Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Size: px
Start display at page:

Download "Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?"

Transcription

1 Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að mæla með því að einstakir skólar taki upp Sun StarOffice (SSO) í stað Microsoft Office (MSO) en fyrrnefndi hugbúnaðurinn býðst nú skólum landsins án endurgjalds. Almennt gengur Office hugbúnaður undir nafninu skrifstofuhugbúnaður og er það samheiti notað hér. Teknar saman nokkrar meginstaðreyndir með og á móti (benefit/cost) því að skipta um skrifstofuhugbúnað við kennslu og notkun á skrifstofu í skólum. Vegna skamms fyrirvara hefur ekki verið unnt að afla nákvæmra upplýsinga um notkun og notkunarmynstur MSO í skólum landsins en æskilegt væri að gera slíka könnun. Í skýrslunni er því gengið út frá almennum forsendum 1. Í þessari skýrslu er ekki lagt mat á notkun Linux í skólum en fyrirhugað er að gera slíka greiningu. 2. Nokkrar grunnforsendur Í upphafi er mikilvægt að setja fram nokkrar grunnforsendur sem miðað er við í skýrslunni: 1. Meirihluti allra nemenda sem komið hafa síðustu árin út úr grunn- og framhaldsskólakerfinu hafa lært á MSO. 2. KHÍ hefur notað MSO við kennslu kennaranema um nokkurt skeið. 3. Stór hluti kennara notar MSO og hefur lært 2 á forritin. Notkun á Microsoft Office er einnig útbreidd í skólum. 4. Markaðshlutdeild Microsoft í skrifstofuhugbúnaði er á bilinu % hér á landi og svipuð annars staðar í heiminum. 5. Nær undantekningarlaust nota fyrirtæki og stofnanir á Íslandi MSO. 6. Þekking á Microsoft Office er mjög útbreidd því reiknað er með því að flestir þeirra sem nota tölvur við (skrifstofu-) vinnu kunni á Microsoft Office. 7. Þjónusta við MSO notendur er boðin fram af mjög mörgum hér á landi og mikil þekking til staðar. 8. Fjöldinn allur af sérkerfum er byggður ofan á MSO eða tengist honum (Integrated) náið Öll tölvufræðsla í landinu hefur miðast við MSO í langan tíma og er aðeins vitað um einn tölvuskóla 4 sem býður kennslu á StarOffice. Skóli er í eðli sínu sambærilegur við fyrirtæki að því leyti að starfsmenn nota skrifstofuhugbúnað til sambærilegra verka og gert er í fyrirtækjum. Þó má gera 1 Í veigamiklum atriðum er stuðst við skýrslu Gartner Group (sjá heimildaskrá) en það er eitt þekktasta og virtasta ráðgjafafyrirtæki heims á sviði upplýsingatækni og kostnaðargreiningar á tölvurekstri ( 2 Innifelur sjálfsnám og formleg námskeið 3 Ekki er ljóst í hvaða mæli þetta atriði á við um sérkerfi í skólum 4 Tölvu- og verkfræðiþjónustan býður námskeið á Microsoft Office og StarOffice Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 1 af 10

