Modding, moddarinn og tölvuleikurinn

Size: px
Start display at page:

Download "Modding, moddarinn og tölvuleikurinn"

Transcription

1 Hugvísindasvið Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim Ritgerð til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir September 2015

2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt ritstjórn og útgáfa Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim Ritgerð til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir Kt Leiðbeinandi: Guðni Elísson September 2015

3

4 Ágrip Fáir miðlar taka jafn hröðum breytingum og tölvuleikir og á þessi ummyndun sér bæði stað í innri veröld leikja sem og í tengslum þeirra við samfélagið. Í þessu samhengi spila RPG leikir (role-playing games) áhugavert hlutverk, en þetta eru tölvuleikir sem að einkennast af uppfærslukerfi sínu (kerfi sem leyfir notendum að ákveða hvaða eiginleika persóna þeirra mun tileinka sér) og viðamiklu leikjarými. Með gríðarlegri þróun í gagnvirkni og formgerð RPG leikja hefur áhrifamáttur notandans samtímis stigmagnast, jafn er kemur að ábendingum hans í ytra rými leikjanna og þeim viðbótum sem hann getur sjálfur skapað í innra rými þeirra. Þar mætti helst nefna aðferð sem kallast modding, en það vísar í möguleika notandans til að forrita á eigin spýtur viðbætur við leiki sem voru ekki ætluð kerfinu upprunalega. Til þess að gera grein fyrir þessari þróun mun ég taka fyrir bæði console eða leikjatölvuútgáfu og PC útgáfu fantasíuleikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim. Ástæðan að baki þess er að mjög ólíkar áherslur hafa myndast í notendahóp þessara tveggja útgáfa. Elder Scrolls IV: Skyrim sýnir ekki aðeins fram á þann aukna ákvörðunarmátt sem notandinn hefur öðlast í innri atburðarás leikja, heldur einnig þau langvarandi áhrif sem hann hefur á áframhaldandi þróun miðilsins. Það er trú mín að þessar óskýru línur sem standa á milli tölvuleikjaframleiðandans og notandans hafi verið mikilvægur partur í þróun aukinna tilfinningalegra tengsla notandans við tölvuleikinn. Þetta hefur í kjölfarið haft mikil áhrif á sköpun og uppbyggingu modd samfélagsins, sem heldur enn þann dag í dag áfram að bæta við og lengja líftíma þessa RPG leikjar. 1

5 Efnisyfirlit 1. Inngangur Rafleikur, tölvuleikur, skjáleikur? Formgerð RPG leikja Moddun og hlutverk tölvuleikjanotandans Elder Scrolls IV: Skyrim PC útgáfa Skyrim og modd samfélagið Niðurlag Heimildaskrá Viðauki I

6 Inngangur Allir tölvuleikir, hvort sem það eru tröllvaxnir MMO (mass multiplayer online) leikir eins og EVE Online eða aðgengilegir farsímaleikir eins og Candy Crush, byrja sem einfaldar hugmyndir. Hversu látlausar sem þessar hugmyndir eru í byrjun er byggt inn í þær ákveðið samkomulag milli framleiðenda og notenda, loforð um að leikirnir muni ummyndast í takt við tækniframfarir og í samræmi við ábendingar notenda. Án notandans bíður enginn með ákefð eftir útgáfu leikjarins eða rýnir staðfastlega í uppfærslur, skjáskot, sýnishorn og sögusagnir sem birtar eru á netsíðum tileinkaðar leiknum. Þegar hliðum leikjarins er lokið upp streyma landnemarnir inn, æstir í að uppgötva leyndarmál hans og ævintýri. Mynd 1: Skjáskot úr farsímaleiknum Candy Crush. Á síðastliðnum árum hafa tölvuleikir farið í gegnum gríðarlegt umbreytingarferli. Miklar framfarir í hönnun og grafískri nálgun hafa átt sér stað, hvort sem um er að ræða raunverulegri áferð á ákveðnum formum eða sköpun á algóriðma sem gerir það mögulegt að fjölga pixlum í hverju skjáskoti. Með þessari fínstillingu í framleiðslu tölvuleikja hefur enn fremur skapast möguleiki á að víkka sýndarveruleikann gríðarlega og hefur þessi þróun getið af sér nýja undirgrein RPG leikja er kallast free-roaming leikir eða flakkleikir. Þess konar leikir fá ekki aðeins heiti sitt í gegnum gríðarlega stærð sína, heldur einnig í gegnum ákvörðunarmátt spilandans á að móta framvindu leikjarins eftir sínu eigin höfði. Gott dæmi er nýjasta innsetning Elder Scrolls seríunnar sem kallast Skyrim og kom út árið 2011, en hann er enn þann dag í dag einn víðtækasti og margslungnasti RPG leikur sem komið hefur út. Það sem gerir leikinn einstakan er ekki aðeins hversu margslunginn hann er, heldur einnig þau endalausu tilbrigði og möguleikar sem notandinn hefur til þess að breyta virkni leikjarins í gegnum modd, en orðið er dregið úr enska orðinu modify. Markmið mitt með þessari umfjöllun er að rannsaka þessi áhrif notandans, hvernig gagnvirkni hans í innra rými tölvuleikja hefur mótast og hvernig aukið ákvörðunarvald hans hefur smitast út í það samkomulag sem liggur á milli framleiðandans og notandans. 3

7 Ég mun byrja á því að fjalla um ummyndunareiginleika hugtakakerfis tölvuleikjarannsókna, síðan mun ég gera grein fyrir formgerð RPG leikja og í kjölfarið hver áhrif og staða leikjanotenda er í sambandi við formgerðina. Ég mun síðan skoða þessi áhrif í fantasíu RPG leiknum Elder Scrolls IV: Skyrim, en hann hefur tekið stöðugum breytingum frá fyrsta útgáfudegi, ekki síst með auknum tilfinningalegum tengslum notenda við hann. Þar mun ég taka fyrir tvær útgáfur leikjarins, annars vegar leikjatölvuútgáfu hans og hins vegar PC útgáfu leikjarins. Með leikjatölvuútgáfunni vil ég sýna fram á aukinn áhrifamátt notandans í ákvörðunum er koma að persónusköpun stafrænu persónunnar eða leiksjálfsins (avatar) og í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir, sem ég tel að geri þessa útgáfu aðgengilegri fyrir óreyndari spilendur. Í PC útgáfunni mun ég ræða virkt modd samfélag hennar, sem hefur afmarkaðri notendahóp en leikjatölvuútgáfan. Það er þetta samfélag sem hefur gert leiknum kleift að umbreytast og vaxa með þeim tæknilegu og samfélagslegu breytingum sem hafa átt sér stað á miðlinum í heild. Rafleikur, tölvuleikur, skjáleikur? Áður en ég fjalla um þær umbreytingar sem orðið hafa í innra rými RPG leikja langar mig að snerta á grundvallarheitum tölvuleikja og stöðu þeirra í umræðunni. Þótt ótrúlegt sé þá hefur litlu púðri verið eytt í aðgreiningu á milli þeirra hugtaka sem hafa myndað undirstöðuna í bæði fræðilegri og almenni umræðu leikja. 1 Ágreiningur og ósamstaða á milli fræðimanna er á engan hátt ný af nálinni í tengslum við fræðin, 2 en þess konar árekstur er talinn vera einkennandi fyrir fræðilegt hugtakakerfi 1 James Newman, Definitions, Videogames, New York, NY: Routledge, 2013, bls Vert er að nefna deiluna sem staðið hefur á milli fræðimanna er aðhyllast annaðhvort ludology eða narratology í tölvuleikjafræðum. Fyrir þá sem aðhyllast ludology en þeir eru kallaðir spilunarsinnar er tölvuleikurinn algjörlega einstakur í eðli sínu og uppbyggingu og eiga rannsóknir á honum því ekki að einkennast af tengingu og líkindum hans við aðra miðla. Eins og nafnið gefur til kynna þá halda stuðningsmenn narratology eða frásagnarsinnarnir því hins vegar fram að öll menningarform, jafnt bókmenntir, bíómyndir og tölvuleikir, grundvallist á einhvers konar frásagnarformgerð. Í þessu tilviki er ég mjög svo sammála Birni Þór Vilhjálmssyni og Nökkva Jarli Bjarnasyni, en í Ritinu taka þeir fram að skoðun spilunarsinna sé ekki réttmæt, þar sem leikir verði ekki til í tómarúmi. Enn fremur snýst nálgun frásagnasinna ekki um eiginlega sögufléttu í leikjum heldur hvernig virkni tákna er túlkuð og merking framkölluð. Sjá: Björn Þór Vilhjálmsson og Nökkvi Jarl Bjarnason, Frásögn eða formgerð? Tölvuleikir, leikjamenning og umbrot nýrrar fræðigreinar?, Ritið 3/2014, ritstj. Björn Þór Vilhjálmsson, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2014, bls

