Internetið og íslensk ungmenni

Size: px
Start display at page:

Download "Internetið og íslensk ungmenni"

Transcription

1 Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason

2

3 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve miklu leyti íslensk ungmenni nota internetið. Fjallað er um internetið sem afþreyingu, internetið sem samskiptatæki og loks internetið í praktískum tilgangi. Gögnin sem hér er stuðst við koma úr smiðju kannanabálksins Börn og sjónvarp á Íslandi, þ.e. síðustu tvær loturnar árin 1997 og Bæði árin voru spurningakannanir lagðar fyrir slembiúrtak sem samanstóð af börnum í bekk í grunnskólum í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Árið 1997 var samanstóð úrtakið af 984 börnum, en árið 2003 var úrtakið 1004 börn. Skoðaður er munur á internetnotkun eftir kyni og bekk, með því að bera saman hlutföll með krosstöflum og reiknað kíkvaðratpróf til að prófa marktækni. Ungmenni á Íslandi virðast vera frekar mikið að nota internetið, hvort sem það er til afþreyingar, samskipta eða hafi eitthvert sérstakt notagildi. Strákar nota internetið yfirleitt meira en stelpur og í flestum tilfellum eykst notkun internetsins eftir því sem börnin eru eldri. Þá hefur notkun internetsins aukist töluvert frá árinu

4 Efnisyfirlit INNGANGUR HVAÐ ER INTERNETIÐ? RANNSÓKNIR NOTAGILDISHEFÐIN, MCLUHAN OG RAFRÆNIR MIÐLAR SPURNINGAR KAFLAR TILKOMA INTERNETSINS OG FORSENDUR NOTKUNAR FORSENDUR NOTKUNAR BÖRN OG SJÓNVARP Á ÍSLANDI AÐFERÐIR OG GÖGN RANNSÓKNIN RANNSÓKNIN SVARHLUTFALL BREYTUR ÚRVINNSLA GAGNA ENDURFLOKKUN BREYTA AFÞREYING VEFVÖFRUN LEIKIR Á NETINU NIÐURSTÖÐUR UMRÆÐA SAMSKIPTI TÖLVUPÓSTUR SPJALL NIÐURSTÖÐUR UMRÆÐA NOTAGILDI NIÐURHAL UPPLÝSINGAR NIÐURSTÖÐUR UMRÆÐA EIGNARHALD TÖLVA OG NETTENGD UNGMENNI UMRÆÐA OG SAMANTEKT HEIMILDIR

5 Yfirlit taflna og mynda MYND 3.1. UPPLÝSINGAR UM KYNFERÐI VIÐMÆLENDA OG BEKK ÁRIN 1997 OG MYND 3.2. SPURNING UM UPPLÝSINGAVEITUR 1997 OG MYND 3.3. SPURNING UM INTERNETNOTKUN MYND 3.4. SPURNING UM INTERNETNOKTUN MYND 3.5. SPURNING UM UPPLÝSINGAVEITUR MYND 3.6. SPURNING UM HVAR OG HVERNIG BÖRNIN SPJALLA MYND 3.7. SPURNING UM NIÐURHAL MYND 5.1. HLUTFALL STRÁKA Á VEFSÍÐUM, GREINT EFTIR BEKK 1997 OG MYND 5.2. HLUTFALL STELPNA Á VEFSÍÐUM, GREINT EFTIR BEKK, 1997 OG MYND 5.3. HLUTFALL BARNA SEM FER Á VEFSÍÐUR 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 5.4. HLUTFALL BARNA SEM FER Í LEIKI Á INTERNETINU 2003, GREINT EFTRI KYNI OG BEKK MYND 6.1. HLUTFALL STRÁKA SEM LES OG SENDIR TÖLVUPÓST, GREINT EFTIR BEKK 1997 OG MYND 6.2. HLUTFALL STELPNA SEM LES OG SENDIR TÖLVUPÓST, GREINT ERFTIR BEKK 1997 OG MYND 6.3. HLUTFALL BARNA SEM SENDIR TÖLVUPÓST 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 6.4. VINSÆLUSTU SPJALLFORRITIN OG LEIÐIR TIL SPJALLS MYND 6.5. HLUTFALL BARNA SEM SPJALLA MEÐ MSN MESSENGER 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 6.6. HLUTFALL BARNA SEM SPJALLA VIÐ ÞEKKTA VIÐMÆLENDUR 2003, GR. EFTIR KYNI OG BEKK MYND 6.7. HLUTFALL BARNA SEM FARA Á SPJALLTORG 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 6.8. HLUTFALL BARNA SEM FARA Á SPJALLRÁSIR 2003, GREINT ERTIR KYNI OG BEKK MYND 6.9. HLUTFALL STRÁKA SEM FARA Á SPJALLRÁSIR, GREINT EFTIR BEKK 1997 OG MYND 6.10 HLUTFALL STELPNA SEM FARA Á SPJALLRÁSIR, GREINT EFTIR BEKK 1997 OG MYND 7.1. HLUTFALL BARNA SEM SÆKJA TÓNLIST AF INTERNETINU 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 7.2. HLUTFALL BARNA SEM SÆKJA KVIKMYNDIR AF INTERNETINU 2003, GR. EFTIR KYNI OG BEKK.. 50 MYND 7.3. HLUTFALL BARNA SEM SÆKJA TÖLVULEIKI AF INTERNETINU 2003, GR. EFTIR KYNI OG BEKK MYND 7.4. HLUTFALL BARNA SEM SÆKJA TÖLVUFORRIT AF INTERNETINU 2003, GR. EFTIR KYNI OG BEKK. 52 MYND 7.5. HLUTFALL BARNA SEM SÆKJA EKKI EFNI AF INTERNETINU 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK. 53 MYND 7.6. UPPLÝSINGAVEITUR 1997 OG MYND 7.7. HLUTFALL BARNA SEM FÁ UPPLÝSINGAR AF INTERNETINU 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK. 55 MYND 7.8. HLUTFALL BARNA SEM FÁ UPPLÝSINGAR ÚR DAGBLÖÐUM 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK. 56 MYND 7.9. HLUTFALL BARNA SEM FÁ UPPLÝSINGAR ÚR SJÓNVARPI 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 7.10 HLUTFALLSLEGT VÆGI ÞRIGGJA UPPLÝSINGAVEITA UM TVO ÍSLENSKA RÁÐHERRA MYND 8.1. HLUTFALL BARNA SEM EIGA HEIMILISTÖLVU 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK MYND 8.2. HLUTFALL BARNA SEM ERU TENGD INTERNETINU 2003, GREINT EFTIR KYNI OG BEKK TAFLA 3.1. HEIMTUR Í KÖNNUNUM 1997 OG TAFLA 7.1. ANNAÐ EFNI SÓTT AF INTERNETINU 2003, GREINT EFTIR KYNI TAFLA 8.1. TÖLVA OG INTERNETTENGING Á ÍSLENSKUM HEIMILUM

6 Inngangur Hvað er internetið? Það er algengur misskilningur að halda að internetið og Veraldarvefurinn sé það sama. Þetta eru ekki sömu fyrirbærin, heldur má segja að Veraldarvefurinn hvíli þess í stað á internetinu. Samkvæmt skilgreiningu ISOC 1 vísar hugtakið internet til samtengingar tveggja eða fleiri fjarskiptaeininga. Í þessu tilfelli, tveggja eða fleiri tölva. Internetið sem við þekkjum er samtenging nokkurra fjarskiptaneta sem rekin eru ýmist af hinu opinbera eða einkaaðilum (ISOC, 2004). Samkvæmt upplýsingum frá CIA í Bandaríkjunum (CIA The World Factbook, 2003) voru rúmlega 604 milljónir manna í fleiri en 200 löndum tengdir internetinu á árunum McQuail (2000) telur orðið internet vísa til...hins hnattræna kerfis samtengdra samskiptaneta, þar sem notaður fjarskiptabúnaður er nú til dags styður margar tegundir boðskipta byggðum á tölvum. Þar á meðal leit í gagnagrunnum, vöfrun á vefsíðum, gagnvirkar samræður, tölvupóst, margar tegundir verslunar og viðskipta auk tilfærslu fjár....aðgangur að internetinu er þó ennþá skilyrtur af útgjöldum notanda, tungumáli, menningu og þekkingu á tölvum. (bls. 497). Finnemann (2001) telur ekki heppilegt að skilgreina internetið eftir þeim samskiptastöðlum sem það byggist á, þ.e. TCP/IP 2 og http 3 stöðlunum, vegna þess að mögulegt er að skipta stöðlunum út án þess að það hafi sérstök áhrif á hlutverk internetsins. Hann telur betra að líta á internetið huglægt sem hnattrænt, samþætt og á rafrænan hátt opið net samtengdra tölva, sem notendur fá aðgang að...hvort sem er með vöfrum, tölvupósti eða öðru slíku (Finneman, sama rit). Jafnframt telur Finnemann að skilgreina megi internetið með hliðsjón af félagslegu hlutverki þess á þá vegu að netið sé hnýtt saman af mörgum hnútum og á hnútunum sé geymt einhverskonar efni (t.d. upplýsingar). 1 The Internet Society 2 Transmission Control Protocol/Internet Protocol 3 Hyper text transfer protocol - 5 -

7 McQuail (2000) telur að internetið sé smám saman að taka við hlutverki hefðbundinna fjölmiðla t.a.m. í auglýsingum, fréttum og varðveislu upplýsinga. Livingstone (2003) er ekki sammála þessu, en hún telur að í hinu sífellt fjölbreytilegra landslagi fjölmiðla leysi nýir miðlar ekki þá gömlu af hólmi, heldur virki nýir miðlar sem viðauki við þá gömlu. Castells (2000) tekur í sama streng og tekur dæmi um þegar sjónvarpið breiddi jók vinsældir sínar á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Þá hætti útvarpið að vera miðlægt í eðli sínu og varð mun sveigjanlegri miðill, á meðan dagblöð og tímarit dýpkuðu umfjöllun sína og mörkuðu um leið stefnu til ákveðinna markhópa. Stanger og Gridina (1999) telja að í beinu framhaldi hafi tilkoma nýrra miðla í för með sér aukningu á notkun fjölmiðla og auki þar af leiðandi þeim tíma sem fer í heild í notkun á fjölmiðlum. Rannsóknir Þessi ritgerð mun fjalla um hvernig börn og unglingar nota internetið, en ekki verður fjallað um formgerð internetsins nema að litlu leyti. Mikill áhugi hefur kviknað á undanförnum árum m.a. innan félagsfræði- og fjölmiðlafræðirannsókna á internetinu. Þar á meðal hafa jafnframt margar rannsóknir verið gerðar sem snúa að notendum internetsins, þó misvel heppnaðar séu. Ákveðin hefð er fyrir því í fjölmiðlarannsóknum að líta á börn sem sérstakan notendahóp. Börn hafa þá eiginleika að svara af mikill einlægni, en eru mjög gagnrýninn notendahópur. Einnig má ætla að börn haldi athygli í mun skemmri tíma en þeir sem fullorðnir eru og í beinu framhaldi er hægt að gera ráð fyrir að þau fjölmiðlafyrirbæri sem börn hafa áhuga á, séu mjög vel heppnuð. Þar sem internetið er tiltölulega nýtt fyrirbæri sem fjölmiðill, má ímynda sér að aldahvörfin marki einungis upphafið að langri veru internetsins sem órjúfanlegs þáttar í lífi fólks, einkum og sér í lagi þeirra barna sem alast upp við útbreiðslu þess. Maður þarf ekki að vera neitt sérstaklega aldraður til að muna eftir þeim árum þegar internetið var ekki notað í eiginlegum skilningi af almenningi. Í því skyni eru langtímagögn mjög vel til fundin með það að marki að skýra þjóðfélagsbreytingar m.a. með tilkomu nýrra fjölmiðla og breytinga á landslagi boðskipta og menningar

8 Rannsókn Valkenburg og Soeters (2001) á notkun barna á internetinu leiðir í ljós að færni barna í tölvunotkun, aðgangur að tölvu, upplýsingaleit og skemmtanagildi séu mikilvægustu hvatar þess að börn noti internetið. Börnin njóta þess að sitja fyrir framan tölvuna og eru forvitin um það hvað internetið býður þeim uppá (sama rit, bls. 666). Færni í tölvunotkun og aðgangur að tölvum þótti mikilvægast í þessu skyni, því næst upplýsingaleit og loks skemmtanagildi. Valkenburg og Soeters (sama rit) komast að því að aldursmunur sé til staðar á ástæðum fyrir internetnotkun, þ.e. að eldri börnin noti frekar internetið til að afla upplýsinga en þau sem yngri eru. Niðurstöður Valkenburg og Soeters gefa til kynna að kynbundinn munur sé ekki til staðar á hvötum til internetnotkunar. Livingstone og Bober (2003) komast m.a. að því að börn og unglingar leggi mikið uppúr því að hlaða niður tónlistarskrám og deila þeim með öðrum. Einnig leggi börn ríka áherslu á samskipti við vini sína á internetinu, en talið er að þessi tvö atriði vegi mjög þungt í menningarheimi barna og unglinga. Börn virðast hafa síður áhuga á pólitískri þátttöku og að gera sér sínar eigin vefsíður. Niðurstöður Livingstone og Bober (sama rit) gefa einnig til kynna að spjall hafi færst frá spjalltorgum yfir í spjallforrit (sjá umfjöllun um spjall í Kafla 6) þar sem ungmennin velji sér þekkta viðmælendur. Aðalástæða þess er talin sú að börnunum finnist það vafasamt að spjalla við einhvern sem þau þekkja ekki. SAFT könnunin, sem framkvæmd var árið 2003 á Íslandi, Írlandi, í Svíþjóð, í Danmörku og í Noregi, leiddi í ljós að netnotkun íslenskra barna á aldrinum 9-16 ára var sérlega mikil (Heimili og Skóli, 2003). Einnig kom í ljós áberandi kynjamunur varðandi netnotkun. Þannig sögðust flestar stelpur nota netið til að senda tölvupóst (58%), vinna heimavinnu (43%) og ná sér í upplýsingar (40%). Strákar notuðu hins vegar internetið til að spila tölvuleiki (66%), hlaða niður tónlist (49%) og vafra sér til gamans (45%). Að mati Livingstone, Holden og Bovill (1999), þá hafa stelpur síður aðgang að tölvu, hafa minni áhuga á þeim og eyða minni tíma í notkun þeirra. Þetta tekur Nikken (2000) undir, ásamt Krotz og Hasebrink (2001) og einnig Lemish, Liebes og Seidmann (2001). Notagildishefðin, McLuhan og rafrænir miðlar Á seinni hluta 20. aldar spratt upp ákveðin aðferðafræði við rannsóknir á áhrifum fjölmiðla. Aðferðafræðin nefnist notagildishefðin (uses and gratifications approach) og - 7 -

