Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni. Póst og fjarskiptastofnun

Size: px
Start display at page:

Download "Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni. Póst og fjarskiptastofnun"

Transcription

1 Kynningarrit um talsímaþjónustu með IP tækni Póst og fjarskiptastofnun 1

2 Efnisyfirlit 1.1 Samantekt...bls Inngangur...bls Hvað er VoIP...bls Tegundir VoIP aðferða...bls Kostir VoIP...bls Gallar VoIP...bls VoIP Þjónustuveitendur...bls Hugsanleg árhrif á fjarskiptamarkaðinn...bls Munurinn á VoIP og PATS...bls Íslensk lög og VoIP...bls. 14 2

3 Samantekt Tækni og þjónusta Skilgreina má VoIP (Voive over Internet Protocol) að hluta til sem tækni og að hluta til sem þjónustu. IP tæknin er nú þegar notuð í stofnkerfum fjarskiptaneta og mun uppbygging á grundvelli hennar aukast verulega í framtíðinni. Enn er tæknin sem tengist VoIP fleiri takmörkunum háð í hefðbundnum rásaskiptum netum, en bilið er að minnka og er fyrirsjáanlegt að það muni hverfa þegar fram líða stundir. Miklar kröfur eru gerðar til framleiðenda um að búnaður uppfylli sömu gæðakröfur og gerðar eru til venjulegra símakerfa. VoIP hefur enn sem komið er nokkra ókosti, t.d. skort á staðarupplýsingum þegar hringt er í neyðarnúmerið 112, möguleika á númeraflutningi, möguleika á löglegum hlerunum og vegna truflana sem verða sökum rafmagnsbilana. Skilgreiningar á þjónustu Lög og reglur um fjarskiptaþjónustu byggja að stórum hluta á tilskipunum Evrópusambandsins. Helstu atriði tilskipana sem snúa að VoIP eru alþjónustutilsklipunin nr. nr. 2002/22/EB og skilgreiningar á almennri símaþjónustu eða PATS (Publicly Available Telephone Service) og rafræ num samskiptum eða ECS (Electronic Communication Service). Sumar reglur og skyldur í alþjónustu eiga einungis við um fyrirtæ ki sem veita almenna talsímaþjónustu, eða PATS, og þar sem þau ein hafa fengið úthlutað símanúmerum. Aðgerðir Um þessar mundir er unnið að því hjá Samtökum evrópskra fjarskiptaeftirlitsstofnana IRG (Independent Regulatory Group) um skipgreiningar á VoIP þjónustu. Talsmaður Evrópusambandsins sem tekur þátt í þessari vinnu hefur lagt fram gögn er varða hugmyndir framkvæ mdastjórnar ESB. IRG hefur jafnframt lagt fram drög að skjali þar sem leitast er við að samræ ma viðhorf Evrópuþjóða og framkvæ mdastjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að ESB gefi út álit í árslok 2004 eða snemma á árinu VoIP er samkeppnistækifæri Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að VoIP tæ knin geti leitt til aukinnar samkeppni og að mikilvæ gt sé að VoIP þjónusta fái að þróast og njóta sömu tæ kifæ ra og hefðbundin rásaskipt þjónusta. Þess er væ nst að innan skamms verði fundnar lausnir á vandamálunum sem áður var lýst og að VoIP þjónusta geti fallið undir skilgreiningu á almennri talsímaþjónustu, PATS. Niðurstöður Eftirlitsstofnanir geta valið annað tveggja; að fella VoIP þjónustu undir sömu reglur og gilda fyrir almenna talsímaþjónustu eða láta næ gja að upplýsa notendur um vankanta VoIP og láta þá sjálfa ákveða kaup á þjónustunni. Póst- og fjarskiptastofnun telur að skilgreina megi þjónustu sem fæ r úthlutað símanúmerum sem talsímaþjónustu eða PATS. Út frá þeirri forsendu má leggja sömu kvaðir á þjónustuna, hvort sem hún er veitt með IP tæ kni eða á hefðbundinn hátt. VoIP fyrirtæ ki sem notar símanúmer mundi samkvæ mt því verða að bjóða upp á 3

4 númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi. Reglur um staðsetningarupplýsingar gæ tu tekið mið af eðli þjónustunnar og ekki mundi verða gerð krafa um slíkar upplýsingar þegar notendur flakka milli staða. Þessi leið gæ ti gert innkomu VoIP-tæ kni á markað erfiðaðri, en hún er hins vegar í anda jafnræ ðis og neytendaverndar. Stofnunin telur jafnframt koma til álita að gefa VoIP fyrirtæ kjum hæ filegan aðlögunartíma til að uppfylla áðurnefndar kvaðir ef fullnæ gjandi tæ knilausnir eru ekki fundnar. Í þessu tilfelli mun stofnunin gera kröfur til þjónustuveitenda um að þeir upplýsi viðskiptavini sína um alla annmarka á þeirri þjónustu sem þeir bjóða. 4