8 tölvuleikjarannsókna. 3 Þó nokkur hugtök mynda þó þennan grundvöll, en þar eru þekktust hugtökin electronic games, computer games og video games, eða rafleikir, tölvuleikir og skjáleikir eins og ég hef ákveðið að þýða þau. Notkun á þessum hugtökum er enn þann dag í dag að mestu tilviljanakennd, 4 sem má meðal annars rekja til þess stöðuga ummyndunarferlis sem tölvuleikjaiðnaðurinn hrærist í, sem og þeirra vandkvæða sem fylgja mótun á einhvers konar grundvallarskilgreiningu á miðlinum. Þau hugtök sem mynda þennan grundvöll í fræðilegri umræðu tölvuleikja einkennast af annaðhvort vísun í tæknilega eða sjónræna vídd leikjanna, þ.e. rafleikur og tölvuleikur leggja áherslu á notkun á einhvers konar hugbúnaði, á meðan hugtakið skjáleikur er vísun í sjónræna vídd leikjanna. Orðið rafleikur var fyrsta skilgreiningin sem til varð á miðlinum, en á þeim tíma einkenndist hann fyrst og fremst af notkun á mjög einfaldri forritun og rafmagni í einhvers konar mynd. Gott dæmi eru svokallaðir textaleikir, en í þeim notast spilandinn við DOS kerfi og skrifar inn forritunarbeiðnir til þess að framkvæma aðgerðir leikjarins. 5 Hér mætti nefna ævintýraleikinn Zork (1977), en hann er staðsettur í yfirgefnu neðanjarðarheimsveldi þar sem notandinn leysir gátur og berst við afskræmdar verur með því að skrifa inn í forritið ákveðnar beiðnir. Hugtakið er því mjög víðtækt, 6 því það getur vísað til hvers konar leiks sem hefur í sér rafbúnað, hvort að það sé flókinn hugbúnaður borðtölvu eða þá borðspil sem hefur rafmagnsbúnað í sér. 7 Þrátt fyrir að hugtakið hafi möguleikann á að binda saman marga mismunandi miðla tölvuleikja skortir hér hins vegar vísun í sjónrænan búnað, en það hefur líklega haft áhrif á takmarkaða notkun hugtaksins í nútímafræðum. Hugtakið tölvuleikur vísar einnig til tæknilegrar víddar, en ólíkt fyrra hugtakinu þá bendir það til ákveðins gæðamælikvarða leikjar sem er aðeins nothæfur í þróuðum miðlunarbúnaði, eins og 3 Gary Crawford, Studying Video Games, Online Gaming, New York, NY: Routledge, 2012, bls Í bók sinni Online Gaming tekur Garry Crawford til dæmis fram að skjáleikur sé hvað útbreiddasta hugtakið og það sé einmitt helsta ástæðan fyrir hans persónulegu notkun á því, ekki sökum yfirburða þess og aðgengis í samanburði við önnur hugtök sem sett hafa verið fram á fyrirbærinu. Sjá: Gary Crawford, Studying Video Games, Online Gaming, 2012, bls Þess konar leikir eru enn notaðir í dag við kennslu á tölvuleikjaforritun, þar sem þeir þykja góður grundvöllur til þess að byggja frekari þekkingu á. 6 Margir leikir eru byggðir upp í kringum hefðbundin spil og leiki, eins og skák og Sudoku til dæmis, og er það því aðeins stafræn umgjörð þeirra sem leiðir til þess að þeir séu skilgreindir sem rafleikir. Sjá: Grant Tavinor, What are Videogames anyway?, The Art of Videogames, West Sussex: Blackwell Publishing, 2009, bls Þess konar borðspil voru sérstaklega vinsæl á áttunda áratugnum og mætti þar nefna Dark Tower (1981), Intercept (1978) og hið geysivinsæla Operation (1965), sem var fyrsta spilið af þessu tagi. 5

9 borðtölvum og tölvum sem eru sérhannaðar fyrir spilun leikja. 8 Með gríðarlegum tækniframförum farsíma er hins vegar erfitt að staðsetja þá ekki í þessum gæðaflokki, þar sem í dag er lítill sem enginn munur á tæknilegum möguleikum Android farsíma, leikjatölva og borðtölva. 9 Eins og í tilfelli rafleikja eru tölvuleikir því fremur vítt hugtak, og ákvarðast það að mörgu leyti af afmörkun og skilgreiningu hugbúnaðar hvers tíma, sem er enn í stöðugri þróun. Eins og komið hefur fram er skjáleikur útbreiddasta hugtakið og mætti segja að það sé undirgrein innan víðari skilgreiningar rafleikja, þar sem það hefur bæði vísun í stafræna og sjónræna eiginleika leikja. 10 Í dag eru sjónrænir eiginleikar eitt viðurkenndasta einkenni tölvuleikja, meðal annars vegna þess að margir af nýlegri miðlum þeirra eins og farsímar og spjaldtölvur, notfæra sér skjáinn bæði sem sjónrænan aðgangspunkt og stjórnunartæki. Í MMORPG (massively multiplayer online role-playing games) leikjum skiptir skjárinn einnig sköpum, því með skjá sem er bæði viðamikill og með háum gæðastaðli getur notandinn upplifað öll þau smáatriði sem umhverfi þess konar leikja bjóða upp á. Líklegt er að hugtakið hafi öðlast viðurkenningu vegna þessarar sjónrænu skírskotunar, því þar er hægt binda saman flesta núverandi leikjamiðla, hvort sem það eru borðtölvur, leikjatölvur, farsímar eða spjaldtölvur. Augljóst er að mörkin sem liggja milli þessara hugtaka eru fremur óljós, sem skýrir að einhverju leyti hversu sjaldgæft það er að fræðimenn eyði orku í að greina á milli þeirra. Fjölbreytnin í þeim miðlum sem geta hýst tölvuleiki flækja einnig málin en hún er bein orsök tækniframfara sem og breytingar á markhópum leikjanna. Ekki eru mörg ár síðan tölvuleikir voru vettvangur ungra karlmanna, en í dag hefur myndast áhugi fyrir leikjum hjá flestum samfélagshópum og hefur þessi breyting meðal annars verið kennd við víðtækari framleiðslu á einfaldari leikjum sem krefjast ekki flókins kóðunarferlis. Sökum þess að hefðbundnar leikjavélar hafa í sér mjög flókinn hugbúnað getur það verið gríðarlega kostnaðarsamt og tímafrekt að framleiða leiki sem standa undir þessum 8 Þar fremst mætti nefna Microsoft leikjatölvuna Xbox og leikjatölvur rafbúnaðarfyrirtækisins SONY sem framleiddar eru undir nafninu PlayStation en þessi tvö fyrirtæki hafa frá 2001, þegar fyrsta Xbox leikjatölvan kom á markaðinn, verið tveir stærstu framleiðendur leikjatölva í heiminum. 9 Þessi óljósu mörk milli raftækja hafa leitt til þess að fyrirtæki eins og KinoConsole, AndY og NIVIDIA Shield hafa þróað hugbúnað sem gera fólki kleift að spila PC leiki í farsímum sínum. Sjá: Bruce Sutherland, An Introduction to Game Development, Beginning Android C++ Game Development, New York, NY: Apress, 2013, bls Aðeins eitt hugtak um rafræna leiki hefur náð fótfestu í íslenskri orðræðu, en það er hugtakið tölvuleikur. Hérna mætti nefna notkun hugtaksins í áðurnefndri grein Björns Þórs og Nökkva í 3. tölublaði Ritsins 2014, en hins vegar er ekki gert grein fyrir ástæðunni að baki notkunarinnar. Það mun því vera hugtakið sem ég mun notast við í þessari umfjöllun, en eins og Gary Crawford tekur fram er mikilvægast að lesandinn sé kunnugur heitinu og það sé viðurkennt innan samfélagsins. 6

