Þorsteinn Tómas Broddason

Size: px
Start display at page:

Download "Þorsteinn Tómas Broddason"

Transcription

1

2 Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra, mars 2004

3 Verkefnið var unnið af atvinnuráðgjöfum Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra og framkvæmdastjóra SSNV, fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Á undanförnum árum hafa sveitarfélög sameinast til að valda betur verkefnum sínum og bæta þjónustu við íbúana og hefur þeim fækkað úr 204 árið 1990 í 104 árið Enn frekari eflingu sveitarstjórnarstigsins er nú ætlað að ná með sameiningu sveitarfélaga og yfirtöku þeirra á verkefnum frá ríkinu. Ríki og sveitarfélög hafa verið að þróa nýjar leiðir í verkefnayfirfærslu frá ríki til sveitarfélaga, gott dæmi um það eru þau reynslusveitarfélög sem ríkið hefur samið við. Það verkefni hófst 1995 og er að hluta til enn í gangi. Árangurinn af þessu verkefni var breytilegur eftir málaflokkum. Í skýrslu PWC frá árinu , er talað um misjafnan árangur eftir því hvaða verkefni var um að ræða. Fullyrt er í þeirri skýrslu og eins og fram kemur hér að neðan að árangur hafi verið mestur í þeim málaflokkum sem færðir voru í heild sinni frá ríki til sveitarfélaga þ.e.a.s málefni fatlaðra, heilsugæsla og öldrunarmál. Árangur á sviði byggingarmála var einnig mjög góður. Meginmarkið með tilflutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga hlýtur að vera sá að þjónustan við íbúa verði betri og að aðlögun leiði af sér lagfæringar á slakri og ófullnægjandi þjónustu samhliða því að kostnaður aukist ekki. Í skýrslu þessari er ekki farið í hagfræðilega úttekt á einstökum verkefnum sem sveitarfélögin geta yfirtekið frá ríkinu, eða geta sameinast um á einn eða annan hátt, heldur eru verkefnin og áhrif þeirra metin út frá þeim bestu ágiskunum sem skýrsluhöfundar gátu fundið sér forsendur til í hverju tilfelli, eftir að hafa kynnt sér hvern málaflokk fyrir sig (Educated Guessing). Því má segja að þessi skýrsla sé frekar tillaga að nálgun við raunverulega úttekt á hagræðingu af sameiningu sveitarfélaga heldur en fræðileg úttekt á raunverulegum hag svæðisins af yfirtöku verkefna. Bjarni Þór Einarsson Haukur Suska Garðarsson Þorsteinn Tómas Broddason Gudrun Kloes Jakob Magnússon 1 Skýrsla PWC, Reynslusveitarfélög Heildarmat á árangri, ágúst 2000

4

5 Efling sveitarstjórnarstigsins með yfirfærslu verkefna ríkisins til sveitarfélaganna getur verið nokkuð vænlegur kostur fyrir sveitarfélögin. Reynsla af yfirfærslu verkefna til reynslusveitarfélaga hefur leitt í ljós að í flestum tilvikum hefst af yfirfærslunni töluverð hagræðing, bætt þjónusta og meiri nálægð þjónustunnar við íbúana. Hagræðing í rekstri byggir þó á því að sveitarfélögin sameinist í stærri einingar eða að um aukið samstarf verði milli sveitarfélaganna í rekstri einstakra verkefna. Hvort sem um stórtæka sameiningu eða aukið samstarf er að ræða, kallar tilfærsla á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga á uppstokkun í stjórnsýslunni og í raun nýja hugsun í rekstri sveitarfélaganna. Í skýrslu þessari og við úrvinnslu verkefnisins var valið að setja upp þrjár valkosti fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi vestra og líta á verkefnin út frá þeim. Valkostirnir eru nefndir; Smáeiningaleiðin Byggðasamlagsleiðin og Sameiningarleiðin. Ekki er lagt mat á hvaða leið er best eða verst, heldur reynt að benda á kosti og galla hverrar leiðar fyrir sig. Smáeiningaleiðin, þar sem sveitarfélögin velja að sameinast að hluta en vinna ekki saman að yfirtöku verkefna, er valkostur sem ekki er vænlegur og ólíklegt að hægt verði að yfirtaka verkefni ríkisins, vegna smæðar sveitarfélaganna þrátt fyrir einhverja sameiningu. Rekstur eftir byggðasamlagsleiðinni krefst þess að eitt byggðasamlag sjái um rekstur allra málaflokka sem samstaða er um að reka sameiginlega til að hagræðing í rekstri skili sér. Með Byggðasamlagsleiðinni er hægt að fara í lágmarks sameiningu sveitarfélaga, en leysa þarf skiptingu greiðslna sveitarfélaganna til sameiginlegra verkefna. Sameiningarleiðin er sennilega sú leið sem gæfi einföldustu lausnirnar og bestan árangur við yfirtöku á verkefnum ríkisins. Eitt sveitarfélag með átta til níu þúsund íbúa væri vel í stakk búið til að taka flest verkefnin að sér, þó að sum verkefnin innan heilbrigðisþjónustunnar þyrftu kannski að vera rekin af enn stærri einingum til að ná fram nauðsynlegri hagkvæmni. Ólíklegt er að með deilingu verkefna frá ríkinu yfir til lítilla sveitarfélaga náist umtalsverð hagræðing eða hærra þjónustustig. Heldur má gera ráð fyrir óhagræði af slíkum breytingum. Byggðasamlög eru í raun ekkert annað en bráðabirgðalausnir vegna of lítilla eininga á sveitarstjórnarstiginu. Niðurskurður er ekki það sama og hagræðing. Þegar hagrætt er, miðast öll vinnan við að fá meira út úr þeim starfsmönnum og tækjum sem fyrirtækið hefur yfirráð yfir, meðan niðurskurður hefur alltaf í för með sér skerðingu á þjónustu. Af allri umræðu um hagræðingu af samstarfi eða sameiningu er ljóst að sveitarfélögin munu reyna að veita sömu þjónustu eða betri en áður var, með minni

6 tilkostnaði en áður. Þetta þýðir nokkra fækkun starfa á svæðinu og þá mest í störfum sem krefjast menntunar umfram framhaldsskóla. Ef yfirfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga á að skila sér í eflingu byggðar er nauðsynlegt að verkefni sem ekki eru unnin fyrir á svæðinu verði flutt samhliða þeim verkefnum sem nú þegar eru unninn af íbúum svæðisins. Þrátt fyrir að um einhverja fækkun starfa verði að ræða, er slík hagræðing ekki alslæm, því sennilega mun hún skila sér í betur reknum sveitarfélögum sem eiga auðveldara með að efla atvinnulífið eftir sameininguna.

