Kæru bræður og systur, ég bið

Size: px
Start display at page:

Download "Kæru bræður og systur, ég bið"

Transcription

1 BOÐSKAPUR ÆÐSTA FORSÆTISRÁÐSINS, NÓVEMBER 2017 Kæru bræður og systur, ég bið þess auðmjúklega að andi Drottins verði með okkur, er ég tala til ykkar í dag. Ég er fullur þakklætis í dag fyrir Drottin, hvers kirkja þetta er, fyrir innblásturinn sem við höfum fundið af heitum bænum, andríkum ræðum og dásamlegum söng þessarar ráðstefnu. Síðastliðinn aprílmánuð flutti Thomas S. Monson forseti boðskap sem hrærði hjörtu um heim allan, einnig mitt. Hann ræddi um mátt Mormónsbókar. Hann hvatti okkur til að læra, ígrunda og tileinka okkur kenningar hennar. Hann lofaði að ef við gæfum okkur dag hvern tíma til að læra og ígrunda Mormónsbók og halda boðorðin sem í henni eru að finna, þá myndum við öðlast lifandi vitnisburð um sannleika hennar og um að hinn lifandi Kristur myndi leiða okkur í skjól á erfiðum tíðum. (Sjá The Power of the Book of Mormon, Liahona, maí 2017, ) Líkt og mörg ykkar, þá hlýddi ég á orð hans eins og þau kæmu frá Drottni. Ég ákvað líka að fara eftir orðum hans, líkt og mörg ykkar. Frá því að ég var ungur drengur, hef ég átt vitnisburð um að Mormónsbók er Henry B. Eyring forseti fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu Óttist ei að gjöra gott Drottinn segir að þegar við stöndum trúföst á bjargi hans, munu efi og ótti hverfa og þráin aukast til að gera gott. orð Guðs, að faðirinn og sonurinn birtust og ræddu við Joseph Smith og að fornir postular vitjuðu spámannsins Josephs Smith, til að endurreisa lykla prestdæmisins fyrir kirkju Drottins. Með þann vitnisburð hef ég lesið Mormónsbók dag hvern í yfir 50 ár. Ég hefði því eins vel getað hugsað með mér að orð Monsons forseta væru ætluð einhverjum öðrum. Ég fann þó, líkt og mörg ykkar, að orð og loforð spámannsins væru mér hvatning til að gera enn betur. Mörg ykkar hafa gert það sem ég gerði: Beðist fyrir af einn meiri ásetningi, ígrundað ritningarnar enn vandlegar og lagt harðar að ykkur við að þjóna Drottni og öðrum fyrir hann. Hin gleðilega niðurstaða fyrir mig og fyrir mörg ykkar, er að loforð spámannsins var raunverulegt. Þau okkar sem tóku á móti hans innblásnu leiðsögn, hafa heyrt rödd andans greinilegar. Við höfum fundið aukinn kraft til að standast freistingar og sterkari trú á hinn upprisna Jesú Krist, á fagnaðarerindi hans og hina lifandi kirkju. Á tíma aukins óróa í heiminum, þá hefur þessi aukni vitnisburðarstyrkur dregið niður ótta og efa og veitt okkur frið. Að hlíta leiðsögn Monsons forseta, hefur haft dásamleg áhrif á mig á tvo aðra vegu: Í fyrsta lagi þá hefur andinn sem hann lofaði vakið hjá mér meiri bjartsýni á komandi tíð, jafnvel þótt órói heimsins virðist aukast. Í öðru lagi þá hefur Drottinn veitt mér og ykkur jafnvel sterkari tilfinningu um þá elsku sem hann ber til hinna nauðstöddu. Við höfum fundið aukna þrá til að koma öðrum til bjargar. Sú þrá hefur verið kjarninn í þjónustu og kenningum Monsons forseta. Drottinn lofaði spámanninum Joseph Smith og Oliver Cowdery hugrekki og aukinni elsku til annarra, þegar verkefnið sem þeir áttu fyrir höndum hefði getað verið yfirþyrmandi. Drottinn sagði að slíkt nauðsynlegt hugrekki ætt rætur í trú þeirra á sig, sem bjarg þeirra: Óttist ei að gjöra gott, synir mínir, því að eins og þér sáið, svo munuð þér og uppskera. Ef þér þess vegna sáið góðu, munuð þér og góð laun uppskera. Óttast þess vegna ekki, litla hjörð. Gjörið gott, leyfið jörð og helju að sameinast gegn yður, því að ef þér byggið á bjargi mínu, fá þær eigi á yður sigrast. Sjá, ég dæmi yður ekki. Farið leiðar yðar og syndgið ei framar. Vinnið af árvekni þau verk, sem ég hef boðið yður. Beinið öllum hugsunum yðar til mín. Efist ekki, óttist ekki. Sjáið sárin er nístu síðu mína og einnig naglaförin á höndum mér og fótum. Verið trúir, haldið boðorð mín og þér skuluð erfa himnaríki (K&S 6:33 37). 1

