Gengisflökt- og hreyfingar

Size: px
Start display at page:

Download "Gengisflökt- og hreyfingar"

Transcription

1 Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt Hreggviður Ingason kt Markús Árnason kt

2 Inngangur Gengi gjaldmiðla ákvarðast af flóknu samspili margra þátta og getur oft verið erfitt að ráða í hvað veldur því, jafnvel eftir að langur tími er liðinn frá gengisbreytingum. En ljóst er að gengissveiflur og gengishreyfingar hafa umtalsverð áhrif á efnahagslíf þjóða. Gengisstefnur hafa tekið stakkaskiptum hin síðari ár og flestar vestrænar þjóðir hafa tekið upp flotgengisstefnu í einhverri mynd. Afleiðingar þessara breyttu áherslna í gengismálum er aukið gengisflökt. Í þessari ritgerð munum við gera grein fyrir því hvernig verð gjaldmiðla ákvarðast, áhrif gengis á efnahagslíf og fjalla lítillega um íslenska gjaldeyrismarkaðinn. Er hægt að spá fyrir um gengisþróun? Að spá fyrir um gengisþróun er erfitt verk en engu að síður mjög nauðsynlegt því rekstur margra fyrirtækja er háður gengisbreytingum. Við munum í þessum kafla líta á tvö módel þar sem gengi ákvarðast af þjóðhagsstærðum og á skoðanir tveggja hagfræðinga varðandi þessi módel. Peninga- og gjaldeyrismarkaðurinn Við skulum byrja að líta á hvernig gengi ákvarðast þegar við lítum á peninga- og gjaldeyrismarkaðinn: Peningamarkaður: M s /P=L(i,Y) Gjaldeyrismarkaður: i=i*+?e e Þegar þessar jöfnur halda þá er jafnvægi á peninga- og gjaldeyrismarkaði og þá er hægt að spá fyrir um nafngengi. Til skamms tíma gefum við okkur að verð séu tregbreytanleg og þá er P fasti. Einnig eru erlendir vextir gefnir, þannig að M s, i og Y eru einu stærðirnar sem geta haft áhrif á E til skamms tíma. Tökum dæmi: M s?=>i?=>y?=>e? 1

3 Þegar peningamagn í umferð er aukið, þá munu vextir lækka, framleiðsla mun aukast og gengið mun veikjast. Gengið myndi hins vegar styrkjast ef dregið væri úr peningamagni í umferð en aðalmálið er að gera sér grein fyrir að þetta eru aðeins skammtímaáhrif. Til langs tíma eru verð ekki lengur tregbreytanleg og því er P ekki lengur fasti. Þannig að ef M s er aukið þá verða langtímaáhrifin þau að verðlag mun hækka til jafns við aukningu peningamagns. Vextir og framleiðsla munu leita aftur í sitt fyrra stig því til langs tíma eru peningar hlutlausir (neutral) og hafa engin áhrif á raunstærðir. Gengið mun hins vegar verða fyrir varanlegum áhrifum. Ástæðan er sú að þegar peningamagn er aukið þá minnkar almenn trú á gjaldmiðilinn og hann fellur svo mikið í verði að engar forsendur eru fyrir svo mikilli lækkun. Smám saman mun gengið styrkjast en engu að síður mun gengið ekki ná sínu fyrra gildi. Þetta er kallað yfirskot og er ein helsta orsök mikils gengisflökts. Við getum séð hvernig hagkerfið virkar bæði til skamms og langs tíma þegar M s er aukið á tíma t 0 á gröfunum fyrir neðan. Verðlag Peningaframboð P 2 M 2 P 1 M 1 Vextir t 0 t 0 Tími E 2 Gengi Tími Yfirskot R 1 R2 E 3 E1 t 0 Tími t 0 Tími Mynd 1: Yfirskot. 2

4 Peningaleg nálgun Ef við víkkum módelið okkar og gerum ráð fyrir að PPP gildi, þ.e. að sama verð sé alls staðar í heiminum á ákveðinni vörukörfu, þá fáum við peningalega nálgun að gengi (monetary approach to exchange rate): E = M s L(i*,Y*) M s * L(i,Y) Sem segir okkur að langtímaþróun gengisins ræðst af hlutfallslegu verði gjalmiðla, en verð þeirra ræðst af hlutfallslegu framboði og eftirspurn eftir þeim. Peningaleg nálgun gerir ráð fyrir því að verð séu sveigjanleg og niðurstöður hennar eru þær sömu og við fengum er við litum á jafnvægi á gjaldeyris- og peningamarkaðinum að einu atriði undanskildu. Hærri vextir leiða til veikara gengis í peningalegri nálgun en það er í þversögn við fyrri niðurstöður. Niðurstaðan er önnur því hingað til höfum við gert ráð fyrir að hærri vextir muni laða fjármagn inn í landið og þannig muni gengið styrkjast. Hins vegar þegar við gerum ráð fyrir að PPP 1 gildi þá getur vaxtamunur á milli landa aðeins verið vegna misjafnra verðbólguvæntinga og þegar fólk býst við hlutfallslega meiri verðbólgu þá rýrnar gjaldmiðillinn hlutfallslega í verði. Við þurfum því að gera okkur grein fyrir af hverju vextir eru að hækka til að vita hvaða áhrif það hefur á gengið. Skoðanir Rogoffs og Lyons Niðurstöður rannsókna sýna að módel sem byggja á þjóðhagsstærðum spá mjög illa fyrir um gengisflökt þegar við lítum til skamms tíma enda getur það reynst ómögulegt því óvæntir atburðir spila stórt hlutverk í ákvörðun gengis. En þótt við lítum til langs tíma þá er það sama upp á teningnum, módelin virðast ekki geta spáð til um hið rétta gildi. Kenneth Rogoff kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Perspectives on Exchange Rate Volatility að random-walk módel, sem segja að besta spá framtíðarinnar sé gengið í dag, spái betur en þjóðhagsstærðarmódelin þegar við lítum til skamms tíma. Það sem er hins 1 Purchasing power parity 3

