FYRSTI KAFLI Inngangur

Size: px
Start display at page:

Download "FYRSTI KAFLI Inngangur"

Transcription

1 JOHN STUART MILL Frelsið Íslenzk þýðing eftir JÓN HNEFIL AÐALSTEINSSUN og ÞORSTEIN GYLFASON sem líka ritar forspjall HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG Reykjnvik 1970 John Stuart Mill ( ), var enskur heimspekingur. Faðir hans, heimspekingurinn James, fór að kenna honum grísku og stærðfræði um svipað leyti og önnur börn fara að babla móðurmálið og sjö ára gamall las hann samræður >>Platóns á frummálinu! Á áttunda ári lagði hann stund á latínu og náttúruvísindi, síðan rökfræði og hagfræði. Starfaði hjá Austur-Indlandsfélaginu (East India Company) í 35 ár (frá 1823), sat á breska þinginu Um 1830 kynntist John Stuart frú Harriet Taylor ( ) og tókst með þeim náin vinátta. Talið líklegt að eiginmanni hennar hafi þótt nóg um samband þeirra en sætt sig við orðinn hlut. Frúin dvaldist langdvölum á sveitasetri þeirra hjóna eða í útlöndum ásamt dóttur þeirra. Hluta úr ári bjuggu hjónin þó saman í London og frá 1842 snæddi Mill tvisvar í viku á heimilinu, oftast án nærveru húsbóndans. Samaband þeirra Johns Stuarts og Harriets vakti hneykslun og faðir hans, sem gerði ráð fyrir að samband kynjanna yrði frjálslegra þegar tímar liðu, var andvígur því, að sonurinn gerðist brautryðjandi á því sviði! Eiginmaður Harriets lést 1849 og tveimur árum síðar (1851) giftust þau John Stuart. Algengast er að telja samband þeirra Harriets og Johns Stuarts hafa verið einvörðungu af andlegum toga og jafnvel sjö ára hjúskapur þeirra hafi aðallega verið helgaður ritstörfum. Hún andaðist 1858 en Mill sagði sjálfur að hún hefði haft veruleg áhrif á skrif hans. Rit: On Liberty 1859 (Frelsið, ísl. þýð.), The Subjection of Women 1871 (Kúgun kvenna, ísl. þýð.). Sjá um Mill í Hugmyndasögu bls. 206, 214,216,217, 231. FYRSTI KAFLI Inngangur [ ]TILGANGUR þessa rits er að setja fram eina ofureinfalda reglu, sem skorið getur úr því afdsáttarlaust, hvenær samfélaginu leyfist að hlutast til um málefni einstaklingsins, hvort sem viðurlögin eru líkamlegt ofbeldi í mynd lagarefsinga eða siðferðileg þvingun almenningsálitsins. Reglan er þessi: því aðeins er öllu mannkyni, einum manni eða fleirum, heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklings, að um sjálfsvörn sé að ræða. Í menningarsamfélagi getur nauðung við einstakling helgazt af þeim tilgangi einum að varna þess að öðrum sé unnið mein. Heill og hamingja einstaklingsins sjálfs til líkama eða sálar er ekki næg ástæða frelsisskerðingar. Það er óréttlætanlegt að neyða mann til að gera nokkuð eða láta ógert af þeim sökum, að hann verði sælli fyrir bragðið, eða hinum, að aðrir telji skynsamlegt eða rétt að breyta svo. Ástæður sem þessar eru góðar og gildar í fortölum eða rökræðum. Til þeirra má höfða, vilji maður telja öðrum hughvarf eða biðja hann einhvers. Þær réttlæta ekki að aðrir neyði mann eða meiði, ef hann skyldi breyta öðruvísi en til er ætlazt. Nauðung réttlætist af því einu, að verknaður sá, sem komið er í veg fyrir, sé öðrum til tjóns. Maður ber einungis ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem aðra varða. Hann hefur óskorað frelsi til allra gerða, sem varða hann sjálfan einan. Hver maður hefur fullt vald yfir sjálfum sér, líkama sínum og sál. Ef til vill er ástæðulaust að taka fram, að þessi regla á aðeins við um fólk, sem náð hefur fullum andlegum þroska. Hún á ekki við um börn og ekki heldur unglinga, sem telja má ómynduga að lögum. Þá, sem eru ekki upp úr því vaxnir, að aðrir annist þá, þarf að vernda gegn eigin gerðum engu síður en ytri hættum. Af sömu sökum má undanskilja svo frumstæð samfélög, að gervöll þjóðin geti talizt ómyndug. Fyrstu framfaraspor frumstæðs samfélags eru yfirleitt örðugri en svo, að um fleiri en einn veg sé að velja. Framfarasinnuðum stjórnanda leyfist þá að beita öllum ráðum til að ná því marki, sem ef til vill yrði annars ekki náð. Einræði er réttmæt stjórnskipan í löndum villimanna, svo fremi tilgangurinn sé að bæta þá og réttlætist af því, að honum sé í raun og veru náð. Frelsið getur ekki orðið almenn regla, fyrr en mannkynið er þess umkomið að taka framförum fyrir frjálsar og jafnar umræður. Þangað

