HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing

Size: px
Start display at page:

Download "HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR. Höft og alþjóðavæðing"

Transcription

1 HÁSKÓLI ÍSLANDS HAGFRÆÐISKOR Höft og alþjóðavæðing Alþjóðahagfræði Kennari: Ásgeir Jónsson Nemendur: Björn Arnar Hauksson Guðmundur Svansson Hildigunnur Ólafsdóttir 10. október, 2002

2 2 Efnisyfirlit Inngangur...2 Utanríkisviðskipti fyrr og nú...3 Innri viðskipti (e. Intra trade)...4 Virðiskeðjan sneidd niður (e. Slicing up the value chain)...4 Stórverslunarríkin (e. Supertraders)...4 Meiriháttar flutningur varnings frá láglaunaríkjum til hálaunaríkja...4 Höft á frjálsum viðskiptum...5 Alþjóðlegar stofnanir...5 Iðnvæðing á bak við tollmúra...6 Höft í ýmsum myndum...7 Afleiðingar hafta...7 Hlutverk ríkisvaldsins í alþjóðavæðingunni...8 Kenningar um tengsl utanríkisviðskipta og hagvaxtar...9 Innflutningstakmarkanir (e. Import Substitution)...9 Útflutningsbætur (e. Export substitution)...10 Innanlandsskorðan 3 (e. Local Content Requirements)...11 Tvískipt hagkerfi (e. Dual Economy)...11 Dani Rodrik...12 Lokaorð...13 Heimildaskrá...14

3 3 Inngangur Flestir muna eftir háværum mótmælum í Seattle árið Þá mótmælti fólk frá allskonar grasrótarsamtökum sem öll höfðu það sameiginlegt að hafa eitthvað út á alþjóðavæðinguna í sinni núverandi mynd að setja. Í kjölfar þessara mótmæla hafa farið af stað miklar umræður meðal hagfræðinga um alþjóðavæðinguna og hvort menn séu alfarið á réttri braut. Með alþjóðavæðingu er átt við þá þróun að ríki heims eru stöðugt að auka viðskipti sín á milli. Þessi þróun hefur stuðlað að hagvexti. Hún hefur einnig valdið breytingum, sérstaklega í þróunarlöndunum, sem vekja ugg í brjósti margra. Þó mótmælin í Seattle hafi fyrst og fremst vakið athygli vegna þáttöku róttækra grasrótarsamtaka og framgöngu þeirra, þá beindu þau engu að síður sjónum manna að ýmsu sem betur mætti fara í framkvæmd alþjóðavæðingarinnar. Þeir þættir sem meðal annars hafa verið í skoðun eru hlutverk ríkisvaldsins í alþjóðavæðingunni, hlutverk Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, aðstaða þróunarlanda og áhrif valdamikilla þrýstihópa á Alþjóðaviðskiptastofnunina og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í þessari ritgerð verður fjallað um höft og alþjóðaviðskipti frá sjónarhóli þjóðríkja sem heildstæðra eininga. Alþjóðavæðingin er að breyta heiminum. Getum við breytt alþjóðavæðingunni? Þunginn í umræðunni um alþjóðavæðingu hefur fjallað um galla hennar. Spurningin er hvort við höfum þegar á reynir, raunhæfar hugmyndir um úrbætur. Utanríkisviðskipti fyrr og nú Þrátt fyrir stöðuga alþjóðavæðingu á undanförnum áratugum er ekki hægt að fullyrða að heimurinn sé að ganga inn í nýtt skeið. Kannski það sé nær lagi að heimurinn hafi lengst af verið að ná aftur fyrra stigi utanríkisviðskipta. Tafla I. Útflutningur sem hlutfall af VLF 1 heimsins alls gegnum tíðina ,1% 9,8% 11,9% 7,1% 11,7% 14,5% 17,1% (Krugman, Bls. 331) 1 Verg landsframleiðsla

4 4 Samkvæmt töflu I má sjá að utanríkisviðskipti voru veruleg fram til 1913 en drógust saman á tímabilinu Tafla II sýnir sömu þróun í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Tafla II. Milliríkjaverslun í Bretlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi sem hlutfall af VLF. Land Bretland 27,7% 13,1% 16,6% 21,1% Bandaríkin 3,9% 2,9% 4,4% 7,4% Þýskaland 19,9% 9,8% 17,4% 23,3% (Krugman, Bls. 331) Það er í raun ekki fyrr en á síðasta áratug sem hlutfall utanríkisviðskipta varð marktækt meira en það var hæst forðum daga (Krugman, 1995). Krugman telur upp fjögur atriði hvað varðar hagvöxtinn á undanförnum árum sem höfðu ekkert sameiginlegt forðum tíð: Innri viðskipti, virðiskeðjan sneidd niður, stórverslunarríkin og meiriháttar flutningar frá láglaunaríkjum til hálaunaríkja (Krugman, 1995). Innri viðskipti (e. Intra trade) Meiriháttar breytingar hafa orðið í samsetningu þeirra vara sem verslað er með. Svipuð ríki með hliðstæðar auðlindir versla nú sín á milli með sambærilegar vörur. Ástæðan er talin sú að nútímaframleiðsla er flóknari og aukin stærðarhagkvæmni næst þegar ríki sérhæfa sig (Krugman, 1995). Virðiskeðjan sneidd niður (e. Slicing up the value chain) Vörur í dag eru framleiddar í mörgum þrepum á mörgum stöðum og verðmæti vörunnar eykst jafnt og þétt. Árið 1913 var sama varan að jafnaði einungis flutt út einu sinni. Í dag eru hálfkláraðar vörur fluttar oft á milli ríkja. Þegar varan kemur til neytandans nú til dags er hún oft samsett úr hlutum sem koma víða að (Krugman, 1995). Stórverslunarríkin (e. Supertraders) Þó að milliríkjaverslun hjá mörgum ríkjum sé í heild sinni svipuð að umfangi nú og hún var snemma á síðustu öld þá er hlutfall utanríkisviðskipta hjá einstaka ríkjum hærra nú en nokkru sinni fyrr. Ekki er vitað til þess að utanríkisverslun hjá nokkru ríki hafi verið meira en helmingur af þjóðarframleiðslu þess fyrir Í dag er utanríkisverslun meiri en