10 gæðum, og er það ein af meginástæðum fyrir þessari stórtæku breytingu sem orðið hefur í framleiðsluhögum tölvuleikja. 11 Með grundvallar forritunarþekkingu getur nánast hver sem er framleitt tölvuleik, ef hugmyndin að leiknum er frumleg og vel er staðið að markaðsetningunni. 12 Því eru fleiri og fleiri óháðir leikjaframleiðendur að brjótast fram sem vilja grípa glóðina í einfaldari leikjaframleiðslu. 13 Þetta sýnir hversu síbreytilegur og móttækilegur leikjamiðillinn er fyrir kröfum notenda og nýjum áhugasviðum. Þrátt fyrir að umbreytingin í framleiðsluhögum tölvuleikja hafi opnað gáttina fyrir víðtækari áhuga samfélagsins á leikjum hefur hún á sama tíma gert fræðimönnum erfitt að túlka og þróa formleg hugtök þeirra. Erfiðara og erfiðara er að sjá hvaða tæknilegu eiginleikar eru einkennandi fyrir formgerð og framsetningu hvers leikjar fyrir sig, m.a. sökum þess að sami leikurinn getur verið yfirfæranlegur á marga mismunandi miðla með einföldum breytingum í forritun hans. 14 Sökum þessa öra umbreytingarferlis eru hefðbundnar skilgreiningar því erfiðar í notkun, sem spilar stórt hlutverk í trega fræðimanna við að binda sig við eitt skilgreinandi hugtak. Grant Tavinor hefur komið með ágætis lausn á þessu vandamáli í bók sinni The Art of Videogames. Þar horfir hann til listfræðinnar, sem hefur á síðastliðnum árum tileinkað sér skilgreiningarmáta sem byggir á disjunctive definitions, eða gagnstæðisskilgreiningum eins og hægt væri að þýða hugtakið. Þess konar skilgreiningar eru í eins konar jöfnuformi og eiga að varpa ljósi á þá staðreynd að það séu margir eiginleikar sem verka á ákveðna skilgreiningu. Enn fremur er hægt að umbreyta ákveðnum liðum án þess að gera skilgreininguna ógilda. Í uppsetningu Tavinor hljóðar gagnstæðisskilgreining tölvuleikja svo: x er tölvuleikur ef hann hefur bæði sjónræna og stafræna eiginleika og er framleiddur til afþreyingar út frá markmiðsbundnum eða gagnvirkum spilunarmáta. 15 Hér er gerð grein fyrir grunneinkennum tölvuleikjarins með einföldum skilyrðum og með 11 Gloria Barczak og David Wesley, Game Development and the Rise of Casual Games, Innovation and Marketing in the Video Game Industry: Avoiding the Performance Trap, Surrey: Gower Publishing Limited, 2010, bls Samkvæmt Rúnari Þór Þórarinssyni ákvað fyrirtækið sem skapaði hönnunarkerfið Unreal Engine að hlaða því ókeypis á internetið í kjölfarið af sprengjunni sem varð í farsímaleikjum. Einu skilyrðin sem það setti var að þeir aðilar sem notfærðu sér kerfið þyrftu að greiða þeim 5% af hagnaði sínum. Sjá: Viðauki I, Viðtal við Rúnar Þór Þórarinsson, 18. maí Hérna mætti nefna leiki eins og Angry Birds (2009), Plants Vs. Zombies (2009) og Minecraft (2011) sem allir hafa notið gríðarlegrar hylli meðal almennings með einfaldri hönnun sinni og aðgengileika. 14 Gott dæmi um þetta eru nýlegar PlayStation 3 útgáfur af leikjunum Minecraft og Plants Vs. Zombies en þeir voru upprunalega leikir fyrir PC tölvur, sem sökum vinsælda hafa verið yfirfærðir á leikjatölvuformið. 15 Grant Tavinor, What are Videogames anyway?, bls

11 umbreytingareiginleikum gagnstæðisskilgreiningarinnar er fyrirvari til staðar fyrir ör umskipti miðilsins. 16 Hugsanlega er þó varasamt að leggja of ríka áherslu á afþreyingareinkenni framleiðslunnar, sérstaklega þegar kemur að tölvuleikjum er einkennast af hlutverkaspilun, því að notendur þess konar leikja líta fremur á tölvuleikjaiðkun sína sem lífstíl en afþreyingu. 17 Tilfinningalegu tengslin sem þessi stóri hópur spilenda hefur myndað gagnvart leikjanotkun sinni er gríðarlega mikilvægur partur í áframhaldandi þróun greinarinnar, m.a. í gegnum aukið vægi notandans í framleiðsluferlinu öllu. Með þeim breytingum sem hafa átt sér stað í viðhorfinu gagnvart tölvuleikjum tel ég því mikilvægt að gerð sé grein fyrir hlutverki notandans í gagnvirkni tölvuleikjarins, sem gæti hljóðað svo: x er tölvuleikur ef hann hefur bæði sjónræna og stafræna eiginleika og er gagnvirkur, í hönnun sinni og allri þróun. Styrkleiki gagnstæðisskilgreiningarinnar býr því í getu hennar til þess að fanga merkingu síbreytilegra miðla. Skilgreiningarnar geta því tekið umbreytingum samhliða þróun tölvuleikja og á sama tíma réttlætt ólíka hugtakanotkun fræðimanna í gegnum stutta sögu tölvuleikjafræðinnar. Formgerð RPG leikja Áður en ég hef umfjöllun mína á þessum frábrugðnu formgerðum langar mig að nefna nokkur hugtök úr leikjaheiminum sem vert er að útskýra. Þar mætti nefna gameplay eða game mechanics eins og fræðimenn vilja fremur nefna hugtakið en það þýðist sem leikumhverfi og lýsir því kerfi reglna sem einkennir ákveðið leikjarými og tengsl notenda við það. Hérna mætti taka hlutverkaleiki eða RPG leiki sem dæmi, en í grunni þess konar leikja liggur markmiðið að uppfæra stafrænu persónuna þ.e. avatar eða leiksjálfið sem notandinn skapar út frá ákveðnu sviði eiginleika til þess að persónan sé betur í stakk búin til að takast á við erfiðari og erfiðari verkefni. Það er þetta kerfi og áhrif notandans innan þess sem hefur tekið hvað mestum breytingum í leikumhverfi 16 Ég mun fjalla betur um muninn á markmiðsbundinni og gagnvirkri spilun í næsta kafla, en sá munur beinist að formgerð tölvuleikja og stöðu notandans innan þessarar formgerðar. 17 Með rísandi stöðu tölvuleikja hafa möguleikar þeirra sem kennslutól einnig fengið meira vægi, þar sem margar rannsóknir hafa sýnt fram á getu leikja til að skerpa einbeitni, efla ákvarðanatöku og stuðla að samvinnu notenda. Hér mætti nefna bók Richard van Eck Gaming and Cognition: Theories and Practice from the Learning Sciences (2010), Perceiving Play: The Art and Study of Computer Games (2009) eftir Torill Elvira Mortensen og Teaching Digital Natives: Partnering for Real Learning (2010) eftir Marc R. Prensky. 8

