Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga

Size: px
Start display at page:

Download "Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga"

Transcription

1 Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga Könnun meðal stjórnenda sveitarfélaga KPMG ráðgjafarsvið Júní 2014

2 KPMG ehf. Borgartúni Reykjavík Sími Fax Velferðarráðuneytið Einar Njálsson Innanríkisráðuneytið, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Lúðvík Geirsson 10. júní 2014 Tilfærsla á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Þann 23. nóvember 2010 gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag um tilfærslu þjónustu við fatlaða. Samkvæmt 11. gr. samkomulagsins skal á árinu 2014 fara fram sameiginlegt mat ríkis og sveitarfélaga á faglegum og fjárhagslegum árangri tilfærslunnar. KPMG, velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, gerðu með sér samning þann 9. apríl 2014 um að KPMG tæki að sér að afla gagna frá framkvæmdastjórum og fjármálastjórum sveitarfélaga vegna hins faglega mats. Var einkum horft til þess að ná fram sjónarmiðum sem tengjast stjórnsýslumarkmiðum sem fram koma í c-f liðum 2. gr. framangreinds samkomulags. Í samræmi við samninginn hefur KPMG unnið skýrslu þessa um mat á tilteknum þáttum þess hvernig til hefur tekist við tilfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fyrirvarar Þessi skýrsla inniheldur niðurstöður netkönnunar sem framkvæmd var í tengslum við verkefnið og mat á að hvaða leyti markmiðin hafi náðst. Netkönnunin var framkvæmd á tímabilinu 22. apríl til 3. júní Við gerð þessarar skýrslu höfum við stuðst við niðurstöður netkönnunarinnar en spurningalisti var saminn í samráði við verkkaupa. Skýrslu okkar ber ekki að skilja sem staðfestingu þess að ekki sé til að dreifa öðrum álitaefnum sem kunna að vera mikilvæg fyrir mat á tilfærslunni. KPMG ber ekki ábyrgð á að uppfæra efni og niðurstöður verkefnisins í tengslum við atburði eða upplýsingar sem kunna að koma síðar fram. KPMG ber enga ábyrgð á ákvörðunum sem teknar kunna að verða á grundvelli skýrslunnar. Öll ábyrgð vegna ákvarðana sem teknar verða á grundvelli verkefnisins eða niðurstaðna sem í skýrslunni eru, er hjá verkkaupa eða öðrum aðilum er að málinu kunna að koma. KPMG ehf. H. Ágúst Jóhannesson Partner á ráðgjafarsviði KPMG

3 Efnisyfirlit Í tengslum við þessa skýrslu má hafa samband við eftirtalda: Sesselja Árnadóttir Senior Manager, Reykjavík KPMG ehf. Oddur Gunnar Jónsson Síða Inngangur 3 Framkvæmd netkönnunar 7 Samantekt niðurstaðna netkönnunar 11 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst 20 Svör þátttakenda í netkönnun 28 Senior Manager, Reykjavík KPMG ehf. ojonsson@kpmg.is H. Ágúst Jóhannesson Partner, Reykjavík KPMG ehf. ajohannesson@kpmg.is Sími: Fax:

4 Inngangur

5 Inngangur Þann 23. nóvember 2010 gerðu ríki og sveitarfélög samkomulag um tilfærslu þjónustu við fatlaða. Var þar gert ráð fyrir að þjónusta við fatlað fólk myndi flytjast til sveitarfélaga þann 1. janúar Markmið með tilfærslunni voru eftirfarandi samkvæmt 2. gr. samkomulagsins: a) Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum. b) Stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga. c) Tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu, bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga. d) Tryggja góða nýtingu fjármuna. e) Styrkja sveitarstjórnarstigið. f) Einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt 11. gr. samkomulagsins skal á árinu 2014 fara fram sameiginlegt mat ríkis og sveitarfélaga á faglegum og fjárhagslegum árangri tilfærslunnar. Varðandi faglega árangurinn skal matið byggjast á þeim markmiðum sem fram koma í 2. gr. samkomulagsins. Sem innlegg inn í matið á faglega árangrinum samdi velferðarráðuneytið og innanríkisráðuneytið f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við KPMG um að framkvæma könnun meðal framkvæmdastjóra, fjármálastjóra og forstöðumanna stjórnsýslu sveitarfélaga. Tilgangurinn var sá að ná fram sjónarmiðum sem tengjast stjórnsýslumarkmiðum sem fram koma í c-f liðum 2. gr. framangreinds samkomulags. Samband íslenskra sveitarfélaga framkvæmdi könnun meðal stjórnenda á þjónustusvæðum á tímabilinu maí til nóvember 2013, annars vegar með heimsóknum á þjónustusvæði og hins vegar með rafrænni spurningakönnun til stjórnenda á þjónustusvæðunum. Niðurstöður þeirrar könnunar er að finna í skýrslu sem aðgengileg er á heimasíðu sambandsins ( Tilgangurinn með verkefni KPMG var að ná fram sjónarmiðum helstu stjórnenda sveitarfélaga varðandi tilfærsluna og var markhópur svarenda því annar en í könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4

6 Inngangur Í 4. gr. samkomulags ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða er fjallað um þjónustusvæði sem koma skyldi á fót. Hljóðar ákvæði samkomulagsins svo: Á næstu síðu má sjá niðurstöðu um skiptingu landsins í þjónustusvæði. 5

7 Inngangur Heimild: Vefsíða velferðarráðuneytisins 6

8 Framkvæmd netkönnunar

9 Framkvæmd netkönnunar Spurningalisti og svarendur KPMG samdi spurningalista í samráði við verkkaupa, þ.e. velferðarráðuneytið og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, og einnig kom fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga að þeim hluta verkefnisins að beiðni verkkaupa. Spurningarnar miðuðu að því að ná fram sjónarmiðum svarenda sem eins og áður hefur komið fram voru einkum framkvæmdastjórar, fjármálastjórar og forstöðumenn stjórnsýslu sveitarfélaga. Svarendur voru valdir af netfangalistum sem Samband íslenskra sveitarfélaga lét í té auk þess sem upplýsinga var aflað á heimasíðum sveitarfélaga. Viðtakendur netkönnunarinnar voru 124 hjá öllum sveitarfélögum og var netkönnunin framkvæmd á tímabilinu 22. apríl til 3. júní Alls svöruðu 55 einstaklingar könnuninni eða 44,3% viðtakenda. Svör bárust frá 48 sveitarfélögum af 74 eða 64,9%. Svör bárust frá öllum þjónustusvæðum nema Kópavogsbæ. 8

10 Framkvæmd netkönnunar Staða svarenda netkönnunarinnar hjá sveitarfélaginu: Önnur 9,09% Forstöðumaður stjórnsýslu sveitarfélagsins, t.d. bæjarritari 14,55% Framkvæmdastjóri 56,36% Fjármálastjóri 20,00% Önnur svör sem gefin voru: Í þremur tilvikum voru svarendur forstöðumenn félagsþjónustu sveitarfélags og í tveimur tilvikum oddviti. 9

11 Framkvæmd netkönnunar Sveitarfélög sem eiga svör í netkönnuninni eru eftirfarandi: Akraneskaupstaður Akureyrarkaupstaður Ásahreppur Blönduósbær Bolungarvíkurkaupstaður Borgarbyggð Dalabyggð Dalvíkurbyggð Djúpavogshreppur Fjallabyggð Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Garðabær Grindavíkurbær Grímsnes- og Grafningshreppur Hafnarfjarðarkaupstaður Helgafellssveit Hrunamannahreppur Hvalfjarðarsveit Hveragerðisbær Hörgársveit Ísafjarðarbær Kjósarhreppur Mosfellsbær Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Reykjanesbær Reykjavíkurborg Sandgerðisbær Seltjarnarnesbær Seyðisfjarðarkaupstaður Skaftárhreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Skútustaðahreppur Snæfellsbær Strandabyggð Súðavíkurhreppur Svalbarðsstrandarhreppur Sveitarfélagið Árborg Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Hornafjörður Sveitarfélagið Skagafjörður Sveitarfélagið Vogar Vestmannaeyjabær Vesturbyggð Vopnafjarðarhreppur 10