2 Drottinn sagði við leiðtoga endurreisnar sinnar og hann segir við okkur, að þegar við stöndum trúföst á bjargi hans, munu efi og ótti hverfa og þráin aukast til að gera gott. Þegar við tökum á móti boði Monsons forseta um að gróðursetja í hjörtum okkar vitnisburð um Jesú Krist, þá munum við hljóta kraft, þrá og hugrekki til að rísa upp og koma öðrum til bjargar, án þess að huga að eigin þörfum. Ég hef oft séð slíka trú og hugrekki þegar trúfastir Síðari daga heilagir hafa staðið frammi fyrir ógurlegum raunum. Ég var t.d. í Idaho þann 5. júní 1976, þegar Teton- stíflan brast. Vatnsveggur kom æðandi niður. Þúsundir flýðu heimili sín. Þúsundir heimila og fyrirtækja eyðilögðust. Það var kraftaverki næst að einungis 15 manns létu lífið. Það sem ég sá þar, hef ég séð hvarvetna þar sem Síðari daga heilagir standa staðfastir á bjargi vitnisburðar síns um Jesú Krist. Þeir verða óttalausir, því þeir efa ekki að hann vakir yfir þeim. Þeir hugsa ekki um eigin raunir og fara til að koma öðrum til hjálpar. Það gera þeir af elsku til Drottins og biðja sér engra launa. Þegar Teton- stíflan brast, þá voru til að mynda Síðari daga heilagra hjón á ferðalagi langt frá heimili sínu í Rexburg. Þegar þau heyrðu útvarpsfréttir um þessi tíðindi, þá flýttu þau sér aftur til baka til Rexburg. Í stað þess að fara að eigin húsi til að athuga hvort það hefði eyðilagst, þá fóru þau til biskups síns. Hann var staddur í byggingu sem var notuð sem hjálparstöð. Hann var að liðsinna hinum þúsundum sjálfboðaliða sem komu aðvífandi í gulum skólarútum. Hjónin gengu til biskupsins og sögðu: Við vorum að koma til baka. Biskup, hvernig getum við hjálpað? Hann gaf þeim upp nafn á fjölskyldu. Hjónin fóru úr einu húsi í annað til að grafa út leðju og ausa út vatni. Þau unnu frá morgni til kvölds í marga daga. Loks gerðu þau hlé á starfi sínu til að huga að eigin húsi. Það hafði horfið í flóðinu, svo ekkert var þar til að hreinsa. Þau snéru því við til baka og fóru aftur til biskupsins. Þau spurðu: Biskup, er einhver sem við getum hjálpað? Þetta kraftaverk hugrekkis og einlægrar elsku hinnar hreinu ástar Krists hefur verið endurtekið yfir árin víða um heim. Það gerðist á ógnartímum ofsókna og prófrauna, þegar spámaðurinn Joseph Smith var í Missouri. Það gerðist þegar Brigham Young stjórnaði brottförinni frá Nauvoo og kallaði heilaga til eyðimerkurstaða víða um Bandaríkin, til að byggja saman upp Síon fyrir Drottin. Ef þið lesið dagbókafærslur þessara brautryðjenda, munið þið sjá kraftaverk trúar kveða niður efa og ótta. Þar getið þið lesið um heilaga sem yfirgáfu eigin heimili til að hjálpa einhverjum fyrir Drottin, áður en hugað var að eigin sauðum eða eigin óplægðu ökrum. Ég sá þetta kraftaverk fyrir fáeinum dögum, í kjölfari fellibylsins Irmu í Puerto Rico, Saint Thomas, og í Flórída, þar sem Síðari daga heilagir tóku höndum saman með öðrum kirkjum, samfélagshópum á staðnum og landssamtökum, til að hefja hreinsunarstarfið. Líkt og vinir mínir í Rexburg, þá lögðu ein hjón í Flórída, sem ekki voru í kirkjunni, áherslu á að aðstoða í samfélaginu, í stað þess að vinna við eigin eignir. Þegar nokkrir Síðari daga heilagir nágrannar buðust til að aðstoða með tvö stór tré sem voru fyrir heimkeyrslu þeirra, sögðu hjónin að þau hefðu verið svo yfirbuguð að þau hefðu snúið sér að því að hjálpa öðrum, í þeirri trú að Drottinn myndi sjá þeim fyrir nauðsynlegri hjálp við eigið hús. Eiginmaðurinn sagði síðan frá því að áður en kirkjumeðlimirnir buðu fram aðstoð sína, þá hefðu hjónin verið að biðjast fyrir. Þau höfðu hlotið svar um að hjálp myndi berast. Hún barst innan við nokkrar klukkustundir eftir svarið. Ég hef heyrt þau tíðindi að sumir hafa tekið upp á því að kalla þá Síðari daga heilaga, sem klæðast hinum gulu skyrtum Hjálparhanda: Gulu englana. Einn Síðari daga heilagur fór með bílinn sinn í skoðun og sá sem hjálpaði henni sagði frá þeirri andlegu reynslu sem hann hlaut, þegar fólkið í gulu skyrtunum fjarlægði tré úr garðinum hans, og svo sagði hann: Þau sungu fyrir mig einhvern söng um að vera barn Guðs. Annar íbúi í Flórída ekki heldur af okkar trú sagði frá því að Síðari daga heilagir hefðu komið að húsi hennar, er hún var að vinna í eyðilögðum garðinum sínum, yfirbuguð, sveitt og næstum með tár í augum. Sjálfboðaliðarnir gerðu, að hennar sögn, hreint kraftaverk. Þeir þjónuðu ekki aðeins af kostgæfni, heldur hlógu líka og brostu, án þess að vænta nokkurs í staðinn. Ég sá þá kostgæfni og heyrði þann hlátur, þegar ég heimsótti síðla á laugardegi hóp Síðari daga heilagra í Flórída. Sjálfboðaliðarnir gerðu stutt hlé á starfi sínu, svo ég gæti heilsað þeim með handabandi. Þeir sögðu að 60 meðlimir frá stikunni þeirra í Georgiu hefðu ráðgert kvöldinu áður að koma til björgunarstarfa í Flórída. Þeir fóru frá Georgia kl. 4 að morgni, óku í margar klukkustundir, störfuðu allan daginn fram á kvöld og hugðust taka aftur til starfa daginn eftir. Þeir sögðu frá þessu öllu með bros á vör og góðum húmor. Eina streitan sem ég skynjaði var sú að fólkið vildi að hætt yrði að þakka því fyrir, svo það gæti haldið starfi sínu áfram. Stikuforsetinn hafði gangsett keðjusögina sína og var að vinna við fallið tré og biskupinn var að fjarlægja trjágreinar, þegar við fórum í bílinn til að vitja næstu björgunarsveitar. Áður sama dag, þegar við vorum að fara frá öðru svæði, gekk maður upp að bílnum, tók ofan húfuna og þakkaði okkur fyrir sjálfboðaliðana. Hann sagði: Ég er ekki meðlimur kirkjunnar. Ég trúi varla því sem þið hafið gert fyrir okkur. Guð blessi ykkur. Sjálfboðaliði SDH sem stóð næst honum í sinni gulu skyrtu brosti og yppti öxlum, líkt og hann verðskuldaði ekkert lof. 2

