Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands

Size: px
Start display at page:

Download "Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands"

Transcription

1 Námskeiðabæklingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Aragötu Reykjavík

2 Efnisyfirlit Námskeið og vinnustofur fyrir deildir og fræðasvið... 2 Stefna Háskóla Íslands:... 2 Upplýsingatækni í kennslu... 3 TitanPad... 3 Padlet... 3 Socrative... 3 Kahoot Quizizz Connect fours... 4 Pinterest... 4 Adobe Spark... 4 Office Mix... 4 Microsoft Sway... 4 Spjaldtölva - vinnutæki kennarans, vinnustofa... 5 Samfélagsmiðlar í kennslu... 5 Upptökur... 6 Panopto... 6 Verkfærakista kennarans - ca 6 klst (velja má úr)... 7 Hópastarf (2 klst)... 7 Að nota spurningar í kennslu (1/2 klst)... 8 Kennsluaðferðir, s.s. vendikennsla, PBL, og fleiri útfærslur á lausnaleitarnámi (1 klst)... 8 Upplýsingatækni í kennslu (2 klst)... 8 Að stjórna umræðum (1/2 1 klst)... 8 Vinnuálag í námskeiðum... 8 Tengsl hæfniviðmiða, kennslu og námsmats... 9 Endurskoðun lokaviðmiða og samhæfing við hæfniviðmið námsleiða Áhugi: Hvað geta kennarar gert til að auka áhuga nemenda? Kenningar um nám og áhugahvöt og hagnýtt gildi þeirra í kennslustofunni Listin að halda fyrirlestur... 12

3 Námskeið og vinnustofur fyrir deildir og fræðasvið Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður deildum og fræðasviðum Háskóla Íslands að setja upp námskrá fyrir sig og velja til þess námskeið af þessum lista. Námskeiðin eru skipulögð af Kennslumiðstöð HÍ og kennsluþróunarstjóra HVS. Hægt er að velja námskeiðspakka sem henta hverri og einni deild eða fræðasviði. Vinsamlegast hafið samband við Kennslumiðstöð, s , óskið þið eftir námskeiðum og við finnum tíma sem hentar öllum. Stefna Háskóla Íslands: Í stefnu Háskóla Íslands er lögð áhersla á þróun kennsluhátta til að búa nemendur undir áframhaldandi nám, þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og fjölbreyttu atvinnulífi. Lögð er áhersla á nýsköpun í kennslu og aukna skuldbindingu nemenda við nám sitt. Jafnframt er þar hvatt til starfsþróunar og endurmenntunar starfsamanna. Að auki leggur Háskóli Íslands áherslu á að allir nemendur séu vel upplýstir um einstök námskeið og námsleið sína í heild og njóti stuðnings í námi sínu. Stefna Háskóla Íslands leggur enn fremur áherslu á skuldbindingu nemenda við nám sitt.

4 Upplýsingatækni í kennslu Tími: 3 klst. vinnustofa Hjálpartæki: Tölvur nauðsynlegar Fyrir hvern? Kennara og annað starfsfólk HÍ sem vill nýta upplýsingatækni í kennslu Sérfræðingur: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands (bjarndis@hi.is) Hæfniviðmið Að námskeiði loknu geta þátttakendur: nýtt sér TitanPad í kennslu og á fundum notað Padlet til að vinna með í hóp notað Socrative í kennslu til að auka þátttöku nemenda í stórum jafnt sem smáum hópum notað Pinterest til að auka virkni nemenda utan skólastofunnar, til fjölbreyttara námsmats s.s. verkefnaskila og miðlunar efnis virkjað nemendur með gagnvirkum spurningaleikjum útbúið og miðlað fjölbreyttu kynningarefni Á námskeiðinu eru kynnt hin ýmsu forrit, öll frí, og tiltölulega einföld í notkun. Deildum er boðið að velja 2-4 forrit til kynningar á sama námskeiði úr eftirfarandi: TitanPad Opið frítt forrit, þar sem allt að 64 geta unnið í einu í sama skjali. Einfalt spjallborð gerir fólki kleift að spyrja spurninga, skrifa athugasemdir og skiptast á skoðunum. Allt sést á spjallborðinu. Hægt er að nota dulnefni eða eigið nafn. Þar sem námskeið eru fjölmenn geta nemendur unnið í hópum og skilað niðurstöðum í sameiningu. Hægt er að vista skjalið og senda í ýmsu formi. Þeir sem heima sitja geta einnig tekið þátt ef þeir hafa upplýsingar um innskráningu. Padlet Padlet, einnig opið frítt forrit, er nokkurs konar rafræn korktafla sem hægt er að nota á ýmsan hátt. Sem dæmi má nefna að hópar geta unnið að veggspjöldum á Padlet, þar sem dregnar eru saman upplýsingar um ákveðið efni sem hópar geta síðan kynnt eða samantekt úr greinum úr fagtímaritum. Niðurstöður allra hópanna eru þá á korktöflunni í einu og engin þörf á að hengja veggspjöld á veggi. Hægt er að vista og senda töfluna út úr forritinu. Socrative Opið frítt forrit sem passar vel fyrir prófa- og verkefnaskil, bæði inni í kennslustofunni og utan hennar. Hópar geta t.d. skilað niðurstöðum í tímum þannig að allir sjái á skjá.

