Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum:

Size: px
Start display at page:

Download "Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum:"

Transcription

1 BSc í viðskiptafræði Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: Orsakir, áhrif og efnahagsleg þýðing Nafn nemanda: Kolbeinn Sigurðsson Kennitala: Nafn nemanda: Guðjón Ólafsson Kennitala: Leiðbeinandi/-endur: Björn Brynjúlfur Björnsson

2 Yfirlýsing um heilindi í rannsóknarvinnu Verkefni þetta hefur hingað til ekki verið lagt inn til samþykkis til prófgráðu, hvorki hérlendis né erlendis. Verkefnið er afrakstur rannsókna undirritaðra, nema þar sem annað kemur fram og þar vísað til skv. heimildaskráningarstaðli með stöðluðum tilvísunum og heimildaskrá. Með undirskrift okkar staðfestum við og samþykkjum að við höfum lesið siðareglur og reglur Háskólans í Reykjavík um verkefnavinnu og skiljum þær afleiðingar sem brot þessara reglna hafa í för með sér hvað varðar verkefni þetta. Dagsetning Kennitala Undirskrift Dagsetning Kennitala Undirskrift

3 Útdráttur Markmið þessarar rannsóknar er að kanna orsakir beinna erlendra fjárfestinga í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum, áhrif beinna erlendra fjárfestinga á fyrirtækin ásamt efnahagslegri þýðingu slíkra fjárfestinga fyrir Ísland. Notast var við eigindlega rannsókn í formi viðtala. Þrettán þátttakendur tóku þátt. Átta þeirra voru stjórnendur nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Fyrirtækin voru allt frá því að vera lítil sprotafyrirtæki yfir í að vera stór fyrirtæki á íslenskann mælikvarða. Einnig var rætt við fimm aðra aðila sem höfundar töldu að gætu varpað ljósi á markmið rannsóknarinnar. Niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtækin þurftu að byggja upp traust erlendu fjárfestana til þess að sannfæra þá um að fjárfesta. Sum fyrirtæki staðsettu sig erlendis vegna þess að þau töldu það auka möguleikann á því að fá inn erlenda fjárfesta. Bein erlend fjárfesting var mikilvæg öllu nema einu fyrirtæki til þess að vaxa og dafna í erlendri samkeppni. Þáttur þekkingar og tengsla sem komu með fjárfestunum var ekki síður mikilvægari. Fjárstreymi erlends fjármagns til landsins í nýsköpunar- og tæknifyrirtæki hefur ekki mikla efnahagslega þýðingu. En þó er talið að vöxtur í alþjóðageiranum sé mikilvægur framtíðarhagvexti Íslands og er erlend fjárfesting hugsanlega mikilvæg því að auka vöxt íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja.

4 Formáli Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Ritgerðin er 12 ECTS einingar og var unnin á haustönn Markmið með ritgerðinni er að kanna orsakir og áhrif beinna erlendra fjárfestinga í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum ásamt efnahagslegri þýðingu slíkra fjárfestinga fyrir Ísland. Höfundar ritgerðarinnar eru Guðjón Ólafsson og Kolbeinn Sigurðsson. Leiðbeinandi verkefnisins var Björn Brynjúlfur Björnsson og viljum við þakka honum fyrir góða leiðsögn. Einnig viljum við þakka Axeli Hall og Þorláki Karlssyni ásamt öllum þeim sem veittu okkur aðstoð við gerð ritgerðarinn.

5 Efnisyfirlit Inngangur Bein erlend fjárfesting Skilgreining Helstu form beinnar erlendrar fjárfestingar Saga beinnar erlendrar fjárfestingar og alþjóðavæðing Þróun beinnar erlendrar fjárfestingar síðustu ár Flæði beinnar erlendrar fjárfestingar í heiminum Bein erlend fjárfesing og hagsmunir móttökulands Atvinnusköpun og aukin samkeppni Auknar skatttekjur Hagvöxtur Tilfærsla auðlinda/gæða til lands Úthrif Möguleg neikvæð áhrif beinnar erlendrar fjárfestingar Bein erlend fjárfesting og Ísland Flæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands Staðsetning Íslands og upprunalönd beinna erlendra fjárfestinga til Íslands Takmarkaður fjölbreytileiki á Íslandi Nýsköpunar- og tæknifyrirtæki Nýsköpun og tækninýjungar Frá hugmynd að veruleika Fjármögnun nýsköpunar- og tæknifyrirtækja Fjölskylda og vinir Viðskiptabankar Viðskiptaenglar Áhættufjárfestar Áhættufjármagn Samband áhættufjárfestingasjóða og nýsköpunarfyrirtækja Skráning á hlutabréfamarkað Bein erlend fjárfesting og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki Það sem fyrirtæki geta nýtt frá fjárfestum Landsbundnir áhrifaþættir tengdir erlendum fjárfestum í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum Áhrif samkeppnisforskots landa á fjárfestingarvilja erlendra fjárfesta... 17

6 5.2.2 Markaðssetning landa fyrir erlenda fjárfesta Áhrif viðskiptáhættu á ávöxtunarkröfu Ísland og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki í samhengi við beina erlenda fjárfestingu Aðstæður á Íslandi Fjármagnshöft Samkeppnishæfni Þættir sem gætu skipt erlenda fjárfesta máli Þættir sem gætu haft áhrif á gæði íslenskra nýsköpunar og tæknifyrirtækja Efnahagsleg þýðing íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja Takmarkanir á vexti alþjóðageirans á Íslandi Áhættufjármagn á Íslandi Beinar erlendar fjárfestingar í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum Rannsóknaraðferð Aðferð Þátttakendur Mælitæki Framkvæmd Niðurstöður Niðurstöður viðtala við valda aðila Áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum Erlendir fjárfestar kynnast Íslandi Að laða að erlent fjármagn til Íslands Ísland í samanburði við Norðurlöndin Mikilvægi umhverfis fyrir nýsköpunar- og tæknifyrirtæki í að laða að erlent fjármagn Samskipti viðmælenda við erlenda fjárfesta Innkoma erlendra fjárfesta í íslensk nýsköpunar- og tæknifyrirtæki Þurfa íslensk nýsköpunar- og tæknifyrirtæki erlenda fjárfesta? Efnahags- og viðskiptaumhverfið á Íslandi í samhengi við erlenda fjárfesta Staðsetning móðurfélags og áhugi erlendra fjárfesta á sprotafyritækjum Rekstrarumhverfi íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja Efnahagsleg þýðing erlendrar fjárfestingar í alþjóðageiranum fyrir Ísland Niðurstöður viðtala við viðmælendur fyrirtækja Orsakir Stofnun erlends félags Traust fjárfesta til hugmynda og teymis... 42

7 8.2.2 Áhrif Áhrif fjármagns á vöxt Þekking og tengslanet Ytri áhrif Efnahagsleg þýðing fyrir Ísland Annað Umhverfi nýsköpunar- og tæknifyrirtækja Umræða Takmarkanir rannsóknar Heimildir Viðauki Viðauki A - Spurningalisti... 63

8 Myndayfirlit Mynd 1: Heildarinnstreymi beinnar erlendrar fjárfestingar í heiminum frá árinu 1970 til 2015 mælt í milljónum bandaríkjadala Mynd 2: Beint fjárfestingarflæði erlendra aðila á Íslandi á árunum 1980 til 2015 mælt í milljónum bandaríkjadala Mynd 3: Þróun samkeppnishæfni Norðurlandanna samkvæmt Alþjóðaefnahagsráði frá árinu 2012 til ársins Mynd 4: Hlutfall innlendra fjárfestinga og erlendra beinna erlendra fjárfestinga af heildarfjárfestingum í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum á Íslandi frá fjórða ársfjórðungi 2015 til þriðja ársfjórðungs

9 1 Inngangur Fjármagnsflæði, og þá sérstaklega í formi beinna erlendra fjárfestinga, er eitt af lykilþáttum alþjóðavæðingar og samþættingar þróaðra hagkerfa. Flæði beinna erlendra fjárfestinga hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur áratugum. Alþjóðaviðskipti í heiminum hafa tvöfaldast en flæði beinna erlendra fjárfestinga hefur að sama skapi tífaldast (Levy Yeyati, Panizza og Stein, 2007). Aukning beinna erlendra fjárfestinga í heiminum hefur aukið umræðu um hvaða þættir það eru sem laða að slíkar fjárfestingar og hver efnahagslegur ávinningur er fyrir móttökuland slíkrar fjárfestingar. Bein erlend fjárfesting virðist skila af sér meiri ávinningi en aðrar tegundir fjárfestinga í formi aukinnar framleiðni vegna yfirfærslu tækni- og stjórnunarþekkingar sem fjárfestingunni fylgir (De Mello, 1997). Þekking er lykilatriði fyrir þau fyrirtæki sem vilja vera eða verða alþjóðlega samkeppnishæf. Þegar fyrirtæki fara inn á erlendan markað myndast þörf fyrir þekkingu á viðkomandi markaði og reyna fyrirtækin því oft að laða að erlenda fjárfestingu frá fjárfestum sem búa yfir þeirri þekkingu sem fyrirtækið þarf á að halda (Kedia, Gaffney og Clampit, 2012). Mikilvægt er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að fá inn áhættufjármagn þar sem slíkum fjárfestingum fylgir oft aðstoð við rekstur og stjórnun. Aðgengi nýsköpunarfyrirtækja að vaxtarfjármagni er talið takmarkað á Íslandi og mikilvægt er að bæta aðgengi þeirra hvað varðar aðstoð við að sækja erlent áhættufjármagn (McKinsey og Company, 2012). Markmið með þessari rannsókn er að kanna orsakir og áhrif beinna erlendra fjárfestinga í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum ásamt efnahagslegri þýðingu slíkra fjárfestinga fyrir Ísland. Rannsóknarspurningunum sem ætlað er að svara í þessari ritgerð eru því: Hverjar eru orsakir beinnar erlendrar fjárfestingar hjá íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum? Hver eru áhrif beinna erlendra fjárfestinga á nýsköpunar- og tæknifyrirtæki á Íslandi? Hver eru efnahagsleg áhrif beinnar erlendrar fjárfestingar á Íslandi? Uppbygging ritgerðarinnar er með hefðbundnum hætti þar sem byrjað er á fræðilegri umfjöllun. Við tekur síðan rannsóknarhluti sem inniheldur gagnagreiningu og í lokin er

10 2 umræða, þar eru niðurstöður dregnar saman til þess að gefa heildstætt svar við fyrrgreindum rannsóknarspurningum. Í kafla tvö er fjallað um beina erlenda fjárfestingu í heiminum og í kafla þrjú er fjallað um beina erlenda fjárfestingu á Íslandi. Í kafla fjögur er umfjöllun um nýsköpunar- og tæknifyrirtæki, í kafla fimm er sjónum beint að erlendri fjárfestingu og nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum og í lok fræðilegrar umfjöllunar í kafla sex er umfjöllun um Ísland og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki í samhengi við beinar erlendar fjárfestingar. Eftir fræðilega umfjöllun tekur við kafli sjö en þar er lýsing á aðferðafræði sem notuð var við rannsóknina, í framhaldi, í kafla átta, er greint frá niðurstöðum. Þar á eftir eru umræður um niðurstöður rannsóknarinnar ásamt takmörkunum hennar.