2 til hljóta menn að hlýða einhverjum Akbar 1 eða Karlamagnúsi 2 í blindni, ef þeir þá eiga völ á slíkum höfðingja. Öðru máli gegnir, þegar mannkyninu hefur lærzt að hlíta leiðsögn um framfarir sínar með rökræðum eða fortölum, en því stigi hafa þær þjóðir þegar náð, sem um er rætt í þessu riti. Með slíkum þjóðum er valdbeiting, hvort heldur beinar þvinganir eða tilskipanir að viðlögðum refsingum, ekki lengur leyfileg aðferð mönnum sjálfum til heilla, heldur einungis afsakanleg öðrum til varnar. Þess er rétt að geta, að við rökfærslu mína hafna ég hverri stoð, sem reisa mætti á hugmyndinni um æðra réttlæti, óháð allri nytsemi. Ég tel nytsemina grundvöll alls siðferðis, hinn endanlega mælikvarða góðs og ills. En þar á ég við nytsemi í víðustu merkingu, grundvallaða á varanlegum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans. Að minni hyggju heimila þessir hagsmunir enga skerðingu á frelsi einstaklingsins til athafna, nema þær athafnir varði hagsmuni annarra. Geri maður öðrum mein, er gild ástæða til að refsa honum að lögum eða með almennri fordæmingu, varði verknaður hans ekki við lög. Boð eru einatt réttlætanleg ekki síður en bönn. Með réttu má neyða menn til að vinna ýmis verk öðrum til góðs, til dæmis að bera vitni fyrir dómi, eiga hóflegan hlut að vörnum lands síns eða öðrum sameiginlegum störfum, sem nauðsynleg eru því samfélagi, er menn njóta verndar hjá. Sama máli gegnir um ýmsa aðstoð við aðra, svo sem að bjarga lífi manns og koma til liðs, þegar ráðizt er á varnarlausa. Hvenær sem það er augljós skylda manns að gera slíka hluti, má kalla hann til ábyrgðar fyrir að gera þá ekki. Menn geta valdið öðrum tjóni með ýmsu, sem þeir láta ógert, ekki síður en með gerðum sínum, og í báðum tilvikum hljóta þeir að standa öðrum reikningsskap. Í fyrra tilvikinu verður þó að beita þvingunum með miklu meiri gát en í hinu síðara. Reglan er að kalla mann til ábyrgðar fyrir tjón, sem hann veldur öðrum. Hitt er undantekning, að kalla megi mann til ábyrgðar fyrir að hafa ekki reist skorður við tjóni. Þó eru ýmis atvik nógu ótvíræð og alvarleg til að réttlæta þessa undantekningu. Í öllum skiptum einstaklings við aðra menn ber hann ábyrgð að lögum gagnvart þeim, sem eiga hagsmuni í húfi, og gagnvart samfélaginu sem verndara þeirra, ef nauðsyn ber til. Oft er rík ástæða til að kalla mann ekki til ábyrgðar, en hún veltur þá á sérstökum málsatvikum. Ástæðan kann að vera sú, að búast megi við betri breytni af honum, ef hann er látinn eiga sig, en ef honum er veitt það aðhald, sem samfélagið hefur tök á. Eða þá hin, að tilraun til að veita slíkt aðhald muni að líkindum valda meira tjóni en því, sem ætlunin er að aftra. Þegar slíkar ástæður koma í veg fyrir ábyrgð að lögum, ber samvizku manns sjálfs að setjast í autt dómarasætið til verndar þeim hagsmunum annarra, sem ekki njóta neinnar ytri verndar. Hverjum manni ber að dæma sjálfan sig mun harðar, ef hann verður ekki kallaður til ábyrgðar gagnvart meðbræðnim sínum. Á einu sviði mannlegrar breytni á samfélagið, ólíkt hverjum einstaklingi, aðeins óbeinna ef nokkurra hagsmuna að gæta. Þetta er svið þeirra þátta ævi og breytni hvers einstaklings, sem einungis varða hann sjálfan og þá menn aðra, sem láta sig þessa þætti varða af fúsum og frjálsum vilja og vitandi vits um allar aðstæður. Þegar ég segi, að eitthvað varði einstaklinginn einan, á ég við bein og skjót áhrif þess á hann og annað ekki. Því allt, sem orkar á einn mann, getur orkað óbeint á aðra fyrir atbeina hans. Ég mun víkja síðar að þeim mótbárum gegn kenningu minni, sem byggja má á þvílíkum atvikum. Hér er þá hinn rétti vettvangur mannlegs frelsis. Hann tekur í fyrsta lagi til hins innra valdsviðs samvizkunnar og krefst samvizkufrelsis í víðasta skilningi, frelsis til að hugsa og finna til, óskoraðs skoðanafrelsis í hverju einasta efni, hagnýtu eða heimspekilegu, vísindalegu, siðferðilegu eða guðfræðilegu. Málfrelsi og prentfrelsi kunna að virðast lúta öðru lögmáli, þar eð birting skoðana í ræðu og riti hlýtur að varða aðra menn. En þessar greinar frelsisins eru næstum 1 Djelal-eddin Muhammed Akbar ( ) var stórmógúll á Indlandi frá Hann þótti með afbrigðum strangur, en réttvís herra. Umburðarlyndi hans í trúmálum er við brugðið, enda þótt hann hafi sjálfur gerzt spámaðut nýrrar trúar, sem byggði meðal annars á kristinni kenningu. Hann efldi mjög efnahag þegna sinna. 2 Karl mikli Frankakonungur. ÓJP