5 vegar mest sláandi í niðurstöðum Rogoffs er að þótt módelin noti raunveruleg gildi fyrir útskýribreyturnar þá spá þau ekki einu sinni rétt fyrir um gengisbreytingar. Það er því greinilegt að einhverjar útskýribreytur vantar í módelin svo útskýrimáttur þeirra aukist. Hagfræðingurinn Richard K. Lyons hefur verið að reyna að átta sig á því hvað það er sem ákvarðar gengið. Í bók sinni The Microstructure Approach to Exchange Rates gefur hann til kynna að hann sé kominn með lausnina en hann blandar saman þjóð- og rekstrarhagfræðilíkönum. Málið er nefnilega það að gengið ákvarðast á gjaldeyrismarkaðnum en miðlarar á þeim markaði líta ekki nema að litlu leiti á þjóðhagsstærðir þegar þeir taka ákvarðanir. Þess vegna kemst Lyons að því að rekstrarfræðileg nálgun (microstructure approach) sé rétta aðferðin. Skoðun Lyons er sú að fyrrgreind módel sem hafa verið notuð til að spá fyrir um gengisþróun séu ekkert röng heldur vanti í þau fleiri útskýribreytur því töluleg gögn sýna að módelin útskýra ekki nema í mesta lagi 10% af gengisbreytingum. Þær breytur sem Lyons horfir helst til eru flæði (order-flow) og verðbil (spread). Með því að fylgjast með flæðinu á markaðnum er hægt að sjá hver vilji markaðarins er, þ.e. hvort fleiri vilja kaupa eða selja. Til dæmis ef aðili á millibankamarkaðnum hringir í annan aðila og vill selja krónur þá verður hinn aðilinn að kaupa og þetta leiðir til neikvæðs flæðis fyrir krónur. Jafnframt er verðbilið á markaðnum talið gefa ákveðnar upplýsingar sem miðlararnir nýta sér þegar þeir eiga viðskipti. Upplýsingar eru undirstaða gengisbreytinga og fyrrnefndu módelin gera ráð fyrir því að allar upplýsingar séu almennar. Við höfum séð að upplýsingarnar sem felast í flæðinu og verðbilunum eru ekki almennar heldur hafa miðlararnir einir aðgang að þeim. Módelin sem byggja á þjóðhagsstærðum ganga því einfaldlega ekki upp en þau myndu líklega gera það ef miðlararnir litu aðeins á þjóðhagsstærðir þegar þeir tækju ákvarðanir. Hingað til hefur mest verið horft á þjóðhagsstærðarmódelin til að útskýra gengisbreytingar. Staðreyndin er sú að enn hefur ekki tekist að ráða fram úr helstu vandamálum varðandi breytingarnar. Getum skipt helstu vandamálunum í þrennt: 1. Ákvörðun gengisins 2. Óhóflegt flökt gengisins 3. Bjögun í framvirku gengi 4

6 Rekstrarfræðileg nálgun hefur ekki leyst þessi vandamál en virðist vera á góðri leið með að nálgast þau. Niðurstöður Lyons sýna að það er mjög sterk fylgni á milli flæðisins og nafngengisins og áhrifin virðast vara til meðallangs tíma. Grundvallarmunurinn á aðferðunum er sá að rekstrarfræðilega nálgunin notar sér upplýsingarnar sem felast í viðskiptum á markaðnum meðan þjóðhagsstærðarmódelin líta ekki á þær. Sú aðferðafræði sem Lyons stingur upp á lítur mjög vel út og virðist nokkuð augljós því við getum ekki snúið baki við þeirri staðreynd að gengið ræðst af athöfnum miðlaranna og því hljóta þættirnir sem þeir líta á að skipta máli. Það væri því sniðugt að kenna einnig rekstrarfræðilega nálgun því það er ekki síður mikilvægt fyrir nemendur að vita hvernig raunveruleikinn virkar. Engu að síður er alveg ljóst að þjóðhagsstærðir eru undirstaða gengisbreytinga til langs tíma. Hlutfallsleg verðbólga, hlutfallslegir vextir og hlutfallslegur hagvöxtur ásamt öðrum þáttum skipta máli til lengri tíma og miðlarar á markaðnum geta ekki horfið framhjá þeim upplýsingum. Millibankamarkaður með gjaldeyri Frá árinu 1993 hefur gengi íslensku krónunnar verið ákvarðað á millibankamarkaði með gjaldeyri. Í kjölfar þess að gjaldeyrismarkaður tók til starfa þróaðist gengisstefna Seðlabankans til aukins sveigjanleika. Upphaflega var sveigjanleg fastgengisstefna þar sem gengið var ákveðið 115 stig og mátti gengið sveiflast um 2,25% í hvora átt frá þessu miðgildi. Vikmörkin voru svo víkkuð í 6% og 9% áður en þau voru endanlega afnumin í mars 2001 þegar gengisstefnunni var breytt. Þá var horfið frá fastgengisstefnu og tekið upp verðbólgumarkmið með fljótandi gengisstefnu. Reynsla annarra ríkja af slíkri breytingu í gengismálum hefur verið sú að velta og gengissflökt hefur aukist til muna. Gengi hefur einnig lækkað fyrst eftir að gjaldmiðlar voru settir á flot og sú varð einnig raunin hérlendis, mikið gengissig fylgdi í kjölfarið og mikil veltuaukning varð á millibankamarkaði. Reynsla iðnríkja af flotgengi er sú að gengið styrkist í góðæri og veikist þegar hægja tekur á hagkerfinu. Viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði eru Búnaðarbankinn, Íslandsbanki, Kaupþing, Landsbankinn og þar til nýlega voru Sparisjóðirnir einnig aðilar á markaðnum. 5

