Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

Size: px
Start display at page:

Download "Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið"

Transcription

1 Stafrænt Ísland Skýrsla um bandbreiddarmál RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

2

3 Verkefnistjórn um upplýsingasamfélagið, RUT-nefnd og samgönguráðuneytið: Stafrænt Ísland Skýrsla um bandbreiddarmál Tekin saman af: Halldóri Kristjánssyni, verkfræðingi Tölvu- og verkfræðiþjónustunni Grensásvegi 16 IS 108 Reykjavík Reykjavík, janúar 2000

4 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland Höfundur: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Útgefandi: Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, RUT-nefnd og samgönguráðuneytið. 4. janúar Skýrslan er gefin út á pdf formi á vefslóðinni: 4

5 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland 1 Inngangur Helstu niðurstöður Skilgreiningar Bandbreidd Mælieining bandbreiddar Mælieining stærðar skjala Þjöppun eykur magn þess sem flytja má Stafrænn flutningur Aðgangur að flutningsgetu Heildsala á tengingum við Internetið Aukin samkeppni til hagsbóta Mikilvægi millitenginga Smásala á tengingum við Internetið Nýtt útspil breyttur markaður Svar netveitna er lækkun Nýtt stig Internetvæðingar Ekki gefið að kostnaður lækki Aðgangur að Internetinu Alþjónusta breytist Tengingar heimila og smærri fyrirtækja Mótöld ISDN DSL Breiðbandið Flutningur tölvuboða eftir raforkustrengjum Samantekt um tengingu heimila og smærri fyrirtækja Tengingar fyrirtækja og stærri notenda Leigulínur Örbylgjunet ATM og Frame Relay Tenging um gervihnetti Samantekt um tengingu fyrirtækja og stærri notenda Ísland í alþjóðaumhverfi Útlandasambönd Sæstrengir Varaleiðir Valkostir í útlandasamböndum Kostnaður vegna tenginga við útlönd

6 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið 6.2 Hvenær þarf að taka ákvörðun? Þróun netnotkunar Hver er staðan hér á landi Spá um þörf fyrir Internetbandbreidd Helsti hemillinn á meiri Internetnotkun Fjölgun notenda á Internetinu Helstu notkunarsvið Internetsins Skólar, fjarkennsla og rannsóknir Bandbreidd skóla Þróun nauðsynleg skólum Tækifæri Íslendinga Bandbreidd notenda hemill á þróun Heimildaskrá Viðauki I Ljósleiðaranet Landssímans

7 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland 1 Inngangur 2 Helstu niðurstöður Að ósk Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið, RUT-nefndar, og samgönguráðuneytis hefur þessi skýrsla um flutningsgetu fjarskiptakerfisins á Íslandi verið tekin saman. Mikil og ör þróun hefur verið í notkun margs konar fjarskiptaþjónustu hér á landi síðustu árin, ekki síst á Internetinu. Af þeim sökum hafa spurningar um það hver burðargeta kerfisins er vaknað og hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af þróun þeirra mála hér á landi. Með þessari skýrslu er ætlunin að kortleggja stöðuna eins og hún er nú og benda á nokkrar leiðir til lausnar á ákveðnum afmörkuðum þáttum. Skýrslan byggir á lestri fjölmargra skýrslna, íslenskra og erlendra, upplýsingaöflun á Internetinu og viðræðum við fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Þar sem margt af því sem kom fram í þeim viðtölum er trúnaðarmál, m. a. af samkeppnisástæðum, er sjaldnast vitnað beint í einstaklinga eða fyrirtæki í skýrslunni. Af sömu ástæðum fengust ekki mikilvægar upplýsingar, vísað var til viðskiptaleyndar og samkeppnisástæðna. Engu að síður gefur skýrslan góða mynd af þessu sviði hér á landi og mati stjórnenda og sérfræðinga á stöðunni. Það sem kann að reynast rangt eftir haft eða á annan hátt ekki í samræmi við það sem lesa má úr tilvísuðum gögnum skrifast á höfund skýrslunnar. Þá ber og að hafa í huga að þróun þessum málaflokki er mjög hröð og því úreldast upplýsingar skjótt. Reykjavík, 4. janúar 2000 Halldór Kristjánsson, verkfræðingur (halldor@tv.is) Tölvu- og verkfræðiþjónustunni Í skýrslunni er kortlögð flutningsgeta fjarskiptakerfisins og greind bandbreiddarþörf fyrir stafræna flutninga á næstu árum, innanlands sem til útlanda. Þróun hefur verið mjög hröð á þessu sviði allt frá árinu 1995 og eru engin merki um annað en að hún verði að minnsta kosti jafnhröð á næstu árum. Ekki er gert ráð fyrir að fjölgun notenda verði eins mikil á næstu árum, og til þessa, en þörf hvers og eins fyrir bandbreidd mun vaxa. Gert er ráð fyrir aukningu á framboði bandbreiddar að minnsta kosti í takt við spár um þörf fyrir hana á næstu árum. Byggt á umsögnum innlendra og erlendra aðila er gert ráð fyrir því að bandbreiddarþörf/-notkun muni tvöfaldast á ári, næstu tvö til þrjú árin hér á landi. Sama á við um tenginguna við umheiminn. Reynist þær spár of lágar má búast við að innan fárra ára anni Cantat-3 ekki lengur þörfum Íslendinga fyrir bandbreidd til útlanda. Mikilvægt er að millitengingar á milli heildsöluaðila á Íslandi séu öflugar, vegna innanlandsumferðar, svo og að þeim verði skylt að tryggja varaleiðir til útlanda eða að öðrum kosti að gera viðskiptavinum sínum grein fyrir því að þeir geti orðið sambandslausir við rof á Cantat-3. 7

8 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið 3 Skilgreiningar Sett hefur verið fram sú stefna í fjarskiptalögum að öll lögheimili á landinu hafi aðgang að 128 kbs ISDN tengingu eða ígildi hennar og á því verki að vera lokið innan þriggja ára. Nú eru um 8% símnotenda með ISDN (128 kbs) en ekki er vitað um fjölda þeirra sem tengjast með þeim hætti við Internetið. Í ljósi þeirrar stefnu sem sett er fram í fjarskiptalögum er því spáð að meirihluti heimila verði með ISDN tengingar við Internetið innan fárra ára. Ljósleiðaranet Landssímans teygir sig um allt land og tengist flestum helstu þéttbýlisstöðum landsins og mörgum smærri stöðum. Á höfuðborgarsvæðinu býður Íslandssími aðgang að ljósleiðaraneti sem síðar kann að verða útvíkkað. Aðrir valkostir eins og örbylgjunet eru einnig í boði á sama svæði. Dreifinetið er því nokkuð gott. Nokkrum áhyggjum veldur að Ísland hefur aðeins eina tengingu við umheiminn, Cantat-3 sæstrenginn. Mikilvægi tengingarinnar hefur vaxið hratt á liðnum árum og sífellt fleiri eru háðir Internetsambandi til útlanda. Cantat 3 byggir á eldri tækni og er fyrirséð að hann muni ekki duga lengi enn miðað við spár um aukningu bandbreiddar auk þess sem rekstrarkostnaður hans stenst ekki samanburð við nýjustu sæstrengi. Aðeins ein varaleið er til staðar, um gervihnött, sem á stundum getur tekið tíma að koma á og er að auki með mun meiri töf en samband um sæstreng. Því er nauðsynlegt að hyggja nú þegar að öðrum valkostum ekki síst ef einnig er litið til þess mikla óöryggis sem felst í því að hafa aðeins eina fasta tengingu til Íslands. Í því samhengi koma gervihnattakerfi vart til álita á næstu árum og því er mikilvægt að huga að lagningu sæstrengs til Evrópu hvort sem það yrði gert af Íslendingum eða erlendur aðili fenginn til samstarfs. Vinna þarf að því að um ókomna framtíð verði a. m. k. þrjár óháðar leiðir til útlanda, vegna öryggis, þar af ein um gervihnött. Helsti hemill á aukna Internetnotkun er kostnaður og á það jafnt við um heimili og fyrirtæki. Eftirspurn eftir bandbreidd kann því að breytast hratt ef veruleg lækkun verður á kostnaði. Gera má ráð fyrir að með aukinni bandbreidd til notenda komi fram ýmis ný og bandbreiddarfrek þjónusta sem áður hefur ekki verið í boði. Auk þess sem aðgangur að bandbreidd hefur áhrif á framboð þjónustu er ljóst að mikill vöxtur verður í viðskiptum á Internetinu. Spáð er sjöföldun heimsviðskipta á Internetinu til ársins 2002 borið saman við árið Íslendingar geta orðið afl í alheimsviðskiptum á netinu og eiga að ætla sér stóran hlut þar, a. m. k. ekki minni en hlutur Íslendinga er nú í alþjóðaviðskiptum. Fjölmörg hugtök eru notuð við umfjöllun um fjarskiptamál, ekki síst netmál. Mörg þessara hugtaka eru óljós almenningi og því er eðlilegt að skilgreina þau stuttlega í upphafi skýrslunnar. 3.1 Bandbreidd Í daglegu tali er oft rætt um að menn hafi aðgang að ákveðinni bandbreidd. Hvað átt er við er ekki alltaf ljóst. Því verður sett fram hér 8

