V o r r á ð s t e f n a

Size: px
Start display at page:

Download "V o r r á ð s t e f n a"

Transcription

1 V o r r á ð s t e f n a Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014 Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson

2 Höfundar Öll réttindi áskilin ISSN ISBN Umbrot: Lena Heimisdóttir

3 3 EFNISYFIRLIT Efnisyfirlit... 3 Höfundalisti... 4 Formáli... 5 Alexandra Diljá Bjargardóttir og Friðrik Eysteinsson: Brand Image of Users and Nonusers... 6 Áslaug Þorbjörg Guðjónsdóttir og Gunnar Óskarsson: Margvíslegar hindranir íslenskra útflytjenda Birna Eyjólfsdóttir og Sveinn Agnarsson: Hjá einkafyrirtæki eða opinberu: Hvaða þættir réðu því hvert þátttakendur í Lyðsstyrk réðu sig? Eva Íris Eyjólfsdóttir og Friðrik Eysteinsson: Markaðsleg færni lítilla tæknifyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi Eva Rún Michelsen og Kári kristinsson: Áhættufælni karla og kvenna: Eru konur áhættufælnari þegar kemur að starfsvali? Guðjón Örn Sigurðsson og Runólfur Smári Steinþórsson: Klasar og klasakenningar Gunnar Óskarsson og Sabit Veselaj: Forstig nýsköpunar: Óljós viðfangsefni og forsenda árangurs 60 Gylfi Magnússon: Leitin að Homo Oeconomicus í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Viðskiptasiðferði og eignasala bankanna Jóhanna Gunnlaugsdóttir: Samfélagsmiðlanotkun vegna einkaerinda í skipulagsheildum Jóhanna Ella Jónsdóttir, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir og Heather McGee: Mikilvægi kerfisgreiningar við frammistöðustjórnun innan vinnustaða Katrín Þórhildur Jóhannsdóttir og Friðrik Eysteinsson: Tengsl markaðsráða, vörumerkjavídda og vörumerkjavirðis þjónustufyrirtækja Lára Jóhannsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir og Snjólfur Ólafsson: Multinational Insurance Companies and Environmental Sustainability Issues Ólafur Sverrir Jakobsson og Friðrik Eysteinsson: Vörumerkjavirði í þæginda- og gæðaverslunum með matvöru Snjólfur Ólafsson, Brynhildur Davíðsdóttir og Lára Jóhannsdóttir: Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja Steinar Þór Oddsson og Friðrik Eysteinsson: Notkun smáforrita og það sem ýtir undir hana

4 4 HÖFUNDALISTI Alexandra Diljá Bjargardóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Áslaug Þorbjörg Guðjónsdóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Birna Eyjólfsdóttir, mastersnemi, Háskóli Íslands Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor, Háskóli Íslands Eva Íris Eyjólfsdóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Eva Rún Michelsen, MS í stjórnun og stefnumótun Friðrik Eysteinsson, fv. aðjúnkt, Háskóli Íslands Guðjón Örn Sigurðsson, mastersnemi, Háskóli Íslands Gunnar Óskarsson, lektor, Háskóli Íslands Gylfi Magnússon, dósent, Háskóli Íslands Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, Háskóli Íslands Heather McGee, dósent, Western Michigan University Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor, Háskóli Íslands Jóhanna Ella Jónsdóttir, doktorsnemi, Háskóli Íslands Katrín Þórhildur Jóhannsdóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Kári Kristinsson, lektor, Háskóli Íslands Lára Jóhannsdóttir, nýdoktor, Háskóli Íslands Ólafur Sverrir Jakobsson, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, Háskóli Íslands Sabit Veselaj, doktorsnemi, Háskóli Íslands Snjólfur Ólafsson, prófessor, Háskóli Íslands Steinar Þór Oddsson, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Sveinn Agnarsson, dósent, Háskóli Íslands Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, dósent, Háskóli Íslands

5 5 FORMÁLI Tengsl nemenda og kennara við atvinnulífið og ýmsa hagsmunaaðila er mikilvægur grunnur fyrir rannsóknir af því tagi sem hér er fjallað um. Kennarar miðla alþjóðlega viðurkenndri þekkingu á sviði viðskiptafræði með ýmsu móti og nýrrar er aflað með rannsóknarverkefnum nemenda sem eru undir umsjá kennara. Takmarkið er að draga saman þræði úr ólíkum áttum með fjölbreyttum aðferðum, greina þá, finna samhengi og vefa úr þeim eins sterka heild og efniviðurinn leyfir. Rannsóknarverkefnin koma úr ýmsum áttum og það er vissa okkar að með þeim hefur skapast mikilvæg þekking fyrir íslenskt atvinnulíf. Rannsakendur velja sér viðfangsefni og rannsóknaframlag greina getur verið með ýmsu móti: a. Með greiningu gagna eða umfjöllun um niðurstöður annarra fræðimanna þar sem sjálfstætt framlag höfundar kemur skýrt fram b. Með kynningu niðurstaða úr eigindlegri eða megindlegri rannsókn c. Með því að setja fram nýja tilgátu eða kenningu Eins og gjarnan er með nýja þekkingu sem reynt er að afla með rannsóknum þarf hún, ef svo má segja, að fara í gegnum mörg nálaraugu til að ná lokatakmarkinu; að af henni hljótist nokkur hagur. Eitt þessara nálarauga er, að fá umsögn tveggja ritrýna sem hver á sinn hátt hvetja höfunda til að draga fram viðeigandi atriði sem gera rannsóknarferlið og niðurstöðurnar trúverðugar. Sú tvíblinda ritrýni sem greinar Vorráðstefnunnar fara í gegnum felur í sér að ritrýnar leggja m.a. mat á: 1. Nýnæmi greina 2. Hvernig rannsóknarspurningar eru settar fram 3. Hvernig rannsóknarspurningum er svarað 4. Hvernig úrvinnslu gagna er háttað (ef slíkt á við). 5. Uppbyggingu greina 6. Málfar 7. Fræðilegt og hagnýtt framlag greinanna Þessi tilhögun stuðlar að faglegri og uppbyggilegri gagnrýni á verk höfunda og getur orðið til þess að auka gæði þeirra. Vorráðstefnan er formlegur kynningar- og umræðugrundvöllur fyrir þá sem stunda rannsóknir á sviði viðskiptafræði. Það er Viðskiptafræðistofnun og Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands mikil ánægja að bjóða til ráðstefnu af þessu tagi þar sem 16 greinar eru kynntar um nýjar fræðilegar og hagnýtar rannsóknir á ýmsum sviðum viðskiptafræði. Nú er ráðstefnan haldin í sjötta skiptið og með þeim erindum sem flutt eru nú eru erindin alls orðin 91. Eitt af grundvallarverkefnum í starfi háskóla er að afla nýrrar þekkingar og miðla henni. Ráðstefnan og ráðstefnurit eru liður í því að miðla þessari þekkingu. Aðgangur er opin að öllum greinum ráðstefnunnar. Ritstjórar ráðstefnuritsins eru Kári Kristinsson, lektor við Viðskiptafræðideild, Ester Rós Gústavsdóttir, Verkefnastjóri hjá Viðskiptafræðistofnun og Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viðskiptafræðistofnun vill sérstaklega þakka höfundum efnis, ritrýnum og öðrum þeim sem lagt hafa sitt af mörkum til ráðstefnunnar. Reykjavík, mars 2014 Magnús Pálsson Forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands

6 6 BRAND IMAGE OF USERS AND NONUSERS Alexandra Diljá Bjargardóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Friðrik Eysteinsson, fv. aðjúnkt, Háskóli Íslands ABSTRACT EVE Online is a massively multiplayer online game (MMO) published by the Icelandic game developer, CCP. MMOs are games that allow a great number of players scattered all over the world to play together via the Internet. The current study aims to measure EVE Online s brand image among three different groups: 1) users, 2) non-users who either claim or do not claim to be fans of the brand. Two hypothesis were tested. The first stated that users of EVE Online have a more positive image of the brand than non-users. The hypothesis was not supported by the data and the overall brand image did not differ between the two groups. However, when brand image statements were investigated more closely, a pattern emerged which showed that users were more likely than non-users to agree with positive statements about the brand. The second hypothesis stated that non-users who claim to be fans of the brand have a more positive image of the brand than non-users who do not claim to be fans. The hypothesis was not supported by the data but which exhibited the same pattern which showed that non-users who claim to be fans were much more likely to agree with positive statements about the brand than non-users who do not claim to be fans. INTRODUCTION EVE Online is a science-fiction sandbox player-versus-player (PVP) game. This means that the theme and content of the game are greatly influenced by science-fiction and include space travel, futuristic technology and more. A sandbox game is a game in which minimal limitations are placed on the players, allowing them to explore and even make changes to, a virtual world without having to follow a set plot or linear progression. Finally, a player-versus-player game is a game in which interactive conflicts between two or more players occur. The game is set in space, about 20,000 years from now, after mankind begins exploring and colonizing it. When creating their avatars, players choose one of four races who all descended from mankind (EVE Community, n.d.). They then explore space, develop their avatars and interact and work with other players in groups called corporations. These are then a part of larger player networks or alliances. Players also engage each other in combat, war, economic struggle and more. Massively multiplayer online games are games that allow a great number of players scattered all over the world to play at the same time via the Internet. MMOs are not a single genre of games as they can vary greatly in theme and content. One popular kind is massively multiplayer online role-playing games (MMORPGs). In such games, players create a character, also known as an avatar, control his or her behavior and interact with other players through a virtual world (Zhong, 2011). These games are different from role-playing games where players play by themselves, or in small groups, for two

7 reasons: first, the number of players is much greater, and secondly, unlike in smaller games, the virtual world in MMORPGs continues to exist and evolve even when the players are offline, meaning, the virtual world is persistent. The topic of this paper is the brand image of the increasingly popular Icelandic MMO, EVE Online. The aim of the current study is to assess whether there is a difference in EVE Online s brand image between three groups: 1) users and 2) non-users who either claim or do not claim to be fans of the brand. The current study is an extension of Ehrenberg and colleagues studies on the differences of brand images between users and non-users but differs from previous studies in two respects. Unlike many previous studies on this topic (see Bird and Ehrenberg, 1970; Bird, Channon and Ehrenberg, 1970), the current study does not focus on typical consumer or grocery products. Secondly a new group is added: fans of the brand. 7 BRAND IMAGE AND USAGE The model of customer-based brand equity (CBBE) is an attempt to explain the relationship between consumers and brands (Wood, 2000). The main focus of the model is on the added value which a brand name or symbol adds to a product or service. In essence, the model aims to explain how brands are differentiated in the minds of consumers. The idea is that if a brand has a positive brand equity, it will be chosen for purchase at a much higher rate than brands which have negative brand equities. It follows that a positive CBBE has become a desirable outcome which marketers strive for. Measuring CBBE can be done by measuring its sources, brand awareness and brand image. The aim of brand image research is often to predict future consumer behavior if the brand has a positive CBBE it should follow that consumers are more likely to purchase it (Romaniuk, 2001). Gaining an insight into future consumer behavior can help marketers make strategic decisions about the brand, such as defining target groups and brand positioning (Keller, 1993). However, very little is known of the relationship between brand image and future behavior (Romaniuk, 2001). Findings by Ehrenberg and colleagues (Barwise and Ehrenberg, 1985; Bird and Ehrenberg, 1970) suggest that brand image is much more closely related to current (or even past) behavior, meaning, consumer responses to brand-image measurements are systematically influenced by the consumer s past history with the brand (Romaniuk, Bogomolova and Riley, 2012). When studying brand image by measuring consumer reactions to brand associations, practitioners often fail to take this usage factor into account (Castleberry and Ehrenberg, 1990). This relationship between the consumer s history with the brand and brand image is evidenced by the fact that the proportion of people who react favorably towards a brand is highest among its current users (Bird et al., 1970). However, current behavior is not the only predictor of positive reactions towards a brand. It has been found that former users of a brand tend to react more positively towards it than those who have never tried it (Romaniuk, 2001). The proportion of people who react favorably towards a brand is lowest among those who have never tried it (Bird et al., 1970). All responses to brand image associations seem to be related to current or past behavior in a predictable manner (Romaniuk et al., 2012). Bird and Ehrenberg (1970) noted that not all users of brands have positive attitudes towards it and not all non-users have negative attitudes towards it. Many non-users react favorably towards a brand while many users do the opposite. However, the incidence of this is very low and it has been shown systematically that usage is a reliable predictor of brand image (Romaniuk, 2001).

8 If brand image measurements are skewed because of the influence of usage levels, it follows that the same happens to CBBE, meaning brands with larger market-shares will have a more positive brand image and a more positive CBBE than brands with smaller market-shares. This means that CBBE is a reflection of the brand s market-share, and not a driver of it (Romaniuk et al., 2012). At any rate, brand image and CBBE are highly influenced by current and past usage of brands (Castleberry and Ehrenberg, 1990). On a theoretical level, the implication of this is that in order for brand image or CBBE measurements to be unbiased, the usage levels or market-shares of the brands being measured must be factored into the calculations (Romaniuk et al., 2012). On a practical level, it would seem that marketers are wasting time by focusing their efforts on improving brand image and CBBE when they should first and foremost be focusing on growing their customer base (Sharp, 2010). With the preceding discussion in mind, the first hypothesis is: H1. Current users of EVE Online have a more positive image of the brand than non-users. There are consumers who are passionate about brands (Sharp, 2010). They have been called brand fanatics, or even evangelists (Singh and Sonnenburg, 2012). Here, they will be referred to simply as brand fans. These consumers either buy the brand more frequently than other consumers or devote a larger proportion of category purchases to the brand than to competitors brands (Nenycz-Thiel, Beal, Ludwichowska, G. and Romaniuk, 2013). In the case of brands that do not necessarily represent repeat buying, such as services, computer software and other, fans may be defined as those who devote a large amount of time and effort to the brand, either to usage or other activities such as content creation (Muniz and Schau, 2011). Brand communities are specialized communities, based on a structured set of social relations between admirers of a specific brand. The community is not bound by geography (Muniz and O Guinn, 2001). Brand communities allow consumers to communicate with each other, share experiences, distribute information and assist each other in using the brand (the existence of consumer help discussion forums is an example of this). Within many brand communities, collective value creation takes place (Schau, Muniz and Arnould, 2009). Companies can benefit from supporting consumers in this process (Muniz and Schau, 2011). With the preceeding discussion in mind, the second hypothesis is: H2. Non-users who claim to be fans of EVE Online have a more positive image of the brand than non-users who do not claim to be fans. 8 METHODOLOGY This is a quantitative study where an online questionnaire was used to measure the brand image of EVE Online among three different groups: 1) users and 2) non-users who either claim or do not claim to be fans of the brand.

9 Participants The population of interest was EVE Online s target group. Completed responses were obtained from individuals. The majority (69.7%) of participants were between the ages of 20 and 30. The mean age of the sample was 27.9 years (standard deviation = 6.49). Current users of EVE Online are 2471 (84.6%), non-users 439 (15.0%) and 12 (0.4%) answers were missing. Of the 439 who are non-users, 398 claim to be fans of the brand. Questionnaire An online questionnaire was created. It was designed using the results of ten qualitative interviews with individuals in EVE Online s target group as well as information from CCP about the brand s positioning. Because the study included splitting the participants into groups, not all participants answered all questions and participants who said yes to specific questions were then asked follow-up questions. The first two questions in the questionnaire ask about participants age and gender. This was done to filter out responses from individuals who do not fall within the definition of EVE Online s target group. The next part of the questionnaire includes 22 statements intended to measure brand image. Participants indicate how much they agree or disagree with each statement on a 7 point Likert scale, where 1 = strongly disagree, 2 = disagree, 3 = somewhat disagree, 4 = neutral, 5 = somewhat agree, 6 = agree and 7 = strongly agree. Lastly, the questionnaire includes questions about whether the participants consider themselves to be fans of the game. The questionnaire was pretested to assess whether participants were able to understand and respond to the items without difficulty. Three items were changed based on the participant s comments. Procedure and data analysis The questionnaire was posted online and distributed via social media and during the period of August 2 nd August 21 st, It was also published on the official Facebook page for EVE Online on August 6 th. In total, participants answered parts of the questionnaire. 100 (2.4%) answers were invalid because the respondents were female. 455 (11%) answers were excluded because the respondents did not fall within the specified age range and a further 668 (16.1%) were excluded because the respondents answered less than 50% of the survey. The hypothesis were tested by using a confidence interval method. Total scores for the image statements were calculated and compared between groups. One-way ANOVAs were also performed to see which and how many of the statements produced significant results between groups. 9 RESULTS The image statements were categorized as either representing positive or negative brand associations based on how they were portrayed and discussed in the ten qualitative interviews with individuals from EVE Online s target group. Whenever an individual expressed either a positive or negative statement about EVE Online, they were asked to explain it further and eventually, the 22 statements were categorized into two groups of 11 positive and 11 negative statements.

10 The first hypothesis stated that current users have a more positive image of the brand than non-users. To test the hypothesis, a total score was calculated for the image statements for both users (n = 2471) and non-users (n = 439). This was done by first reverse-scoring the negative image statements and then calculating an unweighted average for all items. The average for users was 4.29 with a 95% confidence interval of The average for non-users was 4.15 with a 95% confidence interval of Since the confidence intervals overlap, the hypothesis is not supported. A one-way ANOVA was performed to see how many, and which, of the image statements produced a statistically significant difference between users and non users of the brand. The results showed that there were significant differences for 14 out of 22 items. Even if the brand image of users does not differ significantly on the whole, there are significant differences between the two groups for 6 out of 11 positive image statements. The second hypothesis stated that non-users who claim to be fans of EVE Online have a more positive image of the brand than non-users who do not claim to be fans. To test the hypothesis, a total score was calculated for the image statements for both non-users who claim to be fans of the brand (n = 398) and non-users who do not claim to be fans of the brand (n = 41). This was done by first reverse-scoring the negative image statements and then calculating an unweighted average for all items. The average for non-users who claim to be fans of EVE Online was 4.18 with a 95% confidence interval of The average for non-users who do not claim to be fans of the brand was 3.87 with a 95% confidence interval of Since the confidence intervals overlap, the hypothesis is not supported. A one-way ANOVA was performed to see how many, and which, of the image statements produced a statistically significant difference between the two groups. The results showed that there were significant differences for 12 out of 22 items. Even if the brand image of non-users who do not claim to be fans of the brand and non-users who do claim to be fans does not differ significantly on the whole, there are significant differences between the two groups for 9 out of 11 positive image statements. 10 DISCUSSION Based on findings by Ehrenberg and colleagues (See Barwise and Ehrenberg, 1985; Bird and Ehrenberg, 1970; Castleberry and Ehrenberg, 1990) that consumers usage of brands heavily influences their propensity to give favorable responses towards it in brand image studies, the first hypothesis stated that users of EVE Online would have a more positive image of the brand than nonusers. This hypothesis was not supported by the data. There was not a significant difference in overall brand image between users and non-users. However, there were significant differences between the groups for six out of 11 of the positive image statements. This would suggest that even if users do not have a more positive brand image on the whole than non-users, they do tend to agree more with positive statements about the brand. This is consistent with the growing literature on the effect which a consumer s relationship with the brand has on his or her tendency to react favorably towards it (Nenycz-Thiel et al., 2013). There are groups of consumers who are passionate about brands and might even preach the gospel of the brand (Singh and Sonnenberg, 2012). These brand fanatics, or fans, often connect with each other in brand communities. The computer game industry is an especially appropriate venue for such communities to exist. Users already form a community within the virtual reality of the game which is

11 then extended to other online spaces, where users and non-users alike can join and connect with each other. Moreover, new forms of collaboration and co-creation are taking place between developers and user communities in the video game industry (Arakji and Lang, 2007). Many video game developers have opened up parts of their content to users to modify (also known as modding ) according to their own wishes. Developers are also dependent on user feedback in order to fix problems and add features which are in demand. These factors all create good environments for brand communities to exist within. Based on the idea of these passionate consumers, the second hypothesis stated that non-users who claim to be fans of the brand will have a more positive image than non-users who do not claim to be fans. This hypothesis was not supported by the data. However, the same pattern as before emerged here and there were significant differences between the two groups for 9 out of 11 positive brand image statements. This means that even though the brand image between the two groups did not differ on the whole, non-users who are fans of the brand were much more likely to agree with positive image statements about the brand. The results of the authors reserach and many before it (See Bird and Ehrenberg, 1970; Romaniuk et al., 2012) have established a predictable relationship between behavior (usage) and brand image. In spite of the fact that the data analyzed was not able to provide support for the hypothesis, analyzing the positive image statements specifically showed a relationship between usage and the tendency to agree with positive brand image statements. This means that the consumer s relationship with the brand will be a reliable indicator of how he or she reacts towards the brand in brand image measurement studies. For decades, marketers have focused their efforts on building positive brand images and positive brand equities in order to grow their customer bases. However, it is apparent that a positive brand image and positive brand equity are the results, not drivers, of market-share (size of customer base). It follows then that in order to achieve such brand goals as brand equity, the marketer must first and foremost focus on growing the customer base. This is done primarily by acquisition strategies because even large brands lose customers on a daily basis (Sharp, 2010). So, by focusing on acquiring new customers, marketers will grow their customer bases and by extension of that, build more positive customer-based brand equities which will then help maintain their brands market positions (Sharp, 2010). A limitation of the authors research was that the focus was on a single brand. Should any similar studies be repeated, it would be of importance to try to gather data about more than one brand on the market, and to reach non-users at a higher rate. A second limitation was the study did not use a probability sample so the results cannot be generalized to EVE Online s target market as a whole. It needs, however, to be pointed out that the research questions revolve around differences in image. The authors believe that the research s results are a good indication of those differences. 11 REFERENCES Arakji, R. Y. and Lang, K. R. (2007). Digital consumer networks and producer-consumer collaboration: Innovation and product development in the video game industry. Journal of Management Information Systems, 24 (2), Barwise, T. P. and Ehrenberg, A. S. C. (1985). Consumer beliefs and brand usage. Journal of the Market Research Society, 27(2),

12 Bird, M. and Ehrenberg, A. S. C. (1970). Consumer attitudes and brand usage. Journal of the Market Research Society, 12(4), Bird, M., Channon, C. and Ehrenberg, A. S. C. (1970). Brand image and brand usage. Journal of Marketing Research, 7, Castleberry, S. B. and Ehrenberg, A. S. C. (1990). Brand usage: A factor in consumer beliefs. Marketing Research, 2(2), EVE Community. (n.d.) Backstory. Accessed June 15 th from line.com/backstory. Keller, K. L. (1993). Conceptualizing, measuring and managing customer-based brand equity. Journal of Marketing, 57(1), Muniz, A. M. and Schau, H. J. (2011). How to inspire value-laden collaborative consumer-generated content. Business Horizons, 54, Muniz, A. M. and O Guinn, T. C. (2001). Brand community. Journal of Consumer Research, 27(4), Nenycz-Thiel, M., Beal, V., Ludwichowska, G. and Romaniuk, J. (2013). Investigating the accuracy of self-reports and brand usage behavior. Journal of Business Research, 66, Romaniuk, J. (2001). The brand perceptions of former users. Marketing Bulletin, 12, 1-6. Romaniuk, J., Bogomolova, S. and Riley, F. D. (2012). Brand image and brand usage: Is a fortyyear-old empirical generalization still useful? Journal of Advertising Research, 52(2), Schau, H. J., Muniz, A. M. and Arnould, E. J. (2009). How brand community practices create value. Journal of Marketing, 73, Sharp, B. (2010). How brands grow what marketers don t know. Sydney: Oxford University Press. Singh, S. and Sonnenburg, S. (2012). Brand performances in social media. Journal of Interactive Marketing, 26, Wood, L. (2000). Brands and brand equity: Definition and management. Management Decision, 38(9), Zhong, Z-J. (2011). The effects of collective MMORPG (Massively Multiplayer Online Role- Playing Games) play on gamers online and offline social capital. Computers in Human Behavior, 27,

13 13 MARGVÍSLEGAR HINDRANIR ÍSLENSKRA ÚTFLYTJENDA Áslaug Þorbjörg Guðjónsdóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Gunnar Óskarsson, lektor, Háskóli Íslands SAMANTEKT Grein þessi byggir á rannsókn úr lokaverkefni til M.Sc. gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Rannsóknin fjallar um reynslu íslenskra útflytjenda á hindrunum í útflutningi. Markmiðið með henni var að svara rannsóknarspurningunni um hverjar væru helstu hindranirnar og að setja niðurstöðurnar fram á skýran hátt í þeim tilgangi að auðvelt sé að nýta þær til umbóta. Rannsóknin var unnin með fyrirbærafræðilegri aðferð og byggir á upplifun og reynslu af hindrunum í útflutningi. Viðtöl voru tekin við fulltrúa átta íslenskra framleiðslufyrirtækja og rannsóknargögnin unnin samkvæmt þremur stigum aðferðarinnar; lýsingu, samþættingu og túlkun. Með fyrirbærafræðilegri aðferð má skyggnast inn í reynsluheim viðmælenda, öðlast dýpri skilning á þeim hindrunum sem þeir höfðu mætt og svara þannig rannsóknarspurningunni. Niðurstöðurnar voru þær að helstu hindranirnar væru eftirfarandi: fjármagnsskortur, mannekla, menningarmunur, ólíkir viðskiptahættir, hár flutningskostnaður, mikil ferðalög starfsfólks, flókin og tímafrek tollamál, óhagstætt rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, miklar gengissveiflur íslensku krónunnar og hörð samkeppni á erlendum mörkuðum. Niðurstöðurnar voru settar fram samkvæmt flokkun Leonidou (1995, 2004), eftir innri og ytri þáttum. INNGANGUR Útflutningur hefur verið stundaður í aldaraðir, vænkað hag þjóða og hvatt fyrirtæki til endurbóta, nýsköpunar og víðsýni. Að baki útflutningi er flókin starfsemi sem krefst yfirgripsmikillar þekkingar, flutnings vöru yfir lönd og höf og samskipta milli ólíkra menningarheima. Á Íslandi eru fjölmörg fyrirtæki sem takast á við þessa þætti í daglegu starfi sínu og eru þau Íslendingum afar mikilvæg. En í útflutningi mæta fyrirtæki fjölmörgum hindrunum, bæði stórum og smáum, sem tefja eða koma í veg fyrir að fyrirtæki nái árangri. Það er dýrmætt að læra af reynslu útflutningsfyrirtækja, nota jákvæða reynslu sem fyrirmynd í framtíðarverkefnum og neikvæða reynslu til þess að bæta og breyta þeim aðferðum sem notaðar voru. Miðað við vaxandi mikilvægi útflutnings fyrir Íslendinga (McKinsey, 2012) er afar brýnt að íslensk fyrirtæki vinni að honum eins vel og mögulegt er og efli hann næstu ár og áratugi. Það er því mikilvægt að kanna hvaða þættir það eru sem tefja eða koma í veg fyrir að þau nái tilætluðum árangri. Markmiðið með rannsókninni var að auka skilning á þeim hindrunum sem eru í umhverfi íslenskra útflutningsfyrirtækja og svara þannig rannsóknarspurningunni um hverjar eru helstu útflutningshindranirnar. Valin var eigindleg rannsóknaraðferð og ennfremur var fyrirbærafræðilega