7 Markaðurinn er að öðru leyti lokaður, en þó hefur Seðlabankinn viðskipti þar af og til eins og komið verður inn á hér á eftir. Viðskiptavakar ásamt ríkissjóði eru þeir einu sem hafa rétt á gjaldeyrisviðskiptum við Seðlabanka Íslands. Gengi krónunnar breytist eftir aðstæðum og þörfum viðskiptavaka fyrir erlendan gjaldeyri. Daglegar breytingar verða m.a. vegna breytinga á erlendri stöðu viðskiptavakanna en þeir verða að halda gjaldeyrisjöfnuði sínum (jafnvægi gengisbundinna eigna og skulda) innan ákveðinna marka. Þörf viðskiptavaka fyrir gjaldeyri ræðst bæði af þörfum bankanna og þörfum viðskiptavina þeirra, sem eru fyrirtæki, lífeyrissjóðir, hið opinbera og einstaklingar. Þessum til viðbótar eru spákaupmenn sem vilja fyrst og fremst hagnast á flökti og öðrum hreyfingum á markaðnum. Spákaupmennska var lítil sem engin áður en gjaldeyrismarkaður var myndaður hérlendis og jukust hagnaðartækifæri í kjölfar þess að fastgengisstefna var lögð af. Spákaupmennska getur aukið hreyfingar á markaði og styrkt eða veikt gengið og skapar því spákaupmennska töluvert flæði á markaðnum. Viðskiptavakar sjá til þess að viðskipti eigi sér stað með því að setja fram stöðug verðtilboð í dollar (order-flow). Þar er hverjum aðila skylt að gefa upp bindandi kaup- og söluverð bandaríkjadals ef annar aðili óskar þess. Þegar viðkomandi aðili hefur fengið tilboðin segir hann til um hvort hann kýs að kaupa eða selja dali (lágmarksupphæð er 1,5 milljón USD). Hafi tiltekinn aðili keypt dali af viðsiptavökum bregðast þeir við með því að hækka verðtilboð sín og öfugt þegar viðkomandi selur gjaldeyri. Hækki verðtilboðin hækkar dollar gagnvart krónu, vísitala gengisskráningar hækkar og króna veikist. Öfugt ferli á við þegar bandaríkjadalir eru seldir fyrir krónur, vísitalan lækkar og krónan styrkist. Hve mikil breyting verður á verðtilboðum er háð markaðsaðstæðum hverju sinni. Væntingar um gengisþróun, gjaldeyrisstreymi og gjaldeyrissjöfnuð viðskiptavaka ráða miklu um viðbrögð markaðarins. Nýjar hagstærðir, fréttir af afla og hugsanlegar aðgerðir eða aðgerðaleysi Seðlabankans skipta einnig máli. Millibankamarkaðurinn er virkur og stundum eru viðbrögð harkaleg, og kemur fyrir að verð sveiflist meira en tilefni gefa til og er það dæmi um yfirskot sem er algengt fyrirbæri á gjaldeyrismarkaði. Yfirskot er þegar markaðsaðilar bregðast við og gengið hækkar/lækkar meira en sem nemur langtíma hækkun/lækkun og hefur markaðurinn því ekki komist í langtímajafnvægi en venjulega standa slík yfirskot ekki lengi yfir. Viðbrögð markaðsaðila ráðast þá hugsanlega af 6