3 jafnmikilvægar og hugsunarfrelsið sjálft og byggjast að mestu á sömu rökum, og af þeim sökum eru þær í rauninni ógreinanlegar frá því. Í öðru lagi krefst frumreglan frelsis um vild og viðleitni, frelsi handa hverjum manni til að lifa lífinu í samræmi við skapgerð sína, til að breyta eftir vild og taka afleiðingunum af því hindrunarlaust af annarra hálfu, svo fremi hann valdi þeim ekki tjóni. Engu skiptir, þótt öðrum kunni að virðast framferði okkar heimskulegt, spillt eða rangt. Af þessum rétti hvers einstaklings leiðir í þriðja lagi og með sama fyrirvara rétt manna til að bindast félagsskap, frelsi til að sameinast um eitthvert markmið, sem er öðrum mönnum meinlaust. Gert er ráð fyrir, að um fulltíða fólk sé að ræða og hvorki beitt þvingunum né svikum. Ekkert þjóðfélag er frjálst, nema það virði þessi réttindi, hver svo sem stjórnskipan þess er. Og ekkert þjóðfélag er fyllilega frjálst, nema þessi réttindi séu þar ótvíræð og afdráttarlaus. Hið eina frelsi, sem á nafnið skilið, er frelsi til að freista gæfunnar að eigin vild, svo lengi sem menn reyna ekki að svipta aðra gæfunni eða varna þeim vegar í leit sinni að lífshamingju. Hver maður er sjálfur bezt til þess fallinn að vaka yfir velferð sinni til líkama eða sálar, þessa heims eða annars. Mannkyninu er meiri akkur í að leyfa mönnum að lifa eins og þeim bezt þykir en að þröngva þeim til að lifa eins og allir aðrir telja fyrir beztu. Þessi kenning er langt frá því að vera ný, og sumum kann að virðast hún liggja í augum uppi. Þó er engin kenning jafnöndverð allri stefnu ríkjandi hátta og hugmynda. Þjóðfélagið steypir þegna sína í sama mót í félagslegu tilliti. En það hefur kostað jafnmikils kapps um áþekk afskipti af einkalífi manna í nafni einhverra manngildishugsjóna sinna. Ríki fornaldar þóttust hafa rétt til íhlutunar um einstaka þætti einkalífsins, og hinir fornu heimspekingar voru sama sinnis. Rökin voru þau, að ríkið ætti ákaflega mikið undir atgervi þegna sinna til sálar og líkama. Þetta viðhorf átti ef til vill rétt á sér í litlum ríkjum og umsetnum á allar hliðar, sem voldugir fjandmenn gátu eytt í árás eða innri átök kollvarpað. Þar gæti jafnvel skammvinnt slen og agaleysi haft svo örlagaríkar afleiðingar að ókleift reyndist að bíða nytsamlegra og varanlegra áhrifa einstaklingsfrelsisins. Nú á tímum hefur hinn mikli fólksfjöldi ríkja og þó einkum aðskilnaður ríkis og kirkju (sem lagt hefur andlega leiðsögn í annarra hendur en veraldlegra valdsmanna) reist skorður við svo ríkri íhlutun löggjafans um einstök atriði einkalífsins. En þrátt fyrir þetta hafa einstaklingsbundin frávik frá ríkjandi skoðunum jafnvel fremur orðið fyrir skeytm almenningsálitsins en hin félagslegu. Trúin, voldugasta aflið við mótun siðferðishugmynda, hefur ýmist lotið valdafíkinni klerkastétt, sem slægist eftir alræðisvaldi um mannlega breytni, eða þá þröngsýnum hreintrúarmönnum. Og sumir siðbótarmenn nútímans, sem rísa hvað öndverðastir gegn fornri trú, eru engir eftirbátar kirkjudeilda og trúflakka í kröfum sínum um rétt til andlegrar kúgunar. Hér á ég einkum við M. Auguste Comte og þær kenningar hans um þjóðfélagsmál, sem hann birtir í riti sínu Stjórnkerfi framstefnunnar eða Systéme de Politique Positive. 3 Hann vill að vísu fremur beita aðhaldi siðferðis en laga til að koma á fót þvílíku ofríki þjóðfélagsins yfir einstaklingnum, að annað eins hvarflaði ekki að hinum strangasta tyftunarmanni í hópi fornra heimspekinga. Auk kynlegra kenninga einstakra hugsuða færist sú árátta í vöxt á okkar dögum að auka úr hófi vald þjóðfélagsins yfir þegnunum, bæði í krafti laga og almenningsálits. Og allar breytingar, sem eiga sér stað um þessar mundir, miða að því að styrkja þjóðfélagið, en veikja afl einstaklingsins. Af þeim sökum er þessi frelsisskerðing ekki böl af því tæi, sem búast má við, að hverfi af sjálfu sér. Hún mun þvert á móti gerast æ háskalegri. Allir menn, jafnt yfirvöld sem almenningur, hafa tilhneigingu til að þröngva eigin skoðunum og tilfinningum að öðrum mönnum. Og þessi tilhneiging nýtur svo öflugs stuðnings ýmissa beztu og verstu þátta mannlegs eðlis, að vanmáttur manna er einn um að 3 Auguste Comte ( ) var franskur heimspekingutr og frumkvöðull svonefndrar framstefnu ( philosophie positivé, einnig nefnd raunspeki á íslenzku, sjá bls í Hugmyndasögu ÓJP). Kenningar Comtes höfðu nokkur áhrif á Mill, einkum þann þátt Rökfræði hans, sem fjallar um félagsvísindin (A System of Logic VI). Þeir tveir kynntust, en ágreiningur olli því, að Comte sleit vinskap þeirra.