12 RPG leikja, en með þeim framförum sem hafa orðið í forritun tölvuleikja hefur formgerð þeirra farið frá línulegri byggingu yfir í ólínulega, með vald notandans sem útgangspunkt. Eins og ég hef rætt þá hafa örar framfarir í hugbúnaðarþróun leitt til að erfitt er að staðsetja þá tæknilegu eiginleika er skilgreina tölvuleiki hverju sinni. Þessar framfarir hafa mikil áhrif á afstöðu fræðimanna gagnvart einhvers konar aðgreiningu og skilgreiningu á mismunandi heitum tölvuleikja, því erfitt er að henda reiður á hugtökum sem kalla á sífellda endurnálgun og greiningu. Áhersla á innra rými tölvuleikja og hvernig merking er framkölluð í formgerð þeirra hefur því átt vaxandi vinsældum að fagna í fræðilegri nálgun tölvuleikja og ræðst af því hvernig uppbyggingu leikumhverfisins er háttað. 18 Eins og gagnstæðisskilgreining Tavinor tilgreinir þá byggist formgerð tölvuleikja annaðhvort á markmiðsbundinni eða gagnvirkri spilun. Markmiðsbundin spilun felur í sér línulega uppbyggingu þar sem notandinn spilar í Mynd 2: Deus Ex. gegnum fyrirframákveðna atburðarás sem hann hefur ekki mikinn áhrifamátt yfir. Hér mætti taka sæberpönk tölvuleikinn Deus Ex (2000) sem dæmi, en hann er FPS-leikur (first person shooter) með RPG eiginleikum. 19 Þar er notandinn í hlutverki leyniþjónustumannsins JC Denton sem hefur það hlutverk að berjast gegn og koma enda á hryðjuverkastarfsemi í alþjóðlega glæpasamfélaginu. Þrátt fyrir að notandinn hafi þann kost að þróa hæfileika Denton á ákveðinn hátt, eins og að auka tölvukunnáttu hans eða færni með skotvopn, eru ákvarðanir notandans að mestu skorðaðar við þá fyrirframákveðnu framvindu sem framleiðendur leikjarins hafa hannað fyrir persónuna. Í Deus Ex hafa þeir eiginleikar sem notandinn tileinkar persónu sinni því mjög takmörkuð áhrif á það hvernig framvinda leikjarins mun ráðast, sem gerir þetta uppfærslukerfi að mörgu leyti gagnslaust. Áhrifaleysi notandans innan línulegra RPG leikja hefur leitt til þess að áhugi fyrir þeim hefur minnkað talsvert á 18 Bernard Perron og Mark J.P. Wolf, The Video Game Theory Reader, New York, NY: Routledge, 2003, bls Ernest Adams, The Major Genres, Fundamentals of Game Design, ritstj. Karyn Johnson, San Francisco, CA: Pearson Education, 2014, bls

13 síðastliðnum árum, þrátt fyrir að enn megi sjá áhrif þeirra í bílaleikjum og einföldum skotleikjum. 20 Eins og nafnið gefur til kynna þá byggist gagnvirk spilun í grunninn á virkni bæði framleiðandans og notandans í innra rými tölvuleikjarins. Allir miðlar eru í grunninn gagnvirkir, þ.e. þeir þurfa á lesanda, áhorfanda eða notanda að halda til þess að eiga ekki síðustu andartökin á framleiðslustiginu og skiptir þá engu hvort um bók, kvikmynd eða tölvuleik er að ræða. Á síðastliðnum árum hafa áhrif notandans í tölvuleikjum hins vegar stigmagnast, og honum gert kleift að ráðstafa framvindunni eftir sínum eigin geðþótta. 21 Þess konar leikir kallast flakkleikir eða free-roaming leikir í enskri þýðingu, nefndir eftir möguleika notandans til þess að flakka frjálsir í gegnum leikjarýmið og ákveða sjálfir hvenær og hvernig þeir nálgast markmið sín. Þessi grein tölvuleikja hefur sterk tengsl við RPG leiki, svo sterk að sérstakt heiti hefur myndast á RPG leikjum sem hægt er að spila netinu er kallast MMORPG eða massively multiplayer online role-playing game. Þar skiptist gríðarstórt rými leikjarins í margar minni eindir sem verka í kringum eina meginframvindu og hefur notandinn frelsi til þess að velja sjálfur í hvaða röð hann tekst á við verkefnin. Þegar kemur að leikumhverfinu þá liggur valdið hins vegar hjá framleiðendum, og mætti þar nefna ákvarðanir á stjórnunarmöguleikum fjarstýringar og lyklaborðs, og hvernig bardagatæknin og uppfærslukerfið eru byggt upp. 22 Í þessu samhengi er áhugavert að bera upplifun tölvuleikjanotenda á umhverfi sínu saman við lesendur prentmiðla. Þegar við lesum þá á sér stað ákveðin gagnvirkni; við ímyndum okkur útlit sögupersóna og umhverfisins í kringum þær út frá upplýsingum sem höfundurinn útvegar og fyllum oft upp í þær eyður sem hann skilur eftir óútskýrðar. Þar sem að nútíma tölvuleikir eru hvað helst sjónrænn miðill stígur notandinn því að mörgu leyti inn í ímyndunarafl hönnuða og framleiðenda þegar hann hefur leikinn, í stað þess að virkja sína eigin ímyndun eins og einkennandi er fyrir skáldsöguformið. Í tilviki tölvuleikja mætti því segja að grafíkin búi notandann undir það leikumhverfi sem framleiðendur leikjarins hafa ætlað honum. Þar sem umhverfi og útlit innra rýmis tölvuleikja spilar svo stórt hlutverk í nálgun þeirra hafa tækniframfarir 20 Grant Tavinor, The Art of Videogames, bls Scott Rigby og Richard M. Ryan, Games and the Need for Autonomy, Glued to Games: How Video Games draw us in and hold us Spellbound, San Francisco, CA: Praeger, 2011, bls Uppruni nútíma uppfærslukerfis RPG leikja, sem leyfir notendum að ákveða hvaða eiginleika persóna þeirra hefur og þar af leiðandi breyta framvindu leikjarins, byrjaði með fantasíuleiknum Might and Magic (1986) og seinna leiknum Baldur s Gate (1998). 10

14 verið mjög jákvæð þróun fyrir sjónræna eflingu flóknari tölvuleikja, en auðvitað er mismunandi fyrir hvern leik fyrir sig hvernig grafíkin verkar á leikinn. Í leikjaseríunni Grand Theft Auto hafa viðbætur við hverja innsetningu til dæmis snúið að raunsæislegri grafík og ákvarðast því að miklu leyti af framförum í leikjatækni. Algjör andstæða við þessa seríu er leikurinn Minecraft, en þar er markmiðið ekki að líkja Mynd 3: Skjáskot úr Grand Theft Auto V. eftir raunveruleikanum heldur að aðlaga raunveruleikann inn í útséð kerfi sem virkar mjög einfalt á að sjá. 23 Þar á grafíkin að vísa til leikumhverfis sem var einkennandi fyrir 8. áratuginn með pixlaðri forritun sinni. Leikurinn hefði hins vegar aldrei verið nothæfur á þeim tíma sökum þess gríðarstóra, opna heims sem hannaður hefur verið fyrir hann. Framfarir í forritun MMO leikja (massively multiplayer online) skipta því einnig sköpum í framleiðslu Minecraft, þrátt fyrir að grafíkin gefi annað til kynna. Umhverfi og grafík hvers leikjar fyrir sig á því að segja ákveðna sögu, sögu sem samsvarar heildarhugmynd leikjarins, hvort hún byggist á raunsæislegri vísun eins og í Grand Theft Auto eða þá skírskotun í endurvinnslu eldri minna í anda Minecraft. Mynd 4: Skjáskot úr Minecraft. 23 Mikill greinamunur liggur í framleiðslumáta þessara leikja. Lengst af voru GTA leikirnir gefnir út á nokkra ára fresti, þar sem tugir forritara og hönnuða unnu hörðum höndum að því að uppfæra leikinn, bæta grafík hans og spilunarmáta. Í kringum Minecraft hefur hins vegar myndast notendasamfélag sem hefur unnið hörðum höndum að því að forrita modd fyrir leikinn, hvort sem um er að ræða ný landsvæði eða nýjar byggingaraðferðir. 11

