HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

Size: px
Start display at page:

Download "HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA"

Transcription

1 Fréttabréf ADHD samtakanna 3. tbl. 18. árgangur 2005 ADHD samtökin Meðal efnis í blaðinu : Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda Smárit um ADHD Fréttir af Sjónarhóli Hvað er ADHD þjálfun (coaching)? Viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson Hvernig fræði ég barnið mitt um ADHD? Að hjálpa barni með ADHD í skólanum Hvaða hlutverki gegnir faðirinn í lífi sonar með ADHD Hittumst hópurinn Bókin um Sævar Viðburðir námskeið: Fræðslufundur ADHD samtakanna fimmtudaginn 20. október kl. 20:00 er fyrir afa og ömmur og ættingja barna með athyglisbrest og ofvirkni, hann fjallar um: HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Fyrirlesari er Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Fundurinn er haldinn í Safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda, sjá nánar bls. 3 Hittumst hópurinn fyrir unglinga í 9. og 10. bekk, sjá nánar bls. 12 Fullorðnir með ADHD fundir, sjá nánar bls. 7 Foreldrafundir sjá nánar bls. 8

2 Formannspistill Ágætu félagsmenn, Þá er haustönnin 2005 framundan. Ég vona að þið hafið átt gott sumarfrí með fjölskyldum og vinum og að haustið leggist vel í ykkur. Okkur hafa borist fyrirspurnir frá félagsmönnum um fræðslu fyrir afa og ömmur og aðra ættingja um ADHD og hvaða áhrif það hefur á fjölskyldulíf, svo ákveðið var að fræðslufundur haustannar tæki fyrir þetta efni. Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur verður fyrirlesari og við munum einnig boða sérstaklega til fundarins stuðningsfulltrúum í skólum og fleirum sem sinna stuðningi við börnin okkar í skólakerfinu og víðar. Þið skuluð því nýta þetta tækifæri og hvetja afa, ömmur og ættingja í stórfjölskyldunni til að koma á fyrirlesturinn og hlýða á hvað Gylfi Jón hefur fram að færa. Við þekkjum það öll að jafnvel nánustu ættingjar og aðstandendur skilja ekki hvernig stendur á þessum athyglisbresti og ofvirkni hjá barninu eða unglingnum og hvers vegna venjulegar uppeldisaðferðir duga ekki til. En það er okkur öllum mikilvægt og ekki síst börnum og unglingum með ADHD að fjölskyldan og þeir sem fjölskyldan er í samskiptum við hafi skilning á einkennum athyglisbrests og ofvirkni.t.d. er grundvallaratriði að allir viti um orsakir ADHD, að þær eru líffræðilegar, sem sagt truflun boðefna í miðtaugakerfinu, og barnið eða unglingurinn getur ekkert gert að þessu. Hjá samtökunum höfum við til langs tíma staðið að undirbúningi útgáfu smárita um ADHD sem lyfjafyrirtækið Janssen- Cilag fjármagnar. Allir félagsmenn eiga að hafa fengið send þessi smárit sem eru þrjú í pakka og auk þess var gefið út sérstakt smárit um kennslu nemenda með ADHD sem sent var öllum grunnskólakennurum á landinu í ágúst sl. í gegnum Kennarasamband Íslands. Sjá nánari umfjöllun um smáritin í kynningargrein í fréttabréfinu. Ennfremur er útgáfa barnabókar um ofvirkan dreng nú orðin að veruleika. Upphaflega kom bókin út í Noregi og er eftir norskan höfund, sem hefur samþykkt útgáfu bókarinnar hérlendis í íslenskri þýðingu. Í íslenskri þýðingu heitir hún Bókin um Sævar og kemur hún út nú í septembermánuði um svipað leyti og fréttabréfið berst til ykkar. Sjá nánari umfjöllun um bókina í kynningargrein í fréttabréfinu. Á þessari önn verður hópastarf af ýmsum toga á vegum samtakanna, sem við vonum að nýtist félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Fyrst er að nefna hópvinnu fyrir foreldra barna með hegðunarvanda, möguleiki er á að við förum af stað með tvo hópa ef margar umsóknir berast. Hittumst hópurinn fyrir unglinga í 9. og 10. bekk, mun verða með áherslu á að skemmta sér saman, um leið og sjálfsstyrking, hópleikir og æfingar í félagslegum samskiptum munu verða drjúgur þáttur í hópstarfinu. Nánari umfjöllun er um báða þessa hópa hér í fréttabréfinu, en hópstjórar eða leiðbeinendur er reynt fólk á sínu sviði. Foreldrafundirnir verða áfram á þessari önn, aðra hvora viku og vikulegir fundir fullorðinna með ADHD voru í gangi í allt sumar og halda áfram þar til annað verður ákveðið. En auk þess boðum við sérstaklega til tveggja stórra funda með fullorðnum með ADHD þar sem meiningin er að ná fram hugmyndaflæði um starfsemi samtakanna í þágu fullorðinna og fá fram hvaða áherslur fullorðnir félagsmenn með ADHD vilja sjá í starfseminni. Stjórn samtakanna finnst eðlilegt að fullorðnir félagsmenn með ADHD verði leiðandi í starfinu um þeirra málefni og við erum að vona að þessir fundir muni jafnframt bera úr býtum einstaklinga sem bjóða sig fram til að starfa að þeim verkefnum sem ákveðið verður að setja í forgang. Að lokum vil ég hvetja félagsmenn til að standa í skilum með árgjöld til samtakanna bæði fyrir þetta ár og í sumum tilfella skulda félagsmenn orðið fleiri en eitt árgjald. Við munum senda ítrekanir í gegnum viðskiptabanka okkar vegna árgjaldanna og vonum að félagsmenn hafi skilning á að árgjöldin eru einn af undirstöðustólpum undir starfsemi samtakanna og því er mjög mikilvægt að þau skili sér. Endilega látið okkur vita ef greiðsluseðlar hafa ekki borist ykkur. Ingibjörg Karlsdóttir formaður 2

3 Hópvinna fyrir foreldra Herdís Hólmsteinsdóttir og Unnur Heba Steingrímsdóttir. Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda Foreldrar sem eiga börn þar sem venjulegar uppeldisaðferðir virka ekki eru oft orðin ráðalaus og finna sig vanmáttug. Skilaboð frá umhverfinu eru oft neikvæð og í þá veru að foreldrið sé lélegt foreldri og ekki að standa sig í uppeldishlutverkinu. Foreldrar einangrast oft af þessum sökum og fá lítinn stuðning. Þess vegna er hópvinna gott úrræði fyrir foreldra barna með hegðunarvanda. Hvað er í brennidepli hjá foreldrum þar sem börn ganga stöðugt yfir mörkin? Algengar hugleiðingar frá yfirkeyrðum foreldrum geta verið: Hvernig foreldri er ég? Af hverju gengur allt betur hjá öðrum? Hvert er hlutverk mitt? Hvar er ég að bregðast? Get ég tekið gagnrýni? Hvernig gagnrýni ég? Er ég góður hlustandi? Hvernig túlka ég eða skil? Mistúlka ég? Leyfi ég barninu/unglingnum að njóta sín? Hvernig? Hvernig nýt ég mín heima / í vinnunni / við tómstundir? Hvernig gengur mér að setja mörk? Hvernig leysum við úr ágreiningi á heimilinu? Foreldrasamvinna? Hvaða völd hef ég eða við foreldrarnir / hvaða völd hefur barnið? Í hópvinnunni er sjónarhorninu beint að: 1) Líðan foreldra og viðhorfum þar sem mikilvægt er að líta á erfiðleikana sem ákveðið og eðlilegt sorgarferli sem nauðsynlegt er að horfast í augu við og ganga í gegnum. Unnið er með sektarkenndina sem fylgir þeirri upplifun að mistakast stöðugt í foreldrahlutverkinu og með uppgjöfina, ekkert virkar. Foreldrum hjálpað að viðurkenna eigin líðan og þarfir, horfast í augu við sársauka og sorg sem fylgir því oft að eiga barn með vandamál sem tengjast hegðun og líðan og átta sig á að mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri útkomu er að sinna sjálfum sér sem einstakling með sínar eigin þarfir. 2) Sjálfstyrkingu fyrir foreldra. Hvernig hægt er að deila vandanum með öðrum foreldrum í sömu sporum og fagfólki sem hefur þekkingu og reynslu af vandamálinu og færni í sjálfstyrkingarvinnu. Hve mikil áhrif það getur haft fyrir foreldra að fá tækifæri til að gefa frá sér og þiggja af öðrum veganesti og hvernig það getur nýst á nýjan hátt, t.d. við að fá kjark til að prófa sig áfram og fá svörun og stuðning jafnóðum. Einnig getur markviss fræðsla um sjálfstyrkingu leitt af sér umræður sem snerta á djúpan hátt reynslu hvers og eins þátttakanda. 3) Uppeldishlutverkinu. Hve mikilvægt er að þekkja vandann og viðurkenndar leiðir til að takast á við hann. T.d. að þekkja rétt sinn og leiðir í kerfinu og hvernig jákvæð og lausnarmiðuð viðhorf auka möguleikana og geta skipt sköpum um góða útkomu. Samantekt Herdís Hólmsteinsdóttir og Unnur Heba Steingrímsdóttir Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda Leiðbeinendur: Unnur Heba Steingrímsdóttir og Herdís Hólmsteinsdóttir geðhjúkrunarfræðingar Byrjar fimmtudaginn 6. okt. kl. 17 Alls 8 skipti á fimmtudögum frá kl. 17 til 18:30. Fjöldi þátttakenda alls 9 manns. Námskeiðsgjald fyrir eitt foreldri kr Námskeiðsgjald fyrir báða foreldra kr Námskeiðið er eingöngu fyrir félagsmenn sem hafa staðið í skilum með árgjöld. Námskeiðsgjald þarf að greiða fyrirfram. Sjá nánar umfjöllun um innihald hópvinnunnar í greininni hér á síðunni. Möguleiki er á að farið verði af stað með tvo hópa ef umsóknir verða margar. 3