4 halda henni í skefjum. En mátturinn minnkar ekki. Hann vex. Og ef menn slá ekki skjaldborg siðferðilegrar sannfæringar um frelsi sitt, þá má búast við því, eins og nú standa sakir, að þessi valdníðsla færist enn í aukana. FJÓRÐI KAFLI Um valdsvið samfélagsins yfir einstaklingnum SJÁLFRÆÐI einstaklingsins eru takmörk sett. En hver eru þessi takmörk? Hvert er valdsvið samfélagsins yfir einstaklingnum? Hverju á hver einstaklingur að ráða um líf sitt og hverju samfélagið? Yfirráð helgast af hagsmunum. Einstaklingurinn á að ráða því um líf sitt, sem hann lætur sig mestu varða. Samfélagið á að ráða hinu, sem skiptir það mestu. Samfélagið er ekki byggt á neinum samningi, og marklaust er að ímynda sér slíkan samning til að réttlæta þær kvaðir, sem samfélagið leggur á einstaklinginn. Allt um það ber hverjum þeim, sem nýtur verndar samfélagsins, að endurgjalda því þessa vernd. Ef menn vilja lifa saman, hljóta þeir að hlíta einhverjum reglum um samskipti sín. Önnur meginreglan er, að enginn maður gangi á hagsmuni annarra - eða öllu heldur þá hagsmuni annarra, sem ber að telja rétt þeirra að skráðum eða óskráðum lögum. Hin er, að hver maður beri sanngjarna byrði starfs og fórna í því skyni að vernda samfélagið sem þegna þess gegn tjóni og árásum. Samfélagið hefur rétt til að framfylgja þessum reglum og refsa þeim mönnum, sem reyna að skorast undan þeim. Og réttur samfélagsins er meiri. Einstaklingur getur gert öðrum margvíslegt mein eða verið umhyggjulaus um velferð annarra, án þess þó að rjúfa skýlausan rétt á þeim. Almenningsálitið má refsa slíkum manni, enda þótt óheimilt sé að refsa honum að lögum. Um leið og einstaklingur gengur á hagsmuni annarra, tekur valdsvið samfélagsins til breytni hans. Þá kemur til álita, hvort það muni almenningsheill til eflingar eða ekki, að samfélagið skerist í leikinn. Ekkert slíkt kemur til álita, þegar breytni manns varðar einungis hag hans sjálfs og þeirra fulltíða manna annarra, sem láta sig þessa breytni varða af fúsum vilja og fullu viti. Í öllum slíkum tilvikum ættu menn að hafa fyllsta frelsi, jafnt að lögum sem almenningsáliti, til að gera það, sem þeim sýnist, og taka afleiðingunum. Það væri mikill misskilningur á þessari kenningu minni að telja hana boða eigingjarnt skeytingarleysi, sem telur engum manni koma við, hvernig aðrir lifa lífinu, hvernig þeir breyta og hvernig þeim farnast, nema hagsmunir hans sjálfs séu í húfi. Öll þörf er á, að óeigingjörn viðleitni til að efla hag annarra fari mjög vaxandi í veröldinni. Ósérplægnum og góðviljuðum mönnum eru þó önnur tæki tiltæk til að hvetja meðbræður sína til betra lífs en keyrið og svipan, hvort heldur í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu. Ég skal verða síðastur manna til að lítilsvirða skyldur hvers manns við sjálfan sig. Þær ganga næstar skyldum hans við samfélagið, ef þær eru þá ekki jafnmikilvægar. Í uppeldi barna ber okkur að leggja jafna rækt við hvorar tveggja. Þar beitum við fortölum ekki síður en þvingunum, og þegar uppeldi barns á að heita lokið, ætti einungis að beita fortölum í því skyni að innræta mönnum skyldurnar við sjálfa sig. Mönnunum ber að hjálpa hver öðrum að greina gott frá illu ag hvetja hver annan til að gera gott og forðast allt, sem illt er. Þeim ber ávallt að hvetja hver annan til að neyta hinna æðri sálargáfna sinna og til að beina tilfinningum sínum og viðleitni í sívaxandi mæli að viturlegum markmiðum og vangaveltum í stað heimskulegra, háleitum í stað auvirðilegra. Enginn maður og enginn fjöldi manna hefur rétt til að banna mannlegum einstaklingi, sem kominn er til vits og ára, að lifa lífi sínu, eins og honum sjálfum sýnist. Sjálfur á hann mest í húfi. Það, sem aðrir eiga í húfi, að ástvinum hans frátöldum, er hégómi hjá því, sem hann á sjálfur. Og samfélagið á lítilla sem engra og öldungis óbeinna hagsmuna að gæta, nema að því, sem varðar breytni einstaklingsins við aðra. Á hinn bóginn hefur mesta hversdagsfólk, menn og konur, óendanlega miklu betri tök á að öðlast skilning á óskum sínum og aðstæðum en nokkur maður annar. Ef samfélagið breytir ákvörðunum og ætlunum einstaklings, sem einungis varða hann sjálfan, hlýtur íhlutun þess að byggja á almennum skoðunum. En þessar skoðanir kunna að vera alrangar, og jafnvel þótt þær séu réttar, er eins