5 5 helmingur af þjóðarframleiðslu hjá sex ríkjum: Singapore, Hong Kong, Malasíu, Belgíu, Írlandi og Hollandi (Krugman, 1995). Meiriháttar flutningur varnings frá láglaunaríkjum til hálaunaríkja Hinn öri vöxtur útflutnings frá nýiðnvæddum ríkjum er þáttur sem valdið hefur miklum umræðum í seinni tíð. Þessi þáttur er sennilega nátengdur niðursneiðingu virðiskeðjunnar. Þeir hlutar framleiðslunnar sem krefjast fyrst og fremst óbreytts vinnuafls eru aðskildir frá þeim hlutum framleiðslunnar sem krefjast fjármagns, tækniþekkingar og menntaðs vinnuafls (Krugman, 1995). Samkvæmt töflu III hefur útflutningur nýiðnvæddra ríkja aukist verulega á síðastliðnum 30 árum. Tafla III. Hlutfall útflutnings nýiðnvæddra ríkja af VLF hjá OECD ríkjum Ár Hlutfall af VLF hjá öllum iðnvæddum ríkjum Hlutfall af VLF hjá Evrópuríkjum ,24% 0,22% 0,28% ,61% 1,30% 1,91% Hlutfall af VLF hjá Bandaríkjunum (Krugman, Bls. 337) Vert að benda á að útflutningur nýiðnvæddra ríkja er enn sem komið er ekki stór hluti af einkaneyslu í ríkjum OECD. Sem dæmi má nefna að norður-suður 2 viðskipti heimsins eru aðeins 10% af milliríkjaviðskiptum. Flest öll utanríkisviðskiptin eru á milli iðnvæddra landa (Krugman, 1995, 2002). Höft á frjálsum viðskiptum Samkvæmt hefbundnum kenningum hagfræðinnar er helsta hlutverk tolla að afla tekna fyrir ríkissjóð og í sumum tilfellum að minnka magn innflutnings. Tollar flytja fjármagn frá almenningi til ríkis. Þeir geta verið réttlætanlegir útfrá tekjusjónarmiði ríkja en þeir hafa í för með sér velferðartap. Lágir tollar hafa í för með sér lítið velferðartap fyrir neytendur þar sem þeir valda lítilli hækkun vöruverðs. Einnig þarf að taka tillit til áhrifa þeirra á atvinnuþróun, atvinnuleysi, tekjudreifingu og fleiri þætti. 2 Viðskipti milli iðnvæddra- og nýiðnvæddra ríkja er það sem kallað er norður-suður viðskipti.

6 6 Alþjóðlegar stofnanir Almenn sátt virðist ríkja meðal hagfræðinga um að frjáls viðskipti séu réttu lyfin til að auka hagvöxt og velsæld. Helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem koma að stefnumótun í alþjóðlegum viðskiptum eru Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund) og Alþóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization). Alþjóðaviðskiptastofnin var stofnuð til þess að jafnræði í viðskiptum myndi nást og til að bæta hag aðildalandanna (Rosenberg, 2002). Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sérstaklega mikilvægur því hann lánar fé til ríkja og veitir þeim ráðgjöf. Bankinn var meðal annars stofnaður til þess að koma í veg fyrir kreppu í framtíðinni með því að lána þeim ríkjum sem eru í efnahagslægð. Skilyrðin fyrir lánum voru upphaflega þau að ríki ættu að tileinka sér útþenslustefnu (e. expansionary policy). Útþenslustefna felst meðal annars í því að reka ríkissjóð með halla og hafa lága vexti svo að utanríkisviðskipti haldist. Vestræn ríki fara með völdin innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og margir telja að skilyrði fyrir lántöku hjá bankanum séu sniðin að hagsmunum vestrænna ríkja. Talað er um að fátækustu ríkin þurfi meiri sveigjanleika við hagstjórn og að sjóðurinn svipti þau þeim sveigjanleika. Nóbelsverðlaunahafinn Sachs er einn þeirra sem gagnrýndi sjóðinn í þessu sambandi. Sachs segir að bankinn átti sig ekki á því að hlutverk hans er að hjálpa þróunarríkjum að klífa stiga. Eftir því sem tíminn leið, þróaðist og breyttist tilgangurinn með rekstri bankans. Í dag eru mjög skiptar skoðanir á því hver raunverulegur tilgangur bankans sé. Tina Rosenberg segir að í dag hafi áhugi bankans í auknum mæli beinst að því að ríkir lánardrottnar fái endurgreitt (Rosenberg, 2002). Eftir því sem ríki hafa meiri þörf fyrir lán bankans og fjárhagsástand þeirra er verra, því meira hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn um þau ríki að segja. Bankinn getur sett þjóðum skilyrði sem þær þurfa að uppfylla séu þær skuldugar bankanum. Þannig hefur sjóðurinn til að mynda gjarnan sett fram kröfur um að dregið verði úr tilfærslum á fjármagni. Til dæmis fjármagnsflutningum til fátækra. Ennfremur hefur hann krafist þess að tekin verði upp gjöld fyrir notkun vatns sem getur komið sér illa fyrir láglaunafólk því slíkir skattar leggjast jafnt á alla vatnsnotendur (Rosenberg, 2002).

