Réttmætt stríð í nafni íslam

Size: px
Start display at page:

Download "Réttmætt stríð í nafni íslam"

Transcription

1 Háskóli Íslands Guðfræðideild Maí 2008 Réttmætt stríð í nafni íslam - Hvenær má heyja stríð og hver má taka þá ákvörðun? Sigurjón Ólafsson Íslam í fortíð, nútíð og framtíð Kennari: Magnús Þorkell Bernharðsson

2 Efnisyfirlit Fylgibréf 2 I Inngangur 3 II Réttmætt stríð í nafni íslam Hin lagalega hefð í íslam Tengsl trúar og stjórnmála Hvað segir Kóraninn um stríð? Túlkanir á Kóraninum og íslömskum lögum Túlkanir hinna lærðu á siðferði stríðs Straumhvörf innan íslam vopnuð barátta Réttmæt stjórnvöld 12 III Niðurstaða 13 Viðauki: Kóraninn og stríð. Helstu vers. 14 Heimildaskrá 16 1

3 Fylgibréf Áhuga minn á íslam má rekja aftur til ársins 1990 eða þar um bil er ég stundaði nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og tók námskeið í alþjóðastjórnmálum og þá sérstaklega málefnum hins svonefnda þriðja heims. Þar kom íslam sterklega inn sem skýringarþáttur í margháttuðum deilum í Miðausturlöndum. Meðan á náminu stóð var intifada Palestínumanna í hámæli og síðar skall á Persaflóastríðið. Allt frá þessum tíma hef ég haft mikinn áhuga á samspili trúar og stjórnmála og sérstaklega málefnum Miðausturlanda og íslam. Ástæðan fyrir því að ég tek fyrir einmitt þetta efni, þ.e., hvað Kóraninn og íslömsk lög segja fyrir um stríð, er fyrst og fremst áhugi minn á að kynna mér nánar efni Kóransins um þetta eldfima efni sem hefur verið svo lengi í umræðunni á Vesturlöndum og kannski yfirskyggt alla málefnalega umræðu um trúarbrögðin sjálf. Fyrir þetta námskeið hafði ég áður sótt styttra námskeið sérstaklega um Kóraninn og var mér því kunnugt um að hin helga bók væri ekki sérstaklega margorð um stríð. Tilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi hver réttlæting sé fyrir að heyja stríð í nafni íslam, undir hvaða kringumstæðum og hver væri til þess bær aðili að lýsa því yfir. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að viða að mér efni og skrifa ritgerðina var í raun hve afdráttarlaus fyrirmælin eru um réttlátt stríð innan íslam. Annað sem vakti athygli mína er að það er mjög sterk áhersla innan íslam um að aðeins réttmætir leiðtogar geti lýst yfir stríði og á margan hátt kristallast þar vandi íslam í nútímanum. Eftir fall Ottoman veldisins í upphafi 20. aldar þá hefur íslam ekki átt óskoraðan aðila líkt og Vatikanið í kaþólskum sið. Það hefur gefið svigrúm fyrir ýmsa aðila til að nýta sér það tómarúm til að taka að sér leiðtogahlutverk og lýsa yfir stríði í nafni trúarinnar og ekki síst vísa með því í bága stöðu múslima í Miðausturlöndum í nútímanum. Helsti vandi við ritgerðarskrifin var að skera niður. Ég var fljótt kominn með efni í um síðna ritgerð og hefði viljað fara mun nánar í skrif hinna lærðu á upphafsöldum íslam. Einnig hefði ég viljað rýna betur í skrif Osama bin Laden og Ayatollah Khomeini og réttlætingu þeirra fyrir stríði í nafni íslam. Í þessari ritgerð er því haldið fram að það er ákveðin og skýr réttlæting fyrir því að heyja stríð í nafni íslam. Margvíslegar vísanir í Kóraninn og sharía lögmálið styðja það eins og rakið er í ritgerðinni. Það er hins vegar aðeins á færi réttmætra stjórnvalda að boða stríð en meginvandinn er að slík stjórnvöld eru ekki fyrir hendi í nútímasögu íslam þó ýmsir hafi gert tilkall til þess. Þau meðöl sem herskáar hreyfingar innan íslam hafa beitt í nútímanum réttlæta ekki tilgang stríðs í nafni íslam. 2

4 I Inngangur Íslam, líkt og önnur trúarbrögð í heiminum, leggur áherslu á friðarboðskap. Nafnið Íslam er samstofna orðinu salem sem þýðir friður. Í huga margra Vesturlandabúa er friður þó alls ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar íslam er nefnt á nafn. Eðlilega má segja, því á margan hátt hafa hryðjuverk og stríðsátök einkennt fjölmiðlaumfjöllun um múslima og íslam hin síðari ár. Í þessari ritgerð verður fjallað um þrjú megin viðfangsefni. Í fyrsta lagi hvað Kóraninn og hin lagalega hefð innan íslam segir um stríð og vopnuð átök. Í öðru lagi um hvenær sé réttlætanlegt að fara í stríð? Og í þriðja lagi um hver megi taka þá ákvörðun innan samfélags múslima. Nauðsynlegt er að gera stuttlega grein fyrir bakgrunni átaka á tímum Múhameðs í Mekka og Medina í upphafi 7. aldar og þeirrar útrásar sem íslam fór í á næstu öldum til að skilja tilvitnanir úr Kóraninum. Í þessari ritgerð gefst hins vegar ekki svigrúm til að skýra uppbyggingu íslam og oft er vísað í ákveðin grunnatriði trúarinnar og sögunnar án frekari skýringar. Fjallað verður um hvernig hinir lærðu innan samfélags íslam, ulama, hafa túlkað Kóraninn og vers hans. Dæmi verða tekin frá upphafsöldum íslam en einnig úr fræðaheimi 18. til 20. aldar en á þeim tíma upplifa múslimar mikið hnignunarskeið og umbreytingatíma með yfirráðum Vesturlanda á helgum landsvæðum í Miðausturlöndum. Að lokum verður gerð grein fyrir uppgangi nýrra herskárra hreyfinga á borð við al-qaeda og réttlætingu þeirri fyrir stríði og hernaði. Ritgerðin er skrifuð af nemanda í trúarbragðafræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. Megináhersla er því á hinn trúarlega þátt fremur en að dvelja lengi við einstök stríðsátök í nútímanum og taka inn aðrar breytur, menningarlegar og stjórnmálalegar. Nokkuð er um beinar tilvitnanir í Kóraninn eða þau vers sem fjalla um stríð eða vopnuð átök og helstu versin eru birt óstytt í íslenskri þýðingu í viðauka. Tekið er mið af þýðingu Helga Hálfdanarsonar sem kom út hjá Máli og Menningu