9 má líta á hana sem regnhlífarhugtak sem heldur utan um kenningar um notendur fjölmiðla. Notagildishefðin er mjög margþætt, en aðalatriði hennar eru samt sem áður tvö. Í stað þess að líta á notendur fjölmiðla sem óvirka þolendur sem taki milliliðalaust við skilaboðum, eru notendur fjölmiðla samkvæmt notagildishefðinni virkir og hafa ákveðna svörun við boðunum. (sjá umfjöllun hjá Lull, 1995 og McQuail, 2000). Samkvæmt hefðinni er litið svo á að hinn dæmigerði notandi hafi þarfir af félagslegum og sálrænum uppruna sem geti af sér ákveðnar væntingar sem hann svo gerir til fjölmiðla og annarra félagslegra þátta. Notandin hefur síðan margvísleg not af fjölmiðlunum sem leiða annars vegar til fullnægingar þarfa og hins vegar til annarra áhrifa, sem e.t.v. eru óáformuð. Grundvallarspurning notagildishefðarinnar er...hvað gerir fólk við fjölmiðla (Katz, 1977), í stað þess að einblína á það hvaða áhrif fjölmiðlar hafi á fólk. Marshall McLuhan var fræðimaður langt á undan sinni samtíð og jafnframt frekar umdeildur af samtímamönnum sínum (McLuhan og Zingrone, 1995). Hann hafði mikinn áhuga á að skoða fjölmiðla út frá rafrænni nálgun, ef svo mætti segja. McLuhan (1964) kafrak naglann í einu höggi á sínum tíma með því að segja að fjölmiðillinn væri í raun skilaboðin, en efni þeirra væri alltaf háð notandanum. Árið 1964 ritar McLuhan svo: Rafmagnsljósið...er miðill án skilaboða...hvort sem verið er að nota ljósið við heilaskurðlækningar eða til að lýsa upp hafnaboltaleik. Það má færa rök fyrir því að þessar atharnir séu í raun inntak ljóssins, þar sem þau gætu ekki átt sér stað án þess. (bls. 8-9). McLuhan var einnig heillaður af sjónvarpinu. Hann ritar eftirfarandi um sjónvarpið árið 1964: Áhorfandi sjónvarpsins er skjárinn. Á honum dynja ljósakippir sem James Joyce kallaði Árás ljósafylkingarinnar sem gegnsýrir sálu [áhorfandans]... af hugboðum í undirmeðvitundinni... Sjónvarpsmyndlampinn býður uppá þrjár milljónir punkta á sekúndu til áhorfandans. Úr þeim greinir hann aðeins nokkra hverju sinni, til að búa sér til mynd. (bls. 313, feitletrun bætt við, [orði bætt við]). McLuhan hefði eflaust haft mikla ánægju af því að lifa síðastu ár 20. aldarinnar og þau fyrstu á nýju árþúsundi, þar sem kominn er fram rafrænn miðill, þ.e. internetið, sem felur notandanum valdið til að velja algjörlega það efni sem hann vill neyta. Fjölmiðlaefni sem aflað er í gegnum internetið krefst þess að notandinn leiti að því, finni það og vinni sjálfur úr því. Í því skyni má segja að internetið sem miðill sé einungis boðberi rafrænna skilaboða. Tölvan, tækjabúnaður hennar og hugbúnaður sér um aftáknun - 8 -

10 tvíundarstafrófsins í fjölmiðlatexta sem notandinn skilur, hvort sem um ræðir ritmál, hljóð, ljósmyndir eða hreyfimyndir. Notandinn sér síðan á endanum um táknbindingu boðanna. Spurningar Þær spurningar sem ég vil leitast við að svara með þessari rannsókn eru eftirfarandi: 1. Nota börnin internetið sem tæki til afþreyingar (kafli 5)? 2. Nota börnin internetið til samskipta og tjáningar (kafli 6)? 3. Nota börnin internetið í praktískum tilgangi (kafli 7)? Einnig verður leitast við að fara nánar út í hvert efnisatriði og kanna m.a. hvort kynbundinn og aldurstengdur munur kunni að vera á þessum notkunarmöguleikum. Það er einnig mikilvægt að geta svarað því hvaða notagildi er vinsælast hjá börnunum, þó það sé í raun ekki alltaf auðvelt að bera þau saman innbyrðis. Kaflar Í fyrsta kaflanum verður drepið stuttlega á sögu internetsins og þeim forsendum sem eru á notkun þess og í Kafla 2 er farið yfir uppruna gagna þeirra sem rannsóknin byggir á. Þriðji kafli fjallar um rannsóknaraðferðir og gögn og í þeim fjórða er greint frá úrvinnslu þeirra. Í Kafla 5 verður gert grein fyrir því að hve miklu leyti börnin nota internetið til afþreyingar, bæði hvað varðar vöfrun á vefsíðum eða iðkun leikja á internetinu. Sjötti kafli fjallar um samskipti á internetinu og er ætlað að sýna fram á spjall og sendingu tölvupósts og sjöundi kafli fjallar um hvernig börnin nota internetið í praktískum tilgangi, bæði hvað varðar niðurhal á efni og upplýsingaöflun. Í Kafla 8 er síðan gert grein fyrir því hver tækifærin til tölvu- og internetnotkunar eru almennt á meðal fólks á þessum aldri

11 Í 9. kafla eru síðan helstu niðurstöður greinarinnar dregnar saman og rætt hvort einhverjum spurningum hafi vefið svarað. Kaflar 5-7 eru meginkaflar ritgerðarinnar. Í byrjun hvers kafla er farið yfir þau rannsóknaratriði sem hann fjallar um, niðurstöður rannsóknar á þeim kynntar til sögunnar og loks eru niðurstöðurnar túlkaðar og ræddar. 1. Tilkoma internetsins og forsendur notkunar Árið 1957 skutu Sovétmenn á loft Spútnik, fyrsta gervihnettinum. Í kjölfar þess setti Eisenhower, þáverandi forseti Bandaríkjanna, á fót ARPA stofnunina. Ástæðan var sú að bandaríski herinn efaðist um að þeir gætu svarað kjarnorkuárás frá Sovétmönnum ef þáverandi tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í henni. Þess vegna þurfti að þróa tölvukerfi sem dreift væri á marga staði (Internet History, 2004). Undir handleiðslu tilraunasálfræðingsins, J.C.R. Licklider, fór afraksturinn, ARPANET, í loftið árið 1969 og tengdi þá saman þrjá staði, UCLA Háskólann, Rannsóknarstofnunina í Stanford Háskóla, Santa Barbara Háskólann og Háskólann í Utah (Hobbes Internet Timeline, 2004). Árið 1971 voru stofnanirnar orðnar 15 talsins í Bandaríkjunum sem tengdust ARPANET. Skömmu síðar þótti Vint Cerf og Bob Kahn tímabært að bæta samskiptastaðalinn sem ARPANET byggði á, svo hægt væri að senda gögn og taka á móti þeim milli internetkerfa (Cerf og Kahn, 1974) algerlega óháð tölvutegundum og stýrikerfum. Hugmyndir Cerf og Kahn fengu góðan hljómgrunn og árið 1983 var samskiptastaðli ARPANET skipt út fyrir TCP/IP samskiptastaðalinn, sem enn þann dag í dag er notaður til að flytja gögn um internetið. Í millitíðinni höfðu verið þróuð forrit til að senda tölvupóst og spjalla um tölvunet. Þótti það einnig nokkuð hvimleitt að þurfa að skrifa niður vistföng vefsetra til að geta komist inn á þau. Þetta vandamál var leyst árið 1984, þegar kerfi umdæmisheita (DNS) var komið á af Paul Mockapetris og Jon Postel. Kerfið var í notkun á öllum tölvunetum árið 1986 (Nationmaster Encyclopedia, 2004). Árið 1990 var ARPANET síðan lagt niður og færðist á tölvunet sem kallaðist NSFNET. Á skömmum tíma árið 1990 voru síðan tengd saman tölvunet rannsóknarstofnanna og háskóla í Norður-Ameríku og Evrópu. Sama ár hannaði Tim-Berners Lee fyrsta

12 vefvafrann, sem bar einfaldlega nafnið World Wide Web (Worl Wide Web Consortium, 2004). Nafni hans var þó fljótlega breytt í Nexus, til þess að rugla forritinu ekki saman við upplýsingageim þann er ber hið sama nafn. Vinsældir nýja tölvunetsins, NFSNET fóru upp úr öllu valdi (Internet History, 2004) og árið 1995 fól bandaríska ríkisstjórnin sjálfstæðum stofnunum stjórn tölvunetsins, sem hafði þá hlotið nafnið Internetið. Forsendur notkunar Internetið eins og við þekkjum það í dag er samheiti margra samofina tölvuneta, öðru nafni fjölnet. Internetið nær til flestra ríkja jarðar. Til þess að tengjast internetinu þarf viðkomandi að eiga eða hafa aðgang að tölvu (t.d. PC, Macintosh). Í tölvunni þarf að vera annaðhvort: Mótald, sem tengir tölvuna við internetþjónustuaðila um símakerfi. Netkort, sem tengir tölvuna við miðlara um sértækt tölvunet. Miðlarinn sér svo um aðgang tölvunnar að internetinu. Jafnan eru mótöld og netkort innbygð í móðurborð tölvunnar. Í stýrikerfi tölvunnar (t.d. Windows, Linux, MacOs) er yfirleitt innbyggður hugbúnaður til þess að notandinn geti sent tölvupóst, spjallað og vafrað um internetið. Þá fylgja jafnan forrit með stýrikerfinu til að spila tónlist, myndbönd og skoða ljósmyndir. Hug- og vélbúnaður tölvunnar sér til þess að notandinn þurfi í raun ekki mikið að hafa fyrir því að tengjast internetinu, nema kannski í fyrsta sinn, þegar gera þarf grein fyrir vistföngum, póstþjónum og spjallþjónum. Það er nokkuð dýrt að versla sér tölvu. Livingstone og Bober (2003) hafa áhyggjur af þeirri sundrun sem hefur orðið á hópum barna eftir því hvort þau noti tölvur og internet eða ekki. Þau börn sem ekki nota tölvur og internet koma oftast úr fátækari fjölskyldum. Livingstone og Bober (sama rit) vísa til hinnar stafrænu aðgreiningar (digital divide) og segja hana vera af hinu slæma, þar sem tölvur og internet eru orðnar svo mikill hluti af lífi ungs fólks. Þær telja að það sé mjög brýnt að leysa úr þessari deilu

13 2. Börn og sjónvarp á Íslandi Rannsóknin Börn og sjónvarp á Íslandi er langtímarannsókn á fjölmiðlanotkun barna, en hún hefur staðið yfir allar götur síðan Það ár lagði Þorbjörn Broddason könnun fyrir rúmlega 600 nemendur í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur, Akureyrar og Vestmannaeyja til að safna gögnum í meistaraprófsritgerð (Broddason, 1996). Ljóst var að þessi gögn veittu mjög góðar upplýsingar um þetta sérstaka viðfangsefni sem sífellt meiri áhugi var á að rannsaka. Árið 1979 var svipuð könnun lögð fyrir á nýjan leik. Úrtakið var svipað, en eins og mátti búast við, höfðu spurningarnar tekið einhverjum breytingum. Með þriðju rannsókninni, árið 1985, var þessi rannsókn orðin að kannanabálki, sem er að mínu mati einn af áhugaverðastu sinnar tegundar. Það er mér sannur heiður að fá aðgang að gögnum þeim er tilheyra kannanabálknum Börn og sjónvarp á Íslandi og vona ég að mitt innlegg sé af svipuðum sóma er fylgir þessari langtímarannsókn. 3. Aðferðir og gögn Gögn þau sem hér eru til rannsóknar eru fengin úr síðustu tveimur lotum kannanabálksins Börn og sjónvarp á Íslandi. Báðar kannanirnar náðu til ungmenna í bekk grunnskóla í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri og í báðum könnunum voru lagðir tveir spurningalistar fyrir nemendur í grunnskólum téðra byggðarlaga. Í öðrum þeirra er innt eftir notkun þeirra á fjölmiðlum og þeirra daglega lífi. Hinn spurningalistinn er í raun í formi sjónvarpsdagbókar, þar sem börnin eru beðin um að rekja sig eina viku aftur í tímann og merkja við þá dagskrárliði í íslensku sjónvarpi sem þau horfðu á. Lögð var áhersla á að engum barnanna bæri sérstök skylda til að svara spurningalistunum og að spurningalistinn væri alls ekki próf. Þá var áhersla lögð á að svör nemenda væru trúnaðarmál og að hvorki kennarar né foreldrar fengju að sjá hvernig þau svöruðu

