segir að þú eigir bara að gera það sem þú ert slakur/slök í. 27. Hafðu tíma á milli verkefna sem þú tekur þér fyrir hendur þannig að þú getir komið reglu á hugsanir þínar. Skiptingar milli verkefna geta verið erfiðar fyrir einstaklinga með athyglisbrest og smáhlé geta oft hjálpað. 28. Geymdu minnisblokk í bílnum, á náttborðinu og í veskinu þínu eða vasanum. Þú veist aldrei hvenær góð hugmynd skýtur upp kollinum, eða þú vilt muna eitthvað annað. 29. Lestu með penna í hönd, ekki bara til þess að strika undir eða skrifa athugasemdir á spásíðuna, heldur fyrir óhjákvæmilegt flóð annarra hugsana sem koma upp. við athyglisbresti Skapstjórn að hafa taumhald á skapi sínu 30. Hafðu skipulagðan tíma til að blása út. Taktu tíma í hverri viku þar sem þú losar um og lætur allt flakka. Hvað sem það er sem þér þykir gaman að gera spila tónlist í botn, hitta vini, fara á völlinn, dekra við sjálfa(n) þig, veldu einhvers konar áhugamál þar sem þú getur notið þín og sleppt þér lausum á öruggan máta. 31. Slakaðu á og endurnýjaðu orkuna. Flestir fullorðnir með athyglisbrest eiga erfitt með það og jafnvel fá sektarkennd. Leggðu þig, horfðu á sjónvarp, íhugaðu. Eitthvað róandi, sem hjálpar þér að slaka á. 32. Veldu góða áráttu eða fíkn sem 25

27 hjálpar þér eins og hreyfingu eða líkamsrækt. Margir fullorðnir með at hyg lis brest eru með ávana eða áráttukennda persónuleika þannig að þeir eru alltaf með æði fyrir einhverju. Reyndu að hafa það eitthvað jákvætt. 33. Hafðu skilning á skapsveiflum og aðferðir til þess að stjórna þeim. Lærðu að skapið hjá þér getur breyst snögglega, óháð því sem er að gerast í umheiminum. Ekki eyða tíma þínum í að grafa upp ástæðuna hvers vegna eða leita að einhverjum til þess að kenna um. Einbeittu þér frekar að því að þola vont skap, vitandi að það mun líða hjá. Og lærðu aðferðir til þess að það geti gengið hraðar yfir. Breyttu um aðstæður, taktu þér eitthvað nýtt fyrir hendur eins og t.d. samræður við vin eða farðu í tennis eða lestu bók, það hjálpar oft. 34. Þekktu eftirfarandi mynstur sem er algengt meðal fullorðinna með athyglis brest (sjá nr. 33): a) Eitthvað kemur þér í uppnám, breyting, umskipti, vonbrigði, eða jafn vel góður árangur. Uppná m ið getur orsakast af smæstu smá mu num. b) Uppnámið getur hrint af stað tauga veiklun sem leiðir hins vegar til þess að heildarsýnin glatast, veröldinni hefur verið snúið á haus og allt er á öðrum endanum. c) Þú reynir að takast á við upp nám ið með því að falla inn í ástand þar sem þú veltir þér upp úr hlutunum og ferð yfir einstaka þætti þessarar uppá komu fram og til baka. Þetta getur tekið nokkra klukkutíma, daga eða jafnvel mánuði. 35. Skipulegðu viðbrögð við hvernig þú tekur óvæntum uppá komum sem valda þér uppnámi. Hafðu lista yfir vini sem þú getur hringt í. Eigðu tilbúin myndbönd sem vekja alltaf áhuga þinn og hreinsa hugann. Gerðu þér það auðvelt að hreyfa þig. Hafðu boxpúða eða kodda sem getur losað þig við auka reiðiorku. Æfðu hvatningarræðu sem þú getur gefið 26 sjálfum þér eins og: Þú hefur nú verið í þessari stöðu áður. Þetta er nú bara ADHD-blús. Það gengur fljótlega yfir. Það er allt í lagi með þig. 36. Lærðu á sjálfa(n) þig þegar þú gerir mistök eða sveiflast í skapi. Reyn du að afgreiða það með stuttu viðkvæði. Þegar þú ert t.d. að aka úti á vegum með fjölskylduna og þú tekur vitlausa beygju og það tekur 20 mínútur að komast aftur á réttan veg. Þá er betra að grínast með það og segja: Þetta var athyglisbrest urinn, í stað þess að þræta í fleiri tíma. Þetta er ekki afsökun, þú verður engu síður að taka ábyrgð á gerðum þínum. Það er bara gott að vita hvað veldur mistökunum eða skapsveiflunum. 37. Vertu viðbúinn þunglyndi eftir velgengni. Einstaklingar með athyglisbrest kvarta oft yfir þunglyndi rétt eftir mikla velgengni eða árangur. Þetta er vegna hinnar miklu spennu sem fylgir því að vinna að og ná settu marki. Spennufallið veldur síðan þung lyndi þótt undarlegt megi virðast. 38. Nýttu þér time out eða einvist eins og gert er með börn. Þegar þú ert í uppnámi eða æst(ur) þá er gott að fara í time out. Dragðu þig í hlé, farðu í burtu og róaðu þig niður. 39. Lærðu hvernig þú getur orðið þinn eigin stuðningsmaður. Full orðnir með athyglisbrest eru svo vanir því að vera gagnrýndir að þeir eru oft í ónauðsynlega mikilli varnarstöðu við að koma sínum málum á framfæri. Lærðu að komast úr varnar stöðu. 40. Forðastu að ljúka of snemma og hratt t.d. verkefni, deilu, samningi eða samræðum. Ekki hespa hlutunum of fljótt af þó svo þú eigir erfitt með að halda aftur af þér. 41. Reyndu að láta árangursríkar stund ir endast og verða eftir minnilegar, haltu þeim gangandi um tíma. Þú þarft stöðugt og meðvitað að þjálfa þig í að gera þetta vegna þess að þú gleymir þeim svo fljótt. 42. Mundu að athyglisbrestur hefur venjulega í för með sér tilhneigingu til of mikillar einbeitingar eða ofureinbeitingar á stundum. Þessa ofureinbeitingu er bæði hægt að nota til að byggja upp eða rífa niður. Vertu meðvitaður um niðurrífandi þáttinn, sem er tilhneiging til þess að verða heltekinn eða sökkva sér of djúpt niður í einhver upphugsuð vandamál og komast ekki út úr þeim. 43. Stundaðu reglubundna líkamsrækt. Þú ættir að setja þetta inn í skipu lagið og hafa þetta sem hluta af þínum lífsstíl. Líkamsrækt er í raun ein besta meðferðin við athyglisbresti. Með líkamlegri áreynslu eyðir þú allri aukaorku og árásargirni á jákvæð an hátt. Það dregur úr hávaða og óróleika hugans. Það örvar hormóna- og taugafræðilega kerfið og það mýkir og róar líkamann. Ef þú bætir þessu öllu við hina almennu þekkingu sem við vitum um kosti hreyfingar, þá sérðu hversu mikilvæg hreyfingin í raun er. Finndu hreyfingu sem þér þykir svo skemmtileg að þú haldir þig við hana yfir lengra tímabil t.d. það sem eftir er ævinnar. 50 ráð við athyglisbresti Einkalíf 44. Vandaðu valið á maka þínum. Þetta er auðvitað gott ráð fyrir alla, en það hefur sýnt sig að einstak lingar með athyglisbrest geta annaðhvort blómstrað eða visnað, allt eftir vali þeirra á maka. 45. Lærðu að gera grín að sjálfum þér varðandi mismunandi einkenni