3 Þótt sjálfboðaliðarnir frá Georgia hafi komið þessum manni til hjálpar, sem átti erfitt með að trúa því, þá höfðu hundruð Síðari daga heilagra frá þessum eyðilagða hluta Flórída ekið hundruð kílómetra til annars svæðis í Flórída, því þeir höfðu heyrt að fólk hefði orðið verr úti þar. Þennan dag minntist ég og skildi betur þessi spámannlegu orð spámannsins Josephs Smith: Maður sem er uppfullur af elsku Guðs lætur sér ekki nægja að blessa einungis fjölskyldu sína, heldur leitar út um allan heiminn, og er umhugað að blessa allt mannkyn (Teachings of Presidents of the Church: Joseph Smith [2007], 426). Við sjáum svo mikinn kærleika í lífi Síðari daga heilagra hvarvetna. Í hvert sinn sem hörmungar dynja yfir í heiminum, þá gefa Síðari daga heilagir peninga og bjóða sig fram til hjálparstarfs kirkjunnar. Sjaldgæft er að það þurfi að skora á þá. Í raun þá þurfum við stundum að biðja þá sem bjóða sig fram að bíða með að fara á hörmungarsvæðin þar til þeir sem stjórna verkinu geta tekið á móti þeim. Þessi þrá til að blessa aðra er ávöxtur þess að fólk öðlast vitnisburð um Jesú Krist, fagnaðaerindi hans, hina endurreistu kirkju og spámenn hans. Það er ástæða þess að fólk Drottins efast ekki og óttast ekki. Það er ástæða þess að trúboðar bjóða sig fram til þjónustu hvarvetna um heim. Það er ástæða þess að foreldrar biðja með börnum sínum fyrir öðrum. Það er ástæða þess að leiðtogar hvetja æskufólkið til að taka áskorun Monsons forseta um að sökkva sér ofan í Mormónsbók og gera hana að sínu hjartans efni. Ávextirnir munu koma, ekki fyrir hvatningu leiðtoga, heldur með því að æskufólk og meðlimir sýna trú í verki. Sú trú í verki, sem krefst óeigingjarnrar fórnar, umbreytir hjartanu og gerir því kleift að finna elsku Guðs. Hjörtu okkar haldast því aðeins umbreytt, ef við höldum áfram að fylgja leiðsögn spámannsins. Ef við hættum eftir eitt átaksverk, þá mun umbreytingin fjara út. Trúfastir Síðari daga heilagir hafa styrkt trú sína á Drottin Jesú Krist, á Mormónsbók sem orð Guðs og á endurreisn prestdæmislykla þessarar sönnu kirkju. Þessi efldi vitnisburður hefur veitt okkur aukið hugrekki og aukna umhyggju fyrir öðrum börnum Guðs. Áskoranirnar og tækifærin framundan gera þó kröfu um meira. Við sjáum ekki smáatriðin fyrir, en við þekkjum stóru myndina. Við vitum að á hinum efstu dögum mun veröldin verða í uppnámi. Við vitum að mitt í hverskyns ófriði mun Drottinn leiða hina trúföstu Síðari daga heilögu í því að breiða út fagnaðarerindi Jesú Krists til allra þjóða, kynkvísla, tungna og lýða. Við vitum líka að sannir lærisveinar Drottins mun verða verðugir og undir það búnir að taka á móti honum, er hann kemur aftur. Við þurfum ekki að óttast. Þótt við höfum þegar þróað trú og hugrekki í hjörtum okkar, þá væntir Drottinn meiru af okkur og komandi kynslóð. Hún þarf að vera enn sterkari og hugrakkari, því hún mun jafnvel framkvæma meiri og erfiðari hluti en við höfum þegar gert. Hún mun upplifa aukið mótlæti af hendi óvinar sálna okkar. Leið bjartsýni í sókn okkar fram á við var gefin af Drottni: Beinið öllum hugsunum yðar til mín. Efist ekki, óttist ekki (K&S 6:36). Monson forseti sagði hvernig við ættum að gera það. Við þurfum að ígrunda og tileinka okkur Mormónsbók og orð spámannanna. Biðjið ávallt. Trúið. Þjónum Drottni af öllu hjarta okkar, mætti, huga og styrk. Okkur er boðið að biðja af öllum hjartans mætti um gjöf kærleika, hina hreinu ást Krists (sjá Moró 7:47 48). Framar öllu, þá ber okkur að fylgja hinni spámannlegu leiðsögn af staðfestu og þolgæði. Þegar hlutirnir verða erfiðir, þá getum við reitt okkur á loforð Drottins loforðið sem Monson forseti hefur oft minnt okkur á með því að vitna í þessi orð frelsarans: Hjá hverjum þeim, sem veitir yður viðtöku, mun ég einnig vera, því að ég mun fara fyrir yður. Ég mun verða yður til hægri handar og til þeirrar vinstri, og andi minn mun vera í hjörtum yðar og englar mínir umhverfis yður, yður til stuðnings (K&S 84:88). Ég ber vitni um að Drottinn mun fara fyrir okkur, ætíð þegar við erum í hans erindagjörðum. Stundum verðið þið engillinn sem Drottinn sendir til að létta byrðar annarra. Stundum eruð það þið sem verðið umlukt englum sem létta byrðar ykkar. Þið munið þá ætíð hafa anda hans í hjarta ykkar, eins og ykkur hefur verið lofað á hverri sakramentissamkomu. Þið þurfið aðeins að halda boðorð hans. Besti tími ríkis Guðs á jörðu er framundan. Mótlætið mun efla trú okkar á Jesú Krist, líkt og það hefur gert frá tíma spámannsins Josephs Smith. Trúin ber ætíð sigur af óttanum. Að standa saman, stuðlar að einingu. Bænir ykkar í þágu hinna þurfandi eru heyrðar og þeim er svarað af kærleiksríkum Guði. Hann hvorki blundar, né sefur. Ég ber vitni um að Guð faðirinn lifir og þráir að þið komið heim til hans. Þetta er hin sanna kirkja Drottins Jesú Krists. Hann þekkir ykkur; hann elskar ykkur; hann vakir yfir ykkur. Hann friðþægði fyrir syndir mínar og ykkar og syndir allra barna himnesks föður. Að fylgja honum í lífi ykkar og í þjónustu við aðra, er eina leiðin til eilífs lífs. Um það ber ég vitni og færi ykkur blessanir mínar og kærleika. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen. 3