12 Samantekt niðurstaðna netkönnunar

13 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Þjónustusvæði Telur þú skýrt hvað felst í hugtakinu þjónustusvæði samkvæmt lögum nr. 59/1992 og hvaða ábyrgð fylgir því? Þjónustusvæði Hvaða skoðun hefur þú á viðmiðun laganna um íbúa að lágmarki? Þjónustusvæði Telur þú að núverandi skipting í þjónustusvæði henti þínu sveitarfélagi varðandi þjónustu og skiptingu fjármuna? Þjónustusvæði Telur þú að þessi skipting í þjónustusvæði sé æskilegur rammi fyrir frekari tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, t.d. varðandi þjónustu við aldraða? Samantekt svara 65,4% svarenda telja nokkuð skýrt hvað felst í hugtakinu þjónustusvæði samkvæmt lögum nr. 59/1992 og hvaða ábyrgð fylgir því. 21,8% telja það mjög skýrt. 40% svarenda telja að viðmiðun laganna um íbúa að lágmarki sé hæfileg. Um 29% telja að íbúar sé of fjölmennt viðmið. Nokkrir nefndu að taka þyrfti meira tillit til landfræðilegra aðstæðna frekar en ákveðins íbúafjölda. 48% svarenda telja að núverandi skipting í þjónustusvæði henti sínu sveitarfélagi að flestu leyti varðandi þjónustu og skiptingu fjármuna. Um 33% telja að skiptingin henti að hluta. Tæplega 42% svarenda telja að þessi skipting í þjónustusvæði sé æskilegur rammi fyrir frekari tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, t.d. varðandi þjónustu við aldraða, þegar tekið er tillit til annarra svara sem gefin voru. 40% telja hins vegar að skipting henti ekki. Svör þátttakenda Bls. 32 Bls Bls. 35 Bls

14 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Þjónustusvæði Telur þú að félagsþjónustusvæði ættu að vera þau sömu og þjónustusvæðin í málefnum fatlaðs fólks? Þjónustusvæði Telur þú vera í dag hnökra á samstarfi sveitarfélaganna í framkvæmd þjónustu við fatlað fólk? Þjónustusvæði Hvernig telur þú aðgengi sveitarfélagsins vera að upplýsingum hjá þjónustusvæðinu sem teljast nauðsynlegar vegna rekstrar sveitarfélagsins? Samantekt svara 54,5% svarenda telja að félagsþjónustusvæði ættu að vera þau sömu og þjónustusvæðin í málefnum fatlaðs fólks. 34,5% svarenda telja að svo ætti ekki að vera. 41,8% svarenda telja ekki vera í dag hnökra á samstarfi sveitarfélaganna. 41,8% telja hnökra vera á samstarfinu ýmist varðandi rekstrarform eða fjárhagslega þætti. 69% svarenda telja að aðgengi sveitarfélagsins að upplýsingum hjá þjónustusvæðinu vera nokkuð gott. 20% telja það mjög gott Svör þátttakenda Bls. 37 Bls Bls

15 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Samstarf ríkis og sveitarfélaga Telur þú að tilfærslan hafi einfaldað verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga? Samstarf ríkis og sveitarfélaga Telur þú hnökra vera á samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna tilfærslu málefna fatlaðra? Samstarf ríkis og sveitarfélaga Telur þú að tilfærslan hafi dregið úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga, þ.e. ríkis og sveitarfélaga? Samstarf ríkis og sveitarfélaga Telur þú að fyrir hendi séu svið sem tengjast þjónustu við fatlað fólk þar sem ábyrgð stjórnsýslustiga, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, er óljós? Samantekt svara 51,8% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta einfaldað verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 18,5% telja það að flestu leyti. 20,4% telja svo ekki vera. 40% svarenda telja hnökra vera á samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna tilfærslu málefna fatlaðra varðandi bæði fjárhagslega og faglega þætti. 27,3% telja slíkra hnökra vera fyrir hendi varðandi fjárhagslega þætti. 61,8% telja að tilfærslan hafi að hluta dregið úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga, þ.e. ríkis og sveitarfélaga. 18,2% vita ekki svarið við þeirri spurningu. 45,4% svarenda vita ekki hvort fyrir hendi séu svið sem tengjast þjónustu við fatlað fólk þar sem ábyrgð stjórnsýslustiga, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, er óljós. 41,8% svara þeirri spurningu játandi og telja að fyrir hendi séu svið þar sem ábyrgð stjórnsýslustiga er óljós. Svör þátttakenda Bls. 41 Bls. 42 Bls. 43 Bls

16 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Félagsþjónusta Telur þú að breyting hafi orðið á því innan sveitarfélagsins/þjónustusv æðisins eftir tilfærslu hvernig skilin eru dregin milli almennrar félagsþjónustu skv. lögum nr. 40/1991 og sértækrar félagsþjónustu skv. lögum nr. 59/1992? Félagsþjónusta Telur þú mikilvægt að settar verði samræmdar reglur um skil milli almennrar og sértækrar félagsþjónustu? Félagsþjónusta Telur þú að tilfærslan hafi stuðlað að samhæfingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins? Félagsþjónusta Telur þú að tilfærslan hafi stuðlað að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins? Samantekt svara 34,5% svarenda telja að ekki hafi orðið breyting á því innan sveitarfélagsins/þjónustusvæðisins eftir tilfærslu hvernig skilin eru dregin milli almennrar félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/1991 og sértækrar félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 59/ ,1% telja að svo hafi verið fyrir svæðið í heild. 14,5% telja að svo hafi verið fyrir svæðið að hluta. 49,1% svarenda telja mikilvægt að settar verði samræmdar reglur um skil milli almennrar og sértækrar félagsþjónustu. 16,4% telja það ekki mikilvægt. 30,9% telja sig ekki vita svarið við spurningunni. 49,1% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta stuðlað að samhæfingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins. 36,4% telja svo vera að flestu leyti. 52,7% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta stuðlað að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins. 34,5% telja svo vera að flestu leyti. Svör þátttakenda Bls. 45 Bls. 46 Bls. 47 Bls

17 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Félagsþjónusta Telur þú að tilfærslan hafi aukið þrýsting af hálfu íbúa/notenda á að veitt verði meiri nærþjónusta (hærra þjónustustig)? Félagsþjónusta Telur þú skýrt hver ber ábyrgð á almennri þjónustu gagnvart notendum hennar innan þíns sveitarfélags? (Er skýrt hvert notandinn á að leita?) Félagsþjónusta Telur þú skýrt hver ber ábyrgð á sértækri þjónustu gagnvart notendum hennar innan þíns sveitarfélags? (Er skýrt hvert notandinn á að leita?) Samantekt svara 38,9% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta aukið þrýsting af hálfu íbúa/notenda á að veitt verði meiri nærþjónustu (hærra þjónustustig). 35,2% telja svo vera að flestu leyti. 83% svarenda telja það vera skýrt hver beri ábyrgð á almennri þjónustu gagnvart notendum hennar innan síns sveitarfélags, þ.e. að skýrt sé hvert notandinn á að leita. 11,3% telja það ekki skýrt. 81,8% svarenda telja það vera skýrt hver ber ábyrgð á sértækri þjónustu gagnvart notendum hennar innan síns sveitarfélags, þ.e. að skýrt sé hvert notandinn á að leita. 7,3% telja það ekki skýrt. Svör þátttakenda Bls. 49 Bls. 50 Bls

