Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna

Size: px
Start display at page:

Download "Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna"

Transcription

1 Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Rannsókn unnin upp úr gagnasafni HBSC María Guðmundsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Apríl 2016

2 Sálfélags- og heilsufarsleg tengsl við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Rannsókn unnin upp úr gagnasafni HBSC María Guðmundsdóttir 180 eininga lokaverkefni sem er hluti af Bachelor of Arts-prófi í sálfræði Leiðbeinandi Elín Díanna Gunnarsdóttir Félagsvísindadeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri Akureyri, Apríl 2016

3 Running head: SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN i Ég lýsi hér með yfir að ég ein er höfundur þessa verkefnis og er það ágóði eigin rannsóknar. María Guðmundsdóttir Það staðfestist hér með að lokaverkefni þetta fullnægir að mínum dómi kröfum til B.A. prófs við Hug- og félagsvísindadeild. Elín Díanna Gunnarsdóttir

4 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN ii Útdráttur Rannsóknir á tímasetningu tíðabyrjunar stúlkna hafa færst í aukana undanfarna áratugi þar sem sterkar vísbendingar hafa fundist um tengsl þeirra við heilsufar kvenna á fullorðinsárum. Markmið rannsóknar var að skoða hvort tengsl væru á milli tíðabyrjunar íslenskra stúlkna og þátta úr rannsókn HBSC sem tengjast fjölskyldu og upplýsingum um andlega og líkamlega heilsu þeirra. Notast var við gagnasafn frá íslenska hluta alþjóðlegu rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema (e. Health Behaviour in School-Aged Children; HBSC) sem lögð var fyrir nemendur 10. bekkjar skólaárið 2013/2014. Aðeins var notast við svör stúlkna í þessari rannsókn og var heildarfjöldi þátttakenda Meðalaldur við tíðabyrjun stúlkna mældist 12,48 ár (sf=1,2) og voru 18,2% (n=295) þeirra með snemmbúna tíðabyrjun ( 11) og 18,3% (n=296) voru seinar ( 14). Niðurstöðurnar gefa til kynna tengsl milli tíðabyrjunar og fjölskyldulífs stúlkna. Einnig virðast vera tengsl milli tíðabyrjunar og heilsufarslegra vandamála, bæði líkamlegra og andlegra. Lykilorð: tíðabyrjun, aldur, fjölskylda, heilsa, HBSC Abstract Research on age of menarche have been increasing due to findings that show association between menarche and health. The objective of this study was to examine a possible relationship between age of menarche and factors associated with family as well as self reported mental and physical health of the girls. The data used is derived from the Icelandic version of the International Study of Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC) collected from 10th graders in the school year of 2013/2014. This study only used answers from girls and total amount of participants were The mean age of menarche was found to be 12,48 (SD=1,2) and 18,2% (n=295) of girls had early menarche ( 11) and 18,3% (n=296) late menarche ( 14). Findings suggest a relationship between onset of menarche and family life. Furthermore, a relationship appears to be evident between menarche onset and health related issues, both physical and psychological. Keywords: menarche, age, family, health, HBSC.

5 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN iii Þakkarorð Ég vil þakka leiðbeinanda mínum, Elínu Díönnu Gunnarsdóttur dósent við Háskólann á Akreyri, fyrir gott samstarf og einstaka hvatningu í gegnum allt ferlið. Ársæll Már Arnarson, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnandi íslenska hluta HBSC rannsóknarinnar, fær bestu þakkir fyrir afnot af gagnasafninu. Ég vil þakka Gísla Gíslasyni fyrir ómetanlega aðstoð við tölfræðilegu hlið þessa verkefnis sem og yfirlestur. Móðir mín, Þrúður A. Gísladóttir, fær sérstakar þakkir fyrir hvatningu í gegnum allt námið og yfirlestur þessa verkefnis á öllum tímum sólarhrings. Anna Elín Jóhannsdóttir fær einnig kærar þakkir fyrir yfirlestur á lokasprettinum. Síðast en ekki síst fær litla hjartað mitt, sonur minn, þakkir fyrir að sýna námi mínu alltaf skilning þrátt fyrir ungan aldur.

6 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 1 Efnisyfirlit Myndayfirlit... 2 Töfluyfirlit... 2 Fræðilegt yfirlit Hlutverk fjölskyldunnar í lífi barna... 6 Breytt fjölskyldumynstur... 7 Sálfélagslegir þættir... 8 Kenningin um fjarveru föður... 8 Kenningar um áhrif streitu á tíðabyrjun... 9 Markmið rannsóknar Aðferð HBSC Þátttakendur Mælitæki Framkvæmd og gagnasöfnun Tölfræðileg úrvinnsla Niðurstöður Umræða Heimildaskrá... 36

7 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 2 Myndayfirlit Mynd 1. Dreifing á aldri við tíðabyrjun Mynd 2. Samband fjölskyldugerðar við meðalaldur við tíðabyrjun Mynd 3. Hversu auðvelt stúlkur ættu með að ræða áhyggjuefni við viðkomandi Mynd 4. Samband samskipta stúlkna við foreldra og meðalaldurs við tíðabyrjun Mynd 5. Samskipti innan fjölskyldunnar Mynd 6. Samband samskipta innan fjölskyldunnar og meðalaldurs við tíðabyrjun Mynd 7. Svardreifing við spurningunni Myndir þú segja að heilsa þín væri...? Mynd 8. Samband meðaldurs tíðabyrjunar við mat stúlkna á eigin heilsu Mynd 9. Mat stúlknanna á eigin holdafari Mynd 10. Samband mats á eigin holdafari og meðalaldri við tíðabyrjun Mynd 11. Samband meðalaldurs tíðabyrjunar við mikilvægi þess að huga að bættri heilsu Töfluyfirlit Tafla 1 Svarhlutfall stúlkna í 10. bekk við spurningu um blæðingar Tafla 2 Samband aldurs við tíðabyrjun og nærvera fullorðinna á heimilinu Tafla 3 Samband fjölskyldumáltíða við meðalaldur tíðabyrjunar stúlkna Tafla 4. Hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum undanfarna 6 mánuði... 29

8 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 3 Kynþroskaskeiðið er mikill umbreytingatími og er tímasetningu þess og hraða stjórnað af líffræðilegum og félagslegum þáttum. Á þessu skeiði umbreytist líkaminn og heilinn þroskast hratt með breyttri hegðun og viðhorfum. Einnig fer fram mikill félagslegur þroski á þessu tímabili (Ellis, 2004). Hormónastarfsemi stúlkna og drengja breytist töluvert á kynþroskaskeiðinu og er þetta ferli sem byrjar í kringum sex ára aldur með byrjun adrenarche (nýrilstart). Með adrenarche verður hækkun á nýrnahettuandrógenum en aukning á þeim er meðal annars talin leiða til myndunar skapahára, þroska beinagrindar (vaxtarkippir), aukningar á húðfeiti (unglingabólur), breytinga á ytri kynfærum drengja og aukinnar líkamslyktar (Ellis, 2004). Í framhaldi þessa fyrsta stigs kynþroska þar sem líkamlegar breytingar eru svipaðar á milli kynja kemur gonadarche og skiljast þá leiðir, enda um tvö gjörólík ferli að ræða. Gonadarche er það stig í kynþroska stúlkna þar sem leysiþáttur gulbúskveikju (e. Gonadotropin releasing hormone) eykst og verður meðal annars til þess að framhluti heiladinguls seytir gulbússtýrihormóni (e. luteinizing hormone; LH) og eggbússtýrihormóni (e. Follicle-stimulating hormone; FSH) (Ellis, 2004; Karapanou og Papadimitriou, 2010). Þessar breytingar á hormónabúskap líkamans hrinda af stað seinni hluta kynþroskaskeiðsins og um og yfir mitt kynþroskaskeiðið fara stúlkur á blæðingar sem eru mjög greinileg og mælanleg tímamót. Rannsóknargrunnurinn um kynþroskaferli stúlkna er víðtækari en sá sem er til um drengi og er það mögulega sökum þess hve þægilegt er að mæla þessi tímamót í lífi stúlkna. Mikil gróska hefur verið í rannsóknum á þessu sviði undanfarna áratugi þar sem sterkar vísbendingar hafa fundist um tengsl milli röskunar á tíðabyrjun og heilsufarskvilla hjá konum (Charalampopoulos, McLoughlin, Elks og Ong, 2014; Tamakoshi, Yatsuya og Tamakoshi, 2011). Einnig sýna rannsóknir á kynþroska og tíðabyrjun að þessi tímamót eru að verða fyrr á æviskeiðinu en áður var. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversu hraðar breytingarnar eru í sögulega samhengi, en rannsóknir benda til að á undanfarinni öld hefur