4 Kennsla fyrir okkar tíma F rá nóvember 2017 til og með apríl 2018 ætti kennsluefni fjórða sunnudags fyrir Melkísedeksprestdæmi og Líknarfélag að byggjast á einni eða fleiri ræðum sem fluttar voru á aðalráðstefnu í október Í apríl 2018 má velja ræður hvort heldur frá aðalráðstefnu apríl- eða októbermánaðar. Stikuforsetar og umdæmisforsetar ættu að velja hvaða ræður skal kenna á sínu svæði, en þeim er einnig heimilt að fela biskupum og greinarforsetum þá ábyrgð. Ræður þessar eru aðgengilegar á mörgum tungumálum á conference.lds.org Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/17. Þýðing samþykkt: 6/17. Þýðing á First Presidency Message, November Icelandic

5 BOÐSKAPUR HEIMSÓKNARKENNARA, NÓVEMBER 2017 Þrjár systur Kæru systur og vinir, það er þýðingarmikið og yndislegt að hefja aðalráðstefnuna á heimsfundi systranna. Ímyndið ykkur bara, systur á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn, þjóðerni og tungumál, sameinaðar í trú og kærleika á Drottinn Jesú Krist. Þegar við nýverið áttum samfund með okkar ástkæra spámanni, Thomas S. Monson forseta, þá tjáði hann okkur hve heitt hann elskaði Drottin. Ég veit að Monson forseti er þakklátur fyrir kærleika ykkar, bænir og trúfestu gagnvart Drottni. Endur fyrir löngu, í fjarlægu landi, bjuggu þrjár systur. Fyrsta systirin var leið. Hún var ósátt við allt frá nefi hennar út á höku og frá húð hennar að tám, ekkert var nægilega gott fyrir hana. Þegar hún talaði komu orðin stundum klaufalega út og fólk hló að henni. Þegar einhver gagnrýndi hana eða gleymdi að bjóða henni eitthvert, þá roðnaði hún og gekk á brott og fann sér leynistað þar sem hún gat andvarpað og velt því fyrir sér hvers vegna líf hennar hafði orðið svona dapurlegt og gleðisnautt. Önnur systirin var reið. Henni Dieter F. Uchtdorf forseti annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu Við berum ábyrgð á okkar eigin lærisveinsþjónustu og það hefur lítið, ef nokkuð, að gera með það hvernig aðrir koma fram við okkur. fannst hún sjálf vera mjög vel gefin, en það var alltaf einhver annar sem fékk hærri einkunnir en hún í prófum í skólanum. Henni fannst hún vera fyndin, falleg, nýmóðins og heillandi. Það virtist samt alltaf vera einhver sem var fyndnari, fallegri, meira nýmóðins eða meira heillandi. Hún var aldrei fyrst með neitt og það þoldi hún ekki. Lífið átti ekki að vera svona! Stundum réðst hún að öðrum og það virtist sem að hún væri alltaf bara einum andardrætti frá því að hneykslast á einu eða öðru. Að sjálfsögðu gerði þetta hana ekki viðkunnalegri né vinsælli. Stundum gnísti hún tönnum, kreppti hnefana og hugsaði með sér: Lífið er svo ósanngjarnt! Svo var það þriðja systirin. Ólíkt hinum systrunum, þá var hún eiginlega bara glöð. Það var ekki af því að hún væri gáfaðri eða fallegri eða betri en systur hennar. Nei, fólk hunsaði hana stundum og forðaðist líka. Stundum gerði það gys að því sem hún klæddist eða því sem hún sagði. Stundum sagði það kvikindislega hluti um hana. Hún leyfði því hins vegar ekki að trufla sig of mikið. Þessi systir elskaði að syngja. Hún var ekkert sérstaklega lagviss og fólk hló að henni út af því, en það stoppaði hana ekki. Hún átti það til að segja Ég ætla ekki að leyfa öðru fólki og skoðanir þeirra að halda mér frá því að syngja! Staðreyndin að hún hélt áfram að syngja, gerði fyrstu systurina leiða og þá aðra, reiða. Mörg ár liðu og það kom að því að systurnar komu að sínum ævilokum á jörðunni. Fyrsta systirin, sem uppgötvaði ítrekað að það var enginn skortur á vonbrigðum í lífinu, dó loks leið. Önnur systirin, sem fann sér alltaf eitthvað nýtt daglega til að svekkja sig á, dó reið. Þriðja systirin, sem lifði lífinu syngjandi söngva sína af öllum krafti, með sjálfsöruggt bros á andliti sínu, dó glöð. Að sjálfsögðu er lífið aldrei svona einfalt, og fólk hefur fleiri víddir en systurnar þrjár í þessari sögu. Jafnvel ýkt dæmi eins og þessi, geta kennt okkur eitthvað um okkur sjálf. Ef þið eruð eins og flest okkar, þá kannist þið kannski við ýmsa takta í ykkur sjálfum frá einni, tveimur eða jafnvel öllum þremur systrum Við skulum skoða hverja þeirra fyrir sig. Fórnarlambið Fyrsta systirin sá sjálfa sig sem fórnarlamb einhvern sem varð alltaf fyrir áhrifum. 1 Það virtist sem eitt af öðru héldi áfram að henda hana og gera hana óhamingjusama. Með þessa nálgun í lífinu þá var hún að veita öðrum stjórn á því hvernig henni leið og hún hegðaði sér. Þegar við gerum þetta þá stjórnumst við af öllum 1

