Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1

Size: px
Start display at page:

Download "Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1"

Transcription

1 Egill Arnarson Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1 in memoriam Jørgen Jørgensen Hvaða stöðu skyldi Búsáhaldabyltingin eiga eftir að öðlast í Íslandssögunni? Verður hún talin hafa markað einhver spor í henni, jafnvel mikilvæg tímamót? Verður hennar yfirhöfuð minnst sem sjálfstæðs atburðar eða mun hún renna saman við önnur mótmæli síðastliðinna missera, s.s. gegn Icesave sumarið 2009, fjölskyldumótmælin í októberbyrjun 2010 og önnur tunnumótmæli? Verður hún umfram allt talin dæmi um róstur við þinghúsið, á borð við Gúttóslaginn eða átökin 30. mars 1949, eða nýir og breyttir tímar sagðir hafa runnið upp í kjölfar hennar í stjórnmálasögu landsins? Er þannig hægt að setja hana í samhengi við byltingar erlendis, s.s. við Búsáhaldabyltinguna í Argentínu 2001 eða svokallaðar jasmín- byltingar í Norður- Afríku og Arabíuskaga 2011 sem harkalegt uppgjör við stjórnarhætti og efnahagsstefnu ýmissa ríkja þar á undangengnum áratugum? 2 Eða er svo gott sem ekkert sambærilegt með henni og þeim byltingum? Um þetta er væntanlega of snemmt að fullyrða nokkuð. Hins vegar er athyglisvert að svo virðist sem fáir hafi séð ástæðu til þess að velta hugsanlegri þýðingu Búsáhaldabyltingarinnar fyrir sér; svo er að sjá sem um hana ríki þögn og áhugaleysi. Rit og rannsóknir á orsökum og aðdraganda Hrunsins eru orðin að sérstakri bókmenntagrein á meðan rit um Búsáhaldabyltinguna eru ekki einu sinni teljandi á fingrum annarrar handar. 3 Ræðum og yfirlýsingum frá vetrinum hefur ekki verið safnað saman, engin bitastæð greining farið fram á þeim, skipuleggjendur hafa ekki skýrt opinberlega frá hlut þeirra í byltingarferlinu og engin metnaðarfull rannsókn verið gerð á því hvort tilteknir þjóðfélagshópar öðrum fremur hafi tekið þátt í byltingunni. Sama gildir um þær heimildamyndir sem gerðar hafa verið um Hrunið og Búsáhaldabyltinguna: Hin síðarnefnda er þar aðeins skoðuð sem tilfinningarík viðbrögð við Hruninu án þess að hugað sé að því hvort hún hafi byggt á einhverjum ákveðnum stjórnmálalegum hugmyndum eða gildum. 4 Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður. 1 Erindið sem þessi grein byggir á, Mergð eða sjálfsvera? Um hugsanlegt eðli búsáhaldabyltingarinnar, birtist á Heimspekivefnum 23. nóvember 2010, sjá: 2 Dæmi um efnahagslegar skýringar fyrir uppreisninni í Egyptalandi má finna í grein Walter Armbrust: The Revolution Against Neoliberalism (Jadaliyya, 23. febrúar Sótt 7. apríl 2011 af: revolution- against- neoliberalism- ): Mubarak s Egypt degraded schools and hospitals, and guaranteed grossly inadequate wages, particularly in the ever- expanding private sector. This was what turned hundreds of dedicated activists into millions of determined protestors. 3 Eiríkur Örn Norðdahl hefur fjallað um þá tilhneigingu í nýlegum íslenskum skáldsögum að fjalla aðeins óbeint um Búsáhaldabyltinguna og án þess að takast á við hana: Thus these authors, whose novels deal most directly with the crisis of all of the novels published in Iceland since the collapse, avoid dealing with the actual events of Austurvöllur or the crisis itself, but circle it, or rather confront it and, having seen a glimpse of it, take a violent turn towards the personal and away from the general, the masses, the overtly political. (Eiríkur Örn Norðdahl 2011). Raunar á þessi sama greining við um skáldsögu Eiríks sjálfs, Gæsku (Reykjavík: Mál og menning, 2009). 4 Enda þótt t.d. fjöldi áhrifamikilla ljósmynda sé til frá atburðum tengdum Búsáhaldabyltingunni hafa þær aldrei verið gefnar út á bók og fáar sýningar haldnar á þeim. 1

2 1) Búsáhaldabyltingin var og er umdeild: Þótt menn deili um hvað hafi nákvæmlega leitt til Hrunsins var það atburður sem flestir upplifðu með svipuðum hætti. Búsáhaldabyltingin var hins vegar röð aðgerða (að vísu ekki mjög skipuleg) sem taka mátti rökstudda afstöðu til hvort rétt væri að styðja eða hafna. Enda þótt hún virðist hafa notið meirihlutastuðnings landsmanna 5 má vissulega halda því fram að ólíkt Hruninu hafi hún ekki sameinað þjóðina. 2) Margt hefur einnig verið sagt um hvatir þeirra sem tóku þátt í byltingunni: Ekki aðeins hefur þeim verið lýst sem ábyrgðarlausum óvitum og jafnvel ofbeldissinnum heldur hefur Búsáhaldabyltingin einnig verið gagnrýnd á öðrum forsendum. Í einni skopmynd sinni veltir Hugleikur Dagsson fyrir sér siðgæði Íslendinga þegar þeir sjá ástæðu til þess að taka þátt í mótmælum: Þegar ríkisstjórn Íslands lýsir yfir stríði á hendur Írak mótmæla því örfáar hræður. Þegar ósnortnum víðernum landsins er sökkt, ögn fleiri. En þegar Íslendingar tapa peningum sínum fylla þeir heilu torgin til þess að lýsa yfir reiði sinni. Boðskapurinn er þá væntanlega sá að þeim sé um megn að berjast fyrir hugsjónum eða af einhverri siðferðislegri hvöt, heldur geti þeir aðeins reynt að verja beina hagsmuni sína sem einstaklinga. Ef þessi ólíku gagnrýnisatriði eru tekin alvarlega eða af húmorsleysi má álykta að Búsáhaldabyltingin hafi verið gerð af annarlegum eða ómerkilegum hvötum. Mynd: Hugleikur Dagsson: Icelandic Protests. Sótt 7. apríl 2011 af: protests 5 Tveir þriðju hlynntir mótmælum, Fréttablaðið, 23. janúar 2009, s. 1. 2

3 3) Aðrir segjast síðan uggandi yfir afleiðingum byltingarinnar. Hún hafi leyst úr læðingi ýmiss konar óæskileg fyrirbæri, svo sem með því að ala á og viðhalda tortryggni innan samfélagsins í garð ákveðinna hópa eða einstaklinga. Fátt sé hins vegar ógagnlegra þegar þjóðin þurfi að sameinast um að horfa fram á veginn. 6 Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp þá atburði sem hér um ræðir til þess að afmarka betur viðfangsefni þessarar greinar. Alla jafna er miðað við að Búsáhaldabyltingin hafi átt sér stað frá því þing kom aftur saman þriðjudaginn 20. janúar 2009 og fram að falli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mánudaginn þar á eftir, þann 26. Mótmælin sem þá stóðu yfir nánast daglega eru kölluð bylting vegna þess að þau eru talin hafa ráðið úrslitum um endalok stjórnarsamstarfsins; Búsáhaldabyltingin hafi því verið réttnefnd stjórnarbylting sem fjöldahreyfing stóð að, þótt eftir eigi að meta hvort hún hafi verið bylting á öðrum sviðum samfélagsins líka. Sem stjórnarbylting sé hún bæði einstakur atburður í Íslandssögunni og í alþjóðlegu samhengi sem pólitísk viðbrögð við heimskreppunni. Atburðarás þessara daga verður þó að teljast óskiljanleg sé hún ekki sett í samhengi við Hrunið í októberbyrjun 2008, við útifundina sem haldnir voru hvern einasta laugardag frá Hruninu og fram að stjórnarskiptum, sem og við borgarafundina og alla þjóðfélagsumræðuna þennan veturinn. Ef ætlunin er að reyna að skilja hvaða hugmyndir og viðhorf réðu för í Búsáhaldabyltingunni þarf að miða við þetta víðara samhengi og skoða t.d. kröfur sem uppi voru á laugardagsmótmælunum. Vika LF BF Önnur mótmæli Átök okt. 1. LF Seðlabankinn okt. 2. LF okt. 3. LF Akureyri, Ísafjörður, Seyðisfjörður 27. okt.- 2. nóv. 4. LF 1. BF nóv. 5. LF 2. BF nóv. 6. LF Skjaldborg um Alþingi nóv. 7. LF 3. BF Skjaldborg um Alþingi; Akureyri Lögreglustöðin nóv. 8. LF 4. BF Ingólfstorg des. 9. LF Þjóðfundur á Arnarhóli des. 10. LF 5. BF Alþingi og Ráðherrabústaður des. 11. LF 6. BF des. 12. LF 29. des jan. 13. LF Hótel Borg jan. 14. LF 7. BF jan. 15. LF 8. BF Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður, Mývatnssveit og Selfoss jan. 16. LF Þjóðleikshúsið Alþingi og Stjórnarráð 26. jan feb. 17. LF 9. BF Tafla 1: Búsáhaldabyltingin og aðdragandi hennar. (LF: laugardagsfundir Radda fólksins á Austurvelli; BF: Opnir borgarafundir, einkum í Iðnó og Háskólabíói. 7 ) 6 Í frægum pistli hvetur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, til þess að endir verði bundinn á það menningarbyltingarkennda ástand sem ríkt hefur og á þar einkum við n.k. nornaveiðar gegn ákveðnum stjórnmálamönnum og þá orku sem fari til spillis í þeim. Að vísu nefnir hann Búsáhaldabyltinguna þar hvergi á nafn en erfitt er að skilja gagnrýni hans öðru vísi en að hún beinist gegn arfleifð téðrar byltingar. (Vilhjálmur Egilsson 2010.) 7 Á töflunni kemur að vísu ekki fram hver áætlaður fjöldi þátttakenda í laugardagsfundum eða á borgarafundunum hafi verið. Það mun hafa verið nokkuð sveiflukennt en þeir fyrrnefndu náðu hámarki í janúar 2009 en borgarafundirnir í nóvember Þess má einnig geta að 10. og 11. laugardagsfundurinn fólust í þöglum mótmælum. (Sjá: Guðni Th. Jóhannesson 2009, og Mótmælin í kjölfar efnahagskreppunnar 3