14 aðferð valin vegna eðli markmiðsins. Tekin voru viðtöl við fulltrúa átta útflutningsfyrirtækja og gerði fyrirbærafræðileg aðferð það kleift að skyggnast inn í reynsluheim viðmælenda og fá dýpri skilning á þeim vandamálum sem þeir hafa þurft að takast á við. Viðtölin voru hálfstöðluð og viðtalsrammi hafður til hliðsjónar. Við gerð hans var flokkun Leonidas Leonidou (1995, 2004) á útflutningshindrunum. Til þess að ná markmiði um skýra framsetningu niðurstaðna rannsóknarinnar var flokkun Leonidou valin. Ástæðan fyrir valinu var sú að með flokkunaraðferðinni er hindrunum skipt eftir innri og ytri þáttum, en það gefur möguleika á að skoða þær á skýran og hagnýtan hátt. Með því gætu bæði stjórnendur og stjórnmálamenn dregið lærdóm af þeim og nýtt til að efla útflutning enn frekar. Stjórnendur gætu einbeitt sér að innri þáttum og stjórnmálamenn að ytri þáttum. 14 ÚTFLUTNINGUR Útflutningur er mikilvægt, vaxandi og arðvænlegt svið alþjóðaviðskipta. Útflutningur hefur verið skilgreindur sem flutningur vöru, þjónustu eða þekkingar yfir landamæri með beinum eða óbeinum hætti (Young, Hamill, Wheeler og Davies, 1989). Ástæður þess að útflutningur er algengasta leiðin til alþjóðaviðskipta eru þær að útflutningi fylgir lágmarksviðskiptaáhætta, hann krefst lítillar skuldbindingar auðlinda og veitir fyrirtækjum sveigjanleika þegar kemur að því að færa sig til á markaði (Leonidou, 1995). Útflutningur getur leitt af sér bætta fjárhagsstöðu fyrirtækja, betri nýtingu á framleiðslugetu, aukna tæknistaðla og þannig veitt fyrirtækjum samkeppnisforskot (Terpstra og Sarathy, 1994). Með útflutningi skapast einnig tækifæri til að auka umsvif, hagnað og stöðugri eftirspurn. Hann getur, með beinum eða óbeinum hætti, dregið úr atvinnuleysi, aukið þjóðarframleiðslu og hagvöxt (Liargovas og Skandalis, 2008). Í fámennum ríkjum er enn meiri hvöt til útflutnings en í fjölmennum ríkjum, því heimamarkaðurinn býður ekki upp á stærðarhagkvæmni. Sala til erlendra markaða getur bætt úr því. Útflutningur getur einnig gefið einstökum atvinnugreinum og fyrirtækjum tækifæri til að vaxa, auka hagnað og koma jafnvægi á eftirspurn (Ramaseshan og Soutar, 1996). Þetta á sannarlega við á Íslandi. Útflutningur íslenskra fyrirtækja Útflutningur skiptir sköpum fyrir íslensku þjóðina, eða eins og Jón Ásbergsson komst að orði: Sá Íslendingur er ekki til sem ekki á eitthvað undir því að gjaldeyris sé aflað" (Hanna Kristín Friðriksson, 1993). Alþjóðaviðskipti eru gríðarlega mikilvæg litlu hagkerfi eins og því íslenska. Það þarf að flytja mikið út til þess að geta fjármagnað nauðsynlegan innflutning (Eyþór Ívar Jónsson, 2000). Íslendingar hafa öðlast dýrmæta reynslu í innflutningi m.a. vegna einhæfrar framleiðslu hérlendis, og hefur sú reynsla gefið af sér mörg sterk viðskiptasambönd við erlenda aðila sem hafa hjálpað íslenskum fyrirtækjum í útflutningi (Þór Sigfússon, 2001). Heimamarkaður íslenskra fyrirtækja er lítill og er það enn ein ástæða fyrir mikilvægi þess að þau leggi áherslu á útflutning. Meðal annarra ávinninga af útflutningi íslenskra fyrirtækja má nefna streymi erlends fjármagns til landsins og möguleika fyrirtækja að ná ákveðinni stærðarhagkvæmni (Tryggvi Þór Herbertsson o.fl., 2005). Ávinningur útflutnings er þó ekki auðfenginn þar sem fyrirtæki mæta fjölmörgum hindrunum við að hefja og þróa útflutning.

15 Útflutningshindranir Þörf er á því að útflutningi sé veitt full athygli í ljósi fjölmargra áskorana sem fyrirtæki standa frammi fyrir nú á dögum vegna aukinnar alþjóðavæðingar, harðari samkeppni og vaxandi samþættingar. Þetta er mikilvægt vegna þeirrar staðreyndar að útflutningur krefst margskonar starfsemi, er í eðli sínu flókinn, breytilegur og nær til margra ólíkra landa og menningarheima (Leonidou, Katsikeas o.fl., 2010). Hindranir í útflutningi (e. barriers to export) hafa verið skilgreindar sem allar þær hömlur sem hindra getu fyrirtækis til þess að hefja, þróa eða viðhalda starfsemi sinni á erlendum mörkuðum (Leonidou, 2004). Einnig hafa hindranir í útflutningi verið skilgreindar sem allar þær hömlur og vandamál sem verða í vegi fyrirtækja fyrir því að hefja eða þróa útflutning. Hindranirnar tengjast viðhorfi, rekstri og uppbyggingu starfseminnar. Samkvæmt Leonidou (1995) eru hindranir í útflutningi af tvennum toga þegar kemur að litlum fyrirtækjum, innri hindranir og ytri hindranir. Innri hindranir eru hindranir sem tengjast stjórnun og mannauði eða getu og nálgun fyrirtækisins í útflutningi. Ytri hindranir eiga rætur sínar að rekja til þess umhverfis sem fyrirtækið starfar í. Skipting hindrana í innri og ytri þætti er mikilvæg til að skýra gerð, eðli og áhrif hindrana í útflutningi (Arranz og de Arroyabe, 2009). Af þessum ástæðum varð flokkun Leonidou valin sem leið til þess að sýna niðurstöður rannsóknarinnar á skýran og myndrænan hátt. Fjölmargar erlendar rannsóknir á útflutningshindrunum voru gerðar á árunum Rannsakendur misstu þó skjótt áhugann á viðfangsefninu og fékk það mun minni athygli næstu áratugina (Leonidou og Katsikeas, 2010; Al-Aali o.fl., 2012). Hindranirnar hafa verið margvíslegar en sem dæmi má nefna hindranir eins og lög og reglugerðir um viðskipti á erlendum mörkuðum (Kaynak og Kothari, 1984; Rao, 1990), erfiðleika við að fjármagna útflutning (Cheong og Chong, 1988; Rao, 1990; Leonidou, 1995), harða samkeppni á erlendum mörkuðum (Cheong og Chong, 1988; Dichtl o.fl., 1990; Leonidou, 1995) og erfiða verðsamkeppni (Dichtl o.fl., 1990; Rao, 1990; Tseng og Yu, 1991; Leonidou, 1995). Ýmsar rannsóknir hafa fjallað um þekkingu á tungumálum og menningu viðskiptalanda fyrirtækja, t.d. hafa rannsóknir sýnt fram á að tungumálakunnátta stjórnenda er einn þeirra þátta sem tengist stjórnendahæfni (Cavusgil og Naor, 1987) og samskiptahæfni þeirra á erlendum mörkuðum. Einnig hafa rannsóknir sýnt að hún er merki um jákvætt viðhorf stjórnandans til alþjóðaviðskipta og stuðlar sú hæfni að því að draga úr áhrifum hindrana (Kaynak, 1985). Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á hindrunum í útflutningi íslenskra fyrirtækja. Þær helstu eru rannsóknir Arnars Bjarnasonar (1996) og Eyjólfs B. Eyjólfssonar (2012). Arnar rannsakaði m.a. útflutningshindranir hjá íslenskum fyrirtækjum sem stunduðu útflutning á vörum tengdum sjávarútvegi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru flutningskostnaður, pappírsvinna, bankaþjónusta á Íslandi og óhagstætt rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi meðal helstu hindrana. Árið 2012 gerði Eyjólfur rannsókn sem byggði á rannsókn Arnars. Niðurstöður hennar voru þær að stærstu útflutningshindranirnar voru mikill flutningskostnaður frá Íslandi, mikill flutningskostnaður innanlands, reglugerðir og óstöðugt viðskiptaumhverfi á Íslandi. Einnig má nefna rannsókn sem gerð var á vegum Íslandsstofu árið 2012 (Vilhjálmur Jens Árnason, 2012) þar sem komið var inn á hindranir í útflutningi íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Meðal þeirra hindrana sem stjórnendur fyrirtækjanna upplifðu voru næg verkefni á heimamarkaði, erlend verkefni voru talin erfiðari og samskiptin flóknari, óvissa tengd kostnaði, skortur á starfsfólki með sérfræðiþekkingu, mikill ferðakostnaður, fjarlægð erlendra markaða og tungumálakunnátta. 15

16 Þrátt fyrir að þó nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á útflutningshindrunum telja þekktir fræðimenn á þessu sviði (Leonidou og Katsikeas, 2010; Al-Aali o.fl., 2012) þörf fyrir rannsóknir sem veita dýpri skilning á viðfangsefninu, m.a. með því að framkvæma rannsóknir með eigindlegum aðferðum. 16 RANNSÓKNIN Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferð, nánar tiltekið með fyrirbærafræðilegri aðferð (e. phenomenological method). Átta fyrirtæki tóku þátt í rannsókninni sem valin voru eftir hentugleika, reynslu þeirra og stærð. Miðað var við að þau stunduðu vöruútflutning og væru lítil eða meðalstór. Fyrirtækin sem um ræðir starfa á sviði tækni, fatnaðar og matvæla. Starfsmenn þeirra eru á bilinu og útflutningur er misstór hluti af heildarsölu þeirra. Það reyndist erfitt að finna fyrirtæki sem voru lík að stærð og á svipuðu stigi í útflutningsferlinu. Nokkur fyrirtæki fundust með leit á netinu, m.a. á síðu Iceland Export Directory. Önnur fyrirtæki voru valin eftir ábendingum starfsmanna Íslandsstofu. Rannsóknin var framkvæmd með hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum. Undirbúningur fyrir viðtölin fólst í gerð viðtalsramma sem hafður var til hliðsjónar meðan á þeim stóð. Hann var unninn út frá flokkun hindrana í útflutningi samkvæmt Leonidou (2004). Í upphafi hvers viðtals var viðmælendum sagt hvernig viðtalið yrði uppbyggt og notkun á orðinu hindrun útskýrð. Viðmælendum var gerð grein fyrir að með orðinu hindrun væri átt við þá þætti og þau vandamál sem á einhvern hátt höfðu tafið útflutning fyrirtækisins, gert hann erfiðan og/eða komið í veg fyrir útflutning til ákveðinna markaðssvæða. Í viðtölunum var svo talað ýmist um hindranir eða vandamál. Unnið var úr viðtalsgögnum á þremur stigum fyrirbærafræðinnar; lýsingu, samþættingu og túlkun. Með þessari úrvinnsluaðferð kemst rannsakandi betur og betur í skilning um upplifun viðmælandans. Einnig gerir aðferðin honum kleift að öðlast skilning á hversdagslegum atburðum sem gegna mikilvægu hlutverki í upplifun annarra atburða (Orbe, 1998). NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hindranir í umhverfi íslenskra útflytjenda eru margvíslegar. Til þess að meta helstu hindranirnar var haft í huga hversu oft og hversu mikil áhrif þær hefðu á útflutningsstarfsemina. Helstu útflutningshindranirnar sem viðmælendur upplifðu voru: fjármagnsskortur, mannekla, menningarmunur, ólíkir viðskiptahættir, mikill flutningskostnaður, mikil ferðalög starfsfólks, erfið og tímafrek tollamál, óhagstætt rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, miklar gengissveiflur íslensku krónunnar og hörð samkeppni á erlendum mörkuðum. Hindrununum er skipt eftir innri og ytri þáttum á mynd 1. Nánar verður fjallað um hindranirnar hér á eftir.

17 17 Mynd 1: Helstu útflutningshindranir íslenskra fyrirtækja Almennt upplifðu viðmælendur skort á fjármagni sem hindrun. Hann kom fram með ýmsum hætti, t.d. varfærnislegri ákvarðanatöku, óverulegu markaðsstarfi á erlendum mörkuðum og hægum vexti í útflutningi. Einnig hafði fjármagnskortur í mörgum tilfellum þá verkun að fjöldi starfsfólks í útflutningsverkefnum fyrirtækjanna var takmarkaður og sögðust viðmælendur vera undir miklu álagi. Fjármagnsskortur og mannekla höfðu hamlandi áhrif á þróun útflutnings fyrirtækjanna. Samskipti við erlenda viðskiptavini voru vandasöm að mati viðmælenda. Þeir sögðu þau vera krefjandi og nauðsynlegt væri að kynna sér aðstæður viðskiptavinanna á hverjum markaði fyrir sig með tilliti til menningarmuns, ólíkra viðskiptahátta og ýmissa praktískra atriða eins og tímamismunar og frídaga. Að vanda samskiptin í hvívetna þótti lykilatriði því menningarmunur og tungumál ýttu undir misskilning. Það var einróma álit að ferðalög starfsfólks til erlendu viðskiptavinanna væru mjög mikilvægur þáttur í bættum samskiptum en kostnaðurinn við þau var þungur baggi að mati margra. Mörgum fannst tíminn sem ferðalögin útheimtu vera dýrkeyptur. Allir viðmælendur upplifðu menningarmun í starfi sínu. Þeir voru sammála því að taka þyrfti á menningarmun með þolinmæði og virðingu og það væri krefjandi. Það er vandi að kynnast þeirri menningu sem ríkir í viðskiptalöndunum og hefur alþjóðleg reynsla og áhugi starfsfólks mikið um það að segja hvort komist verði yfir hindranir af þessu tagi á farsælan hátt. Það sama gildir um þá ólíku viðskiptahætti sem stundaðir eru á erlendum mörkuðum þar sem þeir eru hluti af menningu þjóða. Viðmælendur voru nokkuð jákvæðir gagnvart hindrunum sem tengdust menningu og tungumálum. Munur á viðskiptaháttum kom fram á ýmsan hátt, t.d. í fundarháttum, samningaviðræðum og í því hvernig heimsóknum viðskiptaaðila var háttað. Það er grundvallaratriði að kynna sér viðskiptahætti erlendu markaðanna vel, taka tillit til þeirra og haga undirbúningi heimsókna og viðskipta samkvæmt

18 þeim. Mútur eru hluti af viðskiptaháttum í sumum löndum þó ólöglegar séu. Nokkrir viðmælendur höfðu reynslu af mútumálum og sögðu þær skapa óvissu og tefja afhendingu vöru til viðskiptavinar. Lög og reglur, hér á landi og erlendis, sköpuðu ýmis vandamál í útflutningi viðmælenda. Af lögum og reglugerðum ber fyrst að nefna gjaldeyrishöftin á Íslandi sem þeim fannst alvarleg og erfið. Þau sköpuðu óvissuástand og gátu sett viðskipti og samvinnu við erlenda aðila í uppnám. Þau höfðu einnig áhrif á rekstur fyrirtækjanna og sumir viðmælendur voru langeygðir eftir breytingum og bótum á rekstarumhverfi íslenskra fyrirtækja. Viðmælendur sögðu umhverfið vera óhagstætt og erfitt væri að ímynda sér að reka fyrirtæki í því til lengri tíma litið. Regluverk Evrópusambandsins var að mati flestra viðmælenda viðamikið, þunglamalegt og gerði íslenskum fyrirtækjum oft erfitt fyrir í samkeppni í Evrópusambandslöndunum. Margir höfðu upplifað vandamál tengd tollinum í Evrópu og Bandaríkjunum og sögðu þau vera tímafrek, kostnaðarsöm og sífellt til trafala. Það sama sögðu ýmsir um skriffinnsku vegna útflutnings til Bandaríkjanna sem þótti óheyrilega mikil. Einn viðmælandi upplifði vandamál tengd innflutningskvóta til Evrópusambandsins en hann kom í veg fyrir að fyrirtæki hans gæti nýtt viðskiptatækifæri, sem bauðst vegna sérstöðu og velgengni vörunnar, með framleiðslu hér á landi. Gripið var til tímafrekra og krefjandi sérleyfissamninga við erlenda framleiðendur til þess að lágmarka tekjutap en með þessu varð fyrirtækið af því að nýta mannafla sinn. Viðmælendur voru sammála um að flutningskostnaður til og frá Íslandi væri gríðarlega hár og auk hans sköpuðu strjálar skipaferðir til Bandaríkjanna vandamál fyrir suma þeirra. Margir sögðu hinn háa flutningskostnað hækka vöruverð og gera fyrirtækjunum enn erfiðara fyrir í samkeppni á erlendum mörkuðum. Einróma álit viðmælenda var að samkeppni á erlendum mörkuðum væri erfið, einkum verðsamkeppni. Reglulega voru viðmælendurnir minntir á smæð fyrirtækis síns og Íslands. Smæðin kom fram í sýningarbásum á vörusýningum, samkeppni við alþjóðleg vörumerki og stærðarhagkvæmni samkeppnisaðilanna sem gátu með henni boðið vörur sínar á mun lægra verði en þær íslensku. Viðmælendur lögðu áherslu á gæði og sérstöðu vara sinna í samkeppni þar sem oftast væri ómögulegt að keppa á grundvelli vöruverðs. Viðmælendur upplifðu íslensku krónuna líkt og spilapeninga og voru mjög neikvæðir gagnvart henni. Gengissveiflur gerðu viðmælendum erfitt fyrir í allri áætlanagerð og er það alvarlegt vandamál í svo mikilvægum þætti í rekstri fyrirtækja. Sumir viðmælendur þurftu að fjármagna framleiðslu eða verkefni erlendis og sá kostnaður var sagður gríðarhár þegar tekið væri tillit til gengis íslensku krónunnar. Vegna íslensku krónunnar, tollamála og flutningskostnaðar þótti viðmælendum erfitt að hafa vörulager á Íslandi í þeim tilfellum sem framleiðsla fyrirtækisins var erlendis. Viðmælendur lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að leita upplýsinga um erlenda markaði og undirbúa útflutningsstarf ítarlega. Þær upplýsingar sem erlendir aðilar hafa um Ísland eru ekki alltaf jákvæðar, en viðmælendur höfðu margir hverjir upplifað neikvætt viðhorf erlendra aðila í garð Íslendinga undanfarin ár. Ofantaldar niðurstöður rannsóknarinnar styðja niðurstöður ýmissa rannsókna. Fjallað verður um það hér á eftir. 18

19 19 UMRÆÐUR Rannsókn þessi var unnin með fyrirbærafræðilegri aðferð með það að markmiði að öðlast dýpri skilning á útflutningshindrunum og komast að því hverjar væru þær helstu. Aðferðin gerði það mögulegt að ná settu markmiði í gegnum upplifun viðmælenda á fyrirbærinu en það er hvorki eðli eigindlegra rannsókna né markmið þessarar rannsóknar að alhæfa út frá niðurstöðum hennar. Oft var það svo að þegar viðmælendur voru spurðir út í ákveðnar hindranir fannst þeim þær ekki eiga við um sig, en nefndu samt sem áður dæmi þess efnis að hindranirnar ættu sannarlega við. Stundum var eins og það væri þeim algjörlega ómeðvitað, en þannig var hægt að skyggnast betur inn í reynsluheim þeirra og öðlast dýpri skilning á hindrununum. Með þessu undirstrikast gildi fyrirbærafræðilegrar aðferðar í rannsókninni. Ástæðan fyrir vali á flokkun Leonidou (1995, 2004) á útflutningshindrunum var sú að þar er hindrunum skipt eftir innri og ytri þáttum og með því sjást skýr skil milli þeirra þátta sem mismunandi hópar geta haft áhrif á. Það er þó einnig gagnlegt að vera upplýstur um aðra þætti, þó þeir séu fyrir utan áhrifasvæði viðkomandi. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja niðurstöður ýmissa rannsókna. Þar má nefna niðurstöður um harða samkeppni á alþjóðmarkaði (Kaynak og Kothari, 1984; Cheong og Chong, 1988; Dichtl o.fl., 1993, Leonidou, 1995) og verðsamkeppni sem gerir fyrirtækjum erfitt fyrir að fóta sig á erlendum mörkuðum (Dichtl o.fl., 1990; Rao, 1990; Tseng og Yu, 1991; Leonidou, 1995). Lög og reglugerðir um viðskipti á erlendum mörkuðum sköpuðu vandamál í tilfellum flestra viðmælenda, en lög og reglugerðir hafa virkað sem hindranir í útflutningi áratugum saman (Kaynak og Kothari, 1984; Rao, 1990). Viðmælendur voru nokkuð jákvæðir gagnvart hindrunum sem tengdust menningu og tungumálum og styður það við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að tungumálakunnátta stjórnenda er einn þeirra þátta sem tengist stjórnendahæfni (Cavusgil og Naor, 1987) og samskiptahæfni þeirra á erlendum mörkuðum, sem er merki um jákvætt viðhorf stjórnandans gagnvart alþjóðaviðskiptum og stuðlar að því að draga úr áhrifum hindrana (Kaynak, 1985). Erfiðleikar með að fjármagna útflutning hafa birst í niðurstöðum ýmissa annarra rannsókna um útflutningshindranir og einnig í þeirri rannsókn sem hér um ræðir (Cheong og Chong, 1988; Rao, 1990; Tseng og Yu, 1991; Leonidou, 1995). Hvað íslenskar rannsóknir varða, þá styðja niðurstöður rannsóknarinnar að hluta til rannsóknir Arnars (1996) og Eyjólfs (2012), um að flutningskostnaður og erfitt rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja séu hindranir í útflutningi íslenskra fyrirtækja. Einnig eru hindranir tengdar manneklu, samskiptum og ferðakostnaði samhljóða rannsókn Vilhjálms (2012). Framlag rannsóknarinnar er annars vegar þríþætt. Niðurstöður um innri hindranir eiga erindi við stjórnendur, niðurstöður um þær ytri við stjórnmálamenn og rannsakendur fá hvatningu til frekari rannsókna á útflutningshindrunum. Hins vegar er framlag rannsóknarinnar hin fyrirbærafræðilega nálgun, sem er mikilvæg viðbót við fyrri rannsóknir á hindrunum íslenskra útflytjenda. Til þess að efla íslenskan útflutning enn frekar er brýnt að læra af því sem miður hefur farið en einnig af því sem vel hefur gengið, því þrátt fyrir ýmsar hindranir hafa fjölmörg fyrirtæki náð miklum árangri á erlendum mörkuðum. En betur má ef duga skal. Takmarkanir Það gætu talist annmarkar á rannsókninni að aðeins var talað við fulltrúa átta fyrirtækja. Með því að tala við fulltrúa fleiri fyrirtækja fengist e.t.v. enn skýrari mynd af hindrunum sem þau mæta í

20 útflutningi og enn dýpri skilningur á þeim. Hins vegar var farið eftir viðmiðunarreglum Creswell (2007) sem mælir með 5-25 manna úrtaki í fyrirbærafræðilegum rannsóknum. Hann bendir jafnframt á að sumar fyrirbærafræðilegar rannsóknir byggja á eins manns úrtaki. Átta viðmælendur var því talinn hæfilegur fjöldi. Það kann að vera takmarkandi þáttur að þau fyrirtæki sem tóku þátt í rannsókninni voru öll framleiðslufyrirtæki. Rannsóknin tók því aðeins til vöruútflutnings en ekki þjónustuútflutnings. Það eru samt sem áður fjölmörg vandamál sem snerta báðar útflutningsgreinarnar eins og menningarmunur, ólíkir viðskiptahættir, fjármagnsskortur, mannekla og svo mætti lengi telja. Niðurstöður rannsóknarinnar ættu því einnig að vera þjónustufyrirtækjum til gagns. Það reyndist erfitt að finna fyrirtæki sem gætu átt saman í rannsókn. Útflutningsþátttaka fyrirtækjanna í rannsókninni var á ólíku stigi og hlutfall útflutnings af heildarsölu þeirra var mismunandi. Það var þó metið að þau hentuðu vel í rannsóknina og það hafi ekki rýrt gildi hennar að fyrirtækjahópurinn var ekki einsleitari en raun bar vitni. Frekari rannsóknir Áhugavert væri að rannsaka ákveðna tegund útflutningshindrana, rýna í áhrif þeirra og leggja fram mögulegar lausnir á vandamálunum. Sem dæmi má nefna hindranir tengdar þekkingu starfsfólks á útflutningsstarfsemi, tungumálakunnáttu eða lögum og reglum á erlendum mörkuðum. Einnig væri gagnlegt að rannsaka hindranir í útflutningi einstakra atvinnugreina með það að markmiði að hanna útflutningsaðstoð eða endurbæta þá sem í boði er. Það vakti eftirtekt við úrvinnslu rannsóknargagna að viðmælendur nefndu ítrekað vandamál og verkefni sem væru tímafrek. Þau tengdust t.d. tollamálum, pappírsvinnu, innheimtu og samskiptum. Með hliðsjón af þessum ummælum viðmælenda væri áhugavert að greina þá þætti hindrana í útflutningi sem þykja tímafrekir með tilliti til betri nýtingu á tíma starfsmanna. Það er brýnt mál ef horft er til þess álags í starfi sem svo margir viðmælendur upplifðu. Þar eru eflaust tækifæri til umbóta, t.d. með því að auka þekkingu, staðla og bæta verkferla. 20 HEIMILDIR Al-Aali, A., Lim, J.-S. og Al-Aali, H. (2012). Perceived export barrier differences among exporters: Less developed economy evidence. African Journal of Business Management, 6(36), Arnar Bjarnason. (1996). Export or die: The Icelandic fishing industry, the nature and behaviour of its export sector. Reykjavík: Fisheries Research Institute, University of Iceland. Arranz, N. og De Arroyabe, J. C. F. (2009). Internationalization process of Spanish small firms strategies, transactions and barriers. International Small Business Journal, 27(4), Cavusgil, S.T. og Naor, J. (1987). Firm and Management Charecteristics as discriminators of export marketing activity. Journal of Business Research, 15(3), Cheong, W.K. og Chong, K.W. (1988). Export behaviour of small firms in Singapour. International Small Business Journal, 6(2), Creswell, J. W. (2007). Qualitative inquiry & research design (2. útgáfa). Thousand Oaks, CA: Sage. Dichtl, E., Köglmayr, H.G. og Müller, S. (1990). International orientation as a precondition for export success. Journal of International Business Studies, 21(1),

