Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi

Size: px
Start display at page:

Download "Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi"

Transcription

1 Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Þar sem hugvit og sköpun mætast Ritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun Esra Þór Sólrúnarson Haustönn

2 Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Þar sem hugvit og sköpun mætast Ritgerð til BA -prófs í Vöruhönnun Esra Þór Sólrúnarson Kt.: Leiðbeinandi: Anna Dröfn Ágústsdóttir Haustönn 2014

3 Ritgerð þessi er 6 eininga lokaverkefni til BA-prófs í vöruhönnun. Óheimilt er að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi höfundar. 3

4 Útdráttur Í þessari ritgerð verður farið yfir samspil handverks og hönnunar í nútímasamfélagi, hvernig aukinn áhugi hönnuða og fólks almennt hefur haft þau áhrif að handverk er orðið mun stærri þáttur í hönnun í dag. Fjallað verður um Dieter Rams sem er talinn einn af mest framúrskarandi hönnuðum 20. aldar. Hann er af mörgum talinn vera brautryðjandi í hönnun í heiminum og er þekktur fyrir að hafa einfaldleika að leiðarljósi í öllu sem hann gerir. Getur Hönnunarstefna Íslands bætt áhuga fólks á hönnun, og bætt um leið starfsumhverfi hönnuða hér á landi. Oft eru mörkin á hönnun og handverki óljós og reyni ég að finna þá línu. Spyr hvað hönnun sé, út frá Hönnunarstefnu Íslands og orðum nokkra valdra hönnuða. Hvernig hönnun hefur aukið neyslu okkar á óþarfa vörum, og hvernig góð markaðssetning hefur fengið okkur til að hugsa alltaf um að fá það nýjasta og besta í dag. Einnig verður skoðað hvernig hönnun og handverk séu að spila stóran þátt í hönnun nú til dag, með ungum hönnuðum sem hafa handverk sitt að aðal ferli sínu í hönnun. Hvers vegna handverksfólk og hönnuðir séu í miklu samstarfi við vísindamenn og verkfræðinga. Hvernig vélar og tækni hafa heft okkur í gengum árin, og svo hvernig þessi tækni á eftir að geta leitt okkur fram á veg í framtíðinni. Tala um hvernig þeir hönnuðir sem um er fjallað í ritgerðinni eigi það sameiginlegt að nota handverk í hönnun sinni og blandi saman handverki og hönnun, og með því geti þeir aukið virðið? í hlut sínum með handverki og hvernig þeir hafa fengið fólk til að skynja hversu órjúfanleg hönnun og handverk eru. 4

5 Efnisyfirlit Inngangur Alþjóðleg hönnun í sögulegu ljósi Hönnuðir með bakgrunn í handverki Ungir hönnuðir í dag með handverk að leiðarljósi Hvað er hönnun? Drög að Hönnunarstefnu Íslands Framtíðarhorfur Niðurstöður Heimildaskrá Myndaskrá

6 Inngangur Á þeim tímamótum sem útskrift er koma upp spurningar um hvað sé að baki og hvað taki við. Sem smiður og bráðum útskrifaður hönnuður vakna vangaveltur um hvorn titillinn ég muni frekar nota á komandi árum. Kannski skiptir það engu máli, en þessi spurning leitar á mig þar sem ákveðin þörf virðist vera á að aðgreina handverk frá hönnun í íslenskri samfélagsumræðu. Í æsku var ég á leikskólanum Sólstöfum, en rétt hjá leikskólanum sem staddur er í Lækjarbotnum var vinnustofan Ásgarður. Á vinnustofunni voru flestir starfsmenn fatlaðir og þóttu mér þeir miklir meistarar. Þessir listamenn gerðu allskonar vörur sem mér þóttu og þykja enn vel hannaðar. Þeir myndu þó ekki kallast hönnuðir opinberlega. Allt frá þessum tíma hef ég aldrei náð að segja sjálfum mér að einhver hlutur sé meira hannaður en annar, fyrir mér eru allir hlutir hannaðir. En hvað er hönnun? Þegar móðir mín kaupir sér hlut þá veit ég að hún kaupir hann ekki vegna þess að hann er hannaður, hún kaupir hann því hann virkar, er fallegur eða hefur ákveðið tilfinningagildi fyrir hana. Þarf móðir mín að vita hvort hluturinn sé hannaður af hönnuði eða handverksmanni? Ég hef skoðað greinar á netinu og reynt að finna hvað hefur verið skrifað um þessi mál. Ég hef leitað að svörum við spurningunum Hvað er hönnun? og Hvað er handverk? og reynt að rýna í það hvenær þörfin fyrir að skilgreina þessa hluti rís og hvaðan hún kemur. Í þessari ritgerð reyni ég að að draga fram ólíkar hugmyndir fólks um efnið og leitast við að setja þessi hugtök í samhengi við það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu. Markmiðið er að reyna að draga saman ummæli úr fjölmiðlum, veraldarvefnum og opinberri stefnu stjórnvalda sem ýta undir aðgreiningu þessara sviða. Ég vil athuga hvort að of mikið sé gert af því, þar sem mörkin þar á milli eru óljós og tengingar greinanna í sagnfræðilegu ljósi margar. Ég hef ávallt haft áhuga á hlutum og tilurð þeirra. Ég hafði óbilandi áhuga á sjónvarpsþáttum þar sem viðfangsefnið var tengt hönnun eða handverki. Þættir sem sýndu tæknilega hlið hluta í virkni, hvernig þeir voru búnir til frá grunni og þætti þar sem hús voru byggð á nokkrum dögum og full innréttuð. Sjálfur er ég lærður smiður og hef unnið við það í þó nokkur ár. Grunninn fékk ég frá öfum mínum í æsku en ég lærði að nota verkfæri til hins ítrasta í Iðnskólanum. 6

