Nýr gjaldmiðill handa Íslandi?

Size: px
Start display at page:

Download "Nýr gjaldmiðill handa Íslandi?"

Transcription

1 Geoffrey Wood Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Formáli Stórþjóðir hafa nær undantekningalaust sinn eigin gjaldmiðil. Í hnotskurn eru tvær ástæður fyrir þessu sögulegar og stjórnmálalegar. Gagnlegt er að gera grein fyrir ástæðunum, því það leiðir í ljós hvenær röksemdirnar fyrir sambandi þjóðar og gjaldmiðils fá staðist, en ekki síður, hvenær þær fá ekki staðist. Fyrri hluti þessarar stuttu greinar fjallar um þetta, sem ryður brautina fyrir sérstaka athugun á stöðu Íslands. Í síðari hluta greinarinnar eru röksemdirnar í fyrri hlutanum heimfærðar upp á aðstæður í íslenska hagkerfinu. Með þessu móti er dregið fram hvað býr að baki sjónarmiðum um að Ísland leggi af gjaldmiðil sinn og taki upp til dæmis evru. Að lokum eru teknar saman niðurstöður greinarinnar. Ríki og gjaldmiðlar Það eru yfirleitt smáríki, sem hafa ekki sinn eigin gjaldmiðil heldur nota þess í stað gjaldmiðil einhvers annars ríkis. Sjaldgæfara er að til staðar sé gjaldmiðill, eins og evran, sem hefur ekki neitt ákveðið ríki að bakhjarli, en er brúkaður af mörgum ríkjum. Áður en fjallað er um þessi sérstöku tilvik er gott að ræða hvers vegna þau eru sérstök. Gjaldmiðlar eru ekki uppfinning stjórnvalda eða ríkja; þeir þróuðust til að draga úr kostnaði viðskipta. Án gjaldmiðla geta viðskipti einungis orðið með vöruskiptum. Slíkt fyrirkomulag er mjög tímafrekt og tími er takmörkuð auðlind. Áður fyrr þróuðust ýmsar leiðir til að draga úr viðskiptakostnaði, en smám saman áttuðu einhverjir sig á því, að með samkomulagi um að taka eina ákveðna vöru sem greiðslu fyrir allar aðrar vörur, yrði mikil hagræðing í tíma. Þessi tiltekna vara yrði gjaldgeng í öllum viðskiptum. Peningar voru ekki aðeins uppfinning einkaaðila, heldur voru þeir til margra ára aðeins gefnir út af einkaaðilum. Ríkið tók yfir útgáfu gjaldmiðla vegna þess að myntslátta í gulli t.d. var ábatasöm iðja. Réttur til útgáfu pappírspeninga, án tryggingar í vöru, gaf eðlilega enn meira af sér (og var af þeim sökum stundum misnotaður). Hin sögulega ástæða þess að í dag eru peningar tengdir við þjóðríki, leiðir Þjóðmál VETUR