9 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 4 meðalaldur tíðabyrjunar lækkað frá 17 ára niður í 13 ára (Sørensen, Mouritsen, Aksglaede, Hagen, Mogensen og Juul, 2012). Ef litið er til mannkynssögunnar í heild sinni er fjögurra ára lækkun á einni öld líkast til ansi hröð lækkun. Hvað það er sem veldur þessari lækkun á aldri við fyrstu tíðir er brýnt rannsóknarefni. Fyrstu tíðir stúlkna tengjast mjög sterklega erfðaþáttum, en rannsóknir telja þá vera um 50-80% ástæðu þess hver tímasetning tíðabyrjunar er (Dvornyk og Waqar-ul-Haq, 2012; Rowe, 2002). Ungar stúlkur byrja því oft á blæðingum á svipuðum aldri og mæður þeirra gerðu. Umhverfið ræður þó talsvert miklu um hvenær tíðabyrjun verður og hefur það oft verið tengt við betri lifnaðarhætti nú á dögum en á öldum áður. Þá hafa sálfélagslegir- og þróunarfræðilegir þættir verið mikið rannsakaðir hver fyrir sig og í samspili hver við annan (Yermachenko og Dvornyk, 2014). Jahanfar, Lye og Krishnarajah (2013) gerðu rannsókn á eineggja og tvíeggja tvíburum með það fyrir augum að skoða erfðafræðileg tengsl og umhverfisáhrif á tíðabyrjun og samband þess við þroska æxlunarfæra. Niðurstöður þeirra sýndu sterk tengsl við ættgengi eða 66%. Áhrifum umhverfis var skipt í sameiginlega þætti sem virka á sama hátt á báða tvíbura og ekki sameiginlega sem virka aðeins á annan. Umhverfisþættir voru taldir vera um 34% og af þeim var fylgni sterkust á meðal þeirra þátta sem tvíburarnir áttu sameiginlega í umhverfi sínu. Aðrir umhverfisþættir sem hafa verið áberandi í rannsóknum eru áhrif efna í umhverfinu sem hafa áhrif á innkirtlastarfsemi mannsins. Efnin eru allt í kringum okkur í daglegu lífi og rannsakendur vinna að því að kortleggja áhrif þeirra (Yermachenko og Dvornyk, 2014). Rannsakendur eru sammála um að tíðabyrjun, sem er snemmbúin eða sein, geti möguleg haft áhrif á heilsufar kvenna (Glueck, Morrison, Wang og Woo, 2013; Gaudineau, Ehlinger, Vayssier og félagar, 2010). Engin algild regla er um það hvað teljist vera snemmbúin tíðabyrjun því meðalaldur tíðabyrjunar er mismunandi á milli landa og kynþátta (Karapanou og Papadimitriou, 2010).

10 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 5 Rannsóknir hafa þó margar notast við þá skilgreiningu á snemmbúinni tíðabyrjun að það séu stúlkur sem byrja á blæðingum fyrir ára aldur og seinar blæðingar séu þær sem verða eftir ára aldur (De Sanctis, Bernasconi, Bianchin og félagar, 2014; Al-Awadhi, Al- Kandari, Al-Hasan og félagar, 2013). Einnig hefur verið notast við þá skilgreiningu að tíðabyrjun sé snemm- eða síðbúin ef upphaf hennar víkur staðalfrávik eða meira frá meðaltalinu (Jahanfar og félagar, 2013). Þau tengsl sem hafa fundist á milli heilsufars og tíðabyrjunar eru áberandi í rannsóknum á krabbameini í æxlunarfærum. Ástæðan er talin vera sú að þegar blæðingar eru snemmbúnar lengist sá tími sem konur verða fyrir áhrifum kynhormóna og að því lengur sem þær séu það, þeim mun líklegri séu þær til þess að fá krabbamein tengt æxlunarfærum (Britt, 2012). Fyrir utan krabbamein hafa fundist tengingar á milli tíðabyrjunar og sykursýki, offitu, asthma og hjarta- og æðasjúkdóma (Lakshman, Forouhi, Luben og félagar, 2008; Mueller, Pereira, Demerath og félagar, 2015; Charalampopoulos og félagar, 2014; Lieberoth, Gade, Kyvik, Backer og Thomsen, 2015). Sökum þessara tengsla er talið mjög brýnt að komast að því hvað geti haft áhrif á aldur við tíðabyrjun. Áhugaverðar tilgátur og kenningar hafa verið settar fram um það hvernig umhverfið getur haft áhrif á tíðabyrjun. Áhrif fjarveru föður (e. father absence) hefur verið áberandi í rannsóknargrunninum um sálfélagsleg áhrif á fyrstu tíðir (Comings, Muhleman, Johnson og MacMurray, 200; Deardorff, Ekwaru, Kushi og félagar, 2011). Þá er verið að rannsaka möguleg tengsl þess að líffræðilegur faðir stúlkna búi ekki á sama heimili, nærvera stjúpföður, hálf- og stjúpbræðra sem og nærvera systra, sér í lagi eldri systra. Tengsl hafa fundist á milli allra þessara þátta og tíðabyrjunar, hver ástæðan er hefur aðeins verið sett fram í formi tilgátna. Ein áhugaverð tilgáta er sú að ferómón geti haft áhrif á tíðabyrjun stúlkna og var rannsókn Matchock og Susman (2006) gerð til að kanna þetta samband. Niðurstöður þeirra sýndu fylgni á milli fjarveru líffræðilegs föður, nærveru hálf- og stjúpbræðra og

11 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 6 snemmbúinnar tíðabyrjunar. Nærvera eldri systur á heimilinu tengdist seinum fyrstu tíðum (Stevenson, 2010). Hér á eftir verður farið ítarlega yfir þau tengsl sem fyrri rannsóknir hafa fundið á milli tíðabyrjunar og fjölskylduþátta, andlegrar og líkamlegrar heilsu stúlkna. Hlutverk fjölskyldunnar í lífi barna Fjölskyldan er talin vera elsta og mikilvægasta stofnun samfélagsins. Bættir lifnaðarhættir, hækkandi lífaldur og iðnvæðingin hafa átt stóran þátt í þeirri breytingu sem varð á fjölskyldunni á síðustu öld. Áður fyrr sá heimilisfaðirinn um að skaffa og móðirin um allt utanumhald heimilislífs (Hareven, 1991). Í dag er venjan orðin sú að á tveggja foreldra heimilum eru báðir útivinnandi. Nútíma fjölskyldumynstrið er talsvert breytt miðað við það sem þekktist fyrr á öldum og er oftar en ekki töluvert flóknara (Cancian, Meyer og Cook, 2011). Stór hluti af því að vera í fjölskyldu er að líða sem hluta af henni, finnast maður vera hluti af heild. Í dag eiga mörg börn stjúpforeldra, stjúp- og/eða hálfsystkini. Fyrir mörg börn verður erfitt að líða eins og þau séu hluti af heild þegar heild þeirra er dreift á fleira en eitt heimili (King, Boyd og Thorsen, 2015). Börn sem eru í slæmum tengslum við foreldra eru líkleg til að tjá vanlíðan sína með óþekkt og síðar ýmsum unglingavandamálum (Hoeve, Stams, van der Put, Dubas og félagar, 2012). Í rannsóknum hefur mikið verið einblínt á neikvæðar hliðar þess að börn séu alin upp af einstæðum foreldrum og talið að börnin myndu eiga erfiðara uppdráttar en börn alin upp hjá báðum foreldrum sínum. Rannsókn Hornberger, Zabriskie og Freeman (2010) á framlagi sameiginlegrar tómstundaiðju barna og foreldra í fjölskyldum með báðum og öðru foreldri sýndi engan marktækan mun á velferð barna eftir því hvort þau bjuggu með öðru foreldri eða báðum. Þeir töldu mótlæti, ýmsar hindranir og álag vissulega vera meira hjá einstæðum foreldrum en það myndi ekki hafa áhrif á hvernig fjölskyldueiningin stæði í samanburði. Auk þessara niðurstaðna mældi rannsóknin aukna