5 Nemendur geta einnig sent inn einstaklings- eða svör hópa við spurningum sem kennarinn spyr yfir hópinn. Forritið getur því nýst vel í stórum nemendahópum. Kahoot Quizizz Connect fours Eru veflæg verkfæri sem henta vel til að virkja nemendur. Kennari býr til spurningaleiki sem nemendur taka þátt í ýmist sem einstaklingur eða hópur, á staðnum eða heima. Forritin eru fyrir öll stýrikerfi. Pinterest Er best lýst sem sjónrænt safn bókamerkja. Verkfærið er veflægt og virkar fyrir öll stýrikerfi. Það býður upp á endalausa möguleika í rannsóknar- og skólastörfum t.d. varðandi verkefnaskil, umræðu, samvinnu eða hugmyndasöfnun. Adobe Spark Margmiðlunarforrit sem hentar mjög vel fyrir stafræna útgáfu, plaköt, kort, myndskeið eða vefsíður svo eitthvað sé nefnt. Forritið er bæði veflægt og smáforrit fyrir ios snjalltæki. Veflæga útgáfan virkar í flestum vefvöfrum og er hægt að nýta þannig með öllum stýrikerfum. Forritið er frítt en nauðsynlegt er að hafa Adobe aðgang (e. Adobe ID). Office Mix Margmiðlunarforrit hannað fyrir Office 2013 og nýrri útgáfur. Gerir notanda kleift að hlaða inn PowerPoint glærum, tala inn á þær, taka skjámyndir og -myndskeið. Einnig getur notandi verið sjálfur í mynd, en þá er nauðsynlegt að hafa skjá- eða vefmyndavél á tölvunni. Microsoft Sway Margmiðlunarforrit sem hentar mjög vel fyrir stafræna útgáfu, rafbækur, skýrslur, plaköt, kort eða vefsíður svo eitthvað sé nefnt. Forritið er innbyggt í Office 365 en einnig er það veflægt sem og smáforrit fyrir Windows og ios snjalltæki. Forritið er frítt en nauðsynlegt er að hafa Microsoft aðgang, annað hvort Office 365 eða Microsoft Live.

6 Spjaldtölva - vinnutæki kennarans, vinnustofa Tími: 2 klst. vinnustofa Hjálpartæki: spjaldtölva eða sími eru nauðsynleg Fyrir hvern? Kennara og aðra starfsmenn HÍ Sérfræðingur: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands (bjarndis@hi.is) Í vinnustofunni verður farið yfir grunnstillingar og virkni tölvunnar. Kynnt verða ýmis smáforrit sem henta vel til skipulagningar, efnisvinnslu og miðlunar. Spjaldtölvur henta mjög vel sem vinnutæki fyrir kennara, hvort sem er til skipulagningar, efnisvinnslu eða skráninga. Mikill fjöldi smáforrita eru á markaðinum í dag á námskeiðinu verður lögð áhersla á forrit sem eru ókeypis og hafa reynst kennurum vel við sína vinnu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með eigin spjaldtölvur á vinnustofuna. Að námskeiði loknu geta þátttakendur: Nýtt spjaldtölvur á fjölbreyttan hátt við vinnu. Skipulagt kennslu og verkefni með spjaldtölvu. Valið smáforrit sem henta þeirra þörfum. Sótt smáforrit í vefverslanir. Samfélagsmiðlar í kennslu Tími: 2 klst. vinnustofa Hjálpartæki: tölvur nauðsynlegar Fyrir hvern? Kennara og annað starfsfólk HÍ sem vill nýta samfélagsmiðla í kennslu Sérfræðingur: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands (bjarndis@hi.is) Töluvert hefur færst í aukana að kennarar nýti samfélagsmiðla í kennslu. Þeir segjast með því geta aukið virkni nemenda og komið til móts við þá á þeirra miðlum. Kennslumiðstöð býður upp á vinnustofu um notkun hinna ýmsu samfélagsmiðla í kennslu, facebook, twitter, pinterest, padlet og instagram svo að dæmi séu nefnd. Að vinnustofu lokinni geta þátttakendur: Notað samfélagsmiðla til að auka þátttöku nemenda sinna í námi, t.d. með umræðum. Valið samfélagsmiðil sem hentar áherslum í námskeiði. Notað samfélagsmiðla til námsmats.