2 því ekki óhjákvæmilega til þess að svo verði áfram. Hvað með stjórnmálalegar ástæður? Hér komum við að valdi ríkisins til skattlagningar. Gjaldmiðlasvæði geta öðru hverju orðið fyrir áföllum sem hafa mismunandi áhrif innan þeirra. Þessi mismunandi áhrif geta þá komið fram í því að sum svæðin blómstra en önnur visna. Þetta kann að ógna stjórnmálalegri samstöðu og leiða til efnahagslegrar sundurleitni í einstaka tilvikum. Millifærslur verðmæta til að jafna aðstöðumun svæðanna geta komið til móts við þess háttar vandamál. Slíkar millifærslur geta í einstaka tilvikum verið nauðsynlegar til að halda svæði saman sem efnahagslegri einingu. Penelope Hartland (1949) færir fyrir því rök, í sérlega áhugaverðri rannsókn, að án slíkra millifærslna í kreppunni miklu í kringum 1930 hefðu Bandaríkin leyst upp sem myntsvæði og dollarinn liðið undir lok. Tilvist þjóðargjaldmiðla getur því verið réttlætt með því að þeir geri millifærslur frá ríkari til fátækari svæða mögulegar. Gætið þó að einu, sem er gífurlega mikilvægt í þessu samhengi, að ef mismunandi svæði sem nota sama gjaldmiðil eru sveigjanleg, vegna þess að verð er sveigjanlegt og hvorki atvinnuleysi né kreppa ríða yfir í kjölfar áfalla, þá eru millifærslur sem þessar ekki nauðsynlegar. (Þetta er lykilinn að sígildri rannsókn Roberts Mundells frá 1961 um hagkvæm gjaldmiðlasvæði.) Er þörf fyrir íslensku krónuna? Það er ljóst að fyrri ástæðan fyrir tengslum ríkis og peninga, sem ég kalla sögulega, á ekki við á Íslandi. Reyndar eiga sögulegar ástæður þjóðargjaldmiðla nær hvergi við, því þó að öll ríki hafi einhverjar tekjur af útgáfu peninga þá er ekkert ríki sem reiðir sig á þær, sem meiriháttar uppsprettu tekna. Að vísu er fróðlegt að Zimbabwe gerði þetta um tíma, en ofnotar nú úrræðið og verðbólga eykst þar svo hratt að tekjur ríkisins af seðlaprentun eru í raun lægri en ef verðbólgan væri minni. Hvað um síðari ástæðu sambands ríkis og gjaldmiðla? Hér þarf að huga að sérstöðu íslenska hagkerfisins. Þjóðin er fámenn (um 300 þúsund íbúar). Þjóðartekjur eru um 12 milljarðar evra. Framleiðslan er í meginatriðum bundin við mjög fá svið. Helstu framleiðslugreinar eru fiskveiðar og fiskvinnsla, fjármálastarfsemi, stóriðja og orkuvinnsla tengd henni, ásamt ferðaþjónustu. Samanlagt standa þessar greinar undir 90% af útflutningstekjum landsins. 1 Þessu til viðbótar, sem er jafnvel enn mikilvægara, byggjast allar greinarnar á alþjóðlegum viðskiptum og standa andspænis verðlagningu sem ákveðin er dag frá degi á alþjóðlegum mörkuðum. Skortur á sveigjanleika í verðlagningu er því ekki vandamál, sem að öðrum kosti myndi kalla á peningalegar millifærslur innanlands, til að auðvelda aðlögun ef áföll riðu yfir landið. Það er erfitt að sjá hvers vegna tenging er á milli gjaldmiðils og ríkis á Íslandi, nema vegna þess að þannig hefur það verið í yfir 90 ár, þ.e. allar götur síðan landið losnaði undan Dönum og varð fullvalda árið 1918 og sjálfstætt árið Það er því fullkomlega eðlilegt, a.m.k frá hagfræðilegu sjónarmiði, að sjá fyrir sér Ísland nota annan gjaldmiðil en íslensku krónuna. Áður en farið er nánar út í þann möguleika er rétt að líta stuttlega á þau lönd þar sem sambandið milli ríkis og gjaldmiðils er ekki til staðar. Þau eru þrenns konar: Sum hafa tekið upp gjaldmiðla annarra ríkja þar sem þau reyndust sjálf ófær um að stjórna sínum eigin gjaldmiðli, önnur vegna þess að þau voru of lítil til að halda úti eigin gjaldmiðli 1 Þessar atvinnugreinar standa undir 35% af þjóðarframleiðslu og skapa yfir 20% starfa á Íslandi. 44 Þjóðmál VETUR 2007