7 7 Iðnvæðing á bak við tollmúra Dollar og Kraay birtu árið 2000 rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þau lönd sem eru auðug í dag, með nokkrum undartekningum, iðnvæddust á bak við tollmúra. Þessi lönd hafa ekki háa tolla í dag (Rodrik, 2001). Suðaustur-Asía er nýjasta dæmið um ríki sem hafa aukið útflutning sinn með því að vernda innlenda markaði frá erlendri samkeppni. Þessar aðgerðir sem hugsanlega hafa aukið hagvöxt hjá iðnvæddu ríkjunum eru í dag bannaðar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um viðskipti. Erfitt getur verið fyrir þróunarríki að þróast undir þessum reglum. Ekkert ríki hefur iðnvæðst til langs tíma með því að framfylgja þessum kröfum sem settar eru á þróunarríki í dag. Iðnvædd ríki vilja að þróunarríki opni markaði sína fyrir frjálsum viðskiptum en eru ef til vill ekki jafn reiðubúin til að opna sína markaði á móti. Ef sú er raunin þá geta þróunarríki ekki nýtt til fullnustu sína hlutfallslegu yfirburði (Rodrik, 2001). Ekkert land hefur iðnvæðst án þess að stunda viðskipti. Ríki í Suðaustur-Asíu eru gott dæmi um það hvernig hægt er að rísa upp úr fátækt með viðskiptum. Viss skilyrði þurfa þó að vera til staðar svo að frjáls viðskipti dragi úr fátækt. Rannsóknir benda til þess að hagvöxtur þeirra þróunarlanda aukist meira sem aðhyllast verndarstefnu en þeirra sem eru á móti henni. Ríki sem njóta hagvaxtar og hafa orðið ríkari hafa í kjölfarið tilhneigingu til þess að stunda meiri viðskipti. Sem dæmi má nefna Kína og Indland en þau opnuðu samt ekki markaði sína fyrir heimsviðskiptum fyrr en um áratug eftir að fór að bera á miklum hagvexti hjá þeim. Höftin í þessum löndum eru þó enn með þeim mestu í heiminum (Rodrik, 2001; Rosenberg, 2002). Höft í ýmsum myndum Útfærslur á höftum á frjálsum viðskiptum eru eins misjafnar eins og þær eru margar. Sem dæmi um óvenjulega útfærslu má nefna lög sem varða bílasölu og framleiðslu í Mexíkó. Lögin kröfðust þess af fjárfestum sem vildu selja bíla í Mexíkó að þeir byggðu verksmiðju í landinu. Fjárfestar létu tilleiðast en áhrif þeirrar bílaverksmiðju sem byggð var hafa verið lítil á aðrar atvinnugreinar og á þekkingastig í Mexíkó. Hráefnin eru að mestu innflutt og verksmiðjan á lítil viðskipti við önnur fyrirtæki í Mexíkó. Í þessu tilfelli er því óvíst með réttmæti hafta. Gerólík aðferð var notuð í Suður-Kóreu. Stjórnvöld þar vildu byggja upp hátækniiðnað. Þau settu skilyrði fyrir erlenda fjárfesta um að tækniþekking yrði flutt inn í