18 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Þjónustuþættir Hvaða þjónustuþætti í málefnum fatlaðs fólks verður þú mest var/vör við í þínu starfi í samskiptum við íbúa og notendur (1 mest áberandi, 2 næstmest áberandi, o.s.frv.)? Samantekt svara Svarendur verða mest varir við mál tengd húsnæðisúrræðum og næstmest varir við atvinnumál. Aðrir valmöguleikar í könnuninni voru aðgengismál, akstursþjónusta/ferðaþjónusta, þjónusta á heimilum og þjónusta við fötluð börn, þ.m.t. lengd viðvera. Svarendum var gefinn kostur á að nefna aðra þjónustuþætti og var þar m.a. nefnd skammtímavistun. Svör þátttakenda Bls

19 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Stjórnsýsla og skipting fjármuna Telur þú að tilfærslan hafi tryggt að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu? Stjórnsýsla og skipting fjármuna Telur þú að tilfærslan hafi styrkt sveitarstjórnarstigið? Stjórnsýsla og skipting fjármuna Telur þú að tilfærslan hafi aukið líkur á eða skapað aukinn hvata til að sveitarfélög verði sameinuð? Samantekt svara 56,4% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta tryggt að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu. 27,3% telja svo vera að flestu leyti. 60% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta styrkt sveitarstjórnarstigið. 25,4% telja svo vera að flestu leyti. 50,9% svarenda telja að tilfærslan hafi ekki aukið líkur á eða skapað aukið hvata til að sveitarfélög verði sameinuð. 23,6% telja svo hins vegar vera. Svör þátttakenda Bls. 59 Bls. 60 Bls

20 Samantekt niðurstaðna netkönnunar Spurning Stjórnsýsla og skipting fjármuna Við tilfærslu þjónustunnar var tekin ákvörðun um að hækka hámark álagningarhlutfalls útsvars um 1,2% af útsvarsstofni. Skipting þessarar útsvarsaukningar var þannig að 0,95% af útsvarsstofni skyldu renna til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og 0,25% af útsvarsstofni skyldu renna til sveitarfélaganna. Gerð var smávægileg breyting á skiptingunni um síðustu áramót. Telur þú að þessi reikniregla/aðferðafræði sé skynsamleg leið til að skipta þessum fjármunum? Stjórnsýsla og skipting fjármuna Telur þú að nýting fjármuna í málaflokknum hafi tekið breytingum frá tilfærslunni? Samantekt svara 40% svarenda telja að reikniregla/aðferðafræði við skiptingu útsvars sé skynsamleg leið til að skipta þessum fjármunum. 34,5% vissu ekki svarið við þeirri spurningu. 34,5% svarenda telja að nýting fjármuna í málaflokknum hafi batnað að stórum hluta frá tilfærslunni. 23,6% vissu ekki svarið við spurningunni. 21,8% telja að nýtingin sé óbreytt. Svör þátttakenda Bls Bls

21 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst

22 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið Í samningi verkkaupa við KPMG er gert ráð fyrir að í skýrslu þessari verði lagt mat á að hvaða leyti markmiðin í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga hafi náðst. Það mat sem sett er fram í þessum kafla byggir einkum á svörum þátttakenda í netkönnuninni. Einnig er eftir atvikum greint frá mati KPMG byggt á reynslu sérfræðinga KPMG í gegnum verkefni fyrir sveitarfélög sem unnin hafa verið á undanförnum árum. Markmið með tilfærslunni voru eftirfarandi samkvæmt 2. gr. samkomulags ríkis og sveitarfélaga: a) Bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum. b) Stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga. c) Tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu, bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga. d) Tryggja góða nýtingu fjármuna. e) Styrkja sveitarstjórnarstigið. f) Einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Tilgangurinn með þessu verkefni KPMG fyrir verkkaupa var einkum að ná fram sjónarmiðum sem tengjast stjórnsýslumarkmiðum sem fram koma í c-f liðum 2. gr. samkomulagsins. 21

23 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið samkvæmt c-lið Tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu, bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga. Í netkönnuninni voru settar fram þó nokkrar spurningar sem snerta þennan c-lið með einum eða öðrum hætti. Svör við þeim spurningum voru ekki einsleit og má því segja að komið hafi fram skiptar skoðanir um hvort þetta markmið hafi náðst. Stjórnsýslu í þessum málaflokki hefur verið komið þannig fyrir að landinu er skipt í þjónustusvæði þannig að á hverju þjónustusvæði séu að lágmarki íbúar, sbr. 4. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, með síðari breytingum. Fámennari sveitarfélögum er gert skylt að hafa samvinnu við önnur sveitarfélög um skipulag og framkvæmd þjónustunnar og skal það annað hvort gert með þeim hætti að einu sveitarfélagi á þjónustusvæðinu er falið að annast skipulag og framkvæmd eða að verkefnið er falið lögaðila sem sveitarfélögin eiga aðild að, svo sem byggðasamlagi. Hvað varðar viðmiðun laganna um íbúa að lágmarki telja 40% svarenda að hún sé hæfileg. Um 29% telja að hins vegar að það sé of fjölmennt viðmið. Einnig nefndu nokkrir svarenda að taka þyrfti meira tillit til landfræðilegra aðstæðna frekar en ákveðins íbúafjölda. Skýrt er samkvæmt lögunum um málefni fatlaðs fólks að sveitarfélögin bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og þó sveitarfélög hafi samvinnu um framkvæmd verkefnisins er ábyrgðin áfram á sama stjórnsýslustigi. Ekki er því unnt að líta svo á að þjónustusvæði í málefnum fatlaðs fólks teljist nokkurs konar þriðja stjórnsýslustig hvað þetta varðar. Benda má þó á að með því að búa til þjónustusvæði þar sem nokkrum sveitarfélögum er skylt að hafa samstarf hefur stjórnun í málaflokknum að einhverju leyti færst fjær kjörnum fulltrúum í viðkomandi sveitarfélögum í samanburði við sveitarfélög sem sjálf geta sinnt málaflokknum. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda telur það vera skýrt hver beri ábyrgð á almennri og sértækri þjónustu gagnvart notendum hennar innan viðkomandi sveitarfélags. Jafnframt kom fram í netkönnuninni að um 56% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta tryggt að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu. Um 27% svarenda telja svo vera að flestu leyti. Af framangreindu verður að ætla að það markmið að tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu hafi að mestu leyti náðst. 22

24 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið samkvæmt c-lið, framhald Annað markmið í c-lið var að bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga. Fram kom í svörum við netkönnun að tæplega 44% svarenda telja að breyting hafi orðið á því innan sveitarfélagsins eða þjónustusvæðisins í heild eða að hluta eftir tilfærslu hvernig skilin eru dregin milli almennrar félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 40/1991 og sértækrar félagsþjónustu samkvæmt lögum nr. 59/1992. Rúmlega þriðjungur svarenda telja hins vegar að ekki hafi orðið breyting á þessu. Tæplega helmingur svarenda telja mikilvægt að settar verði samræmdar reglur um skil milli almennrar og sértækrar félagsþjónustu. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda telur að tilfærslan hafi að hluta eða flestu leyti stuðlað að samhæfingu og samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélagsins og yfirgnæfandi meirihluti svarenda telur mjög eða nokkuð skýrt hvað felst í hugtakinu þjónustusvæði samkvæmt lögum nr. 59/1992 og hvaða ábyrgð fylgir því. Tæplega 62% svarenda eru þeirrar skoðunar að dregið hafi að hluta úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga, þ.e. ríkis og sveitarfélaga. Jafnframt kemur fram að um 45% svarenda vita ekki hvort fyrir hendi séu svið sem tengjast þjónustu við fatlað fólk þar sem ábyrgð stjórnsýslustiga er óljós. Tæplega 42% svara þeirri spurningu játandi og telja að fyrir hendi séu svið þar sem ábyrgð stjórnsýslustiga er óljós. Eru í því sambandi nefnd atvinnumál fatlaðs fólks og málefni geðfatlaðra. Í ljósi framangreindra svara verður að ætla að markmið um að bæta samhæfingu hafi náðst að miklu leyti. Dregið hefur úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga, en enn eru fyrir hendi svið þar sem ábyrgðin er óljós eða óskýr. 23