12 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 7 samheldni innan fjölskyldna þar sem samverustundir voru fleiri, óháð fjölskyldugerð. Aðrar rannsóknir á samverustundum fjölskyldunnar hafa sýnt fram á mikilvægi þess að í fjölskyldum þar sem eru tveir foreldrar á heimilinu, taki báðir foreldrar þátt í daglegum samverustundum svo sem kvöldverði eða undirbúningi hans (Buswell, Zabriskie, Lundberg og Hawkins, 2012). Má segja að óháð fjölskyldugerð skiptir samvera gríðarlega miklu máli fyrir vellíðan barna. Hlutverk fjölskyldunnar í lífi barna er því grundvöllur fyrir almennri vellíðan þeirra og hefur einnig áhrif á líf þeirra utan heimilisins, svo sem á skólagöngu þeirra og félagsleg tengsl. Breytt fjölskyldumynstur Kveikjan að kenningum um áhrif fjölskyldugerðar á tíðabyrjun stúlkna varð þegar fjölskyldumynstur tók að breytast. Skilnaðir urðu algengari, einstæðum foreldrum og stjúpfjölskyldum fjölgaði. Í Bandaríkjunum jókst skilnaðartíðni um 136% á árunum (Amato, 2010) sem segir til um hversu mikil breyting varð á samfélaginu á mjög stuttum tíma. Samkvæmt Hagstofu Íslands (e.d., a og b) er hlutfall hérlendra fjölskyldna sem samanstanda af tveimur einstaklingum í sambandi með barni/börnum um 72% af öllum fjölskyldum. Einstæðar mæður eru um 25% og einstæðir feður um 3%. Á 18 árum var breytingin hérlendis ekki mjög mikil en einstæðum mæðrum fjölgaði um 4% og einstæðum feðrum um 1,5 % á árunum Í gögnum Hagstofunnar er eðlilega ekki tekið fram hversu margar fjölskyldur af þessum 72% eru kjarnafjölskyldur og hverjar eru samsettar. Engin töluleg gögn eru til um hversu algengar stjúpfjölskyldur eru hérlendis. Hér áður fyrr voru fjölskyldur þar sem karl og kona ólu upp börn sem þau áttu saman kallaðar kjarnafjölskyldur (Velferðarráðurneytið, e.d.). Kjarnafjölskylda nútímans er fjölbreytt og getur verið samsett af einstaklingum af gagnstæðu eða sama kyni eða foreldrum sem kjósa að ala upp barn/börn án maka. Samsettar fjölskyldur eða stjúpfjölskyldur verða til þegar tvær fjölskyldur sameinast og er þessi gerð fjölskyldna orðin mjög algeng eins og segir

13 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 8 hér að ofan. Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl við aldur tíðabyrjunar og áfalls innan fjölskyldunnar, svo sem skilnaðar, og hafa rannsóknum á sálfélagslegum tengslum við tíðabyrjun fjölgað (Ellis, 2004). Sálfélagslegir þættir Kenning Belsky, Steinberg og Draper (1991) um sálfélagslega hröðun (e. psychosocial acceleration theory) markaði tímamót í rannsóknum á tíðabyrjun stúlkna. Samkvæmt kenningunni verður fjarvera föður til þess að flýta tíðabyrjun stúlkna. Fjarvera föður ein og sér er þó ekki sá þáttur sem verður til þessara hröðunar heldur tekur kenningin til greina þá afleiddu þætti sem verða við fjarveru föður. Þetta var fyrsta kenningin sem var sett fram um tengsl fjölskyldunnar við fyrstu tíðir stúlkna. Síðan þá hafa fleiri kenningar litið dagsins ljós og gerði Ellis (2004) víðamikla samantekt á þeim helstu sálfélagslegu kenningunum sem settar hafa verið fram er snúa að tíðabyrjun stúlkna. Niðurstaða í lok þeirrar samantektar var sú að flestar þessar tilgátur höfðu eitthvað til síns máls og studdu sumar hverja aðra. Hér á eftir verður farið stuttlega yfir helstu kenningar um þá sálfélagslegu þætti sem geta haft áhrif á tíðabyrjun. Kenningin um fjarveru föður Eftir að bera fór á breyttu fjölskyldumynstri fóru rannsakendur að skoða nánar hvernig fjölskylduformið gæti tengst tíðabyrjun stúlkna. Jones, Leeton, McLeod og Wood (1972) voru með þeim fyrstu sem gerðu rannsókn um það hvernig fjarvera föður tengist kynþroska stúlkna og þá var niðurstaða þeirra sú að heimili án líffræðilegs föðurs byrjuðu fyrr á blæðingum en þær sem bjuggu með báðum kynforeldrum sínum (Belsky og félagar, 1991). Þessar rannsóknir auk annara urðu kveikjan að því að setja fram kenninguna um fjarveru föður. Belsky og félagar (1991) settu fram kenningu um samband kynþroska og

14 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 9 umhverfisþátta. Þeir lögðu til að streituvaldandi umhverfi í æsku og þá sérstaklega á fyrstu fimm til sjö árum ævinnar hefði langvarandi áhrif. Þeir umhverfisþættir sem kenningin tiltekur eru fjölskyldudeilur, skilnaður, fjarvera föður, ótraust sambönd og óöruggar tengingar. Þeir töldu að slík áföll hjá börnum myndu leiða til innhverfingar vandamála og í framhaldi yrði breyting á efnaskiptum í líkamanum og með því myndi magn líkamsfitu breytast. Allir þessir þættir myndu haldast í hendur við að flýta fyrstu tíðum. Nýleg safngrein sem Webster, Graber, Gesselman, Crosier og Schember (2014) gerðu tók saman allar rannsóknir gerðar um fjarveru föður frá árunum 1970 til Niðurstöður sýndu stöðugleika í mælingum á fylgni á milli fjarveru föður og snemmbúinnar tíðabyrjunar stúlkna. Þrátt fyrir að safngreinin styðji kenningu Belsky og félaga (1991) telja þeir þó mikla þörf á frekari rannsóknum til að komast að því hvað nákvæmlega það er við fjarveru föður sem orsakar þessi tengsl. Athyglisvert er að þó rannsóknum sé ætlað að skoða aðra umhverfisþætti þá endar oft fjarvera föður sem einn áhrifamesti þátturinn. Rannsókn Clutterbuck, Adams og Nettle (2015) er gott dæmi um slíka rannsókn þar sem lagt var upp með að kanna tengsl tíðra heimilisflutninga á tíðabyrjun stúlkna. Niðurstöður sýndu að vissulega höfðu ítrekaðir flutningar tengsl við snemmbúna tíðabyrjun en einnig kom í ljós að þær stúlkur sem fluttu oftast voru með stjúpföður á heimilinu. Það er því ekki að ástæðulausu að kenning Belsky og félaga (1991) er jafn sterk í fræðunum og raun ber vitni. Kenningar um áhrif streitu á tíðabyrjun Rannsóknir hafa verið gerðar á beinum áhrif streitu á tíðabyrjun. Við aukna streitu hækkar magn cortisol og talið er að aukningin geti haft áhrif á adrenarche eða gonadarche (Ellis, 2004; Boyce og Ellis, 2005). Rannsóknir hafa skoðað þetta samband og í rannsókn Dorn, Hitt og Rotenstein (2004) mældust stúlkur sem fóru snemmbúið á adrenarche, með tvöföld gildi af cortisol í munnvatnssýnum miðað við samanburðarhópinn. Stúlkurnar í rannsókninni

15 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 10 mældust einnig með aukna tíðni skapsveiflna og hegðunarvandamála (Ellis, 2004; Dorn og Biro, 2011). Aðrar kenningar sem settar hafa verið fram en ekki hlotið mikinn hljómgrunn enn sem komið er eru meðal annars energetics theory sem byggir á því að kynþroski sé tímasettur eftir aðstæðum. Hún segir að aðstæður svo sem stríð ættu að hægja á kynþroska þangað til að aðstæður til æxlunar væru hagstæðari (MacDonald, 1999). Rannsóknir sem styðja þetta segja að samfélagslegt álag svo sem kreppa, stríð og náttúruhamfarir hafa mikil áhrif á fólk. Þegar kemur að börnum getur streita orðið til bælingar á HPA öxli sem verður til þess að seinka kynþroska (Ponnapakkam og Gensure, 2008). Aðrar kenningar byggðar á hegðun dýra hafa verið settar fram og eru í hreinni mótsögn við þá um seinkun kynþroska við aukið álag. Þær segja að þróunarfræðileg viðbrögð líkamans við álagi sé að flýta kynþroska þegar hann upplifir krísuástand og er það túlkað sem ógn við hópinn og viðbragðið er að flýta kynþroska til að fjölga honum (Ellis, Figuerdo, Brumbach og Schlomer, 2009) Rannsókn Bogaert (2007) á sambandi fjarveru föður og tíðabyrjunar sýndi fram á fylgni á milli þess að eiga yngri systkini og að byrja seint á blæðingum. Fyrri rannsóknir hafa lagt til sögulega skýringu á seinbúinni tíðabyrjun stúlkna sem eiga yngri systkini byggða á hegðun frummanna. Þær skýringar segja að stúlkur sem eiga yngri systkini hafi þurft að hjálpa mæðrum sínum á heimilinu og þar með seinkað tíðabyrjun (Hoier, 2003). Þetta eru getgátur en fylgnin við seinbúna tíðabyrjun og nærveru yngri systkina hefur verið gegnumgangandi í rannsóknum. Fleiri þróunarfræðilegar skýringar hafa verið gefnar á þessum áhrifum fjölskyldugerðar á tíðabyrjun. Rannsóknargrunnurinn um áhrif ferómóna er ekki sterkur sökum þess hve erfitt er að mæla þau en tilgangur ferómóna þegar kemur að æxlun hefur hingað til verið talinn frumstæður. Ferómón eiga að hjálpa manneskjunni að koma í veg fyrir innræktun ásamt því að beina konum í átt að álitlegum maka (Stevenson, 2010). Tilgátan um

