Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012

Size: px
Start display at page:

Download "Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012"

Transcription

1 Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Snorri Páll Sigurðsson og Tómas Björnsson Exchange semester: Spring, 2012 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL Skólinn er með þrjár aðalbyggingar sem eru hver annari flottari. Aðalbyggingin var sú bygging sem við vorum mest í og okkur líkaði best við hana. Skólinn er með fremri viðskiptaháskólum í Evrópu og augljóst er að mikið er lagt upp úr faglegum vinnubrögðum og topp starfsfólki. Í skólanum eru mörg þúsund nemendur og skiptinemarnir telja nokkur hundruð á hverri önn. Kerfið hér í Danmörku er ólíkt því sem þekkist heima þar sem engin verkefni gilda til lokaeinkunnar heldur aðeins 100% lokapróf og oftar en ekki er því skipt í skriflegan og munnlegan hluta. II PRACTICAL INFORMATION Þegar við mættum hérna til Kaupmannahafnar tók á móti okkur buddy-inn okkar og hann var með allt sem við þurftum til að byrja með. Þar af leiðandi voru engin vandamál við komuna. Academic Calendar Við mættum hingað 22.janúar, degi fyrir kynningarvikuna. Við vorum ekkert sérstaklega hrifnir af prógramminu sem var sett upp fyrir okkur af því leyti að nemendur eru nokkurn veginn neyddir til að mæta í þessa kynningarviku að Tómasar mati er fáránlegt af því að við erum öll fullorðið fólk. Skólinn byrjaði síðan 1.febrúar og þegar þessi skýrsla er skrifuð þann 15.maí eru enn þrjár vikur eftir af kennslu. Kerfið hérna er eins og áður sagði öðruvísi en heima fyrir og prófum er dreift yfir svokölluð tímabil. Árinu er skipt niður í fjögur tímabil og eftir áramót eru tímabil 3 og 4. Í lok hvers tímabils er síðan prófatörn úr þeim áföngum sem að nemendur eru í á þeim tíma. Reception Móttakan hér í CBS er með ólíkindum góð og þjónusta við nemendur að langflestu leyti til fyrirmyndar. Að HR ólöstuðum er það kannski eitthvað sem mætti skoða. Allt var mjög vel skipulagt og mjög vel haldið utan um skiptinema. Í CBS er starfrækt svokallað Exchange crew sem samanstendur af tugum nemenda sem leggjast á eitt á að gera dvöl skiptinema hér í Danmörku sem skemmtilegasta og auðveldasta. Housing Við sóttum um að fá úthlutað íbúðum á colleginu hjá CBS og fengum úthlutað íbúð á efstu hæð í Porcelænshaven í Frederiksberg sem er mest kílómetra frá öllum byggingum. Hvað sem að því líður er þessi gisting óviðunandi að því leyti að verðið sem er gefið upp er ekki í neinum takt við aðbúnað. Langt er síðan herbergin hafa verið endurnýjuð og greinilega mikið notuð eins og má sjá á flestum eldhúsáhöldum og fleiru. Baðaðstaðan var langt fyrir neðan væntingar og var ekkert heitt vatn í íbúðinni fyrstu 2 vikurnar eða svo en þá voru -12 gráður úti að meðaltali. Internetið var ekki upp á marga fiska til að byrja með en eftir sífelldar kvartanir nemenda endurnýjuðu eigendur netið og var það aðeins betra fyrir vikið. Það er eiginlega til skammar af svona flottum og virtum skóla að leyfa sér að rukka himinhátt verð fyrir eitthvað sem stendur engan veginn undir væntingum. Það skal samt tekið fram að þetta er örugglega skásta colleg-ið sem að CBS býður upp á þar sem að við erum t.d. með sér salernisaðstöðu og eldunaraðstöðu. Heilt yfir litið þá ráðleggjum við tilvonandi skiptinemum í CBS að leita sér að eigin húsnæði þar sem að þeir fá miklu meira fyrir peninginn heldur en ef að leitað er að húsnæði í gegnum skólann. Costs Eins og áður hefur verið tekið fram þá var leigan himinhá miðað við aðstöðu eða um íslenskar krónur á mánuði á mann. Bækur eru svipað dýrar og heima sem er í raun ótrúlegt

2 miðað við gengi íslensku krónunnar. Sömu sögu má segja um almennt verðlag s.s. mat og aðrar neysluvörur. The International Office Já það er alþjóðaskrifstofa í CBS og er hún staðsett í Dalgas Have sem er ein af byggingum skólans. Þau halda utan um skiptinema að öllu leyti og ef vandamál koma upp getur maður leitað til þeirra auk þess sem þau eru vikulega í sambandi við alla skiptinema þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar koma fram. Exchange promotion Ekki neitt af því sem við gerðum á við hér. Social Activities Samstarf við aðra nemendur hefur verið gott og ekkert út á það að setja. Hins vegar höfum við ekki verið mikið að leitast eftir tengslum við aðra skiptinema sérstaklega þar sem að þeir margir hverjir hafa töluvert aðrar áherslur á dvöl þeirra hérna en við þar sem við komum hingað til að læra en flestir til að skemmta sér. Skiptinemar eru ekki hluti af stúdentasamtökunum hér svo við vitum til. Nokkrar ferðir eru haldnar fyrir skiptinema s.s. ferð til Osló og ferð til Berlín en við fórum ekki í þær ferðir. Skólinn er mjög góður og ekkert út á hann að setja en það verður að segjast að meiri tími fer til spillis t.d. þegar þessi skýrsla er skrifuð eru þrjár vikur í síðasta próf en ekki nema tvær kennslustundir eftir. Culture and Language Í Danmörku tala allir ensku sem við höfum verið í samskiptum við svo að við höfum ekki lent í neinum tungumálaörðugleikum. Danmörk er ókunn fáum Íslendingum og Kaupmannahöfn er auðveld að skoða og upplifa þar sem að almenningssamgöngur eru mjög góðar en auðvitað eru þær ekki fyrir alla. Cultural and Social Effects from the Exchange Experience Sumir eru fæddir skiptinemar ef svo mætti segja. Óhætt er að fullyrða að hvorugur okkar er hluti af þeim hóp. Eftir að hafa búið á fimmta mánuð erlendis er alveg ljóst að dvöl erlendis gerir öllum gott þó svo að aðstæðurnar geti oft gert manni erfitt fyrir og heimþráin komi fram öðru hverju þá er aðalpunkturinn sá að þó að allt sé ömurlegt allan tímann þá kemur maður alltaf betri út úr því en áður en maður flytur út. Við teljum að þessi reynsla muni koma að góðum notum þegar sótt er um starf þar sem oft er litið á það sem fólk gerir öðruvísi þegar ráðið er í störf. Copenhagen Business School er eftir því sem við komumst næst töluvert virtur á heimsvísu. III ACADEMIC INFORMATION The Teaching situation Kennsla fer öll fram á ensku í þeim námskeiðum sem við völdum. Sumir af þeim kennurum, tveir í okkar tilviki, sem fengnir eru til að kenna á ensku er sjálfir af erlendu bergi brotnir og tala óskýrt og oft óskiljanlega þó að orðaforðinn sé til staðar. Við teljum okkur ekki hafa nægan samanburð á náminu hérna og heima þar sem að við erum skiptinemar. Skiptinemar almennt hafa ekki af því sama að keppa og heima og því er álagið sjálfkrafa minna. Kennsluaðferðirnirar eru mismunandi eftir um hvaða námskeið er verið að tala um. Sum námskeið eru að mestu leyti með kenningar en aðrir eru meira praktískir. Það fer einnig eftir námskeiðum hvað kennararnir leggja upp með. Það eru kennslustundir í öllum námskeiðunum, sumir nota case og flestir nota hópavinnu. Námskeiðin eru þar af leiðandi blanda af þessu öllu saman. Þar sem engin verkefni eru lögð fyrir sem gilda til einkunnar yfir önnina er work-loadið rosalega ójafnt hérna í Danmörku og eiginlega einungis í prófatörn en þess má geta að prófatörnin eru lengri en heima þar sem að prófatörnin samanstanda bæði af skriflegum verkefnum, munnlegum prófum og skriflegum lokaprófum. Required Literature Já allt kennt á ensku. Frekar krefjandi námsefni og mikil enskukunnátta nauðsynleg. Það þarf að hafa grunnkunnáttu í viðskiptafræði til að geta staðist námskeiðin sem við völdum.