5 1.1. Inngangur Óhæ tt er að segja að með tilkomu IP (Internet Protocol) tæ kninnar sem meðal annars býður upp á möguleika á flutning talsambanda yfir Internetið (VoIP eða voice over Internet Protocol), gagnaflutning og sjónvarpmiðlun sé að renna upp eitt mesta umbreytingarskeið í sögu fjarskiptanna. Talsímaumferð, gangnaflutningur og myndflutningur til notenda á einum og sama miðlinum, með læ gri tilkostnaði en til þessa hefur þekkst, er til mikilla hagsbóta fyrir fyrirtæ ki og neytendur. Þá eru allar líkur á því að tekjustofnar fjarskiptafyrirtæ kja og annarra þjónustuveitenda komi til með aukast og samkeppnismöguleikar að sama skapi. Hingað til hafa fjarskiptaeftirlitsstofnanir í Evrópu litið á VoIP sem hluta hefðbundinnar gagnaflutningsþjónustu þar sem stæ rstur hluti hennar fór um Internetið á milli einmenningstölva. Á þessu hafa orðið breytingar vegna vaxandi umferðar frá gagnaflutningsnetum inn á hin almennu fjarskiptanet og í heimilissíma notenda. Fjarskiptafyrirtæ kin hafa ekki horft fram hjá þessari þróun og leggja aukna áherslu á að auka þjónustuframboð með því að samþæ tta margs konar fjarskipta- og afþreyingarþjónustu. Hér á landi má einnig sjá samruna fyrirtæ kja í fjarskipta-, gagnaflutnings- og sjónvarpsrekstri og þess er væ ntanlega ekki langt að bíða að neytendur verði þess varir með auknu framboði á þjónustu. Ljóst má því vera að IP tæ knin á eftir að hafa margs konar breytingar í för með sér í því landslagi fjarskipta sem við þekkjum í dag. Því er nauðsynlegt fyrir alla hlutaðeigandi aðila að fara yfir lög og reglur um fjarskipti og fylgjast náið með framvindu mála og þeirri stefnu sem Evrópusambandið mun móta í þessum málaflokki. Í þessu skjali er í stuttu máli leitast við að skilgreina helstu atriði í þjónustuþáttum VoIP með tilliti til laga og reglna. Að auki er komið inn á áhrif VoIP tæ kninnar á fjarskiptamarkað. 2.0 Hvað er VoIP? Í hefðbundnum rásaskiptum símkerfum er símtali breytt í rafræ n boð sem fara eftir fyrirfram ákveðnum rásaskiptum leiðum. Símtalið berst frá A til B í ákveðnu formi sem ræ ðst m.a. af símanúmeri og er upphafstaður og endastaður bundnir ákveðinni staðsetningu eða heimilisfangi notandans. Með VoIP er talmáli hins vegar breytt í gagnaflutningspakka sem sendir eru út á Internetið eins og um tölvupóst séað ræ ða og er pökkunum umbreytt aftur í tal í tölvu þess sem hringt er til Merkjasendingar sem setja upp símtalið í rásaskiptum netum ákveða hvaða leið er farin milli tveggja notenda í talsímaþjónustunni. Símanúmer eru auðkenni hvers áskrifanda og tengjast ákveðinni staðsetningu eða heimilisfangi. Í VoIP er upphafsstaður og endastaður ekki skilgreindir sem heimilsfang heldur sem vistfang (svokölluð IP tala) á Internetinu. Í þessu fyrirkomulagi getur notandinn efnt til uppkalls nánast hvar sem er í heiminum þar sem tenging við Internetið er fyrir hendi. 5

6 IP fjarskipti má skilgreina sem aðferð er tengir notendur saman án þess að þeir séu bundnir ákveðinni flutningstæ kni s.s. þráðlausum netum, ljósleiðurum, koparlínum og með ýmsum samskiptamátum eins og ISDN og ADSL svo einhverjir séu nefndir. Eftir þessum ólíku flutningsleiðum er boðið upp á ýmsar tegundir þjónustu eins og tengingu milli netfanga (Peer to Peer) og ýmsar aðrar flóknari aðferðir sem bjóða upp á sérsniðnar lausnir fyrir notendahópa innanlands og á milli landa. IP tæ knina má einnig nota sem samskiptamáta í stofnnetum símafyrirtæ kjanna í stað ATM og Frame Relay. 2.1 VoIP aðferðir Eftir því sem VoIP hefur þróast hafa þjónustuveitendur í auknum mæ li nýtt sér tæ knina í þeim tilgangi að læ kka kostnað og auka skilvirkni neta sinna. Helstu tegundir VoIP eru eftirfarandi:. VoIP - sími í síma Í þessu tilfelli fer símtal notanda á heimtaug inn í símstöð og í Internetgátt. Á áfangastað fer símtalið um aðra Internetgátt og aftur á heimtaug til símnotanda. Notuð eru hefðbundin símatæ ki, en ekki tölvur og er þessi aðferð sögð bjóða mun betri talgæ ði en á milli tveggja tölva. VoIP - tölva í tölvu Með því að setja í tölvur hugbúnað, heyrnatóli og hljóðnema geta notendur talað saman með VoIP. Notendurnir þurfa báðir að vera tengdir (on line) þegar uppkall á sér stað. Bandaríska fyrirtæ kið SKYPE ( veitir þjónustu sem felst í því að notendur sæ kja hugbúnað á Netið og tengja heyrnartól og hljóðnema við tölvuna. VoIP- sími í tölvu Annar kostur er að nota venjulegan talsíma í samskiptum við tölvur í gegnum IP gáttir. Eins og í hinum aðferðunum geta notendur sparað talsvert ef miðað er við símakostnað nú. Nýleg dæ mi um íslensk fyrirtæ ki og stofnanir sem hafa nýtt sér IP tæ knina til að læ kka símakostnað eru KB-banki, utanríksþjónustan og Landsspítali Háskólasjúkrahús. Sparnaðurinn felst fyrst og fremst í því að símtöl innan neta fyrirtæ kjanna eru gjaldfrjáls og millilandasímtöl eru á mun læ gra verði en önnur símaþjónusta milli landa. Miklar framfarir hafa orðið í sambandi við VoIP símtöl um farsímanet og þráðlaus staðarnet WLAN (Wireless Local Area Network) og svokölluðum Hi/Fi netum. VoIP og nýjar kynslóðir farsímaneta Þegar nýjar kynslóðir farsíma, svokallaðar 3G eða 4G, hafa fest sig í sessi er ekkert í veginum fyrir því að hringja með VoIP aðferðum til og frá farsímum. Farsímafyrirtæ ki hafa talsverðar áhyggjur af þessari þróun þar sem hún getur haft áhrif á verðlagningu á farsímaþjónustu. Nokkrar staðreyndir um notkun VoIP Notkun á VoIP í heiminum hefur margfaldast á undanförnum árum eins og sjá má á töflunni hér að neðan. 6