25 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið samkvæmt c-lið, framhald Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á ákvæðum IX. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 varðandi samvinnu sveitarfélaga og samninga um starfrækslu verkefna. Með þessum ákvæðum voru gerðar miklar breytingar frá ákvæðum fyrri sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um samvinnu sveitarfélaga. Mikilvægasta breytingin kemur fram í 93. gr. laganna en ákvæðið hljóðar svo: Ef í samningi um samvinnu sveitarfélaga felst framsal á valdi til töku ákvarðana um rétt eða skyldu manna í skilningi stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, getur hún aðeins farið fram á vegum byggðasamlags eða á þann hátt að eitt sveitarfélag tekur að sér verkefni fyrir annað eða önnur sveitarfélög nema lög veiti sérstaka heimild fyrir öðru formi samstarfs. Samningar samkvæmt þessari grein öðlast ekki gildi fyrr en að fenginni staðfestingu ráðuneytisins. Í 6. tölulið ákvæðis I til bráðabirgða í sveitarstjórnarlögunum segir að frá gildistöku laganna megi ekki gera samninga um samvinnu sveitarfélaga eða við einkaaðila sem ganga gegn ákvæðum laga þessara. Slíkir samningar sem þegar eru í gildi halda hins vegar gildi sínu, að því leyti sem þeir eru í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og ákvæði annarra laga, en tryggja skal að þeir fullnægi ákvæðum laga nr. 138/2011 ekki síðar en 15. október Að því er varðar framkvæmd þjónustu við fatlað fólk er ljóst að samningar um samvinnu sveitarfélaga í þeim efnum eru þess eðlis að þeir falla undir skilgreiningu 93. gr. sveitarstjórnarlaga og þurfa því að uppfylla skilyrði greinarinnar eigi síðar en 15. október Í einhverjum tilvikum á eftir að ljúka endurskoðun samninga varðandi framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og koma formi samvinnu þeirra sveitarfélaga í horf sem uppfyllir kröfur sveitarstjórnarlaga. 24

26 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið samkvæmt d-lið Tryggja góða nýtingu fjármuna. Um 74% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta eða flestu leyti aukið þrýsting af hálfu íbúa/notenda á að veitt verði meiri nærþjónusta, sem þýðir í raun að gerð er krafa um hærra þjónustustig. Í netkönnuninni kom ekki fram afgerandi afstaða um hvort þessu markmiði d-liðar hafi verið náð. Rúmlega 34% svarenda telja að nýtingin hafi batnað að stórum hluta, tæplega 24% töldu sig ekki hafa forsendur til að svara spurningunni og tæplega 22% töldu að nýtingin væri óbreytt. Í ljósi þessara svara er ekki óyggjandi unnt að fullyrða að góð nýting fjármuna hafi verið tryggð þó hún hafi batnað. Bent er jafnframt á að sum sveitarfélög telja að nægjanlegt fjármagn hafi ekki fylgt með málaflokknum, hvort sem er í upphafi eða síðar eftir að málaflokkurinn hefur þróast og nákvæmara mat hefur farið fram á þjónustuþörf einstaklinga. 25

27 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið samkvæmt e-lið Styrkja sveitarstjórnarstigið. Í netkönnuninni kom fram að tæplega 42% svarenda telja ekki vera í dag hnökra á samstarfi sveitarfélaganna í málefnum fatlaðs fólks. Jafnframt telja tæplega 42% hnökra vera til staðar á samstarfinu ýmist varðandi rekstrarform eða fjárhagslega þætti. Um jafn stóra hópa svarenda er því að ræða hvað þetta varðar. Um 85% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta eða flestu leyti styrkt sveitarstjórnarstigið. Tæplega 51% telja hins vegar að tilfærslan hafi ekki aukið líkur eða skapað hvata til sameiningar sveitarfélaga en tæplega 24% telja svo vera. Af þessum svörum verður að draga þá ályktun að það markmið að styrkja sveitarstjórnarstigið hafi náðst að þó nokkru leyti. 26

28 Mat á að hvaða leyti markmið hafi náðst Markmið samkvæmt f-lið Einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Í netkönnuninni kom fram að tæplega 42% svarenda telja að skipting í þjónustusvæði samkvæmt lögum nr. 59/1992 sé æskilegur rammi fyrir frekari tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, t.d. varðandi þjónustu við aldraða, þegar tekið er tillit til allra svara sem gefin voru. Tæplega 40% telja hins vegar að skiptingin henti ekki. Um tvo svipað stóra hópa er því að ræða. Um 40% svarenda telja hnökra vera á samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna tilfærslu málefna fatlaðra varðandi bæði fjárhagslega og faglega þætti. Rúmlega 27% telja slíkra hnökra vera fyrir hendi varðandi fjárhagslega þætti. Fram kom að um 70% svarenda telja að tilfærslan hafi að hluta eða flestu leyti einfaldað verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og um 20% telja svo ekki vera. Í ljósi framangreindra svara er unnt að draga þá ályktun að það markmið að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafi náðst að þó nokkru leyti þrátt fyrir að enn séu fyrir hendi hnökrar á samskiptum ríkis og sveitarfélaga. 27

29

30 Um birtingu svara við netkönnuninni Svör þátttakenda í netkönnuninni eru birt hér á eftir. Svörin voru ekki greind niður á einstaka svarendur, sveitarfélög eða þjónustusvæði. Við flestar spurningarnar var svarendum gefinn kostur á að gefa nánari skýringar, dæmi eða koma á framfæri athugasemdum. Þau svör eru birt og gefa í einhverjum tilvikum til kynna frá hvaða sveitarfélagi eða þjónustusvæðið svarandi er. 29

31 Annað 22,22% Sveitarfélagið annast sjálft skipulag og framkvæmd þjónustunnar 14,81% Skipulag og framkvæmd þjónustunnar er í höndum landshlutasamtaka sveitarfélaga 5,56% Sveitarfélagið hefur samvinnu við annað eða önnur sveitarfélög um skipulag og framkvæmd þjónustunnar með samningi þar sem einu sveitarfélagi er falið að annast skipulag og framkvæmd þjónustunnar 33,33% Skipulag og framkvæmd þjónustunnar er í höndum byggðasamlags 24,07% Önnur svör sem gefin voru: Sjá næstu bls. 30

32 Önnur svör sem gefin voru: Fyrst landshlutassamtök og nú byggðasamlag. Sveitarfélagið annast framkvæmdina en skipulag í höndum þjónusturáðs á vegum landshlutasamtaka. Samningur og sameiginleg yfirstjórn sveitarfélaga á Suðurlandi. Sameiginlegt þjónustusvæði. Þó annast hvert sveitarfélag sjálft skipulag og framkvæmd þjónustunnar. Starfandi byggðasamlag en sveitarfélögin annast og skipuleggja þjónustu við sína íbúa. Einnig eru þjónustuþættir sem einungis eru veittir á einu svæði en hin svæðin nýta sér einnig þjónustuna. Skipulag og framkvæmd þjónustunnar er í höndum byggðasamlag en tvö sveitarfélög annast framkvæmd þjónustunnar með samningi. Reykjavíkurborg annast þjónustu samkvæmt samningi og Seltjarnarnesbær fer með ákveðin verkefni í þjónustunni samkvæmt samningi sveitarfélaganna. Samningur 13 sveitarfélaga á Suðurlandi um hluta þjónustunnar, annað annast félagsþjónusturnar þrjár á svæðinu. Þrettán sveitarfélög standa saman að þjónustusvæði Suðurlands en Sveitarfélagið Árborg sinnir ákveðnum verkefnum út frá samningi allra sveitarfélaganna. Þjónustusamningur með dreifða þjónustu/ábyrgð. 31