7 Í hönnunarnámi síðastliðin ár í Listaháskólanum, LHÍ, hef ég lært hönnunarsögu og ýmsar kenningar tengdar hönnun. Mikil áhersla er á að hugsa út fyrir rammann og nálgast hlutina úr fleiri en einni átt. Það er gott og gilt, en að mínu mati mætti áhersla á sjálfa framkvæmdina við gerð hlutanna vera meiri. Það er mikilvægt að gefa nemendum tilfinningu fyrir sjálfu framleiðsluferlinu og styrkja þar með tengsl þeirra við raunverulega tilurð sköpunarverks síns. Nemandinn verður að hafa tilfinningu fyrir réttum handtökum. Í náminu finnst mér ég að sjálfsögðu hafa lært hönnun en stundum hefur mér þótt vanta dýpri sýn á ferlið í heild sinni. Það sem ég hef upplifað í kennslustundum vöruhönnunardeildar á þessum tveimur og hálfu ári sem ég hef verið nemandi við skólann er að ég hef jú lært sögu hönnunar, um það hvernig fólk gerði hlutina áður fyrr og hvernig fólk gerir þá í dag, en í flestum tilfellum hef ég þurft að grúska sjálfur til að finna út úr því hvernig þessir hlutir raunverulega urðu til. Ég hef farið á vefsíður og skoðað tímarit og bækur til þess að leita innblásturs og leiðbeininga. Vandinn er að til þess að læra hönnun fer nemandinn ekki einungis á bókasafn eða kaupir einhverja bók og byrjar, rétt eins og nemandinn getur gert til þess að læra t.d. verkfræði. Í flestum háskólafögum getur nemandinn flett í bókum til að leita svara en hönnun er frábrugðin að því leyti að þar þarf nemandinn að hafa fjörugt ímyndunarafl og kraft til þess að prófa sig áfram. Nemandinn þarf alltaf að vera að horfa í kringum sig, skoða hluti, skoða form í umhverfinu, leita eftir nýjum formum og nálgun og svo framvegis. Í hönnunarfaginu eru ekki skýr mörk á milli þess hvað sé rétt og hvað sé rangt, heldur kristallast afrakstur og fagleg gæði á hugmyndaflugi hönnuðarins. Mikilvægt er þó að gera sér grein fyrir því að hönnun er ekki eina fagið sem fæst við að beisla sköpunarkraftinn. Þegar betur er að gáð þurfa flest fög, ekki síst handverksfög, að treysta á sköpunargáfuna, þó það sé mögulega í minna mæli. Þeir hönnuðir sem réttlæta það fyrir sjálfum sér að hluturinn þeirra sé hönnunarvara, eru að verja rétt sinn á því að vera hönnuðir. En það er áhugavert að velta fyrir sér hvar mörkin liggja milli hlutar sem hannaður og hlutar sem er ekki hannaður. Er til óhannaður hlutur? Geta hönnuðir sagt að hlutur þeirra sé meira hannaður heldur en hluturinn sem handverksmaðurinn við hliðina á þeim gerði? Ég vil skoða nánar hvar þessi mörk liggja. 7

8 8

9 1. Alþjóðleg hönnun í sögulegu ljósi Iðnhönnun varð til sem hugtak í byrjun 19. aldar og hefur umfang hennar sífellt aukist. Þegar talað er um iðnhönnun er átt við vöru þar sem fagurfræði hennar og notagildi er mikilvægur hluti af þróun vörunnar. Farið er í flókna verkfræðiferla til þess að skapa vöruna með því að láta alla þætti blandast saman og virka. Iðnhönnun á rætur sínar að rekja til iðnvæðingar í framleiðslu neysluvarnings um aldamótin Árið 1856 voru gervilitir [e. synthetic colouring] fundnir upp og með því urðu textílefni tiltölulega ódýr og þar af leiðandi aðgengileg öllum. Á sama tíma voru vélar og verksmiðjur að ryðja sér til rúms, sem auðveldaði framleiðsluferlið töluvert. 1 Þá lækkaði verð á húsgögnum til muna, sem gerði það að verkum að fólk hafði efni á að kaupa sér vandaðri vörur á betri kjörum. Hugmyndir breska listamannsins og textílhönnuðarins William Morris voru mikið í umræðunni í byrjun 20. aldar. Hann talaði um að nú væru vélar að framleiða hluti eins og föt, bækur og veggfóður og þar með gætu þetta allt verið hlutir sem yrðu aðgengilegir öllum. 2 Á 19. öld voru hlutir mjög skreyttir og hver sentimetri hlutar eða byggingar átti að vera skreyttur. Sá stíll var nefndur Art Nouveau, Á 20. öld kom svo módernisminn með Bauhaus skólann fremstann í flokki. Þar var lögð áhersla á að strípa alla hluti óþarfa skrauti og láta hlutina Mynd 1 Dæmi um Art Nouveau húsgagn hafa virkni. Um 1930 fóru Norðurlandabúar að notast við fúnksjónalisma (e. functionalism) þar sem efni, form og virkni hluta voru allsráðandi. Á þessum tíma voru tveir hönnuðir sem voru hvað mest áberandi, þeir Arne Jacobsen og Alvar Aalto. Jacobsen notaðist við form úr náttúrunni við hönnun hluta sinna og hann náði miklum frama með Sjöuna sína og Eggið. 1 The best design of mice and men, Í The Guardian, 27. október 2012, sótt 6. desember 2014, 2 The best design of mice and men, The Guardian. 9

10 Mynd 3 Alvar Aalto vasi Mynd 2 Arne Jacobsen Egg Aalto er sennilega þekktastur fyrir glervasa sem hann gerði í samstarfi við fyrirtækið Iittala. Aalto fékkst líka mikið við arkitektúr. 3 Báðir þessir hönnuðir gerðu hönnun sem strax varð vinsæl á þeirra tíma og er enn þann dag í dag mjög vinsæl og í mikilli framleiðslu. Á þessum tíma voru fyrirtæki farin að búa til vörur sem notandinn gat valið sér úr bæklingi, til dæmis innréttingar í hús. Fyrirtækjum hugnaðist vel þessi þróun því með pöntunarbæklingnum gat viðskiptavinurinn tekið þátt í hönnuninni. En þegar fyrirtækin settu vörurnar í bækling þá þýddi það að þau þurftu að gjöra svo vel að hafa vöruna nákvæmlega eins og hún leit út í blaðinu. 4 Mikil óánægja var meðal handverksmanna sem margir misstu vinnu sína á þessum tíma, en með flóknum innréttingum og sérhæfingu fengu margir aftur vinnu við að setja saman þessa hluti. Þetta viðskiptalíkan nýtur enn hylli í dag, eins og sjá má til dæmis á vinsældum hönnunarrisans IKEA. Annað áhugavert gerðist í kjölfar þessarar þróunar: sem gerði fólki kleift að undirstrika stéttaskiptingu enn frekar. 5 Á þessum árum var algengt að fólk væri með starfsfólk í vinnu á heimilum sínu, til dæmis við þrif og í almennum þjónustustörfum. Með auknum aðgangi að ódýrari vöru átti efnameira fólk auðveldara með að skilja þjóna sína og sig að. Nú var hægt að innrétta þau herbergi eða íbúðir sem þjónustufólkið fékk til umráða á heimilum ríka fólksins með ódýrari hlutum, fjöldaframleiddum dýnum og húsgögnum. Fyrirtækin svöruðu hratt kalli ríka fólksins með því að hefja framleiðslu á ódýrari og lélegri vörum. Fyrir vikið náðu fyrirtækin að fá fólk sem var í þjónustu eða láglaunastörfum til finnast þeir hlutir sem væru inni á heimilum ríka fólksins mun betri en þeir hlutir sem það átti sjálft. 3 The best design of mice and men, The Guardian. 4 Mcswiggen, Colin, Designing Culture, Í Jacobin Magazine, Issue 7-8, ágúst 2012, sótt 6. desember 2014, 5 Mcswiggen, Colin, Designing Culture. 10