15 Þrátt fyrir að grunnur leikjaumhverfisins sé að mestu mótaður af framleiðandanum er það spilunarmátinn sem gefur spilandanum tækifæri til þess að setja mark sitt á atburðarásina. Þegar litið er til framleiðsluferlisins skýrist mikilvægi spilunarmátans, en það fyrsta sem framleiðendur líta til í sköpun á nýjum tölvuleik er einmitt það kerfi sem skilgreinir uppfærslumáta hans. 24 Skaparar í öðrum miðlum, eins og bókmenntum og kvikmyndum til dæmis, byrja á að fá hugmynd að sögu sem þeir byggja hægt og þétt upp í línulega framvindu, 25 eða framvindu sem lýtur annarri listrænni heild, á meðan mótun spilunarmátans á sér stað löngu áður en frásögnin sjálf kemur inn í myndina. Frásögnin í tölvuleikjum verkar því miklu fremur sem tæki til að knýja spilunina áfram, með færslu stafrænu persónunnar frá einum stað til annars. 26 Þrátt fyrir að frásögnin sé ekki meginhvatinn að baki sköpunar ákveðinna leikja, þá líta söguhönnuðir oft til atriða í hefðbundinni byggingu goðsögunnar í mótun á formgerð þeirra. 27 Hérna má nefna þá uppbyggingu sem Joseph Campbell setti upprunalega fram í bók sinni The Hero with a Thousand Faces (1949) um ferðalag hetjunnar, og enn fremur þróunar Christopher Vogler á þessari klassísku byggingu í bók sinni The Writer s Journey (2007: 3. útg.). Þar sem að verk Vogler er skrifað sem upplýsingarit fyrir handritagerð er hans helsta markmið að staðsetja ákveðna frásagnaruppbyggingu sem og þær erkitýpur er hafa þróast frá fornum goðsögum fram á okkar daga. 28 Þar telur hann upp tólf meginskref sem hetjan fer í gegnum og má meðal annars nefna kallið í ævintýrið og fyrsta þröskuldinn. Það sem gerir ferðalag hetjunnar einstakt er samkvæmt Vogler aðlögunarhæfni þess, þ.e. hversu móttækilegt það er fyrir breytingum. 29 Það er þessi umbreytingarhæfni sem hefur gert ferðalag Vogler að mikilvægu tæki fyrir RPG leiki, því auðvelt er fyrir framleiðendur og söguhönnuði að hagræða hefðbundinni atburðarás þess og tímaröð eftir eigin höfði. 24 Chris Klug og Josiah Lebowitz, The Hero s Journey and the Structure of Game Stories, Interactive Storytelling for Video Games, Oxford: Focal Press, 2011, bls Margar bækur vinna með gagnvirkni í söguþræðinum eins og uppvakningabókin Can you survive the Zombie Apocalypse? (2011) og frægu barnabækurnar Choose your own Adventure sem komu fyrst út árið Einnig má nefna barnabók rithöfundarins Ævars Þórs Benediktssonar Þín eigin þjóðsaga (2014) sem leyfir lesandanum að byggja upp sína eigin, persónulegu atburðarás. Lesandinn hefur auðvitað getuna til þess að flakka í gegnum skáldsögu á sínum eigin forsendum margir byrja til dæmis á því að lesa síðustu síðu bókar sökum forvitni en þá er sagan ekki að rekjast eins og höfundurinn hafði í huga. 26 Ernest Adams, Storytelling, Fundamentals of Game Design, 2014, bls Beatriz Sario, Scenes from Postmodern Life, Chicago, MN: University of Minnesota Press, 2001, bls Vogler tekur sérstaklega fram að þessi formgerð sé engan veginn hans persónulega uppfinning heldur skilningur sem hann hefur mótað með sér, endurtúlkað og sett í nýjan búning. Sjá: Christopher Vogler, The Writer s Journey: Mythic Structure for Writers, Studio City, CA: Michael Wiese Productions, 2007, bls. xiii. 29 Christopher Vogler, The Writer s Journey: Mythic Structure for Writers, 2007, bls

16 Í tilfelli RPG leikja hefur þessi aðlögunarhæfni verið mikilvæg fyrir þróun þeirra, þá sérstaklega þegar kemur að aukinni ákvarðanagetu notandans. Hérna mætti taka Elder Scrolls IV: Skyrim sem dæmi, en í byrjun leikjarins er stafrænu persónunni haldið föngum af riddurum Keisaradæmisins (Empire), sem eru þá við stjórnvölinn í heimi Skyrim. Rétt áður en að persónan er hálshöggvin fyrir svik sín, augnablikum áður en exin klífur loftið, birtist dreki á toppi turns og setur allt á annan endann. Í allri ringulreiðinni sleppur hetjan frá föngurum sínum og er leidd í gegnum neðanjarðar völundarhús þar sem henni er fyrirskipað að fara á fund jarlsins Balgruuf og gera grein fyrir árás drekans. Út frá byggingu Vogler er persónan því enn staðsett í venjulega heiminum rétt áður en þessi forna goðsagnavera birtist, þar sem valdabarátta mismunandi stétta er stærsta vandamálið, og er síðan kölluð til ævintýrisins þegar hún er beðin um að koma skilaboðunum um komu drekans áfram. Á þessum tímapunkti, þegar persónan hefur sloppið frá klóm drekans og Keisaraveldisins, er það hins vegar í höndum notandans að ákveða hvert næsta skref hans mun vera, þ.e. hvort að hann haldi áfram að fylgja meginsöguþræðinum eða að hefja eitt af þeim hundruðum verkefna sem hægt er að framkvæma í þessum heimi. Þrátt fyrir að staðsetja megi ákveðin einkenni hetjufrásagnarinnar sérstaklega þeirrar sem Vogler boðaði innan RPG leikja er ekki hægt að segja að hún endurskapi sömu formgerðina. Tækniframfarir hafa ýtt undir þennan möguleika á sköpun á takmarkalausu rými sama hvaða hlutverki grafíkin þjónar þar sem atburðarásin er aldrei sú sama, sem gefur notendum endalausa möguleika til þess að byggja og endurbyggja persónu sína og ákvarðanir hennar í söguþræðinum eftir sínu eigin höfði. Það er meðal annars þessi ólínulega bygging í nýlegri RPG leikjum sem hefur leitt til að ákveðið tímaleysi einkennir rými þeirra. Notandi getur ákveðið að setja verkefni á bið þrátt fyrir að hann sé mögulega hálfnaður með það, til þess að láta reyna á eitthvað annað sem vekur athygli hans. Í tilviki Elder Scrolls IV: Skyrim er meira að segja möguleiki fyrir notandann að flýja skrímsli eða aðra óvini sem eru honum of erfiðir viðureignar, og með því kannað þolmörk stafrænu persónu sinnar. Þetta ýtir enn fremur undir aðgengileika þessara leikja, því óreyndari spilendur hafa möguleikann á að byggja upp kunnáttu sína án þess að það hafi hættulegar afleiðingar fyrir persónuna. 30 Með 30 Þetta gildir auðvitað ekki um alla RPG leiki, en eins og Rúnar Þór tók fram í viðtali mínu við hann þá eru til dæmis óafturkræfanlegar afleiðingar af því að deyja í vinsæla geimleiknum EVE-online, því þá missir 13