3 og svo er það hið sérstaka dæmi um evruna og evrusvæðið. Ríki án eigin gjaldmiðla Það er óþarfi að eyða tíma í að fjalla um lönd sem hafa tekið upp annan gjaldmiðil vegna óstjórnar í peningamálum. Það á ekki við um Ísland. Hins vegar er rétt að nefna að þessi hópur landa er ekki bundinn við svokölluð bananalýðveldi. Bretland var í þessum hópi um tíma, þegar það gerðist aðili að gengissamstarfi Evrópu (ERM) og tengdist þar með þýska markinu eftir að hafa glímt við vandamál við stjórn peningamála um árabil. Með því var Bretland í reynd að flytja inn stjórn peningamála frá Þýskalandi enda var hún betri en sú sem bauðst heima fyrir. Það er áhugaverðara og á betur við að fjalla um ríki sem hafa sökum smæðar sinnar ákveðið að skynsamlegra sé að taka upp gjaldmiðla annarra ríkja heldur en að stjórna sínum eigin gjaldmiðli. Sum ríki í Suður-Ameríku eru dæmi um þetta. Þau voru svo opin fyrir flæði fjármagns og vara, og algerlega áhrifalaus um verðlagningu þess sem þau framleiddu, að einfaldast var að taka upp gjaldmiðil Bandaríkjanna, sem þau áttu mest viðskipti við. 2 Á 19. öld og fram á miðja 20. öld tóku ýmis ríki upp svokölluð myntráð og festu í reynd gengi síns gjaldmiðils kirfilega við gjaldmiðil annars ríkis. Hér var oft um að ræða nýlenduþjóðir sem festu gengi gjaldmiðils síns við gjaldmiðil nýlenduveldisins. Með slíku myntráði fengu þessi smærri ríki aðgang að öflugum fjármálamarkaði og tryggðu framboð af stöðugu lánsfé. Sum þessara ríkja halda enn í þetta skipulag, svo sem Guernsey, Jersey og Singapore. (Guernsey og Jersey gefa m.a.s. út gjaldmiðil 2 Um þessi lönd og ástæður þeirra ákvarðana er ítarlega fjallað af Kenen, sem heitir sterling; en þrátt fyrir að skipta á jöfnu við sterlingspund er það ekki sami gjaldmiðillinn, gjaldeyrisvarasjóðum er haldið úti til að verja gjaldmiðilinn og það er mögulegt að tengja hann öðrum gjaldmiðli en sterlingspundi.) Að lokum komum við að evrunni og Myntbandalagi Evrópu. Hér höfum við einstakt tilfelli gjaldmiðil án ríkis. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt, t.d. af Wickens (2007) sem gerir á nútímalegan hátt sömu athugasemdir og Hartland gerði varðandi Bandaríkin (1949) og getið var hér að ofan. Það á enn eftir að reyna verulega á evrópska myntsamstarfið vegna mismunandi efnahagsaðstæðna í aðildarlöndum þess, en Wickens heldur því fram að þrýstingur á slíka þolraun sé smátt og smátt að aukast. 3 Á Ísland að halda krónunni? Röksemdirnar sem raktar hafa verið hér fyrr sýna það nokkuð skýrt, að Ísland þarf ekki að halda krónunni. Ísland er lítið, verðsveigjanlegt, opið hagkerfi, með menntað og aðlögunarhæft vinnuafl. Ísland byggir ekki á sveigjanlegum framleiðslugreinum en hefur ekki burði til að hreyfa alþjóðlega verðlagningu á framleiðsluvörum sínum, sem þýðir að ekki eru sterk rök fyrir því að halda í íslensku krónuna. Þrátt fyrir að Ísland njóti ekki mikils ávinnings af eigin gjaldmiðli er ekki sjálfsagt að álykta sem svo að best sé að kasta honum. Það gæti hugsast að enginn sérstakur ávininngur væri af því að taka upp gjaldmiðla annarra. Á hinn bóginn er ástæða til að benda á, að ekkert ríki, jafn 3 Rockoff, 2003, heldur því fram að í samanburði við Rockoff, 2003, heldur því fram að í samanburði við Bandaríkin muni það taka evrusvæðið mörg ár, a.m.k eina öld, að verða nægilega þróað til að standast áföll. Wickens gefur til kynna að það muni ekki fá nægan tíma. Þjóðmál VETUR