7 Inngangur 1 Samantekt 3 Efnisyfirlit 5 Verkefnislýsing 7 Markmið 8 Nálgun 8 Valkostirnir 8 Hvaða verkefni verða yfirtekin 9 Heilbrigðisþjónusta 9 Verkefni Sýslumanns 10 Framhaldsskólar, rannsóknir og eftirlit 10 Núverandi þjónusta 10 Fjármögnun verkefna 11 Atvinnusvæði 12 Samgöngur 12 Búsetuþróun 15 Þróunin á einstökum svæðum 16 Siglufjörður 16 Austur Húnavatnssýsla 16 Húnaþing vestra 16 Skagafjörður 17 Þróun byggðar við sameiningu 17 Niðurstöður 18 Smáeiningaleiðin 18 Heilbrigðisþjónusta 18 Verkefni Sýslumanns 18 Framhaldsskólar, rannsóknir og eftirlit 18 Núverandi starfssemi 18 Byggðasamlagsleiðin 19 Heilbrigðisþjónusta 19 Störf sýslumanns 20 Framhaldsskólar, rannsóknir og eftirlit 21 Núverandi þjónusta 21 Sameiningarleiðin 22 Heilbrigðisþjónusta 22 Störf sýslumanns 23 Menntun, eftirlit og rannsóknir 23 Núverandi þjónusta 24 Ný skipan sveitarstjórna 25 Heimildir 27

8

9 Staðið hefur til um nokkurt skeið að fækka sveitarfélögum í landinu og efla styrk þeirra með tilfærslu á verkefnum frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna. Nefnd um sameiningu sveitarfélaganna, skipuð af félagsmálaráðherra, óskaði eftir að landshlutasamtök sveitarfélaga kæmu með tillögur að sameiningarleiðum hver á sínu svæði. Á fundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um málið var eftirfarandi bókað; Kynningarfundur fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra, mánudaginn 9. febrúar nk. Stjórnin ræddi um hlutverk sitt við tillögugerð í þessu sambandi og valkosti við að sameina sveitarfélög á Norðurlandi vestra. Mögulegar tillögur eru m.a. Norðurland vestra vestan Siglufjarðar allt í eitt sveitarfélag, Tillaga Þórðar Skúlasonar um þrjú sveitarfélög, tvö sveitarfélög eða fleiri þar sem A- Hún. er skipt og hugsanleg sameining Bæjarhrepps. Rætt var um að fá utanaðkomandi aðila til að vinna að gerð tillögu óháð innri áhrifum. Stjórn SSNV óskar eftir því við ANVEST 2 að koma að verkinu og stilla upp valkostum með framkvæmdastjóra SSNV með tilliti til nýrra verkefna, hagræðingar, ávinnings og ókosta. Verkefnið var skilgreint nánar á fundi framkvæmdastjóra ANVEST og SSNV þann 11. febrúar og voru þá einnig tekin út nokkur verkefni sem eru í umsjá ríkisins en sveitarfélögin gætu yfirtekið. Meginmarkmið með eflingu sveitarstjórnarstigsins á kostnað ríkisvaldsins eru: Að treysta sveitarstjórnarstigið og sjálfsforræði byggðarlaga. Að sveitarfélögin annist sem mest af nærþjónustu við íbúana Að sveitarfélögin ráðstafi auknum hlut í opinberum útgjöldum og fái til þess eðlilegan hluta tekna hins opinbera. Að sveitarfélögin myndi heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Þær aðferðir sem taldar eru mögulegar til að ná markmiðunum eru: Flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Breyta tekjustofnum sveitarfélaga til samræmis við verkefni og leiðrétta misvægi. Sameina sveitarfélög til að þau valdi verkefnum sínum. Sameina sveitarfélög til að þau geti veitt íbúum sambærilega og góða þjónustu. 2 Í bókuninni stóð ATVEST, sem er atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, leiðrétt hér af skýrsluhöfundum.

10 Gera sveitarfélög að sem hagkvæmustum rekstrareiningum. Verkefni sem þetta er gríðarlega umfangsmikið og kallar á rekstrarlega úttekt á öllum rekstrarþáttum sveitarfélaganna sem og úttekt á rekstri þeirra verkefna sem taka á yfir. Umfang verkefnisins og tímamörk leyfa hinsvegar ekki að djúpt sé farið í þá hluti. Til að vinna við hagfræðilega úttekt á verkefnayfirtöku geti skilað raunhæfum niðurstöðum, þarf einnig að skilgreina betur hver verkefnin sem mögulegt er að yfirtaka verða og hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra. Af þessum sökum getur þessi skýrsla aldrei orðið annað en leiðarvísir fyrir sveitarstjórnarmenn, þar sem kynntar eru mögulegar leiðir í sameiningu og yfirtöku verkefna ásamt útlistun á helstu samfélagslegu kostum og göllum hvers liðar fyrir sig. Finna helstu kosti og galla við yfirtöku sveitarfélaganna á ákveðnum verkefnum við mismunandi sameiningu sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Valið var að setja upp þrjá valkosti fyrir sveitarfélögin á svæðinu og skoða kosti og galla við hvern fyrir sig miðað við aukin verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Valkostirnir eru í samræmi við tillögur þær sem fram komu á áður nefndum fundi SSNV. Framkvæmdastjórar ANVEST og SSNV komu saman á fundi 11. febrúar 2004 og settu upp lista af verkefnum ríkisins sem sveitarfélögin gætu mögulega yfirtekið. Valið var að flokka verkefnin niður i þrjá flokka; störf sýslumanna, heilbrigðisþjónusta og menntun, rannsóknir og eftirlit og skoða fýsileika þess að yfirtaka þau. Einnig var athugað hvort hægt væri að sameina krafta sveitarfélaganna í þeirri starfsemi sem sveitarfélögin sinna í dag, til hagsbóta fyrir sveitarfélögin. Verkefnið var unnið á vinnufundum og með rannsóknarvinnu, þar sem aðallega var rætt við fólk sem tengist hverjum málaflokki fyrir sig. Kostnaður við einstök verkefni var ekki skoðaður, heldur er gengið út frá því að breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga samfara tilfærslu verkefna verði í lagi. Við vinnu að verkefninu er gengið út frá þeim forsendum að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra verði þrjú annars vegar og hinsvegar að sveitarfélögin á svæðinu sameinist í eitt stórt sveitarfélag. Ekki er gerð tillaga um það hvernig sveitarfélögin muni sameinast. Einnig er valið að taka ekki afstöðu til þess hvort Siglufjörður og Bæjarhreppur verði inn í þessu sameiningarferli og því er gert ráð fyrir að sveitarfélög á svæðinu geti orðið allt að fimm, eftir þá sameiningu sem fyrirséð er að verði. Við umræðu um