16 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 11 áhrif ferómóna snýst um að nærvera karlmanna sem eru ekki líffræðilega tengdir stúlkum hrindi af stað efnaviðbrögðum hjá lítt þekktum ferómónviðtökum í lyktarkerfinu (e. olfactory system) líkt og þekkt er af rannsóknum á dýrum (Yang og co. 2006). Rannsóknir sem sýna að nærvera stjúpföður, hálf- og stjúpbræðra tengist snemmbúinni tíðabyrjun gefa þessari kenningu fótfestu en enn þarf að rannsaka fyrirbærið á nákvæman hátt til að geta tekið afstöðu. Kenningar um áhrif fjölskylduaðstæðna á tíðabyrjun virðast einkum snúast um tvennt: Annars vegar að steita í uppvexti hafi áhrif í gegnum einhverja lítt þekkta þróunarfræðilega ferla, umrót og áföll færi þannig tíðabyrjun fram. Hins vegar eru tilgátur um að ferómón hafi bein áhrif, t.d. frá óskyldum karlmanni inni á heimilinu. Í báðum tilvikum væri virknin á líkamann mjög líklega sú sama, þ.e. að utanaðkomandi áreiti (hvort sem það er streita eða ferómón) setji þau gen sem stýra tíðabyrjun af stað fyrr en ella. Ef marka má þær rannsóknir sem liggja fyrir er hvort tveggja mögulegt. Vandamálið er þó að ef báðar breyturnar (streita og ferómón) eru virkar í fjölskylduumhverfi þá getur verið erfitt að greina á milli þeirra í rannsóknum. Ekki virðast vera til rannsóknir þar sem reynt er að halda annarri breytunni fastri til að skoða áhrif hinnar, enda slíkt erfitt nema í uppsettri tilraun. Markmið rannsóknar Hér á eftir verður tíðabyrjun íslenskra stúlkna skoðuð með tilliti til fjölskylduaðstæðna sem og eigin mati á líkamlegri og andlegri heilsu. Við val á mögulegum áhrifaþáttum var farið að fordæmi fyrri erlendra rannsókna þar sem tíðabyrjun hefur ekki verið rannsökuð áður hérlendis með tilliti til sálfélagslegra þátta. Gögnin sem notuð eru fengust úr íslenska hluta alþjóðlegrar rannsóknar á grunnskólabörnum á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Rannsóknin ber heitið Health Behaviours in School-Aged Children (HSCS) og er úrtakið sem hér er notað úr fyrirlögn frá skólaárinu 2013/2014. Eins og fram hefur komið hér

17 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 12 að ofan hafa erlendar rannsóknir áður sýnt fram á tengsl á milli tíðabyrjunar og vandamála innan fjölskyldunnar sem og líðanar stúlkna. Hér verður leitast við að fá svör við því hvort sama eigi við um íslenskar stúlkur og vonandi bæta þar með í þekkingu á málefnum tengdum kynþroskaferli íslenskra stúlkna.

18 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 13 Aðferð HBSC Rannsóknin er byggð á íslenska hluta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur verið lögð fyrir grunnskólanemendur á 11., 13. og 15. aldursári, fjórða hvert ár frá árinu Fyrstu rannsóknirnar á vegum HBSC voru gerðar með þátttöku þriggja landa en í dag eru þau orðin 44 í Evrópu og norður Ameríku. Rannsóknin heitir á frummálinu Health Behaviours in School-Aged Children (HBCS) en íslenski hlutinn ber yfirskriftina Heilsa og lífskjör skólanema og hefur verið lögð fyrir hérlenda unglinga frá árinu Tilgangur rannsóknarinnar er að fá innsýn í og auka skilning á heilbrigðishegðun, heilsu, velferð, lífsstíl og félagslegum aðstæðum ungmenna í mismunandi löndum. Rannsóknargögnin eiga að varpa ljósi á stöðu þessara einstöku þátta sem og hvernig þeir hafa áhrif hver á annan. Gagnasafn HBSC hefur verið mikið notað við þróun forvarnarefnis fyrir unglinga (Health behaviour in schoold-aged children, e.d.). Upplýsingar sem hafa verið unnar úr rannsókninni hérlendis hafa meðal annars verið á sviði kynhneigðar og kynhegðunar, skólamála, tengsla heimilis og skóla, áhættuhegðunar og vímuefnaneyslu, fjölskyldugerðar og samskipta í fjölskyldum (Heilsa og lífskjör skólanema, e.d.). Í rannsókninni er spurningum kaflaskipt og eru þeir eftirfarandi; heilsa og matarvenjur, skóli, heilsa, einelti og meiðsli, vímuefni, fjölskyldan, líkamleg hreyfing, vinir og vinkonur og félagslegt umhverfi. Í þessari rannsókn verður notast við spurningar er snúa að heilsu, fjölskyldu og félagslegu umhverfi. Þátttakendur Notast var við íslenska hluta HBSC gagnasafnsins frá 2014 með svörum stúlkna í 10. bekk sem voru alla jafna ára þegar spurningalistinn var lagður fyrir. Við úrvinnslu á niðurstöðum rannsóknar var aðeins notast við svör þeirra stúlkna sem svöruðu spurningunni

19 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 14 Ertu byrjuð að hafa blæðingar? og undirspurningu hennar fyrir þær sem svöruðu játandi Já, ég byrjaði þegar ég var x ára. Einnig var nákvæmari undirspurning sem spurði um mánuð innan ársins en hún virtist vera gölluð og var því ekki notuð. Ekki er heldur hægt að nota einungis þær stúlkur sem svöruðu mánaðarbreytunni því að líklegt er að þær sem svöruðu henni muni betur eftir tíðabyrjun en þær sem svöruðu henni ekki. Þær sem muna betur eru líklegri til að hafa haft tíðabyrjun síðar og val myndi því hækka aldur við tíðabyrjun í úrtaki vegna nándaráhrifa (e. recency effect). Því er gert ráð fyrir við túlkun tíðabyrjunarbreytunnar að tíðabyrjun einstaklings sé líkleg til að dreifast jafnt á árið og hafi svipaða dreifingu milli ára. Þetta þýðir að búast má við að t.d. 12 ára meðalaldur í svörum þýði mitt árið. Þetta hefur ekki áhrif á útreikninga eða samanburð á gildum breyta en þarf að hafa í huga þegar meðalaldur tíðabyrjunar er metinn. Tíðni tíðabyrjunar yfir tíma er einnig nánast fullkomlega normaldreifð í könnuninni þannig að ekki ætti að koma fram skekkja innan árs þó að einungis ár séu notuð. Svör sem voru augljóslega uppspuni eða þóttu ótrúverðug á einhvern hátt voru útilokuð við úrvinnslu gagna. Sem dæmi voru stúlkur sem svöruðu til um aldur við tíðabyrjun undir níu ára eða yfir 16 ára útilokaðar. Heildarsvarhlutfall stúlkna var 1731 og af þeim svöruðu 1699 (98.2%) spurningunni um hvort blæðingar væru byrjaðar. Af þeim sem svöruðu spurningunni um blæðingar játandi voru 1662 (96,0%) stúlkur sem svöruðu spurningunni um aldur (ár) við fyrstu blæðingar. Þegar búið var að útiloka ógild svör og jaðargildi þeirra sem höfðu svarað spurningunni um blæðingar játandi stóðu eftir 1619 (93,5%) þátttakendur.