28 athyg lisbrestsins, allt frá gleymskunni til þess að vera stöðugt að vill ast, eða kunna sig ekki, vera hvatvís eða hvað sem er. Ef þú getur slakað á yfir þessu öllu saman og haft húmorinn í lagi þá fyrirgefst þér mikið meira. 46. Settu inn í dagskrána upp á komur eða atburði með vinum. Virtu þessar fyrirfram ákveðnu samverustundir. Það er mjög mikilvægt svo þú haldir sambandi við annað fólk. 47. Leitaðu uppi og taktu þátt í hópum þar sem fólki líkar vel við þig, þar sem þú ert metin/n að verðleikum, þar sem fólk skilur þig og hefur gaman af nærveru þinni. Fólk með athyglis brest fær mikinn styrk úr góðum hópstuðningi. 48. Ekki eyða of miklum tíma þar sem þú mætir ekki skilningi og fólk kann ekki að meta þig. Á sama hátt og einstaklingur með athyglisbrest sækir mikinn stuðning til styðjandi hópa þá dregur neikvæður hópur úr honum alla orku. 49. Hrósaðu. Taktu eftir öðru fólki. Auktu almennt séð félagsfærni þína með hjálp þjálfara þíns. 50. Settu þér félagsleg tímamörk. Án tímamarka og skráðra stefnu móta get ur félagslíf þitt visnað upp. Alveg eins og það hjálpar þér að hafa gott skipulag á virkum dögum í starfi þínu, þá muntu líka hagnast á því að halda félagslífinu skipulegu í dagbókinni. Það hjálpar þér að vera í tengslum við vini þína og fá þann félagslega stuðning sem þú þarfnast. Björk Þórarinsdóttir þýddi Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn Brekkuskóli Akureyri, v/laugargötu 600 Akureyri Brúin Rafeindaþjónusta Hjalteyrarbraut, 600 Akureyri Búvangur ehf, Brúarlandi 311 Borgarnesi Byggðasafn Akraness, Görðum 300 Akranesi Byggðaþjónustan, Box 97, 202 Kópav. Byggingafélagið Klakkur, Smiðjuvegi Vík Classic sportbar, Stekkjarhvammi Hafnarfirði Dalabyggð, Miðbraut 11, 370 Búðardal Dalvíkurskóli, 620 Dalvík Delila Samson, Grænatúni Kópavogi Dvalarheimili aldraðra, Borgarbraut Borgarnesi Dýralæknaþjónustan, Stuðlum 801 Egilsstöðum E.S. Ólafsson, Bíldsh. 18, 110 Reykjav. Efacec Islandia, Kirkjuv Hafnarfirði Efling Stéttarfélag, Sætúni Reykjavík Eignamiðlun, Síðumúla 2, 108 Reykjavík Eik hf Trésmiðja, Strandgötu 31, 460 Tálknafirði Einingarverksmiðjan, Breiðhöfða Reykjavík Eiríkur og Yngvi, Einbúablá 26b 700 Egilsstöðum Ensku húsin Gistiheimili, Litlubrekku 311 Borgarnesi Ernst og Young, Ármúla 6, 108 Reykjavík Eskja ehf, Strandgötu 39, 735 Eskifirði Fagrihvammur, Hólavegi 1, 620 Dalvík Fagus hf Trésmiðja, Unubakka Þorlákshöfn Fellaskóli, Norðurfelli 119, 111 Reykjavík Ferðaþjónusta bænda, Lóni 781 Höfn í Hornafirði Ferðaþjónustan Ytri Álandi 681 Þórshöfn Félag hársnyrtisveina, Borgartúni Reykjavík Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík Fiskmarkaður Íslands, Norðurtanga Ólafsvík Fjarhitun hf, Borgartúni 1, 105 Reykjavík Fjármálaeftirlitið, Suðurlandsbraut Reykjavík Fjölbrautarskóli Norðurl., 550 Sauðárkr. Flataskóli, v/vífilstaðaveg, 210 Garðabæ Foldaskóli, V/Logafold,112 Reykjavík Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Box 160, 900 Vestmannaeyjum Framtök ehf, Drangahrauni 1b 220 Hafnarfirði Fríkirkjusöfnuðurinn, Laugarásvegi Reykjavík Fræðslu tómstunda & menningasvið Stillholti 16-18, 300 Akranesi Fönix, Hátúni 6a, 105 Reykjavík G. Hannesson, Borgartúni Reykjavík Gaflarar, Lónsbraut 2, 220 Hafnarfirði Gagneyðing ehf, Skútuvogi Reykjavík Garðabær, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ Garðasókn, Kirkjuhvoli, 210 Garðabæ Geitey ehf, Geiteyjarstönd 1, 660 Mývatn Gerðaskóli, Garði, 250 Garði Germanicher Lloyds, Hafnarhvoli 101 Reykjavík Glaxo Smith Kline, Þverholti Reykjavík Glerárskóli, V/Höfðahlíð, 600 Akureyri Glerborg ehf, Dalshrauni 5, 220 Hafnarf. Gólfþjónusta Íslands, Dalvegi Kópavogi Grandaskóli, v/keilugranda 107 Reykjav. Gróandi Garðyrkjustöð, Grásteinum 270 Mosfellsbæ Gróðrastöðin Stoð, Dalvegi Kópavogi Grundarskóli, Espigrund 1, 300 Akranesi Grunnskóli Breiðdals, Staðarborg 760 Breiðdalsvík Grunnskóli Húnaþings vestra 531 Hvammstanga Grunnskóli Hveragerðis, Skólamörk Hveragerði Grunnskóli Mýrdalshrepps Mýrarbraut 13, 870 Vík Grunnskóli Reyðarfjarðar, 730 Reyðarf. Grunnskóli Súðavíkur, 420 Súðavík Grunnskóli Vestmannaeyja, Box Vestmannaeyjum Grunnskólinn á Hofsós, 565 Hofsósi Grunnskólinn Hrísey, 630 Hrísey Grunnskólinn í Búðardal, Miðbraut Búðardal Guðmundur Arason, Skútuvogi Reykjavík Guðmundur Jónasson, Borgartúni Reykjavík Gullborg leikskóli, Rekagranda Reykjavík H Jacobsen ehf, Reykjavegi Hafnarfirði Hafgæði, Fiskislóð 5f, 101 Reykjavík Hafnarfjarðarleikhúsið, Suðurgötu Hafnarfirði Hagall ehf, Box 1166, 121 Reykjavík Hamraskóli, Dyrhömrum 9, 112 Reykjav. Háskólabíó, v/hagatorg,107 Reykjavík Háteigskirkja, Háteigsvegi Reykjavík Háteigsskóli, v/háteigsveg, 105 Reykjav. Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 550 Sauðárkróki 27