11 Ennfremur voru fyrirtækin farin að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að viðskiptavinurinn fengi upplifun þegar hann kæmi í húsgagna- eða hönnunarverslun. 6 Fólki var seld hugmyndin um lífsstíl og þrátt fyrir bág kjör voru draumar fátæka fólksins um þann lífsstíl engu minni en þeirra ríku. Fátæka fólkið vildi eignast þessa hluti sem voru fínni og betri en það átti að venjast. Þarna var samspil fyrirtækja og ríka fólksins að virka, nú var það sem almúginn vildi eignast en hafði áður ekki efni á rétt innan seilingar. Þetta er auðvitað svona ennþá í dag, fólk sem er ríkt getur keypt sér hluti sem eru dýrir og haft þá heima hjá sér eða utan á sér. Það sem hefur breyst er þó að í dag hafa samfélagsleg mörk stéttaskiptingar orðið óljósari, rík börn ganga í sama skóla og þau fátæku, svo að aðgangur og upplifun efnaminna fólks að dýrum hlutum er jafnvel enn meiri. 2. Hönnuðir með bakgrunn í handverki Einn af mest framúrskarandi hönnuðum 20. aldarinnar er Dieter Rams. Hann er að mörgum talinn vera brautryðjandi í hönnun í heiminum og er þekktur fyrir að hafa einfaldleika að leiðarljósi í öllu sem hann gerir. Rams fæddist 20. maí 1932 í Þýskalandi í bænum Wiesbaden. Hann byrjaði að læra arkitektúr og innanhúshönnun í Wiesbaden School of Art árið Stuttu eftir að hann byrjaði í skólanum tók hann sér hlé til að læra smíðar, en á þessum tíma tíðkaðist það að nemendur tækju sér hlé frá námi til þess að læra smíðar. Árið 1953 fór hann aftur í skólann og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn. 6 Mcswiggen, Colin, Designing Culture. 7 Dieter Rams Idustrial designer (b1932), Í Vitsæ, sótt 7. desember 2014, 11

12 Mynd 4 Vitsæ 606 Rams fékk mikinn innblástur frá afa sínum sem var smiður. 8 Sem barn lærði hann handtök og verklag gamla mannsins, sem á þessum tíma voru mörg og tæknin, sem átti eftir að auðvelda vinnuna, bara rétt að byrja að ryðja sér til rúms. Stuttu eftir að Rams lauk námi hóf hann samstarf með raftækjafyrirtækinu Braun. Hann varð fljótt yfirhönnuður fyrirtækisins og starfaði sem slíkur í 40 ár, eða frá Rams hafði alltaf nóg að gera og ástríða hans fyrir hönnun dvínaði ekki. Hann var sífellt að og lét sér ekki nægja að vinna hjá Braun. Meðfram vinnu sinni vann hann einnig að hönnun hillukerfa sem enn þann dag í dag er í mikilli sölu. Hillukerfið, sem var hannað fyrir húsgagnafyrirtækið Vitsæ, heitir 606 og er hannað svo að auðvelt sé fyrir notandann að aðlaga það að þörfum sínum og með langan líftíma í huga. Rams átti einnig fræðilegt framlag til hönnunarfagsins, því að á áttunda og níunda áratugnum bjó hann til ákveðið kerfi til þess að auðvelda fólki að greina hvað sé góð hönnun. Kerfið er kallað 10 boðorð hönnunar (e. Ten Principles). Lykilorð þeirra eru eftirfarandi: 1. Nýsköpun (e. innovative) 2. Notagildi (e. makes a product useful) 3. Fagurfræði (e. aesthetic) 4. Skiljanleg (e. Makes a product understandable) 5. Lítt áberandi (e. unobtrusive) 6. Heiðarleg (e. honest) 7. Endingargóð (e. long-lasting) 8. Nákvæm (e. thorough down to the last detail) 9. Umhverfisvæn (e. environmentally frendly) 10. Eins lítil hönnun og mögulegt er (e. as little design as possible) 10 8 Dieter Rams Idustrial designer (b1932), Í Vitsæ. 9 Dieter Rams Idustrial designer (b1932), Í Vitsæ. 10 SFMOMOA, SFMOMA PRESENTS LESS AND MORE: THE DESIGN ETHOS OF DIETER RAMS, 27. ágúst 2011, sótt 7. desember 2014, 12

13 Margir af þekktustu hönnuðum í heimi hafa sagst hafa verið undir áhrifum verka Rams og boðorða hans. Meðal þessara hönnuða eru Fukasawa, Jasper Morrison, Sam Hecht og Konstantin Grcic. Einn sá þekktasti er Jonathan Ive yfirhönnuður hjá Apple. Ive notaðist við eitt af verkum Rams þegar hann hannaði fyrsta Ipodinn, og hefur Ive einnig notast mikið við þau form sem Rams hefur hannað. Þegar vel er að gáð má sjá að Apple-vörur hafa öll boðorð Rams í hönnun sinni. Í heimildarmyndinni Objectified, sem kom út árið 2009, talaði Rams um að það séu aðeins nokkur fyrirtæki sem taki hönnun alvarlega í dag og er Apple eitt þeirra að hans mati. 2.1 Ungir hönnuðir í dag með handverk að leiðarljósi Allnokkrir hönnuðir í dag eru farnir að leggja áherslu á handverk (e. craft) í hönnun sinni. Anton Alvarez er hönnuður sem útskrifaðist úr Royal College of Arts (RCA) árið 2012 en áður en hann lagði stund á hönnunarnám lærði Alvarez Mynd 6 Anton Alvarez við snúningvél sína Mynd 5 Dæmi um líka hönnun Apple og Braun húsgagnasmíði. Hann hefur þróað einskonar snúningsvél, sem tekur pólýester þræði sem dýft hefur verið ofan í lím og vefur utan um efnivið að hans eigin vali, svo sem spýtur. Með því að vefja þráðunum utan um spýturnar býr hann til sérstaka og áður óþekkta áferð á hlutinn sem hann gerir. 11 Þessi aðferð er mjög ólík hinni hefðbundnu leið að festa parta saman innan í hlutnum með skrúfum eða trédílum. Hann notar snúningsvélina til þess að búa til allt mögulegt, til dæmis stóla. Alvarez hefur talað um að með þessari tækni hafi hann fundið nýja aðferð til þess að tengja saman hluti, óvænta nálgun á hefðbundið handverk. Fólk sækist í að upplifa og fá að sjá nýja hluti gerða með þessari tækni og þar með er framleiðsluferlið sem slíkt orðið partur 11 The future of design: Craft reimagined, Í The Guardian, 27. október 2012, sótt 6. desember 2014, 13

14 af listsköpuninni og hönnun hlutarins Það er spennandi að sjá hvert þessi tækni leiðir hann í framtíðinni. Julia Lohmann er dæmi um annan hönnuð sem hefur notað handverkstækni í hönnun sinni. Hún notast við þang til þess að búa til ljós, stóla og listaverk. 12 Úrvinnsla þangsins, svo það verði nýtilegur efniviður er ný af nálinni og sú þekking sem hún hefur fundið upp og þróað hefur leitt hana langt á hönnunarvettvangi. Þang er eitthvað sem ekki hefur verið notað í húsgögn áður og þar af leiðandi var úrvinnsla þangsins og raunveruleg mótun efniviðarins stór partur af listsköpun Lohmanns. Nýtt efni krefst nýrrar hugsunar og handverksvinnu. Líkt og hjá Alvarez er framleiðsluferli hennar listsköpun í sjálfu sér og það vekur áhuga fólks, sem vill gjarnan fá að fylgjast með því. Fólk er tilbúið til að borga hátt verð fyrir slíka upplifun og muni sem verða til við slíkt ferli og er stolt af því að hafa þá heima hjá sér. Þessar vörur eru ekki ódýrar Mynd 7 Þang Juliu Lohmann en samspil gæða hráefnis og hönnunar gera þá eftirsótta. Þetta er í klárri mótsögn við það mikla magn hönnunar sem er gerð úr ódýrum og óumhverfisvænum hráefnum við dapurleg framleiðsluskilyrði. Að lokum má nefna Simon Hasan, sem er hönnuður sem hefur þróað tækni með leður sem ekki hefur verið notuð áður. Aðferð hans felst í því að hann tekur leður og hitar það upp í ofni og í kjölfarið mótar hann leðrið í það form sem honum hentar. Þetta er ný tegund handverks sem er ólík Mynd 8 Simon Hasan Leður ljós eldri aðferðum til leðurvinnslu. Hasan lýsir aðferð sinni sem mjúkri eða öllu heldur ekki jafn harðgerðri og tíðkaðist á árum áður. Áður fyrr var leðrið soðið og svo lamið til eða pressað með miklum kröftum. Tækni Hasans krefst 12 The future of design: Craft reimagined, The Guardian. 14