2 ráð fyrir því að vegna námsgagnagerðar sé líklegt að grafík og margmiðlun sé meira notuð í skólum en gengur og gerist í fyrirtækjum og stofnunum. Þessar grunnforsendur eru ekki studdar rannsóknum heldur byggja á almennt þekktum staðreyndum og mati skýrsluhöfundar og reynslu af skólarekstri um 17 ára skeið. Þegar metið er hvort skipta á út hugbúnaði er mikilvægt að hafa þrjú meginmarkmið í huga. Þau sem lögð eru til grundvallar í skýrslunni eru þessi: Ávinningur (Aukið notagildi, skjalasamhæfni, fjölvar, notkunarmynstur og uppfærslur í framtíðinni) Kostnaður (Leyfisgjöld, innleiðing, verkfæri og þjónusta) Áhætta (Framleiðni, eiginleikar, framleiðandi, samhæfni við umhverfið og framtíð) Reynt er að meta þessa þætti eftir því sem unnt er og það á við. 3. Staðan Vegna kostnaðar við leyfisgjöld fyrir Microsoft Office hugbúnað hefur áhugi á öðrum valkostum aukist. Þekktastir þeirra eru StarOffice 5 frá Sun, WordPerfect Office frá Corel og Lotus SmartSuite 6. Af þessum valkostum hefur Sun StarOffice verið mest til umræðu, fyrst og fremst vegna þess að Sun hefur ýmist gefið StarOffice eða selt gegn lágu endurgjaldi 7. Við fyrstu sýn kann því að reynast freistandi að skipta úr MSO í SSO. En það eru margir aðrir kostnaðarþættir en leyfisgjaldið sem koma til álita við ákvörðun. Meðal þeirra helstu eru: Kostnaður við að skipta um hugbúnað á tölvum notenda, handbókakaup og tengdur kostnaður. Kostnaður við endurþjálfun starfsmanna og viðhald þekkingar til lengri tíma. Endurþjálfun allra þeirra sem koma nýir til starfa eftir að breytingar eru yfirstaðnar. Breyting MSO skjala í SSO skjöl í upphafi og viðvarandi aðlögun skjala í blönduðu umhverfi þar sem MSO og SSO eru notuð saman og vegna samskipta við þá sem ekki nota SSO. Í einhverjum tilvikum þarf að viðhalda tveimur útgáfum af skjölum. Uppfærslukostnaður vegna nýrra útgáfa (leyfisgjöld + vinna + þjálfun) af hvorum vöndli um sig. Í þessari skýrslu er leitast við að taka á öllum þessum þáttum og skýra nánar. 5 Afbrigði af StarOffice er OpenOffice sem dreift er ókeypis. Það er lítið þekkt enn sem komið er. 6 Lotus SmartSuite fylgdi, án endurgjalds, með IBM tölvum um langt skeið. Engu að síður kaus mikill meirihluti notenda IBM tölva að nota Microsoft Office. 7 Vegna viðbóta í StarOffice, útgáfu 6.0, sem m. a. felast í leturgerðum og öðrum einingum sem eru leyfisskyldar selur Sun nú hugbúnaðinn. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 2 af 10

3 4. Microsoft Office - yfirlit Microsoft Office er boðið í þremur pökkum auk þess sem hægt er að kaupa einstök forrit. Pakkarnir eru Standard (S), Professional (P) og Developer (D). Skólarnir kaupa Professional pakkann samkvæmt samningi. Helstu einingar MSO eru þessar: Word, rivinnsla (S/P/D) Excel, töflureiknir (S/P/D) PowerPoint, nýsiforrit, glærugerð (S/P/D) Outlook, hópvinnukerfi 8 (S/P/D) Access, gagnagrunnur (P/D) FrontPage, vefsíðugerðarforrit (D) Með MSO pakkanum, öllum útgáfum hans, fylgir síðan fjöldi aukaforrita og eru þau helstu talin upp hér á eftir: Microsoft Photo Editor, ljósmyndavinnsla Microsoft Producer 9, margmiðlunarsýningar og fleira Microsoft Draw, WordArt, Chart, Organization Chart og fleiri eru samtvinnuð öllum pökkum MSO Clip Organizer, vinna með mörg afrit á klemmuspjaldi Þessi forrit eru án endurgjalds en sækja þarf Producer og MovieMaker á vef Microsoft. Einnig teljast til þessarar fjölskyldu forritin Microsoft Publisher, Visio og Project og nokkur smærri forrit sem eru að koma út á næstu vikum og mánuðum. 5. Hvað er greitt fyrir Microsoft Office? Á árinu 2002 var í gildi samningur milli Microsoft og íslenska skólakerfisins. Meginatriði þessa samnings að því er varðar þessa samantekt eru þessi 10 : Leyfisgjald fyrir MS Office Professional pakkann er um 5.000,- kr. á ári. Innifalið í því eru einnig leyfisgjöld fyrir stýrikerfi tölvunnar leyfi hafa verið keypt fyrir grunn- og framhaldsskóla landsins og er verðmæti þeirra samninga metið á 30 Mkr. árið Fjöldi kennara á grunn-, framhalds- og háskólaskólastigi er um Talið er að 95% kennara nýti sér þennan samning Nemendum er ekki heimilt að nota hugbúnaðinn heima, án endurgjalds. Ef óskað er eftir því er hægt að semja um ódýr leyfi fyrir nemendur. Kennarar mega setja MSO Professional á einkatölvur sínar heima og má því gera ráð fyrir að virk leyfi séu um (greidd leyfi að viðbættri heimanotkun kennara). Ljóst er samkvæmt þessu að ígildi um þúsund leyfa er fengið með því að greiða fyrir þau leyfi sem fjöldi tölva í grunn- og framhaldsskólum segir til um að kaupa verði samkvæmt samningi. 8 Með Exchange Server myndar Outlook hópvinnukerfi 9 Forritið þarf að sækja til Microsoft á vefinn. 10 Heimild: menntamálaráðuneytið, þróunarsvið 11 Heimild: menntamálaráðuneytið, þróunarsvið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 3 af 10

