Hver er tilgangur heimspekinnar?

Size: px
Start display at page:

Download "Hver er tilgangur heimspekinnar?"

Transcription

1 Hugvísindasvið Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki Flóki Snorrason Maí 2011

2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs Flóki Snorrason Kt.: Leiðbeinandi: Páll Skúlason Maí 2011

3 Ágrip Í þessari ritgerð er spurningin: tilgangur og hlutverk heimspekinnar rannsökuð útfrá notkun hennar og mismunandi aðferðafræðilegum nálgunum við ástundun heimspekinnar. Í innganginum er farið yfir spurninguna sjálfa, hvað hún þýðir fyrir heimspekina og hvernig heimspekilegar efasemdir höfundar vöktu upp áhuga fyrir þessari spurningu og varð til þess að þetta efni varð fyrir valinu. Einnig er lýst áframhaldandi uppbyggingu ritgerðarinnar, hvaða efni og heimspekingar verður tekið fyrir og hvert heimspekilegt markið höfundar er. Í fyrsta kaflanum er forngríski heimspekingurinn Sókrates tekinn fyrir, skoðaðar eru útvaldar sókratískar samræður eftir Platón sem þykja gefa góða mynd af heimspekilegum skoðunum Sókratesar. Einnig er rannsökuð andstaða hans gegn hinu ritaða orði og hvernig það, og einnig heimspekileg efahyggja hans, hafði áhrif á samræðuaðferðirnar sem hann beitti í þágu heimspekinnar. Við lok kaflans er þetta síðan dregið saman til þess að sýna hvernig samræðan sem heimspekilegur miðill mótar skoðun Sókratesar á hlutverki heimspekinnar. Í öðrum kaflanum er René Descartes rannsakaður og litið er sérstaklega á tvö rita hans, Orðræða um aðferð og Hugleiðingar um frumspeki, og hvað Descartes segir sjálfur um þá heimspekiaðferð sem hann þróaði og af hverju hann ákvað að þróa hana eins og hann gerði. Auk þess er vísindaleg íhugunaraðferð Descartes borin saman við samræðuaðferð Sókratesar og hvernig munurinn milli aðferðanna sýnir muninn á svari þeirra við spurningunni um tilgang heimspekinnar. Þriðji kaflinn fjallar um Karl Marx, litið er á feril hans, ekki eingöngu sem heimspekings, heldur einnig sem blaðamanns og pólitísks aðgerðasinna og hvernig hann notaði fjölmiðilinn við þessi störf sín. Einnig er greint frá áhrifum Hegels á heimspeki Marx, hvernig andstaða Marx við sumar af hugmyndum Hegels mótaði efnishyggjulega skoðun hans á hlutverki heimspekinnar og sögu, og hvernig það leiddi Marx út í kommúnisma. Í lok ritgerðarinnar er síðan greint frá þeirri niðurstöðu sem höfundurinn hefur komist að út frá því sem Sókrates, Descartes og Marx höfðu að segja um tilgang heimspekinnar.

4 Efnisyfirlit Inngangur Kafli: Sókrates Kafli: Descartes Kafli: Marx Niðurstaða... 19

5 Inngangur Það sem skilur mannskepnuna að frá öðrum skepnum er hæfileiki okkar til þess að spyrja spurninga um heiminn sem við lifum í. Vonandi fyrirgefur lesandinn þessi einstaklega klisjukenndu upphafsorð en þetta er allt liður í málafærslunni og er því nauðsynlegt. Hin óseðjandi þörf eftir svörum og útskýringum er drifkraftur allrar fræðastarfsemi, vísinda og sérstaklega heimspekinnar. Það sem skapar sérstöðu heimspekinnar innan fræðanna er það að heimspekin spyr stóru spurninganna sem virðist ekki hægt að svara. Hvað er þekking, hvað er gott, hver er tilgangur lífsins, þetta eru spurningar sem hafa litla praktíska nytsemi en brenna samt svo ákaft í huga mannsins að hundruðir kynslóða hafa glímt við þessar spurningar án þess að fá nein endanleg svör. Það var þessi staðreynd sem fyrst vakti upp spurninguna sem festi rætur sínar aftarlega í huga mér fyrir þremur árum þegar ég ákvað að leggja út í heimspekinám og hefur síðan þá sótt á og er framarlega í allri minni heimspekilegu íhugun, spurning sem hljómar svo: Hver er tilgangur heimspekinnar? Þetta er spurningin sem viðkemur allri heimspekilegri starfsemi, spurning sem verður að svara, beint eða óbeint, ef heimspekin á að hafa eitthvað gildi. Þetta er spurning sem maður er oft spurður að þegar fólk heyrir að maður er í heimspekinámi: Af hverju að stunda heimspeki? Að vísu er þá oftast átt við um hagnýtt gildi heimspekináms fyrir starfsmöguleika manns en þetta er samt spurning sem hver og einn heimspekingur þarf að svara í hvert skipti sem heimspeki er stunduð. Spurningin um tilgang heimspekinnar er oft eitthvað sem yfirsést innan um allar hinar stóru spurningarnar sem heimspeki glímir við svo að þegar ég ákvað að rannsaka þessa spurningu rakst ég á vandamálið um hvernig maður færi að því að svara, eða að minnsta kosti reyna að svara, spurningunni. Ætti ég að leita eftir þeim bókum og greinum sem fjölluðu um tilgang heimspekinnar eða var hægt að finna aðra leið sem gæti gefið innsýn í skoðun þeirra heimspekinga sem fjölluðu ekkert beint um hina dýpri merkingu heimspekinnar sem fræðigrein. Það var því mikilvæg opinberun þegar ég áttaði mig á því að þótt það væri aldrei skrifað beint niður á blað þá var hægt að lesa milli línanna um afstöðu hvers og eins heimspekings varðandi tilganginn og markmiðið með heimspeki þeirra. Fyrir þessa ritgerð hef ég þess vegna valið þrjá heimspekinga frá þremur mismunandi tímaskeiðum í heimspekisögunni og sem höfðu það mismunandi heimspekilegar aðferðir að ég gæti mögulega fundið þrjú ólík viðhorf til tilgangs heimspekinnar og notað það til þess að 1

6 komast nær mínu eigin svari við því af hverju heimspeki er stunduð. Þessir þrír heimspekingar eru Sókrates, René Descartes og Karl Marx. Þessir þrír einstaklingar eru meðal áhrifamestu heimspekinga sem uppi hafa verið og með því að nota þá sem rannsóknarefni ætti ég að hámarka möguleika mína á að finna nokkrar almennar skoðanir varðandi hlutverk heimspekinnar. Ritgerðin verður eins og stutt og einfölduð heimspekisöguleg skoðunarferð þar sem rútan mun einungis stoppa við þrjú minnismerki, röðin mun því vera í tímaröð eins og ég setti það fram hér að ofan og er algjörlega tilviljun háð og mun því í raun ekki skipta mjög miklu máli, rannsóknirnar þrjár verða settar fram í þremur aðgreindum köflum en ég mun síðan draga saman í heildstæða niðurstöðu. Kortið er nú dregið upp og leiðin ákvörðuð fyrir óljósan endingarstað í leitinni að svarinu fyrir stóru spurninguna: Hver er tilgangur heimspekinnar? Kafli 1: Sókrates Þar sem markmiðið er að rannsaka spurningu sem viðkemur grundvelli allrar heimspeki er það nokkuð viðeigandi að byrja hjá upphafsmanni vestrænnar heimspeki: Sókratesi. Það er nú eflaust ekki nauðsynlegt að kynna Sókrates neitt sérstaklega svo ég skal nota eins fá orð og ég get til þess að draga upp mynd af honum: Forngrískur heimspekingur, sókratíska aðferðin, kennari Platóns, dæmdur til þess að drekka eitur. Eitt helsta vandamálið sem kemur upp þegar maður ætlar að hafa Sókrates og heimspeki hans sem viðfangsefni er að Sókrates skrifaði aldrei neitt niður sjálfur svo við höfum einungis það sem lærisveinar hans, Platón og Xenophon auk leikritaskáldsins Aristófanes skrifuðu um hann, af þessum heimildum eru rit Platóns þau ítarlegustu svo þau verða það sem ég mun nota fyrir þessa ritgerð, einkum þær samræður sem teljast vera meðal fyrri rita Platóns áður en hann snéri sér að sínum eigin kenningum, einkum Málsvörn Sókratesar þar sem Sókrates er látin verja aðferðir og áætlun sína með heimspekinni sem hann stundar. Heimspekileg aðferð Sókratesar er afar sérstök og ólík því hvernig nánustu eftirmenn hans eins og Platón og Aristóteles stunduðu heimspeki, þar sem Sókrates stundaði heimspeki í gegnum samræður við annað fólk en ekki við að semja heimspekileg rit sem höfðu að geyma skoðanir hans. Það er að sjálfsögðu hægt að velta því fyrir sér af hverju Sókrates skrifaði ekki neitt en mér virðist að Sókrates í krafti heimspekilegra skoðana sinna hafi ekki talið hið ritaða orð vera neitt sérstaklega mikilvægt verkfæri fyrir þá heimspeki sem hann stundaði. Það eru 2

