Inngangur 4. bekkur. Dans 4. bekkur

Size: px
Start display at page:

Download "Inngangur 4. bekkur. Dans 4. bekkur"

Transcription

1 Inngangur 4. bekkur Samskipti heimila og skóla fara fram á Mentor að mestu leiti og þar er einnig hægt að sjá heimavinnu, tilkynningar og fleira sem kennararnir vilja koma á framfæri. Foreldrar geta haft samband við kennara á viðtalstíma sem er einu sinni í viku, auk þess að hægt er að senda kennurunum tölvupóst. Heimanám er sent heim einu sinni í viku og er skilað 6 dögum síðar. Megináhersla heimanáms er að auka lestrarfærni nemenda. Nemendur lesa heima daglega upphátt og í hljóði og vinna ýmis verkefni í tengslum við lesturinn. Önnur heimavinna 2-3 verkefni á viku miða að því að þjálfa námsþætti sem verið er að læra í skólanum. Samræmd próf eru í október og í 4.bekk spreyta nemendur sig í íslensku og stærðfræði. List- og verkgreinar (textílmennt, heimilisfræði, myndmennt, tæknimennt, stuttmyndagerð og leiklist) eru kenndar í lotum. Loturnar skiptast upp í 7-8 vikna lotur og er árganginum öllum skipt upp í 6 hópa. Nokkrar vettvangsferðir eru farnar á skólaárinu. Mjólkursamsalan er heimsótt á vordögum. Nemendur gróðursetja trjáplöntur í samstarfi við Gróður fyrir fólk í landi Seltjarnarness við Bolaöldu. Seltjarnarneskirkja er heimsótt í tengslum við námsefni í kristnum fræðum. Starfsfólk skólans leggur sig fram við að koma til móts við einstaklinginn og tekið er tillit til stöðu nemenda við upphaf skólaárs og þær framfarir sem hver og einn tekur yfir árið. Þeir nemendur sem eiga í erfiðleikum með lestur fara til sérkennara 2-3 í viku. Einnig velja kennarar lestarbækur og námsbækur við hæfi. Sérkennari starfar með kennurum árgangsins og veitir leiðbeiningar og stuðning til að mæta þörfum hvers og eins. í 4. bekk Vitnisburður er gefinn í janúar og maí í tölustöfum. Námsgreinar sem gefið er fyrir eru: Lestur, skrift, stafsetning, móðurmál, bókmenntir, stærðfræði, enska, samfélagsfræði, náttúrufræði, kristin fræði, tónmennt, textílmennt, tæknimennt, heimilisfræði, myndmennt, leiklist, stuttmyndagerð, íþróttir og sund. Einstaklingsmiðað námsmat nemenda sem þurfa aðstoð eða frávik við próftöku, s.s. styttri próf, munnleg próf eða á einhvern hátt einfaldað próf, skal vera sérmerkt á vitnisburðarblaði þannig að stjarna er sett við námsgrein og neðst á blaðið kemur útskýring á hvað stjörnumerkt námsmat þýðir. Dans 4. bekkur Að nemendur æfi og læri grunnreglur í mannlegum samskiptum eins og þær nýtast á dansgólfinu. Að nemendur læri grunnspor í barnadönsum, samkvæmisdönsum, gömludönsunum og ýmsa hópdansa eins og disco, línudans ofl. Læri að bjóða upp Taki þátt í hreyfileikjum (gangi í röð, í hringi, læri hoppspor) Kunni skil á hægri og vinstri hæl og tá, fram og aftur.

2 Hlusti á tónlist með mismunandi tónfalli, hröð, hæg spor, skilgreini mismunandi dansstöðu/hald Ræll Skottís með hoppi Samba frumspor, whisk og daman snýr Enskur Vals: Hægri kassi og vinstri kassi báðir með snúningi Cha cha cha: Frumspor, alemana, New york, spot turn, hand to hand. Foxtrot: frumspor, rokk spor og promenade spor Línudanar: Electric slide og Tush Push. Blame it on the boogie, diskó dans. Sýnikennsla, dansað í pörum, hópdans og leikir. Ýmis tónlist Símat þar sem metin er færni, ástundun, framfarir og áhugi nemenda. Enska 4. bekkur Mikilvægt er að leggja áherslu á leik og skapandi vinnu í upphafi tungumálanáms hjá ungum börnum. Forsendur nemenda eru misjafnar og námsefni og kennsluaðferðir verða að vera sveigjanlegar til að mæta þörfum hvers og eins þannig að nemendur öðlast jákvætt viðhorf til tungumálsins. Mikilvægt er að örva máltilfinningu nemenda og þeir finni að þeir geti notað kunnáttu sína sér til gagns og ánægju. Gæta þarf þess að erlenda málið sé notað sem mest í kennslustundum og nemendur fái öll fyrirmæli á ensku. á að endurspegla markmið og leiðir námsins. Leggja þarf jafna áherslu á færniþættina fjóra og nauðsynlegt er að námsmat taki til allra þátta. Vægi ritunar og lesskilnings eykst verulega í 4. bekk og mikilvægt er að meta lesskilning út frá ólesnum texta og að nemendur fái tækifæri til að tjá sig skriflega um efni sem þeir þekkja. Lokapróf ætti ekki að hafa nema 50 % vægi á móti öðru mati. Hlustun Að nemandi skilji það sem fram fer í kennslustofunni á ensku, bæði í tali kennara og samnemenda. Að nemandi þjálfist í að nota efni, sem hlustað er á, í tengslum við aðra færniþætti t.d. í ferlisverkefnum.

3 Að nemandi þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða. Lestur Að nemandi geti unnið með lesefni í tengslum við aðra færniþætti. Að nemandi geti fundið afmarkaðar upplýsingar í textum, í bókum, á geisladiskum eða Neti. Að nemandi þjálfist í að vinna með orðaforða í textum. Talað mál Að nemandi sé fær um að taka þátt í samskiptum innan kennslustofunnar, við kennara og samnemendur. Að nemandi geti tjáð sig munnlega um viðfangsefni í náminu á áheyranlegan hátt, t.d. í stuttum frásögnum, samtölum eða endursögnum. Ritun Að nemandi geti skrifað skipulega, skiljanlega og viðeigandi stutta, einfalda texta eftir fyrirmynd. Að nemandi þjálfist í að vinna markvisst með orðaforða í ritun. Að nemandi fái þjálfun í réttri stafsetningu algengra orða sem koma fyrir í námsefninu. Að kynna sig Skólastofan og skólinn Tölur Litir Fatnaður Stafrófið Líkaminn Fjölskyldan Dagur, mánuðir, árstíðir Veðrið Matur Dýr, gæludýr Tíminn Heimilið Áhugamál Fánar og lönd Áhersla er lögð á færniþættina fjóra og stuðst er við kennsluaðferðir eins og hópvinnu, paravinnu og einstaklingsvinnu. Nemendur vinna a.m.k. eitt hópverkefni þar sem nemendur þjálfast í samvinnu. Nemendur kynna verkefnin fyrir bekkjarfélögum.