8 8 landið. Einnig var lokað á vissan innflutning, til dæmis á bílum. Hvorugt þessarra dæma samræmist hugmyndafræðinni um frjáls viðskipti. Árangurinn var slakur í Mexíkó en ævintýralegur í Suður-Kóreu (Rosenberg 2002). Á Íslandi hefur stuðningur í formi hafta tíðkast í áranna rás. Erlendum fjárfestum er enn þann dag í dag ekki heimilt að fjárfesta í sjávarútvegi og samgöngum. Segja má að þessi höft hafi snúist upp í andhverfu sína og komi að einhverju leyti í veg fyrir eðlilega þróun í þessum atvinnugreinum hér á landi (Sigurður Snævarr, 1993). Afleiðingar hafta Ef hagkerfi eru lokuð þá er meiri hætta á spillingu. Það er engin trygging fyrir því að hagkerfi sem er spillt, illa stjórnað og lokað batni við afnám hafta á utanríkisviðskiptum. Afnám hafta þarf því ekki endilega að vera lækning. Séu höft viðvarandi er hætta á að gæði innlendra vara verði lítil í samanburði við vörur sem keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Þessi hætta er sér í lagi mikil í stærri hagkerfum sem hafa burði til þess að framleiða flestar vörur sjálft. Hagvöxtur hefur ekki í öllum tilvikum aukist samfara meiri milliríkjaviðskiptum (Rosenberg, 2002). Mikil fylgni á milli alþjóðavæðingar og vaxtar er oft notuð sem rök fyrir opnun hagkerfa. Þá gleymist stundum munurinn á tengslum og orsakasambandi. Tengslin þarna á milli sýna ekki sjálfkrafa fram á orsakasamband. Í Puerto Rico hefur til dæmis ekki náðst fram hagvöxtur á undanförnum árum þrátt fyrir frjálsan aðgang að mörkuðum í Bandaríkjunum í um 100 ár. Annað dæmi er Haítí, sem tók upp þá að stefnu árið 1994 að minnka tolla niður í hámark 15% og fjarlægði allar magntakmarkanir. Þrátt fyrir þessa frjálslyndu stefnu, hefur Haítí ekki náð miklum framförum (Rodrik 2001; Rosenberg, 2002). Ísland er gott dæmi um ríki þar sem hagvöxtur jókst til muna við aukin utanríkisviðskipti. Skýringin á því er líklega að miklu leyti sú að aukin utanríkisviðskipti leiddu til aukinna fjárfestinga í sjávarútvegi á meðan hún stóð í stað eða minnkaði í landbúnaði. Utanríkisviðskipti velta á frammistöðu hagkerfisins í heild sinni. (Sigurður Snævarr, 1993).

9 9 Hlutverk ríkisvaldsins í alþjóðavæðingunni Hagfræðingar eru ekki á eitt sáttir um hlutverk stjórnvalda í heimsvæðingunni. Sér í lagi hvað varðar þróunarlönd. Um miðbik síðustu aldar voru margir hagfræðingar þeirrar skoðunar að ríkið gæti meðal annars leikið stórt hlutverk með því að vernda nýjar iðngreinar gegn erlendri samkeppni. Síðan þá hefur þorri hagfræðinga smám saman komist á þá skoðun að vænlegra sé að ríkið skipti sér sem minnst af utanríksviðskiptum og atvinnulífi. Að stjórnvöld geti ekki haft bein áhrif á utanríkisviðskipti en geti haft áhrif á þau með viðskiptastefnu, svo sem tollum og reglugerðum (Rodrik, 2001). Fyrir um 10 árum komu á ný fram háværar raddir um að ríkið ætti að vernda nýjar atvinnugreinar. Skapa átti gott stofnanaumhverfi fyrir fyrirtækin til að starfa í og gæta þess að ávinningur af utanríkisviðskiptum dreifist jafnt á milli þjóðfélagshópa. Helstu röksemdunum sem komu fram fyrir því má skipta í þrennt (Krugman og Obstfeld, 2002): i) Reynslan sýnir að ríki eins og Haítí sem opnuðu utanríkisviðskipti upp á gátt uppskáru ekki samkvæmt því. ii) Ríki sem stýrðu atvinnuþróun og utanríkisviðskiptum náðu fram ævintýralegum hagvexti. iii) Auðug vestræn ríki iðnvæddust bak við tollmúra. Eins og kannski má búast við þá eru uppi mikil áhöld hvað þessa þrjá punkta varðar. Skilgreining á hlutverki ríkisins í alþjóðavæðingunni ræðst af skoðunum manna. Krugman er einn þeirra sem eru ósammála þessum sjónarmiðum. Hann gefur í skyn að þarna séu einungis gamlar hugsanavillur í nýjum búningi og að þeir sem haldi þeim fram séu jafnan óreyndir hagfræðingar hvað raunverulegar rannsóknir varðar (Krugman og Obstfeld, 2002). Samkvæmt Rodrik á ríkið að vernda nýjar atvinnugreinar, betrumbæta stofnanaumhverfi hagkerfisins eins og við á miðað við aðstæður. Smám saman á að minnka aðstoð við atvinnugreinar samfara opnun hagkerfisins. Ríkisafskiptin eiga þannig að taka mið af aðstæðum á hverjum stað. Ekki er hægt að uppfylla allar kröfur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og samtímis að forgangsraða verkefnum (Rodrik, 2001).