8 væntingum um gengisþróun sem að einhverju leyti kann að byggja á ofmati á þörf fyrir aðlögun gengis, en einnig á sjálfmagnandi væntingum um slík viðbrögð annarra markaðsaðila. Paul Krugman (2003) telur að yfirskot megi rekja til þess að verðlag sé tregbreytilegt til skamms tíma. Velta á íslenska gjaldeyrismarkaðnum er lítil í samanburði við erlenda markaði og þátttakendur fáir. Við þessar aðstæður geta fáir aðilar haft áhrif á markaðinn og lítil viðskipti komið af stað atburðarás sem síður yrði á þróaðri mörkuðum. Svokölluð skrúfumyndun getur myndast á markaðnum ef enginn viðskiptavakanna vill eða getur keypt fleiri krónur, en þrýstingur er frá viðskiptavinum þeirra að kaupa krónur. Þegar slíkt ástand skapast margfaldast viðskipti þar sem pöntun fer á milli aðila og í hvert skipti sem hún skiptir um hendur lækkar gengi krónunnar. Enginn vill taka þessa pöntun, en viðskiptavakarnir eru samt skyldugir til þess að selja og þess vegna munu þeir varpa pöntuninni yfir á þann næsta (sem er einnig skyldugur til að selja) en á hærra gengi en áður. Þannig myndast hringrás (skrúfa) sem stöðvast ekki fyrr en einn vakanna uppfyllir pöntunina og kaupir krónur. Skrúfumyndun leiðir til örra gengisbreytinga sem eru líklegar til þess að auka óvissu á markaði og leiða til svartsýni. Viðskiptavakar hafa bent á að starf þeirra verði að vera stutt af virkum Seðlabanka sem hindri skrúfumyndun með því að grípa inn í gjaldeyrismarkað, því að viðskiptavakarnir eru neyddir til þess að stunda viðskipti með tapi þegar umrædd skrúfumyndun á sér stað. Seðlabankinn hefur átt viðskipti á markaði ef hann telur að skammtímaflökt sé orðið of ýkt, og selja þeir þá og kaupa dollar til þess að draga úr flökti. Áhrifamáttur Seðlabankans er takmarkaður að því leyti að bankinn getur ekki breytt langtímaleitni krónunnar með íhlutun á markaði. Hefur gengisflökt því ekki áhrif á peningamálastefnu bankans, en.þeir geta reynt að hafa áhrif á gengi til lengri tíma með breytingum á hagstefnu, t.d. með því að hækka stýrivexti bankans. Áhrifamáttur þessara aðgerða Seðlabankans (þ.e. skammtíma og langtíma aðgerða bankans) er eins og svo margt annað háður væntingum viðskiptavaka og annarra. 7

9 Áhrif gengisflökts á efnahagslíf þjóða Áhrif gengsiflökts á milliríkjaviðskipti Til langs tíma hafa gjaldmiðlar þjóða heimsins verið festir annaðhvort við annan gjaldmiðil eða eðalmálma eins og til dæmis gull. Þetta fyrirkomulag hafði meðal annars þá kosti að gengi á milli gjaldmiðla var tiltölulega stöðugt yfir tíma og þar af leiðandi urðu alþjóðaviðskipti öruggari. Í kjölfar slits Bretton Woods samstarfsins árið 1973 hurfu aðildarríki sambandins frá þessari fastgengisstefnu og tóku upp fljótandi gengi í einhverri mynd. Með tilkomu fljótandi gengis jókst flökt í skiptihlutfalli milli gjaldmiðla töluvert þar sem áherslur í peningamálum voru víðast hvar aðrar. Þegar gengisflökt jókst svo mikið sem raun bar vitni vöknuðu spurningar um hvaða áhrif það myndi hafa á utanríkisviðskipti. Dagsbreytingar á vísitölu gengisskráningar 0,1 0,08 0,06 0,04 0,02 0-0,02-0, Heimild: Seðlabanki Íslands Mynd 2: Í kjölfar þess að krónan var látin fljóta 27. mars 2001 jukust gengissveiflur til muna, eins og sést á þessu línuriti. Almennt má segja að það sé skoðun manna að aukið gengisflökt hafi neikvæð áhrif á alþjóðaviðskipti. Sú ályktun er þá oftast dregin af því að aukið gengisflökt eykur áhættu í viðskiptum milli landa og getur þar af leiðandi leitt til þess að hugsanlegur 8

10 hagnaður (tap) verði meiri. Aukin áhættan hefur svo áhrif á þá ákvörðun hvers fyrirtækis um hversu mikið á að flytja út eða inn og ef við gerum ráð fyrir því að fyrirtæki séu almennt áhættufælin þá ættu utanríkisviðskipti að minnka í hlutfalli við aukið gengisflökt. Áhættusækin fyrirtæki gætu hinsvegar reynt að auka viðskipti og þar með hagnað sinn til dæmis með því að reyna að reyna að spá fyrir um gengi eða þá að tryggja sig til þess að lágmarka tap. En við komum nánar að slíkum tryggingum síðar. Hinsvegar hafa verið skiptar skoðanir á meðal hagfræðinga um raunveruleg áhrif gengisflökts á milliríkjaviðskipti, og í raun hefur verið skortur á empírískum athugunum sem sýnt hafa mælanlegt samband milli vaxandi gengisflökts og minnkandi utanríkisviðskipta. Ýmsar tilraunir hafa þó verið gerðar með mismiklum árangri. Í grein sinni Exchange rate volatility and International trade gerir Rainer Frey (2002) athugun til þess að meta hvort að aukið gengisflökt hefði neikvæð áhrif á magn utanríkisviðskipta fimm þjóða. Í þremur tilfellum af fimm fékk hann marktækar niðurstöður til stuðnings máli sínu. Hagfræðingarnir Hooper og Kohlhagen (1978) sýna einnig fram á með módeli sínu að aukið gengisflökt hefur neikvæð áhrif á milliríkjaviðskipti, hvort sem inn- eða útflytjandinn beri gengisáhættuna. Aftur á móti sýna Baldwin og Krugman (1989) fram á andstæðu þess með módeli sínu. Þeir telja að viss tregða í hegðun fyrirtækja sem stunda utanríkisviðskipti orsaki það að þau breyti ekki ákvörðunum sínum þrátt fyrir að breytingar í gengi eigi sér stað. Þó að aukið gengisflökt skapi talsverða áhættu fyrir inn- og útflytjendur vöru eða fjármagns þá eru ýmsar aðgerðir sem hægt er að grípa til svo að hægt sé að minnka áhættuna og þar með koma í veg fyrir að auknar gengissveiflur hafi áhrif á magn utanríkisviðskipta. Ein leiðin fyrir fyrirtæki væri til dæmis að nota valréttarsamninga (options) til þess að tryggja sig fyrir gengistapi. Með notkun valréttarsamninga getur fyrirtæki komið í veg fyrir meira tap en það sem nemur kostnaði samningsins. Önnur leið fyrir fyrtæki að verjast gengissveiflum er að auka fjölbreytni og sveigjanleika. Hagfræðingarnir Broll og Eckwert (1999) töldu að ef fyrirtæki væru sveigjanleg þá gætu gengisveiflur orðið til þess að auka framleiðslu og þar með útflutning. Þeir sýndu fram á það að ef fyrirtæki hefðu val um að selja afurðir sínar til dæmis á heimamarkaði eða flytja þær út, þá gætu gengissveiflur orðið til þess að auka hagnað þeirra án þess að áhætta myndi vaxa. Á svipaðan hátt væri hægt að sýna fram á dæmi þar sem sveigjanlegur 9