4 Portofolio - Speak Out Portofolio - Work Out Enskar málfræðiæfingar A (Mál og menning) Ýmis námsspil Ýmis verkefni Vefslóðir Write right Verbatim Spell Readinga-z Enchanted learning Iceland in English Boggle s World Wacky Web Tales Many Things Headway Starfall Ensk málfræði Símat þar sem kennarinn metur virkni, samvinnu, frammistöðu nemenda í tímum og verkefnaskil. Notast verður við möppumat. Heimilisfræði 4. bekkur Að auka skilning nemenda á tengslum hollustu og heilbrigðis Að nemendur skilji tilgang þess að hjálpast að við heimilisstörfin og geri sér grein fyrir mikilvægi hreinlætis og reglusemi við heimilisstörf Að auka færni nemenda og vekja áhuga þeirra á að taka þátt í heimilisstörfum Að nemendur sitji til borðs og uppskeri ánægjuna af því sem þeir hafa gert sjálfir Að nemendur geri sér grein fyrir gildi góðrar umgengni á heimilinu Að nemendur öðlist þekkingu á helstu fæðutegundum og geti flokkað þær (fæðuhringurinn). Að nemendur fá þjálfun í að matreiða létta rétti. Að nemendur læri að þekkja algeng eldhúsáhöld. Að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að neyta fjölbreyttrar fæðu úr öllum fæðuflokkum.

5 Almenn heimilisstörf eru tekin fyrir þar sem nemendur hjálpast að og læra góða umgengni. Fjallað er um helstu fæðutegundirnar og mikilvægi þeirra. Nemendur matreiða einfalda rétti. Kennt er í lotum og er árgangnum skipt upp í hópa. Hver hópur kemur 2 sinnum 80 mínútur í viku í u.þ.b. sjö vikur. Kennsla fer þannig fram að í upphafi hvers tíma koma nemendur og kennari saman í borðstofu og ræða viðfangsefni dagsins og bókleg verkefni unnin. Á eftir eru verkleg verkefni unnin í eldhúsi. Nemendur vinna yfirleitt tveir og tveir saman eða hver nemandi vinnur sjálfstætt. Hollt og gott 3. og 4. Auk þess vinna nemendur aukaverkefni sem kennarar hafa útbúið. Vinnusemi - áhugi Hönnun og smíði 4. bekkur Að nemendur geti beitt einföldum handverkfærum, hamar, sög, þjöl og rasp. Að nemendur kunni að pússa og vinna efni undir yfirborðsmeðferð. Að nemendur geti teiknað hlut sem þeir setja í samhengi við notkun og notagildi. Að nemendur sýni ábyrga umgengni og fari eftir reglum í smíðastofunni Að gera nemendur færa að nota almenn smíðaverkfæri sem hæfa aldri þeirra og þroska Að venjast réttri líkamsbeytingu

6 Nemendur vinna ýmis verkefni yfir veturinn má þar nefna krítartöflu, bíla, hreyfileikföng, snaga, spegil. Verkfæranotkun er stór hluti af námi nemenda og fá þeir að nota útsögunarsög, bakkasög, skerstokk, þvingu, sandpappír, pússiverkfæri, málunarverkfæri, hamar og brennipenna. Kennt er í lotum 4 tímar á viku í 7. vikur. Gerðar eru meiri kröfur um frágang og nákvæmni. Unnið er með stærri verk og eru samsett úr 5-10 hlutum, yfirborðsmeðferð og skreyting nokkuð frjáls (þó skylda að yfirborðsmeðhöndla). Verkefnin teiknuð upp og hönnuð með nemendum. Ávallt er gott rúm fyrir sköpunarþáttinn. Eitt skylduverkefni er í byrjun og svo val á fjölmörgum verkefnum. Þar sem gerð er krafa um að breyta og endurhanna hluta verkefnis eða verks í heild. Formgerð að verkefni er til staðar sem viðmið. Kynning á fjölmörgum verkefnum umfram það sem tilheyrir skylduverkefnunum. Einkunnargjöf er tvíþætt. Annars vegar er sjálfsmat nemenda. Nemendur skrá verkefni sem þeir búa til, úr hverju, gefa sér umsögn og kennari kvittar fyrir. Þeir gefa sér einnig einkunn fyrir hegðun, færni, ástundun og iðni. Kennari metur einnig færni, sjálfstæði, vandvirkni og afurðir. Einkunn er gefin í tölum á bilinu Íslenska 4. bekkur Lestur Að nemandi: auki orðaforða sinn, málskilning og lesskilning með fjölbreyttum verkefnum geti gert munnlega og skriflega grein fyrir efni sem hann hefur lesið. nái tökum á því að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim geti lesið upphátt, á viðunandi hraða, skýrt og áheyrilega velji sér bækur af skólasafni til að lesa sér til ánægju Lestrarhraði, lesskilningur og málvitund.

7 Sögur lesnar og unnin verkefni. Lestrarsprettur er tvisvar yfir veturinn. Frjáls lestur daglega, bæði í skóla og heima. Nemendur eru hvattir til þess að lesa sem mest eftir getu hvers og eins. Lesum meira saman. Ýmsar lestrarbækur, fræði- og sögubækur. Hraðlestrarpróf 3-4 sinnum á vetri. Lesskilningspróf. (LH 60) Framsagnarpróf að vori hjá þeim nemendum sem náð hafa 8 eða meira í einkunn í hraðlestrarprófi. Talað mál og framsögn. Að nemandi þjálfist í að tjá sig frammi fyrir bekkjarfélögum sínum s.s. upplestur, ljóðaflutning, endursögn. Að nemandi geti sagt frá hvernig hann komst að tiltekinni niðurstöðu og rökstutt hana. Að nemandi geri sér grein fyrir þeim reglum sem gilda þegar margir þurfa að tjá sig í einu og fari eftir þeim. Tjáning, samskipti við bekkjarfélaga og virðing þeirra á milli. Upplestur á eigin sögum Flutt ljóð Verkefni sem þjálfa nemendur í að koma orðum að hugsunum sínum án þess að þau séu sett á blað áður. Skinna (lesbók), skáldsögur, fræðibækur.

8 Virkni í kennslustundum. Hlustun og áhorf Að nemandi hlusti á upplestur á sögum og ljóðum. Að nemandi horfi á fræðslu- og skemmtiefni. Að nemandi geti endursagt eða svarað spurningum varðandi efni sem hann hefur hlustað eða horft á. Að nemandi geti fylgst með og tekið þátt í umræðum. Áherslur eru á virka og gagnrýna hlustun og þjálfun í greina aðalatriði í því sem fjallað er um. Nemendur hlusta á hvern annan lesa sögur og ljóð. Nemendur horfi á myndbönd og vinni með efni þeirra. Nemendur hlusti á hljóðsnældur Myndbönd. Námsgreinatengt efni. Ýmislegt efni frá nemendum sjálfum komið eins og sögur og ljóð. Símat þar sem byggt er á færni, framförum og virkni í tímum. Bókmenntir og ljóð Að nemendur kynnist fjölbreytilegum ljóðum, rímuðum og órímuðum. Að nemendur læri ljóð utanbókar, flytji þau, skrifi og myndskreyti