15 mun minna átaks, minni fyrirhafnar og þar af leiðandi fer minni kostnaður í gerð vörunnar. 13 Þrátt fyrir lækkaðan framleiðslukostnað er söluverð vörunnar ekki lágt, þvert á móti eru vörurnar seldar sem lúxus hönnunarvörur í fínum verslunum um heim allan. Viðskiptavinurinn borgar ekki aðeins fyrir vöruna sjálfa, heldur einnig hugvitið, handverksaðferðina og framleiðsluferlið. Það að geta búið til ferli sem gerir vörur ódýrari í framleiðslu er gott, en oft vill það ekki haldast í hendur við verð á vörunum í verslunum. Sem dæmi er Apple Mac book pro fartölvan sem Jonthan Ive hannaði til þess að vera ódýra í framleiðslu. Hönnun Ive gerir ráð fyrir að nota parta sem eru afgangur úr öðrum vörum Apple og gera sem mest úr því að nota það hráefni sem er til fyrir til að skapa aðrar vöru. Markmiðið er að notast við sem fæsta parta og að auðvelt sé að setja þá saman og taka í sundur. Þetta er önnur tegund hugvits í framleiðsluferli, með áherslu á handverk. Hér er því enn eitt dæmi um það þegar mörk hönnunar og handverks mást út. 3. Hvað er hönnun? Undir lok 20. aldarinnar hefur fólk farið að kaupa hönnunarvöru í sífellt meiri mæli og umræða um hvað sé falleg hönnun er orðin sterkari í samfélaginu. Á árum áður voru Íslendingar ekki mikið af velta fyrir sér hvað væri fallegt eða ljótt, heldur voru hlutir valdir eftir því hvað virkaði, þörf var á og þjónuðu þeim tilgangi sem kúnninn óskaði eftir. Þróunin í dag er í þá áttina að oft eru keyptir hlutir sem ekki er þörf á. Fólki er, með samfélagslegum þrýstingi, sagt að kaupa tiltekna vöru eða því er stýrt ómeðvitað með snjallri markaðssetningu. Undanfarin ár hefur íslensk hönnun verið mikið í umræðunni, bæði sökum mikillar vitundarvakningar fólks á því hvað hönnun sé, sem og umræðu fjölmiðla um hver sé sérstaða íslenskrar hönnunarvöru. Síðastliðin ár hafa birst allnokkrar greinar, skrifaðar af sérfræðingum í hönnun, sem fjalla að einhverju leyti um viðfangsefni þessarar ritgerðar. Yfirleitt eru það aðilar úr hönnunargeiranum sem stíga þar fram á sviðið til að ryðja braut hönnuða. Hér verður kafað aðeins nánar í nokkrar slíkar greinar. Halla Helgadóttir, framkvæmdastýra Hönnunarmiðstöðvar Íslands, skrifaði grein undir yfirskriftinni Íslensk hönnun, handverk og föndur. Þar fjallaði hún um hvernig hönnunarvörur eru búnar til og skrifar hún: 13 The future of design: Craft reimagined, The Guardian. 15

16 Hönnunarvara er búin til af menntuðum hönnuðum sem flestir hafa háskólanám að baki. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Þessar vörur eru ýmist framleiddar í verksmiðjum hér á landi eða erlendis og stundum handgerðar að hluta eða öllu leyti af handverksfólki. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru mjög mikilvæg. 14 [] Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. 15 Hér má leggja þann skilning í grein Höllu að hún líti svo á að í hönnunarvörum sé handverkið sjaldnast aðalatriðið. Það er áhugavert sjónarmið því líkt og fjallað var um hér á undan, leitast margir af fremstu hönnuðum nútímans grimmt við að leggja áherslu á handverkið á bak við vöruna og ná því að láta handverkið vera aðalatriðið. Orð hennar eru þvert á stefnu margra efnilegustu hönnuða nútímans. Um föndur skrifar Halla: [Föndur er] það sem fólk gerir þegar það er að búa eitthvað til án þess að hafa til þess sérstaka menntun eða sérhæfða handverkskunnáttu. Flest okkar föndrum og notum þá uppskriftir eða fyrirmyndir sem við finnum í blöðum, á netinu eða annars staðar. Föndur er ekki hönnun og ekki listhandverk. 16 Hér nefnir Halla hugtakið listhandverk, en hún skilgreinir ekki hvernig það er aðgreinanlegt frá hönnun. Það er því ljóst að jafnvel í umræðu fagfólks um mörk hönnunar og handverks, þar sem leitast er við að varpa ljósi á hvernig megi aðgreina hugtökin, eiga þau til að renna saman. Sigrún Alba, sem nú starfar sem lektor og fagstjóri fræðigreina í Hönnunar- og arkitektúrdeild við LHÍ skrifaði grein sem birtist 3. desember 2013 á Vísi. Þar fjallar hún um hönnunarnám á Íslandi. Sigrún Alba skrifar um sérstöðu LHÍ í greininni og segir hún þar: Þeim nemendum sem farið hafa í framhaldsnám erlendis eftir að hafa stundað BA-nám við Hönnunar- og arkitektúrdeild hefur vegnað afar vel og hafa komist inn í marga af bestu hönnunarskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Við sem störfum við deildina lítum á þá staðreynd sem staðfestingu á því að við séum að gera góða hluti. Ljóst er að við 14 Halla Helgadóttir, Íslensk hönnun, handverk og föndur? Í Visir.is, 12. desember 2013, sótt 7. desember 2014, 15 Halla Helgadóttir, Íslensk hönnun, handverk og föndur?. 16 Halla Helgadóttir, Íslensk hönnun, handverk og föndur?. 16