11 innflytjandi gæti flutt inn vöru frá því landi sem honum væri hagstæð á tilteknum tíma. Með fjölbreytni væri til dæmis einnig hægt að haga erlendum lánum þannig að þau væru samsett úr mörgum myntum og væru því áhættuminni en áður. En fyrst að svo margar leiðir standa til boða til þess að forðast áhrif gengisflökts á utanríkisviðskipti hversvegna er það þá vandamál? Notkun valréttarsamninga felur í sér tölverðan kostnað og mikla vinnu, þannig að óvíst er að þeir myndu henta öllum. Einnig ættu margir minni aðilar erfitt með að auka sveigjanleika eða fjölbreytni án þess að þurfa að leggja út í aukinn kostnað. Þegar á heildina er litið þá virðist vera erfitt að greina hvort að gengisflökt hafi í raun neikvæð eða jákvæð áhrif á utanríkisviðskipti þar sem sveiflurnar eru tilkomnar af slembnum upplýsingum og eru því óvæntar. Hinsvegar bendir nú margt til þess að lítil, opin hagkerfi líkt og Ísland séu viðkvæmari fyrir gengisflökti en önnur. Sérstaklega vegna þess að þau eru mjög háð innflutningi og erlendum fjármálamörkuðum, en einnig vegna þess að þau eiga kannski erfiðara með að auka fjölbreytni og sveigjanleika. Ekki nóg með að þau verða þá veikari fyrir gengisflökti, heldur er það oft meira en hjá öðrum ríkjum vegna þess hversu háð þau eru umheiminum. Þess vegna er líklegt að aukið gengisflökt hafi neikvæð áhrif á milliríkjaviðskipti þessara ríkja. Áhrif gengisflökts á aðrar efnahagsstærðir Mikið hefur verið skrifað um hvort sé hentugara fyrirkomulag gengis, flotgengi eða fastgengi. Eins og áður hefur verið komið inn á sveiflast fljótandi gjaldmiðlar meira en þeir sem fastir eru, og er ástæðan sennilega sú að verðlagsbreytingar sveiflast mun minna en nafngengi. En hvaða áhrif hafa þessi gengisfyrirkomulög á efnahagslíf viðkomandi landa? Oft hefur verið talið að sterk fylgni sé á milli fastgengisstefnu og lágrar verðbólgu, þó svo að sú hafi ekki verið rauninn á Íslandi. Þetta er hægt með því að knýja fram meiri aga í peningamálastjórn og tiltrú fólks á gjaldmiðlinum eykst því svo lengi sem fólk telur að þessari stefnu verði fylgt. Talið er að festa gengis dragi úr gengisflökti og stuðli að auknu aðhaldi í peningamálastjórnun. Gengisfyrirkomulag getur haft áhrif á vöxt landsframleiðslu í gegnum fjárfestingu og aukna framleiðni. Fast gengi eykur vöxt fjárfestingar en fljótandi gengi stuðlar að meiri vexti í framleiðni. Talið er að áhrif gengis 10

12 á hagvöxt séu sterkari undir fljótandi gengisfyrirkomulagi. Aukið gengisflökt með fljótandi gengisfyrirkomulagi gæti því til dæmis orsakað það að verð á aðföngum og á innfluttri vöru myndi hækka. Það gæti því að lokum leitt til minni hagvaxtar. Það má sjá að gengisflökt hefur ýmis áhrif á ýmsar stærðir efnahagsins, en sterkust eru áhrif þess á verðlag. Þó verðlag sé tregbreytanlegt, þá er það ekki svo til lengri tíma. Með tímanum hækkar aukið gengisflökt verðlag, bæði á innfluttum vörum og mörgum innlendum þar sem verð aðfanga hækkar einnig. Lítil, opin hagkerfi líkt og Ísland fara því sérstaklega illa út úr þessu þar sem oft á tíðum er fákeppni og skortur á staðkvæmdarvörum. Sveiflur í ISK/USD í samanburði við sveiflur í verðlagi 0,12 0,1 0,08 0,06 0,04 0,02 0-0,02-0,04-0,06-0,08 ISK/USD NVV jún.88 jún.89 jún.90 jún.91 jún.92 jún.93 jún.94 jún.95 jún.96 jún.97 jún.98 jún.99 jún.00 jún.01 jún.02 Heimild: Seðlabanki Íslands og Hagstofa Mynd 3: Myndin sýnir hversu mánaðarlegt flökt er mun meira í gengi ISK/USD, heldur en í verðlagi. Það gefur til kynna að verðlag er tiltölulega tregbreytanlegt. En einnig má sjá að oft er fylgni milli breytanna tveggja. Í bók sinni Exchange Rate Instability fjallar Paul Krugman (1988) um það hvernig gengishreyfingar hafa losnað úr tengslum við raunhagkerfið í mörgum stórum ríkjum frá því að flotgengi komst á upp úr Á tímum fastgengisstefnu hafði 10% gengislækkun mikil áhrif en í dag sveiflast gjaldmiðlar um tugi prósenta án þess að setja mark sitt á efnahagslíf þessara landa að neinu ráði. Krugman taldi þessa breytingu skýrast á því að fyrirtæki í utanríkisverslun geri áætlanir til langs tíma. Til þess að komast á nýja markaði þarf að leggja í margar óafturkræfar fjárfestingar og fyrirtæki munu því ekki láta skammtíma gengissveiflur hafa áhrif á þessar langtímafjárfestingar. Þess má geta að þó gengishreyfingar séu líklegri til að koma fram í verðlagi hérlendis en í stærri hagkerfum, 11