29 Grein þessi er byggð á loka verk efni höf undar í MA-námi í upp eldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið fjall ar um reynslu ung linga og full orð inna af því að vera með einkenni athyglis brests með (eða án) ofvirkni, æsku þeirra og upp vaxtarár, skólagöngu og framtíðarhorfur. Rann sókn höfundar, sem gerð var á árunum , náði til 21 þátt tak anda. Höfundur er námsog starfs ráð gjafi í Borgar holtsskóla í Reykjavík. Rannsókn sú sem gerð er grein fyr ir hér fjallar um ung linga og fullorðna sem greinst hafa með athyglisbrest með (eða án) of virkni, og byggir á eigindlegri rannsókn sem alls náði til tuttugu og eins þátt tak anda. Þar af voru lykil þátttak endur tólf unglingar og fullorðið fólk með athyglisbrest með (eða án) of virkni. Aðrir þátttakendur voru níu; þrír náms- og starfsráðgjafar, tveir kennarar, sálfræðingur, félagsráðgjafi, fjölskylduráðgjafi og for eldri. Tilgangur rann sókn ar inn ar var að auka þekk ingu og skilning á aðstæðum þessara einstaklinga. bestan skilning á reynslu unglinga og fullorðins fólks, sem greinst hefur með athyglisbrest með (eða án) ofvirkni og hvaða merkingu þau Ágústa Elín Ingþórsdóttir 0,5Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D Rannsóknin var gerð með eigindlegum aðferðum, opnum við tölum og þátttökuathugunum. Í rannsókninni var m.a. lögð áhersla á að kynnast reynslu þessara of virku ein stak linga með athyglisbrest með (eða án) ofvirkni eða með AD(H)D af því að alast upp með þessi einkenni og að fræðast um gengi þeirra í skóla, atvinnulífi, sem og að huga að framtíðarhorfum þeirra. Rannsóknin er lýsandi að stórum hluta, þar sem þátt takend ur segja sögu sína og er ein fyrsta rann sókn sem gerð hefur verið hér á landi á þessum aldurshópi einstaklinga með athyglis brest með (eða án) ofvirkni. Mark mið rann sókn arinnar var að öðlast sem 28 leggja í aðstæður sínar. Skoðuð er lýsing þeirra á æsku og uppvexti, skólagöngu og atvinnuþátttöku. Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa ver ið gerðar um athyglisbrest með (eða án) ofvirkni hjá yngri börnum og unglingum, en þessi rannsókn er lík lega með þeim fyrstu sem beinst hefur að unglingum og fullorðnum einstaklingum. Því má segja að um nýtt viðfangsefni sé að ræða hér á landi. Erlendum rannsóknum um þetta efni hefur farið fjölgandi á undan förn um árum. Til að varpa skýrara ljósi á líf unglinga og fullorðinna með athyglisbrest með (eða án) ofvirkni leitaðist höfundur við að leyfa röddum þátttakenda að heyrast sem mest og gefa þeim tækifæri til að láta skoðanir sínar og tilfinningar í ljós, meðal annars um eigin skilning á aðstæðum sínum og hvaða merkingu þeir leggja í eigið líf. Í rannsókninni kom fram að reynsla þátttakenda í rannsókninni af skóla göngu var almennt neikvæð og marg ir þeirra sögðust hafa upplifað mikla höfn un og skilningsleysi af hálfu skól ans. Flestum unglingunum hafði lið ið betur í framhaldsskóla þar sem þau fundu fyrir meiri þekkingu og skiln ingi. Fullorðnu þátttakendunum vegn aði flestum illa í námi og starfi. Þeir höfðu oft skipt um vinnu og áttu í erfiðleikum með félags leg sam skipti. Niðurstöður rann sóknar innar benda til þess að jafnréttiskrafa þjóðfélagsins um menntun og al hliða þátttöku í þjóðfélaginu hafi ekki náð fyllilega fram að ganga