4 Rannsóknarspurningin sem hér verður notuð til þess að leggja mat á hugmyndafræðilegt inntak og aðrar hliðar Búsáhaldabyltingarinnar er sú hvort eða að hvaða leyti hún hafi verið róttæk bylting. Svar við þeirri spurningu virðist geta sagt mikið til um bæði markmið og arfleifð byltingarinnar, því þótt bylting teljist hafa verið sigursæl er ólíklegt að hún hafi teljandi breytingar í för með sér hafi hún ekki um leið gert kröfur um róttækar breytingar. Geri hún engar slíkar kröfur þarf ekki að koma á óvart ef arfleifð hennar reynist rýr. En geri hún kröfur um mjög umfangsmiklar breytingar er viðbúið að hún kalli á harða andstöðu við þær og að henni mistakist, a.m.k. fyrst um sinn, að hrinda þeim áformum í framkvæmd. Þessari rannsókn er ætlað að vera heimspekileg fremur en t.d. sagnfræðileg og verður því ekki reynt að draga upp ákveðna heildarmynd af þeim atburðum sem urðu í tengslum við Búsáhaldabyltinguna og skýra aðdraganda þeirra. Þess í stað er ætlunin einkum sú að kortleggja hugmyndirnar sem lágu í loftinu veturinn sem hún átti sér stað og kanna hvorum megin róttækni- línunnar þær lenda, ef svo má að orði komast. Við þá kortlagningu verður stuðst við tvær nýlegar heimspekikenningar um hvað einkenni róttækar hreyfingar. Enn eigum við þó eftir að skilgreina hugtakið róttækni. Á hvern hátt gæti Búsáhaldabyltingin talist hafa verið róttæk? Hvað merkir róttækni? Sú rót (lat. radix, lo. radicalis er dregið af því) sem róttækni beinist að hefur ekki alltaf haft stjórnmálalega þýðingu. Ólíkar fræðigreinar byggja á slíkri rótarlíkingu þegar þær notast við hugtakið radical, s.s. stærðfræði og málfræði. Sem heimspekihugtak hefur róttækni m.a. birst í róttækum efa (fr. doute radical) Descartes um að geta yfirhöfuð búið yfir nokkurri þekkingu eða í róttækri illsku (þ. das radikale Böse) í siðfræði Kants, þ.e. óupprætanlegan breyskleika eða synd mannsins. En það er ekki fyrr en um svipað leyti og síðarnefnda hugtakið er sett fram, í lok 18. aldar, sem krafist er svokallaðra róttækra umbóta í Englandi í stjórnmálalegum skilningi og eru þar einkum á ferð kröfur um almennari kosningarrétt. Ekki er hér ástæða til þess að rekja blæbrigðamun stjórnmálalegrar róttækni í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi á 19. öld en þó rétt að draga fram megineinkenni hennar sem gætir þegar á fyrri hluta aldarinnar: Annars vegar að ákveðnar pólitískar grunnreglur teljast réttmætari en stjórnmálastefnur sem réttlæta þjóðfélagsaðstæður út frá sögulegum ástæðum eða hefðum. Hins vegar að stefna skuli að lýðræði, lýðveldi, félagslegum jöfnuði og jafnvel byltingu, s.s. sígild íhaldsstefna. Fljótt á litið virðast slík markmið ríma nokkuð vel við kröfur Búsáhaldabyltingarinnar um t.d. aukið lýðræði og afturhvarf frá ofurlaunastefnu bankanna. Eftir því sem líður á 19. öldina fær róttæknihugtakið almennt neikvæðari blæ og er notað með svipuðum hætti og öfgar í dag; í orðabókum er það jafnvel skýrt sem samheiti tillitsleysis. Enn fremur falla frjálslynd stjórnmálaöfl ekki lengur undir hana enda tengist hún í auknum mæli vaxandi hreyfingu sósíalista. Bæði frjálslyndir og sósíalistar eiga þó þá róttæku sýn sameiginlega að rótanna fyrir flestu mannanna böli sé að leita í þjóðfélagsstofnunum en ekki t.a.m. í syndugu eðli mannsins, eins og íhaldsmenn jafnan telja og krefjast þeir því breytinga á þeim stofnunum. 8 En þótt róttækni standi þannig fyrir nokkurn veginn hið sama og róttæk vinstristefna um og upp úr aldamótunum 1900 er athyglisvert að væntanlega frægasti fulltrúi hinnar síðarnefndu á 20. öld, Vladímír Lenín, notar vinstri róttækni sem skammaryrði og titlar hana, eins og frægt er orðið, sem vanþroskamerki eða barnasjúkdóm sósíalismans. 2008, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið, sótt 7. apríl 2011 af: 8 Elling

