Enginn hefur kvartað :

Size: px
Start display at page:

Download "Enginn hefur kvartað :"

Transcription

1 Enginn hefur kvartað : Könnun á reynslu, þekkingu og viðbrögðum stjórnenda varðandi einelti á vinnustað Svava Jónsdóttir og Inga Jóna Jónsdóttir Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingi Rúnar Eðvaldsson Rannsóknir í félagsvísindum XVII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2016 Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN ISSN

2 Enginn hefur kvartað : Könnun á reynslu, þekkingu og viðbrögðum stjórnenda varðandi einelti á vinnustað Svava Jónsdóttir og Inga Jóna Jónsdóttir Margir tengja vinnu við velmegun og velferð, en þrátt fyrir það líður ekki öllum vel á vinnustað. Ágreiningur, og jafnvel átök eru óhjákvæmileg á vinnustöðum, enda í eðli sínu aðferð til þess að leiðrétta eða koma með málamiðlun. Ágreiningur getur þróast við ákveðnar aðstæður í langvarandi óæskileg samskipti sem í sinni alvarlegustu mynd getur leitt til eineltis á vinnustöðum. Orsakir eineltis eiga sér margar skýringar og flestar yfirleitt í samspili á milli einstaklinga, hópa og skipulags á vinnustað í ákveðnum aðstæðum. Það sem í daglegu tali hér á landi er nefnt einelti nær yfir ensku hugtökin bullying og mobbing. Íslensk þýðing á orðinu bullying gæti verið yfirgangur (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004). Vísað er til háttsemi þar sem ítrekað, á illgjarnan eða niðurlægjandi hátt, er gert lítið úr starfsmanni, einum eða fleiri, til dæmis með því að vera með neikvæðar athugasemdir, gagnrýni, stríðni, baktal eða jafnvel útilokun. Hugtakið mobbing vísar meira til samspils þátta og krafta innan vinnustaða (Duffy og Sperry, 2014) þar sem menning, samskipti og stjórnunarhættir ýta undir, með aðgerðum eða aðgerðaleysi, að ósæmileg hegðun eigi sér stað (Einarsen, Hoel, Zapf, og Cooper, 2003). Í rannsókn þessari er orðið einelti notað yfir bæði hugtökin. Samkvæmt rannsóknum Duffy og Sperry (2012, 2014) er algengt að stjórnendur séu gerendur í eineltismálum, eða í yfir 70% tilfella. Hafa margir starfsmenn þá upplifað að málin fari á verri veg ef þeir leita til stjórnenda eða mannauðsráðgjafa vinnustaðarins (Harrington, Ryaner og Warren, 2012). Þegar talað er um einelti í orðræðu eða fréttum er oft dregin upp mynd af einstaklingi sem skar sig á einhvern hátt úr í skóla og lenti þess vegna í einelti. Þessa mynd nefna einnig viðmælendur í verkefni þessu þegar þeir lýsa einelti á vinnustað. Það er þó langt frá því að vera sú birtingarmynd sem fram kemur í rannsóknum um einelti á vinnustöðum. Tilgangurinn með rannsókn þeirri sem hér er til umfjöllunar er að varpa ljósi á sýn stjórnenda á vinnustaðaeinelti og forvarnir. Rannsóknarverkefni sem hér er byggt á er tvíþætt. Annars vegar er rýni á fræðilegt efni og reglugerðir um einelti á vinnustað, og hins vegar könnun þar sem tekin voru viðtöl við stjórnendur. Markmið er að auka þekkingu á þessu sviði og átta sig betur á þörf stjórnenda fyrir stuðning og leiðbeiningar til að fyrirbyggja og bregðast við einelti á vinnustað. Til að vinna að þessum markmiðum voru settar fram fjórar rannsóknarspurningar: Hver er reynsla og upplifun stjórnenda af vinnustaðaeinelti? Hver er þekking stjórnenda á opinberum kröfum og leiðbeiningum um forvarnir gegn vinnustaðaeinelti, meðal annars um mótun skriflegrar forvarnaráætlunar á vinnustaðnum? Hvernig er brugðist við vinnustaðaeinelti, til hvaða aðgerða grípa stjórnendur ef upp kemur einelti á vinnustöðum? Hvaða stuðningur telja stjórnendur að gagnist þeim til að fyrirbyggja og vinna gegn einelti á vinnustöðum? 1