9 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland sú viðmiðun sem notuð er í þessari skýrslu þegar rætt er um bandbreidd. Bandbreidd er mælikvarði á flutnings- og/eða burðargetu sambanda sem notuð eru til fjarskipta. Greitt er fyrir bandbreidd ýmist eftir (hámarks-) flutningsgetu tengingar eða eftir því magni sem flutt er. Stundum er notuð blanda af hvoru tveggja. Bandbreidd hefur því áhrif á kostnað notandans af tengingunni. Þannig er fyrirtæki sem hefur 2 Mbs tengingu við Internetið e. t. v. ekki að nýta nema 5% af þessari bandbreidd, að meðaltali. Það hefur þá aðgang að 2 Mbs flutningsgetu (bandbreidd) en nýtir ekki nema um 100 kbs að jafnaði Mælieining bandbreiddar Sú mælieining sem notuð er til þess að mæla bandbreidd er kölluð bitar á sekúndu (b/s eða bs). Algengt er að nota stærri einingar eins og kílóbita á sekúndu (=1.024 bs), skammstafað kbs, megabita á sekúndu (1 Mbs = kbs) eða gígabita á sekúndu (1 Gbs = Mbs) Algengar bandbreiddir eru t. d. 56 kbs, 64 kbs, 128 kbs, 256 kbs, 512 kbs og 2 Mbs Mælieining stærðar skjala Eitt tölvutákn er 8 bitar, kallað bæti (B). Sú eining er notuð til þess að mæla stærð skjala og magn þess sem flutt er með fjarskiptum. Það er algengt að þessum tveimur einingum, kílóbitar (kb) og kílóbæti (kb) sé ruglað saman í umfjöllun fjölmiðla og almennings: 1 MB = 8 Mb 1 MBs = 8 Mbs Þannig þarf a. m. k. 8 Mbs flutningsgetu til þess að flytja eitt Megabæti af gögnum á einni sekúndu Þjöppun eykur magn þess sem flytja má Tölvutækar upplýsingar (stafrænar) hafa í eðli sínu innifalda umfremd, eða upplýsingar sem strangt til tekið þarf ekki til að innihaldið skili sér. Sérstaklega á þetta við um stafrænar mynd- og hljóðupplýsingar. Af þeim sökum er hægt að fjarlægja þessar óþörfu og endurteknu upplýsingar og endurskapa þær síðan á leiðarenda. Þetta er gert með hugbúnaði sem ýmist er í búnaðinum þar sem upplýsingarnar verða til (og eru geymdar), eða í flutningsbúnaðinum. Síðan er samsvarandi búnaður sem tekur við upplýsingunum og endurskapar þær (næstum) í fyrri mynd. Í mótöldum hafa til skamms tíma verið notaðar aðferðir sem geta þjappað gögnin allt niður í ¼ af upprunalegri stærð, við bestu aðstæður. Í hljóð og myndvinnslu hefur tekist að ná fram miklu meiri þjöppun svo nú er talið kleift að senda sjónvarpsmerki með fullum gæðum á 2 Mbs samskiptalínu. 9

10 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Mjög ör þróun er á þessu sviði og því kann að reynast mögulegt að nýta bandbreidd enn betur en nú er gert, þegar fram líður. 3.2 Stafrænn flutningur Þar sem allt símakerfi landsins er orðið stafrænt er ekki lengur gerður greinarmunur á flutningi upplýsinga, hvort sem þær voru upprunalega hljóð, mynd eða tölvugögn. Þær er hægt að flytja með stafrænum hætti eftir sömu tengingunni. 4 Aðgangur að flutningsgetu Stafrænn flutningur (e. digital) felur í sér að upplýsingum sem senda skal er umbreytt yfir á tölvutækt form (bita) áður en þær eru sendar. Ýmist er það gert í flutningsbúnaðinum sjálfum eða því tæki þar sem þær verða til. Áður var greinarmunur gerður á annars vegar hliðrænum (e. analog) flutningi tals um símalínur, dreifingu sjónvarps og útvarps um loftið eða í strengjum og hins vegar tengingu tölvubúnaðar með síma- og leigulínum sem fluttu boð með stafrænum hætti. Aðgangur að flutningsgetu, bandbreidd, er seldur af mörgum aðilum hér á landi svo og eru margar aðferðir notaðar til þess að nýta sér hana. Til þæginda er þeim sem selja aðganginn skipt í tvo hópa, heildsala og smásala. Aðeins eru þrír heildsalar á bandbreidd hér á landi samkvæmt skilgreiningunni: Intís, Íslandssími og Landssíminn. Aðrir sem selja/veita aðgang að Internetinu teljast því smásalar. Þar sem stór hluti notkunarinnar byggist á Internetinu og s. k. TCP/IP samskiptum verður í framhaldinu fyrst og fremst miðað við þá notkun þó auðvitað sé önnur notkun einnig til staðar. Hér er t. d. átt við hefðbundna talsímanotkun sem er veigamikil í þessu samhengi. Hins vegar er talið að þörfin fyrir bandbreidd vegna hennar aukist aðeins um 8% á ári, næstu árin, borið saman við tvöföldun (a.m.k.?) vegna netnotkunar og flutnings annarra stafrænna upplýsinga, en tals 1. Því vegur talsímaumferðin ekki þungt í mati á þörf fyrir aukna bandbreidd á næstu árum. Í þessum kafla er gefið yfirlit yfir stöðuna eins og hún er nú, hér á landi. 4.1 Heildsala á tengingum við Internetið Hér á landi eru nú þrír aðilar sem selja aðgang að bandbreidd á Internetinu í heildsölu 2. Í því felst að sala er fyrst og fremst til endurseljenda og stórra viðskiptavina. Framboð á Internetbandbreidd 9. september 1999 Bandbreidd Intís Mbs 1 Spá Póst- og fjarskiptastofununar, Gústav Arnar, 22. júlí Tali hf var gefinn kostur að koma upplýsingum á framfæri en svaraði ekki óskum þar um. 10

11 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland Bandbreidd Landssímans Mbs Bandbreidd Íslandssíma... 0 Mbs Samtals Mbs Líklegt er að nýtingarhlutfall bandbreiddarinnar hafi verið á bilinu 50-60% 3 sem þýðir að um 13 Mbs straumur hefur að meðaltali verið til landsins. Bandbreiddarnotkun frá landinu hefur ætíð verið minni. Nýtingarhlutfall bandbreiddar segir til um það hversu mikil meðalnotkun er á bandbreiddinni. Samband sem er með 50% meðalnýtingu getur t. d. verið nýtt % á dagtíma en 5-10% á nóttunni. Því er eðlilegt að miða við að bandbreiddarnýting fari í mesta lagi í 50-60% að meðaltali til þess að næg bandbreidd sé til að mæta álagstoppum. Raunar eru margir sem telja þetta of hátt hlutfall þar sem toppálag á sambandið er í of langan tíma. Framboð bandbreiddar til útlanda Mbs Intís Landssíminn Íslandssími Á liðnum vikum hefur framboð á bandbreidd til útlanda margfaldast frá því sem var, vegna komu Íslandssíma hf inn á markaðinn en einnig vegna þess að Intís og Landssíminn hafa aukið bandbreidd sína, vegna Internetsins, í 45 Mbs til Bandaríkjanna: Framboð á Internetbandbreidd 12. desember 1999: Intís (Internet á Íslandi hf) sem hefur lengst allra selt aðgang að Internetinu hér á landi. Internettenging þeirra er samtals 49 Mbs, þar af 4 Mbs til Evrópu og 45 Mbs til Bandaríkjanna. Landssími Íslands hf. Internettenging þeirra er nú 45 Mbs til Bandaríkjanna. Íslandssími hf er með 45 Mbs tengingu til Bandaríkjanna eins og hinir tveir. Samtals Mbs Aukning frá 9. september % 3 Mat starfsmanna Internet á Íslandi hf 11