10 10 Rökin á móti þessu eru þau að oft er erfitt að hætta stuðningi við atvinnugreinar eftir að þær byrja að vaxa og dafna. Gott dæmi um þetta er sjómannaafslátturinn á Íslandi. Þessi svokallaði afsláttur er niðurgreiðsla til útgerða landsins og viðgengst enn þann dag í dag þrátt fyrir mjög sterka stöðu sjávarútvegsins. Ef stuðningur er mikill við einstaka greinar atvinnulífsins eins og oft vill verða er hætt á svokallaðri tvískiptingu (e. Dual Economy; Sjá nánari útskýringu síðar; Krugman og Obstfeld, 2002). Kenningar um tengsl utanríkisviðskipta og hagvaxtar Innflutningstakmarkanir (e. Import Substitution) Innflutningstakmarkanir felast yfirleitt í magntakmörkunum en þær geta líka verið í formi hárra tolla. Yfirleitt er magntakmörkunum framfylgt með því að gefa út leyfi til einstaklinga eða fyrirtækja sem heimila þeim að flytja inn tiltekið magn vöru. Magntakmarkanir hækka ávallt verð innanlands á innfluttu vörunni. Við magntakmörkun verður innlend eftirspurn eftir vörunni meiri en samanlagt innlent framboð og innflutningsframboð. Magntakmörkunin hækkar verð vörunnar til jafns við þá upphæð sem myndi minnka innflutninginn um sama magn að öðru jöfnu. Við magntakmörkun fer upphæðin til leyfiseigenda sem hefði safnast með tollum. Í ljósi þessa þá er 65. grein tollalaga frá 1993 nokkuð undarleg, þar segir: Um viðurlög við misnotkun tollkvóta í því skyni að fá ívilnun í tolli eða sköttum við innflutning á vörum sem ekki falla undir tollkvótann skal fara skv. XIV. kafla tollalaga, nr. 55/1987. Heimilt er að synja þeim um úthlutun tollkvóta sem gerst hefur sekur um misnotkun. Innflutningstakmarkanir geta aukið mjög hagvöxt til skamms tíma en til lengri tíma geta áhrifin verið þveröfug (Krugman og Obstfeld, 2002; Ein helstu rökin fyrir innflutningstakmörkunum eru rökin um nýjar iðngreinar (e. Infant Industry Argument). Samkvæmt þeim þá geta þróunarríkin hugsanlega haft hlutfallslega yfirburði í framleiðslu og nýjar framleiðlsugreinar geta ekki keppt við þroskaðri iðnað í þróaðri ríkjum. Magn- og tolltakmarkanir á grænmeti á Íslandi eru nærtækt dæmi um innflutningstakmarkanir. Rökin fyrir innflutningstakmörkunum á grænmeti hér á landi hafa helst verið þau að tryggja (grænmetis) bændum atvinnu. Að innlend framleiðsla sé betri og hollari en sú erlenda og rökunum um nýjar iðngreinar hefur einnig verið beitt (Krugman og Obstfeld, 2002;

11 11 Útflutningsbætur (e. Export substitution) Greiðslur til útflutningsaðila fyrir að flytja út vörur kallast útflutningsbætur. Þær geta verið greiddar út sem upphæð á einingu eða sem hlutfall af virði vara. Áhrif útflutningsbóta á verð eru þveröfug við áhrif tolla. Verðið í útflutningsríkinu hækkar en lækkar í innflutningsríkinu. Velferð neytenda í útflutningsríkinu minnkar, neytendur í innflutningsríkinu hagnast og ríkissjóður í útflutningsríkinu tapar fé. Á heildina litið þá er kostnaður meiri en ábati af útflutningsbótunum (Krugman og Obstfeld, 2002). Útflutningsbætur ættu að auka hagvöxt til skamms tíma að öðru jöfnu þar sem rekstrarskilyrði útflutningsaðila batna og þeir auka framleiðslu sína. Til lengri tíma eru áhrifin óljósari og fara eftir öðrum aðstæðum hverju sinni. Ef við gefum okkur að raforkuverð sem stóriðja á Íslandi greiðir sé undir kostnaðarverði, þá flokkast sú verðlagning á raforku sem útflutningsbætur (Krugman og Obstfeld, 2002). Innanlandsskorðan 3 (e. Local Content Requirements) Innanlandsskorða er reglugerð sem krefst þess að tiltekinn hluti vöru sé framleiddur innanlands. Innanlandsskorðan eykur að öðru jöfnu ekki tekjur ríkissjóðs. Mismunurinn á innflutningsverði og verði á innlendum vörum jafnast út og er greiddur af neytendum (Krugman og Obstfeld, 2002). Eins og nefnt var hér að ofan þá hefur innanlandsskorðan verið notuð í Mexíkó og Suður-Kóreu til að hvetja erlend fyrirtæki til að hefja framleiðslu innanlands í stað þess að vörur þeirra séu fluttar inn. Áhrifin sem sóst er eftir með innanlandsskorðu eru að auka tiltekinn iðnað innanlands, efla þekkingu á einhverju sviði og auka með því hagvöxt og fleiri hagræna þætti. Segja má að stuðningur ríkis við atvinnuvegi gegn því að þeir staðsetji starfssemi sína innanlands sé óbein innanlandsskorða. Ríkisábyrgð íslenska ríkisins til Íslenskrar erfðagreiningar myndi flokkast sem óbein innanlandsskorða (Krugman og Obstfeld, 2002; Rosenberg, 2002). Tvískipt hagkerfi (e. Dual Economy) Hagkerfi sem skiptist í tvo hluta sem virðast vera á mjög misjöfnum stigum þróunar kallast tvískipt hagkerfi. Tvískipting hagkerfis getur verið einkenni þess að markaður hagkerfis sé óskilvirkur. Í skilvirku hagkerfi þar sem vinnuaflið hefði nokkuð hliðstæða þekkingu yrði ekki mikill tekjumismunur vinnuafls í mismunandi atvinnuvegum. Sumir hagfræðingar telja að innflutningstakmarkanir geti verið orsök þess að hagkerfi verði tvíkskipt eða allavega 3 Þýðing eftir Björn Arnar Hauksson.