14 Rannsóknin 1997 Fimmta könnun rannsóknarinnar Börn og sjónvarp á Íslandi var lögð fyrir árið Ákveðið var að leggja rannsóknina fyrir í tveimur grunnskólum í Vestmannaeyjum, sjö skólum í Reykjavík og 5 skólum á Akureyri. Dregið var einfalt slembiúrtak úr nemendaskrám þeirra skóla er völdust til þátttöku. Forráðamönnum þeirra nemenda sem drógust í úrtakið var síðan sent bréf nokkru áður en könnunin var lögð fyrir þar sem þeim var tilkynnt að nemandinn hefði verið valinn til að taka þátt í könnuninni. Stóð það einnig forráðamönnum barna og unglinga til boða að neita þátttöku fyrir hönd afkvæma sinna. Spurningakönnunin fór fram dagana mars Nemendur þeir er höfðu verið dregnir í úrtakið, voru þá boðaðir í tiltekna stofu innan síns skóla og umsjónarmenn könnunarinnar (þar af flestir nemendur í félags- og/eða fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands) sáu um að leggja hana fyrir. Gögnin úr spurningalistunum voru síðan slegin inn í tölfræðiforritið SPSS. Í þessari rannsókn verður notast við nokkrar breytur úr þessari könnun, en komið verður nánar að þeim í Kafla 4 um úrvinnslu gagna. Rannsóknin 2003 Árið 2003 var könnunin lögð fyrir í sjö skólum í Reykjavík, í tveimur skólum í Vestmannaeyjum og í fjórum skólum á Akureyri. En segja má að árið 2003 hafi verið brotið blað í sögu kannanabálksins Börn og sjónvarp á Íslandi. Ákveðið var að leggja könnunina fyrir í 5 nýjum grunnskólum í 5 nýjum byggðarlögum. Á Austurlandi var könnunin lögð fyrir í grunnskólum á Reyðarfirði, á Eskifirði, á Egilsstöðum og í Fellabæ. Á Norðurlandi eystra var könnunin lögð fyrir í grunnskólanum á Laugum í Reykjadal. Dregið var einfalt slembiúrtak úr nemendaskrám grunnskólanna í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri, en ákveðið var að leggja könnunina fyrir alla nemendur í bekk í þeim skólum sem nýir komu inn í kannanabálkinn. Forráðamönnum nemenda sem stóð til að leggja könnunina fyrir var, líkt og áður, sent bréf með tilkynningu um val á nemandanum og að mögulegt væri að draga hann út úr könnuninni

15 Könnunin var lögð fyrir dagana mars árið Þeir nemendur sem dregnir höfðu verið í úrtakið voru sem fyrr boðaðir í tiltekna stofu innan skólans þar sem þeir fylltu út spurningalistann. Að venju voru það nemendur í félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands sem sáu um framkvæmd könnunarinnar samkvæmt fyrirmælum. Einnig komu til hjálpar á Austurlandi nemendur á félagsfræðibraut Menntaskólans á Egilsstöðum. Þá voru gögnin úr spurningalistunum slegin inn í tölfræðiforritið SPSS af aðstandendum könnunarinnar. Í þessari rannsókn verður notast við nokkrar breytur úr þessari könnun, en til að hægt sé að bera breytur frá árinu 1997 og 2003 saman, eru svör viðmælenda frá nýju skólunum 5 ekki tekin með að þessu sinni. Fjallað verður um tilteknar spurningar í kafla 4 um úrvinnslu gagna. Svarhlutfall Í gegnum tíðina hefur svarhlutfallið við könnunum í langtímarannsóknninni Börn og Sjónvarp á Íslandi yfirleitt verið mjög gott og í reynd betra en gengur og gerist í flestum félagsvísindarannsóknum (Broddason, 1996). Árið 2003 vildi svo óheppilega til að flensufaraldur herjaði á sama tíma og könnunin var gerð. Afleiðingin varð sú að heimtur urðu töluvert lakari en í fyrri könnunum. Tafla 3.1. Heimtur í könnunum 1997 og 2003 Könnunin 1997 Staður Úrtak Leyfi og veikindi Annað brottfall Heimtur Hlutfall Reykjavík % Akureyri % Vestmannaeyjar % Samtals % Könnunin 2003 Staður Úrtak Leyfi og veikindi Annað brottfall Heimtur Hlutfall Reykjavík % Akureyri % Vestmannaeyjar % Samtals %

16 Til samanburðar, þá voru forfölluðust 3,5% svarenda vegna veikinda árið 1997, en árið 2003 voru forföll vegna veikinda hjá 13,5% þeirra sem voru í úrtakinu. Í heildina litið er svarhlutfallið árið 2003 alveg viðunandi, en samt sem áður er þetta lægsta svarhlutfall í kannanabálknum hingað til. Í gegnum tíðna hefur lítið verið um brottfall vegna neitunar þátttöku í könnuninni (Broddason, 1996) og er það sama uppi á teningnum í þeim könnunum sem hér eru til umfjöllunar. Breytur Fjölmiðlaumhverfið hefur breyst sérstaklega hratt á síðastliðnum árum og bera spurningar í könnununum glöggt merki þess. Fáar þeirra eru orðaðar á nákvæmlega sama hátt árin 1997 og Einnig hefur fjölgað spuningum frá árinu 1997 til ársins 2003 og sérstaklega hvað varðar tölvur og internet. Hér verður farið yfir þær breytur sem notaðar eru í þessari rannsókn bæði úr gagnasafninu árið 1997 og 2003 og þær spurningar sem mældu breyturnar. Eins og sjá má á Mynd 3.1, þá hafa bakgrunnsspurningar um kynferði og bekk haldist óbreyttar milli ára. 1. Ert þú strákur eða stelpa? Strákur Stelpa 2. Í hvaða bekk ert þú? 5. bekk 6. bekk 7. bekk 8. bekk 9. bekk 10. bekk Mynd 3.1. Upplýsingar um kynferði viðmælenda og bekk árin 1997 og 2003 Á Mynd 3.2 má sjá spurninguna er mældi breytuna sem segir til um helstu upplýsingaveitur viðmælenda árin 1997 og Þessi spurning hélst óbreytt á milli ára

17 40. Ef eitthvað væri að gerast einhvers staðar og þig langaði að fylgjast með, hvar myndir þú leita upplýsinga? (merktu við það sem við á). Á Netinu Í textavarpinu Í dagblöðum Í sjónvarpinu Í útvarpinu Annars staðar: (Hvar?) Mynd 3.2. Spurning um upplýsingaveitur 1997 og 2003 Þegar litið er á Myndir 3.3 og 3.4, þá má sjá að þessi mikilvæga spurning um hversu oft viðkomandi gerir ýmsa hluti á internetinu hefur tekið breytingum. Árið 2003 bætast við liðir er mæla spilun tölvuleikja á internetinu og spjall við þekkta viðmælendur. Þá hefur orðalagi svaranna verið breytt, en notaður er ennþá 5 punkta mælikvarði. Munur á orðalagi í svörum gerir það að verkum að samkvæmt ströngustu reglum er þessi breyta ekki samanburðarhæf að öllu leyti, en vissulega tel ég að hún sé að mæla nánast sömu hlutina. Það að fara á spjallrásir og í leiki á internetinu tvisvar á dag má segja að sé mjög oft. Einnig má ætla að þeir sem segjast fara sjaldan á vefinn, séu að miða við sjaldnar en einu sinni í viku. 66. Hversu oft gerir þú eftirfarandi á Internetinu? Aldrei Sjaldan Stundum Oft Mjög oft Ég fer á spjallrásir (irc) Ég fer á vefinn Ég sendi póst ( ) Mynd 3.3. Spurning um internetnotkun

18 69. Hversu oft gerir þú eftirfarandi á Internetinu? (Merktu í einn reit í hverjum lið) Oftar en Eitthvað Sjaldnar einu sinni Einu sinni í hverri en einu Aldrei eða á dag á dag viku sinni í viku nær aldrei Ég fer á spjallrásir Ég spjalla við fólk sem ég þekki Ég fer á vefsíður Ég les og sendi tölvupóst ( ) Ég fer í leiki Mynd 3.4. Spurning um internetnoktun 2003 Hefð hefur verið fyrir því í kannanabálknum Börn og Sjónvarp á Íslandi að spyrja börnin að nokkrum þekkingarspurningum. Þar á meðal eru börnin spurð að því hverjir nokkrir vel þekktir samtímamenn séu, bæði innlendir og erlendir. Ber þessi spurning gjarnan keim af því sem er að gerast í heiminum og sem dæmi voru börnin spurð að því árið 1968 hver Ho Chi Minh væri. Árið 2003 var spurt um 10 vel þekkta einstaklinga. Fimm þeirra voru af íslensku bergi brotnir og fimm þeirra voru í öðrum löndum. Þá var kynjaskiptingin á meðal þessara frægu aðila jöfn. Auk þess að spyrja börnin hvort þau þekktu viðkomandi voru þau beðin um að gera grein fyrir því hvaðan þau hefðu upplýsingar um fólkið sem spurt var um (sjá Mynd 3.5). Tekin var sú ákvörðun í þessari rannsókn að skoða uppruna þekkingar barnanna á tveimur aðilum, einum karli og einni konu. Voru þeir aðilar valdir af handahófi: Sólveig Pétursdóttir og Tómas Ingi Olrich

19 35. Hvaðan hefur þú aðallega fengið upplýsingar um fólkið sem spurt var um hér á undan? (Merktu við það sem við á). Með því Með því Með því Í samtölum að lesa að hlusta að horfa Á Á texta- Í heima hjá dagblöð á útvarp á sjónvarp Netinu varpinu skóla mér Tómas Ingi Olrich Ariel Sharon Kofi Annan Þórólfur Árnason Göran Persson Cheri Blair Sólveig Pétursdóttir Hillary Clinton Jóhanna Sigurðardóttir Kolbrún Halldórsdóttir Mynd 3.5. Spurning um upplýsingaveitur 2003 Árið 2003 voru kynntar til sögunnar tvær nýjar spurningar. Í ljósi þess hve leiðum notenda internetsins til spjalls hefur fjölgað, þá var ákveðið að spyrja börnin með hvaða forriti eða leiðum þau spjölluðu á internetinu (sjá Mynd 3.6). Síðari spurningin sem kom 70. Ef þú spjallar við fólk á Netinu, hvar þá helst? (Merktu við það sem við á) MSN IRC ICQ Yahoo Messenger Annað Spjalla ekki Mynd 3.6. Spurning um hvar og hvernig börnin spjalla 2003 ný til sögunnar var um niðurhal, fyrirbæri sem líklega hefur verið lítið fjallað um árið 1997 á meðal rannsakenda í fjölmiðlum, hvað þá hjá börnum. Spurt var hvers kyns efni börnin sæktu sér á internetið (sjá Mynd 3.7)

20 71. Ef þú sækir efni (download á Netinu), hvernig efni er það? (Merktu við það sem við á) Kvikmyndir/þættir Tölvuleikir Tónlist Tölvuforrit Annað Sæki ekki efni Mynd 3.7. Spurning um niðurhal Úrvinnsla gagna Þegar komið var að því að vinna úr gögnunum og setja þau í merkingar- og kenningarlegt samhengi, voru tveir kostir í boði. Annars vegar að greina gögnin á einfaldan, skýran og skilmerkilegan hátt sem gæfi þó frekar góðar vísbendingar um margvíslega notkun íslenskra ungmenna á internetinu Á hinn bóginn að fara í flóknari greiningar og mælingar á beinum tengslum breyta, t.d. aðhvarfsgreiningu, sem hefðu krafist ítarlegra aðferðakafla á kostnað umræðu og kenningarlegra spurninga. T.d. hefði þurft að gera rækilega grein fyrir hvort forsendur aðhvarfsgreiningar stæðust, en þær eru margar og ekki alltaf kostur á að uppfylla þessar forsendur (Gujarati, 2003). Fyrri kosturinn varð fyrir valinu og fyrir því eru nokkuð sterk rök. Fyrir það fyrsta, þá er þessi rannsókn sú fyrsta sem unnin er úr kannanabálknum Börn og Sjónvarp á Íslandi er fjallar eingöngu um notkun internetsins. Þess vegna er talin meiri þörf á að hér sé gert grein fyrir mörgum atriðum en að kafa dýpra í eitt tiltekið atriði. Jafnframt er ekki síður mikilvægt að niðurstöður þessarar rannsóknar búi til margar nýjar spurningar og þannig vonandi nýjar tilgátur. Auk samantektar á heildarnotkun íslenskra barna á hinum og þessum fyrirbærum tengdum internetinu, verður skoðuð dreifingar einstakra breyta, sem skilyrtar eru af kyni og aldri. Þetta verður gert með því að reikna hlutföll út úr krosstöflum. Niðurstöðurnar verða gefnar upp í máli og myndum og í hlutfallstölum, þar sem óháðu breyturnar eru kyn og aldur. Háðu breyturnar eru því ætíð þær sem mæla tiltekna notkun á internetinu

21 Í sumum tilfellum verður borið saman hlutfall barna sem stunda ákveðið athæfi með aðstoð internetsins og þeirra sem gera það ekki. Þá verður í annan stað athugað hversu mikið börnin nota ákveðin forrit eða stunda ákveðið athæfi. Niðurstöðurnar verða ýmist í formi súlu- eða línurita eftir því sem við á hverju sinni. Þegar kostur er á, verður internetnotkun borin saman á milli áranna 1997 og 2003, en eins og gat um áður er þetta ekki alltaf mögulegt. Þegar skilyrt dreifing tveggja eða fleiri hópa er borin saman, eins og verður gert í þessari rannsókn, þá er möguleiki á að gera kíkvaðratpróf til að athuga hvort marktækur munur er á hlutföllum hópanna. Þetta verður gert þar sem því verður við komið og greint stuttlega frá niðurstöðum prófsins í hverjum kafla. Endurflokkun breyta Tekin var ákvörðun um að endurflokka breytuna sem mæld er með spurningu 66 frá árinu 1997 (sjá Mynd 5.3) og breytuna sem spurning 69 frá árinu 2003 mælir (sjá Mynd 5.4). Spurningarnar eru báðar á 5 punkta kvarða, en svarmöguleikar við þeim eru ekki orðaðir á sama hátt. Eins og sjá má á Myndum 5.3 og 5.4 er kvarðinn á spurningunni árið 1997: Aldrei-Sjaldan-Stundum-Oft-Mjög oft Kvarðinn á spurningunni árið 2003 er hins vegar: Oftar en einu sinni á dag-einu sinni á dag-eitthvað í hverri viku-sjaldnar en einu sinni í viku-aldrei-nær aldrei. Ákveðið var að fækka gildum á breytunum báðum frá 5 niður í 3. Þetta er gert með því að slá saman tveimur fyrstu gildunum og tveimur síðustu. Gildið í miðjunni fær því að standa eitt og sér. Eftir endurflokkun mun kvarðinn því líta svona út á breytunni frá árinu 1997: Sjaldan eða aldrei Stundum Oft eða mjög oft