21 Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson. (2012). Export Incentives and Barriers to Export: The Icelandic Fishing Industry. Óbirt MS-ritgerð: Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild. Eyþór Ívar Jónsson. (2000). Aukin alþjóðavæðing. Vísbending, 18 (49), 1,4. Hanna Kristín Friðriksson. (1993, 13. desember). Íslendingar verði fiskverslunarmenn heimsins. Morgunblaðið. Sótt 8. apríl 2013 af Kaynak, E. (Ritstj.). (1985). Correlates of export performance in resource-based industries. Global Perspectives in Marketing, Kaynak, E., og Kothari, V. (1984). Export behavior of small and medium-sized manufacturers: Some policy guidelines for international marketers. Management International Review, 24(2), Leonidou, L. C. (1995). Empirical-research on export barriers review, assessment, and synthesis. Journal of International Marketing, 3(1), Leonidou, L. C. (2004). An Analysis of the Barriers Hindering Small Business Export Development, Journal of Small Business Management: Wiley-Blackwell. Leonidou, L. C., Katsikeas, C. S. og Coudounaris, D. N. (2010). Five decades of business research into exporting: A bibliographic analysis, Journal of International Management, 16(1), Leonidou, L.C. og Katsikeas, C.S. (2010). Integrative assessment of exporting research articles in business journals during the period Journal of Business Research, 63(2010), Liargovas, P. G. og Skandalis, K. S. (2008). Motivations and barriers of export performance: Greek exports to the Balkans. Journal of Southern Europe and the Balkans, 10(3), McKinsey. (2012). Charting a Growth Path for Iceland (pp ): McKinsey. Orbe, M.P. (1998). Constructing Co-Cultural Theory: An Explication of Culture, Power, and Communication. Thousand Oaks, CA.: Sage Publications, Inc. Ramaseshan, B. og Soutar, G. N. (1996). Combined Effects of Incentives and Barriers on Firms' Export Decisions. International Business Review, 5(1), 53. Rao, C.P. (1990). Impact of domestic recession on export marketing behaviour. International Marketing Review, 7(2), Terpstra, V. og Sarathy, R. (1994). International Marketing. (6. útgáfa). Forth Worth, Texas: Dryden. Tryggvi Herbertsson, Halldór Benjamínsson og Rósa Sveinsdóttir. (2005). Ísland og alþjóðaviðskipti. Reykjavík: Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. Sótt 18. apríl af Tseng, J. og Yu, C. (1991). Export of industrial goods to Europe: The case of large Taiwanese firms. European Journal of Marketing, 25(9), Vilhjálmur Jens Árnason. (2012). Efling samstarfs útflutningsfyrirtækja hugbúnaðariðnaði með klasahugmyndafræði. Reykjavík: Íslandsstofa. Sótt 10. apríl 2013 af Young, S.J., Hamill, J., Wheeler, S. og Davies, J.R. (1989). International Market Entry and Development. Harvester Wheatsheaf/Prentice Hall, Hemel Hempstead. Þór Sigfússon. (2001). Mýtur alþjóðavæðingar. Hagmál, 40,

22 22 HJÁ EINKAFYRIRTÆKI EÐA OPINBERU: HVAÐA ÞÆTTIR RÉÐU ÞVÍ HVERT ÞÁTTTAKENDUR Í LYÐSSTYRK RÉÐU SIG? Birna Eyjólfsdóttir, mastersnemi, Háskóli Íslands Sveinn Agnarsson, dósent, Háskóli Íslands SAMANTEKT Eftir hrunið haustið 2008 fjölgaði mjög þeim sem voru án vinnu og komst skráð atvinnuleysi hæst í 9,3% í febrúar Í ársbyrjun 2013 rann út bráðabirgðaákvæði sem lengt hafði bótarétt atvinnuleitenda tímabundið úr þremur árum í fjögur, en ljóst var að sú breyting myndi leiða til þess að verulega myndi fjölga í hópi atvinnulausra. Til að taka á þessum vanda var hrundið af stað verkefninu Liðsstyrkur sem Vinnumálastofnun hafði umsjón með. Öllum sem voru vinnufærir og vildu vinnu skyldi boðin vinna til sex mánaða, en þeim, sem voru óvinnufærir, stóð til boða starfstengd endurhæfing. Af þeim 742 langtímaatvinnulausu einstaklingum, sem höfðu í lok október 2013 fengið vinnu fyrir tilstyrk átaksins Liðsstyrkur, höfðu 466 fengið vinnu hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum og 276 hjá opinberum aðilum. Af fyrirliggjandi gögnum verður hvorki séð að aldur né sá fjöldi mánaða sem einstaklingur hafði verið án vinnu hafi skipt sköpum um það hvort viðkomandi fékk vinnu hjá einkafyrirtæki eða opinberu. Meiri líkur voru aftur á móti á því að karl fengi vinnu á almennum markaði en kona. Menntun á framhaldsskólastigi jók einnig líkur á að viðkomandi væri ráðinn til einkafyrirtækis og skipti þar tiltölulega litlu hvort um var að ræða stúdentspróf, iðnnám eða verklegt nám. Háskólamenntun dró hins vegar úr líkum á því að vera ráðinn til einkafyrirtækis. Ekki er heldur að sjá að miklu hafi skipt hvort einstaklingar hafi áður tekið þátt í þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem Vinnumálastofnun hefur sérstaklega ætlað þeim sem lengi hafi verið án vinnu, svo sem starfsþjálfun, reynsluráðningu eða þátttöku í átaksverkefninu Vinnandi vegur. Niðurstöður voru ætíð svipaðar fyrir karla og konur. INNGANGUR Eftir hrunið haustið 2008 fjölgaði mjög þeim sem voru án vinnu. Skráð atvinnuleysi, sem lengstum á Íslandi hefur verið um 2%, fór úr 1,3% í september 2008 og upp í 9,1% í apríl vorið eftir. Þá voru um einstaklingar á atvinnuleysisskrá og höfðu flestir einungis verið án vinnu í nokkra mánuði, en um 360 voru þó búnir að vera á skrá í meira en eitt ár. Á næstu mánuðum fjölgaði langtímaatvinnulausum mjög. 1 Þeir voru orðnir fleiri en eitt þúsund í september 2009 og í byrjun árs 2010 höfðu ríflega verið án vinnu í eitt ár eða lengur. 1 Langtímaatvinnulausir eru þeir skilgreindir sem hafa verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur. Sjá t.d. Hagstofa Íslands (2013), bls. 6

23 jan jún nóv apr sep feb júl des maí 2010 okt mar ágú jan jún nóv apr sep Fjöldi án vinnu Lengur en eitt ár Samtals Hlutfall % Mynd 1. Atvinnuleysishlutfall og heildarfjöldi skráðra atvinnulausra og þeirra sem höfðu verið án vinnu lengur en 12 mánuði. Janúar 2007 október Heimild: Vinnumálastofnun. Fyrir efnahagshrunið hafði verið tiltölulega lítil þörf fyrir sérstakar aðgerðir gegn atvinnuleysi hérlendis enda ástand á vinnumarkaði að jafnaði gott (Andersen o. fl., 2011). Eldri lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 13/1997 snerust þannig einkum um vinnumiðlanir og réttindi og skyldur þeirra sem leita eftir atvinnu og atvinnurekenda sem leita eftir vinnuafli, en minna um beinar aðgerðir. Með lögum nr. 55/2006 var aukin áhersla lögð á að meta hæfni atvinnuleitenda og að skipuleggja vinnumarkaðsúrræði með hliðsjón af færni atvinnuleitenda. Versnandi atvinnuástand eftir hrun leiddi til þess að aukið kapp var lagt á að efla virkni hinna atvinnulausa og bæta stöðu þeirra á markaði, sem og að skapa atvinnutækifæri. Sérstök áhersla var lögð á að auka möguleika á vinnu fyrir ungt fólk og þá sem lengi höfðu verið án vinnu. Í því skyni var hrundið af stað sérstökum átaksverkefnum. Hinu fyrsta þeirra, Ungt fólk til athafna, var hleypt af stokkunum í febrúar 2010 og var ætlað að skapa yfir ný starfs- og námstækifæri fyrir fólk yngra en 25 ára (Vinnumálastofnun, e.d.). Reynslan var því verkefni og sá árangur sem náðist nýttist vel í átaksverkefninu ÞOR þekking og reynsla sem hófst í ágúst 2010 og var ætlað að virkja þá einstaklinga sem höfðu verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur til þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum (Vinnumálastofnun, e.d.). Þrátt fyrir að aukin áhersla hafi verið lögð á að bæta stöðu langtímaatvinnulausra á vinnumarkaði breyttist fjöldi þeirra, sem höfðu verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur, lítið á árinu 2010 og í október töldu þeir enn um einstaklinga. Var fyrirsjáanlegt að árið 2011 myndi stór hópur atvinnulausra vera búinn að fullnýta rétt sinn til atvinuleysisbóta. Til að taka á þeim vanda var ákveðið að lengja bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr þremur árum í fjögur (lög nr. 153/2010). Breytingin tók þó eingöngu til þeirra sem höfðu í fyrsta skipti fengið greiddar atvinnuleysisbætur frá og með 1. mars 2008 eða síðar. Þetta bráðabirgðaákvæði tók gildi í ársbyrjun 2011, en var síðan framlengt um eitt ár. Að auki var lögð enn meiri áhersla á að virkja þá, sem lengi höfðu verið án vinnu og bjóða þeim úrræði við hæfi. Í apríl 2011 var átakinu Nám er vinnandi vegur ýtt úr vör, en markmið þess var að tryggja öllum umsækjendum um nám í framhaldsskóla að 25 ára aldri, sem uppfylltu skilyrði, skólavist í framhaldsskóla þá um haustið (Velferðarráðuneytið, 2011). Þá átti að skapa ný námstækifæri fyrir allt að atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir. Í

24 febrúar 2012 var ráðist í verkefnið Vinnandi vegur átak gegn langtímaatvinnuleysi, en það var sameiginlegt átak atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins sem Vinnumálstofnun stýrði (Velferðarráðuneytið, 2012). Átakið beindist einkum að fólki, sem hafði verið án vinnu í 12 mánuði eða lengur og fólst í því að fyrirtæki eða stofnun, sem réð starfsmann samkvæmt skilyrðum átaksins, fékk ráðningarstyrk í allt að 12 mánuði úr Atvinnuleysistryggingarsjóði. Styrkurinn nam fullum atvinnuleysisbótum, auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Þessar breytingar fólu í sér aukna áherslu á sköpun atvinnutækifæra og sértækra úrræða sem miðuðu að ungu fólki og langtímaatvinnulausum og almenn verkefni urðu yfirgripsmeiri. Að mati Stefáns Ólafssonar o.fl. (2012) höfðu þær aðgerðir, sem gripið var til í því skyni að draga úr atvinnuleysi, meiri áhrif hér á landi en í skandinavísku löndunum. Í byrjun árs 2013 féll úr gildi bráðabirgðaákvæðið um lengingu atvinnuleysisbótaréttar í fjögur ár. Giskað var á að allt að manns myndu fullnýta þriggja ára bótarétt innan ársins 2013 og að margra þeirra biði lítið annað en framfærslustyrkur frá sveitarfélögum (Runólfur Ágústsson, 2013). Um haustið 2012 áttu sér stað viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um hvernig hægt væri að bregðast við þessum vanda og í framhaldi af því var ákveðið að ráðast í nýtt átaksverkefni sem hlaut nafnið Liðsstyrkur (lög nr. 142/2012, reglugerð nr. 48/2013). Rétt til þátttöku í verkefninu áttu þeir einstaklingar sem höfðu verið atvinnulausir lengur en 36 mánuði en skemur en 42 mánuði. Þá stóð til boða svokallaður biðréttur sem gat numið allt að sex mánuðum eftir að skilgreindum bótarétti lyki að því gefnu að einstaklingurinn væri þátttakandi í verkefninu. Þeir einstaklingar sem ekki vildu taka þátt í verkefninu misstu bótarétt sinn. Átakið fól í sér að Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiddi stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir langtímaatvinnulausa og nam hver styrkur grunnatvinnuleysisbótum, kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt, að viðbættu 8% framlagi í lífeyrissjóð. Styrki mátti veita til allt að sex mánaða. Þeim einstaklingum sem töldust óvinnufærir skyldi boðið upp á frekari atvinnutengda endurhæfingu. Alls voru starf skráð í starfabanka verkefnisins, en þegar tekið hafði verið tillit til villna við skráningu reyndust störf hafa komið til frekari skoðunar (Verkefnisstjórn um Liðsstyrk, 2014). Af þeim var ráðið í störf og voru 940 ráðningar vegna einstaklinga sem voru þátttakendur í Liðsstyrk, en 118 vegna einstaklinga sem voru utan við markhóp verkefnisins. Atvinnurekendur afturkölluðu 636 störf og önnur 574 störf voru afskráð. Í lok verkefnisins voru 33 störf enn skráð í miðlun. Hér á eftir er eingöngu litið til þeirra einstaklinga sem í gögnum Vinnumálastofnunar höfðu annað hvort fengið starf hjá einkafyrirtækjum eða opinberum aðilum, en ekki kemur ætíð fram í gögnum stofnunarinnar hvort um var að ræða. Rannsóknaspurningin sem tekist er á við er þessi: Hvaða einstaklingsbundnu þættir réðu því hvort einstaklingur fékk vinnu hjá einkafyrirtæki eða opinberum aðila? 24 VINNUMARKAÐSAÐGERÐIR Vinnumarkaðsstefna á Norðurlöndunum og áherslur síðastliðin ár hafa grundvallast á hugmyndinni um vinnumarkað án aðgreiningar (e. inclusive labour market) með það markmiði að sporna við félagslegri útilokun (e. social exclusion) og hindra að atvinnuleysis geti myndað jaðarhópa í samfélaginu (Halvorssen o.fl., 2013). Stefnt hefur verið að því að allir hafi jöfn tækifæri og ekki komi til félagslegrar útilokunar, en með því er átt við þær aðstæður sem myndast þegar jöfn og samfelld aðgreining einstaklinga og hópa leiðir til þess að þeir verða utanvelta í samfélaginu. Til að skoða hvernig þessi útilokun kemur til má beita heildrænni nálgun (e. holistic approach), en þá er litið á atvinnu sem grundvallarþátt í samsömun sem til er komin vegna launa, sjálfsmyndar og þess virðis sem vinnumarkaðurinn og tengslanet þar innan skapar (Papadki og Kyridis, 2012). Í þessu felst að litið er á virkni og atvinnu sem grundvallarþátt í velferð samfélaga og einstaklinga.

25 Þær aðgerðir sem beinast að atvinnulausum til þess að efla virkni vinnumarkaðarins eru skilgreindar sem vinnumarkaðsaðgerðir (e. active labour market policy). Í raun eru þessar aðgerðir þríþættar: 1) vinnumiðlun í þeim tilgangi að gera samsvörun á milli lausra starfa og atvinnuleitenda skilvirkari, 2) þjálfun til þess að viðhalda og aðlaga færni atvinnuleitenda að þörfum markaðarins og 3) sköpun starfa sem getur falið í sér ráðningar á opinberum vinnumarkaði eða niðurgreiðslu launa innan almenna vinnumarkaðarins (Calmfors, 1994). Markmið aðgerðanna er annars vegar að stytta þann tíma sem einstaklingar eru án vinnu og hraða endurkomu atvinnuleitenda út á vinnumarkað og hinsvegar að leysa þann vanda sem fylgir því að sumir standa hallari fæti á vinnumarkaði (Bonoli, 2010). Þær grundvallast í raun á þeirri forsendu að atvinnuleysi komi til vegna þess að þegar harðnar á dalnum verði þeir sem hafi minni kunnáttu (reynslu, menntun) undir í samkeppni um of fá störf. Aðgerðunum er því einkum ætlað að viðhalda eða skapa samkeppnishæfi þeirra sem eru í atvinnuleit og auka líkur þeirra á að fá vinnu. Dengler o.fl. (2013) benda á að langtímaatvinnulausir er sá hópur sem stendur fjærst vinnumarkaði og á því litla von á því að auka ráðningarhæfi sitt með þátttöku í þeim almennu úrræðum sem í boði eru og því þurfi að grípa til sértækari aðgerða til að auka líkur á að þeir fái vinnu. Sköpun starfa og niðurgreiðslur launa eru skilgreind sem þau verkefni sem búa til ný störf (OECD, e.d.). Til þessara aðgerða á grípa til hvort heldur er á opinberum eða almennum vinnumarkaði (Grubb og Puymoyen, 2008). Rannsóknir hafa sýnt fram á mun á þeim árangri sem næst með atvinnutengdum úrræðum og þeim aðgerðum sem fela ekki í sér ráðningu (Jenischen og Gesine, 2011; Sianesi, 2008) og því geta sértæk vinnumarkaðsúrræði komið í veg fyrir langtíma- eða viðvarandi atvinnuleysis. Card, Kluve og Weber (2010) benda á að niðurgreiðslur í opinbera geiranum hefðu þó ekki mikil áhrif á atvinnuleysi til lengdar. Líkt og fram kemur hjá Sianesi (2008) er það eðli starfanna og hvort að þau séu lík raunverulegum störfum sem gerir verkefnin árangursrík. Af því má draga þá ályktun að hugsanlega er fyrirkomulag og eðli þeirra starfa sem eru sköpuð með þessum aðgerðum að einhverju leti frábrugðin því sem gerist á almenna vinnumarkaðnum. 25 AÐFERÐARFRÆÐI Úrtakið náði til 742 einstaklinga sem höfðu í lok október 2013 fengið vinnu í gegnum Liðsstyrk. Af þeim voru 466 eða 63% 2 ráðnir til einkafyrirtækja, en 276 hjá opinberum aðila. Karlar voru 465 og konur 277 og um helmingur, eða 374, höfðu eingöngu lokið grunnskólaprófi eða hlotið minni menntun. Um 18% höfðu lokið iðnnámi, 14% háskólanámi, 10% stúdentsprófi og 7% öðru verklegu námi. Tiltölulega fáir sem fengu vinnu höfðu tekið þátt í þeim starfstengdu úrræðum, sem Vinnumálastofnun bauð upp á eða hlotið reynsluráðningu, eða einungis 47 (6%) og aðeins 36 (5%) tekið þátt í átaksverkefninu Vinnandi vegur. 2 Má sjá af því að meðaltal breytunnar einkafyrirtæki er 0,63.

26 26 Tafla 1. Lýsing á gögnum. Aldur í árum, lengd atvinnuleysis í mánuðum, aðrir breytur taka gildið 0 og 1. Fjöldi athugana er 742. Til að kanna hvaða þættir ráði því hvort einstaklingur fái vinnu hjá einkafyrirtæki eða í opinbera geiranum er notuð logit-aðfallsgreining, en hún byggir á logit-dreifingu sem er mjög svipuð normal dreifingu utan hvað halar logit-dreifingarinnar eru nokkuð þykkari. Í því felst að meiri líkur eru á gildum sem eru langt frá meðaltali en í normaldreifingu. Líkunum á að einstaklingur fái vinnu hjá einkafyrirtæki er lýst með jöfnunni (1) þar sem Y=1 táknar það tilvik þar sem einstaklingur fær vinnu hjá einkafyrirtæki, x er vektor skýristærða, β er vektor metinn stika og e táknar náttúrulegan veldisvísi (e. exponent). Jöfnu (1) má umrita sem (2). þar sem Z i =X i β. Líkurnar á að viðkomandi fái ekki vinnu hjá einkafyrirtæki eru skilgreindar sem (3) Meðaltal Staðalfrávik Lággildi Hágildi Einkafyrirtæki 0,63 0,48 0,00 1,00 Aldur 41,01 12,88 21,00 67,00 Lengd atvinnuleysis 36,98 5,36 30,01 48,00 Karl 0,63 0,48 0,00 1,00 Stúdentspróf 0,10 0,30 0,00 1,00 Iðnnám 0,18 0,39 0,00 1,00 Verklegt nám 0,07 0,26 0,00 1,00 Háskólanám 0,14 0,35 0,00 1,00 Starfsþjálfun/reynsluráðning 0,06 0,24 0,00 1,00 Vinnandi vegur 0,05 0,22 0,00 1,00 og hlutfallið á milli P i og (1-P i ), sem kallað er líkindahlutfall (e. odds ratio) má þá skrifa sem (4) Ef tekinn er náttúrulegur logaritmi (ln) af jöfnu (4) fæst eftirfarandi: (5) Líkanið sem er notað til að kanna hvaða þættir ráði því hvort einstaklingur ræðst til einkafyrirtækis eða opinbers aðila má nú setja fram sem (6) Aldur táknar aldur viðkomandi einstaklings í árum og lengd atvinnuleysis hversu lengi viðkomandi hefur verið á atvinnuleysisbótum í mánuðum talið. Þessar tvær breytur eru samfelldar, en hinar

27 breyturnar í líkaninu eru allar gervibreytur (e. dummy variables). Breytan karl tekur gildið 1 ef um karl er að ræða, en 0 ef um er að ræða konu. Breyturnar stúdent, iðn, verklegt og háskóli eru breytur sem sýna menntunarstig og taka gildið 1 ef viðkomandi hefur lokið stúdentsprófi, iðnnámi, verklegu námi eða háskólanámi en 0 ella. Breytan úrræði vísar til þess hvort viðkomandi hafi sótt vinnumarkaðsúrræði er fela í sér starfsþjálfun eða reynsluráðningu þann tíma sem hann hefur verið skráður atvinnulaus og tekur gildið 1 ef svo er en 0 ella. Breytan VV tekur gildið 1 ef viðkomandi tók þátt í átakinu Vinnandi vegur en annars 0. Grunntilvikið, þ.e. það tilvik þar sem allar gervibreyturnar taka samtímis gildið 0, er því kona sem eingöngu hefur lokið grunnskólanámi og hefur hvorki fengið starfsþjálfun eða reynsluráðningu og ekki tekið þátt í Vinnandi vegur. Liðurinn ε er leifaliður sem gert er ráð fyrir að hafi væntigildið 0 og fasta dreifni. 27 TÖLFRÆÐILEGT MAT Jafna (6) var metin með aðferð hámarkssennilega (e.maximum likelihood) og má sjá niðurstöður matsins í töflu 2. Stuðlarnir við lengd atvinnuleysis og iðnnám eru, auk fastans, þeir einu sem eru marktækir við 5% mörkin, en stuðullinn við háskólanám er nærri því að vera marktækur við 10% mörkin. Marktæknin er ekki sýnd heldur eingöngu P-gildið (e. probability value) sem er á bilinu [0,1] fyrir hvern stuðul. Gildið sýnir við hvaða tölfræðileg mörk hægt er að hafna núlltilgátunni um að viðkomandi stuðull sé jafn núlli. Hefðbundið er að miða annað hvort við 5% eða 1% en í þeim tilvikum er P-gildið 0,05 eða 0,01. Af töflu 2 má t.d. ráða að hægt sé að hafna því að stuðullinn við breytuna iðnnám sé tölfræðilega marktækur frá núlli við 3,5% mörkin, en stuðullinn við breytuna Vinnandi vegur er aftur á móti ekki marktækur nema við 81% mörkin. Tafla 2. Niðurstöður stuðlamats. Breyta Stuðull Staðalfrávik P-gildi Fasti 3,1204 0,5818 0,0000 Aldur -0,0029 0,0064 0,6535 Lengd atvinnuleysis -0,0732 0,0150 0,0000 Karl 0,2198 0,1651 0,1831 Stúdentspróf 0,3750 0,2758 0,1739 Iðnnám 0,4792 0,2278 0,0354 Verklegt nám 0,4674 0,3275 0,1535 Háskólanám -0,3749 0,2336 0,1085 Starfsþjálfun/reynsluráðning 0,1497 0,3321 0,6521 Vinnandi vegur 0,0911 0,3755 0,8082 Sennileikahlutfallspróf (e. likelihood ratio test) fyrir því að allar stuðlarnir við breyturnar níu séu samtímis jafnir núlli gefur gildið 43,48. Prófstærðin er kí-kvaðrat dreifð og þar sem krítíska gildið við 5% mörkin er 11,07 er núllgátunni hafnað. Líkanið spáir rétt fyrir um 475 einstaklinga eða í 64% tilfella. Þar sem 63% einstaklinga í úrtakinu voru ráðnir til einkafyrirtækis hefði einfalt líkan sem ætíð hefði spáð því að einstaklingur réðist til einkafyrirtækis spáð rétt fyrir í 63% tilfella. Líkanið gerir því aðeins betur en svo. Líkanið spáir þokkalega fyrir um þá sem réðust til einkafyrirtækja en illa fyrir um þá sem fengu starf hjá hinu opinbera; af þeim 276 einstaklingum sem svo gerðu er spáin rétt í einungis 63 tilvikum. Aftur á móti

28 28 spáir líkanið rétt fyrir um 412 af 466 sem fengu vinnu á almenna markaðnum. Tafla 3. Spágeta líkans. Raun Spá Svo sem áður var getið er háða breytan í líkaninu skilgreind sem náttúrulegur logaritmi af líkindahlutafallinu og stuðlamatið sýnir því hvaða áhrif viðkomandi breytur hafa á það hlutfall. Þar sem sú stærð er ekki mjög gagnsæ er fýsilegra að skoða jaðaráhrif hverrar breytu á líkur þess að viðkomandi fái vinnu hjá einkafyrirtæki. Lítum fyrst á samfelldu breyturnar aldur og lengd atvinnuleysis. Stuðlamatið gefur til kynna að áhrifin á líkindahlutfallið séu óveruleg og jaðaráhrifin, miðað við meðaltal allra breyta í líkaninu, eru einnig lítil. Hvert ár í aldri lækkar þannig líkurnar eingöngu um 0,07% á að vera ráðinn til einkafyrirtækis og hver mánuður á atvinnuleysisskrá dregur úr líkum um 1,7%. Jaðaráhrifin af gervibreytunum má reikna með því að bera saman líkurnar þegar viðkomandi breytur taka gildið 0 og gildið 1. Í töflu 4 er borið saman hvaða áhrif ólík menntun og reynsla af vinnumarkaðsúrræðum hefur á líkur þess að vera ráðinn til einkafyrirtækis. Í töflunni er ætíð miðað við einstakling sem er á meðalaldri þeirra sem voru í úrtakinu (41 ár) og sem hefur verið jafnlengi á bótatíma og einstaklingur í úrtakinu var að meðaltali þegar hann fékk vinnu (37 mánuðir). Efsta línan, grunnskólapróf, sýnir hvaða líkur eru á því að einstaklingur fái vinnu hjá einkafyrirtæki sem lokið hefur grunnskólaprófi og ekki tekið þátt í neinum úrræðum. Líkurnar eru tæp 57,4% fyrir konur en 62,6% fyrir karla. Líkur á að fá vinnu hjá einkafyrirtæki aukast um 8-9% ef viðkomandi hefur stúdentspróf, en heldur meira ef viðkomandi hefur lokið iðnnámi eða verklegu námi. Aftur á móti dragast líkurnar saman ef viðkomandi hefur háskólanám að baki. Með öðrum orðum, meiri líkur voru á því að einstaklingur sem eingöngu hafði lokið grunnskólaprófi fengi vinnu hjá einkafyrirtæki en sá sem hafði lagt stund á nám í háskóla. Loks aukast líkur þeirra að fá vinnu í einkageiranum sem hafa tekið í áðurnefndum úrræðum. Athygli vekur að áhrifin eru í öllum tilvikum mjög sambærileg hjá bæði konum og körlum, þótt þau séu ætíð sterkari þegar konur eiga í hlut. Tafla 4. Áhrif kyns, menntunar og þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum á líkur þess að fá vinnu hjá einkafyrirtæki. Hlutfallstölur. Breyta Kona Karl Grunnskólapróf 57,35 62,62 Stúdentspróf 8,83 8,29 Iðnnám 11,12 10,39 Verklegt nám 10,86 10,16 Háskólanám -9,32-9,10 Starfsþjálfun/reynsluráðning 3,62 3,43 Vinnandi vegur 2,21 2,11 NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Af þeim 742 langtímaatvinnulausu einstaklingum, sem höfðu í lok október 2013, fengið vinnu fyrir tilstyrk átaksins Liðsstyrkur, höfðu 466 fengið vinnu hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum og 276