5 Þá gagnrýni setur Lenín fram árið 1920 gegn ýmsum vinstri- róttækum kommúnistum í Vestur- Evópu sem hann telur ekki hafa sýnt sama raunsæi og langlundargeð og rússneskir bolsévíkar bæði fram að byltingu þeirra 1917 og í borgarastyrjöldinni á eftir. Það hefðbundna einkenni róttækninnar að byggja á ákveðnum grunnreglum sem hún leyfi sem fæstar tilslakanir á er meðal þess sem Lenín finnur að meðal vinstri kommúnista. Þvert á móti telur hann nauðsynlegt til þess að ná árangri í baráttunni gegn auðvaldsskipulaginu að gera málamiðlanir, semja og makka m.a. við borgaralega flokka. Hvorki sé hægt að hunsa þingræðið í ríkjum þar sem þingið er helsti stjórnmálavettvangurinn, þótt einnig verði að beita ólöglegum aðgerðum til blands við það, né halda sig utan við afturhaldssöm stéttarfélög, sem verkalýðs- hástétt stýrir, því það væri það sama og að óttast það verkefni framvarðarsveitar verkalýðsins, sem felst í að þjálfa, uppala, fræða og hrífa til nýs lífs vanþroskuðustu stéttkvíslar og starfshópa meðal verkamanna og bænda (48). Að kjósa þess í stað að óhreinka ekki hendur sínar í þessari baráttu sé ekkert annað en barnaskapur sem skaði þá helst sem hann stunda. Nú er erfitt að segja hversu vel þessi gagnrýni Leníns á pólitíska hreinstefnu geti átt við um þátttakendur í Búsáhaldabyltingunni, enda viðbúið að þeir hafi aðhyllst nokkuð ólíkar stjórnmálaskoðanir. Helst má ætla að hún gæti beinst gegn þeim sem í kjölfar byltingarinnar vilja fylgja þeim skilaboðum um nýja og betri stjórnhætti sem þeir námu úr henni og kynnu að neita að fresta því (ó)tímabundið að endurmóta íslenskt samfélag til samræmis við þau prinsipp. Út frá sjónarhóli Leníns væri það helst út á Búsáhaldabyltinguna að setja að í henni hafi varla nokkurt stjórnmálaafl haft afnám auðvaldsskipulagsins á dagskrá. Til þess þurfi flokk úr stáli [...] sem nýtur trúnaðar alls heiðarlegs fólks [í verkalýðsstétt og] er fær um að hafa vakandi auga með og áhrif á hugarástand fjöldans. Slíkur flokkur þurfi að geta háð langvinna baráttu, ekki aðeins gegn gósseigendum og kapítalistum heldur gegn þeim hugsunarhætti sem milljónir á milljónir ofan af smáeignamönnum geta af sér. Þar eð samfélagsgerðin á Íslandi einkennist af fjölda smáeignamanna má skv. þessu ætla að einnig þar ríki smáborgaralegt andrúmsloft, sem umlykur verkalýðsstéttina, þrengir sér inn í hana og spillir henni. Það stuðlar að afturhvarfi meðal verkalýðsins til smáborgaralegs stefnuleysis, sundrungar, einstaklingshyggju og viðhorfa sem sveiflast milli hrifningar og hugarvíls. 9 Þetta andrúmsloft, sem mótar stjórnmálahugmyndir í mörgum Evrópulöndum, telur Lenín að eigi sér efnahagslegar ástæður: Samkvæmt marxískri fræðikenningu er það svo [...] að smáeignamenn, smáatvinnurekendur [...], sem undir auðvaldsskipulagi búa við stöðuga kúgun og verða mjög oft að þola ótrúlega hraða og harkalega skerðingu á kjörum sínum, jafnvel eignamissi, hneigjast mjög auðveldlega til byltingaröfga, en skortir allt úthald, skipulag, aga og staðfestu. [...] Slík byltingarhyggja, hvikul, ófrjó, hneigð til skjótrar uppgjafar, sljóleika og draumóra, eða þá ofsafengins fylgis við eina eða aðra borgaralega tízkustefnu er mjög þekkt fyrirbæri. (22-23) Þessi lýsing á hlutskipti millistéttarinnar innan ríkjandi efnahagsskipulags virðist nokkuð raunsærri í kjölfar heimskreppunnar 2007 en menn höfðu talið síðustu áratugina á undan. Þó má alltaf deila um hvort svo bein orsakatengsl séu milli þessa hlutskiptis og ákveðinnar stjórnmálahegðunar eða hvort umræðan í þjóðfélaginu í kringum Búsáhaldabyltinguna hafi aðeins verið draumórakennd og hvikul. Þvert á móti má halda því fram að sú umræða hafi verið óvenju frjó og jafnvel boðið upp á einstakt tækifæri til þess að breyta íslensku samfélagi. Gagnrýni á hinn svonefnda fjórflokk var raunar ekki ný af nálinni en nú virtist það vera mál manna að losa þyrfti lýðræðið úr viðjum flokksræðis: Flokkarnir hefðu stundað hagsmunagæslu og tengst efnahagslegum hagsmunum, sem hafi haft í för með sér þöggun á mörgum sviðum samfélagsins; m.ö.o. ætti ríkjandi flokkakerfi sök á Hruninu og því þyrfti t.a.m. einhvern annars konar vettvang til þess að skiptast á skoðunum og taka skynsamlegar ákvarðanir um sameiginleg málefni. 10 Ljóst má vera að áhersla Leníns á staðfastan og skipulagðan 9 Lenín 1970, Dæmi um þessa gagnrýni er að finna í grein eftir Njörð P. Narðvík

6 flokk, sem hugsar að einhverju leyti fyrir verkalýðinn um leið og hann reynir að læra af reynslu hans og frelsa hann undan aldalangri kúgun, samræmist illa slíkri vantrú á gildi stjórnmálaflokka eða starfshætti þeirra. Fyrir Lenín hefði róttæk krafa af þeim toga væntanlega verið dæmi um óraunsæja og hálf- stjórnleysissinnaða (23) tískustefnu sem komi að litlum notum í þjóðfélagsbaráttunni og gæti jafnvel gert henni ógagn, svo lengi sem stéttakúgun ríkir og undirokaðar stéttir hafa ekki lært að hugsa í eigin þágu. 11 Í þeim skilningi hafi Búsáhaldabyltingin því miður verið róttæk, þ.e. borgaraleg, en ekki t.a.m. atlaga að þjóðfélagskerfi smáeignamanna. Nú virðist sem þessi neikvæði skilningur á róttækni, sem höfnun á flokkshugmyndinni og flokksaganum (38) í nafni staðfastra hugsjóna, sé of einhliða og takmarkaður til þess að gera róttæknihugtakinu viðhlítandi skil, þótt hann kunni að birtast í einhverri mynd í dag. Ef spurt er hvort eða að hvaða leyti Búsáhaldabyltingin hafi verið róttæk hangir því væntanlega eitthvað fleira á spýtunni en spurningin um gagnsemi stjórnmálaflokka. Könnum því helstu birtingarmynd róttækni, þ.e.a.s. hreyfingar sem berjast fyrir markmiðum er teljast róttæk. Búsáhaldabyltingin hefur m.a. verið gagnrýnd á siðferðislegum forsendum, þ.e. að þátttakendur í henni hafi í mótmælum sínum gengið of langt í að beita valdi og óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Þessi umræða um mótmælaaðferðir er ekki ný af nálinni á Íslandi, enda hafa t.d. ein helstu rökin gegn mótmælum umhverfissamtakanna Saving Iceland verið í þessum anda. 12 Í greinasafni sínu, Andóf, ágreiningur og áróður, ver heimspekingurinn Jón Ólafsson ýmsar mótmælaaðferðir sem ganga lengra en t.d. það að kynna sjónarmið sem lítið hafi farið fyrir í þjóðfélagsumræðunni. Markmið róttækra hreyfinga sé að færa ýmis svið mannlífsins frá vettvangi þess sem ekki er til umræðu, þar sem þeim er stundum einnig meðvitað haldið, og inn á vettvang stjórnmálaumræðu. Þær semsé knýja þá sem valdið hafa til að taka mark á og viðurkenna fleiri valkosti og fjölbreyttari sýn á lífið 13 en hafa verið í boði. Þetta má t.d. sjá í því hvernig femínistar hafa með aðgerðum gert fjölskylduna og feðraveldið og umhverfisverndarsinnar náttúruna að viðfangsefni stjórnmála. Í umfjöllun Jóns má greina þrjá mikilvæga fleti á róttækum hreyfingum: 1. Ástæðunnar fyrir því að slíkar hreyfingar spretta fram er síður að leita í þeirra eigin kenjum en í sjálfu samfélaginu. Jón telur að í dag stöndum við frammi fyrir þeirri þversögn að orðræða stjórnmálanna hefur einangrast frá viðhorfum, hugsunum og hugsjónum alls almennings og sem stór hluti hans vill umræðu og átök um. Þessi þversögn stafar annars vegar af því að [s]tjórnmál og viðskiptalíf hafa færst inn á svið hins tæknilega og um leið úthýst hinu siðferðilega úr orðræðu stjórnmálanna. Hins vegar af því að með þessu er þorri almennings í raun útilokaður frá pólitískri þátttöku og áhrifum. Þess vegna er við því að búast að um leið og hefðbundin stjórnmálaþátttaka dregst saman [...] muni mótmælaþátttaka fara vaxandi. (35) 2. Mótmælaaðferðir: En hvað er það sem gerir mótmælaþátttöku frábrugðna hefðbundinni stjórnmálaþátttöku? Mótmælahreyfing beitir jafnvel vissum tegundum af þvingun til að knýja stjórnvöld til að taka fleiri valkosti með í reikninginn en gert er og til að koma ákveðnum kostum hærra á forgangslistann (63). Og til þess að velgja stjórnvöldum þannig undir uggum verður slík hreyfing að hafa leyfi til aðgerða sem ná út fyrir kynningu á 11 Þess ber að geta að Lenín álítur vitaskuld ráðstjórnarfyrirkomulagið vera mun betra en þingræði, a.m.k. þegar verkamenn hafa náð nægum þroska til þess að starfa eftir því. En um slíkt báðu væntanlega fáir mótmælendur á Austurvelli. 12 Sjá t.d. leiðara Jóns Kaldal í Fréttablaðinu 27. júlí 2005, s. 18, og ritstjóraleiðara í Morgunblaðinu 28. júlí 2005, s Jón Ólafsson 2009, 62. Skáletranir EA. 6