30 og að menntastefnunni skóli án aðgreiningar hafi aðeins að tak mörkuðu leyti tekist að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga. Meginniður staða rannsóknarinnar er sú að þeir einstaklingar með athyglisbrest með (eða án) ofvirkni sem tóku þátt í rann sókninni upplifa aðstæður sínar þannig að þeir hafi ekki fengið sömu tæki færi til náms og atvinnuþátttöku og aðrir, og finnst þeim hafi verið ýtt út á jaðar samfélagsins. Niðurstöður rannsóknar höfund ar benda til þess að einbeitingarskortur, skortur á úthaldi og eljusemi og námserfiðleikar (ef þeir voru til staðar) hafi haft neikvæð áhrif á frammistöðu þátttakenda í námi þótt þau væru með eðlilega greind. Nokkrir þátttakenda lýstu því að þótt þau sem nem end ur með AD(H)D ættu ekki við náms- eða skynjunarörðugleika að stríða, þá ættu þau í meiri erfiðleikum með nám en jafnaldrar þeirra. Nokkur þátttakenda greindu frá því að til að nema þyrftu þau að beita athygli og þola álag og mótlæti. Erfitt væri að skilja sumar námsgreinar og ekki hægt að ná tökum á þeim nema með góðu úthaldi og einbeitingu. Góð greind nægði því ekki ein og sér og skólafélögum. For eldrarn ir ásökuðu þau fyrir að vinna ekki heimavinn una sína og dæmi voru um að þau lentu í bekk með nemendum með námserfiðleika. Þau fóru þá að líta á sig sem heimsk og sumum var strítt af öðrum börnum sem sögðu þau vera þroskaheft. Flestir þátt takenda sögðu frá því að þeim hefði liðið betur í framhaldsskóla en grunnskóla Þetta eru sömu atriði og Barkley (1998) nefnir að skýri ástæðuna fyrir hegðun og vissum náms örðug leikum ofvirkra einstaklinga. Barkley bend ir á að vegna truflana sem verða á starfsemi í framheila ofvirkra einstak linga, eigi þeir í erfiðleikum með að halda aftur af svörun við áreiti og hafi því ekki nægan tíma til að hugsa og yfirvega áður en þeir framkvæma. Gildir það jafnt um nám og ýmsar aðrar aðstæður einstaklingsins. Flestir þátttakenda sögðu frá...athyglisbrest með (eða án) ofvirkni til að ná árangri í námi. Þar sem þau gátu ekki beint athygli að því sem verið var að kenna, voru þau oft ekki virk í náminu. Þau töluðu jafnframt um að til að nám færi fram þyrftu þau einnig að hafa mikla þolinmæði. Nám í grunnskóla krefðist þolinmæði vegna mikillar endur tekn ingar og þjálfunar. Þar sem þau gátu ekki agað sjálf sig til að ljúka við leiðingjörn og fráhrindandi verkefni, áttu þau í erfiðleikum með lestur, staf setningu og reikning. Þetta varð svo til þess að þau drógust aftur úr og urðu undir í náminu. Þegar á leið urðu vonbrigðin enn meiri og fylltu þau streitu og gremju. Þessu fylgdi gagnrýni frá kennurum, foreldrum því að þeim hefði liðið betur í framhalds skóla en grunnskóla. Þeim fannst starfsfólk framhaldsskólans hafa meiri þekkingu og skilning á röskuninni. Mörgum fannst unglinga stigið í grunnskólanum sérstaklega erfitt og færslan þangað magn aði upp vandamál þeirra af ýmsum ástæðum. Í fyrsta lagi var unglingastigið ekki eins formlega uppbyggt og skipulagt. Sem nemend ur urðu þau að fylgjast með og sjá til þess sjálf að vera á réttum stað á réttum tíma. Í öðru lagi fengu þau marga mismunandi kennara sem þekktu þau ekki eins vel og um sjónar kenn ar inn á yngra stiginu gerði og voru síður líklegir til að meta Höfundur: Ágústa Elín Ingþórsdóttir styrkleika þeirra sem lágu að baki mun sýnilegri veikleikum. Í þriðja lagi fengu þau heimavinnu sem krafðist skipu lagn ingar og ástundunar. Hér skiptir ekki máli hversu greind þau voru, til að ná árangri urðu þau að nálgast heimavinnuna kerfisbundið og á skipulegan hátt. Greinar sem kröfðust skipulegs lestrar og þess að greina aðalatriði frá aukaatriðum ollu þeim sérstökum erfiðleikum. Vegna allra þessara ástæðna, og ef AD(H)D var viðvarandi hjá þeim, jukust námsvandamál þeirra á unglinga stigi. Þátttakendur voru sam mála um að ef ekki er strax brugðist við þeim af þekk ingu séu miklar líkur á að nemendur með AD(H)D falli úr námi á framhaldsskólastigi og að síð ari tilraunir þeirra til náms verði dæmd ar til að mistakast sem dragi úr framtíðar horfum þeirra. Varð það einn ig raunin hjá nokkrum þeirra. Þessar niður stöður eru í samræmi við það sem Weiss og Hectman (1979) hafa bent á að á unglingsárum séu alvarlegustu vandamálin meðal annars tengd skipbroti í námi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aukin þekking kenn ara og annarra sem að skólastarfi koma geti bætt tækifæri nemenda með AD(H)D til að ljúka námi, ef aðrir þættir, eins og lítill stuðningur foreldra, standa þar ekki í vegi. Því stuðla samskipti á milli fjölskyldna og skóla að bættum forsendum barna og ung linga með AD(H)D til menntunar og þroska svo að færa má rök fyrir því að skólinn og foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi og menntun allra barna og unglinga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess, þegar upplifun og reynsla þátttakenda af því að vera með AD(H)D er skoðuð og horft til þess hvernig þeim hefur reitt af, að þar hafi fjölskyldan og hið félagslega umhverfi, ekki síst skólinn, átt þátt 29

31 í að leggja grunninn að velferð þátttakenda. Því er mikilvægt að skólinn mæti þörfum nemenda sem eiga við AD(H)D að etja. Nokkrir meginlærdómar Í lokin verður hér reynt að draga fram þá helstu meginlærdóma sem virðist mega draga af þessari rannsókn: Mikilvægt er að foreldrar, kennarar og eftir atvikum barnið/unglingurinn sjálft/sjálfur, fái markvissa fræðslu um AD(H)D, einkenni röskunarinnar, orsakir, horfur og meðferðarúrræði og að sú fræðsla sé byggð á félagsfræðilegum og sálfræðilegum skilningi ekki síður en læknisfræðilegum. Jafnframt er brýnt að halda á lofti námskeiðum fyrir foreldra, þar sem þeim er kennt að beita viðeigandi uppeldisaðferðum. Á sama hátt þurfa kennarar að fá ráðgjöf og fræðslu um aðferðir sem beita má í skólastofunni. Enn stærra og ekki síður brýnt verkefni er að opna umræðuna í þjóðfélaginu öllu, til að auka skilning og þekkingu allra á þeim vanda sem börn, unglingar og fullorðnir með AD(H)D eiga við að etja svo og fjölskyldur þeirra. Það er mikilvægt að fagfólk innan skólanna hafi þekkingu og skilning á aðstæðum barna og unglinga með AD(H)D. Góður stuðningur í grunn- og framhaldsskóla getur skipt sköpum fyrir möguleika þeirra til að halda áfram námi. Án þekkingar, skilnings og stuðnings er hætta á að þessir nemendur upplifi að skólakerfið skapi þeim fyrst og fremst aukna erfiðleika, sem veldur þeim mikilli streitu og 30 Það er mikilvægt að fagfólk innan skólanna hafi þekkingu og skilning á aðstæðum barna og unglinga með AD(H)D álagi og verður til þess að þau falla jafnvel frá námi. Sú stefna sem grunn- og framhaldsskólar móta í málefnum nemenda með athyglisbrest og ofvirkni getur haft afgerandi áhrif á nám þeirra og lífsgæði, og stefnuleysi gerir þá aðstoð sem skólarnir bjóða óáreiðanlega og brotakennda. Nauðsynlegt er að byggja upp markvissan stuðning við nemendur með athyglisbrest og ofvirkni, sem mun í mörgum tilvikum ráða úrslitum um möguleika þeirra til frekara náms, svo og innihaldsríkara lífs í framtíðinni. Af þessum sökum gefa niðurstöður rannsóknarinnar vísbendingar um nauðsyn áframhaldandi rannsókna á þessu sviði, til stefnumótunar og stuðningsþjónustu við þessa nemendur. Hafa má áhrif á framtíðarmöguleika barna og unglinga með athyglisbrest og ofvirkni með viðeigandi meðferð og stuðningi skóla. Brýnt er að bæta aðstöðu nemenda með athyglisbrest og ofvirkni í framhaldsskólum, svo og skilning á þörfum þeirra þar. Þeir eiga oft erfitt uppdráttar þegar þeir byrja í framhaldsskólanum og heltast gjarnan úr lestinni á fyrstu mánuðunum. Vinna mætti gegn því með öflugri stuðningi og með því að finna leiðir sem kæmu til móts við ólíka getu og ólík áhugamál nemenda, þ.e. að veita nemendum menntun við hæfi hvers og eins. Til þess að af því geti orðið er mikilvægt að hlusta á raddir þeirra einstaklinga sem þekkja vandamálið af eigin raun í áframhaldandi rannsóknum á þessu sviði. Unglingsárin eru mikilvægur umbrotatími í þroskaferlinu, þar sem línur eru lagðar fyrir heilsu og velferð einstaklingsins. Margir einstaklingar með AD(H)D upplifa þá auknar kröfur í námi auk breytinga á lífsháttum sem geta haft tilfinningalega erfiðleika í för með sér sem svo leiða til skertrar starfsorku og aukinna erfiðleika í námi. Því er nauðsynlegt að foreldrar og fagaðilar átti sig á því að unglingsárin eru mikilvægur tími til að styðja þessa einstaklinga sérstaklega. Orsakir erfiðleika nemenda með AD(H)D liggja bæði hjá þeim sjálfum og félags- og stuðningskerfi skólans. Þannig er þetta sameiginlegur vandi beggja. Úrræði skólans þurfa því að beinast jöfnum höndum að því að vera nemendamiðuð og að breyta atferli kennara og samskiptamynstri til að hafa áhrif á hegðun nemandans og aðstæður hans. Hægt er að velja úrræði sem styrkja hæfni nemandans og auka þekkingu kennara á aðstæðum nemenda með athyglisbrest og ofvirkni og hæfni þeirra til að bregðast við hegðunarerfiðleikum eins og athyglisbresti og ofvirkni. Mikilvægt er að stuðningur við nemendur með athyglisbrest og ofvirkni í grunn- og framhaldsskóla sé samstarfsverkefni heimila, skóla og samfélagsins í heild. Því er nauðsynlegt að skoða í samhengi hvað skólinn getur gert til að koma betur til Raddir unga fólksins eru lykillinn að betri framtíð þeirra og þjóðfélagsins í heild móts við þessa nemendur og einnig hvaða persónulegu þættir innan fjölskyldunnar og í ytra umhverfi hafa verndandi áhrif á líf þessara nemenda. Með slíku samstarfi má stuðla að upplýsinga-, kynningar- og stuðningsstarfi til að gera greiningu athyglisbrests og ofvirkni, meðferð og úrræði skilvirkari og ná fram öflugu samstarfi ásamt vitundarvakningu í þjóðfélaginu. Starfsfólk skóla sem sinnir ráðgjöf við nemendur, foreldra og kennara