6 skoðunum sem blása hjá og á þessum tímum samfélagsmiðla, sem sífellt eru nærri, þá blása þessir vindar með krafti fellibyls. Kæru systur, hvers vegna ættuð þið að afhenda hamingju ykkar einhverjum, eða hópi einhverra, sem er alveg sama um ykkur og hamingju ykkar? Ef þið standið ykkur að því að hafa áhyggjur af því sem aðrir segja um ykkur, má ég þá leggja til þetta móteitur; munið hverjar þið eruð. Munið að þið eruð af konunglegu húsi Guðs ríkis, dætur himneskra foreldra sem ríkja í alheiminum. Þið eruð með andlegt erfðaefni Guðs. Þið hafið einstakar gjafir sem eiga uppruna sinn í andlegri sköpun ykkar og sem voru þróaðar í langri fortilveru ykkar. Þið eruð börn hins miskunnsama og eilífa föður á himnum, Drottins herskaranna, þess sem skapaði alheiminn, dreifði stjörnunum um víðan geim og staðsetti pláneturnar á sinn útvalda stað á sporbraut. Þið eruð í hans höndum. Mjög góðum höndum. Kærleiksríkum höndum. Umhyggjusömum höndum. Ekkert sem neinn getur nokkru sinni sagt getur breytt því. Orð þeirra eru merkingarlaus í samanburði við það sem Guð hefur sagt um ykkur. Þið eruð dýrmæt börn hans, Hann elskar ykkur. Jafnvel þegar þið hrasið, jafnvel þegar þið snúið frá honum, þá elskar Guð ykkur. Ef ykkur finnst þið týnd, yfirgefin eða gleymd, óttist ekki. Hinn góði hirðir mun finna ykkur. Hann mun leggja ykkur á herðar sér. Hann mun bera ykkur heim. 2 Kæru systur, leyfið þessum guðdómlega sannleika að smjúga djúpt inn í hjörtu ykkar. Þá munið þið uppgötva að það eru til margar ástæður fyrir því að vera ekki leið því að þið hafið eilíf örlög til að uppfylla. Hinn ástkæri frelsari heimsins gaf líf sitt svo að þið gætuð valið að gera þau örlög raunveruleg. Þið hafið tekið á ykkur nafn hans, þið eruð lærisveinar hans. Vegna hans getið þið klæðst kufli eilífrar dýrðar. Sú sem hataði Önnur systirin var reið út í heiminn. Eins og leiða systirin þá fannst henni að vandamálin í lífi hennar væru einhverjum öðrum að kenna. Hún kenndi fjölskyldu sinni um, vinum sínum, yfirmanni, samstarfsmönnum, lögreglunni, nágrönnunum, kirkjuleiðtogunum, tískunni, krafti sólgosa og einfaldri óheppni. Hún réðst að þeim öllum. Hún sá sig ekki sjálfa sem vonda manneskju. Þvert á móti þá fannst henni að hún væri einungis að standa með sjálfri sér. Hún trúði því að allir aðrir væru hvattir áfram af eigingirni, smámunasemi og hatri. Henni fannst hinsvegar að hún væri hvött áfram af góðum ásetningi, réttlæti, ráðvendni og kærleika. Því miður þá er hugsunarháttur reiðu systurinnar allt of algengur. Þetta kom fram í nýlegri könnun sem kannaði ágreining á milli andstæðra hópa. Hluti af þessar könnun fólst í því að vísindamenn ræddu við Palestínumenn og Ísraelsmenn í miðausturlöndum og Repúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum. Þeir uppgötvuðu að öllum hópunum fannst að þeirra málstaður væri hvattur áfram af kærleika, frekar en hatri, en þegar þeir voru inntir eftir því hvers vegna andstæðingar þeirra væru í þessari baráttu þá vildu þeir meina að hatur væri aðal hvatning þeirra. 3 Með öðrum orðum þá þóttust allir hóparnir vera góði kallinn réttlátir, góðviljaðir og sannsöglir. Í samanburði þá sáu þeir andstæðinga sína sem vondu kallana, óupplýsta, óheiðarlega og jafnvel illa. Árið sem ég fæddist var heimurinn sokkinn í hræðilegt stríð sem færði kvalarfullan trega og gríðarlegra sorg í heiminn. Það var mín þjóð sem olli þessu stríði hópur fólks sem tilgreindi aðra hópa sem illa og hvatti til þess að þeir væru hataðir. Þeir þögguðu niður í þeim sem þeir kunnu ekki við. Þeir niðurlægðu þá og djöfulkenndu. Þeir töldu þá óæðri, jafnvel ekki mennska. Um leið og þið niðurlægið hóp fólks, þá eruð þið líklegri til að réttlæta orð og ofbeldi gagnvart þeim. Mig hryllir þegar ég hugsa um það sem gerðist í Þýskalandi á 20. öldinni. Þegar einhver hefur andstæðar skoðanir við okkur eða er ósammála okkur þá er það freistandi að reikna með því að það sé eitthvað að þeim. Þaðan eru einungis fá skref í það að tengja hinar verstu tilætlanir við orð þeirra og gerðir. Að sjálfsögðu verðum við alltaf að standa upp fyrir það sem er rétt og það koma þær stundir að við verðum að hækka raddir okkar fyrir þann málstað. Þegar við, hins vegar, gerum svo með reiði eða hatri í hjörtum okkar, þegar við ráðumst á aðra til að særa, niðurlægja eða þagga niður í þeim, þá er möguleiki á að við séum ekki að gera svo í réttlæti. Hvað kenndi frelsarinn? Ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum. 4 Þetta er háttur Drottins. Það er fyrsta skrefið í að brjóta niður þá múra sem skapa svo mikla reiði, hatur, aðskilnað og ofbeldi í heiminum. Kannski kunnið þið þá segja: Já ég væri til í að elska óvini mína, ef þeir væru tilbúnir að gera slíkt hið sama. Það skiptir samt engu máli, er það? Við berum ábyrgð á okkar eigin lærisveinsþjónustu og það hefur lítið, ef nokkuð, að gera með það hvernig aðrir koma fram við okkur. Að sjálfsögðu vonum við að þeir endurgjaldi með því að vera skilningsríkir og góðhjartaðir, en kærleikur okkar gagnvart þeim tengist ekki tilfinningum þeirra gangvart okkur. Kannski mun átak okkar í að elska óvini okkar mýkja hjörtu þeirra og hafa áhrif á þá til góðs. Kannski mun það ekki gerast. Það breytir samt ekki skuldbindingu okkar um að fylgja Jesú Kristi. Þar af leiðandi munum við, sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, elska óvini okkar. 2