7 reyndar fræg ummæli tileinkuð Sókratesi í riti Platóns Faídros sem fjallar um ritlistina. Þar er Sókrates í samræðum við Faídros og lýsir fyrir honum sögunni um fornegypska guðinn Þót 1 (í ritinu er nafnið stafað sem Theuth á ensku eða Þeut í íslenskri þýðingu en þar sem Sókrates nefnir að hann var kenndur við íbisfugl þá er þetta líklegast sami guðinn sem um er að ræða) og hvernig hann fann upp listir eins og t.d. stærðfræði, rúmfræði og ritlistina og bar fram fyrir konung Egyptalands. Þót lofar ritlistina og heldur því fram að hún muni auka visku og bæta minni Egypta en konungurinn er ósammála og heldur þessu fram: Í raun mun það innleiða gleymsku í sálum þeirra sem læra þetta: þeir munu ekki æfa sig í að nota minni sitt vegna þess að þeir munu leggja traust sitt á skrift [...] Þú hefur ekki uppgötvað seiði fyrir að muna heldur fyrir að minna á; þú gefur nemendum þínum ásýnd viskunnar en ekki veruleika hennar. Uppfinning þín mun gera þeim kleift að heyra um marga hluti án þess að vera kennt tilskyldulega og þeir munu ekki vita neitt. 2 Afstaða Sókratesar í Faídros gagnvart ritlistinni er sú að hún sé ekki gagnleg fyrir heimspekilega iðkun þar sem ekki er hægt að spyrja spurninga af textanum og þannig halda samræðunni áfram. Að vísu er talið að Faídros sé eitt af miðtímabils verkum Platóns, þegar hann var búinn að fjarlægja sig frá aðferðum Sókratesar og kominn fram með frummyndakenninguna í staðinn, svo það er ekki hægt að segja fyrir víst að Sókrates hafi í raun þessa skoðun á ritlist en á sama tíma er staðreyndin sú að Platón skrifaði að sjálfsögðu heilmikið niður sem væri frekar undarleg þversögn ef hann hafði enga trú á jákvæðum áhrifum þess fyrir heimspekina. En þótt að þessi höfnun á ritlist gæti bara verið Platón að kvarta undir lötum nemendum í Akademíunni þá tel ég að það sé mjög líklegt að Sókrates hafi að minnsta kosti verið á svipaðri skoðun og þeirri sem kom fram hér að ofan í ljósi þess að samræðan var lykillinn að hinni sókratísku aðferð. Við getum kannski ekki vitað nákvæmlega hvað Sókrates fannst um hið ritaða orð en eitt er ljóst að hin margrómaða sókratíska aðferð getur einungis virkað þegar þú getur spurt viðfangsefnið spurningar. Aðferðin er sú sama í flest öllum af sókratísku samræðunum: Sókrates lendir í samræðum við einhvern einstakling og ber fyrir hann ákveðna heimspekilega spurningu, eins og t.d. hvað er þekking?, sem samræðufélaginn gefur svar við, síðan spyr Sókrates eftir nánari útskýringum á tilteknum atriðum svarsins og leiðir þannig í ljós ýmsar 1 Plato, Faídros, 274c-276a 2 Sama rit, 274e 3

8 mótsagnir og atriði þar sem svarið er ekki fullnægjandi, samræðufélaginn tekur þetta síðan til umhugsunar og leggur fram annað svar sem Sókrates prófar hvort sé rétt með því að spyrja nánari spurninga og svo framvegis þangað til samræðunum er að ljúka og samræðufélaginn þarf að viðurkenna að honum er ekki kleift að svara spurningunni. Tökum til dæmis samræðuna Evþýfron sem er talið vera eitt af þeim ritum sem Platón skrifaði snemma á ferli sínum, er Sókrates var á leið að dómshúsi Aþenuborgar vegna þeirra ákæra sem er síðan greint frá í Málsvörn Sókratesar. Þar hittir Sókrates Evþýfron sem var þar til þess að leggja fram ákærur gegn föður sínum fyrir morð sem hann telur hann hafa framið. Sókrates furðar sig á því að hann skuli ákæra sinn eigin föður en Evþýfron telur þetta vera nauðsynlegt vegna guðrækni sinnar. Sókrates hrósar honum fyrir að hann hljóti að vera mjög vitur þar sem hann viti hvað sé guðrækni og hvað ekki og biður hann um að skilgreina guðrækni svo hann geti notað það í málsvörn sína og undir því yfirskini fær hann Evþýfron til að leggja fram dæmi um það sem hann telur vera guðrækni. En þar sem Sókrates er ekki að leita að lista yfir guðrækna hegðun heldur almenna skilgreiningu á hugtakinu þá bendir hann á gallana við málafærslu Evþýfron þangað til hann kemur aftur að fyrstu útskýringunni á guðrækni, sem Sókrates fékk hann til þess að hafna: Guðrækni er það sem guðirnir elska. Þá svarar Sókrates með þessu: Sókrates: Annaðhvort höfðum við rangt fyrir okkur þegar við vorum sammála áður, eða, ef við höfðum rétt fyrir okkur þá, þá höfum við rangt fyrir okkur núna. Evþýfron: Svo virðist vera. Sókrates: Svo við verðum að rannsaka aftur frá upphafi hvað guðrækni er þar sem ég mun ekki gefast upp á þessu viljugur fyrr en ég hef lært af þessu. 3 Sókrates heldur áfram að lofbera visku Evþýfron en hann sér ekki fært að halda áfram og afsakar sig með því að hann eigi brýnt erindi. Hér sjáum við að aðferð Sókratesar leiðir ekki að neinum skýrum svörum heldur hefur einungis þá afleiðingu að upp er komin óvissa og ringulreið í skoðunum viðmælandans. Evþýfron uppgötvaði ekki skýrari skilgreiningu á guðrækni heldur var það eina sem hann lærði að honum var ekki kleift að skilgreina það svo auðveldlega. Það er vissulega hægt að líta á að Sókrates taldi það vera mögulegt að skilgreina mikilvæg en óljós hugtök eins og guðrækni, þekkingu og dyggð en það er ljóst að markmið Sókratesar í samræðunum eins og 3 Platón, Evþýfron, 15c 4

9 t.d. með Evþýfron er að afhjúpa ranghugmyndir og sýna fram á hversu lítið hann í raun og veru veit undir því yfirskini að Sókrates dáðist af visku hans og vildi læra af honum. Það eru fræg ummæli frá Sókratesi í Málsvörninni sem hljóða svo: Ég veit ekkert, enda þykist ég ekki vita neitt. 4 Sókrates er því einstaklega meðvitaður um að honum er ekki kleift að svara þessum heimspekilegu spurningum svo það er skiljanlegt að maður sem heldur að hann viti ekki neitt myndi leita til annarra eftir svörum en það er samt ekki eini tilgangurinn með rökræðisaðferðum Sókratesar, eins og hann segir í Málsvörninni: Þegar ég fór nú að reyna manninn [...] og þegar ég var að rannsaka hann, þá reyndist mér og leist svo, að bæði mörgum öðrum og þó einkum honum sjálfum þætti hann vera vitur, en hann væri það ekki í raun og veru. Leitaðist ég því næst við að sýna honum fram á, að hann þættist reyndar vera vitur, en væri það ekki. 5 Sókrates viðurkennir að þessi aðferð hafi aflað honum margra óvina en Sókrates var ekki að þessu til að niðurlægja heldur var hann einungis að leita að manni sem væri vitrari en hann sjálfur til þess að afsanna véfréttina í Delfí sem hélt því fram að enginn maður væri vitrari en hann sjálfur, þar sem Sókrates auðvitað taldi sig ekki vita neitt. Ég hef nú greint frá hinni sókratísku aðferð, yfirlýstu markmiði hennar og afleiðingum fyrir það sem viðmælendurnir telja sig þekkja og við erum nálægt því að geta dregið upp líklegri túlkun á tilganginum með heimspeki Sókratesar, en til að við getum gert það þurfum við fyrst að líta á það sem Sókrates sagði um sjálfan sig og hlutverk sitt í samfélagi Aþenuborgar til forna. Víkjum nú að frægum ummælum sem Sókrates lét falla í Málsvörninni: Ég er [...] settur á borgina eins og broddfluga á stóran og kyngóðan hest sem er í latara lagi sakir stærðar sinnar og þarf því eitthvað til þess að pipra sig upp. Mér virðist guðinn einmitt hafa sett mig þannig á borgina, þar sem sá er háttur minn að ég sest á yður, vek yður og vanda um við yður hvern um sig, allan daginn, án afláts og alls staðar. 6 Sókrates lítur á sig sem einhverskonar samfélagslega broddflugu sem er þarna til þess að hræra upp í status quo, hinu óbreytta ástandi. Þetta er allt önnur mynd af Sókratesi en sú sem hann lagði fram hér á undan, af manni sem var einungis að leita eftir visku annarra með því að þaulspyrja borgara Aþenuborgar. En það getur talist vera mjög líklegt að Sókrates hafi byrjað 4 Platón, Málsvörn Sókratesar, 21d 5 Sama rit, 21c 6 Sama rit, 30e-31a 5