32 vegna athyglisbrests og ofvirkni þarf oft að ráðfæra sig við eða vísa til sérfræðinga, svo sem geðlækna og sálfræðinga. Brýnt er að tryggja starfsfólki skólakerfisins greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum starfa saman sem þverfaglegt teymi undir einu þaki við úrlausn mála. Umhverfi einstaklinga litar og mótar lífs gildi þeirra, og hefur for spárgildi um gengi þeirra í framtíðinni. Til að fá hugmynd um sýn ungs fólks með at hyglis brest og ofvirkni á skólakerfið og þjóðfélagið í heild, til að skilja hvern ig þau líta á stöðu sína og mögu leika í íslensku samfélagi, er mikilvægt að gefa gaum að röddum þeirra við stefnumótun í fyrirbyggjandi starfi. Raddir unga fólksins eru lykillinn að betri framtíð þeirra og þjóðfélagsins í heild. Ágústa Gunnarsdóttir sálfræðingur Hjá ADHD samtökunum var ráðist í tilraunaverkefni vorið 2005 með ráðningu sálfræðings til að starfa við greiningar fullorðinna sem vildu fá úr því skorið hvort þeir væru með athyglisbrest og ofvirkni. Fljótlega kom í ljós að brýn þörf var fyrir slíka þjónustu þar sem aðeins örfáir sálfræðingar og geðlæknar hafa boðið upp á þjónustu fyrir þennan hóp. Ágústa Gunnarsdóttir sálfræðingur var ráðin til samtakanna í Sálfræðingur - greiningar fullorðinna Athyglisbrestur og ofvirkni geta verið já kvæð ur kraftur sem samfélagið þarfnast en ef einstaklingunum tekst ekki að beina þessari orku í réttan farveg getur hún brotist út í mikilli reiði og andfélagslegri hegðun. Því þurfa allir, einnig skólakerfið, að leggj ast á eitt um að búa þessum einstakl ingum betra líf. Ef veita á nemendum með at hyglis brest og ofvirkni námstilboð sem bera árangur má vera að taka verði tillit til þess að um er að ræða nemenda hóp þar sem mikill munur er á einstaklingum og að það nægi jafnvel ekki að veita einstökum nemendum markvissari hjálp heldur þurfi að breyta allri starfsemi skólans og umhverfi. Heimildir Barkley, R.A. (1998). Attention-deficit hyperactivity disorder: A handbook for diagnosis and treatment. New York: The Guilford Press. Weiss, G. og Hechtman, L. (1979). The hyperactive child syndrome. Science, 205, hálft starf. En Ágústa hefur klíníska reynslu af greiningum fullorðinna, auk þess sem hún hefur reynslu af grein ingum barna með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. ADHD samtökin leggja mikinn metnað í að þessi greiningarvinna sem um ræðir verði faglega unnin og áreiðanleg í alla staði. Áætlað er að hver greining taki um 10 klst. með áætlaðri skýrsluvinnu. Greiningin felur í sér viðurkennda ADHD spurningalista fyrir fullorðna, ásamt greindarprófi og persónuleikaprófi. En vitað er að grein ing fullorðinna sem hugsanlega eru með ADHD er mjög vandasöm vegna algengra fylgikvilla s.s. kvíða, þunglyndis, persónuleikatruflana og vímuefnaneyslu. Leitað var ráðgjafar hjá ýmsum aðilum um hvernig staðið skyldi að þessari vinnu og samráð var haft við þá helstu geðlækna sem við vísum fullorðnum á. Ágústa Gunnarsdóttir er sál fræðingur og hefur auk þess þriggja ára nám í hugrænni atferlismeðferð. Þá hefur hún reynslu af hópvinnu með kon um þar sem unnið er að mark vissri upp bygg ingu og sjálfsstyrkingu. Hægt er að panta tíma í greiningu á skrifstofu samtakanna í s eða í tölvupósti adhd@adhd.is. Öll prófin eru lögð fyrir á einum degi og þegar niðurstöður og skýrsla er tilbúin er skilafundur. Enn fremur er hægt að vísa ungl ingum 16 ára og eldri í greiningu til sálfræðings samtak anna. 31