12 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Á stuttum tíma hefur framboðið rúmlega fimmfaldast, eða aukist um rúmlega 400%. Ljóst var að fyrirliggjandi bandbreidd var nýtt að því marki sem skynsamlegt var (50-60%) og því eðlilegt að uppfæra samböndin Aukin samkeppni til hagsbóta Hin aukna samkeppni hefur leitt til lækkaðs heildsöluverðs á bandbreidd. Í sumum tilvikum hefur lækkunin orðið 50-60%. Þetta hefur aftur leitt af sér lækkun til neytenda Mikilvægi millitenginga Afar mikilvægt er, fyrir innanlandsumferð, að öflugar millitengingar séu á milli þeirra aðila sem bjóða tengingar til útlanda svo stór hluti umferðar á milli íslenskra Internetnotenda þurfi ekki að fara um Bandaríkin eða Evrópu. 4.2 Smásala á tengingum við Internetið Frá upphafi Internetvæðingar hefur endursala tenginga við Internetið verið í höndum margra, smárra netveitna 4, sem rutt hafa brautina á þessu sviði. Ævintýrið hófst árið 1994 með tilkomu veraldarvefsins, og fyrstu árin fjölgaði þeim aðilum sem buðu Internettengingar. Á síðustu árum hefur þessum fyrirtækjum þó farið fækkandi, þau hafa sameinast eða verið innlimuð í stærri fyrirtæki. Almennt fullyrða forsvarsmenn þessara fyrirtækja að endursala tenginga sé ekki arðbær og því hafa þau flest boðið virðisaukandi þjónustu af margvíslegum toga Nýtt útspil breyttur markaður Í desember 1999 var þessum markaði umbylt með útspili banka og símafyrirtækja sem bjóða hverjum sem vill ókeypis Internettengingu og eflaust bætast fleiri aðilar, sem bjóða fría tengingu, í hópinn áður er langt um líður. Með þessu er fótunum að líkindum kippt undan starfsemi margra þeirra sem aðallega hafa haft lifibrauð sitt af sölu Internettenginga og þróunin núna bendir eindregið til þess að símafyrirtækin 5 2(eða 3?) verði ráðandi á þessum markaði, beint eða óbeint, og stór hluti einstaklinga muni njóta ódýrrar Internettengingar með lágmarksþjónustu. Þessi fría tenging verður að líkindum greidd með millitengigjöldum símafélaga (e.: interconnect fee), gjaldtöku fyrir alla aðstoð við notandann og auglýsingum. Þá má telja líklegt að samstarfsaðilar símafyrirtækjanna greiði þeim eitthvað fyrir vegnaóbeins auglýsingagildis þess að bjóða fría Internettengingu. Öðru máli mun gegna með flest (stærri) fyrirtæki sem þurfa meiri þjónustu, oft flóknari búnað til að tengjast og gera meiri kröfur til 4 Netveita, Internetþjónustuaðili, e. ISP (Internet Service Provider) 5 Íslandssími hf, Landssíminn hf og Tal hf(?) 12

13 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland tengingarinnar, en einstaklingar. Þau munu áfram greiða gjöld fyrir aðgang sinn Svar netveitna er lækkun Í framhaldi af þessu útspili símafyrirtækjanna hafa netveitur lækkað verð til neytenda verulega. Að nokkru leyti er þetta mögulegt vegna endurgreiðslu Landssímans, til netveitna, á hluta símgjalda vegna innhringinga en einnig vegna lækkunar heildsöluverðs eins og áður getur Nýtt stig Internetvæðingar Með atburðum síðustu vikna má telja víst að Íslendingar séu komnir á nýtt stig Internetvæðingar þar sem þjónustugjaldið sem áskrifendur greiða fyrir að tengjast, lækkar verulega eða er fellt niður en símafélögin og netveiturnar reikna sér hluta af skrefagjaldi símans sem tekjur ásamt auglýsingatekjum og þjónustugjöldum vegna aðstoðar við Internetnotendur Ekki gefið að kostnaður lækki Með þessu hefur kostnaður vegna Internetnotkunar einstaklinga þó líklega ekki lækkað mikið. Áfram eru greidd skrefagjöld til símafyrirtækja og hjá mörgum er þetta stór liður í kostnaði við Internetnotkun. Þjónusta/aðstoð sem áður var innifalin í áskrift að Internettengingu er nú greidd sérstaklega og notendur verða hugsanlega að sætta sig við auglýsingar í margvíslegu formi, óumbeðið. 5 Aðgangur að Internetinu Kostnaðurinn við Internettengingu hefur því færst til, hann er greiddur með öðrum hætti en til þessa. Engu að síður hefur þetta vissulega vakið áhuga fleiri á Internetinu og stækkar að líkindum notendahópinn. Í þessum kafla eru teknar saman upplýsingar um þá valkosti sem eru fyrir hendi við að tengjast Internetinu jafnt á heimilum sem í fyrirtækjum. 5.1 Alþjónusta breytist Með nýjum fjarskiptalögum 7 er alþjónusta endurskilgreind sem svo (sbr. 13. grein): Til alþjónustu teljast m.a. talsímaþjónusta, þjónusta við fatlaða eða notendur með sérstakar þjóðfélagsþarfir og gagnaflutningsþjónusta með 128 Kb/s flutningsgetu sem notendur tengjast um heimtaugar almenna talsímanetsins. Ljóst er að með nýjum lögum getur Póst- og fjarskiptastofnun mælt svo fyrir að rekstrarleyfishafi eða rekstrarleyfishafar skuli veita alþjónustu á starfssvæði sínu janúar 2000 var tilkynnt um Tal-Internet, gjaldfría Internetþjónustu án gjaldtöku fyrir símaþjónustu,

14 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Í reynd þýðir þetta að öll lögheimili í landinu munu, er fram sækir, eiga rétt á að minnsta kosti 128 kbs ISDN sambandi eða ígildi þess, til gagnaflutnings. Hér er markvert nýmæli á ferð sem getur haft mikla þýðingu fyrir búsetu, atvinnuuppbyggingu og lífskjör í landinu. 5.2 Tengingar heimila og smærri fyrirtækja Margar aðferðir/leiðir eru til þess að tengjast Internetinu. Í meginatriðum flokkast þær í aðferðir sem (vegna kostnaðar) fremur henta heimilum og einstaklingum annars vegar og fremur fyrirtækjum hins vegar. Ekki er þó hægt að gera svo afdráttarlausan greinarmun að ekki skarist valkostir fyrirtækja og heimila. Í þessum kafla, og þeim næsta, verður leitast við að fjalla um þessar tengiaðferðir almennum orðum Framboð á bandbreidd Mótöld ISDN ADSL Mótöld Notkun hefðbundinna mótalda (e.: modem) er líklega sú leið sem langstærstur hluti einstaklinga notar til þess að tengjast Internetinu. Þróun hefðbundinna mótalda virðist nú komin á lokastig (m. a. vegna samkeppni frá ISDN(kafli 5.2.2) og DSL (kafli 5.2.3)) og hefur hámarksflutningsgetan (-hraðinn) staðnæmst um sinn við 56 kbs til notandans, en lægri til netveitunnar. Aðrir algengir mótaldshraðar eru 28,8 kbs og 33,6 kbs. Þessi hraði er engan veginn fullnægjandi til þess að nota beinar hljóðog sjónvarpsútsendingar á Internetinu nema sem áhugaverða kynningu á því sem hægt er að gera. Langt er frá að sömu hljóð- og myndgæði náist eins og í útvarpi eða í sjónvarpi, þrátt fyrir mikla þróun í þjöppunartækni (e.: compression sbr. kafli 3.1.3). Engu að síður er á það að líta, þrátt fyrir aðra valkosti, að langflestir íslenskir Internetnotendur nota þennan samskiptamáta ISDN Landssíminn hefur nú boðið ISDN (Integrated Services Digital Network) símalínur um nokkurt skeið og aðrir eru að koma inn á 14

15 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland markaðinn. Um 8% símnotenda eru nú með ISDN línur 8, um ¾ þeirra eru á höfðuborgarsvæðinu. Með ISDN mótöldum má ná samskiptahraða sem er 64 eða 128 kbs 9 í báðar áttir. Með slíkri tengingu verður móttaka beinna hljóðútsendinga með viðunandi gæðum kleif en myndgæði í beinum sjónvarpsútsendingum, þó betri séu en með hefðbundnu mótaldi, engu að síður ekki viðunandi. Rétt er að vekja athygli á því að ISDN er aðeins hægt að koma við þar sem fjarlægð notanda frá símstöð er ekki meiri en 5,5 km 10 nema sérstakar ráðstafanir séu gerðar. Landssíminn hefur haft til reynslu magnarabúnað sem leyfir ISDN flutning á línum umfram 5,5 km að lengd. Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hversu langar vegalengdir er hægt að brúa en km virðast vera raunhæf viðmiðun ISDN á heimili utan nærsvæða símstöðva Landssíminn hefur unnið mat á hversu mörg heimili eru utan svæða þar sem í dag er unnt að bjóða upp á ISDN-tengingar. Niðurstaða þeirrar áætlunar er að um sé að ræða heimili í dreifðustu byggðum landsins. Landssíminn hyggst hraða ISDN-væðingu þessara heimila, en ljóst er að kostnaður mun leika á hundruðum milljóna og áætlað er að það taki u.þ.b. þrjú ár að ljúka verkinu DSL Nú á allra síðust mánuðum hefur s. k. DSL (Digital Subscriber Line) tækni verið að ná útbreiðslu erlendis. Notaðar eru hefðbundnar símalínur notenda eða ISDN og með sérstakri tækni er hægt að ná burðargetu sem er mun meiri en áður hefur þekkst. Meginkostur tækninnar, auk þess að vera hraðvirk aðferð til tengingar, felst í því að notandinn er sítengdur en getur notað símann óháð notkun DSL sambandsins. Tæknin er hins vegar enn í þróun og hefur ákveðnar takmarkanir. Hér verður getið takmarkana sem miða við ADSL (Asynchronous DSL): Nokkrar takmarkanir ADSL tækninnar: Vegna eðlis tækninnar er flutningshraði mjög háður fjarlægð notandans frá símstöð. Ekki er talið raunhæft að brúa lengri fjarlægð en 5 km. Meðallengd heimtauga Landssímans er um 3 km Landssími Íslands hf 9 Vakin er athygli á því að í ISDN kerfinu er bandbreidd mæld með öðrum hætti en almennt tíðkast. Þannig er 1 kbs = bs í ISDN en bs ella. Þetta veldur smávægilegri skekkju í samanburði við aðra valkosti. 10 Heimild: 11 Heimild: Landssími Íslands hf 12 Á þriðja þúsund heimila í dreifbýli eru lengra en 5 km frá næstu símstöð. 15