33 Annað 1,82% Veit ekki 5,45% Já, mjög skýrt 21,82% Nei 5,45% Já, nokkur skýrt 65,45% Önnur svör sem gefin voru: Þjónustusvæðið er Strandir og Reykhólahreppur en við erum hluti af Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðra sem eru Vestfirðir í heild. 32

34 Annað 16,36% Of fjölmennt 29,09% Veit ekki 10,91% Of fámennt 3,64% Hæfilegt 40,00% Önnur svör sem gefin voru: Sjá næstu bls. 33

35 Önnur svör sem gefin voru: Veit ekki - landfræðilega stærð vantar. Akranes er manna sveitarfélag og ætti að geta sinnt málaflokknum án sérstaks þjónusturáðs. Flækir málin óþarflega að hafa sérstakt þjónusturáð fyrir svæðið. Enginn faglegur ávinningur. Svæðið í heild sinni er mjög stórt en um leið fámennt og strjálbýlt. Þjónustulega séð er mikilvægt að við sjáum sjálf um þessi málefni en bagginn er þungur vegna fæðar fólks og landflæmis (fjarlægðir eru miklar). Við erum of fámenn en við þurfum að sjá um þetta sjálf - ef aukið fjármagn væri lagt til væri róðurinn léttari. Hentar ekki alls staðar, t.d. þar sem mikill mismunur er á stærðum sveitarfélaganna. Fer eftir landfræðilegri stöðu. Ekki rétt að binda við ákveðinn íbúafjölda. Hef aldrei skilið þetta viðmið. Tel að sveitarfélög hefðu sjálf fundið sínum málum mun betri farveg ef þetta hefði aldrei komið til. Þá hefði jafnvel komið til sameininga sem ekki er nú vanþörf á. Aðstæður valda því að á sumum landsvæðum er erfitt að uppfylla þetta ákvæði íbúa lágmarkið getur verið í lagi í þéttbýli, en í dreifbýli getur horft öðruvísi við. Við útdeilingu fjármagns þyrfti að taka tillit til víðfeðmis og fjarlægða. 34

36 Nei 16,67% Annað 1,85% Veit ekki 0% Já, að flestu leyti 48,15% Já, að hluta 33,33% Önnur svör sem gefin voru: Nei, óljósar úthlutunarreglur. 35

37 Annað 5,45% Veit ekki 16,36% Já 38,18% Nei 40,00% Önnur svör sem gefin voru: Já í ljósi þess að Sveitarfélagið Hornafjörður er sérstakt þjónustusvæði og hefur rekið heilbrigðis- og öldrunarþjónustu frá Miðað við samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði þá ætti Eyjafjörður að vera eitt þjónustusvæði. Ég tel að það fyrirkomulag sem er á Vesturlandi henti vel ef til frekari verkefnaflutninga kemur. 36

38 Veit ekki 7,27% Annað 3,64% Nei 34,55% Já 54,55% Önnur svör sem gefin voru: Sömu rök og í síðust spurningu. Það er hentugt að skipta Vesturlandi í þrjú svæði. Akranes/Hvalfjörður, Borgarbyggð/Dalir og Snæfellsnes. 37

39 Annað 7,27% Já, varðandi rekstrarform 7,27% Veit ekki 9,09% Já, varðandi fjárhagslega þætti 34,55% Nei 41,82% Önnur svör sem gefin voru: Sjá næstu bls. 38

40 Önnur svör sem gefin voru: manna lágmarkið heftir t.a.m. ýmsa mögulega samþættingu á þjónustu við fatlað fólk við almenna félagslega þjónustu. Ef sveitarfélög eru ekki nægilega öflug til að veita lögbundna þjónustu almennt, þá eru þau einfaldlega of lítil eða vanmáttug. Erum ekki í samstarfi. Sumar reglur mættu vera skýrari s.s. með flutning milli sveitarfélaga. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta of flókið fyrirkomulag, of mörg sveitarfélög og stjórnsýslan seinvirkari. 39

41 Frekar slæmt 3,64% Veit ekki 1,82% Annað 5,45% Mjög gott 20,00% Nokkuð gott 69,09% Önnur svör sem gefin voru: Á ekki við, sveitarfélagið er eitt þjónustusvæði. Of takmarkað. Ekki nógu gott þar sem allar upplýsingar um fjármál og rekstur liggja hjá sveitarfélögunum þrettán og erfitt er að hafa heildarsýn allt árið um kring. 40

42 Veit ekki 9,26% Já, að flestu leyti 18,52% Nei 20,37% Já, að hluta 51,85% 41

43 Veit ekki 12,73% Annað 3,64% Já, varðandi fjárhagslega þætti 27,27% Nei 12,73% Já, varðandi faglega þætti 3,64% Já, varðandi bæði fjárhagslega og faglega þætti 40,00% Önnur svör sem gefin voru: Ekki nógu vel staðið að þessu í upphafi, mjög óskýrt og fljótfærnislega gert. Hnökrar hafa komið fram aðallega vegna NPA þjónustunnar. 42

44 Veit ekki 18,18% Já, að flestu leyti 9,09% Nei 10,91% Já, að hluta 61,82% 43

45 Annað 3,64% Já 41,82% Veit ekki 45,45% Nei 9,09% Önnur svör sem gefin voru: T.d. geðfatlaðir, hvenær er það ábyrgð heilbrigðisfagaðila og hins vegar félagsþjónustu. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvar atvinnumál fatlaðs fólks eiga heima. 44

46 Hafi breyting orðið, í hverju fólst hún? 3,64% Upplýsingar liggja ekki fyrir 18,18% Já, fyrir svæðið í heild 29,09% Já, fyrir hluta svæðisins 14,55% Nei 34,55% Önnur svör sem gefin voru: Það urðu breytingar 1997 þegar sveitarfélagið varð reynslusveitarfélag í málefnum fatlaðra. Úrræði sérstakrar félagsþjónustu þegar úrræði almennrar þjónustu duga ekki. Hér er komin svo mikil reynsla á þetta samstarf þ.s. Akureyrarbær hefur sinnt verkefninu í svo mörg ár. Fundum því ekki mikið fyrir tilfærslunni. 45

47 Annað 3,64% Veit ekki 30,91% Já 49,09% Nei 16,36% Önnur svör sem gefin voru: Taka til athugunar. Höfum ekki sinnt sértækum verkefnum. 46

48 Veit ekki 9,09% Annað 5,45% Já, að flestu leyti 36,36% Nei 0% Já, að hluta 49,09% Önnur svör sem gefin voru: Verkefnið verið svo lengi hjá sveitarfélaginu. Vorum með þjónustusamning áður en tilfærslan átti sér stað. Lítil breyting. Óljós spurning. 47

49 Veit ekki 9,09% Annað 3,64% Já, að flestu leyti 34,55% Nei 0% Já, að hluta 52,73% Önnur svör sem gefin voru: Verkefnið verið svo lengi hjá sveitarfélaginu. Vorum með þjónustusamning áður en tilfærslan átti sér stað. Lítil breyting. 48

50 Veit ekki 12,96% Annað 1,85% Já, að flestu leyti 35,19% Nei 11,11% Já, að hluta 38,89% Önnur svör sem gefin voru: Verkefnið verið svo lengi hjá sveitarfélaginu. 49

51 Veit ekki 3,77% Annað 1,89% Nei 11,32% Já 83,02% Önnur svör sem gefin voru: Fólk veit ekki alltaf hvort þjónusta er á vegum sveitarfélags eða ríkis sbr. heimahjúkrun. 50

52 Veit ekki 7,27% Annað 3,64% Nei 7,27% Já 81,82% Önnur svör sem gefin voru: Mætti gera betur. Ákveðnir þættir óljósir eins og t.d. mál er varða börn. 51

53 5 Ekkert var við 14,29% 1 Mest áberandi 10,20% 4 Minnst áberandi 18,37% 2 Næstmest áberandi 24,49% 3 Lítið áberandi 32,65% 52