11 sameiningu sveitarfélaganna aðra en heildarsameiningu ætti að velta fyrir sér öðrum sameiningarkostum en að sameina eftir gömlu sýslumörkunum þá sérstaklega með tilliti til atvinnu og þjónustusvæða þannig að þeir þjónustu og atvinnukjarnar sem eru á svæðinu fái að njóta sín til fullnustu. Þeir valkostir sem settir voru upp eru; Kostur 0, Smáeingaleiðin; Sveitarfélög á Norðurlandi vestra verða 3-5. Hvert um sig yfirtekur starfsemi ríkisins eftir getu. Kostur 1, Byggðasamlagsleiðin; Sveitarfélög á Norðurlandi vestra verða 3-5 en unnið að ákveðnum verkefnum í sameiningu gegnum byggðasamlög eða sjálfstæð fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna. Verkefnin yrðu flutt til sveitarfélaganna og fengju greitt hvert fyrir sig frá ríkinu vegna verkefnanna en þyrftu sjálf að deila með sér kostnaðinum af rekstri þeirra. Kostur 2, Sameiningarleiðin; sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sameinast í eitt sveitarfélag og yfirtaka verkefni frá ríkinu á ýmsum sviðum. Í skýrslu Price Waterhouse Coopers, Reynslusveitarfélög 2000, sem var unnin fyrir verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga kemur fram að í flestum verkefnum sem reynslusveitarfélögin tóku að sér, náðist fram umtalsverð hagræðing við rekstur þeirra á sama tíma og þjónusta við íbúana jókst eða batnaði á flestum sviðum. Hér er gert ráð fyrir að slíkt eigi við í flestum tilvikum þegar kemur að yfirtöku sveitarfélaganna á þeim verkefnum sem hér um ræðir, en gæta þarf þó að hlutum eins og stærðarhagkvæmni þegar litið er til yfirtöku verkefna. Tekin yrði yfir rekstur á öllum heilbrigðisstofnunum á svæðinu, ásamt eignum. Þau verkefni sem undir þetta falla eru; Heilsugæslan. Öldrunarþjónustan. Hjúkrunarheimili. Minni sjúkrahús. Að auki má nefna málefni fatlaðra sem eru í umboði sveitarfélaganna á svæðinu með sérstökum samningi við ríkið þar um.

12 Öll verkefni ríkisins sem unnin eru af sýslumannsembættunum Umboð Tryggingarstofnunar ríkisins. Þinglýsingar. Leyfisveitingar. Erfðaskrár. Kaupmálar. Firmaskráning. Giftingar. Löggæsla Innheimta opinberra gjalda Að auki mætti hugsa sér að önnur verkefnin svo sem þau verkefni Hagstofunnar sem varða útgáfu kennitölu og annað er víkur að þjónustu við íbúana ásamt tölfræðiúrvinnslu, færðist yfir á sveitarfélögin. Rekstur framhaldsskólanna væri yfirtekinn í heild sinni og skólarnir reknir af sveitarfélögunum eða byggðasamlagi í þeirra eigu. Rannsóknir og eftirlit yrði yfirtekið eftir því sem efni stæðu til en töluverður hluti eftirlitsiðnaðarins hefur nú þegar verið fluttur til einkaaðila, úr umsjá ríkisins. Ekki er við öðru að búast en að einkavæðing á þessu sviði haldi áfram á næstu árum. Fyrir hvern kost er velt upp spurningum um hvernig sú þjónusta sem sveitarfélögin veita muni þróast við breytingar. Þetta er gert þar sem með yfirtöku nýrra verkefna mun starfsemi sveitarfélaganna breytast að einhverju leyti þar sem hægt er að samnýta starfskrafta og aðstöðu við úrlausn margra verkefna.

13 Þrátt fyrir að við vinnu þessarar skýrslu sé gert ráð fyrir að fjármagn til verkefnanna verði tryggt, verður að nefna sérstaklega þá áhættu sem skapast við yfirtöku ákveðinna verkefna svo sem öldrunarþjónustu og rekstur framhaldsskóla, þar sem fyrirséð er að annað verkefnið vaxi mjög að umfangi á næstu árum og hitt hefur til langs tíma verið rekið með halla. Ef efla á sveitarstjórnarstigið þarf að gera sveitarfélögunum kleift að yfirtaka verkefni sem hingað til hafa verið í umsjá ríkisins. Til að slíkt sé mögulegt þarf fjármögnun þeirra að vera í lagi ásamt því að sveitarfélögin þurfa að sjá sér hag í að yfirtaka verkefnin, með bættri þjónustu við íbúana og/eða aukinni hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna. Sum þeirra verkefna sem sveitarfélögin geta yfirtekið frá ríkinu eru verkefni sem fyrirsjáanlegt er að vaxi að umfangi á næstu árum. Til dæmis má búast við að verkefni tengd öldrunarþjónustu verði í hröðum vexti með hækkandi meðalaldri íbúa svæðisins. Tryggja þarf fjármagn til rekstrar slíkra verkefna á annan hátt en með skattlagningu vinnuaflsins, þar sem sum svæði standa frammi fyrir stöðugt hækkandi aldri vinnuaflsins og hlutfallslegri fjölgun íbúa sem þurfa á öldrunarþjónustu að halda. Annað dæmi um verkefni þar sem þarf að skoða sérstaklega fjármögnun ríkisins, er rekstur framhaldsskóla. Til langs tíma hafa framhaldsskólar á landsbyggðinni næstum undantekningalaust verið reknir með halla og benda skólastjórnendur á að reiknireglur menntamálaráðuneytisins á tekjustofnum skólanna sé litlu skólunum óhagkvæm. Sveitarfélögin geta því ekki tekið yfir verkefni sem þetta nema veruleg uppstokkun í fjármögnun komi til. Í þeim tilvikum sem sveitarfélög hafa yfirtekið rekstur ríkisins á ákveðnum verkefnum hefur yfirleitt verið góð, en í einu tilviki ber aðilum ekki saman um árangur af verefnayfirfærslunni. Hornafjarðarbær varð reynslusveitarfélag strax eftir að sameining nokkurra hreppa hafði farið fram og yfirtók málefni fatlaðra, öldrunarþjónusta og heilsugæslu. Samkvæmt talsmönnum sveitarfélagsins voru öll verkefnin með halla og ekki fékkst aukin fjárveiting í verkefnin af hálfu ríkisins 3, en samkvæmt úttekt PWC voru öll verkefni reynslusveitarfélaga vel heppnuð í rekstrarlegum skilningi. 4 3 Byggðastofnun PWC 2001

14 Atvinnulíf á Norðurlandi vestra er nokkuð fjölbreytt. Mikill landbúnaður er á svæðinu, öflug fiskvinnsla og iðnaður og töluverð þjónusta er þéttbýliskjörnum svæðisins. Þegar samsetning ársverka er skoðuð, kemur í ljós að stór hluti starfa á svæðinu eru tengd frumgreinum atvinnulífsins; landbúnaði, fiskvinnslu og fiskveiðum og er stærra hlutfall vinnuaflsins í þessum greinum en að meðaltali yfir allt landið. Því miður fengust ekki nýrri tölur um skiptingu ársverka en frá 1995, en einhverjar breytingar hafa orðið á samsetningu ársverka frá þeim tíma, með tilkomu flutnings Byggðastofnunnar og deilda Íbúðalánasjóðs á Sauðárkrók, samtímis og fólki fækkaði á svæðum með uppistöðuatvinnuvegi í fiskveiðum, fiskvinnslu og landbúnaði. (Siglufjörður og Húnaþing vestra). % Nl.vestra Landið Mynd 1 samanburður skipingar á ársverkum Lítið atvinnuleysi hefur verið á Norðurlandi vestra undanfarin ár. 5 Þessi staðreynd, samfara fækkun íbúa á svæðinu bendir til þess að vinnuaflið sé tiltölulega færanlegt og flytjist hreinlega burt ef enga vinnu er að fá. Vegalengdir milli staða koma í veg fyrir að hægt sé að líta á Norðurland vestra sem eitt atvinnu og þjónustusvæði. Við gerð langtímaáætlana í vegabótum, gerir Vegagerðin ráð fyrir að skóla og atvinnusvæði séu innan km aksturs á snjóléttum svæðum og km á snjóþungum svæðum. Þjónustusvæði hinsvegar eru talin hafa mun stærra umfang en þar er talið að þjónustusvæði sé km á snjóléttum svæðum og km á snjóþungum svæðum. 6 Norðurland vestra telst nokkuð snjólétt 5 Vinnumálastofnun Vegagerð 2000