16 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Mesti hraði, 8 Mbs næst aðeins ef heimtaug er nokkur hundruð metrar. Vegna hættu á truflunum er talið að ekki sé raunhæft að meira en 20-30% heimtauga í sama kapli séu með DSL samskiptum. Þetta er þó umdeilt atriði og í raun ekki vitað nákvæmlega hver mörkin eru. Þar sem mikil umfremd er í kapli (100%) má búast við að 40-60% notenda geti nýtt sér DSL (þar sem aðeins 50% lína eru nýttar). Sérstakur búnaður er nauðsynlegur hjá notanda til þess að nýta þessa tækni. Af þessum sökum, og vegna kostnaðar 13, munu ekki allir notendur geta notið aðgangs að slíkum línum og heimili í dreifðustu byggðum landsins munu flest, vegna fjarlægðar frá símstöð, ekki geta fengið slíka tengingu miðað við óbreyttar forsendur (sbr. kafla 5.2.2) ADSL ADSL (Asynchronous Digital Subscriber Line) 14 er sú tækni sem Landssíminn hefur nú hrint úr vör og munu væntanlega aðrir fylgja í kjölfarið, fljótlega á nýju ári. ADSL getur, fræðilega séð, flutt allt að 8 Mbs í aðra áttina (til notandans) eins og áður getur, en minna í hina áttina. Raunhæft mun vera að flytja 1-2 Mbs. 2 Mbs bandbreidd er nægileg til þess að flytja sjónvarpsmerki með sjónvarpsgæðum fyrir tilstilli nýjustu þjöppunartækni. Kostnaður við slíka tengingu er nokkuð hár en á það er að líta að hann er óháður tengitíma 15 svo líklegt verður að telja að fyrirtæki og heimili, sem nota Internetið mikið, muni fá sér slíkt samband Aukið framboð bandfrekrar þjónustu Tilkoma ADSL tenginga mun breyta forsendum margra sem nú verða sítengdir með tiltölulega mikla bandbreidd. Líklegt er að framboð á margs konar þjónustu fyrir slíka notendur muni aukast vegna þess VDSL Verið er að þróa annað afbrigði DSL tækninnar, VDSL, sem hefur hámarksbandbreidd 52 Mbs yfir mjög stuttar vegalengdir 16. VDSL er enn á tilraunastigi og því ekki fullreynt hver takmörk VDSL verða. Talið er að VDSL sé endapunkturinn í þróun þeirrar tækni sem nýtir (kopar) heimataug til almennra notenda. Öll frekari þróun muni byggja á ljósleiðaraheimtaug (e.: fiber), eða ígildi hennar. 13 Vefsíðan sýnir verðskrá Landssímans fyrir slíka þjónustu. 14 ADSL upplýsingasíða: 15 Sjá gjaldskrá Landssímans: 16 Nokkur hundruð metra og ljósleiðaratenging milli símstöðvar og tengikassa nálægt notanda. 16

17 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland Breiðbandið Þær aðferðir sem ræddar hafa verið í köflunum hér á undan, 5.2.1, og miða allar við að lína sé á milli netveitu og notanda og enginn annar að nota hana á sama tíma. Til eru aðrar aðferðir sem byggjast á því að margir samnýti sömu línuna. Dæmi um slíka aðferð er gagnaflutningur á kapalkerfum með kapalmótöldum (e.: cable modems) sem víða er farið að bjóða, svo og aðgangur um örbylgjunet. Þá samnýta margir sömu bandbreiddina sem getur um eða yfir 30 Mbs. Eftir fjölda notenda getur samskiptahraðinn því verið mikill, eða lítill eftir því hversu margir eru að nota sambandið samtímis. Á liðnum árum hefur verið unnið að lagningu breiðbands inn á heimili í landinu. Gert er ráð fyrir því að innan 5-7 ára verði Breiðbandið komið inn á 80% heimila í landinu. Breiðbandið hefur til þessa fyrst og fremst verið notað til dreifingar á sjónvarps- og útvarpsefni en einnig hefur verið rætt um Internetnotkun og gagnaflutning til lengri tíma. Hægt er að fá einátta tilraunatengingu við Internetið 17. Tengingin er þá annars vegar við Breiðbandið (gögn til notanda) og hins vegar eftir hefðbundnum leiðum (gögn frá notanda). Unnið er að því að koma á tvíátta tengingu en ekki liggur fyrir hvenær þessi þjónusta verður í boði. Sett er fram sú skoðun að Breiðbandið muni ekki skipta sköpum á næstu árum varðandi aðgang að bandbreidd til tölvusamskipta Flutningur tölvuboða eftir raforkustrengjum Fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Lína.net, kynnti þá ætlun sína, snemma á árinu 1999, að bjóða flutning tölvuboða um rafstrengi. Skömmu síðar var samstarfsfyrirtæki þeirra lagt niður þar sem aðstandendur þess töldu þessa tækni ekki nægilega þróaða né heldur að markaður væri fyrir hendi (ekki samkeppnishæf). 6. janúar 2000 birtist svo frétt um samstarf Línu.nets við Siemens og Ascom um útfærslu lausna við flutning tölvuboða um rafstrengi. Ekki er lagt mat á hvort þessi valkostur verði boðinn hér (eða annars staðar) á næstu árum, en margir hafa efasemdir um samkeppnishæfni tækninnar Samantekt um tengingu heimila og smærri fyrirtækja Af ofangreindu má ljóst vera að heimili og sum fyrirtæki munu enn um sinn (m. a. vegna kostnaðar) aðeins eiga möguleika á 1 2 Mbs ADSL tengingu, að hámarki, við Internetið og þá aðeins hluti þeirra, þar til lagðar verða ljósleiðaraheimtaugar (e.: fiber), eða sambærilegar heimtaugar, inn á hvert heimili landsins. Langstærstur hluti notenda á heimilum er enn að nota hefðbundin mótöld og mun gera á næstu árum. Notkun á ISDN mun aukast og því verður stærsti hluti notenda með tengihraða við Internetið sem er 56 kbs (eða minni) eða 64/128 kbs og flutningsgetan í samræmi við það. 17 Gjaldskrá: 17

18 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið 5.3 Tengingar fyrirtækja og stærri notenda Eins og áður er getið geta fyrirtæki (þau smærri a. m. k.) notfært sér samskonar leiðir til þess að tengjast Internetinu og einstaklingar. Stærri fyrirtæki hafa meiri þörfyrir rekstraröryggi og bandbreidd en flestar þær aðferðir sem taldar eru í kafla 5.2 gefa. Hér verður því bætt við lýsingu á þeim kostum sem aðallega eiga við stærri notendur Leigulínur Mörg fyrirtæki nota fastlínutengingar um s. k. leigulínur til þess að fá bandbreidd. Línurnar eru ýmist á milli skyldra, eða óskyldra, aðila. Í boði er bandbreidd allt að 2 Mbs á leigulínum. Með nýlegri gjaldskrá Landssímans hefur kostnaður við leigulínur breyst þannig að þær eru orðnar mun dýrari í þéttbýli, en áður var, en ódýrari á milli byggðarlaga. Þá gerðist það einnig með tilkomu gjaldskrárinnar að verðið tekur minna mið af flutningsgetu (bandbreidd) en áður. Því er nú minni tilkostnaður við að auka bandbreidd en áður var á þessari tegund af tengingum Örbylgjunet Fyrirtæki geta tengst sín á milli með því að setja upp örbylgjusenda. Slík sambönd hafa takmarkað drægi sem miðast við að sjónlína sé á milli loftneta og er háð sendistyrk. Kostnaður við slík sambönd hefur lækkað á liðnum árum og æ fleiri byggja upp eigin net með þessum hætti í stað þess að nota leigulínur eða annars konar sambönd. Nokkur fyrirtæki 18 bjóða einnig aðgang að dreifinetum á höfuðborgarsvæðinu sem nota örbylgjusambönd. Heildarflutningsgeta slíkra neta er takmörkuð, t. d. við 155 Mbs, sem margir sameinast um. Mynd: LoftNet Skýrr og áætlanir um uppbyggingu þess. Ekki er vitað um áætlanir þessara fyrirtækja um að víkka netin út fyrir höfðuborgarsvæðið enda mun það kostnaðarsamt. 18 M. a. Skýrr hf og Gagnaveitan hf 18