17 jafn fámenna deild og Hönnunar- og arkitektúrdeild er mikilvægt að velja vandlega þær áherslur og leiðir sem móta námið. 17 Þetta er góður punktur hjá Sigrúnu. Sem dæmi um einn af þeim nemendum sem Sigrún Alba nefnir er Brynjar Sigurðarson sem fór að námi sínu í LHÍ loknu í skólann ECAL í Sviss. ECAL er einn fremsti hönnunarskóli heims Mynd 9 Brynjar góð fyrirmynd fyrir komandi hönnuði. og Brynjar er nú stundakennari þar. Honum vegnar vel í hönnunarheiminum; verk hans hafa komið fram á mörgum af þekktustu hönnunarsíðum netsins og hann hefur tekið þátt í einhverjum flottustu hönnunarsýningum heims. Hann er núverandi nemendum bæði innblástur og fyrirmynd, en hann er ekki einsdæmi um farsæld fyrrum nemenda LHÍ. Þó ekki sé lögð mikil áhersla á handverk og framleiðsluferli í hönnunarnáminu, þá virðist það ekki koma að sök þegar kemur að frama nemenda skólans. Skýring þess gæti mögulega verið sú að íslenskir hönnunarnemar eru gjarnan tilneyddir til að tileinka sér handverk í hönnunarferlinu. Sá hluti námsins á sér þó stað utan skóla. Aðgangur hönnunarnema að framleiðslufyrirtækjum og verksmiðjum er takmarkaður á Íslandi og slík þjónusta er afar dýr ef hana á að kaupa af erlendum aðilum. Íslenskir hönnunarnemar verða því frá fyrstu skrefum námsins að hugsa hönnun sína í stærra samhengi, en einungis sem tilbúinn hlutur. Það mætti þó eflaust spara þeim mikinn tíma með því að leggja meiri áherslu á handverk og tilurð hlutanna í námsskrá skólans. Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, beinir sjónum sínum að neysluvenjum Íslendinga í grein sem hún skrifaði á Mbl.is þann 7. desember Þar fjallar hún um hvernig gerviþarfir ráði gjarnan kaupum Íslendinga: Ástæðan fyrir því að sömu vörurnar fara inn á öll heimili er einfaldlega klók markaðssetning en hluturinn mun aldrei geta sagt neitt til um manneskjuna sjálfa, nema bara ef til vill að hún falli fyrir snjallri markaðssetningu Sigrún Alba Sigurðardóttir, Hönnunarnám á Íslandi, Í Visir.is, 3. desember 2013, sótt 7. desember 2014, 18 Sunna Sæmundsdóttir, Gerviþarfir ráða kaupunum, Í Mbl.is, 7. desember 2014, sótt 7. desember 2014, 17

18 Auðvitað er gott fyrir sálina að hafa fínt í kringum sig, fegurð skiptir í alvöru máli, en það þarf ekki að vera sú fegurð sem okkur er seld á hverjum tíma sem eitthvert normatíft útlit 19 Hún bendir einnig á áhugaverðan flöt á neysluvenjum fólks þegar hún talar um réttlætingu þess á því að kaupa vörur sem séu umhverfisvænar og segir hún: Sumir eru að reyna að verða umhverfisvænni og kaupa mikið af einhverju sem lítur út fyrir að vera umhverfisvænt, með laufblaði eða tré í forgrunni, en þar er líka hægt að blekkja neytendur með svokölluðum grænþvotti 20 Hér tekur hún á þeim punkti að fólk hugleiði jafnan ekki handverksaðferðirnar og hönnunarferlið í heild sinni. Ef eitthvað lítur út fyrir að vera umhverfisvænt, þá er það jafnan nóg fyrir neytandann. Hins vegar ef meiri áhersla væri á gildi handverks og framleiðsluferlis mætti komast hjá þessum vanda. Fólk er orðið mjög meðvitað um sjálfbærni og umhverfisvernd. Margir vilja taka þátt í að draga úr vistspori sínu og áhersla á handverk og framleiðsluferli er gríðarstór partur af þeirri vitundarvakningu. Tökum sem dæmi hönnunarfyrirtækið H&M. Það getur markaðssett flík sem er unnin úr lífrænni bómull sem umhverfisvæna ef heildarmyndin er ekki skoðuð. Hins vegar kemur í ljós við betri athugun að flíkin er alls ekki umhverfisvæn því gríðarlegt magn vatns fer í framleiðslu hennar, hún er flutt yfir hálfan hnöttinn frá framleiðslulandi til neytanda og vinnuaðstæður starfsmanna eru jafnvel ekki siðferðislega réttlætanlegar. Ef þáttum handverksins í hönnunarfaginu væri gert hærra undir höfði, mætti koma í veg fyrir mikið af slíkum tvískinnungi. 3.1 Drög að Hönnunarstefnu Íslands 2013 Atvinnuvegaráðuneytið gaf árið 2013 út skýrslu um Hönnunarstefnu Íslands fyrir árin Margt áhugavert kemur þar fram um hönnun og er stefnan vönduð framtíðarsýn fyrir hönnunarfagið. Ítrekaður er sá mikilvægi punktur að með hönnun séum við að auka lífsgæði okkar og auka um leið tekjur sem koma til lands okkar. Það er þó áhugavert að huga að því að í Hönnunarstefnunni er handverk ekki nefnt einu orði. Hönnun er bara skilgreind sem sköpunarkraftur sem notaður er til að ná ákveðnu takmarki. Það er ekki fjallað um hvernig sá sköpunarkraftur sé beislaður eða hvaða ferli séu notuð til þess að láta hann verða að veruleika. Þessi vöntun verður 19 Sunna Sæmundsdóttir, Gerviþarfir ráða kaupunum. 20 Sunna Sæmundsdóttir, Gerviþarfir ráða kaupunum. 18

19 sérstaklega áberandi þegar haft er í huga að í skýrslunni er sagt orðrétt: allt hið manngerða í umhverfi okkar, borgir, byggingar, kerfi og hlutir, er hannað. 21 Ef allt hið manngerða er hannað, þá hafa mörk handverks og hönnunar alveg verið máð út. Í skýrslunni er sagt að hönnun eigi að brúa bilið milli tækni og notanda, milli verkfræði og viðskiptalífs. Þar er sagt að styrkur hennar sé falinn í hugmyndafræði sem beitt er við þróun efnislegra og óefnislegra lausna sem eiga að tryggja að langanir og þarfir neytandans séu uppfylltar með það í huga að efnislegir, samfélagslegir og umhverfistengdir þættir skili sjálfbærni. Þegar sjálfbærnihugtakið ber á góma verður mikilvægi handverks í hönnunarferlinu aftur greinilegt. Því er óheppilegt að í skýrslunni sé sá þáttur ekki skýrt tekinn fyrir. Eftir að hafa lesið Hönnunarstefnuna og skoðað orðalag hennar, má ætla að í henni sé gert ráð fyrir að handverk sé órjúfanlegur partur af hönnun. Hönnunarstefnan snýst um að ryðja braut hönnunar og skapa henni ákveðna sérstöðu. Í stefnunni segir meðal annars að hönnun sé drifkrafur til framtíðar 22 vegna þess hlutverks sem hún spilar í að auka verðmætasköpun, stuðla að auknum lífsgæðum og almennt betra þjóðfélagi. 23 Þar er jafnframt talað um að hönnun snerti öll svið tilveru okkar hvort sem um sé að ræða þróun atvinnulífsins, samfélagsins sjálfs og efnahagslífsins eða þróun hugmynda, verkefna, vöru, þjónustu, ferla og viðburða. 24 Þá er því haldið fram að hönnun eigi erindi inn í stjórnsýslu, stofnanir, stjórnmál, fyrirtæki og heimili. 25 Að hönnun sé aðferðafræði, hugsunarháttur og verklag sem leitast við að brúa bilið milli sköpunargáfu og nýsköpunar, tækni og notanda, vísinda og markaðstengdra greina. 26 Margt fólk í samfélagi okkar hefur ekki leitt hugann að því að hönnun geti styrkt sérstöðu okkar sem land og þjóð. Samkvæmt skýrslunni eigum við að geta nýtt okkur hönnun til að styrkja sérstöðu landsins okkar, því á sama tíma og hönnun vísi veginn til framtíðar, þá sæki hún sterkt í ræturnar og byggi á þjóðlegum eiginleikum íslenskra hönnuða. Höfundar skýrslunnar vilja meina að hönnun sé áhrifavaldur í því að auka verðmæti og bæta lífsgæði. Til að leysa úr læðingi þá krafta sem hönnun býr yfir, þjóðfélaginu til 21 Atvinnuvegaráðuneyti, Hönnunarstefna fyrir Ísland: Hönnun sem drifkraftur til framtíðar, sótt 7. desember 2014, 22 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013 Hönnunarstefna fyrir Ísland. 23 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013 Hönnunarstefna fyrir Ísland. 24 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013 Hönnunarstefna fyrir Ísland. 25 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013 Hönnunarstefna fyrir Ísland. 26 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013 Hönnunarstefna fyrir Ísland. 19