5 II Réttmætt stríð í nafni íslam Islam is peace - George W. Bush, Bandaríkjaforseti, 17. september 2001 Islam is a very evil and very wicked religion - Franklin Graham, lúterskur prestur, 20. desember 2002 Islam is the religion of Jihad in the way of Allah so that Allah's Word and religion reign supreme - Osama bin Laden, 24. nóvember Hin lagalega hefð í íslam Íslam þýðir undirgefni gagnvart Guði og lögmáli hans en orðið er samstofna orðinu salem sem þýðir friður, eða sá friður sem mun ríkja þegar Guð hefur tekið völdin í heiminum og dæmt andstæðinga sína á efsta degi. Kennisetningar íslams eru ekki ótvíræðar þegar rætt er um ofbeldi en líkt og öll trúarbrögð þá leggur íslam megináherslu á að forðast ofbeldi og boða frið. Beiting og réttlæting hernaðar í íslam byggir á því að um sé að ræða aðgerðir til verndar trúnni. (Juergensmeyer: 80-81) Undirstaða þjóðfélagsskipunar íslamskra ríkja byggir á lagasafni sem á sér fjórar rætur þar sem Kóraninn er undirstaða, hin helga bók. Önnur rótin er hefðin eða al-sunnah, það er hvernig menn hafa túlkað Kóraninn þ.e. þau vers sem teljast ekki ótvíræð (eins og það sem fellur undir hinar fimm stoðir íslam) og þá sérstaklega túlkun fjögurra fyrstu kalífann sem tókum við af Múhameð, en þeir höfðu allir umgengist spámanninn. Ennfremur skiptir miklu máli hvernig Múhameð lifði lífi sínu og var öðrum fordæmi. Þetta er hluti súnnunnar eða hefðarinnar (hadith). Samanburðurinn (qiyas) er þriðja rótin þar sem hinir lærðu styðjast við Kóraninn og súnnuna við að kveða upp úr um ný ágreiningsmál. Í fjórða lagi er svo samdóma álit íslamska samfélagsins, hinna viðurkenndu skóla lagalegrar túlkunar innan íslam, sem hefur úrskurðarvald um hver eru hin réttu lög. Þessar fjórar rætur spanna öll svið þjóðfélagsins; fjölskyldurétt, einkarétt, refsirétt, hjúskaparrétt og opinbera stjórnsýslu og samheiti þeirra allra er sharia. Innan sharía eru síðan tveir aðilar sem geta kveðið upp úrskurð en það eru svonefndir lögráðgjafar (juriconsults) eða mufti og svo dómarar (qadis). Mufti getur kveðið upp fatwa, þ.e. hvort tiltekin ráðagerð sé skylda, ráðlögð, leyfileg, ámælisverð eða bönnuð. Ekki er skylda til að fara eftir ákvörðun mufti en ef dómari lögbindur ákvörðun hans þá er fatwa bindandi. (Gesink: 2-4) Í nútímanum er múslimum hins vegar vandi á höndum þar sem það er ekki til neitt eitt kerfi til ákvörðunar á því hverjir skuli fara með vald og hvernig eigi að velja slíka menn. Þetta er að margra mati einn meginvandi trúarinnar og samfélags múslima í dag. (Jón Ormur: 183) Sumir dómar eða úrskurðir gefa til kynna að ákveðin hegðun sé skylda, eins og það að menn eigi að biðjast fyrir fimm sinnum á dag. Aðrir eru tilmæli, enn aðrir eru óheimilir eins og það að borða hræ og að síðustu getur sum hegðun verið 4

6 vítaverð, á á leið að þeir gera mönnum auðveldara fyrir að framkvæma það sem er bannað. Að lokum gefa sumir úrskurðir til kynna að ákveðin hegðun sé leyfð. Ákveðin hegðun er skilgreind sem samfélagsleg skylda og önnur er aftur á móti skylda einstaklingsins. Það að berjast í stríði, að minnsta kosti undir ákveðnum kringumstæðum, er dæmi um samfélagslega skyldu. Að biðja fimm sinnum á dag er dæmi um skyldu einstaklingsins. (Kelsay: 69) 2.2. Tengsl trúar og stjórnmála Í huga margra er ekki hægt að gera greinarmun á trú og stjórnmálum í íslam þetta sé það samtvinnað að allt sem múslimar aðhafast og þá sérstaklega á sviði hernaðar sé grundvallað á trúnni. Ef litið er til sögu síðustu 1400 ára þá kemur hins vegar í ljós að trúarleiðtogar innan íslam hafa yfirleitt gert skýran greinarmun á trú og stjórnmálum og að öllu jöfnu ekki tekið þátt í stjórnmálum. Ennfremur hafa stjórnmálaleiðtogar ekki nær alltaf sótt umboð sitt til trúarinnar. (Magnús Þorkell: 15) Skoðanir sérfræðinga hafa verið afar skiptar um þetta málefni, þ.e. tengsl trúar og stjórnmála innan íslam. Einkum hefur þetta verið áberandi síðastliðin 200 ár og verið eitt aðal umræðuefnið innan menntaheims múslima. Hafa verður í huga að það er ekki til neitt eitt algilt íslam fremur en ein kristni, innan íslam rúmast fjölmargar túlkanir og mismunandi áherslur. Samtvinnun íslams við stjórnmál er helst að finna innan Írans, þ.e. frá byltingunni 1979, og Sádi Arabíu þar sem Wahhabía hugmyndafræðin liggur til grundvallar og gegnir íslam þar margþættu hlutverki í stjórnsýslunni. Hreyfingar á borð al-qaeda hafa einnig stefnt að íslamsvæðingu samfélagsins og hafa haft mikil áhrif á stjórnmálaumræðuna innan íslam. Þrátt fyrir mikinn vöxt al-qaeda og annarra hreyfinga þá ber að líta á að mikill minnihluti múslima er fylgjandi þeirra samfélagssýn og telja hana almennt vera í blóra við kenningar íslams. Al-Qaeda leiðtogar telja t.d. að dómarar hafi vald til að dæma trúleysingja til dauða en í Kóraninum er skýrt tekið fram að það sé ekki hægt að neyða neinn til trúar. Margir telja því að boðun al-qaeda hafi ekkert með íslam að gera og gangi þvert á meginstoðir trúarinnar. (Magnús Þorkell: 16-19). 2.3 Hvað segir Kóraninn um stríð? Til að skilja röksemdafærslu múslima um hið réttláta stríð þá þurfa menn að hafa góðan skilning á sögu íslam og hvernig þjóðfélag þeirra byggðist upp á fyrstu öldum trúarinnar. Í Kóraninum eru ekki sérstaklega margar tilvitnanir um stríð og átök en þau vers eða súrur sem hægt er að vitna í ber að skoða í samhengi við þau átök sem voru á tímum Múhameðs t.d. í tengslum við baráttu Múhameðs og fylgismanna hans í Medina við samfélagið í Mekka. Grípum niður í Kóraninum, 22: Þeim sem á er ráðizt er heimilt að grípa til vopna, því þeir eru ranglæti beittir. Allah hefur vald til að veita sigur þeim sem með röngu hafa verið reknir að heiman, aðeins vegna þess að þeir sögðu: "Allah er vor Herra". Ef Allah hefði ekki varið suma menn með afli annarra, þá væru klaustur og 5

