adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna

Size: px
Start display at page:

Download "adhd Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10 fréttabréf ADHD samtakanna"

Transcription

1 adhd 2. tbl. 21. árg fréttabréf ADHD samtakanna Fullorðnir með ADHD ADHD kemur oft öðruvísi fram hjá stúlkum og konum en piltum og körlum Nokkur ráð til að bæta samskiptin ADHD hjálpar mér að ná árangri í kennslu nemenda með raskanir Skyn, félag nemenda með sértæka námsörðugleika Bókakynning: Fikt og fasthygli Margt afreksfólk er með ADHD, ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. BLS. 10

2 Efnisyfirlit Formannspistill...3 Tök á tilverunni Staðan í dag og vegvísar til framtíðar Dagskrá afmælisráðstefnu ADHD samtakanna...4 Stelpur og konur með ADHD...5 Kennari með ADHD... 8 Fullorðnir með ADHD Skyn, félag nemenda með sértæka námsörðugleika...13 Bókakynning: Fikt og fasthygli...14 Nokkur ráð til að bæta samskiptin FYRIR ALLA SEM VILJA STANDA GILOFA Stuðnings- og ferðasokkar cotton summer EÐA VERÐA AÐ SITJA. Styðja við BLÓÐFLÆÐIÐ Fást m.a. í Iljaskinni, Lyfju og Lyf og heilsu. winter ADHD samtökin ADHD samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra. ADHD samtökin Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík Sími Netfang adhd@adhd.is Vefsíða Kt Bankanr Starfsmaður skrifstofu Anna Guðrún Júlíusdóttir upplýsinga- og fræðslufulltrúi Sálfræðingur ADHD samtakanna Ágústa Gunnarsdóttir, greiningar fullorðinna Stjórn: Ingibjörg Karlsdóttir, formaður Arnór Már Másson, varaformaður Björk Þórarinsdóttir, gjaldkeri Kristjana Ólafsdóttir, ritari Erla Björg Kristjánsdóttir, meðstjórnandi Gréta Jónsdóttir, meðstjórnandi Ólafur Torfason, meðstjórnandi Varamenn: Sigríður J. Sighvatsdóttir Eir Pjetursdóttir ADHD fréttabréfið: Útgefandi - ADHD samtökin Hönnun og umbrot - Hringbrot Ljósmyndari - Haraldur Guðjónsson Ábyrgðarmaður - Ingibjörg Karlsdóttir Prentun - Prentmet Upplag eintök Fulltrúar í aðalstjórn ÖBÍ Aðalmaður - Ingibjörg Karlsdóttir Varamaður - Björk Þórarinsdóttir Fagráð Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar Hákon Sigursteinsson sálfræðingur Þjónustumiðstöð Breiðholts Málfríður Lorange taugasálfræðingur hjá BUGL og GBU Stefán J. Hreiðarsson barnalæknir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Grétar Sigurbergsson geðlæknir, Læknastöðin Kringlunni 2

3 Formannspistill ADHD hjá konum, afmælisráðstefna og áhugaverðar rannsóknir Stöðugt verðum við vör við meiri umfjöllun um málefni fullorðinna með ADHD í fjölmiðlum og víðar. Ekki er vanþörf á, því þessi hópur fólks hafði lengi hvorki aðgengi að greiningu né meðferð eða annarri þjónustu. Dropinn holar steininn eins og máltækið segir og smátt og smátt er þeim að fjölga sem greinast með ADHD. Sá hópur leitar í kjölfarið til ýmissa sérfræðinga og fagaðila sem hafa þekkingu á ADHD. Til að upplýsa lesendur sem grípa í þetta tímarit og vita takmarkað um hvað er ADHD þá kemur hér ágætis skilgreining sem ég las í einni skýrslu nýverið: ADHD er alþjóðlega viðurkennd röskun á taugaþroska sem kemur fram sem frávik í athygli, virkni og sjálfsstjórn sem eru það mikil að þau valda einstaklingnum, fjölskyldu hans og umhverfi víðtækum og langvinnum vanda. Þótt ADHD birtist á barnsaldri nær vandinn oft til fullorðinsára og hamlar viðkomandi að ná þeim árangri í námi, starfi og einkalífi sem annars væri. Í þessu tölublaði leggjum við sérstaka áherslu á að fjalla um ADHD eða athyglisbrest og ofvirkni/ hvatvísi hjá konum. Því miður hefur í gegnum tíðina ekki verið fjallað nægilega um stelpur og konur með ADHD. Þar af leiðandi eru margar konur sem hafa átt erfitt líf vegna ADHD einkenna án þess að fá greiningu, meðferð og ráðgjöf. Framundan á haustdögum eða nánar tiltekið þann 25. og 26. september verður haldin ADHD ráðstefna í tilefni af 20 ára afmæli samtakanna, sjá nánar á Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um fullorðna með ADHD og skólamál barna með ADHD. Erlendu fyrirlesararnir á ráðstefnunni eru þrír og einn þeirra er Dr. Thomas E. Brown sálfræðingur sem er sérlega skýr og áheyrilegur fyrirlesari. Hann hefur mikla klíníska reynslu af starfi með fullorðnum með ADHD og hann notar mikið raunveruleg dæmi til útskýringar. Fyrir þá sem vilja auka skilning sinn og þekkingu á ADHD hjá fullorðnum, þá er óhætt að mæla með þessari ráðstefnu, en Dr. Brown verður með þrjá fyrirlestra þar. Ekki má gleyma að benda á að ADHD fylgja jafnframt ýmsir styrkleikar sem koma sér vel í leik og starfi. Upp til hópa er um að ræða kraftmikla og hugmyndaríka einstaklinga, sem geta hugsað hratt og reynst úrræðagóðir á ögurstundu. Samkvæmt Dr. Brown og fleiri sérfræðingum í ADHD skiptir öllu máli að finna áhugasvið þeirra sem glíma við þessa taugaboðefnatruflun, þá er eins og einkennin dvíni og áhuginn verður athyglisbrestinum yfirsterkari. Þetta getur hljómað ruglingslega, en þetta er staðreynd. Mörg dæmi eru um einstaklinga sem hafa náð langt í lífinu þrátt fyrir ADHD. Hérlendis eru nú hafnar áhugaverðar rannsóknir á fullorðnum með ADHD. Haustið 2008 mun fara í gang rannsókn hjá geðdeild Lsh. á árangri meðferðar fullorðinna með ADHD. Ennfremur er í gangi rannsókn á afbrotamönnum með ADHD. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast þekkingu á barnæsku og lífshlaupi afbrotamanna með ADHD á Íslandi. Helgi Þór Gunnarsson MA nemi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands vinnur rannsóknina. ADHD samtökin styrkja rannsóknina ásamt Fangelsismálastofnun. Rannís styrkir báðar rannsóknirnar. Að lokum vil ég þakka Svövu Hólmarsdóttur samstarfið í stjórn samtakanna undanfarin ár og bjóða Ólaf Torfason velkominn sem aðalmann í stjórn. Einnig vil ég bjóða Eir Pjetursdóttur velkomna sem varamann í stjórn. Foreldrar og aðrir félagsmenn vinsamlegast athugið að vegna þess að gefinn verður út ADHD afmæliskálfur sem dreift verður með Fréttablaðinu á heimili á landinu þá verður ekki gefið út fréttabréf á haustönn Öll námskeið og slíkt verður því auglýst í gegnum tölvupóst til ykkar og á vefsíðu samtakanna. Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna.

4 2 ára ADHD samtökin tök á tilverunni staðan í dag og vegvísar til framtíðar ADHD ráðstefna á Hilton reykjavik nordica 25. og 26. september 2008 Fimmtudagur 25. september 8:15 Ráðstefnugögn afhent. 8:45 Ávarp og opnun. 9:00 Thomas E. Brown Ph.D.: New developments in understanding ADHD and its complications. 10:30 Kaffihlé 11:00 Ragnheiður Fossdal líffræðingur: Erfðarannsókn á ofvirkniröskun og athyglisbresti. 11:30 Veggspjaldakynningar - höfundar verða á staðnum. 12:00 Hádegishlé 13:00 Thomas E. Brown Ph.D.: Strategies for medications and other treatments for ADHD. 14:00 Matthías Halldórsson aðst.landlæknir: Metýlfenídatnotkun meðal barna og fullorðinna á Íslandi. 14:30 Grétar Sigurbergsson geðlæknir: ADHD á Íslandi frá sjónarmiði geðlæknis. 15:00 Kaffihlé 15:30 Salur A Bóas Valdórsson sálfræðingur : Sumarbúðir fyrir drengi með ofvirkni/ athyglisbrest og skyldar raskanir. Salur B Magnús F. Ólafsson sálfræðingur: Gæðarannsókn á þjónustuteymum í skólum fyrir börn með ADHD og skyldan vanda. 15:5050 Salur A Dagmar Kr. Hannesdóttir sálfræðingur Ph.D.: Snillingarnir. Þjálfun í samskiptum, tilfinningum, sjálfstjórn og athygli barna með ADHD. Salur B Halla Helgadóttir sálfræðingur: Notkun heilarita til greiningar á athyglisbresti ti með ofvirkni. 16:10 Salur A Ásdís A. Arnalds félagsfr. M.A.: Upplifun foreldra af að eiga barn greint með ADHD - niðurstöður rannsóknar. Salur B Skýrsla félagsmálaráðuneytis: Hvernig bæta má þjónustu við börn og unglinga með ADHD og skyldar raskanir. 17:00 Móttaka fyrirlesara og ráðstefnugesta. 8:15 Ávarp. Föstudagur 26. september 8:30 Katheen Nadeau Ph.D.: Building an ADD- friendly life. 9:30 Thomas E. Brown Ph.D. : The unrecognized role of emotions in ADHD: Implications for social interaction. 10:30 Kaffihlé 11:00 Sandra Rief M.A.: Reaching and teaching children with ADHD. 12:00 Hádegishlé 13:00 Kathleen Nadeau Ph.D.: Helping your child learn how to slow down and pay attention. 14:00 Vinnusmiðjur með Kathleen Nadeau og Sandra Rief (e. informal workshop). 15:00 Kaffihlé 15:30 Salur A Sigrún Harðardóttir félagsráðgjafi M.S.W., námsráðgjafi og kennari: Framhaldsskólinn og nemendur með ADHD. Salur B Sigríður Kr. Gíslad. iðjuþjálfi M.Sc.: Í rigningu ég syng. Áhrif skynúrvinnslu á daglegt líf barna með ADHD. 15:50 Salur A Hilmar J. Stefánsson og Sigríður S. Pálsdóttir nemar í félagsráðgjöf: Foreldrar barna með ADHD, áhrif á líf og líðan fjölskyldna. Salur B Áslaug B. Ólafsdóttir hjúkrunarfr. MSc.: Þarfir unglinga með ADHD frá þeirra eigin sjónarhorni. 16:10 Salur A Kristín Lilliendahl grunnskólakennari, þroskaþjálfi og námsráðgjafi: Reynsla fjögurra stúlkna með athyglisbrest af grunnskólagöngu sinni. Salur B Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi: Hvernig hægt er að ná því besta fram með ADHD? 16:30 Ráðstefnulok Skráðu þig á ADHD ráðstefnuna á 4