3 Prófin eru byggð bæði á kennslustundum og bókunum og námsefninu sem sett er fyrir í kennsluskránni. Bókunum er ætlað að gefa heildarsýn á áfanga frekar en ítarlegar upplýsingar. Exams Eins og áður hefur komið fram þá eru bæði skrifleg verkefni, munnleg lokapróf og skrifleg lokapróf. Þú þarft að skora um það bil 50% til að ná prófinu. Other Já það er auðvelt að komast inn á bókasafnið en við höfum aldrei tekið bók á safninu svo að við vitum ekki hvernig það gengur fyrir sig. Þú notar notendanafnið þitt og lykilorðið þitt sem þú færð til að skrá þig inn á netfangið þitt til að komast inn í tölvurnar í skólanum. Description of Courses Example: Course name: Prereq. Exam Major at RU Approved as Issues in International Finance Skriflegt Fjármálamarkaðir International Business Strategy Munnlegt+ritgerð Alþjóðaviðskipti Human Resource Management Skriflegt Mannauðsstjórnun Strategic Management Munnlegt+ritgerð Stefnumótun.. Please fill in all the courses you have taken Any other experiences: Names and s: Snorri Páll Sigurðsson Tómas Björnsson

4 Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Ragnhildur Halla Bjarnadóttir Exchange semester: Spring, 2010 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. The school has at least four buildings. It was a little bit difficult to learn my way around the buildings and rooms. 2. The lecture rooms were of high quality and the library too. It was often difficult to get a place to study between lectures. 3. Student population in 2009 was and exchange students were approximately The study structure was similar between courses, lectures once a week and one final exam at the end. Except for one course which had group working and projects to be solved in groups. II PRACTICAL INFORMATION Information before you left I received the information package in November There were no problems. Visa Procedure and travel experiences There were no problems with Visa procedures and travel expenses. Visa did not cost anything and I ordered our tickets through the internet. Academic Calendar My arrival date was on the 15 th of December. I moved with my husband and two children. I did not attend introductory week which was in January because my younger daughter did not start kindergarten until the 1 st of February. The semester started in the 3 rd of February and the last day of lectures was on the 4 th of Mai. Examination period was from the 7 th of May until the 18 th of May. There was one visit to the Central Bank of Denmark in April. Reception The reception was good and the staff there was very helpful. Administration and faculty was well prepared and the schools students participated in the reception of the exchange students. Housing I found my own housing and did not ask for any support from the school regarding housing arrangements. Costs Most expenses were rent, kindergarten cost and music school for my daughters. Books were also expensive. The International Office There is an international office. My experience was very good. My main contacts were Niels Henrik Larsen which is responsible for incoming exchange students. I received all relevant information. Exchange promotion I was in group work with students from Hong Kong that were interested in Iceland and I showed them pictures and encouraged them to visit Iceland during their stay in Denmark. Social Activities

5 I got to know a few students. But due to age difference I was not very much in contact with them outside school. I studied with one student before the exam. The relationship among the exchange students was good. I don t know if there was a student organization and if exchange students were a part of it. There were a lot of activity, travel tours and gatherings for exchange students. It was very interesting and I liked the things I attended a lot. Culture and Language I did not have any language problems. All staff spoke fluent English. Denmark has a lot of possibilities for travelers and temporary exchange students to experience the country and its culture. Cultural and Social Effects from the Exchange Experience The exchange experience helped me a lot to get to know students culture across borders. I got to know how students study and the difference between the norm which is in my home university and other universities. Socially I find myself stronger, it takes a lot to be alone in a foreign school and have to take the effort to get to know people from all over the world. I think it will help me a lot on future career possibilities. I find myself much stronger in speaking English and participating in both academic and non-academic discussions. III ACADEMIC INFORMATION The Teaching situation The courses were thought in English and there were not any problems. The level of study is good. The teaching is primarily theoretical and focuses more on reading textbook and academic articles rather then solving problems and cases. There were difference between professors on focusing on group work and solving cases, some were very much into that but others mostly focused on the text books. The workload is less on the semester, but gets very heavy at the end because final exam is always 100% of the final grade. The relationship between faculty and students was good. There were not much relationship between students in the classroom. Required Literature All literature is in English. The level of literature is good, often provides deeper knowledge. Exams were based on the literature. Exams I had two written exams open book and one oral exam with 20 minutes prepare time. To pass the exam students had to show less than fair knowledge on the subjects and also some command of relevant material or weaknesses. Other There was good access to the library and resources. Computer access is good. IT is not very much used in teaching and distribution of information is not using IT much. Example: Course name: Prereq. Exam Major at RU Approved as (Common/elective/extra) Issues in Macro- International Finance Economics Written Finance Elective Management Accounting Oral Finance Elective accounting and control systems International None Written None Common Management.. Ragnhildur Halla Bjarnadóttir, hallabjarna@hotmail.com og rabj09ab@students.cbs.dk