4 lítið og Ísland, hefur sinn eigin gjaldmiðil. Og að kannski er einhver ávinningur í því að gefa sérstöðuna upp á bátinn (að þessu leyti a.m.k.). Gengisskráning gjaldmiðla mjög lítilla ríkja veldur þeim vanda. Hagkerfið getur sveiflast til vegna flæðis fjármagns sem er ótengt efnhagslífinu, en tengist frekar vaxtamun við önnur svæði hin alræmdu vaxtamunaviðskipti (e. carry trade), þar sem fjármagn er tekið að láni þar sem það er ódýrt og lánað þangað sem það er dýrt. Ef gengið er fest getur slíkt fjármagnsflæði borið innlenda peningamálastjórn ofurliði. Og ef gengið er fljótandi getur slíkt flæði valdið sveiflum sem eru skaðlegar hagkerfinu. Þessu til viðbótar geta gengissveiflur og sú óvissa um vaxtastig sem fylgir vaxtamunaviðskiptum, leitt af sér hækkun lántökukostnaðar fyrir innlenda fjárfesta, En hvað er til ráða? Líkt og gerðist fyrr á tímum geta lítil hagkerfi fest gengi síns gjaldmiðils við einhvern annan gjaldmiðil. Þau geta einnig tekið alfarið upp þann gjaldmiðil. Ákvörðun um þetta þýðir að velja þarf gjaldmiðilinn. Það er þó til staðar annar möguleiki. Það er samkeppni á milli gjaldmiðla. Sumir hagfræðingar hafa lagt til að heimiluð verði einkaútgáfa peninga, þar sem fleiri en einn útgefandi keppa, og samkeppnin sker úr um hverjir standa eftir. Við fyrstu sýn er hugmyndin framandi. En hér væri auðvitað á ferðinni nákvæmlega sama fyrirkomulag og á markaði fyrir vörur ávinningur af samkeppninni þar í formi betri vara, lægra verðs og meira úrvals, er almennt viðurkenndur. Það er athyglisvert að fylgismenn hugmyndarinnar geta byggt á gögnum máli sínu til stuðnings. Sögulega hefur slíkt fyrirkomulag gefist vel og getið af sér stöðuga peninga. Sönnungargögnin eru þó fengin af þröngu og ef til vill sérstöku skeiði í hagsögunni. Það væri sannarlega áhættusamt í dag enda þótt áhættan gæti borgað sig að fara yfir í kerfi einkaútgefinna peninga. Sem betur fer er hægt að njóta mikils hluta ábatans án svo róttækra breytinga. Þannig er m.a.s. ekki nauðsynlegt fyrir íslenska ríkið að ákveða að kasta krónunni. En það getur hins vegar ríkt samkeppni í útgáfu peninga. Hvernig færi slík samkeppni fram? Í raun væri það einfalt, því nóg er að segja að aðrar myntir séu samþykktar sem lögeyrir á Íslandi, samhliða krónunni. Með þessu gætu Íslendingar einfaldlega valið hvaða mynt hentar hverjum og einum best. 4 Rétt er að leggja áherslu á að þessu frjálsræði verður að fylgja, að íslenskir ríkisborgarar geti greitt skatta sínar og skyldur til ríksins í þeirri mynt sem þeir kjósa. Eina skilyrðið sem því þarf að fylgja er að myntin, sem er valin, sé framseljanleg á alþjóðlegum mörkuðum. Af þessu gæti leitt að ein mynt yrði ráðandi eða jafnvel einráð, en slíkt þyrfti þó ekki að gerast. Ekki er erfitt að ímynda sér að stór hluti af íslenskum viðskiptum færi fram í evrum (gjaldmiðli helsta viðskiptasvæðis Íslands). En samhliða því myndi hið stóra íslenska fjármálakerfi kjósa að nota svissneskan franka, mynt öflugrar fjármálamiðstöðvar, þar sem verðstöðugleiki og möguleikar á lánssamningum til mjög langs tíma hafa reynst fjármálakerfinu ákaflega vel. Það ber að taka fram að sama hver niðurstaða samkeppninnar yrði, myndi hún 4 Þegar Bretland var að íhuga að taka upp evruna, var Þegar Bretland var að íhuga að taka upp evruna, var tillaga um gjaldmiðlasamkeppni gaumgæfð til að meta hvort það væri raunverulega eftirsóknarvert fyrir breska hagkerfið að taka upp evru. Með því var viðurkennt að uppi væru rök og veigamikil sjónarmið, bæði með og á móti upptöku evrunnar. Sjá: The Road to Monetary Union Revisited eftir John Chown, Geoffrey Wood, og Max Beber (1994), og fyrri ritgerðir eftir John Chown og Geoffrey Wood sem þar er vísað til. Ítarlegri umfjöllun um undirliggjandi kenningar er unnt að finna hjá Vaubel, (1977). Nákvæmlega sama tillaga hefur nýlega verið sett fram fyrir ný aðildarríki sambandsins af Willem Buiter (2007). 46 Þjóðmál VETUR 2007