17 auknu ákvörðunarvaldi notandans er útkoma leikjanna því aldrei sú sama, og því stærri sem heimurinn er og því fleiri möguleikar sem notandinn hefur til þess að uppfæra persónu sína skapast rými sem erfitt er að sjá fyrir endann á. Moddun og hlutverk tölvuleikjanotandans Samkvæmt þekkta spilunarsinnanum Jesper Juul eru þau tilfinningalegu tengsl sem notandinn myndar við tölvuleik eða tölvuleikjaseríu eitt af megineinkennum greinarinnar. 31 Þrátt fyrir að Juul hafi ávallt litið á tölvuleiki sem sjálfstæðar eindir er ráðast ekki af utanaðkomandi áhrifum 32 tel ég að þessi punktur hans sé mjög mikilvægur þegar kemur að stöðu notandans innan tölvuleikjasamfélagsins. Eins og ég hef þegar komið inn á hafa þróast skilyrði í RPG leikjum að setja gagnvirkni notenda gagnvart leikumhverfinu í forgrunn. Í þessu felst að notandinn hefur ákveðið vald þegar kemur að framvindu sögunnar, ákvörðunarmátt sem er mismunandi eftir leikjum. Hér má sérstaklega nefna ummyndunar aðferðina (e. modding) sem felst eins og áður sagði í að leikjanotendur geta skapað breytingar í hugbúnaði leikja eftir sínu eigin höfði. Þau tilfinningalegu tengsl sem smám saman myndast með beinni þáttöku notandans hafa án efa ýtt undir virkni hans, hvort það sé í gegnum innri breytingar á leiknum í gegnum moddun eða þá vægi skoðana hans og ályktana í ytra rými leikja. Enn fremur hefur það skapað samband milli notenda og framleiðenda sem mætti fremur líkja við samstarf heldur en hefðbundið neyslusamband seljanda og kaupanda. Eins og ég hef nefnt þá er í dag mjög takmarkaður, tæknilegur greinamunur á þeim mismunandi miðlum sem tölvuleikir eru spilaðir á, hvort að það sé PC tölva, leikjatölva, spjaldtölva eða farsími, þó að áherslur þeirra geti verið mjög ólíkar. 33 Þrátt fyrir að tæknin sem tiltæk er í þessum miðlum búi yfir svipuðum möguleikum hafa stafræna persónan helminginn af öllum þeim búnaði sem hún hefur sankað að sér. Sjá: Viðauki I, Viðtal við Rúnar Þór Þórarinsson, 18. maí Jesper Juul, Video games and the Classic Game Model, Half-Real, London: The MIT Press, 2011, bls Juul hefur ávallt verið svokallaður spilunarsinni, þ.e. hann trúir ekki sé hægt að túlka tölvuleiki út frá túlkunaraðferðum annarra miðla. 33 Þar sem að notendur tölvuleikja eru oft mjög dyggir einum, ákveðnum miðli var við aldamótin þróuð ákveðin tækni sem forritarar leikja nota er kallast porting eða leikjafærsla, þar sem ákveðinn leikur er endurkóðaður fyrir annað kerfi, þar sem PC leikur er kannski breytt svo hann sé samrýmanlegur PlayStation leikjatölvu til dæmis. Mark J.P. Wolf, The Video Game as a Medium, The Medium of the Video Game, Austin, TX: University of Texas Press, 2001, bls

18 leikjanotendur hins vegar ekki verið eins fljótir að tileinka sér þessa þróun, og sprettur hún að mörgu leyti úr þeirri hörðu samkeppni sem á sér stað milli tölvuleikja og leikjatölvuframleiðenda. 34 Frá sjónarhorni leikjatölvufyrirtækja er það helst markaðssetning á grafík sem er stærsta röksemdin fyrir því að búnaður þeirra sé betri en keppinautarins. 35 Hér mætti nefna þá eiginlegu styrjöld sem hefur verið viðvarandi frá 9. áratugnum á milli hugbúnaðarfyrirtækja eins og Microsoft, Sony, Nintendo, Sega og Atari, þar sem að hvert fyrirtæki rausar um styrki leikjatölva sinna og æðri byggingu þeirra á móti búnaði keppinauta sinna með hverri útgáfu sem kemur út. 36 Þekktustu átökin eiga sér stað á milli fyrirtækjanna Sony og Microsoft sem eru skaparar annars vegar PlayStation og hins vegar Xbox en þar hefur tækniviðmið einnig verið notað sem markaðstól, sem og einkaleyfi sem þessi fyrirtæki hafa á vissum leikjum. 37 Enn þann dag í dag eru notendur því mjög hliðhollir þeim ákveðna miðli sem hefur vegna mismunandi ástæðna orðið fyrir vali þeirra, hvort það sé vegna félagslegra áhrifavalda eða þá hæfni sem notandinn hefur tileinkað sér með vissum stjórnunarbúnaði. Gott dæmi er greinamunurinn sem myndast hefur á leikjatölvuútgáfu RPG leikjarins Skyrim og PC útgáfu hans. Leikjatölvuútgáfan krefst aðeins grundvallarreynslu notenda á RPG leikjum, þar sem auðvelt er að prufa sig áfram í umhverfinu og ef að einhver mistök eiga sér stað eru afleiðingar þeirra ekki stórtækar. Þegar kemur að PC útgáfu leikjarins er hins vegar aðra sögu að segja, þar sem stór hluti leikjarins á sér stað online eða á internetinu, með hundruðum annarra spilenda sem hafa mögulega verið að spila leikinn í mörg ár, sem gerir kröfurnar þeim mun meiri. Því er mikill greinamunur á uppbyggingu þessara hópa, þá sérstaklega þegar tekið er tillit til PC útgáfunnar og möguleika notandans að modda umhverfi leikjarins, því þar þurfa notendur bæði að hafa grunnskilning á tölvuleikjaforritun og mikla reynslu í spilun RPG leikja til þess að teljast gjaldgengir í þetta sæber-samfélag. 34 Samkvæmt Rúnari Þór geta tölvuleikjaframleiðendur verið miskunnarlausir gagnvart keppinautum sínum, og á þeim tuttugu árum sem hann hefur unnið í þessum bransa hefur hann upplifað ótalmarga pretti og svik. Sjá: Viðauki I, Viðtal við Rúnar Þór Þórarinsson, 18. maí Christopher A. Paul, Consoles read rhetorically, Wordplay and the Discourse of Video Games: Analyzing Words, Design and Play, New York, NY: Routledge, Simon Egenfeldt Nielsen, The Game Industry, Understanding Video Games: The Essential Introduction,New York, NY: Routledge, 2013, bls Hér mætti nefna vinsælu leikjaseríuna Halo sem framleidd er hjá leikjafyrirtækinu Bungie. Leikurinn átti upprunalega að vera spilaður í Mac OS, en þar sem að fyrirtækið var keypt af Microsoft árið 2001 fékk Xbox-leikjatölvan einkaleyfi á leikjunum. Einnig má nefna seríuna LittleBigPlanet sem sköpuð var sérstaklega fyrir PlayStation og kom fyrst út árið 2007, og hefur verið færð yfir á handtölvur eins og PS Vita og PSP. 15