19 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland ATM og Frame Relay Frame Relay þjónusta Landssímans tryggir notandanum ákveðna bandbreidd sem í dag er allt að 2 Mbs. Gjaldið fer eftir því hversu hátt hlutfall af bandbreiddinni er tryggt en er að mörgu leyti mjög hagstæður kostur19. Mynd: Myndin sýnir útbreiðslu ATM netsins á Íslandi 20. ATM tæknin leyfir tengingu á milli aðila (á ljósleiðara) sem er allt að 2, 10, 100 eða 155 Mbs. Greitt er bandvíddargjald sem háð er notkun21. Þessi net nota bæði ljósleiðaranet (-hring) Landssímans sem hefur mikla burðargetu, eða um 2,5 Gbs. Íslandssími hf býður einnig fram FrameRelay og ATM þjónustu á höfðuborgarsvæðinu og stefnir á að bjóða hana á Akureyri, árið 2000, og e. t. v. víðar. Í boði er FrameRelay tenging með allt að 2 Mbs flutningsgetu og ATM með allt að 620 Mbs að sögn starfsmanna Íslandssíma hf Tenging um gervihnetti Einn aðila er vitað um, hér á landi, sem hefur 2 Mbs tengingu um gervihnött. Slíkar tengingar gætu orðið valkostur í framtíðinni en oftast nær eru þær einátta, þ. e. til notandans, en hann sendir gögn frá sér um jarðbundnari leiðir. Þó er þetta ekki einhlítt. 19 Gjaldskrá fyrir Frame Relay: 20 Myndin er gefur jafnframt nokkuð góða mynd af því hvar aðgangur er að ljósleiðaranum. 21 Gjaldskrá Landssímans: 19

20 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Staðbundnir gervihnettir Sá aðili sem nefndur er hér á undan notar staðbundinn gervihnött (e. geostationary) sem er hátt yfir miðbaug. Önnur notkun staðbundinna gervihnattasambanda er sem bakhjarl (varaleið) fyrir jarðbundin sambönd s. s. sæstrengi. Þekktast slíkra kerfa er Intelsat sem spannar stærstan hluta jarðarinnar. Landssími Íslands hf er einn eigenda þess kerfis með 0,149% hlut Töf (Latency) er vandamál Einn meginókostur sambanda um staðbundna gervihnetti er töf (e. latency) 22 sem er um ms (=0,5-0,6 sek). Töfin stafar fyrst og fremst af vegalengdinni á milli tveggja enda sem er um km. Sum samskipti kalla á tugi skilaboða áður en raunveruleg gögn fara um hnöttinn. Ef skilaboðin eru 20 er lágmarkstöf um 10 sek sem er allt of langur tími. Töf í jarðbundnum samböndum er innan við 1/10 af töf í samböndum um staðbundna gervihnetti og töf í lágfleygum gervihnattakerfum er um 1/5 af töfinni í staðbundnum gervihnöttum Lágfleyg gervihnattakerfi Margir hafa litið til lágfleygra gervihnattasímkerfa sem framtíðarlausnar fyrir flutning gagna þar sem ekki er aðgangur að ódýrum samskiptaleiðum. Kerfi fyrirtækisins Iridium 23 er eina slíka kerfið, sem spannar allan heiminn, og er í almennri notkun. Mikil umræða hefur orðið um Teledesic 24 kerfið, frá samnefndu fyrirtæki, sem markaðsfærir það sem Internet -in-the-sky. Um er að ræða breiðbandskerfi. Bandbreidd í kerfinu getur verið allt að 64 Mbs til notanda og allt að 2 Mbs frá notanda og það mun spanna 100% mannkyns með 288 gervihnöttum. Ekki er vitað (hvort og) hvenær (2004 samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins) kerfið verður tekið í notkun. Ljóst er að slík kerfi munu eiga erfitt með að keppa við flest jarðbundin kerfi, aðallega vegna kostnaðar. Engu að síður er þarna um valkost að ræða sem vert er að fylgjast með Samantekt um tengingu fyrirtækja og stærri notenda Fyrirtækjum stendur til boða bandbreidd sem er allt að 155 (620) Mbs á viðráðanlegu verði. Það er þó ljóst að fá fyrirtæki hafa raunverulega þörf fyrir slíka bandbreidd nú, hvað sem síðar kann að verða. Mörg stærstu fyrirtækin eru aðeins með 2 Mbs tengingar sem eru með mjög lágum nýtingarstuðli (2-5%) í flestum tilvikum. Ekki er gert ráð fyrir því að gagnasambönd um gervihnetti verði almennt notuð á næstu árum af ástæðum semtaldar eru hér á undan. 22 Sjá grein um töf: 23 Sjá nánar 24 Sjá nánar 20

21 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland 6 Ísland í alþjóðaumhverfi Netumferð til útlanda er að aukast og hefur um það bil tvöfaldast á ári, síðustu ár. Þessi umferð er í vaxandi mæli að skila auknum tekjum í þjóðarbúið, beint og óbeint. Mynd: Þróun burðargetu á útlandasambandi Intís Ef netsamband til landsins er ekki fullnægjandi leita fyrirtæki annað með vistun vefja (sem er óheppilegt) og einnig, í einhverjum mæli, með þá þjónustu sem tengist vefnum. Sérstaklega er öflugt og öruggt netsamband mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna sem í vaxandi mæli byggir kynningar- og sölustarfsemi sína á vefnum, jafnvel að því marki að reikna með að öll aukning í sölu 25 verði á Internetinu. Þá eru öflugar og góðar tengingar mikilvægar vegna ört stækkandi markaðar fyrir þjónustu og hugbúnað íslenskra hugvitsfyrirtækja. Rétt er að vekja athygli á þeirri sérstöðu útlandasambanda að umferð hingað er greidd af Íslendingum þar sem við leggjum til línuna til landsins. Því verður sú spurning áleitin hvort það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja öflugar samgöngur á þessu sviði með einhverjum hætti, líkt og siglinga- og flugleiðir til landsins? 6.1 Útlandasambönd Lengi var Landssími Íslands hf, og forverar hans, eini aðilinn sem átti sambönd til útlanda og seldi aðgang að þeim. Stjórn fyrirtækisins leit á það sem skyldu sína að koma upp og reka slík sambönd til þess að sinna þörf markaðarins. Nú eru fleiri aðilar sem bjóða sambönd til útlanda og má nefna Intís hf (sem reyndar leigir af Landssímanum) og Íslandssíma hf sem nýlega hefur bæst í hópinn (notar sama streng og Landssíminn). 25 Flugleiðir 21

22 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Staða Landssímans er því breytt auk þess sem fjárhagsleg afkoma slíkra sambanda er ekki jafn trygg og þegar Landssíminn sat einn að þeim. Líklegt má telja að á næstu árum muni þeim aðilum fjölga sem kaupa slík sambönd til og frá landinu milliliðalaust annað hvort í sæstreng(jum) eða um gervihnetti. Vitað er að Íslandssími á kauprétt á 2*155 Mbs sambandi í Cantat Sæstrengir Sem stendur er aðeins einn strengur sem liggur til Íslands, Cantat 3. Hann er í eigu Landssíma Íslands hf og fleiri aðila. Lögð er lykkja á leið kapalsins, yfir Atlantshafið, og hún tekin á land í Vestmannaeyjum. Heildarflutningsgeta kapalsins er 2,5 Gbs (=2.500 Mbs). Sem stendur hefur Landssíminn til ráðstöfunar 2*155 Mbs í kaplinum auk þess sem Íslandssími hefur 45 Mbs. Þar sem aðeins er um einn streng að ræða er öryggi gagnasambanda við Ísland mjög lítið sem er mjög alvarlegt þar sem vaxandi hluti alþjóðaviðskipta okkar byggir á honum, eins og áður sagði. Varaleiðir eru aðeins um staðbundna gervihnetti sem eru yfir miðbaug (e.: Geostationary). Slík sambönd eru ekki eins hraðvirk og um sæstreng jafnvel þó nægileg bandbreidd sé til staðar (sjá umfjöllun um töf í kafla ). Cantat-3 byggir á eldri tækni með mörgum mögnurum á leiðinni yfir hafið. Slíkur strengur er líklegri til að bila heldur en nýrri strengir með færri, eða engum, mögnurum. Þá var stofnkostnaður hans mun hærri en nú er við nýja strengi. Af þessum sökum verður rekstrarkostnaður hans meiri og rekstraröryggi minna. Eftir því sem umferð færist af honum yfir á aðra, ódýrari strengi, kann sú staða að koma upp að Íslendingar verði einu notendur strengsins og beri allan þunga af rekstri hans. Aðrir eigendur strengsins vita sem er að við erum algerlega háð þessum streng um tengingar við útlönd og því má ætla að hann sé okkur dýrari en ella. Því er mikilvægt að skapa mótvægi við hann. Nýjum sæstrengjakerfum sem spanna allan heiminn (t. d. Project Oxygen 26 / 27 ) virðist ekki ætlað að koma að Íslandsströndum þannigað sú spurning verður áleitin hvort Íslendingar verði sjálfir að sjá sér fyrir tengingum í framtíðinni? Varaleiðir Sem stendur er eina varaleið okkar um gervihnött. Þegar rof verður á Cantat 3 eru samböndin flutt upp í gervihnetti sem oftar en ekki tekur nokkurn tíma. 26 Vefslóð: 27 Oxygen kerfið hefur flutningsgetu sem er 2,56 Tbs (=2.560 Gbs) með hringtengingu sem fyrirtækið fullyrðir að leiði til 0,3 sek roftíma að hámarki við bilun í streng. 22