7 Upptökur Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður upp á ýmsa möguleika í upptökum og gerð kennsluog kynningarmyndbanda. Í nýrri stefnu Háskóla Íslands er lögð áhersla á upptökur fyrirlestra og fjarnám. Panopto er upptökukerfið sem Háskóli Íslands notar til að taka upp kennslustundir og styttri fyrirlestra s.s. eins og fyrir vendikennslu. Panopto Tími: 40 mín. kynning Fyrir hvern? Kennara og annað starfsfólk HÍ sem vill nota upptökur í kennslu Sérfræðingar: Grettir Sigurjónsson og Gústav K. Gústavsson Á kynningu um Panopto-upptökuforritið er farið í helstu þætti er hafa þarf í huga þegar tekið er upp í kerfinu. Þátttakendur læra að taka upp og vista upptökur á Moodle og Uglu. Hæfniviðið: Að kynningu lokinni geta þátttakendur: notað Panopto upptökuforrit til upptöku vistað Panopto-upptökur á Moodle og Uglu Námsumsjónakerfi Innan Háskóla Íslands er um að ræða tvö námsumsjónakerfi, Uglu og Moodle. Flestir nýta sér Uglu enda þjónar hún einnig sem nemendakerfi fyrir allan skólann auk annarra opinberra háskóla í landinu. Mörgum dugar Uglan þó ekki því að þeir eru með flóknara námsumsjónakerfi en Uglan býður upp á, því notast þeir við Moodle sem býður upp á fleiri möguleika. Kennslumiðstöð HÍ heldur vinnustofur og webinar um bæði kerfin. Moodle - vinnustofa Tími: 2 klst. vinnustofa Hjálpartæki: Tölvur nauðsynlegar Fyrir hvern? Kennara og annað starfsfólk HÍ sem kemur að umsjón Moodle kennsluvefja. Sérfræðingar: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir (bjarndis@hi.is) og Áslaug Björk Eggertsdóttir (aslaugbj@hi.is) Á vinnustofunni er farið í grunnfærni í Moodle-námsumsjónakerfinu, s.s. uppbyggingu, verkefnaskil, umræður og einkunnabækur. Einnig er hægt að sýna sértækari virkni kerfisins s.s. spurningabanka fyrir próf, jafningjamat, vefleiðangrar og hópar og knippi.

8 Að vinnustofu lokinni geta þátttakendur: Skipulagt Moodle-námsumsjónavef fyrir námskeið Sett inn efni á Moodle Sett upp verkefnaskil í Moodle Útbúið einkunnabók í Moodle Sett upp umræðuþráð í Moodle Ugla - vinnustofa Tími: 1 klst. námskeið Hjálpartæki: Tölvur nauðsynlegar Fyrir hvern? Kennara og annað starfsfólk HÍ sem kemur að námskeiðsvef Uglu. Sérfræðingar: Bjarndís Fjóla Jónsdóttir (bjarndis@hi.is) og Áslaug Björk Eggertsdóttir (aslaugbj@hi.is) Námsumsjónakerfi Uglu. Þátttakendur eru leiddir í gegnum námsumsjónakerfi Uglu, Að vinnustofu lokinni geta þátttakendur sett upp námskeið í Uglu sett nemendur í hópa í Uglu sett upp verkefnavef í Uglu sent póst á námskeið sitt í Uglu útbúið verkefnamöppu í Uglu og notað hana gagnvirkt til verkefnaskila á Uglu Skráð lokaeinkunnir í Uglu Verkfærakista kennarans - ca 6 klst (velja má úr) Aðlaga þarf kennsluhætti og námsmat að hverju námskeiði fyrir sig. Því þarf verkfærakista okkar kennara að innihalda margs konar verkfæri. Við veljum okkur það verkfæri úr verkefnakistunni sem passar því verkefni sem á að vinna. Auk þess byggjum við á styrkleikum okkar, hvers fyrir sig. Í stefnu Háskóla Íslands er lögð áhersla á þróun kennsluhátta og virkni nemenda. Fjölbreyttar kennsluaðferðir miða að því að draga úr hefðbundnu fyrirlestraformi og virkja nemendur, þannig að meira reyni á hæfni nemenda til að álykta og kryfja viðfangsefnin til mergjar. Hópastarf (2 klst) Fjallað verður um gildi hópastarfs, hvernig best sé að skipuleggja hópastarf, og hvers konar hópstarfsaðferðir eru valdar, byggt á hæfnimarkmiðum námskeiðs. Ýmis konar aðferðir við