33 Fullorðnir 32 með ADHD Fullorðnir með ADHD Úr bókinni THE ADHD BOOK OF LISTS, eftir SÖNDRU F. RIEF A Practical Guide for Helping Children and Teens with Attention Deficit Disorders. Úr kaflanum: Under standing, Supporting and Impro ving Out comes for Individuals with ADHD. Flestir þeir sem greinast með ADHD (athyglisbrest með/án ofvirkni) glíma alla ævi við ýmis einkenni vand ans og í mismunandi miklum mæli. Mikill hluti fullorðinna sem greinst hefur með ADHD glímdi árum saman við röskun sem ekki var vitað að væri til. Þessi hópur hefur því orðið að búa við ýmsar rangar greiningar og hefur oft fengið á sig rangan og óréttlátan stimpil vegna misskilnings. Stundum áttar fullorðið fólk sig á að það er með einkennin sjálft og leitar greiningar eftir að barn þess hefur greinst með ADHD. Algengt er þó að fullorðnir haldi bara áfram að glíma við þau einkenni sem hamla þeim í leik og starfi án þess að leita sér hjálpar í frumgreiningu, greiningu og viðeigandi meðferð. Vitað er að ADHD geta fylgt ýmsir örðug leikar sem rekja má til slakrar sjálfs stjórnar og hæfileikans til að stjórna atferli sínu. Hér verða talin upp nokkur þeirra atriða sem margir fullorðnir með ADHD verða að glíma við: -Gagnrýni og neikvæð endurgjöf -Neikvæðar tilfinningar (sektarkennd, skömm, léleg sjálfsvirðing, reiði, örvænting) -Erfiðleikar með skipulag og tímastjórnun -Félagslegir örðugleikar og sam - skiptavandi -Fjárhagsleg vandræði

34 -Tíð vinnuskipti -Erfitt að vinna sig upp í starfi -Vandræði á vinnustað -Óánægja í starfi (rangt starf valið) -Nær ekki þeim árangri í starfi sem búist var við -Þunglyndi, angist og aðrar persónuleikaraskanir og námsörðugleikar eru algengari en hjá samanburðarhópi -Notkun og misnotkun vímugjafa algengari en hjá samanburðarhópi -Sambúðarvandamál -Ala þarf upp eitt eða fleiri börn með ADHD og jafnvel fylgiraskanir líka þótt fólk hafi nóg með sjálft sig Fullorðnir verða einnig ekki síður en börn og unglingar að ganga í gegnum víðtækt greiningarmat áður en hægt er að ákveða viðeigandi meðferð og hefja hana. Greining fullorðinna þarf til dæmis að fela í sér eftirfarandi atriði: -Mat klínískra sérfræðinga á sviði ADHD og fylgiraskana -Klínískt yfirlit yfir núverandi einkenni og virkni -Víðtæk klínísk forsaga (þroskaferli, heilbrigði, atvinna, menntun og saga um geðræn vandamál) -Upplýsingar um viðbrögð við alls konar aðstæður, bæði frá þeim sem verið er að greina og öðrum sem þekkja viðkomandi vel, sé þess nokkur kostur (maki, foreldri) -Aðrar hlutlægar upplýsingar (t.d. sjúkraskrár, eldri greiningar/skýrslur) -Skorið úr um hvort einkennin séu þrálát og viðvarandi -Skorið úr um hvort um sé að ræða aðrar geðrænar greiningar sem betur eiga við en ADHD -Skorið úr um hvort um fylgiraskanir geti verið að ræða Um þessar mundir er talið að eftirfarandi samþættar meðferðarleiðir séu líklegastar til þess að skila bestum árangri við meðferð fullorðinna með ADHD og nýtast þeim best til að takast á við einkenni röskunar sinnar. Einstaklingsbundin meðferð sem hentar þörfum einstaklings með ADHD þarf því meðal annars að byggjast á: -Móta skipulag og aðferðir til að ná sem bestum árangri í starfi og stefna -Viðtölum við lækni, geðlækni og/eða sálfræðing að því að ná markmiðum -Ráðgjöf/meðferð (ætluð einstaklingi, hjónum og/eða fjölskyldu) -Fræðslu um ADHD (fyrir þann fullorðna og maka) til þess að auka skilning á röskuninni, áhrifum hennar á allt atferli og daglegt líf og hvernig best sé að takast á við einkennin -Sértækri þjálfun í reiðistjórnun, leiðum til að takast á við vandamál og félagsfærni -Aðstoð við að setja sér raunhæf markmið sem möguleiki er á að ná -Handleiðslu, sjá einnig hér að neðan -Stuðningi við að leita meðferðar við mögulegum fylgiröskunum -Lyfjameðferð (líkt og hjá börnum og unglingum, örvandi lyfjum og öðrum lyfjum vegna fylgiraskana, ef við á) -Náms- og starfsráðgjöf með það markmið að komast að sterkum hliðum einstaklingsins, námsaðferðum og hvað viðkomandi kýs sér helst með tilliti til starfskrafna og umhverfis. -Stuðningshópum (ADHD samtökin) -Að byggja upp og styðja við færni í skipulagningu, tímastjórnun, setningu markmiða og námsaðferðum -Aðlögun á vinnustað Fullorðið fólk með ADHD getur haft mikið gagn af ýmsum þeim aðferðum, stuðningi við og aðlögun að minnisþjálfun, skipulagningu, lesskilningi og ritun sem ætlaðar eru börnum og unglingum með ADHD. Handleiðsla er meðferðarleið sem nýtur mikillar hylli hjá fullorðnu fólki með ADHD. Hún byggist á langvarandi sambandi skjólstæðings og handleiðara þar sem sá fyrrnefndi fær stuðning og aðstoð við að: -Skilgreina markmið -Leita leiða til að ná sem mestu út úr sterkum hliðum og hæfileikum skjólstæðingsins -Móta aðgerðaáætlun um að ná markmiðum -Stuðla að því að skjólstæðingurinn sé einbeittur, geti tekist á við hindranir og komist yfir þær -Deila langtímaáætlunum niður í stutta áfanga sem skjólstæðingurinn hefur sýn yfir -Efla hæfni í tímastjórnun, skipulagningu og á öðrum sviðum þar sem veikleikarnir skaða afköst og frammistöðu Á vefsetrinu er að finna ýmsar upplýsingar um handleiðslu fullorðinna. Sjá einnig Fullorðið fólk með ADHD verður að taka ákvörðun um hvort það sé í þágu þess sjálfs að leita aðlögunar í starfi sínu með þeim afleiðingum að vinnuveitandinn fær upplýsingar um ADHD greiningu viðkomandi starfsmanns. Grípa má til ýmissa aðlögunaraðgerða á vinnustað, t.d. með því að: -Endurskipuleggja starfið, það er hvenær og/eða hvar starfið er unnið -Hafa ekkert í umhverfinu sem getur truflað við starfið -Leyfa starfsmanni að inna hluta starfs síns af höndum heima -Skipa hægt og greinilega fyrir -Gefa starfsmanninum bæði skriflegar og munnlegar leiðbeiningar -Veita sérstakan stuðning við skrifstofustörf ADHD hjá fullorðnum er enn að miklu leyti ókannað svið og athyglinni hefur ekki í alvöru verið beint að þessum hópi nema um nokkurra ára skeið. Víða eru þó fræðimenn að kynna sér þennan hóp og koma þær rannsóknir vonandi öllum til góða áður en langt um líður. Áhugasömum er bent á að leita til ADHD samtakanna í leit að frekari upplýsingum. Matthías Kristiansen þýddi 33