9 Að nemendur frumsemji ljóð. Að nemendur geti lesið sögur, ævintýri, þjóðsögur, dæmisögur, gamansögur og stuttar bækur. Nemendur kynnast ljóðum eftir íslenska höfunda. Ýmis ljóðaform eru kynnt fyrir nemendum og þeir spreyta sig við ljóðagerð. Þjóðsögur eru teknar fyrir og nemendur kynnast einkennum þeirra. Nemendur læra ljóð með því að flytja þau, læra utanbókar og myndskreyta. Nemendur semja ljóð og læra þannig einföld ljóðaform. Þjóðsögur eru lesnar og verkefni unnin í tengslum við sögurnar. Mat á verkefnum, virkni og ljóðaflutningi. Lesum meira saman Valin ljóð úr Ljóðsprotum og öðrum bókum. Valdar þjóðsögur og smásögur. Ritun Að nemandi þjálfist í að stafsetja rétt með fjölbreyttum verkefnum með áherslu á samfellt mál. Að nemendi viti að setning hefst á stórum staf og henni lýkur með punkti. Að nemandi læri að fara eftir stafsetningarreglum t.d. einfaldir og tvöfaldir samhljóðar, n- og nn-reglunni og -ng og nk reglan. Að nemandi þjálfist í að koma hugsunum sínum í ritað og mælt mál. Að nemandi semji sögur og ljóð. Að nemandi geri sér grein fyrir hugtökum eins og upphaf, meginmál og lokaorð í frásögnum. Að nemandi hugi að uppsetningu efnis s.s. fyrirsögn, spássíu og greinarskilum. Að nemandi þjálfist í að skrifa póstkort og sendibréf. Að nemandi læri að greina aðalatriði í texta og þjálfist í að gera útdrætti, skrá efni munnlegra og/eða skriflegra frásagna. Að nemandi kynnist tölvuritvinnslu sem hjálpartæki við ritun og átti sig á íslenska starfófinu á lyklaborði og kynnist tölvusamskiptum.

10 Að nemandi dragi rétt til stafs, tengi rétt og hlutföll stafa séu rétt. Að nemandi þjálfi tengiskrift og noti hana ávallt. Að nemandi vandi sig og temji sér snyrtileg vinnubrögð. Að nemandi geti skrifað tengda skrift eftir forskrift, skrifi skýrt og greinilega, vandi allan frágang og hafi náð góðum skriftarhraða. Að nemandi þjálfist í að nota orðabækur. Stafsetningarreglur, uppsetning og skráning texta, upphaf, meginmál og lokaorð. Fyrirsögn, spássía og greinarskil. Útdrættir, frjáls ritun. Tölvuritvinnsla kynnt sem hjálpartæki við ritun. Nemendur fá þjálfun í tengiskrift og mikil áhersla er á snyrtilegan frágang. Skrifa eftir upplestri. Nemendur búa til sínar eigin sögur. Sóknarskrift. Nemendur vinna í verkefnabókum. Skrifa í skólanum eftir forskrift. Lesum meira saman, Skinna verkefnabók 1 og 2, Orðaskyggnir, sögubók, ritunarverkefni, stafsetningaræfingar og ýmis verkefni á vef. Skrift 5 og 6. Æfingarbók 1 með forskrift Stafsetningarkannanir mánaðarlega sem gilda 50% á móti lokaprófi. Skriftarpróf í janúar og maí gilda 50% á móti skriftarbókum. Málfræði Nemandi þekki mun sérhljóða og samhljóða. Nemandi þekki hugtökin samheiti og andheiti. Nemandi vinni með nafnorð, sérnöfn, samnöfn, kyn, tölu og fall.

11 Nemandi þekki greini nafnorða. Nemandi þekki mun samnafna og sérnafna og geti nýtt sér þá þekkingu við stafsetningu. Nemandi þjálfist í að búa til samsett orð. Nemandi læri að þekkja muninum á orðflokkunum nafnorð, sagnorð, og lýsingarorð Nemandi læri stigbreytingu lýsingarorða og nútíð og þátíð sagna. Nafnorð og einkenni þeirra, greinir, kyn, tala, fall. Sérhljóði, samhljóði. Stafrófið. Samheiti, andheiti, samsett orð og einföld orðflokkagreining. Stigbreyting lýsingarorða og nafnháttur, nútíð og þátíð sagna. Nemendur vinna ýmis málfræðiverkefni. Áhersla er á að nemendur skrifi réttan texta og nýti sér þær reglur í málfræði sem þeir hafa lært. Málrækt 1 + leshefti, Skinna verkefnabók I og II, ljósrituð móðurmálsverkefni og ýmis verkefni. Málfræðipróf í janúar og maí sem gilda 50% á móti öðrum verkefnum nemenda. Íþróttir 4. bekkur Að efla líkamlegan þroska og almenna hreyfiþjálfun nemenda Að koma til móts við leik-og hreyfiþörf nemenda Að fá nemendur til að vinna saman og örva hugmyndaflug þeirra Að efla siðgæðis,-félags-og tilfinningaþroska Að ýta undir sjálfstraust,viljastyrk og árverkni nemenda Að læra að fara eftir reglum Að nemendur fái þjálfun í notkun ólíkra áhalda Að nemendur taki þátt í hreyfifimi og íþróttaiðkun utanhúss Að fræðast um líkamsrækt og heilsuvernd.

12 Almenn hreyfiþjálfun. Þjálfun í notkun áhalda. Að stuðla að alhliða þroska nemenda, efla heilsufar og afkastagetu og vekja áhuga á reglubundinni íþróttaiðkun og líkamsrækt. Þjálfa félagsfærni og að fara eftir reglum. Leikir skipa háan sess í kennslunni, einfaldir og auðskiljanlegir. Verkefnin eiga að vera fjölþætt og reyna á hina ýmsu þætti almenns hreyfináms. Ágúst, sept., maí og júní eru ætlaðir fyrir útileikfimi. Tímafjöldi og kennsluaðstæður Tvær kennslustundir á viku alls 80 mín. Kennt er í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Í 4. bekk þurfa nemendur að fara í sturtu eftir íþróttatíma. Nemendur eiga að koma með sérstök íþróttaföt með sér í tímana og vera með handklæði. Í íþróttatímum eiga nemendur að vera í íþróttaskóm, mega vera berfættir eða í sérstökum sokkum með gúmmíi undir. Í ágúst, september, maí og júní eru börnin í í íþróttum utandyra ef veður leyfir og koma með sérstök útiíþróttaföt. Eftir útitíma eiga nemendur að fara í sturtu. Nemendur fá einkunn í tölustöfum að vetri og að vori. Í umsögninni eru hafðar til hliðsjónar þær kannanir sem gerðar eru yfir veturinn ásamt hegðun, áhuga, virkni og færni nemenda. Kennari leggur að mestu huglægt mat á þessa hluti. Auk þess er símat (stöðluð próf). Kristinfræði 4. bekkur Nemandi læri um líf og starf Jesú Krists og kristna siðfræði. Nemandi þekki frásögnina af atburðum hvítasunnudags og geri sér grein fyrir merkingu þeirra fyrir kristna kirkju. Nemendi kynnist kirkjumunum og notkun þeirra. Nemandi þroski með sér tillitsemi og nærgætni í samskiptum. Fjallað er um líf og starf Jesú Krists og almenna kristna siðfræði. Nemendur fræðast um kirkjumuni í sinni sóknarkirkju. Bókin lesin, umræður og vinnubókablöð tengd viðfangsefninu. Heimsókn í kirkju til að fræðast um gripi tengda helgihaldinu. Myndbönd sýnd. Fyrir jólaskemmtun setja nemendur upp helgileik fyrir aðra nemendur skólans og læra jafnframt um kristilegan boðskap jólanna.