20 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 15 Tafla 1 Svarhlutfall stúlkna í 10. bekk við spurningu um blæðingar N % Blæðingar Já ,0% Nei 37 2,1% Aldur við fyrstu tíðir ,8% Mælitæki Spurningalista HBSC er skipt í tvennt; 6. og 8. bekkur saman og 10. bekkur í sér lista. Spurningar eru staðlaðar og hafa verið útfærðar svo hægt sé að bera sama niðurstöður mismunandi landa (HBSC, e.d.). Eins og nefnt var hér að ofan var valið að notast eingöngu við gagnasafn 10. Bekkjar og aðeins svör stúlkna. Talið var að áreiðanleiki svara við spurningu nr. 34 Ertu byrjuð að hafa blæðingar? væri mikill þar sem þær væru annað hvort nýlega byrjaðar á blæðingum eða ættu það eftir þegar spurningalistinn var lagður fyrir. Skilgreiningar á snemmbúinni- og seinni tíðabyrjun voru að fordæmi fyrri rannsókna og snemmbúin tíðabyrjun var skilgreind sem fyrstu blæðingar 11 ára eða yngri ( 11). Sein tíðabyrjun var skilgreind sem fyrsta blæðing 14 ára eða eldri ( 14). Sálfélagslegir þættir voru metnir með spurningum sem snéru að fjölskyldulífi og sjálfsmati stúlknanna á líkamlegri og andlegri heilsu. Til að skoða hvort samband væri á milli aldur við tíðabyrjun og hvaða einstaklingar bjuggu á heimilum stúlknanna var unnið með svör við spurningunni Hverjir búa á heimilinu þar sem þú býrð alltaf eða mest?. Boðið var upp á svarmöguleikana móðir, faðir, stúpmóðir (eða sambýliskona foreldris), stjúpfaðir (eða sambýlismaður foreldris), amma, afi, ég bý á fósturheimili eða einhver annar, hver?. Til að athuga nánar tengsl aldurs við tíðabyrjun og nærveru mismundi fjölskyldumeðlima á heimilinu var tíðabyrjun

21 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 16 borin saman við fjölskyldugerð. Breytan fjölskyldugerð var ekki til í gagnasafninu en var búin til með því að sameina spurningarnar um hvort móðir og faðir búa á heimilinu. Nýja breytan fékk eftirfarandi gildi: Hvorugt foreldri býr á heimilinu, annað foreldrið býr á heimilinu og báðir foreldrar búa á heimilinu. Samskipti á milli stúlkna og foreldra þeirra voru metin með nokkrum spurningum. Til að meta samskipti við einstaklinga innan heimilisins var spurningin Hversu auðvelt áttu með að tala við eftirfarandi einstaklinga um það sem veldur þér áhyggjum? notuð. Svarmöguleikar voru á fimm punkta kvarða og voru þeir mjög auðvelt, auðvelt, erfitt, mjög erfitt og á ekki eða hitti ekki viðkomandi. Til að meta samskipti innan fjölskyldunnar var spurningin Í minni fjölskyldu notuð og hægt að svara fjórum undirflokkum spurningarinnar á fimm punkta kvarða sem voru mjög sammála, frekar sammála, hvorki sammála né ósammála, frekar ósammála og mjög ósammála. Til að meta hversu oft stúlkurnar snæddur morgun- og kvöldmat með foreldrum sínum voru eftirfarandi tvær spurningar skoðaðar; Hversu oft borðar þú morgunmat með mömmu þinni eða pabba? og Hversu oft borðar þú kvöldmat með mömmu þinni eða pabba?. Svarmöguleikar spurninganna voru á sex punkta kvarða og voru; Aldrei, sjaldnar en einu sinni í viku, 1-2 í viku, 3-4 í viku, 4-5 í viku, 5-6 í viku eða á hverjum degi. Við mat á sambandi andlegrar og líkamlegra heilsu stúlknanna við meðalaldur tíðabyrjunar voru eftirfarandi spurningar notaðar. Spurningin Myndir þú segja að heilsa þín væri?. Svarmöguleikar við henni var á fjögurra punkta kvarða og voru; framúrskarandi, góð, sæmileg eða léleg. Til að skoða eigið mat nemenda á holdafari sínu voru svör við spurningunni Finnst þér þú vera...? með eftirfarandi valmöguleikum á fimm punkta kvarða alltof grönn, aðeins of grönn, um það bil mátuleg, aðeins of feit eða alltof feit notuð. Nemdur voru spurðir um heilsufarstengd einkenni og var spurningin Hversu oft hefur

22 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 17 þú fundið fyrir eftirfarandi á síðustu 6 mánuðum? lögð fram með 10 svarmöguleikum. Hægt var að svara til um hversu oft nemendur hefðu fundið fyrir; höfuðverk, magaverk, bakverk, depurð, pirringi, verið taugaóstyrk, átt í erfiðleikum með svefn, fengið svima, verk í hálsi, herðum eða verk í útlimum á fimm punkta kvarða; Hér um bil daglega, oftar en einu sinni í viku, um það bil vikulega, um það bil mánaðarlega eða sjaldan eða aldrei. Til að skoða hvort samband væri á milli tíðabyrjunar stúlkna og áhuga þeira á bættri heilsu var c) liður spurningarinnar Hve mikilvægt finnst þér skoðaður. Undirliðurinn spurði um mikilvægi þess að bæta heilsuna og voru svarmöguleikar á þriggja punkta kvarðanum mjög mikilvægt, frekar mikilvægt og ekki mikilvægt. Framkvæmd og gagnasöfnun Fyrirlögn spurningalistans átti sér stað í lok skólaárs 2013 eða í byrjun skólaárs Tilkynnt var um rannsókn HBSC hérlendis til Persónuverndar (nr. S6463) sem krafðist þess ekki að formlegt leyfi þyrfti sökum órekjanleika gagna til persónu. Allir grunnskólastjórar fengu kynningarbréf og eintak af spurningalista til að geta metið hvort þeir vildu leyfa þeirra skóla að taka þátt í rannsókninni. Aðeins einn skóli á landinu hafnaði þátttöku. Í framhaldi af samþykki skólastjóra fengu forráðamenn þeirra barna sem rannsóknin nær til upplýsingabréf þar sem efni rannsóknar var kynnt fyrir þeim. Forráðamenn gátu í framhaldinu hafnað þátttöku barna sinna ef þeim sýndist svo. Á spurningalistanum voru börnin upplýst um að ekki væri gerð krafa um þátttöku né að svara öllum spurningum. Spurningalistinn var lagður fyrir í kennslustund og svöruðu börnin skriflega og skiluðu listanum ómerktum og í lokuðu umslagi. Kennari eða starfsmaður rannsóknar sá um að safna saman umslögum í lok fyrirlagnar.

23 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 18 Tölfræðileg úrvinnsla Við úrvinnslu gagna var notast við 20. útgáfu tölfræðiforritsins IMB SPSS Statistics (SPSS). Marktekt var sett við alfa stuðulinn 0,05 eða 95% öryggismörk. Til að meta mun á meðaltölum hópa var áhrifastærð (d) (e. effect size) reiknuð en hún er mat á stærð mismunar meðaltala þegar miðað er við staðalfrávik þeirra. Við samanburð á meðaltölum hópa var framkvæmd einhliða dreifigreining (e. one-way anova).

24 Fjöldi (N) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 19 Niðurstöður Markmið rannsóknar var að skoða möguleg tengsl tíðabyrjunar við þá þætti sem snúa að fjölskyldu, líkamlegri og andlegri heilsu íslenskra stúlkna. Notast var við svör 10. bekkjar úr gagnasafni íslenska hluta HBSC rannsóknarinnar. Eftir að búið var að taka út jaðargildi og ógild svör var stærð úrtaksins 1619 eða um 76% af þýði ef farið er eftir gögnum Hagstofunnar (e.d., c) um fjölda stúlkna á 15. og 16. aldursári árin 2013/2014. Aldursdreifingu tíðabyrjunar má sjá á mynd 1 en meðalaldur við tíðabyrjun var 12,48 ár (SF 1,2; spönn 9-16). Hæst var hlutfall stúlkna með fyrstu tíðir innan þess sem telst eðlilegt eða alls 1028 (63,5%). Fjöldi stúlkna með snemmbúna tíðabyrjun ( 11) var 295 (18,2%) og voru 296 (18,3%) þeirra með seina tíðabyrjun ( 14) Aldur (ár) Mynd 1. Dreifing á aldri við tíðabyrjun Athugun á því hvort nærvera fjölskyldumeðlima hefði áhrif á meðalaldur við tíðabyrjun leiddi í ljós að lægstur meðalaldur var hjá þeim stúlkum sem bjuggu með öfum sínum (12,03 ár; sf=1,67), ekki með mæðrum sínum (12,08 ár; sf=1,27) og með stjúpfeðrum (12,30 ár; sf=1,2). Meðalaldur mældist hæstur hjá þeim stúlkum sem bjuggu með mæðrum sínum (12,5 ár; sf=1,19) og/eða feðrum sínum (12,55 ár; sf=1,17). Nærvera stjúpmóður og ömmu sýndi