4 Smárit Smárit um ADHD Allir félagsmenn eiga nú að hafa fengið send smáritin um ADHD. Hér er á ferðinni einstaklega falleg útgáfa þriggja smárita þar sem leitast er við að skýra út grundvallaratriði um ADHD eins og þau snúa að barninu, unglingnum og fjölskyldunni. Auk þess var gefið út eitt smárit í viðbót um kennslu nemenda með ADHD. En það smárit hefur verið sent til allra grunnskólakennara á landinu í gegnum Kennarasamband Íslands. Lyfjafyrirtækið Janssen-Cilag hefur staðið að útgáfu þessara smárita í samstarfi við ADHD samtökin og jafnframt er samstarf við Janssen- Cilag um dreifingu smáritanna. Smáritin þrjú saman í pakka sem fjalla um fjölskylduna og ADHD, unglinga og ADHD og verkefnahefti fyrir börn er enn fremur dreift til barnalækna, barnageðlækna, barnataugasérfræðinga, geðlækna, heimilislækna, sálfræðinga, skólahjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga sem í starfi sínu koma að málefnum barna og unglinga með ADHD með tilboði um að panta meira ef þörf er á. Barna- og unglingageðdeildin Dalbraut, Eirð fræðslu- og ráðgjafarþjónusta um uppeldi og geðheilsu barna og unglinga og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fá eintök send eftir þörfum. Félagsþjónusta og skólaþjónusta sveitarfélaga og þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar fá einnig eintök send eftir þörfum. Leikskólar fá einnig send öll smáritin. Með þessari vönduðu og fallegu útgáfu smárita um ADHD eru samtökin að leggja sitt af mörkum í samstarfi við Janssen- Cilag til að koma á framfæri til sem flestra sem vinna með börnum og unglingum fræðsluefni um einkenni ADHD og hvernig ADHD hefur áhrif á alla fjölskylduna, og síðast en ekki síst að koma þessu fræðsluefni til allra grunnskólakennara landsins. Markmiðið með útgáfunni og þessari dreifingu er vitanlega að hafa áhrif á viðhorf og skapa skilning fyrir málefnum barna og unglinga með ADHD og fjölskyldna þeirra. Allir sem skrá sig í samtökin fá send smáritin þrjú fyrir fjölskylduna ásamt fréttabréfum og bæklingum samtakanna. Öllum sem óska eftir að fá smáritin send er velkomið að hafa samband við skrifstofu ADHD samtakanna og við munum bregðast við pöntunum. Ef upplag smáritanna klárast er fyrirsjáanlegt að þau verði endurútgefin hið snarasta, ef eftirspurn er mikil. Samantekt Ingibjörg Karlsdóttir 4

5 Sjónarhóll Verkefni 2: Ráðgjöf fyrir starfsfólk Velferðarsviðs og þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar. Sjónarhóll-ráðgjafarmiðstöð ses. tekur að sér að veita starfsfólki Velferðarsviðs og þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar sérhæfða ráðgjöf og fræðslu um þarfir fjölskyldna barna með sérþarfir fyrir félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu og mögulega samræmingu á þjónustu milli mismunandi þjónustukerfa með þennan hóp í huga. Þessi ráðgjöf getur farið fram að ósk Velferðarsviðs með samtölum, samráðsfundum, þátttöku í vinnuhópum eða með umsögnum um hugmyndir að þjónustuúrræðum á vegum borgarinnar. Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Andrés Ragnarsson, formaður stjórnar Sjónarhóls og Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls. Þjónustusamningur milli Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar ses. undirritaður Tilgangur samningsins er að nýta reynslu og þekkingu starfsfólks Sjónarhóls á aðstæðum fjölskyldna barna með sérþarfir í þeim tilgangi að bæta þjónustu við foreldra barna með sérþarfir í Reykjavík. Samningurinn er til þriggja ára og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiðir Sjónarhóli ráðgjafarmiðstöð ses kr. á ári fyrir þrjú skilgreind verkefni eða samtals kr. á samningstímanum. Sjónarhóll hefur að leiðarljósi að samþætta þjónustu og skapa skilning á aðstæðum fjölskyldna barna með sérþarfir í samfélaginu. Áætlað er að meira en helmingur þeirra sem sækja þjónustu til Sjónarhóls séu Reykvíkingar. Á fyrstu fimm starfsmánuðum Sjónarhóls leituðu foreldrar 90 barna ráðgjafar hjá Sjónarhóli eða að meðaltali foreldrar 18 barna á mánuði. Af þessum 90 börnum voru 50 úr Reykjavík. Á grundvelli þessara upplýsinga er samið um eftirtalin verkefni, mælikvarða um árangur og ákveðinn fjölda vinnustunda sem starfsfólk Sjónarhóls leggur af mörkum til þeirra: Verkefni 1: Ráðgjöf fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Starfsmenn Sjónarhóls veita foreldrum barna með sérþarfir ráðgjöf um félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu og annast milligöngu um mögulega samræmingu á þjónustu milli mismunandi þjónustukerfa ef nauðsyn krefur. Verkefni 3: Almenningsfræðsla. Samningsaðilar sameinast um fræðslustarf og námskeiðahald varðandi þarfir og aðstæður fjölskyldna barna með sérþarfir sem brýnt er að vekja athygli á hverju sinni. Stefna skal að einu námskeiði eða ráðstefnu og einum fræðslufundi á ári. Undir samninginn rituðu Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar ses. Frekari upplýsingar veita: Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð ses., Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, sími: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, sími:

6 Vi tal kunningja að setja upp og gefa út bók. Undir jól 1998 þurfti ég svo að fá laun einhversstaðar og réði mig í markaðs- og sölustörf hjá Japis sem var 100% staða. Sama dag og ég mætti var tæknimaðurinn rekinn og gekk ég sjálfkrafa í hans starf einnig. Í stuttu máli má segja að ég hafi í 12 mánuði unnið 16 tíma á dag 7 daga vikunnar. Leiksýningin fór á hausinn og haustið 1999 var ég búinn að vera. Ég hafði enga stjórn á lífi mínu. Á þeim tímapunkti fór ég til Grétars Sigurbergssonar geðlæknis sem svo vísaði mér áfram á Sigríði Benediktsdóttur sálfræðing. Í framhaldi af því greindist ég með athyglisbrest og vott af ofvirkni. Viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson Áhugi minn á Vilhjálmi kviknaði þegar hann skýrði frá því á fyrirlestri fyrir fullorðna með ADHD að hann væri undir leiðsögn business coach sem hjálpaði honum að breyta um stefnu í lífinu og sættast við sjálfan sig. Vilhjálmur kemur frá góðu heimili. Honum gæti kannski hafa verið lýst sem fljótfærum eða klunnalegum, en ekkert sem vakti grunsemdir foreldranna um nokkuð óeðlilegt. Í skóla gerði hann stundum fljótfærnisvillur. Hoppaði yfir smáatriði sem urðu til þess að hann skilaði af sér lakari verkefnum eða prófum. Samt var hann alltaf í hærri kantinum í einkunnum svo engan grunaði neitt. Í gagnfræðiskóla gerði vart við sig þunglyndi hjá Vilhjálmi, sem síðar ágerðist. Engum datt í hug að það plagaði strákinn, þó þunglyndis gætti í ættinni hans. Í raun var það fátt sem benti til athyglisbrests á þessum árum og námið gekk í raun furðuvel. Smá yfirkeyrsla á þriðja ári í menntaskóla hristi þó upp í honum en Vilhjálmur komst aftur á sporið. Á árunum stundaði Vilhjálmur nám í leiklistaskóla í Bretlandi. Eftir heimkomuna var hann í góðu jafnvægi og ef eitthvað var nýttust birtingarmyndir athyglisbrestsins honum í leik og starfi frekar en að hefta för. Hjólin fóru að snúast leyfum Vilhjálmi að eiga orðið: Ég fór mjög langt niður í þunglyndi árið og þar er kannski einhverskonar vendipunktur í lífi mínu. Ég setti upp leiksýningu þar sem ég sá um markaðssetningu, framleiddi og fjármagnaði, framkvæmdastýrði, lék annað hlutverkið ásamt öllu hinu sem til féll. Ofan á þetta bættust sambúðarslit með tilheyrandi álagi, íbúðarkaup og sala svo ekki sé minnst á sálartetrið. Ég fór í endurmenntun í Háskóla Íslands þar sem ég tók á einu ári 13 eininga nám. Ekki má gleyma litlum aukaverkum í tölvumálum og auglýsingalestri sem alltaf hafa fylgt mér ásamt því að hjálpa Með þessa vitneskju upp á vasann vann ég áfram með Grétari. En í fyrsta skipti ekki aðeins með þunglyndið heldur líka með ADHD. Og það breytti miklu. Ég tók Rítalín í ein 2 ár ásamt Serótínvirkum lyfjum, hitti Grétar reglulega og fræddist um hinar ólíklegustu hliðar ADHD. Mesta hjálpin fannst mér vera í bókinni Driven to Distraction (eftir Hallowell og Ratey) og svo Internetinu. Það var svo mín ákvörðun að hætta á lyfjunum og taka á mínum málum frá öðrum hliðum. Það sem kannski var mikilvægast var að í stað þess að vinna fyrst á þunglyndinu þá snéri ég mér að ADHD hlutanum. Reyndi að ná tökum á slæmu hlutunum og nýta mér kostina, því hafi maður stjórn á hlutunum þá getur athyglisbrestur og jafnvel ofvirkni nýst manni á ólíklegustu stöðum. Mér fannst allavega frábært að geta lesið bókina, fylgst með tíu fréttum og svarað kærustunni á sama tíma þó hún væri kannski ekki jafn sátt við mig!!! Að öllu gamni slepptu þá gerði þetta það að verkum að þunglyndið fór þverrandi. Eins og Grétar grunaði hefur ADHD verið undirliggjandi þáttur alla tíð og í hvert skipti sem ég vann á þunglyndinu var ég aðeins að fást við afleiðingarnar en ekki orsökina. Árið 2003 og þremur rekstraraðilum seinna var svo fyrirtækið sem ég vann hjá keypt af stóru fyrirtæki. Hlutir fóru í í fastari skorður. Starf mitt þróaðist hægt og rólega

7 Vi tal í það að verða tæknimanns-staða en það var ekki starfið sem ég upphaflega réði mig í og hentaði mér engan veginn. Mér fór að leiðast og ef andlegt ástand er slappt þá koma ADHD einkennin sterkar fram. Ég var orðinn þreyttur og fólk sá það. Ég var greinilega ekki að vinna úr vandanum sjálfur og þunglyndið skaut aftur upp kollinum. Upp á við Ég lenti í fjórhjólaslysi árið 2004 og tók hælbein úr lið. Þannig varð slysið til að það hægðist á öllu lífi mínu. Ég varð að fara að plana hlutina betur með tillit til hækjanna og endurhæfingarinnar. Um leið gaf ég mér tíma til að líta í eiginn barm. Ég fékk augastað á framkvæmdastjórastöðu og sótti um en fékk ekki. Hins vegar fór boltinn að rúlla og mér sjálfum sem og öðrum á vinnustaðnum var orðið ljóst að hugurinn stefndi annað. vettvangi. Við veltum upp verkefnum sem ég hafði fyrir löngu svæft. Í lokin átti ég pott af hugmyndum frá sjálfum mér til að vinna úr. Þú átt að hafa gaman af vinnunni þinni. Ég er leikhúsmenntaður og vil vera á þeim vettvangi - en það er ekki þar með sagt að ég þurfi að vinna í leikhúsi. Ég gæti alveg eins fengið útrás fyrir sköpunargáfuna við að setja upp fyrirtæki eða við kennslu. Nú spyr ég bara: Hvað vil ég vinna? Hvað get ég gert? Hvað hentar mér? Þaðan tek ég svo kúrsinn áfram. Staðan Í dag: Ég veit hvert ég er að stefna í dag. Ég hugsa um heilsuna og stunda líkamsrækt af krafti. Í samvinnu við Grétar ákvað ég að prófa Concerta (Rítalín forðatafla) í 12 mánuði og taka svo stöðuna þegar þar að kemur. Vissulega væri gott að vera í vel launuðu starfi en ég kýs frekar að vera í vinnu sem ég hef gaman af þó launin séu lægri. Mest um vert kannski er að litli kallinn á öxlinni sem alla tíð hefur minnt mig á að ég geti gert betur, að ég sé klaufi og þar fram eftir götunum hann er horfinn. Ég er hættur að rífa sjálfan mig niður þegar illa gengur. Ég kann leið upp og ég kann leið til að vera góður við sjálfan mig. Ég klappa mér á bakið og segi við sjálfan mig að þetta sé bara ADHD, glotti út í annað og held áfram. Sjálfsvinnu minni er ekki lokið. Ég hitti einkaþjálfann reglulega og fer yfir stöðuna. Rifja upp markmiðin og endurmet forsendurnar. Það er lykilatriði að skilja hvað ADHD er. Við erum öll ólík og við verðum að finna leiðir sem virka fyrir okkur. Munum að þegar vel tekst til breytast einkenni ADHD í eiginleika sem fáir aðrir hafa. Viðtal við Vilhjálm Hjálmarsson unnið af Sigríði Jónsdóttur. Eins og öðrum í fjölskyldunni leist bróður mínum ekki á hvert stefndi hjá mér. Hann hafði sjálfur notast við business coach í sínum störfum erlendis og skipaði mér að leita til samskonar einkaþjálfa hér heima síðasta haust sem ég og gerði. Einkaþjálfunin kom til mín á hárréttum tíma. Í samvinnu við minn einkaþjálfa hjá IMG tók ég saman ógrynni af hugmyndum og mótaði nýja stefnu fyrir sjálfan mig í starfi sem leik. Í byrjun átti sér stað 3ja mánaða samfelld vinna. Þú hittir þjálfann einu sinni í viku, tekur allskyns áhugasviðs- og persónuleikapróf, færð heimaverkefni og skoðar í kjölinn hvað það er sem virkilega skiptir þig máli. Þjálfinn heldur þér stíft við efnið, fylgir því eftir að maður haldi markmið sín og staðan svo sífellt endurmetin. Þessi markmið geta verið allt frá vinnumálum, yfir í heilsuna og sjálfsræktina, niður í það að kaupa loksins nýja rúmið sem alltaf hafði verið látið sitja á hakanum. Einkaþjálfinn hjálpaði mér að finna mína styrkleika og forma hugmyndir. Nú er það mitt verk að nýta þetta til verka á nýjum Fullorðnir með ADHD athugið! Fundirnir á miðvikudögum kl sem hafa verið síðan í apríl halda áfram í vetur á sama tíma og sama stað þ.e. á Háaleitisbraut 13, fundarherbergi 4. hæð. Allir fullorðnir með ADHD velkomnir. Auk þess er sérstaklega boðað til tveggja stærri funda þar sem allir fullorðnir félagsmenn með ADHD eru hvattir til að mæta og tjá sig um hvaða áherslur þeir vilja sjá í starfi samtakanna í málefnum fullorðinna. Tilgangurinn er að starfsemi samtakanna taki sem mest mið af brýnustu hagsmunamálunum hverju sinni að mati félagsmanna. Fundirnir verða tvo laugardaga þ.e. 15. okt. og 22. okt. kl Staðsetning er stóri fundarsalurinn á 4. hæð Háaleitisbraut 13. Fundarstjórar verða Bergljót Guðmundsdóttir og Svava Hólmarsdóttir fulltrúar í stjórn ADHD samtakanna. Við viljum minna á að hægt er að panta tíma á skrifstofu ADHD samtakanna í greiningu fyrir fullorðna sem vilja fá úr því skorið hvort þeir greinist með athyglisbrest og ofvirkni. Ágústa Gunnarsdóttir sálfræðingur hefur verið ráðin áfram hjá samtökunum til að sinna eingöngu greiningum fullorðinna. Sjá nánar í síðasta fréttabréfi. 7