23 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland Á meðan er landið sambandslaust og þegar samband er komið á um gervihnött er það ekki eins hraðvirkt vegna a. m. k. 10 sinnum lengri tafar (e.: latency, sbr. kafla ) í gervihnattasamböndum. Eftir því sem netnotkun eykst verður enn mikilvægara að hafa tryggari varaleiðir en nú er Samstarf um varaleiðir Eins og getið er í kafla er afar mikilvægt að öflugar millitengingar séu á milli þeirra sem eru að bjóða tengingar við útlönd í heildsölu. Ekki síður er mikilvægt að samstarf náist um varaleiðir þar sem ella gæti stór hluti notenda Internetsins orðið ófær um að nota samband sitt ef bilun verður í Cantat-3. Varpað er fram þeirri spurningu hvort ekki ætti að gera þá kröfu til þeirra sem selja aðgang að útlandasamböndum að þeir hafi samning um fullnægjandi varaleið, eða geri viðskiptavinum sínum ella grein fyrir því að þeir geti orðið sambandslausir við rof á sæstrengnum? Valkostir í útlandasamböndum Nú felst samkeppni í tengingum til og frá Íslandi fyrst og fremst í því að þrír heildsöluaðilar bjóða bandbreidd í sama strengnum. Ekki fæst uppgefið á hvaða verði verið þeir eru að kaupa bandbreiddina en ólíklegt er að mikil samkeppni sé um verð til íslenskra heildsölufyrirtækja af þeim sökum sem áður greinir. Sem stendur virðist framtíð gagnasambanda við Ísland byggjast á nokkrum valkostum: Keypt verði aukin bandbreidd í Cantat 3 þar til hann er fullnýttur og/eða ekki verður hægt að kaupa meiri bandbreidd vegna nýtingar annarra. Nú er Landssíminn með 2 stk 155 Mbs sambönd í strengnum og Íslandssími 45 Mbs. Líklegt er að á næstunni muni annar hvor aðilinn, eða aðrir, kaupa meiri bandbreidd í Cantat 3. Stuðlað verði að því að lagður verði strengur á milli Íslands, um Færeyjar og Hjaltlandseyjar til Evrópu (og seldur aðgangur að bandbreidd í honum til annarra en Íslendinga). Sá strengur myndi keppa við Cantat 3 og verða mun ódýrari í rekstri þó ekki sé víst að sú hagkvæmni skilaði sér vegna lítillar nýtingar eða lækkunar á verði bandbreiddar í Cantat 3 við aukna samkeppni. Stuðlað verði að því að erlend fjarskiptafyrirtæki leggi lykkju á leið strengja, sem lagðir verða yfir Atlantshafið, og taki enda á land hér. Ekki er víst að þau telji slíkt fýsilegt (sjá kafla 6.1.1) vegna lítilla viðskipta og óhagkvæmni. Bandbreidd fáist á lágfljúgandi gerivhnattakerfum sem hafa mun minni töf en þeir hnettir sem eru staðbundnir. Á þessu stigi er ekki vitað hvað slík bandbreidd mun kosta né hvort eða hvenær hún verður tiltæk 28. Afar mikilvægt er að tryggja nægan aðgang að flutningsgetu til útlanda vegna þeirrar öru þróunar sem á sér stað í netsamskiptum og viðskiptum á netinu. 28 Höfundur skýrslunnar telur ólíklegt að það verði á næstu árum. 23

24 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Því hefur verið fleygt að strengur milli Íslands og Evrópu kosti álíka mikið og ein jarðgöng, eða um 3-4 milljarða króna. Í ljósi mikilvægis hans vegna öryggis verður að skoða þennan valkost mjög vel og bera saman við aðrar lausnir sem okkur standa til boða. Með nýrri tækni verður hægt að leggja streng héðan til Færeyja án þess að hafa magnara á kaplinum en það minnkar bilanalíkur, og þá um leið rekstrar- og viðhaldskostnað, verulega Kostnaður vegna tenginga við útlönd Kostnaður Íslendinga við netsamskipti við önnur lönd verður alltaf hærri en almennt gerist á milli landa og jafnvel verulega hærri, vegna smæðar markaðarins hér á landi og fjarlægðar frá næstu löndum. Rétt er að benda á þá staðreynd að millilandatengingar á milli samliggjandi landa í Evrópu eru mjög stuttar og það hefur stundum verið sagt í gamni að þær séu aðeins 1-2 sentimetrar að lengd meðan lengd þeirra skiptir jafnvel þúsundum kílómetra hjá okkur. Þetta er sá samanburður sem við eigum við að glíma þegar kostnaður okkar við þátttöku í stafrænum heimi (e.: Digital World) er borinn saman við kostnað annarra landa. 6.2 Hvenær þarf að taka ákvörðun? Vegna öryggissjónarmiða og þess að þörf fyrir bandbreidd á næstu árum kann að reynast stórlega vanmetin er mikilvægt að huga sem fyrst að valkostum við Cantat-3 strenginn og tryggja svo áframhaldandi vöxt í netsamskiptum með ákvörðun eins fljótt og auðið er. 7 Þróun netnotkunar Að mati sérfræðinga er tíminn til að ákveða hvort ráðist verður í lagningu nýs kapals skammur og að líkindum verður að hefja framkvæmdir innan tveggja ára ef tekið er mið af aðstæðum. Margt af því sem sagt er í köflunum hér á undan fellur með réttu undir þennan kafla. Engu að síður hefur þetta kaflaheiti verið valið til þess að fjalla um stöðu og horfur. 7.1 Hver er staðan hér á landi Um landið liggur ljósleiðari (sjá mynd í viðauka 1) sem unnt er að auka bandbreiddina í nær ótakmarkað ef þörf krefur með því að skipta um búnað við hann. Sem stendur er sú bandbreidd sem er til reiðu 2,5 Gbs. Landssíminn telur að næg bandbreidd sé til staðar á öllum þéttbýlisstöðum þegar hennar verður þörf. Engu að síður er ljóst að margir munu ekki hafa jafn marga valkosti eða jafn greiðan aðgang að bandbreidd og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu þar sem mörg fyrirtæki keppa um hylli viðskiptavina. Sérstaklega á þetta við um staði sem liggja langt (5 km eða meira) frá símstöðvum eða þar sem línufjöldi er ekki í samræmi við eftirspurn. Eins og fram kemur í kafla munu t. a. m. á þriðja þúsund sveitabæja vera utan þessara marka. Sett hefur verið fram það markmið í fjarskiptalögum að allir símnotendur á landinu hafi aðgang 128 Kb/s flutningsgetu sem þeir 24

25 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland tengjast um heimtaugar almenna talsímanetsins. Á sama tíma munu þeir sem búa 3-5 km frá símstöð eiga kost á ADSL tengingu, sem leyfir allt að 1,5 Mbs (12x meiri hraði en á ISDN) sítengingu, fyrir fast mánaðargjald. 7.2 Spá um þörf fyrir Internetbandbreidd Á vefsíðu 29 Project Oxygen kemur fram að á árabilinu 1993 til 1998 hafi meðalaukning bandbreiddar vegna Internet- og rafrænna viðskipta verið 87% á ári. Síma- og fax-umferð er talin vaxa um 10-15% á ári og sett er fram sú fullyrðing að árið 2002 verði hún aðeins um 10% af heildarnotkun. Hér á landi eru fáir sem treysta sér til þess að spá um þróunina á næstu árum. Þeir sem spá treysta sér ekki til að spá lengra fram í tímann en næstu 2-3 árin enda afar erfitt um vik þar sem mikil gerjun er á þessu sviði um þessar mundir og aukningin gæti orðið mun meiri en spáð er nú. Langflestir sem rætt var við telja að bandbreiddarþörfin muni tvö- til þrefaldast á ári, næstu tvö til þrjú árin en einstaka telja aukninguna minni, eða um 50%, aðrir meiri. Þetta á við um innanlandsnotkun og tengingu okkar til útlanda. Einnig var leitað fanga á vefnum og í erlendum skýrslum. Áður er getið um spá Póst- og fjarskiptastofnunar (sjá kafla 4). Alls staðar kemur fram að talið er mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, að spá með nokkurri vissu um framtíðina á þessu sviði Spá um bandbreiddarþ örf Bandbreidd - Mbs % 100% 200% Framboð nú Mynd: Þrjár spár um bandbreiddarþörf til útlanda, 50%, tvöföldun (100%) og þreföldun (200%). Miðað er við september ár hvert og ekki tekin inn síma- og faxumferð. Ef tekið er mið af því sem flestir spáðu, 2-3 földun á næstu árum, og miðað við stöðuna eins og hún var 9. september síðastliðinn (1999) þá ætti bandbreiddarþörfin, til útlanda, að vera orðin Mbs (tvötil þreföldun) í september árið Ári seinna ætti hún að vera orðin á bilinu Mbs. Eins og sést á þessu eru vikmörkin stór sem undirstrikar hversu fljótt getur stefnt í óefni ef spár reynast of lágar. Rétt er að undirstrika að bandbreidd vegna símanotkunar er ekki meðtalin í spánni