22 Þá mun breytan frá 2003 innihalda eftirfarin gildi: Einu sinni á dag eða oftar Eitthvað í hverri viku Sjaldnar en einu sinni í viku eða aldrei. Fyrir þessari endurflokkun breytanna liggja tvær ástæður. Þegar reiknað er kíkvaðratpróf, þá þarf að uppfylla tvær forsendur svo að prófið sé gilt. Sú fyrri er að væntigildi reita í krosstöflu má ekki vera undir 5 í meira en 20% reitanna. Sú seinni er á þann veginn að væntigildið má hvergi í krosstöflunni vera minna en 1. Með því að slá þannig saman gildum aukast líkur á gildu kíkvaðratprófi. Myndræn framsetning á niðurstöðum fengnum með krosstöflureikningi á dreifingum þessara breyta verður ennfremur mun skilmerkilegri. Þetta felur vissulega í sér að munur milli jaðargilda á þessum breytum er ekki sýnilegur lengur, en komið verður að þessu atriði í umræðukafla. 5. Afþreying Hvert viltu fara í dag 4 eru ein af mörgum einkennisorðum hugbúnaðarrisans Microsoft og eiga þau orð m.a. við um notkunarmöguleika stýrikerfisins Windows XP. Við útgáfu þess stýrikerfis var ljóst að Microsoft ætluðu sér að nýta sér til fulls möguleika sem heimilistölvunnar til að nota alls kyns fjölmiðlaefni og þá langoftast í tengslum við internetið. Það er allt til á internetinu. Þar er hægt að fá upplýsingar um allt milli himins og jarðar og jafnvel að handan. Það er hægt að stytta sér stundir með því að fara á milli vefsíðna og skoða hvað þær bjóða uppá. Afþreyingarmöguleikar internetsins eru orðnir slíkir að sérstakir afþreyingarvefir hafa sprottið upp hver á fætur öðrum á síðustu misserum bæði hérlendis og annars staðar. 4 Where do you want to go today er eitt af slagorðum Microsoft

23 Vefvöfrun Oft er rætt um internetið og veraldarvefinn í sömu andrá, en eins og fram hefur komið, þá eru þetta ekki sömu fyrirbærin. Veraldarvefurinn hvílir á internetinu, en internetið sjálft er einfaldlega tenginetið. Á veraldarvefnum eru síðan ýmist stórir vefir og smáar vefsíður. Sennilega er ekki mögulegt að telja hversu margar vefsíður eru á veraldarvefnum, en það væri óneitanlega gaman að komast að því. Internetið og veraldarvefurinn eru einnig gjarnan sett undir sama hattinn, vegna þess að fyrstu kynni fólks af þessum fyrirbærum eru gjarnan af vafri um veraldarvefinn, þ.e. að skoða vefsíður. Að skoða sig um og fara stöðugt á nýjar og nýjar síður er barnaleikur einn, en til þess að eiga möguleika á að skoða vefsíður, þarf að hafa sérstaka vefvafra uppsetta á tölvunni. Vinsælustu vefvafrarnir eru Microsoft Internet Explorer og Netscape Navigator, enda fylgja þeir með PC og Macintosh heimilistölvunum og koma oftar en ekki uppsettir frá tölvuverslun beint til notandans. Að vafra um á internetinu er frekar auðlært, það eina sem þarf er að hafa einhverja hugmynd um það hvert maður ætlar. Leikir á netinu Tölvuleikir eru síður en svo nýir af nálinni, en breytingar eru mjög örar í tölvuleikjabransanum og leikir verða sífellt fullkomnari, flottari og stærri. Nýjustu leikir ársins 2004 eru t.a.m. farnir að líta æ meir út eins og bíómyndir. Með aukinni samkeppni milli tölvuframleiðenda sérstakra leikjatölva og síðan heimilistölva, hefur leikjamarkaðurinn stækkað mikið og nær nú til fleiri markhópa en barna og unglinga. Hægt er að spila leiki á internetinu á tvenna vegu. Fjölmargar vefsíður á internetinu hafa að geyma leiki, en til þess að spila leikina, þarf notandinn að vera á heimasíðunni. Þessir leikir eru sjaldnast mjög stórir eða mjög flottir. Oft er jafnvel hægt að spila leikina við einhvern annan notanda internetsins í staðinn fyrir að spila við tölvuna. Þorri þeirra leikja sem framleiddir eru nú á dögum bjóða kaupendum uppá að spila við aðra leikjaunnendur í gegnum internetið. Það fer þá þannig fram að tveir eða fleiri eigendur tiltekins tölvuleiks tengjast í gegnum internetið, oftast á ákveðnum vefþjóni leikjaframleiðenda, og spila síðan leikinn sín á milli

24 Í þessari rannsókn er því miður ekki unnt að greina á milli þess hvers konar leiki börn og unglingar eru að spila á internetinu og því síður hvort þau eru að spila leiki sem hvíla á vefsíðum eða að spila við vini sína í gegnum internetið leiki sem þau hafa sjálf keypt. Reikna má með því að þeir sem spili leiki yfir höfuð geri hvort tveggja. Einnig má gera ráð fyrir því að eldri krakkarnir spili frekar stærri og flóknari tölvuleiki en þau sem yngri eru. Niðurstöður VEFVÖFRUN Milli áranna 1997 og 2003 hefur almenn notkun internetsins greinilega færst í vöxt. Eins og gefur að líta á Myndum 5.1 og 5.2, þá eykst vefvöfrun umtalsvert milli kannana. Í könnuninni 1997 er vefvöfrun mjög aldurstengd hjá báðum kynjum, þ.e. eykst með aldri % Strákar: Vefvöfrun 1997 og bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur Sjaldan eða aldrei Stundum Oft - mjög oft Sjaldnar en einu sinni í viku - aldrei Eitthvað í hverri viku Einu sinni eða oftar á dag Mynd 5.1. Hlutfall stráka á vefsíðum, greint eftir bekk 1997 og

25 Samkvæmt könnuninni 2003 hefur dregið úr aldurstengdum mun, sérstaklega hjá stelpunum. Árið 1997 eru þær stelpur sem sjaldan eða aldrei segjast fara á vefsíður í miklum meirihluta á öllum aldursskeiðum. Meira að segja í 10. bekk segjast fleiri en 2 af hverjum 3 sjaldan eða aldrei fara á vefsíður. Athygli vekur einnig að á sama ári kveðst engin stelpa úr 5. bekk í úrtakinu fara oft eða mjög oft á vefsíður. Árið 2003 hafa hóparnir jafnast nokkuð út hjá stelpunum, ef undanskildar eru stelpur í 5. bekk, en tæp 80% þeirra segjast fara sjaldnar en vikulega eða aldrei á vefsíður. Milli af hundraði stelpna í bekk segjast fara eitthvað í hverri viku á vefsíður. Þá er svipaður fjöldi stelpna í 9. og 10. bekk sem segjast fara eitthvað í hverri viku á vefsíður og hjá þeim sem segjast fara daglega eða oftar, eða u.þ.b. 2 af hverjum Stelpur: Vefvöfrun 1997 og bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur 60 % Sjaldan eða aldrei Stundum Oft - mjög oft Sjaldnar en einu sinni í viku - aldrei Eitthvað í hverri viku Einu sinni eða oftar á dag Mynd 5.2. Hlutfall stelpna á vefsíðum, greint eftir bekk 1997 og 2003 Strákarnir voru þegar árið 1997 orðnir álíka iðnir við að fara á vefsíður og stelpur voru árið 2003, ef ekki iðnari. Árið 2003 hefur hlutfall þeirra stráka sem vafra mikið á vefnum aukist til muna á öllum aldursskeiðum frá árinu Rúmlega 1 af hverjum 10 strákum

26 í 5. bekk segist fara oft eða mjög oft á vefsíður árið 1997, en ríflega þriðjungur stráka í 5. bekk segist fara einu sinni eða oftar á dag árið Næstum helmingur stráka í 10. bekk sagðist fara á vefsíður oft eða mjög oft árið 1997, en árið 2003 segjast meira en 2 af hverjum 3 fara á vefsíður einu sinni eða oftar á dag. Á Mynd 5.3. gefur síðan að líta samanburð milli stráka og stelpna árið 2003 á mismunandi aldursskeiðum. Hjá báðum kynjum eykst með hverjum bekk hlutfall þeirra sem segjast fara á vefsíður einu sinni eða oftar á dag og dregur jafnframt úr hlutfalli þeirra sem segjast gera það sjaldnar en vikulega eða aldrei. Marktækur munur er í öllum bekkjum nema þeim sjötta á hlutfalli stráka og stelpna sem segjast fara á vefsíður einu sinni eða oftar á dag. Sjá má á Myndum 5.2 og 5.3 að stelpurnar taka nokkuð stórt stökk hvað varðar vefvöfrun frá 5. bekk uppí 6. bekk. Farið á heimasíður Strákar: Einu sinni eða oftar á dag Strákar: Sjaldnar en vikulega eða aldrei Stelpur: Einu sinni eða oftar á dag Stelpur: Sjaldnar en vikulega eða aldrei % bekkur* 6. bekkur 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur* 10. bekkur* Mynd 5.3. Hlutfall barna sem fer á vefsíður 2003, greint eftir kyni og bekk LEIKIR Þegar skoðað er hversu mikið börnin segjast spila leiki á internetinu, þá kemur í ljós ólíkt mynstur hjá strákum og stelpum. Þegar litið er á Mynd 5.4 kemur í ljós að hlutfall þeirra

27 stelpna sem segjast sjaldan eða aldrei spila leiki á internetinu virðist hækka með hverjum bekk eftir 6. bekk. Endar það með því að tæplega 80% þeirra segist sjaldan eða aldrei fara í leiki á internetinu. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra stelpna sem spilar leiki einu sinni eða oftar á dag að loknum 6. bekk og fer í raun ekki yfir 10% markið Í leikjum á internetinu Strákar: Einu sinni eða oftar á dag Strákar: Sjaldnar en vikulega eða aldrei Stelpur: Einu sinni eða oftar á dag Stelpur: Sjaldnar en vikulega eða aldrei % bekkur* 6. bekkur* 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur* 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 5.4. Hlutfall barna sem fer í leiki á internetinu 2003, greint eftir kyni og bekk Hjá strákunum eru báðir hópar, þ.e. sem spila leiki sjaldan eða aldrei annars vegar og þeir sem spila þá einu sinni á dag eða oftar hins vegar, svo til jafnstórir í 5. bekk eða um þriðjungur í báðum hópum. Þá slitnar í sundur með þeim og í 8. bekk verða síðan þeir strákar sem segjast spila leiki á internetinu einu sinni á dag eða oftar hlutfallslega helmingi fleiri (tæplega 50%) en jafnaldrar þeirra sem segjast gera það sjaldnar en vikulega eða aldrei (tæp 25%). Eftir 8. bekk, þá dregur aftur saman með hópunum og endar með því að í 10. bekk hafa þeir báðir nánast sama vægi og þeir höfðu í 5. bekk, eða um þriðjung aðspurðra hvor. Strákar spila tölvuleiki á internetinu auðsjálega mikið meira á öllum aldursskeiðum en bekkjarsystur þeirra og er munurinn á strákum og stelpum

28 marktækur í öllum bekkjum miðað við 95% öryggi. Hjá strákunum er hópurinn sem segist spila tölvuleiki einu sinni á dag eða oftar ávallt hlutfallslega hærri en hjá jafnöldrum þeirra sem segjast gera það sjaldnar en einu sinni í viku eða aldrei. Hjá stelpunum er þessu öfugt farið og rúmlega það. Umræða Að vera eða vera ekki á internetinu er fyrst og fremst huglægt mat. Tæknilega séð er hver sá sem er tengdur internetinu, með þeim tækjabúnaði sem til þarf, á internetinu. Hins vegar telja notendur sig ekki vera á internetinu í eiginlegum skilningi, nema með því að nota það á einhvern hátt (Livingstone og Bober, 2003), einkum og sér í lagi með því að vafra um vefsíður sem hvíla á internetinu. Niðurstöður þessa kafla gefa til kynna að árið 2003 hafi stelpur vafrað álíka mikið um vefsíður og strákar gerðu árið Stelpurnar árið 2003 gerðu það þó örlítið meira. Væntanlega hefur sú staðreynd að strákar hafa greiðari aðgang að internetinu eitthvað með þennan mun að gera (sjá Kafla 8). Árið 2003 vex internetnotkun stelpna þó töluvert milli bekkja og tekur sérstaklega mikinn kipp frá 5. bekk yfir í 6. bekk. Þáttur skóla í kennslu á notkun tölva og internetsins er sennilega drjúgur, en reikna má með því að í mörgum skólum hefjist tölvunám barnanna í kringum 5. eða 6. bekk. Hjá strákunum tekur vöfrun á vefsíðum einnig nokkurn kipp í 6. bekk, en ekki nálægt því jafn sterkan og hjá stelpunum. Árið 2003 eru síðan þeir sem segjast a.m.k. einu sini á dag vafra um vefsíður í minnihluta í 5. bekk, bæði hjá strákum og stelpum. Þetta snýst þó fljótlega við og í eldri bekkjunum er meirihluti bæði stráka og stelpna farinn að vafra um vefsíður. Strákar vafra þó ívið meira en stelpur. Ekki er unnt að greina á milli hvort að spilun leikja á internetinu eigi við um litla leiki sem hvíla á tilteknum vefsíðum eða þá stóra og umfangsmikla leiki sem setja þarf upp á tölvunni og spila þá í gegnum þartilgerðan leikjaþjón á internetinu. Verður því að gera ráð fyrir að hér eigi niðurstöðurnar við hvort tveggja. Leikjaframleiðendur hafa á undanförnum árum greinilega séð sóknarfæri í því að leyfa hópspilun á leikjum í gegnum internetið. Oftast ganga vinsælustu leikirnir út á að beita herkænsku, sigra andstæðinginn á einhvern hátt og jafnvel drepa hann. Leikir þeir sem hvíla á vefsíðum ganga yfirleitt út