8 adhd fljálfun Hvað er ADHD þjálfun (coaching)? ADHD coaching þýðir þjálfun fyrir einstaklinga með ADHD ADHD þjálfun (coaching) er samvinna milli þjálfara (coach) og einstaklings með ADHD sem ætluð er til að hjálpa honum til að lifa áhrifaríkara og fyllra lífi með því að dýpka skilning hans, bæta frammistöðu og auka þannig lífsgæði og lífshamingju hans. Einstaklingar með ADHD þurfa að horfast í augu við atriði tengd ADHD sem geta haft áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Meðal þeirra er ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur. Algengt að einstaklingar með ADHD þurfi hjálp við að trúa á sjálfa sig, oftar en ekki trúa þeir því að þeir geti ekki náð markmiðum sínum því þeir eru með ADHD. ADHD þjálfari (coach) hjálpar skjólstæðingum sínum að skilja hvað ADHD er og hvernig það hefur áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Auk þess hjálpar ADHD þjálfari (coach) skjólstæðingi sínum að skipuleggja sig, að setja sér markmið til að hann geti eignast fyllra og hamingjuríkara líf og hvetur hann áfram. Þjálfun (coaching) hjálpar einstaklingum með ADHD að vinna að markmiðum sínum, hrinda úr vegi fyrirstöðu í lífinu, vinna á algengum ADHD vanda eins og tímastjórnun, skipulagsleysi, lélegri sjálfsmynd og öðlast skýrari hugsun til að starfa á áhrifaríkari hátt. ADHD þjálfari (coach) hefur fulla trú á skjólstæðingum sínum, þeir eru færir um að finna svörin sjálfir og hefur hann ávallt í huga að hver og einn einstaklingur hefur sína einstöku hæfileika. Sigríður Jónsdóttir ADHD þjálfun (coaching) hjálpar skjólstæðingum: Að skilja að erfiðleikar hans eru vegna ADHD en ekki vegna þess að hann er gallaður. Að skoða vandlega þá þætti sem skjólstæðingurinn þarf að taka á. Að styrkja sjálfsvitund sína og færni til sjálfsskoðunar til að bæta ákvarðanatöku og frammistöðu. Að breyta viðhorfum þegar hann kemst ekki áfram ( þ.e.a.s lærir að vinna með frestunaráráttu, fullkomnunaráráttu, halda sér við verkefni og að verða samkvæmur sjálfum sér). Að verða meðvitaðri um hvaða aðferðir hann þarf að nota til að læra og vinna og hvaða leiðir hann kýs að fara í þeim efnum til að bæta frammistöðu á því sviði. Að standa með sjálfum sér og tjá sig um þarfir sínar, og setja mörk. ADHD þjálfun (coaching) getur verið mikilvægur hluti af vinnu einstaklinga með ADHD til að bæta líf sitt. Undirstaða þjálfunar (coaching) ferlisins er að hvetja til þess að skjólstæðingur með ADHD taki ábyrgð á sjálfum sér. Greinin er þýdd og endursögð af Sigríði Jónsdóttur sem er í sérhæfðu ADHD coaching fjarnámi í USA og útskrifast í apríl blog.central.is/sirrycoach Foreldrafundir Fyrirspurnir sendist á sirryj@btnet.is Foreldrafundirnir halda áfram í vetur en þeir verða annan hvorn þriðjudag kl , frá og með 13. september. Staðsetning fundarherbergi 4. hæð á Háaleitisbraut 13. Umsjón Sigríður Jónsdóttir (Sirrý) og Erla Kristjánsdóttir 8