5 Stúlkur og konur með ADHD Þýtt af Matthías Kristiansen Stúlkur & konur með adhd Undanfarinn áratug hafa stöðugt verið færðar víðtækari sönnur á að ADHD kemur oft öðruvísi fram hjá stúlkum og konum en hjá piltum og körlum. Langflestar stúlkur og konur með ADHD glíma við sama atferlisvandann og karlmenn en yfirleitt er ofvirknin ekki eins áberandi. Engu að síður er notast við sömu greiningarviðmið fyrir stúlkur og konur með ADHD og þróuð hafa verið á grundvelli rannsókna á piltum. Þess vegna bendir ýmislegt til þess að vandinn uppgötvist ekki hjá þeim stúlkum sem ekki hegða sér svipað og ofvirku piltarnir eða þá að athyglisbresturinn er greindur eitthvað annað en ADHD. Einkenni þau sem hér verður fjallað um eru dæmigerð fyrir stúlkur og konur með ADHD en þau er þó einnig að finna hjá sumum piltum og körlum með ADHD. Það er ekki gott að segja hvers vegna svo mikill munur er á konum og körlum með ADHD. Í rannsóknum er vísað til kenninga um mismunandi uppbyggingu á heilanum og þroskaferli hans. Sumir álíta að hægt sé að sýna fram á kynjamun hvað varðar þá hluta heilans sem alltaf eru virkir og hvernig þeir starfa. Einnig hafa verið lagðar fram kenningar um að hormón hafi einstaklingsbundin áhrif á þróun ADHD í hverjum og einum. Algengt er að ADHD-einkenni í stúlkum aukist þegar þær komast á kynþroskaskeiðið og að skapsveiflurnar verði meiri en venjan er til í tíðahringnum, ekki síst fyrir blæðingar. Hormónabúskapurinn getur verið ein ástæða þess að svo virðist sem ADHD þróist á mismunandi hátt hjá piltum og stúlkum. Ýmislegt bendir til þess að einkennin komi síðar fram hjá stúlkum en drengjum og oft ekki fyrr en við kynþroskaskeiðið. Hjá piltum eru einkennin oftast áberandi þegar í leikskóla eða á fyrstu skólaárunum. Ástæður þessa kynjamunar

6 Einkenni Notast er við þá flokkun á ADHD í þrjá undirhópa sem er að finna í bandaríska greiningarkerfinu DSM- IV í eftirfarandi lýsingu á einkennum hjá stúlkum og konum. Flokkarnir eru: Tvíþættur vandi: Bæði athyglisbrestur og ofvirkni/hvatvísi. Ofvirkni/hvatvísi sem ráðandi einkenni. Athyglisbrestur sem ráðandi einkenni. Þessi flokkun lýsir meintum kynjamun að öllum líkindum betur en evrópska greiningarkerfið ICD-10. Einkennin skarast vitaskuld að ýmsu leyti í undirhópunum þremur og það gerist auðvitað líka í daglega lífinu. Tvíþættur vandi: Bæði athyglisbrestur og ofvirkni/hvatvísi Stúlkur með þessa tegund ADHD sýnast vera eirðarlausar og hávaðasamar og ofvirknin birtist oft sem mikill og stöðugur talandi (munnræpa). Sumar eru mjög órólegar, þær fyllast stöðugt örvæntingu, bregðast allt of kröftuglega við og láta stjórnast af tilfinningum. Heima fyrir geta þær verið neikvæðar og bráðlyndar og álíta að allt sé öðrum að kenna. Þær sýnast vera gleymnar, óskipulagðar og eiga bágt með að einbeita sér að neinu um lengri tíma. Ofvirkni/hvatvísi sem ráðandi einkenni Stúlkur með þessi ADHD-einkenni líkjast að miklu leyti piltum með ADHD en þessi hópur er aðeins brot af öllum stúlkum með ADHD. Þær eru háværar og með líkamlega ofvirkni, þær trufla aðra og kalla á mikla athygli, eru áræðnar og djarfar og sýna oft áhættuatferli. Sumar hlusta ekki á aðra og sýna árásargirni. Framkoma þeirra þykir ekki sérlega kvenleg og þær Ýmislegt bendir til þess að einkennin komi síðar fram hjá stúlkum en drengjum og oft ekki fyrr en við kynþroskaskeiðið. Hjá piltum eru einkennin oftast áberandi þegar í leikskóla eða á fyrstu skólaárunum. hafa gaman af dæmigerðum leikjum og íþróttum pilta. Þær eru yfirleitt viljasterkar og sýna sterkar tilfinningar í viðbrögðum sínum. Verkefni og nám er afgreitt í flýti og sýnist oft vanhugsað. Því er haldið fram í fræðunum að foreldrar sýni ofvirkum stúlkum minna umburðarlyndi en drengjum vegna almennra væntinga um að stúlkur séu rólegar og skylduræknar. Ofvirkni í stúlkum og konum birtist einnig oft á annan hátt en fólk heldur yfirleitt að ofvirkni lýsi sér. Sumar eru með óstöðvandi talanda, aðrar eru gríðarlega félagslyndar og sækja mikið í annað fólk. Stundum kemur ofvirknin fram í kynlífinu. Margar gera líka tilraunir með vímugjafa. Enn aðrar glíma við ofvirkan huga, stöðugt streymi af hugsunum sem flæða fram og til baka. Athyglisbrestur sem ráðandi einkenni Líklega eru flestar stúlkur og konur með ADHD í þessum hópi að mati þess fagfólks sem mikla reynslu hefur af greiningu og meðferð. Því er haldið fram að langflestar konur með ADHD og einkum athyglisbrest hafi ekki fengið greiningu. Um er að ræða stúlkur sem frekar eru hlýðnar en óhlýðnar, þær eru mjög rólegar og erfitt er að hvetja þær til dáða (vanvirkni). Þær virðast oft vera áhugalausar um nám og skóla. Erfiðleikar þeirra fara þó fram hjá flestum vegna þess að þær brjóta ekki gegn almennum hegðunarreglum líkt og þær ofvirku gera oftast. Það er oft tekið fram af kennurum að stúlkurnar séu ljúfar og hlýðnar en að þær verði að þjálfa sig í að tala upphátt í bekknum og ekki vera svona feimnar og hógværar. Þessar stúlkur og konur eru oft mjög feimnar og vilja alls ekki vera miðpunktur í hópi. Margar þeirra finna hreinlega til ótta við að tala eða lesa upphátt í hópi. Þessi ótti getur líka verið þeim þrándur í götu þótt þær viti svarið og þótt þær tali eðlilega við annað fólk undir fjögur augu. Svo virðist sem þessar stúlkur og konur fylgist með í námi eða samræðum við aðra en þær missa fljótt kjarkinn og gefast upp þegar eitthvað bjátar á. Yfirleitt skortir þær sjálfstraust og eru fljótar að svara því til að þær kunni hvorki, viti né muni. Það er mikið átak fyrir þennan hóp að vinna verk sem kallar á mikla hugsun og íhygli. Þær eiga erfitt með að halda þræði og þreytast yfirleitt fljótt þegar þær leysa verkefni eða lesa. Stúlkur og konur sem glíma við athyglisbrest eru gjarna óskipulagðar og gleymnar. Margar þeirra glíma við miklar áhyggjur vegna náms eða vinnu og þær hafa litla trú á eigin getu. Gáfnafar þeirra er oft vanmetið vegna þess að þeim veitist mjög erfitt að afkasta í samræmi við getu. Þær best gefnu geta um langa hríð bætt upp erfiðleikana með gáfunum en margar lenda að lokum á vegg vegna aukinna krafna í námi og vinnu, auk þess sem líka er ætlast til að þær séu félagslega virkar. Fyrir kemur að álagið verður hreinlega of mikið og þá getur þunglyndi og angist tekið völd. Fylgiraskanir Algengasta fylgiröskunin hjá stúlkum og konum með ADHD er þunglyndi og oft er það fyrsta greiningin. Algengt er einnig að angist og geðsveiflur fylgi í kjölfarið. Angist, þunglyndi og geðsveiflur koma oftast nær fram að afloknu kynþroskaskeiði. Það er mjög mikilvægt að greina fylgiraskanir og veita meðferð við þeim ef við á. Síðan er hægt að