4 Meðalverð á virk leyfi er því um krónur. 6. StarOffice - yfirlit Helstu einingar StarfOffice eru þessar: StarOffice Writer, ritvinnsla StarOffice Calc, töflureiknir StarOffice Impress, nýsiforrit, glærugerð StarOffice Draw, teikning StarOffice Base, forrit til meðhöndlunar á tilbúnum gagnagrunnum Ekki fylgir með StarOffice gagnagrunnur né forrit sambærilegt við Microsoft Outlook. Með SSO hugbúnaðinum fylgja nokkur forrit sem eru, líkt og hjá Microsoft, hluti af heildarpakkanum. Þau helstu eru: StarOffice Chart, myndrit StarOffice Image, forrit fyrir myndvinnslu (bitmaps) Með útgáfu 6.0 voru ýmis eldri forrit fjarlægð úr vöndlinum eins og póstforrit og vafri fyrir Internetið þar sem notendur StarOffice nota flestir önnur forrit til þeirra verka 12. Vakin er athygli á að það er til mikið af margs konar ókeypis hugbúnaði á Internetinu til þess að nota með StarOffice. Ekki er ástæða til að tíunda hann hér. 7. Hvað er greitt fyrir Sun StarOffice? Nú liggja fyrir drög að samningi við Sun Microsystems í menntamálaráðuneytinu um það að Sun gefur íslenskum skólum StarOffice skrifstofuvöndulinn þannig að þeir megi setja hugbúnaðinn upp á sínum tölvum og dreifa honum til sinna nemenda og starfsmanna til nota heima hjá þeim : Skólar, kennarar og nemendur geta nýtt sér StarOffice í skólanum og heima Leyfisgjald fyrir hugbúnaðinn er ekkert Verði skrifað undir þennan samning verður menntamálaráðuneytinu, eða stofnun á vegum þess, heimilt að dreifa StarOffice án endurgjalds til nemenda og kennara. Hugsanlega fellur þó til einhver afritunarkostnaður og/eða dreifingarkostnaður. Leyfisgjald til fyrirtækja og notenda utan skólakerfisins er á bilinu 25 $-75 $/leyfi allt eftir fjölda keyptra leyfa. Listaverð á einu eintaki er um krónur hér á landi en staðgreiðsluverð er krónur. 8. Samhæfni StarOffice og Microsoft Office SSO eru mjög þægileg forrit að vinna við og hægt að gera flest það sem góður notandi krefst af þeim. Ýmsir hlutir eru jafnvel betur útfærðir en hjá Microsoft. Hins vegar koma upp ýmiss konar vandkvæði þegar MSO og SSO eru notuð saman 13, þ. e. samhæfni er ekki nægilega góð. Þá er þess að geta að íslensk stafsetningarorðabók fylgir með MSO og dagsetningar og röðun samkvæmt íslenskum stöðlum StarOffice getur vistað skjöl með MSO sniði og einnig opnað slík skjöl án sérstakra aðgerða. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 4 af 10