5 ekki ógna fjármálalegum stöðugleika. Það gildir einu hvaða mynt, eða myntir, yrðu fyrir valinu af fjármálakerfinu því kerfið myndi alltaf hafa aðgang að lánalínum til þrautarvara (e. lender of last resort) hjá þeim seðlabanka sem gefur út viðkomandi mynt eða myntir, svo lengi sem fjármálakerfið gæti tryggt fullnægjandi veð. Ítarlega greiningu á lánveitanda til þrautarvara má sjá í Wood (2000), en aðalatriðið er að það er í þágu hagsmuna hvers seðlabanka að aðstoða banka í vanda sem nota viðeigandi mynt, hvar svo sem bankarnir kunna að vera staðsettir. Því ella mun vandinn koma fram í heimalandi seðlabankans. Peningar eru fullkomlega yfirfæranlegir og virða engin landamæri. Ávinning af gjaldmiðlasamkeppni má reyndar sjá í mörgum löndum í dag. Þegar gjaldeyrishöft voru afnumin og fólk átti kost á að dreifa áhættu sinni, og færa hana frá gjaldmiðlum sem það vildi síður nota, lækkaði verðbólga. Hér er ekki verið að gefa í skyn að fyrir endalok gjaldeyrishafta hafi ríki og seðlabankar vísvitandi valdið verðbólgu. Heldur frekar að við afnám haftanna hafi mat almennings, en ekki bara stjórnvalda, birst hratt á fjármálamörkuðum, sem þýddi að stjórnvöld höfðu úr meiri gögnum að moða en áður, til að taka upplýstari og vandaðri ákvarðanir. Niðurstöður Ísland á það sameiginlegt með öðrum smáum og opnum hagkerfum að það er berskjaldað gagnvart alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það er sama hversu vel peningamálastefnan er rekin á Íslandi, hún verður alltaf fyrir áhrifum, og þar með truflunum frá alþjóðlegum mörkuðum sem koma fram í íslenska hagkerfinu. Með því að taka upp aðra mynt, eða stofna til myntráðs, væri verið að taka á þessum vanda. Þær myntir sem augljóslega koma helst til greina eru evran en líka svissneski frankinn, sem er jafnvel enn áhugaverðari kostur, því hann er mynt öflugrar fjármálamiðstöðvar, sem á sér langa og merka sögu um stöðugt verðlag. En betri lausn gæti verið að leyfa samkeppni á milli gjaldmiðlanna, með því að færa í lög að Íslendingar geti notað hvaða mynt sem þeir kjósa, svo lengi sem þeirra viðskiptamenn eru sáttir við það. Þannig yrðu myntir valdar í gagnkvæmum samningi sem myndi taka til allra þeirra þátta sem snerta hagsmuni samningsaðila. Íslenska hagkerfið hefur yfir slíkum sveigjanleika að ráða að það er rétt að leyfa slíka samkeppni, í vissu þess að hún leiði til aukinnar hagræðingar. Heimildir: Buiter, Willem (2007): Strengthening Convergence: adopting the Euro as joint legal tender. Chown, John F. Geoffrey Wood, and Max Beber (1994): The Road to Monetary Union Revisited, Institute of Economic Affairs, London. Hartland, Penelope, (1949): Interregional Payments compared with International Payments, Quarterly Journal of Economics, 63, Kenen, Peter B. (1969): The Theory of Optimum Currency Areas: an Eclectic View in Mundell, R.A. and Swoboda, Monetary Problems of the International Economy, University of Chicago Press, Chicago. Mundell Robert A. (1961): A theory of Optimum Currency Areas, American Economic Review 53. Mundell Robert A. (1973): Some Uncommon Arguments for Common Currencies in Johnson, H. and Swoboda, A., eds., The Economics of Common Currencies, Allen and Unwin, London. Vaubel, Roland (1986): Competing Currencies: the Case for Free Entry in James Dorn and Anna J. Schwartz (eds.), The Search for Stable Money; Essays on Monetary Reform, University of Chicago Press, Chicago. Wickens, Michael (2007): Is the Euro Sustainable?, CEPR Discussion Paper Number Wood, Geoffrey (2000): The Lender of Last Resort Reconsidered, Journal of Financial Services Research, Vol. 18, nos.2/3, December. Þjóðmál VETUR