7 Stúlkur og konur með ADHD meta hvort líta megi á t.d. þunglyndið sem afleiðingu ADHD eða hvort um er að ræða sjálfstæða greiningu til viðbótar. Sumar konur bæta sér sína innri ringulreið með því að temja sér áráttuhegðun, t.d. endalausa þvotta og hreingerningar, eftirlit og talningu og annað af því taginu. Þær hafa þörf fyrir aðstoð og meðferð. Sértækir námsörðugleikar geta einnig fylgt ADHD og áætlað er að það eigi við um 20-30% fólks með Stúlkur og konur sem glíma við athyglisbrest eru gjarna óskipulagðar og gleymnar. Gáfnafar þeirra er oft vanmetið vegna þess að þeim veitist mjög erfitt að afkasta í samræmi við getu. Greining og meðferð Það er ekki auðvelt að bera kennsl á stúlkur og konur sem eru með athyglisbrest sem ráðandi einkenni. Einkennin geta minnt á svo margt annað, auk þess sem fyrrnefndar fylgiraskanir geta breitt yfir athyglisbrestinn. Greining og meðferð þarf að vera kerfisbundin og helst vera í höndum geðdeilda barna og unglinga eða fullorðinna. Lyfjameðferð nýtist mörgum vel. Í Bandaríkjunum er góð reynsla af samtalshópum stúlkna og kvenna þar sem þær læra að þekkja sjálfar sig í samneyti við aðrar. Margar hafa mikið gagn af persónulegum leiðbeinanda í námi og vegna atvinnu. Öðrum kemur best að fá einstaklingsbundna samtalsmeðferð. Þýtt úr bæklingi norsku ADHD-samtakanna AD/HD hos jenter og kvinner. ADHD. Hvað skólann varðar er mikilvægt að greina á milli þess hvaða einkenni eru afleiðing af ADHD (einkum athyglisbrestur, minni og úthald) og hvaða einkenni má rekja til annarra þátta. Ef grunur leikur á um sértæka námsörðugleika í tengslum við ADHD þarf að greina þá sjálfstætt. Ofurviðkvæmni/ofurnæmi Stúlkur og konur með ADHD eru oft ofurnæmar á ákveðnum sviðum og sumar segjast geta skynjað persónulega afstöðu annars fólks til sín. Sumar eru ofurviðkvæmar fyrir ilmi, bragði og/ eða hljóðum eða eiga í erfiðleikum með snertiskynið. Aðrar þola ekki að standa í biðröð þétt upp við aðra og þeim finnst snerting mjög óþægileg. Ofurviðkvæmnin getur leitt til vanda af ýmsu tagi. Sumar þeirra verða líka ofuruppteknar af því sem þeim finnst óþægilegt, til dæmis að standa undir sturtu. Fullorðnar konur með ADHD segja oft frá því hve mjög þær hafi blygðast sín, bæði á æskuárum og síðar sem fullorðnar. Ástæðan er einkum sú að þær hafa átt erfitt með að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til stúlkna og kvenna í samfélaginu. Það er hefð fyrir því að þær eigi að geta gegnt mörgum hlutverkum samtímis. Við það bætist að þær eiga að hafa bæði krafta og getu til að sinna bæði heimili og launavinnu. Margar þeirra eiga erfitt með að skipuleggja eigið líf og fjölskyldu sinnar, að mæta á umsömdum tíma, hafa stjórn á fjármálunum og sinna vinnunni. Fáar hafa svo viðbótarorku til að stunda félagslíf. Oft eiga þær í erfiðleikum með að skuldbinda sig í vináttusamböndum sem þær skynja jafnvel sem ágeng og náin. Margar skynja þau sem of mikið álag á viðkvæman hugann. Þær eiga þó erfitt með að útskýra fyrir öðrum hvernig þeim líður heldur berjast við að uppfylla væntingar umhverfisins. Mörgum þeirra finnst þær standa sig illa og þær segja frá lélegri sjálfsvitund og félagslegri angist.

8 Grein // jóhanna Pálsdóttir Kennari með adhd Jóhanna og Ása Karen, dóttir hennar. Það er ekki óalgengt að í hverri kennslustofu séu einstaklingar með ADHD, en það er heldur sjaldgæfara að kennarinn sé einn þessara einstaklinga. Jóhanna Pálsdóttir grunnskólakennari í Kópavogi var beðin að segja sögu sína og hvernig það er að vera kennari með ADHD. Æska og uppvöxtur Ég fæddist og ólst upp á Húsavík. Mér skilst að ég hafi verið glaðlyndur og skemmtilegur krakki sem fór þó nokkuð fyrir. Móðir mín var mjög ung þegar hún átti mig og því naut ég þeirrar sérstöðu að verða fyrsta barnabarnið í móðurfjölskyldunni og fékk þar af leiðandi gríðarlega athygli. Ég var með eindæmum stjórnsöm, en virðist þó hafa kunnað að fara vel með hana því ég lenti sjaldan í vandræðum vegna stjórnseminnar. Sennilegast hef ég verið heppin með bæði erfðir og umhverfi, enda komin af miklu gleðifólki í báðar ættir. Ég átti auðvelt með að eignast vini, tók þátt í félags- og íþróttastarfi og bjó við góðar heimilisaðstæður. Þegar ég var átta ára gömul flutti ég frá Húsavík til Reykjavíkur og þess er enn minnst í fjölskyldunni að eftir einungis þrjá mánuði í borginni kunni ég allt leiðakerfi strætisvagna höfuðbogarsvæðisins utan að. Ég var mjög sjálfstæð og sjálfbjarga og kom mér í vinnu hér og þar þegar mig vantaði aura fyrir einhverju. Hvatvísin allsráðandi Á unglingsárum mínum var hvatvísin allsráðandi og uppátæki mín ófá sem ollu foreldrum mínum miklu hugarangri. Mér gekk þó vel í námi, átti sterkan og góðan vinahóp og lenti aldrei í samskiptavandræðum í skólanum. Ég stundaði mikið íþróttir sem hafa sennilega fullnægt ofvirkni og hreyfiþörf minni að einhverju leyti. Upp úr unglingsárunum hafði ég mun meiri áhuga á félagslífi og skemmtunum, en skólanum. Ég eirði mér illa og gat aldrei verið ein eina einustu mínútu. Það voru skelfilegustu aðstæður sem ég komst í að vera ein heima, hafði ekkert að gera eða engan til að tala við í síma. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð komst ég að því að ég gat engan veginn stundað nám í fjölbrautarskóla, það var alltof auðvelt að skrá sig úr áföngum ef maður gleymdi að mæta í tíma. Bekkjarkefið í Menntaskólanum við Sund hentaði mér mun betur og tókst mér að ljúka þaðan stúdentsprófi á fjórum árum, þó oft hafi það staðið ansi tæpt. Í dag er mér nokkur skömm að því og það veldur mér jafnframt hugarangri að ég hafi komist í gegnum þetta án þess að ná að lesa eina einustu kennslubók frá upphafi til enda. Það bjargaði mér sennilega að ég hafði komið mér upp góðri glósutækni og átti góðar vinkonur sem stunduðu nám sitt af kappi og upplýstu þær mig reglulega um gang mála. Æðibunugangur og hindranir Ég vissi frá fyrsta sopa að ég var efni í alkóhólista. Ég fór að smakka vín fjórtán ára gömul og kunni aldrei að fara með vín. Mér er það enn í fersku minni þegar mér voru boðin fíkniefni að ég hugsaði með mér að ef ég þæði þau myndi ég sökkva til botns,