6 Name of the University: Copenhagen Business School Names of the students: Guðrún Þorsteinsdóttir og Ragna Sveinsdóttir Exchange semester: Haustönn 2009 og vorönn 2010 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL Describe the school and its surroundings very short Mjög flottur skóli, nútímalegur og í tengslum við atvinnulífið. Kennsla fer fram í fjórum byggingum sem allar eru í göngufæri frá hver annarri. Metro-stöðvar nálægt skólanum þannig að það er auðvelt og fljótlegt að komast í skólann ef maður er ekki á hjóli. Mjög mikið háskólasamfélag og góður andi í skólanum og þrátt fyrir stærð er þjónusta við nemendur nokkuð góð. Current faculty divisions and special areas. Skólinn býður upp á BS, BA, masters- og doktorsnám á ensku og dönsku. Aðaláherslan er lögð á viðskiptatengt nám en síðan er hægt að blanda ýmsu við það eins og t.d. stjórnmálum, tungumálum, alþjóðafræði og tölvunarfræði. Boðið er upp á 7 BS-prógrömm og 14 masters prógrömm á ensku ásamt MBA og doktorsnámi. Number of students - graduate and undergraduate number of exchange students Ca nemendur í skólanum. Á haustönn voru um 800 skiptinemar en ekki nema í kringum 300 á vorönn. Study structure Haustönn hefst í byrjun sept. og stendur fram í des. Vorönn hefst í byrjun feb. og lýkur í lok maí/miðjan júní (fer eftir deildum). Í sumum deildum er önninni skipt upp í tvennt þannig að fagið er kennt á 6-7 vikum og síðan próf. Þetta er mjög misjafnt eftir deildum en valfögin eru í flestum tilfellum kennd yfir alla önnina. Lítið um verkefnavinnu yfir önnina. Mest bara lestur fyrir tíma og síðan lokapróf eða lokaverkefni. Í CBS gilda lokaprófin 100% (a.m.k. í öllum þeim fögum sem við tókum). Í sumum tilfellum þarf þó að skila verkefni/-um yfir önnina til að fá próftökurétt og lágmarksmætingar er krafist í sumum (en örfáum) fögum til að fá að taka lokapróf. II Practical Information Information before you left When did you receive the information package from the University? Í byrjun maí fyrir haustönnina. Any difficulties? Nei, þetta gekk bara allt vel fyrir sig. Upplýsingaflæði frá skólanum áður en við fórum út var mjög gott. Visa Procedure and travel experiences What problems, if any did you encounter? Engin vandamál. Does the visa cost anything? Þurftum ekki visa. How did you order your ticket any problems? Pöntuðum bara flugmiða á netinu hjá Icelandair. Academic Calendar Arrival date introductory week Haustönn: 17. ágúst. Kynningarvikan hófst síðan 25. ágúst. Vorönn: 25. janúar. Þurftum ekki að taka þátt í kynningarvikunni. First day of the semester? Haustönn: 24. ágúst.

7 Vorönn: 1. febrúar Last day of classes? Haustönn: Síðasti tími 6. des. en próf til 14. des. Vorönn: Síðasti tími 6. maí en próf og verkefni til 27. maí Examination period? Haustönn: Tókum eitt lokapróf/-verkefni október en hin þrjú 1., 8. og 14. desember. Vorönn: Tókum eitt lokapróf 18. mars en hin þrjú á tímabilinu maí. Any special events? Haustfrí á haustönn október og síðan páskafrí á vorönn. Reception How was the reception at the school? Góð móttaka. Vorum búnar að fá úthlutuðum buddy áður en við komum út. Hann bauðst til að sækja okkur á flugvöllinn og aðstoða okkur fyrstu dagana. Við þurftum þó ekki á því að halda. Kynningarvikan var líka fín. Farið í gegnum allt það helsta og reynt að þétta hópinn. Fólkið á alþjóðaskrifstofunni var síðan mjög hjálpleg ef við þurftum að skipta um fög eða ef það var eitthvert vesen. Was the administration and faculty well prepared for your arrival? Já, starfsfólkið var vel undirbúið og í flestum tilfellum tilbúið að hjálpa. Did the school s students participate in the reception of the exchange students? Já, töluvert af buddyum sem héldu utan um kynningarvikuna og voru skiptinemum innan handar fyrstu vikuna. Housing Did you have housing at your disposal or did you have to find your own housing? CBS býður upp á að finna húsnæði fyrir skiptinema, oftast á kollegi en við ákváðum að finna íbúð fyrir okkur sjálfar. What support did you receive from the school in locating housing? Það var stuðningur í boði sem fólst í því að finna samastað fyrir fólk. Við nýttum okkur hann bara ekki. Any special issues or good ideas for prospective students? Ef fólk ætlar að finna sér íbúð á eigin spýtur þá getur það stundum tekið tíma. Það getur verið erfitt að fá íbúð á góðum stað og fínu verði. Einnig mælum við með því að finna sér íbúð í hjólafæri við skólann. Það getur verið mjög dýrt að taka lestina í skólann á hverjum degi og við mælum frekar með því að borga meira í leigu og vera nær skólanum. Costs Describe the most important expenses such as rent, books, food, etc. Leiga er langstærsti útgjaldaliðurinn. Við vorum að borga tæplega á mánuði per mann í leigu. Oft erfitt að fá húsnæði með húsgögnum í svona stuttan tíma á minna verði en það er þó örugglega hægt. Skólabækur kostuðu líka sitt. Keyptum okkar bækur á Amazon. Það var ódýrara en að kaupa í bókabúðinni í skólanum. Nauðsynlegt að kaupa bækurnar í flest öllum fögum. Það að kaupa í matinn í Danmörku er bara mjög svipað og á Íslandi. Þarf alls ekkert að vera dýrt ef maður er duglegur að versla í lágvöruverslunum. Hins vegar er þetta fljótt að koma ef maður er alltaf að kaupa sér tilbúinn mat og fara út að borða. Komumst vel af á námslánum og Erasmus styrknum. Vorum nokkuð duglegar að ferðast og gerðum nánast allt það sem okkur langaði til að gera. The International Office