19 En hvað er það þá sem veldur þessari hollustu við ákveðna leiki hjá notendum? Auðvitað er hægt að nefna tilhneigingu hvers notanda fyrir sig, hvort að hún snúi að mismunandi stjórnunartækjum eða þá ákveðnum spilunarmáta sem þeim þykir auðveldari í notkun. Hæpið er að tengja það við tæknilega yfirburði, þar sem að aldrei líður langur tími eftir útgáfu nýrrar leikjatölvu að samkeppnisaðili gefi út sína eigin uppfærslu. Það er hins vegar skoðun margra markaðssérfræðinga að þessi hollusta spretti út frá tilfinningalegum tengslum notanda við ákveðinn leik, sem markaðssetning keppist við að styrkja. 38 Þetta getur verið allt frá frírri BETA-útgáfu (prufuútgáfa af leik fyrir útgáfu hans) til notenda, vefsíðum sem leyfa notendum að koma með ábendingar 39 og vera í samskiptum við aðra áhangendur leikjar, sem og aðdáendahátíðir (fanfest) þar sem notendur geta komið saman og hitt annað fólk sem deilir með þeim þessu áhugamáli. 40 Í tengslum við RPG leiki er það fremst samkomulagið sem býr á milli notenda og framleiðenda um áframhaldandi líftíma leikja sem spilar stærsta hlutverkið í tilfinningalegum tengslum notenda við tölvuleikjasamfélagið. Í seinni tíma RPG leikjum felst þetta í aukinni getu notenda til þess að sérsníða innra rými leikjanna eftir eigin óskum, hvort það tengist sköpun á stafrænu persónunni eða ákvarðanatöku í söguþræðinum. Þetta hefur gengið svo langt að eignaréttur framleiðandans á stafrænni persónu í flóknari MMORPG leikjum hefur verið véfengdur, þar sem vangaveltur hafa sprottið upp um hvort að persónan sé ekki í raun í eigu notandans sem byggði hana upp. 41 Þetta tengist náið fjarveru frásagnarbyggingar, en því meira sem frásögnin er 38 Danny Brown og Sam Fiorella, Influence and the Human Psyche, Influence Marketing: How to Create, Manage, and Measure Brand Influencers in Social Media Marketing, Indianapolis, IN: Que Publishing, Hérna er áhugavert að nefna gagnrýni tölvuleikjanotenda, en þeir telja sig oft búa yfir eins miklum skilning á ákveðnum leik, ef ekki meiri, en framleiðendurnir. Þegar æsingur færist í leikinn eiga notendur það til að mynda eiginleg hagsmunasamtök í kringum þau mögulegu mistök sem framleiðendurnir hafa gert, og nota þá sínar eigin hugmyndir og sköpunargáfu til þess að reyna finna lausn á vandamálinu sem þeir gerðu sér upprunalega grein fyrir. Sjá: R.M. Milner, Beyond the Virtual Realm: Fallout Fans and the Troublesome Issue of Ownership in Videogame Fandom, Social Exclusion, Power and Video Game Play: New Research in Digital Media and Technology, ritstj. David G. Embrick, J. Talmadge Wright og Andras Lukacs, New York, NY: Lexington Books, 2012, bls Eins og Rúnar Þór Þórarinsson hefur bent á var markmiðið með EVE Online hátíðinni að hrista saman notendur leikjarins og að þeir notendur sem væru mögulega óvinir í leiknum gætu sýnt samstöðu utan rýmis leikjarins. Sjá: Viðauki I, Viðtal við Rúnar Þór Þórarinsson, 18. maí R.M. Milner, Beyond the Virtual Realm: Fallout Fans and the Troublesome Issue of Ownership in Videogame Fandom, Social Exclusion, Power and Video Game Play: New Research in Digital Media and Technology, 2012, bls

20 ólínuleg og því minni upplýsingar sem hún færir notandanum finnur hann sig knúnari til þess að skilja eftir sig sín eigin spor í þessu tóma plássi. 42 Það er hins vegar ummyndunar aðferðin eða modding sem hefur haft hvað mest áhrif á aukið vægi notenda í þróun RPG leikja. Þar er hugbúnaði breytt að litlu eða miklu leyti í þeim tilgangi að framkvæma ákveðna virkni sem var upprunalega ekki ætluð kerfinu. 43 Þetta getur verið allt frá því að breyta skinni í leik, þ.e. að breyta áferð eða ákveðnum stíl í grafík, eða þá að kynna nýtt efni inn í rýmið eins og nýjar persónur, ný herklæði eða vopn. Heilir leikir hafa verið byggðir á tengingu margra modda, eins og herkænskuleikurinn League of Legends (2009), sem hefur yfir 35 milljónir notenda. Það sem áhugavert er við þessa aðferð er að allir þeir sem eiga útgáfu af ákveðnum tölvuleik hafa getuna til þess að umbreyta honum, sem gefur notendum mikið rými til þess að sýna leikjasamfélaginu hvað í þeim býr. Þetta skapar einnig mjög mikilvægan vettvang fyrir framleiðendur tölvuleikja, þar sem það framlengir líftíma leikjarins og gefur þeim tækifæri til þess að nýta sér þetta endalausa streymi hugmynda og nýsköpunar við framleiðslu á nýjum leik. 44 Þetta hefur verið þróunin fyrir PC útgáfu Skyrim sem er enn þann dag í dag, fjórum árum eftir að leikurinn kom upprunalega út, að bæta við sig notendum. Það er í gegnum ummyndunareiginleika þessarar útgáfu, þá sérstaklega í samhengi við mjög athafnasamt modd-samfélag, sem hefur gefið leiknum rými til þess að þróast með auknum kröfum notandans. 42 Arthur Asa Berger, Narratives in the Electronic, Video Games: A Popular Culture Phenomenon, Piscataway, NJ: Transaction Publishers, 2002, bls Þar sem flest modd eru sköpuð af notendum eftir að ákveðinn leikur kemur út er aðeins hægt að nálgast þau í gegnum netspilun á leiknum. 44 Ryan Wallace, Modding Amateur Authorship and How the Video Game Industry is Actually getting it right, ritstj. Garrett Swenson, Brigham Young University Law Review, Provo, UT: J. Reuben Clark Law School, 2014, bls

21 Elder Scrolls IV: Skyrim Elder Scrolls V: Skyrim er fimmti leikurinn í Elder Scrolls tölvuleikjaseríunni, gefinn út af Bethesda Softworks árið 2011 á PC, PS3 og Xbox. Með útgáfu Skyrim urðu straumhvörf í framleiðslu tölvuleikja því aldrei hafði komið út eins viðamikill og margbreytilegur RPG leikur, sökum þess að hann þróaðist á ólíkan hátt í þeim mismunandi miðlum sem leikurinn var gefinn út í. 45 Leikurinn gerist 200 árum eftir atburði fjórða leikjarins Oblivion þar sem aðalpersónan kemst að því að hún er svokölluð Dragonborn, manneskja með yfirnáttúrulega hæfileika sem lengi hafði verið spáð fyrir að myndi bjarga heimi Skyrim frá forna drekanum Alduin. Þrátt fyrir að þessi dularfulli og stórbrotni söguþráður sé til staðar fyrir spilandann standa ótalmargir aðrir möguleikar frammi fyrir honum hvað varðar ákvarðanir hans í leikumhverfinu, jafnt sem kemur að persónusköpun eða vali hans á hinum mörgu mismunandi verkefnum sem í boði eru. Það eru hins vegar umbreytingareiginleikar leikjarins sem hafa gert hann svo langlífan, því í kjölfar útgáfunnar þróaðist í kringum hann samfélag bundið PC útgáfunni, þar sem áhrif og samheldni moddara ýtti enn frekar undir þær óskýru línur sem liggja á milli framleiðenda og notenda. Þegar notandinn stígur sín fyrstu skref í sýndarveruleika leikjatölvuútgáfu Skyrim verðum honum fljótt ljóst hversu óháður hann er meginsöguþræðinum. Eftir fyrsta atburð leikjarins, þar sem að árás drekans leiðir til þess að aðalpersónan nær að flýja í burtu, er það undir notandanum komið hvað muni taka við, þ.e. hvort að hann fari á Mynd 5: Skjáskot úr Skyrim, af bænum Solitude. Byggingar Skyrim hafa miðaldalegan stíl sem er mismunandi eftir hverjum bæ sem verða á vegi notandans. 45 Það er ekki langt síðan að RPG-leikir voru afmarkað rými fyrir reynda spilendur eins og í netleiknum EVE online til dæmis, þar sem erfitt er fyrir nýja notendur að stíga sín fyrstu skref vegna flókins leikumhverfis og rótgróins notendasamfélags. Sjá: Viðauki I, Viðtal við Rúnar Þór Þórarinsson, 18. maí