11 3 2. Bein erlend fjárfesting Í þessum kafla er fjallað um beina erlenda fjárfestingu. Í upphafi kaflans verður farið yfir skilgreininguna á beinni erlendri fjárfestingu og form slíkra fjárfestinga. Í framhaldi verður fjallað um sögu, þróun og flæði beinnar erlendrar fjárfestingar í heiminum og í lok kaflans verður vikið að hagsmunum þeirra landa sem bein erlend fjárfesting á sér stað í. 2.1 Skilgreining Í ritgerð þessari er fjallað um beinar erlendar fjárfestingar og í því samhengi er byrjað á því að skoða skilgreininguna. Hjá Seðlabanka Íslands er hugtakið útskýrt á þann veg að með beinni fjárfestingu sé mæld bein fjármunaeign og beint fjárfestingarflæði sem eru til komið vegna viðskipta á milli innlendra og erlendra aðila sem eru í beinu fjárfestingarsambandi. Í þessu samhengi er beinn fjárfestir (e. Direct investor) sá aðili sem eignast eignarhlut og hefur yfirráð eða áhrif á stjórnun annars félags sem ekki er með skráða búsetu í sama landi. Hvort aðili teljist sem erlendur fjárfestir ræðst af því hvar hann er með skráð lögheimili á þeim tíma þegar fjárfest er án tillits til ríkisfangs (Seðlabanki Íslands, e.d.). Fjárfesting erlenda aðilans þarf að vera 10% eða meira af eigin fé fyrirtækisins til þess að teljast til beinnar erlendrar fjárfestingar (e. Foreign direct investment). Ef fjárfestingin er undir 10% flokkast hún sem verðbréfaviðskipti (e. Portfolio investment) (Krugman, Obstfeld og Melitz, 2012). Virðisaukinn fyrir fjárfestinn er sá að hann eignast eignarhlut í viðkomandi fyrirtæki sem og hefur áhrif á stjórnun þess (Aðalsteinn Leifsson, Kristín Pétursdóttir, Vilborg Einarsdóttir og Geir Gunnlaugsson, 2010). Hversu mikil áhrif fjárfestans eru fer eftir stærð eignarhluta hans í félaginu. Seðlabankinn greinir frá að ef félag fer með samanlagt 50% eða meira af atkvæðamagni í öðru félagi í gegnum beinan eða óbeinan eignarhlut telst það fara með yfirráð yfir félaginu. En ef félag á 10% til 50% eignarhlut samkvæmt þessari sömu skilgreiningu telst fjárfestir hafa áhrif á félagið. Hér er átt við beinan eignarhlut sem einfaldlega eignarhlut í öðru félagi eða þá óbeinan eignarhlut í gegnum annað félag sem það félag hefur yfirráð yfir (Seðlabanki Íslands, e.d.). 2.2 Helstu form beinnar erlendrar fjárfestingar Bein erlend fjárfesting er gjarnan flokkuð í tvo flokka, annars vegar stofnun eða uppbygging nýs fyrirtækis frá grunni (e. Green field investment) með tilkomu erlendra aðila og hins vegar

12 4 samruni eða yfirtaka (e. Brown field investment) erlendra aðila með langtímastarfsrækslu að leiðarljósi (Krugman o.fl., 2012). Í síðari hluta þessarar ritgerðar er þó áhersla ekki lögð á beinar erlendar fjárfestingar vegna uppbyggingar nýs fyrirtækis frá grunni heldur verður skoðað þegar erlend félög eða einstaklingar kaupa eignarhlut í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum. 2.3 Saga beinnar erlendrar fjárfestingar og alþjóðavæðing Til þess að skilja af hverju beinar erlendar fjárfestingar eiga sér stað í dag getur verið gott að skoða sögu og þróun þeirra í gegnum árin til þess að varpa ljósi á ástæðu fyrir tilvist þeirra í dag. Hill segir að bein erlend fjárfesting í heiminum hafi á síðustu áratugum vaxið meira en heimsviðskipti (e. World trade) og heimsframleiðsla (e. World output) og hafi aukist gríðarlega þegar síðustu 40 ár eru skoðuð (2014). Hill telur að umframvöxtur sé að miklu leyti tilkomin vegna efnhagsbreytinga og breyttrar pólitískrar stefnu í stjórnmálum hjá þróunarríkjum heimsins (e. Developing economies). Fleiri ríki hafa tekið upp lýðræðislegt skipulag og hefur frelsi markaða aukist til muna. Samkvæmt úttekt Sameinuðu þjóðanna á lagabreytingum ríkja heimsins voru um 90% af þeim 2,700 lagabreytingum sem stuðluðu að betra umhverfi fyrir erlendar fjárfestingar. Þegar skoðaður er vöxtur beinnar erlendrar fjárfestingar telur Hill að alþjóðavæðing efnahags heimsins hafi haft jákvæð áhrif á þann vöxt. Hugtakið alþjóðavæðing er skilgreint sem hneigð eða færsla til viðskiptaumhverfis sem er samþættara í viðskipta- og efnahagslegum skilningi (2014). Sú staðreynd að ríki heimsins dragi úr viðskiptahindrunum, auk tæknilegra framfara, er talinn drifkrafturinn á bak við alþjóðavæðingu heimsbúskapsins. Hvað varðar tæknilegar framfarir ber helst að nefna miklar breytingar á síðustu áratugum í samskiptatækni líkt og símatækni og Interneti, vinnslu upplýsinga í tölvum og einnig breytingar í samgöngum og flutningum (Hill, 2014). 2.4 Þróun beinnar erlendrar fjárfestingar síðustu ár Eins og kom fram hefur flæði beinnar erlendrar fjárfestingar aukist mikið til þróunarlanda og til landa sem eru að færast frá því að vera þróunarlönd (e. Transitional economies) (Hill, 2014). Krugman ofl. segja að bein erlend fjárfesting til þróunarlanda hafi þó ekki náð sömu hæðum og innflæði til þróaðra landa, sem einnig hefur aukist talsvert á síðustu áratugum. Þó eru meiri sveiflur á innflæði beins erlends fjármagns til þróaðra landa heldur en til

13 5 þróunarlanda. Bein erlend fjárfesting til þróaðra landa varð til að mynda talsvert minni eftir þau efnahagsáföll sem riðu yfir mörg lönd heimsins árið 2008 á meðan innflæðið til þróunarlanda féll hlutfallslega ekki eins mikið (2012). Þess má geta að flæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands féll mikið í aðdraganda efnhagshrunsins á Íslandi (UNCTAD, 2015). Þau lönd sem hafa mest uppsafnað útflæði beinna fjárfestinga síðasta áratug eða svo, eru lönd beggja megin við Atlantshafið, ekki svo ýkja langt frá Íslandi, en það eru Bandaríkin og Bretland (Hill, 2014). 2.5 Flæði beinnar erlendrar fjárfestingar í heiminum Þegar skoðað er hvert beinar erlendar fjárfestingar hafa farið á árinu 2015 sést að flæði slíkra fjárfestinga til þróaðra landa er svipað og til þróunarlanda. Í prósentum mælt þá fór 55% af heildarinnflæði beinnar erlendrar fjárfestingar heimsins til þróaðra landa í vesturheimi líkt og Ísland flokkast til. Innflæði til þróunarlanda var 44%, restin fór til landa sem eru talin mitt á milli þess að vera þróuð ríki og þróunarlönd (UNCTAD, 2015). Árið 2015 var fjárfest fyrir milljónir bandaríkjadollara með beinni fjárfestingu til annarra landa (UNCTAD, 2015). Á árinu 2015 var um 25% aukningu að ræða miðað við árið á undan sem er það hæsta sem hefur verið síðan árið 2007 (OECD, 2016). Ástæða þessara vaxtar, á árinu 2015, er samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni (e. OECD) komin til vegna endurskipulagningar á fjármálalögum. Þessi aukning er að mestu leyti rakin til innstreymis beinnar erlendrar fjárfestingar til Bandaríkjanna. Er ástæðan meðal annars sú að skattaumhverfi fyrir erlenda fjárfesta er talið hafa orðið hagstæðara í Bandaríkjunum á milli ára sem leiddi til innstreymis beinnar fjárfestingar sem fór í samruna og yfirtökur fyrirtækja þar í landi (OECD, 2016). Á mynd 1 má sjá þróun beinnar erlendrar fjárfestingar í heiminum frá árinu 1970 til ársins Heildarinnflæði í heiminum dróst mikið saman í kjölfar efnahagshrunsins í lok ársins Flæðið tók að aukast aftur á milli áranna 2009 og 2012 en tók svo að minnka. Á milli áranna 2014 og 2015 var aukningin talsverð, líkt og sést á mynd 1 (UNCTAD, 2015).