7 kirkjur, samkunduhús og bænahús, þar sem Honum er daglega sungið lof án alls vafa rústir einar. Samkvæmt þessum versum er vopnuð barátta réttlætanleg og heimil í því skyni að berjast gegn óréttlæti. Það er þó ekki ljóst hvort Kóraninn heimili múslimum að berjast gegn hinum vantrúuðu aðeins í varnarskyni eða undir öllum kringumstæðum. Sjá t.d. vers 2:190 og 9:12 (í viðauka) en í þessum versum virðist vera skylda múslima að berjast við hina vantrúuðu undir öllum kringumstæðum. (Peters: 2) Múhameð taldi sig vera boðbera hinnar náttúrulegu trúar mannkyns. Hvert mannsbarn væri fætt múslimi og öllum bæri að tilbiðja aðeins einn Guð og iðka íslam, það væri mannkyninu eðlislægt. (Kelsay: 27-8) Íslam breiddist afar hratt út en því sem er lýst sem jihad, eða barátta, átti stóran hlut í velgengni boðunarinnar. Jihad er í huga margra sama sem heilagt stríð en það er engan veginn eina merking hugtaksins. Jihad merkir fyrst og fremst barátta og það getur verið háð á öllum sviðum samfélagsins, ekki bara í stríði. Breyting á stjórnskipan þeirra ríkja sem voru hernumin í árdaga íslam fól í sér breytingu úr alræðisstjórnskipan í íslamska stjórn eða stjórn samkvæmt sharía, sem er venjulega þýtt sem íslömsk lög en má betur lýsa sem "veginum" eða "stígnum". Hugtakið felur í sér að það er til réttur vegur til að lifa sem felur í sér að fylgja hinni náttúrulegu trú, íslam. Umfram allt þá ber leiðtoga ríkisins að stjórna samkvæmt sharía og stjórnskipan heitir kalífat (al-khilafat) og stjórnandi ber heitið kalífi. Íslam lofar hverjum þeim sem undirgengst trúna friði. Trúin mælir fyrir um að fylgjendur hennar berjist fyrir friði en það þýðir ekki einfaldlega að halda sig frá átökum, friður krefst réttlætis. Á sama hátt er íslam jihad trú, þ.e. barátta fylgir henni (Sama: 38-40) 2. 4 Túlkanir á Kóraninum og íslömskum lögum Innan íslam er til ákveðinn hópur manna sem gengur undir heitinu ulama, en það er hópur sérfræðinga sem eru þjálfaðir í að lesa og túlka Kóraninn og hefðina. Í þessum kafla verður gerð grein fyrir skoðunum nokkurra helstu sérfræðinga innan ulama á túlkun lögmálsins og hvert helsta framlag hvers og eins er. Áður en lengra er haldið er þess vert að geta að á síðari tímum hefur komið upp áhersla ákveðinna hópa leikmanna innan íslam að það sé skylda allra múslima að geta lesið og túlkað hina helgu texta. Tilkoma þessara hópa, eins og al-qaeda, er ein mikilvægasta breytingin í þróun sharía lögmálsins síðustu áratugi. (Kelsey: 45) Einn af fyrstu óháðu fræðimönnunum í túlkun Kóransins var al-hasan al-basri (d. 728). Með tilkomu Abu Yusuf (d. 798) og al-shaybani (d. 804) varð til ákveðin stétt sérfræðinga og ákveðin túlkun um muninn á rétt og röngu. Al-Shafi'i (d. 820), sagði að grundvöllur fræðimanna ætti að byggja á tveimur megin heimildum, þ.e. Kóraninum og sunna eða fordæmi því sem spámaðurinn gaf. 6

8 Ahmad ibn Hanbal (d. 855) er annar fræðimaður sem er litið mikið til. Hann sérhæfði sig í að safna saman sögum um orð og verk Múhameðs spámanns en náinn skyldleiki er með því sem hann segir og því sem al-shafi ritaði. Þeir eru taldir tveir af mikilvægustu fræðimönnunum í þróun sharía túlkunarinnar. Ahmad virðist hafa verið einn af þeim fræðimönnum sem hélt því fram að bylting væri aldrei (eða nánast aldrei) réttlætanleg. (Sama: 49-68) Á 19. öld koma margir fræðimenn í íslam fram á sjónarsviðið. Al-Afghani ( ) er einn þeirra. Hann áleit að það væri fyrsta verk múslima að frelsa sig undan yfirráðum Breta. Ef menn gefa sér að ætlun múslima sé að leiða mannkynið hvernig er þá hægt að samþykkja yfirráð Bretlands, Frakka eða Rússa, sérstaklega á landsvæðum sem eru sögulega tengd íslam? Samtíðarmaður al-afghani og leiðandi aðili innan ulama í Egyptalandi, Muhammad 'Abduh ( ), sagði að yfirráð Evrópu mætti ekki verða staðreynd lífsins, múslimar yrðu að vera tilbúnir til að stjórna sér sjálfir og koma á breyttu skipulagi. Sem svokallaður grand mufti þá gaf Abduh út fjölmargar skoðanir. Hann ályktaði m.a. um þann vanda sem múslimar stóðu fyrir á þriðja áratug 20. aldar eða í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Styrjöldin hafði víðtæk áhrif bæði fyrir evrópska siðmenningu og olli ákveðinni krísu innan íslam, ekki síst fyrir tengsl trúarinnar og stjórnmála. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar leið Ottóman veldið undir lok en það hafði verið tákn fyrir veldi íslam og kalífatsins. Þegar Kemal Ataturk kemst til valda í Tyrklandi gefur hann út yfirlýsingu um að ríkið styðji ekki lengur leiðtoga Ottomanveldisins. Endalok Ottomanveldisins veiktu mjög stoðir íslam en segja má að megin styrkleiki Ottomanveldisins hafi verið sá að það var tákn fyrir einingu íslams. Í kjölfarið hófst mikil umræða um framtíðarskipan kalífatsins. (Sama: 79-83) Snemma í þessari umræðu kom fram á sjónarsviðið ungur og efnilegur fræðimaður, Ali Abd al-razig, en hann gaf út fræðilega ritgerð um íslamska stjórn. Kenningar íslam gefa skýrt til kynna mikilvægi réttlátrar stjórnunar og það að koma á réttlátum stjórnvöldum væri skylda innan íslam. Al-Razig sagði hins vegar að hvorki Kóraninn né sunna hefðin gerði ráð fyrir ákveðnu mynstri stjórnunar. Heimildirnar gefa til kynna að Múhameð hafi bæði þjónað sem leiðtogi í stjórnmálum og trúnni a.m.k. eftir flutninginn til Medina árið 622. Pólitískt leiðtogahlutverk hans hvíldi á allt öðrum grunni en hlutverk hans í trúnni en þar hafði hann fengið opinberun frá Guði en í stjórnmálum var leiðtogahlutverk hans byggt á trausti samferðamanna Múhameðs og trú á hæfileika hans til að stjórna ríkinu. Al-Razig sagði að enginn skyldi rugla saman yfirvaldi á sviði trúmála og yfirvaldi í stjórnmálum. Samfélag múslima ætti að viðurkenna þessa staðreynd og skilja að endurvakning Ottoman kalífats eða annars forms af stjórnun væri ekki krafa frá trúnni sjálfri. Þessar skoðanir Al-Razig féllu í grýttan jarðveg og fór svo að rit al- Razig voru bönnuð 1931 af al-ashar, hins forna seturs íslamskra fræða í Kaíró. Svo mikilli andstöðu mættu skoðanir al-razigs að hann fékk engan framgang 7