29 á að sigra einhvern eða leysa ákveðnar þrautir, hvort sem leikið er við annan notenda internetsins eða tölvustýrðan mótherja og/eða umhverfi. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að strákar skuli spila meira af leikjum á internetinu. T.a.m. eru stelpur sjaldséðir hvítir hrafnar á stórum leikjamótum, en haldin hafa verið fjölmörg slík á Íslandi síðustu ár. Það má velta því fyrir sér hvort að keppnisskap sé einfaldlega meira hjá strákunum og að leikjaframleiðendur reyni yfirleitt að ná frekar til stráka heldur en stelpna. Einnig má gera ráð fyrir að stelpur vaxi fyrr uppúr því að spila leiki, en strákar geri það í raun og veru aldrei. Góðar vísbendingar um það eru vinsælir tölvuleikir nú til dags, sem oftar en ekki eru bannaðir börnum innan viss aldurstakmarks. Þó er vert að nefna að í elstu bekkjunum dregur örlítið úr hlutfalli þeirra stráka sem segjast spila leiki mjög oft í gegnum internetið. Líklega snýr hluti þeirra sér að einhverju öðru á internetinu, t.d. niðurhali (sjá Kafla 7) eða einhverju slíku. 6. Samskipti Internetið er vettvangur gagnvirkra boðskipta. Í grundvallaratriðum gengur internetið út á að gríðarlegur fjöldi tölva með sérstök vistföng hafi aðbúnað til að gera eftirfarandi: Táknbinda og senda rafræn boð. Taka á móti boðum og aftákna þau. Þessar aðgerðir er hægt að framkvæma með aðstoð tækninnar á ýmsan máta, en í þessum hluta verður fjallað um hversu mikið íslensk ungmenni nota tvær tegundir gagnvirkra boðskipta - tölvupóst og spjall. Tölvupóstur Hvort sem það er á atvinnumarkaði, í skólum eða einkalífi, þá verður ekki deilt um að tölvupósturinn sé samskiptaform sem komið er til að vera, þó umfang þess hafi breyst og muni án efa taka frekari breytingum í framtíðinni

30 Árið 1971 þróaði Ray Tomlinsson fyrsta forritið sem sendi tölvupóst um tölvunet. Árið 1972 var síðan ákveðið að nota til að greina á milli pósthólfs og póstþjóns. Þegar stíla átti því rafrænt bréf á viðtkakanda kom pósthólfið á merkinu og síðan póstþjónninn í kjölfar þess (Internet History, 2004). Er þetta fyrirkomulag enn við lýði í dag. Til að eiga möguleika á að taka á móti og senda tölvupóst, þá þarf að hafa til þess sérstakt netfang. Hægt er að verða sér úti um netfang á ýmsa vegu. Internetþjónustur á Íslandi bjóða viðskiptavinum sínum að sjálfssögðu uppá eitt eða fleiri netföng innifalin í þeirri þjónustu sem felst í að tengja viðkomandi við internetið. Netföngin hvíla í því tilfelli oftast á sérstökum netþjóni fyrirtækisins. Sömu sögu er að segja af netföngum skóla, vinnustaða, stofnana og ýmissa félaga, en aðildarfólki er oftast nær boðið uppá netföng. Þá er víða hægt að skrá sig í ókeypis tölvupóstþjónustu stórra hugbúnaðar- og internetfyrirtækja, en þeim fylgir gjarnan mikið magn af auglýsinga- og ruslpósti. Spjall Nokkrum árum áður en internetið komst í almenna notkun og breiddist út um allan heim, var þó farið að nota spjallforrit til að hafa samskipti í beinni útsendingu við viðmælendur í þeim löndum sem tengd voru internetinu. Í Persaflóastríðinu voru notuð spjallforrit til að færa fólki fregnir af stríðinu, en þær fréttir takmörkuðust einkum við íbúa í Bandaríkjunum (Internet History, 2004). Þegar internetið breiddist síðan út og æ fleiri lönd tengdust því, varð spjall nokkuð vinsælt. Nú til dags eru í boði nokkrar tegundir af spjalli í gegnum internetið og mun ég fjalla sérstaklega um tvær þeirra. Hér er um að ræða spjalltorg (IRC) og spjall við valda kunningja (Instant messaging). Ekki verður fjallað sérstaklega um spjallþræði, þar sem ekki er hægt að spjalla í beinni útsendingu á þeim. SPJALLTORG Orðið spjalltorg er samkvæmt Orðasafni Íslenskrar Málstöðvar þýðingin á Internet Relay Chat (IRC). Til þess að notandinn geti farið á spjalltorg, þarf hann fyrst að sækja sér

31 sérstakan spjallþjón (client) á internetið. Spjallþjóna er í flestum tilfellum hægt að sækja sér án endurgjalds, t.d. á síðunni Þegar síðan uppsetningu á forritinu er lokið, þarf hann að stilla sig inn á sérstaka spjallrás, en úrvalið af þeim er mjög mikið. Sem dæmi má nefna að á Íslandi einu skipta spjallrásirnar tugum ef ekki hundruðum. Á Íslandi er t.d. hægt að fara á hinar og þessar vefsíður til að fá upplýsingar um þær rásir sem eru í boði. Þannig er hægt að velja sér viðmælendur eftir ákveðnum skilyrðum, t.d. ef maður vill spjalla við fólk á ákveðnum aldri, ákveðnum stað eða í ákveðnum skóla. Þegar á spjallrásina er síðan komið, þarf að velja sér eitthvað nafn og byrja síðan að spjalla. IRC spjallþjónninn sér síðan um að senda og taka á móti stuttum textaskilaboðum. Önnur afbrigði af spjalltorgum eru vissulega til þ.e. þau sem hvíla á sérstökum heimasíðum. Þau eru oftast töluvert einfaldari í notkun, en innihalda þó færri viðmælendur en IRC spjallþjónar. Ekki þarf að setja upp nein forrit sérstaklega til að tengjast spjalltorgum á heimasíðum, en það þarf samt sem áður að skrá sig inn á spjalltorgin. Eins og öllum nýjungum fylgja bæði kostir og ókostir spjalltorgum. Kostirnir eru væntanlega þeir að fólk getur fundið sér afdrep inn á spjallrásunum og jafnvel eignast nýja vini. Einnig gera spjallforrit ekki sérstakar kröfur um háhraðanetttengingu. Ókostirnir eru þeir að spjallþræðir eru gjarnan vettvangur barnaníðinga. Samkvæmt SAFT könnuninni árið 2003, sem náði til barna á aldrinum 9 til 16 ára, segist 41% íslenskra barna hafa lent í því að einhver sem þau hittu á internetinu hafi viljað hitta þau í eigin persónu. Um 54% danskra barna, 45% sænskra barna og 39% norskra barna hafa sömu sögu að segja (Heimili og Skóli, 2003). SPJALL VIÐ VALDA KUNNINGJA Það þurfa ekki endilega að fylgja því neinar hættur að spjalla á internetinu. Eftir vinsældir IRC spjallþjóna á seinni hluta 10. áratugarins fór að bera á spjallforritum, þar sem notandinn þarf að skrá sérstaklega inn viðmælendur sína. Hér er um að ræða svokölluð instant messaging forrit. Forritin þarf notandinn að sækja sérstaklega á heimasíður þeirra sem þau framleiða, en vinsælustu forritin af þessari tegund eru fáanleg

32 án endurgjalds. Forritin eru stærri í sniðum en spjallþjónar, en þó einfaldari í notkun. Þegar búið er að setja forritið upp í tölvunni, er einungis einn hængur á. Notandinn verður að hafa netfang, því forritið notar netföngin til að taka á móti skilaboðum. Hafi notandinn ekki þegar netfang, bjóða framleiðendur spjallforritana honum uppá að búa sér til netfang í gegnum vefþjón þeirra. Til að nota forritið, þarf notandinn oftast að ræsa það sérstaklega og skrá sig inn eftir netfangi sínu. Þar með er spjallgáttin opnuð, en þá þarf notandinn að skrá netföng vina sinna og kunningja til að geta spjallað við þá. Þannig velur notandinn sér viðmælendur eftir netfangi. Einnig getur hann séð á sérstökum lista í upphafsvalmynd forritsins hverjir af völdum viðmælendum eru skráðir inn á hverri stundu. Athuga ber þó að viðmælendurnir verða að nota sömu tegund af spjallforriti til að hægt sé að spjalla við þá. Á fáeinum árum hafa forrit af þessu tagi gengið í gegnum miklar umbætur og möguleikum á spjalli hefur fjölgað. T.d. er nú hægt að nota þartilgerða vefmyndavél og hljóðnema og spjalla við vini og kunningja í gegnum forritin með hljóði og mynd í beinni útsendingu. Þess má geta að sé þetta gert innanlands í gegnum ADSL háhraðanettengingu, kostar samtalið ekki krónu. Niðurstöður TÖLVUPÓSTUR Miklar breytingar hafa orðið á því hversu mikið börnin senda og taka á móti tölvupósti milli áranna 1997 og Ef litið er á Myndir 6.1 og 6.2, kemur í ljós að hvorki stelpur né strákar áttu sérstaklega mikil samskipti með tölvupósti. Strákar notuðu þennan samskiptamáta samt sem áður örlítið meira en munurinn á stelpum og strákum var þó ekkert til að tala um. Má þó greina nokkra aukningu með hækkandi aldri á sendingum tölvupósts beggja kynjanna árið 1997, en hún er alls ekki mikil. Í öllum bekkjum voru langflestir, hvort sem þeir voru strákar eða stelpur, sem sögðust sjaldan eða aldrei senda tölvupóst. Árið 2003 hefur þetta breyst til muna og meira hjá stelpunum. Árið 2003 segist meirhluti stráka í öllum bekkjum nema 10. bekk lesa og senda tölvupóst sjaldnar en vikulega eða aldrei. Í 10. bekk er hlutfall þeirra sem segist senda og lesa tölvupóst einu

33 sinni á dag eða oftar orðið jafnhátt og hjá þeim sem segjast senda tölvupóst sjaldnar en einu sinni í viku eða aldrei, eða um 40%. Hlutfall þeirra stráka sem segjast lesa og senda eitthvað af tölvupósti í hverri viku er áþekkt þeirra sem segjast gera það einu sinni eða oftar á dag, nema í 5. og 10. bekk. Strákar: Tölvupóstur 1997 og bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur bekkur 50 % Sjaldan eða aldrei Stundum Oft-Mjög oft Sjaldnar en einu sinni í viku - aldrei Eitthvað í hverri viku Einu sinni eða oftar á dag Mynd 6.1. Hlutfall stráka sem les og sendir tölvupóst, greint eftir bekk 1997 og 2003 Árið 2003 eru u.þ.b. 2 af hverjum 5 stelpum í bekk sem lesa og senda eitthvað af tölvupósti í hverri viku og svipað hlutfall á við um stelpur í 9. og 10. bekk sem lesa og senda tölvupóst einu sinni eða oftar á dag. Athygli vekur að í 6. bekk tekur lestur og sending tölvupósts bæði hjá strákum og stelpum umtalsverðan kipp uppá við, en hann er þó meiri hjá stelpunum

34 Stelpur: Tölvupóstur 1997 og bekkur 6. bekkur bekkur 8. bekkur 9. bekkur bekkur 50 % Sjaldan eða aldrei Stundum Oft-Mjög oft Sjaldnar en einu sinni í viku - aldrei Eitthvað í hverri viku Einu sinni eða oftar á dag Mynd 6.2. Hlutfall stelpna sem lesa og senda tölvupóst, greint eftir bekk 1997 og 2003 Árið 2003 er munurinn á notkun kynjanna á tölvupósti orðinn öðruvísi en hann var árið Árið 1997 sendu fleiri strákar tölvupóst, en árið 2003 virðist sem stelpur hafi yfirhöndina hvað þetta snertir. Þó litlu muni í sjálfu sér á þeim strákum sem segjast senda tölvupóst einu sinni á dag eða oftar og stelpum sem gera slíkt hið sama, þá felst munurinn aðallega í því að í heildina er mun hærra hlutfall stráka en stelpna sem segist senda tölvupóst sjaldnar en einu sinni í viku eða aldrei. Árið 2003 hækkar einnig hlutfall þeirra stelpna sem segist lesa og senda tölvupóst eitthvað í hverri viku mjög mikið frá 5. bekk (7%) uppí 7. bekk (39%). Á Mynd 6.3 gefur síðan að líta muninn árið 2003 á lestri og sendingu tölvupósts hjá kynjunum í hverjum bekk. Eins og sjá má á myndinni virðist lítill munur vera á hvort strákar eða stelpur lesa og senda tölvupóst einu sinni á dag eða oftar. Hins vegar er kynbundinn munur á þeim sem segjast lesa og senda tölvupóst sjaldnar en vikulega eða aldrei. Í 5. bekk virðist það eiga við fleiri stelpur, en í eldri bekkjunum snýst þetta við og mun fleiri strákar segjast lesa og senda tölvupóst sjaldnar en vikulega eða aldrei. Sá

35 munur er marktækur miðað við 95% öryggi í 7., 9. og 10. bekk. Þannig má reikna með því að stelpur séu iðnari við að lesa og senda tölvupóst en strákar Lesa og senda tölvupóst 2003 Strákar: Einu sinni eða oftar á dag Strákar: Sjaldnar en vikulega eða aldrei Stelpur: Einu sinni eða oftar á dag Stelpur: Sjaldnar en vikulega eða aldrei % bekkur 6. bekkur 7. bekkur* 8. bekkur 9. bekkur* 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 6.3. Hlutfall barna sem sendir tölvupóst 2003, greint eftir kyni og bekk SPJALL Á Mynd 6.4 má sjá hvaða spjallforrit eru vinsælust á meðal íslenskra ungmenna árið Eins og sjá má, þá er forritið Msn Messenger vinsælast á meðal þeirra sem spjalla yfir höfuð. Um helmingur allra stráka jafnt sem stelpna í úrtakinu virðist nota það í heildina og ekki er marktækur munur miðað við 95% öryggi á notkun kynjanna á forritinu í heild. Athygli vekur að ennþá er nokkuð vinsælt að spjalla á spjalltorgum (IRC), þrátt fyrir vinsældir Msn Messenger. Strákar virðast þó spjalla meira á spjalltorgum en stelpur og er marktækur munur á ferðum kynjanna inn á spjalltorg miðað við 95% öryggi. Tæplega fjórðungur stráka segist spjalla á spjalltorgum, en 15% stelpna