10 fyrst rannsóknir sínar í einlægri von um að finna vitran mann en síðan snúist yfir í að sýna viðmælendum sínum hversu lítið þeir vissu í raun og veru enda virtist Aþena vera full af fólki sem var haldið sjálfsblekkingu um sína eigin visku. Er ég rannsakaði þetta eftir bendingu guðsins: Þeir sem voru í mestu áliti, þeim virtist mér vera nærri því mest áfátt, en aðrir, sem lítið þótti til koma, fundust mér nær lagi að mega kallast vitrir. 7 Svo virðist vera, alla vega í augum Sókratesar, að hégómi mikils virtra manna sé ein helsta orsökin fyrir þessari sjálfsblekkingu. Sókrates fór til stjórnmálamanna, skálda og handverksmanna og komst að því að því betri sem þeir voru í sínu fagi því meira töldu þeir sig ranglega vita í heimspekilegum málefnum. Þótt að það sé áætlun Sókratesar að fræða fólk um þeirra eigin fáfræði þá hefur Sókrates ekki einungis í huga að rífa niður ranghugmyndir heldur vill hann stuðla að sannri heimspekilegri þekkingu. Það sjáum við í ritinu Þeætetus þegar Sókrates kemur fram með ljósmóðurlýsinguna, vissulega er Þeætetus talið vera eitt af þeim ritum sem var samið frekar seint á ferli Platóns, þegar hann var búinn að leggja fram frummyndakenningu sína og var farinn sjálfur að gagnrýna vissa þætti hennar í ritum eins og Þeætetus en þar sem ljósmóðurlíkingin samsvarar mjög vel við skoðanir Sókratesar í fyrri ritum Platóns eins og Málsvörninni þá má telja það líklegt að þetta gefi frekar nákvæma mynd af raunverulegri skoðun Sókratesar þar sem hann vísar bæði til þess að hann telji sig ekki vita neitt og hann vísar í það að móðir hans var sjálf ljósmóðir. Ljósmóðurlist mín dregur um margt dám af list þeirra. Munurinn er sá að ég sinni körlum, ekki konum. Ég líkna sálum þeirra, þá er þær eru alteknar fæðingarhríðum. Ég kóróna mína kunnáttu með því að greina án þess að skeika, hvort hugsun hins unga manns er uppvakningur eða barn sem blásið er lífsanda í brjóst. Enn líkist ég ljósmæðrum, að ég fæði enga visku. 8 Hér sjáum við að Sókrates er ekki einungis að leita eftir visku handa sjálfum sér eða að sýna hrokafullum einstaklingum hversu litla visku þeir í raun og veru hafa, heldur er markmið Sókratesar að fræða viðmælendur sína með því að hjálpa þeim að ná fram þeirri raunverulegu visku sem gæti legið ómeðvitað undir yfirborðinu. Sókrates er því ekki hefðbundinn kennari 7 Sama rit, 22a 8 Platón, Þeætetus, 150b-c 6

11 þar sem hann getur ekki þulið yfir þær staðreyndir og kenningar og aðferðin byggist nær eingöngu á því að maður þarf fyrst að losna við allar lélegar hugmyndir áður en komið er að þeim góðu. Svo kann að vera að viðmælendur Sókratesar hafi í raun engar góðar hugmyndir eða að þeir hætta samræðunum áður en eitthvað gott er komið í ljós og það getur leitt til þeirrar sýnar sem virtist ríkja meðal margra í Aþenu að markmið Sókratesar hafi einungis verið að niðurlægja fólk með spurningum sínum en Sókrates virðist sýna einlægan áhuga á málstað viskunnar enda var hann tilbúinn til þess að deyja frekar en að hætta heimspekilegri iðkun sinni, eða eins og hann orðaði það í Málsvörninni: Órannsakað líf sé einskis virði. 9 Núna höfum við ítarlegri mynd af heimspekilegum aðferðum Sókratesar og hvað hann ætlaði sér með henni og út frá þessum upplýsingum tel ég að við séum komin með svarið, eða alla vega mjög líklegt svar, við því hver tilgangur heimspekinnar er í augum Sókratesar. Fyrsta svarið sem mér dettur í hug er sú algenga sýn á heimspekina að hún sé leit að þekkingu og sannleika, næstum því einhverskonar vísindi, og það er vissulega skoðun sem kemur fram hjá Sókratesi en það er bara efsta lagið af túlkuninni, ef við köfum aðeins dýpra þá sjáum við að heimspeki Sókratesar er mjög frábrugðin kenningarsmíðum Platóns og vísindalegri heimspeki Aristóteles. Sókrates skrifaði ekkert um heimspeki sína því hún var ekki ætluð fjöldanum heldur verður hún til í lifandi samræðum við einstaklinginn. Markmið Sókratesar með heimspeki sinni er að gera viðmælendur sínar að betri manneskjum, tilgangur heimspekinnar er að vera mannbætandi, að stuðla gegn vitsmunalegum hroka með því að leiða í ljós hversu takmörkuð mannleg þekking er að umfangi. Sókrates trúir því að sönn þekking sé möguleg en aðferð hans kemst aldrei á það stig að miðla henni og því verður Sókrates eins og garðyrkjumaður sem plantar engu nýju heldur fjarlægir eingöngu illgresið. Nú erum við komnir með fyrsta boðið um svar við spurningunni um tilgang heimspekinnar: Heimspeki sem siða- og mannbætandi díalektísk aðferð, heimspeki sem tveggja manna tal, heimspeki beint að annarri persónu en ekki fjöldanum. En þetta er einungis fyrsta skrefið sem við höfum lokið í rannsókninni svo nú skulum við snúa okkur að næsta heimspekingi á listanum sem er á sama tíma mjög líkur og ólíkur Sókratesi hvað varðar efnivið og nálgun. 9 Platón, Málsvörn Sókratesar, 38a 7