13 Birtan og vinnubók. Ýmis verkefni. Vinnubók nemenda metin ásamt virkni í umræðum og verkefnum. Leikræn tjáning 4. bekkur Að nemendi þekki og geti unnið með aðferðir (orðaforða) leikrænnar tjáningar setja sig í spor annarra hlustun leikara og eftirtekt spinna (hver, hvar, hvað) skilji mikilvægi JÁ og noti JÁ í spuna vera djörf og vera jafnframt glöð skilja og nota tengsl leiks og alvöru Skynji tengsli þessara þátta við nám og daglegt lífi. Að nemandi þjálfist í að tala hátt og skýrt. Að nemendur noti/viðhaldi röddinni sem opinni tjáningarleið fyrir allar tilfinningar Að nemendur virði, hlusti og taki eftir þegar aðrir eru að vinna eða tala Að nemendur læri utanbókar og flytji sérsniðin örleikrit, á eigin forsendum Að nemendur finni sig tilheyra hópnum og skólanum í heild Að nemendur noti látbragð og myndmál (oft í hermileik eða kyrrmyndum) Að nemendur geti notað gleði og dirfsku sem tæki til framfara Að kynna/þjálfa gegnum spuna/spunaæfingar/þrautalausnir, félagslega færni Læra að nota agaðar vinnuaðferðir (skapandi hömlur) til að frelsa og viðhalda sköpunarkrafti Leiklist er kennd sem sjálfstæð námsgrein/listgrein frekar sem kennsluaðferð annarra námsgreina (þverfagleg). Kennslan samþættir þó uppeldis og menntamarkmið 2. greinar grunnskólalaga. Kynntar eru helstu aðferðir leikrænnar tjáningar með áherslu á spuna. Félagsfærni er þjálfuð. Unnið er markvisst með sjálfstraust og framkomu og að sleppa ímyndunaraflinu lausu. Nemendur fá þjálfun í að beita röddinni (t.d. herma eftir dýrum og þannig viðhalda djúpri öndun og stuðningi). Gengið er út frá meðfæddri styrkri rödd, öndun og stuðningi sem er öllum eiginleg en tapast oft niður. Félagsfærni er þjálfuð t.d. þegar nemendur vinna með þrautalausnir og spuna í hópum.

14 Hver námshópur fær eina 7 vikna lotu á skólaárinu, oftast með níu nemendum úr árgangi, í áttatíu mínútur, tvisvar í viku. Í gegnum formlegar athafnir, æfingar, örleikrit, leiki og spuna eru nemendur þjálfaðir í að taka eftir, bregðast við, gefa og þiggja og að vera hér og nú í augnablikinu. Samvinna, hlustun og eftirtekt er markvisst þjálfuð í gegnum spuna. Einnig eru leikrit, látbragð og kyrrmyndir notaðar til að ná settum markmiðum. Handrit örleikrita. Stólar Einföld hljóðfæri. Matslisti sjálfsmats Kennari metur atriði er varða þátttöku og með því að bera saman getu við upphaf og endi lotu og stigvaxandi getu frá eini lotu til annarrar. Virk þátttaka, athygli og hlustun eru talin mikilvægust (því þau leiða óhjákvæmilega af sér framfarir) og koma því til einkunnar. Kennari notar gátlista (grundvallar stöðumat) þar sem hann skrifar hjá sér getu í upphafi og fylgist með framförum á öðrum gátlista (símat) eftir föngum. Kennari kynnir nemendum markmið og minnir á með munnlegri endurgjöf jafnóðum. Nemendur gera einnig sjálfsmat sem kennari hefur til hliðsjónar við endanlegt mat. Kennari þróar einstaklingsmiðuð þrepamarkmið (stigvaxandi sniðmát) sem kortleggur markmið og framvindu ár frá ári. Lífsleikni Að nemandi: virði og átti sig á tilgangi leikreglna í mannlegum samskiptum. geti sett hugtakið jafnrétti í margbreytilegt samhengi. geti tjáð hugsanir, skoðanir, tilfinningar og væntingar. læri leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur m.a. í sér: o tileinka sér færni í samvinnu o sýna tillitssemi o bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum o setja sig í spor annarra hlusta á aðra og sýna kurteisi sýni frumkvæði og sköpun í vinnubrögðum. viti hvað átt er við með markmiðum og hvernig fólk notar markmið til að ná því sem að er stefnt. þekki líkamlegar þarfir sínar fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti og leitast við að koma til móts við þær. sé fær um að túlka mismunandi tilfinningar.

15 sé fær um að setja sér markmið að eigin frumkvæði, t.d. hvenær hann ætlar að ljúka við heimanám eða að taka til. kunni umferðarreglur og þekki umferðarmerki fyrir gangandi vegfarendur þekki vel öruggustu leið sína í skólann og beri sig rétt að við gangbrautir og götuljós kynnist þjónustu almenningsvagna geri sér grein fyrir hættum á heimili sínu og í nágrenninu og hvernig best er að bregðast við geti greint frá stofnunum, þjónustuaðilum og verslunum í grenndarsamfélaginu Læri að lesa og nýta sér leiðbeiningar á skiltum Þjálfist í notkun reiðhjóls á göngustígum og í umferðinni Nemendur læra leikreglur í mannlegum samskiptum, læra að túlka mismunandi tilfinningar og fá þjálfun í að koma skoðunum sínum á framfæri. Áhersla er á að efla samskiptafærni nemenda. Nemendur læra að þekkja líkamlegar þarfir og átta sig á sérstöðu annarra. Þeir fá æfingu í að setja sér markmið og fylgja þeim. Lögreglan heimsækir árganginn með fræðslu um skyldubúnað reiðhjóla og hjálmanotkun. Unnin eru verkefni um umferðarreglur og hjólreiðar (hjólaþrautir) Umræður, þjálfun í að koma fram með því að lesa og tjá sig upphátt fyrir bekkinn. Æfingar og leikir. Hjólaþrautir á Valhúsahæð Hjólaferðir og þrautabrautir CLIM leikir Birtan (Kristin fræði) Valdar bækur úr bókaflokki Sigrúnar Aðalbjarnardóttur Engin próf eru tekin en vinna nemenda og virk þátttaka í hópvinnu er metin. Myndmennt 4. bekkur Nemandi þekki hvernig hægt er að skapa rými á tvívíðum fleti, myndbyggingin: forgrunnur, miðgrunnur og bakgrunnur Nemandi læri einfalda aðferð við að gera fjarvíddarmynd Nemandi vinni með andstæðuliti, ljós og skugga og heita og kalda liti. Nemandi geri eitt verkefni með öðrum, taki tillit til annarra Mynsturgerð, mjúkar og harðar línur