29 hjá opinberum aðilum. Af fyrirliggjandi gögnum verður hvorki séð að aldur né sá fjöldi mánaða sem einstaklingur hafði verið án vinnu hafi skipt sköpum um það hvort viðkomandi fékk vinnu hjá einkafyrirtæki eða opinberu. Meiri líkur eru aftur á móti á því að karl fengi vinnu á almennum markaði en kona. Menntun á framhaldsskólastigi eykur einnig líkur á að viðkomandi sé ráðinn til einkafyrirtækis og skiptir þar tiltölulega litlu hvort um er að ræða stúdentspróf, iðnnám eða verklegt nám. Háskólamenntun dregur hins vegar úr líkum á því að vera ráðinn til einkafyrirtækis og slík menntun virðist raunar frekar vera þeim til trafala sem hafa verið án vinnu lengi en vilja reyna fyrir sér á almennum markaði. Meiri líkur eru aftur á móti á því að háskólagengið fólk sé ráðið til ríkis eða sveitarfélaga. Ekki er heldur að sjá að miklu skipti hvort einstaklingar hafi tekið þátt í þeim vinnumarkaðsaðgerðum sem Vinnumálastofnun hefur sérstaklega ætlað þeim sem lengi hafi verið án vinnu, svo sem starfsþjálfun, reynsluráðningu eða þátttöku í átaksverkefninu Vinnandi vegur. Niðurstöður eru ætíð svipaðar fyrir karla og konur. Enda þótt þessar niðurstöður gefi ákveðnar vísbendingar getur verið rétt að taka þeim með nokkurri varúð. Úrtakið er ekki stórt og fyrir vikið eru ekki margir einstaklingar með sama bakgrunn, t.d. hvað varðar menntun og þátttöku í úrræðum. Þetta endurspeglast vel í veiku tölfræðilegu stuðlamati í þeirri jöfnu sem greiningin byggist á. Forspárgildi jöfnunnar mætti einnig bæta. Eigi að síður kann að vera gagnlegt að íhuga þær niðurstöður eru snúa að því hvaða áhrif lengd atvinnuleysis og háskólanám hafa á líkurnar að ráðast til einkafyrirtækis. Þeir einstaklingar sem átakið Liðsstyrkur beindist að höfðu allir verið lengi án vinnu, en einungis þeir sem höfðu verið mánuði án vinnu gátu tekið þátt. Allir í úrtakinu höfðu því verið álíka lengi án vinnu og þess vegna er kannski ekki líklegt að lengd atvinnuleysis hafi áhrif á líkur þess að vera ráðinn til einkafyrirtækis. Annað mál gegnir um þá sem voru með háskólamenntun. Hugsanlegt er að flestir hinna háskólagengnu hafi verið með menntun sem hentaði einkageiranum illa, t.d. á sviði mennta-, félags- og heilbrigðisvísinda, en einnig gæti verið að einkafyrirtæki hafi óttast að mannauður háskólamenntaðra rýrnaði hraðar. Aðrir skýringar gætu einnig verið til staðar, þótt ekki verðið frekar farið úr í þá sálma hér. Hins vegar er ljóst að frekari rannsókna er þörf á því hvers vegna almenni markaðurinn fúlsaði við háskólamenntuðu fólki. 29 HEIMILDIR Andersen, T., Hougaard, K. F. og Ólafsson, S. (2011). Assessment of the Labour Market in Iceland. Contract no. VC/2010/038. Final report. Danish Technological Institute. Bonoli, G. (2010). The political economy of active labour-market policy. Politics & Society, 38(4), bls DOI: / Calmfors, L. (1994). Active labour market policy and unemployment a framework for the analysis of crucial design features. OECD Economic studies, 22. Card, D., Kluve, J. og Weber, A. (2010). Active Labour market policy evaluations: A meta-analysis. The Economic Journal, 120 (November), bls Doi: /j Dengler, K., Hohmeyer, K., Moczall, A. og Wolff, J. (2013). Intensified activation for disadvantaged welfare recipients in Germany: does it work? International Journal of Sociology and Social Policy, bls DOI /IJSSP Grubb, D. og Puymoyen, A. (2008). Long time series for public expenditure on labour market programmes. OECD Social, Employment and Migration Working Papers, nr. 73, OECD. DOI: / Hagstofa Íslands. (2014). Hagtíðindi. Laun, tekjur og vinnumarkaður. 2014:1.

30 Halvorsen, B., Hansen, O. J., Tagström, J og Flö, R. (2013). Creating inclusive labour market. Inclusion on youths, people with disabilities and seniors (summary). Sótt þann 12. október 2013 af Lög um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks nr. 42/2013 Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um málefni aldraðra, með síðari breytingum nr. 153/2010. Lög um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks nr. 142/2012. Lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 13/1997. Lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006. OECD. (e.d.) Coverage and classificiation of OECD data for public expenditure and particiapants in labour market programmes. Sótt 24. október 2013 af Papadki, K. og Kyridis, A. (2012). How the CVT specialists working in centres of vocational training affect the social exclusion of people older than 50 years old in Greece. International Journal of Education, 4(3), bls Doi: /ije.v4i Reglugerð nr. 48/2013 um breytingu á reglugerð nr. 12/2009, um þátttöku atvinnuleitenda sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins í vinnumarkaðsaðgerðum og um búferlastyrki, með síðari breytingum. Runólfur Ágústsson. (2013). Liðsstyrkur. Stöðuskýrsla. Mat á stöðu og framgangi verkefnisins í ágúst Sótt 12. febrúar 2014 af styrkur_1_stoduskyrsla_agust2013.pdf. Sianesi, B. (2008). Differential effects of active labour market programs for the unemployed. Labour Economics, 15, bls Stefán Ólafsson, Arnald Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson (2012). Áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsla II: Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu. Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Velferðarráðuneytið. (2011, 19. apríl). Nám er vinnandi vegur. Framhaldskólarnir opnaðir 1000 ný námstækifæri fyrir atvinnuleitendur. Sótt 21. janúar 2014 af neyti.is/frettir-vel/nr/ Velferðarráðuneytið. (2012, 23. febrúar). Vinnandi vegur átak gegn langtímaatvinnuleysi. Sótt 24. janúar 2014 af : Verkefnastjórn um Liðsstyrk (2014). Liðsstyrkur. Lokaskýrsla. Árangur og helstu niðurstöður. Sótt 3. mars 2014 af pdf. Vinnumálastofnun (e.d.). Ungt fólk til athafna fyrir unga fólkið og framtíðina! Sótt 28. janúar 2014 af Vinnumálastofnun (e.d.). ÞOR Þekking og reynsla. Sótt 28. janúar 2014 af thekking-og-reynsla/. 30

31 31 MARKAÐSLEG FÆRNI LÍTILLA TÆKNIFYRIRTÆKJA Í SJÁVARÚTVEGI Á ÍSLANDI Eva Íris Eyjólfsdóttir, MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Friðrik Eysteinsson, fv. aðjúnkt, Háskóli Íslands SAMANTEKT Sjávarútvegurinn er ein af aðal atvinnugreinunum á Íslandi og hafa mörg fyrirtæki verið stofnuð til þess að styðja við hann. Á meðal þeirra eru tæknifyrirtæki sem hanna og framleiða veiðarfæri, fiskvinnsluvélar, umbúðir og kælikerfi svo eitthvað sé nefnt. Flest þessara fyrirtækja eru lítil og standa frammi fyrir breyttum aðstæðum á heimamarkaði. Það veldur því að þau þurfa að auka útflutning sinn. Lítil fyrirtæki kljást hins vegar oft við skort á sérþekkingu á markaðsmálum. Tilgangur rannsóknar höfunda var að komast að því hversu mikilli markaðslegri færni lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi búa yfir og hvort jákvæð tengsl væru á milli hennar og árangurs þeirra. Gerð var megindleg rannsókn. Spurningalisti var sendur á þá sem báru ábyrgð á markaðstengdum ákvörðunum hjá fyrirtækjunum. Þýðið og úrtakið var það sama eða 36 fyrirtæki og var svarhlutfallið 88%. Helstu niðurstöður voru að þátttakendur telja fyrirtæki sín búa yfir örlítilli meiri markaðslegri færni heldur en keppinautar sínir nema hvað varðar markaðssamskipti (auglýsingar og söluhvatar). Sterk jákvæð fylgni var á milli markaðslegrar færni og árangurs. INNGANGUR Ekki verður deilt um mikilvægi þeirrar auðlindar sem sjórinn býr yfir en hún er ein af aðal auðlindum þjóðarinnar, bæði sem uppspretta fæðu og útflutningsafurða. Þar af leiðandi hefur mikil starfsemi sprottið upp á Íslandi til þess að styðja við nýtingu hennar (Jón Þ. Þór, 2002; Vilhjálmur Jens Árnason og Þór Sigfússon, 2011). Tæknifyrirtæki, sem hanna og framleiða ýmsar vörur til stuðnings við sjávarútveginn, eru hluti af þessari starfsemi. Þau hafa verið í nánu samstarfi við útgerðirnar til þess að vörurnar sem þau þróa uppfylli kröfur þeirra. Þessi fyrirtæki standa nú frammi fyrir ákveðinni óvissu þar sem útgerðirnar halda að sér höndum vegna breytinga á því regluverki sem þær hafa starfað eftir síðan Vegna þessa styðja útgerðirnar ekki við tæknifyrirtækin eins og áður. Þau þurfa því að auka útflutning á framleiðsluvörum sínum til þess að geta haldið áfram starfsemi sinni (Vilhjálmur Jens Árnason og Þór Sigfússon, 2011). Flest tæknifyrirtækjanna í íslenskum sjávarútvegi eru lítil, þ.e. með starfsmannafjölda undir 50. Staða slíkra fyrirtækja er öðruvísi heldur en stórra að því leyti að þau búa yfir meiri sveigjanleika sem gerir það að verkum að þau geta verið fljótari að bregðast við breyttum aðstæðum (Chen og Hambrick, 1995). Lítil fyrirtæki kljást hins vegar oft við takmarkað fjármagn og skort á sérþekkingu í markaðsmálum (Carson, 1990). Til þess að þau geti hámarkað nýtingu auðlinda sinna þurfa þau að búa yfir færni sem breytir þeim í virði fyrir viðskiptavinina í gegnum stefnumiðaðar markaðsaðgerðir (Day, 1994; Qureshi og Kratzer, 2011; Vorhies og Morgan, 2005). Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að jákvæð tengsl eru á milli markaðslegrar færni og árangurs fyrirtækja (Murrey, Gao og Kotabe, 2011; Quereshi og Kratzer, 2011; Theodsiou, Kehagias og Katsikea, 2012).

32 Aukinn útflutningur tæknifyrirtækjanna mun leiða af sér að þau standa frammi fyrir meiri samkeppni og brýnt að þau nýti auðlindir sínar á sem áhrifaríkastan hátt til þess að ná forskoti á keppinautana. Tilgangur rannsóknar höfunda er að kanna hversu mikilli markaðslegri færni lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi búa yfir samanborið við keppinauta sína ásamt því að skoða tengsl hennar og árangurs þeirra. 32 MARKAÐSLEG FÆRNI Day (1994) skilgreinir markaðslega færni sem flókið safn leikni (skills) og uppsafnaðrar þekkingar. Hún er svo nýtt til þess að búa til einstaka vöru eða þjónustu, sem uppfyllir þarfir og langanir viðskiptavinanna betur en vörur eða þjónusta keppinautanna. Þetta er sú skilgreining sem flestir fræðimenn notast við (Nath, Nachiappan og Ramanathan, 2010; Vorhies og Morgan, 2005). Markaðsleg færni telst ekki auðlind í sjálfu sér heldur viðbrögð fyrirtækis til þess að nýta auðlindirnar við að skapa virði fyrir viðskiptavini (Day, 1994; Vorhies, Harker og Rao, 1999). Markmið fyrirtækja er, eða á að minnsta kosti að vera, að skapa framúrskarandi virði fyrir viðskiptavininn og öðlast þannig samkeppnisforskot (Day 1994; Narver og Slater, 1990). Þegar starfsmenn nýta þá þekkingu og leikni sem þeir búa yfir getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir keppinauta að herma eftir. Þar getur því leynst grundvöllur til forskots á keppinautana (Griffith, Yalchinkaya og Calantone, 2010). Markaðsleg færni er annað hvort efrastigs (higher level) færni eða miðstigs (mid level) færni. Undir efrastigs færni heyra t.d. vörumerkjastjórnun (brand management), stjórnun viðskiptatengsla (customer relationship management, CRM) og nýsköpun (innovation) (Merrilees, Rundle-Thiele, 2011; Vorhies og Morgan, 2005). Miðstigs markaðslegri færni hafa Morgan, Vorhies og Mason (2009) og Vorhies, Morgan og Autry (2009) skipt í tvennt, mótun og innleiðingu markaðsstefnu annars vegar og beitingu markaðsráðanna (marketing mix variables) hins vegar. Mótun og innleiðing markaðsstefnu snýst um að skipuleggja og samhæfa aðgerðir með viðeigandi auðlindum til þess að ná markmiðum fyrirtækisins (Morgan o.fl., 2009; Noble og Mokwa, 1999; Vorhies og Morgan, 2005). Beiting markaðsráðanna er hagnýt færni sem er byggð upp í gegnum sértæka þekkingu sem starfsfólk fyrirtækisins býr yfir og tengist ákveðnum verkefnum. Færni í beitingu markaðsráðanna er sérstaklega mikilvæg í þeim fyrirtækjum sem hafa stefnu sem byggir á vöruaðgreiningu (product differentiation) þar sem nauðsynlegt er að skapa ímynd og miðla ávinningi til núverandi og mögulegra viðskiptavina. Dæmi um markaðsráða eru vöruþróun (product development), verð (price), stjórn dreifileiða (channel management) og markaðssamskipti (marketing communication) (Vorhies og Morgan, 2005; Vorhies o.fl., 2009). Fræðimenn hafa fundið sterk jákvæð tengsl á milli markaðslegrar færni og árangurs fyrirtækja (Dutta, Narasimhan og Rajiv, 1999; Dutta, Zbaracki og Bergen, 2003; Hooley o.fl, 1999; Hughes og Morgan, 2008; Hunt og Morgan, 1995; Kotabe, Srinivasan og Aulakh, 2002; Morgan, Katsikeas og Vorhies, 2012; Morgan o.fl. 2009; Vorhies og Morgan, 2003, Vorhies o.fl., 1999, Yarbrough, Morgan og Vorhies, 2011). En þrátt fyrir það hafa fáar verið birtar sem kannað hafa þessi tengsl hjá tæknifyrirtækjum og enn færri hjá litlum tæknifyrirtækjum (Qureshi og Kratzer, 2011). Dutta o.fl. (1999) rannsökuðu hvernig og hvort markaðsleg færni hefði einhver áhrif hjá hátæknifyrirtækjum þar sem umhverfið breytist hratt. Niðurstöður þeirra sýndu að því meiri sem vöruþróunin var hjá fyrirtækjum því mikilvægari varð markaðsleg færni hjá þeim.

33 Qureshi og Kratzer (2011) könnuðu m.a. tengsl markaðslegrar færni við frammistöðu nýsköpunarog tæknifyrirtækja. Spurningalisti þeirra var sendur til stjórnenda lítilla tæknifyrirtækja með minnsta kosti tveggja ára reynslu og fimm eða fleiri starfsmenn. Þeir fundu sterk jákvæð tengsl milli markaðslegrar færni og árangurs fyrirtækjanna. Kotabe o. fl. (2002) gerðu rannsókn meðal fjölþjóðlegra fyrirtækja og komust að því að markaðsleg færni hefur ekki aðeins jákvæð tengsl við árangur þeirra heldur getur hún einnig mildað þá erfiðleika sem geta komið upp við inngöngu inn á nýja markaði. Krasnikov og Jayachandran (2008) sýndu fram á að stærð fyrirtækja hefur ekki áhrif á styrk tengsla færni við árangur. Þannig hefur færni jákvæð tengsl við árangur bæði stórra fyrirtækja þar sem mikil verkaskipting er milli deilda og lítilla fyrirtækja þar sem lítil afmörkun er á starfssviði starfsmanna. Auk þess sýndu þeir fram á að markaðsleg færni hefur sterkari tengsl við árangur heldur en færni í rekstri eða rannsóknum og þróun. Í rannsókn höfunda þessarar greinar verður leitast við að kanna hversu mikilli markaðslegri færni lítil tæknifyrirtæki á Íslandi búa yfir samanborið við keppinauta sína. Auk þess verður skoðað hvort jákvæð tengsl séu á milli markaðslegrar færni og árangurs þeirra. Þær rannsóknarspurningar sem leitast verður við að svara eru: 1. Hversu mikilli markaðslegri færni búa lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi yfir í samanburði við keppinauta sína? 2. Eru jákvæð tengsl á milli markaðslegrar færni lítilla tæknifyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og árangurs þeirra? 33 AFERÐAFRÆÐI Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar. Þátttakendur Þýði rannsóknarinnar er lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi sem hafa verið starfandi í að minnsta kosti 2 ár. Þátttakendur í rannsókninni eru æðstu stjórnendur markaðsmála hjá þessum fyrirtækjum sem bera ábyrgð á stefnu þeirra í markaðsmálum. Notaður var fyrirtækjalisti sem annar höfunda þessarar greinar safnaði saman fyrir doktorsverkefni Þórs Sigfússonar veturinn Auk þessa var haft samband við Íslenska sjávarklasann sem vinnur að því að styðja við og styrkja tengslin milli fyrirtækja tengdum við sjávarútveginn á Íslandi. Fimm fyrirtæki bættust þá við. Úrtakið, sem jafnframt var þýðið, samanstóð af 40 fyrirtækjum. Af þeim 36 fyrirtækjum sem svöruðu könnuninni voru fjögur komin með fleiri en 50 stöðugildi og voru þar af leiðandi felld út. Stærð þýðisins fór því úr 40 fyrirtækjum í 36. Þá var hent út tveimur spurningalistum sem ekki uppfylltu það skilyrði að svarandi væri sá sem bæri ábyrgð á stefnu fyrirtækisins í markaðsmálum. Eftir stóðu 30 svör. Svarhlutfallið var því 83%. Yngsta fyrirtækið var fimm ára og það elsta 32 ára. Flest fyrirtækin voru með 5-20 starfsmenn eða 16 fyrirtæki alls, 14 voru með starfsmenn.

34 Af þeim sem svöruðu könnuninni voru 14 forstjórar/framkvæmdastjórar eða um 47% og átta eða 27% markaðsstjórar. Átta aðrir eða 26% báru annað starfsheiti. Flestir þeirra sem svöruðu könnuninni töldu sig hafa góða eða mjög góða þekkingu á efni hennar eða 64%. Þrír töldu sig einungis með meðal þekkingu en ákveðið var að halda þeim inni þar sem gert var ráð fyrir að í svona litlum fyrirtækjum væri ekki óalgengt að skortur væri á markaðslegri þekkingu. Mælitækið Fyrsta hluta spurningalistans var ætlað að mæla markaðslega færni fyrirtækjanna og var fenginn frá Vorhies og Harker (2000). Hann inniheldur 19 fullyrðingar sem skipt er niður á vöruþróun (4), verðlagningu (4), dreifingu (4), markaðssamskipti (3) og stjórn markaðsmála (4). Þátttakendur voru beðnir um að meta hversu ósammála eða sammála þeir voru fullyrðingunum samanborið við helstu keppinauta og svara á 7 punkta Likert kvarða þar sem 1 stóð fyrir mjög ósammála og 7 mjög sammála. Öðrum hluta spurningalistans var ætlað að mæla árangur fyrirtækjanna og inniheldur fimm fullyrðingar sem skoða vöxt markaðshlutdeildar, söluaukningu og arðsemi fyrirtækis (business profitability), fjárfestingar (ROI) og sölu (ROS). Þessi hluti spurningalistans var hannaður af Spanos og Lioukas (2001). Þátttakendur voru beðnir um að meta stöðu fyrirtækisins samanborið við helstu keppinauta þess. Svarað var á sjö punkta Likert kvarða þar sem 1 stóð fyrir miklu verri og 7 stóð fyrir miklu betri. Þriðja og jafnframt síðasta hluta spurningalistans var ætlað að afla upplýsinga um bakgrunn fyrirtækisins og þess sem svaraði könnuninni. Þar voru fimm spurningar sem snerust um fjölda starfsmanna, aldur fyrirtækisins, stöðu þess sem svaraði spurningalistanum fyrir hönd fyrirtækisins og hvort hann bæri ábyrgð á stefnu þess í markaðsmálum. Spurningarnar voru fengnar frá Qureshi og Kratzer (2011). Í síðustu spurningu listans voru þátttakendur beðnir um að meta þekkingu sína á efni könnunarinnar og svara á sjö punkta Likert kvarða þar sem 1 stóð fyrir mjög litla þekkingu og 7 fyrir mjög mikla þekkingu. Þessi spurning var fengin úr spurningalista Morgans o.fl. (2009) og gerði það að verkum að hægt var að útiloka svör þeirra sem töldu sig hafa litla þekkingu á efni spurningalistans. Spurningalistinn var þýddur af Ellerti Rúnarssyni (2012) og bakþýddur. Hann var forprófaður á fimm einstaklingum. Innri áreiðanleiki spurningalistans var mældur til þess að geta sagt til um hvort fullyrðingarnar væru að mæla þá hugsmíð sem þeim var ætlað. Hann er mældur á skalanum α = 0 1. Því hærri sem talan er því áreiðanlegri er spurningalistinn. Ef α er hærra en 0,7 er hann talinn áreiðanlegur. Innri áreiðanleikinn (Cronbach s alpha) fyrir markaðslega færni var 0,885 og árangur 0,920. Framkvæmd og úrvinnsla Könnunin var sett upp í vefforriti. Þann 15. ágúst 2012 var hlekkur á hana sendur á póstföngin sem hafði verið safnað. Ítrekun var send út fjórum sinnum, 21. ágúst, 26. ágúst, 30. ágúst og 3. september. Auk þess var hringt í þá sem áttu eftir að svara þann 30. ágúst. Könnuninni var lokað 4. september. Notast var við greiningarforritið SPSS við úrvinnslu gagna og Excel við gerð taflna. 34

35 35 NIÐURSTÖÐUR Í þessum hluta verður gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í formi lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Markaðsleg færni Fullyrðingar um markaðslega færni skiptust á fimm víddir (vöruþróun, verðlagning, dreifing, markaðssamskipti og stjórn markaðsmála). Ef meðaltalið er hærra en fjórir eru þátttakendur að meðaltali sammála fullyrðingum víddarinnar en ef það er undir fjórum eru þeir að meðaltali ósammála þeim. Staðalfrávik á við um hversu mikil dreifing er á svörum þátttakenda. Hátt staðalfrávik bendir til ólíkra svara þátttakenda á meðan lágt staðalfrávik bendir til líkra svara þeirra. Í töflu 1 má sjá meðaltöl og staðalfrávik víddanna og fjölda svara. Tafla 1: Markaðsleg færni Markaðsleg færni (4,73) Fjöldi Meðaltal Staðalfrávik Vöruþróun 30 5,27 1,3 Verðlagning 30 4,7 0,97 Dreifing 30 4,73 1,18 Markaðssamskipti 30 3,7 1,2 Stjórn markaðsmála 30 4,94 1,1 Meðaltal markaðslegrar færni var 4,73 og staðalfrávikið 0,82 sem bendir til þess að svörin séu ekki mjög dreifð. Víddin vöruþróun var með 5,27, verðlagning 4,7, dreifing 4,73, markaðssamskipti 3,7 og stjórn markaðsmála 4,94. Allar fullyrðingarnar í víddinni markaðssamskipti voru með meðaltal undir fjórum. Á heildina litið meta þátttakendur það svo að fyrirtæki þeirra búi yfir meiri markaðslegri færni en keppinautar þeirra ef undan er skilin færni í markaðssamskiptum. Árangur Fullyrðingar um árangur skiptust á tvær víddir, markaðslegan árangur og fjárhagslegan. Meðaltal víddarinnar árangurs var 5,06, markaðslegs árangurs 5,09 og fjárhagslegs árangurs 5,02. Á heildina litið meta þátttakendur það svo að fyrirtæki þeirra nái betri árangri en keppinautar þeirra og hvort heldur er um að ræða markaðslegan eða fjárhagslegan árangur. Fylgni Fylgniútreikningar sýna hvort tengsl eru milli tveggja breyta. Styrk tengslanna má lesa í fylgnistuðlinum r. Því hærri sem hann er því meiri eru tengslin. Fylgni er mæld á skalanum 1 til -1 þar sem 1 þýðir fullkomin jákvæð fylgni, -1 þýðir fullkomin neikvæð fylgni og 0 þýðir engin fylgni. Styrkur fylgni er skilgreindur þannig að engin fylgni er á bilinu 0-0,09, lág fylgni á bilinu 0,10-0,29, miðlungs fylgni á bilinu 0,3-0,49 og sterk fylgni á bilinu 0,50-1,0. Þær niðurstöður sem fást úr útreikningum á fylgni segja ekki til um orsakasambönd milli breytanna (Cohen, 1988; Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson, 2005).