9 og það fljótt! Fyrir einhverja guðslukku sagði ég nei og slapp því við þann djöful. Ég hef alla tíð þakkað Guðlaugu vinkonu minni það hversu vel ég komst frá þessum árum enda var hún mér nokkurs konar saltstólpi í lífinu á þessum tíma. Á fullorðinsárum fór þunglyndi að hrjá mig, enda gerði athyglisbresturinn það að verkum að mér tókst ekki að ljúka neinu af því sem ég byrjaði á. Ég hóf til að mynda nám í lögfræði en skipti strax yfir í sálfræði, fór svo í tækniteiknun, hárgreiðslu, myndlistarnám og svo mætti lengi telja. En lauk ekki neinu. Oft á tíðum var vanvirknin alger og ég kom ekki neinu í verk. En svo tók æðibunugangurinn við og ég rauk í hin ólíklegustu verkefni. Ég stofnaði heilsurækt, setti á fót tjaldvagna- og fellihýsaleigu, seldi snyrtivörur í heimakynningum o.fl. o.fl. Skipulagsþráhyggja mín bjargaði þó því að ekki var allt í kaos og ég eignaðist mjög góðan maka sem var algjör andstæða mín og hafði úthald til þess að klára fyrir mig hlutina. Ég eignaðist þrjú börn á fimm og hálfu ári, gifti mig og stofnaði heimili. Ég helgaði líf mitt börnunum mínum og með hjálp mannsins míns tókst mér að halda prýðilegt heimili. Ég átti þó alltaf í erfiðleikum með að taka óvæntum uppákomum og ekki síst breytingum á áætlunum mínum af annarra völdum. Nýtt líf Það var mér mikil gæfa fyrir um tíu árum að ég komst til Grétars Sigurbergssonar geðlæknis. Þegar Grétar vildi senda mig í ADHD greiningu fannst mér það í fyrstu fráleit hugmynd. Ég, líkt og margir aðrir sem hafa litla þekkingu á ADHD, var full af fordómum og taldi útilokað að ég væri ekki betur gefin en svo að vera með ADHD. Niðurstaðan varð hins vegar sú að í kjölfar greiningarinnar og þess að ég fór á lyf, að ég öðlaðist nýtt líf! Gleðin við að geta lokið einhverju sem ég byrjaði á var mikil, og mér tókst að ljúka hlutum sem mig hafði aldrei Ég hef einkum sérhæft mig í kennslu á unglingastigi enda hentar atferli unglinga ( gelgja ) manneskju eins og mér mjög vel. órað fyrir að ég gæti. Ég fór í nám í KHÍ og gat loks setið kennslustundir með fulla athygli og síðast en ekki síst, mundi það sem farið hafði fram í lok dags. Ég lauk síðan grunnskólakennaranámi frá KHÍ á þremur árum með góðum árangri. Kennslan Það hefur vissulega bæði kosti og galla að vera kennari með ADHD. Ég tel mig vera færari en aðra kennara að takast á við nemendur með ýmsar sérþarfir, einkum ADHD. Ég er fljót að átta mig á aðstæðum og skilja hugsanir eða óreiðuna sem er í huga þessara nemenda. Ég er eðlilega enn mjög örhuga og fljót að svara fyrir mig og því gerist það sjaldan að nemendur geti sett mig útaf laginu. Ég hef einkum sérhæft mig í kennslu á unglingastigi enda hentar atferli unglinga ( gelgja ) manneskju eins og mér mjög vel. Ókostirnir eru hins vegar þeir að vegna athyglisbrests hef ég oft á tíðum litla yfirsýn yfir skólastofuna og komast nemendur því stundum upp með að vera með tyggigúmmí eða þess háttar án þess að ég taki eftir því. Skipulagsþráhyggja mín kemur sér vel í kennslunni, enda er það mér mjög mikilvægt að setja mér stífa áætlun og skipulegg ég því hverja einustu kennslustund, viðfangsefni nemenda og heimanám langt fram í tímann. Ég þarf hins vegar að hafa mig alla við til að geta tekist á við ófyrirséðar breytingar á kennslunni og aðlagað það að minni stífu áætlun. Gleði og framtíðarsýn Í dag nýt ég þess að kunna að slaka á, njóta dagsins og eiri mér án þess að tala við nokkurn mann tímunum saman. Ég get lesið heilu bækurnar, haldið röð og reglu á heimilinu og sinnt fjölskyldu minni eins og allir aðrir. Ég tel mig vera nokkuð góðan kennara, enda er það megin markmið mitt að tala við nemendur og koma fram við þá af alúð og virðingu. Ég nota þær leiðir að reyna alltaf að ná augnsambandi við nemendur mína. Nota ekki skipanir, heldur bið nemendur á glaðlegan og fallegan hátt að fara að fyrirmælum mínum. Ég reyni að passa mig á því að endurtaka ekki nafn eða nöfn erfiðra einstaklinga heldur held ég áfram með það sem ég er að segja og legg hönd á öxl þessara nemenda og reyni að beina athygli þeirra annað. Mér hefur reynst vel að bjóða einstaklingum með ADHD að standa upp, fara á klósett, ganga eitthvert eða senda þá einhverra erinda þegar ég sé að úthald þeirra er á þrotum. Ég held þegar öllu er á botninn hvolft að það sé frekar kostur en ljóður í mínu kennarastarfi að vera með ADHD. Ég lít framtíðina björtum augum og vona að ég öðlist gæfu til þess að verða enn betri kennari en ég er í dag Börn Jóhönnu (frá vinstri): Unnar Páll, Kristján Ingi og Ása Karen.

10 ADHDADH ADHD ADHD ADHD ADHD ADHD ADHD ADHD ADHD DHD ADHD Grein // grétar sigurbergsson geðlæknir ADHD Fullorðnir með ADHD Tilgangur þessarar greinar er að veita upplýsingar um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) hjá fullorðnum. ADHD er skammstöfun úr ensku (attention deficit hyperactivity disorder) sem þýða má á íslensku sem athyglisog ofvirkniröskun. Þessi skammstöfun hefur unnið sér sess á alþjóðavettvangi og verður notuð í þessari grein. Grétar Sigurbergsson, geðlæknir. 10 Þar eð ADHD er yfirleitt til staðar frá bernskuárum, verður leitast við að fjalla um hvað helst einkennir ástandið frá upphafi og hvernig það getur þróast með aldrinum. Megináherslan verður þó lögð á ADHD hjá fullorðnum og fjallað um það frá hinum ýmsu hliðum. Er vonast til að grein þessi geti svarað ýmsum þeim spurningum sem vakna þegar ADHD ber á góma. Áhersla skal lögð á að fjöldi fólks er með ADHD, án þess að það ástand hái því né að meðferðar sé þörf eða að hún geri hið minnsta gagn. Vel er þekkt að margt afreksfólk er með ADHD, sem er ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður. Í þessari grein verður fyrst og fremst rakið hvernig ADHD getur valdið fólki vanda af ýmsu tagi og jafnvel spillt heilsufari þess og lífsgæðum. Hvað er ADHD? Árið 1902 flutti barnalæknirinn Sir George F. Still fyrirlestraröð við Konunglega Læknaháskólann í Lundúnum þar sem hann lýsti rannsókn sinni á hópi hvatvísra barna með mikil hegðunarvandamál, ástand sem byggðist á erfðum en ekki lélegu uppeldi og væri nú á dögum kallað ADHD. Síðan þá hafa verið skrifaðar þúsundir vísindaritgerða um þessa röskun í taugakerfi barna og, á síðustu áratugum, einnig hjá fullorðnum. Aðeins er rúmur áratugur síðan farið var að greina og meðhöndla ADHD hjá fullorðnum hér á landi. Einkenni ADHD Höfuðeinkenni ADHD eru þrennskonar: Athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Tvö síðastnefndu einkennin fylgjast oftast að og eru mjög áberandi einkenni hjá mörgum sem þjást af ADHD, en hafa þarf hugfast að athyglisbrestur getur verið til staðar án þess að honum fylgi ofvirkni eða hvatvísi. Í þeim tilfellum er erfiðara að greina kvillann og tilvist ADHD fer þá gjarnan fram hjá foreldrum og kennurum og greinist þá stundum ekki fyrr en vaxandi námsörðuleikar koma í ljós eða við bætast s.k. fylgiraskanir (=fylgikvillar), sem með aldrinum einkenna ADHD í æ ríkara mæli og vikið verður að síðar. Orsakir ADHD ADHD hefur verið rannsakað á undanförnum áratugum meira en flestar aðrar geðraskanir, enda er um algengan kvilla að ræða sem getur valdið margvíslegum erfiðleikum, ekki síst í bernsku og á æskuárum en einnig á fullorðinsárum. Fátt bendir til að ADHD orsakist af uppeldi eða öðrum uppvaxtarskilyrðum. Þó er algengt að foreldrar ofvirkra barna spyrji spurninga eins og t.d.: Hvað fór úrskeiðis?

11 Frumkvöðlar ADHD samtakanna: Foreldrafélag misþroska barna eða Hvað gerði ég rangt? Hvar brást ég?. Rannsóknir undanfarinna áratuga benda eindregið til þess að orsakir ADHD megi rekja til líffræðilegra þátta en ekki uppeldis eða annarra umhverfisþátta. Löngu er vitað að ADHD er ástand sem erfist og að erfðirnar séu mjög ráðandi. Sýnt hefur verið fram á að ADHD erfist á hliðstæðan hátt og t.d. líkamshæð erfist. ADHD er röskun á taugalífeðlisfræðilegum eiginleikum í miðtaugakerfinu og mætti því nefna ástandið taugaröskun til einföldunar. Röskun sú sem veldur einkennum einstaklinga með ADHD er talin vera í svonefndri stjórnstöð heilans. Það sem talið er valda einkennum þeim sem fylgja ADHD, er vanvirkni í þeirri stjórnstöð heilans Vel er þekkt að margt afreksfólk er með ADHD, sem er ástand sem getur haft ýmsar jákvæðar hliðar við hagstæðar kringumstæður sem stjórnar m.a. starfsemi framhluta heilans. Sá hluti heilans hefur m.a. með einbeitingu, athygli og hömlur að gera. Hann fær undir eðlilegum kringumstæðum boð frá stjórnstöð um hvenær hann þurfi að láta til sín taka. Hinir ýmsu hlutar framheilans þurfa að vinna saman eftir skilaboðum frá stjórnstöðinni, sem samhæfir aðgerðir. Framheilinn gerir okkur kleyft að leysa vandamál, planleggja, skilja hegðun annarra og halda aftur af hvötum okkar. Vinstri og hægri hluti framheilans senda hvor öðrum skilaboð og vinna saman eftir skipunum frá stjórnstöð. Rannsóknir hafa sýnt að hjá einstaklingum með ADHD er umrædd stjórnstöð ekki eðlilega virk. Fylgikvillar ADHD ADHD er flókið ástand eitt og sér. Það sem gerir ástandið þó enn flóknara er, að ýmsir aðrir kvillar fylgja gjarnan þessu ástandi, bæði hjá börnum og fullorðnum, sem geta gert greiningu ástandsins erfiða, ekki síst hjá fullorðnum. Þessir kvillar eru á fagmáli nefndir fylgiraskanir. Algengar fylgiraskanir hjá börnum með ADHD eru til dæmis s.k. sértækir námsörðugleikar, sem þjá um 20-30%, Tourette heilkenni, mótþróaþrjóskuröskun (30-50%), hegðunarröskun (20-40%), kvíði, þunglyndi og geðhvarfasýki. Flestar fylgiraskanir birtast ekki fyrr en barnið vex nokkuð úr grasi og sumar ekki fyrr en á unglingsárum. Með aldrinum aukast líkur á fylgiröskunum og þeim fjölgar á fullorðinsaldri. Algengt er að fólk sem þjáist af ADHD leiti sér fyrst læknisaðstoðar þegar fylgiraskanir skjóta upp kollinum. Algengir fylgikvillar hjá fullorðnum með ADHD eru t.d. kvíði, þunglyndi, svefntruflanir, áfengis- og vímuefnamisnotkun og andfélagsleg persónuleikaröskun. Greining ADHD hjá fullorðnum Þeir sem taka að sér að greina fullorðna eru geðlæknar og sálfræðingar, gjarnan í samvinnu. Aðeins læknar mega veita lyfjameðferð. Engin greiningartæki eða sálfræðipróf eru til sem greint geta hvort ADHD er til staðar. Til eru margvísleg próf, sem gefið geta vísbendingar um að ADHD sé til staðar en greiningin byggir fyrst og fremst á sögu einstaklingsins, hegðun og líðan allt frá barnæsku og fram á þennan dag. Fjölskyldusaga og ættarsaga skiptir oft miklu máli og nauðsynlegt getur verið að tala við foreldra til að fá sem gleggsta mynd af einstaklingnum frá upphafi, t.d. hvað varðar skólagöngu, hegðun og frammistöðu í námi og starfi. Gott getur verið að fá upplýsingar frá maka til að fá gleggri mynd af hegðunarmynstri og líðan. Afar mikilvægt er að vandað sé til greiningar eins og kostur er. Sá sem er með ADHD á fullorðinsárum hefur þurft að dragast með neikvætt sjálfsmat og stöðuga sjálfsgagnrýni og oft einnig gagnrýni frá öðrum. Námsferill er gjarnan ein langdregin hörmungasaga og starfsferill oft slitróttur og tilviljanakenndur. Sama má oft segja um sambúðarferil. Fólk með ADHD lendir oft á rangri hillu í lífinu ekki síst í starfi. Fólk lendir oft í námi eða starfi sem er í engu samræmi við raungetu eða greind. Greindarpróf sýna oft að fólk með ADHD getur verið með afburðagreind en aldrei notið þess í námi eða starfi vegna ADHD. Margir missa geðheilsu sína vegna ADHD með árunum. Því verður aldrei lögð of mikil áhersla á mikilvægi þess að greining sé framkvæmd á vandaðan hátt þannig að meðferð verði markviss og árangursrík. Meðferð á ADHD hjá fullorðnum Mörgum einstaklingum með ADHD léttir mjög við það eitt að fá rétta sjúkdómsgreiningu. Margir eiga að baki mikla þrautagöngu í leit að skýringum og meðferð á vanlíðan sinni. Alvanalegt er að fylgiraskanir eins og þunglyndi og kvíði hafi verið ítrekað meðhöndlaðar með þunglyndis- og kvíðalyfjum, oftar en ekki með takmörkuðum árangri. Það eitt að fá greiningu á ástandinu getur þannig bætt andlega líðan þess sem þjáðst hefur af ADHD. Næsta skref Sá sem er með ADHD á fullorðinsárum hefur þurft að dragast með neikvætt sjálfsmat og stöðuga sjálfsgagnrýni og oft einnig gagnrýni frá öðrum til að bæta líðan er að fá útskýringar og fræðslu um ADHD, og er það eitt af verkefnum geðlæknis og sálfræðings. Nú orðið má afla greinargóðra upplýsingar á Internetinu og hjá ADHD samtökunum. Helstu fylgiraskanir hjá fullorðnum með ADHD Kvíðaraskanir Geðlægð Geðhvarfasýki Vímuefnamisnotkun Andfélagsleg pesónuleikaröskun Svefntruflanir Árátta og þráhyggja 11