9 hópastarf verða kynntar eftir því sem við á, s.s. snjóboltaaðferðin, suðhópar, rökræður (debate), hugstormun, fiskabúrið, hlutverkaleikur, snjóboltaaðferðin, stýrð athugun, púslaðferðin, Walk and Talk, nemendafyrirlestrar eða kynningar. Hópurinn mun einnig kynnast örverkefnum sem nýtt eru sem kveikjur. Að nota spurningar í kennslu (1/2 klst) Hvort sem við erum að halda fyrirlestur eða stjórna umræðum, þá viljum við gjarnan að nemendur séu að hugsa um efnið. Þá er gott að spyrja spurninga sem fá nemendur til að hugsa, spurningar sem örva gagnrýna hugsun. Hvers vegna? Hvernig? Fjallað verður um hlutverk spurninga í námi nemenda. Kennsluaðferðir, s.s. vendikennsla, PBL, og fleiri útfærslur á lausnaleitarnámi (1 klst) Kynntar verða aðferðir sem reynst hafa vel til að virkja nemendur og efla gagnrýna hugsun. Upplýsingatækni í kennslu (2 klst) Kynnt verða nokkur forrit/tæki sem unnt er að nota til að gera kennsluna fjölbreyttari. Sjá námskeið 1. Að stjórna umræðum (1/2 1 klst) Rætt verður um aðferðir við umræðustjórnun og þátttakendum gefinn kostur á að æfa sig í litlum hópum. Að námskeiði loknu geta þátttakendur: beitt kennsluaðferðum sem auka virkni nemenda innan kennslustofunnar sem utan skipulagt árangursríkt hópastarf nýtt sér upplýsingatækni í kennslu til að stuðla að virkni nemenda stórnað umræðum beitt kennsluaðferðum sem ýta undir dýpra nám Vinnuálag í námskeiðum Tími: 2 klst. vinnustofa Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum Sérfræðingur? Sérfræðingur frá Kennslumiðstöð HÍ Námskeiðið fjallar um hvað ECTS einingar mæla, og að hverju þarf að hyggja til að námskeið standist þau viðmið sem fjöldi ekta segir til um. Á námskeiðinu eru gefnar leiðbeiningar um þá vinnu í klst. sem ætti að búa að baki hverri námseiningu. Þátttakendur læra að reikna út

10 vinnuálag að baki einingum. Fjallað verður um gamlar og nýjar hugmyndir í Háskóla Íslands um nám sem vinnu í ljósi laga frá 1971 um 40 stunda vinnuviku. Hvernig getum við skipulagt námstíma stúdenta? Að námskeiði loknu geta þátttakendur: reiknað út vinnuálag að baki eininga skipulagt námstíma stúdenta Tengsl hæfniviðmiða, kennslu og námsmats Tími: 3 klst. vinnustofa Hjálpartæki: Kennsluáætlanir ef þær eru fyrir hendi Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum, formönnum námsbrauta, umsjónarmönnum námsleiða, deildarforsetum og öðrum þeim sem sinna innleiðingu hæfniviðmiða Sérfræðingur? Sérfræðingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Mikilvægt er að einstaka deildir og fræðasvið Háskóla Íslands marki sér skýra kennslustefnu. Í leiðbeiningum um gerð kennslustefnu er hvatt til þess staðið sé vel að skilgreiningu og reglubundinni endurskoðun hæfniviðmiða fyrir námskeið og námsleiðir. Í þessari vinnustofu eru viðfangsefnin eftirfarandi: a) Hvernig á að skrifa hæfniviðmið fyrir námskeið? b) Tengsl hæfniviðmiða, verkefna og námsmats (hjálpa þau við að efla fjölbreytta kennsluhætti og námsmat?) c) Gerð námsmatsviðmiða (assessment criteria) d) Hvernig má nýta hæfniviðmið til að efla gæði náms? Við lok vinnustofu geta þátttakendur: Skilgreint hæfniviðmið fyrir námskeið sín Tengi verkefni og námsmat settum hæfniviðmiðum Skilgreint námsmatsviðmið Nýtt hæfniviðmið til að efla gæði náms og kennslu