14 6 Mynd 1: Heildarinnstreymi beinnar erlendrar fjárfestingar í heiminum frá árinu 1970 til 2015 mælt í milljónum bandaríkjadala. Gögnin eru fyrir öll árin á því tímabili en x-ásinn sýnir annað hvert ár vegna samþéttingar myndar (UNCTAD, 2015). 2.6 Bein erlend fjárfesing og hagsmunir móttökulands Til þess að fá betri mynd af efnahagslegri þýðingu fyrir móttökuland fjárfestinganna er gott að skoða þau áhrif sem eiga sér stað í kjölfar slíkrar fjárfestingar út frá mismunandi hliðum Atvinnusköpun og aukin samkeppni Samkvæmt Pugel (2016) er ávinningur, fyrir móttökuland, af beinni erlendri fjárfestingu, sá að fjárfestingunni fylgir meiri eftirspurn eftir vinnuafli og ýmsum aðföngum í viðkomandi landi. Bein erlend fjárfesting leiðir yfirleitt til fjölgunar starfa og oft eru það störf sem hefðu annars vegar ekki orðið til (Hill, 2014). Auk þess á samkeppni á milli fyrirtækja, á viðkomandi innlendum markaði, til að aukast ef bein erlend fjárfesting kemur í kjölfar stofnunar eða uppbyggingu nýs fyrirtækis. Það fjölgar samkeppnisaðilum í viðkomandi atvinnugrein sem leiðir til lægra verðs til neytenda í móttökulandi beinu erlendu fjárfestingarinnar (Hill, 2014) Auknar skatttekjur Ríki móttökulands hefur skatttekjur af starfseminni sem er jákvætt fyrir efnahag landsins, svo lengi sem kostnaðarauki ríkisins við aukna starfsemi eða nýja starfsemi, vegna beinnar erlendrar fjárfestingar, sé minni en afraksturinn (Pugel, 2016).

15 Hagvöxtur Bein erlend fjárfesting er jákvæð fyrir efnahag viðkomandi þjóðar þar sem hún er uppspretta peningainnflæðis sem kemur til með að haldast í landinu til lengri tíma (Pugel, 2016). Með slíkum fjárfestingum fylgja jákvæð áhrif á greiðslujöfnuð vegna aukinna útflutningstekna og hagvöxtur eykst (Hill, 2014). Stjórnvöld móttökulands fjárfestingar vonast eftir að með erlendum fjölþjóðafyrirtækjunum, sem eru þau fyrirtæki sem fjárfesta fyrir meira en 10% í erlendu félagi, fylgi aukið aðgengi að erlendum mörkuðum sem muni leiða til aukins útflutnings og gjaldeyrisinnstreymis til landsins (Rugman og Collinson, 2012) Tilfærsla auðlinda/gæða til lands Erlend fjárfesting getur einnig hækkað tæknistig landsins og skilað hæfni sem var vöntun á (Hill, 2014). Sem dæmi um tilfærslu gæða, annarra en þeirra áþreifanlegu, sýna söguleg gögn frá Svíþjóð að erlendu fyrirtækin hækkuðu atvinnu- og heildarframleiðni innlendu fyrirtækjanna sem þau yfirtóku. Það er sterk vísbending um að yfirfærsla á tæknilegri þekkingu hafi átt sér stað þar sem hærra tæknistig leiðir oftast til meiri framleiðni (Hill, 2014) Úthrif Kostur fyrir móttökulandið getur einnig verið ákveðin smitáhrif (e. spillover effect) eins og dæmi er um frá Írlandi. En töluvert algengt var að írskir starfsmenn sem unnu hjá dótturfyrirtækjum erlendra hugbúnaðarfyrirtækja þar í landi hættu að vinna fyrir erlendu fyrirtækin. Þeir stofnuðu þess í stað sín eigin hugbúnaðartæknifyrirtæki sem gengu vel og byggðu á þeirri þekkingu sem starfsmennirnir höfðu áður aflað sér (Pugel, 2016) Möguleg neikvæð áhrif beinnar erlendrar fjárfestingar Það sem getur dregið úr jákvæðum áhrifum eru möguleg slæm áhrif á innlenda samkeppni. Þar sem fjölþjóðafyrirtækið, sem kemur inn á markað, gæti verið of áhrifamikið. Það dregur síðan úr jákvæðum áhrifum á greiðslujöfnuðinn þegar erlenda fyrirtækið flytur tekjuafgang úr landi til síns heimalands (Hill, 2014).

16 Milljónir bandarikjadollara 8 3. Bein erlend fjárfesting og Ísland Í síðasta kafla var fjallað um beina erlenda fjárfestingu í heiminum. Í þessum kafla er fjallað um beina erlenda fjárfestingu og Ísland. Í byrjun kaflans verður farið yfir flæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands. Í framhaldi verður síðan farið yfir staðsetningu Íslands og upprunalönd beinna erlendra fjárfestinga til Íslands. Í lokin verður fjallað um takmarkaðan fjölbreytileika á Íslandi þegar kemur að beinni erlendri fjárfestingu. 3.1 Flæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands Á mynd 2 má sjá innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands síðastliðin 35 ár, eða frá árinu 1980 til ársins Eins og sjá má byrjar stöðugur vöxtur á innflæði frá árinu 2002 og nær hápunkti árið Eftir það minnkar innflæði beinnar fjárfestingar erlendis frá töluvert og gerðist það í kringum efnahagshrunið sem átti sér stað á síðari hluta ársins Ár Mynd 2: Beint fjárfestingarflæði erlendra aðila á Íslandi á árunum 1980 til 2015 mælt í milljónum bandaríkjadala (UNCTAD, 2015). Mikið af þessu fjármagni, sem sést á mynd 2, hefur verið vegna fjárfestinga í stóriðju, byggingu stóriðjuvera frá grunni eða vegna stækkunar slíkrar stóriðju. Þessi mikla uppsveifla sem var á árunum 2005 til 2007 var einnig tilkomin vegna innflæðis beinnar erlendrar fjárfestingar í fjármálastarfsemi á Íslandi, sem varð í kjölfar alþjóðavæðingar íslenska bankakerfisins sem hófst upp úr 2000 (Jón Atli Hermannsson, e.d.). Þegar innflæði til Íslands var greint í tímaritsgrein árið 2013 sást að staðan var svipuð og hún var fyrir efnahagshrunið Að því leyti að stór hluti beinnar erlendrar fjárfestingar

17 9 fór í orkufrekan iðnað sem tengdist endurnýtanlegri orku (Helga Kristjánsdóttir, 2013). Frá efnahagshruninu árið 2008 hefur heildarinnflæði beinnar erlendrar fjárfestingar ekki farið yfir milljónir bandaríkjadala og innflæðið var talsvert undir framangreindri fjárhæð á árunum 2012 til 2015, eins og sjá má á mynd 2. Til þess að setja beina erlenda fjárfestingu á Íslandi í samhengi við önnur lönd er hægt að skoða greiningu IMD-viðskiptaskólans á samkeppnishæfni landa fyrir árið En þar var alþjóðleg fjárfesting mæld hjá löndunum sem einn undirþáttur efnahagslegrar frammistöðu. Í þeim samanburði er Ísland í 45 sæti af 61 þjóð sem var skoðuð og hækkar um sjö sæti frá árinu 2015 í því tiltekna atriði sem bendir til lakari frammistöðu í að fá inn erlenda fjárfestingu (IMD World Competitiveness Center, 2016). 3.2 Staðsetning Íslands og upprunalönd beinna erlendra fjárfestinga til Íslands Ísland er land sem er nokkuð afskekkt landfræðilega, er með hæft vinnuafl og smátt hagkerfi. Landið er hluti af Fríverslunarsamtökum Evrópu (e. EFTA) og á í viðskiptum við lönd sem eru í Fríverslunarsamtökum Norður-Ameríku (e. NAFTA) sem og Evrópusambandslönd og er því nokkuð opið þess vegna. Framkvæmd hefur verið rannsókn á haggögnum um beina erlenda fjárfestingu á Íslandi, með tilliti til landfræðilegrar staðsetningar, efnahagslegrar stærðar og aðgengis að hæfu vinnuafli. Smæð íslenska markaðarins, bendir til þess að mögulega sé meira um lóðrétta beina erlenda fjárfestingu (Helga Kristjánsdóttir, 2010). Samkvæmt Krugman o.fl. er lóðrétt bein erlend fjárfesting (e. Vertical foreign direct investment) þegar aðfangakeðja framleiðslunnar er brotin upp og hlutar framleiðsluferlisins eru fluttir til hlutdeildarfélagsins. Lóðrétt erlend fjárfesting á sér yfirleitt stað fyrir tilstilli mismunar á framleiðslukostnaði á milli landa (2012). Helga Kristjánsdóttir segir í grein sinni að fjarlægð Íslands frá landi fjárfestingaraðilans skipti máli í þessu sambandi og hefur aukin fjarlægð neikvæð áhrif á beinar erlendar fjárfestingar til landsins. Niðurstöður um þessi mál á Íslandi styðja í raun lárétta módel beinnar erlendrar fjárfestingar. Það er að bein erlend fjárfesting til lands er sem hæst þegar hæfnismunur fólks í löndunum báðum er sem minnstur. Þegar viðskiptakostnaður er í meðallagi eða hár og þegar upprunalandið og áfangastaðalandið er sem næst hvort öðru í stærð (fólksfjölda) (2010). Innflæði beinna erlendra fjárfestinga til Íslands hefur undanfarna áratugi að langmestu leyti komið frá löndum Evrópusambandsins, NAFTA og EFTA. Algengar skýringar eru að