25 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 20 engan marktækan mun á aldri við tíðabyrjun. Nánari útlistun á dreifingunni má sjá í töflu 2 hér að neðan. Tafla 2 Samband aldurs við tíðabyrjun og nærvera fullorðinna á heimilinu n M sf df F p < Hverjir búa á heimilinu Móðir já ,5 1, ,815 0,002 nei 84 12,08 1,27 Faðir já ,55 1, ,563 0,001 nei ,32 1,26 Stjúpmóðir já 51 12,41 1, ,176 0,674 nei ,48 1,2 Stjúpfaðir já ,3 1, ,295 0,022 nei ,51 1,196 Amma já 41 12,29 1, ,04 0,308 nei ,49 1,19 Afi já 29 12,03 1, ,109 0,043 nei ,49 1,19 Til að hægt væri að skoða nánar samband meðalaldurs við tíðabyrjun og kjarnafjölskyldu voru spurningarnar um föður og móður á heimili sameinaðar og gildin flokkuð í þrennt eins og sést á mynd 2 hér að neðan. Meirihluti stúlkna bjó hjá báðum foreldrum sínum eða 67,4% (n=1091), 30,6% (n=495) hjá öðru foreldri sínu og 2,0% (n=33) bjuggu hjá hvorugu foreldri sínu. Einhliða dreifigreining sýndi marktækan mun á meðalaldri tíðabyrjunar hjá stúlkum sem bjuggu hjá kjarnafjölskyldu sinni og þeim sem bjuggu með öðru foreldri sínu eða hvorugu foreldri (F(2,1616)=9,479; p=0,001).

26 Meðalaldur við tíðabyrjun (ár) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN , ,5 11 Mynd 2. Samband fjölskyldugerðar við meðalaldur við tíðabyrjun Samskipti við foreldra voru metin á fimm punkta kvarða og má sjá svardreifingu á mynd 3 hér að neðan. Eftir því sem svör stúlknanna voru neikvæðari um hversu auðvelt þær ættu með að ræða áhyggjuefni við viðkomandi, lækkaði aldur við tíðabyrjun eins og sést á mynd 4 hér að neðan. Þær stúlkur sem áttu mjög auðvelt eða auðvelt með að ræða við mæður sínar voru 83,6% (n=1332) og við feður sína 67,6% (n=1076). Ef er gert ráð fyrir því að allar stúlkur sem svöruðu því að þær ættu ekki eða myndu ekki hitta viðkomandi við undirliðnum stjúpföður, eigi ekki stjúpföður er heildarsvarhlutfall þeirra sem eiga stjúpföður 314. Af þeim voru 47,4% (n=149) sem töldu sig eiga mjög auðvelt eða auðvelt með að ræða við stjúpföður sinn. Með sömu forsendu var reiknað út hlutfall stúlkna sem töldu sig eiga mjög auðvelt eða auðvelt með að ræða áhyggjuefni sín við stjúpmæður sínar og voru þær 46,8% (n=140; N=299). Þær stúlkur sem áttu erfitt eða mjög erfitt með að ræða við mæður sínar voru 15,5% (n= 247), 27,1% (n=431) við feður sína, 52,5% (n=165) við stjúpfeður sína og 53,2% (n=159) við stjúpmæður sínar. Þær stúlkur sem áttu enga móður eða hittu hana ekki voru 0,9% (n=15) og var meðaldur þeirra við tíðabyrjun lægstur allra samanburðarhópa eða 11,93. Stúlkur sem áttu

27 Meðalaldur við tíðabyrjun (ár) Fjöldi (N) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 22 mjög erfitt með að ræða áhyggjuefni við stjúpföður sinn voru 5,4% (n=82) og meðaldur við tíðabyrjun hjá þeim 11,96. Hæstur meðalaldur var hjá þeim sem áttu auðvelt með að ræða áhyggjuefni við feður sína eða 12,64 ár (n=626) og þeim sem áttu mjög auðvelt að ræða við mæður sínar eða 12,56 (n=811) Mjög auðvelt Auðvelt Erfitt Mjög erfitt Á ekki eða hitti ekki viðkomandi 15 Föður Stjúpföður Móður Stjúpmóður Mynd 3. Hversu auðvelt stúlkur ættu með að ræða áhyggjuefni við viðkomandi 13 12, ,5 Föður Stjúpföður Móður Stjúpmóður 11 Mjög auðvelt Auðvelt Erfitt Mjög erfitt Á ekki eða hitti ekki viðkomandi Mynd 4. Samband samskipta stúlkna við foreldra og meðalaldurs við tíðabyrjun

28 Fjöldi (N) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 23 Skoðað var samband á milli samskipta innan fjölskyldunnar og aldurs við tíðabyrjun. Spurningin sem notast var við hafði fjóra undirflokka og var gerð dreifigreining til að bera saman hópa. Marktækur munur mældist á milli allra hópa. Svardreifinguna má sjá á mynd 5 hér að neðan en svarhlutfall var hæst í öllum flokkum þeirra sem voru mjög sammála eða frekar sammála um að ræða saman um misskilning (80,2%), spurt hvort annað ef skortur væri á skilningi (85,7%), hlustað væri á stúlkurnar (84,4%) og rætt saman um mikilvæg mál (79,6%). Þær stúlkur sem voru frekar ósammála eða mjög ósammála um að ræða saman um misskilning (4,8%), spurt hvort annað ef skortur er á skilningi (5,5%), hlustað væri á stúlkurnar (5,8%) og rætt saman um mikilvæg mál (6,7%) voru í minnihluta. Í ljós kom lækkun á meðalaldri tíðabyrjunar í samræmi við minni samskipti eins og sjá má á mynd 6. Lægstur mældist meðalaldurinn við tíðabyrjun hjá þeim stúlkum sem voru mjög ósammála því að á heimilinu væri spurt ef skortur væri á skilningi eða 11,83 ár (sf=1,17). Hæstur var meðalaldur tíðabyrjunar hjá þeim stúlkum sem voru mjög sammála því að hlustað væri á þær eða 12,59 (sf=1,18) Mjög sammála Frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Frekar ósammála Mjög ósammála Rætt um misskilning Spurt ef við skiljum ekki Hlustar einhver á mig Rætt um mikilvæg mál Mynd 5. Samskipti innan fjölskyldunnar

29 Meðaldur tíðabyrjunar (ár) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN , ,5 11 Mjög sammála Frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Frekar ósammála Mjög ósammála Rætt um misskilning Spurt ef við skiljum ekki Hlustar einhver á mig Rætt um mikilvæg mál Mynd 6. Samband samskipta innan fjölskyldunnar og meðalaldurs við tíðabyrjun Samband máltíða með foreldrum við meðalaldur tíðabyrjunar var skoðað og kom í ljós lækkun á meðalaldri eftir því sem stúlkurnar snæddu sjaldnar morgun- og kvöldverð með foreldrum sínum. Alls svöruðu 1582 stúlkur spurningunni um fjölda kvöldmáltíða með foreldrum sínum og við dreifigreiningu kom ekki fram marktækur munur á aldri við tíðabyrjun eftir því hversu oft þær borðuðu með foreldrum sínum (F(5, 1576)=1,259; p>0,05). Hlutfall stúlkna sem snæddu kvöldmat með foreldrum sínum 5-6 sinnum í viku eða á hverjum degi voru 76,6% (n=1219). Stúlkur sem borðuðu kvöldmat með foreldrum sínum sjaldnar en einu sinni í viku eða aldrei voru 9,2% (n=38) og jafnframt með lægstan meðalaldur eins og sjá má í töflu 3. Alls svöruðu 1598 stúlkur spurningunni um hversu oft þær borðuðu morgunmat með foreldrum sínum. Við dreifigreiningu kom í ljós marktækur munur á meðalaldri við tíðabyrjun eftir því hversu oft stúlkurnar borðuðu morgunmat með foreldrum sínum (F(5,1592)=4,508; p<0,001). Flestar stúlkur svöruðu því að þær borðuðu aldrei eða sjaldnar en einu sinni sinni í viku morgunmat með foreldrum sínum.