12 Kafli 2: Descartes Nú stökkvum við rúmlega 2000 ár fram í tímann frá föður heimspekinnar í Aþenu til forna yfir í föður nútímaheimspekinnar í Frakkland á 17. öld: René Descartes. Descartes var uppi frá árinu 1596 til 1650 og er það frægur og áhrifamikill heimspekingur að meira að segja fólk sem veit nánast ekkert um heimspeki hefur heyrt setninguna hans Ég hugsa, þess vegna er ég til 10 sem er eflaust frægasta heimspekilega fullyrðing sem til er. Ólíkt Sókrates sem skrifaði aldrei neitt þá hefur Descartes skrifað fjölda bóka og rita um mörg mismunandi viðfangsefni eins og þekkingarfræði, frumspeki, stærðfræði og vísindi en í þessum kafla verður aðallega lögð áhersla á Meditationes de prima philosophia og Discours de la méthode eða Hugleiðingar um frumspeki og Orðræða um aðferð á íslensku. Orðræða um aðferð var gefin út árið 1637 og leggur grunninn að aðferðinni sem Descartes átti eftir að beita í heimspekilegum og vísindalegum rannsóknum sínum. Hugleiðingar um frumspeki var síðan gefin út árið 1641 og samanstendur af sex hugleiðingum þar sem Descartes brýtur fyrst niður allt sem hann heldur að hann viti með efahyggjuaðferðinni sem hann þróaði í Orðræðu um aðferð í tilraun til þess að finna örugga undirstöðu fyrir þekkingu sem hann geti síðan notað til þess að öðlast áreiðanlegri sýn á heiminn með. Rétt eins og við byrjuðum að skoða heimspekilega miðilinn sem Sókrates notaði, í því tilviki samtöl, til þess að draga ályktanir um afstöðu hans til heimspekinnar þá skulum við líta á það hvernig Descartes ber fram heimspeki sína. Eins og ég nefndi áðan þá skrifaði Descartes fjölda rita um ekki bara heimspeki heldur líka stærðfræði, rúmfræði og vísindi, svo að fræðasvið Descartes náði yfir allar fræði og vísindagreinar sem gætu leitt til þekkingar. Ef heimspekimiðill Sókratesar var samræðan þá getum við sagt að miðill Descartes hafi verið fræðiritið, Descartes ferðaðist víða í Evrópu og komst í tengsl við marga skóla ýmist sem nemandi eða kennari og var því óneitanlega hluti af hinum akademíska fræðaheimi Evrópu á þessum tíma og voru það því væntanlega hinir ýmsu stærðfræðingar, heimspekingar og vísindamenn, ef það var hægt að gera þessa aðgreiningu á þeim tíma, sem var helsti lesendahópur Descartes og beindust rit hans til þeirra. Þetta sjáum við til dæmis í því að Hugleiðingar um frumspeki er tileinkuð guðfræðideild Svartaskólans í París 11 og í því að hann sendi ritið til margra heimspekinga og var í bréfaskriftum við andmælendur sína sem voru meðal annars heimspekingar á borð við Thomas Hobbes og Elísabet af Bæheimi. 10 René Descartes, Orðræða um aðferð (Reykjavík : Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998), bls René Descartes, Hugleiðingar um frumspeki (Reykjavík : Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001), bls

13 Hjá Descartes er hin heimspekilega umræða ekki bundin við tvo einstaklinga í samræðu með hugsanlega lítinn fjölda áhorfenda í Aþenu eins og hjá Sókratesi heldur er samræðan sem ritið vekur upp opin fyrir heilt fræðasamfélag sem spannar Evrópu og lesendahópurinn gæti náð út til almennings þar sem rit Descartes var ekki bara gefið út á latínu, tungumáli kirkjunnar og fræðanna á þeim tíma, heldur líka á tungumáli alþýðunnar, frönsku. En þótt að miðillinn og umfangið á áætluðu áhrifasvæði heimspeki þeirra hafi verið ólík þá eru aðferðirnar sem Sókrates og Descartes nota af sama meiði þótt að þeir fengju mismunandi útkomu við beitingu þeirra. Það sem er sameiginlegt með þeim er hin aðferðafræðilega efahyggja sem þeir nota til þess að grafa undan viðteknum hugmyndum og staðreyndum í leitinni að sannri þekkingu sem ekki er hægt að hrekja. Í Orðræðu um aðferð setti Descartes fram fjórar reglur fyrir aðferðina sem hann ætlaði að nota til þess að finna sanna þekkingu, reglurnar hljóðuðu svo: Fyrsta reglan var að hafa ekkert fyrir satt, nema mér lægi alveg í augum uppi, að svo væri, með öðrum orðum að forðast umfram allt hvatvísi og hleypidóma og kveða ekki á um neitt nema það, sem stæði mér svo skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum, að ég gæti með engu móti borið brigður á það. Önnur var sú að rekja sundur hvern þann vanda, sem ég fengist við, í eins marga smáþætti og auðið væri og með þyrfti til að ráða betur við hann. Hin þriðja var að hugsa í réttri röð með því að byrja á hinum einföldustu og auðskildustu atriðum og fikra sig síðan fram, unz hin fjölþættustu liggja í augum uppi, og ganga jafnvel svo langt að gera ráð fyrir slíkri röð, þar sem hún er engin samkvæmt eðli hlutanna. Síðasta reglan var sú að fella hvergi neitt undan og yfirfara alla þætti svo rækilega, að ég gæti verið viss um, að mér sæist ekki yfir neitt. 12 En þar sem Sókrates gekk út frá því að hann vissi ekki neitt til að byrja með þá notaði Descartes þessar reglur til þess að efast um það sem hann hélt að hann vissi þangað til að hann fann eina staðreynd sem hann gat ekki efast um: En þó að ég vildi nú hugsa sem svo, að allt væri rangt, rann þegar í stað upp fyrir mér, að ég, sem hugsaði, hlyti að vera eitthvað. Og mér varð ljóst, að þessi sannindi ég 12 Descartes, Orðræða um aðferð, bls

14 hugsa, þess vegna er ég til voru svo traust og örugg, að hóflausustu tilgátur efasemdamannanna fengju ekki um þau þokað. 13 Aðferðin og reglurnar sem Descartes notar við ástundun heimspekinnar eru skipulagðari en til dæmis heimspekiaðferð Sókratesar, Descartes stundar nánast heimspekina eins og vísindi eða rökfræði enda voru náttúruvísindin á þessum tíma að taka miklum breytingum og þessi aðferðafræðilega nálgun átti eftir að þróast í það sem við þekkjum nú til dags sem hina vísindalegu aðferð, og það er sú nákvæmni við útfærsluna á heimspekinni sem skilur að aðferðir Descartes og Sókratesar, enda skýrir Descartes frá því að aðferðin hans hafi orðið til þegar hann leit á reglur rökfræðinnar, flatarmálsfræði og algebru, greindi gagnlegu reglurnar frá þeim ógagnlegu þannig að það sameinaði kosti hina þriggja án þess að hafa ókosti þeirra. 14 Þannig nálgast Descartes vandamál þekkingarfræðinnar og frumspekinnar með aðferðum sem eru innblásnar af sönnunaraðferðum flatarmálsfræðinnar í stað þess að fara fyrst í kenningarsmíðar og síðan reyna að sanna kenninguna, enda virðist Descartes hafa fundist hugmyndir margra heimspekinga vera á lélegum rökum reistar enda segir hann: Að ekkert gæti maður hugsað sér svo furðulegt né ósennilegt, að ekki fyndust þess dæmi, að einhver heimspekingur hefði haldið því fram. 15 En þrátt fyrir að heimspekileg aðferð Descartes sé vísindaleg í nálgun sinni á vandamálum þá er stíllinn hans í til dæmis Orðræða um aðferð og Hugleiðingar um frumspeki ekki þurr og fræðimannslegur heldur eru bækurnar skrifaðar sem persónulegar frásagnir manns sem er staddur í vitsmunalegu ferðalagi í leit að þekkingu. Hann útlistar ekki eingöngu heimspekilegar reglur sínar heldur fjallar hann einnig um þau atvik og þá staði í ferðum sínum um Evrópu sem veittu honum innblástur. Orðræða um aðferð byrjar til dæmis með frásögn af skólaárum Descartes þar sem hann lýsir því hvernig hann stundaði hinar ýmsu fræðigreinar og hafði gott af en komst samt fljótt að því að hann varð [...] svo ráðvilltur, að mér þótti sem nám mitt hefði komið mér að því einu gagni að leiða æ betur í ljós vanþekkingu mína. 16 Hann ákvað þá í kjölfar náms síns að ferðast um og [...] að leita ekki framar eftir öðrum vísindum en þeim, sem ég fyndi í sjálfum mér eða hinni miklu bók heimsins. 17 Í öðrum kafla lýsir hann því hvernig hann fékk hugljómun í setustofu í Þýskalandi hvernig heimspekinni gæti verið líkt við byggingarlist: Að byggingar sem voru hannaðar og reistar í umsjá eins 13 Sama rit, bls Sama rit, bls Sama rit, bls Sama rit, bls Sama rit, bls