11 Endurskoðun lokaviðmiða og samhæfing við hæfniviðmið námsleiða Tími: 3 klst. vinnustofa Hjálpartæki: Kennsluáætlanir ef þær eru fyrir hendi Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum, formönnum námsbrauta, umsjónarmönnum námsleiða, deildarforsetum og öðrum þeim sem sinna innleiðingu hæfniviðmiða Sérfræðingur? Guðrún Geirsdóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Með lögum um háskóla og kröfum um viðurkenningu var öllum háskólum gert að skilgreina lokaviðmið námsleiða í samræmi við viðmið um æðri menntun og prófgráður. Nú hafa þau viðmið verið endurskoðuð. Ef lokaviðmið námsleiða eiga að þjóna hlutverki sínu er eðlilegt að þau séu rædd og endurskoðuð reglulega. Sjálfsmat vegna gæðaúttekta gefur sérstakt tilefni til umræðu um viðmiðin og mikilvægt er að bregðast við og vinna. Í vinnustofunni verður fjallað um eftirfarandi atriði: a) Lokaviðmið námsleiða b) Tengsl lokaviðmiða og hæfniviðmiða námskeiða c) Vinnulag við samhæfingu lokaviðmiða og hæfniviðmiða (hrísltöflur) d) Dæmi frá öðrum Við lok vinnustofu geta þátttakendur: Lagt mat á gæði lokaviðmiða í eigin námsleið Nýtt sér viðmið um æðri menntun og prófgráður til endurskoðunar lokaviðmiðum Lagt drög að notkun hrísltöflu við endurskoðun hæfniviðmiða námskeiða Áhugi: Hvað geta kennarar gert til að auka áhuga nemenda? Hvað geta kennarar gert til að auka áhugahvöt nemenda og hvaða hlutverki gegna kennsluaðferðir í því samhengi? Kenningar um nám og áhugahvöt og hagnýtt gildi þeirra í kennslustofunni Tími: 2 klst. námskeið Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum Sérfræðingur? Ásta B. Schram lektor og kennsluþróunarstjóri á Heilbrigðisvísindasviði Á námskeiðinu verða kynntar helstu niðurstöður úr rannsóknum síðustu ára á áhugahvöt. Þátttakendur munu kynnast nokkrum kennsluaðferðum með virkri þátttöku. Farið verður yfir

12 nokkrar námskenningar og hagnýtt gildi þeirra í kennslustofunni. Rætt verður um áhugahvöt (motivation) og þá þætti í kennsluumhverfinu sem tengjast aukinni áhugahvöt. Þátttakendur munu kynnast nemendamiðuðum kennsluaðferðum þar sem virkni nemenda er í brennidepli. Fjallað verður um ýmis konar hópvinnuaðferðir sem tengjast þessum kenningum svo sem leitarnám (problem based learning), og vendikennslu (flipped instruction). Kenningar um nám a) Kenningar um nám (Behavioral, Learning and Social Cognitive Theories, Information Processing, Constructivism(hugsmíðahyggja) b) Minni og endurheimt úr minni c) Multitasking d) Vitsmunaferli/hugarferli (cognitive processes, e.g., metacognition, self-regulation, transfer, problem solving, critical thinking) Kenningar um áhugahvöt a) Self-determination Theory b) Expectancy Value Theory c) Interest Theory d) Self-regulation e) MUSIC Model Tengsl við kennsluaðferðir a) Hópvinnuaðferðir b) Vendikennsla c) Lausnaleitarnám Að námskeiði loknu geta kennarar: notað kennsluaðferðir til að glæða áhuga nemenda aukið virkni nemenda í námi stjórnað virku hópastarfi Kennsla í fámennum hópum virkir nemendur Tími: 2 klst. námskeið Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum Sérfræðingur? Sérfræðingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Þegar hópar eru fámennir gefast oft á tíðum tækifæri til að beita kennsluaðferðum sem gera námskeiðin gagnvirk og nemendur virka í námi sínu. Að kenna fámennum hópum getur samt