36 36 Marktæk sterk jákvæð fylgni reyndist vera á milli markaðslegrar færni og árangurs (r = 0,677). 45,8% af dreifingu breytunnar árangurs má skýra með dreifingu breytunnar markaðslegrar færni. UMRÆÐA Fyrri rannsóknarspurningin snerist um hversu mikilli markaðslegri færni lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi búa yfir í samanburði við keppinauta sína. Meðaltal markaðslegrar færni var 4,73. Þátttakendur mátu því fyrirtæki sín einungis örlítið betri heldur en fyrirtæki keppinautanna en 4 stóð fyrir hvorki sammála né ósammála og 5 stóð fyrir sammála fullyrðingunni. Þátttakendur mátu markaðslegu færnina mesta í vöruþróun (5,27) en minnsta í markaðssamskiptum (3,76). Seinni rannsóknarspurningin snerist um það hvort jákvæð tengsl væru á milli markaðslegrar færni lítilla tæknifyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og árangurs þeirra. Sterk jákvæð tengsl reyndust vera þar (r = 0,677) og skýrir dreifing svara markaðslegrar færni tæplega 46% af dreifingu svara um árangur. Þetta er í samræmi við niðurstöður Qureshi og Kratzer (2011), en þeir fundu einnig sterk jákvæð tengsl milli markaðslegrar færni og árangurs lítilla tæknifyrirtækja. Svör þátttakenda benda til þess að mikilvægt sé fyrir litlu tæknifyrirtækin í sjávarútvegi á Íslandi að reyna að auka markaðslega færni sína með það í huga að ná betri markaðslegum og fjárhagslegum árangri. Fyrri reynsla, hrifnæmi og tilfinning geta haft áhrif á huglægt mat þátttakenda á frammistöðu eigin fyrirtækja. Rannsóknir hafa þó sýnt að huglægt mat fer mjög nálægt raunmati (Dawes, 1999; Dess og Robinson, 1984; Wall o.fl., 2004). Áhugavert væri að gera frekari rannsóknir á íslenskum tæknifyrirtækjum í öðrum atvinnugreinum og sjá hve mikilli markaðslegri færni þau telja sig búa yfir og hver tengslin eru á milli markaðslegrar færni þeirra og árangurs. Einnig væri áhugavert að gera samskonar rannsókn meðal lítilla tæknifyrirtækja í öðrum löndum. Það myndi auka alhæfingargildi niðurstaða rannsókna á tengslum markaðslegrar færni lítilla tæknifyrirtækja og árangurs þeirra. HEIMILDIR Carson, D. (1990). Some exploratory models for assessing small firms marketing performance. European Journal of Marketing, 24(11), Chen, M. og Hambrick, D. C. (1995). Speed, stealth and selective attack: How small firms differ from large firms in competitive behavior. Academy of Management Journal, 38(2), Cohen, J. (1988). Statistical power analysis for the behavioral sciences (2. útgáfa). New Jersey: Lawrence Erlbaum Associates. Day, G. S. (1994). The capabilities of market-driven organizations. Journal of Marketing, 58(4), Dawes, J. (1999). The relationship between subjective and objective company performance measures in market orientation research: Further empirical evidence. Marketing Bulletin, 10, Dess, G. og Robinson, R. (1984). Measuring organizational performance in the absence of objective

37 measures: The case of the privately-held firm and conglomerate business unit. Strategic Management Journal, 5(3), Dutta, S., Narasimhan, O. og Rajiv, S. (1999). Success in high-technology markets: Is marketing capability critical. Marketing Science, 18(4), Dutta, S., Zbaracki, M. J. og Bergen, M. (2003). Pricing process as a capability: A resource-based perspective. Strategic Management Journal, 24(7), Einar Guðmundsson og Árni Kristjánsson. (2005). Gagnavinnsla í SPSS. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Ellert Rúnarsson. (2012). Markaðshneigð og markaðsleg færni lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja. Óbirt MS-ritgerð. Háskóli Íslands, Viðskiptafræðideild. Griffith, D. A, Yalcinkaya, G., og Calantone, R. J. (2010). Do marketing capabilities consistently mediate effects of firm intangible capital on performance across institutional environments? Journal of World Business, 45(3), Hooley, G., Fahy, J., Cox, T., Beracs, J., Fonfara, K. og Snoj, B. (1999). Marketing capabilities and firm performance: A hierarchical model. Journal of Market Focused Management, 4(3), Hunt, S. D. og Morgan, R. M. (1995). The comparative advantage theory of competition. Journal of Marketing, 59(2), Jón Þ. Þór. (2002). Sjósókn og sjávarfang: Saga sjávarútvegs á Íslandi (1. bindi). Akureyri: Bókaútgáfan Hólar. Kotabe, M., Srinivasan, S. S. og Aulakh, P. S. (2002). Multinationality and firm performance: The moderating role of marketing and R&D activities. Journal of International Business Studies, 33(1), Krasnikov, A. og Jayachandran, S. (2008). The relative impact of marketing, research-anddevelopment, and operations capabilities on firm performance. Journal of Marketing, 72(4), Merrilees, B., Rundle-Thiele, S. og Lye, A. (2011). Marketing capabilities: Antecedents and implications for B2B SME performance. Industrial Marketing Management, 40(3), Morgan, N. A., Katsikeas, C. S. og Vorhies, D. W. (2012). Export marketing strategy implementation, export marketing capabilities, and export venture performance. Journal of the Academy of Marketing Science, 40(2), Morgan, N. A., Vorhies, D. W. og Mason, C. H. (2009). Market orientation, marketing capabilities and firm performance. Strategic Management Journal, 30(8), Murray, J. Y., Gao, G. Y. og Kotabe, M. (2011). Marketing orientation and performance of export ventures: The process through marketing capabilities and competitive advantage. Journal of the Academy of Marketing Science, 39(2), Narver, J. C. og Slater, S. F. (1990). The effect of a market orientation on business profitability. Journal of Marketing, 54(4), Nath, P., Nachiappan, S. og Ramanathan, R. (2010). The impact of marketing capability, operations capability and diversification strategy on performance: A resource-based view. Industrial Marketing Management, 39(2), Noble, C. H. og Mokwa, M. P. (1999). Implementing marketing strategies: Developing and testing a managerial theory. Journal of Marketing, 63(október),

38 Qureshi, S. og Kratzer, J. (2011). An investigation of antecedents and outcomes of marketing capabilities in entrepreneurial firms: An empirical study of small technology-based firms in Germany. Journal of Small Business and Entrepreneurship, 24(1), Spanos, Y. E. og Lioukas, S. (2001). An examination into the causal logic of rent generation: Contrasting Porter s competitive strategy framework and the resource-based perspective. Strategic Management Journal, 22(10), Theodosiou, M., Kehagias, J. og Katsikea, E. (2012). Strategic orientations, marketing capabilities and firm performance: An empirical investigation in the context of frontline managers in service organizations. Industrial Marketing Management, 41(7), Vilhjálmur Jens Árnason og Þór Sigfússon. (2011). Íslenski sjávarklasinn: skýrsla um umsvif, tækifæri og áskoranir. Reykjavík: Sjávarklasinn. Vorhies, D. W. og Harker, M. (2000). The capability and performance advantages of market-driven firms: An empirical investigation. Australian Journal of Management, 25(2), Vorhies, D. W., Harker, M. og Rao, C. P. (1999). The capabilities and performance advantages of market-driven firms. European Journal of Marketing, 33(11), Vorhies, D. W. og Morgan, N. A. (2003). A configuration theory assessment of marketing organization fit with business strategy and its relationship with marketing performance. Journal of Marketing, 67(1), Vorhies, D. W. og Morgan, N. A. (2005). Benchmarking marketing capabilities for sustainable competitive advantage. Journal of Marketing, 69(1), Vorhies, D. W., Morgan, R. E., og Autry, C. W. (2009). Product-market strategy and the marketing capabilities of the firm: Impact on market effectiveness and cash flow performance. Strategic Management Journal, 30(12), Wall, T. B., Michie, J., Patterson, M., Wood, S. J., Sheehan, M., Clegg, C. H. og West, M. (2004). On the validity of subjective measures of company performance. Personnel Psychology, 57, Yarbrough, L., Morgan, N. A. og Vorhies, D. W. (2011). The impact of product market strategyorganizational culture fit on business performance. Journal of the Academy of Marketing Science, 39(4),

39 39 ÁHÆTTUFÆLNI KARLA OG KVENNA: ERU KONUR ÁHÆTTUFÆLNARI ÞEGAR KEMUR AÐ STARFSVALI Eva Rún Michelsen, MS í stjórnun og stefnumótun Kári Kristinsson, lektor, Háskóli Íslands SAMANTEKT Fylgjandi fyrri rannsóknum í mun á áhættufælni milli kynjanna, skoðum við áhættufælni karla og kvenna þegar kemur að starfsvali. Niðurstöður benda til þess að konur séu ekki áhættufælnari en karlmenn þegar kemur að starfsvali. Sú niðurstaða er í mótsögn við flestar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á áhættufælni milli karla og kvenna, sem hafa margar verið í fjárhagslegu samhengi. Farið er yfir nokkrar af helstu rannsóknum sem tengjast áhættufælni, rannsóknaraðferðina og hvaða ályktanir megi draga af niðurstöðunum. INNGANGUR Munur milli kynja hefur ávallt verið vinsælt rannsóknarefni og virðast ekki vera nein takmörk fyrir því sem hægt er að rannsaka á því sviði. Algengt er að skoða áhættufælni karla og kvenna í fjárhagslegu samhengi og má þar nefna rannsóknir Iqbal, O og Baek (2006) ásamt Jianakoplos og Bernasek (1998). Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á hversdagslegri þáttum eins og notkun bílbelta, heilsumálum (Hersch, 1996) og fíkn einstaklinga (Pacula, 1997). Ofangreindar rannsóknir eiga það allar sameiginlegt að þær gefa til kynna að konur séu áhættufælnari en karlmenn. Aðrar rannsóknir benda þó til þess að það sé ekki einungis kyn sem hafi áhrif á áhættufælni, heldur geti aðrar breytur eins og aldur (Harrant og Vaillant, 2008; Jianakoplos og Bernasek, 2006), laun (Schubert, Brown, Gysler og Brachinger, 1999; Wik, Kebede, Bergland og Holden, 2004), fjárhagsstaða (King, 1974) og jafnvel hormón (Sapienza, Zingales og Maestripieri, 2009) haft töluvert að segja um áhættufælni einstaklinga. Út frá rannsóknum á kynjamun í áhættufælni hafa rannsakendur leitt að því líkum að launamun kynjanna megi að einhverju leiti útskýra með áhættufælni kvenna. Konur sækjast almennt frekar í öruggari störf, á borð við kennslu eða annarskonar störf hjá hinu opinbera, og þar sem þessi störf eru almennt lægra launuð en áhættumeiri störf í einkageiranum komi þar fram launamunur kynjanna (Di Mauro og Musumeci, í prentun; Roszkowski og Grable, 2010). Hugmyndir um að konur leiti síður í áhættusöm störf hafa þó ekki verið kannaðar empirískt og er það efni þessarar greinar. FRÆÐILEGT YFIRLIT Starfsval einstaklinga, nánar tiltekið karla og kvenna, er að mörgu leiti ólíkt eins og sjá má á skiptingu kynjanna þegar kemur að námsvali og skiptingu kynjanna á vinnumarkaði. Þar sem fyrri

40 Fjöldi rannsóknir hafa sýnt fram á mun í fjármálatengdri áhættufælni kynjanna er áhugavert að skoða hvort sú hegðun yfirfærist á starfsval. Störf einkennast af nokkrum þáttum en einn af þeim þáttum er áhætta. Hægt er því að flokka störf sem áhættumikil eða áhættulítil. Störfin eru þá flokkuð með tilliti til tekjuöryggis, þar sem áhættulítil störf einkennast af föstum öruggum tekjum en áhættumeiri störf gefa af sér misháar og misöruggar tekjur hverju sinni. Á meðal áhættu meiri starfa eru t.d. störf innan nýsköpunar og ráðgjafar, en áhættu minni störf eru t.d. ríkisstörf á borð við kennslu (Di Mauro og Musumeci, í prentun). Helstu rannsóknir á starfsvali og starfssamningum einstaklinga hafa verið byggðar á fjárhagslegum grunni (Brown, Farrell, Harris og Sessions, 2006; King, 1974). Brown ofl. (2006), Di Mauro og Musumeci (í prentun) ásamt Grazier og Sloane (2008) komust að þeirri niðurstöðu að þeir sem völdu öruggari störf, til dæmis með föstum launasamningum, væru áhættufælnari en þeir sem vildu fá greitt eftir vinnuframlagi. Einnig má nefna King (1974) sem skoðaði starfsval út frá fjölskylduaðstæðum og komst að þeirri niðurstöðu að einstaklingar frá ríkari fjölskyldum kusu áhættumeiri störf. Áhættufælni einstaklinga hefur einnig verið skoðuð út frá atvinnuleysi (Feinberg, 1977) þar sem áhættufælnari einstaklingar eru líklegri til að vera atvinnulausir í styttri tíma en þeir sem eru minna áhættufælnir (less risk averse). Ástæðan er sú að áhættufælnir einstaklingar virðast gera minni kröfur til launa og þurfa þar af leiðandi að bíða í skemmri tíma eftir starfi. Eins og kom fram að ofan benda flestar rannsóknir til að konur séu áhættufælnari en karlar. Hinsvegar komust Schubert, Brown, Gysler og Brachinger (1999) að þeirri niðurstöðu að konur séu ekki áhættufælnari en karlmenn þegar fjárhagslegt samhengi er ekki til staðar. Þar sem flestar rannsóknir benda til þess að konur séu áhættufælnari en karlar setjum við fram eftirfarandi tilgátu. T1: Konur eru áhættufælnari en karlar þegar kemur að starfsvali. 40 Forkönnun AÐFERÐAFRÆÐI Áður en hafist var handa við leggja könnunina fyrir nemendur var gerð stutt forkönnun á því hvort að starfslýsingarnar sem urðu fyrir valinu væru með mismunandi áhættueinkunn. Þátttakendur í forkönnuninni voru 30 samtals og valdir af handahófi. Af þeim þrjátíu sem tóku þátt voru 23 konur og 7 karlar. Flestir voru á aldursbilinu ára og 40 ára eða eldri eða 60% þátttakenda. Sjá nánari aldurs- og kynjaskiptingu á Mynd Kona Karl ára ára ára Aldur ára 40 ára og eldri Mynd 2. Aldurs- og kynjaskipting þátttakenda

41 41 Stuðst var við spurningalista og sjö punkta likert kvarði þegar þátttakendur voru beðnir um að gefa starfslýsingunum áhættueinkunn á bilinu 1 til 7, þar sem einn táknaði litla áhættu og 7 mikla áhættu. Notast var við Google docs við hönnun könnunarinnar sem innihélt 3 starfslýsingar; A, B og C sem og tvær grunnbreytur, aldur og kyn. Fyrst voru valdar nokkrar starfslýsingar hjá ýmsum ráðningarskrifstofum á veraldarvefnum sem og atvinnuauglýsingar á mbl.is. Því næst voru þær aðlagaðar og lagðar fyrir. Könnunin stóð yfir í þrjá daga eða frá 5. febrúar til 7. febrúar, á því tímabili voru sendar tvær áminningar um þátttöku. Meðaltal og staðalfrávik auglýsinganna má sjá í töflu 1. Error! Reference source not found.meðaltöl á auglýsingum A og C voru borin saman með T-prófi og fékkst út munur á auglýsingunum tveimur þar sem t(30) = -2,489, p <,05. Tafla 5. Meðal áhættueinkunn og staðalfrávik starfsauglýsinga Fjöldi Staðalfrávik Auglýsing svara Meðaltal A 30 3,10 1,447 B 30 3,87 1,332 C 30 3,97 1,629 Könnun 1 Þátttakendur voru nemendur í Viðskipta-og hagfræðideild Háskóla Íslands á öllum námsstigum. Úrtakið var 1200 nemendur og var svarhlutfallið 12,5% eða 150 þátttakendur. Aldursdreifing var nokkuð jöfn meðal nemenda og svipuð forkönnuninni. Könnunin var einungis meðal nemenda úr þessum tveimur deildum þar sem starfslýsingar áttu að mestu leyti við einstaklinga með viðskiptafræðilegan bakgrunn. Konur voru 66% svarenda og því í meirihluta eins og í forkönnuninni. Stuðst var við spurningalista sem innihélt sjö spurningar. Fyrsta spurningin var með tveimur starfslýsingunum og hvort starfið viðkomandi myndi frekar velja að því gefnu að laun og aðrar kröfur þátttakanda væru uppfylltar. Starfslýsingarnar innihéldu nafn starfsins, helstu verkefni sem og hæfniskröfur. Fyrst komu þrjár spurningar með grunnbreytunum kyn, aldur og menntun. Í lokin var spurt um börn og búsetu, ef viðkomandi bjó með maka birtist sjöunda spurningin annars ekki og að lokum var viðkomanda þökkuð þátttakan. Könnunin var send með tölvupósti með hlekk á könnunina sem var sett upp með CreateSurvey. Þátttakendur voru beðnir um að lesa vel lýsingu á aðstæðum áður en haldið var lengra, lýsingin var á þennan veg: Þú hefur nýverið sótt um vinnu hjá tveimur fyrirtækjum. Nú stendur þú frammi fyrir því að þér hafa verið boðin bæði störfin og þarft þú að velja á milli þeirra. Þú getur gert ráð fyrir því að bæði störfin uppfylli launakröfur þínar. Hér að neðan má sjá lýsingu á störfunum tveimur, A og B

42 Fjöldi Fjöldi 42 Niðurstöður Meirihluti þátttakenda eða 64% hafði lokið BSc gráðu eða hærri gráðu. Meirihluti nemenda var fólk með eitt barn eða fleiri eða 59,7 % og 74,1% bjó með maka sínum, var því meirihluti þátttakenda fjölskyldufólk. Ekki var marktækur munur á milli karla og kvenna þegar kom að vali á áhættuminna eða áhættumeira starfi χ 2 (1) =,422, p > 0,05. Niðurstöðurnar benda því til þess að konur séu ekki áhættufælnari en karlmenn. Hlutföll milli þess að velja starf A (áhættuminna) og B (áhættumeira) voru nokkuð jöfn milli karla 59,6% og kvenna 54,1% sem samsvarar því að á heildina litið voru 56% þátttakenda sem völdu áhættumeira starfið. Því er tilgátan um að konur séu áhættufælnari en karlmenn þegar kemur að starfsvali ekki rökstudd. Á Mynd 3 má sjá hversu breytilegt starfsval þátttakenda var eftir aldri, þá sérstaklega hvernig valið skiptist hjá aldurshópnum ára Starf A 5 Starf B ára ára ára ára 40 ára eða eldri Aldur Könnun 2 Mynd 3. Starfsval eftir aldri Þar sem niðurstöður úr könnun eitt rökstuddu ekki tilgátu rannsakanda, tóku höfundar hentugleika úrtak af aðilum utan Háskóla Íslands til að skoða fyrri niðurstöður héldu. Þátttakendur voru 54 og um 80% þeirra konur. Ekki er hægt að segja til um svarhlutfall hentugleikaúrtaksins þar sem könnun var ekki einskorðuð við ákveðinn fjölda. Aldursdreifing var með svipuðu móti og í forkönnun sem og rannsókn 1, þar sem flestir eru á aldrinum ára eða 40 ára og eldri, sjá nánari samanburð á Mynd 4. Að öðru leyti fengu þátttakendur sömu leiðbeiningar og nemendur við Háskóla Íslands ára ára ára ára 40 ára eða eldri Háskóli Íslands Hentugleika úrtak Forkönnun Aldur Mynd 4. Aldursdreifing þátttakenda í forkönnun, könnun 1 og 2

43 Niðurstöður Sömu niðurstöður birtust í gögnum hentugleika úrtaksins þar sem 57,4% þátttakenda kusu starf B, áhættumeira starfið. Helmingur þátttakenda var með BSc eða hærri gráðu. Ekki reyndist marktækur munur á milli karla og kvenna þegar kom að vali á áhættuminna eða áhættumeira starfi χ 2 (1) =,422, p > 0,05. Meirihluti þátttakenda var fólk með eitt barn eða fleiri eða 63% og 60,4% bjó með maka sínum. Meirihluti þátttakenda var því fjölskyldufólk eins og var með nemendur við Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar eru því þær sömu og úr könnun 1 þar sem konur virðast ekki áhættufælnari en karlar þegar kemur að starfsvali. 43 UMRÆÐA Tilgátan um að konur séu áhættufælnari en karlmenn þegar kemur að starfsvali er ekki studd þar sem ekki var marktækur munur á starfsvali karla og kvenna. Þessi niðurstaða er á skjön við flestar rannsóknir sem hafa verið gerðar meðal karla og kvenna um áhættufælni. Þó er vert að benda á að, í flestum tilvikum hafa rannsóknirnar skoðað áhættufælni í fjárhagslegu samhengi sem var ekki raunin hér heldur einungis eðli starfsins og gerir þessa rannsókn því örlítið frábrugðna því sem hefur verið gert hingað til. Þessi niðurstaða staðfestir hinsvegar niðurstöðu Schubert o.fl. (1999) sem var að konur væru ekki áhættufælnari en karlmenn þegar litið væri til samhengislegra ákvarðana (contextual decision) eins og tryggingar. Hinsvegar fundu þau mun milli kynja í óhlutbundnum fjárhættuákvörðunum (abstract gambling decisions). Þar sem úrtakið var einungis ein deild innan háskólans og lítið hentugleikaúrtak, er ekki hægt að gera ráð fyrir að sama niðurstaða eigi við um aðra Íslendinga. Það sem þótti áhugavert í könnun eitt, sem var meðal nemenda Háskóla Íslands, var að fólk á aldrinum valdi frekar áhættuminna starfið. Ekki er hægt að segja til um með vissu hvað veldur þessum mun. Það getur verið að á aldrinum ára sé fólk með sitt fyrsta barn og taki þessvegna síður áhættu. Flestir sem áttu eitt barn voru á aldrinum ára en, samkvæmt Hersch (1996) virðist fólk taka meiri áhættu upp að ára aldri en minnka eftir það og samkvæmt Jianakoplis og Bernasek (1998) verða konur áhættufælnari eftir því sem börnunum fjölgar. Eins og kom fram á Mynd 3. Starfsval eftir aldri virðast einnig aðeins fleiri á aldrinum ára velja starf A. Hinsvegar er ekki hægt að segja með vissu um gæði þess þar sem gögn um þann aldur gætu hafa spillst vegna villu í uppsetningu á fellivalalista. Í framhaldi af þessum niðurstöðum væri áhugavert að endurtaka rannsókn Schubert o.fl. (1999) meðal háskólanema og vita hvort sömu niðurstöður eigi við um íslenska háskólanema. Einnig væri áhugavert að skoða áhættufælni kynjanna út frá atvinnuleysi með svipuðum hætti og Feinberg (1977). Það væri þá líklegast best að athuga með samstarf með Vinnumálastofnun og gera könnun meðal einstaklinga sem hafa verið og eru jafnvel enn skráðir atvinnulausir.

44 44 HEIMILDASKRÁ Brown, S., Farrell, L., Harris, M. N. og Sessions, J. G. (2006). Risk preference and employment contract type. Journal of the Royal Statistical Society: Series A (Statistics in Society), 169(4), Di Mauro, C. og Musumeci, R. (í prentun). Linking risk aversion and type of employment. Journal of Socio-Economics, In Press, Corrected Proof. Feinberg, R. M. (1977). Risk Aversion, Risk, and the Duration of Unemployment. The Review of Economics and Statistics, 59(3), Grazier, S. og Sloane, P. J. (2008). Accident risk, gender, family status and occupational choice in the UK. Labour Economics, 15(5), Harrant, V. og Vaillant, N. G. (2008). Are women less risk averse than men? The effect of impending death on risk-taking behavior. Evolution and Human Behavior, 29(6), Hersch, J. (1996). Smoking, seat belts, and other risky consumer decisions: Differences by gender and race. Managerial and Decision Economics, 17(5), Iqbal, Z., O, S. og Baek, H. (2006). Are Female Executives More Risk-Averse than Male Executives? Atlantic Economic Journal, 34(1), Jianakoplos, N. A. og Bernasek, A. (1998). ARE WOMEN MORE RISK AVERSE? Economic Inquiry, 36(4), Jianakoplos, N. A. og Bernasek, A. (2006). Financial Risk Taking by Age and Birth Cohort. Southern Economic Journal, 72(4), King, A. G. (1974). Occupational Choice, Risk Aversion, and Wealth. Industrial and Labor Relations Review, 27(4), Pacula, R. L. (1997). Women and Substance Use: Are Women Less Susceptible to Addiction? The American Economic Review, 87(2), Roszkowski, M. J. og Grable, J. E. (2010). Gender Differences in Personal Income and Financial Risk Tolerance: How Much of a Connection? Career Development Quarterly, 58(3), 270. úr f5h. Sapienza, P., Zingales, L. og Maestripieri, D. (2009). Gender differences in financial risk aversion and career choices are affected by testosterone. Proceedings of the National Academy of Sciences, 106(36), Schubert, R., Brown, M., Gysler, M. og Brachinger, H. W. (1999). Financial Decision-Making: Are Women Really More Risk-Averse? The American Economic Review, 89(2), Wik, M., Kebede, T. A., Bergland, O. og Holden, S. T. (2004). On the measurement of risk aversion from experimental data. Applied Economics, 36(21),

45 45 KLASAR OG KLASAKENNINGAR Guðjón Örn Sigurðsson, mastersnemi, Háskóli Íslands Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, Háskóli Íslands SAMANTEKT Þessu ritverki er ætlað að auðvelda bæði lesandanum og rannsakendunum að svara tveimur rannsóknarspurningum, að því marki sem umfang greinarinnar nær til: 1) Hvernig hafa klasar verið skilgreindir?; og 2) Hvernig flokkast klasakenningar? Leitast er við að draga fram rauðan þráð í fyrirliggjandi þekkingu. Yfirlitið gefur margt til kynna. Í fyrsta lagi hefur gríðarlega mikið fræðilegt starf verið unnið á sviði klasa og klasakenninga frá ólíkum sjónarhólum. Í öðru lagi að rannsóknir á þessu sviði spanna marga áratugi og ná yfir tvenn aldamót. Í þriðja lagi þá eru skilgreiningar á klösum bæði margar og mismunandi og jafnframt að það er mikil og gagnrýnin umræða í fræðunum um skilgreiningar á fyrirbærinu. Í fjórða lagi þá hafa margir fræðimenn lagt sig fram um að ná utan um sviðið og í greininni er lögð rækt við að gera grein fyrir þessari fjölbreytni þegar kemur að hinum fræðilega grundvelli. INNGANGUR Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir á þróun verðmætasköpunar og viðskipta, bæði innan landa og milli landa, verið í miklum vexti. Ástæður þessa má að hluta til rekja til áhrifa hnattvæðingar: Minni hömlur í viðskiptum milli ríkja og mikil aukning í milliríkjaviðskiptum innan heimshluta og milli heimshluta í hinum vestræna heimi (Norður Ameríku, Evrópu og Asía að hluta) og milli þróaðra og minna þróaðra ríkja hefur haft mikil áhrif. Alþjóðleg viðskipti og flæði fjármagns þvert á landamæri hefur vaxið töluvert hraðar en landsframleiðsla. Hin hraða þróun hnattvæðingar viðskipta hefur því haft mikil áhrif á vöxt og lífskjör (Khanna, 2012). Það voru margir sem að töldu að aukin hnattvæðing myndi draga úr mikilvægi svæða og staðsetningu fyrirtækja (Cairncross, 1997) þar sem fyrirtækin gætu þá nálgast hina ýmsu framleiðsluþætti, t.d aðföng og fjármagn, á heimsmarkaði (Porter, 1998). En það er vaxandi samstaða um að tiltekin svæði og staðsetning fyrirtækja hafi mikla þýðingu fyrir samkeppnishæfni þeirra (Porter, 1998 og 2003; Ketels, 2009; World Bank, 2009; Huggins o.fl., 2013) og að hægt sé að sjá það í viðskiptaumhverfi þeirra (Malecki, 2004 og 2007). Áhugann á staðbundnu víddinni í tengslum við samkeppnishæfni má að hluta til rekja til rannsókna á hnattvæðingu, því hin efnahagslegu áhrif eru um margt svipuð vegna ytri stærðarhagkvæmi sem að þyrping fyrirtækja nýtur þegar markaðir eru að víkka og viðskiptahömlur fara minnkandi (Pyke og Sengenberger, 1992). Svæðisbundið er litið á þyrpingar fyrirtækja sem klasa (e. clusters) og þeir endurspegla tiltekna samsöfnun fyrirtækja og stofnana á tilteknu sviði á tilteknum svæðum (Porter, 1998). Samsöfnun fyrirtækjanna leiðir af sér jákvæð ytri áhrif sem ýtir undir verðmætasköpun og möguleika til sérhæfingar og frekari nýsköpunar. Þessi jákvæðu áhrif sem fyrirtæki og stofnanir innan klasa njóta hafa fengið bæði mikla og vaxandi athygli stjórnenda, stjórnmálamanna og fræðimanna á síðustu áratugum.