15 húsameistara voru yfirleitt fallegri og betur hannaðar heldur en byggingar þar sem margir hafa reynt að bæta við bygginguna, byggingalistfræðileg útgáfa af máltækinu sem segir að of margir kokkar spilla súpunni, og til að hús geti staðið þá verði fyrst að tryggja að undirstaðan sé traust, áður en maður reisi það og það er þessi hugsun sem fær Descartes til þess að setja niður reglur sínar og grannskoða hversu áreiðanleg hans eigin þekking er. Á svipaðan hátt er Hugleiðingar um Frumspeki, sem er einhverskonar framhald af Orðræðu um aðferð þar sem farið er lengra með þá heimspekilegu aðferð sem Descartes kynnti til sögu þar, skrifuð næstum því eins og heimspekileg dagbók þar sem Descartes staðsetur sig í ritinu ekki bara sem ósýnilegi höfundurinn heldur sem einstaklingur í persónulegri frásögn. Hann dregur upp mynd af sjálfum sér í slopp við arineldinn, hugleiðingarnar eru skrifaðar í fyrstu persónu og þær eru skrifaðar sem atburðarás sem tekur tíma; önnur hugleiðingin byrjar til dæmis með orðunum Hugleiðing mín í gær vakti með mér þvílíkar efasemdir að ég get með engu móti gleymt þeim 18 og eftir að hann telur sig geta verið vissan um tilvist Guðs í þriðju hugleiðingunni en ennþá ekki áreiðanleika skynfæra sinna þá byrjar fjórða hugleiðingin á þennan hátt: Undanfarna daga hef ég vanið mig á að beina huganum frá skilningarvitunum. 19 Að vísu eru flest rit sem Descartes skrifaði ekki rituð í þessum stíl Lögmál heimspekinnar (Principia philosophiae) var til dæmis ætlað sem kennslubók í heimspeki og er því sett upp í samræmi við það og auk þess voru rit hans um rúmfræði (La Géométrie), ljósafræði (Dioptrique) og veðurfræði (Les Météores) sem voru gefin út sem viðaukar við Orðræðuna ætluð sem dæmi um þann árangur sem hægt væri að ná með beitingu aðferða hans, ég tel samt að það segi mikið um viðhorf Descartes til heimspekinnar að hann notar þennan stíl til þess að skrifa þau tvö rit sem gefa mesta innsýn í hugsunarferli hans. Það er einnig nauðsynlegt ef við ætlum að fá mynd af skoðun Descartes um tilgang heimspekinnar að líta á hvað hann hefur að segja um hvernig hann ætlast til að lesendurnir noti Orðræðuna og Hugleiðingarnar. Fljótlega í fyrsta kaflanum af Orðræðunni til dæmis leggur hann skýrt fram hvað hann ætlast ekki fyrir með ritið: Ætlun mín er þá ekki sú að kenna hér aðferð, sem vísi skynsemi sérhvers manns rétta leið, heldur einungis að benda mönnum á, með hverju móti ég hef reynt að stýra skynsemi minni. Ætli einhver sér þá dul að segja öðrum mönnum fyrir verkum, hlýtur 18 Descartes, Hugleiðingar um frumspeki, bls Sama rit, bls

16 hann að telja sig þeim fremri [...]. Menn ættu eingöngu að líta á þessa ritsmíð sem frásögn, eða dæmisögu, ef þeir kjósa það heldur. 20 Hér tekur Descartes því skýrt fram að það ferli sem hann fer í er persónulegt og hannað til að sinna eigin heimspekilegu þörfum og að það er frumkvæði lesandans að samþykkja eða hafna þeim kenningum sem hann skrifar um. Hann ætlar ekki að predika um aðferðir sínar og ætlast ekki til að allir fari eftir hans kennisetningum og er þetta í fullu samræmi við hugmynd Descartes um að öll smíð, hvort sem um er að ræða húsa- eða kenningasmíði, er yfirleitt betur uppbyggð ef einn einstaklingur hefur séð um það og að þau verk, sem margir meistarar gera af mörgum hlutum, eru oftlega ekki eins fullkomin og hin, sem einn maður hefur unnið. 21 Það er þessi einstaklingsmiðaða nálgun sem er lykillinn að allri heimspekilegri hugsun Descartes, í skólagöngu sinni, eins og ég greindi frá hér að ofan, lærði hann um hugmyndir og kenningar heimspekinga en sú aðferð náði ekki að uppfylla þörf hans fyrir áreiðanlega þekkingu og því komst hann að þeirri niðurstöðu að hann yrði að treysta á sitt eigið vit og rökhyggju til þess að byggja upp heimspekilegt kerfi og heimsmynd sem myndi uppfylla kröfur hans um nákvæmni. Þannig sjáum við að stærsti munurinn á milli aðferða Descartes og Sókratesar er: Hjá Sókratesi verður heimspekileg framför fyrst til þegar einhver utanaðkomandi tekur til við að sannreyna skoðanir manns og finna veikleika þeirra og galla, þess vegna er það samræðan sem verður aðferð heimspekinnar hjá Sókratesi. Hins vegar telur Descartes sig fyrst geta náð heimspekilegum árangri með því að útiloka alla aðra þekkingargjafa og treysta alfarið á sitt eigið rökvit til þess að greina hvað er rétt skoðun og hvað er ekki, þess vegna verður það hin heimspekilega íhugun sem verður aðferð Descartes. Eins og frá var greint hér að ofan þá hafði Descartes efasemdir um gagnsemi hefðbundinnar skólagöngu án þess að hafna henni algjörlega, enda skrifaði hann rit sem ætluð voru sem kennslubækur, vann sjálfur sem kennari við háskólann í Utrecht í Hollandi og lést sem kunnugt er í Svíþjóð þegar hann var staddur þar sem kennari Kristínar Svíadrottningar. En þótt Descartes hafi eflaust talið eitthvert gagn vera af skólalærdómi þá er það samt beiting röklegrar skynsemi sem hann telur vera bestu leiðina til þess að komast að sannri þekkingu og þó að hann fullyrti að þessi leið myndi kannski ekki henta öllum þá telur hann samt að allir hafi getuna til þess að nálgast sannleikann í gegnum skynsama hugsun: 20 Descartes, Orðræða um aðferð, bls Sama rit, bls

17 Brjóstviti er deilt með mönnum af mestum jöfnuði [...] að jafnvel þeir, sem örðugast er að gera til hæfis í öllum öðrum greinum, telja sig ógjarnan afskipta í því efni. [...] Nær virðist að álykta, að hæfileikinn til að vega og meta og greina rétt frá röngu [...] sé af náttúrunni samur og jafn í öllum mönnum. Ólíkar skoðanir manna stafa þá ekki af því, að einn sé öðrum skynsamari, heldur einungis af hinu, að hugsunarhátturinn er breytilegur frá manni til manns og viðfangsefnin margvísleg. Þess vegna er ekki einhlítt að vera góðum gáfum gæddur, heldur skiptir mestu að beita þeim rétt. 22 Það er þessi skoðun, að allir menn séu með jafn mikla skynsemi, sem er lykillinn að því að greina tilgang heimspekinnar samkvæmt Descartes. Að vísu er hluti af þeim tilgangi sá að heimspeki geti leitt af sér sanna þekkingu en það er hvernig Descartes ætlar að öðlast þessa þekkingu sem gefur okkur dýpri merkingu: Tilgangur heimspekinnar er persónuleg íhugun einstaklingsins um það sem hann telur sig þekkja og ná með þessari íhugun betri skilningi og beitingu á þeirri skynsemi sem hann er gæddur. Einstaklingurinn verður að bæta sig í þessu á sínum eigin forsendum þar sem enginn er gæddur meiri skynsemi en hann sjálfur svo að enginn getur kennt honum hana, eina leiðin til þess að öðlast þessa visku er að vinna að henni á skipulagðan hátt og nota skynsemina til þess að finna réttu aðferðina. Nú höfum við annað boð um svarið við spurningunni Hver er tilgangur heimspekinnar og þrátt fyrir að vera meira einstaklingsmiðað en fyrsta svarið frá Sókratesi þá hafa þeir það sameiginlegt að svið þeirra er frekar takmarkað og miðast að því að bæta einstaklinginn, en nú snúum við okkur að heimspekingi sem hafði ekki einungis einstaklinginn sem viðmælanda heldur samfélagið í heild. Kafli 3: Marx Síðasti viðkomustaðurinn áður en við lendum á áfangastað okkar er Karl Heinrich Marx, þýskur heimspekingur sem var uppi frá 1818 til 1883, sem skrifaði, oft ásamt samstarfsmanni sínum Friedrich Engels, sum af merkustu stjórnmálaheimspekiritum 19. aldar sem urðu stjórnmála- og hugmyndafræðilega uppistaðan fyrir aðra af tveimur mikilvægustu stjórnmálastefnum 20. aldar (ásamt kapítalisma): Kommúnisma. Marx barðist fyrir þeirri stjórnmálstefnu bæði í skrifum sínum og í verkum, eins og þegar hann gekk til liðs við Kommúnistabandalagið og Alþjóðlegu Verkamannasamtökin, sem leiddi til þess að hann 22 Sama rit, bls