12 12 að innflutningstakmarkanir geti ýtt undir og hraðað þróun tvískipts hagkerfis. Launamismunur milli atvinnugreina hefur verið notaður sem átylla til að hvetja þá atvinnugrein sem hærri laun eru greidd í á kostnað þeirrar sem lægri laun eru greidd í (Krugman og Obstfeld, 2002). Hagvöxtur getur aukist til skamms tíma við tvískiptingu hagkerfis ef vaxtamöguleikar og hagkvæmni eru meiri í þeirri grein sem meiri þróun ríkir í. Til lengri tíma veldur tvískipt hagkerfi þó bjögun á kostnaði atvinnuveganna. Í atvinnuvegunum þar sem laun eru hærri þá er hagkvæmara fyrir fyrirtæki að minnka vinnuaflsnotkun og öfugt gerist í atvinnuvegunum þar sem lægri laun eru greidd. Áhrifin eru því að hluta til aukin tæknivæðing og sjálfvirkni í hluta hagkerfisins sem getur haft góð áhrif til framtíðar á samkeppnishæfni. Þetta getur einnig leitt til atvinnuleysis ef aðrir atvinnuvegir innan ríkisins þróast ekki samhliða. Áhrifin á atvinnuveginn þar sem lægri laun eru greidd geta verið stöðnun í tækniþróun. Það getur minnkað hagvöxt vegna þarfar á auknum styrkjum frá ríkinu og geta leitt af sér verri samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum vegna lítillar tækniþróunar (Krugman og Obstfeld, 2002). Indland hefur verið notað sem dæmi í umræðu um alþjóðaviðskipti bæði af þeim sem styðja aukin ríkisafskipti af utanríkisviðskiptum og líka af þeim sem vilja þvert á móti minni ríkisafskipti af utanríkisviðskiptum. Þeir sem nota það sem dæmi sem sýni að ríkisafskipti séu ekki heillavænleg segja meðal annars að Indland sé sígilt dæmi um ríki með tvískipt hagkerfi. Annars vegar sé það framleiðsluiðnaður í borgum og hins vegar landbúnaður í sveitum. (Krugman og Obstfeld, 2002). Dani Rodrik Rodrik er hagfræðingur sem rannsakar einkum alþjóðahagfræði og stjórnmálahagfræði. Hann hefur rannsakað alþjóðavæðingu ítarlega og hefur sett fram hugmyndir um að markmiðið með alþjóðavæðingu í þróunarríkjum verði hagþróun frekar en milliríkjaviðskipti. Í mörgum tilfellum fer þetta tvennt saman. Það er, milliríkjaviðskipti stuðla að hagþróun og öfugt. Rodrik bendir sérstaklega á að þó yfirlýst markmið Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sé að stuðla að frjálsum viðskiptum sé það í fæstum tilfellum niðurstaðan, því síður velferð neytandans. Neytandinn á engan fulltrúa við samningaborð Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Rodrik tilgreinir þrjú atriði sem hann telur

13 13 skilja á milli þess sem hagþróun þarfnast og þess sem Alþjóðaviðskiptastofnunin í raun gerir: i) Alþjóðaviðskiptastofnunin beitir sér ekki í raun fyrir frjálsum viðskiptum. ii) Jafnvel þótt Alþjóðaviðskiptastofnunin beitti sér einkum fyrir frjálsum viðskiptum er ekki sjálfgefið að frjáls viðskipti séu besta mögulega stefnan fyrir mjög vanþróuð hagkerfi. iii) Undirgefni við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er ekki endilega af hinu góða. Jafnvel þegar reglurnar sem slíkar eru ekki af hinu slæma. Mögulegt er að reglurnar séu að koma í veg fyrir jafnvel enn betri leiðir til hagþróunar, bæði fyrir alþjóðahagkerfið og hagkerfi viðkomandi þjóðríkis Helstu afleiðingar lagfæringa á þessum atriðum yrðu tvíþættar: Annars vegar myndu þróunarríkin ekki berjast fyrir auknum aðgangi að mörkuðum, heldur með breytingum á stofnanaumhverfi heima fyrir. Hins vegar myndi Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki reyna að byggja upp sama stofnanaumhverfi um allan heim, heldur myndi samræma viðmót ólíkra hagkerfa. Kostir þess að vinna út frá þróunarsjónarmiðinu eru nokkrir samkvæmt Rodrik. Sá augljósasti er að umhverfi alþjóðahagkerfisins yrði mun vænlegra til þróunar. Jafnframt yrði auðveldara fyrir þróunarríki að ná samkomulagi við Alþjóðaviðskiptastofnunina þar sem þau þyrftu ekki að gefa jafn mikið eftir af sjálfræði sínu við stefnumótun innanlands. Annar kostur væri sá að hópar sem ekki hafa mikil áhrif á ákvarðanir (svo sem ríkisstjórnir í vanþróaðri ríkjum, umhverfisverndarsamtök o.fl) gætu öðlast meiri ítök innan stofnuninnar. (Rodrik, 2001). Lokaorð Umræðan um alþjóðavæðingu gengur í bylgjum eins og sæaldan, tískan, hagsveiflan og sinus ferillinn. Fyrir hálfri öld var talið að ríkið ætti að vera í fararbroddi í utanríkisviðskiptum. Hagfræðingar höfnuðu síðar flestir þeirri stefnu að miklu leyti. Þessi stefna birtist á ný fyrir um tíu árum í nýjum búning með tilkomu einstaklinga eins og Rodriks og Rosenberg. Mönnum greinir á um hvort og hvernig beita skuli höftum, um hlutverk alþjóðastofnanna, um túlkun á niðurstöðum mismunandi stefna og í rauninni um