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils BS ritgerð í viðskiptafræði Upptaka annars gjaldmiðils Með tilliti til uppgjörs fyrirtækja í erlendri mynt Kolbeinn Kristinsson Leiðbeinandi Jón Snorri Snorrason, lektor Viðskiptafræðideild Júní 2014 Upptaka

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvaða gjaldmiðill? 20.1 Inngangur Almenn sjónarmið við val á gjaldmiðli

Hvaða gjaldmiðill? 20.1 Inngangur Almenn sjónarmið við val á gjaldmiðli 20 Hvaða gjaldmiðill? 20.1 Inngangur Í köflum 18 og 19 er fjallað um aðra valkosti varðandi tengingu við eða upptöku annars gjaldmiðils en þann að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) í gegnum

More information

Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði

Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Þrautalánveitandi ríkja á sameiginlegu myntsvæði Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Útdráttur Kenningin um hagkvæm myntsvæði var sett fram og þróaðist

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu

Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu Lokaverkefni til BS. -prófs Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu Eyjólfur Andrés Björnsson Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræði Febrúar 2011 Leiðbeinandi: Eíríkur

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Hagfræðileg hugsun á jaðrinum

Hagfræðileg hugsun á jaðrinum Hugvísindasvið Hagfræðileg hugsun á jaðrinum Hugmyndir um breytt fjármála- og viðskiptakerfi með almannahag og sjálfbærni að leiðarljósi. Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Sólveig Hauksdóttir September

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing

HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR Höft og alþjóðavæðing Alþjóðahagfræði Kennari: Ásgeir Jónsson Nemendur: Björn Arnar Hauksson Guðmundur Svansson Hildigunnur Ólafsdóttir 10. október, 2002 2 Efnisyfirlit Inngangur...2

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Átök, erjur og samvinna

Átök, erjur og samvinna Fjármálatíðindi 53. árgangur fyrra hefti 2006, bls. 43-60 Framlag Robert Aumann og Thomas Schelling til leikjafræða: Átök, erjur og samvinna Grein af vef Nóbelsstofnunarinnar í þýðingu Sveins Agnarssonar

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Guðmundur Hálfdanarson: Glatast fullveldið við inngöngu í Evrópusambandið?