30 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 25 Tafla 3 Samband fjölskyldumáltíða við meðalaldur tíðabyrjunar stúlkna Aldrei Sjaldnar en einu sinni í viku 1-2 í viku 3-4 í viku 5-6 í viku Á hverjum degi Máltíðir með foreldri n M n M nn M n M n M n M Morgunmatur , , , , , ,5 Hlutfall 29,0% 20,8% 18,0% 11,9% 11,2% 9,1% Kvöldmatur 12 12, , , , , ,5 Hlutfall 7,6% 1,6% 5,6% 14,9% 25,5% 51,5% Við mat stúlknanna á eigin heilsu lækkaði meðalaldur tíðabyrjunar í samræmi við lélegra mat. Dreifingu svara við spurningunni um eigin heilsu má sjá á mynd 7 og dreifingu meðalaldurs við sömu spurningu á mynd 8. Þær sem mátu heilsu sína lélega voru 3,47% (n=56) og meðalaldur tíðabyrjunar hjá þeim 11,91 ár. Þær sem mátu heilsu sína framúrskarandi voru 18,0% (n=291) og tæplega árinu eldri við fyrstu tíðir en þær sem mátu heilsu sína lélega, eða 12,79 ára. Lang flestar stúlkur voru í hópi þeirra sem mátu heilsu sína góða eða sæmilega en þær voru 78,5% (n=1267). Með einhliða dreifigreiningu mældist marktækur munur á milli stúlkna eftir því hvernig þær mátu heilsu sína (F(3,1610)=19,919; p<0,001).

31 Meðalaldur tíðabyrjunar Fjöld (N) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN Mynd 7. Svardreifing við spurningunni Myndir þú segja að heilsa þín væri...? 13 12, ,5 11 Mynd 8. Samband meðaldurs tíðabyrjunar við mat stúlkna á eigin heilsu Tengsl eigin mats stúlknanna á holdafari sínu og meðalaldurs við tíðabyrjun voru skoðuð. Alls svöruðu 1612 stúlkur spurningunni um holdafar og má sjá dreifinguna á mynd 9. Rúmlega helmingur stúlkna svöruðu því til að þykja líkami sinn um það bil mátulegur eða 58,3% (n=939). Hlutfall stúlkna sem þótti þær vera alltof grannar eða aðeins of grannar

32 Fjöldi (N) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 27 var 5,8% (n=93) og þær sem mátu sig alltof feitar eða aðeins of feitar voru 36,0% (n=580). Dreifing meðalaldurs eftir mati á eigin holdafari má sjá á mynd 10 en marktækur munur var á meðalaldri stúlkna við tíðabyrjun eftir því hvernig þær mátu holdafar sitt (F(4,1607)=11,708; p<0,001). Meðalaldur mældist hæstur hjá þeim stúlkum sem mátu sig aðeins of grannar en hann var 12,89 ár (sf=1,3) og lægstur var meðalaldur þeirra stúlkna sem mátu sig alltof feitar eða 12,21 ár (sf=1,2) Mynd 9. Mat stúlknanna á eigin holdafari

33 Meðalaldur við tíðabyrjun (ár) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN , ,5 11 Mynd 10. Samband mats á eigin holdafari og meðalaldri við tíðabyrjun Við einhliða dreifigreiningu á tíu undirþáttum spurningar sem snéri að líkamlegum og sálrænum einkennum stúlknanna undanfarna sex mánaða kom í ljós marktækur munur á milli allra samanburðarhópa og meðalaldur tíðabyrjunar. Meðalaldur við tíðabyrjun var gegnumgangandi lægstur hjá þeim stúlkum sem höfðu fundið til einkenna hér um bil daglega með einni undantekningu. Lægstur meðalaldur mældist hjá þeim stúlkum sem fundu til magaverkjar hér um bil daglega en hann var 12,08 (sf=1,32).sá undirþáttur sem snéri að verk í hálsi var með lægstan meðalaldur hjá stúlkum sem fundu til verkja oftar en einu sinni í viku. Um helmingar stúlkna svöruðu því til í öllum undirþáttum að finna til upptaldra einkenna um það bil mánaðarlega eða sjaldan eða aldrei. Sjá má fulla útlistun á niðurstöðunum í töflu 4 á næstu blaðsíðum.

34 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 29 Tafla 4. Hefur þú fundið fyrir eftirfarandi einkennum undanfarna 6 mánuði n M sf df F p < Höfuðverkur Hér um bil daglega ,20 1, ,65 0 Oftar en einu sinni í viku ,32 1,22 Um það bil vikulega ,42 1,17 Um það bil mánaðarlega ,55 1,17 Sjaldan eða aldrei ,67 1,20 Magaverk Hér um bil daglega ,08 1, ,078 0 Oftar en einu sinni í viku ,34 1,19 Um það bil vikulega ,33 1,21 Um það bil mánaðarlega ,54 1,12 Sjaldan eða aldrei ,67 1,22 Bakverk Hér um bil daglega ,31 1, ,009 0,003 Oftar en einu sinni í viku ,41 1,17 Um það bil vikulega ,39 1,21 Um það bil mánaðarlega ,45 1,16 Sjaldan eða aldrei ,63 1,20 Verið döpur Hér um bil daglega ,18 1, ,742 0 Oftar en einu sinni í viku ,28 1,17 Um það bil vikulega ,46 1,22 Um það bil mánaðarlega ,63 1,18 Sjaldan eða aldrei ,67 1,20 Verið pirruð Hér um bil daglega ,30 1, ,871 0,001 Oftar en einu sinni í viku ,34 1,17 Um það bil vikulega ,47 1,20 Um það bil mánaðarlega ,61 1,16 Sjaldan eða aldrei ,66 1,22

35 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 30 Verið taugaóstyrk Hér um bil daglega ,28 1, ,223 0 Oftar en einu sinni í viku ,34 1,20 Um það bil vikulega ,43 1,19 Um það bil mánaðarlega ,56 1,16 Sjaldan eða aldrei ,65 1,22 Erfiðleikar með svefn Hér um bil daglega ,34 1, ,543 0,007 Oftar en einu sinni í viku ,36 1,10 Um það bil vikulega ,40 1,19 Um það bil mánaðarlega ,56 1,15 Sjaldan eða aldrei ,60 1,26 Fengið svima Hér um bil daglega ,19 1, ,031 0 Oftar en einu sinni í viku ,31 1,15 Um það bil vikulega ,48 1,17 Um það bil mánaðarlega ,52 1,24 Sjaldan eða aldrei ,59 1,18 Verk í hálsi eða herðum Hér um bil daglega ,39 1, ,517 0,007 Oftar en einu sinni í viku ,29 1,17 Um það bil vikulega ,39 1,21 Um það bil mánaðarlega ,58 1,17 Sjaldan eða aldrei ,56 1,20 Verk í útlimum Hér um bil daglega ,14 1, ,384 0,009 Oftar en einu sinni í viku ,57 1,165 Um það bil vikulega ,39 1,176 Um það bil mánaðarlega ,43 1,17 Sjaldan eða aldrei ,54 1,184

36 Meðalaldur við tíðabyrjun (ár) SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 31 Athugun á því hvort samband væri á milli þess að huga að bættri heilsu og meðalaldur tíðabyrjunar leiddi í ljós lægri meðaldur hjá stúlkum sem þóttu ekki mikilvægt að bæta heilsu sína. Sjá má aldursdreifinguna á mynd 11 hér að neðan. Alls svöruðu 1613 stúlkur spurningunni og af þeim voru 80,7% (n=1302) sem töldu það mjög mikilvægt að huga að bættri heilsu. Stúlkur sem töldu það frekar mikilvægt að huga að bættri heilsu voru 18,0% (n=291) og loks 1,2% (n=20) sem töldu slíkt ekki mikilvægt. Einhliða dreifigreining sýndi marktæktan mun á milli hópa (F(2,1610)=4,187; p<0,05) , ,5 11 Mjög mikilvægt Frekar mikilvægt Ekki mikilvægt Mynd 11. Samband meðalaldurs tíðabyrjunar við mikilvægi þess að huga að bættri heilsu