5 Við höfum gert nokkuð ítarlega rannsókn 14 á StarOffice 6.0 með tilliti til samhæfni við Microsoft Office 2000/XP. Almenn niðurstaða er sú að einföld skjöl fari oftast óbreytt á milli forrita en margt í flóknari skjölum breytist. Hér á eftir verða nokkur dæmi rakin en vakin er athygli á að listinn er alls ekki tæmandi 15 : PowerPoint & Impress Þegar Impress skjal er vistað sem PowerPoint skjal og síðan opnað í PowerPoint forritinu er ýmislegt sem ekki virkar eins. Innkoma texta og mynda getur breyst og einnig hvernig glærurnar flettast áfram. Ekki er alltaf um sömu kosti að velja í forritunum svo þetta er hægt að forðast með því að velja eitthvað einfalt sem örugglega er til í báðum forritum. Það virðast frekar koma upp villur ef skjal sem búið er til í Impress er opnað í PowerPoint. Ef hinsvegar PowerPoint skjal er opnað í Impress verða þær glærur sem stilltar voru með hreyfingar sem forritið ekki þekkir hreyfingalausar. Almennt virðist Impress eiga í erfiðleikum með ýmiss konar effekta sem hægt er að nota í PowerPoint. Myndir sem settar eru á glærur í Impress koma ekki alltaf fram þegar skjölin eru opnuð í PowerPoint. Stundum virðist allt vera í lagi en næst þegar sýningin er opnuð eru myndirnar annaðhvort aflagaðar eða ekki til staðar. Einnig hafa verið vandræði með teikningar (teiknaðar með teikniverkfærum). Í Impress er boðið upp á þrívíddarform sem ekki sjást í PowerPoint. Að sama skapi koma form sem teiknuð eru í PowerPoint ekki alltaf eðlilega fram í Impress. Word & Writer Helstu vandamálin sem koma upp þegar skjal sem búið er til í Writer er opnað í Word tengjast myndum. Fyrst þegar skjal er opnað getur mynd verið í lagi en þegar farið er að fletta í skjalinu hverfur hún smám saman þar til aðeins ramminn er eftir. Einnig hafa litir í töflum breyst og rammar aflagast og táknið í ónúmeruðum listum (Bullets) breytist. Flóknari dálkskipt ritvinnsluskjöl aflagast og haus- og fótlínur brenglast á milli Word og Writer. Ekki virðast vera sömu vandamál þegar skjal sem búið er til í Word er opnað í Writer. Excel & Calc Fleiri vandamál koma upp þegar Excel skjöl eru opnuð í Calc heldur en þegar Calc skjöl eru opnuð í Excel. Excel skjöl, eins og önnur MSO skjöl, sem eru læst (með lykilorði) er til dæmis ekki hægt að opna með SSO. Fellilistar og fjölvar virka ekki og myndrit breytast og oft verulega. Einnig eru Pivot töflur og Pivot myndrit gerð í Excel óvirk í Calc. Í Excel er hægt að hafa línur á einni örk en í Calc eru þær svo upp kemur villa ef reynt er að opna Excelskjöl sem innihalda fleiri en línur. Þess má og geta að hægt er að vinna með hundruð þúsunda lína í Excel ef notaðar eru Pivottöflu skýrslugerð. Þegar Calc skjal er opnað í Excel er það helst dálkabreiddin sem ekki heldur sér alltaf. Samantekt um samhæfni Af þessari stuttu upptalningu, sem ekki er tæmandi, má vera ljóst að nokkuð skortir á samhæfni á milli MSO og SSO. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að hvor vöndullinn um sig verði notaður einn og sér. Það er fyrst þegar skjöl eru færð á milli MSO og SSO sem vandamál koma upp. 14 Prófanir voru gerðar SSO og á samhæfni þess við MSO og m. a. voru skoðaðir hjálpar- og upplýsingavefir til að kanna hvaða vandamál hafa komið upp annars staðar ( og supportforum.sun.com). 15 Byggt á úttekt Huldu Orradóttur, tölvukennara, B. Ed.. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 5 af 10