7 ákveðnum sjónarmiðum. Með herskáum aðgerðum séu mótmælendur í raun síður að leita skilnings eða samúðar almennings en að hafa áhrif a ákvarðanir sem teknar eru. Markmið þeirra er því að verða að nokkurs konar samtalsaðila við yfirvöld. Nú má spyrja hvort ekki séu nein takmörk fyrir því hversu langt hreyfing má ganga í herskáum aðgerðum. Jón álítur að það séu tengslin við almenning sem ákvarði mörkin milli boðlegra og óboðlegra aðgerða: Takist mótmælendum að sýna almenningi fram á að þeir mótmæli af siðferðilegri nauðsyn afla þeir sér ákveðinna sýndarvalda sem gerir [yfirvöldum] erfitt að sniðganga sjónarmið þeirra (48-49). En gangi þeir of langt í aðgerðum sínum glata þeir þeim siðferðilegu yfirburðum og skaða eigin málstað. 14 Um þessa reglu má segja að þátttakendur í Búsáhaldabyltingunni hafi verið einkar meðvitaðir, enda brugðust margir þeirra við því þegar lögreglumenn er gættu þinghússins voru beittir grófu ofbeldi að kvöldi 21. janúar 2009 með því að slá skjaldborg um þá Viðbrögð: Hvernig eiga yfirvöld þá að bregðast við mótmælum slíkra hreyfinga? Jón kemst að þeirri niðurstöðu að [e]f lýðræði felst í áhrifum almennings á ákvarðanatöku er gagnrýni, andóf og mótmæli kröftugasti og eðlilegasti farvegurinn til að keppa um og hafa slík áhrif. (51) Þess vegna eiga stjórnvöld frekar að hlusta á kröfur mótmælenda en að sniðganga þær eða gera mótmælendum upp annarlegan ásetning. Skylda stjórnvalda, ef hún er einhver, hlýtur að vera sú að örva hugmyndir frekar en að kæfa þær (36). Þessi kenning, sem lítur á mótmælahreyfingar sem eðlilegan hluta af mannlífsflórunni í stað þess að gera þær tortryggilegar, virðist henta ágætlega við að skýra stöðu Búsáhaldabyltingarinnar, ástæður hennar og aðferðir og hvernig það hellti aðeins olíu á eldinn að bregðast við henni með því að afgreiða hana sem skrílslæti. Að tvennu leyti virðist Búsáhaldabyltingin þó hafa verið annars konar fyrirbæri en þær róttæku hreyfingar sem Jón fjallar hér um: Í kröfum sínum gekk hún skemur en þær en í aðgerðum sínum lengra. 16 Ef hugað er að því um hvað Búsáhaldabyltingin snerist efnislega er líklegt að það hafi meira eða minna falist í hinu sama og skipuleggjendur laugardagsfundanna gerðu kröfur um. Hverjar voru þessar kröfur? Viljum við stjórn Seðlabankans burt? Já! Viljum við breytta stjórnarhætti? Já! Viljum við ríkisstjórnina burt? Já! Viljum við klíkurnar burt? Já! Viljum við stjórn Fjármálaeftirlitsins burt? Já! Viljum við kosningar eins fljótt og auðið er? Já! Viljum við útifund næsta laugardag kl. 15? Já! 14 Þetta gildir væntanlega einnig um rótgrónari þrýstihópa auk þess sem að um aðgerðir stéttafélaga gilda þar til gerð lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/ Loks færir [Landssamband lögreglumanna] því fólki þakkir sem brást við aðstæðum í fyrrinótt með því að slá skjaldborg um lögreglumennina og veita þeim vernd gegn grjótkasti. ( Fordæmir tiltekinn hóp ofbeldissinna, Fréttablaðið, 23. jan. 2009, s. 6; sjá einnig Skjaldborg um lögregluna, sama rit, s. 8.) 16 Það nær út fyrir efni þessarar ritgerðar að fjalla sérstaklega um mótmælaaðferðir í Búsáhaldabyltingunni og aðdraganda hennar. Að mér hefur þó verið gaukað að hin heldur lítt þekkta hreyfing anarkista á Íslandi hafi farið þar fremst í flokki, enda hún kunnað betur til verka en aðrir, s.s. við að draga Bónusfánann að húni á þaki Alþingis. Þegar lögreglan hafi brugðist við ögrunum þeirra og óhlýðni við fyrirmælum hennar hafi aðrir mótmælendur farið að fordæmi í þeirra. Í þeim skilningi hafi anarkistar leitt mótmælin en einnig gengt mikilvægu hlutverki þegar mótmælendur slógu skjaldborg um lögregluna. Allt þetta þyrfti greinilega að rannsaka betur... 7

8 Þá höldum við þessu áfram þangað til þeir fara. Tafla 2: Kröfur Radda fólksins á laugardagsfundum 17 Væntanlega verður að bæta við þennan lista þeirri kröfu að bankahrunið yrði rannsakað og þeir sem grunaðir væru um að hafa brotið af sér í aðdraganda þess lögsóttir. Ekki er að sjá að erfitt hafi reynst að uppfylla flestar þessara krafna, nema hvað álitamál er hvað felist í breyttum stjórnarháttum og hverjar klíkurnar nákvæmlega eru. Líklega eru einhverjir þátttakendur í Búsáhaldabyltingunni heldur ekki tilbúnir til þess að lýsa því yfir að henni hafi lokið vorið 2009, heldur sé hún enn óklárað verkefni: Enn eigi t.d. eftir að leiða stjórnarskrárbreytingar gæfusamlega til lykta eða að taka til í fjármálakerfinu og stjórnarstofnunum. Einnig er spurning hvort t.d. anarkískir aðgerðasinnar sem voru áberandi í mótmælunum eða nýmarxistar sem hittust mikið í leshópum á þessum tíma líti svo á að þau tækifæri sem bjuggu í byltingunni hafi verið nýtt til fulls eða kastað á glæ. Engu að síður er ástæða til þess að spyrja hvort þessar kröfur hafi verið tiltakanlega róttækar. Ef til vill fólst styrkur Búsáhaldabyltingarinnar einmitt í því hversu hófstillar kröfur hennar voru og náðu því til breiðs fjölda. Markmið hennar voru því ekki sambærileg markmiðum róttækra hreyfinga [sem] halda á lofti, koma á framfæri og halda lifandi hugmyndum sem valdhafar útiloka, líta framhjá eða reyna að ýta til hliðar með kerfisbundnum hætti 18. Einnig verður að spyrja hvort Búsáhaldabyltingin hafi gert sér að góðu að verða að samtalsaðila við stjórnvöld. Vissulega vildu þátttakendur í Búsáhaldabyltingunni og laugardagsfundunum fram að henni freista þess með aðgerðum sínum að breyta því hverjir sætu í mikilvægum opinberum embættum, breyta pólitískum hefðum á Íslandi og að hafa áhrif á stefnu eða líf ríkisstjórnarinnar. En gengu þeir kannski skrefinu lengra? Þegar samtalsaðili við stjórnvöld hefur þann boðskap helstan fram að færa að þau eigi að drulla sér út er spurning hvort með því sé aðeins reynt er að bæta við sjónarmiðum í pólitíska umræðu í landinu. Er þá ekki réttara að lýsa því sem stjórnmálalegri baráttu við stjórnvöld þegar markmiðið er að færa pólitíkina úr þinginu og stjórnarstofnunum, bönkum og höfuðstöðvum fyrirtækja og út á götuna? Hér á eftir hyggst ég skoða tvær kenningar um slík ný öfl sem ætla sér ekki aðeins að verða að samtalsaðila við ríkjandi stjórnvöld heldur jafnvel að hrekja þau frá völdum og taka að einhverju leyti stöðu þeirra. 19 Sem fyrr miðast athugun mín við það hvort Búsáhaldabyltingin hafi í einhverjum skilningi verið róttæk þegar hún steig fram sem slíkt afl en að svo komnu máli ætti að vera orðið ljóst að erfitt er að setja fram skilgreiningu á róttækni sem á við í öllum tilvikum; enn fremur getur róttækni birst í stefnu hreyfingar og í aðferðum hennar en þarf ekki að gilda um báða þætti. Annars vegar er ætlunin að leita í smiðju franska heimspekingsins Alain Badiou (f. 1937), sem hefur lýst stúdentauppreisninni í maí 1968 sem leiðinni til Damaskus í lífi sínu og reynt að halda tryggð við þann viðburð sem heimspekingur og aðgerðasinni. Hins vegar munum við skoða Búsáhaldabyltinguna í ljósi verka bandaríska bókmenntafræðingsins Michael Hardt (f. 1960) og ítalska heimspekingsins Antonio Negri (f. 1933) sem hafa verið tengd við alþjóðlega hreyfingu svokallaðra andstæðinga 17 Þessi listi nær hugsanlega ekki yfir allar kröfur laugardagsmótmælanna. Sennilega var þessi kröfulisti lengi vel ekki sérlega fastmótaður, t.d. voru kröfurnar um nýjar kosningar og að stjórn FME víki ekki nefndar á fundi laugardaginn 22. nóvember Jón Ólafsson 2009, Rétt er að halda því til haga að ýmsir skipuleggendur byltingarinnar buðu sig fram til þingkosninga 2009, ýmist undir merkjum Borgarahreyfingarinnar, Vinstri grænna eða Frjálslynda flokksins, þótt það sé ekki til marks um þær stjórnlistir eða strategíur sem hér eru til umfjöllunar. 8