36 Spjall almennt Strákar Stelpur % Msn IRC* Yahoo ICQ Betra.net Spjalla ekki *p<0,05 4 Mynd 6.4. Vinsælustu spjallforritin og leiðir til spjalls 2003 Önnur aðföng til spjalls virðast lítið koma við sögu íslenskra barna þetta árið, en eins og sjá má eru það einungis 7% stráka samanlagt sem segjast spjalla með Yahoo, ICQ eða Betra.net. Einnig er samanlögð notkun stelpna á téðum spjallforritum um 7%. Þó spjall sé af þessum niðurstöðum að dæma nokkuð vinsælt hjá börnum og unglingum, þá sýnir Mynd 6.4 fram á að það séu samt sem áður um þriðjungur bæði stráka og stelpna sem segjast ekki spjalla á internetinu. Eins og fram kemur í Kafla 3, þá var ekki beinlínis spurt um spjall á betra.net, heldur var algengast að börnin tilgreindu það í flokkinn Annað í spurningalistanum Þegar rýnt er nánar í þær tvær leiðir sem vinsælastar eru til spjalls á internetinu þá kemur ýmislegt nýtt í ljós. Mynd 6.5 gefur til kynna að lítill munur sé í raun á hve hátt hlutfall kynjanna segist spjalla með Msn Messenger. Marktækur munur er þó á kynjunum í 5. bekk, miðað við 95% öryggi, en eins og sjá má er munurinn á kynjunum svo til horfinn þegar komið er í 7. bekk. Þá má sjá að stelpur í 10. bekk spjalla meira með Msn Messenger en jafnaldrar þeirra af hinu kyninu

37 Spjalla með Msn Messenger Strákar Stelpur % Bekkur* 6. Bekkur 7. Bekkur 8. Bekkur 9. Bekkur 10. Bekkur *p<0,05 Mynd 6.5. Hlutfall barna sem spjalla með Msn Messenger 2003, greint eftir kyni og bekk Það er ekki nóg að vita hvort viðkomandi spjalli, heldur er einnig mikilvægt að vita hve mikið hann gerir það. Á Mynd 6.6 má sjá hversu mikið krakkarnir sögðust spjalla á internetinu við þá sem þau þekkja, en að öllum líkindum er það í gegnum Msn Messenger (Sjá umræðu). Ekki reyndist marktækur munur, miðað við 95% öryggi, á milli kynja í neinum bekk á því hversu mikið þau spjölluðu við þekkta viðmælendur, en þess í stað virðist vera um nokkuð mikla aukningu milli árganga á spjalli. Eins og sjá má, þá fækkar þeim með árunum sem segjast sjaldan eða aldrei spjalla við þá sem þau þekkja frá 75-95% í 5. bekk niður í rúman þriðjung í 10. bekk. Aftur á móti fjölgar þeim sem segjast gera það einu sinni á dag eða oftar. Athygli er vakin á því að á Mynd 2.6 vantar hópinn í miðjunni, en hlutfallslega fæstir voru oftast í honum

38 Spjalla við þá sem þau þekkja Strákar: Einu sinni eða oftar á dag Strákar: Sjaldnar en vikulega eða aldrei Stelpur: Einu sinni eða oftar á dag Stelpur: Sjaldnar en vikulega eða aldrei % bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur Mynd 6.6. Hlutfall barna sem spjalla við þekkta viðmælendur 2003, greint eftir kyni og bekk Það virðist ekki vera jafn vinsælt að spjalla á spjalltorgi, eins og að spjalla við valda kunningja í gegnum forrit eins og t.d. Msn Messenger. Ef litið er á Mynd 6.7 og hún borin saman við Mynd 6.5, þá kemur þetta betur í ljós. Það er t.a.m. ekki fyrr en í 8. bekk sem fjórðungur stráka segist fara á spjalltorg, en í 5. bekk eru um 1 af 5 strákum farinn að spjalla við valda kunningja og helmingur stráka farinn að gera það í 6. bekk. Það er ekki fyrr en í 10. bekk sem tæplega helmingur stráka segist fara á spjalltorg, en í 10. bekk segist þriðjungur stelpna fara sömuleiðis á spjalltorg. Það er einungis marktækur munur í 9. bekk á því hve hátt hlutfall stráka og stelpna segist spjalla á spjalltorgi

39 Strákar Stelpur Spjalla á spjalltorgi (IRC) % bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur* 10. bekkur *p<0,05 Mynd 6.7. Hlutfall barna sem fara á spjalltorg 2003, greint eftir kyni og bekk Þegar litið er á hversu oft strákar og stelpur segjast fara á spjallrásir, eins og kemur fram á Mynd 6.8, má sjá að greinilega fjölgar heimsóknum inná spjallrásir eftir því sem notandinn er eldri. Þegar Mynd 6.8 er borin saman við Mynd 6.6, má sjá að aukningin á spjalli á spjalltorgum er ekki jafn mikil og aukiningin á spjalli við þekkta viðmælendur. Á Mynd 6.6, þá verður hlutfall þeirra sem spjalla mjög mikið við þekkta viðmælendur í raun hærra en þeirra sem spjalla eiginlega ekkert. Sú er ekki reyndin þegar með spjalltorg. Þá fer hlutfall þeirra sem fara mjög oft á spjalltorg ekki upp fyrir hlutfall þeirra sem nota spjalltorg lítið sem ekkert. Í 10. bekk er marktækur munur á því hversu oft kynin segjast fara á spjallrásir, þ.e. miðað við 95% öryggi. Enda má sjá það á Mynd 6.8 að þróunin virðist vera að snúast akkúrat við í 10. bekk hjá stelpunum, en ekki hjá strákunum

40 Fara á spjallrásir Strákar: Einu sinni eða oftar á dag Strákar: Sjaldnar en vikulega eða aldrei Stelpur: Einu sinni eða oftar á dag Stelpur: Sjaldnar en vikulega eða aldrei % bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 6.8. Hlutfall barna sem fara á spjallrásir 2003, greint eftir kyni og bekk Í lokin verður litið á hvort einhverjar vísbendingar séu um aukningu frá árinu 1997 á heimsóknum barna og unglinga á spjallrásir. Á Myndum 6.9 og 6.10 gefur að líta hlutföll stráka og stelpna í hverjum bekk sem segjast fara á spjallrásir árin 1997 og Það hefur í raun og veru ekki breyst að strákar voru iðnari en stelpur við að fara á spjallrásir árið 1997 og eru það enn árið Bæði kyn hafa aukið lítillega virkni sína á spjallrásum, en stelpurnar þó meira. Það vekur athygli að enn þann dag í dag er mjög stór hluti barna og unglinga sem nánast ekkert virðist fara inn á spjallrásir og í raun alltaf meirihluti þeirra, óháð kyni og aldri. Notkun barna og unglinga á spjallrásum hefur því lítið sem ekkert breyst í eðli sínu. Notkunin er meiri hjá eldri krökkum en hjá þeim yngri og einnig meiri hjá strákum en stelpum

41 % Strákar: Fara á spjallrásir 1997 og bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur Sjaldan eða aldrei Stundum Oft - mjög oft Sjaldnar en einu sinni í viku - aldrei Eitthvað í hverri viku Einu sinni eða oftar á dag Mynd 6.9. Hlutfall stráka sem fer á spjallrásir, greint eftir bekk 1997 og Stelpur: Fara á spjallrásir 1997 og bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur % Sjaldan eða aldrei Stundum Oft - mjög oft Sjaldnar en einu sinni í viku - aldrei Eitthvað í hverri viku Einu sinni eða oftar á dag Mynd Hlutfall stelpna sem fer á spjallrásir, greint eftir bekk 1997 og

42 Umræða Það er athygli vert að í heildina virðast stelpur árið 2003 vera að lesa og senda tölvupóst en strákar, lítill hluti bæði stelpna og stráka sendir mjög mikið af tölvupósti. Tölvupóstur er kannski ekki jafn spennandi leið til að eyða tímanum á internetinu og t.d. spjall í beinni og leikir, en kannski ágæt leið til að sinna erindum og samskiptum við vini, ættingja og máski eitthvað tengt skólanum. Munurinn á því hve mikið strákar annars vegar og stelpur hins vegar lesa og senda af tölvupósti er ekki jafn augljós og t.d. á iðkun tölvuleikja (sjá Kafla 5) og niðurhali (sjá Kafla 7). Stelpur lesa og senda meira af tölvupósti en strákar árið 2003, en árið 1997 voru þær mjög fáar sem eitthvað höfðu komist í kynni við tölvupóst. Aftur á móti voru strákar iðnari við sendingu tölvupósts árið Notkun stráka og stelpna á tölvupósti sem samskiptaformi vex töluvert hjá báðum kynjum í 6. bekk miðað við 5. bekk árið Þessi vaxtarkippur sem hér um ræðir er reyndar talsvert meiri hjá stelpunum. Þetta gefur enn og aftur vísbendingar um að krakkarnir fari að læra að nota internetið til samskipta og starfa um þetta leyti í mörgum grunnskólum. Það skal tekið fram að spurning sú er mælir hversu oft börnin telja sig senda tölvupóst er orðuð á misjafnan hátt árið 1997 og 2003 (sjá Myndir 3.3 og 3.4 í Kafla 3). Einnig eru svarmöguleikarnir við spurningunni orðaðir á annan hátt, en kvarðinn sá sami. Að öllum líkindum skapar mismunur í orðalagi í spurningunni sjálfri ekki misræmi í svörun á spurningunni árið 1997 og 2003, vegna þess að ætla má að þeir sem sendi tölvupóst árið 1997 komist varla hjá því að lesa hann sömuleiðis, þó ekki sé sérstaklega spurt að því. Raunin er nefnilega sú að árið 2003 er spurt hve oft viðkomandi lesi og sendi tölvupóst. Aðeins ein breyta sem mælir spjall í gagnasafninu árið 2003 er einnig til staðar í gagnasafninu árið Þetta er lýsandi dæmi um það hversu miklum breytingum fjölmiðlaumhverfið hefur tekið frá því að internetið komst á skrið. Það væri óneitanlega áhugavert að geta séð hvað það voru margir árið 1997 sem spjölluðu á internetinu við þá sem þeir þekktu. Sennilega hafa þeir verið mjög fáir, enda þótti ekki ástæða til að spyrja sérstaklega um það. Að öllum líkindum höfðu einnig sárafáir aðgang að slíkum forritum og jafnvel engir

43 Það ætti ekki að vera neinum vandkvæðum háð að endurskilgreina breytur þær er mæla hversu mikið börn og unglingar eru að spjalla á internetinu. Þeir sem segjast spjalla sjaldnar en einu sinni í viku eru settir undir sama hatt og þeir sem segjast aldrei eða nær aldrei spjalla. Einnig eru þeir settir í sama flokk sem spjalla daglega og oftar ein einu sinni á dag. Þeir sem telja sig spjalla eitthvað í hverri viku fá að standa einir, enda í miðjunni á gamla 5 punkta skalanum. Með þessari endurkóðun eru breytur er mæla spjall þrískiptar raðbreytur og mjög þægilegar í notkun. Árið 1997 eru viðmælendur flokkaðir á annan hátt, en samt á 5 punkta skala. Flokkunin er reyndar mun óljósari, eða allt frá mjög oft niður í aldrei. Þessa endurskilgreiningu á breytum er mæla spjall þarf eilítið að setja í samhengi við fjölmiðlanotkun almennt sem og félagslega hegðun. Flokka mætti þann sem t.d. horfir sjaldnar en einu sinni í viku á sjónvarp með aðilum sem horfa aldrei eða nær aldrei á það. Eins ætti ekki að vera mikill munur á þeim sem setjast einu sinni eða tvisvar fyrir framan sjónvarpið sama daginn. Þetta veltur allt á umfangi fjölmiðilsins. T.d. mætti ekki undir neinum kringumstæðum setja þann sem les bækur sjaldnar en einu sinni í viku í flokk þeirra sem lesa aldrei bækur. Vinsældir forritsins Msn Messenger eru augljóslega mjög miklar á meðal íslenskra ungmenna. Ekki er alveg víst hvers vegna Msn Messenger er svona mikið vinsælli en Yahoo Messenger og önnur svipuð forrit, en það á sennilega sér skýringar í þeim Ægishjálmi sem Microsoft ber yfir önnur hugbúnaðarfyrirtæki. En Msn er einn af mörgum öngum Microsoft. Að öðru leyti eru forritin tvö mjög svipuð að umfangi og notagildi þeirra nánast það sama. Þó ekki sé talað sérstaklega um Msn Messenger í spurningunni sem á að mæla spjall við þekkta viðmælendur, þá er hér gert ráð fyrir að börnin skynji spurninguna þannig, a.m.k. ef þau eru virkir notendur Msn Messenger eða svipaðra forrita. Það er sérstaklega áhugavert að skoða spjall með Msn Messenger og sjá þar að hærra hlutfall stelpna í 10. bekk segist nota forritið en bekkjarbræður þeirra. Það má vel vera að hér verði vatnaskil á internetnoktun stráka og stelpna. Stelpur fara hugsanlega á þessu stigi máls að spjalla meira og þá mætti hugsa sér að áhugi þeirra á notkunar- og afþreyingarmöguleikum internetsins vaxi í leiðinni. Þessar breytingar eiga sér ekki endilega stað í 10. bekk, heldur mætti hugsa sér að um og eftir fermingu fari hlutirnir að breytast nokkuð hratt hjá stelpunum. Einkum og sér í lagi þeim sem fá sína eigin heimilistölvu í fermingargjöf

44 Það er áhugavert að bera saman hversu margir segjast spjalla við valda kunningja með Msn og hve margir fara á spjallrásir í gegnum IRC þjón. Á efri árum grunnskólans eru þeir komnir í meirihluta sem spjalla við valda kunningja og nota Msn Messenger, en sú er ekki raunin með þá sem fara spjallrásir. Þeir sem stunda það mikið eru í minnihluta í sínum árgöngum. Samanburður á spjallrásaflakki íslenskra barna og unglinga árin 1997 og 2003 leiðir í ljós að litlar sem engar breytingar hafi orðið á því, nema kannski örlítil aukning og aðallega hjá strákum. Það sem þessi samanburður leiðir einnig í ljós er að líklega hafa spjallforritin sem leyfa val á viðmælendum grafið undan vinsældum opinna spjallrása. Opnar spjallrásir eru einnig sennilega hættulegri börnum og hefur tilkoma nýrra leiða til spjalls væntanlega slegið á vinsældir spjallþráðanna. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessu sex ára bili og hugsanlega hefur blómaskeið spjallrása um IRC á Íslandi átt sér stað á þessum árum. 7. Notagildi Internetið er ekki bara vettvangur einfaldra boðskipta og afþreyingar, heldur hafa verið stigin mjög stór skref í átt að samfélagi þar sem nánast allt fjölmiðlaefni er í boði fyrir notendur. Tilkoma internetsins hefur vissulega haft galla í för með sér, eins og flestöll félagsleg fyrirbæri. Á upplýsingaöld, þar sem þekking og upplýsingar eru orðnar að mjög verðmætum hlutum, þá er oft erfitt að greina á milli góðra heimilda og vondra á internetinu. Það sama gildir um upplýsingaveitur á internetinu eins og aðrar að þær þurfa að ávinna sér traust notenda sinna. Það fá þær væntanlega ekki fyrirfram. Niðurhal Fjölmargar vefsíður hafa frá upphafi boðið fólki uppá að hlaða niður alls kyns efni, hvort sem það hefur verið gegn gjaldi eða ókeypis. Þar á meðal má nefna tölvuleiki, tölvuforrit, tónlist, stutt myndbönd og ljósmyndir. Ekki hefur verið hefð fyrir því að bjóða fólki uppá að hlaða niður kvikmyndum í fullri lengd eða sjónvarpsþáttum. Hraði