3 Á eftir inngangi kemur umfjöllun byggð á fræðilegum heimildum þar sem farið er yfir skilgreiningar fræðimanna á lykilhugtökum, auk þess er fjallað um birtingarmyndir, tíðni og afleiðingar. Farið yfir gildi góðrar mannauðsstjórnunar til að bæta sálfélagslegt vinnuumhverfi og líðan starfsfólks. Næst er umfjöllun um framkvæmd könnunar þar sem gagna var aflað með viðtölum við fjóra stjórnendur, tvo á almennum vinnumarkaði, og tvo í opinberri stjórnsýslu. Að lokum er umræða um helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Einelti á vinnustað - skilgreiningar Einelti getur komið upp á öllum vinnustöðum, það getur átt sér stað á milli einstaklinga, milli starfsmanna og stjórnenda, og á milli hópa. Gerendur geta verið einn eða fleiri saman, og framkoman getur beinst að einum eða fleiri einstaklingum. Margar skilgreiningar og túlkanir eru á hugtakinu einelti, en flestar leggja þó áherslu á neikvæða hegðun sem er ámælisverð, viðvarandi eða endurtekin yfir einhvern tíma. Í sumum skilgreiningum er áhersla einnig á skaðleg, og neikvæð áhrif sem hegðunin getur haft á fórnarlambið. Aðrir leggja áherslu á að fórnarlambið eigi erfitt með að verja sig eða að staðan sé ójöfn milli einstaklinga (Einarsen, 2000). Í fræðigrein Hjördísar Sigursteinsdóttur (2013) um einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga, kemur fram að víða í Evrópu er talað um félagslega útilokun í skilgreiningum um einelti, og að gerandi reyni að hafa neikvæð áhrif á vinnu einhvers annars. Einelti hefur einnig verið skilgreint sem samskiptavandamál þar sem völd og árásargirni eru notuð til að valda vanlíðan hjá einstaklingi sem stendur höllum fæti (Craig og Pepler, 2003; Hjördís Sigursteinsdóttir, 2013). Menning vinnustaða og stjórnunarlegir þættir geta ýtti undir að óæskileg samskipti og hegðun þróist á vinnustað, en einstaka ágreiningur telst ekki vera einelti. Í reglugerð um aðgerðir gegn einelti (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015) sem fellur undir vinnuverndarlöggjöf á Íslandi er einelti skilgreint sem: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Viðmið um tímalengd á ósæmilegri hegðun hafa verið sett fram til að skilgreina einelti á vinnustað. Framkoman þarf að hafa átt sér stað að minnsta kosti vikulega í einhvern tíma. En þar sem birtingarmyndir eineltis eru afar mismunandi, geta verið kerfisbundnar yfir lengri tíma, hefur einnig verið tekinn fram viðmiðunartími um að einstaklingur þurfi að hafa vera útsettur fyrir endurtekna neikvæða hegðun í allt að sex mánuði til að teljast hafa orðið fyrir einelti (Leymann, 1990, 1996; Einarsen og Skogstad 1996; Einarsen o.fl., 2003). Í seinni tíð hafa fagaðilar og fleiri komið fram með hugtakið hópelti sem á að vísa til enska orðsins mobbing. Með hugtakinu hópelti er fremur verið að vísa til þess að menning vinnustaða og stjórnunarlegir þættir ýti undir að óæskileg samskipti og hegðun þróist. Hugtakið mobbing er byggt á enska orðinu mob og var upphaflega notað um árásargirnd dýra og hjarðhegðun. Hugtakið hefur bæði verið notað til að útskýra hegðun hópa á vinnustöðum og í skólaumhverfi (Einarsen o.fl., 2003). Faglegur ágreiningur, hópa- eða klíkumyndanir, samskipti sem einkennist af umtali eða baktali, er dæmi um hóp- eða hjarðhegðun á vinnustað sem ýtt getur undir neikvæð samskipti og ágreining sem þróast gæti yfir í einelti. Duffy og Sperry (2014) halda því fram að einelti sem á uppruna sinn í samskiptum í hópnum, skipulagi eða stjórnun sé erfiðari við að eiga og hafi meiri áhrif á þolandann 2