15 svæði ef undan eru skilin Fljót í Skagafirði og Siglufjörður. Tengingin milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna verður þó að teljast nokkuð varhugaverð, þar sem um fjallveg er að fara og því getur vegtenging verið lokuð annað slagið yfir veturinn. Í ljósi þessa má segja að fjögur atvinnu og þjónustusvæði séu á Norðurlandi vestra eins og staðan er í dag; Húnaþing vestra með þjónustukjarna Hvammstangi/Laugarbakki, austur Húnavatnssýsla með þjónustukjarna Blönduós/Skagaströnd, Skagafjörður með þjónustukjarna á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsós og að lokum Siglufjörður. Nokkur breyting er að verða á þessari stöðu. Í fyrsta lagi með tilkomu Þverárfjallsvegar, í öðru lagi með tilfærslu Siglufjarðar austur til Eyjafjarðarsvæðisins og í þriðja lagi með áframhaldandi uppbyggingu á Hólum í Hjaltadal. Mynd 2 helstu þéttbýliskjarnar og atvinnusvæði þeirra Með tilkomu Þverárfjallsvegar má búast við að eitt þjónustu og atvinnusvæði verði til í kjarnanum Blönduós Sauðárkrókur Skagaströnd. Þessi kjarni mun hafa frá 4300 að 5500 íbúum innan 50 km aksturs og hefði mikinn slagkraft við að laða að ný atvinnutækifæri. Tryggja þarf að þessum vegi verði haldið opnum yfir veturinn þannig að þessi nýji atvinnu og þjónustukjarni fái að njóta sín til fullnustu. Nú þegar er farið að bera á að hugsað sé um svæðið Blönduós Sauðárkrókur Skagaströnd sem eitt þjónustusvæði, en til stendur að boðið verði uppá daglegan skólaakstur Mynd 3 Atvinnusvæði nýja byggðakjarnans merkt með rauðu

16 fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, búsetta á Skagaströnd og Blönduósi næsta vetur. Sú staðreynd að Siglufjörður hefur ákveðið að beina samstarfi sínu austur til Eyjafjarðar, getur haft áhrif á aðgengi hluta íbúa Skagafjarðar að þjónustu og atvinnu. Íbúar Fljóta sækja töluverða þjónustu og atvinnu til Siglufjarðar í dag. Með aukinni einangrun Siglufjarðar í vestur verður erfiðara fyrir þessa íbúa að nálgast þjónustu og atvinnu þangað. Því miður verður aukin uppbygging Hólastaðar ekki til að bjarga þessari þróun. Háskólinn að Hólum er sennilega einn mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi Norðurlands vestra. Með aukinni búsetu og viðveru nemenda við skólann mun staðurinn kalla eftir aukinni þjónustu. Á næstu árum má búast við að á staðnum rísi verslanir og aðrar þjónustumiðstöðvar. Líklegt er að með áframhaldandi þróun háskólans verði þjónustustigið á Hólastað innan nokkura ára orðið hærra en í Hofsós. Þrátt fyrir að miklar væntingar séu bundnar við uppbyggingu Hofsóss í tengslum við ferðaþjónustuna má búast við að þjónustustigið fari þar lækkandi, því þeir sem veita þar þjónustu, opinberir eða óopinberir, beina athygli sinni að Hólum. Búast má við að þessi þróun verði til að veikja enn frekar búsetu í Fljótum, að minnsta kosti tímabundið þar til þjónustustigið á Hólum verður orðið nógu hátt til að íbúar Fljóta telji nóg að sækja sína þjónustu heim til Hóla.

17 Síðustu árin hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað töluvert eða um 22% á tíu ára tímabili. Þegar litið er til aldursdreifingu íbúanna kemur jafnframt í ljós að fækkunin virðist vera mest í yngri aldurshópunum en fjölgun hefur orðið í eldri hópunum. Þessi þróun getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hjá sveitarfélögunum, þar sem útsvar af tekjum ungs fólks á vinnumarkaði er helsta tekjuleið sveitarfélaganna. Þróun á Norðurlandi vestra ,00% 3,00% 2,00% 1,00% 0,00% -1,00% -2,00% -3,00% -4,00% Hér verður ekki farið náið út í búsetuþróun á svæðinu, en bent á skýrslu Atvinnuþróunarfélagsins frá í október 2003, Unga fólkið fór, fyrir nánari upplýsingar um búsetuþróunina á svæðinu. Nauðsynlegt er þó að taka fram að búsetuþróunin hefur verið nokkuð misjöfn eftir einstökum svæðum Norðurlands vestra. Við úttekt Byggðastofnunnar á atvinnuþróunarsvæðum voru Sveitarfélögin Skagafjörður, Bólstaðahlíðarhreppur, Blönduós, Skagabyggð og Svínavatnshreppur flokkuð sem atvinnuþróunarsvæði 2 en önnur sveitarfélög fengu flokkunina atvinnuþróunarsvæði 1 sem þýðir að bráðaaðgerða sé þörf. 7 Þessi mismunur getur gefið til kynna að erfitt verði að setja allt svæðið undir eitt sveitarfélag, en getur jafnframt verið ábending um nauðsyn þess að fara í slíkar ráðstafanir fyrr en seinna. 7 Byggðastofnun 1999

18 Myndirnar sem fylgja þessum texta sýna fólksfjöldann hvert ár síðustu fimm árin og hlutfallslega breytingu íbúafjöldans milli ára. Athugið að skorið er neðan af súlum sem sýna íbúafjöldann, þannig að fækkun/fjölgun er ekki eins mikil og hún virðist vera. Valið er að fjalla um svæðin eins og hugsanlegt er að þau myndu skiptast við minniháttar sameiningu, eins og smáeiningaleiðin og byggðasamlagsleiðin gera ráð fyrir, þannig að allir hreppar Austur Húnavatnssýslu eru hér undir einum hatti og Akrahreppur er hluti af Skagafirði. Á Siglufirði hefur íbúum fækkað hlutfallslega mest sé litið til síðustu fimm ára. Fækkun íbúa var til að mynda yfir 3% tvö ár í röð. Heldur dró þó úr fækkuninni á síðasta ári, en var samt rúmlega eitt prósent Siglufjörður ,00% 3,00% 2,00% 1,00% 0,00% -1,00% -2,00% -3,00% -4,00% Austur Húnavatnssýsla ,00% 3,00% 2,00% 1,00% 0,00% -1,00% -2,00% -3,00% -4,00% Í Austur Húnavatnssýslum hefur þróunin verið svipuð og á Siglufirði. Fækkunin var mest milli árana 2001 og 2002, en svo dró úr fækkuninni árið eftir. Í Húnaþingi vestra var Húnaþing vestra þróunin þver öfug við ,00% þróunina í Austur hún og ,00% 2,00% Siglufirði. Fækkunin var ,00% minnst á árunum 2001 og ,00% og lá við að -1,00% 900-2,00% íbúafjöldinn stæði í stað 800-3,00% milli þessara ára ,00% Hinsvegar varð mikil fækkun á síðasta ári í sveitarfélaginu sem er nokkuð á skjön við þróunina annars á svæðinu.