7 Við munum sigrast á reiði eða hatri. Við munum fylla hjörtu okkar af kærleika gagnvart öllum börnum Guðs. Við munum rétta út hendina til annarra og þjóna þeim jafnvel þeim sem gætu ofsótt [okkur]. 5 Hinn sanni lærisveinn Þriðja systirin er fulltrúi hins sanna lærisveins Jesú Krists. Hún gerði nokkuð sem getur verið mjög erfitt að gera, hún treysti Guði sama þó hún stæði frammi fyrir háði og mótlæti. Henni tókst einhvern vegin að viðhalda trú sinni og von, þrátt fyrir fyrirlitninguna og tortryggnina sem umkringdi hana. Hún lifði í gleði, ekki vegna þess að aðstæður hennar væri gleðilegar heldur vegna þess að hún var glöð. Ekkert okkar kemst í gegnum þetta líf án móttstöðu. Hvernig getum við haldið augliti okkar einbeittu á hina dýrðlegu hamingju sem hinum trúföstu er lofað, þegar svo mörg öfl reyna að draga okkur í burtu? Ég trúi því að svarið megi finna í draumi sem spámann dreymdi fyrir þúsundum árum síðan. Spámaðurinn heitir Lehí og draumur hans er skráður í hina dýrmætu og yndislegu Mormónsbók. Í draumi sínum sá Lehí víðáttumikla sléttu og á henni var undursamlegt tré, fegurra en orð fá lýst. Hann sá einnig hóp af fólki sem voru á leiðinni að tréinu. Þeim langaði að smakka stórkostlegan ávöxt þess. Þeim fannst og þau treystu því, að það myndi færa þeim mikla hamingju og varanlegan frið. Það var mjór stígur sem lá að tréinu og meðfram honum var járnstöng sem hjálpaði þeim að halda sig á veginum. Þar var einnig að finna dökka þoku sem hindraði sýn þeirra á bæði stígnum og tréinu. Kannski enn hættulegri var ómur hláturs og háðs sem kom frá stórri og rúmmikilli byggingu sem stóð nærri. Það sem enn verra var, háðið sannfærði suma sem höfðu komist að tréinu og bragðað á undursamlegum ávexti þess, um að skammast sín og þau ráfuðu burt. 6 Kannski byrjuðu þau að efast um að tréið væri eins fallegt og þeim hafði áður fundist. Kannski byrjuðu þau að draga í efa raunveruleika þess sem þau höfðu upplifað. Kannski fannst þeim að ef að þau snéru frá tréinu þá myndi lífið verða auðveldara. Kannski myndu þau aldrei aftur upplifa háð eða að vera aðhlátursefni. Í raun þá virtist það fólk sem gerði lítið úr þeim vera mjög hamingjusamt og skemmta sér vel. Kannski yrðu þau boðin velkomin inn í stóru og rúmmiklu bygginguna ef þau yfirgæfu tréið og kannski vera fagnað fyrir dómgreind þeirra, gáfur og fágun. Haldið ykkur á stígnum Kæru systur, kæru vinir, ef ykkur finnst erfitt að halda í járnstöngina og ganga stöðug í áttina að frelsun; ef hláturinn og háð annarra sem virðast svo sjálfsörugg, verður til þess að þið efist; ef þið hafið áhyggjur vegna ósvaraðra spurninga eða kenninga sem þið skiljið ekki ennþá; ef þið eruð sorgmædd vegna vonbrigða, þá hvet ég ykkur til að muna draum Lehís. Haldið ykkur á stígnum! Aldrei sleppa járnstönginni - orði Guðs! Ef einhver reynir að fá ykkur til að skammast ykkar fyrir að meðtaka af kærleika Guðs, ekki veita þeim athygli. Gleymið því aldrei, þið eruð börn Guðs, ykkur er lofað miklum blessunum; ef þið getið lært að gera vilja hans þá munið þið búa með honum aftur! 7 Loforð um hrós og samþykki heimsins eru ótrygg, ósönn og endanlega ófullnægjandi. Loforð Guðs eru örugg, sönn og gleðileg - nú og um alla eilífð. Ég býð ykkur að íhuga trúarbrögð og trú frá hærra sjónarmiði. Ekkert sem boðið er upp á í hinni stóru og rúmmiklu byggingu er sambærilegt við ávexti þess að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. 8 Ég hef lært fyrir mig sjálfan að vegur lærisveinsins í fagnaðarerindi Jesú Krists, er vegur gleði. Það er vegur öryggis og friðar. Það er vegur sannleika. Ég ber vitni um að með gjöf og krafti heilags anda, getið þið lært þetta fyrir ykkur sjálf. Á sama tíma, ef stígurinn verður ykkur erfiður þá vona ég að þið finnið skjól og styrk í yndislegum félagasamtökum kirkju okkar, Barnafélagi, Stúlknafélagi og Líknarfélagi. Þau eru eins og vegvísar á leiðinni, þar sem þið getið endurnýjað sjálfsöryggi ykkar og trú fyrir gönguna sem er framundan. Þau eru athvarf, þar sem þið getið fundið að þið tilheyrið og meðtekið hvatningu frá systrum ykkar og samlærisveinum ykkar. Það sem þið lærið í Barnafélaginu undirbýr ykkur fyrir viðbótar sannleikann sem þið lærið sem ungar stúlkur. Sá vegur lærisveinsins sem þið gangið í Stúlknafélagskennslunni leiðir að félagskap og systralagi Líknarfélagsins. Með hverju skrefi á leiðinni, er ykkur gefið aukin tækifæri til að sýna kærleika ykkar gagnvart öðrum, til dæmist í gegnum þjónustustörf, umhyggju, kærleika, dyggð og þjónustu. Það að velja sér þessa leið, leið lærisveinsins, mun leiða að ósegjanlegri hamingju og uppfyllingu guðlegs eðlis ykkar. Það verður ekki auðvelt. Það mun krefjast alls þess besta sem þið eigið - allrar greindar ykkar, sköpunargáfu, trúar, ráðvendni, styrks, ákveðni og kærleika. Dag einn munið þið svo horfa tilbaka á verk ykkar og hve þakklátar þið munið vera fyrir það að hafa staðið stöðugar, að þið trúðuð og að þið fóruð ekki af stígnum. Haldið áfram Það getur verið að það séu margir þættir í lífinu sem þið hafið enga stjórn á. Að lokum munið þið hafa valdið til að velja bæði áfangastað 3