6 9. StarOffice eða Microsoft Office? Sun heldur því ekki fram að StarOffice komi í staðinn fyrir Microsoft Office fyrir alla notendur en telur á hinn bóginn að það geti verið fullnægjandi fyrir marga. StarOffice hefur til dæmis ekki gagnagrunn eins og MSO Professional en með fylgja hins vegar tól til þess að nálgast gögn í gagnagrunnum og vinna úr þeim. Sun lofar góðri samhæfni við algeng Microsoft Office skjöl en fjölvar í Office skjölum virka ekki í StarOffice og skjöl sem eru varin með lykilorði opnast alls ekki. Þá eru notendaskil StarOffice önnur en Microsoft Office. Samkvæmt prófunum okkar þá breytist uppsetning skjala á milli Microsoft Office og StarOffice í mörgum tilvikum. Ekki er endilega um flóknar uppsetningar að ræða en staðsetning á myndum og dálkum á það til að breytast svo og útlit myndrita og taflna í töflureikninum. Af þessu leiðir að fyrir notendur sem nota MS Office mikið, eða nota ýmsa þróaðri eiginleika þess, er StarOffice ekki valkostur nema með umtalsverðum tilkostnaði vegna yfirfærslu á (eldri) skjölum og við að læra á StarOffice. Fyrir slíka notendur er það því að líkindum vænlegast að halda sig við MSO. Fyrir þá sem nota MSO lítið og eru fyrst og fremst að nota skjöl sem aðrir hafa gert þá hentar SSO ágætlega að mati Sun. Rétt er þó að benda á að skjöl sem innihalda form sem byggja á fjölvum (macros) munu ekki vera nothæf í StarOffice. Þeir sem fyrst og fremst eru að búa til skjöl til innri notkunar, það er skjöl sem ekki verða send út fyrir skóla, stofnun eða fyrirtæki eru betur staddir en þó geta alltaf komið upp vandamál ef aðrir eru að nota MSO innan sömu stofnunar/fyrirtækis. Það sama á við ef senda þarf skjöl til þeirra sem eru utan stofnunar/fyrirtækis. Líklegt verður og að telja að almennt sé MSO tiltækt á heimilum og því verði alltaf einhver vandamál því samfara að nemandi og skóli eru ekki er nota sama skrifstofuhugbúnað. Það verður einnig að telja líklegt að þeir sem eru að nota Access gagnagrunninn muni vilja nota MSO Professional áfram. Loks er þess að geta að fjölmargir eru að nota Outlook 16 forritið frá Microsoft en það er hluti af MSO pakkanum. Án hans er ekki heimilt að nota þennan hugbúnað en víða er Exchange Server ásamt Outlook notað við útfærslu hópvinnukerfa. 10. Helstu ókostir við að skipta í StarOffice Rannsóknir Gartner Group 17 benda til þess að kostnaðurinn við að færa sig úr MSO í SSO geti verið mjög mikill allt eftir því hversu mörgum skjölum þarf að breyta. Þjálfun og sá tími sem notendur þurfa til að læra á nýja forritið, svo og sá kostnaður sem verður til vegna ósamhæfni við MSO, getur leitt til hás leynds kostnaðar og minnkaðrar framleiðni sem kemur á móti lægri kostnaði vegna leyfisgjalda. Þessi kostnaður stafar af þeirri miklu reynslu sem notendur hafa aflað sér á 11 árum við að nota MSO og það skjalasnið sem er eiginlegt Microsoft skjölum. Því er mikilvægt að flokka notendur til þess að ákveða hverja er ódýrast að flytja yfir í SSO með því að meta kostnaðinn við flutning hjá hverjum og einum. 16 Dagbók, póstforrit, verkefnalisti, minnisblöð, tengiliðaskrá og vafri 17 Sjá lista um heimildir í lokakafla skýrslu Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 6 af 10

7 Meginniðurstaða Gartner Group er að: 1. Kostnaður við að skipta út hugbúnaðinum, breyta skjölum og þjálfa notendur er reiknaður á yfir 700 $ á hvern notanda. Til viðbótar við þetta er lærdómskúrfa notandans og töpuð framleiðni metin á um 300 $ á hvern notanda eða heildarkostnaður sem er liðlega $ á hvern notanda. 2. Í blönduðu umhverfi má gera ráð fyrir að það verði alltaf einhver kostnaður vegna þess að ekki er um 100% samhæfni að ræða á milli MSO og SSO. Athuga verður gaumgæfilega hvaða áhrif það hefur á þjóðfélagið ef nemendur eru þjálfaðir í notkun annars skrifstofuhugbúnaðar en almennt er notaður í fyrirtækjum og stofnunum. Loks er þess að geta að Microsoft hefur stóran hluta tekna sinna af sölu Microsoft Office en StarOffice er aukabúgrein hjá Sun sem ekki skilar þeim miklum tekjum. Því verður að setja spurningamerki við þá áherslu sem líklegt er að Sun hafi á frekari þróun StarOffice en ljóst að framtíð Microsoft veltur að stórum hluta á velgengni Microsoft Office pakkans. 11. Helstu kostir við að skipta í StarOffice Meginsparnaðurinn við að skipta úr MSO felst í því að leyfisgjöldin lækka en afköst notenda aukast ekki. Því er aðal kosturinn við það að flytja sig úr MSO í SSO fólginn í lægri leyfisgjöldum. Ef innan fyrirtækis/stofnunar er blanda af Windows, Linux og Unix eru kostir við að samræma notkun skrifstofuhugbúnaðar með því að velja SSO. Sun telur mikinn kost að SSO notar XML sem grunnskráarform. Til lengri tíma getur þetta verið kostur 19 en til skemmri tíma er það ekki vegna takmarkaðrar útbreiðslu sem stendur. Ef miðað er við $ heildarkostnað/notanda við að færa sig úr MSO í SSO þá er ljóst að það tekur langan tíma að vinna upp þann kostnað með leyfisgjalda mismuninum einum. Þá má ekki gleyma því að það verður alltaf til kostnaður vegna breytinga á milli forma og uppfærslna í nýjar útgáfur, jafnvel þó allir innan sömu stofnunar noti eingöngu SSO eða MSO. Samkvæmt líkani Gartner Group er sá kostnaður sem felst í því að uppfæra í nýja útgáfu SSO og MSO áþekkur en þó ívið hagstæðari fyrir SSO. Ekki munar þó það miklu að það vinni fljótt upp kostnaðinn við að færa sig á milli pakka. Í næsta kafla verður leitast við að reikna sambærilegan kostnað við skipti í StarOffice frá Microsoft Office með því að laga forsendur Gartner Group að okkar aðstæðum. 12. Kostnaður við að færa skóla í StarOffice Í skýrslu Gartner eru gefnar forsendur fyrir kostnaðarútreikningum fyrirtækisins og reiknuð út hagstæðasta útkoma og versta útkoma. Beitt er viðurkenndu líkani þeirra og miðað við fyrirtæki með starfsmönnum í 10 deildum. 18 Um IKR 19 Samkvæmt heimildum á vef Microsoft mun fyrirtækið bjóða víðtækan stuðning við XML sem skráarform frá og með Office XP auk þess sem Office styður HTML og fjölda annarra skráarforma mjög vel. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 7 af 10