12 Meðferð ADHD hjá fullorðnum er á margan hátt ólík því sem tíðkast þegar börn eiga í hlut. Nauðsynlegt er að meta fylgiraskanir, hvort þær eru til staðar, hversu alvarlegar þær eru, hvort hægt sé að meðhöndla þær og þá hvernig það verði best gert, t.d. með lyfjameðferð, sálrænni meðferð eða öðrum Það eitt að fá greiningu á ástandinu getur þannig bætt andlega líðan þess sem þjáðst hefur af ADHD. Næsta skref til að bæta líðan er að fá útskýringar og fræðslu um ADHD aðferðum. Stundum er nauðsynlegt að meðhöndla fylgiraskanir áður en meðferð á grunnvandanum, þ.e.a.s. ADHD, er hafin. Í öðrum tilfellum má meðhöndla fylgiraskanir samhliða ADHD. Meðferðin skiptist í megindráttum í þrjá aðalþætti, lyfjameðferð, fræðslu og stuðningsmeðferð. Lyfjameðferð: Eins og þegar börn eiga í hlut, þá er grunnmeðferð við ADHD hjá fullorðnum yfirleitt lyfjameðferð. Algengustu lyf sem notuð eru, eru í flokki örvandi lyfja. Fræðsla: Eins og áður var drepið á, þá er fræðsla um ADHD mjög nauðsynlegur þáttur í að hjálpa fullorðnum einstaklingum sem þjást af þessum kvilla til að skilja þetta ástand frá öllum hliðum. Slík fræðsla er vel þegin og getur hjálpað viðkomandi að endurmeta líf sitt frá upphafi, núverandi stöðu sína, framtíðarmöguleika o.s.frv. Fyrsta fræðsla kemur frá þeim sem greina og meðhöndla ástandið, þ.e.a.s. læknum og sálfræðingum. Fólk í þessum stéttum hefur á allra síðustu árum orðið meðvitaðra um að ADHD er ekki bundið við bernskuárin, heldur fylgir flestum í gegnum lífið og verður æ flóknara og erfiðara fyrir marga að burðast með. Greining og meðferð við ADHD eru afar þakklát verk, sé rétt að þeim staðið. Læknar þyrftu að hafa til að bera grunnþekkingu á einkennum ADHD og meta eða endurmeta sjúklinga sína með þá greiningu í huga, sérstaklega þegar hvorki gengur né rekur að bæta andlega vanlíðan þeirra. Stuðningsmeðferð: Eins og ítrekað hefur komið fram hér að ofan, þá eiga margir einstaklingar með ADHD, sem greinist fyrst á fullorðinsárum um sárt að binda. Sumir eiga að baki miklar hörmungarsögur um brostnar vonir, einelti, brottrekstur úr skólum, kynferðislega misnotkun, hælisvist þar sem harðneskju og jafnvel ofbeldi var beitt. Aðrir hafa árum saman leitað sér aðstoðar vítt og breitt í heilbrigðiskerfinu en ekki fengið bót meina sinna. Stuðningsmeðferð í formi viðtala hjá læknum, sálfræðingum eða öðru fagfólki er oft bráðnauðsynlegur þáttur meðferðarinnar. Í öðrum tilfellum dugar lyfjagjöf og fræðsla. Horfur þeirra sem eru með ADHD Þau lyf, sem notuð eru við ADHD eru mjög virk. Örvandi lyf gagnast um það bil átta af hverjum tíu fullorðnum með ADHD. Með tilkomu nýrra lyfja hafa horfur þessa fólks enn batnað. ADHD er hægt að meðhöndla hjá fullorðnum á öllum aldri oft með ágætum árangri. Fullorðnir, eins og börn, geta verið með ADHD á misháu stigi. Sumir þurfa enga meðferð. Sumt fólk með ADHD á vægari stigum er gjarnan duglegt, hugmyndaríkt, skemmtilegt og vinsælt og hjá því er ADHD ekki vandamál nema síður sé. Aðrir, sem eru með ADHD á hærra stigi þurfa meðferð og oftast eru batahorfur ágætar. Margir læra með tímanum að lifa góðu lífi með ADHD og læra að hemja sum 12

13 FULLORÐNIR MEÐ ADHD einkenni sín að miklu leyti eða bæta þau upp með ýmsum aðferðum. Þeir einstaklingar sem hafa mætt góðum skilningi og atlæti í æsku og hafa fengið gott uppeldi og stuðning, vegnar yfirleitt betur en öðrum þeim með ADHD sem hafa farið á mis við slíkt í uppvextinum. ADHD orsakast vissulega ekki af lélegu uppeldi, en þeir sem verða á einhvern hátt illa úti í bernsku og æsku, eiga almennt erfiðara uppdráttar síðar meir. ADHD orsakast vissulega ekki af lélegu uppeldi, en þeir sem verða á einhvern hátt illa úti í bernsku og æsku, eiga almennt erfiðara uppdráttar síðar meir Þeir sem eru greindir með ADHD í bernsku en fá þrátt fyrir það ekki viðeigandi lyfjameðferð, eru líklegri til að falla í þær fjölmörgu og hættulegu gryfjur sem bíða þeirra á lífsleiðinni. Batahorfur ráðast oftast af því hversu illa og lengi fólk hefur þjáðst af fylgiröskunum ADHD og hversu vel eða illa gengur að ráða bót á þeim. Flesta fylgikvilla er hægt að meðhöndla eða þeir hverfa með tímanum af sjálfu sér þegar fólk fær góða meðferð við grunnkvillanum ADHD. Alvarlegar persónuleikaraskanir er erfiðara að ráða bót á. Sér í lagi eru horfur þeirra, sem frá unga aldri hafa sýnt merki um siðblindu, verða í vaxandi mæli andfélagslegir í hegðun og ánetjast vímuefnum, afleitar. Fullorðnir með ADHD, sem þurfa á lyfjameðferð að halda, þurfa yfirleitt að vera lengi á slíkri meðferð og sumir til frambúðar. Aðrir geta með tímanum dregið úr lyfjatökunni án þess að allt sæki í fyrra horf. Þá er eins og fólki dugi að ná fótfestu í lífinu og öðlast eðlilegt sjálfsmat og sjálfstraust. Lokaorð Við ritun þessarar greinar var stuðst við margvísleg gögn s.s. fræðibækur og vísindalegar rannsóknir sem höfundur hefur aflað sér á liðnum árum. Auk þess styðst höfundur við reynslu sína af meðferð fullorðinna með ADHD sem hann hefur stundað í rúman áratug. Eins og í svo mörgum greinum læknisfræðinnar, eru það að lokum sjúklingarnir sem maður lærir mest af. Að lokum vil ég benda á hið einstaklega ötula starf ADHD samtakanna á Íslandi. Þar er unnið að fræðslu, greiningu og margvíslegum stuðningi fyrir jafnt börn og fullorðna með ADHD og aðstandendur þeirra. Greinin er í fullri lengd um 15 bls.. Hér hefur hún verið stytt verulega en hægt er að nálgast greinina í heild á vefsíðu samtakanna: félag nemenda með sértæka námsörðugleika Skyn, félag nemenda með sértæka námsörðugleika, var stofnað úr rótum lesblindufélagsins. Það var gert til þess að geta betur dekkað þann fjölbreytileika sem námsörðugleikar eru; enda hafa þeir allir ákveðna hluti sameiginlega. Meginverkefni okkar hefur verið að framkvæma hluti og höfum við haldið nýnemakynningu, barist fyrir umbótum á Uglunni, safnað undirskriftum og haldið listasýningu á því rúma ári sem félagið hefur verið starfrækt. Við erum strax byrjuð að undirbúa næsta ár og höfum við fengið fjármagn fyrir eitt verkefni. Við höfum einnig verið í góðu sambandi við Maníu sem er félag nemenda með geðraskanir og munum halda því samstarfi áfram. Við erum alltaf að leita eftir góðu fólki sem langar að gera hluti. Einnig ef þú lendir í einhverjum vandamálum, þá getum við etv. hjálpað þér, sérstaklega að rata í gegnum það flókna kerfi sem Háskóli Íslands er. Við munum halda reglulega fundi á næstu haustönn 2008 sem verða auglýstir síðar á heimasíðunni okkar eða þú getur haft samband við okkur í Ólafur Arason, formaður Skyn 13