54 5 Ekkert var við 14,00% 1 Mest áberandi 24,00% 4 Minnst áberandi 10,00% 3 Lítið áberandi 26,00% 2 Næstmest áberandi 26,00% 53

55 5 Ekkert var við 12,77% 1 Mest áberandi 8,51% 4 Minnst áberandi 8,51% 2 Næstmest áberandi 44,68% 3 Lítið áberandi 25,53% 54

56 5 Ekkert var við 15,38% 1 Mest áberandi 32,69% 4 Minnst áberandi 7,69% 3 Lítið áberandi 15,38% 2 Næstmest áberandi 28,85% 55

57 5 Ekkert var við 19,61% 1 Mest áberandi 19,61% 4 Minnst áberandi 13,73% 2 Næstmest áberandi 25,49% 3 Lítið áberandi 21,57% 56

58 5 Ekkert var við 18,75% 1 Mest áberandi 18,75% 4 Minnst áberandi 0% 3 Lítið áberandi 31,25% 2 Næstmest áberandi 31,25% 57

59 Önnur svör sem gefin voru: Skammtímavistun. Vöntun á hæfingarúrræðum. Taka skal fram að áhersla á lengda viðveru var fyrir hendi en búið er að bregðast við og skapa ný úrræði. Ósk um skammtímavistun hefur verið áberandi og er til staðar mikil þörf þar. Enginn einstaklingur með skilgreinda fötlun býr í mínu sveitarfélagi. Búsetuþjónusta við fatlaða er áberandi verkefni. Á ekki við. Samningar við sjálfstæða þjónustuaðila. 58

60 Veit ekki 5,45% Annað 3,64% Nei 7,27% Já, að flestu leyti 27,27% Já, að hluta 56,36% Önnur svör sem gefin voru: Jöfnunarsjóður hefur orðið mjög ráðandi við útfærslu þjónustunnar. Já að hluta til en erfitt að axla ábyrgð á allri þjónustunni þegar ríkið úthlutar fjármagninu. 59

61 Veit ekki 3,64% Nei 10,91% Já, að flestu leyti 25,45% Já, að hluta 60,00% 60

62 Veit ekki 25,45% Já 23,64% Nei 50,91% 61

63 Ef nei, hvernig ætti skiptingin að vera 10,91% Já 40,00% Veit ekki 34,55% Ef nei, hvernig ætti skiptingin að vera: Sjá næstu bls. Nei 14,55% 62

64 Ef nei, hvernig ætti skiptingin að vera: Jöfnunarsjóður er of stór. Hærra hlutfall verði eftir hjá sveitarfélögunum. Reglur Jöfnunarsjóðs eru óskýrar. Engin leið er að skilja hvað liggur til grundvallar veittu framlagi. Svör eru óljós - óskýr og erfitt að fá svör. Jöfnunarsjóður er apparat sem þyrfti að taka til gagngerrar endurskoðunar og jafnframt að reglur (ef til eru) sem unnið er eftir þar séu skýrar og gegnsæjar. Ætti spurningin ekki að vera orðuð miðað við nýja skiptiprósentu en ekki gamla? 100% um Jöfnunarsjóð. Ætti að lúta reglubundinni skoðun. Hærra hlutfall þyrfti að renna beint til sveitarfélaga. 63

65 Annað 10,91% Nýtingin hefur batnað að stórum hluta 34,55% Veit ekki 23,64% Nýtingin hefur ekki batnað 1,82% Nýtingin hefur batnað að litlum hluta 7,27% Nýtingin er óbreytt 21,82% Önnur svör sem gefin voru: Sjá næstu bls. 64

66 Önnur svör sem gefin voru: Þjónustan hefur breyst og stuðningsþjónusta aukist mikið. Má þar nefna frekari liðveislu og stuðningsfjölskyldur. NPA kom inn sem viðbótarþjónusta. Fjármunir fluttir frá landsbyggð til höfuðborgar og sveitarfélögin út á landi sitja uppi með kerfi sem ríkið skapaði en breyttar reglur veita ekki fjármunum til þess nú. Verkefnið búið að vera lengi hjá sveitarfélaginu. Of opin spurning. Ætti að kvarða og mæla. Nýting hefur batnað en á sama tíma hafa þjónustukröfur aukist og málaflokkurinn vanfjármagnaður eða aðferðarfræði skiptingar fjármagns gengur ekki upp og því röng. 65

67 Endurskoða þarf íbúa markið þar sem Jöfnunarsjóður virkar á landsvísu og þar með ekki þörf fyrir jafn stór þjónustusvæði. Þar sem Skútustaðahreppur er með samning við Norðurþing um félagsþjónustu eru ekki forsendur til að svara öllum spurningum þar sem samskiptin um málefni fatlaðra eru á milli Norðurþings og ríkisins. Stórt framfaraskref sem verður fullkomnað þegar tilraunartímabilinu er lokið. Mikilvægt fyrir fatlaða íbúa sem og aðra íbúa að fá alla félagslega þjónustu frá sínu sveitarfélagi. Taka þarf sérstakt tillit til svæða sem eru erfið yfirferðar stóran hluta árs vegna ömurlegra samgangna sem helgast af óboðlegum samgöngumannvirkjum. Eða þá að fallið sé frá þessari undarlegu reglu um manna lágmarksfjölda þar sem ekkert tillit virðist tekið til landfræðilegra staðhátta. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur verið með þjónustusamning við ríkið frá 1997 um rekstur málefna fatlaðra, stærsta breytingin hjá okkur var að taka við einkareknu sambýli á svæðinu. Það þarf að skoða sólarlagsákvæði varðandi núverandi þjónustu sem menn telja í dag að veita ætti öðruvísi og breyttar reglur leggja meiri byrðar á sveitarfélögin sem málum er þannig háttað hjá. Ekki sanngjarnt að svo sé. Hugtök sem ég kannast ekki við eða pössuðu illa saman, geta skekkt niðurstöðuna. Okkar þjónustusvæði hefur verið verulega vanhaldið af fjármagni frá Jöfnunarsjóði til þess að mögulegt hafi verið að standa undir þeirri þjónustu sem vera ber. Framlögin byggðu í upphafi á þjónustustigi sem var fyrir yfirfærslu, en þó hefur þokast í rétta átt sl. tvö ár en þjónustusvæðið verður að fá frekari leiðréttingar á framlögum til þess að mögulegt verði að standa að fullu undir lagaskyldum um þjónustuna. Fjármagn í málaflokkunum er of lítið til að mæta brýnum þörfum fyrir þjónustu. Þá hefur útsvarsstofn sveitarfélaga hækkað á tilraunatímabilinu m.a. vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar og þarf að taka sérstakt tillit til þess við endurskoðun á hlutfalli fjárframlaga í málaflokkinn. 66

68 2014 KPMG ehf. á Íslandi er aðili að alþjóðlegu neti KPMG, samtökum sjálfstæðra fyrirtækja sem aðild eiga að KPMG International Cooperative ( KPMG International ), svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn. Nafn, kennimark og cutting through complexity eru skráð vörumerki KPMG International Cooperative ( KPMG International ).

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014

Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti Reykjavík. Reykjavík, 11. febrúar 2014 Nefndasvið Alþingis b.t. umhverfis- og samgöngunefndar Austurstræti 8-10 150 Reykjavík Reykjavík, 11. febrúar 2014 Tilv.: 1401030 Efni: Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur

Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur Miðvikudagur, 4. júlí 2012 Ákvörðun nr. 15/2012 Ósk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um undanþágu vegna fagráðs um styrkflokkað timbur I. MÁLAVEXTIR OG MÁLSMEÐFERÐ Samkeppniseftirlitinu barst erindi þann 30.