5 víst, að þeim verði misbeitt í einstökum tilvikum af mönnum, sem þekkja ekki betur til allra atvika en hver annar áhorfandi. Um þessa þætti mannlífsins ber því að telja hvern einstakling einráðan. Í mannlegum samskiptum ber nauðsyn til, að almennum reglum sé hlítt, svo að menn geti vitað, á hverju þeir eiga von. Um eigin málefni sín á þó hver einstakur að vera æðsti dómari. Aðrir menn geta, beðnir sem óbeðnir, ráðlagt honum til að hvessa dómgreind hans og hvatt hann til að styrkja vilja hans. En hans er að dæma. Honum kann að skjátlast þrátt fyrir ábendingar og aðvaranir. En um meinið, sem af því hlýzt, er lítils vert á móti hinu, sem að því er, að aðrir neyði hann til að breyta samkvæmt því, sem þeir telja honum fyrir beztu. [ ] FIMMTI KAFLI Notagildi Í ÞESSU riti hef ég haldið fram tveim frumsetningum um frelsi einstaklingsins. Þessar frumsetningar eru grundvöllur allrar umræðu um einstök atriði, og þær verða að ná almennri viðurkenningu sem slíkar, áður en von er til, að þeim verði beitt til góðs í ýmsum greinum siðfræði og stjórnvísinda. Í þessum kafla mun ég gera fáeinar athugasemdir um einstök atriði. Þessum athugasemdum er fremur ætlað að varpa ljósi á setningarnar en sýna allar afleiðingar þeirra. Ég mun ekki ræða notagildi setninganna almennt, heldur víkja lítillega að því, hvernig megi beita þeim, til að skýra merkingu og mörk þeirra og auðvelda mönnum beitingu þeirra, þegar tvísýnt virðist, hvor þeirra eigi við. Fyrri setningin er þessi: einstaklingur ber enga ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem varða einungis hann sjálfan. Samfélagið getur látið andúð eða vanþókknun á gerðum hans í ljósi með ráðleggingum, tilsögn og fortölum, og aðrir menn geta í þessu skyni forðazt hann, ef þeir telja það sjálfum sér fyrir beztu. En öll önnur afskipti af háttum hans eru óréttlætanleg. Síðari setningin er þessi: einstaklingur ber ábyrgð gagnvart samfélaginu á þeim athöfnum sínum, sem skaða hagsmuni annarra. Fyrir slíkar athafnir má hegna honum að almenningsáliti eða lögum, ef samfélagið telur slíkar hegningar nauðsynlegar sér til verndar. Nú mega menn ekki draga þá ályktun af síðari setningimni, að samfélagið hafi ævinlega íhlutunarrétt, þegar athafnir einstaklings skaða hagsmuni annarra eða stofna þeim í hættu. Þvert á móti er algengt, að réttmæt breytni einstaklings skaði aðra óhjákvæmilega og þess vegna réttilega eða geri einhverjar vonir þeirra að engu. Slíkir hagsmunaárekstrar einstaklinga stafa einatt af illri samfélagsskipan, en þá verður ekki hjá þeim komizr, meðan sú skipan stendur. Og sumir þeirra eru óhjákvæmilegir, hver sem samfélagsskipanin er. Margir menn hafa hag af tjóni annarra, árangurslausu erfiði þeirra og brostnum vonum: þeir, sem hafa betur í of fjölmennri atvinnugrein eða á samkeppnisprófi, þeir, sem teknir eru fram yfír aðra í eftirsókn eftir einhverju, sem báðir vilja öðlast. En það er almennt viðurkennt, að öllu mannkyni sé fyrir beztu, að einstaklingar freisti gæfunnar í lífinu án tillits til slíkra afleiðinga. Með öðrum orðmn: samfélagið viðurkennir ekki, að vonsviknir keppinautar manns eigi lagalegt eða siðferðilegt tilkall til, að þeim sé hlíft við vonbrigðum sínum. Samfélagið telur sig því aðeins skylt til íhlutunar, að þessir keppinautar hafi verið beittir brögðum, sem eru andstæð almenningsheill, svo sem falsi, svikum eða ofbeldi. Verzlun er einnig félagslegt athæfi. Hver sá, sem selur almenningi varning af einhverju tæi, hefst það að, sem varðar hagsmuni annarra manna og samfélagsins yfirleitt. Þess vegna er athæfi hans á valdsviði samfélagsins samkvæmt frumreglunni. Af þessum sökum töldu menn það áður skyldu stjórnvalda í öllum mikilvægum tilvikum að lögbinda verðlag og stjórna framleiðslunni. En nú er viðurkennt eftir langa baráttu, að bezta trygging fyrir ódýrri og vandaðri vöru sé, að framleiðendur og seljendur hafi fyllilega frjálsar hendur með því eina skilyrði, að kaupendur hafi jafnfrjálsar hendur til að afla sér vörunnar annars staðar. Þetta er