35 Sagan af Jane Jane hefur verið gift í 15 ár. Fyrir fjórum árum greindist 8 ára sonur hennar með ADHD. Það var búið að vera erfitt hjá Kyle í skólanum. Hann var greindur strákur en var alltaf á jaðrinum að falla. Kennurunum fannst hann mætti leggja meira á sig en hann gerði. Kvöldin fóru í heimalærdóm. Eftir að hann fékk greiningu varði Jane miklum tíma í að lesa bækur um ADHD og reyndi að grafa upp eins miklar upplýsingar af netinu og hún gat. Hún vissi að því meira sem hún kynni því meira gæti hún orðið Kyle að liði. Jane notaði tímann og spjallaði við aðra foreldra og fullorðna á spjallrásum sem tengdust ADHD. Því gat hún komið á skipulagi heima við. Kyle var umbunað fyrir að standa sig vel við heimalærdóminn. Kennararnir kenndu honum að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Svo byrjaði hann á lyfjum. Allt þetta lagðist á eitt til þess að koma á jákvæðum breytingum. Kyle varð á meðal þeirra efstu á einni önninni. Hann lagði harðar að sér og þó að honum færi aðeins afturábak, var það ekkert í líkingu við það sem áður var. Á heildina litið batnaði hegðun hans og einkunnir. Þetta var erfiðisvinna og fór mikið af tíma Jane í að stýra framgöngu hans í skólagöngu jafnt sem heima við. Eiginmaður Jane, Steve, sagði ekki mikið um málið. Hann hafði það á orði að Kyle myndi spjara sig, hann minnti sig á hann sjálfan þegar hann var barn. Hann trúði ekki á að ADHD væri til, en hélt því fyrir sjálfan sig og skipti sér ekki yfirleitt ekki af því. Hann lét öll afskipti af skólanum og heimanámi í hendur Jane. Álag í 34 vinnunni plagaði hann og átti það mestallan huga hans, og var ekki mikið eftir hjá honum til að passa barn sem ætti að geta klárað heimalærdóminn. Hann var oft pirraður þegar hann þurfti að vinna með Kyle og stóð sig stundum að því að öskra á son sinn, og fá síðan sektarkennd eftirá. Hann lét það því vera. Jane bar ein ábyrgðina, var oft útkeyrð en hafði að miklu leyti vanist því. Steve varð oft fjarlægur og lét daglegan rekstur á heimilinu yfirleitt lenda á henni. Jane gerði það sem hún þurfti að gera til að halda fjölskyldunni gangandi. Hún elskaði mann sinn og son og fékk sektarkennd ef hún var að sligast undan því að hugsa um þá. En nýir hlutir fóru að gerast þegar Jane fór að verja meiri tíma í að spjalla við aðra á netinu og í gegnum stuðningsgrúppu fyrir foreldra barna með ADHD. Hún lærði að ADHD gæti verið ættgengt og hún fræddist um fullorðna með ADHD. Því meira sem hún lærði því meira sá hún manninn sinn. Steve hafði verið í nokkrum vinnum eftir að þau giftu sig. Eftir nokkur ár var hann búinn að missa vinnuna eða orðinn svo áhugalaus að honum stóð alveg á sama. Síðasta starfið sem hann var í stóð hann sig vel í og átti möguleika á að fá stöðuhækkun. Eftir að hann stóðst ekki tímasetningar tvisvar sinnum var horft framhjá honum með stöðuhækkunina og hann varð mjög gramur og kenndi yfirmanni sínum um, sagði að honum líkaði ekki við sig. Þó voru viss verkefni sem Steve tók ábyrgð á heimavið eins og að laga til í bílskúrnum, viðhald á bílunum og slá grasið. Í bílskúrnum voru háir kassastaflar með dóti sem hann hafði skilið eftir óklárað síðast þegar hann var að vinna þar. Grasið var alltaf slegið þegar það var orðið of langt og einnig varði hann miklum tíma í að leita að skráningarskírteini bílanna, tryggingablöðum og fleira þegar hann var að fara að láta gera við þá eða halda þeim við. Hann var mislyndur; stundum hafði hann óstöðvandi orku en enga einbeitingu. En aðrar stundir hafði hann fulla einbeitingu en hélt fjölskyldu sinni frá sér til að klára verkefnin. Stundum sat hann í sófanum heilu dagana án þess að ætla að gera nokkurn skapaðan hlut. Jane varð staðfastari í því að maðurinn hennar væri með ADD. Uppgötvunin var að vissu leyti léttir fyrir hana vitandi að það var ástæða fyrir óreiðunni í lífi hans. Það var léttir fyrir hana að vita að það var hægt að ná stórkostlegum árangri á ADD með lyfjagjöf. Léttirinn stafaði fyrst og fremst af því að hún var orðin yfirkeyrð af þreytu eftir að sjá um heimilið ein. Það var líka léttir því að með réttri meðhöndlun gætu þau farið að njóta lífsins saman aftur eins og þau gerðu í byrjun. Álagið hafði valdið því að þau voru hætt að gleðjast saman og æ oftar stóð hún sig að því að vera að rífast við Steve yfir hlutum sem átti að vera búið að gera. Þó var hún ekki búin að vinna baráttuna. Steve neitaði því að hann hefði ADD. Hann staðhæfði að hann væri ekki sturlaður eða brjálaður. Hann sagði að hún vildi að sonur þeirra færi á lyf til að hún gæti stjórn-