20 heilla, þarf margt að vinna saman. 27 Hönnunarstefnu er lögð áhersla á þrjár grunnstoðir: Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessari 1. Menntun og þekking sem reiðir sig á öfluga skóla, góða verkþjálfun og sterkt rannsóknarsamfélag á sviði hönnunar, eykur samkeppnishæfni atvinnulífs og stjórnsýslu. 28 Skólar eru svo sannarlega öflugir og erum við komin langt á veg með að koma hönnun og hugsun hennar inn í skóla okkar, skýrar stefnur innan grunn-, mennta- og háskóla eru til marks um það. 2. Starfs- og stuðningsumhverfi hönnuða þarf að vera skilvirkt og hvetja til samtals milli hönnunar og annarra atvinnugreina sem og stuðningskerfis atvinnulífsins. 29 Starfsumhverfi hönnuða hér á landi er sífellt að batna, en gott dæmi um starfsumhvefið sem komið er hér á landi er tilkoma Fab Labs. Fab Lab stendur fyrir Fabrication Laboratory og er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. 30 Mynd 10 Allir aldurshópar að störfum í Fab Lab á Akranesi Á Fab Lab geta hönnunarnemar farið og unnið endurgjaldslaust. Annað gott dæmi er að með tilkomu þess til gerðs áfanga í LHÍ er lagður góður grunnur samstarfs milli fyrirtækja og hönnuða á Íslandi. Í þessum áfanga vinna nemendur verkefni sín með 27 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013 Hönnunarstefna fyrir Ísland. 28 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013, Hönnunarstefna fyrir Ísland. 29 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013, Hönnunarstefna fyrir Ísland. 30 Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab, sótt 7. desember 2014, 20

21 fyrirtækjum á landinu. Nemendur hafa einnig verið í samstarfi við bændur á Íslandi og þar með nýtt hráefni sem vanalega er hent og þróað í verkefnum sínum í skólanum. 3. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað jafnt í fyrirtækjum, stjórnsýslu og samfélaginu í heild um það hvað hönnun stendur fyrir og þá möguleika sem felast í hönnun. Sköpunarferlið sjálft skiptir ekki síður máli en afrakstur verksins. 31 Mikil vitundarvakning hefur þegar átt sér stað hjá fyrirtækjum og í samfélaginu. Flestir stjórnendur fyrirtækja gera sér grein fyrir því aðhönnun sé mikilvægur þáttur í að ná fram hagnaði, hagræðingu og frama. En þrátt fyrir drög að þessari opinberu hönnunarstefnu, hafa stjórnvöld ekki sýnt jafn mikinn áhuga á því að auka vægi hönnunar á borði og í orði. Í skýrslunni eru fögur fyrirheit, en sem dæmi má nefna að LHÍ var sá háskóli sem fékk mestan niðurskurð fjarmagns til háskóla árið 2014 í nýju fjármálafrumvarpi. Í Hönnunarstefnunni er mikið fjallað um hvernig bæta megi aðgengi grunn- og framhaldsskólanemenda að hönnun og hönnunartengdu efni. Lagt er til að gera það með því að tryggja að í öllum skólum sé tekið mið af hönnunarstefnunni og að fagfólk í hönnun sé í nánu samstarfi við grunn-, framhalds- og háskóla. Ef Hönnunarstefnunni verður fylgt mun hún mögulega stuðla að miklum framförum innan hönnunarfagsins í framtíðinni. Hún mun uppfræða börn fyrr um gildi og mikilvægi hönnunar og jafnvel verða þeim innblástur til að leggja fagið fyrir sig fyrr. Börn og aðrir neytendur gætu orðið meðvitaðari um að hlutir væru hannaðir af ástæðu, ástæðu sem á að gera líf þeirra betra, einfaldara og um leið oft umhverfisvænna. Í stað þess að mata nemendur af verkefnum í smíðatímum, textílmennt og tölvunarfræði yrðu þeir vonandi hvattir til að beita frjórri hugsun. Í stað þess að búa til eitthvað sem kennarinn er búinn að ákveða fyrirfram myndi vera lögð áhersla á að virkja sköpunargáfuna. Þau fengju að leika sér með formið og uppgötva eitthvað nýtt. 4. Framtíðarhorfur Í dag eru margir orðnir svo háðir sumum vörum að fólk getur varla sofið, borðað, farið til vinnu, ferðast um heiminn, hlustað á tónlist eða farið á stefnumót án þeirra. 32 Listinn yfir þá hluti sem nútímamaðurinn notar til að létta sér lífið er ótæmandi. Margir eyða meira að segja meiri tíma með vörum sem þeir kaupa sér, en með fjölskyldunni. 31 Atvinnuvegaráðuneyti, 2013, Hönnunarstefna fyrir Ísland. 32 Arlidge, John, Jonathan Ive Designs tomorrow, Í Sunday Times Magazine, 1. mars 2014, sótt 8. desember 2014, 21