9 hnattvæðingar (sem er í raun rangnefni þar eð yfirleitt krefjast þeir einfaldlega annars konar hnattvæðingar). Um er að ræða tvær ólíkar kenningar um tilurð og einkenni róttækra hreyfinga sem hafa töluvert verið til umræðu sl. áratug og því áhugavert að kanna hversu vel henti til þess að skýra Búsáhaldabyltingu. Eitt af því sem sameinar höfundana er að þeir boða endurkomu grunnhugmyndarinnar um kommúnisma, s.s. í jöfnuði allra jarðarbúa og afnámi stéttskiptingar (jafnvel vinnuskiptingar) og kúgandi ríkisvalds. 20 Hvað leiðina að því markmiði varðar eru þeir einnig sammála um að hafna flokkshyggju Leníns, enda sé það umfram allt sú útfærsla hugmyndarinnar sem hafi beðið skipbrot á 20. öld. 21 Sjálfsveran í heimspeki Badiou Sú hugmynd telst varla óvenjuleg að Hrunið hafi í einhverjum skilningi verið stund sannleikans. 22 Þó svo margir segist hafa séð það fyrir var það þó aðeins eins og fjarlægur möguleiki, ekki endilega ósennilegur, heldur fjarlægur miðað við höggið sem við upplifðum við það, óvissuna sem við blasti og ekki síst skömmina yfir öllum þeim veruleikafirrta málflutningi sem við vorum orðin vön að taka a.m.k. sem boðlegum skoðunum. Nú geta menn brugðist við þeim viðburði sem stund sannleikans er með því að lýsa yfir einhverju á borð við: Aldrei aftur (a) samkrull stjórnmála og viðskiptalífs, (b) Seðlabankastjóra án prófgráðu í hagfræði, (c) bankahrun eða (d) einkavæðingu sem staðið er ófaglega að, allt eftir stjórnmálaskoðunum þeirra og möguleikum á að hljóta bjartsýnisverðlaun. Hins vegar er ekki hægt að láta sér nægja neikvætt orðaðar yfirlýsingar af þessum toga, heldur þarf fyrr eða síðar að koma orðum að því sem ætlunin er að breyta til þess að aðrar eins hörmungar endurtaki sig ekki. Nú má segja að kröfur Radda fólksins hafi ekki verið sérstaklega jákvætt orðaðar, nema þá þannig að sú hreyfing vildi aðra ríkisstjórn, aðra stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. En algengasta jákvætt orðaða krafan sem heyrðist og margir tóku undir á sínum tíma þótt hún heyrist sjaldnar í dag var krafan um nýtt Ísland Nú getur róttækni birst með ýmsum öðrum hætti en í því að boða endurkomu frummyndar kommúnismans. Því hlýtur það að takmarka sig við þessa hugsuði einnig að skilyrða nokkuð niðurstöðu þessarar athugunar á því hvort Búsáhaldabyltingin hafi verið róttæk. En þótt ekki megi með öllu slíta umræddar kenningar úr tengslum við stjórnmálaviðhorf höfunda sinna fjalla þær með nokkuð almennum hætti um hvað þurfi að einkenna róttækar hreyfingar sem svari kalli tímans. 21 Mai 68 a été mon chemin de Damas, Philosophie magazine, maí 2008, nr. 19, s ; Badiou 2010; Badiou 2007, ; Badiou 2008; Hard tog Negri 2000, 333; Hardt og Negri 2004, ; Hardt og Negri 2009, , 333 og ; Negri 2009, ; Kommúnísk nýmæli, Dagblaðið Nei, 24. maí Þess má annars geta hér að yfirlýstur skoðanaágreiningur ríkir milli Badiou annars vegar og Hardt og Negri hins vegar, eins og kom fram á ráðstefnu um kommúnismahugtakið sem haldin var í Alþýðuleikhúsinu í Berlin sumarið (Sjá: Badiou, Žižek o.fl ) 22 Í stað þess að kynna undirstöðurnar í heimspekikerfi Badiou munum við stytta okkur leið með því að setja upp n.k. senaríó þar sem Búsáhaldabyltingin er skýrð til samræmis við það kerfi. Af helstu heimspekiritum hans verður hér einkum stuðst við það nýjasta, Logiques des mondes (Rökfræði heimanna, Badiou 2006). Á íslensku hafa tvær greinar komið út eftir Badiou (sjá Badiou 2008 og 2009) og a.m.k. tvær kynningar á heimspeki hans (Egill Arnarson 2006 og 2009b). 23 Hugsanlega er ástæða til þess að gera greinarmun á kröfunni um nýtt Ísland og kröfum samtakanna Nýs Íslands sem eru talsvert þrengri en það sem jafnan var eða er átt við með hugsjóninni um nýtt Ísland. (Sjá: 9

10 Slík krafa er nokkuð sem Badiou nefnir slóðina eða ummerkin sem viðburður skilur eftir sig. Eins og upplifun okkar í októberbyrjun 2008 þegar okkur fannst við kannski hafa misst allt og allt því vera mögulegt um leið þá er viðburðurinn í eðli sínu í senn óvæntur, sjaldgæfur og hverfull og því engin leið að viðhalda honum sem slíkum. Þess í stað þarf að hlusta eftir skilaboðunum sem hann skilur eftir sig, þ.e. um að veruleikinn sé annar og meiri en eins og við skildum hann áður; sýn okkar á veruleikann hafi áður verið skekkt eða of takmörkuð og því þurfum við nú að taka tillit til þess sem augu okkar opnuðust fyrir í viðburðinum. Þann einstakling eða hóp sem heldur þannig tryggð við skilaboð viðburðarins kallar Badiou hina trúu eða tryggu sjálfsveru (eða súbjekt). 24 Sjálfsvera sem er trú skilaboðum viðburðarins berst fyrir þeim sem sannindum, þau eru sú hugsjón sem hún ef hún þorir því og endist til þess er tilbúin að lifa fyrir. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um hvernig þessi sjálfsvera nær sjálf að styrkjast og umskapa veruleikann til samræmis við hina nýuppgötvuðu sýn. Í því ferli getur oft þurft að velja milli ólíkra kosta án þess að hægt sé að finna málamiðlun milli þeirra eða vita fyrirfram hvaða kostur sé vænlegastur til árangurs. Ef ákvörðunin er erfið getur reynst nauðsynlegt að beita sjálfan sig nógu miklum sjálfsaga og loka sig fyrir öðrum, sýna langlundargeð og hugrekki. Aðrar aðstæður geta hins vegar kallað á að sjálfsveran lagi sig að veruleikanum og opni sig fyrir nýjum straumum. Raunar getur einnig angistin yfir því að vera komin í öngstræti með baráttu sína búið sömu opnunartaktík að baki. Best er þó að geta metið þessa ólíku möguleika af því sem Badiou nefnir réttsýni. 25 Andstaðan sem myndast við baráttu hinnar trúu sjálfsveru er ekki einhlít. Sannindin sem sjálfsveran uppgötvar og heldur tryggð við eru eitthvað nýtt sem stangast á við hinn gamla skilning er breyta þarf. En fyrirstaða hins gamla er ekki endilega óvirk heldur lýsir hún sér í viðbrögðum annarra sjálfsvera sem hafna þeim skilaboðum sem hin trúa sjálfsvera les úr viðburðinum. Badiou tekur dæmi af þrælauppreisn Spartakusar á tímum rómverska lýðveldisins. Sannindin sem hann og vopnabræður hans uppgötvuðu voru einföld: Við getum snúið heim til okkar sem frjálsir menn, m.ö.o. það er rangt að lifa sem þrælar. Síðan þurftu þeir að mynda hreyfingu, trúa sjálfsveru, um þennan málstað og sammælast um hvernig þeir ættu að brjóta sér leið til heimkynnanna. Þeir þrælar sem neituðu að taka þátt í þessu ævintýri vegna þess að þeir töldu að það gæti aðeins endað með ósköpum, sem töldu að þrælalíf þeirra væri illskásta hlutskiptið sem þeim stæði til boða og reyndu því að telja félögum Spartakusar hughvarf þeir eru líka virk en reaksjóner eða afturhaldssöm sjálfsvera. Þeir sem hins vegar hafna lögmæti þrælauppreisnarinnar rómverska valda- og auðmannastéttin og embættismenn þeirra og reyna að kæfa hana í fæðingu kallast hins vegar obskúr eða formyrkvuð sjálfsvera þar eð vinna þeirra er í nafni æðri veru, á borð við rómverska ríkið, sem er tákn um óbreytta stöðu og réttlæting fyrir henni Augljóst er hvað þetta módel samsvarar t.d. kristinni trú: Fáum kemur til hugar að sanna upprisu Krists eða viðhalda henni í einhverjum skilningi, heldur á starf kirkjunnar sem trúrrar sjálfsveru að miða að því að halda tryggð við skilaboðin sem felast í upprisunni sem sannleiks- viðburði, þ.e. fyrirheitinu um einhvers konar eilíft líf. Þó er merkingarmunur á því að vera trú sjálfsvera, þ.e. trygg, og því að sjálfsvera trúi. 25 Því verður að halda til haga að þetta módel er alls ekki bundið við stjórnmálabaráttu, heldur á það að gilda á öðrum sviðum mannlegrar tilveru (en alls munu þau svið aðeins vera fjögur talsins). Það þarf vissulega hugrekki í stjórnmálum en einnig þekkjum við aga- eða ógnarstjórnartíma innan listastefna, angistartímabil t.d. í sögu stærðfræðilegrar mengjafræði og tilraunir til réttsýni í ástamálum. Það sem í þessu felst er að við getum upplifað ýmiss konar kúvendingar og jafnvel byltingar í lífi okkar, enda þótt t.d. samfélagið komi okkur kannski fyrir sjónir sem óbreytilegur veruleiki. 26 [...] nútíminn er dulvitund hins formyrkvaða og hans banvæna hugarvíl, jafnvel þótt hann tjái á yfirborðinu formleg einkenni trúmennskunnar. Óskapnaðurinn, sem er sá fyllandi Líkami er hann ímyndar sér, er tímalaus uppfylling nútímans sem hann hefur afnumið. Af því leiðir að það sem ber hann uppi er beintengt fortíðinni, enda þótt framtíð hinnar formyrkvuðu sjálfsveru mylji þessa fortíð í nafni fórnarinnar á nútímanum: gamlir 10