36 að honum betur. Honum fannst að það þyrfti að vera meiri agi heima fyrir. Hann sagði henni að hætta með hann á lyfjum. Hann hafði náð þetta langt sjálfur og þess vegna væri ekkert að honum. Hún skildi eftir upplýsingar um ADD út um allt hús en Steve henti þeim. Hann var ákveðinn í því að hafna möguleikanum á að hann væri með ADD. Fullviss um að Steve væri með ADD og væri ekkert að gera í því, olli því að Jane varð pirruð út í allt það sem hann gerði vitlaust. Í hvert skipti sem hlutur var hálfkláraður byrjaði hún að kvarta, í hvert skipti sem hann kom heim og kvartaði yfir vinnunni sinni sýndi hún honum ekki samúð. Í hvert skipti sem hann týndi lyklum eða skjölum fann hún sér eitthvað annað að gera og hlustaði á hann ásaka aðra um að hafa fært hlutina sína til. Litlir hlutir sem pirruðu hana lítillega áður fyrr gerðu hana ofsareiða. Jane lét Kyle vera áfram á lyfjum án þess að láta Steve vita og leitaði áfram til læknis með hann. Hún vildi ekki sjá Kyle þjást vegna blindu Steves. Samband þeirra fór niður á við. Stundum vildi hún að hún hefði aldrei heyrt um ADD, óskaði sér að hún lifði í sama óminni og áður, takandi ábyrgð á næstum öllu, en án hinna daglegu deilna. Hún var viss um að annað hvort myndi hún fara frá Steve ef hann gerði ekki eitthvað í málunum, hún sá engan tilgang í því að vera áfram, eða að þau myndu vinna úr málunum. 15 ár er langur tími og maður gengur ekki svo auðveldlega í burtu. Hún elskaði Steve og margt af því sem hann sagði var rétt. Hann hafði alltaf getað séð um fjölskylduna, vann tvær vinnur þegar hann þurfti, þau voru góðir vinir, áttu mörg sameiginleg áhugamál og nutu oft samvista við hvort annað. Steve gat verið fyndinn og skapandi, hann gat séð húmor þar sem hún sá hann ekki, hann sagði skemmtilega frá og gat skemmt henni klukkutímum saman. Þetta var einu sinni. Nú þurfti hún að finna leið fyrir þau til að halda áfram. Líf þeirra var orðið stjórnlaust. Kvöld eitt hlustaði Jane á konu tala á vikulegum stuðningsfundi. Konan sagði henni sögu og það var sagan hennar. Hún kvartaði yfir sömu hlutunum, upplifði sömu ánægjuna og sömu óreiðuna og Jane. En einhvern veginn hafði hjónaband þeirra enst og fjölskyldan var í lagi. Eftir fundinn fór Jane til hennar og spurði hana hvað hún hefði gert og hvað hún sjálf gæti gert til að hjálpa hjónabandi sínu. Þótt hún væri ekki sérmenntuð eða sérfræðingur gat hún sagt henni skref fyrir skref hvernig henni hafði reitt af. Næstu mánuði hittust Jane og nýja vinkonan hennar vikulega til að tala saman og bjó Jane til vikuplan yfir aðgerðir til að bjarga hjónabandi sínu. Sérfræðingar komu hvergi nærri á þessu stigi. Þetta var ekki kraftaverkalækning og dugir ekki fyrir alla. Hægt er að aðlaga þetta að þínum aðstæðum eins og þér hentar í þeirri röð sem þú vilt. Þessi áætlun er ekki byggð á læknisfræðilegum lögmálum eða kenningum; hún er byggð á ást tveggja kvenna sem vildu bjarga hjónaböndum sínum. Taktu það sem þér geðjast að og hentu restinni. Þessar konur eru báðar ennþá giftar. Báðar eru á mismunandi stað í áætluninni og báðar hafa þær aftur eignast von um langa framtíð með eiginmönnum sínum. Þær hafa verið svo örlátar að deila þessu með mér í von um að það megi hjálpa öðrum. 1. Skildu afneitunina, hvaðan hún kemur og af hverju hún er þar. 2. Viðurkenndu sjálfan þig og maka þinn. Horfstu í augu við það hvar samband þitt er statt í augnablikinu. 3. Viðurkenndu ábyrgð þína í aðstæðunum. 4. Finndu þér hjálp í gegnum stuðningshópa, ráðgjöf eða vini. 5. Skildu fullorðna með ADD, bæði slæmu og góðu hliðarnar, og hvernig er best að eiga samskipti við þá. 6. Talaðu opið við maka þinn, láttu hann/hana vita að þú vilt ofar öllu halda í hjónabandið, að þú elskir hann/ hana og að þér sé annt um framtíð ykkar saman. 7. Ákveddu nákvæmlega hvað þú vilt frá sjálfum þér, lífi þínu og hjónabandi. 8. Ákveddu hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki frá þessum tímapunkti. 9. Settu nákvæm markmið og taktu eitt fyrir í einu. Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn Lögmenn Höfðabakka, Höfðabakka 9, 112 Reykjavík Sparisjóður Mýrdalshrepps, 310 Borgarnesi Tónastöðin, Skipholti 50d, 105 Reykjavík Össur Stoðtækni, Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík 35

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna

adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna adhd 2. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Fullorðnir með ADHD ADHD kemur oft öðruvísi fram hjá stúlkum og konum en piltum og körlum Nokkur ráð til að bæta samskiptin ADHD hjálpar mér að ná

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

adhd Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown fréttabréf ADHD samtakanna

adhd Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown fréttabréf ADHD samtakanna adhd 1. tbl. 22. árg. 2009 fréttabréf ADHD samtakanna Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown Gekk vel eða illa í skóla eftir viðmóti kennara Afmælisráðstefna ADHD Gauraflokkurinn Teymisvinna

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Hver er ég? Bjó í Svíþjóð í 11 ár Hef unnið í Barnavernd í 13 ár Er frelsaður í uppbyggingarstefnunni

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Fréttabréf ADHD samtakanna 3. tbl. 18. árgangur 2005 ADHD samtökin Meðal efnis í blaðinu : Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda Smárit um ADHD Fréttir af Sjónarhóli Hvað er ADHD þjálfun (coaching)?

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Áhrif hreyfingar á ADHD

Áhrif hreyfingar á ADHD Lokaverkefni í B.Sc. í íþróttafræði Áhrif hreyfingar á ADHD Könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD Maí 2017 Nafn nemanda: Dagmar Karlsdóttir Kennitala: 220193 2419 Leiðbeinandi:

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Aðalfundur ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna 1. tbl. 19. árgangur 2006 Meðal efnis í blaðinu : ADHD coaching Fræðslu- og ráðgjafarþjónustan Eirð kynning Hver ræður för? Málþing Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöð Flottur strákur með ADHD Landsbyggðin og

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason Lokaverkefni til B.Ed-próf Háskóli Ísland Menntavísindasvið Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma 10 ára afmælisrit stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma Ómetanlegt framlag í áratug Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fyrir áratug var félagið Einstök börn stofnað, félag sem

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir Lokaverkefni til Cand. Psych. gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

SORG Leiðbeiningabæklingur

SORG Leiðbeiningabæklingur SORG Leiðbeiningabæklingur Að takast á við missi og sorg Þetta er reynsla þriggja einstaklinga sem hafa upplifað missi. Faðir minn dó fyrir sex vikum eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Nú losna ég

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

BA ritgerð. Börn með ADHD

BA ritgerð. Börn með ADHD BA ritgerð Félagsráðgjöf Börn með ADHD Hvaða úrræði geta hentað innan skólakerfisins? Sveinn Ingi Bjarnason Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir maí 2017 Börn með ADHD Hvaða úrræði geta hentað innan skólakerfisins?

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information