9 Hvernig fræ i ég barni mitt Hvernig fræði ég barnið mitt um athyglisbrest og ofvirkni? Eftir Kathleen Nadeau, Ph.D. og Patricia Quinn, M.D. Margir foreldrar hafa áhyggjur af því að gefa barni sínu merkimiðann ADHD. Öðrum finnst nauðsynlegt að ræða um ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni við barnið sitt en þeir vita ekki hvar þeir eiga að byrja eða hvað þeir eiga að segja. Þetta er erfitt verkefni fyrir alla foreldra, ekki síst vegna þeirrar neikvæðu ímyndar sem athyglisbrestur og ofvirkni hefur í hugum margra. En það hefur líka slæm áhrif að segja barninu ekki frá þessu. Ef fólki gefst tækifæri til að ræða við fullorðinn einstakling með ADHD sem aldrei hefur fengið skýringu á því hvers vegna lífið er svona erfitt áttar það sig fljótt á mikilvægi þess að fá vitneskju um ADHD eins snemma og mögulegt er. Hvers vegna er það barni þínu mikilvægt að öðlast vitneskju um ADHD? Þótt þú forðist að nota ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni merkimiðann getur barnið samt fengið á sig merkimiða á borð við letihaugur, viðutan eða heimskingi. Hugsaðu málið, eru þessir merkimiðar nokkuð skárri? Það er mjög mikilvægt fyrsta skref í átt til þess að takast á við þau vandamál sem fylgja ADHD að vita að maður sé með ADHD. Segir þú barninu þínu það sem þú veist verður það að fjölskylduverkefni að takast á við öll þau vandamál sem fylgja ADHD. Fremur ólíklegt er að barnið þitt sé eini fjölskyldumeðlimurinn með þetta vandamál. Um 40% líkur eru á að annað hvort foreldranna sé líka með ADHD og ekki er ólíklegt að systkini glími einnig við vandann. Ef fjölskyldan tekst í sameiningu á við ADHD finnst barninu það njóta viðurkenningar og að það sé ekki eitt á báti. Það er alls ekki alslæmt að vera með ADHD. Þar sem skipulag skólastofa hentar illa börnum með athyglisbrest og ofvirkni veldur það oft neikvæðri mynd af barninu í skólaumhverfinu. Fólk með ADHD hefur marga jákvæða eiginleika, það hefur sköpunargáfu, er kraftmikið og ákaflynt og býr jafnvel yfir ofureinbeitingu. Þau einkenni sem oft gera barninu erfitt fyrir í skólastofunni geta reynst vera jákvæðir kostir seinna meir í lífinu. Hafi barnið þekkingu á ADHD á æskuárum sínum getur það leitt til þess að ykkur gangi betur en annars að leysa vandamál því tengd í sameiningu. Þannig aukast líkur á að því gangi vel síðar meir á lífstíðinni. Þú skalt ræða um ADHD í samræmi við aldur og skilning barnsins. Hér á það sama við og um önnur flókin málefni að skýra þarf ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni fyrir ungum börnum á þann hátt sem þau geta skilið. Það er mjög mikilvægt að drekkja ekki barninu í upplýsingum eða faglegum hugtökum sem það hefur ekki forsendur til að skilja. Hafðu í huga að það er jafn mikilvægt hvernig þú talar við barnið þitt um ADHD og hvað þú segir því. Þú skalt fjalla um ADHD á raunhæfan en þó uppbyggilegan hátt. Segðu barninu að allir séu góðir í einhverju og slakari í öðru. Oft er gagnlegt að lýsa því sem við er átt með sínum eigin sterku og veiku hliðum og þeim erfiðleikum sem foreldrið gæti hafa glímt við í æsku. Segðu barninu að þú ætlir að hjálpa því að takast á við þau vandamál sem fylgja ADHD. Aðstoðaðu barnið við að uppgötva og þróa sínar sterku hliðar. Því betur sem þér gengur að ræða um ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni, þeim mun auðveldara á barnið þitt með það að læra að takast á við vanda sinn. Segðu barninu að það sé ekki eitt í heiminum. Ef foreldrið er sjálft með ADHD getur reynst gagnlegt að tala um sinn eigin vanda við barnið. Æ, þar sauð ég pylsurnar aftur svo þær sprungu. Ég fór víst að hugsa um eitthvað annað þegar ég átti að vera að hugsa um pylsurnar af því að ég er með ADHD, eða Hvert í logandi, ég týndi bíllyklunum aftur. Geturðu hjálpað mér við að finna aðferð til þess að komast hjá því að týna þeim svona oft? Segðu barninu þínu frá jákvæðum dæmum um fólk með ADHD sem nýtur velgengni. Til eru sögur um frægt íþróttafólk, leikara, stjórnmálamenn, gamanleikara og viðskiptamenn með ADHD. Þú gefur barninu fjölbreyttari sýn á ADHD en annars með því að fjalla um ástandið frá ýmsum hliðum. Því fylgja vissulega vandamál en það er vel hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir ADHD ef maður bara gætir þess að nýta sér sínar sterku hliðar. Ræddu um ADHD sem verkefni, ekki sem afsökun. Gættu þess þó vel að fjölskyldan takist í sameiningu á við það verkefni í stað þess að láta barnið gera það eitt síns liðs. Leggðu áherslu á sterkar hliðar barnsins, ekki á þá ágalla sem fylgja ADHD. Lélegt sjálfsmat er ein alvarlegasta afleiðing þess að vaxa úr grasi með ADHD sem ekki hefur verið meðhöndlað. Það er afleiðing af endalausri gagnrýni, að skammast sín stöðugt og fara hjá sér, að geta ekki staðið jafnfætis öðrum sem kannski eru ekki jafnvel gefnir en án þess að skilja ástæðurnar. Nánari upplýsingar um hvernig fræða á börn um ADHD: Ung börn (6-10 ára): Learning to Slow Down and Pay Attention eftir Kathleen Nadeau og Ellen Dixon Stálpuð börn (9-13 ára): Putting on the Brakes eftir Patricia Quinn og Judith Stern Putting on the Brakes, verkefnabók eftir Patricia Quinn og Judith Stern Best of Brakes eftir Patricia Quinn og Judith Stern Þýðing Matthías Kristjánsson 9

10 A hjálpa barni Að hjálpa barni með ADHD í skólanum Eftir Patricia Quinn, M.D. og Kathleen Nadeau, Ph.D. Eitt helsta áhyggjuefni foreldra barna með ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni er hvaða áhrif vandinn hefur á frammistöðu í námi. Börn með ADHD eiga oft í vandræðum með að einbeita sér að náminu í skólanum, þau eiga erfitt með að hlusta á leiðbeiningar kennarans og muna þær og illa gengur að ljúka hverju verki á réttum tíma. Komdu á samskiptum og samstarfi við skóla barnsins Það er lykilatriði að koma á gagnkvæmu samstarfi heimilis og skóla. Kennararnir þurfa að fá að vita hvaða leiðir foreldrar velja til þess að aðstoða barn sitt með ADHD. Sé það gert vinna allir að því sameiginlega markmiði að hjálpa barninu við að öðlast sjálfstæði og ná árangri í námi. Skólinn þarf að fá upplýsingar um greiningu barnsins, meðferð og þær ráðleggingar sem gefnar eru um nám þess þannig að hægt sé að móta námsáætlun. Fyrir öllu er að koma á stöðugum og opnum tengslum við kennara barnsins. Vertu í samstarfi við kennara barnsins um að finna lausnir á vanda barnsins vegna ADHD eða athyglisbrests og ofvirkni. Flestir hafa mikið að gera og þá er ekki alltaf auðvelt að koma á fundi við kennara barnsins en ýmsar aðrar leiðir standa þó til boða: Talið reglubundið saman í síma eða sendið netpóst. Setjið upp samskiptabók sem barnið ber á milli skóla og heimilis og sem kennarinn getur skráð í athugasemdir vegna barnsins. Þú getur einnig fært inn upplýsingar sem mikilvægt er að kennarinn viti af, eftir því sem með þarf. Færðu kennaranum nokkur frímerkt umslög stíluð á þig sem hann eða hún getur notað til þess að senda þér mikilvægar upplýsingar þegar þannig stendur á fremur en að nota barnið sem sendiboða. Tileinkaðu þér leiðir til þess að draga úr árekstrum vegna heimanáms Láttu barnið taka virka hlutdeild í öllum ákvörðunum um heimanámið. Ekki er hægt að komast hjá heimanámi en það eru margir möguleikar í boði hvað varðar hvenær og hvernig það er unnið. Hjálpaðu barninu þínu við að átta sig á því hvenær og hvernig því gengur best að vinna með heimanámið. Sum börn þurfa að komast út og hreyfa sig mikið áður en þau takast á við heimanámið, önnur þurfa að slappa vel af. Enn öðrum finnst best að ljúka því fyrir kvöldmat. Sum börn verða að hafa foreldrana inni hjá sér til þess að fara ekki út af sporinu. Ýmsum finnst best að einbeita sér með tónlist í eyrunum, önnur verða að hafa algjöra þögn. Hvettu barnið þitt til þess að reyna fleiri en eina aðferð við heimanámið. Búðu til daglega áætlun um heimanám sem hentar sem best þörfum barnsins í samráði við það. Hvettu svo barnið til þess að standa við áætlunina uns hún verður að föstum vana. Fjarlægðu það sem getur hindrað barnið í að ljúka við heimanámið. Það er sama hvort um er að ræða sjónvarp, síma eða SMS-skilaboð, fjarlægja ber eftir þörfum allt það sem truflar heimanámið uns verkefninu er lokið. Ef barnið tekur ofvirknilyf þarf það að vera á lyfjunum á meðan það vinnur heimanámið eða tekur þátt í tómstundastarfsemi að afloknum skóladegi. Gættu þess vandlega að barnið vinni erfiðustu námsverkefnin sín og skrifleg verkefni á þeim tíma sem virkni lyfjanna er hvað mest. Reyndu ekki að vera einkakennari barnsins. Þetta þýðir ekki að þú getir ekki leiðbeint því öðru hverju. En ef barnið þarf mikla aðstoð, glímir við námsörðugleika eða á mjög erfitt með að skipuleggja sig, stjórna tíma sínum eða ljúka langtímaverkefnum þarf það á aðstoð sérkennara eða annars sérfræðings að halda. Ekki vinna verkefnin fyrir barnið þitt. Ef þú notar mikinn tíma til þess að hjálpa barninu og/eða vinnur mikinn hluta verkefnanna fyrir það, tekurðu frá því möguleikann á að takast á við sinn ADHD-vanda. Styddu við barnið og uppörvaðu það og reyndu að sannfæra það um að það geti tekist á við hann. Bent er á eftirfarandi bækur: Moms with ADHD eftir Christine A. Adamec Learning to Slow Down and Pay Attention eftir Kathleen Nadeau og Ellen Dixon Putting on the Brakes eftir Patricia Quinn og Judith Stern Putting on the Brakes verkefnabók eftir Patricia Quinn og Judith Stern The Best of Brakes eftir Patricia Quinn og Judith Stern Þýðing Matthías Kristjánsson 10