46 Svo virðist sem kenningar um staðbundin áhrif, tilurð og vöxt klasa hafi þróast frá því að byggja á einföldum hugmyndum nýklassískrar hagfræði um lágmörkun framleiðslukostnaðar við staðarval framleiðslu til stofnanakenninga sem benda á samspil og samstarf fyrirtækja á félagslegum og menningarlegum forsendum. Lykilatriðið virðist vera nábýli fyrirtækja og þróun klasa á tilteknu sviði sem leiðir til hagkvæmni vegna samsöfnunar aðila innan klasans en yfir tíma þróast einnig samskipti og þekkingarverðmæti milli aðila á félagslegum grunni sem hefur efnahagslega þýðingu fyrir fyrirtækin bæði innan klasans og utan hans. Það er þessi þróun klasakenninga sem er viðfangsefni þessarar greinar og í því efni er horft til baka og til þeirra kenninga sem hafa skipt sköpun í þróuninni. Á Íslandi hefur verið vaxandi áhugi á samkeppnishæfni, klösum og klasastarfi á síðustu árum. Þetta má m.a. sjá í gögnum eins og umfjöllun og stefnumörkun stjórnvalda (Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, 1995, 2004; Stjórnarráð Íslands, 2010, 2013), leiðbeiningarriti um klasa (Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson, 2004), útgáfu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á klasahandbók (Elvar Knútur Valsson o.fl., 2013) og nýlegum heimildum um kortlagningu klasa eins og jarðvarmaklasa (Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, 2011), sjávarklasa (Vilhjálmur Jens Árnason og Þór Sigfússon, 2011), kortlagningu upplýsingatæknigeirans út frá klasahugmyndafræði (Vilhjálmur Jens Árnason, 2013), og kortlagningu og samstarfsmótun íslenskrar ferðaþjónustu (Rósbjörg Jónsdóttir o.fl., 2013). Einnig má finna íslenskar rannsóknir á sviði samkeppnishæfni og klasa á fræðilegum nótum (Ívar Jónsson, 2002; Runólfur Smári Steinþórsson, 2010; Þór Sigfússon, 2013). Áhugi á því sem máli skiptir fyrir samkeppnishæfni í víðum skilningi og þróun klasa sérstaklega var tilefni þess að Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni sett á laggirnar við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknarmiðstöðin hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vera stuðningur við kennslu í námskeiðum tengdum stefnu og samkeppnishæfni og hins vegar að sinna rannsóknum á sviðinu einkum hérlendis en líka erlendis í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Á vettvangi Rannsóknarmiðstöðvarinnar eru höfundar þessarar greinar að setja af stað rannsókn á íslenskum klösum. Sú rannsókn mun í upphafi markast við þá klasa á Íslandi sem hlotið hafa bronsviðurkenningu frá European Cluster Excellence Initiative (ECEI) og fyrstu viðtölin við klasastjóra verða tekin í janúar Í tengslum við þessa rannsókn á klösum á Íslandi hefur verið gerð viðamikil leit að og rannsókn á áhugaverðum heimildum og kenningum um klasa. Markmiðið er að fá fram hvaða þekking er fyrirliggjandi á sviðinu og hvernig megi flokka þessar kenningar í mismunandi kenningaskóla. Það er einnig markmið að setja þessa þekkingu fram á íslensku til að hagsmunaaðilar hérlendis hafi meira gagn af samantektinni en ella kynni að vera. Þetta yfirlit mun gera það auðveldara að sjá og greina hvort og með hvaða hætti megi greina samsvörun á milli fyrirliggjandi þekkingar og þess sem er að gerast í klasamálum á Íslandi. Hér er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum úr leitinni að og rannsókninni á fræðilegum heimildum um klasa og klasakenningar sem þegar hefur verið gerð. Rannsókninni á klasafræðunum er ekki lokið og þetta framlag afmarkast við að gera grein fyrir tilurð og helstu áherslum þeirra kenningaskóla sem vikið er að, en ekki segja frá þróun hvers skóla sérstaklega. Unnið hefur verið með tvær rannsóknarspurningar. Þær eru: 46 1) Hvernig hafa klasar verið skilgreindir? 2) Hvernig flokkast klasakenningar?

47 Uppbygging greinarinnar er í takti við þessar spurningar. Spurningarnar eru hins vegar víðtækar og þessi rannsókn sem hér er greint frá er hugsuð sem upphaf en ekki endir á leitinni að þekkingu um klasa. Svörin eru þannig ekki tæmandi. Þau eru vel í áttina að góðu svari við spurningunum og gefur lesandanum nokkra innsýn. Að loknum þessum inngangi og stuttri umfjöllun um aðferðafræði og vinnulag við greinina er fjallað um skilgreiningar á klösum, sbr. fyrri spurninguna. Síðan taka við kaflar sem kallast á við helstu flokka klasakenninga, sbr. seinni spurninguna. Að endingu er vikið að klösum og klasakenningum með það fyrir augum að draga fram meginskilaboð greinarinnar, bæði út frá tilgangi vinnunnar og í ljósi þess samhengis sem greinin er unnin í. 47 AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknin sem hér er gerð grein fyrir er afmörkuð við rannsókn á fræðilegum heimildum. Til að varpa ljósi á vinnulagið og aðferðafræðina við heimildaleitina og úrvinnslu hennar er í fyrsta lagi fjallað stuttlega um rannsóknir almennt á fræðilegum heimildum og í öðru lagi hvernig vinnulagið hefur verið að baki þessarri flokkun á kenningum um klasa og klasakenningar sem sett er fram hér. Almennt um rannsóknir á fræðilegum heimildum Við gagnaleit á fræðilegum heimildum er hægt að notast við nokkrar aðferðir sem eru meira eða minna kerfisbundnar. Oft er byrjunarreiturinn sú þekking sem að rannsakandi býr yfir. Til frekari gagnaöflunar má skoða spjaldskrá bókasafna, hægt með rafrænum hætti í dag. Skoða heimildarskrá þeirra bóka og greina sem að rannsakandi hefur lesið eða safnað. Hægt er að skoða ritaskrá tímarita og með tilkomu veraldarvefsins er hægt að leita að gögnum sem til eru staðar þar. Í dag er mikið notast við veraldavefinn í gagnaleit og þá sérstaklega þær leitarvélar sem þar er að finna. Við gagnaleit getur verið mjög hjálplegt að leita að yfirlitsgreinum sem hafa verið gerðar um sambærilegt efni. Við gagnaöflun er mikilvægt að finna réttu leitarorðin til að afmarka þann mikla fjölda af greinum, bókum eða annars konar gögnum sem oft eru til staðar. Til að flokka efnið er mikilvægt að skanna það og skrá, með því t.d. að lesa ágripið, til að sjá hversu viðeigandi heimildirnar eru út frá rannsóknarviðfangsefninu. Þar sem ein aðferð útilokar ekki aðra er yfirleitt notast við fleiri en eina aðferð, jafnvel margar (Saunders og fl. 2000). Vinnulagið við flokkun á kenningum um klasa og klasakenningar Í þeim tilgangi að svara þeim rannsóknarspurningum sem settar hafa verið fram var framkvæmd ítarleg leit að fyrirliggjandi heimildum innan fræðasviðsins varðandi skilgreiningar á klösum, flokkun kenninga og öðrum gögnum sem gætu svarað spurningunni um í hvaða átt klasafræðin eru að þróast. Upphafspuntkur rannsóknarinnar var sú þekking sem að rannsakendur hafa á viðfangsefninu. Til þess að auðvelda leit að frekari gögnum var notast við leitarvélar Landsbókasafns Íslands, Google Scholar, gagnasafnið Gegnir og Skemmuna. Þau leitarorð sem notast var við voru t.d.: Clusters, Industrial clusters, Industrial districts og cluster initiatives. Til að afmarka efnið voru þær bækur og greinar sem fundust skannaðar í þeim tilgangi að meta hversu viðeigandi þær væru út frá rannsóknarspurningunum. Við lestur greina kom síðan ákveðið mynstur í ljós varðandi helstu framlög til klasafræðanna og var oft notast við heimildarskrár til þess að finna ennfrekar áhugaverðar bækur og greinar (snjóboltaaðferð). Við viljum nefna sérstaklega þrjár yfirlitsgreinar sem voru hjálplegar, fyrst Rocha (2004) sem flokkað hefur helstu hugarskóla klasafræðanna, svo Cruz og Texeira (2010) sem hafa rannsakað þúsundir greina út frá m.a. fjölda tilvísanna, og síðan nýja yfirlitsgrein eftir Lazzeretti o.fl. (2014) sem fjallar um klasakenningar og kennimenn þeirra með kerfisbundnum hætti. Til þess að skoða ný framlög innan klasafræðinnar voru ritrýnd tímarit og ritaskrá þeirra skoðuð, t.d. í Journal of Economic Geography. Auk þess voru ritaskrár þeirra höfunda sem hafa haft mikil áhrif í klasafræðunum skoðaðar.

48 48 KLASAR Fræðin um klasa eru fjölbreytileg og það hafa komið fram margar skilgreiningar á fyrirbærinu. Yfirlit yfir skilgreiningar er að finna í grein Cruz and Teixera (2010) en í tengslum við rannsókn þeirra var gerð úttekt á lykilverkum klasafræðanna sem helst var vitnað til í birtum greinum um klasa í tímaritinu Regional Studies frá 1962 til 2007, alls 2940 greinar. Þar er bent sérstaklega á 15 skilgreiningar á klösum sem vísa til mismunandi atriða. Af því að um sama fyrirbæri er að ræða þá er ákveðin samsvörun á milli skilgreininganna en það eru atriði sem greina þær í sundur. Þessi atriði eru af þrennum toga: Fyrsta atriðið er landfræðileg nálægð sem gerir mögulegt fyrir fyrirtæki í klasa að ná fram bæði stærðarhagkvæmni og breiddarhagkvæmni, annað atriðið er tengslanet sem ýtir undir samskipti, miðlun þekkingar og lærdóm meðal fyrirtækja og stofnana, og þriðja atriðið sem Cruz og Teixera (2010, bls ) setja fram er menning og viðskiptaumhverfi sem hefur bæði þýðingu fyrir traust milli aðila klasans og nýsköpunarvirknina innan klasans. Ný yfirlitsgrein Lazzerettis o.fl. (2014), sem er víðtækari en grein Cruz og Teixera (2010) þegar kemur að fjölda tímarita sem voru til skoðunar, styður við umfjöllun um klasakenningar (sjá næstu kafla) en það er ekki vikið sérstaklega að mismunandi skilgreiningum á klösum í greininni. Skilgreiningar á klösum hjá einstaka fræðimönnum virðast taka breytingum. Samkvæmt Porter (1990) þá eru klasar þyrpingar fyrirtækja sem eru í svipaðri starfsemi og eru fyrirtækin tengd bæði lóðrétt og lárétt og eru landfræðilega afmörkuð. Þessi skilgreining var svo uppfærð m.a. með því að bæta við öðrum skipulagsheildum en fyrirtækjum: Klasar eru landfræðilega afmarkaðar þyrpingar fyrirtækja, sérhæfðra birgja, þjónustuaðila, fyrirtækja í tengdum atvinnugreinum og stofnana sem eru í gagnvirkum tengslum á tilteknu sviði sem keppa innbyrðis en starfa einnig saman (Porter, 1998). Bæði út frá skilgreiningunum og umfjölluninni hér að ofan má sjá að þótt nálægð geti verið mikil þá eru það hagkvæmnisáhrifin vegna nándar sem og samvirknin á milli fyrirtækjanna og annarra skipulagsheilda sem tengjast starfseminni sem eru grundvallarforsenda fyrir þróun viðkomandi klasa. Skilgreining Porters frá 1998 hefur verið mjög mikið notuð víða um heim til að varpa ljósi á klasa. Ef litið er til þeirra íslensku ritverka sem vísað var til í inngangi greinarinnar (sjá tilvitnanir) eru áhrif Porters ótvíræð hér á landi. Einmitt vegna þess hve kenningar Porters hafa haft mikil áhrif taka Martin og Sunley (2003) skilgreiningu hans skoðunar og þeir benda á að hún sé frekar óljós og jafnframt að það kunni að vera ætlun höfundar að hafa það þannig (2003, bls. 13), mögulega vegna þeirra mörgu atriða sem geta komið inn í myndina. Klasi sem hugtak varpar ljósi á svæðisbundna sérhæfingu og samspil fyrirtækja og hagsmunaaðilum sem skilar framleiðni, nýsköpun og samkeppnishæfni meðal fyrirtækjanna (Enright, 2003; Porter 1990 og 1998; Saxeninan, 1994). Það eru ákveðnir þættir sem virðast vera nauðsynlegir klasaumhverfinu: Traust, flæði og miðlun upplýsinga og umhverfi sem einkennist af samstarfi (Rosenfeld, 1996; Sydow og fl. 2011). Klasar aðgreina sig líka frá atvinnugreinum þar sem að klasi getur innihaldið fyrirtæki sem starfa ekki innan sömu atvinnugreinar og það má líka segja að klasar geti starfað þvert á atvinnugreinar (Porter, 1998; Roeland og Hertog, 1999). Birtingarmynd klasa er að sama skapi ekki einsleit og geta þeir birst í mismunandi formgerðum (Markusen, 1996). Klasi er þannig staðbundinn og samanstendur af ólíkum aðilum, fyrirtækjum og stofnunum, sem eiga í ólíkum samskiptum sín á milli en sem tengjast á mismunandi hátt og varða verðmætasköpun og árangur á tilteknu sviði. Af ofangreindu má sjá að staðbundin þyrping fyrirtækja ein og sér er ekki nægilegt skilyrði til að vera fullburða klasi. Ef samsöfnunin leiðir ekki til samlegðaráhrifa hjá aðilum er tæpast hægt að tala um klasa. Það sem skilur á milli þyrpingar fyrirtækja í tengdum athöfnum og fullburða klasa er því virðisaukinn sem verður til fyrir tilstilli klasans í gegnum samvirkni og samskipti. Þessi samskipti geta verið skipulögð af hlutaðeigandi aðilum, t.d. gegnum klasaframtak,

49 en geta líka þróast án sérstaks samstarfs. Til að skoða frekar uppruna, form og inntak starfs í klösum má líta nánar á hina ýmsu skóla klasakenninga. Þar ber fyrst að skoða iðnaðarhverfi Marshalls. 49 IÐNAÐARHVERFI MARSHALLS Þegar horft er til upphafs kenninga um klasa er leitað í skrif enska hagfræðingsins Alfreds Marshalls sem í tímamótaverki sínu, Principles of Economics, (1890 [1920]) lýsti því hvernig fyrirtæki í svipaðri starfsemi þyrptust saman á afmörkuðu svæði. Hann bjó til hugtakið iðnaðarhverfi (e. industrial district) sem hann skilgreindi sem: samþjöppun margra lítilla fyrirtækja sem eru af svipuðum toga á sama stað. 3 (bls. 230). Helstu ástæðurnar fyrir þyrpingunni taldi hann vera hagstæð skilyrði, svo sem nálægðina við náttúruauðlindir. Auk þess taldi hann fyrirtæki njóta ábata af því að vera í nálægð við sérhæfða birgja og vinnuafl. Í samræmi við það lýsti Marshall því að leyndardómar atvinnugreinarinnar lægju í loftinu. 4 Hagkvæmni iðnaðarhverfisins hvílir á fjórum stoðum samkvæmt Marshall (1920, bls. 271): 1) Færni sem gengur í arf (e. hereditary skill). Þyrping fyrirtækja verður til þess að leyndardómar framleiðslunnar verður engin ráðgata og hin sérstaka færni virðist því ganga í arf frá kynslóð til kynslóðar; 2) Vöxtur þjónustufyrirtækja (e. growth of subsidary trades). Þegar til er staðar þyrping fyrirtækja er mjög líklegt að fyrirtæki verði til í nágrenninu sem sjái sér hag í að veita iðnaðarhverfinu þjónustu sem birgjar eða þjónustuaðilar; 3) Notkun mjög sérhæfðra framleiðslutækja (e. use of highly specialised machinery). Vegna þeirru miklu verkaskiptingar (e. high division of labour) og sérhæfingar sem á sér stað í iðnaðarhverfi þróast framleiðslutækin í samræmi við það og verða einstök; 4) Staðbundin markaður fyrir sérhæfða færni (e. local market for special skill). Staðbundin starfsemi ýtir undir eftirspurn og framboð á færu vinnuafli. Atvinnurekendur eiga því ekki að eiga í erfiðleikum með að finna fært fólk ólíkt því sem einangruð verksmiðja gæti lent í. Hinar aldagömlu athuganir Marshalls um að fyrirtæki njóti ábata af því að staðsetja sig nálægt öðrum fyrirtækjum sem starfa í tengdum athöfnum virðist standast nánari skoðun. Líkt og komið hefur fram þá byggir það á: Í fyrsta lagi laða hverfin að sér sérhæfðari birgja og samskiptin við þá eru skilvirkari. Í öðru lagi er vinnumarkaður sem er dýpri og býður upp á sérhæfðari færni. Í þriðja lagi þá á sér stað þekkingarleki í gegnum farvegi sem erfitt er að njóta ábata af nema í gegnum nálægð (Ketels, 2009; Thompson, 2006). Framlag Marshalls liggur þannig til grundvallar öllum seinni tíma kenningum um klasa. Í marga áratugi eftir framlag Marshalls, var iðnaðarhverfum sýndur lítill áhugi af fræðasamfélaginu. Athyglin beindist meira að stórum fyrirtækjum og fjöldaframleiðslu að hætti Fords (e. Fordism) þar sem saman fór áhersla á stærð eininga, stöðlun á vörum og lóðrétt samþætting í skipulagi fyrirtækis (Bahlman og Huysman, 2008; Rocha, 2004). Áherslan á iðnaðarhverfið fékk hins vegar byr undir báða vængi með framlagi sem nefnt hefur verið ítalski skólinn í klasafræðunum. ÍTALSKI SKÓLINN Á áttunda áratug síðustu aldar þegar Ford-líkanið var farið að sýna veikleikamerki sem grundvallarnálgun að verðmætasköpun komu fram á ný rannsóknir á iðnaðarhverfinu (Becattini, 1979 [1989], 1990, 2002 og 2004; Ottati, 1991; Brusco, 1982, 1986; Bellandi, 1989, 2002). Becattini (1990, bls. 38) skilgreindi iðnaðarhverfi sem: náttúrulegt og félagslegt fyrirbæri samofið sögu 3 The concentration of large numbers of small businesses of a similar kind in the same locality 4 the secrets of industry are in the air

50 svæðisins. Að samfélag mannanna væri gagnvirku sambandi við framleiðslu og framleiðsluhætti svæðisins. 5 Það svæði sem rannsóknir Beccatinis beindust að hefur verið kallað Þriðja Ítalía (Harrison, 1994) þar sem sveigjanleg sérhæfing eða dreifstýrð framleiðsla er áberandi. Þar var m.a. vísað til skóframleiðsla í Bologna og framleiðslu tækja í matvælaiðnaði í Parma (Brusco, 1982). Starfsemin byggði m.a. á víðtæku samstarfi og samningum við undirverktaka og einungis lítill hluti fyrirtækjanna vann að því að markaðssetja eða selja fullunna afurð. Samvirknin var lykilatriði. Fyrirtækin áttu bæði í samkeppni og samstarfi. Ítalski skólinn byggði á hugmyndum Marshalls þá sérstaklega tveimur stólpum: ytri hagkvæmni og iðnaðar-andrúmsloftinu. Það sem ítalski skólinn bætti við var að sjá iðnaðarhverfið sem samofið iðnaðarsvæði sem skapar aðilum þess staðbundna hagkvæmni utan fyrirtækja eða atvinnugreina (sem markast af tækni þeirra) en innan hins félagslega samspils á svæðinu. iðnaðarhverfið sem náttúrulegt og félagslegt fyrirbæri samofið sögu svæðisins (Becattini 1990; 2004). Fyrirtækin eru því einungis einn hluti jöfnunar þótt þau hafi lykilhlutverki að gegna. Fjárfestingar ráðast því að miklu leyti af þeirri menningu, viðhorfum og gildum sem mótast hafa innan svæðisins. Áherslan er því á staðbundnar atvinnugreinar sem eru sveigjanlegar og samofnar samfélagsgerðinni. Ítalski iðnaðarskólinn er því lýsing á landfræðilega afmörkuðum og sérhæfðum klösum þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki eru í lykilhlutverki. Það má sjá samvirkni og tengsl afturábak og áfram í virðiskeðjunni, bæði á markaði og utan markaðar á vörum, upplýsingum og fólki. Hverfið einkennist af sameiginlegri menningu og félagslegum bakgrunni sem tengir saman aðila iðnaðarhverfisins. Það er til er staðar net opinberra stofnanna og einkaaðila sem að styður við klasann og svo aðila sem starfa innan hans (Rabellotti, 1995). Það er síðan samspil þessara þátta sem er grundvöllurinn að samkeppnisforskoti fyrirtækjanna sem að starfa innan klasans á þau fyrirtæki sem starfa meira sjálfstætt (Rabellotti, 1995). Það má segja að félagsauður og félagsleg uppbygging sé grunnurinn á bak við ítalska iðnaðarskólans (Becattini, 1990; Brusco, 1986). Það eru því félagslegar stofnanir samfélagsins sem byggja á trausti og tryggð sem eru undirstaðan og gerir samstarf mögulegt á milli smárra og meðalstórra fyrirtækja innan sömu atvinnugreinar á afmörkuðu svæði. Andsvarið við ósveigjanleika Ford-líkansins var sveigjanleg sérhæfing. 50 SVEIGJANLEG SÉRHÆFING Það voru ekki bara svæði eins og Þriðja Ítalía sem vakti athygli fræðimanna fyrir mikla grósku. Sama mátti sjá í sunnanverðri Kaliforníu og á flóa svæðinu í San Francisco, Bandaríkjunum. Það sem þessi svæði áttu sameiginlegt var dreifstýrð framleiðsla gegnum net eða klasa fyrirtækja sem höfðu fundið sér stað og þróast utan fjöldaframleiðslusvæða þar sem áherslan var á sveigjanlega framleiðslu. Rannsakendurnir sem bentu á þetta voru að nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhólum (Rocha, 2004), þ.á.m. út frá stofnanakenningum (Piore og Sabel, 1984), viðskiptakostnaðarkenningum (Storper og Scott, 1989), tengslanetum (Saxeninan, 1994). Bók Piore og Sabel (1984) The Second Industrial Divide markaði tímamót (Bahlman og Huysman, 2008). Með industrial divide er átt við straumhvörf í því ferli sem sem hefur ráðandi áhrif á hvernig framleiðsla og tækniþróun á sér stað á komandi áratugum. Fyrstu straumhvörfin (iðnbyltingin) komu með fjöldaframleiðslutækninni á nítjándu öld og sigur þess á handverki (e. craft 5 socio-territorial entity which is characterised by the active presence of both a community of people and a population of firms in one naturally and historically bounded area

51 production) sem ráðandi skipulagi. Önnur straumhvörfin voru nefnd sveigjanleg sérhæfing (e. flexible specilization) og litið á það sem nýtt grundvallarfyrirkomulag verðmætasköpunar sem væri að (hluta til) að taka við af fjöldaframleiðslu forminu. Ein af birtingarmyndum þessa nýja forms var svæðisbundin þyrping fyrirtækja (e. regional conglomeration). Storper og Scott (1988), kennimenn Kaliforníuskólans á þessu sviði, færðu út frá viðskiptakostnaði rök fyrir því að hugtakið iðnaðarhverfi væri orðið ráðandi líkan þegar kæmi að þáttum eins og svæðisbundinni framþróun (byggðarþróun) eða þéttbýlisvæðingu. Það mætti því segja að hugmyndin um sveigjanlega sérhæfingu fyrirtækja sem eru landfræðilega staðsett nálægt hvert öðru sé raunverulegur valmöguleiki við Ford-líkanið. Samkvæmt Markusen (2003) þá byggir það á þeirri forsendu að stór fyrirtæki séu að fara í gegnum ferli þar sem áherslan á lóðrétta samþættingu sé á undanhaldi og að minni staðbundin fyrirtæki með öflug tengslanet hafi ákveðið samkeppnisforskot. Ferlið er að taka breytingum af því að neytendur eru orðnir kröfuharðari og kalla eftir fjölbreyttari vöru og þjónustu og vilja sérsniðnar lausnir. Á framboðshliðinni gefur hin nýja nálgun, fyrir tilstilli hinna svæðisbundnu þyrpinga, möguleika á meiri sveigjanleika í framleiðslu á vörum og þjónustu (Markusen, 2003). Samhliða umræðunni um sveigjanlega sérhæfingu voru stundaðar rannsóknir á því sem skipti sköpum í samkeppnishæfni þjóða og staðbundinna svæða. 51 SAMKEPPNISHÆFNI OG KLASAR Það má segja að rannsóknir Michaels E. Porters og samstarfsmanna á níunda áratugnum hafi svo undirstrikað mikilvægi staðbundinna þyrpinga fyrirtækja í tiltekinni starfsemi fyrir samkeppnishæfni þeirra og möguleika til að ná samkeppnisforskoti á heimsmarkaði. Rannsóknir hans náðu til margra atvinnugreina í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu (Porter, 1990). Til að varpa ljósi á hverju þetta sætti setti Porter fram lykilhugtök og líkön með skilgreiningum og kenningum um hvað skipti mestu máli fyrir samkeppnishæfni. Í stað hugtaksins iðnaðarhverfis setur Porter fram hugtakið klasa og hugmyndina að klasakortinu (Porter, 1990). Skrif Porters (1990, 1998, 2000 og 2003) eru þau sem hafa haft hvað mest áhrif á stefnumótandi aðila (McDonald og fl. 2007). Til að útskýra nánar hvað liggur til grundvallar efnahagslegri starfsemi á tilteknum stað og því sem mestu máli skiptir fyrir samkeppnishæfni viðkomandi svæðis setti Porter fram demantslíkanið (1990). Í líkaninu er fjórar hliðar sem útskýra hvað liggur að baki samkeppnishæfni fyrirtækja. Þær eru: a) Aðgengi og aðstæður varðandi framleiðsluþætti; b) Aðstæður fyrir samkeppni, skipulag og stefnumótun fyrirtækja; c) Eftirspurnaraðstæður; d) Aðgengi að stuðningi og tengdum atvinnugreinum. Þannig er demanturinn lýsandi fyrir gagnvirkt og samhangandi kerfi með þáttum sem eftir atvikum mynda jákvæðan eða neikvæðan spíral framþróunar á viðkomandi svæði Samkeppnishæfnin er ekki gefin í krafti fyrirliggjandi aðstæðna eingöngu (Hálfdán Karlsson og Runólfur Smári Steinþórsson, 2009). Niðurstöður Porters eru að viðskiptaumhverfið, samkeppnin og framtak fyrirtækjanna sjálfra skipti höfuðmáli, en hlutverk stjórnvalda væri almennt séð að bæta aðstæður og skerpa á kröfum í rekstrarumhverfi fyrirtækja (Porter, 1998, 2003). Ólíkt því sem halda mætti þá skiptir staðsetning fyrirtækja meira máli á tímum hnattvæðingarinnar (Porter, 1990). Ástæðan er að þekkingar- og nýsköpunarhagkerfi reiða sig á í meira mæli á hugvit og sérhæfða þekkingu vinnuaflsins en áður og þá skipta staðhættir höfuðmáli fyrir staðsetningu fyrirtækja. Staðsetningin hefur áhrif á uppbyggingu atvinnugreina (e. industry structure), samkeppnina og möguleika fyrirtækja til að ná samkeppnisforskoti. Þættir eins og kröfuharðir kaupendur (e. demand sophistication), sérstæð færni mannauðsins (e. unique skill pools) og nálægð við tengdar greinar getur haft veruleg áhrif á hvernig skynsamlegast er að haga stefnu fyrirtækja,