18 10 áhrifaþættir eiga ekki alltaf við um Ísland. Þegar skoðuð er hæfni vinnuafls sést að niðurstöðurnar frá Íslandi eru á annan veg en búist var við. Vanalega á erlend fjárfesting að vera meiri ef upprunaland fjárfestingar hefur yfir hæfara vinnuafli að ráða heldur en í því landi sem er áfangastaður fjárfestingarinnar, en það átti ekki við um Ísland. Niðurstöður sýndu einnig að það sama virtist eiga við, miðað við ákveðnar forsendur launakostnaðar, að eftir því sem upprunaland var ríkara, miðað við áfangastaðinn, þess meira var fjárfest. Hve rík löndin voru virtist skipta meira máli en markaðsstærð landanna (Helga Kristjánsdóttir, 2010). 3.3 Takmarkaður fjölbreytileiki á Íslandi Eins og kom fram í kafla 3.1, um flæði beinnar erlendrar fjárfestingar til Íslands, þá hafa slíkar fjárfestingar hér á landi að mestu leyti verið vegna stóriðju. Fjölbreytileiki hefur ekki verið jafn mikill á Íslandi eins og í ákveðnum samanburðarlöndum, eins og Danmörk. Í samanburði milli Íslands og Danmerkur, á samsetningu innflæðis beinnar erlendrar fjárfestingar, var greint frá að fjárfestingin var mun fjölþættari þar í landi heldur en á Íslandi (Þingskjal 498, ). Nýlega var gerður samanburður á beinni erlendri fjárfestingu til landa þar sem Ísland var meðal annars skoðað. Þar beindi greiningardeild Financial Times dagblaðsins athyglinni sérstaklega að hagkerfum eyjaríkja, með færri en 25 milljónir íbúa og með landframleiðslu á mann yfir 50 þúsund bandaríkjadali. Auk þess sem viðkomandi eyjaríki þurfti að vera með 20 tilvik um beinar erlendar fjárfestingar frá grunni. Í ljós kom að fáum þessara ríkja tekst að halda mjög góðu jafnvægi. Oft er atvinnulífið í þessum löndum fremur einhæft og oft byggt á fiskveiðum, hrávöru eða ferðaþjónustu. Í rannsókninni var sterk fylgni milli beinnar erlendrar fjárfestingar og hversu fjölbreytt hagkerfið var. Ísland var í 15. sæti í fjölbreytileika erlendra fjárfestinga af þeim 16. þjóðum sem skoðaðar voru. Bæði var horft á hversu mikil bein erlend fjárfesting var og auk þess voru gefin stig fyrir dreifingu hennar milli atvinnugreina. Niðurstöðurnar voru þær að meiri bein erlend fjárfesting leiddi til þess að hagkerfi þessara ríkja varð fjölbreyttara, að teknu tilliti til dreifingar beinnar erlendrar fjárfestingar (Courtney Fingar, 2016). Því má segja að niðurstöður bendi til þess að Ísland vilji fjölbreyttara hagkerfi. Þá virðist aukin bein erlend fjárfesting í fjölbreyttari atvinnugreinum hjálpa til við að stuðla að því. Takmarkaður fjölbreytileiki sést einnig þegar skoðuð er greining Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) um samkeppnishæfni landa. Einn

19 11 undirþáttanna er hversu mikið er um eignarhluti erlendra fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og er Ísland þar í 124. sæti af 140 þjóðum (World Economic Forum, 2016). Þegar rætt er um takmarkaðan fjölbreytileika hér á landi, þegar kemur að beinni erlendri fjárfestingu, er rétt að benda á í því samhengi að hömlur eru á erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum á Íslandi. Fiskveiðar á Íslandi er dæmi um iðnað þar sem erlent eignarhald er takmarkað. Ef bornar eru saman tölur úr samanburði sem Efnahags- og framfarastofnunin (e. OECD) gerir á milli ríkja þar sem skoðaðar eru hömlur á beinum erlendum fjárfestingum eftir starfsgreinum sést að gríðarmiklar hömlur eru á fjárfestingum í íslenskum sjávarútvegi. Jafnramt sést að mjög miklar hömlur eru á framleiðslu og dreifingu rafmagns miðað við önnur OECD-lönd (OECD, 2015).

20 12 4. Nýsköpunar- og tæknifyrirtæki Í þessum kafla verður fjallað um nýsköpunar- og tæknifyrirtæki. Í upphafi verður farið yfir nýsköpun og tækninýjungar og hagræn áhrif þeirra. Í framhaldi verður gróflega gert grein fyrir því ferli sem á sér stað þegar hugmynd verður að veruleika. Í lokin er svo fjallað um fjármögnun nýsköpunar- og tæknifyrirtækja með áherslu á áhættufjármagnssjóði. 4.1 Nýsköpun og tækninýjungar Nýsköpun er talin undirstaða framþróunar á nær öllum sviðum mannlegs samfélags og grundvöllur nýrrar þekkingar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands, e.d.). Hún er mikilvæg fyrir efnahagslífið í þeirri grein sem hún á sér stað. Hún er ein helsta forsenda hagvaxtar í okkar samfélagi þar sem í henni felst framleiðsluaukning eða hagræðing sem leiðir af sér meiri framleiðni hjá þeim sem að henni standa (Vísindavefurinn, e.d.). Schumpeter telur að öll fyrirtæki sem sækjast eftir hagnaði eða hagnaðaraukningu þurfi að tileinka sér nýsköpun (1934). Hann lýsir efnahagsþróun sem ferli sem knúið er áfram af nýsköpun og skiptir henni upp í fimm flokka: ný vara eða ný tegund af þekktri vöru, ný aðferð við framleiðslu eða sölu á vöru, opnun á nýjum markaði, öflun nýrra hráefna eða hálfunninna vara og uppbygging nýrra áhrifamikilla fyrirtækja (1934). Autio, Wong og Ho telja að fylgni milli nýsköpunar og aukins hagvaxtar hafi verið sönnuð. Áhrif nýsköpunar á hagvöxt eru meðal annars metin út frá rannsóknar- og þróunarkostnaði landa eða nýsköpunarútgjöldum eins og þeim kostnaði sem farið hefur í veitingu einkaleyfa (2005). Rosenberg telur að tækninýjungar séu ekki síður mikilvægar en nýsköpun. Þær séu einn mikilvægasti þáttur í langtímavexti hagkerfis (2004). Rosenberg telur einnig að það séu einungis tvær leiðir til þess að auka framleiðslugetu hagkerfis. Annaðhvort með því að auka magn aðfanga sem fara í framleiðsluferlið eða með því að vera snjall og finna nýjar leiðir til þess að fá meiri framleiðslu úr sama magni aðfanga. Hagfræðingurinn Moses Abramovitz kannaði þessar tvær leiðir á milli áranna 1870 og 1950, og kom í ljós að vöxtur í aðföngum á þessum árum stóð aðeins fyrir um 15% af raunverulegum vexti í framleiðslugetu hagkerfisins og því var óútskýrður vöxtur uppá 85% (Rosenberg, 2004). Robert Solow fylgdi mælingum Abramovitz eftir og fékk sömu niðurstöður. Solow sýndi fram á það að óútskýrður hagvöxtur, sem nam um 85% í Bandaríkjunum, átti uppruna sinn að rekja til tækninýjunga og nýsköpunar (Herman, 2013).

21 13 Í skýrslu U.S. Chamber of Commerce Foundation, þar sem fjallað var um áhrif nýsköpunar á hagvöxt, kom fram að nýsköpunar- og tæknidrifin fyrirtæki hafi mikil áhrif á samkeppni, bæði innan ákveðinna landa og á heimsvísu. Að slík fyrirtæki stuðli að framtíðarhagvexti. Ástæður þess eru taldar vera meðal annar vegna: Fyrirtækin skapa störf sem gefa af sér laun yfir meðallagi. Stór hluti tekna fer í launakostnað frekar en fjárfestingar úr landi. Fyrirtækin skapa sérfræðistörf, bæði innan fyrirtækisins og utan þess. Fyrirtækin þjóna erlendum mörkuðum og koma þar af leiðandi með fjármagn inn í hagkerfi þess lands sem þau eru staðsett í (2014). 4.2 Frá hugmynd að veruleika Hisrich, Peters og Shepherd telja að nýjar stefnur (e. Trends) í neyslu vöru og þjónustu, hvort sem það er í samfélaginu, innan landsins eða um allan heim, skapa oft stærstu tækifærin til þess að byrja á nýju verkefni eða láta hugmynd verða að veruleika. Sérstaklega þegar um er að ræða stefnu sem varir í töluverðan tíma. Frumkvöðlar og stjórnendur fyrirtækja ættu því að fylgjast vel með þeim stefnum sem ríkja í samfélaginu hverju sinni til þess að sjá hvort tækifæri eða framleiðsla á vöru sé skynsamleg (2013). Áður en hugmynd er hrint í framkvæmd er yfirleitt fyrsta skrefið að gera viðskiptaáætlun til þess að greina framtíðarsýn og tækifæri hugmyndarinnar. Viðskiptaáætlun inniheldur markaðsgreiningu, lýsingu á þjónustunni eða vörunni, markaðs- og sölustefnu og stefnu varðandi fjármál. Teymið sem mun koma að því að láta hugmyndina verða að veruleika skiptir einnig miklu máli. Setja þarf á fót teymi sem samanstendur af einstaklingum með þá þekkingu, hæfni og tengsl sem þörf er á. Í kjölfarið, þegar teymi hefur verið myndað og byrjað er að vinna eftir viðskiptaáætlun hugmyndarinnar, kemur að því að það myndast þörf fyrir utanaðkomandi fjármagn (Blundel, 2011). 4.3 Fjármögnun nýsköpunar- og tæknifyrirtækja Dahlstrand og Cetindamar telja að fjármagn og skilvirkar fjármögnunarleiðir til nýsköpunar skipti miklu máli til þess að styðja við og ýta undir hagvöxt (2000). Ramadani telur einnig að fjármögnun sé lykilatriði þegar kemur að framþróun og vexti fyrirtækja (2009). Stankevičienė og Žinytė skipta fjármögnunarleiðum fyrirtækja niður í fimm stig: fjölskylda og vinir, viðskiptabankar, viðskiptatenglar, áhættufjárfestar, og hlutabréfamarkaður (2011).