11 Hva a hlutverki gegnir fa irinn 3. Þegar vandamál kemur upp skaltu hjálpa honum að komast út úr því á rólegan hátt og ræða möguleika og hugsanlegar lausnir. Leggðu áherslu á að allir verða bæði að gefa og taka í mannlegum samskiptum. Hvaða hlutverki gegnir faðirinn í lífi sonar með ADHD? Eftir Patrick J. Kilcarr Ph.D og Patricia Quinn, M.D. Menn hafa ekki eytt miklu púðri í að kynna sér og rannsaka það hlutverk sem feður gegna í lífi drengja með ADHD. Við höfum tekið mörg og umfangsmikil viðtöl við feður og niðurstaða okkar er sú að hlutverki þeirra í uppeldi barna með ADHD sé almennt lítill gaumur gefinn. Mæður hafa lagt mikið af mörkum við að auka skilning okkar á því hvernig ADHD kemur fram í daglegu atferli en yfirleitt höfum við lítið heyrt um reynslu feðra af uppeldi þessara barna. Feður búa yfir sérstakri og mikilvægri þekkingu á sonum sínum með ADHD Þegar við ræðum við feður um reynslu þeirra kemur í ljós að þeir hafa oft ótrúlega næman skilning á því hvernig samskipti bæta annað hvort eða hindra tilfinningalega, félagslega og atferlislega velgengni sona með ADHD. Samskipti feðra við börnin geta haft mikil áhrif á það hvernig þeim tekst að nýta sérstaka hæfileika sína og getu samtímis því að draga sem mest úr þeim neikvæðu áhrifum sem athyglisbresturinn og/eða ofvirknin geta haft. Aldrei verður lögð nógu mikil áhersla á það að með réttri aðstoð og tilfinningalegum stuðningi getur sonur með ADHD náð jafngóðum eða betri árangri en jafnaldrar hans sem ekki kljást við vandamálið. Ábendingar til feðra um hvernig styðja má syni til aukinnar velgengni: 1. Hver faðir þarf að leggja mikla áherslu á umhyggju sína, ást og trú á soninn. Þú verður því að vera vakandi fyrir ýmsum smáatriðum og hrósa þegar við á til þess að styrkja hann, t.d. með því að segja: Þú varst mjög duglegur að leggja á borðið. Þakka þér fyrir hjálpina. 2. Hvettu son þinn til að taka þátt í því að finna lausnir á vandamálum. Sem dæmi má nefna þegar hann þarf að velja á milli þess að fara í afmæli hjá félaga sínum sem er á sama tíma og æfing í íþróttum. Hvaða lausnir er hægt að finna á því vandamáli? Þannig færðu son þinn til þess að sætta sig við þá lausn sem málið fær vegna þess að hann sér að tekið er tillit til hans og skoðana hans. 4. Viðurkenndu mistök þín þegar þú hefur rangt fyrir þér. Þetta er grundvallaratriði í því að gera syni þínum skiljanlegt að öllum getur orðið á og hvað hægt er að gera til að bæta úr því. Tökum dæmi: Mér þykir það leitt að ég skyldi slá þig vegna þess hvernig þú hegðaðir þér. Ég varð öskureiður og missti stjórn á skapi mínu. Ég gerði mistök og ég ætla að reyna eins og ég get að hafa stjórn á mér þegar ég reiðist. 5. Gerðu þitt besta til að reyna að sjá fyrir aðstæður sem upp geta komið og valda vandamálum eða samskiptaerfiðleikum. Ræddu alla þá þætti sem geta komið upp fyrir ákveðinn viðburð. Ef vandamál koma upp þarf að vera ljóst hvaða afleiðingar ákveðin framkoma eða atferli hefur. 6. Hafðu afleiðingarnar einfaldar og viðeigandi. Ef þú lokar son þinn inni í herbergi í hálfan dag fyrir að missa út úr sér óviðeigandi orð gerir það málið bara hálfu verra og gæti leitt til þess að honum finnst vonlaust að reyna að bæta fyrir brot sitt. Réttu honum frekar björgunarhring þegar það er mögulegt, t.d. með því að segja: Nú skaltu fara inn til þín í tíu mínútur og svo skulum við tala saman um hvernig þú tekst á við reiði þína í næsta sinn. 7. Leggðu þig fram um að hafa tiltæka agaáætlun sem þú hefur samið um við konu þína eða fyrrverandi maka. Þegar foreldrar beita mismunandi uppeldis- og ö gunarað ferð um er innbyrð is ósamkomulag eitt helsta vandamálið við uppeldi barna með ADHD. Bent er á bókina Voices from Fatherhood eftir Patricia Quinn og Patrick Kilcarr Þýðing Matthías Kristjánsson 11

12 Hittumst hópurinn það verður hinn sameiginlegi reynslugrunnur sem starfið byggist á. Hópstarfið fer fram í íþróttasal SLF á Háaleitisbraut 13, einnig verður hægt að hafa afnot af fræðslusal Sjónarhóls þegar þess þarf. Ingibjörg Valgeirsdóttir, Björn Vilhjálmsson og Harpa Ýr Erlendsdóttir Hittumst hópurinn Hittumst hópurinn er fyrir unglinga í 9. og 10. bekk grunnskóla og mun hópurinn hittast vikulega í október og nóvember 2005, eða átta sinnum alls. Hittumst hópurinn er hugsaður sem vettvangur félagsstarfs þar sem áhersla verður lögð á jákvæða og skemmtilega samveru allra í hópnum. Þegar hópurinn hittist verður tekist á við ýmis verkefni og æfingar sem þjálfa samskipti og ýta undir þroska einstaklingsins, bæði persónulega og í hóp.en fyrst og fremst er ætlunin að eiga góðar og innihaldsríkar samverustundir þar sem við getum verið við sjálf en jafnframt uppgötvað og prófað nýja eiginleika hjá okkur sjálfum. Hópstarfið mun byggjast á aðferðafræði reynslunáms (experiential learning) sem er óhefðbundin námsaðferð sem byggir á að skoða og uppgötva eiginleika og hæfileika einstaklinganna með því að taka virkan þátt í starfi hóps og með því að fá endurgjöf frá hópnum. Hópurinn tekst á við ýmis verkefni og æfingar, og Leiðbeinendur hópsins eru frá þjálfunarfyrirtækinu Áskorun ehf og eru: Björn Vilhjálmsson kennari og verkefnastjóri í Hinu Húsinu (ÍTR). Hann hefur starfað í fjölmörgum verkefnum með ungu fólki á undanförnum 25 árum og þjálfað starfsfólk sem vinnur að æskulýðsmálum, innanlands og erlendis. Ingibjörg Valgeirsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur. Hún hefur starfað í félagsmiðstöðvum ÍTR og fjölmörgum verkefnum með ungu fólki undanfarin 15 ár. Hún starfar nú sem forstöðumaður Unglingasmiðjunnar Stígs í Reykjavík og sinnir auk þess ýmsum þjálfunarverkefnum fyrir starfsmenn í æskulýðsmálum. Auk þess leggur SLF til einn leiðbeinanda í hópstarfið, en hún heitir Harpa Ýr Erlendsdóttir og er iðjuþjálfi hjá SLF. Samantekt Björn Vilhjálmsson Hittumst hópurinn Sjálfsstyrking, hópleikir og æfingar í félagslegum samskiptum. Fyrir unglinga með ADHD í 9. og 10. bekk. Byrjar miðvikudaginn 5. október kl. 16 Alls 8 skipti á miðvikudögum kl Þátttakendur alls 15 unglingar. Hópstjórar Björn Vilhjálmsson, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Harpa Ýr Erlendsdóttir Námskeiðsgjald kr Námskeiðið er eingöngu fyrir félagsmenn sem hafa staðið í skilum með árgjöld. Námskeiðsgjald þarf að greiða fyrirfram. Sjá nánar umfjöllun um innihald hópvinnunnar í greininni hér á síðunni. Athugið að hjá félagsþjónustu sveitarfélaga og á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar er mögulega hægt að sækja um styrki vegna tómstunda barna og unglinga á grundvelli reglna um fjáhagsaðstoð. (T.d. hjá Reykjavíkurborg sjá velferðarsvið fjárhagsaðstoð reglur um fjárhagsaðsstoð 16. gr. B) 12