45 nettenginga hefur ekki beinlínis boðið uppá það fyrr en kannski á allra síðustu árum. Tónlist virðist í gegnum tíðina hafa verið sérstaklega vinsæl á meðal notenda internetsins, en fram til ársins 1999 var yfirleitt ekki hægt að hlaða niður tónlist af internetinu öðruvísi en að greiða sérstaklega fyrir það. Síðustu ár hafa netverjar snúið vörn í sókn hvað varðar niðurhal og eru nokkur atriði sem hafa hjálpað mikið til við það, en farið verður yfir þau hér á eftir. MP3 MP3 er skráartegund í tölvu og stytting á: Moving Picture Experts Group, Audio Layer 3. Þessi skráartegund inniheldur hljóðefni í svipuðum gæðum og á geisladiskum, en tekur mun minna geymslurými en hljóðefni á geisladiskum. Hægt er að senda og sækja þessar skrár um internetið á skömmum tíma og spila hljóðefnið í þartilgerðum hugbúnaði sem fylgir með öllum nýjum tölvum. MP3 tæknin gerir mönnum kleift að búa til hljóðskrár sem eru 10 sinnum minni en þær sem eru á geisladiskum án þess þó að tapa miklum hljómgæðum (Computeruser High Tech Dictionary, 2004). MP3 var upphaflega þróað af MPEG-hópnum 5 (Daði Ingólfsson, 2003), en var síðar meir endurbættur af Fraunhofer Stofnuninni í Þýskalandi. Síðla árs 1998 voru MP3 skrár komnar í dreifingu. Það var þó ekki fyrr en í febrúar árið 1999 sem MP3 skrár komust formlega í dreifingu fyrir tilstilli óháðs útgefanda að nafni Sub Pop (MP3-Mac, 2004). Shuker (2001) telur að þessi tækni hafi kosti og galla fyrir tónlistarfólk. Hann heldur því fram að með þessari tækni geti höfundar tónlistarinnar dreift efni til neytenda án afskipta frá útgáfufyrirtækjum, en um leið þýði það minni tekjur bæði fyrir höfunda og útgefendur. Hann vill einnig meina að hægt sé að gefa notendum internetsins eitt eða tvö lög á MP3 formi sem smá sýnishorn af því sem koma skuli e.t.v. á næsta geisladisk. Þannig hvetji það aðdáendur til að kaupa plötuna (sama rit). Segja má að MP3 hafi markað upphafið að niðurhali af internetinu af hálfu almennings, en fyrir þann tíma hafði afmarkaður hópur fólks vissulega nýtt sér gagnabanka o.þ.h. Tónlist hefur alltaf skipað mikinn sess í lífi fólks og þá ekki síst hjá ungu fólki. Með 5 MPEG-hópurinn er nefnd á vegum IEC og ISO, sem sérhæfir sig í stöðlum og framsetningu á stafrænu hljóð- og hreyfimyndefni

46 MP3 tækninni, þá skapaðist ákveðið sóknarfæri fyrir notendur internetsins til að ná í tónlist hvor frá öðrum, því MP3 skrár voru mun minni en hefðbundnar skrár á geisladiskum. Einnig urðu fljótlega uppúr 1999 til forrit sem gera mönnum kleift að afrita geisladiska yfir á MP3 form og geyma þá í tölvunni sinni. NAPSTER Vorkvöld eitt árið 1999 í Boston í Bandaríkjunum var Shawn Fanning, 19 ára tölvunarfræðinemi staddur í teiti á stúdentagörðum Northeastern háskólans. Í veislunni voru vinir hans ítrekað að reyna að hlaða niður tónlist á MP3 formi, en án árangurs þar sem ávallt strandaði athöfnin á því að ekki var hægt að ná í skrárnar öðruvísi en að greiða fyrir þær. Þetta vildi Shawn Fanning laga og koma á fót kerfi þar sem notendur internetsins gætu sótt sér tónlistarskrár án endurgjalds. Í maímánuði ársins 1999 hafði Shawn Fanning hannað forrit sem hann kaus að kalla Napster. Forritið nýtti eiginleika spjalltorga (IRC), en með þeim er hægt að færa skrár óhindrað milli tveggja tölva í gegnum miðstýrðan netþjón. Napster studdist einnig við skráakerfi Microsoft Windows og var búinn leitarvél, þar sem hægt var að leita í skrám allra þeirra notenda sem voru tengdir forritinu (Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, 2002) Fyrst um sinn var forritið eingöngu tengt á netþjóni Norheastern háskólans, en síðar meir urðu til stórir gagnabankar víðs vegar um heiminn. Napster náði miklum vinsældum og æ fleiri notendur tengdust honum. Það jók ennþá vinsældir forritsins, því þegar fjöldi notenda jókst, jukust einnig líkurnar á að finna tónlist við hæfi hvers notanda. Frá sjónarhóli notandans virkaði forritið þannig að þegar búið var að hlaða því niður af heimasíðu Napster og setja það upp, þá gerði forritið sjálfkrafa hljóðskrár í tölvu notandans aðgengilegar fyrir alla þá sem tengda voru Napster. Síðan þurfti notandinn einfaldlega að leita að því lagi sem hann vildi hlaða niður með því að skrifa nafn lags eða höfundar í leitarvélina. Eftir að hafa fengið upp lagið, þá smellti notandinn á það og síðan sá tölvan um afganginn. Samtök hljómplötuframleiðenda í Bandaríkjunum (RIAA) voru síður en svo ánægð með þessa uppfinningu og einkenndust síðustu ár upphaflega Napster forritsins af

47 málaferlum á málaferli ofan. Nú til dags þurfa notendur Napster að greiða sérstaklega fyrir að tengjast Napster samfélaginu. P2P SKRÁARDEILIFORRIT Forritið Napster ruddi brautina fyrir önnur svipuð forrit. Þrátt fyrir að RIAA hafi haft betur í deilunni um Napster, ef svo mætti segja, þá opnuðust flóðgáttir fyrir aragrúa af öðrum forritum sem þjónuðu sama tilgangi að bjóða notendum internetsins uppá að sækja efni hjá hvor öðrum. Svokölluð P2P skráardeiliforrit hafa skotið oft og ört upp kollinum síðastliðin ár. Ber þar að nefna hæst forrit eins og KaZaa, Morpheus, Gnutella, WinMX og DC++. P2P stendur fyrir Peer to Peer networking. Með Peer to Peer networking er átt við boðskiptakerfi á internetinu þar sem allir notendur tengdir kerfinu geta bæði verið miðlarar og/eða biðlarar (Computer User High-Tech Dictionary, 2004). Með miðlara er átt við einhvern sem miðlar sínu efni til annara og biðlari er sá sem sækir efni frá öðrum. Hægt er í flestum tilfellum að vera miðlari og biðlari á sama tíma. Þetta þýðir að allir geta komist í efni frá hvor öðrum, svo lengi sem þeir eru tengdir sama P2P skráardeiliforritinu. Uppá síðkastið hafa verið hönnuð forrit sem gera notendum kleift að sækja fleiri og fleiri tegundir af tölvuskrám. Tónlist, ljósmyndir, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tölvuleiki, tölvuforrit og sitthvað fleira. Ekki nóg með það, heldur hafa forritin orðið fullkomnari og betri leitarvélar fylgt þeim. Ekki verður fjallað sérstaklega um þau forrit sem falla undir þennan flokk, nema forritið sem uppá síðkastið hefur verið mikið notað á Íslandi, DC++. DC++ Skráardeiliforritið DC++ hefur uppá síðkastið notið mikilla vinsælda hér á landi og hafa sprottið upp tvö frekar stór samfélög í kringum það. Annars vegar félag sem heitir Deilir og hins vegar félagið DCi. Bæði félögin bjóða notendum uppá 3-4 nafir, flestallar með íslenskum vistföngum. Nöf er samkvæmt Íslenskri málstöð þýðingin á enska orðinu hub og vísar til búnaðar sem er í hnút í stjörnuneti og samhæfir gagnafjarskipti milli annarra

48 hnúta í netinu (Orðabanki íslenskrar málstöðvar, 2004). Kostir DC++ eru margir umfram önnur skráardeiliforrit. Í fyrsta lagi er forritið frekar einfalt í uppsetningu og notkun. Í annan stað, þá er DC++ laust við allar auglýsingar frá framleiðendum forritsins og frá hinum og þessum dreifingaraðilum forrita. Í þriðja lagi geta þau félög sem sjá um nafirnar haft umsjón með öllum vistföngum sem tengjast nöfunum hverju sinni. Á Íslandi eru flestar nafir eingöngu ætlaðar þeim sem eru með íslensk vistföng, þannig að umferðin sé einungis innanlands. Þetta hefur þann kost í för með sér að þeir sem tengjast internetinu með ADSL sítengingu, greiða yfirleitt hvorki krónu fyrir gagnaflutning til sín né frá sér. Ástæða þess er sú að hérlendir internetþjónustuaðilar fara sjaldnast fram á gjald fyrir gagnaflutning innanlands. SAMSKIPTI Á HRAÐA LJÓSSINS Í september árið 2001 hóf fjarskiptafyrirtækið Íslandssími sölu á ADSL (Assymetric Digital Subscriber Line) tengingum á heimilismarkaði (Morgunblaðið, 8. september 2001). Var þjónustan fyrst um sinn einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, en með tímanum og aukinni samkeppni hefur þeim stöðum á landsbyggðini fjölgað þar sem hægt er að tengjast ADSL og í dag eru þeir meira en 40 talsins (Landssími Íslands hf., 2004). ADSL heimilsiþjónustan felur í sér sítengingu við internetið og þar eru hefðbundnar símalínur nýttar til háhraðagagnaflutninga um internetið (Íslensk málstöð, 2004; Landssími Íslands hf., 2004). Með ADSL þjónustunni er notandanum kleift að sækja allt að 2000 kílóbætum á sekúndu og senda allt að 512 kílóbætum frá sér á sekúndu. Í langflestum tilfellum er boðið upp á ókeypis gagnaflutning innanlands. Breiðbandið stendur eingöngu íbúum höfuðborgarsvæðisins til boða. Internet um Breiðband felur í sér gagnaflutningshraða allt að 512 kb/s til notanda og allt að 128 kb/s frá notanda. Með tilkomu ADSL og Breiðbands svo ekki sé minnst á aragrúa af skráardeiliforritum, þá hafa skapast kjöraðstæður á Íslandi fyrir skráardeilisamfélag, ef svo mætti að orði komast. Forritin eru einföld í notkun, gagnaflutningar fara fram á miklum hraða og eru ókeypis svo lengi sem þeir fara ekki út fyrir landssteinana. Hver myndi ekki nýta sér tækifærið?

49 Upplýsingar Það er óneitanlega þægilegt að geta farið á internetið og slegið inn leitarorð sem maður síðan fær mörg svör við eftir nokkrar sekúndur. Internetið er ávallt til staðar og það er tiltölulega auðvelt í notkun. Upplýsingamagnið á internetinu er gríðarlegt og tugi þúsunda gagnasafna er hægt að heimsækja til að fá upplýsingar, ýmist gegn gjaldi eða ókeypis. Þetta er bæði þægilegt fyrir þann sem veitir upplýsingarnar og þann sem þiggur þær. Upplýsingaveitan þarf einungis að setja upplýsingarnar einu sinni á netið og þá eru þær þar. Upplýsingaþegi getur, í gegnum internetið, fengið mjög mikið af upplýsingum á stuttum tíma án þess að þurfa að trufla einhvern sérstaklega til að veita honum þær. Það geta einnig margir hvaðanæva að verið að sækja sér sömu upplýsingarnar á sömu vefsíðuna á sama tíma án þess að það trufli vefsíðuna neitt sérstaklega. Upplýsingar verða þó alltaf að vera réttar og áreiðanlegar, því annars eru ekki margir sem vilja sækja sér þær. Fólk treystir ekki hverjum sem er og nýir netmiðlar þurfa gjarnan að hafa mikið fyrir því að ávinna sér virðingu á meðal fólksins alveg eins og allir aðrir nýir miðlar. Í því skyni er spennandi að sjá hvort að íslensk börn eru farin að notfæra sér internetið í leit sinni að þekkingu Niðurstöður NIÐURHAL Eins og sjá má á mynd 7.1, þá kemur í ljós að mikill munur virðist vera á niðurhali stráka og stelpna á tónlist af internetinu. Niðurhal eykst einnig stigvaxandi með árunum, sérstaklega hjá strákum og endar með því að í 10. bekk segjast 4 af hverjum 5 strákum sækja sér tónlist á internetið. Miðað við 95% öryggi er marktækur munur á strákum og stelpum hvað þetta varðar, nema í 5. bekk og í 9. bekk. Í 9. bekk taka stelpurnar heldur betur við sér og eru ekki nema rúmum 10% færri stelpur sem segjast ná sér í tónlist en strákar. Í 10. bekk virðist síðan draga úr niðurhali stelpna á tónlist. Þá er áhugavert að