16 Nemandi þekki einn til tvo íslenska listamenn og verk hans eða þeirra. t.d. væri gott að fara á Ásgrímssafn Nemandi geti lýst munnlega áhrifum sínum sem hann verður fyrir.dæmi: Hvernig verkar myndin á mig? Hvað ef allir litir sem eru bláir í verkinu, væru rauðir? Nemendur vinna með leir Farið er í myndbyggingu, fjarvíddarmyndir, andstæðuliti og mynsturgerð. Nemendur kynnast íslenskum listamönnum og fá þjálfun í því að lýsa áhrifum sínum af einstökum verkum. Myndmennt er kennd í lotum. Kennari leggur inn þau hugtök sem unnið er með hverju sinni. Oftast fá nemendur einstaklingsverkefni en vinna líka saman með því að hjálpast að. Nemendur skoða listaverkabækur og fara á Netið til að skoða vefi ýmissa listasafna út um allan heim. Myndlist I og II Nettengd tölva. Ritföng Leir Í upphafi hverrar lotu er nemendum gerð grein fyrir viðfangsefnum sem lögð verða fyrir. Fylgst er með nemendum hvernig þeir vinna og leysa þau verkefni sem lögð eru fyrir. Viðfangsefnin eiga að krefjast ólíkra aðferða og úrlausna. Kennari skráir hjá sér í dagbók um gengi nemendanna og virkni, áhuga, framfarir og verkefnaskil. Þegar árangur er metinn þarf að taka tillit til ástundunar, samstarfshæfni, skilnings og framfara. Sýnilegur árangur segir ekki nema að ákveðnu marki um gengi nemenda. Formlegt námsmat er í lok hvorrar annar. Þá er farið yfir verkefni sem nemendur hafa gert og gefinn vitnisburður í tölustöfum. Náttúrufræði 4. bekkur Nemandi þroski með sér virðingu og samkennd með lífi, náttúru og umhverfi. Nemandi fái tækifæri til að njóta útiveru, skynja náttúrufegurð og taka afstöðu til náttúruverndar. Eðlisvísindi Gera tilraunir með leysni efna í vatni s.s. salt, sykur og kaffi Geri tilraunir um áhrif mismunandi hitastigs á leysni, t.d. með því að setja sykur, salt eða tepoka í kalt vatn og heitt

17 Geri tilraunir með hvað gerist með hluti af mismunandi lögun þegar þeir eru settir á vatn, s.s. kubba, báta, laufblöð Finni út hvaða lögun af leir flýtur best Fjalli um hvers vegna það er mikilvægt að spara orku og endurvinna hluti Geri sér grein fyrir hvernig við spörum orku. Jarðvísindi Þekki muninn á sól og reikistjörnum Geri athuganir á útliti tungls í einn tunglmánuð Ræði um lífsskilyrði á öðrum plánetum og tunglinu Ræði um geimferðir út frá - sögu tunglferða mannsins - mögulegri þróun - tækninotkun Athugi efni sem ekki sundrast í náttúrunni og fjalli um afleiðingar þess og gildi endurvinnslu og endurnýtingar Ræði um núverandi og mögulega nýtingu fallvatna Lífvísindi Geri sér grein fyrir því hvaða breytingar í náttúrunni tengjast árstíðaskiptum, t.d. snjókoma, vorkoma, vöxtur plantna og lauffall Ræði hvað verður um laufblöð og dauðar lífverur í náttúrunni Ræði eða athugi hvaða áhrif snjór hefur á gróður Ræði hvernig ólíkar dýrategundir annast afkvæmi sín Nemendur gera ýmsar tilraunir s.s. með leysni efna í vatni, áhrif mismunandi hitastigs, með lögun hluta. Fjallað er um orkusparnað og endurvinnslu hvaða efni sundrast ekki í náttúrunni og afleiðingar þess. Nemendur fræðast um geimferðir, sólina og reikistjörnurnar og lífskilyrðin á tunglinu og öðrum plánetum. Farið er í breytingar í náttúrunni varðandi árstíðarskipti og hvernig mismunandi dýrategundir annast afkvæmi sín. Samlestur, umræður, hópaverkefni, vinnublöð, skapandi vinna og vettvangsferðir. Náttúran allan ársins hring. Komdu og skoðaðu himingeiminn.

18 Ýmsar fræðibækur s.s. um fugla, fiska og himingeiminn. Lífsferlar fyrir bekk (gagnvirkt efni, námsgagnastofnun) Fræðslustígur Valdar tilraunir Efni á vefnum Vettvangsferðir Fjöruferð Fræðasetrið í Gróttu Gönguferðir um nágrennið Í vetur verður gerð tilraun með nýja tegund af námsmati, námsatsmöppur (portfolio). Nemendur safna verkefnum samkvæmt ákveðnu skipulagi í möppurnar. Kennari sendir möppuna heim með umsögn a.m.k. tvisvar sinnum á önn. Þá gefst foreldrum og nemendum einnig kostur á að meta verkefnin. Samfélagsfræði 4. bekkur Nemendur beri saman fjölskyldulíf hér á landi nú við það sem gerist annars staðar og á öðru tímaskeiði sögunnar. Nemendur þekki fáein atriði íslenskrar skólasögu, svo sem heimafræðslu, farskóla og heimavistarskóla. Nemendur þekki íslenskar þjóðsögur og lesi úr þeim fróðleik um íslenska þjóðtrú og þjóðhætti fyrr á öldum. Nemendur geti borið saman það sem er líkt/ólíkt t.d. í húsakosti, klæðaburði, mataræði, heimilislífi, menntun leikjum barna, siðum og venjum, nú og á öðru tímaskeiði, t.d. á síðustu öld. Nemendur kynnist norrænum goðsögum t.d. um hamar Þórs, Útgarða-Loka og Miðgarðsorm. Nemendur geri sér grein fyrir að sögunni er skipt niður í tímabil, t.d. landnámsöld. Nemendur þekki mismunandi leiðir til að afla sér upplýsinga, t.d. í bókum, dagblöðum, á Netinu.

19 Nemendur fái innsýn í söguna í gegnum bókmenntir, svo sem þjóðsögur og Íslendingasögur. Nemendur komi kunnáttu sinni á framfæri munnlega og skriflega og/eða með annari tjáningu. Nemendur læri að nota efnisyfirlit og atriðisorðaskrá í kortabókum til að finna tilteknar upplýsingar. Nemendur átti sig á hreyfingu jarðar umhverfis sólu og að hún veldur árstíðaskiptum. Nemendur skilji að útlit tunglsins fer eftir afstöðu jarðar, tungls og sólar. Nemendur bera saman líf fólks á Íslandi áður fyrr og á okkar tímum. Nemendur kynnast þjóðsögum og norrænum goðsögum. Nemendur læra mismundi leiðir við upplýsingaöflun. Fjallað er um himingeiminn. Hópvinna og einstaklingsverkefni. Nemendur búa til bók þar sem þeir safna öllum verkefnunum saman. Lögð er áhersla á skapandi vinnu. Ísland áður fyrr - Fjölskyldan Ísland áður fyrr - Heimilið Komdu og skoðaðu - Landnámið Í vetur verður gerð tilraun með nýja tegund af námsmati, námsatsmöppur (portfolio). Nemendur safna verkefnum samkvæmt ákveðnu skipulagi í möppurnar. Kennari sendir möppuna heim með umsögn a.m.k. tvisvar sinnum á önn. Þá gefst foreldrum og nemendum einnig kostur á að meta verkefnin. Vettvangsferðir Þjóðminjasafnið Læknasafnið

20 Stærðfræði 4. bekkur Nemandi leysi þrautir þar sem beita þarf útreikningum Nemandi vinni með tímareikninga, tímaáætlanir og lesi úr einföldum töflum Nemandi vinni með staðaleiningarnar m og sm, l og dl, g og kg. Nemandi leysi verkefni úr daglegu umhverfi sínu þar sem þarf að leggja saman, draga frá, margfalda eða deila til að finna lausn Nemandi þjálfist í að finna ólíkar leiðir við lausn verkefna Nemandi læri að námunda tölur Nemandi noti þekkingu á tugakerfinu við lausn dæma Nemandi fáist við skiptingu þar sem afgangur verður Nemandi noti stærðfræðileg hugtök til að lýsa hlutum eða fyrirbæru Nemandi þjálfist í að giska á lausnir og prófa þær Nemandi skoði mynstur í margföldunartöflum Nemandi leysi einföld dæmi þar sem eyður eru notaðar til að tákna óþekkta stærð í jöfnu Nemandi teikni flatarmyndir, s.s. þríhyrninga og rétthyrninga og geti fundið flatarmál og ummál þeirra Nemandi þjálfist í að nota víxlreglu í samlagningu og margföldun Þrautir, tímareikningar, mælieiningar, námundun, tugakerfið, reikniaðgerðirnar fjórar, mynstur, jöfnur, flatarmál, ummál og víxlregla. Nemendur fá þjálfun í að útskýra sínar lausnir og nota fjölbreyttar aðferðir við lausn dæma. Innlögn frá kennara, einstaklingsverkefni, hópvinna (getuskiptir stærðfræðihópar), hlutbundin vinna, þrautir, sýnikennsla. Unnið með tölvuforrit. Eining 7 og 8. Við stefnum á deilingu Viltu reyna? Blár, Svartur hvítur og fjólublár. Stjörnubækur Verkefni fyrir Vasareikna, 4. hefti eða eftir getu hvers og eins. Ýmis konar þrautavinna. Ýmis stærðfræðiforrit ætluð fyrir miðstig.