9 lengur innan ulama og má segja að menn hafi ekki verið tilbúnir að kyngja skoðunum hans um að staða Múhameðs sem pólitísks leiðtoga hafi ekki verið eðlislæg stöðu hans sem spámanns. Al-Razig bakkaði aldrei með sína skoðun að samfélag múslima væri mun betur statt ef það fylgdi hans línu að aðskilja á milli hins trúarlega og pólitíska yfirvalds. Rashid Rida, sem var nemandi Abduh's og náinn samverkamaður, var einn helsti gagnrýnandi al-raziq. Hann vildi meina að það væri ekki hægt að greina svona skýrt á milli stjórnmála og trúarbragða eins og al-raziq vildi meina þó Rida viðurkenndi að sharía væri ekki með skýr fyrirmæli um hvernig stjórnun ríkisins ætti að vera fyrirkomið. Um tíma hélt Rida því einnig fram að samfélag múslima gæti hagnast mikið á því að setja á fót eins konar heimskalífat sem hefði sambærilegt hlutverk og Vatíkanið innan kaþólsku kirkjunnar. Slíkt kalífat myndi fara með stjórn hinna helgu borga. Úr þessu andrúmslofti í Egyptalandi á þriðja áratug 20. aldar verður til Muslim Brothers hreyfingin undir forystu stofnandans Hasan al-banna. Pólitískri sýn hans má lýsa sem fremur grófri útgáfu af hugmyndum Rashid Rida, í skilningi sharía lögmálsins, að það sé samfélagi múslima nauðsynlegt að koma á íslamskri stjórn. (Sama: 86-91) 2.5 Túlkanir hinna lærðu á siðferði stríðs Hvernig réttlætir íslam stríð, hvaða siðferði liggur til grundvallar vopnuðum átökum? Um þetta er fjallað í bók al-shaybani's "Book of the Foundations". Í þessari bók tekst hann á við spurninguna um stríð í víðu samhengi siðferði stjórnmálanna. Að mati al-shaybani þá er hernaður aðeins aðferð til að ná ákveðnum markmiðum, þ.e. að koma á íslamskri stjórn. Það er ekkert sérstaklega gott eða slæmt við stríð í sjálfu sér. (Kelsay: ) Í riti al-shaybanis er frásögn hvar Múhameð gefur fyrirmæli til herflokka sinna, fyrst til þeirra sem stjórna og í gegnum þá til allra hermanna. Þetta er gríðarlega mikilvægur texti, en í honum eru fyrirmæli sem allir sem fjalla um sharía lögmálið og stríð munu á einn eða annan hátt endurtaka: Whenever God's Messenger sent forth an army or a detachmen, he charged its commander personally to fear God, the most High, and he enjoined the Muslims who were with him to do good. He said: Fight in name of God and in the path of God. Fight the mukaffirun (ingrates, unbelievers). Do not cheat or commit treachery, and do not mutilate anyone or kill children. Whenever you meet the mushrikun (idolaters), invite them to accept Islam. If they do, accept it and let them alone. You should then invite them to move from their territory to the territory of the émigrés. If they do so, aceept it and leave them alone. Otherwise, they should be informed that they will be in the same condition as the Muslim nomads in that they are subject to God's orders as Muslims, but will receive no share of the spoil of war. If they refuse, then call upon 8

10 them to pay tribute. If they do, accept is and leave them alone. If you besiege the inhabitants of a fortress or a town and they try to get you to let them surrender on the basis of God's judgment, do not do so, since you do not know what God's judgment is, but make them surrender to your judgment and then decide their case according to your own views. But if the besieged inhabitants of a fortress or a town ask you to give them a pledge in God's name or in the name of God's Messenger, you should not do so, but give pledge in your names or the names of your fathers. For if you should ever break it, it would be an easier matter if it were in the names of you or your fathers. (Khadduri, The Islamic Law of Nations, 75-77). Af þessum texta má mikið læra en hann er grundvöllur sharía lögmálsins um stríð. Í honum má m.a. lesa að al-shaybani og aðrir fundu fordæmi fyrir því að réttur til að boða stríð takmarkast við æðsta mann ríkisins og aðeins á færi lögmæts stjórnvalds. Það krefst einnig réttláts málstaðar og réttmæts tilgangs. Tilgangur stríðs væri að koma á stjórn íslamsks ríkis. Óvinirnir væru hinir vantrúuðu. Réttlæting fyrir stríði væri byggð á því að fólkið neitaði að undirgangast íslam eða borga skatt og lúta vernd íslamsks ríkis. Megintilgangur hernaðar væri að koma á friði, skipulagi, og réttlæti á landsvæði íslam (Sama: 101-2) Annar fræðimaður, Al-Sulami of Damascus (d. 1106), ritaði í bók sinni: Book on Armed Struggle, að það sé skylda hvers einstaklings að berjast líkt og skylda hans er að fasta, undantekning á þessu er ef einstaklingurinn er veikur eða annar veikleiki hans hindrar þátttöku. (Sama: 115) Ibn Taymiyya (d. 1328), tók undir þessa skoðun al-sulami, að það sé skylda hvers múslima að taka þátt í bardaga hefji óvinur hernað gegn múslimum. Hann vitnaði í Múhameð og dæmi frá honum hver einasti múslimi yrði að veita aðstoð jafnvel þó hann væri ekki atvinnuhermaður. Þetta eigi sér stoð í Kóran 2:190, Taymiyya sagði ennfremur að múslimar ættu eingöngu að berjast gegn þeim sem ráðast á múslima og að öflugasta jihad skuli beint gegn hinum vantrúuðu og þeim sem neita að hlýða lífsreglum íslam svo sem að borga ölmusu. Skylda leiðtoga múslima er að koma á og vernda iðkun íslam. Slíkur leiðtogi á ekki að nota vald til að fá fleiri til að játa trú, hann á að berjast til að stækka og vernda drottnun íslamskra gilda. Múslimar eiga ekki að berjast gegn gyðingum eða kristnum sem búa undir íslamskri stjórn. Það að þeir játi ekki sömu trú er ekki næg ástæða til hefja hernað gegn þeim. Sharía lögmálið leggur áherslu á að þegnar ríkisins lúti vilja Guðs og þeir eigi að minna leiðtoga sína á þá kröfu. Áður hefur verið greint frá því að samkvæmt sharía lögmálinu þá eru það einungis réttmæt yfirvöld sem geta mælt fyrir um stríð. Ef útnefndur leiðtogi er fjarverandi geta staðgenglar hans aðeins mælt fyrir um varnarstríð ef ógn steðjar að. Um þetta eru fyrirmæli í Kóraninum, (Sama: ) 9