8 Aðrar forsendur eru þessar helstar: Meðalfjöldi fjölva (macro) á notanda... 0,05 Meðalfjöldi fjölva sérstakur fyrir hverja deild... 2 Meðalfjöldi fjölva sem fyrirtækið lætur alla nota... 4 Meðalfjöldi skjala sem hver notandi þarf að breyta Meðalfjöldi skjala sem hver deild þarf að breyta Meðalfjöldi skjala sem fyrirtækið þarf að breyta Heildarfjöldi skjala 20 sem þarf að breyta í fyrirtækinu er því skjöl og fjöldi fjölva 112. Í skýrslunni er einnig reiknaður tími vegna margra þátta. Þeir helstu eru þessir: Tími vegna uppfærslu á einstökum tölvum og í fyrirtækinu í heild, prófun þeirra og frágangur eftir breytingar Tími vegna aðlögunar á skjölum Tími vegna þjálfunar starfsmanna Tími sem notendur hafa ekki aðgang að tölvunni vegna skiptingar á hugbúnaði Tími vegna aðstoðar við notendur eftir skipti (þjónustuborð) Tími vegna vandamála sem upp koma hjá notanda vegna þekkingarleysis og framleiðnitaps. Tímagjald sem notað er sem viðmiðun er á bilinu IKR upp í IKR á klukkustund. Niðurstaða Gartner Group að gefnum þessum forsendum er að heildarkostnaður á hvern notanda fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu sé: Lágmarkskostnaður... (1.059$) Hámarkskostnaður... (2.550$) Innfalið í tölum Gartner Group er 35$ leyfisgjald til Sun en það hefur verið dregið frá í tölunum hér á undan þar sem skólar greiða ekki leyfisgjald skv. tilboði Sun. Hægt er að nálgast dæmið frá annarri hlið með því að gefa sér mjög einfaldar lágmarksforsendur fyrir hvern notanda/kennara: Tími vegna uppsetningar á SSO og aðlögun klst Kennsla/námskeið fyrir þrjú forrit klst Aðlögun skjala í upphafi klst Sjálfsnám og annað ófyrirséð klst Heildartími samkvæmt þessu er klukkustundir sem reiknaður er á kr hver klukkustund. Ekki er í þessu mati gert ráð fyrir kostnaði skólans vegna innleiðingarinnar t. d. breytingu á skjölum, uppsetningu á tölvum í kennslustofu og skrifstofu og þess háttar. Ekki er heldur gert ráð fyrir viðvarandi kostnaði vegna aðlögunar á MSO skjölum sem koma annars staðar frá með t. d. tölvupósti, frá nemendum og kennurum eða öðrum. Kostnaður hvers kennara kr. Leggja verður áherslu á að notaðar eru almennar forsendur til grundvallar. Ekki hefur farið fram rannsókn á notkun skrifstofuhugbúnaðar innan skólakerfisins og þessi kostnaður getur því verið meiri, eða minni en hér er metið. 20 Heildarfjöldi eininga fæst með því að margfalda fjölda notanda með þeim gildum sem eiga við notanda, bæta við það margfeldi deilda og fjölda eininga fyrir deild og bæta síðan við fjöldanum fyrir fyrirtækið (25* * *1). 21 Gert er ráð fyrir að notandinn hafi þekkingu á MSO. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 8 af 10