8 Is there an international office? Já. Who is responsible for incoming exchange students? Alþjóðaskrifstofan sér um skiptinema. Vorum í mestum samskiptum við Lotte og Anette. How does the international office function? Opin frá 9-12 og á hverjum degi. Hægt að koma við og tala við starfsfólk ef eitthvað vantaði eða senda tölvupóst. Fengum svör við þeim mjög fljótt. Einnig átti hver og einn skiptinemi sitt hólf á alþjóðaskrifstofunni þar sem við fengum stundum einhverjar tilkynningar og annað slíkt. Do you receive all relevant information? Já. Exchange promotion What kind of activity did you take part in to promote exchange to Iceland at your exchange university? Á haustönn var alþjóðadagur í byrjun október þar sem fulltrúar frá öllum skiptiskólunum voru með kynningarborð fyrir sinn skóla. Við vorum þar sem kynningu um HR, námið og félagslíf. Tókst bara nokkuð vel til þó svo að það hafi ekki verið nein sérstök mæting af hálfu CBS nema. Það var engin bein kynning á skiptinámi fyrir CBS nemendur á vorönn. Social Activities How is your relationship with other students? Hefði mátt vera betra við nemendur sem voru í sömu fögum og við. Vorum kannski ekkert mikið að leita eftir því. Það voru rosalega margir sem við þekkjum að læra í CBS á þessum tíma og því vorum við í meira sambandi við þá. How is the relationship among the exchange students? Samskiptin milli skiptinema voru bara fín. Mikil stemming sem myndaðist fyrstu vikurnar. Við hefðum örugglega blandast meira þessu fólki ef við hefðum búið á kollegi. Is there a student organization, and if so, are the exchange students part of it? Já, það eru einhvers konar stúdentasamtök sem hjá mest bara um hagsmuni nemenda og þess háttar. Það tíðast ekki að fara í vísindaferðir eða annað slíkt líkt og í HR en hins vegar er bar í skólanum þar sem myndast oft mjög góð stemming og góður skólaandi. Are there any special activities and gatherings for exchange students? Já, kynningarvikan og síðan var alltaf mánaðarlega eitthvað í gangi meðal skiptinema sem var skipulagt af skólanum. Einnig voru skipulagðar ferðir til Berlínar, Osló og Rússlands á vegum skólans. Fengum fréttabréf frá alþjóðasviðinu einu sinni í mánuði þar sem upplýsingar um uppákomur á vegum skólans/alþjóðasviðs voru auglýstar. How do you like it at the school? Okkur líkaði bara mjög vel við skólann. Mun stærra háskólasamfélag en í HR og kannski ekki alveg jafn persónulegur skóli sökum stærðarinnar en þó fengum við alltaf hjálp þegar leitað var eftir henni. Á heildina litið mjög skemmtilegur tími sem við lærðum mjög mikið af. Mjög gott að komast í annað umhverfi, þurfa að standa á eigin fótum og fá að upplifa eitthvað nýtt. Culture and Language Do you have any language problems with the faculty or other students? Engin vandamál með tungumál. Starfsmenn skólans og nemendur eru allir mjög færir í ensku og jákvæðir gagnvart útlendingum sem reyna að koma sínu til skila á dönsku. How are the possibilities to experience the country and the culture? Möguleikarnir eru miklir og ef til vill meiri fyrir nemendur frá Norðurlöndunum. En það er mjög auðvelt að festast með samlöndum sínum og því möguleiki að komast ekkert inn í danska

9 menningu. Það eru sérstaklega margir Íslendingar í Kaupmannahöfn og því ekkert vandamál að hitta samlanda sína á hverju horni. Cultural and Social Effects from the Exchange Experience How do you think the exchange experience will affect you from a cultural and social point of view? Skiptinemareynslan gerir mann opnari fyrir mismunandi menningarheimum og að skilningsríkari einstakling. Maður lærir að standa á eigin fótum og að takast á við erfiðar aðstæður upp á eigin spýtur. Eftir þetta ár teljum við nauðsynlegt fyrir alla að fara a.m.k eina önn í annað land, upplifa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. How. do you think the exchange experience influences your future career possibilities? Já, ég tel að skiptinemareynsla sýni fram á sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga. Það eru kostir sem fyrirtæki leita að hjá umsækjendum. Einnig það að fara í framhaldsnám erlendis að loknu BS og III ACADEMIC INFORMATION The Teaching situation In which language are the courses taught? Any problems? Kennsla fer fram á ensku. How would you evaluate the level of study in relationship to the level at RU? Mjög svipað að okkar mati. Is the teaching primarily practical or theoretical? Bland af hvoru tveggja. Kúrsarnir sem við tókum voru að mestu fræðilegir en efnið var alltaf tengt við raundæmi og atvinnulífið. Are the professors using cases, group work or lectures (or a mix)? Blandað. Kennslan er þannig (í flestum tilvikum) að kennarinn er með fyrirlestra en síðan þurfa nemendur að vinna utan kennslu í hópverkefnum, kynningum og case-um (sem gilda reyndar ekki neitt). How is the workload compared to that at RU? Ekki eins mikið álag yfir önnina eins og í HR. Álagið er mest í lok áfangans. Ekki eins mikið um verkefnavinnu og miðannapróf í CBS. Lokaprófin sem við tókum giltu öll 100%. How is the relationship between faculty and students? Getum ekki sagt að það hafi verið mikið. Gátum þó fengið allar upplýsingar sem okkur vantaði þegar leitað var eftir þeim. What is the relationship between the students in the classroom? Mismunandi eftir kúrsum. Við tókum kúrsa úr mörgum deildum og vorum þar að leiðandi aldrei með sama fólkinu í tíma. Í kúrsum sem voru ekki valfög hjá venjulegum nemendum í CBS var oft góður andi og greinilegt að nemendurnir þekktust vel annað en í valfögunum. Þar þekktist fólk minna þar sem það kom úr öllum áttum, en hins vegar tengdumst við meira fólki í þeim fögum. Required Literature Is the literature in English? Já, allar bækur á ensku. How do you estimate the level of the literature? Gott. Á sama stigi og í HR. Is the literature used for detailed knowledge or a broad overview? Bæði og.