22 Fjölskylda og vinir Stofnendur fyrirtækja byrja í flestum tilfellum á að fjármagna fyrstu skref fyrirtækisins með sínu eigin fjármagni eða fjármagni frá fjölskyldu og vinum. Á þessu stigi er fyrirtækið að taka sín fyrstu skref og því mikilvægt að fá inn fjármagn til þess að geta staðið að þróun vöru eða þjónustu fyrirtækisins (Vital, 2013) Viðskiptabankar Að mati Singhal er erfitt að treysta á að geta fengið fjármagn frá viðskiptabönkum eftir að stofnendur fyrirtækja hafa notað sitt eigið fjármagn og fengið fjármagn frá fjölskyldu og vinum. Jafnvel þótt verkefnin séu arðbær og góðar áætlanir liggi að baki um vöxt eru viðskiptabankar oft tregir til að fjárfesta í áhættusömum verkefnum. Því telur Singhal að viðskiptaenglar (e. Angel investors) sem og áhættufjárfestar (e. Venture capital investors) séu mikilvægir fjármögnunarmöguleikar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (2015) Viðskiptaenglar Samkvæmt Ramadani gegna viðskiptaenglar (e. Angel investor) lykilhlutverki í fjármögnunarferli lítilla og meðalstórra fyrirtækja, sérstaklega nýrra fyrirtækja eða fyrirtækja með mikla vaxtarmöguleika (2009). Viðskiptaenglar eru auðugir utanaðkomandi einstaklingar sem fjárfesta í fyrirtækjum. Þeir meta virði fyrirtækisins og ákveða síðan hversu stóran hluta af virðinu þeir vilja fjárfesta fyrir (Blundel, 2011). Þeir eru mikilvægir þar sem þeir koma ekki einungis með fjármagn inn í fyrirtækið heldur einnig þekkingu, færni og tengslanet (Ramadani, 2009) Áhættufjárfestar Áhættufjárfestar (e. Venture capital investors ) eru þeir flokkar fjárfesta sem koma oftast á næsta vaxtaskrefi á eftir viðskiptaenglum í fjármögnunarferli nýsköpunarfyrirtækja (Stankevičienė og Žinytė, 2011). Áhættufjárfestar leitast eftir að fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eiga möguleika á miklum og hröðum vexti (Singhal, 2015). Áhættufjárfestar fjárfesta oftar en ekki fyrir að minnsta kosti 20% hlut í viðkomandi fyrirtæki og gera kröfu um að fyrirtækið fari á markað eða verði selt á innan við þremur til sjö árum (Blundel, 2011). Almennt bera þeir, eins og nafnið gefur að skilja, mikla áhættu en gefa einnig fjárfestum möguleika á að fá gríðarlega ávöxtun af fjárfestingum sínum. Þeir eru þó meðvitaðir um að sum verkefni ganga ekki upp en gera ráð fyrir því að önnur arðbær verkefni muni bæta upp tapið með mikilli ávöxtun. Áhættufjárfestar, sem og viðskiptaenglar, koma

23 15 með mikla sérfræðiþekkingu og tengslanet að verkefnum umfram fjármagni sem sett er í það og ólíkt viðskiptaenglum geta áhættufjárfestar einnig tekið virkan þátt í stjórnun fyrirtækja (Singhal, 2015). Þegar fyrirtæki reyna að laða að viðskiptaengla eða áhættufjárfesta sækjast þau því oft eftir erlendum fjárfestum sem búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem fyrirtækið þarf á að halda, þekkingu sem fjárfesta í heimalandinu skortir (Kedia o.fl., 2012). Sahlman undirstrikar mikilvægi þeirrar þekkingar sem áhættufjárfestar búa yfir og yfirfæra til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í og segir að þekking þeirra hjálpi með ýmsum hætti, þar á meðal með ráðningar og þjálfun starfsfólks, með stefnumótandi ákvarðanir og með tengsl við byrgja og viðskiptavini (1990). Gorman og Sahlman (1989) komust að því að áhættufjárfestar heimsóttu fyrirtækin sem þeir fjárfestu í að meðaltali 19 sinnum á ári og eyddu um 100 klukkustundum, að meðaltali, á ári í beint sambandi við fyrirtækið Áhættufjármagn Þegar horft er á heiminn allan með tilliti til áhættufjármagns þá virðist það gilda að því tæknivæddari sem lönd eru því betra er aðgengi fyrirtækja að áhættufjármagni í viðkomandi landi (Subhash, 2007). Chen, Gompers, Kovner og Lerner komust að því að farsælt er fyrir áhættufjármagnssjóði að staðsetja sig á svæðum inn í borgum þar sem nýsköpunarfyrirtæki, sem fjármögnuð hafa verið með áhættufjármagni (e. Venture capital), hafa náð árangri. Nefna áðurnefndir höfundar borgir eins og San Francisco, Boston, og New York í því samhengi (2010). Dæmi er um að áhættufjármagn hafi skipt sköpum við að stækka heilu atvinnugreinarnar. Vöxtur hefur verið mikill í líftækniiðnaði síðustu tvo áratugi á heimsvísu. Mikilvægi áhættufjármagns fyrir fyrirtæki í líftækni hefur sífellt verið að aukast og koma áhættufjárfestar oft með nauðsynlegt fjármagn í rannsóknar- og þróunarstarfsemi í þeim atvinnugeira (Festel og Rammer, 2015). Áhættufjármögnunarsjóðir, og það fjármagn sem þeir komu með, skiptu máli við að gera líftækniiðnað Danmerkur og Svíþjóðar sterkann í alþjóðlegu samhengi (Valentin, Jensen og Dahlgren, 2008) Samband áhættufjárfestingasjóða og nýsköpunarfyrirtækja Í frekari samanburði á viðskiptaenglum og áhættufjármögnunarsjóðum sést að ólík atriði varðandi nýsköpunarfyrirtæki hafa mismunandi áhrif á fjárfestingarvilja. Þessir fjárfestar setja misjafnt vægi á ólík atriði. Þetta kemur fram í rannsókn á 2700 fjárfestingarákvörðunum í nýsköpunarfyrirtækjum í Bandaríkjunum í úrtaki sem innhélt bæði áhættufjármögnunarsjóði og viðskiptaengla. Niðurstöðurnar voru þær að hversu vel skipulögð stefnumótun

24 16 nýsköpunarfyrirtækisins var, þegar kom að því að lýsa því hvernig fyrirtækið hygðist nota fjármagnið, sem og ástríða stofnenda fyrir vörunni eða þjónustunni skiptir viðskiptaengla meira máli heldur en áhættufjármögnunarsjóði. En samkvæmt rannsókninni leggja áhættufjármögnunarsjóðir meira upp úr því að finna áreiðanlegar vísbendingar um hvort sjóðurinn geti hagnast á því að fjárfesta í viðkomandi félagi, til að mynda með ýtarlegum greiningum á því hvort markaður sé fyrir vörunni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna einnig fram á að báðir þessir flokkar fjárfesta leggja svipað mikið upp úr mikilvægi þess að vega og meta þann mannauð sem er hjá fyrirtækinu og gæði hans til þess að framkvæma viðskiptaáætlunina (Hsu, Haynie, Simmons og McKelvie, 2014). Áhættufjármagnssjóðir eru líklegri til þess að fjárfesta í sprotafyrirtækjum sem eru með teymi sem er með mikla og fjölbreytta reynslu af atvinnulífinu. Einnig eru áhættufjárfestar líklegri til þess að fjárfesta í sprotum sem eru með einkaleyfi á þeirri vöru eða þjónustu sem fyrirtækið framleiðir (Hoenig og Henkel, 2015) Skráning á hlutabréfamarkað Á hlutabréfamarkaði (e. Initial public offering) eru hlutabréf í fyrirtækinu, í flestum tilfellum, seld fagfjárfestum, sem selja síðan til almennings á verðbréfamarkaði. Hluthöfum getur því fjölgað ört eftir að fyrirtæki eru sett á markað en að sama skapi getur fjármagnið sem fyrirtækið fær verið á allt annarri stærðargráðu en á fyrri stigum fjármögnunarferlisins (Vital, 2013).