22 Vörurnar sem Jonathan Ive, yfirhönnuður Apple, hefur hannað eru mjög gott dæmi um það. Í viðtali sem Johan Arlidge blaðamaður tók við Ive fyrir tímaritið Sunday Time Magazine, þann 17. mars 2014, talar Ive um hvernig við erum á merkilegum tímamótum í dag, því fjöldinn allur af vörum verði fundinn upp á komandi árum með nýrri tækni og handverki. Hann talar líka um hvernig tæknin hefur bæði heft okkur í að skapa og mun einnig í framtíðinni hjálpa okkur við að skapa. Hann talar um að það séu næstum engin takmörk fyrir því sem við munum geta skapað með henni. Hann vill líka meina að vörur og framleiðsla þeirra sé mögnuð og að til að skilja vöru betur verði maður að vita hvernig hún sé búin til. 33 Hann bendir á mikilvægi þess að hönnuðir hugsi í heilu ferli og byrji ekki á röngum enda, þ.e. útlitinu. Ef maður vill vita um hvað vara á að snúast eða hvernig hún á að vera og virka, þá getur maður ekki ákveðið strax hvernig hún lítur út. Hann talar líka um að mikið af hönnuðum séu farnir að hugsa þannig, það er að segja, að gera sér hugmynd um handverk og framleiðslu áður en þeir hanni vöruna. Ive fjallaði aðeins um hvernig hönnun er kennd á ráðstefnu sem haldin var á London s Design Museum. Þar nefndi hann að flestir hönnuðir sem koma í viðtöl til þeirra hjá Apple kunni ekki að búa til hluti, því í skólum séu verkstæðin dýr en tölvur séu ódýrari. 34 Honum finnst það sorglegt því þá eyða hönnunarnemendur nokkrum árum í að læra að búa til hluti í þrívídd í forriti, en hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eigi að búa þá raunverulega til. 35 Hann vill meina að nemendum hafi verið kennt að nota tölvuforrit til þess að geta látið hluti líta vel út á blaði og þar af leiðandi ekki lært handverkið til þess að búa til sjálfa vöruna. Ive vill meina að stærsta áskorun hönnuða í dag sé sú að þeir þurfi að læra að klúðra hlutunum og byrja svo upp á nýtt. Hlutur getur litið ljómandi vel út í tölvuforriti en verið afskaplega misheppnaður í raunveruleikanum. Það er erfitt að sannreyna gæði hlutar sem er aðeins hugmynd í tölvu, en töluvert auðveldara þegar neytandinn hefur hann fyrir framan sig. Ive leggur mikla áherslu á að gera mistök og byrja upp á nýtt, því það sé með því besta sem hönnuður geti lent í. Margt af því sem Ive leggur áherslu á kemur skýrt fram í stefnu Apple og hugmyndum 33 John Arlidge, Jonathan Ive Designs tomorrow. 34 Design edcuation is tragic, says Jonathan Ive, Í Dezeen Magazine, sótt 8. desember 2014, 35 Dezeen Magazine, 13. Nóvember 2014, Design edcuation is tragic. 22

23 þeirra um hvernig hönnun eigi að vera. Í greininni í Sunday Times-Magazine segir um Ive og Apple: Apple devices provoke such a strong response because they represent something rare, according to Ive who describes them as not just products but "a demonstration against thoughtlessness and carelessness. 36 Þetta vekur upp spurningar um hönnun í dag: eru hönnuðir í dag að búa til hluti sem eiga að ná til fólks með því að sýna fólki hvernig hver hlutur er gerður og eru þeir þá um leið að ná að auka virði hlutarins og ná til fólks? Getur verið að fólk í dag sé meðvitaðra um hvaðan hlutirnir koma, hvort þeir séu fjöldaframleiddir eður ei? Því það virðist vera að verða algengara, allavega í hinum vestræna heimi, að fólk sækist meira í vörur sem hafa sögu og handverk. Fólk vill fá að sjá ferlið og því er farið að þykja vænna um hluti sem gerðir eru í höndunum. Ólíkt því sem fólk sækist eftir í hinum vanþróaðri ríkjum. Þau eru orðin þreytt á því handgerða, því þau eru vön því að hlutirnir séu gerðir í höndunum og vilja fá hið vélræna. Í dag er auðveldara en áður fyrr að nálgast upplýsingar um gerð hluta til dæmis á myndbandasíðum eins og Youtube. Handverkssíður hafa átt góða daga undanfarin ár og sem dæmi þá hefur síðan Etsy.com 7,2 milljón notendur. Á síðustu fimm árum hefur sala á síðunni fimmfaldast. 37 Handverk er orðið mjög aðgengilegt og er iðnaðurinn að þróa nýjar aðferðir á fullu. Hönnuðir eru í miklu samstarfi við vísindamenn og verkfræðinga til þess að finna nýjar aðferðir til að þróa vörur. Vísindamenn sækja mikið til hönnuða til þess að þróa hluti, því vísindamenn nú til dags eru oft orðnir svo sérhæfðir í sinni þekkingu á efnum að þeir eiga erfitt með að sjá hvað þeir geta nýtt hana í. Mikið af vinnu vísindamanna er einungis til á textaformi eða í efnisprufum. Í greininni The future of design: Craft reimagined af vefsíðunni theguardain.com er jafnvel talað um vöruhönnuði sem eru að vinna í hátækniumhverfi sem handverksfólk. Dæmi um þetta er glerhönnuðurinn Matt Durran sem er í samstarfi við 36 John Arlidge, Jonathan Ive Designs tomorrow. 37 Thorpe, Vanessa, No 10 plays its part in sparking revival of British craft and design, Í The Guardian, 26. febrúar 2012, sótt 6. desember 2014, 23

24 Royal Free Hospital í London. Hann hannaði mót til að búa til nef og önnur líffæri. 38 Þessi mót eru hönnuð þannig að þau þola hita vel. Þegar mótin eru hitaþolin geta vísindamenn sett þau í ofn með vökva sem myndar lag af húð sem festist utan um mótið. Þetta samstarf hefur orðið til þess að vísindamenn hafa getað búið til líffæri sem búin eru til úr mótum sem Durran hefur hannað og svo efnablöndu úr bæði manneskjunni og öðrum efnum sem vísindamennirnir hafa þróað. Mynd 11 Mót Matt Durran 38 The future of design: Craft reimagined, The Guardian. 24

25 Niðurstöður Að ofan skrifaði ég um hvernig ég nálgast námið í LHÍ sem nemandi með bakgrunn í handverki. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort hönnun sé einungis hægt að læra í háskólanámi, eða hvort hönnun sé ekki nauðsynlegur eiginleiki alls handverks. Ég hef oft upplifað það í náminu að notast við blöð og netið við að hanna vörur. En gæti Jón Jónsson, ef hann myndi í áraraðir sérhæfa sig í handverki og læra hönnun samkvæmt fyrirmælum af netinu og nota það til þess að búa til vörur, ekki kallað sig hönnuð? Ef ég myndi skrifa um hvernig Jón Jónsson hannaði vöru sem vakti áhuga minn á meðan á námi mínu stóð, þyrfti ég þá að flokka hann sem föndrara? Ég vil meina að neistinn sem liggur að baki allri hönnun fáist ekki lærður í skóla, heldur sé aðeins hægt að hlúa að honum þar. Við lærum vissulega ákveðið stig fagmennsku í náminu, til dæmis að geta rökstutt hvers vegna verk okkar hafa tilgang, og reynum eftir fremsta megni að finna upp nýjar leiðir til að skapa og hanna. Kennararnir hafa gott lag á að egna okkur áfram, vekja okkur til umhugsunar og veita okkur innblástur. En það er erfitt að sjá hvernig hægt er að kenna hönnun, þegar hönnun er í eðli sínu nýsköpun. Eins finnst mér mikilvægt að huga að vægi handverks í hönnun og þá að líta ekki á hönnun sem tilbúna afurð, heldur ferlið í heild sinni. Allir þeir hönnuðir sem ég hef fjallað um hér að ofan, eiga það sameiginlegt að notast við handverk í hönnun sinni og eru þau því að blanda handverki og hönnun saman. Með verkum sínum hafa þau aukið virðið í hlutum sínum með handverki og um leið fengið fólk til þess að skynja hversu órjúfanleg hönnun og handverk eru. Þess vegna trúi ég því að hönnun í framtíðinni verði ákveðin þróun í átt að meiri athygli, henni verði beint að því hvernig hlutirnir urðu til, hvort þeir eru handgerðir, gerðir með vélrænum hætti eða samspil hvoru tveggja. Þannig mun almenningur skilja betur þær vörur sem hann notar og þá verða vörurnar áhugaverðari. Það væri gott ef hönnuðir og handverksfólk á Íslandi tækju höndum saman, og myndu auka virði handverks á Íslandi. Þau gætu gert það með því að nota íslenskt hráefni og hráefni sem hefur verið illa nýtt hér á landi. Það er mín skoðun að með markvissri aðgreiningu sé verið að eyðileggja tækifæri til myndunar bætts og fjölbreytts samfélags og atvinnusköpunar. Öruggt er að hönnuðir og handverksfólk eiga margt sameiginlegt og geta því tvímælalaust lært hvor af öðrum. Þeir hönnuðir sem ég hef fjallað um eiga það sameiginlegt að þeir eru að gera heiminn betri. Þeir starfa 25