9 13. Lokaorð Nú er ljóst að forsendur Gartner og forsendur fyrir hvern skóla fyrir sig geta verið mjög ólíkar. Því er óvarlegt að taka þeim tölum sem fram eru settar í skýrslunni sem öðru en vísbendingu um það að nokkur kostnaður sé því samfara að skóli færi sig yfir í StarOffice. Líkan Gartner er þekkt og sett fram í skýrslu þeirra. Ef forsendur hjá einstökum skólum eru þekktar er því tiltölulega auðvelt að reikna hvert tilvik fyrir sig og meta heildarkostnað. Meginniðurstaðan verður þó að líkindum sú sama. Það mun taka mörg ár að vinna upp kostnaðinn við skiptin með mismuninum á því leyfisgjaldi sem greitt er í dag til Microsoft (5.000 kr) og því gjaldi sem Sun yrði greitt (0 kr). Ávinningur af skiptum er vafasamur og nokkur áhætta fólgin í þeim eins og fram hefur komið annars staðar í skýrslunni. Ekkert atriðanna þriggja, ávinningur, kostnaður, áhætta, sem sett eru fram í kaflanum um nokkrar grunnforsendur fyrir skiptum, er með þeim hætti að það mæli með skiptum. Því er niðurstaða okkar sú að ekki skuli skipta úr Microsoft Office í StarOffice nema að mjög vandlega athuguðu máli. Reykjavík, 27. febrúar 2003 f. h. Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar ehf Halldór Kristjánsson, verkfræðingur Rýnir: Laufey Ása Bjarnadóttir, tölvunarfræðingur, MBA Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 9 af 10

10 14. Heimildir Meginheimildir, ekki er um tæmandi upptalningu að ræða: 1. The Cost and Benefits of Moving to Sun s StarOffice 6.0 Gartner Group, Research Note, 1. July 2002, höf: M. Silver, skjal: DF Microsoft Office Update or Migrate? Giga Information Group, November 2, 2001, höf: Ken Smiley. 3. Fréttatilkynning frá Sun: Sun microsystems makes a $10 million donation of Staroffice[tm] 6.0 office suite to Taiwan ministry of education, 28. ágúst Fréttatilkynning frá Sun: Sun Microsystems announces Staroffice[tM] 6.0 software: Provides dramatic savings to cost-conscious businesses worldwide, 15. maí Ókeypis hugbúnaður í stað MS Office, Tölvuvísir, frétttabréf Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, 14. árgangur, 1. tölubalð, janúar-maí Ýmsar upplýsingar um Microsoft Office 7. Ýmsar upplýsingar um Sun StarOffice 8. Ýmsar upplýsingar um Sun StarOffice support.sun.com 15. Um Tölvu- og verkfræðiþjónustuna Tölvu- og verkfræðiþjónustan ehf 22 hefur starfað við ráðgjöf og símenntun í meira en 17 ár. Hjá fyrirtækinu starfa 8 fastráðnir starfsmenn og starfar um helmingur þeirra við kennslu en tveir starfsmenn starfa nær eingöngu við ráðgjöf. Ráðgjöfin hefur fyrst og fremst verið við fyrirtæki og stofnanir og falist í þarfagreiningum, útboðum og verkefnastjórnun við innleiðingu á tölvu- og fjarskiptakerfum. Hefur fyrirtækið starfað fyrir flest stærstu fyriræki og stofnanir landsins en einnig sinnt ráðgjöf við smærri fyrirtæki. Í boði eru yfir 70 mismunandi námskeið hjá fyrirtækinu sem spanna allt frá byrjendanámskeiðum um tölvunotkun til fagnámskeiða um verkefnastjórnun og tölvurekstur. Fyrirtækið kennir m. a. á Microsoft hugbúnað og StarOffice. 22 Tölvu- og verkfræðiþjónustan ehf er óháð öllum sölu- og þjónustuaðilum hug- og vélbúnaðar hér á landi og erlendis. Fyrirtækið, eigandi þess og ráðgjafar þess eiga hvorki hlutafé, né sitja í stjórn fyrirtækja á þessu sviði, hvorki hér á landi né erlendis. Þá hefur Tölvu- og verkfræðiþjónustan ekki gert neina samninga, ef undan eru skildir kaupsamningar vegna rekstrar verktaka, við þessa aðila og er engum þeirra fjárhagslega háð. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Síða 10 af 10