14 Fikt getur aukið einbeitinguna Bókin Fidget to Focus - Outwit Your Boredom: Sensory Strategies for Living with ADD fjallar um leiðir til þess að vinna sig út úr tilgangslausu fikti og eirðarleysi og efla einbeitingu sína og fasthygli. Fikt og fasthygli fæst í bókabúðum á Netinu og á FidgetToFocus.com. Þar er að finna ítarlega umfjöllun, margar nýjar og áhugaverðar frásagnir og tillögur um nýjar leiðir, yfirlit yfir það sem vitað er um ADHD og hvernig eigi að greiða það og veita meðferð, umfangsmikið yfirlit yfir heimildir og úrræði auk vinnubókar til að auðvelda lesandanum að finna þær aðferðir sem henta honum eða henni best. Sverja börnin þín þess dýran eið að tónlist hjálpi þeim til að einbeita sér við heimanámið? Batnar árangur þeirra á prófum ef þau mega jórtra tyggjó? En hvað um þig? Ert þú ein(n) þeirra sem getur annað hvort setið kyrr eða einbeitt þér, en ekki hvorutveggja samtímis? Ef svarið er játandi er líklegt að þú gerir þér nú þegar grein fyrir því um hvað bókin Fidget to Focus (Fikt og fasthygli) snýst. Það getur verið áhrifarík leið til þess að auka einbeitinguna með því að samtímavirkja skynhreyfingar. Margir skammast sín fyrir fikt og eirðarleysislegar hreyfingar og gera sitt besta til þess að berja þessa hvöt niður. Barnasálfræðingurinn Roland Rozt og ADHD-markþjálfinn Sarah D. Wright halda því þó fram að það fiktið (sem sumir segja að sé bara eirðarleysi) geti gegnt sínu hlutverki, einkum hjá fólki með ADHD. Að þeirra sögn er eirðarleysið ekki bara Það var auðvelt að einbeita sér að lestrinum ef hún fékkst við eitthvað annað áhugavert og hvetjandi samtímis einkenni sem fólk þarf að losna við til að verða rólegt, Nær er að líta á það sem sjálfsprottna hvatningu til þess að ná einbeitingu og fasthygli. Fikt og fasthygli snýst um að hjálpa fólki til þess að finna félagslega nothæfar aðferðir við fikt. Forðast þarf slæmt og illa séð fikt eins og til dæmis það að naga neglur, plokka naglabönd, reykja og þess háttar. Einnig ber að forðast það sem fer í taugarnar á öðrum, t.d. að söngla við skrifborðið, eða berja taktinn á skrifborði á meðan samstarfsmaður talar. Mér finnst mjög gagnlegt að prjóna á fundum. Ég hreyfi fingurna og skynja ullaráferðina og það auðveldar mér að einbeita mér að því sem sagt er en kemur auk þess í veg fyrir að ég missi skyndilega eitthvað út úr mér sem ekki á við. Ég prjóna þó undir borðinu og gæti þess að vera í augnsambandi við þann sem hefur orðið. Ég vil ekki að fólk haldi að ég taki ekki eftir. Í bókinni eru upprifjunaratriði í lok hvers kafla auk vinnubókar um gagnlegt fikt sem lesandinn getur nýtt sér til að kynna sér ýmsar tegundir af fikti. Bara einn leik enn í leikjatölvunni og ég klára heimanámið! Við fengum hugmyndina fyrir mörgum árum þegar vel gefin ung kona með bæði dyslexíu og ADHD sagði okkur frá reynslu sinni sem vakti áhuga og von. Námsefnið í háskólanámi hennar var gríðarmikið en hún glímir við lélegan lesskilning og slæmt skammtímaminni svo hún varð að lesa kaflana aftur og aftur til að skilja þá og muna. Hún var marga mánuði með hverja námsbók. Stundum komu hljóðbækur að gagni en hver bók tók engu að síður nærri tvo mánuði. Hún hófst alltaf handa með þeim ásetningi að læra efnið en var fljót að missa áhugann og hugurinn fór á flakk. Hún hafði stoppað og spólað til baka svo oft að hraðspólshnappurinn aftur á bak var að detta í sundur! Eitt kvöldið var henni loks nóg boðið. Hún hafði 14

15 BÓKAKYNNING // FIDGET TO FOCUS ÞÝÐANDI // MATTHÍAS KRISTIANSEN spólað tilbaka ótal sinnum og var orðin svo þreytt á því að hún kveikti á leikjatölvunni. Hún skammaðist sín þó því hún hafði ætlað sér að læra svo hún ákvað að reyna að lesa og spila samtímis. Það gæti verið gaman því hún var hvort sem er vönust því að gera margt samtímis. Hún slökkti á hljóðinu í leikjatölvunni en setti hljóðbókina af stað um leið og hún fór í leik. Það kom henni mjög á óvart hvað það var auðveldara að lesa og tileinka sér upplýsingarnar um leið og hún lék sér í tölvunni. Henni tókst að ljúka bókinni á hálfum mánuði og hún sá að það var auðvelt að einbeita sér að lestrinum ef hún fékkst við eitthvað annað áhugavert og hvetjandi samtímis. LEIÐI EÐA ÁHUGI: Allir með ADHD takast stöðugt á við það hvort hlutir séu leiðinlegir eða áhugaverðir. Ef eitthvað er leiðinlegt er mjög erfitt að framkvæma það, oft nær ómögulegt. Oft þarf verkið að vera áhugavert svo hægt sé að ljúka því. Vandinn Fikt eykur fasthygli í leiðinlegum eða tilbreytingarlausum verkefnum er fólginn í því að viðhalda áhuganum nógu lengi til þess að ljúka verkinu, með öðrum orðum að halda einbeitingu eða fasthygli. Áhugi er sama og einbeiting/fasthygli hjá fólki með ADHD. Það virðist ekki skipta mál hve mikilvægt verkið er. Þótt það sé mikilvægt þarf það ekki að vera áhugavert og sé það ekki áhugavert er mjög erfitt að ljúka því. VANÖRVUN: Oft er litið svo á að heili einstaklings með ADHD einkennist í raun af vanvirkni eða vanörvun. Doktor Mel Levine segir að hann sé næstum því syfjaður. Hægra heilahvel, framennissvæði, greinar til rákakleggja, stúka, dreki, bláskák og dreifkjarnanetið eru þeir hlutar heilans sem einkum hafa með virkni að gera. Öll þessi svæði gegna lykilhlutverki við túlkun, flutning, úrvinnslu og skipulag á skynupplýsingum í heila. SJÁLFSÖRVUN: Það er ekkert nýtt að beita sjálfsörvun, það hefur tíðkast í öllum menningarheimum á öllum tímum. Sem dæmi um sjálfsörvun má nefna eftirfarandi: Kínverskar æfingakúlur í lófa eiga að auka fasthygli og athygli. Taktur er notaður til að kalla á einbeitingu í athöfnum. Hlauparar ar þekkja það að vera rólegir og einbeittir að langhlaupi loknu. Iðjuþjálfar hafa lengi vitað að aukin skynhreyfiörvun við vanörvað ástand getur aukið árvekni. Á sjúkrahúsum og í fyrirtækjum og verksmiðjum eru örvandi áhrif lita (t.d. slökkvibílar) vel þekkt og sama á við um áferð (t.d. jurtir og veggfóður) og hljóð (lyftutónlist). Fjölmargt í umhverfinu gerir okkur mögulegt að halda einbeitingu og fasthygli yfir daginn. Margir notfæra sér alls konar tækni til þess, allt frá krassmyndum til þess að jórtra tyggjó. AÐFERÐIR TIL AÐ SAMTÍMAVIRKJA SKYN- HREYFINGAR: Við köllum það gjarnan fikt eða tilgangslausar hreyfingar en í raun eru þær oft til þess ætlaðar að ná valdi um sinn á óskipulögðu kerfi skynhreyfinga. Fleiri en eitt skilningarvit eru notuð samtímis til þess að stuðla að aukinni virkni taugaboða. Það eykur fasthygli í leiðinlegum, óspennandi eða tilbreytingarlausum verkefnum og er í raun tímabundinn hvati á virkni einstaklingsins. Þetta er barátta fyrir því að auka fasthygli þegar einstaklingnum leiðist eða finnst tilbreytingarleysi ríkja. OG HVAÐ SVO? Þessi grein var fyrst samin árið 1996 og síðan þá hafa höfundarnir bætt miklu við í reynslubók sina um Fikt og fasthygli, hvernig vanörvaður heili kallar eftir örvun. Gerðar hafa verið umfangsmiklar taugafræðilegar og erfðafræðilegar rannsóknir sem hafa fært mönnum mikla nýja þekkingu um ADHD. Við höfum uppfært greinina til að endurspegla þessa nýju þekkingu en einnig skrifað nýja bók til þess að koma allri vitneskjunni á framfæri. Meira á adhd.is. Fidget to focus Eftir Jonathan Scott Halverstadt, MS Af vefsvæðunum: additudemag.com addconsults.com 15