26 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Það er mat skýrsluhöfundar að tvöföldun á ári, næstu tvö árin, sé raunhæf viðmiðun ef engar stórkostlegar breytingar verða á þeirri notkun sem nú er fyrirséð. Sem stendur er framboðið 139 Mbs sbr. kafla Helsti hemillinn á meiri Internetnotkun Lögð var sú spurning fyrir alla viðmælendur skýrsluhöfundar hver væri helsti hemillinn á aukna bandbreiddarnotkun þeirra fyrirtækja og stofnana sem þeir voru fulltrúar fyrir. Svarið var skýrt og skorinort frá öllum: Kostnaður. 7.4 Fjölgun notenda á Internetinu Allt bendir til þess að fjöldi Internetnotenda aukist ekki jafn hratt á næstu árum og hann hefur gert hingað til. Samkvæmt könnunum NUA Ltd. 30 hefur Internetnotendum í heiminum fjölgað um 50 milljónir á ári frá árinu 1996 til þessa dags. Mynd: Spá um fjölda notenda á Internetinu Á árunum 2000 til 2005 mun notendum aðeins fjölga um 100 milljónir að mati NUA Ltd., eða um 20 milljónir að meðaltali og verða um 350 milljónir árið Á móti því kemur hins vegar að notkunin eykst mun meira, hlutfallslega, en fjölgun notenda segir til um. Svipaðrar tilhneigingar verður vart hér á landi, ákveðin mettun á sér stað. 30 Víða er vitnað til þessa fyrirtækis m. a. í DDD, nýútkominni skýrslu um Det Digitale Danmark ( Slóðin til Nua er: 26

27 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland Fjöldi Internetnotenda í heiminum er nú: Allur heimurinn milljón Afríka...1,72 milljónir Asía/Kyrrahafið... 33,61 milljón Evrópa... 47,15 milljónir Miðausturlönd...0,88 milljónir Bandaríkin og Kanada ,4 milljónir Suður-Ameríka...5,29 milljónir Athyglisvert er hversu stór hluti notenda er í Evrópu og Bandaríkjunum. Færri notendur eru utan Bandaríkjanna og Evrópu en eru í Evrópu. 7.5 Helstu notkunarsvið Internetsins Búast má við margs konar nýrri notkun Internetsins á næstu árum, hvort sem er á sviðum sem nú eru á þróunarstigi eða eiga eftir að koma fram síðar. Sem dæmi má nefna tengingu margs konar tækja á heimilum og í farartækjum við Internetið og aukna sjálfvirkni því samfara. Þá verður notkun farsíma og lófatölva í tengslum við margs konar Internetþjónustu sífellt algengari og með því opnast nýir möguleikar til dæmis í viðskiptum og upplýsingadreifingu. Tölva verður því ekki alltaf nauðsynleg til þess að ná sambandi við Internetið. Eftirfarandi er líklegt að verði meginnotkun á næstunni: Viðskipti á Internetinu munu stóraukast á næstu árum. Spá NUA Ltd er að þau muni sjöfaldast frá árinu 1999 til ársins 2002 (þriggja ára tímabil). Margir líta til þess að notkun almennings á fjölmiðlum á netinu (hljóð og mynd) muni aukast verulega. Rétt er þó í því sambandi að minna á þær takmarkanir sem eru á bandbreidd inn á heimilin. Það leiðir til þess að margir verða að láta sér nægja að sækja skrár og skoða síðan í tölvunni (eða hlusta á) í stað þess að taka á móti í beinni. Mannleg samskipti eru í vaxandi mæli að flytjast á Internetið sem margir kalla hnattrænan samkomustað (e.: Global Meeting Place). Fræðslu- og skólastarf mun í vaxandi mæli flytjast á Internetið ekki síst vegna vaxandi krafna um símenntun. Í heilbrigðisgeiranum verða fjarlækningar mikilvægur vaxtabroddur, ekki síst hér á landi, vegna dreifðrar búsetu. Mjög vaxandi þörf er fyrir vinnu fjarri vinnustað (TeleWorking). Vaxandi hluti vinnandi fólks mun verja sístækkandi hlut af vinnutíma sínum heima hjá sér og þannig endurskilgreina hugtakið vinnustaður. Talsímanotkun mun í vaxandi mæli flytjast á netið, hugsanlega með myndflutningi. 27

28 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Alls konar aðlögun upplýsinga á netinu að þörfum hvers og eins verður sjálfsögð og aðgengileg alls staðar þar sem tenging er til staðar. Notandinn hefur aðgang að sínum upplýsingum óháð stað og tæki. Mynd: Viðskipti í heiminum yfir, eða í tengslum við, Internetið. 7.6 Skólar, fjarkennsla og rannsóknir Aukin notkun Internetsins kallar á breyttar áherslur í skólamálum, símenntun og allri fræðslu. Skólakerfið 31 verður að vera í framlínunni þegar kemur að hagnýtingu netsamskipta og þjálfun einstaklinga í að hagnýta sér Internetið. Skólakerfið verður að búa notendur undir það að hagnýta þessa tækni til hins ítrasta en einnig að sjá fyrir símenntun með fjarkennslu yfir Internetið. Ljóst er að á næstu árum mun skortur á aðgengi að bandbreidd verða þróun skóla fjötur um fót ef ekkert verður að gert Bandbreidd skóla Í viðtölum við skólamenn má greina nokkra varkárni í umfjöllun um þörf fyrir bandbreidd. Algeng bandbreidd til skóla hér á landi er 64 kbs, eða minna, meðan skólar í nágrannalöndum kvarta undan því að 0,5-2 Mbs sé of lítið og aðrir eru með Mbs tengingu. Hér hefur staðan verið sú að margir skólar hafa saman verið að samnýta 2 Mbs tengingu Íslenska menntanetsins. Aðrir skólar á háskóla- eða framhaldsskólastigi hafa sjálfir komið sér upp tengingum og þá oftast 2 Mbs. Með tölvuvæðingu skóla verður tenging þeirra við Internetið að flöskuhálsi. Skólanemar eru vanir Internetnotkun og gera þá kröfu til 31 Opinberir skólar, einkaskólar og aðrar fræðslustofnanir. 28

29 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland skólans sína að hann bjóði ekki lakari tengingu en þeir eiga að venjast heimavið. Af þeim sökum verður að setja raunhæf markmið varðandi fræðslunet á Íslandi: Lágmarkstenging (flestra) skóla verði 2 Mbs í upphafi en vaxi svo með aukinni þörf. Tölvulagnir í hverja stofu verði regla fremur en undantekning í öllum skólum. Einnig kemur til álita að nota þráðlaus net. Byggt verði upp fræðslunet sem spannar allt landið með a. m. k. 155 Mbs flutningsgetu til skamms tíma litið. Háskólar og rannsóknastofnanir á Íslandi tengist beint á fræðslunetið með 155 Mbs flutningsgetu. Fullvíst er að þessi óhefti aðgangur að ótakmarkaðri bandbreidd verður hvati til þróunar á skólastarfi og auknu aðgengi almennings að skólum og símenntun. 8 Tækifæri Íslendinga Þróun nauðsynleg skólum Ekki er nægilegt að bjóða fram mikla bandbreidd til skólanna. Hún þarf að vera á viðráðanlegu verði, þróa verður og nýta möguleika netsins við fræðslu og menntun og síðast en ekki síst verða kennarar og leiðbeinendur að fá menntun í notkun nýrra aðferða við að miðla þekkingu með aðstoð netsins. Á Íslandi er eitt fullkomnasta fjarskiptakerfi heimsins, notkun síma og farsíma er mjög útbreidd og tölvueign er almenn. Um 70% landsmanna hafa aðgang að Internetinu. Við höfum því alla möguleika til þess að standa framarlega í hagnýtingu Internetsins ef réttar ákvarðanir eru teknar á næstu mánuðum og árum. Við getum orðið afl í alheimsviðskiptum á netinu og eigum að ætla okkur stóran hlut þar a. m. k. ekki minni en hlutur okkar er nú í alþjóðaviðskiptum. Flugleiðir eru gott dæmi um íslenskt fyrirtæki sem er í öflugri sókn á erlendum mörkuðum og ætlar Internetinu stóran hlut í þeirri sókn. Íslenskt hugvit hefur og verið í mikilli sókn, ekki síst hugbúnaðarhúsin sem þurfa mikla bandbreidd vegna starfsemi sinnar erlendis. Því verður að leggja mikla áherslu á að tryggja ódýran aðgang að nægilegri flutningsgetu til þess að standa ekki í vegi fyrir sambærilegri þróun hér á landi og á sér stað í nágranna- og samkeppnislöndum okkar. 8.1 Bandbreidd notenda hemill á þróun Ekki verður of rík áhersla lögð á þá staðreynd að miðað við núverandi tækni og kostnað er aðgangur notenda háður allmiklum takmörkunum (sjá kafla 5.2.6) hvað varðar bandbreidd þegar litið er til þeirrar þróunar sem vænta má á næstu mánuðum og árum. 29