52 m.a. í tengslum við markaðshlutun (e. customer segments) og fjölbreytileika í framboði vöru og þjónustu. (Porter, 1998, 2008). Framlag Porters til klasafræðanna sem byggir á stefnutengdri heildrænni árangursmiðaðri nálgun hefur ótvírætt haft þá þýðingu að útbreiðsla og hagnýting hugmynda um klasa og klasaþróun er mun víðtækari en ella (Ketels, 2011). Skilgreining Porters á klösum, sem fjallað var um í kaflanum um klasa hér að framan, er afar mikið notuð þegar fjallað er um klasa, bæði í fræðilegu ljósi (Martin og Sunley, 2003; Benneworth og Henry, 2004; Cruz og Teixera, 2010) en líka á sviði hagnýtingar. Eitt af því sem framlag Porters á sviði klasakenninga hefur haft í för með sér er mikil aukning þess að gripið sé til klasaframtaks (e. cluster inititative) sem athafnamenn og hagsmunaaðilar (e. practitioners) setja af stað, auk þess sem stjórnvöld í auknum mæli, víða um heim, hafa farið fram með stefnumörkun í klasamálum (e. cluster policy programs) (Gordon og MacCann, 2000; Ketels, 2011). Klasar eru því áberandi í stefnu hins opinbera í mörgum löndum í efnahags- og byggðarþróun þeirra (Gordon og MacCann 2000). Með stefnumörkun á sviði klasa og með klasaframtaki er ýtt undir þróun og virkni klasa og slíkt starf eflir svæðisbundna þróun. 52 SVÆÐISBUNDIN ÞRÓUN Það er samhljómur um að svæði séu mikilvæg í efnahagslegri og skipulagslegri framþróun á tímum hnattvæðingar (Scott, 1995; Cooke, 1997; Malecki, 2007 og Huggins o.fl., 2013). Hin aukna áhersla á svæði er tilkomin þar sem að það eru svæði sem eru í baráttu um að laða til sín fjárfestingar og það er ekki síst innan svæða sem miðlun upplýsinga og þekkingar fer fram. Samkeppnishæfni svæða felur í sér að það eru til staðar, á viðkomandi svæði, aðstæður sem auðvelda fyrirtækjum að vera samkeppnishæf á sínum markaði og að virðisaukinn sem verður til sé fyrst og fremst tengdur því svæði þar sem viðkomandi starfsemi fer fram (Huggins, 2003). Þannig er svæðisbundin samkeppnishæfni lýsandi fyrir getu svæða til þess að halda fyrirtækjum og laða til sín ný fyrirtæki á grundvelli stöðugs eða vaxandi markaðshlutdeildar svæðisins í viðkomandi starfsemi á sama tíma og svæðið viðheldur stöðugum eða bættum lífskjörum þeirra sem taka þátt í athöfnunum (Storper, 1997; Porter, 2008). Ofangreindar áherslur um svæðisbundna þróun má rekja til hugmynda sem byggja um margt á nýtingu auðlinda, ekki síst þekkingarverðmæta, getu til nýsköpunnar og á gæðum staðbundinna innviða (Porter, 2008). Styrkur og forysta svæða að þessu leyti getur ýtt undir möguleika fyrirtækja til að njóta samkeppnisforskots (Huggins o.fl, 2013). Samkeppnishæfni svæða er m.a. talin birtast í því hversu mikið svæðin laða til sín hæfaleikaríkt fólk hvaðanæva úr heiminum (Enright, 2003; Huggins of fl. 2013). Þannig er samkeppnishæfni sífellt meira mæli tengd sköpun, þekkingu og aðstæðum (Huggins, 2003) og það má setja í samhengi við mikilvægi þekkingar og tengslaneta fyrir klasastarf. ÞEKKING OG TENGSLANET Mikilvægi tengslaneta fyrir klasa og þróun klasa má glögglega sjá í Ítalska skólanum (Becattini, 1989), en einnig hjá Aydalot (1986) og rannsóknarhópnum GREMI þar sem fókusinn var á nýsköpunarumhverfi út frá samspili félagslegra og efnahagslegra þátta (Bahlman og Huysman, 2008). Þannig er mikilvægt að sjá fyrirtækið ekki sem stakan aðila (e. agent) í nýsköpunarferlinu heldur sem hluta af samspili í nýsköpunarumhverfinu (e. innovative millieu). Litið er á nýsköpun sem svæðibundna og í samofnum samskiptum ólíkra aðila: fyrirtækja, opinberra aðila og

53 rannsóknarstofnana á borð við háskóla (Camagni, 1991). Landfræði nýsköpunar (e. geography of innvation) átti síðan mikilvægt framlag í því að tengja saman þekkingarflakk og landfræðilega afmörkun við nýsköpun með fræðilegum og empirískum hætti. Sérstaklega mikilvægur hlekkur í því eru tengsl rannsóknarsamfélagsins og fyrirtækja (Jaffe, 1989; Audretsch og Feldman, 1996). Áherslan á tengslanet er einnig sterk í rannsóknum út frá stofnanakenningum (DiMaggio og Powell, 1983; Saxenian, 1994). Samkvæmt Saxeninan (1994, bls. 4) þá eru klasar samhangandi og gagnvirkt net fyrirtækja og stofnana innan afmarkaðs landsvæðis. Rannsókn hennar, sem var samanburðarrannsókn á framleiðslu í Kísildalnum (California) og Route 128 svæðisins í Cambridge (Boston, Massachusetts), sýndi fram á að forskot Kísildalsins mátti rekja til gagnkvæmra félagslegra tengslaneta á milli fyrirtækja. Í þessum tengslum lá drifkrafturinn að baki nýsköpun þannig að það eru félagslegir, menningarlegir og stofnanatengdir þættir sem binda aðila saman gagnkvæmum böndum og þeir þættir skipta sköpun í samkeppnishæfni svæðisins (Saxenian, 1994). Sambærilegan fókus má sjá í því sem nefnt hefur verið hinn Norræni skóli í þessu sambandi (Lundvall og Johnson, 1994; Malmberg og Maskell, 1997). Þær rannsóknir setja lærdóm og þekkingarsköpun í fókus og tengjast áherslunni á lærdómssvæði (Asheim, 1997). Einnig er skörun við rannsóknir á nýsköpunarkerfum þjóða (Freeman, 1987 og 1995; Nelson, 1993; Lundvall og Maskell, 2000). Þar er litið á klasa sem smættaða mynd af nýsköpunarkerfum þjóðar eða svæðis (Rocha, 2004). Samkvæmt því er þekking ein mikilvægasta auðlindin og það er lærdómur sem liggur að baki framþróun (Maskel og Malmberg, 1999). Drifkraftur samkeppnishæfni er þekkingarflakkið á viðkomandi svæði (e. local buzz) sem að talsverðu leyti byggist tilvist leyndrar (e. tacit) þekkingar (Polanyi, 1967) sem erfitt er að skrásetja og dreifist best í gegnum mannleg samskipti (Glaeser o.fl., 1992; Eisingerich o.fl. 2010). Maskell (2001) talar um að tilvist klasa byggi á víxlverkun í þróun þekkingarverðmæta, bæði lóðrétt og lárétt. Lárétt draga klasar úr kostnaðinum við samþættingu og samstillingu þekkingar sem er á víð og dreif (dispersed) og bæta þeir fyrir það vandamál er kemur að ósamhverfu aðgengi að upplýsingum fyrir fyrirtæki sem eru að framleiða sambærilegar vörur og eru í samkeppni á markaði. Nálægðin gerir fyrirtækjunum betur kleift að fylgjast með því hvað samkeppnisaðilinn er að gera, samanburður verður til þess að fyrirtækin læra hvert af öðru, sem ýtir undir nýsköpun þar sem að fyrirtækin keppast við að halda í eða ná forskoti á samkeppnisaðila sína. Lóðrétt samanstendur klasinn af stoðfyrirtækjum sem tengja saman fyrirtækin í gegnum net birgja, þjónustuaðila og tengsl þeirra við viðskiptavini (Maskell 2001, bls. 937). Það má segja að Malmberg og Maskell (2002) hafi bætt við nálgun Porterskólann með áherslu sinni á lærdóm og þekkingarmiðlunar sem staðbundið ferli til þess fallið að þróa nýsköpunarklasa. Miðlun og sköpun þekkingar eru drifkraftarnir að baki virkni og velgengni klasa (Maskel og Malmberg, 1999; Malmberg og Maskel, 2002 og 2006; Bathelt og fl. 2004). Samkvæmt því eru fyrirtæki félagslega samofin og sú upplýsingamiðlun, þekkingarsköpun og lærdómur sem að félagslegu tenglsin valda er drifkrafturinn á bak við aukna samkeppnishæfni fyrirtækja innan klasa. 53 KLASAR OG KLASAKENNINGAR Eins og vikið var að í upphafi greinarinnar þá er þessi rannsókn á fyrirliggjandi heimildum um klasa og klasakenningar innlegg í stærra rannsóknarverkefni um þróun klasa á Íslandi sem sett var af stað á haustmánuðum Það rannsóknarverkefni innifelur bæði fræðilega hlið og raunrannsókn á íslenskum klösum. Þetta fræðilega yfirlit sem hér er að finna er fyrsta skrefið í vinnunni við hina

54 fræðilegu hlið rannsóknarverkefnisins Markmiðið með yfirlitinu er að fá fram hvaða þekking er fyrirliggjandi á sviðinu og hvernig þessar kenningar flokkast í mismunandi kenningaskóla. Yfirlit sem þetta er nauðsynlegt til að sjá og greina hvort og með hvaða hætti það sé samsvörun á milli fyrirliggjandi þekkingar og þess sem er að gerast í klasamálum á Íslandi. Þessu ritverki er ætlað að auðvelda bæði lesandanum og rannsakendunum að ná utan um og svara tveimur rannsóknarspurningum, að því marki sem umfang greinarinnar nær til: 1) Hvernig hafa klasar verið skilgreindir?; og 2) Hvernig flokkast klasakenningar? Svörin við þessum spurningum hafa verið sett fram gegnum greinina, allt frá kaflanum um klasa og síðan í köflunum sem segja frá klasakenningum. Höfundar hafa þannig leitast við að draga fram rauðan þráð í fyrirliggjandi þekkingu. Út frá þessum grunni verður svo skilgreint nánar frá hvaða fræðilega sjónarhorni hin fyrirhugaða raunrannsóknin á íslensku klösunum verður afmörkuð frekar. Þetta fræðilega yfirlit gefur margt til kynna. Í fyrsta lagi hefur gríðarlega mikið fræðilegt starf verið unnið á sviði klasa og klasakenninga frá ólíkum sjónarhólum. Í öðru lagi að rannsóknir á þessu sviði spanna marga áratugi og ná yfir tvenn aldamót. Í þriðja lagi þá eru skilgreiningar á klösum bæði margar og mismunandi og jafnframt að það er mikil og gagnrýnin umræða í fræðunum um skilgreiningar á fyrirbærinu. Í fjórða lagi þá hafa margir fræðimenn lagt sig fram um að ná utan um sviðið og í þessu yfirliti hefur verið lögð rækt við að benda á slíkar heimildir. Hér eru þessar heimildir flokkaðar í sex kafla sem gefur til kynna flokkun á klasakenningum. Þessir kaflar eru lýsandi fyrir rauðan þráð í þróuninni, en samt verður ekki sagt að þessir flokkar séu gagnkvæmt útilokandi heldur fléttast þeir saman. Sumpart má sjá þróunina í fræðunum út frá líkingunni dragá. Dragá byrjar ekki í einni uppsprettu heldur safnast hún saman úr mörgum smærri lækjum og ám. Þessi dragá klasakenninga sem hér er birt virðist þó hverfast um tvo meginstrauma klasakenninga sem birtast aftur og aftur með fínstilltari hætti. Annars vegar eru það kenningar sem draga fram mismunandi og stundum ólík svör og samhengi af fyrst og fremst efnahagslegum og markaðsmiðuðum toga (Porter, 1990, 1998, 2003, 2008; Krugman 1991) og hins vegar meginstraumur kenninga sem byggja á lagskiptingu heilda (Granovetter, 1985), félagsauði (Coleman, 1988; Putnam, 1993) og mikilvægi stofnana, menningar og tengslaneta (Powell, 1990). Þessi síðarnefndi meginstraumur undirstrikar að þættir af félagslegum og pólitískum toga eru bráðnauðsynlegir fyrir klasavirkni, en hinn fyrrnefndi undirstrikar að nauðsynlegt er jafnframt að huga að efnahagslegu hliðinni. Líkt og Wolfe og Gertler (2004) taka fram þá kallast tengslanetssýnin á við lykilþætti í demanti Porters, að því leyti að hún gerir ráð fyrir að fyrirtæki sem eru hluti af klasa og eru staðsett innan afmarkaðs svæðis séu í samkeppni á sama markaði eða séu hluti af sömu staðbundnu aðfangakeðju. Þetta sýnir samspil þessara strauma þótt munstrið sé einatt mismunandi og ekki af sama toga í öllum tilfellum, enda klasar ólíkir í mismunandi löndum og heimshlutum. 54 HEIMILDIR 20/20 sóknaráætlun: Niðurstöður 20/20 Sóknaráætlunar. (2010). Tekið saman af stýrihópi 20/20 Sóknaáætlunar. Reykjavík: Stjórnarráð Íslands. Asheim, B. (1997). Learning Regions in a Globalised World Economy: Towards a New Competitive Advantage of Industrial Districts?. Í Conti, S. and Taylor, M. (ritstj.). Interdependent and Uneven Development: Global-LocalPerspectives (bls ). London: Avebury.

55 Audretsch, D. B. og Feldman, M.P. (1996). R&D spillovers and the geography of innovation and production. The American Economic Review 86(3), Aydolat, P. (1986). Milieux innovateurs en Europe. Paris: Gremi. Bahlmann, M. D. og Huysman, M. H. (2008). The emergence of a knowledge-based view of clusters and its implications for cluster governance. The Information Society, 24(5), Bathelt, H., Malmberg, A., og Maskell, P. (2004). Clusters and knowledge: local buzz, global pipelines and the process of knowledge creation. Progress in Human Geography, 28(1), Becattini, G., (1979), Dal settore industriale al distretto industriale. Alcune considerazioni sull unita d indagine del economia industriale Rivista di Economia e Politica Industriale, Becattini, G. [1989]. Sectors and/or Districts: Some Remarks on the Conceptual Foundations of Industrial Economics, í E. Goodman et al. (ritstj.), Small Firms and Industrial Districts in Italy, ( ). London: Routledge. (Aths: Þetta er greinin frá 1979 endurbirt á ensku) Becattini, G., (1990). The Marshallian Industrial District as a Socio-Economic Notion. Í Pyke, F. og Sengenberger, W. (Ritstj.) Industrial Districts and Local Economic Regeneration (37-51). Geneva: International Institute for Labour Studies. Becattini, G. (2002). From Marshall s to the Italian Industrial Districts. A Brief Critical Reconstruction. In Complexity and Industrial Clusters (bls ). Physica-Verlag HD. Becattini, G. (2004). Industrial districts: a new approach to industrial change. Northhampton, MA: Edward Elgar Publishing. Bellandi, M. (1989). The industrial district in Marshall. Í Goodman, E. og Bamford, J. (Ritstj.) Small Firms and Industrial Districts in Italy (bls ). London: Routledge. Bellandi, M. (2002). Italian industrial districts: An industrial economics interpretation. European Planning Studies, 10(4), Benneworth, P., og Henry, N. (2004). Where is the value added in the cluster approach? Hermeneutic theorising, economic geography and clusters as a multiperspectival approach. Urban Studies, 41(5-6), Brusco, S. (1982). The Emilian model: productive decentralisation and social integration. Cambridge Journal of Economics, 6(2), Brusco, S. (1986). Small firms and industrial district: the experience of Italy, in Keeble, D. og Wever, E. (Ritstj.). New Firms and Regional Development ( ). London: Croom Helm. Camagni, R. (1991). Innovation networks. New York: John Wiley & Sons, Inc.. Coleman, J. (1988). Social captial in the creation of human capital. American Journal of Sociology, 94, Cairncross, F. (1997). The death of distance. Cambridge, MA: Harvard Business School Press. Cooke, P. (1997). Regions in a global market: the experiences of Wales and Baden-Wurttemberg. Review of International Political Economy, 4(2), Cruz, S. C. og Teixeira, A. A. (2010). The evolution of the cluster literature: shedding light on the regional studies regional science debate. Regional studies, 44(9), DiMaggio, P. J., og Powell, W. W. (1983). The iron cage revisited: Institutional isomorphism and collective rationality in organizational fields. American sociological review,48(2), Eisingerich, A. B., Bell, S. J. og Tracey, P. (2010). How can clusters sustain performance? The role 55

56 of network strength, network openness, and environmental uncertainty. Research Policy, 39(2), Elvar Knútur Valsson, Karl Friðriksson, Runólfur Smári Steinþórsson, Sigurður Steingrímsson og Sandra Brá Jóhannsdóttir. (2013). Klasar: Handbók um þróun klasa. Í Berglind Hallgrímsdóttir (Ritstj.). Reykjavík: Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Enright, M. J. (2003). Regional clusters: what we know and what we should know. Í Bröcker, J. Dohse, D. og Soltwedel, R. (Ritstj.) Innovation clusters and interregional competition (99-129). Berlin: Springer-Verlag. Freeman, C. (1987). Technology policy and economic performance: lessons from Japan (11-17). London: Pinter Publishers. Freeman, C. (1995). The National System of Innovation in historical perspective. Cambridge Journal of Economics, 19(1), Glaeser, E. L., Kallal H. D., J. A. Scheinkman og Shleifer, A. (1992). Growth in Cities. Journal of Political Economy, 100(6), Gordon, I. R., og McCann, P. (2000). Industrial clusters: complexes, agglomeration and/or social networks?. Urban studies, 37(3), Granovetter, M. (1985). Economic action and social structure: the problem of embeddedness. American Journal of Sociology, Harrison, B. (1994). The Italian industrial districts and the crisis of the cooperative form: Part I. European Planning Studies, 2(1), Hákon Gunnarsson og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir. (2011). Virðisauki í jarðvarma. Íslenski jarðvarmaklasinn; Vegferð og vegvísir. Reykjavík: Gekon ehf. Hálfdán Karlsson og Runólfur Smári Steinþórsson. (2009). Samkeppnishæfni Íslands: Varanleg verðmætasköpun og hagsæld. Í Auður Hermannsdóttir, Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Snjólfur Ólafsson (ritstj.) Vorráðsstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 20. maí Sótt 15. desember 2013 af Huggins, R. (2003). Creating a UK competitiveness index: regional and local benchmarking. Regional Studies, 37(1), Huggins, R., Izushi, H., og Thompson, P. (2013). Regional Competitiveness: Theories and Methodologies for Empirical Analysis. Journal of CENTRUM Cathedra: The Business and Economics Research Journal, 6(2), Ívar Jónsson. (2002). Nýsköpun og svæðisbundnir fyrirtækjaklasar. Research Paper Series No4. Biffröst School of Business. Sótt 20. desember 2013 af Jaffe, A. B. (1989). Real effects of academic research. The American Economic Review, Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson. (2004). Klasar Samstarf í samkeppni. Reykjavík: Iðntæknistofnun. Ketels, C. (2009). Clusters, cluster policy, and Swedish competitiveness in the global economy. Globalisation Council. Ketels, C. (2011). Clusters and competitiveness: Porter s contribution. Í R. Huggins & H. Izushi (Ritstj.) Competition and competitive advantage: The ideas of Michael Porter (bls ). Oxford: Oxford University Press. 56

57 Khanna, P. (2012). How Multi-stakeholder is Global Policy?. Global Policy, 3(3), Krugman, P. R. (1991). Geography and trade. Cambridge, MA: MIT press. Lazzeretti, L., Sedita, S. R., og Caloffi, A. (2014). Founders and disseminators of cluster research. Journal of Economic Geography, 14(1), Lundvall, B. Ä. og Johnson, B. (1994). The learning economy. Journal of Industry Studies, 1(2), Lundvall, B. Å., & Maskell, P. (2000). Nation states and economic development: from national systems of production to national systems of knowledge creation and learning. Oxford: Oxford University Press. McDonald, F., Huang, Q., Tsagdis, D., og Josef Tüselmann, H. (2007). Is there evidence to support Porter-type cluster policies?. Regional Studies, 41(1), Malecki, E. J. (2004). Jockeying for position: What it means and why it matters to regional development policy when places compete. Regional Studies 38(9), Malecki, E. J. (2007). Cities and regions competing in the global economy: knowledge and local development policies. Environment and Planning C, 25(5), 638. Malmberg, A., & Maskell, P. (1997). Towards an explanation of regional specialization and industry agglomeration. European planning studies, 5(1), Malmberg, A., og Maskell, P. (2002). The elusive concept of localization economies: towards a knowledge-based theory of spatial clustering. Environment and planning A, 34(3), Malmberg, A., og Maskell, P. (2006). Localized learning revisited. Growth and Change, 37(1), Markusen, A. (1996). Sticky places in slippery space: a typology of industrial districts. Economic Geography, 72(3), Markusen, A. (2003). Fuzzy concepts, scanty evidence, policy distance: the case for rigour and policy relevance in critical regional studies. Regional Studies, 37(6-7), Marshall, A Principles of economics. London: MacMillan. Martin, R., og Sunley, P. (2003). Deconstructing clusters: chaotic concept or policy panacea?. Journal of Economic Geography, 3(1), Maskell, P. (2001). Towards a knowledge-based theory of the geographical cluster. Industrial and Corporate Change, 10(4), Maskell, P., og Malmberg, A. (1999). Localised learning and industrial competitiveness. Cambridge Journal of Economics, 23(2), Nelson, R. R National Innovation Systems: A Comparative Study. New York: Oxford University Press. Ottati, G. D. (1991). The economic bases of diffuse industrialization. International Studies of Management & Organization, 21(1), Piore, M. J. and Ch. F. Sabel. (1984). The Second Industrial Divide: Possibilities for Prosperity. New York: Basic Books. Polanyi, M. (1967). The Tacit Dimension. London: Routledge. Porter, M. E. (1990). The Competitive Advantage of Nations. Macmillan, London. Porter, M.E. (1998). On competition. Boston: Harvard Business Press. 57

58 Porter, M. E. (2000). Location, competition, and economic development: Local clusters in a global economy. Economic Development Quarterly, 14(1), Porter, M. E. (2003). The economic performance of regions. Regional Studies, 37, Porter, M. E. (2008). On competition. Boston: Harvard Business Press. Powell, W. W. (1990). Neither Market Nor Hierarchy Network Forms of Organization. Research in Organizational Behavior 12, Putnam, R. D., (1993). Making Democracy Work. Princeton, NJ: Princeton University Press. Pyke, F., & Sengenberger, W. (1992). Industrial districts and local economic regeneration: Research and Policy Issues. Í Pyke, F og Sengenberger, W. (Ritstj.) Industrial districts and local economic regeneration (bls. 3-29). Geneva: International Labour Organisation. Rabellotti, R. (1995). Is there an industrial district model? Footwear districts in Italy and Mexico compared. World development, 23(1), Rocha, H. O. (2004). Entrepreneurship and development: The role of clusters. Small Business Economics, 23(5), Roelandt, Theo JA, og Hertog, P. D. (1999). Cluster analysis and cluster-based policy making in OECD countries: an introduction to the theme. In OECD (Ed.) Boosting innovation: The cluster approach (9-23). Paris: OECD. Rosenfeld, S. A. (1996). OverAchievers: Business clusters that work: Prospects for regional development. Chapel Hill, NC: Regional Technology Strategies. Rósbjörg Jónsdóttir, Friðfinnur Hermannsson, Hákon Gunnarsson, Sigurjón Þórðarson og Vilborg H Júlíusdóttir. (2013). Kortlagning og samstarfsmótun íslenskrar ferðaþjónustu: Virðisauki í ferðaþjónustu. Reykjavík: Gekon ehf. Runólfur Smári Steinþórsson. (2010). Samkeppnishæfni þjóða og millaðilar. Rannsóknir í félagsvísindum XI. Í Ingjaldur Hannibalsson (Ritstj.) Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Saunders, M. N., Saunders, M., Lewis, P., og Thornhill, A. (2000). Research Methods For Business Students (2. Útgáfa). Harlow, Essex: Pearson Education. Saxenian, A. (1994). Regional advantage: Culture and competition in Silicon Valley and Route 128. Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press. Scott, A. J. (1995). The Geographic Foundations of Industrial Performance. Mathematical Social Sciences, 30(3), Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins: 22 maí (2013). Reykjavík: Stjórnarráð Íslands. Sótt 8. janúar 2014 af Storper, M. (1997). The regional world: Territorial development in a global economy. New York: The Guilford Press. Storper, M. og Scott, A. (1988). The geographical foundations and social regulation of flexible production complexes. Í Wolch, J. og Dear M. (Ritstj.) Territory and Social Reproduction. London: Allen & Unwin. Sydow, J., Lerch, F., Huxham, C., & Hibbert, P. (2011). A silent cry for leadership: Organizing for leading (in) clusters. The Leadership Quarterly, 22(2),

59 Tengsl iðnaðar og sjávarútvegs. (1995). Skýrsla nefndar. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, rit Reykjavík: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Thompson, P. (2006). Patent citations and the geography of knowledge spillovers: evidence from inventor-and examiner-added citations. The Review of Economics and Statistics, 88(2), Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis: til aukinnar samkeppnishæfni, sóknar og alþjóðatengsla. (2004). Tillögur Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið, rit Reykjavík: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Vilhjálmur Jens Árnason og Þór Sigfússon. (2011). Íslenski sjávarklasinn: Skýrsla um umsvif, tækifæri og áskoranir. Reykjavík: Sjávarklasinn Vilhjálmur Jens Árnason. (2013). Efling samstarfs útflutningsfyrirtækja í hugbúnaðariðnaði með klasa hugmyndafræði. Reykjavík: Íslandsstofa. Sótt 27. janúar af Wolfe, D. A., & Gertler, M. S. (2004). Clusters from the inside and out: local dynamics and global linkages. Urban Studies, 41(5-6), World Bank, World Development Report 2009: Reshaping Economic Geography, Washington, D.C.: Þór Sigfússon. (2013). The Relationship Networks of Entrepreneurs and the Effects of a Formation of an Industry Cluster on Their Relationships. Business and Management Research 2(1),