11 2.6 Straumhvörf innan íslam vopnuð barátta Frá 18. öld hafa ríki Evrópu og Bandaríkjanna sótt inn í helg lönd múslima. Þetta hefur haft í för með sér gjörbreytta stöðu múslima en hverjar eru leiðbeiningar Guðs gagnvart þessari stöðu? Ibn Taymiyya segir að ekkert sé heilagra en trúin nema þá að berjast gegn óvini sem ræðst á líf og trú múslima. Orð Ibn Taymiyya hafa haft mikil áhrif m.a. á Osama bin Laden, eins leiðtoga al- Qaeda, og almennt á siðfræði stjórnmála innan íslams síðan um miðja 18. öld. (Kelsay: 26-7) Röksemdafærsla Osama bin Laden og annarra herskárra múslima um heilagt stríð gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra hafa þeir sótt í hefð múslima allt frá öndverðu. En hvort hún sé réttmæt túlkun á hefðinni er umdeilanleg meðal múslima svo ekki sé fastar að orði kveðið. (Kelsay: 129) Þrjú dæmi eru úr nútímanum um herskáar hreyfingar og rit þeirra sem greina má sem viðbrögð við breyttri stöðu múslima í heiminum og yfirráðum Vesturlanda á helgu landi múslima. Þessi rit eru: The Neglected Duty (1981), the Charter of Hamas (1988) and the Declaration on Armed Struggle against Jews and Crusaders (1998). Hver þessara yfirlýsinga vísar í sharía með réttlætingu fyrir vopnaðri baráttu. The Neglected Duty kom út í tengslum við handtöku og yfirheyrslu á aktívistum sem voru sakaðir um morðið á Anwar Sadat, forseta Egyptalands, árið Höfundur ritsins er egypski rithöfundurinn Abd al-salam Faraj, þekktasti og áhrifaríkasti höfundur í nútímanum sem hefur túlkað hefðbundnar hugmyndir múslima um jihad. (Juergensmeyer: 82) Í ritinu var Sadat sakaður um að færa, með Camp David samkomulaginu og samningum við Bandaríkjamenn, íslamskt yfirráðasvæði yfir til óvinanna. Með þessu var Sadat að gera málamiðlun um hið íslamska eðli hins egypska samfélags. The Neglected Duty heldur því fram að trúníðingarnir brjóti sáttmála Guðs og verði að refsa eða drepa. Ef um er að ræða leiðtoga sem afneitar trúnni þá hefur dómgreind hans, þ.e. Sadats, réttlæt vopnaða baráttu. Leiðtogar sem gera slíkt friðarsamkomulag eins og Sadat ættu ekki lengur skilið virðingu. Það verður að berjast gegn þeim. Viðkomandi uppfyllir ekki skilyrði leiðtoga og það er ekki lengur skylda að hlýðnast honum það ber að gera byltingu og koma til valda réttlátum leiðtoga. (Kelsey: ) Í þessu riti byggði Faraj og réttlætti aðgerðir nútíma hryðjuverkamanna innan íslam á hefðinni innan íslam, sérstaklega á textum í Kóraninum og hadith. Faraj vildi meina að Kóraninn og hadith séu í grundvallaratriðum um hernað. Hann vildi meina að hugtakið jihad, ætti að taka bókstaflega en ekki táknsögulega (allegorically). Friðsamlegar og löglegar aðferðir dygðu ekki lengur til að berjast gegn þeim sem ganga af trúnni. Hann setti þó ákveðin siðferðileg viðmið í sínum málflutningi t.d. að saklausir borgarar og konur ættu ekki að vera skotmörk, ef mögulegt væri. Það væri hins vegar skylda múslima, þegar nauðsyn bæri til, að taka þátt í aðgerðum. Launin væru vist í paradís. En Faraj sjálfur var myrtur 1982 fyrir þátt hans í morðinu á Anwar Sadat. (Juergensmeyer: 83) 10

12 Meðlimum ulama í Egyptalandi reyndist erfitt að svara The Neglected Duty, þeir gátu ekki beint gagnrýnt þessar röksemdir. En þeir drógu í efa skynsemi þeirra, töldu að höfundar yfirlýsingarinnar væru að hvetja til aðgerða sem myndu leiða til víðtæks ofbeldis þar sem fórnarlömbin yrðu saklaust fólk. Sáttmáli Hamas, Charter of Hamas, kveður á um að vopnuð barátta sé óhjákvæmileg og henni hafi verið þröngvað upp á múslima. Ástandið sé hliðstæða við krossferðirnar. Síonismi og Ísraelsríki séu eins og útvörður krossfaranna mitt í landsvæði hins sögulega íslamska landsvæðis. Vopnuð barátta sé því bein viðbrögð við hernámi lands múslima, það sé skylda múslima samkvæmt sharía að berjast. (Kelsey: ) Samanburður við krossferðirnar er hins vegar ekki fyllilega réttmætur þar sem höfundar Charter of Hamas eru ekki viðurkennd stjórnvöld. Á móti sögðu Hamasmenn að nauðsyn brjóti lög geri það forboðna heimilt í neyðartilvikum þá getur fólkið ekki reitt sig á stofnanabundið vald. Það sé réttur, jafnvel skylda, að taka þátt í að berjast fyrir lífi, frelsi og eignum múslima. Þess háttar neyðartúlkun er einnig bakgrunnur fyrir the World Islamic Front Declaration. Sá texti var undirritaður af leiðtogum fimm herskárra hópa þar sem mikilvægasti aðilinn er al Qaeda. Sá hópur var myndaður í tengslum við ákvörðun konungsfjölskyldunnar í Saudi Arabíu að heimila Bandaríkjunum að hafa her á Arabíuskaganum í kjölfar Persaflóastríðsins Ayman al-zawahiri, sem var fulltrúi Egyptian Islamic Group, var einnig aðili að þessari yfirlýsingu. Saman voru þessir aðilar leiðtogar alþjóðlegrar hreyfingar. Barátta múslima krefðist alþjóðlegs samtakamáttar og hernaðaraðgerða sagði bin Laden. Hann taldi að það væri skylda samfélags múslima að taka þátt í slíkum hernaði þ.e. ef andstæðingurinn eyðilegði lönd múslima. Þrátt fyrir að vera ekki hluti af hinni lærðu stétt múslima þá töldu þeir sig vera fullbæra til að gefa út skoðun byggða á sharía þ.e. skyldu múslima til að berjast. Miklar umræður hafa einnig verið um réttmæti sjálfsmorðsárása og þess hvað sharía segir um aðgerðir píslarvotta. Fræðimenn töldu almennt að slíkar aðgerðir ættu sér engin fordæmi í sögu íslam og að þeir sem tækju þátt í því væri í raun "aðeins" að fremja sjálfsmorð. Aðrir mótmæltu þessu t.d. Yusuf al-qaradhawi, sem er bæði fræðimaður og þekktur sjónvarpsmaður. Sjálfsmorðsárásir þann 11. september 2001 voru á hinn bóginn ekki réttlætanlegar að mati hans þar sem ekki væri gerður greinarmunur á borgaralegum og hernaðarlegum skotmörkum. Mikill ágreiningur er meðal múslima um réttmæti aðgerða bin Laden. Þær vekja spurningar um hverjir séu réttmætir aðilar til að lýsa yfir hernaði og hver séu réttmæt stjórnvöld múslima. Mikill minnihluti múslima í heiminum styður aðgerðir al-qaeda eða annarra sambærilegra hreyfinga og langflestir telja þær vera í algjöru ósamræmi við kenningar íslams og að þær skerði frelsi fólks verulega. (Magnús Þorkell: 19) 2.7 Réttmæt stjórnvöld 11