7 Mynd 1. VoIP umferð VoIP umferð (milljónir mínútna) PSTN umferð (milljónir mínútna) Alls umferð (milljónir mínútna) VoIP hluti af millilanda umferð 0.2% 1.5% 4.3% 6.5% 10.4% 12.8% Heimild: TeleGeography Inc. 2004, PriMetrica Inc. Ef flestar spár ganga eftir um um þróun IP fjarskipta mun sú tæ kni komi til með að ýta hinum hefðbundnu rásaskiptu fjarskiptum til hliðar á næ stu árum, sjá Mynd 2. Mynd 2. Áæ tluð þróun frá rásaskiptum netum yfir í IP net Heimild: Ovum Greiningarfyrirtæ kið Forrester Research spáir því að miðað við þróunina verði VoIP búið að taka yfir alla símaumferð árið Þó ber að hafa í huga að aðgangur að netum og samkeppni og reglugerðarsmíði munu að líkindum hafa áhrif á þessa þróun. 2.2 Kostir VoIP Því má halda fram að VoIP þjónusta hafi marga kosti sem getur skipt notendur og fyrirtæ ki máli. VoIP tæ knin er ódýr í framkvæ md og kostnaður við uppbyggingu neta lítill. Bandvíddarþörf VoIP þjónustunnar er t.d. einungis 10% af bandvídd rásaskiptrar símaþjónusta sem skilar sér í mun ódýrari símtölum. Auk þess getur verið mögulegt að bjóða ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl milli þeirra aðila sem tengjast sama tölvunetinu. Annar mikilvæ gur kostur er flökkumöguleikinn sem gerir fólki kleift að fæ ra sig milli staða með búnað sinn og auðveldar t.d. fjarvinnslu. Almennt er talið að IP stofnnet séu einfaldari í uppbyggingu en hefðbundin flutningskerfi vegna þess að fyrst og fremst er byggt á hugbúnaði en ekki vélbúnaði. Því hefur verið haldið fram að uppsetning á pakkaskiptum netum kosti einungis 1/3 af verði rásaskiptra fjarskiptaneta auk þess sem þau eru um það bil 50-60% ódýrari í rekstri. Annar mikilvæ gur kostur við IP tæ kni er að það skiptir ekki máli hvar í heiminum notendur eru svo framarlega að þeir hafi aðgang að IP samhæ fðu neti. Þar sem 7