4 en einelti (bullying) sem byggist á fjandsamlegri og móðgandi framkomu á milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Mikilvægt er að átta sig á mismunandi aðstæðum og undirliggjandi orsökum eineltis fyrir umræðu, aðgerðir og úrvinnslu eineltismála. Helstu orsakir, birtingamyndir og afleiðingar Miklar breytingar hafa orðið á mörgum vinnustöðum undanfarin ár vegna niðurskurðar, sameiningar vinnustaða eða starfseininga, og víða hefur starfsfólki fækkað. Slíkar breytingar eru taldar vera ein af meginorsökum þess að einelti geti þróast á vinnustöðum. Niðurskurður og skipulagsbreytingar skapa því kjöraðstæður fyrir andfélagslega hegðun á borð við einelti. Á breytingatímum er oft mikill þrýstingur á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að ná settum markmiðum innan strangra tímamarka sem getur leitt til eineltis á vinnustað af hálfu stjórnenda (Ironside og Seifert, 2003; Hjördís Sigursteinsdóttir, 2012; Hoel og Salin, 2003). Þekkt er að þungar kröfur, tímapressa, álag og streita hafi áhrif á líðan fólks og geti kallað fram samskiptaágreining sem getur síðan þróast í einelti. Mikið álag og streita geta gert það að verkum að starfsfólk fari að leita að blórabögglum og stjórnendur taki út stressið á undirmönnum sínum. Mikið streituástand getur því aukið líkur á einelti á vinnustöðum (Hoel og Salin, 2003). Í rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Kristins Tómassonar (2004) á starfsfólki banka kemur fram að þolendur eineltis voru líklegri en aðrir til að búa við slæmt sálfélagslegt vinnufyrirkomulag og höfðu síður upplifað jákvætt samband milli starfsmanna og stjórnenda. Einarsen (2000) heldur því fram að samverkandi þættir stuðli að einelti á vinnustöðum og að flokka megi þá í fernt: a) óskýr hlutverk, það er ef starfslýsing og ábyrgð er ekki skýr, b) skort á leiðtogahæfni stjórnenda, c) lélega félagslega stöðu einstaklingsins, og d) slæman starfsanda á vinnustaðnum. Birtingarmyndir Oft er erfitt að uppgötva einelti því það getur staðið yfir í margar vikur eða mánuði áður en sá sem fyrir því verður áttar sig á að hann er lagður í einelti, eða er tilbúinn að segja frá því. Málið er oftast viðkvæmt og sjálfstraust fer minnkandi þegar stöðugt er verið að finna að persónulegum þáttum eða vinnulagi. Starfsfólk getur fundið fyrir breyttri hegðun, breyttum starfsanda og minni afköstum því einelti kemur yfirleitt niður á allri starfseminni. Mörgum getur liðið illa þar sem þeir hafa jafnvel tekið þátt í eineltinu sem hinn þögli meirihluti. Birtingarmyndir eineltis geta beinst gegn persónu einstaklings og virðingu hans, bæði beint þar sem hann er gagnrýndur, hæddur eða svívirtur, eða óbeint með baktali og niðrandi ummælum. Eineltið getur einnig komið fram sem útilokun, einangrun, skeytingarleysi eða þöggun. Eineltið getur falist í refsiaðgerðum þar sem verkefni eru tekin frá starfsmanni án rökstuðnings, óútskýrðar tilfærslur eru gerðar, eftirlit er haft með starfsmanni, kjörum breytt, vinnutengdum upplýsingum haldið frá honum eða meðvitað er komið í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu eða verkefnum. Einelti getur einnig falist í skorti á umburðarlyndi gagnvart atriðum sem aðgreina starfsmann frá starfshópnum, s.s. aldur, þjóðerni, fötlun, kynferði, kynhegðun, trúarbrögð eða skoðanir (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004). Tímabundinn ágreiningur á milli einstaklinga eða hópa getur þróast í samskiptaágreining eða einelti á vinnustað. Oft er um að ræða faglegan ágreining, sérþekkingu, markmið eða leiðir til að byrja með. Ef slíkur ágreiningur fær að þróast stjórnlaust er hætta á að hann færist yfir á persónubundna þætti þar sem framkoma, færni og hæfni einstaklings eða einstaklinga er dregin í efa. Ágreiningurinn getur síðan ágerst yfir í einelti þegar hann stigmagnast og fer úr böndunum, aðilar fara að draga fleiri 3