6 kenningin um svonefnt verzlunarfrelsi. Að henni hníga allt önnur rök en að kenningu minni um einstaklingsfrelsi, en engu að síður jafntraust. Allar takmarkanir á verzlun eða framleiðslu varnings til verzlunar eru vissulega höft, og öll höft eru ill sem slík. En verzlunarhöftin hefta einungis þær athafnir manna, sem samfélagið hefur fullan rétt til að hefta. Þau eru einungis röng vegna þess, að í reynd ná þau ekki þeim tilgangi, sem þeim var ætlað að ná. Frelsisreglan er því óskyld verzlunarfrelsiskenningunni. Eins er hún óskyld flestum ágreiningsefnum um skerðingu verzlunarfrelsis, eins og því, hve ströngu opinberu eftirliti sé rétt að beita til að koma í veg fyrir vörusvik, eða hinu, hve ströng ákvæði megi setja, sem skyldi iðnrekendur til heilbrigðis- og öryggisráðstafana á hættulegum vinnustað. Slíkur ágreiningur varðar frelsi einstaklingsins aðeins að einu leyti: að öllu öðru jöfnu er ávallt betra að láta menn sjálfráða en setja þeim skorður. Eftir frumreglunni er óneitanlega réttmætt að skerða frelsi manna í verzlun og atvinnurekstri. Að vísu varða sum verzlunarhöft einstaklingsfrelsið: það eru öll þau, sem þjóna þeim tilgangi að gera almenningi örðugt eða ókleift að afla sér einhverrar vöru. Dæmi slíkra hafta eru bann við sölu áfengis, bann við ópíumsölu til Kína, takmarkanir á eitursölu. En slíkri íhlutun ber ekki að andmæla vegna þess, að hún skerði frelsi framleiðenda eða seljenda vörunnar, heldur vegna hins, að hún skerðir frelsi kaupenda. [ ]