22 fund jarlsins Baalgruf til þess að uppfylla örlög sín sem Dragonborn, eða fari á vit ævintýranna. 46 Sökum þess að söguþráðurinn skiptist niður í þessar mörgu minni eindir sem verka í kringum eina meginframvindu hefur notandinn algjört frelsi til þess að velja sjálfur í hvaða röð hann tekst á við verkefnin. 47 Þar sem að þessar minni eindir eru svo lauslega tengdar vegur meginsöguþráðurinn minna hlutverk í framvindu leikjarins en ella, og virkar því fremur sem verkfæri til þess að knýja spilunina áfram. Með fráhvarfinu frá línulegri byggingu uppfærist stafræna persónan því ekki eftir hverju borði sem klárað er eða þá í hvert skipti sem hann sigrar boss eins og einkennandi var fyrir eldri RPG leiki, heldur á hvaða tímapunkti sem að notandanum þóknast, sama í hvaða hæfileikastigi hann er staddur hverju sinni. Því fylgir oft að berjast við óhugnanlegar verur og aðra óvini sem eru mögulega í of öflugu hæfileikastigi til þess að persónan hafi betur. Því þarf notandinn að meta upp á eigin spýtur hvort að persóna hans sé í stakk búin til þess að takast á við ákveðin verkefni og taka afleiðingunum ef það reynist persónunni ofviða. Þessi ákvörðun er samt sem áður ekki skilgreinandi fyrir persónu notandans, þar sem alltaf er hægt að taka upp fyrri leiðangra ef illa gengur í fyrsta skiptið. Þetta ákvörðunarvald einangrast ekki aðeins við í hvaða röð notandinn ákveður að framkvæma leiðangra leikjarins, heldur snýst það einnig um sjálft uppfærslukerfið. Ólíkt fyrri Elder Scrolls leikjum og ólíkt flestum RPG leikjum sem komu út á þessum tíma þá Mynd 6: Kort af sýndarveruleika Skyrim. skilyrðir val notandans á einum af þeim tíu mismunandi kynþáttum sem í boði eru ekki hvernig notandinn mun 46 Auðvitað eru einhverjar hömlur sem fylgja því að spila ekki út verkefnin í meginsöguþræðinum. Sem dæmi mætti nefna fyrsta verkefnið sem jarlinn Baalgruf setur persónunni fyrir, en það er að fara á fund hinna svokölluðu Greybeards til að læra að beisla krafta Dragonborn, sem gefur notandanum ákveðið forskot gagnvart skrímslum og öðrum óvinum sem verða á vegi hans. 47 Í upprunalegu útgáfu Skyrim voru yfir 240 verkefni til þess að leysa sem hafa öll mismunandi fjölda af hlutum sem krafist er af notandanum að fylgja eftir. Með modding verkfærinu eða Creation Kit í PC útgáfu Skyrim hafa hins vegar hundruð verkefna bæst við þessa tölu. 19

23 uppfæra persónu sína í gegnum leikinn. Þrátt fyrir að þeir hafi allir einhvern ákveðinn eiginleika sem að greinir þá frá þeim næsta (eins og Breton, fígúra í eðlulíki sem getur andað neðansjávar) þá skilyrðir þetta val á engan hátt hvernig notandinn muni byggja upp persónu sína. Ólíkt mörgum hefðbundnari RPG leikjum eru hæfileikarnir sem í boði eru í Skyrim því ekki tengdir sérstaklega við ákveðinn klassa. 48 Hvaða eiginleika sem notandinn kýs að velja sér í því viðamikla hæfileikatré sem hannað hefur verið fyrir rýmið en þar er hægt að velja úr átján mismunandi hæfileikagreinum sem hver hefur fjöldann allan af valmöguleikum getur hann ávallt prufað sig áfram í öðrum greinum sem honum þykja áhugaverðar. 49 Samkvæmt framleiðendum leikjarins þá var hugmyndin að baki kerfisins sú að persónan sé ávallt að uppfæra sig með hverri gjörð sem hún framkvæmir í leiknum hvort það gerist þegar hún skýtur af boga eða þegar hún nær að brjótast inn í læst hús og getur uppfærslan átt sér stað án þess að notandinn hafi ætlað sér það. Notandinn er því ávallt á tánum hvað varðar hluti sem geta leitt til þess stafræna persónan uppfærist og kemur þetta í veg fyrir að upplifun hans af leiknum verði einhæf. Þessi uppbygging hans gerir leikinn mjög hentugan fyrir notendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í RPG leikjaheiminum, þar sem engar ákveðnar reglur eru ríkjandi hvað varðar leikumhverfið og notkun spilandans á því. PC útgáfa Skyrim og modd samfélagið Þrátt fyrir að RPG leikir hafi ekki í öllum tilfellum fantasíueiginleika, 50 hefur það orðið einkennandi fyrir þessa ákveðnu leikjagrein að einhvers konar yfirnáttúrulegir eða óraunverulegir eiginleikar einkenni rýmið. Í tilfelli þess konar leikja á sér stað ákveðin þversögn þegar kemur að grafík og útliti þeirra, því að á sama tíma sem að mikil áhersla er lögð á að umhverfið sé eins raunverulegt og hægt er sem hefur að mörgu leyti verið gert kleift með auknum framförum í tækni er það sett upp í heimi sem einkennist af fantastísku landslagi, persónum og verum. Þrátt fyrir að grafíkin búi notandann undir 48 Í eldri leikjum gat stríðsmaðurinn eða warrior aðeins uppfært hæfileika sem tengdust á einhvern hátt styrk hans, eða t.d. hæfni með tveggja-handa vopn eða skjöld. 49 Hver hæfileiki uppfærist á mismunandi hátt og er erfitt fyrir notandann að segja til um hvað muni leiða til þess og hvað ekki. Speech eða ávarp er gott dæmi, en þessi ákveðni hæfileiki uppfærist meðal annars þegar stafræna persónan nær á einhvern hátt að snúa á viðmælanda sinn þegar hann á í samræðum, eða þá með því að múta embættismanni eða stjórnmálamanni til þess að deila brellum sínum. 50 Hérna mætti nefna leiki eins og hina gríðarlega vinsælu Borderlands seríu (2009), sem er eins konar blanda af vísindaskáldsögu- og gufupönki, með RPG-eiginleikum. 20

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Listaháskóli Íslands Hönnun og arkitektrúr Grafísk hönnun Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Leiðbeinandi: Hlynur Helgason Vorönn 2012 Úrdráttur Internetið hefur auðveldað

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Nýjar leiðir í fjölmiðlun og afþreyingu

Nýjar leiðir í fjölmiðlun og afþreyingu T í m a r i t S k ý r s l u t æ k n i f é l a g s Í s l a n d s 1. t b l. 3 1. á r g a n g u r j ú n í 2 0 0 6 Meðal efnis: Neytendur taka völdin Kröftugar UT-konur Nýr vettvangur afþreyingar Ábyrgð á

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum

Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum Grindarkerfi í hönnun Birtingarmynd grindarkerfis í stafrænum miðlum Eva Dís Sigurðardóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grindarkerfi í hönnun

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Háskóli Íslands Iðnaðarverkfræði,- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild MPM(402F) Lokaverkefni MPM nám í verkefnastjórnun Vormisseri 2010 Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Nemandi:

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson

Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Háskóli Íslands Menntavísindasvið leikskólakennaradeild Leikir sem kennsluaðferð GLF034G-V09 Ingvar Sigurgeirsson Anna Egilsdóttir 080781-3269 ane8@hi.is Sólvellir 19 600 Akureyri 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur...

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Mannfræði Trúir þú á raunveruleikann? - þróun óhefðbundinna lækninga til dagsins í dag Arna Björk Kristjánsdóttir Febrúar 2010 1 Leiðbeinandi: Kristín Erla Harðardóttir

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information