More information

MATSKERFI FYRIR FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA. Skýrsla. Júlí Höfundur Kristín Sóley Sigursveinsdóttir. Verknúmer: R SVE

MATSKERFI FYRIR FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA. Skýrsla. Júlí Höfundur Kristín Sóley Sigursveinsdóttir. Verknúmer: R SVE Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 Fax 460-8919 rha@unak.is http://www.rha.is MATSKERFI FYRIR FÉLAGSÞJÓNUSTU SVEITARFÉLAGA Skýrsla Júlí 2012 Höfundur Kristín Sóley Sigursveinsdóttir Verknúmer:

More information

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014

Miðvikudagur, 3. desember Ákvörðun nr. 35/2014 Miðvikudagur, 3. desember 2014 Ákvörðun nr. 35/2014 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

Þorsteinn Tómas Broddason

Þorsteinn Tómas Broddason Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra, mars 2004 Verkefnið var unnið af atvinnuráðgjöfum Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra og framkvæmdastjóra SSNV, fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

More information

1*1 Minnisblað Dags

1*1 Minnisblað Dags Tilkynntir aðilar skv. VII. kafla reglugerðar EB nr. 305/2011. Forsaga og lagagrundvöllur Málsmeðferð. Alþingi Erindi nr. Þ 143/572 komudagur 9.12.2013 Lög um mannvirki nr. 160/2010 Samkvæmt gildandi lögum

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012

Fimmtudagur, 13. desember, Ákvörðun nr. 31/2012 Fimmtudagur, 13. desember, 2012 Ákvörðun nr. 31/2012 Ósk leigubílastöðvarinnar Hreyfils um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga til að gefa út sameiginlegan ökutaxta fyrir leigubifreiðar sem aka undir

More information

I. Erindi Atlassíma ehf.

I. Erindi Atlassíma ehf. Málefni: Bráðabirgðaákvörðun um númeraflutning I. Erindi Atlassíma ehf. Með tölvupósti, dags. 24. apríl 2006, barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) kvörtun frá Atlassíma ehf. um að Síminn hf. hefði synjað

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð

Reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð Reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð Greinargerð til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi Nóvember 2011 Inngangur Í greinargerð þessari er fjallað um reglur

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Fimmtudagur, 17. október Ákvörðun nr. 24/2013

Fimmtudagur, 17. október Ákvörðun nr. 24/2013 Fimmtudagur, 17. október 2013 Ákvörðun nr. 24/2013 Ósk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 vegna samstarfs seljenda smurolíu um söfnun og förgun úrgangsolíu

More information

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Samkeppnisstofnun 12. nóvember 1998 Umsögn um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði I. Inngangur Þann 29. júní sl. sendi Samkeppnisstofnun frá sér umsögn um upphaflegt frumvarp til laga um

More information

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi

Úrskurður Einkaleyfastofunnar. í andmælamáli. nr. 2/2012. Rolex SA, Sviss. gegn. Prolex ehf, Íslandi Úrskurður Einkaleyfastofunnar í andmælamáli nr. 2/2012 Rolex SA, Sviss gegn Prolex ehf, Íslandi Málsatvik: Þann 8. febrúar 2011 lagði Unnar Steinn Bjarndal, f.h Prolex ehf., Hafnargötu 51-55, 230 Reykjanesbæ,

More information

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN )

VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) VIÐAUKI VIÐ THE BLACKBERRY SOLUTION LEYFISSAMNINGINN FYRIR BLACKBERRY VIÐSKIPTALEGA SKÝJAÞJÓNUSTU FYRIR MICROSOFT OFFICE 365 ( VIÐAUKINN ) MIKILVÆGAR TILKYNNINGAR: Til þess að fá aðgang að og/eða nota

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I.

Fimmtudagurinn 27. september fundur samkeppnisráðs. Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu. I. Fimmtudagurinn 27. september 2001 170. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 28/2001 Kvörtun Mallands ehf. vegna misnotkunar Hörpu hf. á markaðsráðandi stöðu I. Erindið Með erindi, dags. 2. mars 2001, óskaði

More information

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn Janúar 2008 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og grunnskólinn Stjórnsýsluúttekt Efnisyfirlit SAMANTEKT...5 1 INNGANGUR...9 2 KOSTNAÐUR VIÐ REKSTUR GRUNNSKÓLA...11 3 HLUTVERK JÖFNUNARSJÓÐS SVEITARFÉLAGA...17

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012

Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Samantekt umsagna vegna umræðuskjals nr. 13/2012 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: 1. Arion banka hf. 2. Íslandsbanka 3. Lýsingu hf. 4. Samtök fjármálafyrirtækja 5. Seðlabanka Íslands 6. Straumi

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur

Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Neyðarlögin og stjórnsýsluréttur Margrét Vala Kristjánsdóttir lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík 2. tbl. 5. árg. 2009 Fræðigreinar Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Odda v/sturlugötu 101

More information

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta

Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta Mánudagur 8. desember 2008 Ákvörðun nr. 61/2008 Ósk um undanþágu frá ákvæði samkeppnislaga um bann við samstarfi keppinauta vegna samnings Capacent ehf., Ríkisútvarpsins ohf., 365 miðla ehf. og Skjásins

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar...

EFNISYFIRLIT. 1 Inngangur Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 2 2 Friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu... 3 2.1 Hugtakið og 71. gr. stjórnarskrárinnar... 3 2.2 Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins... 4 2.2.1 Almennt

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013

INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe. Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 INSPIRE Infrastructure for Spatial Information in Europe Member State Report: INSPIRE skýrsla Ísland, 2013 Title Creator Error! No text of specified style in document. Anna Guðrún Ahlbrecht Date 14. maí

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2014 um mat á tengslum aðila vegna reglna um stórar áhættuskuldbindingar Gefin út samkvæmt 2. mgr. 8 gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 19. febrúar

More information

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016

SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 SKÝRSLA UMBOÐSMANNS BARNA 2016 Skýrsla umboðsmanns barna 1. janúar 2016 31. desember 2016 Útgefandi: Umboðsmaður barna Kringlunni 1, 5. h. 103 Reykjavík Heimasíða: www.barn.is Netfang: ub@barn.is 2017

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Húsnæðisáætlun. Mikilvægt er sveitarfélög móti sér stefnu í húsnæðismálum

Húsnæðisáætlun. Mikilvægt er sveitarfélög móti sér stefnu í húsnæðismálum Húsnæðisáætlun Það er tilgangur laga um húsnæðismál að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka mögu leika fólks á að eignast eða leigja

More information

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla

Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla Reglur um bestu framkvæmd viðskipta Samþykkt í febrúar 2017/ Áætluð endurskoðun í febrúar 2018 / Ábyrgðaraðili: Regluvarsla 1. Tilgangur og gildissvið 1.1. Reglur þessar eru settar á grundvelli laga nr.

More information

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr.

Leiðbeinandi tilmæli. Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum. Ekki í gildi. nr. Leiðbeinandi tilmæli Viðmiðunarreglur vegna álagsprófa, samþjöppunar- og vaxtaáhættu hjá fjármálafyrirtækjum nr. 2/2007 Gefið út skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Starfsmannastefnur sveitarfélaga, samanburður og greining

Starfsmannastefnur sveitarfélaga, samanburður og greining ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W15:12 Desember 2015 Starfsmannastefnur sveitarfélaga, samanburður og greining Halldór Halldórsson Háskóli Íslands Gimli v/sæmundargötu

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins...

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Orðsending frá Eftirlitsstofnun EFTA Tilkynning Leiðbeiningar um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins... ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt

Ólöf Heiða Guðmundsdóttir. Vel þekkt vörumerki. -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Ólöf Heiða Guðmundsdóttir Vel þekkt vörumerki -Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Umsjónarkennari: Hafdís Ólafsdóttir aðjúnkt Lagadeild Háskóla Íslands Júní 2009 EFNISYFIRLIT FORMÁLI...

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15)

Viðauki D. Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) Viðauki D Svör PFS við athugasemdum vegna samráðs um lokadrög að ákvörðun um markað fyrir aðgang og upphaf símtala í almenn farsímanet (markaður 15) 5. febrúar 2007 EFNISYFIRLIT A. Athugasemdir Símans

More information

STJÓRNSÝSLA DÓMSTÓLANNA. Skýrsla unnin af dr. Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir dómstólaráð.