8 þjónustan er veitt á Netinu nýtur hún góðs af verðlagningu sem þar gildir og er oftast óháð fjarlæ gð og notkunartíma. 2.3 Gallar VoIP Þó svo að kostir VoIP séu margir eru enn ýmis vandamá óleystl. Gæ ði Ein forsenda fyrir markaðsinnkomu VoIP er að gæ ði símtala séu sambæ rileg þeim sem notendur eiga að venjast í PATS,þó svo að líklegt sé að þeir sæ tti sig við aðeins lakari gæ ði fyrir læ gra verð. Staðreynd er að gæ ði samtala með VoIP hafa batnað mikið að undanförnu. Gæ ði símtals ræ ðst fyrst og fremst af bjögun og seinkun í netunum. Í rásaskiptum talsímakerfum hafa notendur tryggingu fyrir því að bjögun fari ekki fram úr því sem viðunandi er og seinkun, þ.e. tíminn sem líður frá því merkið leggur á stað þangað til að það er komið á áfangastað, er oftast vel innan settra marka. Í VoIP þjónustunni hafa notendur ekki haft samsvarandi tryggingu vegna þess að talinu er deilt niður á pakka sem geta farið ýmsar leiðir í netunum og því getur ferðatími verið langur, einkum við mikið álag á símakerfið. Ein leið til þess að komast hjá þessum annmörkum er að gefa tali forgang á almennan gagnaflutning. Önnur leið er að auka bandbreidd í netunum. Fram hafa komið aðferðir til þess að forgangsmerkja pakka með hluta úr símtölum og er vonast til að þæ r muni leysa þessi vandamál. Jafnframt er sá möguleiki fyrir hendi að verðleggja VoIP símtöl í samræ mi við gæ ði þannig að læ gra gjald gildi fyrir símtöl sem ekki njóta forgangs í flutningsnetum. Áreiðanleiki Áreiðanleiki talsímaþjónustu ræ ðst af því hvort þjónusta er fyrir hendi þegar notandi lyftir símtóli sínu og að símtalið rofni ekki fyrr en notandinn leggur á. Í rásaskiptum talsímanetum er jafnan krafist 99,999% áreiðanleika eða með öðrum orðum að þjónustan rofni ekki nema að meðaltali um 5 mínútur á ári. Rof í IP netum var upphaflega talsvert lengra en þetta. Lausnin er að setja upp fleiri varaleiðir fyrir pakkana í IP netunum og á það bæ ði við um leiðir í stofnnetinu og skiptistöðvar með tilheyrandi IP gáttum. Tíminn sem það tekur að skipta yfir á nýja leið getur enn verið af nokkrar sekúndur sem er ekki þolanlegt í talsímaþjónustu. Nýjar aðferðir hafa verið búnar til sem stytta tímann og flýta fyrir gangsetningu varaleiða svo sem MPLS (Multiprotocol Label Switching). Öryggismál Þar sem VoIP er byggt á pakkasendingum er það mun berskjaldaðra fyrir inngripi af ýmsum toga heldur en rásaskipt símakerfi sem er nánast lokað á leiðinni milli símnotenda. Að auki hefur VoIP þann galla að erfitt er að staðsetja upphaf símtalsins þar sem sú tæ kni er ekki almennt fyrir hendi í gagnanetum enn sem komið er. Þetta er einkum vandamál vegna hringinga í neyðarnúmer eins og 112. Lausnir á þessu eru í sjónmáli og keppast framleiðendur við að innleiða þæ r í VoIP hugbúnað til þess að mæ ta kröfum markaðarins. Rof á þjónustu vegna rafmagnstruflana Notendabúnaður fyrir VoIP þarf tengingu við 220 volta rafmagn og í rafmagnsleysi verður þjónustan óstarfhæ f. Lausnir sem felast í að nota vararafgjafa í mótöldum og öðrum notendabúnaði gæ tu leyst þennan vanda, en eru enn nokkuð kostnaðarsamar. 8

9 Löglegar hleranir Annað mikilvæ gt öryggismál er að stjórnvöld þurfa að eiga kost á löglegum hlerunum t.d. í vegna lögreglurannsókna. Vegna þess að símtali er skipt niður á pakka sem fara mismunandi leiðir í IP netunum er aðstaða til hlerunar erfiðaðri en í rásaskiptum netum. Dulkóðun fjarskiptasendinga er auðveldari í stafræ nu formi pakkasendinga og geta bæ ði notendur og þjónustuveitendur dulkóðað án íþyngjandi fjárfestinga. Afkóðun sendinga getur verið meira vandamál en í rásaskiptum kerfum. Framleiðendur búnaðar hafa lagt mikla vinnu í að leysa þennan vanda og eru allar líkur á að það takist innan skamms. Aðrir þæ ttir Viðhald og uppfæ rslur á hugbúnaði er tengist VoIP kerfum getur í sumum tilfellum verið meiri en í hefðbundnum kerfum sem aftur dregurúr hagkvæ mni. Þá hefur einnig verið nefnt til sögunnar vandamál sem tengjast því að kerfi frá mismunandi framleiðendum geti átt erfitt með að starfa á móti hvort öðru. Þetta er vandamál sem er mögulegt að leysist í framtíðinni með markvissu staðlastarfi. 2.4 VoIP þjónustuveitendur Skipta má þjónustuveitendum VoIP upp í þrjá flokka: 1. Fjarskiptafyrirtæ ki með ráðandi markaðsstöðu og eigin net. 2. Önnur fyrirtæ ki sem reka fjarskiptanet. 3. Þjónustuveitendur sem treysta á að geta boðið þjónustu sína á netum annarra. Fyrirtæ ki með markaðsráðandi stöðu Markaðsráðandi fyrirtæ ki sem reka hefðbundna talsímaþjónustu munu vilja bjóða notendum VoIP til þess að halda sínum hlut. Mörg þeirra hafa keypt hlut í fyrirtæ kjum sem bjóða VoIP í þeim tilgangi að komast inn á markaðinn. Enn er VoIP þjónusta fyrst og fremst í boði hjá nýjum fyrirtæ kjum sem eru að reyna að hasla sér völl með einfaldri en ódýrri þjónustu. Kapalfyrirtæ ki, sem í flestum tilfellum eru í eigu annarra en markaðsráðandi fyrirtæ kja, eiga talsvert góða möguleika á því að hasla sér völl á talsímamörkuðum þar sem þau geta boðið uppá samþæ tta þjónustu af talsíma, gagnaflutningi og sjónvarpsútsendingum. Með slíkri samfléttun er hæ gt að þjóna viðskiptavinum á hagkvæ man hátt. Þessi fyrirtæ ki hafa þegar yfir að ráða reikningakerfum og viðskiptamannaskrám sem auðveldar þeim að kynna til sögunnar nýja þjónustu eins og VoIP. Hér á landi eru notendur með ADSL sítengingar einna flestir í samanburði við önnur lönd. Einungis í Suður Kóreu og Hong Kong eru fleiri sítengingar á hverja þúsund íbúa. Nýir aðilar Ný sprotafyrirtæ ki hafa komið fram á sjónarsviðið íbeggja vegna Atlantsála. Þau eiga ekki fjarskiptanet og eru því háð öðrum um tæ knilega uppbyggingu Yfirleitt er um að ræ ða fyrirtæ ki sem notast við hugbúnað sem styður VoIP og geta með því selt viðskiptavinum sínum notendabúnað sem þeir tengja við háhraðatengingar. Símtölin 9