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Um prófsteina gjörða okkar

Um prófsteina gjörða okkar Hugvísindasvið Um prófsteina gjörða okkar Sartre og Mill vísa lesendum veginn en lýsa ekki upp sömu leið Ritgerð til B.A.-prófs Helgi Vífill Júlíusson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Réttlætiskenning Rousseau

Réttlætiskenning Rousseau Hugvísindasvið Réttlætiskenning Rousseau Á Samfélagssáttmáli Jean-Jacques Rousseau erindi við 21.öldina? Ritgerð til B.A.-prófs Einar Pétur Heiðarsson Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls.

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls. Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls. 2 2. Upphaf AA samtakanna... Bls. 2 3. Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls. 3 4. Kenningar... Bls. 4 4.1. Forskuldbinding... Bls. 4 4.2. Félagslegt taumhald... Bls. 7 4.3.

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Þetta var eiginlega nauðgun

Þetta var eiginlega nauðgun Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þetta var eiginlega nauðgun Tælingar og blekkingar í kynferðislegum samskiptum Ritgerð til BA prófs í heimspeki Edda Thorarensen Kt.: 130484-2639 Leiðbeinandi:

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN

ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN ÞÁTTTAKA BARNA Í VÍSINDARANNSÓKNUM ALMENN LEIÐSÖGN Guðrún Kristinsdóttir prófessor emerita Guðrún Kristinsdóttir 2017 Birt að tilhlutan Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands 1 Formáli Í vinnu við umsagnir

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Forspjall um forvera

Forspjall um forvera Efnisyfirlit Forspjall um forvera... 2 Garðurinn I... 3 Þekkingarfræði... 6 Leiðin að farsæld líkaminn... 11 Ánægja, farsæld og hið góða líf... 14 Leiðin að farsæld hugurinn... 18 Ánægja og sársauki...

More information

TRAUSTIR HORNSTEINAR SIR WILLIAM BEVERIDGE. BENEDIKT TÓMASSON íslenzkaði ERINDI OG GREINAR UM FÉLAGSLEGT ÖRYGGI

TRAUSTIR HORNSTEINAR SIR WILLIAM BEVERIDGE. BENEDIKT TÓMASSON íslenzkaði ERINDI OG GREINAR UM FÉLAGSLEGT ÖRYGGI SIR WILLIAM BEVERIDGE TRAUSTIR HORNSTEINAR ERINDI OG GREINAR UM FÉLAGSLEGT ÖRYGGI BENEDIKT TÓMASSON íslenzkaði :\fenningar- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU REYKJAVÍK 1943 PRENTSMIÐJAN REYKJAViK 0001 H.F., FORMÁLSORÐ

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Ríkisskattstjóri 50 ára

Ríkisskattstjóri 50 ára F R É T TA B L A Ð R S K O K TÓ B E R 2 0 12 LEIÐARINN Ríkisskattstjóri 50 ára Fimmtíu ár eru liðin frá því að embætti ríkisskattstjóra var stofnað. Þá var tekið upp nýtt fyrirkomulag í stjórnsýslu skattamála

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Áhrif annarleika á stöðu og frelsi einstaklings

Áhrif annarleika á stöðu og frelsi einstaklings Hugvísindasvið Áhrif annarleika á stöðu og frelsi einstaklings Ritgerð til BA -prófs í heimspeki Svava Úlfarsdóttir Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Áhrif annarleika á stöðu og frelsi

More information

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen með eftirmáls- og viðbótargreinar eftir Pál Skúlason Í þessu kveri mun ég freista þess að skýra hlutverk heimspekinnar í þeim tilgangi að lesturinn gagnist

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin?