8 ykkar og mikið af reynslu ykkar á leiðinni. Það er ekki eins mikið geta ykkar eins og val ykkar sem hefur úrslitavaldið í lífi ykkar. 9 Þið getið ekki leyft aðstæðum að gera ykkur leiðar. Þið getið ekki leyft þeim að gera ykkur reiðar. Þið getið glaðst yfir því að þið eruð dætur Guðs. Þið getið fundið gleði og hamingju í náð Guðs og í kærleika Jesú Krists. Þið getið verið glaðar. Ég hvet ykkur til að fylla hjörtu ykkar með þakklæti fyrir ríkulega og takmarkalausa gæsku Guðs. Kæru systur, þið getið þetta! Ég bið þess með allri ástúð sálar minnar að þið megið velja að halda áfram í áttina að lífsins tréi. Ég bið þess að þið munið velja að lyfta upp röddum ykkar og gera líf ykkar að dýrlegri sinfóníu lofs, fagna í kærleika Guðs og í því undri sem kirkja hans og fagnaðarerindi Jesú Krists, getur fært heiminum. Söngur hins sanna lærisveins getur stundum verið smá falskur og jafnvel of hávær stundum. Þannig hefur það verið frá upphafi tímans. Hvað okkar himneska föður varðar og þá sem elska og heiðra hann, þá er þetta hin dýrmætasti og fallegasti söngur - hinn göfugi og helgandi söngur um lausnandi kærleika og þjónustu við Guð og náungann. 10 Ég skil eftir blessun mína sem postuli Drottins, að þið munið finna styrkinn og hugrekkið, til að dafna í gleði, sem dætur Guðs á sama tíma og þið gangið, dag hvern, á hinum dásamlega vegi lærisveinsins. Í hinu helga nafni Jesú Krists, amen. HEIMILDIR 1.Sjá 2 Ne 2:14, Sjá Lúk 15: Boston College, Study Finds Intractable Conflicts Stem from Misunderstanding of Motivation, ScienceDaily, 4. nóv. 2014, sciencedaily.com. 4.Matt 5: Matt 5:44. 6.Sjá 1 Ne 8. 7.Sjá I Am a Child of God, Children s Songbook, Kor 2:9. 9.Sja The Most Inspirational Book Quotes of All Time, pegasuspublishers.com/blog. 10.Sjá Alma 5: Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/17. Þýðing samþykkt: 6/17. Þýðing á Visiting Teaching Message, November Icelandic

Kæru bræður og systur, ég er afar

Kæru bræður og systur, ég er afar BOÐSKAPUR ÆÐSTA FORSÆTISRÁÐSINS, MAÍ 2015 Thomas S. Monson forseti Blessanir musterisins Við hljótum andlega vídd og friðartilfinningu er við sækjum musterið heim. Kæru bræður og systur, ég er afar þakklátur

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Gjörðir spámannsins eftir Pearry Green

Gjörðir spámannsins eftir Pearry Green Gjörðir spámannsins eftir Pearry Green WILLIAM MARRION BRANHAM Spámaður 20. aldarinnar. Bókin heitir á frummálinu: The Acts of the Prophet Copyright 1969, Pearry Green Íslensk þýðing: Brynjar Arnarson

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

180. aðalráðstefna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu október 2010

180. aðalráðstefna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu október 2010 180. aðalráðstefna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu október 2010 Samskiptarásirnar tvær Öldungur Dallin H. Oaks í Tólfpostulasveitinni Himneskur faðir hefur séð börnum sínum fyrir tveimur leiðum

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Hvar er hinn sanni Kristin kirkja dag?

Hvar er hinn sanni Kristin kirkja dag? Hvar er hinn sanni Kristin kirkja dag? 18 sannanir, vísbendingar, og merki til að bera kennsl á sanna vs fölsku kristna kirkju. Plús 7 sannanir, vísbendingar, og merki til að hjálpa þekkja Laodicean kirkjur.

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu!

Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Jákvæð samskipti! Páll Ólafsson Félagsráðgjafi MSW Sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu! Hver er ég? Bjó í Svíþjóð í 11 ár Hef unnið í Barnavernd í 13 ár Er frelsaður í uppbyggingarstefnunni

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Forspjall um forvera

Forspjall um forvera Efnisyfirlit Forspjall um forvera... 2 Garðurinn I... 3 Þekkingarfræði... 6 Leiðin að farsæld líkaminn... 11 Ánægja, farsæld og hið góða líf... 14 Leiðin að farsæld hugurinn... 18 Ánægja og sársauki...

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Frá ræðustóli náttúrunnar

Frá ræðustóli náttúrunnar Frá ræðustóli náttúrunnar Ellen G. White 1929 Copyright 2012 Ellen G. White Estate, Inc. Information about this Book Overview This ebook is provided by the Ellen G. White Estate. It is included in the

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki

NetApp á Íslandi. Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð kaup á íslensku nýsköpunarfyrirtæki KYNNINGARBLAÐ NetApp á Íslandi LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2018 Nokkrir starfsmenn hjá NetApp sitja hér fund og ræða ýmis málefni sem koma upp í starfseminni. MYND/ÞÓRSTEINN Stór atvinnutækifæri eftir vel heppnuð

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

árum eftir fæðingu Lúters!...Hvað hefur farið úrskeiðis síðan á tímum Lúters?

árum eftir fæðingu Lúters!...Hvað hefur farið úrskeiðis síðan á tímum Lúters? 2017-500 árum eftir fæðingu Lúters!...Hvað hefur farið úrskeiðis síðan á tímum Lúters? 2017-500 árum eftir fæðingu Lúters...Hvað hefur farið úrskeiðis síðan á tímum Lúters? Þann 31. október, 2017, verða

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Ofbeldissamband yfirgefið

Ofbeldissamband yfirgefið Ritrýndar greinar Ofbeldissamband yfirgefið Ingólfur V. Gíslason, fil. dr. í félagsfræði, dósent við Háskóla Íslands. Valgerður S. Kristjánsdóttir, MA í félagsfræði, hjá Leikskólanum Grænuborg. Ingólfur

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni

Jákvæður agi Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni Jákvæður agi Í starfi okkar leggjum við til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 1. tbl 5. árg. fimmtudagur 9. janúar 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Glæný uppistandssýning í Þjóðleikhúskjallaranum

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 30. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Njóttu þess að vera í námi Náman

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Kristur Frelsaei Vor. Ellen G. White. Copyright 2015 Ellen G. White Estate, Inc.