10 eru síðan flutt um netbúnað sem fyrirtæ kið rekur. Aðrir viðskiptavinir tengjast með sama hæ tti netbúnaði sem tengist við enn fleiri netpunkta sem í heild sinni skapa viðamikinn netstrúktúr. 2.5 Hvaða áhrif getur VoIP haft á fjarskiptamarkað? Ljóst er að VoIP hefur alla burði til að ná fótfestu á íslenskum fjarskiptamarkaði. Hér á landi eru kjöraðstæ ður til markaðssetningar þar sem neytendur eru mjög opnir fyrir tæ kninýjungum og símanotkun er jafnframt mjög mikil. Landsmenn eru tæ knilega vel í stakk búnir til að innleiða VoIP því hér er mikil útbreiðsla á sítengingum eins og DSL og áreiðanlegt símkerfi um allt land. VoIP æ tti líka að vera góður valkostur fyrir fyrirtæ ki með þráðlaus sambönd eins og W-LAN og æ tti að geta sparað þeim símkostnað.ekki er þar með sagt að hefðbundinni símaþjónustu standi í fyrstu ógn af VoIP heldur er líklegra að hún skapi samkeppni og hraði uppbygginga á öðrum sviðum. Samt er ljóst að hlutdeild talsímaumferðará rásaskiptum netum kemur til með að minnka og verð á talsímaþjónustu mun að sama skapi læ kka. Hún gæ ti þó aukist tímabundið með auknu framboði á margs konar þjónustu henni tengdri. Kröfur markaðarins Í dag eru gerðarólíkar kröfur til VoIP annars vegar og hefðbundinnar símaþjónustu hins vegar. Margir notendur hafa til þessa sæ tt sig við lakari gæ ði þjónustunnar á móti læ gri aímkostnaði. Þó má ljóst vera að til að ef VoIP á að vera raunhæ fur valkostur fyrir meginþorra notenda verða gæ ði þjónustunnar að vera á sama stigi og við þekkjum úr hinu hefðbundnu símakerfum. Mikil Markmið PSTN Gæði Kröfur Markaðarins Lítil VoIP Mynd 3. Lág Verð Há 10

11 3.0 Munur á ákvæ ðum laga og regla um VoIP og PATS Skilgreining á þjónustu Hefðbundin talsímaþjónusta er vel skilgreind lagalega og tæ knilega og erfitt getur reynst fyrir VoIP þjónustu að uppfylla til fullnustu kröfur sem þar eru. Í nýrri fjarskiptalöggjöf Evrópusambandsins eru skilgreiningar á hugtökunum almenn talsímaþjónusta eða PATS (Publicly Available Telephone Services) og rafræ n samskiptaþjónusta ECS (Electronic Communication Service). Samkvæ mt þeim næ r rafræ n samskiptaþjónusta yfir víðara svið t.d. hvers kyns gagnaflutningsþjónustu. Talsímaþjónusta er skilgreind þrengra og ýmsar skyldur lagðar á fyrirtæ ki sem hana. Ef fyrirtæ ki æ tla að bjóða upp á almenna símaþjónustu í dag og fá til þess úthlutað númerum í samræ mi við ITU staðalinn E-164, verður það samkvæ mt reglum um úthlutun númera að skilgreina þjónustu sína sem almenna símaþjónustu eða PATS. Neyðarnúmer VoIP er oft kölluð flökkuþjónusta (nomadic) því hæ gt er að nýta hana alls staðar þar sem er nettenging. Þetta veldur erfiðleikum í neyðarþjónustu eins og 112 þar sem tæ knin í IP netum gefur ekki kost á að hæ gt sé að staðsetja notendann. Í almenna fastasímkerfinu eru símanúmer úthlutuð notendum með fastan nettengipunkt og auðvelt að veita neyðarsvöruninni upplýsingar um staðsetningu. Í GSM farsímakerfum hæ gt að staðsetja notandann eftir sellunni þar sem hann er staddur þegar neyðarkallið er sent. Alþjónusta Í lögum og tilskipunum er kveðið á um að fyrirtæ ki sem hafa alþjónustuskyldu verði að uppfylla ákveðin skilyrði, m.a. um jafnan aðgang allra landsmanna að tilgreindri þjónustu. Nánara er kveðið á um skyldurnar í reglugerð um alþjónustu. Spurningar hafa vaknað um stöðu VoIP þjónustu vegna alþjónustu. Fyrirtæ ki með alþjónustukvaðir hafa lýst yfir áhyggjum yfir að þurfa að bera ábyrgð á því að veita alþjónustu á meðan ný fyrirtæ ki sem geta ekki tæ knilega uppfyllt slíkar kröfur sleppi við þann kostnað sem fylgir því að veita alþjónustu. Auk þess telja þau að þetta muni hafa áhrif á uppbyggingu neta og fjárfestinga í þeim. Númeraúthlutun Úthlutun númera fyrir VoIP hefur fengið mikla umfjöllun að undanförnu.. Aðalvandamálið eru hringingar úr almennum talsímanetum í tölvur sem hafa ekki netföng í samræ mi við E.164 tilmæ lin frá Alþjóðafjarskipta-stofnuninni( ITU). Netföngin liggja til grundvallar símanúmerum í almennu talsímaþjónustunni. Öll fyrirtæ ki sem vilja bjóða VoIP sem almenna símaþjónustu þurfa númer. Í þessu sambandi vakna spurningar um hvort að úthluta eigi númerum til þjónustu sem takmarkast ekki af landamæ rum þ.e. getur flokkast sem flökkuþjónusta. Aðrar spurningar um VoIP og númeraúthlutun eru til dæ mis: x Á að gera greinarmun á þessari þjónustu og annarri með tilliti til úthlutunarreglna? 11