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGASVIÐ Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Ingunn Heiða Ingimarsdóttir Leiðbeinandi: Sævar Ari Finnbogason (Haustönn 2017) Staðfesting á lokaverkefni

More information

Hugvísindasvið. Réttlátt stríð. Íhlutun með vísun í mannréttindi. Ritgerð til BA prófs í Heimspeki. Einar Ingi Davíðsson

Hugvísindasvið. Réttlátt stríð. Íhlutun með vísun í mannréttindi. Ritgerð til BA prófs í Heimspeki. Einar Ingi Davíðsson Hugvísindasvið Réttlátt stríð Íhlutun með vísun í mannréttindi Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Einar Ingi Davíðsson Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Réttlátt stríð Íhlutun með vísun í

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Eru unglingar

More information

Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn?

Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn? Hugvísindasvið Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn? Hugtökin virðing og réttur skilgreind með notagildi þeirra í raunverulegum aðstæðum í huga Ritgerð til M.A.-prófs Arnrún Halla Arnórsdóttir Febrúar

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok -BA ritgerð í lögfræði - Kristján Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín

More information

Hugvísindasvið. Að eilífum friði. Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans. Ritgerð til B.A.-prófs. Kristian Guttesen

Hugvísindasvið. Að eilífum friði. Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans. Ritgerð til B.A.-prófs. Kristian Guttesen Hugvísindasvið Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans Ritgerð til B.A.-prófs Kristian Guttesen Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði- og heimspekideild Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum

More information

10. kafli fordómar og mismunun

10. kafli fordómar og mismunun 10. kafli fordómar og mismunun Eðli og víddir fordóma (nature and dimensions of prejudice) Þegar einn hópur fólks hatar annan hóp svo mikið að þeir geta af ásettu ráði pynt og myrt saklausa óbreytta borgara

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Hver er tilgangur heimspekinnar?

Hver er tilgangur heimspekinnar? Hugvísindasvið Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki Flóki Snorrason Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs

More information

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði

More information

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Kynferðisleg áreitni á vinnustað Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum MA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar Ingibjörg Þórðardóttir Leiðbeinandi dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Janúar 2014 Ofbeldi

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra.

Frumvarp til laga. um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. 148. löggjafarþing 2017 2018. Þingskjal 1029 622. mál. Stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frá dómsmálaráðherra. I. KAFLI Markmið, orðskýringar og gildissvið.

More information

Líknardráp siðferðilegur valkostur?

Líknardráp siðferðilegur valkostur? Líknardráp siðferðilegur valkostur? Ágrip Ólafur Árni Sveinsson Læknir og Heimspekingur Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólafur Árni Sveinsson Geðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss D-12 að Kleppi olafursv@landspitali.is

More information

Beiting mannerfðafræði í nútímasamfélagi í skugga mannkynbótasögunnar

Beiting mannerfðafræði í nútímasamfélagi í skugga mannkynbótasögunnar Hugvísindasvið Beiting mannerfðafræði í nútímasamfélagi í skugga mannkynbótasögunnar Ritgerð til M.A.-prófs í heimspeki Ólafur Árni Sveinsson Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði- og heimspekideild

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I - Gjaldfelling lánasamninga -

Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I - Gjaldfelling lánasamninga - 9 Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I - Gjaldfelling lánasamninga - 1. Inngangur 10 2. Vanefndir samkvæmt lánasamningum 10 2.1. Almennt 10 2.2. Tilgangur vanefndaákvæða

More information

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið

Auðkenni Super Jeep Drive. I. Erindið Ákvörðun nr. 54/2016 Auðkenni Super Jeep Drive I. Erindið Með bréfi Superjeep ehf. til Neytendastofu, dags. 16. desember 2015, var kvartað yfir notkun Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep. Í bréfinu

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

BA ritgerð. Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast?

BA ritgerð. Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast? BA ritgerð Félagsráðgjöf Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi þróast? Inda Björk Alexandersdóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen Október 2016 Hvernig hefur réttur barna til verndar gegn ofbeldi

More information

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt -

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd. - Lögfræðileg úttekt - Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd - Lögfræðileg úttekt - Höfundur úttektar: Sigrún Henriette Kristjánsdóttir Reykjavík júní 2003 1 Efnisyfirlit...1 Formáli...3 Inngangur...4 I. HLUTI

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað

Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað GEYMIÐ! Kynferðisofbeldi GEGN börnum á ekki að þurfa að eiga sér stað 7 skref til verndar börnum Leiðarvísir fyrir ábyrgt fullorðið fólk Hvað er kynferðisofbeldi gegn börnum? Börn eru fengin til að taka

More information