16 Þýðing // Ágústa Gunnarsdóttir Nokkur ráð til að bæta samskiptin Lélegt sjálfstraust, erfiðleikar með að sjá hvernig við birtumst öðrum og slök félagsfærni gerir fólki með ADHD erfitt um vik að viðhalda góðum félagstengslum. Gamlar raddir í hausnum minningar um fyrri mistök og gagnrýni frá foreldum og kennurum eru eins og draugar í kringum okkur sem koma upp á yfirborðið daglega og gera lítið úr sjálfsöryggi okkar. Alltof oft höfum við orðið okkur til skammar með hvatvísum orðaflaumi án þess að gæta þess hvaða áhrif það hefur á aðra í kringum okkur, sem veldur fjarlægð og kvíða bæði meðal ástvina okkar og nýrra kunningja. Hér eru nokkur ráð sem konur með ADHD hafa notað til að bæta samskiptin. Hvað er mikilvægt og hvað ekki slakaðu á Ekki taka sjálfa þig of hátíðlega. Þótt þér finnist eitthvað vera mikið mál sem þú verður að fara í strax þýðir ekki að það verði að gerast með miklum látum. Hringdu í vin eða biddu um ráð ef þú ert óviss. Að vera ósammála Það er í lagi að vera ósammála. Ef þú finnur að það veldur pirringi eða reiði hjá þér er gott að draga sig í hlé og kæla sig niður til að koma í veg fyrir öskur og sögð orð sem særa og sem þú sérð eftir að hafa sagt. Breytingar á vinahópi sleppa Það er allt í lagi að slíta vinskap við einhvern ef þú finnur að þetta er ekki heppilegur félagsskapur fyrir þig og hefur slæm áhrif á þig andlega og tilfinningalega. Að finna stuðning Gott er að eiga einn eða fleiri vini sem þekkja þig vel og þú getur verið þú sjálf með. Vini sem hjálpa þér að halda þér á brautinni. Að bíða og leyfa öðrum að komast að Minntu þig á að bíða eftir að röðin komi að þér að tala. Haltu augnsambandi við þann sem þú talar við. Mundu að spyrja fólk um líðan og hugsanir þess. Æfa ákveðnihegðun Sjálfsstyrkingarnámskeið gæti hjálpað við að læra að tala við fólk án þess að vera með yfirgangssemi eða undirgefni. Sjálfstraust kenna öðrum hvernig þú vilt að talað sé til þín Sumum finnst erfitt þegar spurt er hvað gerðir þú í dag. Kannski hefur þú ekki gert neitt og þolir ekki að fá svona spurningar. Þú hefur kannski verið með áform um að gera ýmislegt, hugsað um margt og verið í basli með að halda þér á brautinni. Láttu fólk vita að þér finnist svona spurningar erfiðar. Finna stund til samskipta Ef þú átt í erfiðleikum með tjáskipti við maka þinn er ein leið að hafa samskipti gegnum netpóst. Ef þú skrifar eitthvað í reiðikasti, geymdu það sem uppkast og þegar þú hefur róast niður, lestu það yfir og endurskrifaðu. Stundum er líka bara gott að skrifa eitthvað niður það þarf ekki endilega að senda það. Truflanir í umhverfinu Þegar þú átt í samræðum við einhvern slökktu þá á sjónvarpinu ef það er í gangi eða vertu í herbergi þar sem ekkert sjónvarp er. 16

17 Ég skilaboð Notaðu Ég skilaboð í stað Þú skilaboð. Ég er ósátt við hvernig þú kemur fram við mig í stað þú kemur alltaf svo illa fram við mig. Þá lætur þú fólk vita hvaða áhrif hegðun þess hefur á þig. Að segja nei Mörgum finnst erfitt að segja nei án þess að vera með afsakanir eða skýringar. Til eru margar leiðir til að segja nei án þess að vera dónalegur, eða koma með afsakanir eða skýringar t.d.: Nei, ekki núna. Ég hef gert þetta áður, og á eftir að gera það aftur en ekki einmitt núna. Nei, en takk fyrir að biðja mig. Ég er ánægð með það. Nei, ég er í of mörgu einmitt núna. Mér finnst þetta frábær hugmynd, en ég hef ekki tíma í þetta núna. Ef allt annað bregst: Nei, sennilega ekki, en ég ætla að tala við og sjá hvort hægt sé að koma þessu við. Það er réttur okkar að ákveða hvort við verðum við óskum annarra. Það er réttur okkar að velja hvort við segjum já eða nei. Aðrir hafa þann rétt einnig. Það gerir samskiptin einlægari og heiðarlegri ef við virðum þennan rétt. Virk hlustun endurspegla skilaboðin Endurtaktu það sem fólk er að segja þér með þínum orðum, það hjálpar þér að muna og þú sýnir að þú sért að hlusta. Hlustaðu, reyndu að skilja hvað sagt er og ekki grípa frammí, það stoppar flæði samtalsins. Fullorðnir með ADHD hafa miklar áhyggjur af því að þeir gleymi hvað þeir ætli að segja og þess vegna grípa þeir oft frammí. Gott ráð er að reyna að meta hversu mikilvægt þetta er sem ég vil segja og ef það getur beðið, að skrifa það niður á blað. Ef þú ert feimin, spurðu Skortir þig orð í félagslegum samskiptum? Ertu feimin? Hrædd um að fara að stama? Fólki finnst gaman að tala um sjálft sig, spurðu um þeirra líf, börn, vinnu, áhugamál o.fl. Þegar þú ert orðin öruggari getur þú farið að tala meira um sjálfa þig. Hrós og viðurkenning eru líka góð leið til að ná til fólks. Halda friðinn heima við Mikilvægt er að láta maka vita að margt af því sem þú gerir eða gerir ekki tengist ADHD og er ekki af ásetningi. Gott er að hafa vikulega fundi með maka þar sem farið er yfir hluti sem pirruðu og koma með lausnir. Hafa þetta á léttum nótum og gleyma ekki að nota húmorinn. Ef maki minn veit að sennilega gleymi ég að kaupa það sem ég var beðin um í matvörubúðinni getum við rætt um leiðir til að minna mig á án þess að mér líði illa með það. Survival Tips for Women with AD/HD Beyond Piles, Palms & Post-it Terry Matlen, M.S.W. 17

18 Þökkum stuðninginn! Aðalbikk ehf Aðalvík ef Akureyrarbær Akureyrarkirkja Alark Arkitektar Alefli Alpark Alþýðusamband Íslands Arkform Á Óskarson Álfaborg Árbæjarapótek Árnesprófastsdæmi Árskóli Ártúnsskóli Ás Fasteignasala Barnahús s Barnaverndarstofa Bessastaðakirkja Betra Líf Betra Stofan Bifreiðastillingar Nicolai Bifreiðastöð Þórðar Bílaleiga Húsvíkur Bílaleigan AKA Bílasalan Höfðahöllin Bílasmiðurinn BJ og Co ehf Björgvin Þorsteinsson hrl Björn Harðarsson Blaðamannafélag Íslands Blátún ehf Bliki bílamálun ehf Blikkrás ehf Blindrabókasafn Íslands Blönduósbær Borgarbyggð Borgarholtsskóli Bókasafn Reykjanesbæjar Bókasafn Vestmannaeyja Bókasafn Þingeyinga Bókhalds og tölvuþjónstan Bókhaldsþjónusta Þórhalls Bókhaldsþjónustan KOM Breiðagerðisskóli Brekkuskóli Akureyri Brunavarnir Suðurnesja Brúarskóli Brúir og Haftækni BSRB Búvangur ehf Byggðasafn Akraness Byggðaþjónusta Byggingafélag Gylfa og Gunnars Byggingafélagið Sandfell Dalsgarður ehf Delilia og Samson DK Hugbúnaður DMM Lausnir ehf E.T. Einar og Tryggvi ehf Egilsstaðakirkja Eignamiðlun Eik Trésmiðja Einingaverksmiðjan Eiríkur og Yngvi Eldhestar Eldhús Sælkerans Endurvinnslan Ensku húsin gistiheimili Eskja Fagrihvammur Fagus hf trésmiðja Fasteignasalan Hákot ehf Faxaflóahafnir Fellaborg leikskóli Félags og þjónustmiðstöðin Félagsþjónusta Kópavogs Fiskmarkaður íslands Fjármálaeftirlitið Fjölbrautarskóli Norðurlands eystra Flataskóli Flúðir Stangaveiðifélag Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum G Hannesson Gaflarar ehf Gagnaeyðing ehf Garðasókn Garður fasteignasala GermanicherLloyds Glaxo Smith Kline Glerárskóli Glertækni ehf Gólfþjónusta Íslands Granaskóli Grásteinn ehf Gró ehf heildverslun Gróandi Garðyrkjustöð Gróðrastöðin Réttarhóll Gróðrastöðin Stoð Grunnskóli Borgarness Grunnskóli Breiðdalsvíkur Grunnskóli Húnaþings vestra Grunnskóli Hveragerðis Grunnskóli Mýrdalshrepps Grunnskóli Súðavíkur Grunnskóli Svalbarðshrepps Grunnskóli Vestmannaeyja Grunnskólinn Hrísey Grunnskólinn í Búðardal Grunnskólinn í Sandgerði Gullborg leikskóli Gunnar og Trausti Gunnskóli Egilssstaða og Fella Gúmmívinnustofan Hafgæði Hagall ehf Hagblikk Hagtak hf Hamraborg leikskóli Hamraskóli Hárgreiðslustofa Gunnhildar Hárgreiðslustofan Höllin Hártískan sf Háskólabíó Háteigsskóli Heilbrigðisstofnun Hvammstanga Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæslan í Reykjavík Heilsugæslan Ólafsfirði Hellur og Garðar ehf Héðinn Schindler lyftur HGK ehf Hitaveita Egilsstaða og Fella Hjálparstarf kirkjunnar Hjúkrunarheimilið Fellsenda Hlaðbær Colas Hlín blómahús Hofstaðaskóli Holtaprestakall Hólabrekkuskóli Námsflokkar Hafnarfjarðar Nóatún Þorbjörn Pasto Ark Tónastöðin 18