12 x x Geta þjónustuveitendur fengið númerum úthlutað þó þeir reki ekki eigið net? Skiptir máli að númerið sé ekki bundið ákveðnu landi, þ.e. virkar sem flökkunúmer? ENUM er heiti á samskiptareglum sem Internet Engineering Task Force (IETF) hefur gert tillögu um en þæ r lýsa því hvernig einstæ ðum talsímanúmerum má koma fyrir í netfangakerfi Internetsins (DNS). Samkvæ mt ENUM er símanúmerum varpað yfir í Internet umhverfið og getur gert símatæ kjum mögulegt að hringja í IP notendabúnað eins og einmenningstölvur. Önnur leið væ ri að úthluta IP notendabúnaði venjulegum talsímanúmerum en slíkt kann að leiða til skorts á símanúmerum. Lögsaga Helsti munurinn á VoIP og hefðbundinni talsímaþjónustu er að VoIP getur verið óstaðbundin þjónusta, notendur geta átt uppköll alls staðar þar sem þeir komast í tengingu við tölvunet. Þegar þjónusta er veitt yfir landamæ ri geta komið upp vandamál eins og t.d. hver hefur lögsögu yfir viðkomandi þjónustuveitanda. Hver er hinn raunverulegi þjónustuveitandi og hvar tengist hann viðskiptavininum. 4.0 Íslensk lög og VoIP Aðgangur að markaði Samkvæ mt III. kafla laga um fjarskipti er öllum fjarskiptafyrirtæ kjum heimill aðgangur að markaði, óháð því hvaða þjónustu þau bjóða. Ekki þarf að sæ kja um rekstrarleyfi, það næ gir að senda tilkynningu um starfsemina til Póst- og fjarskiptastofnunar. Fjarskiptastarfsemi eru sett ákveðin skilyrði i reglum Póst- og fjarskiptastofnunar um almenna heimild. Skyldur talsímafyrirtæ kja Fyrirtæ ki sem veita talsímaþjónustu bera ýmsar skyldur samkvæ mt lögum. Sérstök ákvæ ði um talsímaþjónustu er að finna í X. kafla laganna. Þar er m.a. kveðið á um aðgang að neyðarþjónustu, númerabirtingu, númeraflutning og ráðstafanir til verndar almennum talsímanetum. Almenn talsímaþjónusta er skilgreind í 3. gr. fjarskiptalaga sem: Þjónusta opin almenningi sem miðlar innlendum og alþjóðlegum símtölum um notendabúnað sem er tengdur föstum nettengipunkti. Skilgreining þessi getur átt við VoIP í þeim tilfellum þegar notandi fæ r aðgang að þjónustunni um fastan nettengipunkt. VoIP þarf hins vegar ekki að vera tengd föstum nettengipunkti. Sami notandi getur nálgast þjónustuna um marga nettengipunkta eða hvar sem hann hefur nettengingu. Ekki er því hæ gt að slá því föstu að VoIP sé alltaf talsímaþjónusta. Númerareglur VoIP fyrirtæ ki munu að líkindum sæ kja um símanúmer í nánustu framtíð. Póst- og fjarskiptastofnun skipuleggur notkun númera og úthlutar þeim með ákveðnum skilyrðum. Samkvæ mt 10. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 getur Póst- og fjarskiptastofnun sett eftirfarandi skilyrði við úthlutun númera: a. að úthlutun réttinda til að nota númer gildi aðeins fyrir ákveðna þjónustu, 12