13 þá er ýmislegt hér líka sem gæti orðið til þess að gengið myndi aftengjast hagkerfinu okkar t.d. eins og fákeppni og væntingar um smáar gengissveiflur. Innflutningur er mikill hérlendis og innlend samkeppni af skornum skammti. Því koma gengishreyfingar meira fram í innlendu verðlagi vegna þess hversu háð við erum innflutningi og getum ekki skipt yfir í innlend aðföng í kjölfar gengislækkunar krónunnar. Eins og áður var komið inn á þá hafa gengissveiflur meiri hneigð til þess að endurspeglast í verðlagi í litlum, opnum hagkerfum líkt og Íslandi en í stærri hagkerfum heimsins. Sökum þess hafa gengishreyfingar og óstöðugleiki í gengi mikil áhrif á almenna velferð. Ef við myndum mæla velferð í væntum nytjum fólks, þá myndu nyt þess minnka ef verð á vörum og þjónustu myndi lækka sökum gengisflökts. Í kjölfarið myndi hækkandi verðlag hafa áhrif á laun og launakröfur þar sem kaupmáttur launafólks myndi minnka. Gengisflökt hefur einnig áhrif á væntingar. Til dæmis ef innflytjendur vænta þess að gengislækkun gangi ekki til baka munu þeir láta þessa gengislækkun ganga strax inn í verðlagið í stað þess að bíða eftir því að lækkunin gangi til baka. Áhrif væntinga þegar um gengishækkun er að ræða gæti haft þau áhrif til skamms tíma að neytendur vænta þess að verðlag muni fara hækkandi bráðlega vegna þess að gengishækkunin muni ganga til baka og auka því neyslu sína á innfluttum vörum og þá sérstaklega vörum sem hafa langan endingartíma. Væntingar geta einnig orðið til þess að fólk og fyrirtæki hafi hægar um sig og eyði fjármunum og tíma í að tryggja sig. Ljóst er því að gengisflökt hefur töluverð truflandi áhrif á ýmsa þætti hagkerfisins. En auðvitað getur ríkið og Seðlabankinn gert ýmislegt, og gerir, til þess að draga úr neikvæðum áhrif af völdum aukins gengisflökts eða jafnvel koma í veg fyrir þau. En þær aðgerðir eru komnar út fyrir efni þessarar ritgerðar. 12

14 Lokaorð Gengi gjaldmiðla ákvarðast á gjaldeyrismörkuðum, en umdeilt er hvaða þættir ráða þar mestu. Eins og margt annað í hagfræði eru það væntingar markaðsaðila sem ráða miklu um það hvernig gengið hreyfist. Markaðsaðstæður ráða einnig miklu um ákvörðun þess eins og t.d. fjöldi markaðsaðila og virkni markaðarins. En umfram allt annað eru það helstu efnahagsstærðir sem hafa áhrif á gengið. Í kjölfar aukins gengisflökts er gengið farið að hafa meiri áhrif á rekstur fyrirtækja sem svo eykur þrýsting á utanríkisviðskipti. Lítil opin hagkerfi virðast vera varnarlaus gagnvart miklum gengissveiflum og því er mikilvægt fyrir þau að hafa stöðugan gjaldmiðil. Miklar gengissveiflur geta sökum þess haft letjandi áhrif á hagkerfið en þó er daglegt flökt talið skipta minna máli. Reykjavík, 13. nóvember 2002 Barði Már Jónsson Hreggviður Ingason Markús Árnason 13

15 Myndaskrá Mynd 1: Krugman, Paul R., og Obstfeld, Maurice (2003). International Economics: Theory and Policy. Bandaríkjunum: Addison Wesley-World Student Series. Bls Mynd 2: Gögn fengin frá Seðlabanka Íslands. Mynd 3: Gögn fengin frá Seðlabanka Íslands og Hagstofu. 14