STJÓRNSÝSLA DÓMSTÓLANNA. Skýrsla unnin af dr. Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir dómstólaráð. STJÓRNSÝSLA DÓMSTÓLANNA Skýrsla unnin af dr. Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, fyrir dómstólaráð. 1 Stjórnsýsla dómstólanna Skýrsla unnin af dr. Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010

Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit. Deloitte FAS Maí 2010 Endurskoðunarnefndir Áhættustýring og áhættueftirlit Deloitte FAS Maí 2010 Einingar tengdar almannahagsmunum og áhættustýring Kröfur um áhættustýringu eininga tendra almannahagsmunum er víða að finna í

More information

Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga.

Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga. n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor, Háskólanum á Akureyri. Útdráttur Í þessari grein er fjallað

More information

Embætti landlæknis. Mat á InterRAI-mælitækjum og færni- og heilsumati. Maí 2018

Embætti landlæknis. Mat á InterRAI-mælitækjum og færni- og heilsumati. Maí 2018 Embætti landlæknis Mat á InterRAI-mælitækjum og færni- og heilsumati Maí 2018 Verkefni KPMG Efnisyfirlit Síða Helstu niðurstöður 3 Aðferðafræði og skilgreiningar 5 Verkefnið og viðmælendur 6 Aðferðarfræði

More information

UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL

UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL UPPLÝSINGA- TÆKNIMÁL Mars 2012 Stefnumótun og samstarf sveitarfélaga í upplýsingatæknimálum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Baskalandi Samantekt unnin að mestu sumarið 2011 af Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit

Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit Föstudagur, 8. mars 2013 Ákvörðun nr. 5/2013 Samruni WOW Air ehf. og Iceland Express ehf. Efnisyfirlit bls. I. Inngangur... 2 II. Málavextir og málsmeðferð... 2 III. Samruninn og aðilar hans... 3 1. Nánar

More information

Ed Frumvarp til laga [286. mál]

Ed Frumvarp til laga [286. mál] Ed. 588. Frumvarp til laga [286. mál] um ávana- og fíkniefni. (Lagt fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi, 1973-1974.) 1. gr. Rikisstjórninni er heimilt fyrir íslands hönd að gerast aðili að alþjóðasamningum

More information

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur

ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi. Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur ESB og EES-samningurinn Upprunaréttindi og tollfríðindi Svanhvít Jóna B. Reith lögfræðingur svanhvit.reith@tollur.is Fríverslunarsamningar Upprunasannanir Aðvinnsla AEO/EORI Pan Euro Med EES ESB EFTA Sérsamningar

More information

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu

Yfirtaka síðari hluti. Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 9 Yfirtaka síðari hluti Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður á LEX lögmannsstofu 10 Inngangur 11 1. Yfirtökutilboð 11 1.1. Skilmálar tilboðs 11 1.1.1. Almennt 11 1.1.2. Lágmarksverð 12 1.1.3. Leiðrétting

More information

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga

Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga Fjárhagslegur aðskilnaður á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga - Meistararitgerð til Mag. jur. prófs í lögfræði - Georg Andri Guðlaugsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Hörður Felix Harðarson

More information

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið

1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið 1. janúar 2015 Nýir skilmálar Facebook persónuverndarsjónarmið Ævar Einarsson 28. janúar 2014 Ævar Einarsson Liðstjóri í UT ráðgjöf Ævar er Senior Manager og ráðgjafi í Upplýsingarækni- ráðgjöf Deloitte

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Leiðbeinandi tilmæli

Leiðbeinandi tilmæli Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2014 um upplýsingakerfi eftirlitsskyldra aðila. Gefin út á grundvelli 2. mgr. 8. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi 21. mars 2014 Inngangur Fjármálaeftirlitið

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Loftslagsstefnur sveitarfélaga

Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu. Loftslagsstefnur sveitarfélaga Lokaritgerð til MPA- gráðu í opinberri stjórnsýslu Loftslagsstefnur sveitarfélaga Hlutverk, ábyrgð, einkenni Ólafía Erla Svansdóttir Október 2017 Loftslagsstefnur sveitarfélaga Hlutverk, ábyrgð, einkenni

More information

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt.

Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins. Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan rétt. r ALITSGERÐ Til: Frá: Dagsetning: Fjánnála- og efnahagsráðuneytisins Dr. Andra Fannari Bergþórssyni 12. m aí2017 Efni: Upptaka reglugerðar ESB nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar í íslenskan

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Tengdir aðilar á markaði

Tengdir aðilar á markaði BS ritgerð í viðskiptafræði Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er þá varðar Kateryna Hlynsdóttir Tengdir aðilar á markaði Samanburður á skilgreiningum og lagaákvæðum er

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg

Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Skýrsla Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Trausti Þorsteinsson Gunnar Gíslason Gát sf. 2012 Sérfræðiþjónusta skóla í Árborg Mat á fyrirkomulagi og tillögur um framtíðarskipan Gát sf. Trausti Þorsteinsson

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni

Varðveisla gagna í stjórnsýslunni n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Varðveisla gagna í stjórnsýslunni Kristín Benediktsdóttir, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Trausti Fannar Valsson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands Útdráttur Mikið af

More information

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi

KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi KPMG ehf. Skýrsla um gagnsæi Desember 2015 Efnisyfirlit 1 Félagsform og eignarhald 1.1 Almennt 1.2 Rekstrarform og eignarhald 1.3 Stjórnskipulag 1.4 Gildi 1.5 Fjárhagslegar upplýsingar 2 Gæðaeftirlit 2.1

More information

SIS - matið og hvað svo?

SIS - matið og hvað svo? SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks fyrir stuðning í daglegu lífi Bjargey Una Hinriksdóttir Lokaverkefni til MA - gráðu í fötlunarfræði Félagsvísindasvið SIS - matið og hvað svo? Þörf fatlaðs fólks

More information

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011

Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 Ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 69/2012 vegna kvörtunar um aflýsingu á flugi FI543 þann 23. júlí 2011 I. Erindi Þann 26. október 2011 sl. barst Flugmálastjórn Íslands (FMS) kvörtun frá A. Kvartandi

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki

Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki Þriðjudagur, 4. júlí 2017 Ákvörðun nr. 25/2017 Aðgerðir til að efla samkeppni í almennri viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki - Á grundvelli sáttar við Íslandsbanka - EFNISYFIRLIT

More information

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6

Efnisyfirlit INNGANGUR KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 Efnisyfirlit INNGANGUR... 5 1 KYNNING Á ÞJÓNUSTUHUGTAKINU... 6 1.1 Hvað er þjónusta?... 6 1.2 Áþreifanleiki/óáþreifanleiki... 6 1.3 Samanburður vöru og þjónustu... 7 1.3.1 Óáþreifanleiki (e. intangibility)...

More information

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf.

Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. Reykjavík, 30. júní 2015 Ákvörðun nr. 19/2015 Samruni Securitas hf. og Geymslna ehf. I. Málavextir og málsmeðferð Með bréfi, dags. 17. febrúar sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um samruna Geymslna

More information

SAMEIGINLEG FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU AÐDRAGANDI, INNLEIÐING OG FRAMKVÆMD BREYTINGA

SAMEIGINLEG FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU AÐDRAGANDI, INNLEIÐING OG FRAMKVÆMD BREYTINGA + Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar SAMEIGINLEG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU AÐDRAGANDI, INNLEIÐING OG FRAMKVÆMD BREYTINGA Maí 2015 EFNISYFIRLIT Heildarmat Innri endurskoðunar 3 Inngangur 5 Skipulag úttektar

More information

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti

Ákvörðun nr. 2/2018. Fækkun dreifingardaga á pósti Ákvörðun nr. 2/2018 Fækkun dreifingardaga á pósti I. Tilkynning Íslandspósts Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun (PFS), með bréfi dags. 28. september 2017, að sú ákvörðun

More information