13 Rök múslima fyrir réttlátu stríði leiða okkur að stærri spurningum um réttmæt stjórnvöld innan hins íslamska samfélags. Herskáir múslimar telja sig vera fulltrúa hefðarinnar og það má spyrja sig hvort það sé til trúverðugt andsvar við þeirra afstöðu? Næst æðsti foringi al-qaeda, Ayman al-zawahiri, tjáði sig þann 4. ágúst 2005 um hryðjuverk sem voru framin í London 7. júlí sama ár. Hann vitnaði í söguna, hvað múslimar hefðu mátt þola og sprengingarnar í London væru andsvar við því. Þessi yfirlýsing frá 4. ágúst 2005 var áminning um að leiðtogar al-qaeda vitna ítrekað í hefðina, þ.e. sögu Múhameðs og samferðamanna, þá hugmynd að íslam séu hin náttúrulega trúarbrögð mannkyns og að vöxtur íslam sem siðmenningar sé hryggjarstrykki þeirra aðgerða. Í The Neglected Duty voru hinir trúuðu beðnir um að bera saman núverandi ástand við það sem Ibn Taymiyya sagði fyrr á öldum um baráttu múslima við Mongóla. Al-Zawahiri bað menn einnnig um að bera ástandið saman við tíma spámannsins. Lausn á vanda mannkynsins í þessum sögulegu viðburðum væri að lúta stjórna sharía. Hafa samtök herskárra múslima rétt fyrir sér með rökstuðningi sínum hér að ofan að það sé skylda múslima að berjast með vísan í sharía lögin? Það sem hefur verið mest gagnrýnt er sú aðferð sem þeir hafa viðhaft í vopnaðri baráttu sinni þar sem henni hefur verið beint að almennum borgurum og að það sé skylda einstaklings að taka taka þátt í þeirri baráttu. Aðgerðir sem boðaðar eru t.d í ritinu The Neglected Duty eru mjög umdeildar eins og komið hefur fram. Viðurkenndir fræðimenn segja að það sem múslimar verði að hafa í huga ef þeir telja sig vera að ganga veg réttvísinnar sé þetta: Munu þær aðgerðir sem eru boðaðar gera meira illt en gott? Ef það er skylda hvers einasta múslima að grípa til vopna þar sem um neyðarástand sé að ræða, hver mun þá lýsa því yfir að neyðarástandinu sé lokið? Og ennfremur, hver mun valda því að hrinda slíkri ákvörðun í framkvæmd, þannig að þeir sem séu að berjast muni leggja niður vopn sín? (Kelsey: ) 12

14 III Niðurstaða Í gegnum aldirnar hafa verið háð ótal stríð í nafni trúar hvort sem það hefur verið í nafni kristni, íslam, gyðingdóms, búddisma eða hindúisma. Öll þessi trúarbrögð hafa hins vegar fyrst og síðast lagt áherslu á friðarboðskap. Íslam er þar ekki undanskilið, grundvöllur trúarinnar er friðarboðskapur en ímynd íslams á Vesturlöndum er allt önnur. Ástæðan fyrir því er klárlega sá ófriður sem hefur ríkt í millum hins vestræna heims og hins múslimska, þá sér í lagi á ofanverðri 20. öld og upphafi þessarar aldar. Í þessari ritgerð hefur verið tekist á við þrjú megin viðfangsefni um réttlátt stríð innan íslam eins og fjallað var um í inngangi. Þó Kóraninn sé ekki margorður um stríð og vopnuð átök þá er víða fjallað um réttlætingu fyrir stríði í hinni lagalegu hefð og efnið hefur verið hugleikið meðal hinna lærðu í íslam í gegnum aldirnar. Það er engum vafa undirorpið að Kóraninn og íslömsk lög réttlæta stríð í nafni trúarinnar, það hefur ítrekað komið fram í þessari ritgerð. Siðferði stríðs í nafni íslam kemur sterkast fram í tilvitnuðum texta al-shaybanis um fyrirmæli Múhameðs til herflokka sinna. Það er grundvöllur sharía lögmálsins um stríð. Svörin við spurningunum sem varpað er fram í inngangi þessarar ritgerðir koma gleggst fram þar. Það er aðeins á færi réttmætra stjórnvalda að boða stríð í nafni íslam og það krefst réttmæts málstaðar og tilgangs. Vandi íslam í nútímanum er hverjir séu fulltrúar hinna lögmætu stjórnvalda, en margir hafa talið sig hafa vera fulltrúa þeirra og notað sterkar vísanir í hefðina. Herskáir íslamistar eins og al-qaeda, Hamas og Múslimska bræðralagið hafa talið sig haft það tilkall í nútímanum og aðgerðir þeirra hafa vissulega notið ákveðins stuðnings í hrjáðum löndum múslima. Hinir lærðu innan islam, ulama, hafa á hinn bóginn dregið í efa réttmæti þeirra og þá sérstaklega aðferðarinnar og umfram allt njóta aðgerðir ekki meirihlutastuðnings múslima í heiminum, sem telja þær ganga á móti kenningum íslams. Tilgangurinn helgar því ekki meðalið. 13

15 Viðauki Kóraninn og stríð Eftirfarandi vers úr Kóraninum fjalla um stríð eða átök með einhverjum hætti og er vitnað í nokkur þeirra í ritgerðinni. Þau eru birt hér til frekari glöggvunar. Bent er á að stuðst er við þýðingu Helga Hálfdanarsonar frá 1993 en sú þýðing hefur síðar verið endurskoðuð. Stríð ofbeldi stundum nauðsynlegt Kóran, 2: 216 Skylt er yður að berjast, þótt yður blöskri það. Yður kann að ofbjóða það sem yður er fyrir beztu, og yður kann að geðjast það sem yður er til ills. Allah veit, en þér ekki. Stríð eiga að vera varnarstríð en í sumum tilfellum nauðsynlegt að heyja árásarstríð. Kóran, 22: Þeim sem á er ráðizt er heimilt að grípa til vopna, því þeir eru ranglæti beittir. Allah hefur vald til að veita sigur þeim sem með röngu hafa verið reknir að heiman, aðeins vegna þess að þeir sögðu: "Alla er vor Herra". Ef Allah hefði ekki varið sum menn með afli annarra, þá væru klaustur og kirkjur, samkunduhús og bænahús, þar sem Honum er daglega sungið lof án alls vafa rústir einar. Kóran, 2:190 Berjizt fyrir málstað Allah gegn þeim sem á yður herja. En hefjið eigi árás, því ekki eru árásarmenn Allah að skapi. Kóran 9:12 En ef þeir rjúfa eiða og sáttmálsgjörðir og svívirða trú yðar, þá herjið á forsprakka vantrúarinnar, því við þá eru eiðar marklausir, svo að þeir láti af árásum. Vopnaversin Kóran, 2:191 Fellið þá hvar sem þeir finnast. Rekið þá út þaðan sem þeir hafa yður út rekið. Áþján er skammarlegri en mannvíg. En berjist ekki við þá innan vébanda hins Heilaga Musteris, nema þeir ráðist á yður þar. En geri þeir það, þá beitið þá vopnum. Þannig skal launa þeim vantrúuðu. Láti þeir ógert að berjast, er það víst að Allah fyrirgefur af mildi. Kóran, 9:5 En þegar hinir friðhelgu mánuðir eru á enda runnir, skulu hjáguðadýrkendur felldir, hvar sem til þeirra næst. Takið þá höndum, 14