11 Frá sjónarhóli Búsáhaldabyltingarinnar væru þeir sem gjalda varhug við hugmyndinni um nýtt Ísland dæmi um afturhaldssama sjálfsveru. Þeir viðurkenna flestir að hér hafi orðið víðtækt Hrun en draga einfaldlega aðra ályktun af því en hin trúa sjálfsvera sem ýmist kom kröfum sínum á framfæri í bloggi eða mótmælum á Austurvelli. Boðskapur hinna fyrrnefndu er sá að í besta falli eigum við að hverfa aftur til Íslands eins og við þekktum það t.d. fyrir árið 1991; allt annað séu hættulegar þjóðfélagstilraunir. En það er hins vegar líka hægt að gera minna úr Hruninu, t.d. með því að segja ástæðulaust að gjörbreyta skoðunum sínum og hugsunarhætti vegna þess eins að gert hafi gjörningaveður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nú eigi allir að leggja skoðanaágreining til hliðar, standa saman sem einn maður og vinna að endurreisn Íslands... væntanlega þá líkt og það var fyrir Hrun. Þetta væri afstaða hinnar formyrkvuðu sjálfsveru. Nú má finna fólk bæði til hægri og vinstri sem þykir allt tal um nýtt Ísland illþolanleg klisja. Eins er hin formyrkvaða sjálfsvera varla bundin við íhaldsstefnu, því hún birtist m.a. í þeim marxistum sem benda á að kreppan sem hófst árið 2007 sé nú ekki sú versta sem heimskapítalisminn hafi séð á sinni löngu ævi; það þurfi nú miklu meira til þess að velta honum úr sessi og því ekki von á almennilegri byltingu fyrr en kannski í fyrsta lagi eftir ár (hvernig svo sem sú tala væri fengin). Menn eigi því einfaldlega að halda baráttunni áfram eins og þeir hafi stundað hana til þessa en ekki hætta því sem áunnist hefur með einhverri ævintýramennsku o.s.frv. Það er raunar ekkert sem sannar fyrir víst að formyrkvaðrar eða afturhaldssamar sjálfsverur hljóti að hafa rangt fyrir sér í þessum efnum. Og hafi einhver lesið úr Hruninu að endurhanna þurfi fjármálakerfi landsins eða heimsins alls, er honum í raun um megn að færa einhverjar endanlegar sönnur á að Hrunið hafi verið viðburður er feli í sér algjörlega ótvíræð skilaboð um nauðsyn slíkrar umbyltingar. 27 Hér er því að einhverju leyti um trúaratriði að ræða. Það eina sem trú sjálfsvera getur gert er að postúlera skilning sinn á Hruninu og láta á það reyna hvort breytingarnar sem hún boði í kjölfarið reynist ekki jákvæðar. Það er hið tragíska og hetjukennda við hlutskipti hennar. En kannski er það hlutskipti heldur ekki svo bágt, því það að ætla í staðinn að alhæfa um að leiðin til vítis sé vörðuð fögrum fyrirheitum og að þess vegna hafi öll barátta sem byggir einmitt á þess háttar draumsýn einungis hörmungar í för með sér telst varla vera vitsmunaleg afstaða, enda stenst hún ekki sögulega skoðun. Og það að gerast sá vitringur sem hefur einungis slíkan svartsýnisboðskap fram að færa er svo sem ekki síður harmrænt en hins vegar laust við alla hetjudáð. En af hverju að kalla dirfsku og jafnvel fífldirfsku í stjórnmálum sannindi? Nú er ljóst hvernig fór fyrir þrælauppreisn Spartakusar. Tæpum 1900 árum síðar sigraði hins vegar Toussaint L Ouverture, foringi haítískra þræla, her frönsku nýlendukúgaranna og hlaut fyrir vikið viðurnefnið hinn svarti Spartakus. Að nafn Spartakusar skuli lifa áfram í þrælauppreisnum sem ná að verða að þjóðfélagshreyfingum er til marks um að það sem hann stóð fyrir sé svo víðtækt að það hafi öðlast einhvers konar hlutdeild í eilífðinni; að þrátt fyrir ofsóknir og kerfisbundna gleymsku geti hugsjónir hermenn úr töpuðum stríðum, misheppnaðir listamenn, menntamenn sem biturðin hefur afvegaleitt, þyrrkingslegar matrónur, ólæs og vöðvastælt ungmenni, smákaupmenn sem auðmagnið hefur sett á hausinn, örvæntingarfullir atvinnuleysingar, beisk pör, einstæðir hjónadjöflar, háskólaprófessorar sem öfundast út í vinsæl skáld, geðvondir kennarar, hvers kyns útlendingahatarar, stigamenn sem ganga í lögguna, mafíósar sem þrá heiðursorður, heiftugir prestar, kokkálaðir eiginmenn. Þessum dreggjum hversdagslegrar tilveru býður hin formyrkvaða sjálfsvera upp á ný örlög undir óskiljanlegu en bjargandi tákni altæks líkama, sem krefst þess eins að menn þjóni honum með því að leggja rækt við hatrið á allri lifandi hugsun, öllu gagnsæju máli og allri óvissri framtíð. (Badiou 2006, s. 70.) 27 Að mati Badiou eru slíkir tímamótaviðburðir býsna sjaldgæfir. (Í raun nægir að sækja ljóðahátíð eða myndlistarsýningu til þess að örvænta um stöðu viðburðarins.) 11