19 íbúa. Skagafjörður ,00% 3,00% 2,00% 1,00% 0,00% -1,00% -2,00% -3,00% -4,00% Skagafjörður sker sig nokkuð úr í íbúafjölda, en þar er tæplega helmingur íbúa svæðisins búsettur. Þróunin í fólksfjölda síðustu árin hefur ekki orðið mikil. Eitt ár varð fólksfækkun en annars hefur verið hægfara aukning á fjölda Samkvæmt rannsóknum Byggðastofnunnar er ekki hægt að búast við að sameining sveitarfélaga hafi bein áhrif á búsetuþróun. Þróun í byggð hefur verið á þann veg að fleiri og fleiri flytja úr dreifbýli í þéttbýli. Ekki er talið að sameining sveitarfélaga örvi þá þróun á nokkurn hátt.

20 Við veljum að kalla þessa leið núll kost, þar sem varla er hægt að tala um eiginlega breytingu á fyrirkomulagi sveitarstjórnamála. Sveitarfélögum fækkar vissulega en öll þjónusta við íbúana verður að mestu með óbreyttu sniði. Hugsanlega mætti yfirtaka heilbrigðisþjónustuna í hverju sveitarfélagi ef sveitarfélögunum fækkaði í fjögur, en jafnframt mætti hugsa sér að minni sveitarfélögin keyptu þjónustuna af þeim stærri. Lítil hagræðing yrði af þessu fyrirkomulagi, einna helst þó í samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Ein yfirstjórn gæti verið yfir þessum deildum og einhver samnýting yrði á starfskröftum í hjúkrun og heimahjúkrun. Ólíklegt er að yfirtaka einstakra sveitarfélaga verði til að auka eða bæta þjónustu við íbúana. Mjög ólíklegt er að sveitarfélögin gætu tekið að sér öll verkefnin í þessum flokki án þess að sameinast eða vinna saman að rekstri málaflokkanna. Stærstu sveitarfélögin gætu þó tekið verkefnin að sér og selt þjónustuna til hinna smærri. Í flestum tilvikum væri slíkt tiltölulega óhagkvæmur og óraunhæfur kostur. Ekki möguleiki að yfirtaka rekstur framhaldsskóla án þess að sameina eða vinna saman. Vel væri mögulegt með svipaðri samvinnu og nú að yfirtaka verkefni í rannsóknum og eftirliti og styrkja með því heilbrigðiseftirlitið sem nú þegar er á framfæri sveitarfélaganna. Við núll kostinn yrði þjónustan áfram með svipuðum hætti og verið hefur. Þrátt fyrir sameiningu litlu hreppanna í stærri sveitarfélög verður í flestum tilvikum áfram um svo litlar einingar að ræða að ekki er líklegt að sveitarfélögin geti náð fram hagkvæmari rekstri í þeirri þjónustu sem þau inna af hendi. Æskilegt væri því að sveitarfélögin leituðu leiða til að ná betri þjónustu við íbúana með samvinnu sem gæti leitt til hagræðingar samtímis.

21 Nokkur reynsla er komin af rekstri byggðasamlaga á svæðinu. Málefni fatlaðra hafa þannig verið á könnu sveitarfélaganna í nokkur ár og er sú þjónusta rekin í gegnum byggðasamlag. Að auki eiga sveitarfélögin í sameiningu Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra, sem sér um atvinnuráðgjöf á svæðinu öllu og jafnframt eiga sveitarfélögin sér samstarfsvettvang í Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Benda má á að þjónustusamningur Félagsmálaráðuneytisins og Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, þar sem byggðarsamlaginu er skipt í fjögur þjónustusvæði þ.e. Vestur og Austur Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Siglufjörð hefur tekist með miklum ágætum. Í aðalatriðum þá er þar þrennt sem stendur uppúr þ.e.a.s. betri nýting á fjármunum, aukin nærþjónusta, og styrking félagsþjónustu sveitarfélaganna. Einn helsti ókostur þessarar leiðar er að með rekstri byggðasamlaga getur öll ákvarðanataka orðið seinvirk og oft þarf að fara málamiðlunarleiðir sem eru tiltölulega óhagkvæmar. Til að byggðasamlagsleiðin virki sem best og með sem mestri hagkvæmni, mætti ætla að vænlegast væri að stofnað yrði eitt byggðasamlag sem fer með alla málaflokka sem sveitarfélögin ákveða að reka með þessum hætti. Hættan er hinsvegar sú að eitt byggðasamlag með mörg verkefni verði að nýju stjórnsýslulagi með þenslu í umfangi og tilheyrandi seinagangi í afgreiðslu verkefna. Á hinn bóginn er ekki fýsilegur kostur að málefnunum verði skipt niður á mörg byggðasamlög, hvert með sérstakri yfirstjórn svipað og raunin er með atvinnuráðgjöfina og landshlutasamtökin í dag Byggðasamlagsleiðin krefst þess að mikil eining verði milli sveitarfélaganna um hvaða þjónustu á að veita og þjónustustig hvers þjónustuflokks, til að reksturinn verði góður og fjármögnunin sem réttlátust. Enn og aftur má benda á reynslu Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og einnig skýrslu PWC um verkefni reynslusveitarfélaganna sem mjög jákvætt dæmi og virðast kostirnir vera margfalt fleiri heldur en ókostirnir. Umtalsverð tækifæri liggja í stærri einingum. Helstu kostir þess ef sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sameinast um rekstur heilbrigðisþjónustunnar eru sem hér segir. Styrking á sveitarstjórnarstiginu sem leiðir af sér sterkari byggð Meiri þjónusta fyrir sambærilega eða minni fjármuni

22 Aukin heimaþjónusta og heimahjúkrun Fleiri öldruðum einstaklingum/langlegusjúklingum gert kleift að búa lengur heima sem leiðir af sér Styttri bið eftir plássi á dvalarheimilum Mjög aukna nærþjónusta Aukin hagræðing í rekstri heilbrigðisþjónustunnar með minni yfirstjórn. Aukin sjálfstjórn sem endurspeglaði meiri nálægð heimamanna við stjórn og ákvarðanatöku heilbrigðisstofnana. Betri þjónusta við íbúana með aukinni sérfræðiþekkingu á stórri heilbrigðisstofnun Samlegðaráhrif ef heimahjúkrun sveitarfélaganna er sett undir einn hatt Helstu ókostir eru Líkleg fækkun starfa, sér í lagi í stjórnunarstörfum Hugsanlega meiri fjarlægð íbúa frá einstökum þjónustuþáttum sem krefjast mikils tækjabúnaðar Við yfirtöku sveitarfélaganna á störfum sýslumanns mætti ná fram töluverðri hagræðingu hjá sveitarfélögunum jafnhliða því að sveitarfélögin gætu veitt mun betri þjónustu við íbúana og verið betur í stakk búin til að takast á við mörg þeirra verkefna sem tilheyra þeim í dag. Slíkt krefst þess þó að miklu af þeirri þjónustu sem sveitarfélögin veita í dag, verði komið fyrir í sama byggðasamlagi og starfssemi sýslumanns fer inní. Ólíklegt er að hægt væri að fara með löggæslu í byggðasamlagsrekstur vegna eðli þeirra starfa sem löggæslan hefur á sinni könnu. Helstu kostir yfirtöku verkefna sýslumanns í byggðasamlagsmódelinu eru: Helstu ókostir Einfaldar þjónustuferli við leyfisveitingar Færir þjónustuna nær íbúunum Skapar hagræðingu ef innheimtudeildum sveitarfélaganna er steypt í sama módel Tenging Tryggingastofnunar við félagsþjónustu ef henni er steypt í sama módel Fækkun starfa menntafólks Mögulega of mikið návígi við íbúa, td. varðandi löggæslu Sýslumannsembættin eru að veita sömu þjónustu um allt land. Mögulegt er að vanhöld yrðu á því ef starfsemi væri