16 umkringið þá, og gerið þeim hvarvetna fyrirsát. Ef þeir iðrast, ganga til bæna, og gjalda ölmusu-skatt, skulur þeir frjálsir fara. Allah er sáttfús og miskunnsamur. Sjálfsmorðárásir Kóran 5:32 Af þessum sökum skýrðum Vér börnum Ísraels svo frá, að hver sem dræpi mann, skyldi svo metinn sem hann drepið hefði gjörvallt mannkyn, nema til refsingar væri fyrir morð eður aðra vonda glæpi; og hver sem bjargaði hefði mannslífi, skyldi svo metinn sem hann hefði gjörvöllu mannkyni bjargað. Innri átök múslima. Eins og þessi vers bera með sér þá er það fyrsta sem á að líta til þegar um innri átök múslima er að ræða er eining hinna trúuðu. Kóran 49: 9-10 Ef tveir flokkar trúaðra deila, þá leita þú um sættir með þeim. Ef annar hvor flokkurinn beitir hinn ofríki, þá skalt þú berjast við þann sem á leitar, þar til hann hlítir dómi Allah. Þegar hann lætur segjast, semur þú frið með þeim af sanngirni og réttlæti, því Allah elskar hina réttlátu. Hinir trúuðu skulu vera sem bræður. Stillið til friðar með bræðrum yðar og óttizt Allah, svo að yður verði auðsýnd miskunn. 15

17 Heimildaskrá Indira Falk Gesink (2005). "Chaos on the Earth": Subjective Truths versus Communal Unity in Islamic Law and the Rise of Militant Islam. The American Historical Review Vol. 108, Issue 3. John Kelsay (2007). Arguing the Just War in Islam. Cambridge, Massachusetts & London, England. Harvard University Press. Jón Ormur Halldórsson (1993). Islam, saga pólitískra trúarbragða. Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar, Kóran (1993), þýðing Helga Hálfdanarsonar. Reykjavík, Mál og menning. Magnús Þorkell Bernharðsson (2005). Píslarvottar nútímans. Samspil trúar og stjórnmála í Íran og Írak. Reykjavík, Mál og menning. Mark Juergensmeyer (2003). Terror in the Mind of God. The Global Rise of Religious Violence. Berkeley, Los Angeles, London. University of California Press. Rudolph Peters (2005). Jihad in Classical and Modern Islam Updated edition with a section on Jihad in the 21st Century. Princeton. Markus Wiener Publishers. Þórhallur Heimisson (2005). Hin mörgu andlit trúarbragðanna. Trúarhreyfingar, leynireglur og nýjar trúarhugmyndir. Salka, Reykjavík,

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kóraninn og stjórnmál. Guðfræði- og trúarbragðadeild

Kóraninn og stjórnmál. Guðfræði- og trúarbragðadeild Kóraninn og stjórnmál Guðfræði- og trúarbragðadeild Ólöf de Bont Kennitala: 131253-4009 Magnús Þorkell Bernharðsson Kóraninn, helgirit Islam Efnisyfirlit Úrdráttur/Abstract... 2 Inngangur... 3 1. Múhameð...

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Hugvísindasvið. Réttlátt stríð. Íhlutun með vísun í mannréttindi. Ritgerð til BA prófs í Heimspeki. Einar Ingi Davíðsson

Hugvísindasvið. Réttlátt stríð. Íhlutun með vísun í mannréttindi. Ritgerð til BA prófs í Heimspeki. Einar Ingi Davíðsson Hugvísindasvið Réttlátt stríð Íhlutun með vísun í mannréttindi Ritgerð til BA prófs í Heimspeki Einar Ingi Davíðsson Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Réttlátt stríð Íhlutun með vísun í

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

FYRSTI KAFLI Inngangur

FYRSTI KAFLI Inngangur JOHN STUART MILL Frelsið Íslenzk þýðing eftir JÓN HNEFIL AÐALSTEINSSUN og ÞORSTEIN GYLFASON sem líka ritar forspjall HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG Reykjnvik 1970 John Stuart Mill (1806-1873), var enskur

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Samkeppnismat stjórnvalda

Samkeppnismat stjórnvalda Þriðjudagur, 15. desember 2009 Álit nr. 2/2009 Samkeppnismat stjórnvalda Stjórnvöldum ber að meta áhrif fyrirhugaðra laga og stjórnvaldsfyrirmæla á samkeppni I. Málsmeðferð Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Réttlætiskenning Rousseau

Réttlætiskenning Rousseau Hugvísindasvið Réttlætiskenning Rousseau Á Samfélagssáttmáli Jean-Jacques Rousseau erindi við 21.öldina? Ritgerð til B.A.-prófs Einar Pétur Heiðarsson Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks

Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þvingun og valdbeiting á heimilum fatlaðs fólks Ritgerð til BA-prófs í heimspeki Friðrik Atlason Kt.: 051275-4389 Leiðbeinandi: Vilhjálmur Árnason Febrúar 2017

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Hvað merkir hugtakið Hryðjuverk?

Hvað merkir hugtakið Hryðjuverk? Hvað merkir hugtakið Hryðjuverk? Þróun, pólitísk og menningarleg merking orðsins Lokaritgerð til BA prófs í Hagfræði, Heimspeki og Stjórnmálarfræði Nemandi: Lárus Mikael Vilhjálmsson Leiðbeinandi : Eiríkur

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Hugvísindasvið. Að eilífum friði. Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans. Ritgerð til B.A.-prófs. Kristian Guttesen

Hugvísindasvið. Að eilífum friði. Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans. Ritgerð til B.A.-prófs. Kristian Guttesen Hugvísindasvið Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum hans Ritgerð til B.A.-prófs Kristian Guttesen Maí 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði- og heimspekideild Siðfræði Kants lesin í friðarhugmyndum

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok

Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok Um skilyrði lögvarinna hagsmuna í einkamálaréttarfari og þau tilvik er þeir kunna að hafa liðið undir lok -BA ritgerð í lögfræði - Kristján Jónsson Lagadeild Félagsvísindasvið Umsjónarkennari: Kristín

More information

Gjörðir spámannsins eftir Pearry Green

Gjörðir spámannsins eftir Pearry Green Gjörðir spámannsins eftir Pearry Green WILLIAM MARRION BRANHAM Spámaður 20. aldarinnar. Bókin heitir á frummálinu: The Acts of the Prophet Copyright 1969, Pearry Green Íslensk þýðing: Brynjar Arnarson

More information

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum

Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg sýn á póstkapítalisma í nútímasamfélögum Regína Márusdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Hvert er heimurinn að stefna? Mannfræðileg