5 inn í málið og leita að sökudólgum, siðlaus samskipti og slúður eykst, og íhlutun stjórnenda er ekki áhrifarík (Duffy og Sperry, 2014). Afleiðingar eineltis á vinnustað Áhrif eða afleiðingar eineltis geta verið mismiklar og fara annars vegar eftir alvarleika eineltisins, og hins vegar reynslu einstaklinga af fyrri vandamálum og hæfni þeirra til að takast á við þau. Áhrifin fara einnig eftir möguleikum þeirra til að veita viðnám og viðspyrnu (resilience) og gæðum þess félagslega stuðnings sem einstaklingar hafa kost á og geta nýtt sér (Duffy og Sperry, 2014). Einelti hefur í för með sér afleiðingar bæði fyrir einstaklinginn sem það beinist að, aðstandendur hans, samstarfsfólk og vinnustaðinn í heild. Algengustu áhrif eineltis á starfsfólk einkennast af kvíða fyrir því að koma til vinnu, skertu sjálfstrausti, minnkuðu starfsframlagi og svefnröskunum (Fjármálaráðaneytið, 2008b). Afleiðingarnar geta bæði verið líkamleg og andleg vanlíðan eins og höfuðverkur, magaverkur, vöðvaverkir, reiði, þunglyndi, áfallastreituröskun (post-traumatic stress disorder), og jafnvel sjálfsvígshugleiðingar eða skyndidauði (Duffy og Sperry, 2014). Afleiðingar eineltis fyrir vinnustaði geta falist meðal annars í beinum eða óbeinum kostnaði. Beinn kostnaður getur verið vegna aukinna fjarvista og aukinnar starfsmannaveltu, kostnaðar vegna nýráðninga, starfsþjálfunar og ráðgjafakostnaðar. Dregið getur úr framleiðni og tími stjórnenda og starfsmanna fer í annað en til er ætlast. Óbeinn kostnaður er oft talsverður, en erfitt getur verið að meta hann. Hann getur falist í starfsmannaveltu og kostnaði vegna tapaðrar færni og þekkingar starfsmanna. Óbeinn kostnaður getur einnig falist í slæmum starfsanda, minni áhuga, lakari frammistöðu og ýmsum neikvæðum áhrifum á ímynd vinnustaða. Hversu algengt er einelti á vinnustað? Íslenskar rannsóknir gefa til kynna að einelti á vinnustöðum sé á bilinu 8-18% og að það hafi aukist til dæmis hjá sveitarfélögum milli ára (Fjármálaráðuneytið, 2008a; Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson, 2004; Herdís Sveinsdóttir, 2003; Hjördísar Sigursteindóttur, 2013). Í norskri rannsókn kemur fram að 8,6% starfsfólks hafði upplifað einelti á vinnustað (Einarsen og Skogstad, 1996; Einarsen, 2000). Breskar og Bandarískar kannanir sýna að 35%-37% hafa upplifað vinnustaðaofbeldi (Duffy og Sperry, 2014). Þetta eru mun hærri tölur en á Íslandi, og gæti byggst á mismunandi skilgreiningum og skilningi á hugtökum. Niðurstöður rannsókna á einelti meðal ríkisstarfsmanna gefa til kynna að starfsfólk telji í 62% tilvika að slæmur stjórnunarstíll sé þess valdandi að einelti þrífist innan þeirra vinnustaða (Fjármálaráðuneytið, 2008a). Duffy og Sperry (2012, 2014) tala um að 72% gerenda í eineltismálum séu yfirmenn. Af þessu má sjá að mikilvægt er að skoða ábyrgð og skyldur stjórnenda til að hafa áhrif á líðan fólks á vinnustöðum. Stjórnun vinnuumhverfis og mannauðs sem forvörn Stjórnendur sem fulltrúar atvinnurekenda, bera ábyrgð á því að allur aðbúnaður sé góður og öruggt skipulag sé ríkjandi á þeirra vinnustað (Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980). Þeir þurfa því að sjá til þess að vinnuumhverfið í heild sé gott, þar með talið félagslega vinnuumhverfið. Þeim ber skylda til þess að greina áhættuþætti í vinnuumhverfinu sem geta leitt meðal annars til eineltis á vinnustað. Láta einelti ekki viðgangast og bregðast fljótt við ef slík mál koma upp. 4