10 Is exam based on the literature or on the lectures? Fyrilestrarnir eru byggðir á námsbókinni/-unum og þar að leiðandi eru prófin byggð á hvoru tveggja. Exams What types of exams were you given? Skrifleg 4 klst. próf, tveggja daga heimapróf, tveggja vikna heimapróf og munnlegt próf. What knowledge level was required to pass the exams? Til að standast próf þarf að ná 50% í hverju prófi. Other Do students have easy access to the library and it s resources? Já, mjög gott aðgengi. Gagnagrunnur stærri en í HR. How is the access to the computers? Gott aðgengi að tölvum í skólanum. How is IT used in the teaching or as a distributor of information? Innra netið hjá CBS er mjög flókið. Þetta eru tvö innri net, E-campus og SiteScape. Á SiteScape er allt kennsluefni aðgengilegt og á E-Campus er tímataflan og upplýsingar um próf og annað slíkt. Fyrir skiptinema er þessi innri net mun flóknari en fyrir venjulega nemendur því skiptinemar eru mögulega búnir að velja sér fög sem eru á fleiri en einni braut. Það tekur því skiptinema mun lengri tíma en aðra nemendur að finna það sem þeir eru að leita eftir hverju sinni. Í hverju skrefi þarf maður að skrá sig aftur inn með lykilorði. Þetta er mjög tímafrekt en IT starfsmenn skólans eru að leita leiða til þess að betrumbæta kerfið. Description of Courses Please list all the courses you are taking in the form below: Name and code of the course Prerequisites, if any Exam form Comments: Relevance, Difficult/easy, Practical/theoretical, Enrolment problems Example: Course name: Prereq. Exam Major at RU Approved as (Common/elective/extra) Haustönn 2009: International Business Environm. None 24 klst. heimapróf Alþjóðaviðskipti Common Human Resource Management None Skriflegt 4 klst. Mannauðsstjórnun Common Statistics None Skriflegt 4 klst. Tölfræði Bomman Logistics and transportation None Skriflegt 4 klst Vörustjórnun Common Vorönn 2010: Strategic Management None Ritgerð+munnlegt Stefnumótun Common Intercultural Bus. Communication None Skriflegt heimapróf Valfag elective English Skills for Bus. Students None Skriflegt 4 klst. Valfag elective Management of culture, leisure and Sport None Skriflegt 4 klst. Valfag elective.. Any other experiences: Kaupmannahöfn er mjög skemmtileg borg og nóg um að vera, því um að gera að nýta aðstöðuna og fara á tónleika og aðra viðburði á meðan dvölinni stendur. Einnig er mun ódýrara en á Íslandi að ferðast milli landa þegar maður er kominn svona nálægt meginlandi Evrópu og því fleiri tækifæri á helgarferðum til nálægra borga. Names and s: Guðrún Þorsteinsdóttir: Ragna Sveinsdóttir: gudrunt08@ru.is ragna08@ru.is

11 Student report Copenhagen business school Katrín Ýr Sigurðardóttir Haust 2009 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL Copenhagen Business School (CBS) er sérhæfður viðskiptaháskóli, nýlega kosinn sá þriðji besti í heimi af Eduniversal, á eftir Harvard Business School og London Business School. CBS býður upp á þrenns konar nám: Grunnnám í viðskiptafræði þar sem nemendur velja sér ákveðna áherslu strax. Kennt á dönsku og/eða á ensku. 3 ára nám. Meistaranám í sérhæfðum greinum innan viðskiptafræðinnar, sum hver á dönsku en flest eru kennd á ensku. 2 ára nám. Doktorsnám Þá má taka það fram að CBS byrjaði nýlega að kenna tvö Elite meistaranám, annarsvegar í fjármálum og hagfræði og hins vegar í hagfræði, lögfræði og stjórnun. CBS starfrækir einnig sumarskóla. Nemendur í CBS eru um , þar af eru um 800 skiptinemar skráðir á haustönn Flestir skiptinemanna koma frá Asíu og Bandaríkjunum. CBS leggur mikla áherslu á að vera alþjóðavæddur stöðugt lærandi háskóli með mikla tengingu við atvinnulífið. Nú þegar eru um 25 fyrirtæki í samstarfi við CBS. Meðal þeirra eru fyrirtæki eins og Nordea, KPMG, Deloitte, Dong energy og British American tobacco. Flestir nemendur CBS enda hjá einhverju af þessum samstarfsfyrirtækjum af námi loknu. Nýlega tók nýr rektor til starfa hjá CBS. Hann heitir Johan Roos. Með nýjum rektor komu nýjar áherslur og eru ný gildi CBS eftirfarandi: Dedicated to Relevance Creating Distinctiveness Committed to Excellence Rewarding Imagination Join Us! CBS er staðsettur í Frederiksberg hverfi í Kaupmannahöfn. Skólinn er með aðstöðu í fjórum megin byggingum en er einnig með starfsemi í nokkrum minni byggingum. Þessar helstu fjórar eru: Solbjerg plads: Aðalbygging CBS. Skrifstofur, fyrirlestrasalir, risastórt mötuneyti (bestu beyglur Kaupmannahafnar) og frábært bókasafn með góðri lesaðstöðu að ógleymdum Nexus, stúdentabarnum. Næsta metro stöð er Frederiksberg st. Kilen: Tvímælalaust flottasta bygging CBS. Algört listaverk. Hópavinnuaðstaða og fyrirlestrasalir. Lítið mötuneyti. Næsta metro stöð er Fasanvej st. (eða örstutt ganga frá Frederiksberg st. og Solbjerg plads) Porcelænshaven: Óskiljanlegasta bygging CBS. Var einu sinni postulínsverksmiðja. Kennslustofur, alþjóðaskrifstofan, lítið mötuneyti og rannsóknarsetur svo eitthvað sé nefnt. Næsta metro stöð er Fasanvej st. Dalgas have: Hvíta musterið. Speglast öll. Gosbrunnur á miðju gólfi sem er mjög auðvelt að stíga óvart ofan í. Fyrirlestrarsalir, kennslustofur, lítið bókasafn og mötuneyti. Næsta metro stöð er Lindevang st. Það er líkamsræktaraðstaða í öllum byggingunum sem þú getur keypt aðgang að á góðu verði. CBS er með góða þjónustu fyrir nemendur svo sem námsráðgjöf og atvinnuþjónustu. Fólkið sem vinnur á Alþjóðaskrifstofunni er mjög hjálpsamt og hefur reynst mjög vel. Opnunartíminn á skrifstofunni þeirra mætti þó vera lengri, sérstaklega þar sem þau biðja alltaf um allar upplýsingar svo sem um dönsku kennitöluna þína, breytingu á heimilisfangi, skráningu í próf o.s.frv. skriflega en taka ekki við þeim í gegnum tölvupóst. Bókasafnið er opið alla daga en hefur takmarkaðan opnunartíma. Opnar kl. 8 og lokar kl. 23 á virkum dögum. Enginn sólarhringsaðgangur eins og í HR.