18 þurfti að yfirgefa heimaland sitt Þýskaland og einnig síðar Frakkland vegna pólitísks þrýstings. Meðal helstu verka Marx voru ritin Kommúnistaávarpið (Das Manifest der Kommunistichen Partei), Auðmagnið (Das Kapital), Ritgerð um Feuerbach (Thesen über Feuerbach) og Gagnrýni á réttarheimspeki Hegels (Zur Kritik der Hegelschen Rechtsphilosophie) auk margra annarra rita sem fjölluðu um heimspeki, stjórnmál, hagfræði, félagsfræði og sögu. Nálgun og áætlun Marx með heimspeki er nokkuð frábrugðin þeirri sem við sáum hjá Sókratesi og Descartes þannig að til þess að geta nálgast svar við spurningu þessarar ritgerðar verðum við fyrst að greina frá heimspekilegri aðferð Marx og þeim miðli sem hann notar þegar hann stundar hana. Rétt eins og miðill Sókratesar var samræðan og miðill Descartes var bókin þá er hægt að færa fram rök fyrir því að miðillinn sem einkennir vitsmunalegt starf Marx hafi verið dagblaðið (þrátt fyrir að hann skrifaði einnig bækur og ritgerðir). Árið 1842 flutti Marx, þá 24 ára gamall, til þýsku borgarinnar Köln og starfaði sem blaðamaður og ritstjóri fyrir Rheinische Zeitung (Rínska Dagblaðið á íslensku), dagblað sem gagnrýndi Prússnesk stjórnvöld og krafðist lýðræðislegra umbóta en það var á skrifstofu dagblaðsins sem Marx og Engels hittu í fyrsta sinn. Undir ritstjórn Marx varð blaðið róttækara í afstöðu sinni gegn Prússneska konungsveldinu og fór að birta greinar sem aðhylltust stefnur kommúnisma og sósíalisma, meðal annars með greinum Engels um bág kjör verkamannastéttarinnar í Englandi (þeim var síðar safnað saman og gefnar út í bókinni Die Lage der arbeitenden Klasse in England), en þetta sýndi sig að vera of róttæk afstaða og ríkistjórnin hóf að ritskoða blaðið sem olli því að Marx hætti sem ritstjóri og blaðinu var lokað. Í kjölfar lokunarinnar flutti Marx til Parísar þar sem hann stofnaði tímaritið Deutsch-Französische Jahrbücher (Þýsk-Frönsku Annálar) og eftir að það hætti störfum skrifaði hann fyrir róttæka dagblaðið Vorwärts! (Áfram!) og stofnaði síðar Neue Rheinische Zeitung (Nýja Rínar Dagblaðið) svo það er ljóst að þessi miðill hefur alltaf verið mikilvægt verkfæri fyrir dreifingu hugmynda Marx og fyrir utan tímarit og dagblöð þá voru mörg af frægustu ritum hans gefin út sem bæklingar, Kommúnistaávarpið þar á meðal. Það er einmitt mikilvægt fyrir skilning á aðferðum Marx að átta sig á því að þetta voru fjölmiðlar þessa tíma sem Marx vann með sem sýnir að ólíkt Sókratesi, sem vildi hafa áhrif á einstaklinginn með samræðum sínum, eða Descartes sem höfðaði aðallega til akademíska fræðimannasamfélagsins, þá vildi Marx ná til og hafa áhrif á fjöldann, almenning. Marx á erindi við allt samfélagið og sérstaklega við lægstu stéttirnar, verkalýðinn eða almúgann enda var það markmið kommúnismans að búa til réttlátara samfélag með því að 14

19 færa völdin í samfélaginu, og þá sérstaklega efnahagslegu völdin, frá borgarastéttinni, sem átti auðmagnið, yfir til verkalýðsins sem framkvæmdi vinnuna. Þess vegna snýr hann sér oft í skrifum sínum til þessa hóps í tilraun til þess að hvetja hann til dáða en besta dæmið er hin frægu lokaorð Kommúnistaávarpsins: Öreigar allra landa, sameinist. 23 Þar snýr Marx frá hinni hlutlausari þriðju persónu frásögn, sem hann var búinn að beita í gegnum nánast allt ritið, til þess að ávarpa lesendur beint með slagorði. En af hverju einbeitir Marx sér að stéttabaráttu og pólitík í stað þess sem venjulega er talið vera heimspeki, eins og þeirri sem til dæmis Sókrates og Descartes stunduðu? Byrjum fyrst hjá einum af mikilvægustu heimspekilegu áhrifavöldum Marx: G.W.F. Hegel. Hegel, sem var uppi kynslóð fyrir Marx, var orðinn einn áhrifamesti og umtalaðasti heimspekingur þess tíma meðal annars vegna hugmyndarinnar um díalektíkina sem í mjög stuttu og einfölduðu máli er kenning sem greinir frá átökum milli hugmyndar og andstöðu hennar og hvernig þau skapa ákveðinn samruna milli þeirra yfir í eitthvað nýtt. Sagan um samband herra og þræls er gott dæmi um díalektísk ferli sem hafði mikil áhrif á hugsun Marx. En þótt Marx hafi verið undir þó nokkrum áhrifum af heimspeki Hegels var hann líka mjög gagnrýninn á hana og meðal annars skrifaði hann í bréfi til föður síns um rannsókn sína á heimspeki Hegels: [...] sem afleiðing af nagandi pirring yfir því að þurfa að gera skurðgoð af skoðun sem ég hataði, varð ég veikur. 24 Marx var, áður en hann fór til Köln til þess að vinna við blaðamennsku, líka meðal annars tengdur hópi heimspekinga sem kölluðu sig Ungu hegelistana og skrifaði hann nokkrar greinar fyrir tímarit þeirra: Deutsche Jahrbücher (Þýski annállinn) auk þess sem hann samdi ritið Gagnrýni á réttarheimspeki Hegels sem átti eftir að verða mikilvægt skref í þróun hugmynda Marx um framrás sögunnar sem hafði áhrif á af hverju hann fór að aðhyllast kommúnisma. Gagnrýni á réttarheimspeki Hegels er, eins og nafnið gefur til kynna, gagnrýni á rit Hegels Höfuðatriði réttarheimspekinnar og var skrifað sem athugasemdir við afmarkaðan hluta af riti Hegels. Eitt af því sem Marx gagnrýnir helst Hegel fyrir er að gefa óhlutbundnum fyrirbærum of mikið vægi í stað þess sem er raunverulegra, eða eins og Marx orðar það í dæmi um hugtakið fullveldi: Eins og að raunverulega ríkið væri ekki fólkið. Ríkið er sértekning. Einungis fólkið er það sem er áþreifanlegt. Og það er merkilegt að Hegel, sem hikar ekki við að eigna lifandi 23 Karl Marx, Kommúnistaávarpið (Reykjavík: Akrafjall, 1990), bls Karl Marx, Discovering Hegel, The Marx-Engels Reader, ed. Robert C. Tucker (New York: Norton, 1978), bls. 8 15

20 eiginleika eins og fullveldi því sem er abstrakt, eignar það eingöngu með hiki og fyrirvara því sem er áþreifanlegt. 25 Þarna sjáum við eitt af því sem einkennir heimspekilega hugsun Marx: Áherslan á hið áþreifanlega í stað óhlutbundinna eða sértekinna hugtaka; fólk og þær efnislegu þarfir sem það hefur eru hluti af þessu áþreifanlega. Þannig er það að það eru mannlegar þarfir sem keyra áfram söguna en ekki óáþreifanlegar hugmyndir. Eins og Marx skrifar í Þýsku hugmyndafræðinni (Die Deutsche Ideologie): Byrjum við á að taka fram hver er frumforsenda mannlegrar tilveru og þar með allrar sögu. Hér er átt við þá forsendu að menn geta því aðeins skapað söguna, að þeir séu færir um að lifa. Til viðhalds lífinu þarf fyrst og fremst mat, drykk, húsnæði, föt og fleira í þeim dúr. Fyrsti verknaður sögunnar er sem sé að afla lífsnauðsynja eða m.ö.o. að framleiða efnislega lífið sjálft.. 26 Grundvöllur sögunnar felst því í daglegri starfsemi fólks til þess að halda sér á lífi og framleiðslan sem á sér stað við þessa starfsemi er það sem efnahagurinn er reistur á. En það er ekki einungis sagan sem er háð þessu efnislega sjónarmiði heldur fellur heimspekin líka, og eiginlega öll hugræn starfsemi, undir efnishyggjuna. Framleiðsla hugmynda og vitundar fléttast frá upphafi inn í efnislega starfsemi og efnisleg samskipti manna, eða tungumál raunverulegs lífs. 27 Þetta gildir fyrir [...] hugmyndaheim stjórnmála, laga, siðfræði, trúarbragða, frumspeki o.s.frv. 28 Engar fræðigreinar eða hugtök innan þeirra væru þess vegna til ef ekki væri fyrir hið raunverulega og þess vegna er heimspekileg iðkun hjá Marx ekki nærri því jafn mikilvæg og hún er fyrir t.d. Sókrates og Descartes, eina mikilvægið sem hún hefur virðist vera fólgið í sambandi hennar við raunveruleikann. Sagan sem fag t.d. verður fyrst gagnleg þegar við förum frá hinu óáþreifanlega: 25 Karl Marx, Contribution to the Critique of Hegel s Philosophy of Right, The Marx-Engels Reader, ed. Robert C. Tucker (New York: Norton, 1978), bls Karl Marx, Þýska hugmyndafræðin (Reykjavík: Mál og Menning, 1983), bls Sama rit, bls Sama rit, bls