21 Kannanir eru lagðar fyrir eftir hvern námsþátt og gilda þær 60% á móti prófi í janúar og maí. Sund 4. bekkur Nemandi fái markvissa sundkennslu og verði færir um að bjarga sjálfum sér sem og öðrum. Nemendi öðlist skilning á mikilvægi reglubundinnar sundiðkunar og nýti sér það til heilsuræktar og yndisauka þegar fram líða stundir. Bringusund, skólabaksund, skriðsund og stunga. Kennslan skal byggð upp með viðeigandi stíganda og stefnt skal að því að nemendur nái 4. sundstigi í lok námskeiðsins. 4. sundstig a) 25 m bringusund b) 15 m skólabaksund c) 12 m skriðsund með eða án hjálpartækja d) 12 m baksund með eða án hjálpartækja e) Stunga úr kropstöðu af bakka Í lok námskeiðsins taka nemendur 4. sundstig. Textílmennt 4. bekkur Að nemandi fái þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að hann verði sjálfbjarga í verki og öðlist raunhæft mat á handverki. Að nemandi þjálfist í undirstöðu aðferðum og tækni fagsins og hafi byggt upp sjálfstraust til þess að leysa verkefni innan greinarinnar á sjálfstæðan hátt. Að nemandi hafi á valdi sínu ákveðna þekkingu og verktækni til að koma hugmynd í verk. Að nemandi öðlist hæfni til samstarfs við aðra þar sem um sameiginleg verkefni er að ræða. Að nemandi fái í gegnum skapandi vinnu raunverulega reynslu og yfirsýn yfir ferlið frá hygmynd til útfærslu.

22 Uppfitjun, garðaprjón, affelling, sauma saman prjónles, krosssaumur, létt úttalning, dúskagerð, einföld útsaumsspor, ullarvinna. Efnisfræði, hópvinna, samvinna. Valið er úr þessum verkþáttum. Innlögn, sýnikennsla og einstaklingsvinna. Bækur, blöð, verklýsingar, efni, áhöld o.fl. Sanngjarnt mat tekur til fjölmargra þátta. Það veitir nemendum og foreldrun upplýsingar um árangur. Sýnilegur árangur í fullgerðum munum segir ekki nema að ákveðnu marki til um gengi nemandans. Í lokanámsmati skal huga að þáttum eins og framförum, sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögðum og samstarfshæfni. Hvort sem notuð er skrifleg umsögn, tákn eða tölulegt mat er mikilvægt að námsmatið sé ekki eingöngu kennaramat heldur fái nemendur frá upphafi leiðsögn í að meta eigin frammistöðu og verk á raunhæfan hátt og taki þar með þátt í ábyrgðinni sem fylgir námsmatinu. Sjálfsmat þjálfar nemendur í gagnrýninni hugsun og gefur þeim tækifæri til að tjá sig. Gefin er einkunn í tölustöfum við lok hvorrar annar. Tölvunotkun 4. bekkur Tölvunotkun og upplýsingatækni er þverfagleg námsgrein. Áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um aðferðir og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Umsjónarkennarar, skólasafnskennari og kennari í upplýsingamennt vinna því að samþættingu markmiða upplýsingamenntar og annarra námsgreina í upplýsingaverkefnum. Nemendur fá kennslu í stuttmyndagerð (u.þ.b. 7 vikur, 4 kennslustundir á viku) og verður megin þema í ár fuglar. Auk þess hafa umsjónarkennarar aðgang að tölvuveri með nemenum sínum. Mikilvægt er að nemendur nái undirstöðuatriðum í ritvinnslu og geti nýtt kunnáttu sína við verkefnavinnu í mismunandi námsgreinum. Einnig að nemendur læri rétta fingrasetningu og þjálfist í að leita og notfæra sér efni af Netinu. Nemendur læra að nota tölvupóst. Mikilvægt er að nemendur læri að temja sér þær umgengniseglur sem gilda í tölvuverum. Leggja skal áherslu á að nemendur temji sér rétta líkamsbeitingu við vinnu á tölvur. Unnið er með eftirfarandi efnisþætti: ritvinnsla í Word, að vista og opna skjal, setja inn mynd í skjal. Áhersla lögð á að nota teikniforrit, Paint eða Paint.net. Kennt að nota Outlook póstforritið. Unnið með Power Point í tengslum við aðra verkefnavinnu.

23 Innlögn frá kennara og sjálfstæð vinna nemenda þar sem nemendur læra á tölvur í sameiginlegum- og einstaklings verkefnum í tölvuveri og í skólastofum. Lögð er áhersla á notkun kennsluforrita og að tengja þau við námið inni í bekk. Tölvunotkunin er fléttuð inn í sem flestar námsgreinar. Word. Outlook Ýmis kennsluforrit. Verkefni fyrir þjálfun á lyklaborð tölvu. Ritfinnur. Netið. Teikniforrit. Power Point. Stuttmyndagerð Vinnusemi í tímum, mat á verkefnum, símat. Tónmennt 4. bekkur Að vekja og efla áhuga nemenda á tónlist og tónlistariðkun Að efla sköpunargáfu nemenda og auka þekkingu þeirra á tónlist og því sem henni tengist Að nemandi syngi í hóp fjölbreytt sönglög og þulur Að nemandi þekki og leiki á einföld skólahljóðfæri Að nemandi semji einföld mynstur á skólahljóðfæri Að nemandi vinni með hryn, takt, sterkt og veikt form Að nemandi geti hreyft sig frjálst og óheft eftir tónlist Að nemandi sé fær um að taka þátt í hreyfileikjum og dönsum Nemendur læra ýmis sönglög og samhæfing og rödd þeirra er þjálfuð. Nemendur kynnast einföldum skólahljóðfærum. Nemendur þjálfast í að hlusta á tónlist og kynnast 12 tónskáldum. Nemendur læra um nótnagildi ásamt því að semja hljóðverk. Áhersla er á hreyfingu og dans í tengslum við tónlist. Sönglög kennd ýmist út frá texta, laglínu eða hljómfalli og hreyfingu. Hlustun er mikilvægur þáttur í tónlistarnámi og fer engin tónlistarvinna fram á hlustunar. Í þessum árgangi er unnið bingó,,hlustað og teiknað þar sem þau læra að þekkja 12 tónskáld, tónverk þeirra og stíla. Í gegnum hljóðfæri verður samhæfing nemandans þjálfuð og einnig þættir eins og að vera samtaka, koma inn á réttum stað og hlusta á aðra. Kennd verða grunnhugtök tónfræðinnar s.s. nótnagildi. Skapandi einstaklings- og hópvinna þar sem samin verða hljóðverk og leikverk í fyrirframgefnu formi og þau skráð. Mikið er unnið með líkamann, hreyfingu og dans.