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins Verklokaskýrsla Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins Útgáfa: Lokaútgáfa Dags.: 3. september 2009 Höfundar: Brigitte M. Jónsson/

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Stafrænt Ísland Skýrsla um bandbreiddarmál RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Verkefnistjórn um upplýsingasamfélagið, RUT-nefnd og samgönguráðuneytið: Stafrænt Ísland

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Hugpró, 25. nóvember 2009 Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Gyða Bjarkadóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Steinunn M. Halldórsdóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Um okkur Gyða

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv Gagnasafnsfræði Páll Melsted 18. nóv JSON JavaScript Object Notation (JSON) Staðall til að skrifa niður hluti (e. object) á mannamáli Notað til að skiptast á gögnum og til að geyma hálfformuð gögn Upphaflega

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Opinn hugbúnaður sem valkostur við séreignarhugbúnað. Skýrsla til undirbúnings stefnumótunar stjórnvalda um notkun opins hugbúnaðar

Opinn hugbúnaður sem valkostur við séreignarhugbúnað. Skýrsla til undirbúnings stefnumótunar stjórnvalda um notkun opins hugbúnaðar Opinn hugbúnaður Opinn hugbúnaður sem valkostur við séreignarhugbúnað Skýrsla til undirbúnings stefnumótunar stjórnvalda um notkun opins hugbúnaðar Unnið af ParX viðskiptaráðgjöf IBM fyrir Verkefnisstjórn

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Drög að ákvörðun Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) xx. desember 2017 EFNISYFIRLIT Bls. 1 Inngangur... 3 1.1 Ákvörðun PFS nr. 21/2014... 3 1.2

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR MARS 2010 EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR... 5 2 HVAÐ ER FRJÁLS HUGBÚNAÐUR?... 7 3 AÐ VELJA FRJÁLSAN HUGBÚNAÐ... 15 4 KOSTNAÐUR AF MISMUNANDI TEGUNDUM HUGBÚNAÐAR...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Eina sem þú þarft að vera með er tölvan Viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar

Eina sem þú þarft að vera með er tölvan Viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar Eina sem þú þarft að vera með er tölvan Viðhorf nemenda, kennara og skólastjóra til 1:1 tölvunotkunar Jón Heiðar Magnússon Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2018 Eina sem þú

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

TUNGUTÆKNI SKÝRSLA STARFSHÓPS

TUNGUTÆKNI SKÝRSLA STARFSHÓPS TUNGUTÆKNI SKÝRSLA STARFSHÓPS Menntamálaráðuneytið 1999 Tungutækni Skýrsla starfshóps Menntamálaráðuneytið Apríl 1999 Menntamálaráðuneytið : Skýrslur og álitsgerðir 9 Apríl 1999 Útgefandi: Menntamálaráðuneytið

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR VINSAMLEGAST LESTU ÞETTA SKJAL VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ SETUR UPP EÐA NOTAR HUGBÚNAÐINN. ÞESSI SAMNINGUR INNIHELDUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ RIM GAGNVART ÞÉR

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Education Policy Analysis -- 2004 Edition Summary in Icelandic Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa Útdráttur á íslensku Kafli 1 sækir aftur í þema sem fyrst var rannsakað af OECD fyrir um 30 árum og

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Þróunarverkefni í Sérdeild Vallaskóla skólaárið 2005-2006 Handbók Guðmundur B. Gylfason Kristín Björk Jóhannsdóttir Samstarfsfólk Lilja Björg Guðjónsdóttir þroskaþjálfi

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Stjórnun viðskiptatengsla MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Stjórnun viðskiptatengsla Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla Hildur Guðjónsdóttir Leiðbeinandi Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa

Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa Júlí 1997 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 HELSTU NIÐURSTÖÐUR...9 1. Í HVERJU ER VANDAMÁLIÐ FÓLGIÐ?...11 ALMENNT...11 HUGBÚNAÐARVANDAMÁL...13 Innsláttarsvæði taka 00

More information