12 II PRACTICAL INFORMATION Alþjóðaskrifstofa CBS sendi mér póst um tveimur mánuðum áður en ég kom til Kaupmannahafnar. Pósturinn innihélt allar þær upplýsingar sem ég þurfti um CBS og Kaupmannahöfn. Vel gert. Ég keypti flugmiða fram og tilbaka með um tveggja mánaða fyrirvara. Til Kaupmannahafnar 19. ágúst 2009 og til Íslands 22. desember Ástæðan fyrir því að ég valdi 22.desember var að prófatímabil CBS er frá lok nóvember til 21.desember. Fyrsti dagur annarinnar var mánudagurinn 31.ágúst 2009, það er vika 36 í árinu. Danska skólakerfið er skipulagt í vikutalningum en ekki í nákvæmum dagsetningum. Til dæmis var stundataflan mín mismunandi eftir vikum og þarf því að skoða í hverri viku stundatöfluna því hún gæti hafa breyst. Vetrarfríið var svo í viku 42 og kom þar yndislegt 10 daga frí. Kynningarvika fyrir skiptinemana 800 var haldin í viku 35, það er ágúst Dagskráin hljómaði mjög skemmtilega og skráði ég mig því í hana þrátt fyrir að Danirnir rukkuðu litlar 350 danskar fyrir kvöldskemmtanirnar. Þessum peningum var ekki vel varið að mínu mati og hefði margt mátt gera mun betur. Helsta markmið kynningarvikunnar var að láta fólk kynnast en þar sem kvölddagskráin var byggð þannig upp að við vorum alltaf að hitta nýtt og nýtt fólk náði maður aldrei að mynda almennileg tengsl við nokkra ákveðna aðila heldur myndaði maður lausleg tengsl við marga aðila. Kynningarvikunni lauk með hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Porcelænshaven. Við mætingu dró maður sætisnúmer úr hatti sem varð til þess að maður átti að eyða kvöldinu enn og aftur með nýjum andlitum. Ég er að eðlisfari mannblendin og finnst gaman að kynnast nýju fólki en þetta var fullmikið af hinu góða. Flestum þeim, sem ég kynntist í skiptináminu í haust, kynntist ég ekki í kynningarvikunni heldur í fögunum sem ég var í. Dagskráin var hins vegar mjög fín. Að mínu mati tók starfsfólk skólans mjög vel á móti okkur, var vel undirbúið og gat svarað öllum spurningum. Við fengum leiðsögn um Kaupmannahöfn þar sem farið var með okkur hinn týpíska túristahring um miðbæinn. Einnig fengum við leiðsögn um skólasvæðið og kennslu á upplýsingakerfin. Síðasta daginn komu svo nemendur CBS og töluðu við okkur um hvað væri skemmtilegt að nýta frítímann sinn í, hvar væri ódýrt að versla og hvar væri best að fara út að borða og skemmta sér. Það var mjög sniðugt. Við fengum gefins startpakka við komuna í skólann sem innihélt kort af Kaupmannahöfn og kort af skólasvæðinu, aðrar upplýsingar og símanúmer með startinneign frá símafyrirtækinu Lebara. Húsnæði: Ég flutti út til Kaupmannhafnar ásamt kærastanum mínum sem var að byrja í meistaranám í verkfræði í DTU. Við ákváðum því að leigja okkur saman íbúð. Við enduðum á að leigja 2 herbergja íbúð af íslensku pari sem var sjálft á leið í skiptinám í Austurríki eina önn. Húsaleigan er dkk á mánuði með allt innifalið (húsgögn, hiti, rafmagn, vatn, internet, líkamsræktaraðstaða). Íbúðin er staðsett í Christianshavn og tekur það um mínútur fyrir mig að hjóla í skólann en einungis 10 mínútur að fara með metro sem fer beinustu leið frá Christianshavn st. til Frederiksberg. Ég veit til þess að alþjóðaskrifstofan í CBS hjálpar þeim skiptinemum sem vilja með að útvega sér húsnæði, þá oftast á stúdentagörðum. Ég myndi mæla með því að þeir sem færu í skiptinám í CBS nýttu sér þennan möguleika og byggju á stúdentagörðum. Það er í fyrsta lagi mun ódýrara en almenni leigumarkaðurinn en einnig gefur þetta þér tækifæri á að kynnast mun fleiri skiptinemum. Ég fann að ég varð dálítið utangarðs því ég bjó ekki á neinum stúdentagarði með hinum skiptinemunum. Þeir kynntust flestir vinum sínum þar og héldu svakalegustu partýin. Ég kannaði þennan möguleika áður en ég fór út en þar sem ég gat ekki búið þar með kærastanum þá ákváðum við að fara á almenna leigumarkaðinn. Erasmus starf: Kynningardagur CBS á skiptinámi fór fram í byrjun október þar sem ég og hinar íslensku stelpurnar ásamt Mark sem var skiptinemi í HR haustið 2008 kynntum Háskólann í Reykjavík. Kynningin var milli kl. 16 og 18 í Porcelænshaven og höfðum við útbúið tvær myndasýningar: eina af félagslífinu í HR og eina af náttúrufegurð Íslands. Enn fremur vorum við með kynningarefni frá HR, íslenskt nammi, íslenskar bækur, íslenskar krónur og íslenska fánann. Þá vorum við með spurningakönnun um Ísland sem vakti mikla lukku. Nokkrir Danir sýndu HR áhuga en aðallega voru það hinir skiptinemarnir sem sýndu landi og skóla hvað mesta athygli. Ég hef eignast marga vini innan skiptinemahópsins og mun klárlega halda sambandi áfram a.m.k. við stelpur frá Austurríki, Svíþjóð, Þýskalandi og Hong Kong. Annars hef ég líka verið dugleg að vingast við Danina og á nokkra ágæta vini innan skólans. Svo eru auðvitað fjölmargir Íslendingar að læra í CBS og höfum við verið að hittast líka. Það er starfandi nemendafélag innan CBS en það starfar mun meira sem hagsmunasamtök stúdenta frekar en skemmtinefnd. Hinsvegar hafa nokkrir danskir nemendur sjálfskipað sér nefnd sem sendir reglulega út boð á hina ýmsu viðburði, skipulagða sérstaklega fyrir nemendur CBS og auðvitað fyrir alla skiptinema líka. Engar vísindaferðir eru haldnar. Fyrirtækin koma hins vegar í skólann og halda kynningu á sjálfu sér og eftir á gefst