19 STYRKTARLÍNUR Hótel Dyrhólaey Hótel Norðurljós Hreint Afrek ehf Hrólfur Gunnlaugsson Húnaþing Vestra Húsfriðunarefnd Höfðakaffi ehf Innheimtustofa Reykjavíkur Innheimtustofnun sveitafélaga Innri Akraneshreppur Ísfugl ehf Íslandsmarkaður Íspan Íþróttamiðstöð Glerárskóla Íþróttamiðstöðin Borgarnesi Jakob Valgeir ehf Jeppasmiðjan ehf Jóhannes Egilsson JS Bílaleiga Jötunvélar ehf Kapalavæðing ehf Karl Kristmanns Kaupfélag Hérðasbúa Kaupfélag Skagfirðinga Kaþólska kirkjan Keflavíkurkirkja Kjarnafæði KOM almannatengsl Kópahvoll leikskóli Kópavogsskóli K-Sport Kambur byggingafélag Kirkubær 2 Kjarnavörur Knarrareyri KSÍ Lagnagæði ehf pípulagnir Lagnalína ehf Lágafellskóli Leikskólinn Vallarsel Lerkiverktarkar LH Rafverktakar Lionsumdæmið á Íslandi Litalínan Litla Kaffistofan Loftorka hf Lyfja Lögmannstofan Fortis Lögsýn ehf Löndun ehf Málarameistarinn Málningaþjónusta Jóhanns Melaskóli Menn og Málefni Mentis hf Meta Járnsmíði ehf Miðstöðin ehf Múr og Mál Myllubakkaskóli Mýrdalshreppur Norðurpóll ehf Nýji Ökuskólinn Nýsir ehf Olíudreifing ehf Ólafur Þorsteinsson ehf Ósal ehf Ósmann ehf Pendúll ehf Plastgerð Suðurnesja Plastiðjan ehf Rafteikning ehf Rafvirkni Rarik Reykhólakirkja Reykjakot leikskóli Reykjanesbær Reykjavíkurborg Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Samtök Sveitafélaga á Vesturlandi SBS innréttingar Seljaskóli Seltjarnarnesbær Set ehf Seyðisfjarðarkirkja SFR Siglufjarðarkirkja SÍBS Síldarvinnslan Sjálfstæðisflokkurinn Sjúkrahús Hvammstanga Sjúkraþjálfun Georgs Skattstofa Norðurlands vestra Skattstofa Vestmannaeyja Skeiða og Gnúpverjahreppur Skipting ehf Skólaskrifstofa Austurlands Sláturfélag Suðurlands Slökkvilið Höfðuborgarsvæðisins Smáralundur leikskóli Smárinn Söluturn Smith og Norland Smurstöð Akraness Smurstöðin Stjórahjalla Spennubreytar Stafpholtsprestakall Stakkavík ehf Stilling ehf Stjarnan/Subway Straumnes ehf Sundlaug Akureyrar Sundlaug Dalvíkur Sveitafélagið Garður Sögusetrið Talnakönnun hf Tannlæknastofa Einars Tannréttingar sf Tark Teiknistofa Trésmiðja Helga Gunnarssonar Trésmiðjan Jari ehf Tréverk ehf Tryggingastofnun ríkisins Trölli ehf Tæknivík ehf Umboðssala Jóhönnu Tryggvadóttur Útfarastofa Íslands Varmalandsskóli Velferðarsvið Reykjavíkur Verðbréfaskráning Íslands Verkalýðsfélagið Hlíf Verkfræðistofa Austurlands Verslunarmannafélag Suðurnesja Vélaleiga Halldórs Vélaþjónusta Ingvars Við og Við sf Vignir G Jónsson ehf Vistheimili barna Vistor Vísir hf Vopnafjarðarhreppur VR VSÓ Ráðgjöf Öldutúnsskóli Lögmenn Höfðabakka Fjarhitun Micro - ryðfrí smíði - Fágun 19

20 Allt þetta, miklu meira og enn meira á leiðinni! Spilavinir Spil og púsluspil fyrir alla fjölskylduna Langholtsvegur Reykjavík Sími

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti

Fullorðnir glíma líka við ADHD. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum. 50 ráð við athyglisbresti Fullorðnir glíma líka við ADHD Viðtal við Grétar Sigurbergsson geðlækni Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum 50 ráð við athyglisbresti...kemst ekkert áfram á fíflagangi og kjaftavaðli Viðtal við

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ==================================================

Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Fréttabréf Tourette-samtakanna - janúar 2004 ================================================== Efni þessa fréttabréfs Frá stjórninni Ný þýðingarverkefni á döfinni Evrópufundir Tourette samtaka Um Mozart

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

adhd Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown fréttabréf ADHD samtakanna

adhd Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown fréttabréf ADHD samtakanna adhd 1. tbl. 22. árg. 2009 fréttabréf ADHD samtakanna Að nálgast ADHD á nýjan hátt eftir Dr. Thomas E. Brown Gekk vel eða illa í skóla eftir viðmóti kennara Afmælisráðstefna ADHD Gauraflokkurinn Teymisvinna

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

BA ritgerð. Börn með ADHD

BA ritgerð. Börn með ADHD BA ritgerð Félagsráðgjöf Börn með ADHD Hvaða úrræði geta hentað innan skólakerfisins? Sveinn Ingi Bjarnason Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir maí 2017 Börn með ADHD Hvaða úrræði geta hentað innan skólakerfisins?

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason

Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður Árnason Lokaverkefni til B.Ed-próf Háskóli Ísland Menntavísindasvið Aðstaða og úrræði fyrir ADHD nemendur í framhaldsskóla Jónas Hörður

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Aðalfundur ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna 1. tbl. 19. árgangur 2006 Meðal efnis í blaðinu : ADHD coaching Fræðslu- og ráðgjafarþjónustan Eirð kynning Hver ræður för? Málþing Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöð Flottur strákur með ADHD Landsbyggðin og

More information

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir Lokaverkefni til Cand. Psych. gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður

slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður slæmur á taugum stresstýpa er að deyja úr stressi nær ekki að slaka á stressaður.eru allt saman hugtök sem við gætum notað til að lýsa einhverjum sem er kvíðinn. Ef einhver þjáist af of mikilli streitu

More information

HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

HVERNIG EINKENNI ATHYGLISBRESTS OG OFVIRKNI HJÁ BARNI EÐA UNGLING HAFA ÁHRIF Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Fréttabréf ADHD samtakanna 3. tbl. 18. árgangur 2005 ADHD samtökin Meðal efnis í blaðinu : Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda Smárit um ADHD Fréttir af Sjónarhóli Hvað er ADHD þjálfun (coaching)?

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga)

Algengi og nýgengi (Fjöldi sjúklinga) Lewy sjúkdómur Friederich (Fritz) Heinrich Lewy var gyðingur, fæddur í Berlín árið 1885 (1). Hann lauk læknanámi 1910 í heimborg sinni og sérhæfði sig síðan í taugalæknisfræði, taugameinafræði og einnig

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar

Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi nám Sólveig Kanthi Engilbertsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Nemendur með ADHD í skóla án aðgreiningar Kennsla og skapandi

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering

Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Kristín Rún Friðriksdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Páll Biering Börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma Kristín Rún Friðriksdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, á Vogi. Ragnheiður

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work

Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work Beginnings, middles & ends. Sideways stories on the art & soul of Social work BÓKARUMFJÖLLUN Höfundur: Ogden W. Rogers Harrisburg, PA: White hat Communications, 2013. 248 bls. ISBN: 978-1-929109-35-7 Höfundur

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Áhrif hreyfingar á ADHD

Áhrif hreyfingar á ADHD Lokaverkefni í B.Sc. í íþróttafræði Áhrif hreyfingar á ADHD Könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD Maí 2017 Nafn nemanda: Dagmar Karlsdóttir Kennitala: 220193 2419 Leiðbeinandi:

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða

Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða Kolbrún Karlsdóttir Sálfræðingur - Fróðir foreldrar - Kvíði Kvíði/ótti er gagnlegur og gerir okkur kleift að forðast eða takast á við hættulegar aðstæður Berjast eða

More information

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna

Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut 2004 Einhverfa og einstaklingsnámskrá barna Sif Jóhannsdótti Lokaverkefni í kennaradeild 1 Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Leikskólabraut Akureyri, Apríl

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur

OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur OFSAKVÍÐI Leiðbeiningabæklingur Hvað er ofsakvíðakast? Allir vita hvað er að vera felmtri sleginn og það er eðlilegt að vera stundum hræðslugjarn: Þú hefur það á tilfinningunni að einhver elti þig á leiðinni

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Dyslexía. Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2010 Dyslexía Gódri háslra ðetta er lkoaverkfenið mitt um dsylxeuí Sigríður Jóhannesdóttir Leiðsögukennari: Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir Lokaverkefni

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir

ART á Suðurlandi. Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins. Júlí Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir ART á Suðurlandi Mat á framkvæmd og ávinningi verkefnisins Júlí 2009 Andrea G. Dofradóttir Hrefna Guðmundsdóttir Efnisyfirlit Yfirlit um helstu niðurstöður... 2 Inngangur... 4 ART á Suðurlandi... 4 ART

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information