50 skoða hver aukningin er á milli bekkja, en hún er langmest hjá stelpunum milli 8. og 9. bekkjar. Hjá strákunum eykst niðurhal á tónlist milli bekkja frekar jafnt og þétt, en er þó mesta aukningin milli 5. og 6. bekkjar. Varast ber að sjálfsögðu að túlka þessa aukningu um of, þar sem ekki er um að ræða sömu hópana. Sækja tónlist af internetinu Strákar Stelpur % bekkur 6. bekkur* 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 7.1 Hlutfall barna sem sækja tónlist af internetinu 2003, greint eftir kyni og bekk Þegar skoðað er hversu margir segjast hlaða niður kvikmyndum af internetinu, þá verður að setja þann fyrirvara á að hugsanlega telji börnin sjónvarpsþætti jafngilda kvikmyndum hvað þetta varðar. Eins og gefur að líta á Mynd 7.2, þá fer það ekki á milli mála að strákar eru mun iðnari við að sækja sér kvikmyndir. Miðað við 95% öryggi er marktækur munur á niðurhali stráka og stelpna á kvikmyndum í öllum bekkjum nema í þeim fimmta. Munurinn á niðurhali stráka og stelpna á kvikmyndum er miklu meiri en munurinn á niðurhali hópanna á tónlist. Líkt og með niðurhal á tónlist, þá segjast 4 af hverjum 5 strákum í 10. bekk hlaða niður kvikmyndum, en aðeins tæplega ein af hverjum 5 stelpum

51 Sækja kvikmyndir af internetinu Strákar Stelpur 82 % bekkur 6. bekkur* 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur* 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 7.2. Hlutfall barna sem sækja kvikmyndir af internetinu 2003, greint eftir kyni og bekk Mjög skýr kynjamunur er á niðurhali á tölvuleikjum. Sjá má á Mynd 7.3 að strákar eru þrefalt til fimmfalt líklegri til að sækja sér tölvuleiki en stúlkurnar. Aldursmunurinn er hins vegar hverfandi lítill. Um 40% stráka segjast hlaða niður tölvuleikjum, sama í hvaða bekk þeir eru. Mun færri stelpur segjast þó hlaða niður tölvuleikjum en strákar á bilinu 9-16 af hundraði. Munurinn á niðurhali stráka og stelpna á tölvuleikjum er marktækur miðað við 95% öryggi í öllum bekkjum

52 Sækja tölvuleiki af internetinu Strákar Stelpur % bekkur* 6. bekkur* 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur* 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 7.3. Hlutfall barna sem sækja tölvuleiki af internetinu 2003, greint eftir kyni og bekk Geysilegur munur er á niðurhali stráka og stelpna á tölvuforritum, eins og gefur að líta á Mynd 7.7. Miðað við 95% öryggi er munurinn marktækur í bekk. Í öllum bekkjum er aðeins sáralítill fjöldi stelpna sem segist sækja sér tölvuforrit af internetinu og athygli vekur að í 6. bekk virðist ekki ein einasta stelpa gera það. Hjá strákunum virðist niðurhal á tölvuforritum vera á uppleið með aldrinum, en í 9. og 10. bekk eru það rösklega 2 af hverjum 5 sem sækja sér tölvuforrit

53 Sækja sér forrit af internetinu Strákar Stelpur % bekkur 6. bekkur 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur* 10. bekkur* *p<0, Mynd 7.4. Hlutfall barna sem sækja tölvuforrit af internetinu 2003, greint eftir aldri og bekk Lítið er um að börnin sæki eitthvert annað efni á netið en hér hefur verið talað um. Á Töflu 7.1 má sjá vinsælustu flokkana fyrir utan þá sem fjallað hefur verið sérstaklega um. Athygli vekur að ekki fleiri hlaði niður námstengdu efni eða upplýsingum af internetinu. Algengast er að krakkarnir segist sæki sér ljósmyndir. Athuga ber að í Töflu 7.1 er ekki um hlutfallstölur að ræða, heldur fjölda. Tafla 7.1. Annað efni sótt af internetinu 2003, greint eftir kyni Annað efni sótt af internetinu N: 786 Efni Strákar Stelpur Alls Ljósmyndir Erótík og klám Viðbætur fyrir leiki Myndbönd Námstengt efni Upplýsingar

54 Að lokum er áhugavert að skoða hversu margir það eru sem segjast ekki hlaða niður efni af neinu tagi af internetinu. Á Mynd 7.5 má sjá að fjöldi þeirra sem hleður ekki efni niður af internetinu hefur tilhneigingu til að minnka með aldrinum. Miðað við 95% öryggi er marktækur munur á kynjunum í þessu efni í öllum bekkjum nema 9. bekk. Eins og sjá má á Mynd 7.5, þá eru þónokkrir í öllum bekkjum sem virðast ekkert efni sækja af internetinu, þó sá hópur sé mjög fámennur á meðal stráka í 10. bekk. Á myndinni má einnig sjá að strákar eru greinilega mjög mikið að hlaða niður efni almennt af internetinu, því í öllum bekkjum, þá eru þeir sem segjast ekki hlaða niður efni í minnihluta. Hvað stelpurnar varðar, þá eru þær sem segjast ekki stunda niðurhal í meirihluta þangað til í 9. bekk, en þá taka þær mjög stórt stökk og einungis tæplega 30% þeirra segjast ekki sækja sér efni af internetinu Strákar Stelpur 76 Sækja ekki efni af internetinu % bekkur* 6. bekkur* 7. bekkur* 8. bekkur* 9. bekkur 10. bekkur* *p<0,05 5 Mynd 7.5. Hlutfall barna sem sækja ekki efni af internetinu 2003, greint eftir kyni og bekk

55 UPPLÝSINGAÖFLUN Á mynd 7.6 eru bornar saman þær upplýsingaveitur sem börnin segjast leita til ef þau vilja fá upplýsingar. Í báðum könnunum, árin 1997 og 2003 var spurt á þessa leið Ef eitthvað væri að gerast einhversstaðar og þig langaði til að fylgjast með, hvar myndir þú leita upplýsinga?. Á myndinni eru bornin saman svör við spurningunniárið 1997 og 2003, en má glöggt merkja að börnin merkja stundum við fleiri en eina upplýsingaveitu Leitað að upplýsingum um eitthvað sem er að gerast" 1997 og % Á netinu Í textavarpi Í dagblöðum Í sjónvarpi Í útvarpi Annars staðar Á heimili *p<0,05 Mynd 7.6. Upplýsingaveitur 1997 og 2003 Athygli vekur að hlutfallslegur fjöldi þeirra sem segist leita upplýsinga á internetinu hefur meira en tvöfaldast á þessum árum á meðan 2 af hverjum 3 sem sögðust leita upplýsinga í dagblöðum árið 1997, eru árið 2003 aðeins 2 af hverjum 5. Þá sagðist þriðjungur aðspurðra árið 1997 leita upplýsinga í textavarpi og í útvarpi. Árið 2003 segist aðeins 1 af hverjum 5 leita í textavarpi og 1 af hverjum 6 kveðst fá upplýsingar úr útvarpi. Þá eykst hlutfall þeirra sem leita upplýsinga í sjónvarpi lítillega og árið 2003 eru það flestir, eða um 2 af hverjum 3, sem segjast velja það sem upplýsingaveitu og er þar

56 internetið í öðru sæti (56%) og síðan dagblöðin í því þriðja. Árið 1997 leit þetta öðruvísi út, en þá sóttu flestir (um 2/3) upplýsingar úr dagblöðum, því næst kom sjónvarpið (54%), þá útvarp og textavarp, þar sem hvort um sig var upplýsingaveita fyrir þriðjung aðspurðra. Þá kom internetið sem fjórða stærsta upplýsingaveitan, þar sem rúmlega fjórðungur sagðist sækja upplýsingar þangað Strákar Stelpur Internetið sem upplýsingaveita um eitthvað sem er að gerast % bekkur* 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur* 9. bekkur 10. bekkur *p<0,05 Mynd 7.7. Hlutfall barna sem fá upplýsingar af internetinu 2003, greint eftir kyni og bekk Eins og sjá má á Mynd 7.7, þá eru í öllum bekkjum árið 2003 hlutfallslega fleiri strákar en stelpur sem segjast leita upplýsinga á internetinu um eitthvað sem er að gerast. Munurinn er þó aðeins marktækur miðað við 95% öryggi í 5. og 8. bekk. Frá 5. bekk og uppí þann 9. hefur upplýsingaleit á internetinu tilhneigingu til að aukast hjá báðum kynjum, en dregur síðan úr henni í 10. bekk. Frá 6. bekk segist ríflega helmingur stráka, en tæplega helmingur stelpna nota internetið sem fréttamiðil. Enginn stkýr aldursmunur kemur fram, ef frá er talinn yngsti hópurinn (5. bekkur)

57 Þegar Myndir 7.8 og 7.9 eru síðan bornar saman, þá má sjá að stelpur leggja frekar traust sitt á dagblöð sem fréttamiðil, en strákar frekar á internetið. Miðað við 95% öryggi er í 9. og 10. bekk marktækur munur á notkun dagblaða sem upplýsingaveitu hjá strákum og stelpum. Ef Myndir 7.8 og 7.9 eru skoðaðar nánar, má sjá að ekki munar neitt sérstaklega miklu á því hvort stelpur nota dagblöð eða internetið sem upplýsingaveitu. Notkun dagblaða er þó jafnari í öllum bekkjum hjá stelpunum, en notkun internetsins til upplýsingaöflunar virðist sveiflukenndari á milli bekkja. Á hinn bóginn segjast hlutfallslega mun fleiri strákar nota internetið sem upplýsingaveitu en dagblöð Dagblöð sem upplýsingaveita um eitthvað sem er að gerast 2003 Strákar Stelpur % bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur* 10. bekkur* *p<0,05 Mynd 7.8. Hlutfall barna sem fá upplýsingar úr dagblöðum 2003, greint eftir kyni og bekk Mynd 7.10 gefur til kynna að bæði kynin virðist nota sjónvarpið mjög mikið sem fréttamiðil og segist t.a.m. ávallt meira en helmingur aðspurðra leita upplýsinga um eitthvað sem er að gerast í sjónvarpi. Yfirburðir sjónvarpsins sem fréttamiðils koma enn betur í ljós þegar litið er til Myndar Þar eru börnin spurð hvar þau fengu

58 % 50 Sjónvarp sem upplýsingaveita um eitthvað sem er að gerast 2003 Strákar Stelpur bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur Mynd 7.9 Hlutfall barna sem fá upplýsingar úr sjónvarpi 2003, greint eftir kyni og bekk upplýsingar um tvo þáverandi íslenska ráðherra. Langflest börnin sögðust hafa hlotið sína þekkingu á ráðherrunum úr sjónvarpi, eða tæplega 70%. Um þriðjungur sagðist hafa frétt af þessum aðilum í dagblöðum, en innan við 5% aðspurðra sögðust hafa fengið upplýsingar um Sólveigu og Tómas Inga á internetinu

59 Upplýsingaveitur um tvo ráðherra Tómas Ingi Olrich Sólveig Pétursdóttir % Dagblöð Sjónvarp Internet 3 4 Mynd Hlutfallslegt vægi þriggja upplýsingaveita um tvo íslenska ráðherra 2003 Umræða Þegar viðmælandinn er spurður um það hvort hann hlaði niður efni af internetinu, þá gæti í raun og veru verið um tvenns konar gagnaöflun að ræða. 1. Niðurhal af vefsíðum. Fjölmargar vefsíður bjóða uppá niðurhal á alls kyns efni, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei. Oftast er um að ræða litlar tölvuskrár, en það kemur fyrir að hægt sé að sækja stórar skrár. 2. Niðurhal í gegnum skráardeiliforrit. Þegar notandinn tengist skráardeiliforriti, þá liggur við að það séu engin takmörk fyrir því hve stórar skrár hann getur sótt sér, hafi hann tíma og þolinmæði til. Ekki er unnt að gera greinarmun á þessum tveimur tegundum af niðurhali í þessari grein, þar sem ekki var sérstaklega spurt um hvort viðkomandi sótti sér efni af vefsíðum eða í gegnum skráardeiliforrit. Að öllum líkindum er um hvort tveggja að ræða, en stærri skrár eru sennilega frekar sóttar í gegnum skráardeiliforrit

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009 2009:1 y 7. október 2009 Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009 Samantekt Árið 2009 voru tölvur á 92% heimila og 90% voru

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð félagsfræði Lestrarvenjur og bókaval 10-15 ára barna árin 1997-2003 Valgerður S. Kristjánsdóttir Júní 2009 Leiðbeinandi: Þorbjörn Broddason Nemandi: Valgerður S.

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi

Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2014 Sjónvarp, óháð tíma og rúmi Hvernig hefur dagskrárgerð í sjónvarpi og sjónvarpsnotkun áhorfandans breyst með tilkomu nýrrar tækni? Ester

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Árni Rúnar Inaba Kjartansson Steinar Sigurjónsson Lokaverkefni til BS-gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Anna Sigríður Jónsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Ásta Snorradóttir Kristinn Tómasson

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Modding, moddarinn og tölvuleikurinn

Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Hugvísindasvið Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim Ritgerð til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir September

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr Verkaskipting kynjanna Fyrir og eftir bankahrun Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr. 10 2010 Verkaskipting kynjanna fyrir og eftir bankahrun Karlar verja meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar

Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar Hug og félagsvísindadeild Kennaraskor framhaldsbraut Ég er alveg að lesa mikið, ég hef bara ekki tíma núna Nemendur í 8. bekk spurðir út í lestrarvenjur sínar Hildur Óladóttir Akureyri, 10. ágúst 2010

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Rannsókn unnin upp úr gagnasafni HBSC María Guðmundsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman

Þeir vilja ekki leika, bara tala saman Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 28. desember 2017 Yfirlit greina Sara M. Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Þeir vilja ekki leika, bara tala

More information

Leikur barna. Persónusköpun í hlutverkaleik. Elín Heiða Þorsteinsdóttir

Leikur barna. Persónusköpun í hlutverkaleik. Elín Heiða Þorsteinsdóttir Leikur barna Persónusköpun í hlutverkaleik Elín Heiða Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigríður Sturludóttir Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi Alexander Mateev Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Peter Holbrook CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum; notkun og útbreiðsla

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands

Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Skjalavarsla og skjalastjórn ríkisins 2016 Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands Ritstjórn:

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Magnús Ólafsson Kjartan Ólafsson Rósa Eggertsdóttir Kristján M. Magnússon Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Langtímarannsókn meðal barna í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði

More information

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir

Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna. Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja til fjögurra ára barna Birgitta Ósk Sveinbjörnsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Tilfinningagreind í hlutverkaleik þriggja

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information