26 samkvæmt þeirri trú að handverk og hönnun séu alltaf bundin saman og að þegar einn og sami einstaklingurinn hefur gott vald á báðum þessum hlutum, þá verði til töfrar. Niðurstaða mín er sú að mörk hönnunar og handverks séu eins og sitt hvor hliðin á sama peningnum. Að þessir tveir hlutir geti ekki án hvors annars verið. 26

27 Heimildaskrá Vefheimildir: Arlidge, John, Jonathan Ive Designs tomorrow, Í Sunday Times Magazine, 1. mars 2014, sótt 8. desember 2014, Atvinnuvegaráðuneyti, Hönnunarstefna fyrir Ísland: Hönnun sem drifkraftur til framtíðar, sótt 7. desember 2014, pdf. Burgess, Agnar, Hvað er hönnun?, Í Blaðið, maí 2005, bls 8, sótt 7. desember 2014, a%f0%20er%20h%f6nnun. Design edcuation is tragic, says Jonathan Ive, Í Dezeen Magazine, sótt 8. desember 2014, Dieter Rams Idustrial designer (b1932), Í Vitsæ, sótt 7. desember 2014, Halla Helgadóttir, Íslensk hönnun, handverk og föndur? Í Visir.is, 12. desember 2013, sótt 7. desember 2014, /article/ Mcswiggen, Colin, Designing Culture, Í Jacobin Magazine, Issue 7-8, ágúst 2012, sótt 6. desember 2014, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Fab Lab, sótt 7. desember 2014, SFMOMOA, SFMOMA PRESENTS LESS AND MORE: THE DESIGN ETHOS OF DIETER RAMS, 27. ágúst 2011, sótt 7. desember 2014, E. Sigrún Alba Sigurðardóttir, Hönnunarnám á Íslandi, Í Visir.is, 3. desember 2013, sótt 7. desember 2014, Sunna Sæmundsdóttir, Gerviþarfir ráða kaupunum, Í Mbl.is, 7. desember 2014, sótt 7. desember 2014, The best design of mice and men, Í The Guardian, 27. október 2012, sótt 6. desember 2014, The future of design: Craft reimagined, Í The Guardian, 27. október 2012, sótt 6. desember 2014, Thorpe, Vanessa, No 10 plays its part in sparking revival of British craft and design, Í The Guardian, 26. febrúar 2012, sótt 6. desember 2014, 27

28 Myndaskrá Mynd 1. Art Nouveau Cherry And Walnut, ljósmynd fengin af Custommade, sótt 12. desember 2014, Mynd 2. Arne Jacobsen egg chair 1958, ljómynd fengin af Canvas Knibbdesign, sótt 12. desember 2014, Mynd 3. Alvar Aalto Iittala vase, ljósmynd fengin af Leblogdunejournalistedeco, sótt 12. desember 2014, Mynd 4. Vitsæ 606, ljósmynd fengin af Pinterest, sótt 12. desember 2014, Mynd 5. Apple vs Braun, ljósmynd fengin af Heise, sótt 12. desember 2014, Notebooks-designed/forum /msg /read/ Mynd 6. Antan Alvarez The Thread Wrapping Machine, ljósmynd fengin af Works, sótt 12. desember 2014, Mynd 7. Julia Kubisty, Julia Lohmann seaweed, ljósmynd fengin af This is paper stories, sótt 12. desember 2014, Day-3 Mynd 8. Simon Hasan Crush-Lamp, ljósmynd fengin af Simon hasan, sótt 12. desember 2014, Mynd 9. Brynjar Sigurdarson Tool Light, ljósmynd fengin af La Revue Du Design, sótt 12. desember 2014, Mynd 10. Fab Lab, ljósmynd fengin af Facebook, sótt 12. desember 2014, Mynd 11. Matt Durran mót, ljósmynd fengin af Matt Durran, sótt 12. desember 2014, 28

29 29

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

IKEA og hönnuðurinn. Inga Dóra Jóhannsdóttir

IKEA og hönnuðurinn. Inga Dóra Jóhannsdóttir IKEA og hönnuðurinn Inga Dóra Jóhannsdóttir 2 Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun IKEA og hönnuðurinn Inga Dóra Jóhannsdóttir Leiðbeinandi: Gunnar Hersveinn Sigursteinsson Vor

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Listaháskóli Íslands Hönnun og arkitektrúr Grafísk hönnun Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Leiðbeinandi: Hlynur Helgason Vorönn 2012 Úrdráttur Internetið hefur auðveldað

More information

Design Art: Vöruhönnun á mörkum lista

Design Art: Vöruhönnun á mörkum lista Vöruhönnun Janúar 2009 Design Art: Vöruhönnun á mörkum lista Höfundur Arna Rut Þorleifsdóttir Leiðbeinandi: Tinna Gunnarsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 2 Hönnun á mörkum lista... 3 Design Art... 6 Upphafið...

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012

Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012 Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL Skólinn er með

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Mennta- og menningarráðuneytið

Mennta- og menningarráðuneytið Mennta- og menningarráðuneytið Námsgagnastofnun Sköpunargleði á rætur í eðlislægri forvitni og athafnaþrá. Sköpun felur í sér áskorun, spennu og leit. Sköpun færir sér í nyt eða brýtur hefðbundin mynstur,

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Yfirlitstafla. Háskólinn á Akureyri. Viðskipta- og raunvísindadeild. Námskeið Lokaverkefni Verktími Nóvember Apríl 2009

Yfirlitstafla. Háskólinn á Akureyri. Viðskipta- og raunvísindadeild. Námskeið Lokaverkefni Verktími Nóvember Apríl 2009 Akureyri að Vetri Viðskipta- og raunvísindadeild Markaðsfræði LOK 2106 Akureyri, 24. apríl 2009 Yfirlitstafla Staður Deild Háskólinn á Akureyri Viðskipta- og raunvísindadeild Námskeið Lokaverkefni 2106

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Vörumerkjasamfélag Apple

Vörumerkjasamfélag Apple Vörumerkjasamfélag Apple Neytendur og einkenni B.Sc. í viðskiptafræði Davíð Hansson Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson Apríl 2013 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.Sc.

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

"Það virðast allir vita hvað þeir vilja :

Það virðast allir vita hvað þeir vilja : VIÐSKIPTASVIÐ "Það virðast allir vita hvað þeir vilja : Reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong. Ritgerð til MS gráðu

More information

Markaðsáherslur og markaðshneigð

Markaðsáherslur og markaðshneigð Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, Útgáfa 2004 Markaðsáherslur og markaðshneigð Þórhallur Örn Guðlaugsson. 1 Ágrip Markaðshneigð (e. market orientation) má lýsa sem einkenni á fyrirtækjamenningu, sem

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information