13 b. um framboð þjónustunnar, c. að notkun númeranna sé skilvirk og nýtin, d. að boðið sé upp á númeraflutning, e. að veittar séu almennar símaskrárupplýsingar, f. að gildistími réttindanna sé takmarkaður; gildistíminn skal vera með fyrirvara um breytingar á númeraplani, g. að leyfishafi greiði afnotagjöld, h. að efndar séu skuldbindingar sem gengist er undir í útboði, i. að tekið sé mið af kvöðum samkvæ mt alþjóðlegum samþykktum um notkun númera. Í reglum PFS um skipulag og úthlutun númera er símanúmer skilgreint svo:: Notendanúmer í almennri talsímaþjónustu, samneti eða farsímaþjónustu. Í 6. gr. númerareglna segir: Fjarskiptafyrirtæ kjum í talsímaþjónustu, þ.m.t. farsímaþjónustu, skal úthlutað eftir þörfum sjö stafa númeraröðum. Póst- og fjarskiptastofnun getur samkvæ mt þessu neitað að úthluta símanúmerum til þjónustu sem ekki er skilgreind sem talsímaþjónusta. Þannig má e.t.v. fá VoIP fyrirtæ ki til þess að skilgreina sig sjálf sem talsímafyrirtæ ki og undirgangast þar með þæ r kvaðir sem fylgja talsímaþjónustu. Þó að VoIP verði úthlutað almennum talsímanúmerum er e.t.v. rétt að hafa sérstakar númeraseríur fyrir þjónustuna, t.d. til aðgreiningar fyrir neyðarþjónustuaðila. Aðgangur að aðstöðu Fjarskiptafyrirtæ ki sem bjóða VoIP njóta allra almennra réttinda samkvæ mt fjarskiptalögum á sama hátt og önnur fjarskiptafyrirtæ ki. Þau geta því átt rétt á aðgangi að aðstöðu annars fyrirtæ kis, aðgangur að netum og þjónustu þ.m.t. samtengingu og heimtaugaleigu, samkvæ mt ákvæ ðum VII. kafla laganna. Niðurstöður markaðsgreiningar sem verið er að vinna hjá Póst-og fjarskiptastofnun ráða miklu um réttindi og skyldur varðandi aðgang að aðstöðu. Þeir markaðir sem að líkindum skipta VoIP þjónustuveitendur mestu máli eru markaðir 11 (aðgangur að heimtaugum þ.m.t. skiptur aðgangur) og 12 (Bitastraums (bit-stream) aðgangur fyrir breiðbandsþjónustu). Staðsetningarupplýsingar Póst- og fjarskiptastofnun er æ tlað að setja reglur um miðlun staðsetningarupplýsinga sbr. 43. gr. fjarskiptalaga. Tilmæ li frá framkvæ mdastjórn ESB liggja fyrir um þetta efni og þarf að haga reglunum í samræ mi við þau. Það verður nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um VoIP þjónustuna þ.e. að finna lausn á vandamálum sem tengjast staðarákvörðun VoIP notenda. 13

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Viðauki A. - Markaðsgreining - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016)

Viðauki A. - Markaðsgreining - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016) Viðauki A - Markaðsgreining - Greining á heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum föstum almennum talsímanetum (Markaður 1/2016) 23. desember 2016 1 Efnisyfirlit 1.0 Inngangur... 5 Almennt...

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Mynd: Mismunandi FTTH-högun

Mynd: Mismunandi FTTH-högun Búnaður og tæki Passíf ljósnet (PON) P2MP og Ethernet P2P lausnir hafa um árabil verið notaðar víða um heim. Ýmis atriði hafa áhrif á val á búnaði, t.d. landfræðilegar aðstæður, viðskiptaáætlun o.s.frv.

More information

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V.

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. til notkunar fyrir farnetsþjónustu á 2600 MHz tíðnisviðinu (Tíðniheimild L 2600) 7. júlí 2017 Með vísan til IV. kafla laga, nr. 81/2003, um fjarskipti, ákvæða reglugerðar,

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Drög að ákvörðun. Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Drög að ákvörðun Skilmálar og heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) xx. desember 2017 EFNISYFIRLIT Bls. 1 Inngangur... 3 1.1 Ákvörðun PFS nr. 21/2014... 3 1.2

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Stefna RIM um gagnaleynd

Stefna RIM um gagnaleynd Stefna RIM um gagnaleynd Research In Motion Limited, dótturfyrirtæki þess og samstarfsfyrirtæki ( RIM ) skuldbinda sig til að viðhalda langtímastefnu um gagnaleynd og öryggi persónuupplýsinga þinna, þ.e.

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Fimmtudagur 2. júlí 2009 Ákvörðun til bráðabirgða nr. 2/2009 Meint brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Tilefni og málsmeðferð 1. Í bréfi til Samkeppniseftirlitsins, dags. 28. maí 2009,

More information

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið

Stafrænt Ísland. Skýrsla um bandbreiddarmál. RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Stafrænt Ísland Skýrsla um bandbreiddarmál RUT-nefnd, samgönguráðuneyti og verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið Verkefnistjórn um upplýsingasamfélagið, RUT-nefnd og samgönguráðuneytið: Stafrænt Ísland

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. Reykjavík, 30. júní 2015 Ákvörðun nr. 19/2015 Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi, dags. 17. febrúar sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samruna Geymslna

More information

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift

Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift Föstudagur 16. september 2011 Ákvörðun nr. 30/2011 Brot Símans hf. með tilboði í 3G netlykil og áskrift I. Upphaf máls og málsmeðferð... 2 II. Sjónarmið málsaðila... 4 1. Kvörtun Nova... 4 2. Umsögn Símans

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Nýting ljósleiðara á Íslandi

Nýting ljósleiðara á Íslandi Nýting ljósleiðara á Íslandi Fyrirspurnir: Sæmundur E. Þorsteinsson saemi@hi.is Greinin barst 23. febrúar 2017 Samþykkt til birtingar 28. apríl 2017 Sæmundur E. Þorsteinsson a a Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild,

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti Ákvörðun nr. 2/2018 Fækkun dreifingardaga á pósti I. Tilkynning Íslandspósts Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS), með bréfi dags. 28. september 2017, að sú ákvörðun

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Október 1998 Janúar 2003

Október 1998 Janúar 2003 Skýrsla nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnm álum Október 1998 Janúar 2003 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 4 2. Forsaga... 4 3. Tillaga til þingsályktunar... 5 4. Mælt fyrir þingsályktun... 7 5. Umræður

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) Viðauki D Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) 5. febrúar 2007 EFNISYFIRLIT A. Athugasemdir Símans

More information

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf.

Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. Mánudagur, 22. janúar 2018 Ákvörðun nr. 4/2018 Samruni Icepharma hf. og Lyfis ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi dags. 12. október sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Icepharma hf.