13 Bókin um Sævar þjónusta fyrir börn með ADHD í grunnskólum landsins er enn sem komið er tilviljanakennd. Víða er verið að gera góða hluti en því miður er víða pottur brotinn. Það er engin tilviljun að stór hluti þeirra sem leitað hafa til Sjónarhóls eru foreldrar barna með ADHD sem leita þangað vegna erfiðleika barnsins í skólanum sem ekki hefur tekist að vinna úr í samstarfi foreldra og skóla. Bókin um Sævar Útgáfa barnabókar um ofvirkan dreng er eftir langa meðgöngu orðin að veruleika. Stjórn samtakanna hefur reynt að vanda til þessarar útgáfu eins og unnt er og niðurstaðan var sú að við leituðum til Iðunnar Steinsdóttur barnabókahöfundar til að þýða texta bókarinnar þannig að hann höfðaði til barna. Matthías Kristiansen þýðandi kom einnig að þýðingu og gerð þessarar bókar. Barnavinafélagið Sumargjöf og Kvenfélagið Borghildur sem stóð fyrir áheitasiglingum sumarið 2004 styrktu útgáfu bókarinnar um Sævar. Hér með er komið á framfæri þökkum til þeirra beggja fyrir stuðninginn, sem hefur gert samtökunum kleift að standa að þessari útgáfu. Í norskri útgáfu heitir bókin Den förste boken om Sirius og í kjölfarið hafa fylgt fleiri bækur um sama dreng og sama efni. Umfjöllunarefni bókarinnar er tvær stuttar frásagnir úr daglegu lífi drengs með athyglisbrest og ofvirkni. Reynt er að skýra út á eins einfaldan hátt og hægt er hvað greiningin athyglisbrestur og ofvirkni felur í sér og hvernig sú taugaröskun hefur áhrif á daglegt líf drengsins, ekki síst í samspili við umhverfi hans. Mörg okkar hafa orðið vör við að viðhorf til barna með athyglisbrest og ofvirkni geta verið frekar neikvæð, sérstaklega e.t.v. í skólaumhverfinu, þar sem börnin standa ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra og hafa í raun ekki forsendur til þess. Nokkuð augljóst er að neikvæð viðhorf og fordómar stafa fyrst og fremst af skorti á þekkingu á málefninu og einkennum ADHD. Við hjá samtökunum höfum í gegnum félagsmenn orðið áþreifanlega vör við að viðhorfin sem og Það er von okkar hjá samtökunum að Bókin um Sævar verði lesin í fyrstu bekkjum grunnskólans og í leikskólum landsins, en eins og við vitum er eitt eða fleiri börn með ADHD greiningu í hverjum bekk skv. niðurstöðum rannsókna á tíðni ADHD greininga. En hlutverk samtakanna er m.a. að stuðla að fræðslu um einkenni ADHD til sem flestra sem í starfi sínu vinna með börnum og unglingum. Ein leiðin til þess að hafa áhrif á viðhorf bæði barna og fullorðinna til einstaklinga með athyglisbrest og ofvirkni og auka skilning á þessari duldu fötlun er í gegnum útgáfu svona barnabókar. Ef Bókin um Sævar fær góðar viðtökur er ekki útilokað að samtökin ráðist í enn frekari útgáfu á framhaldsbókunum eftir sama höfund. Bókin um Sævar verður seld á skrifstofu samtakanna á kr til skilvísra félagsmanna og hægt verður að panta hana í gegnum netpóst eða síma, ganga frá greiðslu eftir samkomulagi og fá hana senda heim. Bókin verður seld öðrum en félagsmönnum á kr Ennfremur munum við koma bókinni á framfæri í helstu bókabúðum. Bókin um Sævar er prýdd fjölda fallegra vatnslitamynda eftir Marianne Mysen, en höfundur hennar er Lisbeth Iglum Rönhovde. Samantekt Ingibjörg Karlsdóttir 13

14 Tilkynningar og íslenskar bækur Tilkynningar: Upplýsinga - og fræðsluþjónusta: Að Háaleitisbraut 13, 3. hæð er opin alla virka daga frá kl: 13-15, sími , adhd@adhd.is Lokað er vegna sumarfría frá 1. júlí til 15. ágúst Breyting á heimilishögum: Félagar tilkynnið um breytta hagi s.s. heimilisfang símanúmer gsm númer og netföng. Það auðveldar okkur alla vinnu og að koma réttum upplýsingum til ykkar. Senda inn netföng: Þeir félagar sem ekki hafa sent inn netföng sín og utanfélagsmenn sem óska eftir að komast á póstlista félagsins eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á adhd@adhd.is með upplýsingum um nafn og félagsmenn kennitölu svo tryggt sé að sem flestir félagar fái upplýsingar um það sem er að gerast hjá félaginu sent á netpósti. Árgjald: Þeir félagar sem enn eiga eftir að greiða árgjald síðasta árs eru eindregið hvattir til að gera skil hið fyrsta, því það skiptir okkur hjá félaginu miklu máli að fá þessar tekjur svo við getum notað þær í ykkar þágu. Ef greiðslu / gíróseðill hefur tapast má leggja inn á reikning félagsins sem er: , kt Munið eftir að láta kennitölu félagsmanns fylgja með og greina frá fyrir hvaða ár verið er að greiða. Eldri árgjöld: Sú ákvörðun var samþykkt á aðalfundi ADHD samtakanna þann 9. mars 2004, að gera þá félagsmenn ÓVIRKA sem áttu ógreidd 3 eldri árgjöld til félagsins. Þeim verður ekki tilkynnt sérstaklega að þeir séu farnir af skrá. Þeir munu ekki fá send gögn, upplýsingar á netpósti né njóta sérkjara fyrr en staðan skýrist. Hafa má samband við skrifstofuna og fá upplýsingar um ógreidd félagsgjöld. Munið að skuldlausir félagar njóta sérkjara hjá félaginu þegar námskeið og önnur tilboð eru í gangi. Bóksala: Hjá félaginu eru til sölu eftirfarandi bækur: Ofvirknibókin og Þroski og hegðunarvandi. Þetta eru prýðis góðar bækur um athyglisbrest með eða án ofvirkni og skyldar raskanir. Skuldlausir félagar njóta sérkjara. Einungis seldar á skrifstofunni eða á námskeiðum. Bréf frá lesendum: Félagar - foreldrar - fagfólk og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að láta í sér heyra er kemur að málefnum barna og fullorðinna með ADHD. Allar greinar - ljóð - ráð - trix og tips og frásagnir eru vel þegnar. Verið dugleg að senda okkur bréf og látið heyra meira frá ykkur. Hvar liggja áherslurnar? Bendið okkur á áhugaverðar heimasíður og greinar um ADHD. ÁHUGASAMIR FÉLAGAR Stjórn ADHD samtakanna leitar að áhugasömu og dugmiklu fólki til ýmissa verkefna í þágu félagsins. Verkefnin geta verið margvísleg t.d. fræðslumál, útgáfumál, fjáröflun og félagsmál. Hópamyndanir félagsmanna t.d. sjálfstyrking foreldrar og börn. Hafið samband við skrifstofu félagsins í síma: á virkum dögum á milli kl: 13:00 og 15:00 eða í netpósti adhd@adhd.is. Minningarsjóður Sveins Más Gunnarssonar Minningarsjóðurinn var stofnaður af Láru I. Ólafsdóttur tannlækni, ekkju Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis. Markmið sjóðsins er að styrkja starfsemi Upplýsinga- og fræðslumiðstöðvar um málefni tengd ADHD (DAMP/misþroska) í samstarfi við ADHD samtökin. Sjóðurinn á að þjóna bæði fagfólki og foreldrum með ráðgjöf, útgáfu fræðsluefnis, fyrirlestrum, námskeiðum eða tækjabúnaði. Þeim sem vilja minnast Sveins Más er því vinsamlegast bent á að láta framlög sín renna til Minningarsjóðsins, bankareikningur: kt Hægt er að nálgast minningarkort sjóðsins með því að hringja á skrifstofu ADHD samtakanna í síma á opnunartíma kl alla virka daga eða í netpósti adhd@adhd.is. Öllum velunnurum sjóðsins er þakkaður stuðningur á liðnum árum. Íslenskar bækur sem mælt er með fyrir fullorðna með ADHD Fegraðu líf þitt Leiðarvísir að góðum degi Höf. Victoria Moran, ísl. þýð. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, útg. Salka (uppseld hjá forlaginu, til í bókaverslunum). Láttu ljós þitt skína Fegurð yst sem innst Höf. Victoria Moran, ísl. þýð. Hildur Hermóðsdóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir, útg. Salka. Á morgun segir sá lati listin að framkvæma strax Höf. Rita Emmett, ísl. þýð. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, útg. Salka. Gríptu til góðra ráða Höf. Guðríður Adda Ragnarsdóttir, útg. Skólaþjónusta Eyþings, Akureyri. (Mjög góð bók, uppseld hjá forlagi en möguleiki að fá lánaða á bóka- og skólabókasöfnum). 14