Guðmundur Hálfdanarson: Glatast fullveldið við inngöngu í Evrópusambandið? og allt. 2 Þessi ótti við að týna fullveldinu, á sama tíma og það fékkst, stafaði að hluta til af Guðmundur Hálfdanarson: Glatast fullveldið við inngöngu í Evrópusambandið? Allt frá því að Ísland fékk

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Dáleidd af bankastarfsemi

Dáleidd af bankastarfsemi Dáleidd af bankastarfsemi Jón Daníelsson, London School of Economics Gylfi Zoega, Háskóla Íslands og Birkbeck College 8. febrúar 2008 Rannsókn okkar á hruni íslenska hagkerfisins, fáanleg hér, færir rök

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Fjártækni Möguleikar og tækifæri

BS ritgerð í viðskiptafræði. Fjártækni Möguleikar og tækifæri BS ritgerð í viðskiptafræði Fjártækni Möguleikar og tækifæri Orri Freyr Guðmundsson Leiðbeinandi: Guðrún Johnsen, lektor Maí 2017 Fjártækni Möguleikar og tækifæri Orri Freyr Guðmundsson Lokaverkefni til

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

Milliverðlagning í alþjóðlegum skattarétti

Milliverðlagning í alþjóðlegum skattarétti Milliverðlagning í alþjóðlegum skattarétti - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Guðmundur Njáll Guðmundsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Bragi Gunnarsson hdl. Janúar 2011

More information

ER PHILLIPS KÚRVAN Í BANDARÍKJUNUM HORFIN?

ER PHILLIPS KÚRVAN Í BANDARÍKJUNUM HORFIN? ER PHILLIPS KÚRVAN Í BANDARÍKJUNUM HORFIN? Jón Seinsson, Seðlabanka Íslands Janúar 2001 INNGANGUR Gangur bandaríska hagkerfisins hefur á undanförnum árum verið órúlegur. Núverandi hagvaxarskeið í Bandaríkjunum

More information

Hagstjórn, fjármál og hagvöxtur

Hagstjórn, fjármál og hagvöxtur Fjármálatíðindi 52. árgangur fyrra hefti 2005, bls. 3-18 Hagstjórn, fjármál og hagvöxtur Þorvaldur Gylfason* Ágrip: Þessi ritgerð fjallar um þrjár hliðar á stjórn peningamála og ríkisfjármála í Evrópu

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Aragata 14 Sími: 525 4500/525 4553 Fax: 525 4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Höfundur: Dr. Ragnar Árnason Report

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Yfirtaka greiðslukortanna

BS ritgerð í viðskiptafræði. Yfirtaka greiðslukortanna BS ritgerð í viðskiptafræði Yfirtaka greiðslukortanna Val hins íslenska neytanda á greiðslumiðlum Hjörtur Sigurðsson Leiðbeinandi: Gylfi Magnússon, dósent Viðskiptafræðideild Maí 2012 Yfirtaka greiðslukortanna

More information

Greining samkeppnisumhverfis

Greining samkeppnisumhverfis Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem hafa áhrif á hættu á myndun samkeppnishindrana Þorsteinn Siglaugsson Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? Eva Rún Michelsen Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild September 2011 Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1

Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1 Egill Arnarson Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1 in memoriam Jørgen Jørgensen Hvaða stöðu skyldi Búsáhaldabyltingin eiga eftir að öðlast í Íslandssögunni? Verður hún talin hafa markað einhver

More information

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 9 Yfirtaka síðari hluti Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 10 Inngangur 11 1. Yfirtökutilboð 11 1.1. Skilmálar tilboðs 11 1.1.1. Almennt 11 1.1.2. Lágmarksverð 12 1.1.3. Leiðrétting

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson.

Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor Umboðsvandi. Í íslensku og erlendu viðskiptalífi. Tómas Örn Sigurbjörnsson. Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi: Stefán Kalmansson Vor 2009 Umboðsvandi Í íslensku og erlendu viðskiptalífi Tómas Örn Sigurbjörnsson Kt: 110974-5319 Háskólinn á Bifröst BS ritgerð Leiðbeinandi:

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Verðtrygging, þjóðarsátt og inntak kjarasamninga

Verðtrygging, þjóðarsátt og inntak kjarasamninga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Verðtrygging, þjóðarsátt og inntak kjarasamninga 1 Þórólfur Matthíasson, Dr. Polit., prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands Útdráttur Verðtryggingu fjárhagsskuldbindinga var

More information