13 nemendum tækifæri á að hitta starfsfólk fyrirtækisins og spyrja þá spjörunum úr. Sumir ná þarna að koma sér á framfæri líka. CBS er alltaf með opinn fimmtudagsbar (Nexus) sem er mjög vinsæll og gaman að kíkja á. Þess má þó geta að barinn er reyndar alltaf opinn og Dönunum finnst að sjálfsögðu upplagt að fá sér t.d. kampavín til að fagna próflokum eða einn kaldan öl milli bókarkafla. Alþjóðaskrifstofan skipar svo félaga buddy fyrir alla skiptinema og tveir félaganna eru yfirfélagar. Þeir sjá um að skipuleggja viðburði sérstaklega fyrir skiptinemana. Það var t.d. skipulögð ferð til Roskilde og Legolands innan Danmerkur. Einnig voru skipulagðar utanlandsferðir til Rússlands og Berlínar og síðustu helgina í nóvember var siglt yfir til Noregs og aftur tilbaka. Einnig var farið á fótboltaleik á Parken. Kostnaður: Kaupmannahöfn er önnur dýrasta borg í heimi. Matarkarfan er dýr, lestarkortið er dýrt (þó ekki jafn dýrt og að reka bíl) og húsaleigan er dýr. Þegar þessi kostnaður er reiknaður í íslenskar krónur fær maður nánast hjarta- og taugaáfall en þá er gott að hafa fengið námslánin leiðrétt miðað við gengið og Erasmus styrkinn í evrum. Þetta er semsagt bærilegt. Það sem hjálpar mér mikið er að ég tók þá ákvörðun að nota danskan bankareikning og gera fjárhagsáætlun í dönskum krónum. Þannig hef ég dregið úr gengisáhættu minni til muna og hugsa næstum því ekkert um gengið dags daglega heldur hef frekar einbeitt mér að því að hugsa um það hvernig ég get sparað og skipulagt mig í dönskum krónum. Hef þar notið góðra ráðlegginga frá dönskum vinum. Besta sparnaðarráðið sem ég get gefið er að hjóla í skólann og gera magninnkaup í Bilka (sem þú finnur í Fields). Matvöruverslanir í Kaupmannahöfn: Netto ódýrust en lélegt vöruúrval Fakta ódýr og ágætt vöruúrval Fötex meðalverð og frábært vöruúrval. Skemmtilegasta matvöruverslunin að mínu mati. Bilka meðalverð og frábært vöruúrval. Þar er upplagt að gera magninnkaup þar sem oftast eru tilboð á borð við 3 fyrir 2 eða 6 pakkar á x kr. Superbrugsen meðalverð (stundum dýrt) og gott vöruúrval Irma dýr. Matvöruverslun sem selur mikið af heilsuvörum og lúxusvörum. III ACADEMIC INFORMATION Ég tók fjögur fög hjá CBS, samtals 30 einingar. Þau voru: Issues in international finance (HE61) EU the internal market and business strategy (HE35) Quantitative methods in finance and economics (HE15) Management accounting and control systems (HE46) Öll fögin voru valfög innan CBS og kennd á ensku. Lærdómsálagið var mismikið eftir fögum en í öllum átti þó að skila reglulegri heimavinnu. Ég fór aðeins í eitt miðannarpróf. Heimavinnan og miðannarprófið voru þó valkvæð í öllum fögunum og giltu ekki neitt. Öll fjögur lokaprófin giltu 100%. Kennarar hafa mikla reynslu úr atvinnulífinu og nota mestmegnis blöndu af fyrirlestrum og raundæmum (case studies) í kennslunni. Bjóða upp á mikla umræðu um efnið í tíma og miðla oft sinni reynslu. Öll skipulagning á fögunum fer hins vegar fram hjá verkefnastjórum innan þess sviðs sem fagið tilheyrir. Þeir eru ábyrgir fyrir tímaskipulagningunni, skipulagi prófs og námsefnis. Þeir setja einnig inn allt efni á innri vef skólans fyrir nemendur. Hlutverk kennarans er í raun bara að vera kennari og getur hann ekki svarað neinu um t.d. hvernig lokaprófið verður uppbyggt heldur vísar nánast undantekningarlaust á verkefnastjóra tilheyrandi fags. Verkefnin sem ég skilaði af mér þurftu öll að skilast útprentuð til verkefnastjóra tilheyrandi námskeiðs. Mismunandi hvort kennari, verkefnastjóri eða aðstoðarmaður þeirri færi yfir verkefnin. Tímarnir í fögunum mínum voru allir þrefaldir einu sinni í viku þ.e. 3*45 mínútur. Þetta er breyting frá því sem maður hefur vanist í HR. Að mínu mati voru margir nemendur sem lögðu lítinn metnað í heimavinnu og miðannarpróf og lærðu eingöngu fyrir lokaprófið. Þar sem ég kem úr HR og hef vanist því að leggja mikinn metnað í allt sem maður gerir og skilar frá sér þá fór þetta viðmót afskaplega í taugarnar á mér og fannst mér ég oft enda uppi með að gera mestalla heimavinnuna einstaklingsbundið en ekki í hópavinnu. Hins vegar minnkaði fyrirkomulagið einnig stress þar sem maður var ekki áhyggjufullur yfir minnstu villum þar sem maður vissi að maður yrði ekki dreginn niður. Á hinn bóginn finnst mér nemendur í CBS almennt betur undirbúnir fyrir tíma heldur en nemendur í HR. Ástæðan er einföld, kennarar hika ekki við að benda á einhvern nemanda innan bekkjarins og biðja um álit nemandans á viðfangsefninu, það vill enginn verða kjaftstopp. Danir eru aldir upp við þetta fyrirkomulag frá unga aldri, börn eru látin standa upp og kynna verkefnin sín strax í fyrsta bekk. Þeir eru því óhræddari við að koma skoðun sinni á framfæri heldur en við skiptinemarnir.