30 Stafrænt Ísland Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd og samgönguráðuneytið Lagt er til að sett verði metnaðarfull markmið í þessu efni jafnt og fyrir útlandatengingar. Slík markmið gætu verið: Allir Íslendingar verði tengdir Internetinu innan tveggja ára. Heimili eigi kost á 2-5 Mbs tengingu við Internetið innan þriggja ára á viðráðanlegu verði. Við hönnun nýrra íbúðahúsa verði gert ráð fyrir tölvulögn í öll herbergi hússins, eða ígildi hennar með þráðlausu neti. Ekki verður of rík áhersla lögð á að við setjum okkur framsækin markmið ef við viljum vera fullgildir þátttakendur í þróun Internetsins í heiminum og halda þeirri forystu sem við höfum nú náð á því sviði. Þróun Internetsins er hröð og stundargleði yfir áunnum sigrum getur orðið okkur dýrkeypt ef ekki er haldið áfram. Reykjavík, 4. janúar 2000 Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 32 9 Heimildaskrá Víða í skýrslunni er getið heimilda í neðanmálsgreinum. Hér er bætt nokkru við þann lista sem ekki er þegar fram kominn í skýrslunni: 1. OECD Communications Outlook Útgefandi OECD DDD, det digitale Danmark omstilling til netværkssamfundet. Útgefandi: Forskningsministeriet, Danmark ISBN og 3. Access to bandwidth : Bringing higher bandwidth services to the consumer, A Consultation Document issued by the Director General of Telecommunications. Desember Útgefandi: OFTEL: Office of Telecommunication, UK 4. The Measuring Information Society Barometer, vefsetur, og 5. EcaTT:Electronic Commerce and Telework Trends, vefsetur, 6. The Standard, vefsetur, 7. The Bathwick Group, vefsetur, 8. The Internet is for everyone, vefsetur, 9. Media metrix, Top Rankings, vefsetur, 32 Upplýsingar um höfundinn má lesa á vefslóðinni: og 30

31 Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið RUT-nefnd, samgönguráðuneytið Stafrænt Ísland 10 Viðauki I Ljósleiðaranet Landssímans 31

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Nýting ljósleiðara á Íslandi

Nýting ljósleiðara á Íslandi Nýting ljósleiðara á Íslandi Fyrirspurnir: Sæmundur E. Þorsteinsson saemi@hi.is Greinin barst 23. febrúar 2017 Samþykkt til birtingar 28. apríl 2017 Sæmundur E. Þorsteinsson a a Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild,

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Drög að ákvörðun Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) xx. desember 2017 EFNISYFIRLIT Bls. 1 Inngangur... 3 1.1 Ákvörðun PFS nr. 21/2014... 3 1.2

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Fimmtudagur 2. júlí 2009 Ákvörðun til bráðabirgða nr. 2/2009 Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Tilefni og málsmeðferð 1. Í bréfi til Samkeppniseftirlitsins, dags. 28. maí 2009,

More information

Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla

Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla Janúar 2001 Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla ISBN 9979-9133-9-8 2001 Prentsmiðjan Oddi hf.

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni. Póst og fjarskiptastofnun

Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni. Póst og fjarskiptastofnun Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni Póst og fjarskiptastofnun 1 Efnisyfirlit 1.1 Samantekt...bls. 3 1.2 Inngangur...bls. 5 2.0 Hvað er VoIP...bls. 6 2.1 Tegundir VoIP aðferða...bls. 6 2.2 Kostir

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Stiklur í fjarskiptaþróun fyrri hluti

Stiklur í fjarskiptaþróun fyrri hluti Stiklur í fjarskiptaþróun fyrri hluti 1850 Sæsímastrengur lagður yfir Ermarsund. 1858 Sæsímastrengur lagður yfir Atlantshaf dugar stutt. 1865 Sæsímastrengur lagður frá Írlandi til Bandaríkjanna. 1889 Fyrsti

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit

MARKAÐSÁÆTLANIR Markviss sókn til árangurs. Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur...4 Að skilja markaðsmál...5 Fyrirtækið og markaðsáætlun...6 Hluti I. Öflun markaðsþekkingar...7 Greining tækifæra til sóknar...7 Öflun upplýsinga um markaðinn - markaðsrannsóknir..8

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Föstudagur 16. september 2011 Ákvörðun nr. 30/2011 Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Upphaf máls og málsmeðferð... 2 II. Sjónarmið málsaðila... 4 1. Kvörtun Nova... 4 2. Umsögn Símans

More information

Nýjar leiðir í fjölmiðlun og afþreyingu

Nýjar leiðir í fjölmiðlun og afþreyingu T í m a r i t S k ý r s l u t æ k n i f é l a g s Í s l a n d s 1. t b l. 3 1. á r g a n g u r j ú n í 2 0 0 6 Meðal efnis: Neytendur taka völdin Kröftugar UT-konur Nýr vettvangur afþreyingar Ábyrgð á

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. Reykjavík, 30. júní 2015 Ákvörðun nr. 19/2015 Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi, dags. 17. febrúar sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samruna Geymslna

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf.

Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Áhrifaþættir á alþjóðlegan vöxt Össurar hf. Auður Hermannsdóttir og Snjólfur Ólafsson Mikil breyting hefur orðið á íslensku viðskiptalífi á síðasta áratug. Íslensk fyrirtæki eru stærri og öflugri en áður

More information

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð Iðunn Elva Ingibergsdóttir Áhrif PSD2 tilskipunarinnar á núverandi markaðsaðila á Íslandi Undirbúningur og viðbrögð

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) Viðauki D Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) 5. febrúar 2007 EFNISYFIRLIT A. Athugasemdir Símans

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS

VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG. Útrásin og nýsköpun. Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi. Ásdís Jónsdóttir. Desember 2006 RANNÍS VÍSINDI, NÝSKÖPUN OG SAMFÉLAG Útrásin og nýsköpun Hlutverk útrásarfyrirtækja í þekkingarsköpun á Íslandi Ásdís Jónsdóttir Desember 2006 RANNÍS Vísindi, nýsköpun og samfélag Ágrip Í þessari samantekt eru

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Greining samkeppnisumhverfis

Greining samkeppnisumhverfis Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem hafa áhrif á hættu á myndun samkeppnishindrana Þorsteinn Siglaugsson Greining samkeppnisumhverfis Samantekt um nokkra helstu þætti sem

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum:

Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: BSc í viðskiptafræði Bein erlend fjárfesting í íslenskum nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum: Orsakir, áhrif og efnahagsleg þýðing Nafn nemanda: Kolbeinn Sigurðsson Kennitala: 111191-2479 Nafn nemanda: Guðjón

More information

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf.

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf. Föstudagurinn, 9. febrúar 2018 Ákvörðun nr. 5/2018 Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf. Efnisyfirlit bls. I. SAMRUNATILKYNNINGIN OG MÁLSMEÐFERÐ... 2 II. SAMRUNINN OG AÐILAR HANS... 3 III. SKILGREINING

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Pressuböll fyrr og nú. Blaðamaðurinn Janúar tbl. 27. árgangur. Málþing Fjölmiðlamiðstöðvar Reykjavíkurakademíunnar

Pressuböll fyrr og nú. Blaðamaðurinn Janúar tbl. 27. árgangur. Málþing Fjölmiðlamiðstöðvar Reykjavíkurakademíunnar Blaðamaðurinn Janúar 2005 1. tbl. 27. árgangur FÉLAGSTÍÐINDI BLAÐAMANNAFÉLAGS ÍSLANDS Pressuböll fyrr og nú Tjáningarfrelsi er ekki frekar en önnur frelsisréttindi án takmarkana. Þannig segir Ný tækni,

More information

Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf.

Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf. Föstudagur, 2. september 2016 Ákvörðun nr. 23/2016 Samruni Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 20. maí 2016 barst Samkeppniseftirlitinu tilkynning um

More information

Samkeppnishæfni þjóða

Samkeppnishæfni þjóða Mynd frá Harvard: Fólk af ýmsu þjóðerni sem kennir MOC - Samkeppnishæfni Samkeppnishæfni þjóða Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR

RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR RAFRÆNN REIKNINGUR STOÐUPPLÝSINGAR BURÐARLAG OG ÖRYGGI 14. október 2009 Ritnefnd um burðarlag og öryggi Inngangur Þetta skjal er hluti af stoðupplýsingum sem styðja tækniforskrift fyrir rafræna reikninga.

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Education Policy Analysis -- 2004 Edition Summary in Icelandic Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa Útdráttur á íslensku Kafli 1 sækir aftur í þema sem fyrst var rannsakað af OECD fyrir um 30 árum og

More information

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti Ákvörðun nr. 2/2018 Fækkun dreifingardaga á pósti I. Tilkynning Íslandspósts Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS), með bréfi dags. 28. september 2017, að sú ákvörðun

More information

Sæstrengur og hagur heimila Greining áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins Gefið út af GAMMA í september 2013 Ritstjóri og ábyrgðamaður: Ásgeir

Sæstrengur og hagur heimila Greining áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins Gefið út af GAMMA í september 2013 Ritstjóri og ábyrgðamaður: Ásgeir Sæstrengur og hagur heimila Greining áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins Gefið út af GAMMA í september 2013 Ritstjóri og ábyrgðamaður: Ásgeir Jónsson Höfundar: Ásgeir Jónsson, Gísli Hauksson, Jón

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information