24 Ýmis tónlist. Skólahljóðfæri. Geisladiskar og ýmis verkefni. Vinnueinkunn, próf og sjálfsmat. Upplýsingamennt 4. bekkur Nemendur viti að fræðsluefni á safninu er flokkað eftir ákveðnu kerfi (Dewey) og læri grunnatriði um uppröðun skáldrita Nemendur þekki hlutverk einstakra hluta bókar, s.s. bókarkápu, kjalar, titilsblaðs, efnisyfirlits, atriðisorðakrár Nemendur geti leitað eftir efnisyfirliti og atriðisorðaskrá Nemendur kunni að nota orðabækur Nemendur kunni að leita á margmiðlunardiskum eftir efnisorðum eða myndum Nemendur geti leitað eftir efnisorðum á Interneti eða vef skólans Nemendur geti fundið lykilorð í texta og endursagt aðalatriði Nemendur læri grunnatriði í heimildavinnu; það felur í sér að nemandi geti: - mótað spurningar út frá efni - nálgast þau gögn sem þarf að nota - aflað heimilda, flokkað, greint og varðveitt á skipulegan hátt - unnið úr upplýsingum og raðað saman efni þannig að það myndi eina heild - gert grein fyrir niðurstöðum sínum - skráð heimildir Nemendur þekki ýmsar greinar bókmennta Nemendur þekki nokkuð vel til helstu íslenskra og erlendra barnabókahöfunda og verka þeirra Nemendur hafi kynnst nokkrum greinum vísinda, lista, tækni og verkmennta á skólasafninu Nemendur viti hvað hugtakið höfundarréttur merkir Nemendur þekki helstu söfn í heimabyggð sinni Nemendur eru þjálfaðir í að finna bækur eftir flokkunarkerfi safnsins og einnig ákveðið efni með því að nota efnisyfirlit og atriðisorðaskrá. Nemendur læra að nota orðabækur og margmiðlunardiska. Farið er í grunnatriði heimildavinnu og hvað er höfundarréttur. Nemendur kynnast verkum nokkra barnabókahöfunda.

25 Verkefnavinna, ritgerðasmíð, samvinna nemenda og frjáls lestur. Nemendur eru hvattir til að fá lánaðar bækur á safninu og kynnast þannig flokkunarkerfinu betur. Í leik á skólasafni I Kennsluforrit skólans Valdar vefsíður Símat sem er byggt á virkni, framförum og hegðun. Vinnubækur og verkefni/ritgerð unnin í samstarf við bekkjarkennara.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning)

Leiðsagnarmat (assessment FOR learning) Shirley Clarke Clarke, 1998: Targeting assessment in the primay classroom Clarke, 2001: Unlocking formative assessmant Clarke, 2003: Enriching feedback in the primary classroom Clarke, 2005: Formative

More information

Bekkjarnámskrá bekkur. Vorönn Kristín Sigfúsdóttir LAUGALANDSSKÓLI Í HOLTUM

Bekkjarnámskrá bekkur. Vorönn Kristín Sigfúsdóttir LAUGALANDSSKÓLI Í HOLTUM Vorönn 2019 Bekkjarnámskrá 7. 8. bekkur Kristín Sigfúsdóttir LAUGALANDSSKÓLI Í HOLTUM Efnisyfirlit Almennt... 3 Íslenska... 3 Hæfniviðmið... 6 Skipulag kennslunnar... 6 Grunnþættir menntunar... 7 Námsmat...

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

Færni í ritun er góð skemmtun

Færni í ritun er góð skemmtun Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir Júní 2018 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Færni í ritun er góð skemmtun Um ritlist og ritunarkennslu Fanney Úlfarsdóttir

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Námskrá þessi er unnin fyrir. í samstarfi símenntunarstöðvanna þriggja á Norðurlandi

Námskrá þessi er unnin fyrir. í samstarfi símenntunarstöðvanna þriggja á Norðurlandi Enska - Námsskrá - Námskrá þessi er unnin fyrir í samstarfi símenntunarstöðvanna þriggja á Nrðurlandi E f n i s y f i r l i t Inngangur... 2 Hugtök í námsmarkmiðum... 4 Lkamarkmið... 4 Námsþættir g lýsingar...

More information

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty

qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty qwertyuiopasdfghjklzxcvbnmq wertyuiopasdfghjklzxcvbnmqw ertyuiopasdfghjklzxcvbnmqwer tyuiopasdfghjklzxcvbnmqwerty Rannsóknaráætlun Lokagerð uiopasdfghjklzxcvbnmqwertyui Byrjendalæsi Nám og kennsla opasdfghjklzxcvbnmqwertyuiop

More information

Þemahefti um na msmat í leikskó lum

Þemahefti um na msmat í leikskó lum Þemahefti um na msmat í leikskó lum Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Þemahefti um námsmat í leikskólum Desember 2013 Útgefandi: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík Sími:

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Lokaverkefni til B.Ed prófs. Þemanám. Fræðileg umfjöllun og þemaverkefni. Kristín Jóna Sigurðardóttir

Lokaverkefni til B.Ed prófs. Þemanám. Fræðileg umfjöllun og þemaverkefni. Kristín Jóna Sigurðardóttir Lokaverkefni til B.Ed prófs Þemanám Fræðileg umfjöllun og þemaverkefni Kristín Jóna Sigurðardóttir 021173 3049 Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, grunnskólakennarafræði Apríl 2008 1 Útdráttur Í ritgerðinni

More information

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð

Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Búum til spil Spilagerð í samstarfi við nemendur Greinargerð Halla Rúnarsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands,

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs

Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Eigum við að lesa? Áhrif foreldra ungra barna á undirstöðuþætti læsis, lestrarferlið og viðhorf barna til lesturs Lilja Rut Bech Hlynsdóttir og Tinna Arnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild

More information

ÞITT ER VALIÐ

ÞITT ER VALIÐ ÞITT ER VALIÐ 2018 2019 Kæri nemandi, Viðmiðunarstundaskrá menntamálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að nemendur í 8. 10. bekk séu alls 37 kennslustundir á viku í skólanum og að hluti þeirra eigi að vera

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar

Neistar. Kennsluleiðbeiningar. Davíð A. Stefánsson. Sigrún Valdimarsdóttir. Neistar Kennsluleiðbeiningar Davíð A. Stefánsson Sigrún Valdimarsdóttir Neistar Kennsluleiðbeiningar Neistar Kennsluleiðbeiningar 2014 Davíð A. Stefánsson og Sigrún Valdimarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Sigríður Wöhler

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsd og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

More information

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 3. september 2007

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 3. september 2007 5 1 2 3 4 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 3. september 2007 Átta tíu Stærðfræði 5 Kennsluleiðbeiningar 2007 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2007 teikningar

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Þróunarverkefni í Sérdeild Vallaskóla skólaárið 2005-2006 Handbók Guðmundur B. Gylfason Kristín Björk Jóhannsdóttir Samstarfsfólk Lilja Björg Guðjónsdóttir þroskaþjálfi

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Lestrarstefna Hraunvallaskóla