16 Heimildaskrá Axel Hall og Ásgeir Jónsson (2001). Um viðskiptavakt á íslenska gjaldeyrismarkaðinum. Greinargerð unnin fyrir Forsætisráðuneytið. Veraldarvefurinn: (skoðað 1. nóvember 2002). Ásgeir Jónsson (2001, maí). Bandaríski prófessorinn og íslenska krónan. Viðskiptablaðið. Ásgeir Jónsson (2001, september). Lítil lönd, minni gengissveiflur?. Viðskipablaðið. Broll, Udo og Eckwert, Bernhard (1999). Exchange rate volatility and international trade. Southern Economic Journal. Frey, Rainer (2002). Exchange rate volatility and international trade. Veraldarvefurinn: (skoðað 20. október 2002). Lyons, Richard K. (2002). The microstructure approach to the exchange rates. Veraldarvefurinn: (skoðað 19. október 2002). Hooper, Peter og Kohlhagen, Steven W. (1978). The effect of exchange rate uncertainty on the prices and volume of international trade. Journal of International Economics: Vol. 8. Krugman, Paul (1988). Exchange-Rate Instability. Boston: MIT Press. Krugman, Paul R., og Obstfeld, Maurice (2003). International Economics: Theory and Policy. Bandaríkjunum: Addison Wesley-World Student Series. 15

17 Ónefndur (2001, 22. júní).grein á heimasíðu Seðlabanka Íslands. Greinargerð til ríkisstjórnarinnar vegna verðbólgumarkmiðs. Veraldarvefurinn: (skoðað 15. október 2002). Ónefndur (2001, ágúst). Gjaldeyrismarkaður á Íslandi. Peningamál. Veraldarvefurinn: (skoðað 15. október 2002). Reinhart, Carmen M. (2000, Maí). The Mirage of Floating Exchange Rates. American Economic Review. Rogoff, Kenneth (1999): Perspectives on Exchange Rate Volatility, í International Capital Flows. Ritstjóri: Martin Feldstein. Chicago: University of Chicago Press. Veraldarvefurinn: (skoðað 2. nóvember 2002). Rogoff, Kenneth (2001, Maí). Why Not a Global Currency?. American Economic Review, Rogoff, Kenneth (2002, Júní). Why are G-3 Exchange Rates So Frinckle?. Finance & development, (2). 16

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Nýr gjaldmiðill handa Íslandi?

Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Geoffrey Wood Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Formáli Stórþjóðir hafa nær undantekningalaust sinn eigin gjaldmiðil. Í hnotskurn eru tvær ástæður fyrir þessu sögulegar og stjórnmálalegar. Gagnlegt er að

More information

BS ritgerð. Gengi íslensku krónunnar Sagan og sveiflurnar

BS ritgerð. Gengi íslensku krónunnar Sagan og sveiflurnar BS ritgerð Viðskiptafræði Gengi íslensku krónunnar Sagan og sveiflurnar Vilhjálmur Pétursson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Ingjaldur Hannibalsson Júní 2009 Formáli Ég vil sérstaklega

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing

HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR Höft og alþjóðavæðing Alþjóðahagfræði Kennari: Ásgeir Jónsson Nemendur: Björn Arnar Hauksson Guðmundur Svansson Hildigunnur Ólafsdóttir 10. október, 2002 2 Efnisyfirlit Inngangur...2

More information

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði. Hlutverk seðlabanka. Samanburður á Íslandi og Svíþjóð. Hörður Sigurðsson

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði. Hlutverk seðlabanka. Samanburður á Íslandi og Svíþjóð. Hörður Sigurðsson Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Hlutverk seðlabanka Samanburður á Íslandi og Svíþjóð Hörður Sigurðsson Leiðbeinandi: Jakob Már Ásmundsson, lektor Júní 2018 Hlutverk seðlabanka Samanburður á

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils BS ritgerð í viðskiptafræði Upptaka annars gjaldmiðils Með tilliti til uppgjörs fyrirtækja í erlendri mynt Kolbeinn Kristinsson Leiðbeinandi Jón Snorri Snorrason, lektor Viðskiptafræðideild Júní 2014 Upptaka

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu

Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu Lokaverkefni til BS. -prófs Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu Eyjólfur Andrés Björnsson Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræði Febrúar 2011 Leiðbeinandi: Eíríkur

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hagfræðileg hugsun á jaðrinum

Hagfræðileg hugsun á jaðrinum Hugvísindasvið Hagfræðileg hugsun á jaðrinum Hugmyndir um breytt fjármála- og viðskiptakerfi með almannahag og sjálfbærni að leiðarljósi. Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Sólveig Hauksdóttir September

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Átök, erjur og samvinna

Átök, erjur og samvinna Fjármálatíðindi 53. árgangur fyrra hefti 2006, bls. 43-60 Framlag Robert Aumann og Thomas Schelling til leikjafræða: Átök, erjur og samvinna Grein af vef Nóbelsstofnunarinnar í þýðingu Sveins Agnarssonar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Verðmat fyrirtækja

BS ritgerð í viðskiptafræði. Verðmat fyrirtækja BS ritgerð í viðskiptafræði Verðmat fyrirtækja Með tilliti til kenninga Modigliani og Miller Ásta Brá Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi Jón Snorri Snorrason, Lektor Viðskiptafræðideild Júní 2013 Verðmat fyrirtækja

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. Föstudagur, 20. október 2017 Ákvörðun nr. 38/2017 Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 12. júní 2017 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning vegna kaupa Hampiðjunnar

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði

Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði Samband tryggðar og ánægju viðskiptavina með þjónustu á fyrirtækjamarkaði Auður Hermannsdóttir og Svanhildur Ásta Kristjánsdóttir Ágrip Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samband tryggðar viðskiptavina

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum:

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: BSc í viðskiptafræði Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: Orsakir, áhrif og efnahagsleg þýðing Nafn nemanda: Kolbeinn Sigurðsson Kennitala: 111191-2479 Nafn nemanda: Guðjón