23 sums staðar á hendi ríkis og annars staðar á hendi sveitarfélaga. Tiltölulega einföld aðgerð að yfirtaka framhaldsskóla á Norðurlandi vestra þar sem einungis er um einn skóla að ræða og nú þegar er samstarf milli sveitarfélaga á svæðinu vegna þessarar stofnunnar. Ekki er ljóst hvort slík yfirtaka skili hagræðingu í rekstri skólans, en tekjustofnar hans hafa ekki dugað fyrir rekstri hans síðustu árin. Helstu kostir Helstu ókostir Meiri áhrif á stjórnun skólans, uppbyggingu hans og styrkingu námsins Meiri tengsl skóla við samfélagið svo sem atvinnulífið Hætta á auknum kostnaði Vel væri mögulegt með svipaðri samvinnu og nú að yfirtaka verkefni í rannsóknum og eftirliti og styrkja með því heilbrigðiseftirlitið sem nú þegar er á framfæri sveitarfélaganna og rannsóknastofnanir svo sem Náttúrustofu Norðurlands vestra og Háskólann á Hólum. Mikil hagræðing í þeirri starfsemi sveitarfélaganna sem hægt verður að setja undir byggðasamlagið samtímis því að þjónusta við íbúana yrði bætt verulega. Hér má sem dæmi nefna brunavarnir og eldvarnaeftirlit, umhverfis og skipulagsmál, sorphirðu, félagsþjónustu og fleira.

24 Við sameiningu allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í eitt sveitarfélag, væri sveitarfélagið mun betur í stakk búið til að taka að sér verkefni sem ríkið sér um í dag í krafti stærðar sinnar. Rannsóknir Byggðastofnunnar og Rannsóknastofnunnar Háskólans á Akureyri hafa leitt í ljós að stærri sveitarfélög eru betur í stakk búin til að taka að sér verkefni frá ríkinu og reka þau á hagkvæman hátt. 8 Með sameiningu allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður mun auðveldara að tryggja öllum íbúum svæðisins þjónustu á hagkvæman hátt og jafnframt verða stjórnsýslulegar takmarkanir atvinnusvæða að engu. Sameining allra sveitarfélaga á svæðinu myndi skila sér í þrem sterkum þjónustukjörnum á svæðinu, sem væru vel í stakk búnir til að takast á við þau verkefni sem ríkið er tilbúið að láta af hendi. Það má þó ekki gleymast að þrátt fyrir sameiningu allra sveitarfélaganna yrði sveitarfélagið ekkert sérlega stórt, eða með rúmlega níu þúsund íbúa ef Siglufjörður er talinn með. Þetta yrði þó til þess að sveitarfélagið yrði það sjötta stærsta á landinu miðað við íbúafjölda sveitarfélaga í dag en yrði sennilega neðar á listanum eftir það sameiningarferli sem í gangi er í dag. Ákveðnir landfræðilegir þættir gætu orðið til þess að trufla sameiningu allra sveitarfélaganna. Sameinað sveitarfélag á Norðurlandi vestra væri gríðarlega víðáttumikið og um langan veg að fara ef setja á stjórnsýsluna niður á einn stað. Þetta krefst því nýrrar hugsunar og skipulagningar í stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Ein hugmynd um hvernig hægt væri að standa að skipulagningunni er kynnt hér í kaflanum Ný skipan sveitarstjórna. Benda má þó á að landfræðilegir þættir hafa ekki verið hindrun í Byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, þar sem starfstöð hefur verið löguð að búsetu og færa má rök fyrir því að sama gæti átt við ef öll sveitarfélög sæðisins verða sameinuð. Styrking á sveitarstjórnarstiginu sem leiðir af sér sterkari byggð Meiri þjónusta fyrir sambærilega eða minni fjármuni Aukið magn heimaþjónustu og heimahjúkrunar Fleiri öldruðum einstaklingum/langlegusjúklingum gert kleift að búa lengur heima sem leiðir af sér: Styttri bið eftir plássi á dvalarheimilum 8 Byggðastofnun 2001

25 Aukin nærþjónusta Aukin hagræðing í rekstri heilbrigðisþjónustunnar með minni yfirstjórn. Aukin sjálfstjórn sem endurspeglaði meiri nálægð heimamanna við stjórn og ákvarðanatöku heilbrigðisstofnana. Betri þjónusta við íbúana með aukinni sérfræðiþekkingu á stórri heilbrigðisstofnun Samlegðaráhrif ef heimahjúkrun sveitarfélaganna er sett undir sama hatt Helstu ókostir eru Fækkun starfa, sér í lagi í stjórnunarstörfum Hugsanlega meiri fjarlægð íbúa frá einstökum þjónustuþáttum sem krefjast mikils tækjabúnaðar Yfirtaka á störfum sýslumanns ætti að vera tiltölulega einföld fyrir stórt sveitarfélag. Slík yfirfærsla kallar reyndar á töluverða breytingu á skipulagi í löggæslu í landinu, en skipta þyrfti löggæslunni í svæðisbundna löggæslu annarsvegar og hinsvegar ríkislöggæslu sem getur verið innan handar við rannsóknir erfiðra mála, eða þegar sakamál teygja sig yfir mörg lögsagnarumdæmi. Helstu ókostir Einfaldar þjónustuferli við leyfisveitingar Færir þjónustuna nær íbúunum Efling starfsemi sveitarfélaganna með löglærðu starfsfólki Hagræðing við innheimtu Tenging umboðsmanns Tryggingastofnunnar við félagsþjónustuna Fækkun starfa menntafólks Hugsanlega of mikið návígi við íbúa, td. varðandi löggæslu Sýslumannsembættin eru að veita sömu þjónustu um allt land. Mögulegt er að vanhöld yrðu á því ef starfsemi væri sums staðar á hendi ríkis og annars staðar á hendi sveitarfélaga. Eins og í byggðasamlagsmódelinu ætti að vera auðvelt fyrir sveitarfélögin að yfirtaka rekstur framhaldsskólanna en jafnframt þarf að skoða fjármögnun verkefnisins sérstaklega.