Kristur Frelsaei Vor. Ellen G. White. Copyright 2015 Ellen G. White Estate, Inc. Kristur Frelsaei Vor Ellen G. White 1914 Copyright 2015 Ellen G. White Estate, Inc. Information about this Book Overview This ebook is provided by the Ellen G. White Estate. It is included in the larger

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Má ég koma inn? Can I come in? M P Á S. Flóttamaður, farðu heim! Hann færi ef hann gæti. Leiðbeiningar

Má ég koma inn? Can I come in? M P Á S. Flóttamaður, farðu heim! Hann færi ef hann gæti. Leiðbeiningar Can I come in? Flóttamaður, farðu heim! Hann færi ef hann gæti. MÁLEFNI MANNÖRYGGI MISMUNUN FRIÐUR OG OFBELDI ÞYNGDARSTIG STIG 4 STIG 3 STIG 2 STIG 1 STIG 3 HÓPSTÆRÐ 6 20 TÍMI 60 MÍNÚTUR Málefni Þyngdarstig

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Lífið HEFUR ÁHRIF UM VÍÐA VERÖLD. Sigríður Heimisdóttir. Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2

Lífið HEFUR ÁHRIF UM VÍÐA VERÖLD. Sigríður Heimisdóttir. Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2 Lífið FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Edda Jónsdóttir markþjálfi KALLAÐU TIL ÞÍN ÞAÐ SEM ÞIG DREYMIR UM 2 Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur NÝR LÍFSSTÍLL GRUNNUR AÐ GÓÐRI HEILSU 4 Straumar og stefnur í hári

More information

Að iðka heimspeki er ígildi þess að læra að deyja 1

Að iðka heimspeki er ígildi þess að læra að deyja 1 AÐ IÐKA HEIMSPEKI ER ÍGILDI ÞESS AÐ LÆRA AÐ DEYJA Michel de Montaigne Að iðka heimspeki er ígildi þess að læra að deyja 1 Cicero segir að það að iðka heimspeki sé ekki annað en að undirbúa dauða sinn.

More information

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist. Með mínum augum

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist. Með mínum augum Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist Með mínum augum Jóhanna Þorleifsdóttir Leiðbeinandi: Þóra Þórisdóttir Vorönn 2012 Í þessari ritgerð velti ég fyrir mér mikilvægi og tilgangi listsköpunar. Skoðanir

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS

GOLF SKYNSEMI MEÐ EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS GOLF MEÐ SKYNSEMI EYKUR ÁNÆGJUNA GOLFSAMBAND ÍSLANDS Þýtt og staðfært: Þorsteinn Svörfuður Stefánsson Myndir: GSÍ/Haukur Örn Birgisson Hönnun/umbrot: HBK/Leturval Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Golfsamband

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 25. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Mentos tyggjó erkomiðípoka! NúerennauðveldaraaðsturtaísigMentostyggjóimeðsafaríku

More information

Um prófsteina gjörða okkar

Um prófsteina gjörða okkar Hugvísindasvið Um prófsteina gjörða okkar Sartre og Mill vísa lesendum veginn en lýsa ekki upp sömu leið Ritgerð til B.A.-prófs Helgi Vífill Júlíusson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 45. tbl 4. árg. fimmtudagur 5. desember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar

More information

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Ritgerð til BA-prófs Kristján Ágúst Kjartansson Maí 2013 Háskóli

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 27. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2013

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar. Arnmundur Ernst Björnsson

Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar. Arnmundur Ernst Björnsson Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar Arnmundur Ernst Björnsson Listaháskóli Íslands Leiklistar- & dansdeild Leiklistarbraut Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar Nemandi: Arnmundur

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ tu grínyrkjar Íslandssögunnar Kaffibrúsakarlarnir

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

SORG Leiðbeiningabæklingur

SORG Leiðbeiningabæklingur SORG Leiðbeiningabæklingur Að takast á við missi og sorg Þetta er reynsla þriggja einstaklinga sem hafa upplifað missi. Faðir minn dó fyrir sex vikum eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Nú losna ég

More information

Monitorblaðið 10. tbl 5. árg. fimmtudagur 13. Mars frítt. eintak. tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

Monitorblaðið 10. tbl 5. árg. fimmtudagur 13. Mars frítt. eintak. tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 10. tbl 5. árg. fimmtudagur 13. Mars 2014 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað fyrst&fremst fimmtudagur 13. mars

More information

Hugvísindasvið. Jeremía spámaður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Ritgerð til BA-prófs í Guðfræði. Guðbjörn Már Kristinsson

Hugvísindasvið. Jeremía spámaður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Ritgerð til BA-prófs í Guðfræði. Guðbjörn Már Kristinsson Hugvísindasvið Jeremía spámaður Ef þér leitið mín munuð þér finna mig Ritgerð til BA-prófs í Guðfræði Guðbjörn Már Kristinsson September 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

More information

SIRKUS HERRA SILLA EINA UPPGÖTVUNIN Á AIRWAVES ÞARFT AÐ VITA UM GRÆJUR. 4. NÓVEMBER 2005 l 20. VIKA RVK KR. 300 ISSN

SIRKUS HERRA SILLA EINA UPPGÖTVUNIN Á AIRWAVES ÞARFT AÐ VITA UM GRÆJUR. 4. NÓVEMBER 2005 l 20. VIKA RVK KR. 300 ISSN SIRKUS RVK 4. NÓVEMBER 2005 l 20. VIKA + ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM GRÆJUR HERRA SILLA EINA UPPGÖTVUNIN Á AIRWAVES ISSN 1670-6005 20 9 771670 600005 KR. 300 KRUMMI ER MÆTTUR Í ELVIS TÝPURNAR Í REYKJAVÍK

More information

1. tbl. 9. árgangur febrúar FAAS Félag áhugafólks og a standenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma

1. tbl. 9. árgangur febrúar FAAS Félag áhugafólks og a standenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma 1 1. tbl. 9. árgangur febrúar 2011 FAAS Félag áhugafólks og a standenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma 2 Sérhönnuð dýna fyrir fólk með heilabilun Thevo Vital dýnan er með innbyggðu fjaðrakerfi

More information