25 17 5. Bein erlend fjárfesting og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki Í þessum kafla verður fjallað um beina erlenda fjárfestingu og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki. Í byrjun verður farið yfir það sem fyrirtæki geta nýtt frá fjárfestum. Í framhaldi verður síðan fjallað um landsbundna áhrifaþætti sem tengjast fjárfestum sem eru að fjárfesta í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum. 5.1 Það sem fyrirtæki geta nýtt frá fjárfestum Rugman og Collinson greina frá í bók sinni að skortur á fjárfestingarfé sé oft helsta takmörkunin fyrir fyrirtæki til að vaxa og dafna. Einnig geti þó skortur á einhverjum öðrum þáttum haft neikvæð áhrif á vöxt. Sem dæmi má nefna er skortur á sérfræðiþekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar á sérstaklega takmarkandi þáttur hjá hátækninýsköpunarfyrirtækjum (2012). Jafnfamt segja Rugman og Collinson að góð fjármögnun er mikilvæg framþróun hjá fyrirtækinu og getur gert því kleift að fara inn á nýja markaði með vöruna eða þjónustuna, auka fjölbreytni vöruframboðs, bæta við afköstum við framleiðslu og stuðlað að skalahagkvæmni eða bætt rannsóknar- og þróunarstarf viðkomandi fyrirtækis. Einnig getur fjármagnið hjálpað fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni að stækka með því að nota það til yfirtöku á öðrum fyrirtækjum sem getur verið mikilvægt ferli í endurnýjun hæfni fyrirtækis til að dafna í alþjóðlegri samkeppni (2012). Erlent fyrirtæki sem yfirtekur eða fjárfestir í fyrirtæki utan síns heimalands kemur oft með ýmislegt annað til viðbótar við fjármagn. Þá er um að ræða ýmsar óáþreifanlegar eignir (e. Intangible assets) sem geta t.d. verið: eignaréttur yfir einhverri ákveðinni tækni, hæfni til markaðssetningar, nöfn á vörumerkjum, viðskiptaleyndarmál og stjórnunarþekking (Pugel, 2016). 5.2 Landsbundnir áhrifaþættir tengdir erlendum fjárfestum í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum Áhrif samkeppnisforskots landa á fjárfestingarvilja erlendra fjárfesta Rugman og Collinson segja að lönd geta náð mismunandi samkeppnisforskoti á milli ríkja, í ákveðnum atvinnugreinum eða milli einstakra fyrirtækja í landinu (e. firm-level) og er það talið fara eftir nýsköpunarumgjörð landa (e. National innovation system). Það sem skapar gæði í samkeppnishæfni landa varðandi nýsköpun er sú vísindalega, tæknilega,

26 18 hönnunartengda og sköpunartengda þekking sem er til staðar í viðkomandi landi auk sambands sem er til staðar á milli fyrirtækja, háskóla og rannsóknarsamtaka á vegum hins opinbera. Það hjálpar til við að stuðla að samkeppnisforskoti fyrirtækja (e. Firm-specific advantages) í viðkomandi landi, sem einnig getur hjálpað þeim að vaxa erlendis. Gæði þessara staðbundnu atriða, sem tengjast nýsköpunarumgjörð landa, geta gert land meira spennandi í augum erlendra fyrirtækja sem stunda beinar erlendar fjárfestingar (Rugman og Collinson, 2012) Markaðssetning landa fyrir erlenda fjárfesta Stjórnvöld heimsins nota ýmsar leiðir til þess að laða að sér beina erlenda fjárfestingu. Þau vekja oft athygli á stórum heimamörkuðum sem eru í örum vexti, náttúruauðlindum, ódýru vinnuafli eða vinnuafli með háa framleiðni, og efnahagslegum og pólitískum stöðugleika. Einnig geta ríki bætt við hvötum líkt og endurgreiðslu skatta, að eignarhlutur erlendra aðila sé hærri eða að hluti hagnaðar sé hærri en tíðkast annars staðar í heiminum (Rugman og Collinson, 2012). Mikilvægi skýrrar stefnumótunar ríkja við að laða að beina erlenda fjárfestingu er oft vanmetin í löndum innann Evrópusambandssins. Þetta var hluti af niðurstöðum rannsóknar á Eistlandi og beinum erlendum fjárfestingum í fyrirtækjum í hátæknigreinum þar í landi. Eitt af því sem nefnt var, sem gæti aukið vöxt beinna erlendrar fjárfestingar í tækni á Eistalandi og öðrum Evrópulöndum, væri að efla stofnanir sem kynna landið fyrir erlendum fjárfestum (e. Foreign investment agencies) (Tiits, 2007) Áhrif viðskiptáhættu á ávöxtunarkröfu Við greiningu fjárfesta á áhættu landa eru skoðaðar líkur á atburðum sem ekki eru beint viðskiptatengdir. Þeir eru flokkaðir í pólitíska, félagslega og efnahagslega þætti, sem leiða til fjárhagslegs skaða eða takmarkana á því hvað fyrirtæki hyggjast gera í kjölfar beinnar erlendrar fjárfestingar inn til lands (Rugman og Collinson, 2012). Mat á áhættu landa, sem fjárfestingarkost beinnar erlendrar fjárfestingar, er hægt að setja inn í fjárhagsáætlanir. Ákveðin greiningartól er hægt að nota við val á fjárfestingarkostum eins og hreinn núvirðisútreikningur (e. Net present value) eða arðsemismat fjárfestingar (e. Return on investment) og kemur mat á áhættu landa inn í útreikninga (Rugman og Collinson, 2012). Í hreinum núvirðisútreikningum er verið að leita eftir því hvort fjárfesting skilar jákvæðu núvirtu greiðsluflæði. Til að núvirða það þarf síðan að ákvarða ávöxtunarkröfu (e. Wacc eða e. Return on investment). Í henni er tekið tillit til landsbundinnar áhættu, hversu há/lág hún er

27 19 hefur síðan áhrif á útreikningana. Ávöxtunarkrafan hækkar með meiri landsbundinni áhættu og þýðir hærri ávöxtunarkrafa að virði fjárfestingarkostsins sé lægri fyrir vikið. Ef ávöxtunarkrafan verður há verður núvirði fjárfestingarinnar lægra. Þar með verða fjárfestingarkostir í öðrum löndum, sem ekki eru með þetta áhættuálag á ávöxtunarkröfuna, meira aðlaðandi í samanburði. Einnig væri hægt að taka tillit til landsbundinna áhættuþátta í greiðsluflæðinu sjálfu (færa það niður m.t.t. metinnar áhættu áður en það er núvirt), og þá ekki í gegnum ávöxtunarkröfuna (Hillier, Ross, Westerfield, Jordan og Jaffe, 2013, 2013; Rugman og Collinson, 2012).

28 20 6. Ísland og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki í samhengi við beina erlenda fjárfestingu Í þessum kafla verður fjallað um Ísland og nýsköpunar- og tæknifyrirtæki í samhengi við beina erlenda fjárfestingu. Í byrjun verður farið yfir aðstæður á Íslandi þar sem fjallað er um fjármagnshöft og samkeppnishæfni Íslands. Í framhaldi verður fjallað um efnahagslega þýðingu íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja ásamt takmörkunum á vexti alþjóðageirans á Íslandi. Í lok kaflans verður svo fjallað um áhættufjármagn á Íslandi og beinar erlendar fjárfestingar sem hafa átt sér stað í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum. 6.1 Aðstæður á Íslandi Fjármagnshöft Margir erlendir fjárfestar hættu við að skoða möguleika á fjárfestingum á Íslandi á tíma fjármagnshaftanna, vegna ófyrirsjánlegs laga- og regluumhverfis og flækjustigs fjármagnshaftanna (McKinsey og Company, 2012). Ísland hafði verið án fjármagnshafta í 14 ár þegar efnahagshrunið átti sér stað árið 2008 og vilji til þess að koma fjármunum úr landinu jókst til muna. Á árunum fyrir efnahagshrunið söfnuðust upp miklir fjármunir á Íslandi sem voru í eigu erlendra aðila sem höfðu lánað fjármagn til íslensku bankanna eða erlendra aðila sem sóttust eftir því að geyma fé sitt þar sem vextir voru háir. Mikill þrýstingur á að koma fjármunum úr landinu skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins sem án inngrips stjórnvalda hefði snúið efnahagslífi landsins á hvolf (Fjármála- og efnahagsráðuneytið, e.d.). Til skamms tíma hafa höftin skipað ákveðin þægindi fyrir þjóðina þar sem hægt var að setja innlend markmið í fyrsta sæti, eins og lækkun vaxta, eflingu hagvaxtar og stjórnun verðbólgu. Fjármagnshöftin hafa hins vegar neikvæð áhrif á íslenskt hagkerfi til lengri tíma, þau draga úr samskiptum og viðskiptum við aðrar þjóðir og hafa á þann hátt hamlandi áhrif á framleiðni og lífsgæði og draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar (Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson, 2014). Fjármagnshöftin voru í gildi á Íslandi í tæp sjö ár en Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að ráðast í röð aðgerða til þess að losa þau (Fjármála- og efnahagsráðuneytið, e.d.) Samkeppnishæfni Alþjóðaefnahagsráðið (e. World Economic Forum) gefur árlega út skýrslu sem greinir frá samkeppnishæfni þjóða. Ísland er í 29. sæti á listanum samkvæmt skýrslu þess sem var gefin

29 21 út fyrir árið 2015, alls tóku 140 þjóðríki þátt í rannsókninni. Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins er virtur mælikvarði á efnahagslíf þjóða um allan heim og endurspeglar þá þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika þeirra (Nýsköpunarmiðstöð Íslands, 2015). Eins og sést á mynd 3, sker Ísland sig þó nokkuð úr í samanburði við hin Norðurlöndin hvað varðar samkeppnishæfni þjóða. Á tímabilinu er vísitala Íslands 4,9 miðað við að lágmarki 5,3 hjá hinum Norðurlöndunum á þessu sama tímabili. En lægri vísitala táknar verri frammistöðu þegar kemur að samkeppnishæfni. Mynd 3 : Þróun samkeppnishæfni Norðurlandanna samkvæmt Alþjóðaefnahagsráði frá árinu 2012 til ársins 2017 (World Economic Forum, 2016) Þættir sem gætu skipt erlenda fjárfesta máli Margir undirþættir mynda samkeppnishæfnismat Alþjóðaefnahagsráðsins og eru nokkrir þeirra sem höfundar þessarar ritgerðar telja að gætu haft áhrif á vilja erlendra fjárfesta til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Vernd minnihlutaeignar er einn þessara undirþátta. Þar er Ísland í tuttugasta sæti með 6,8 af tíu mögulegum í einkunn sem er lakari einkunn en hin Norðurlöndin fá. Hvað lagaleg réttindi varðar er Ísland í 68. sæti. Þegar skoðuð eru áhrif skatta á vilja til fjárfestinga hér á landi er Ísland í 39. sæti af 140 þjóðum. Annar þáttur sem höfundar ritgerðarnnar telja að gæti skipt fjárfesta máli er þjóðhagslegt umhverfi (e. Macroeconomic environment) en Íslands er þar í 29. sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum, 2016) Þættir sem gætu haft áhrif á gæði íslenskra nýsköpunar og tæknifyrirtækja Nokkur atriði sem mynda samkeppnishæfni Alþjóðaefnahagsráðsins gætu, að mati höfunda ritgerðarinnar, haft áhrif á gæði þeirra fyrirtækja sem eru hér á landi og byggja á nýsköpun og