14 Allt lesefnið er á ensku og það er bráðnauðsynlegt að hafa aðgang að kennslubók fagsins. Ein kennslubók pr. fag auk mikils magns af aukaefni (blaðagreinum og raundæmum). Kennslubókin er nýtt til að öðlast almennan skilning á efninu og aukaefnið til sérhæfðari þekkingar. Lokaprófið er byggt á öllu lesefni námsefnisins. Lokaprófin sem ég tók voru: Issues in international finance (HE61) Skriflegt tölvu-próf, opin bók. Fengum aðgang að prentara. EU the internal market and business strategy (HE35) Skriflegt próf, opin bók. Máttum nota tölvu en þurftum þá að koma með eigin prentara. Quantitative methods in finance and economics (HE15) Skriflegt próf, opin bók. Máttum ekki nota reiknivél með tölvuminni. Management accounting and control systems (HE46) Munnlegt próf, 10 mínútna samtal um efnið Einkunnaskalinn í CBS er svohljóðandi: -3 - Sannarlega fallin(n) 0 - Fallin (n) 2 Náð 4 Náð, þessi einkunn er talin sæmileg 7 Náð, þessi einkunn er talin góð 10 Náð, þessi einkunn er ágætiseinkunn 12 Náð, þessi einkunn er framúrskarandi hæsta einkunn sem er gefin í Danmörku Bókasafnið í Solbjerg Plads, aðalbyggingu CBS er risastórt og mjög þægilegt. Þar eru endalaust margar bækur að finna, lesaðstöðu og tölvuaðstöðu. CBS notar hugbúnaðinn Sitescape til að miðla námsefni og upplýsingum til nemenda. (Eins og HR- Myschool.) Nemendur og kennarar eru ekki par hrifnir af Sitescape enda er hann flókinn og tiltölulega óaðgengilegur. Stefnt er að því að taka upp notkun á nýjum hugbúnaði haustið 2010 sem verður einfaldari og aðgengilegri. Upplýsingar um skráningu í fög, skráningu í próf, einkunnir, atvinnuþjónustu, bókasafn og fleira er að finna í öðrum hugbúnaði sem heitir e-campus. Tölvupóstinn finnur þú þar einnig. Við upphaf annarinnar færðu notendanafn og lykilorð sem gildir inn í báða hugbúnaðina, tölvupóstinn og tölvurnar í CBS. Við upphaf annarinnar þarftu líka að taka mynd af þér fyrir student-id card sem þú verður að hafa meðferðis til dæmis ef þú ætlar að læra á bókasafninu, prenta út eða taka lokapróf. Course name: Prereq. Exam Major at RU Approved as Issues in international finance (HE61) None Skriflegt, opin bók Alþjóðafjármál Elective EU the internal market and business strategy (HE35) None Skriflegt, opin bók Evrópufræði Elective Quantitative methods in finance and economics (HE15) None Skriflegt, opin bók Aðferðafr. í stærðfr. MAVI (Markaðs og viðsk.rannsóknir) Management accounting and control systems (HE46) None Munnlegt próf Control systems Elective (Áhættustjórnun innan fyrirtækja) Fögin voru öll mjög krefjandi og ég varð að leggja mig alla fram við að ná efninu og skilja til fulls. Mest krefjandi fagið var Issues in international finance. Ég tel mig hafa lært hvað mest í þessu fagi. Kennarinn Lars Kolte er með eitt flottasta CV sem ég hef séð og eigin heimasíðu. Uppáhaldsfagið mitt og jafnframt það sem kom mest á óvart var Management accounting and control systems. Ég veit ekki til þess að svipað námskeið sé kennt í HR. Fagið opnaði nýjan heim fyrir mér innan fyrirtækjafræða. EU the internal market and business strategy var virkilega áhugavert og skemmtilegt fag sem kynnti fyrir manni heim Evrópusambandsins og áhrif þess á fyrirtækjarekstur. Erfiðasta fagið var Quantitative methods in finance and economics, sérstaklega þar sem ekki var boðið upp á dæmatíma heldur einungis fyrirlestra. Ég hef fulla trú á því að skiptinemadvölin hafi aukið fjölmenningarlega færni mína til muna og bætt bæði ensku og dönsku kunnáttu mína. Ég finn að ég er einnig sjálfsöruggari og ákveðnari við að takast á við nýjar áskoranir. Mér líður mjög vel í Danmörku og ákvað því að sækja um starf hér úti þar sem ég útskrifast með Bs í viðskiptafræði í janúar Sú leit gekk eins og í sögu og endaði ég uppi með tvö spennandi atvinnutilboð frá stórum fyrirtækjum í Danmörku. Ég hef ákveðið að taka öðru starfinu, sem finance trainee hjá lyfjafyrirtækinu Roche og mun hefja þar

15 störf í byrjun janúar. Mér þykir ljóst að þeir eiginleikar sem ég hef tileinkað mér í skiptináminu muni nýtast mér vel á nýjum vettvangi. Öllum skiptinemum í CBS er velkomið að hafa samband við mig hvenær sem er Netfangið mitt er Símanúmer DK er Med venlig hilsen, Katrín Ýr Sigurðardóttir

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 45. tbl 4. árg. fimmtudagur 5. desember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild

saknar vina frá fyrri deild í leikskólanum, eftir flutning í eldri deild N o r ð u r b e r g / u m s a g n i r f o r e l d r a í f o r e l d r a k ö n n u n v o r 2 0 1 3 2. a ) E f s v a r i ð e r a ð b a r n i n u l í ð i m j ö g e ð a f r e k a r v e l, g e t u r þ ú n e

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston.

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston. Föstudagur 29. maí 2015 Nokkur hluti hópsins var mættur af gömlum vana í A álmu VMA um kl. 6.30 að morgni föstudags. Frekar snemmt fyrir venjulegan vinnudag. Alls fóru 29 manns af stað í rútu SBA undir

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 30. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Njóttu þess að vera í námi Náman

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni

Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Undirbúningur fyrir próf,- próftökutækni Velgegni á prófum hefst löngu áður en að prófinu sjálfu kemur. Hún er fyrst og fremst falin í góðum námsvenjum og ástundun náms. Það er misjafnt hvaða skoðun fólk

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins

Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins Menntakvika 2011 Námskeiðið Kynningin Áætlunin, viðfangsefnin og umhverfið Hvernig var/er þetta?

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

16. árgangur, 2. hefti, 2007

16. árgangur, 2. hefti, 2007 16. árgangur, 2. hefti, 2007 KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS í samvinnu við HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANN Á AKUREYRI UPPELDI OG MENNTUN 16. árgangur, 2. hefti 2007 ISSN 1022-4629-74 Ritnefnd: Trausti Þorsteinsson

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ tu grínyrkjar Íslandssögunnar Kaffibrúsakarlarnir

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM Michael Dal lektor YFIRLIT Kynning Hvað er dýslexía? Dýslexía og tungumálanám DYSLANGUE samevrópsk verkefni um leshömlun og tungumála (Austurríki, Danmörk og Ísland)

More information

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni.

Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Þetta er einhver alveg ólýsanleg tenging, þessi tilfinning að vera svona einn með náttúrunni. Eigindleg rannsókn á upplifun víðerna og viðhorfum um afmörkun og stýringu meðal ólíkra útivistarhópa á miðhálendinu

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Flippuð prjónakennsla

Flippuð prjónakennsla Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins Rakel Tanja Bjarnadóttir Lokaverkefni til B.Ed.prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins

More information

Monitorblaðið 10. tbl 5. árg. fimmtudagur 13. Mars frítt. eintak. tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

Monitorblaðið 10. tbl 5. árg. fimmtudagur 13. Mars frítt. eintak. tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 10. tbl 5. árg. fimmtudagur 13. Mars 2014 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað fyrst&fremst fimmtudagur 13. mars

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Monitorblaðið 8 tbl 5. árg. fimmtudagur 27. febrúar frítt. eintak. tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

Monitorblaðið 8 tbl 5. árg. fimmtudagur 27. febrúar frítt. eintak. tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 8 tbl 5. árg. fimmtudagur 27. febrúar 2014 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað fyrst&fremst fimmtudagur 27. febrúar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 25. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Mentos tyggjó erkomiðípoka! NúerennauðveldaraaðsturtaísigMentostyggjóimeðsafaríku

More information