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla

Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla Janúar 2001 Einkavæðing og sala hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. Skýrsla ISBN 9979-9133-9-8 2001 Prentsmiðjan Oddi hf.

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja

Meistararitgerð. Orðspor fyrirtækja Meistararitgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Orðspor fyrirtækja Rannsókn á orðspori farsímafyrirtækja á Íslandi Hildur Óskarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson,

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 40 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 40

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR VINSAMLEGAST LESTU ÞETTA SKJAL VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ SETUR UPP EÐA NOTAR HUGBÚNAÐINN. ÞESSI SAMNINGUR INNIHELDUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ RIM GAGNVART ÞÉR

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta Mánudagur 8. desember 2008 Ákvörðun nr. 61/2008 Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta vegna samnings Capacent ehf., Ríkisútvarpsins ohf., 365 miðla ehf. og Skjásins

More information

Ávarp forstjóra Um Póst- og fjarskiptastofnun... 5 Skipulag og starfssvið deilda... 5

Ávarp forstjóra Um Póst- og fjarskiptastofnun... 5 Skipulag og starfssvið deilda... 5 Ársskýrsla 2010 Efnisyfirlit Ávarp forstjóra... 2 Um Póst- og fjarskiptastofnun... 5 Skipulag og starfssvið deilda... 5 Endurnýjun í upplýsingatækni og skjalastjórnun innan PFS... 6 Fjarskiptamarkaðurinn...

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf.

Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf. Föstudagurinn, 9. febrúar 2018 Ákvörðun nr. 5/2018 Samruni Nova hf. og Símafélagsins ehf. Efnisyfirlit bls. I. SAMRUNATILKYNNINGIN OG MÁLSMEÐFERÐ... 2 II. SAMRUNINN OG AÐILAR HANS... 3 III. SKILGREINING

More information

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR

LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR LEIÐBEININGARRIT FRJÁLS OG OPINN HUGBÚNAÐUR MARS 2010 EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR... 5 2 HVAÐ ER FRJÁLS HUGBÚNAÐUR?... 7 3 AÐ VELJA FRJÁLSAN HUGBÚNAÐ... 15 4 KOSTNAÐUR AF MISMUNANDI TEGUNDUM HUGBÚNAÐAR...

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Opinn hugbúnaður sem valkostur við séreignarhugbúnað. Skýrsla til undirbúnings stefnumótunar stjórnvalda um notkun opins hugbúnaðar

Opinn hugbúnaður sem valkostur við séreignarhugbúnað. Skýrsla til undirbúnings stefnumótunar stjórnvalda um notkun opins hugbúnaðar Opinn hugbúnaður Opinn hugbúnaður sem valkostur við séreignarhugbúnað Skýrsla til undirbúnings stefnumótunar stjórnvalda um notkun opins hugbúnaðar Unnið af ParX viðskiptaráðgjöf IBM fyrir Verkefnisstjórn

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Nýjar leiðir í fjölmiðlun og afþreyingu

Nýjar leiðir í fjölmiðlun og afþreyingu T í m a r i t S k ý r s l u t æ k n i f é l a g s Í s l a n d s 1. t b l. 3 1. á r g a n g u r j ú n í 2 0 0 6 Meðal efnis: Neytendur taka völdin Kröftugar UT-konur Nýr vettvangur afþreyingar Ábyrgð á

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

Markþjálfun. Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir. Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Markþjálfun Hvað er nú það? Signý Hlíf Árnadóttir Lokaverkefni til BA-prófs í tómstunda-

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Erfiðleikar SAS. Höfundur: Róbert Ágústsson Leiðbeinandi: Jafet Ólafsson

Erfiðleikar SAS. Höfundur: Róbert Ágústsson Leiðbeinandi: Jafet Ólafsson Erfiðleikar SAS Höfundur: Róbert Ágústsson Leiðbeinandi: Jafet Ólafsson Háskólinn á Bifröst Viðskiptadeild BS Ritgerð Vorið 2012 2 Staðfesting lokaverkefnis til B.S.c gráðu í Viðskiptafræði Heiti á Lokaverkefni:

More information

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf.

Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. Reykjavík, 6. apríl 2017 Ákvörðun nr. 14/2017 Kaup Sands ehf. á ISS Íslandi ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Þann 28. febrúar 2017 barst eftirlitinu kaupsamningur varðandi kaup Sands ehf. á öllu hlutafé

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Modding, moddarinn og tölvuleikurinn

Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Hugvísindasvið Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim Ritgerð til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir September

More information

Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa

Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa Ártalið 2000 Endurskoðun upplýsingakerfa Júlí 1997 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 HELSTU NIÐURSTÖÐUR...9 1. Í HVERJU ER VANDAMÁLIÐ FÓLGIÐ?...11 ALMENNT...11 HUGBÚNAÐARVANDAMÁL...13 Innsláttarsvæði taka 00

More information

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Ásta Kristín Reynisdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild Vor 2008 Háskólinn á Akureyri, Viðskiptadeild Heiti verkefnis:

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla).

Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla). Mánudagur, 17. október, 2011 Ákvörðun nr. 34/2011 Kaup Landsbankans hf. á eignarhlut í Verdis hf. (áður Arion verðbréfavarsla). Efnisyfirlit I. Málsmeðferð... 2 II. Samruninn og aðilar hans... 4 III. Skilgreining

More information