21 Raunveruleg vísindi, raunvísindi, hefjast þar sem vangaveltunum sleppir og raunverulegt líf tekur við. Þar er fengist við starfsemi mannanna og þróun þeirra í starfi. 29 Mannkynssagan er því saga mannlegrar framleiðslu og hugtakið saga felur í sér einhverja þróun sem þýðir að mannkynssagan er saga þróunar framleiðsluafla. Í Þýsku hugmyndafræðinni greinir Marx frá því hvernig framleiðsluhættirnir og verkaskiptingin ráða líka hinum mismunandi tegundum af eignarhaldi hvað varðar hráefnið, verkfærin og vöruna sem er framleidd og hvernig þróunin á eignarhaldinu ræður þróun samfélagsins. Fyrst var mannlegt samfélag ættbálkasamfélag þar sem verka- og eignaskiptingin var framlenging af fjölskyldunni þar sem ættarhöfðinginn réði, meðlimir ættbálksins voru undir hann settir og lægstir voru þrælarnir, í þessu fyrirkomulagi var ekki mikið um eignir og eignarhaldið var að mestu sameiginlegt. Í kjölfar ættbálkasamfélagsins tók við borgarmyndun og þar með tilurð ríkisvalds og þá fór líka að þróast hugmynd um einkaeign samhliða sameigninni sem var ennþá ríkjandi, við tilurð borga varð verkaskiptingin sérhæfðari og það fór að myndast ágreiningur á milli bæjanna og landsbyggðarinnar. Eftir það varð til þriðja eignarhaldstegundin: lénsskipulag sem byggðist út frá landeign þar sem landið komst í eigu fárra lénsherra og hin framleiðandi stétt færðist frá að vera þrælar yfir í ánauðuga bændur og þannig varð einkaeignin hið ríkjandi fyrirkomulag, og það hélt áfram að vera svo þrátt fyrir þróun í framleiðslu- og stjórnmálaháttum, þannig að á dögum Marx var það borgarastéttin (bourgeoisie) sem átti framleiðslutækin og landareignirnar á meðan verkastéttin (prolatariat) sem vann verkin og framleiddi vörurnar átti ekkert. Hér sjáum við söguskoðun Marx og hvernig hún þróast af átökunum milli þeirra sem framleiða og þeirra sem eiga eignirnar og þá fáum við frægu setninguna úr Kommúnistaávarpinu sem á afar einfaldan hátt skilgreinir sýn Marx á mannkynssöguna: Saga mannfélagsins hefur fram að þessu verið saga um stéttabaráttu. 30 Það mikilvæga við mannkynssöguna er það sem er áþreifanlegt: Fólkið og starfsemi þess. Fólk þarf að afla sér vista og ýmislegs til þess að lifa og það skapar mismunandi störf, sem mismunandi stéttir sinna, sem skapar gæði sem er misjafnlega skipt milli stétta og það veldur ágreiningi í samfélaginu sem er drifkraftur sögunar, kommúnismi er eingöngu næsta skrefið í þessu ferli samkvæmt Marx. Bylting verkalýðsins gegn borgarastéttinni er því samkvæmt 29 Sama rit, bls Marx, Kommúnistaávarpið, bls

22 kommúnismanum bylting fyrir, í tveimur orðum: afnámi séreignarréttarins 31 og lokamarkmiðið er að koma á fót nýju fyrirkomulagi: Í stað hins gamla borgaralega þjóðfélags með stéttum sínum og stéttaandstæðum rís þá upp samfélag manna, þar sem frjáls þróun hvers einstaklings er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinnar. 32 Hjá Marx er það augljóst að það er bein lína frá mannkynssögunni, eins og Marx skilur hana yfir í pólitískar aðgerðir í samtímanum, enda sagði hann í Kommúnistaávarpinu: En öll stéttabarátta er pólitísk barátta. 33 Stéttabarátta milli verkalýðs og borgarastéttar er því óumflýjanleg staðreynd samkvæmt kenningum Marx og fall borgarastéttarinnar er náttúruleg afleiðing af þeim forsendum sem tilurð hennar er byggð á: Eitt helsta skilyrðið fyrir tilveru og drottnun borgarastéttarinnar er auðsöfnun á hendur einstaklingum, sköpun auðmagnsins og ávöxtun, en lífsskilyrði auðmagnsins er launavinnan. Launavinnan hvílir eingöngu á samkeppni verkamanna innbyrðis. Borgarastéttin ber iðnaðarþróunina uppi, án þess að henni sé það sjálfrátt og án þess að hún fái rönd við reist. En iðnaðarþróunin bindur enda á einangrun þá, er samkeppnin skapar meðal verkamanna, og sameinar þá í byltingarsamtökum. Fyrir þróun stóriðjunnar er sjálfum grundvellinum kippt undan fótum borgarastéttarinnar, en á grundvelli þeim hvílir öll framleiðsla hennar og eignahagsskipan. Borgarastéttin skapar fyrst og fremst sinn eigin höfuðbana. Fall hennar er jafn óhjákvæmilegt og sigur öreigalýðsins. 34 En eitt sem ber að hafa í huga er að Marx var ekki úr verkamannastétt, heldur var faðir hans millistéttar lögfræðingur og nógu efnaður til þess að senda son sinn í háskóla, það var þar sem hann komst fyrst í kynni við þær róttæku hugmyndir sem áttu eftir að móta öll hans verk. En í Kommúnistaávarpinu útskýrir Marx stöðu sína sem hugsuður utan verkamannastéttarinnar sem er samt farinn að berjast fyrir málstað þeirra vegna þeirrar upplausnar sem hin ráðandi stétt var að ganga í gegnum: 31 Sama rit, bls Sama rit, bls Sama rit, bls Sama rit, bls

23 Svo sem nokkur hluti aðalsins hafði fyrrum gengið í lið með borgarastéttinni, svo fyllir nú einnig nokkur hluti borgarastéttarinnar flokk öreigalýðsins. Eru það einkum borgaralegir menntamenn, sem hafa áunnið sér skilning á söguþróuninni í heild. 35 Ég hef nú greint frá heimspekilegum áhrifum Marx, hvernig ágreiningur hans við hugmyndafræði Hegels mótaði efnishyggjuleg sjónarmið Marx, hvernig efnishyggjan og hin hegelíska hugmynd um díalektík mótaði söguskoðun Marx og hvernig þessi söguskoðun leiddi Marx út í kommúnisma. Ég sýndi einnig fram á að heimspekilegi miðill Marx væri dagblaðið, bæklingar, fjölmiðillinn og hvernig þetta féll vel að markmiðum hans og nú höfum við allar þær upplýsingar sem við þurfum til þess að svara spurningunni: Hver er tilgangur heimspekinnar í huga Marx? Samkvæmt Marx hefur öll heimspeki og fræðileg starfsemi grunn sinn úr hinum efnislega og áþreifanlega heimi og hefur eingöngu gildi þegar það hefur áhrif á raunverulegt líf fólks. Með kommúnismanum er Marx að sækjast eftir samfélagi þar sem allir geta nýtt hæfileika sína og lifað sómasamlegu lífi og til þess að koma þessari byltingu af stað þá reynir hann að dreifa hugmyndum sínum til eins margra og hann getur. Það er því hægt að greina frá tilgangi heimspekinnar samkvæmt Marx í einni lítilli tilvitnun, lokaorðunum í Ritgerð um Feuerbach: Heimspekingar hafa eingöngu túlkað heiminn á ólíka vegu; aðalatriðið, hins vegar, er að breyta honum. 36 Niðurstaða Nú höfum við lokið stuttri ferð okkar um heimspekisöguna, frá Grikklandi á fjórðu öld f.kr. til Frakklands á sautjándu öld og síðan til Þýskalands á nítjándu öld, og erum komnir að endastöð. Ég hef greint frá því hvernig aðferðirnar sem þessir heimspekingar notuðu, þ.e. efahyggjuleg samræðuaðferð Sókratesar, skipulögð íhugun Descartes og samfélagsleg gagnrýni Marx, vísuðu óbeint í afstöðu þeirra til tilgangs heimspekinnar. Vonandi hefur 35 Sama rit, bls Karl Marx, Theses on Feuerbach, The Marx-Engels Reader, ed. Robert C. Tucker (New York: Norton, 1978), bls