30 22 tækni. Innviðir á Íslandi og menntun fólks á háskólastigi er nokkuð góð og hlutfall fólks með hærri menntun er nokkuð hátt í samanburði við önnur lönd. Tæknistig landsins er jafnframt mjög gott og er Ísland í 8. sæti í heiminum hvað það varðar. Undir það falla atriði eins og aðgengi að nýjustu tækni og innleiðing tæknilausna innan fyrirtækja. Þegar kemur að getu til nýsköpunar er Ísland í 21. sæti. Gæði íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja ráðast að stórum hluta af gæðum þess mannauðs sem er til staðar í landinu. Ísland er í 14. sæti þegar kemur að getu landsins til að halda hæfu fólki en einungis í 33. sæti þegar kemur að því að laða hæft fólk til landsins erlendis frá til að koma og starfa í fyrirtækjum hér (World Economic Forum, 2016). Einnig má geta þess að lífsgæði fólks á Íslandi er með því allra hæsta sem gerist í heiminum (Invest in Iceland, 2015). 6.2 Efnahagsleg þýðing íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja Í skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey og Company er komið inn á mikilvægi alþjóðageirans fyrir Ísland. Skýrslan fjallar um greiningu á efnhags- og atvinnuástandi Íslands með það að markmiði að vera leiðbeinandi í sambandi við efnhagslegan vöxt (2012). Að mati höfunda þessarar ritgerðar falla mörg íslensk nýsköpunar- og tæknifyrirtæki undir skilgreiningu alþjóðageirans. Þegar rætt er um alþjóðageirann er átt við þau fyrirtæki sem eru að mestu leyti óháð náttúruauðlindum landsins og eru í samkeppni á erlendum mörkuðum (McKinsey og Company, 2012). Greint er frá því í skýrslu McKinsey og Company að í alþjóðageiranum sé að finna ein stærstu vaxtartækifæri íslensks atvinnulífs. Nefnt er að nokkur dæmi eru um það hér á landi að fyrirtæki í alþjóðageiranum hafi á síðustu áratugum náð alþjóðlegri fótfestu á sínu sviði og er mikilvægi alþjóðageirans talið vera að aukast fyrir íslenskt hagkerfi. Höfundar skýrslunnar segja að í raun sé það svo að alþjóðageirinn þurfi að vaxa hraðar en hagkerfið í heild sinni vegna þess að hann þjónar lykilhlutverki í vexti á útflutningi næstu ára. Miða höfundar skýrslunnar við útflutning sem styður markmið um 3,5% hagvöxt á ári til ársins Ástæða þess að lögð er rík áhersla á mikilvægi alþjóðageirans fyrir útflutning í framtíðinni eru að hluta til vaxtaskorður í auðlindagreinum (McKinsey og Company, 2012). Alþjóðageirinn getur líka haft efnhagslega þýðingu í kjölfar þess að heildarframleiðni vinnuafls hér á landi eykst sem eykur hagvöxt. Í alþjóðageiranum eru mörg af þeim fyrirtækjum landsins sem eru með hvað mesta framleiðni. Ástæðan er sú að þau eru í erlendri samkeppni og þess vegna er mikill þrýstingur á að fyrirtækin séu mjög vel rekin. Annað atriði sem gæti bætt heildarframleiðni landsins er að færa starfsfólk úr þjónustugeiranum, vegna

31 23 aðgerða til að auka framleiðni þar. Að auka menntun starfsfólksins eykur hæfni þess til að starfa í alþjóðageiranum sem myndi stuðla að styrkingu og betra jafnvægi í efnhag landsins (McKinsey og Company, 2012) 6.3 Takmarkanir á vexti alþjóðageirans á Íslandi Það kemur fram í skýrslu McKinsey og Company að framlag alþjóðageirans á Íslandi til útflutnings og landsframleiðslu sé nokkuð lágt miðað við hin Norðurlöndin. Höfundar skýrslunnar nefna nokkrar mögulegar skýringar í þessu sambandi. Ástæður eru nefndar varðandi viðskiptaumhverfið á Íslandi, umverfi fyrirtækja í alþjóðageiranum á Íslandi, fjarlægð frá mörkuðum, fámenni þjóðarinnar og að ekki séu nægar fjárfestingar í rannsóknum og þróun. Einnig er nefnt að ekki sé nægilega mikið af tækni- og raungreinamenntuðu fólki til þess að starfa hjá fyrirtækjunum (McKinsey og Company, 2012). Það eru einnig nefndar tvær aðrar ástæður fyrir lágu framlagi alþjóðageirans á Íslandi til útflutnings og landsframleiðslu. Nefnt var í skýrslunni að aðgengi íslenskra fyrirtækja, í alþjóðageiranum, að fjármagni væri takmarkað og þá sérstaklega hvað viðkemur erlendu fjármagni og að takmarkað aðgengi væri að erlendri sérfræðiþekkingu (McKinsey og Company, 2012). Fjármagn kemur í kjölfar beinnrar erlendrar fjárfestingar. En einnig getur betra aðgengi að fólki með sérfræðiþekkingu í sumum tilvikum fylgt þess konar fjárfestingum (De Mello, 1997). Minnst var á, í skýrslu McKinsey og Company, að bein erlend fjárfesting inn í alþjóðageirann hafi verið lág í sögulegu samhengi og ennþá minni þegar nokkurra ára tímabil fyrir árið 2012 var skoðað (2012). 6.4 Áhættufjármagn á Íslandi Í skýrslu McKinsey og Company, frá árinu 2012, var skoðuð staða áhættufjármagns á Íslandi. Í skýrslunni er sagt frá því að meginhluti innlends áhættufjármagns í nýsköpunarfyrirtækjum komi frá tveimur áhættufjárfestingarsjóðum, þ.e. Frumtaki og Nýsköpunarsjóð atvinnulífssins. Greint er frá því að samanlagt er fjárfestingarfjármagn þessara sjóða um tíu milljarðar króna (2012). Þegar gerður er samanburður á áhættufjármagni í umferð, annars vegar í Bandaríkjunum og hins vegar á Íslandi, leiðrétt fyrir fólksfjölda ríkjanna, sést að minna er fjárfest með innlendu áhættufjármagni á Íslandi. Til þess að Ísland standi sig jafn vel og Bandaríkin að þessu leyti þyrfti að fjárfesta fyrir um þrjá milljarða á ári hérlendis. Benda höfundar skýrslunnar á að árlega þyrfti að fjárfesta fyrir 1/3 af samanlögðu fjárfestingarfé

32 24 Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Það sýnir að Ísland á langt í land með að ná sambærilegri stöðu og í Bandaríkjunum. Höfundar skýrslunnar telja að það væri í raun æskilegast að ná Bandaríkjunum til að fjárfesting sé nægilega mikil í sprotafyrirtækjum á Íslandi og telja að þau þurfi að stækka til að styðja við framíðarhagvöxt (McKinsey og Company, 2012). Í skýrslunni er talið sérstaklega mikilvægt að fá inn áhættufjármagn í nýsköpunarfyrirtæki og að það þurfi að vera betra aðgengi að vaxtarfjármagni og aðstoð við rekstur og stjórnun sem oft fylgir innkomu slíkra sjóða inn í sprotafyrirtæki. Í skýrslunni er nefnt að frekari aðkoma lífeyrissjóða gæti verið lausn og að einnig sé mikilvægt að bæta aðgengi nýsköpunarfyrirtækja hvað varðar aðstoð við að sækja erlent áhættufjármagn. Í viðtali höfunda þessarar ritgerðar við Helgu Valfells framkvæmdarstjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins ræddi hún um áhættufjármagn á Íslandi. Helga segir það megi setja innlenda sjóðsfjármögnunarkosti á eins konar kúrfumynd. Á fyrstu stigum kemur oft Tækniþróunarsjóður með fjármagn, sem er reyndar ekki fjárfesting heldur styrkur. Á næsta stigi koma oft svokallaðir viðskiptaenglar inn í fyrirtækin og á því stigi kemur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins einnig inn. Þegar fyrirtækin taka síðan skref áfram, stækka og vaxa og þurfa fjármögnun þá koma aðrir fjárfestar eins og Frumtak, Brunnur og Eyrir sem eru stóru áhættufjárfestingarsjóðirnir á Íslandi (Helga Valfells, framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, munnleg heimild, viðtal, 7. desember). Á árinu 2016 var Ísland í 27. sæti í greiningu samkeppnishæfni þjóða þegar kemur að aðgengi að innlendu áhættufjármagni og hefur staða Íslands orðið aðeins betri síðustu ár (World Economic Forum, 2016). 6.5 Beinar erlendar fjárfestingar í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum Northstack byrjaði árið 2015 að halda utan um umfang fjárfestingahreyfinga sem snúa að nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum á Íslandi. Northstack gefur út skýrslu ársfjórðungslega þar sem greint er frá því hversu margar fjárfestingar áttu sér stað í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum sem ekki eru skráð á hlutabréfamarkaði, hlutföll erlendra og innlendra fjárfestinga og hvaða fjárfestingar voru viðamestar (Northstack, 2016). Á mynd 4, má sjá hlutfall innlendra fjárfestinga á móti beinum erlendum fjárfestingum frá fjórða ársfjórðungi 2015 til þriðja ársfjórðungs 2016.