12 sem varða alla eins og afnám þrælahalds verið á vissan hátt eilífar, þannig að eftir að hafa legið lengi í dvala geti þær risið aftur upp í formi nýrrar trúrrar sjálfsveru. Þetta eru því hugsjónir sem eru ekki aðeins birtingarmyndir tímabundinnar hagsmunabaráttu heldur hafa þær eiginlega náð stöðu platónskra frummynda og geti því kallast sannindi. 28 Án þess að gerast svo hástemmd getum við þó væntanlega sagt að fyrst í Búsáhaldabyltingunni hafi Íslendingar lært að velta sitjandi stjórnvöldum úr sessi með fjöldahreyfingu og það án teljandi blóðsúthellinga. Minningin um þann möguleika getur orðið stjórnvöldum í langan tíma visst memento mori, þegar upp úr sýður. Það er því spurning hvort búsáhaldabyltingar hafi ekki öðlast stöðu sanninda ( við höfum rétt til þess að berja potta og pönnur þangað til ríkisstjórnin segir af sér ), a.m.k. ef einhver sjálfsvera er þeim trú og ákveðin samfélagsleg skilyrði fyrir hendi. Segja má að mómælendur í Argentínu hafi komist að þessum sannindum veturinn með sínum svokölluðu Cacerolazon - mótmælaaðferðum og íslenskir mótmælendur sjö árum síðar. Hvað sem líður hugsanlega ólíkum boðskap Búsáhaldabyltingarinnar 2009 og fjölskyldumótmælanna 2010 eru nú allir meðvitaðir um að slík sannindi gætu risið aftur upp. Óttinn við eða vonin um að fjölskyldumótmælin hefðu sömu áhrif og Búsáhaldabyltingin skýrist einmitt af því. Allt er þetta einungis formleg lýsing á afstöðu sjálfsvera til sjálfra sín og annarra, án þess að við höfum almennilega lýst því hvað eigi að felast í boðinu um nýtt Ísland. En hver er þá hin trúa sjálfsvera sem sprettur úr Hruninu, m.ö.o. hvað þýðir það að berjast fyrir nýju Íslandi? Það er kannski ekki svo einhlítt en greinilegt að kröfur Radda fólksins voru mun takmarkaðri en það sem hér um ræðir. Við höfum hér á landi býsna ólík sannindi, þ.e.a.s. sýn á hvernig beri að umskapa samfélagið í ljósi þeirrar kreppu sem það lenti í. Hér vil ég gera tilraun til þess að greina þessi viðbrögð í þrjá meginflokka sem skilgreindir eru út frá því hver meginástæða Hrunsins er talin vera. And- pólitísk nálgun: orsakar Hrunsins er að leita í stjórnmálaflokkum a) Embættismenn vinni í þágu almannaheilla 29 b) Skipa þarf sérfræðinga, s.s. háskólakennara, í æðstu stjórn ríkisins og helst sem víðast í stjórnkerfinu c) Skipa þarf þjóðstjórn eða utanþingsstjórn til þess að sameina þjóðina um nauðsynlegar stjórnvaldsaðgerðir d) Markaðurinn sér um sig sjálfan. Ríkisafskipti eru orsök kreppunnar. 30 Siðbótarnálgun: orsakar Hrunsins er að leita í hugarfari þeirra sem ráða e) Græðgi forstjóra og fjárfesta tók út fyrir allan þjófabálk. Hana þarf að hemja með því að temja sér annað hugarfar, svo sem með einhvers konar sjálfbærum kapítalisma, líkt og má finna í rótgrónum fjölskyldufyrirtækjum. f) Skipta þarf út gömlu liði og setja t.d. ungt fólk í staðinn sem er laust við ósiði hins gamla Íslands Badiou 2006, s Dæmi um embættismannamiðaða lausn (eða hegelíska, ef út í það er farið) er að finna hjá Páli Skúlasyni: Íslenska ríkið brást hlutverki sínu að gæta öryggis þegna sinna Trúnaðarbrestur milli ríkis og þjóðar Verkefnið: Uppbygging ríkisins [...] Tilgáta: Frá 1944 höfum við vanrækt ríkið sem skipan sameiginlegra mála eflt ríkið um of sem stjórnvald treyst á atvinnustjórnmálamenn ekki menntað embættismennina sem skyldi Skortur á sjálfstæðri embættismannastétt. (Páll Skúlason 2009) 30 Hér voru engar reglur brotnar, Morgunblaðið 5. febrúar 2009, s. 11. (auglýsing á vegum andriki.is). Talsmenn þessarar stefnu fjölmenntu sennilega ekki á Austurvöll en tóku vissulega þátt í þjóðfélagsumræðunni í kjölfar Hruns. 12

13 Kerfisnálgun: orsakar Hrunsins er að leita í grunnstoðum samfélagsins g) Lagabreytingar 32 h) Nýja stjórnarskrá 33 i) Aðild að ESB 34 j) Gjörbreytt fjármálakerfi 35 k) Afnám markaðskerfis 36 l) Afnám alls yfirvalds 37 Þessi fjöldi ólíkra og að einhverju leyti ósættanlegra lausna hefur þann vanda í för með sér að erfitt reynist að greina hvaða sjálfsvera umfram aðrar teljist vera trú sannleiks- viðburði Hrunsins. Því má spyrja hvort það fari alfarið eftir því sjónarhorni sem valið er hvort sjálfsvera teljist trú, afturhaldssöm eða formyrkvuð? Og er þessi heimspeki þá svona afstæð? Hin sígilda ásökun sem hugsuðir, sem virðast opna fyrir einhvers konar afstæðishyggju, þurfa að verjast er: Hvað þá með nasismann? Er hann jafn gildur og aðrar stefnur? Svar Badiou við þeirri spurningu er sú að Þjóðbyltingin sem Hitler eða Pétain marskálkur boðuðu hafi ekki verið raunverulegur viðburður heldur gerviviðburður. 38 Gerviviðburðir þekkist á því að formyrkvuð sjálfsvera reynir að skýla veruleikanum fyrir því sem gæti í raun breytt honum með því að þjóna einhvers konar æðri veru. Sú æðri vera geti t.d. birst í guðsmynd svokallaðs íslamó- fasisma en einnig í formi vestrænna gilda þegar þau eru notuð sem réttlæting fyrir ofbeldi til þess að tryggja áframhaldandi yfirráðastöðu Vesturlanda. Í þessari 31 Af þessari tegund lausnar eru ýmsar útgáfur, s.s. sú að fjórflokkurinn sé einn af ósiðum hins gamla Íslands og því þurfi uppstokkun flokkakerfisins. Hugmyndin um að fjölga þurfi konum í stjórnunarstöðum er einnig af þessum meiði en með því eiga sérstök kvenleg gildi að ráða för í auknum mæli, er geri gæfumuninn við rekstur fyrirtækja, fjárfestingarsjóða eða hins opinbera. (Sjá t.d. Sigríði Þorgeirsdóttir og Þorgerði Einarsdóttur 2009.) 32 Sjá t.d. Skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá september Skýrsluhöfundar leggja til endurskoðun á starfsháttum Alþingis, lögum um fjármálafyrirtæki og endurskoðendur, lögum um Stjórnarráð Íslands, stjórnsýslulögum, upplýsingalögum o.s.frv. (s. 5-14). 33 Fyrstir til þess að ríða á vaðið með þessa hugmynd munu hafa verið Viðar Þorsteinsson (2008) og Njörður P. Narðvík (2009). 34 Raunar gæti sú tillaga einnig flokkast undir and- pólitíska nálgun ( Evrókratar munu hámarka gæðastjórnun í íslenskri stjórnsýslu ) eða siðbótarnálgun ( Evrópusambandið mun aga íslenska stjórnmálamenn og bæta stjórnsiði þeirra ). 35 Vilja bylta fjármálakerfinu, DV, 9. október 2010, s. 10; sjá einnig Attac á Íslandi ( og Lýðræðisfélagið Öldu ( 36 Þessa afstöðu verður að greina frá þeirri á undan, sem vill lagfæringar á markaðskerfinu fremur en afnám þess. Sjá t.d. Rauðan vettvang ( 37 Þessa lausn boðuðu anarkistar í mótmælunum, m.a. í dreifiritinu Svartur svanur ( 38 Magnús Þór Snæbjörnsson hefur skilgreint þennan greinarmun með eftirfarandi hætti: Sannleiks- Atburður kemur við og truflar kerfið út frá innsta kjarna þess, því sem gerir samfélag í raun ómögulegt, kemur í veg fyrir að það verði nokkurn tíma fullkomið. Gerviatburður réttlætir sig aftur á móti ávallt út frá hugmyndum um fyllingu, heild, þjóðarsátt, um að hlutirnir komist í samt lag á ný. (Magnús Þór Snæbjörnsson 2007, 495.) Í þeim skilningi hafi téð Þjóðbylting reynt að eyða með valdi yfirborðslegri mótsögn í þjóðfélaginu en þannig forðast að fást við dýpri mótsögn innan þess. Anna Björk Einarsdóttir hefur gagnrýnt þá vitundarvakningu sem varð í umhverfisverndarmálum á Íslandi upp úr árinu 2006 og birtist t.d. í málflutningi Framtíðarlandsins fyrir að vera gerviviðburður, þar eð hún sé á sömu forsendum ímyndasköpunar og markaðssetningar Íslands og nýfrjálshyggja stóriðjustefnunnar. (Anna Björk Einarsdóttir 2008). Út frá þessu væri Búsáhaldabyltingin sannleiks- viðburður hafi hún truflað kerfið út frá innsta kjarna þess en til þess að vera gerviviðburður þarf að vera hægt að afgreiða hana sem n.k. reiðiviðbrögð þjóðarinnar við óréttlæti án þess að verulegar breytingar fylgi í kjölfarið. Það fer eftir afstöðu fólks til byltingarinnar hvorn skilninginn þeir telja réttari. 13