24 rökstuðningurinn og málflutningurinn verið nógu sannfærandi, því nú þarf ég að fara frá því að greina skoðanir og hugmyndir annarra heimspekinga, yfir í það að draga saman þann lærdóm sem ég hef öðlast í rannsóknum mínum, og gera grein fyrir svari mínu við þeirri spurningu sem ég lagði fram í upphafi ritgerðarinnar: Hver er tilgangur heimspekinnar? Er Sókrates, Descartes eða Marx með svarið? Er svarið kannski einhver samblanda af svörum þeirra þriggja eða alveg ótengt þessu? Er yfirhöfuð hægt að svara þessari spurningu á fullnægjandi hátt? Lítum fyrst á þá fullyrðingu að tilgangur heimspeki sé að afla þekkingar, að finna einhvern sannleika. Þetta viðhorf má finna að vissu marki hjá Sókratesi og Descartes, eins og við sáum fyrr í ritgerðinni, en í mismiklum mæli. Sókrates hélt því fram að hann væri að leita að þekkingu, en notaði aðferð sína til þess að grafa undan þekkingu annarra, en reglurnar sem Descartes setti fyrir aðferð sína voru mun vísindalegri í eðli sínu og því betur til þess fallnar að uppgötva nýja þekkingu og sannreyna hana. Að sjálfsögðu var heimspekin af allt öðru tagi hvað varðar viðfangsefni og svið á tímum þessara tveggja heimspekinga. Á dögum Sókratesar var heimspeki í raun eina fræðigreinin og öll önnur vísindi féllu undir hana, og þegar Descartes var uppi var aðgreiningin milli heimspeki og raunvísinda á byrjunarstigi, svo að sýn þeirra á hlutverk heimspekinnar verður allt önnur heldur en fyrir okkur sem lifum á tímum ofursérhæfðra vísinda og fræðigreina. Það er einmitt þessi þróun sem er ástæðan fyrir því að sannleiksleitin er hluti af tilgangi heimspekinnar, að mínu mati, en ekki það að finna sannleikann. Þetta hljómar kannski í fyrstu sem mótsögn svo leyfið mér að útskýra: Við upphaf skipulagðrar hugsunar var bara til ein fræðigrein, heimspeki eða öllu heldur frumheimspeki, sem náði yfir alla fræðilega starfsemi. Frumspeki, náttúruvísindi, guðfræði og fleira var öllu blandað saman undir heitinu heimspeki, þetta varð til þegar fólk fór að taka eftir því að með athugunum og rannsóknum var hægt að segja fyrir um ýmis náttúruleg fyrirbæri og að hinar ýmsu breytingar á fjölda, þ.e. stærðfræði, fylgdu ákveðnum röklegum reglum, mannskepnuna hefur alltaf þyrst í þekkingu svo að tilgangur og markmið þessarar heimspeki var að finna þekkingu og sannleika. En með tímanum, eftir því sem þekkingin varð meiri og aðferðirnar nákvæmari, þurftu hugsuðirnir, rétt eins og Descartes komst að með reglum sínum, að fara að aðgreina vandamálin og þar með viðfangsefnin. Við þetta komust menn að því að mismunandi sviðum heimspekinnar var stjórnað af mismunandi lögmálum, og þess vegna væri það hentugra að skilja viðfangsefnin að í sérstakar fræðigreinar. Þannig aðgreindust til dæmis náttúruvísindin frá heimspeki á 17. öld, vegna áhrifa Galíleó Galílei og Descartes, og urðu meðal annars að 20

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum

Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Lokaskýrsla til Nýsköpunarsjóðs námsmanna Sumar 2011 Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum Höfundur: Elsa Haraldsdóttir Verkefnisstjóri: Dr. Henry Alexander Henrysson Verkefnisstjórn:

More information

Heimspekin sýnir okkur heiminn

Heimspekin sýnir okkur heiminn Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. ágúst 2015 Yfirlit greina Ólafur Páll Jónsson Heimspekin sýnir okkur heiminn Minning um Pál Skúlason (1945 2015) Páll Skúlason heimspekingur fjallaði um

More information

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen

Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen Hlutverk heimspekinnar eftir Kristian Guttesen með eftirmáls- og viðbótargreinar eftir Pál Skúlason Í þessu kveri mun ég freista þess að skýra hlutverk heimspekinnar í þeim tilgangi að lesturinn gagnist

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á

Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á Þórhallur Eyþórsson Háskóla Íslands Bara hrægammar Myndhvörf hjá Lakoff og Pinker 1. Myndhvörf í tungumáli og hugsun Hugræn fræði (e. cognitive studies) hafa sótt í sig veðrið upp á síðkastið og eru vindar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Forspjall um forvera

Forspjall um forvera Efnisyfirlit Forspjall um forvera... 2 Garðurinn I... 3 Þekkingarfræði... 6 Leiðin að farsæld líkaminn... 11 Ánægja, farsæld og hið góða líf... 14 Leiðin að farsæld hugurinn... 18 Ánægja og sársauki...

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR)

HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR) HEIMSPEKI Í UMHVERFINU (TÍU VERKEFNI EFTIR GUÐRÚNU HÓLMGEIRSDÓTTUR) Aldur nemenda: Framhaldsskólastig Viðfangsefni: Ýmis heimspekileg viðfangsefni: hópefli, spurningar, tilgangur lífsins, sókratísk samræða,

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Akademískt frelsi 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild HA Útdráttur Í greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess.

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Málsvörn Sókratesar [við dómarana]

Málsvörn Sókratesar [við dómarana] HUGVÍSINDASVIÐ Málsvörn Sókratesar [við dómarana] Ritgerð til BA-prófs í grísku Gísli Garðarsson Maí 2015 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Gríska Málsvörn Sókratesar [við dómarana] Ritgerð til BA-prófs í

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Marx og sagan. Ottó Másson

Marx og sagan. Ottó Másson Af marxisma Ottó Másson. Marx og sagan. Í Af marxisma, ritstj. Magnús!ór Snæbjörnsson og Vi"ar!orsteinsson, bls. 83-132. Reykjavík: Róttæka sumarútgáfan, 2012. Marx og sagan Mér verður hugsað til þess

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Staðreyndir,og,gildi

Staðreyndir,og,gildi % Félagsvísindasvið Staðreyndir,og,gildi íslensk þýðing á kaflanum Fact and value í bókinni Reason, truth, and history eftir Hilary Putnam Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Fannar Þór Guðmundsson Leiðbeinandi:

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Um prófsteina gjörða okkar

Um prófsteina gjörða okkar Hugvísindasvið Um prófsteina gjörða okkar Sartre og Mill vísa lesendum veginn en lýsa ekki upp sömu leið Ritgerð til B.A.-prófs Helgi Vífill Júlíusson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Ritgerð til BA-prófs Kristján Ágúst Kjartansson Maí 2013 Háskóli

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin?

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGASVIÐ Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Ingunn Heiða Ingimarsdóttir Leiðbeinandi: Sævar Ari Finnbogason (Haustönn 2017) Staðfesting á lokaverkefni

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Réttlætiskenning Rousseau

Réttlætiskenning Rousseau Hugvísindasvið Réttlætiskenning Rousseau Á Samfélagssáttmáli Jean-Jacques Rousseau erindi við 21.öldina? Ritgerð til B.A.-prófs Einar Pétur Heiðarsson Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Félagsvísindasvið Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Birtingarmynd kyngervis á vefsíðu Krakkarúv og hugsanleg áhrif þess á börn. Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Anna Kristjana Ó. Hjaltested Leiðbeinandi:

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls.

Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls Upphaf AA samtakanna... Bls Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls Kenningar... Bls. Efnisyfirlit: 1. Inngangur... Bls. 2 2. Upphaf AA samtakanna... Bls. 2 3. Hvað er alkóhólismi/fíkn?... Bls. 3 4. Kenningar... Bls. 4 4.1. Forskuldbinding... Bls. 4 4.2. Félagslegt taumhald... Bls. 7 4.3.

More information