60 60 FORSTIG NÝSKÖPUNAR: HELSTU LÍKÖN OG ÞRÓUN KENNINGAR UM VIÐFANGSEFNIÐ Gunnar Óskarsson, lektor, Háskóli Íslands Sabit Veselaj, doktorsnemi, Háskóli Íslands SAMANTEKT Vaxandi skilningur er á því að í síbreytilegra umhverfi og með auknu aðgengi að upplýsingum gegnir nýsköpun stöðugt mikilvægara hlutverki í stjórnun fyrirtækja. Algengt er að nýsköpunarferlinu sé skipt í tvö eða þrjú stig, forstig, þegar nýrra tækifæra er leitað, eða nýjar hugmyndir verða til, framkvæmdastig, þar sem nýjum hugmyndum er umbreytt í afurðir og markaðssetning og sala. Forstig nýsköpunar er talin forsenda þess að góður árangur náist á síðari stigum, í þróun á nýjum vörum og þjónustu og markaðssetningu, því að öðrum kosti er hætt við að fyrirtækið sói tíma og auðlindum í vöruþróunarverkefni sem ekki skila árangri og að samkeppnisaðilar fái jafnframt tækifæri til að ná forystu á markaðnum. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þær aðgerðir sem eiga sér stað á forstiginu og leita svara við því hvaða þætti stjórnendur þurfa að takast á við á því stigi og hvað það er sem eykur líkur á árangri. Í þessu skyni eru til umfjöllunar þrjú líkön sem lýsa aðgerðum, óskýrleika, sem einkennir forstigið og áskorunum sem stjórnendur mæta. Meðal þeirra atriða sem hafa mikil áhrif er stefnumarkandi greining tækifæra, góð stjórnun við öflun og úrvinnslu hugmynda og einnig yfirfærslu þeirra á næsta stig í vöruþróunarferlinu, rannsókn og þróun. Ennfremur hefur stjórnun sem leiðir til frjórrar hugsunar og nýsköpunar mikil áhrif, svo og menning sem byggir upp skapandi umhverfi og laðar hæfaleikaríkt starfsfólk að fyrirtækinu. INNGANGUR Árangur í nýsköpun er háður bæði leit að nýjum möguleikum (innan og utan fyrirtækisins) og nýtingu á fyrri reynslu og hæfni (March, 1991). Þrátt fyrir að nýting kunni við fyrstu sýn að vera áhugaverð þar sem hún er líklegri til að skila árangri til skemmri tíma, getur of mikil áhersla á hana verið fyrirtækinu skaðleg og dregið úr viðvarandi samkeppnishæfni. Leit stuðlar að þróun nýrra hugmynda og nýting að þróun á nýjum vörum á grundvelli nýrra hugmynda með stuðningi fyrri reynslu og þekkingu. Leit er þannig mikilvæg á forstigi nýsköpunar, þegar hugmyndir að nýjum vörum eða þjónustu verða til, eða jafnvel enn fyrr, þ.e. þegar fyrirtækið leitar nýrra tækifæra til að efla starfsemina og auka samkeppnishæfni. Umræða um forstig nýsköpunar hefur farið vaxandi á undanförnum árum, enda er árangur á forstigi undirstaða árangurs á síðari stigum nýsköpunarferilsins og arðsemi af nýsköpun í heild sinni (Khurana & Rosenthal, 1998; Koen et al., 2001; Reid & de Brentani, 2004). Í könnun meðal stjórnenda í fyrirtækjum sem ráðstöfuðu mestum fjármunum í nýsköpun á heimsvísu á árinu 2011, kemur fram að einungis um fjórðungur þeirra telja að fyrirtækið nái viðunandi árangri í tveimur meginþáttum forstigs nýsköpunar, þ.e. að afla hugmynda og koma þeim í áframhaldandi

61 úrvinnslu (Jaruzelski, Loehr, & Holman, 2012). Nokkru fleiri fyrirtæki ná góðum árangri á öðru hvoru stiginu, þ.e. að afla nýrra hugmynda (43%) eða umbreyta hugmyndum í vöruþróunarverkefni (36%), en það er þó engan veginn nægjanlegt að ná svo takmörkuðum árangri, því fyrirtækinu tekst ekki að nýta bestu tækifærin með þeim hætti. Ef fyrirtækið nær að afla góðra hugmynda, en mistekst að sía þær bestu út til áframhaldandi úrvinnslu, sóar það kröftum og auðlindum á síðari stigum nýsköpunarferilsins og gerir samkeppnisaðilum jafnframt kleift að verða fyrri til að nýta sér tækifærin á markaðnum (Reinertsen, 1999). Ef fyrirtækinu gengur hins vegar vel að umbreyta hugmyndum í afurðir, en nær ekki að fanga nýtilegustu hugmyndirnar á undan samkeppnisaðilunum, er svipað uppi á teningnum, og fyrirtækið fer á mis við tækifæri. Þrátt fyrir þörfina á auknum skilningi og þekkingu á stjórnun á forstigi nýsköpunar hefur tiltölulega lítið verið fjallað um þetta efni í fræðasamfélaginu. Hins vegar hefur skapast umræða meðal ráðgjafa, stjórnenda í fyrirtækjum og annarra sem áhuga hafa á viðfangsefninu, svo sem á Linkedin, þar sem tveir umræðuhópar eru virkir þegar þessi grein er skrifuð, "The Front End of innovation group" og "The Idea management group". Sama máli gegnir um bloggfærslur sem gjarnan er stofnað til meðal ráðgjafafyrirtækja á sviði nýsköpunar. En þrátt fyrir áhugaverðar og gagnlegar umræður á þessum vettvangi, skortir enn rannsóknir sem styðja við ályktanir og hugmyndir sem þar koma fram og veita innsýn í hvað virkar vel og hvað ekki, undir hvaða kringumstæðum o.s.frv.. Þessari grein er ætlað að vera innlegg í fræðilega umræðu um forstig nýsköpunar, með sérstakri áherslu á þróun á nýjum vörum, en í vaxandi mæli er nýsköpun þó talin eiga við mun fleira, svo sem þróun á nýrri þjónustu, framleiðsluferlum og jafnvel viðskiptalíkönum og verðlagningu (Birkinshaw, Bouquet, & Barsoux, 2011; Birkinshaw, Hamel, & Mol, 2008; Hamel, 2012; Osterwalder & Pigneur, 2010). Fjallað verður um skilgreiningu á hugtakinu forstig nýsköpunar og mismunandi sjónarmið á öðrum hugtökum sem notuð eru í umfjöllun um það. Jafnframt verður fjallað um höfuðviðfangsefni á forstiginu og helstu grunnstoðir sem hafa áhrif á árangur og áskoranir sem stjórnendur kunna að standa frammi fyrir. Að lokum verða þrjú líkön tekin til skoðunar, í fyrsta lagi líkan Koens og félaga um forstig nýsköpunar, umhverfi og helstu þætti sem hafa áhrif á og leiða til áframhaldandi þróunar á nýjum vörum, en það var kynnt til sögunnar í tímamótagrein þeirra félaga um þetta viðfangsefni (Koen et al., 2001). Því næst verður tekið til umfjöllunar líkan Zhang og Doll (2001) frá sama tíma, en þar er sérstaklega rætt um þann mikla óskýrleika sem fylgir aðgerðum á forstiginu og gerir stjórnun á því flóknari en á síðari stigum. Að lokum verður fjallað um líkan Floréns og Frishammar (2012) sem lýsir helstu örverkefnum sem unnin eru á forstiginu og samhengi þeirra við útfærslu á staðfestri skilgreiningu á nýrri vöru. 61 NÝSKÖPUNARFERILLINN Algengt er að fræðimenn skipti nýsköpunarferlinu í þrjú meginstig, forstig, þar sem hugmyndir að nýjum vörum verða til, framkvæmdastig, þar sem hugmyndir eru þróaðar áfram og framleiðsluaðferðir útfærðar og að lokum markaðssetning og sala (Alegre, Lapiedra, & Chiva, 2006; Hannola, Kortelainen, Hannu, & Tuominen, 2009; Koen et al., 2001; Russell & Tippett, 2008; Shil, 2009). Á forstiginu verða hugmyndir til, þær mótaðar og bestu hugmyndirnar valdar til áframhaldandi úrvinnslu. Á þessu stigi þarf að skapa frjótt umhverfi sem einkennist af ævintýrablæ og krefjandi áskorunum sem laða til sín hæfileikaríka einstaklinga með reynslu og sköpunarfærni (Amabile, 1997; Deschamps, 2005). Jafnframt þarf að innleiða vinnuferla sem sía á áhrifaríkan hátt út þær hugmyndir sem taldar eru verðmætastar, framkvæmanlegar og falla vel að meginstarfsemi fyrirtækisins (Riedl et al., 2009).

62 Árangur á forstiginu er háður því hversu móttækilegt fyrirtækið er fyrir nýjum hugmyndum og hversu fljótt það er að nýta þær (Calantone, Cavusgil, & Zhao, 2002; Hurley & Hult, 1998). Hann er jafnframt forsenda þess að fyrirtækið beiti kröftum sínum á framkvæmdastiginu í þær hugmyndir sem líklegastar eru til að styrkja vöruframboð þess og stuðla að árangri í nýsköpun (Khurana & Rosenthal, 1998). Árangur á framkvæmdastiginu ræðst hins vegar af því hversu fljótt fyrirtækið er að framkvæma tiltekna verkþætti, svo sem þróa nýjar vörur, prófa þær, framleiða og markaðssetja (Robert G Cooper, Edgett, & Kleinschmidt, 1998). Heildarárangur nýsköpunarstarfsins er þannig háður báðum þáttum nýsköpunarferilsins, svo og hversu vel þeir tengjast saman (Frishammar, Lichtenthaler, & Richtnér, 2013). Til að veita innsýn í þekkingu á forstigi nýsköpunar er í þessari grein leitað svara við tveimur megin spurningum, þ.e. hvaða aðgerðir eiga sér stað á forstigi nýsköpunar? og hvað einkennir helstu aðgerðir á forstigi nýsköpunar? 62 FORSTIG NÝSKÖPUNAR Nokkrir fræðimenn hafa sett fram líkön sem lýsa helstu aðgerðum sem eiga sér stað á forstigi nýsköpunar og gefa til kynna hvaða þættir hafa áhrif á mótun hugmynda og færslu þeirra yfir á síðari stig í vöruþróunarferlinu (t.d. R. G. Cooper, 1990; Murphy & Kumar, 1997; Reid & de Brentani, 2004; Verworn, 2009). Það væri of mikið mál að fjalla um öll líkön sem sett hafa verið fram, en í þessari grein eru þrjú þeirra valin til umfjöllunar; tvö líkön sem hafa lagt grunn að frekari þróun á þekkingu um þetta viðfangsefni og fengið mikla umræðu (Koen et al., 2001; Zhang & Doll, 2001), og hins vegar nýlegt líkan sem varpar ljósi á nýjar víddir í þessu mikilvæga skrefi í nýsköpunarferlinu (Florén & Frishammar, 2012). Þessi líkön veita jafnframt innsýn í allar helstu aðgerðir sem taldar eru mikilvægar á forstigi nýsköpunar. Þá er sammerkt með þessum líkönum, að þau fjalla öll nánast einungis um forstig nýsköpunar á ítarlegan hátt, en koma lítið sem ekkert inn á framkvæmdastigið. Líkan Koen og félaga Koen og félagar skrifuðu tímamótagrein um forstig nýsköpunar sem birt var árið 2001, en þar kynntu þeir líkan sem lýsir þróun nýrrar hugmyndar að vöruþróun (mynd 1). Tilgangurinn var að veita skýra innsýn í þetta svið nýsköpunar og leggja drög að samræmdu tungumáli um hinn óljósa framenda nýsköpunar. Greinin var meðal þeirra fyrstu sem fjölluðu um þetta viðfangsefni og töluvert mikið er vitnað í. Líkanið samanstendur af þremur meginhlutum, fimm lykileiningum fyrir forstig nýsköpunar, vélinni, sem virkjar lykileiningarnar fimm, og áhrifaþáttum, eða umhverfi, sem felur í sér stefnu fyrirtækisins, færni þess, og ytra umhverfi, að meðtöldum dreifileiðum, birgjum, viðskiptavinum og samkeppnisaðilum. Ferlið getur annað hvort hafist með uppgötvun á tækifæri eða tilurð hugmyndar. Þessi uppgötvun getur annars vegar átt sér stað með skipulegum hætti út frá stefnu fyrirtækisins, þar sem hugmynda er aflað í fyrirfram skilgreindum tilgangi, eða fyrir einskæra heppni eða tilviljun. Ef unnið er samkvæmt skipulegu ferli, gæti fyrirtækið komið auga á tækifæri sem það hefur áhuga á að nýta sér og getur slíkt í sumum tilfellum leitt til öflunar hugmynda. Tækifærið gæti verið alveg ný áhersla hjá fyrirtækinu eða minniháttar uppfærsla eða breyting á vöru sem fyrirtækið býður nú þegar. Það getur verið til komið vegna viðbragða við ógnun frá samkeppnisaðilum, byltingarkenndra möguleika á að ná samkeppnisforskoti, eða einfaldlega leið til að gera framleiðsluferla skjótvirkari, eða lækka kostnað.

63 63 Mynd 1: Líkan Koens og félaga Heimild: Koen et al., 2001 Í flestum tilfellum er þörf á viðbótarupplýsingum til að umbreyta tækifæri sem fyrirtækið uppgötvar í viðskipti eða tæknilega framför og jafnframt til að meta tæknilega áhættu og markaðsmöguleika á skjótvirkan hátt. Það getur þurft að leggja töluverða vinnu í rýnihópa, greiningu á markaði og tæknilegar tilraunir, en átakið sem fyrirtækið er tilbúið að leggja í er háð því hversu aðlaðandi tækifærið er. Sköpun hugmynda er þróunarferli þar sem hugmyndir eru byggðar upp, sameinaðar, endurmótaðar eða breytt á annan hátt. Til að ná árangri í þessari aðgerð getur reynst nauðsynlegt að hafa bein tengsl við viðskiptamenn/notendur og tengingar við aðra hópa innan skipulagsheildarinnar, ásamt samstarfi við önnur fyrirtæki og stofnanir og taka mið af tæknistigi í umhverfinu. Ef góður árangur næst, geta skapast svo margar hugmyndir að mikilvægasta og mest krefjandi aðgerðin verði sú að velja hvaða hugmyndir á að halda áfram að vinna með. Markmiðið er að greina þær vörur og vinna úr þeim hugmyndum sem mestar líkur eru á að skapi viðskiptalegt virði. Góð greining styður við aðgerðir sem tengjast þessu stigi í þróun á nýju vöruhugtaki. Lokastigið felst í að þróa og setja fram dæmi um viðskiptalegan ávinning, sem er grundvallaður á markaðsmöguleikum, þörfum neytenda, kröfum um fjárfestingu, tæknilegri færni, mati á mögulegri samkeppni og heildaráhættu nýsköpunarverkefnisins. Að lokum eru svo valdar hugmyndir sem ákveðið verður að vinna áfram með í vöruþróun og þróun vinnuferla. Vélin er það sem virkjar lykileiningarnar og er hún drifin áfram af góðri stjórnun og menningu. Líkan Zhang og Doll Um svipað leyti og Koen og félagar kynntu sitt líkan, settu Zhang og Doll (2001) fram líkan sem lýsir með ítarlegum hætti hvað veldur því að stjórnun á forstigi er talin óskýr og erfiðara að stjórna aðgerðum heldur en á síðari stigum nýsköpunarferlisins. Þessi óskýrleiki hefur afleiðingar fyrir vöruþróunarteymið þar sem það dregur úr samræmdri sýn hópsins, leiðir til óskýrra markmiða og forgangsröðunar. Þeir skiptu óskýrleikanum í þrjá meginþætti sem eru: óskýrleiki í tengslum við viðskiptavini, tækni og samkeppni. Auk þess komu þeir inn á helstu grundvallaratriði sem hafa áhrif

64 á árangur á forstiginu og heildarsýn hópsins, en allir þessir þættir geta ráðið úrslitum um árangur í vöruþróun (mynd 2). 64 Mynd 2: Líkan Zhang og Doll Heimild: Zhang og Doll 2001 Með óskýrleika í tengslum við viðskiptavini er átt við óvissuna um hverju fyrirtækið ætti að leita eftir, ásamt erfiðleikum við að skipuleggja aðgerðir og meta útkomu nýrra hugmynda. Einungis koma til greina nýjar hugmyndir sem falla að stofnframleiðslu fyrirtækisins. Það er mikilvægt að starfsmenn og aðrir sem hafa aðgang að uppsprettum hugmynda viti hverju þeir ættu að vera að leita eftir til að koma í veg fyrir að þeir eyði tíma í að rannsaka tækifæri sem eiga ekki erindi í fyrirtækið. Með tæknilegum óskýrleika er átt við óvissu um hvað fyrirtækið getur í rauninni framleitt á hagkvæman hátt. Aðeins er raunhæft að finna og vinna með tækifæri sem falla að tæknilegri færni fyrirtækisins. Mikilvægt er að veita þeim sem taka þátt í mótun hugmynda skýra mynd af henni, en erfitt getur reynst að koma þessu skilmerkilega á framfæri. Meðal helstu grundvallarþátta sem þurfa að vera til staðar á forstiginu eru áhersla á stefnumótun, þungavigtarstjórnendur sem styðja nýsköpunarverkefnið og stuðla þannig að framgangi þess, samhliða tækni, þátttöku viðskiptamanna, þátttöku birgja og stofnframleiðslu. Miklu skiptir að hópurinn sem kemur að nýsköpunarverkefninu hafi samræmda heildarsýn varðandi tilgang og átti sig á helstu vörðum sem fylgja þarf í þróun verkefna. Líkan Floréns og Frishammar Florens og Frishammar (2012) skrifuðu athyglisverða grein um ýmis örverkefni sem unnin eru á forstiginu og tengsl þeirra við rannsókn og þróun. Þeir settu fram líkan sem lýsir helstu míkró viðfangsefnum, hvernig þau tengjast innbyrðis og styðja útfærslu á staðfestri skilgreiningu á vöru (mynd 3). Með því er átt við að búið er að sjá fyrir að varan uppfylli kröfur sem gera þarf til hennar í framleiðslu, kröfur markaðarins og umhverfisins. Megináherslan í líkaninu er að brjóta viðfangsefnin niður í tiltekna þætti og auka skilning á aðgerðum sem tilheyra þessum tveimur stigum vöruþróunarferlisins og samhengi þeirra. Þess er að vænta að fyrirtækjum sem vinna eftir ferli líkansins takist að koma auga á þörf, fá tilfinningu fyrir vörunni og skapa tækifæri sem eru líkleg til að skila árangri.

65 65 Mynd 3: Líkan Floréns og Frishammar Heimild: Florén og Frishammar 2012 Forstigið hefst þegar tækifæri er uppgötvað, en það gerist í óreglulegu ferli. Það leiðir síðan til þess að hugmynd verður til (1a), venjulega hjá vísindamanni sem hefur takmarkaðan skilning á markaðnum, eða öðrum þátttakendum sem einungis búa yfir afmarkaðri þekkingu, annað hvort tæknilegri eða markaðslegri, en ekki hvoru tveggja. Það er því mikilvægt að aðrir þátttakendur fái einnig vitneskju um hugmyndina og tækifæri til að taka þátt í að betrumbæta hana (1b). Ef þeir eru ekki teknir með í upphafi er hætt við að ekki verði til nægjanlega góður skilningur á hugmyndinni og tækifærið glatist. Á hinn bóginn er hugsanlegt að slæm hugmynd komist í gegnum síu og stofnað verði vöruþróunarverkefni á grundvelli hennar. Auk þess að leiða til sóunar á auðlindum, gæti slíkt orðið til þess að enn verði til staðar óuppfyllt gat á markaðnum og samkeppnisaðilarnir eigi möguleika á að taka forystuna. Ef hugmyndin kemst í gegnum síu (1c) yfir á næsta stig, tekur vöruþróunarteymið við og útfærir frumhugmyndina nánar í vöruhugtak, að því gefnu að hún uppfylli kröfur um aðlögun og réttmæti. Þetta stig er sérstaklega mikilvægt, þar sem einungis lítill hluti hugmyndanna skilar árangri og mikilvægt að auðlindum sé einungs ráðstafað í þær bestu. Afgerandi þáttur í ferlinu er að meta hugmyndina, framkvæma útreikninga um ágæti hennar og draga þannig úr áhættu. Tilgangurinn með síunarstiginu er að sía út slæmar hugmyndir og vöruhugtök og tryggja að ekki sé hætt við góðar hugmyndir. Nota ætti mælanlegar aðferðir sem auðvelda að meta hugmyndirnar í samhengi við aðra þætti og tryggja að þær falli að stöðu fyrirtækisins og uppfylli þarfir markaðarins. Aðlögun snýr annars vegar að því að stuðla að samsvörun milli nýrra hugmynda að vörum eða hugtaki og stefnu fyrirtækisins og innri aðgerða (2a). Á hinn bóginn snýr aðlögunin að því að leita að samsvörun við ytra umhverfi fyrirtækisins (2b). Árangursrík aðlögun tryggir að fyrirtækið nýti á einhvern hátt kjarnafærni sína, að hugmyndin falli að ytra umhverfi og að hugmyndir að vörum eða hugtökum auki virði vöruframboðs fyrirtækisins. Að lokum er þýðingarmikið að tryggja stuðning æðstu stjórnenda við vöruþróunarverkefnið og að öðlast fullvissu um að varan stangist ekki á við lög og reglugerðir. Þetta kalla Floréns og Frishammar réttmæti (3), en tilgangurinn er að yfirvinna mótspyrnu gegn breytingum og tryggja aðgengi að nauðsynlegum auðlindum. Í þessu skyni er mikilvægt að til verði sigurvegari í teymi stjórnenda, því þeir hafa tilhneigingu til að verða nátengdir verkefninu og veita vöruþróunarteyminu stuðning alla leið til markaðssetningar. Svokallaðir þungavigtarverkefnastjórar eru einnig mikilvægir, því þeir hafa m.a. mikil áhrif á útfærslu á skilgreiningu á vörunni, styrkja viðleitni hópsins og auðvelda aðlögun að stefnu fyrirtækisins.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun

Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun Karl Friðriksson Runólfur Smári Steinþórsson Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja Guðrún Tinna Ólafsdóttir Leiðbeinendur: Friðrik Eysteinsson og Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2011 Óefnislegar auðlindir,

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Er Ísland of lítið fyrir Big Data?

VIÐSKIPTASVIÐ. Er Ísland of lítið fyrir Big Data? VIÐSKIPTASVIÐ Er Ísland of lítið fyrir Big Data? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Eva Þorsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Haustönn 2016 Titill lokaverkefnis: Er Ísland of lítið fyrir

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun. Hjörleifur Þórðarson

BS ritgerð í viðskiptafræði. Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun. Hjörleifur Þórðarson BS ritgerð í viðskiptafræði Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun Hjörleifur Þórðarson Leiðbeinandi: Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen, aðjúnkt Júní 2017 Árangur í straumlínustjórnun

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Made in Iceland. Guðný Kjartansdóttir

MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Made in Iceland. Guðný Kjartansdóttir MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum Made in Iceland Guðný Kjartansdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir Júní 2010 Háskóli Íslands Viðskiptafræðideild

More information

"Það virðast allir vita hvað þeir vilja :

Það virðast allir vita hvað þeir vilja : VIÐSKIPTASVIÐ "Það virðast allir vita hvað þeir vilja : Reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong. Ritgerð til MS gráðu

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Að fá og skilja upplýsingar

Að fá og skilja upplýsingar Heilbrigðisdeild Lokaverkefni til B.Sc. gráðu í Hjúkrunarfræði 2009 Að fá og skilja upplýsingar Reynsla sjúklinga af þátttöku í undirbúningi og eftirmeðferð skurðaðgerðar Axel Wilhelm Einarsson Jóhanna

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Sýnileg stjórnun á Íslandi

Sýnileg stjórnun á Íslandi VIÐSKIPTASVIÐ Sýnileg stjórnun á Íslandi Með áherslu á töflunotkun Árangursþættir og hömlur Ritgerð til MS gráðu Nafn nemanda: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Vorönn 2017 Staðfesting

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Vörumerkjasamfélag Apple

Vörumerkjasamfélag Apple Vörumerkjasamfélag Apple Neytendur og einkenni B.Sc. í viðskiptafræði Davíð Hansson Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson Apríl 2013 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.Sc.

More information

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön

Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2003 Stefnumiðuð stjórnun: Fimm greiningarlíkön Runólfur Smári Steinþórsson 1 Ágrip Stjórnun gerir kröfu um að náð sé utan um mikilvægar forsendur og frumsetningar.

More information

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W11:01 Desember 2011 Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Greining samkeppnisumhverfis

Greining samkeppnisumhverfis Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem hafa áhrif á hættu á myndun samkeppnishindrana Þorsteinn Siglaugsson Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem

More information

V o r r á ð s t e f n a Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands

V o r r á ð s t e f n a Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands www.ibr.hi.is V o r r á ð s t e f n a Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 23. mars 2012 Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson 2 2012 Höfundar Öll réttindi áskilin ISSN 1670-8288

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum

Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 12. árgangur, 1. tölublað, 2015 Samfélagsábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum Harpa Dís Jónsdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Snjólfur Ólafsson 1 Ágrip Við hrun bankakerfisins

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína

Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína Upplifun og reynsla íslenskra stjórnenda af viðskiptum í Kína Bergþóra Aradóttir Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum:

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: BSc í viðskiptafræði Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: Orsakir, áhrif og efnahagsleg þýðing Nafn nemanda: Kolbeinn Sigurðsson Kennitala: 111191-2479 Nafn nemanda: Guðjón

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Eigindleg rannsókn vegna eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og leiðbeiningarhefti fyrir þau Sumar 2018 Nr: 185746-0091 Nemendur: Fatou

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Tillaga að stefnumótun fyrir Stoðkennarann

Tillaga að stefnumótun fyrir Stoðkennarann Guðmundur Ingi Jónsson Tillaga að stefnumótun fyrir Stoðkennarann Lokaverkefni til MS prófs í alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Bifröst Leiðbeinandi: Stefán Kalmannsson Sumar 2010 Formáli Þetta meistaraverkefni

More information

Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands

Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands www.ibr.hi.is Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 13. apríl 2011 Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen 2 2011 Höfundar Öll réttindi áskilin ISSN 1670-8288

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi

Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera : Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi Unnur Dís Skaptadóttir Háskóla Íslands Erla S. Kristjánsdóttir Háskóla Íslands Útdráttur:

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja Hrönn Hrafnsdóttir Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræðum Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

MS ritgerð Mannauðsstjórnun. Staða þekkingarstjórnunar í fjármálafyrirtækjum á Íslandi Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja

MS ritgerð Mannauðsstjórnun. Staða þekkingarstjórnunar í fjármálafyrirtækjum á Íslandi Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja MS ritgerð Mannauðsstjórnun Staða þekkingarstjórnunar í fjármálafyrirtækjum á Íslandi Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Ásta María Harðardóttir Leiðbeinandi Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson Viðskiptafræðideild

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum Þátttaka almennings Meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði Ólafur Ögmundarson VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ / SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES HÁSKÓLI ÍSLANDS

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Þóra Valsdóttir Matís ohf Inngangur Mörg fyrirtæki hafa byrjað markaðsfærslu sína með einni vöru og hafa ekki burði til að auka vöruúrval sitt þrátt fyrir að þau hafi

More information

Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði

Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði Auður Hermannsdóttir og Svanhildur Ásta Kristjánsdóttir Ágrip Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samband tryggðar viðskiptavina

More information

Stundum er betra að hlusta en tala

Stundum er betra að hlusta en tala Stundum er betra að hlusta en tala Hvernig eru boðskipti á milli stjórnenda og kennara í gunnskóla? Árni Freyr Sigurlaugsson Lokaverkefni til M.Ed-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Stundum er betra

More information

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Elín Blöndal, lögfræðingur, Háskóli Íslands Útdráttur

More information