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Flökt íslensku krónunnar

Flökt íslensku krónunnar René Kallestrup 1 Flökt íslensku krónunnar Því er oft haldið fram að flökt íslensku krónunnar sé meira en annarra gjaldmiðla. Í þessari grein er litið nánar á þennan samanburð og lagt mat á hvort þessi

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

Jafnvægisraungengi krónunnar

Jafnvægisraungengi krónunnar Arnór Sighvatsson* Jafnvægisraungengi krónunnar Er það til? Að meta hvort raungengi lands á ákveðnu tímabili víki frá langtímajafnvægi er bæði fræðilega og í framkvæmd eitthvert erfiðasta viðfangsefni

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Fairtrade viðskiptastefnan

Fairtrade viðskiptastefnan Fairtrade viðskiptastefnan Áhrif Fairtrade viðskiptastefnunnar á kaffimarkað, vinnumarkað þróunarlanda, og lífskjör í þróunarlöndum Rúnar Steinn Benediktsson BS ritgerð Hagfræðideild Félagsvísindasvið

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

ER PHILLIPS KÚRVAN Í BANDARÍKJUNUM HORFIN?

ER PHILLIPS KÚRVAN Í BANDARÍKJUNUM HORFIN? ER PHILLIPS KÚRVAN Í BANDARÍKJUNUM HORFIN? Jón Seinsson, Seðlabanka Íslands Janúar 2001 INNGANGUR Gangur bandaríska hagkerfisins hefur á undanförnum árum verið órúlegur. Núverandi hagvaxarskeið í Bandaríkjunum

More information

EFNAHAGSMÁL. Verðtrygging og peningastefna. Ásgeir Daníelsson. Febrúar 2009

EFNAHAGSMÁL. Verðtrygging og peningastefna. Ásgeir Daníelsson. Febrúar 2009 EFNAHAGSMÁL 2009 1 Verðtrygging og peningastefna Ásgeir Daníelsson Verðtrygging, fastir vextir og jafngreiðslur einkenna langtímalán á Íslandi. Spurt er hvort það valdi minni virkni peningastefnunnar.

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. Reykjavík, 6. apríl 2017 Ákvörðun nr. 14/2017 Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 28. febrúar 2017 barst eftirlitinu kaupsamningur varðandi kaup Sands ehf. á öllu hlutafé

More information

22/03/2018 RANNSÓKN Á LYFJAMARKAÐI VERÐLAGNING HEILDSÖLULYFJA Á ÍSLANDI

22/03/2018 RANNSÓKN Á LYFJAMARKAÐI VERÐLAGNING HEILDSÖLULYFJA Á ÍSLANDI 22/03/2018 RANNSÓKN Á LYFJAMARKAÐI VERÐLAGNING HEILDSÖLULYFJA Á ÍSLANDI Höfundar skýrslu Gunnar Haraldsson, PhD (Toulouse). Kári S Friðriksson, MSc (UPF, Barcelona) Magnús Árni Skúlason, MSc, MBA (Cambridge).

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Aragata 14 Sími: 525 4500/525 4553 Fax: 525 4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Höfundur: Dr. Ragnar Árnason Report

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

"Það virðast allir vita hvað þeir vilja :

Það virðast allir vita hvað þeir vilja : VIÐSKIPTASVIÐ "Það virðast allir vita hvað þeir vilja : Reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong. Ritgerð til MS gráðu

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA. Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands n Fræðigreinar Boðhlaup kynslóðanna Gylfi Magnússon, dósent, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Útdráttur Grein þessi fjallar um þróun einkaneyslu, samneyslu, þjóðar- og landsframleiðslu og eignir Íslendinga

More information

Vörumerkjasamfélag Apple

Vörumerkjasamfélag Apple Vörumerkjasamfélag Apple Neytendur og einkenni B.Sc. í viðskiptafræði Davíð Hansson Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson Apríl 2013 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.Sc.

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Spornað við útflæði fjármagns Virkuðu íslensku gjaldeyrishöftin? Kristrún Mjöll Frostadóttir

Spornað við útflæði fjármagns Virkuðu íslensku gjaldeyrishöftin? Kristrún Mjöll Frostadóttir Spornað við útflæði fjármagns Virkuðu íslensku gjaldeyrishöftin? Kristrún Mjöll Frostadóttir BS ritgerð Hagfræðideild Félagsvísindasvið Leiðbeinandi: Sveinn Agnarsson Maí 2011 2 Útdráttur Eftir að áföll

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Efnahagshorfur hafa heldur batnað

Efnahagshorfur hafa heldur batnað Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum 1 Efnahagshorfur hafa heldur batnað Gengi krónunnar hefur haldist nálægt 1 kr. gagnvart evru undanfarna mánuði og dregið hefur úr gengissveiflum þrátt fyrir

More information

Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf.

Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf. Föstudagur, 2. september 2016 Ákvörðun nr. 23/2016 Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 20. maí 2016 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Greining samkeppnisumhverfis

Greining samkeppnisumhverfis Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem hafa áhrif á hættu á myndun samkeppnishindrana Þorsteinn Siglaugsson Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Efnisyfirlit. 5 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum Efnahagshorfur hafa heldur batnað

Efnisyfirlit. 5 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum Efnahagshorfur hafa heldur batnað 9 Efnisyfirlit 3 Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands Vaxtagangur Seðlabankans aðlagaður virku aðhaldi peningastefnunnar 5 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum Efnahagshorfur hafa

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson. Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor 2009 Umboðsvandi Í íslensku og erlendu viðskiptalífi Tómas Örn Sigurbjörnsson Kt: 110974-5319 Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi:

More information