37 SÁLFÉLAGS- OG HEILSUFARSLEG TENGSL VIÐ TÍÐABYRJUN 32 Umræða Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á þeim þáttum sem geta mögulega tengst aldri við tíðabyrjun hjá íslenskum stúlkum. Hér var ákveðið að skoða sérstaklega aldur við tíðabyrjun með tilliti til fjölskylduþátta og líkamlegrar- og andlegrar heilsu. Gert var ráð fyrir að sjá tengsl á milli þessara þátta eins og erlendar rannsóknir á tíðabyrjun stúlkna hafa áður sýnt fram á. Í þessari rannsókn fannst tenging á milli meðalaldurs við tíðabyrjun og þó nokkurra þátta sem valið var að skoða sérstaklega í íslenska hluta HBSC gagnasafnsins. Þeir þættir sem tilheyrðu fjölskyldunni þar sem samband fannst við meðaldaldur við tíðabyrjun voru; þeir fullorðnu einstaklingar sem búa á heimili stúlknanna, samskipti þeirra við foreldra sína, samskipti innan fjölskyldunnar og máltíðir með foreldrum. Þættir sem tengdust andlegri og líkamlegri heilsu voru; eigið mat á heilsu og holdafari, þeim líkamlegu og andlegu einkennum sem stúlkurnar höfðu fundið til undanfarna sex mánuði og mikilvægi þess að huga að bættri heilsu. Aldur við tíðabyrjun hefur farið lækkandi undanfarna öld en rannsóknir sýna einnig að hann hefur staðið í stað síðustu 25 ár (Sørensen og félagar, 2012). Eldri rannsóknir á tíðabyrjun stúlkna hérlendis hafa sýnt svipaða niðurstöðu. Þórður E. Magnússon (1978) gerði rannsókn á meðalaldri við tíðabyrjun stúlkna hérlendis til samanburðar við hin Norðurlöndin. Rannsókn hans mældi meðaldur á 682 stúlkum á aldrinum 8,5-17 ára í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins og var hann 13,06 ár (sf=1,17). Meðaldur sem mældist við tíðabyrjun hér var 12,48 (sf=1,2) en eins og fyrr sagði verður að gera ráð fyrir að viðmið fyrir ár sé mitt ár vegna þess að einungis árið var notað í útreikningum (en ekki mánuður). Þess vegna má gera ráð fyrir að meðalaldur í þessari könnun sé 12,5+(0,48*12) eða 12 ár og 11,76 mánuðir. Það er í samræmi við niðurstöður Þórðar (þó örlítið lægra) og er í nokkuð góðu samræmi við það sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum þar sem meðalaldurinn er milli 12 og 13 ára

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS)

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð félagsfræði Tengsl feðra við börn sín sem eiga fasta búsetu hjá móður Fjóla Bjarnadóttir Júní 2009 Leiðbeinandi: Þorgerður Einarsdóttir Nemandi: Fjóla Bjarnadóttir

More information

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Anna Sigríður Jónsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Ásta Snorradóttir Kristinn Tómasson

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016 Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri Október 2016 Lýsing á rannsókn Unnið fyrir Markmið rannsóknar Velferðarráðuneytið Að kanna stöðu ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri og

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

MA ritgerð. Þetta er stórt púsluspil

MA ritgerð. Þetta er stórt púsluspil MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Þetta er stórt púsluspil Búseta barna í stjúpfjölskyldum Diljá Kristjánsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Nóvember 2015 Háskóli Íslands Félagsvísindasvið

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Elísabet Karlsdóttir ásamt Sólveigu Sigurðardóttur Unnið fyrir Barnaverndarstofu Nóvember

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Arna Valgerður Erlingsdóttir Helga Sigfúsdóttir Karen B Elsudóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar HELGA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR VALGERÐUR BÁRA BÁRÐARDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: DR. BRYNJA ÖRLYGSDÓTTIR, LEKTOR DR.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hvar á ég heima; hver hlustar á mig?

Hvar á ég heima; hver hlustar á mig? Hvar á ég heima; hver hlustar á mig? Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir 180671-3589 Lokaverkefni til MA gráðu í fjölskyldumeðferð Umsjónarkennari: Sigrún Júlíusdóttir Félagsráðgjafardeild Félagsvísindasvið

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Að alast upp við alkóhólisma Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista Gerður Sif Stefánsdóttir Október 2009 Leiðbeinandi: Halldór S. Guðmundsson Aðstoðarleiðbeinandi: Erla

More information

Kynheilbrigði unglinga

Kynheilbrigði unglinga Kynheilbrigði unglinga Sóley S. Bender, dósent Kynheilbrigði Kynheilbrigði á við um kynlíf og frjósemi. Það höfðar til samspils líkamlegra, andlegra, félagslegra og tilfinningalegra þátta. Kynlífsheilbrigði

More information

Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra

Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra Bergljót María Sigurðardóttir og Kári Erlingsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

MA ritgerð. Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna

MA ritgerð. Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna Guðbjörg Björnsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Sigurður Guðmundsson Nóvember 2014 Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009

Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009 2009:1 y 7. október 2009 Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009 Use of computers and the Internet by households and individuals 2009 Samantekt Árið 2009 voru tölvur á 92% heimila og 90% voru

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Tímarit félagsráðgjafa, 3. árgangur 2008, bls Börn og fátækt

Tímarit félagsráðgjafa, 3. árgangur 2008, bls Börn og fátækt , bls. 17 25 17 Börn og fátækt Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Cynthia Lisa Jeans félagsráðgjafi (MA) Doktorsnemi við Bath University í Englandi. Á undanförnum árum hafa

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði Gender wage differential in the private sector

Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði Gender wage differential in the private sector 2010:3 18. febrúar 2010 Launamunur kynjanna á almennum vinnumarkaði 2000 2007 Gender wage differential in the private sector 2000 2007 Samantekt Við skoðun á launamun kynjanna hefur löngum verið sóst eftir

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Félagsvísar: Börn og fátækt Social indicators: Children and poverty

Félagsvísar: Börn og fátækt Social indicators: Children and poverty 2014:12 10. nóvember 2014 Félagsvísar: Börn og fátækt Social indicators: Children and poverty Samantekt Árið 2013 var hlutfall barna sem bjuggu á heimilum undir lágtekjumörkum hærra en hlutfall allra landsmanna,

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Matarvenjur og matvendni barna með offitu. Food habits and picky eating in a sample of obese children. Gunnhildur Gunnarsdóttir

Matarvenjur og matvendni barna með offitu. Food habits and picky eating in a sample of obese children. Gunnhildur Gunnarsdóttir Matarvenjur og matvendni barna með offitu Food habits and picky eating in a sample of obese children Gunnhildur Gunnarsdóttir Lokaverkefni til cand. psych gráðu í sálfræði Leiðbeinendur: Urður Njarðvík,

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Viðhorf til starfsánægju

Viðhorf til starfsánægju Viðskiptadeild Viðskipta- og raunvísindasvið B.Sc ritgerð LOK2106 Vorönn 2015 Viðhorf til starfsánægju Rannsóknarskýrsla um starfsánægju hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands Nemandi: Emil Sigurjónsson Leiðbeinandi:

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

5. ÁRGANGUR menntarannsóknir

5. ÁRGANGUR menntarannsóknir 5. ÁRGANGUR 2008 menntarannsóknir Leiðbeiningar til greinahöfunda Reglur ritnefndar 1. Tímarit um menntarannsóknir er vettvangur fyrir fræðilega umræðu um menntarannsóknir a Íslandi. Þær kröfur eru gerðar

More information

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Árni Rúnar Inaba Kjartansson Steinar Sigurjónsson Lokaverkefni til BS-gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs

Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs Samantekt yfir tölulegar upplýsingar Fæðingarorlofssjóðs 2001 2009 Ágúst 2010 1 Efnisyfirlit 1 Um skýrsluna... 7 2 Starfsemi Fæðingarorlofssjóðs... 9 2.1 Ágrip af sögu fæðingarorlofs á Íslandi... 9 3 Tölfræði

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Heilsutengd lífsgæði Íslendinga

Heilsutengd lífsgæði Íslendinga FRÆÐIGREINAR / EILSUTENGD LÍFSGÆÐI eilsutengd lífsgæði Íslendinga Tómas elgason 1 úlíus K. jörnsson 2 Kristinn Tómasson 3 Erla Grétarsdóttir 4 Frá 1 Ríkisspítulum, stjórnunarsviði, 2 Rannsóknarstofnun

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?-

Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Grunnskólabraut 2009 Foreldrasamstarf -Hvað segja lögin?- Guðbjörg Þóra Jónsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri

More information

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012 Ingibjörg Hjaltadóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir 2 hjúkrunarfræðingur Ágrip Inngangur: Sykursýki er vaxandi

More information

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS)

Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Rannsókn á fylgjusýni (fylgjusýnataka) (CVS) Unnið að hluta eftir bæklingum sem Guy s and St Thomas Hospital London; the Royal College of Obstetricians and Gynaecologists oglondon IDEAS Genetic Knowledge

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information