14 heimspeki býr því visst gildismat. Þó er spurning hvort það nægi til þess að gera upp á milli þessara ólíku sanninda um hvernig beri að byggja upp Nýtt Ísland. Stjórnmálahugsun Badiou hefur einkum verið gagnrýnd fyrir að byggja á einhvers konar kraftaverki: Fyrst þurfi að bíða eftir að skammhlaup verði í veruleikanum, vera þá í þeirri aðstöðu að taka eftir mótsögninni sem birtist um stund milli orðræðunnar sem fyrir er og Raunarinnar (fr. le Réel), þ.e. sannleiks- viðburðarins, og draga af henni ályktanir sem geta kallast framsæknar eða byltingarkenndar; annað verði eiginlega að teljast röng pólitík. Fundið hefur verið að ýmsu öðru: a) Slavoj Žižek spyr hvort það sé ekki of mikil einföldun að lýsa öllu því sem ekki telst til raunverulegs viðburðar og baráttu sem honum er helguð sem óbreyttri stöðu og þar með stöðnun. Annars vegar er spurning hvort ekki þurfi að sjá fleiri tilbrigði í veruleikanum en þessi sýn gefur til kynna, hins vegar hvort þetta leiði ekki einmitt til þeirrar hreinstefnukenndu róttækni sem forðast að takast á við veruleikann og Lenín gagnrýndi svo ákaft. 39 b) Žižek vekur athygli á því að það að bíða eftir að teiknið birtist, sem gæti allt eins verið lítil en djúp þjóðfélagsleg mótsögn fremur en stór og yfirborðskennd, leiðir fremur til aðgerðaleysis en aðgerða. Að sama skapi hafna Hardt og Negri því að sjálfsveran þurfi að vera svo óvirk að bíða eftir viðburði sem hún muni fyrst í kjölfarið ljá ákveðna merkingu. Af hverju ekki miklu frekar vinna að því að framkalla slíkan viðburð?, spyrja þeir. 40 c) Ásamt franska heimspekingnum Daniel Bensaïd benda þeir Hardt og Negri á að einmitt þau dæmi um raunverulega stjórnmálaviðburði sem Badiou nefnir Franska stjórnbyltingin, Parísarkommúnan, Rússneska stjórnbyltingin, Kínverska menningarbyltingin séu vel skýranleg út frá einhverri samfellu í þróun efnahagslífs, þjóðfélagshátta eða hugmyndastrauma en ekki bara út frá rofum í henni. Að sama skapi mætti lýsa kúvendingu hugarfarsins sem varð hér árið 2008 sem slíkum rofum. En hefur það jafn mikið skýringargildi og hin samfellda þróun efnahagslífs og bankageirans? d) Enn fremur hefur Bensaïd gagnrýnt Badiou fyrir að gera ekki ráð fyrir lýðræðislegum vettvangi fyrir þær ólíku sjálfsverur sem takast á. 41 Viðbrögð Badiou við þeirri gagnrýni eru einfaldlega þau að spyrja hvaða lýðræði? og svara með eftirfarandi hætti: [Trú sjálfsvera] birtist í t.d. í þeirri sannfæringu að ef tekst að koma á fundi með fjórum afrískum verkamönnum úr verbúðum, einum námsmanni, kínverskum starfsmanni í textílverksmiðju, póstburðarmanni, tveimur húsmæðrum úr úthverfi og fáeinum silakeppum úr bænum, og sá fundur kemst að ákveðinni niðurstöðu og markar ákveðið tímaskeið óháð tímaskiptingu ríkisins, þá er hann óendanlega og ósammælanlega mikilvægari en það að stinga nafni litlauss stjórnmálamanns í talningavél ríkisins. 42 Það sé m.ö.o. mun meira lýðræði fólgið í því að taka þátt í að framleiða og raungera ný sannindi en að hegða sér sem nytsamur sakleysingi í því þingbundna auðræði (fr. capitalo- parlementarisme) sem Vesturlandabúar kalli lýðræði. Af þessu leiðir að þegar raunverulegt 39 Žižek 1999, Žižek ræðir nánar heimspekileg og pólitísk vandkvæði við að þvinga sannindi viðburðarins upp á veruleikann í Žižek 2006, Žižek 2008, ; Hardt og Negri 2009, s Bensaïd Badiou 2007,

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka BA ritgerð Mannfræði Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka #MeToo, bylting á samfélagsmiðlum Eygló Karlsdóttir Leiðbeinandi: Helga Þórey Björnsdóttir Júní 2018 Ég fékk sjálfa mig

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna Sumar 2011 Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Höfundur: Elsa Haraldsdóttir Verkefnisstjóri: Dr. Henry Alexander Henrysson Verkefnisstjórn:

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Akademískt frelsi 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild HA Útdráttur Í greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess.

More information

Forspjall um forvera

Forspjall um forvera Efnisyfirlit Forspjall um forvera... 2 Garðurinn I... 3 Þekkingarfræði... 6 Leiðin að farsæld líkaminn... 11 Ánægja, farsæld og hið góða líf... 14 Leiðin að farsæld hugurinn... 18 Ánægja og sársauki...

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Minnkandi kjörsókn. Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum? Fanney Skúladóttir. Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu

Minnkandi kjörsókn. Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum? Fanney Skúladóttir. Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu Minnkandi kjörsókn Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum? Fanney Skúladóttir Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu Félagsvísindasvið Júní 2016 Minnkandi kjörsókn Hvaða

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen með eftirmáls- og viðbótargreinar eftir Pál Skúlason Í þessu kveri mun ég freista þess að skýra hlutverk heimspekinnar í þeim tilgangi að lesturinn gagnist

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Heimspekin sýnir okkur heiminn

Heimspekin sýnir okkur heiminn Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. ágúst 2015 Yfirlit greina Ólafur Páll Jónsson Heimspekin sýnir okkur heiminn Minning um Pál Skúlason (1945 2015) Páll Skúlason heimspekingur fjallaði um

More information

Réttlætiskenning Rousseau

Réttlætiskenning Rousseau Hugvísindasvið Réttlætiskenning Rousseau Á Samfélagssáttmáli Jean-Jacques Rousseau erindi við 21.öldina? Ritgerð til B.A.-prófs Einar Pétur Heiðarsson Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á Þórhallur Eyþórsson Háskóla Íslands Bara hrægammar Myndhvörf hjá Lakoff og Pinker 1. Myndhvörf í tungumáli og hugsun Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið og eru vindar

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Áhrif þess að jafna vægi atkvæða

Áhrif þess að jafna vægi atkvæða Áhrif þess að jafna vægi atkvæða Birgir Guðmundsson og Grétar Þór Eyþórsson Stjórnlaganefnd fór þess á leit við Birgi Guðmundson dósent við Háskólann á Akureyri og Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

FYRSTI KAFLI Inngangur

FYRSTI KAFLI Inngangur JOHN STUART MILL Frelsið Íslenzk þýðing eftir JÓN HNEFIL AÐALSTEINSSUN og ÞORSTEIN GYLFASON sem líka ritar forspjall HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG Reykjnvik 1970 John Stuart Mill (1806-1873), var enskur

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats

Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Kennaraháskóli Íslands Doktorsvörn 9. maí 2008 Rúnar Sigþórsson Mat í þágu náms eða nám í þágu mats Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum

More information

Atli Harðarson VÉLMENNI 1

Atli Harðarson VÉLMENNI 1 Atli Harðarson VÉLMENNI 1 1. KAFLI: KENNING ALAN TURING Árið 1950 birtist grein eftir Alan Turing í enska heimspekitímaritinu Mind. Greinin heitir "Computing Machinery and Intelligence". Það mætti kalla

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Félagsvísindasvið Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Birtingarmynd kyngervis á vefsíðu Krakkarúv og hugsanleg áhrif þess á börn. Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Anna Kristjana Ó. Hjaltested Leiðbeinandi:

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Fræði og framkvæmd. Hinir útvöldu -um leiklistardeild Listaháskóla Íslands og líkindi hennar við költ

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Fræði og framkvæmd. Hinir útvöldu -um leiklistardeild Listaháskóla Íslands og líkindi hennar við költ Kolbrún Björt Sigfúsdóttir Fræði og framkvæmd Hinir útvöldu -um leiklistardeild Listaháskóla Íslands og líkindi hennar við költ Leiðbeinandi: Magnús Þór Þorbergsson Febrúar 2008 Efnisyfirlit Athugarsemd

More information

Til varnar hugsmíðahyggju

Til varnar hugsmíðahyggju 32 Miranda Fricker Hugur 29. ár, 2018 s. 33 51 vitnisburðarranglæti er verið að vísa til hinnar sögulegu víddar í alvarlegu ranglæti af þessu tagi á meðan kerfislægt vitnisburðarranglæti vísar til samtímavíddarinnar.

More information

Hver á sér fegra föðurland?

Hver á sér fegra föðurland? Hugvísindasvið Hver á sér fegra föðurland? Þjóðarsjálfsmynd í íslenskum hrunbókmenntum Ritgerð til BA- prófs í almennri bókmenntafræði Guðrún Baldvinsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Hver er tilgangur heimspekinnar?

Hver er tilgangur heimspekinnar? Hugvísindasvið Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki Flóki Snorrason Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hvers vegna EES en ekki ESB?

Hvers vegna EES en ekki ESB? Hvers vegna EES en ekki ESB? Eiríkur Bergmann dósent við Háskólann á Bifröst eirikur@bifrost.is Ágrip Í opinberri stjórnmálaumræðu hefur því gjarnan verið haldið fram að Ísland geti ekki gengið í Evrópusambandið

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information