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs

Fimmtudagur, 1. apríl fundur samkeppnisráðs Fimmtudagur, 1. apríl 2004 217. fundur samkeppnisráðs Ákvörðun nr. 6/2004 Erindi Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka verslunarinnar vegna breytinga Kreditkorts hf. á gjaldskrá fyrirtækisins I. Málavextir

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Um prófsteina gjörða okkar

Um prófsteina gjörða okkar Hugvísindasvið Um prófsteina gjörða okkar Sartre og Mill vísa lesendum veginn en lýsa ekki upp sömu leið Ritgerð til B.A.-prófs Helgi Vífill Júlíusson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Átök, erjur og samvinna

Átök, erjur og samvinna Fjármálatíðindi 53. árgangur fyrra hefti 2006, bls. 43-60 Framlag Robert Aumann og Thomas Schelling til leikjafræða: Átök, erjur og samvinna Grein af vef Nóbelsstofnunarinnar í þýðingu Sveins Agnarssonar

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka BA ritgerð Mannfræði Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka #MeToo, bylting á samfélagsmiðlum Eygló Karlsdóttir Leiðbeinandi: Helga Þórey Björnsdóttir Júní 2018 Ég fékk sjálfa mig

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA

STJÓRNMÁL & STJÓRNSÝSLA FRÆÐIGREINAR STJÓRNMÁL Akademískt frelsi 1 Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við kennaradeild HA Útdráttur Í greininni er fjallað um akademískt frelsi og leitast við að skýra það og hlutverk þess.

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1

Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1 Egill Arnarson Hvað var róttækt við Búsáhaldabyltinguna? 1 in memoriam Jørgen Jørgensen Hvaða stöðu skyldi Búsáhaldabyltingin eiga eftir að öðlast í Íslandssögunni? Verður hún talin hafa markað einhver

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin?

Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGASVIÐ Siðferði og almannatengsl Hvar eru mörkin? Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Ingunn Heiða Ingimarsdóttir Leiðbeinandi: Sævar Ari Finnbogason (Haustönn 2017) Staðfesting á lokaverkefni

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara

Hafsteinn Karlsson. Að lesa og skrifa. Handbók fyrir kennara Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara 2 Hafsteinn Karlsson Að lesa og skrifa Handbók fyrir kennara Fyrsta útgáfa 1991 Önnur útgáfa 2005 3 Efnisyfirlit Efnisyfirlit...4 Formáli annarrar

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Minnkandi kjörsókn. Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum? Fanney Skúladóttir. Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu

Minnkandi kjörsókn. Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum? Fanney Skúladóttir. Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu Minnkandi kjörsókn Hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku almennings í kosningum? Fanney Skúladóttir Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu Félagsvísindasvið Júní 2016 Minnkandi kjörsókn Hvaða

More information

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja

Vörumerki. Auðkenni markaðarins. Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja Vörumerki Auðkenni markaðarins Vörumerkjaréttur í stuttu máli Skráning vörumerkja Me höndlun umsókna Alþjó leg skráning vörumerkja 2 EFNISYFIRLIT 4 Hvað er vörumerki? - Orðmerki - Bókstafir og tölustafir

More information

Stjórnun í anda AGILE aðferðafræðinnar

Stjórnun í anda AGILE aðferðafræðinnar www.ibr.hi.is Stjórnun í anda AGILE aðferðafræðinnar Snjólfur Ólafsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi flutt á

More information

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni

Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að ákvörðun um umgengni Réttur barns til að tjá sitt viðhorf á umgengni Ester Petra Gunnarsdóttir Elísabet Gísladóttir Apríl 2017 BA-ritgerð í lögfræði Aðkoma barns að

More information

Kæru bræður og systur, ég bið

Kæru bræður og systur, ég bið BOÐSKAPUR ÆÐSTA FORSÆTISRÁÐSINS, NÓVEMBER 2017 Kæru bræður og systur, ég bið þess auðmjúklega að andi Drottins verði með okkur, er ég tala til ykkar í dag. Ég er fullur þakklætis í dag fyrir Drottin, hvers

More information

Hvað einkennir góðan leiðtoga?

Hvað einkennir góðan leiðtoga? Hvað einkennir góðan leiðtoga? Leiðtogafærni og forysta. Birgir Steinn Stefánsson Rakel Guðmundsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda-, og þroskaþjálfadeild Hvað einkennir góðan leiðtoga?

More information

Heimspekin sýnir okkur heiminn

Heimspekin sýnir okkur heiminn Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. ágúst 2015 Yfirlit greina Ólafur Páll Jónsson Heimspekin sýnir okkur heiminn Minning um Pál Skúlason (1945 2015) Páll Skúlason heimspekingur fjallaði um

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Hver er tilgangur heimspekinnar?

Hver er tilgangur heimspekinnar? Hugvísindasvið Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki Flóki Snorrason Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Hugvísindasvið. Jeremía spámaður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Ritgerð til BA-prófs í Guðfræði. Guðbjörn Már Kristinsson

Hugvísindasvið. Jeremía spámaður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Ritgerð til BA-prófs í Guðfræði. Guðbjörn Már Kristinsson Hugvísindasvið Jeremía spámaður Ef þér leitið mín munuð þér finna mig Ritgerð til BA-prófs í Guðfræði Guðbjörn Már Kristinsson September 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hvar er hinn sanni Kristin kirkja dag?

Hvar er hinn sanni Kristin kirkja dag? Hvar er hinn sanni Kristin kirkja dag? 18 sannanir, vísbendingar, og merki til að bera kennsl á sanna vs fölsku kristna kirkju. Plús 7 sannanir, vísbendingar, og merki til að hjálpa þekkja Laodicean kirkjur.

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Þetta var eiginlega nauðgun

Þetta var eiginlega nauðgun Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Þetta var eiginlega nauðgun Tælingar og blekkingar í kynferðislegum samskiptum Ritgerð til BA prófs í heimspeki Edda Thorarensen Kt.: 130484-2639 Leiðbeinandi:

More information

SKIPULÖGÐ ROTHÖGG Skítugt raunsæi og mínímalismi í Fight Club eftir Chuck Palahniuk. Kristján Atli Ragnarsson

SKIPULÖGÐ ROTHÖGG Skítugt raunsæi og mínímalismi í Fight Club eftir Chuck Palahniuk. Kristján Atli Ragnarsson SKIPULÖGÐ ROTHÖGG Skítugt raunsæi og mínímalismi í Fight Club eftir Chuck Palahniuk Kristján Atli Ragnarsson Lokaritgerð til B.A.-prófs í bókmenntafræði Háskóli Íslands, hugvísindadeild Vor 2007 1 SKIPULÖGÐ

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda

Málsástæður og lagarök Greinargerð andmælanda Úrskurður nr. 11/2017 23. nóvember 2017 Andmæli gegn skráningu merkisins North Rock nr. V0102054 IIC-Intersport International Corporation GmbH, Sviss gegn Umboðssölunni Art Málavextir Þann 26. september

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn?

Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn? Hugvísindasvið Hafa aldraðir rétt til að deyja með reisn? Hugtökin virðing og réttur skilgreind með notagildi þeirra í raunverulegum aðstæðum í huga Ritgerð til M.A.-prófs Arnrún Halla Arnórsdóttir Febrúar

More information