13 sem áður verið áskorun. Farið er yfir aðferðir sem gott er að hafa í huga þegar námskeið fyrir fámenna hópa eru skipulögð og kennd. Áhersla er lögð á kennslufræðilega nálgun nemenda á nám og þátttöku þeirra í námsferlinu um leið og aðferðir og áskoranir til að kenna í slíkum námskeiðum eru skoðaðar. Að námskeiði loknu geta þátttakendur: Beitt aðferðum sem miða að fámennum hópum Skipulagt verkefni og viðfangsefni nemenda í fámennum hópum Kennsla í fjölmennum hópum virkir nemendur Tími: 2 klst. vinnustofa Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum Sérfræðingur? Sérfræðingur Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands Kannanir Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands á meðal nemenda skólans sýna að nemendur vilja vera virkir í kennslustundum. Þeir segjast frekar tileinka sér námsefnið með þeim hætti og ná dýpri skilningi. Það getur þó verið áskorun að þróa kennsluaðferðir sem ýta undir virkni nemenda í fjölmennum námskeiðum. Í vinnustofunni kynnast kennarar kennsluaðferðum sem stuðla að virkni í kennslustofunni, m.a. verða kynnt verkfæri úr kistu upplýsingatækninnar sem geta nýst vel í þessum aðstæðum. Einnig verður farið yfir ýmsar aðferðir í hópastarfi sem geta verið heppilegar í stórum hópum. Að námskeiði loknu geta þátttakendur: Skilgreint hvað felst í hugtakinu virkt nám Beitt aðferðum í kennslu sem stuðla að virkni nemenda Skipulagt verkefni og viðfangsefni nemenda í fjölmennum nemendahópum Listin að halda fyrirlestur Tími: 2 klst. vinnustofa Fyrir hvern? Vinnustofan er ætluð háskólakennurum Kennari? Anna Kristín Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð HÍ Hluti af starfi akademískra starfsmanna er að halda fyrirlestra um rannsóknir sínar. Það eru ákveðin atriði sem getur verið gott að hafa í huga þegar unnið er að fyrirlestri. Það er t.d.

14 ekki endilega sömu áherslur í fyrirlestri sem ætlaður er á ráðstefnu og fyrirlestri sem haldinn er fyrir samstarfsfólk. Í vinnustofunni er farið yfir mismunandi skilaboð í fyrirlestrum, hvernig myndmál og texti getur tvinnast saman og mikilvægi þess að velta fyrir sér hvenær er gott að nota t.d. ýmis línurit og skipurit. Farið er yfir hjálparleiðir í PowerPoint sem gott er að kunna þegar nota á forritið við fyrirlestrahald og uppsetning á glærum og skoðuð. Að vinnustofu lokinni geta þátttakendur: Sett upp læsilegar glærur sem taka tillit til samspils texta, leturs og bakgrunns Greint aðalatriði í fyrirlestri Notað PowerPoint til að leggja áherslur í fyrirlestri

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs

Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun. Tungumálatorgið. Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Kynning á námskeiðinu Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun Tungumálatorgið Miðja efnis og upplýsinga Vettvangur samstarfs Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir 15. september 2011 Kynningin í dag 1. Tungumálatorgið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Kennslufræði Upplýsingatækni. Fréttablað mars Fræðsla og þjónusta. Þróun kennslu. Málþing um námsmat

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Kennslufræði Upplýsingatækni. Fréttablað mars Fræðsla og þjónusta. Þróun kennslu. Málþing um námsmat Fréttablað mars 2008 Fræðsla og þjónusta Þróun kennslu Málþing um námsmat Góð háskólakennsla Námskeið fyrir nýja kennara Fjarkennsla Tækninýjungar Málstofur Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Kennslufræði

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda

Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Þú getur ekki sagt að þetta sé leiðinlegt því þú ákveður hvað þú ert að gera. Ferilmöppur leið til að efla sjálfstæði og ábyrgð nemenda Björk Pálmadóttir Sýnt hefur verið fram á að nemendasjálfstæði, eða

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Stafræn borgaravitund

Stafræn borgaravitund Stafræn borgaravitund Verkefni handa nemendum á mið- og unglingastigi í grunnskólum Kópavogs Björn Gunnlaugsson, Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Sigurður Haukur Gíslason tóku

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

TÍMARIT KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS. Desember árgangur, 1. tölublað

TÍMARIT KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS. Desember árgangur, 1. tölublað TÍMARIT KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Desember 2016 5. árgangur, 1. tölublað TÍMARIT KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS EFNISYFIRLIT UPPTÖKUR Á FYRIRLESTRUM: BÖL EÐA BÓT? 4 UPPTÖKUR FYRIR NEMENDUR NÆR