14 14 flest sem viðkemur alþjóðavæðingu. Eins og kannski eðlilegt er í jafn umfangsmiklu og mikilvægu máli. Ljóst virðist að alþjóðastofnanir hafa ekki tekið nægjanlegt tillit til þarfa þróunarríkjanna. Stjórnvöld skipta mjög miklu máli í þróun velferðar þjóðríkja og ekki er nóg að fylgja nokkrum kennslubókarkenningum í utanríkismálum. Þvert á móti er þörf á meiri útsjónarsemi og dugnaði eftir því sem utanríkisviðskipti aukast. Þarna teljum við undirrituð að helsti vandinn liggji hjá flestum þróunarríkjunum. Stjórnvöld hafa ekki verið nægilega hæf í gegnum tíðina í þeim flestum. Það má þó segja að vægi þróunarríkja hafi hugsanlega ekki verið nægjanlega mikið í ákvörðunarferli alþjóðastofnanna og teljum við að auka þurfi vægi þeirra innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar svo að þeirra sjónarmið fái meira brautargengi. Engu að síður er vandi þróunarríkjanna fyrst og fremst heimatilbúinn vandi. Þó alþjóðavæðingin geti létt undir með þeim þurfa þau fyrst og fremst að leysa úr sínum innanhússmálum. Það er þó allavega ljóst að uppbyggilegar umræður og skoðanaskipti fara ekki fram í götubardögum og að með skemmdarverk múgsins áorka engu.

15 15 Heimildaskrá Alþingi Íslands. Lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (65 grein). Fengið í september á kvótana\0tollkvótann\0tollkvótanna\0tollkvótans\0tollkvótanum\0tollkvótar\0tollk vótarnir\0tollkvóti\0tollkvótinn\0tollkvótum\0tollkvótunum#word1 Krugman P. R., Obstfeld M. (2002). International Economics. Boston: Addison Wesley. Krugman P. R. (1995). Brooking Papers on Economic activity. Growing World Trade: Causes and Consequences. Landbúnaðarráðuneytið. Tillögur og greinargerð grænmetisnefndar til landbúnaðarráðherra. Fengið í september á Sigurður Snævarr (1993). Haglýsing Íslands. Reykjavík: Heimskringla Rodrik Dani (2002). Institutions, Integration, And Geography: In Search Of The Deep Determinants of Economic Growth (bls. 8). Fengið á í september Rodrik D. (2001). The Global Governance of Trade As If Development Really Mattered. UNDP: New York. Rosenberg Tina (2002, 18 ágúst). The Free-Trade Fix. Í New York Times. The New York Times Company: New York.

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gengisflökt- og hreyfingar

Gengisflökt- og hreyfingar Alþjóðahagfræði Háskóli Íslands Kennari: Ásgeir Jónsson Haust 2002 Gengisflökt- og hreyfingar -ákvörðun og áhrif- Barði Már Jónsson kt. 120580-5909 Hreggviður Ingason kt. 290578-5829 Markús Árnason kt.

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum:

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: BSc í viðskiptafræði Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: Orsakir, áhrif og efnahagsleg þýðing Nafn nemanda: Kolbeinn Sigurðsson Kennitala: 111191-2479 Nafn nemanda: Guðjón

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni.

Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Framlag umhverfi sreglunnar til aukinnar samkeppnishæfni TVÖ PRAG YFIRLÝSINGIN Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Framlag umhverfisreglunar til aukinnar samkeppnishæfni. Yfirlýsing

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Samkeppnishæfni og markaðshneigð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Viðskipta- og hagfræðideild sept 2008 íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Höfundur: Hinrik Fjeldsted Leiðbeinandi: Runólfur Smári Steinþórsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/suðurgötu, 101

More information

Af góðum hug koma góð verk

Af góðum hug koma góð verk Af góðum hug koma góð verk Íslensk þróunarsamvinna og alþjóðleg markmið þróunarsamvinnu Inga Valgerður Stefánsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði Félagsvísindasvið Af góðum hug koma góð

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Fairtrade viðskiptastefnan

Fairtrade viðskiptastefnan Fairtrade viðskiptastefnan Áhrif Fairtrade viðskiptastefnunnar á kaffimarkað, vinnumarkað þróunarlanda, og lífskjör í þróunarlöndum Rúnar Steinn Benediktsson BS ritgerð Hagfræðideild Félagsvísindasvið