Lestrarstefna Hraunvallaskóla Lestrarstefna Hraunvallaskóla,,Ó voldugu álfkonur gefið nýfæddu barni mínu ekki aðeins heilsu, fegurð, ríkidæmi og allt hitt sem þið eruð vanar að koma stormandi með gefið barni mínu lestrarhungur 0 (Astrid

More information

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 13. september 2006

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 13. september 2006 3 1 2 4 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 13. september 2006 Átta tíu Stærðfræði 3 Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2006 teikningar

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu

Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Lokaverkefni til B.Ed. prófs Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu Fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar Daggrós Stefánsdóttir 170184-2469 Edda Rún Gunnarsdóttir 051184-3199 Kennaraháskóli

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði

Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Netnám og nemendasjálfstæði Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Brynhildur Anna Ragnarsdóttir M.A. ritgerð í uppeldis- og menntunarfræði nr. 1992 Leiðbeinandi: Dr. Jón Torfi Jónasson Haust 2002 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 2002

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Skapandi skóli Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Í þessari handbók er að finna hagnýtar hugmyndir um fjölbreytta og skapandi kennslu fyrir kennara á öllum stigum grunnskóla. Fjallað

More information

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM

LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM LESHÖMLUN OG NÁM Í ERLENDUM TUNGUMÁLUM Michael Dal lektor YFIRLIT Kynning Hvað er dýslexía? Dýslexía og tungumálanám DYSLANGUE samevrópsk verkefni um leshömlun og tungumála (Austurríki, Danmörk og Ísland)

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Brynjar Karl Óttarsson tók saman

Brynjar Karl Óttarsson tók saman Brynjar Karl Óttarsson tók saman Giljaskólaleiðin leggur áherslu á framsögn, lestur og ritun í gegnum raunveruleg, merkingarbær viðfangsefni sem endurspegla veruleikann eins og hann blasir við utan veggja

More information

Stær fræ i Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 4. mars 2008

Stær fræ i Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 4. mars 2008 1 2 3 4 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 4. mars 2008 Átta tíu Stærðfræði 6 Kennsluleiðbeiningar 2008 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2008 teikningar

More information

Ævintýri með Lubba Bók er best vina

Ævintýri með Lubba Bók er best vina Ævintýri með Lubba Bók er best vina Þróunarverkefni um málörvun, samþættingu leikskólastarfs og samstarf ófaglærðs starfsfólks Inese Kuciere Valsteinsson Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Ævintýri

More information

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti

Brúum bilið. leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu. Svandís Þórhallsdóttir. aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Brúum bilið leikum og lærum í leikskólanum og grunnskólanum á Hellu Svandís Þórhallsdóttir aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Heklukoti Efnisyfirlit Inngangur...... 2 1.0. Markmið þróunaráætlunarinnar..........3

More information

Stafræn borgaravitund

Stafræn borgaravitund Stafræn borgaravitund Verkefni handa nemendum á mið- og unglingastigi í grunnskólum Kópavogs Björn Gunnlaugsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Sigurður Haukur Gíslason tóku

More information

Fræðslufundur fyrir foreldra Febrúar Brynja Baldursdóttir Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir

Fræðslufundur fyrir foreldra Febrúar Brynja Baldursdóttir Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir Fræðslufundur fyrir foreldra Febrúar 2017 Brynja Baldursdóttir Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir Þjóðarsáttmáli um læsi Samningur ríkis og sveitarfélaga Við munum vinna að því eftir fremsta megni að a.m.k. 90%

More information

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat

Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Námsmat í skólastarfi Fjölbreyttar leiðir Alhliða mat Þróunarstarf í Álftanesskóla 2006 2007 Lokaskýrsla 1 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Aðdragandi... 4 Markmið og stefna skólans fjölbreytni í námsmati...

More information

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi?

Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Lestur til ánægju: Er samhengi á milli frjálslesturs nemenda og árangurs í námi? Bergljót Hrönn Hreinsdóttir 020960-4269 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Námskrá 3-4 ára barna í leikskólum Kópavogs

Námskrá 3-4 ára barna í leikskólum Kópavogs Námskrá 3-4 ára barna í leikskólum Kópavogs Sigríður Síta Pétursdóttir Kópavogur 2010 2010 Fræðsluskrifstofa Kópavogsbæjar Námskrá fyrir 3-4 ára börn í leikskólum Kópavogsbæjar var unnin af starfshópi

More information

Gæðum orðin lífi. Hvernig hjálpum við nemendum að tileinka sér orðaforða námsgreina? Heimildir:

Gæðum orðin lífi. Hvernig hjálpum við nemendum að tileinka sér orðaforða námsgreina? Heimildir: Gæðum orðin lífi Hvernig hjálpum við nemendum að tileinka sér orðaforða námsgreina? Heimildir: Wilfong, L. G. (2013) Herrell, A. L. og Jordan, M. (2008) Benjamin, A. og Crow, J.T. (2013) Khatib, A.T. og

More information

Úttekt á enskukennslu í grunnskólum veturinn

Úttekt á enskukennslu í grunnskólum veturinn Úttekt á enskukennslu í grunnskólum veturinn 2005-2006 Unnin fyrir menntamálaráðuneytið Lovísa Kristjánsdóttir Laufey Bjarnadóttir Samúel Lefever Júní 2006 SAMANTEKT Úttekt á enskukennslu í grunnskóla

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga...

Ágrip Efnisyfirlit Inngangur Munnleg saga, einsaga og aðrar aðferðir í sagnfræði Munnleg saga Einsaga... Ágrip Á undan förnum árum hefur munnleg saga verið að öðlast ákveðna viðurkenningu innan sagnfræðinnar. Munnleg saga gengur út á að afla sögulegrar þekkingar með því að taka viðtöl við fólk um líf þeirra

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Hugmyndir skólastjóra í grunnskólum um skóla án aðgreiningar? Ólafía María Gunnarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed. prófs Uppeldis og menntunarfræðideild 1 Skóli án aðgreiningar Hugmyndir

More information

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði

Þróunarverkefnið. Orð af orði, orðs ég leitaði Þróunarverkefnið Orð af orði, orðs ég leitaði Verkefni unnið í leikskólanum Reynisholti 2009-2012 Reykjavík 2012 Leikskólinn Reynisholt Gvendargeisla 13 113 Reykjavík Sími 517-5560 Netfang: reynisholt@reykjavík.is

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Aukin hreyfing með skrefateljara

Aukin hreyfing með skrefateljara Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. maí 2009 Oddrun Hallås og Torunn Herfindal Aukin hreyfing með skrefateljara Samstarf milli grunnskóla og háskóla

More information

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau

Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Það hefur bara jákvæð áhrif á þau Upplifun starfsmanna leikskóla á notkun K-PALS aðferða til að þjálfa byrjandi lestrarfærni hjá fimm og sex ára leikskólabörnum Kristín Helga Guðjónsdóttir Lokaverkefni

More information

Mennta- og menningarráðuneytið

Mennta- og menningarráðuneytið Mennta- og menningarráðuneytið Námsgagnastofnun Sköpunargleði á rætur í eðlislægri forvitni og athafnaþrá. Sköpun felur í sér áskorun, spennu og leit. Sköpun færir sér í nyt eða brýtur hefðbundin mynstur,

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands

Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Aragötu 9 101 Reykjavík Efnisyfirlit Námskeið og vinnustofur fyrir deildir og fræðasvið... 2 Stefna Háskóla Íslands:...

More information