15 Bækur og heimasí ur Nýjar bækur á bókasafni ADHD samtakanna: Answers to Distraction Höf. Edward M. Hallowell M.D. og John J. Ratey M.D. Sömu höfundar bókarinnar Driven to Distraction svara algengustu spurningum um athyglisbrest. Understanding Girls with AD/HD Höf. Kathleen G. Nadeau, Ph.D., Ellen B. Littman, Ph.D., Patricia O. Quinn, M.D. Women with Attention Deficit Disorder Höf. Sari Solden, MS, MFCC Attention Deficit Hyperactivity Disorder in Adults Höf. Paul H. Wender, M.D. You, Your Relationship and Your ADD Höf. Michael T. Bell, ED.S., LPC,NCC Your defiant child, 8 steps to better behavior Höf. Russel A. Barkley, PhD. og Christine M. Benton View from the Cliff, A course in Achieving Daily Focus Höf. Lynn Weiss, Ph.D. ADHD Book Living Righ Now? Höf. Martin L. Kutscher, M.D. What does everybody else know that I don t? Höf. Michele Novotni, Ph.D. Gagnlegar heimasíður Ísland: Danmörk: Svíþjóð: Noregur: Aðrar íslenskar vefsíður : Sjónarhóll Ofvirknibókarvefurinn Regnbogabörn Fyrir lesblinda Davis kerfið; greining og leiðrétting Fjölskyldumiðstöðin Systkinasmiðjan Aðrar erlendar vefsíður : (Bretland) (USA) (Um ADHD hjá stelpum og konum) (ADHD próf) Leitarorð: adhd, add, damp. Leitarvélar: about.com google.com leit.is ADHD samtökin til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir Skrifstofa ADHD samtökin, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Sími: Netfang: adhd@adhd.is Heimasíða: Kennitala: Bankareikningur: Stjórn: Ingibjörg Karlsdóttir, formaður Styrkár R. Hjálmarsson, varaformaður Svava Hólmarsdóttir, gjaldkeri Bergljót B. Guðmundsdóttir, ritari Sigríður Jónsdóttir, meðstjórnandi Varamenn: Ása G. Ásgeirsdóttir Björk Þórarinsdóttir Starfsmaður stjórnar: Anna Rós Jensdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi Útgefandi: ADHD samtökin Hönnun: Hnotskógur Prentun: Prentmet Útgáfa 3 fréttabréf á ári Upplag: eintök Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Karlsdóttir Fulltrúar í aðalstjórn ÖBÍ: Aðalmaður: Styrkár R. Hjálmarsson Varamaður: Ása G. Ásgeirsdóttir Fagráð ADHD samtakanna: Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar Ingibjörg Georgsdóttir, tryggingarlæknir Tryggingastofnun ríkisins Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Menntasviðs Reykjavíkurborgar Málfríður Lorange, taugasálfræðingur hjá BUGL og Eirð Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 15

16 VI BORGUM AF ÍBÚ ALÁNINU FYRIR fiig ENNEMM / SÍA / NM17798 Dæmi um mána ari gjald af KB Lánavernd m.v. 10 milljóna kr. KB Íbú alán til 40 ára og a KB Lánavernd taki yfir grei slur af láninu í u.fl.b. flrjú ár.* Aldur Karl Kona 25 ára 360 kr. 296 kr. 35 ára 502 kr. 487 kr. 45 ára kr. 998 kr. *Mi a er vi reyklausan einstakling me kr. vátryggingarfjárhæ. Alvarleg áföll gera sjaldnast bo á undan sér og fleir sem fyrir fleim ver a eru oft illa í stakk búnir a kljást vi fjárhagsskuldbindingar eins og grei slur af íbú arhúsnæ i. KB Lánavernd tryggir grei slur afborgana og vaxta KB Íbú aláns vi andlát e a alvarlegan sjúkdóm samkvæmt skilmálum tryggingarinnar. Nánari uppl singar og umsókn má nálgast í fljónustuveri KB banka í síma , á kbbanki.is e a í næsta útibúi. KB Lánavernd er unnin í samvinnu vi KB líf, dótturfélag KB banka.

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Aðalfundur ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna 1. tbl. 19. árgangur 2006 Meðal efnis í blaðinu : ADHD coaching Fræðslu- og ráðgjafarþjónustan Eirð kynning Hver ræður för? Málþing Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöð Flottur strákur með ADHD Landsbyggðin og

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti

Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti Fullorðnir glíma líka við ADHD Viðtal við Grétar Sigurbergsson geðlækni Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum 50 ráð við athyglisbresti...kemst ekkert áfram á fíflagangi og kjaftavaðli Viðtal við

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

adhd Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown fréttabréf ADHD samtakanna

adhd Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown fréttabréf ADHD samtakanna adhd 1. tbl. 22. árg. 2009 fréttabréf ADHD samtakanna Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown Gekk vel eða illa í skóla eftir viðmóti kennara Afmælisráðstefna ADHD Gauraflokkurinn Teymisvinna

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Hver er ég? Bjó í Svíþjóð í 11 ár Hef unnið í Barnavernd í 13 ár Er frelsaður í uppbyggingarstefnunni

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work

Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work BÓKARUMFJÖLLUN Höfundur: Ogden W. Rogers Harrisburg, PA: White hat Communications, 2013. 248 bls. ISBN: 978-1-929109-35-7 Höfundur

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna

adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna adhd 2. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Fullorðnir með ADHD ADHD kemur oft öðruvísi fram hjá stúlkum og konum en piltum og körlum Nokkur ráð til að bæta samskiptin ADHD hjálpar mér að ná

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal

Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Áfallaáætlun fyrir leikskólann Dal Hanna María Ásgrímsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed. gráðu í Leikskólakennarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Apríl 2009 Lokaverkefni til B.Ed.

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til

More information

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Eru unglingar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H.

Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda. Helga Sigurðadóttir Valentina H. Mikilvægi starfsmannaþjálfunar fyrir starfsfólk sem vinnur með einhverfum með hegðunarvanda Helga Sigurðadóttir Valentina H. Michelsen Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Þroskaþjálfaræði

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu.

N á m s tæ k n i. Árangur. Stuðningur. Tímaskipulag. Upplýsingar. Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. N á m s tæ k n i Gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér að hafa betri stjórn á náminu þínu. Árangur Viðhorf Sjálfsþekking Hugmyndir Hjálpartækni Verkefnavinna Áætlunargerð Upplýsingar Tímaskipulag

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Að alast upp við alkóhólisma Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista Gerður Sif Stefánsdóttir Október 2009 Leiðbeinandi: Halldór S. Guðmundsson Aðstoðarleiðbeinandi: Erla

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma

10 ára afmælisrit. stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma 10 ára afmælisrit stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma Ómetanlegt framlag í áratug Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fyrir áratug var félagið Einstök börn stofnað, félag sem

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information