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Greining samkeppnisumhverfis

Greining samkeppnisumhverfis Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem hafa áhrif á hættu á myndun samkeppnishindrana Þorsteinn Siglaugsson Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

"Það virðast allir vita hvað þeir vilja :

Það virðast allir vita hvað þeir vilja : VIÐSKIPTASVIÐ "Það virðast allir vita hvað þeir vilja : Reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong. Ritgerð til MS gráðu

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Made in Iceland. Guðný Kjartansdóttir

MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Made in Iceland. Guðný Kjartansdóttir MS ritgerð í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum Made in Iceland Guðný Kjartansdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Margrét Sigrún Sigurðardóttir Júní 2010 Háskóli Íslands Viðskiptafræðideild

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf.

Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. Föstudagur, 20. október 2017 Ákvörðun nr. 38/2017 Samruni Hampiðjunnar hf. og VOOT BEITU ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 12. júní 2017 barst Samkeppniseftirlitinu samrunatilkynning vegna kaupa Hampiðjunnar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Nýr gjaldmiðill handa Íslandi?

Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Geoffrey Wood Nýr gjaldmiðill handa Íslandi? Formáli Stórþjóðir hafa nær undantekningalaust sinn eigin gjaldmiðil. Í hnotskurn eru tvær ástæður fyrir þessu sögulegar og stjórnmálalegar. Gagnlegt er að

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Hagfræðileg hugsun á jaðrinum

Hagfræðileg hugsun á jaðrinum Hugvísindasvið Hagfræðileg hugsun á jaðrinum Hugmyndir um breytt fjármála- og viðskiptakerfi með almannahag og sjálfbærni að leiðarljósi. Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Sólveig Hauksdóttir September

More information

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja

MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja MS ritgerð í fjármálum Óefnislegar auðlindir, stefna og árangur fyrirtækja Guðrún Tinna Ólafsdóttir Leiðbeinendur: Friðrik Eysteinsson og Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2011 Óefnislegar auðlindir,

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði. Hlutverk seðlabanka. Samanburður á Íslandi og Svíþjóð. Hörður Sigurðsson

Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði. Hlutverk seðlabanka. Samanburður á Íslandi og Svíþjóð. Hörður Sigurðsson Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Hlutverk seðlabanka Samanburður á Íslandi og Svíþjóð Hörður Sigurðsson Leiðbeinandi: Jakob Már Ásmundsson, lektor Júní 2018 Hlutverk seðlabanka Samanburður á

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Skýrsla nr. C08:01. Mat á þjóðhagslegum kostnaði landbúnaðar á Íslandi. Desember 2009

Skýrsla nr. C08:01. Mat á þjóðhagslegum kostnaði landbúnaðar á Íslandi. Desember 2009 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax nr. 552-6806 Heimasíða: www.hag.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C08:01 Mat á þjóðhagslegum

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingin; samantekin ráð eða hver í sínu horni?

Íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingin; samantekin ráð eða hver í sínu horni? Íslensk stjórnvöld og verkalýðshreyfingin; samantekin ráð eða hver í sínu horni? Samskipti íslenskra stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar á tímabilinu 1960-2013. Halla Tinna Arnardóttir Lokaverkefni

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 135. löggjafarþing 2007 2008. Þskj. 3 3. mál. Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á áhrifum markaðsvæðingar samfélagsþjónustu. Flm.: Ögmundur Jónasson, Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Þar sem hugvit og sköpun mætast Ritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun Esra Þór Sólrúnarson Haustönn 2014 1 Hönnunar-

More information

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti Ákvörðun nr. 2/2018 Fækkun dreifingardaga á pósti I. Tilkynning Íslandspósts Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS), með bréfi dags. 28. september 2017, að sú ákvörðun

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upptaka annars gjaldmiðils BS ritgerð í viðskiptafræði Upptaka annars gjaldmiðils Með tilliti til uppgjörs fyrirtækja í erlendri mynt Kolbeinn Kristinsson Leiðbeinandi Jón Snorri Snorrason, lektor Viðskiptafræðideild Júní 2014 Upptaka

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. Reykjavík, 6. apríl 2017 Ákvörðun nr. 14/2017 Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 28. febrúar 2017 barst eftirlitinu kaupsamningur varðandi kaup Sands ehf. á öllu hlutafé

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu

Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu Lokaverkefni til BS. -prófs Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu Eyjólfur Andrés Björnsson Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræði Febrúar 2011 Leiðbeinandi: Eíríkur

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Alþjóðasamskipti Japan og framtíðarhlutverk

Alþjóðasamskipti Japan og framtíðarhlutverk Hugvísindasvið Alþjóðasamskipti Japan og framtíðarhlutverk Egill Helgason Ritgerð til B.A prófs í japanskt mál og menning Egill Helgason Ágúst 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Japanskt mál og menning

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Fimmtudagur 2. júlí 2009 Ákvörðun til bráðabirgða nr. 2/2009 Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Tilefni og málsmeðferð 1. Í bréfi til Samkeppniseftirlitsins, dags. 28. maí 2009,

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information