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Tímarit kennslumiðstöðvar háskóla íslands. október árgangur, 1. tölublað

Tímarit kennslumiðstöðvar háskóla íslands. október árgangur, 1. tölublað Tímarit kennslumiðstöðvar háskóla íslands október 2015 4. árgangur, 1. tölublað tímarit kennslumiðstöðvar háskóla íslands Efnisyfirlit Starfsemi Kennslumálanefndar 4 Notkun rafmyntar til að hvetja nemendur

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6

Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor Ígrundunardagbók Verkefni 6 Háskólinn á Akureyri 5.2.2006 Kennaradeild Kennari í starfi (KÍS1155) Vor 2006 Ígrundunardagbók Verkefni 6 Tryggvi R. Jónsson Kennari: Eygló Björnsdóttir Guðmundur H. Frímansson 2 Katrín Fjóla Guðmundsdóttir

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Sköpun í stafrænum heimi

Sköpun í stafrænum heimi Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir Október 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Sköpun í stafrænum heimi Sjónarmið myndmenntakennara Sigríður Ólafsdóttir

More information

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir

Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk Unnsteinsdóttir Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Spjaldtölvur í skólastarfi: Áætlun um innleiðingu Unnur Ósk

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365 SWAY SNIPPING TOOL Sway Office 365 https://www.microsoft.com/is-is/ Í forritinu Sway frá Microsoft er hægt að miðla upplýsingum á lifandi og skemmtilegan hátt og deila með öðrum. Skýrslur Kynningar Fréttabréf

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Nemendamiðuð forysta

Nemendamiðuð forysta Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á fyrsta starfsári. Íris Anna Steinarrsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendamiðuð forysta Aðstoðarskólastjóri á

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins

Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri Tungumálatorgsins Menntakvika 2011 Námskeiðið Kynningin Áætlunin, viðfangsefnin og umhverfið Hvernig var/er þetta?

More information

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám

Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja einstaklingsmiðað nám Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara og styrkja

More information

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

Skapandi skóli. Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Skapandi skóli Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun Í þessari handbók er að finna hagnýtar hugmyndir um fjölbreytta og skapandi kennslu fyrir kennara á öllum stigum grunnskóla. Fjallað

More information

Söguaðferðin í textílmennt

Söguaðferðin í textílmennt Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í textílmennt Ingibjörg Torfadóttir Lokaverkefni í kennaradeild Háskólinn á Akureyri Kennaradeild Grunnskólabraut 2008 Söguaðferðin í

More information

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt

Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt Um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði Hrefna Ýr Guðjónsdóttir Júní 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Um leið og þau fá val,

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen

Leiðsagnarmat. 1. Fræðslufundur. Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Leiðsagnarmat 1. Fræðslufundur Edda Gíslrún Kjartansdóttir Nanna Kristín Christiansen Markmið Að þátttakendur þekki megin áherslur leiðsagnarmats /náms og áhrif hugarfars (mindset) og mikilvægi þess á

More information

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir

Fjölmenning og börn. Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi. Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Fjölmenning og börn Temjum okkur umburðarlyndi og samkennd í skólastarfi Hanna Lilja Sigurðardóttir Stella Stefánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Fjölmenning og börn

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir

Reiknað með hjartanu. Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók. Aldís Yngvadóttir Reiknað með hjartanu Lífsleikni fyrir framhaldsskóla Kennarabók Aldís Yngvadóttir Efnisyfirlit Inngangsorð................................... 3 Hvað er lífsleikni?................................ 4 Hvers

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun

Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Sproti birtur 15. mars 2013 Sigurrós Erlingsdóttir Starfskenning mín Skóli er námssamfélag byggt á jafnrétti,virðingu, ábyrgð og samkennd Hér birtir höfundur hugmyndir

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera

Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Svo ólíkt því sem við erum búin að vera að gera Dogme sem kennsluaðferð í tungumálanámi Ellen Mörk Björnsdóttir Október 2016 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Svo ólíkt því sem við erum búin að

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Mentor í grunnskólum

Mentor í grunnskólum Mentor í grunnskólum Þróun og innleiðing Námsframvindu, nýrrar einingar til að efla faglegt starf kennara Bryndís Ásta Böðvarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Mentor

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði?

Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Kennaradeild Leikskólabraut 2006 Leikur verður að stærðfræðinámi og stærðfræðinám að leik Hvernig má nota einingakubba til að efla skilning leikskólabarna á stærðfræði? Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Svava

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Komið til móts við fjölbreytileika

Komið til móts við fjölbreytileika Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Unnur Dís Skaptadóttir og Helga Ólafsdóttir Komið til móts við fjölbreytileika Fullorðinsfræðsla fyrir innflytjendur og samþætting

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Kennsluverkefni um Eldheima

Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni um Eldheima Kennsluverkefni tengt eldgosinu á Heimaey 1973 og Eldheimum með áherslu á útikennslu Jessý Friðbjarnardóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Kennsluverkefni um Eldheima

More information

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson Háskólinn í Reykjavík Kerfisfræði HMV / BS. Tölvunarfræði Lokaverkefni Vorönn 2015 Tölvunarfræðideild Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Nemendur: Anton Sigurðsson Lena Dögg

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Endurnýting í textílkennslu

Endurnýting í textílkennslu Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Endurnýting í textílkennslu - raunhæfur möguleiki eða draumórar - Gunnhildur Stefánsdóttir 070678-3819 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo?

Málþing um lestur og lestrarerfiðleika 6. júní 2000 Mrn. .. og hvað svo? .. og hvað svo? "Ég las aldrei hratt en mér fannst ekkert erfitt að lesa. Ég skrifaði alltaf mjög vitlaust. Þegar ég fór að læra erlend tungumál fann ég fyrst fyrir erfiðleikum. Enskan hefur alltaf verið

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Stefnumiðuð samstarfsverkefni

Stefnumiðuð samstarfsverkefni Stefnumiðuð samstarfsverkefni Andrés Pétursson og Margrét Sverrisdóttir Kynningarstarf og dreifing niðurstaðna Dreifing niðurstaðna kröfur í samningi Grein I.10.2. VALOR - Dissemination Platform Vefsvæði

More information

Hjálparhella Greinagerð með barnabók

Hjálparhella Greinagerð með barnabók Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók Álfheiður Gísladóttir Kennaraháskóli Íslands Leikskólabraut Maí 2007 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Hjálparhella Greinagerð með barnabók

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 13. september 2006

Stær fræ i. Kennsluleiðbeiningar. Kennsluleiðbeiningar. 8tíu. NÁMSGAGNASTOFNUN 13. september 2006 3 1 2 4 5 6 Kennsluleiðbeiningar Kennsluleiðbeiningar 8tíu NÁMSGAGNASTOFNUN 13. september 2006 Átta tíu Stærðfræði 3 Kennsluleiðbeiningar 2006 Guðbjörg Pálsdóttir og Guðný Helga Gunnarsdóttir 2006 teikningar

More information

Háskólakennarar rýna í starf sitt

Háskólakennarar rýna í starf sitt Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Hafdís Guðjónsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir Háskólakennarar rýna í starf sitt Þróun framhaldsnámskeiðs í kennaramenntun Greinin

More information

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (NOK019F) Kynning á tölvuleikjaáfanga á framhaldsskólastigi

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (NOK019F) Kynning á tölvuleikjaáfanga á framhaldsskólastigi Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (NOK019F) Kynning á tölvuleikjaáfanga á framhaldsskólastigi 18. desember 2013 Bjarki Þór Jónsson (bthj1@hi.is) Tryggvi Hrólfsson (trh1@hi.is) Kennari: Sólveig Jakobsdóttir

More information

,,Af góðum hug koma góð verk

,,Af góðum hug koma góð verk ,,Af góðum hug koma góð verk Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda með ADHD Astrid Jóhanna Kristjánsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóla Íslands Menntavísindasvið Verkfæri sem nýtast kennurum nemenda

More information

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit

Sérkennsla í Evrópu. (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU. Þemarit Sérkennsla í Evrópu (2. bindi) NÁMSÚRRÆÐI AÐ BARNASKÓLASTIGI LOKNU Þemarit Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sérkennslu hefur unnið að þessari skýrslu í samvinnu við

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf

Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38 27 Kennarar ígrunda og rannsaka eigið starf Hafdís Guðjónsdóttir Kennaraháskóla Íslands Í þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru

More information

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi

Sköpunarkraftur og sköpunarferli í skólastarfi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Hrafnhildur Eiðsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir Sköpunarkraftur og sköpunarferli

More information

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum

Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Greinagerð með Spilastokknum - hugmyndabanka fyrir kennara hvernig kenna má stærðfræði með spilum Sigrún Helga Kristjánsd og Valdís Ingimarsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

More information

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla

Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra Um Brúna þróunarverkefni í Brúarásskóla Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við starfsfólk Brúarásskóla Í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð er verið að fást við

More information