26 Helstu kostir Helstu ókostir Meiri áhrif á stjórnun skólans, uppbyggingu hans og styrkingu námsins Meiri tengsl skóla við samfélagið svo sem atvinnulífið Hætta á auknum kostnaði Yfirtaka verkefna í rannsóknum og eftirliti mundi styrkja heilbrigðiseftirlitið sem nú þegar er rekið af sveitarfélögunum sem og aðrar rannsóknarstofnanir á svæðinu. Við sameiningu sveitarfélaganna má búast við töluverðri hagræðingu í rekstri sveitarfélaganna jafnframt því að þjónusta við íbúana batni töluvert á flestum sviðum þar sem hver þjónustufulltrúi sveitarfélagsins hefur stærra starfssvæði með mun fleiri íbúum. Að auki gefst sveitarfélögunum tækifæri á að ráða í fulla vinnu starfskrafta sem áður hefur ekki verið möguleiki að hafa á launaskrá, svo sem löglært fólk, sálfræðinga og aðra sérfræðinga. Yfirtaka á verkefnum ríkisins mun einnig styrkja þá starfssemi sem sveitarfélögin standa fyrir í dag og auka hagræðinguna enn meira. Reynsla af sameiningu sveitarfélaga og yfirtaka verkefna frá ríki hefur sýnt að þessar breytingar skila sér yfirleitt í betri þjónustu við íbúa. Jafnframt hefur það sýnt sig að eftir því sem sveitarfélögin eru stærri, því betur eru þau í stakk búin til að reka þjónustu sína á hagkvæman hátt. 9 9 Byggðastofnun 2001

27 Þessum hugrenningum er ekki ætlað að koma með einhverskonar töfralausn á þessum verkefnum, heldur innlegg í þá umræðu sem fram þarf að fara ef sameina á sveitarfélög í einhverjum mæli. Ný verkefni kalla á nýjar lausnir. Verði öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra sameinuð í eitt, standa stjórnendur sveitarfélagsins frammi fyrir nokkrum verkefnum sem þarf að leysa. Eitt stærsta verkefnið er að tryggja að lögbundin þjónusta við íbúanna skerðist ekki við sameininguna. Einnig þarf að tryggja að ný verkefni í höndum sveitarfélaganna verði leyst af hendi að minnsta kosti jafn vel og Ríkið hefur gert hingað til. Jafnframt þessu þarf að huga að búsetu í sveitarfélaginu og tryggja að hún takmarki ekki möguleika fólks á starfi í þágu sveitarfélagsins. Nokkrir þéttbýliskjarnar eru á Norðurlandi vestra, en þeirra stærstir eru Blönduós, Hvammstangi, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Skagaströnd. Þessir staðir geta jafnframt talist þjónustukjarnar þar sem opinber þjónusta á vegum sveitarfélagsins er ynnt af hendi ásamt því að mörg einkarekin þjónustufyrirtæki eru staðsett á þessum þéttbýlisstöðum. Að auki eru nokkrir minni þéttbýliskjarnar þar sem íbúarnir þurfa að sækja mikið af sinni þjónustu annað. Um það bil 33% íbúa á Norðurlandi vestra búa í dreifbýli (29% ef Siglufjörður og Bæjarhreppur eru taldir með). Tryggja þarf að íbúar sveitarfélagsins þurfi ekki að verja miklum tíma í ferðalög til að sinna erindum sínum við sveitarfélagið. Þó að í sumum tilvikum geti slíkt reynst óhjákvæmilegt vegna mannfæðar og sérhæfðrar þjónustu í mörgum tilvikum. Mikið hefur verið rætt rafræn sveitarfélög, þar sem íbúar sveitarfélaganna geta sinnt stórum hluta erinda sinna við sveitarfélagið með rafrænum hætti. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra (nú Atvinnuþróunarfélag) vann í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, umsókn í samkeppnina Rafrænt samfélag, sem Iðnaðarráðuneytið stóð fyrir á árinu Þrátt fyrir að umsóknin hafi ekki fengið brautargengi í þeirri samkeppni eru margar hugmyndir í þeirri vinnu sem hægt væri að nýta við sameiningu sveitarfélaganna. Framtíðasýnin um rafrænt samfélag er freistandi í margra huga. Það verður þó að taka henni sem framtíðarsýn en ekki raunhæfum valkosti eins og staðan er í dag. Því þarf að hafa í huga að sveitarfélag með landfræðilega staðhætti eins og sameinað sveitarfélag á Norðurlandi vestra mun hafa, þarf að gera íbúum sínum kleift að nálgast þjónustuna á auðveldan hátt. Hér er því lagt til að sameinað sveitarfélag á Norðurlandi vestra eigi eða leigi skrifstofuhúsnæði í öllum stærri þéttbýliskjörnum. Húsnæðið verður þá nýtt fyrir þá starfsmenn sveitarfélagsins sem búa á því svæði óháð hvaða deild starfsmaðurinn vinnur við. Þetta

28 þýðir að starfsmenn með sérþekkingu þurfa ekki að búa í einum þéttbýliskjarna frekar en öðrum þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af hvar þessar eða hinar höfuðstöðvarnar verða. Jafnframt myndu ritarar á þessum starfsstöðvum virka sem tengiliðir sveitarfélagsins við íbúana þar sem íbúarnir gætu sinnt sínum erindum óháð hvaða deild sveitarfélagsins þeir þurfa að hafa samskipti við. Starfsstöðvar þessar gætu verið í tengslum við rekstur sveitarfélagsins á heilsugælustöðvum eða annarri þjónustu sem sveitarfélagið munu hafa á sinni könnu í framtíðinni.

29 Helstu skriflegu heimildir Reynslusveitarfélög-matsskýrsla, Price Waterhouse Coopers 2001 Sameining sveitarfélaga, áhrif á atvinnu og búsetuþróun, RHA og Byggðastofnun 2001 Áhrif Samgöngubóta á byggðaþróun, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri 2001 Jargangnaáætlun, Vegagerðin 2000 Hagstofa Íslands Samfélagsnetið, umsókn um rafrænt samfélag, Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra 2003 Ungafólkið fór, Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra 2003 Byggðir á Íslandi, Byggðastofnun 1999

30 This document was created with Win2PDF available at The unregistered version of Win2PDF is for evaluation or non-commercial use only.

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga

Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga KPMG ráðgjafarsvið Júní 2014 KPMG ehf. Borgartúni 27 105 Reykjavík Sími 545 6000 Fax 545 6001 Velferðarráðuneytið

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn Janúar 2008 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn Stjórnsýsluúttekt Efnisyfirlit SAMANTEKT...5 1 INNGANGUR...9 2 KOSTNAÐUR VIÐ REKSTUR GRUNNSKÓLA...11 3 HLUTVERK JÖFNUNARSJÓÐS SVEITARFÉLAGA...17

More information

Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga.

Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga. n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor, Háskólanum á Akureyri. Útdráttur Í þessari grein er fjallað

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Almenningssamgöngur. Fundir með svæðasamtökum sveitarfélaga. Maí 2010

Almenningssamgöngur. Fundir með svæðasamtökum sveitarfélaga. Maí 2010 Almenningssamgöngur Fundir með svæðasamtökum sveitarfélaga Maí 2010 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 3 2. Stefnumótun samgöngu- og sveitsrstjórnarráðuneytisins/ráðherra í almenningssamgöngum... 4 3. Framkvæmd

More information

Áhrif stóriðju á búsetu og vinnumarkað

Áhrif stóriðju á búsetu og vinnumarkað Áhrif stóriðju á búsetu og vinnumarkað Könnun á áhrifum nýs álvers á höfuðborgarsvæðinu, í Eyjafirði eða Reyðarfirði Byggðastofnun Þróunarsvið mars 1990 Inngangur Greinargerð þessi er annar hluti af þætti

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa Álfhildur Eiríksdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Rafræn náms- og

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

MS-ritgerð. Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum Noregur, Svíþjóð og England

MS-ritgerð. Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum Noregur, Svíþjóð og England MS-ritgerð Heilsuhagfræði Einkarekstur og einkaframkvæmd í erlendum heilbrigðiskerfum Noregur, Svíþjóð og England Valgarð Sverrir Valgarðsson Hagfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla

Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Úthýsing þjónustu - Hvers ber að varast - Ritgerð unnin í samstarfi við 365 Miðla Ásta Kristín Reynisdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskiptadeild Vor 2008 Háskólinn á Akureyri, Viðskiptadeild Heiti verkefnis:

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar

Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Helstu niðurstöður starfshóps ríkis og Reykjavíkurborgar með KSÍ um uppbyggingu Laugardalsvallar Þann 11. janúar 2018 skipuðu ríkið og Reykjavíkurborg starfshóp sem fara skyldi yfir hugmyndir um þjóðarleikvang

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

/AGB. Stefnumótun og samstarf sveitarfélaga í upplýsingatæknimálum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Baskalandi

/AGB. Stefnumótun og samstarf sveitarfélaga í upplýsingatæknimálum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Baskalandi 06.09.11/AGB Stefnumótun og samstarf sveitarfélaga í upplýsingatæknimálum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Baskalandi Stutt ágrip Í öllum löndunum er unnið út frá því að aukin samhæfing og samstarf sé lykilatriði

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018

Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 Keflavíkurflugvöllur farþegaspá 2018 2 Keflavíkurflugvöllur Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2018 Mikil fjölgun skiptifarþega Fjölgun komu- og brottfararfarþega virðist sækja í jafnvægi Árstíðarsveifla

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja

Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Stefnumótun í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja Nemandi: Tinna Ösp Brooks Skúladóttir Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson Staðfesting lokaverkefnis til BS gráðu í viðskiptafræði Titill verkefnis: Stefnumótun

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Áhættur í rekstri sveitarfélaga

Áhættur í rekstri sveitarfélaga Áhættur í rekstri sveitarfélaga hverjar eru þær og hvað er til ráða? Bergur Elías Ágústsson. Bergur@internet.is. 896-4701 Efnistök. Nálgun viðfangsefnisins. Nokkur orð um áhættu. Hugtök og skilgreiningar.

More information

UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL

UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL Mars 2012 Stefnumótun og samstarf sveitarfélaga í upplýsingatæknimálum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Baskalandi Samantekt unnin að mestu sumarið 2011 af Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008)

Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Frumdrög Heildsölugjaldskrá Mílu fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3 (Markaður 5/2008) Skjal númer 2017070051 Dagsetning 20. október 2017 Hér með er óskað viðbragða allra hlutaðeigandi aðila við þeim

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI

SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI SKÝRSLA TIL ALÞINGIS SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI JÚNÍ 2011 EFNISYFIRLIT NIÐURSTÖÐUR OG ÁBENDINGAR... 3 VIÐBRÖGÐ VIÐ ÁBENDINGUM... 7 1 INNGANGUR... 11 1.1 Beiðni um úttekt og afmörkun hennar... 11 1.2 Gagnaöflun

More information

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli

Nr. Aðili Efnisatriði Athugasemd Viðbrögð Kafli 1 Thorsil Loftgæði Bent er á að fyrirhuguð verksmiðja Thorsil sé einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá verksmiðju Stakksbergs og að lóð Stakksberg við Helguvíkurhöfn liggi um 15-20 m neðar í landi

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS

7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Háskóli Íslands, 7. september 2011 7. RANNSÓKNAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS Socio-economic Sciences and Humanities Félags-, hag- og hugvísindi Science in Society Vísindi í samfélaginu Aðalheiður Jónsdóttir

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur

Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur Akureyri 31. maí 2011 Greinargerð vegna úttektar á stjórnkerfi skóla á Akureyri eftir Björgu Sigurvinsdóttur Í úttekt á stjórnkerfi skóla á Akureyri var rannsóknarspurningin: Í hverju felst starf skólastjóra,

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Gæða- og umhverfiskerfi

Gæða- og umhverfiskerfi Haustmisseri 2012 Gæða- og umhverfiskerfi Lokaverkefni Viðskiptafræði Nemandi: Anton Smári Rúnarsson, kt. 170584-3179 Leiðbeinandi: Stefán Valgarð Kalmansson 1 Samningur um trúnað Undirritaður nemandi

More information

CASE STUDIES ON INNOVATIVE ENTREPRENEURIAL ORGANISATIONS IN EUROPEAN REGIONS SUMMARIES FIERE WORK PACKAGE 4

CASE STUDIES ON INNOVATIVE ENTREPRENEURIAL ORGANISATIONS IN EUROPEAN REGIONS SUMMARIES FIERE WORK PACKAGE 4 CASE STUDIES ON INNOVATIVE ENTREPRENEURIAL ORGANISATIONS IN EUROPEAN REGIONS SUMMARIES FIERE WORK PACKAGE 4 Reykjavík, June 2015 Editor: Árni Helgason Authors: Árni Helgason, Austurbrú chapter 1 Todor

More information

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi

Leikskóli margbreytileikans. Sérkennsla í nýju ljósi Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla í nýju ljósi Starfsþróunarverkefni Sigrún Arna Elvarsdóttir Lokaverkefni til M.ed. - prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikskóli margbreytileikans Sérkennsla

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Háskóli Íslands Iðnaðarverkfræði,- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild MPM(402F) Lokaverkefni MPM nám í verkefnastjórnun Vormisseri 2010 Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Nemandi:

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla

Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir Lokaverkefni til M.ed. gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Þróun starfshátta í Laugalækjarskóla 2000-2008 Auður Árný Stefánsdóttir

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR

Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mobility Management - Umferðarstjórnun RANNSÓKNARSJÓÐUR VEGAGERÐARINNAR Mars 2009 Mobility Management - Umferðarstjórnun 06188 S:\2006\06188\S_Mobility_Management.doc Mars 2009 1 30.03.2009 GHS SJ SJ Nr.

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Skýrsla Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Trausti Þorsteinsson Gunnar Gíslason Gát sf. 2012 Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Mat á fyrirkomulagi og tillögur um framtíðarskipan Gát sf. Trausti Þorsteinsson

More information

BS ritgerð. Viðvarandi samkeppnisforskot hagnýt rannsókn á auðlindum og færni Poker Stars

BS ritgerð. Viðvarandi samkeppnisforskot hagnýt rannsókn á auðlindum og færni Poker Stars BS ritgerð í viðskiptafræði Viðvarandi samkeppnisforskot hagnýt rannsókn á auðlindum og færni Poker Stars Hjörtur A. Guðmundsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Friðrik Eysteinsson Júní

More information

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum

Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum Fyrstu skref 24. maí 2016 Viðauki; umsagnir 1. september 2016 SKÝRSLA - UPPLÝSING ABLAÐ Titill skýrslu Stefnumörkun sveitarfélag á Vestfjörðum Fyrstu skref Tegund

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Greinargerð um efnahagslega og samfélagslega þætti matsskýrslu um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Greinargerð um efnahagslega og samfélagslega þætti matsskýrslu um umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C01:02 Greinargerð

More information