33 25 Mynd 4: Hlutfall innlendra fjárfestinga og erlendra beinna erlendra fjárfestinga af heildarfjárfestingum í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum á Íslandi frá fjórða ársfjórðungi 2015 til þriðja ársfjórðungs Heildarinnflæði beinna erlendra fjárfestinga yfir tímabilið voru rúmlega níu milljarðar íslenskra króna og þar af var viðamesta erlenda fjárfestingin í lok árs 2015 þegar NEA (New Enterprise Associates) fjárfesti í CCP fyrir rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna (Northstack, 2016).

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja Guðrún Tinna Ólafsdóttir Leiðbeinendur: Friðrik Eysteinsson og Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2011 Óefnislegar auðlindir,

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA www.ibr.hi.is SAMFÉLAGSÁBYRGÐ ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Snjólfur Ólafsson Brynhildur Davíðsdóttir Lára Jóhannsdóttir Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Ester Gústavsdóttir Kári Kristinsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

"Það virðast allir vita hvað þeir vilja :

Það virðast allir vita hvað þeir vilja : VIÐSKIPTASVIÐ "Það virðast allir vita hvað þeir vilja : Reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong. Ritgerð til MS gráðu

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

SAMANTEKT OG TILLÖGUR

SAMANTEKT OG TILLÖGUR SAMANTEKT OG TILLÖGUR SAMANTEKT OG TILLÖGUR TIL SSH Í samantektinni má finna niðurstöður verkefnavinnu Klak Innovit og tillögur til úrbóta sem snúa að þeim þáttum sem talin eru skipta sprotafyrirtæki

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils BS ritgerð í viðskiptafræði Upptaka annars gjaldmiðils Með tilliti til uppgjörs fyrirtækja í erlendri mynt Kolbeinn Kristinsson Leiðbeinandi Jón Snorri Snorrason, lektor Viðskiptafræðideild Júní 2014 Upptaka

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Made in Iceland. Guðný Kjartansdóttir

MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Made in Iceland. Guðný Kjartansdóttir MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum Made in Iceland Guðný Kjartansdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir Júní 2010 Háskóli Íslands Viðskiptafræðideild

More information

Viðskiptaþing 2014 Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi

Viðskiptaþing 2014 Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi Viðskiptaþing 2014 Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi Ritstjórn Frosti Ólafsson Haraldur I. Birgisson Leifur Þorbergsson Viðar Ingason Umsjón með útgáfu Ásthildur Gunnarsdóttir ISBN

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Verðmat fyrirtækja

BS ritgerð í viðskiptafræði. Verðmat fyrirtækja BS ritgerð í viðskiptafræði Verðmat fyrirtækja Með tilliti til kenninga Modigliani og Miller Ásta Brá Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi Jón Snorri Snorrason, Lektor Viðskiptafræðideild Júní 2013 Verðmat fyrirtækja

More information

Kaup lítilla og meðalstórra fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum aðferðir og árangur

Kaup lítilla og meðalstórra fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum aðferðir og árangur Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild LOK 2106 Kaup lítilla og meðalstórra fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum aðferðir og árangur Akureyri, maí 2005 Sigurbjörg Níelsdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni.

Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Yfirlýsing

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun

Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun Karl Friðriksson Runólfur Smári Steinþórsson Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Framtíðarfræði og virði framtíðarrýni við vöruþróun

More information

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum

Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum Þóra Valsdóttir Matís ohf Inngangur Mörg fyrirtæki hafa byrjað markaðsfærslu sína með einni vöru og hafa ekki burði til að auka vöruúrval sitt þrátt fyrir að þau hafi

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

[HVERT ER VIRÐI EIGINFJÁR ÖSSUR HF?]

[HVERT ER VIRÐI EIGINFJÁR ÖSSUR HF?] 2009 Háskólinn á Bifröst B.S. Ritgerð Sumarönn Höfundur: Eyþór Gunnar Jónsson Leiðbeinandi: Kristján Markús Bragason [HVERT ER VIRÐI EIGINFJÁR ÖSSUR HF?] Verðmat á stuðnings- og stoðtækjaframleiðandanum

More information

Vörumerkjasamfélag Apple

Vörumerkjasamfélag Apple Vörumerkjasamfélag Apple Neytendur og einkenni B.Sc. í viðskiptafræði Davíð Hansson Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson Apríl 2013 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.Sc.

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun. Hjörleifur Þórðarson

BS ritgerð í viðskiptafræði. Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun. Hjörleifur Þórðarson BS ritgerð í viðskiptafræði Straumlínustjórnun Upplifun stjórnenda á árangri í straumlínustjórnun Hjörleifur Þórðarson Leiðbeinandi: Dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen, aðjúnkt Júní 2017 Árangur í straumlínustjórnun

More information

Viðskiptadeild Sumarönn Verðmat. Verðmatsaðferðir og raunvirði fyrirtækja á tímum mikillar óvissu. Þórarinn Ólason

Viðskiptadeild Sumarönn Verðmat. Verðmatsaðferðir og raunvirði fyrirtækja á tímum mikillar óvissu. Þórarinn Ólason Viðskiptadeild Sumarönn 2010 Verðmat Verðmatsaðferðir og raunvirði fyrirtækja á tímum mikillar óvissu Þórarinn Ólason Stefán Kalmansson Háskólinn á Bifröst Háskólinn á Bifröst Lokaverkefni til BS prófs

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu. Lára Sigríður Lýðsdóttir MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Fyrirtækjamenning Innri markaðssetning mikilvægur hluti af fyrirtækjamenningu Lára Sigríður Lýðsdóttir Þórhallur Örn Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Febrúar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Sagan um eggin og körfurnar

Sagan um eggin og körfurnar Kafli 3. Sagan um eggin og körfurnar 3.1 Áhættudreifing og samval verðbréfa Í engilsaxnesku máli er venja að tala um lífeyrissparnað sem hreiðuregg (nest egg). Nafnið er dregið af þeirri gömlu venju að

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing

HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR Höft og alþjóðavæðing Alþjóðahagfræði Kennari: Ásgeir Jónsson Nemendur: Björn Arnar Hauksson Guðmundur Svansson Hildigunnur Ólafsdóttir 10. október, 2002 2 Efnisyfirlit Inngangur...2

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Markaðsgreining fyrir sjávarútvegsvörur á Nígeríumarkaði. Helgi Már Magnússon

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Markaðsgreining fyrir sjávarútvegsvörur á Nígeríumarkaði. Helgi Már Magnússon MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Markaðsgreining fyrir sjávarútvegsvörur á Nígeríumarkaði Helgi Már Magnússon Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir

Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja. Hrönn Hrafnsdóttir Áhrif stefnumótunar í umhverfismálum á samkeppnishæfni íslenskra framleiðslufyrirtækja Hrönn Hrafnsdóttir Meistararitgerð í umhverfis- og auðlindafræðum Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Leiðbeinendur:

More information

Yfirlitstafla. Háskólinn á Akureyri. Viðskipta- og raunvísindadeild. Námskeið Lokaverkefni Verktími Nóvember Apríl 2009

Yfirlitstafla. Háskólinn á Akureyri. Viðskipta- og raunvísindadeild. Námskeið Lokaverkefni Verktími Nóvember Apríl 2009 Akureyri að Vetri Viðskipta- og raunvísindadeild Markaðsfræði LOK 2106 Akureyri, 24. apríl 2009 Yfirlitstafla Staður Deild Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Námskeið Lokaverkefni 2106

More information

Sýnileg stjórnun á Íslandi

Sýnileg stjórnun á Íslandi VIÐSKIPTASVIÐ Sýnileg stjórnun á Íslandi Með áherslu á töflunotkun Árangursþættir og hömlur Ritgerð til MS gráðu Nafn nemanda: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Vorönn 2017 Staðfesting

More information

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. Reykjavík, 6. apríl 2017 Ákvörðun nr. 14/2017 Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 28. febrúar 2017 barst eftirlitinu kaupsamningur varðandi kaup Sands ehf. á öllu hlutafé

More information

Greining samkeppnisumhverfis

Greining samkeppnisumhverfis Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem hafa áhrif á hættu á myndun samkeppnishindrana Þorsteinn Siglaugsson Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

BS ritgerð. Viðvarandi samkeppnisforskot hagnýt rannsókn á auðlindum og færni Poker Stars

BS ritgerð. Viðvarandi samkeppnisforskot hagnýt rannsókn á auðlindum og færni Poker Stars BS ritgerð í viðskiptafræði Viðvarandi samkeppnisforskot hagnýt rannsókn á auðlindum og færni Poker Stars Hjörtur A. Guðmundsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Friðrik Eysteinsson Júní

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Vörumerki í golfi

BS ritgerð í viðskiptafræði. Vörumerki í golfi BS ritgerð í viðskiptafræði Vörumerki í golfi Ímynd Tour Edge á Íslandi Guðjón Grétar Daníelsson Leiðbeinandi Dr. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dósent Viðskiptafræðideild Október 2014 Vörumerki í golfi Ímynd

More information

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean)

BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) BS-ritgerð í viðskiptafræði Fyrstu skref í átt að straumlínustjórnun (lean) Undirbúningur og innleiðing Heiðdís Jónsdóttir Leiðbeinandi: Eðvald Möller Viðskiptafræðideild Október 2015 Fyrstu skref í átt

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Góð eftirlaun koma ekki af sjálfu sér

Góð eftirlaun koma ekki af sjálfu sér Góð eftirlaun koma ekki af sjálfu sér Samlokufundur hjá TFÍ 2. apríl 2014 Góð eftirlaun eru ekki sjálfsögð Framsaga Fréttir af afkomu Almenna lífeyrissjóðsins 2013 Eftirlaunasparnaður og lífeyrismál Að

More information

Er samstarf lykill að árangri? Efling samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns

Er samstarf lykill að árangri? Efling samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Er samstarf lykill að árangri? Efling samkeppnishæfni íslensks byggingariðnaðar í kjölfar efnahagshruns Guðrún Ingvarsdóttir Leiðbeinandi: Dr. Runólfur Smári Steinþórsson

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information