6 Áhættuþættir í vinnuumhverfi sem hafa áhrif á heilsu og líðan starfsfólks eru atriði eins og stjórnunarstíll, vinnuskipulag, ábyrgð, kröfur, dreifing verkefna og eftirlit. Óskýr hlutverk, mótsagnakennd skilaboð, þátttökuleysi og skortur á athafnafrelsi eru sömuleiðis þættir sem geta haft neikvæð áhrif á hið sálfélagslega vinnuumhverfi og þar með líðan starfsfólks. (Föreskrifter om organisatorisk och social arbetsmiljö nr. 2015:4; Salin, 2008). Á heimasíðu Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar kemur fram að sálfélagsleg áhætta getur magnast þar sem skipulag, stjórnun og félagslegt samhengi á vinnustaðnum er ekki gott (Vinnuverndarstofnun Evrópu, e.d.). Dæmi um aðstæður þar sem sálfélagslegir áhættuþættir geta þróast eru: Of mikið vinnuálag Stríðandi kröfur og skortur á skýrum hlutverkum Skortur á þátttöku í ákvarðanatöku, sem varðar starfsmanninn Skortur á áhrifum á hvernig vinnan er ástunduð Illa undirbúnar breytingar í fyrirtækinu og óöryggi um starf Óskilvirk samskipti, skortur á aðstoð frá stjórnendum eða samstarfsmönnum Álag vegna andlegra og félagslegra þátta í vinnuumhverfinu getur leitt til samskiptaágreinings á vinnustað. Undir vissum kringumstæðum getur ágreiningur milli fólks ágerst og breyst yfir í eineltishegðun. Allir áhættuþættir sem hér hafa verið nefndir eru vinnuumhverfisþættir sem stjórnendur geta haft áhrif á með leiðtogahæfni sinni og samstarfi við mannauðsdeild og mannauðsráðgjafa, aðra stjórnendur og starfsfólk. Hlutverk mannauðsdeilda þegar kemur að eineltismálum, samkvæmt skilgreiningum Duffys og Sparrys (2012), er fyrst og fremst að skilgreina og kynna hugtakið, þróa forvarnaráætlun og fylgja eftir innleiðingu hennar á vinnustöðum. Árangursríkast er að gera það í góðu samstarfi við stjórnendur. Mannauðsráðgjafar sinna einnig fræðslu og þjálfun fyrir starfólk og stjórnendur til að auka þekkingu og meðvitund þeirra um einelti. Hlutverk þeirra er einnig að móta ferli um tilkynningu og úrvinnslu mála og útbúa stuðningsáætlun fyrir þolendur og gerendur. Þá ber þeim að vera vakandi fyrir merkjum um einelti og annað ofbeldi á vinnustaðnum, auk þess að fylgjast með skilgreindum mælivörðum sem geta gefið vísbendingu um samskiptaágreining og einelti á vinnustað (Duffy og Sperry, 2012). Aðferðafræði Markmið rannsóknar þessarar er annars vegar að rýna fræðilegt efni og reglugerðir um einelti á vinnustað og hins vegar að skoða, með eigindlegri aðferðafræði upplifun, reynslu og viðhorf stjórnenda til vinnustaðaeineltis. Auk þess að skoða þörf þeirra fyrir stuðning og leiðbeiningar til að takast á við einelti, og stuðla að forvörnum gegn því á vinnustöðum. Með viðtalskönnun var aflað gagna um það hvernig stjórnendur túlka umhverfi sitt og aðstæður (Jón Gunnar Bernburg, 2005). Áhersla var á að fá fram lýsingu á atvikum eða aðstæðum sem upp höfðu komið á vinnustöðum viðmælenda eða þeir höfðu reynslu af sem stjórnendur. Í upphafi var haft samband við tvo aðila sem aðstoðuðu við að finna fjóra viðmælendur, sem voru með mannaforráð yfir að minnsta kosti 20 starfsmönnum. Tveir af viðmælendunum störfuðu hjá sveitarfélagi og tveir á almennum vinnumarkaði. Kynningarbréf um rannsóknina var sent til þeirra í tölvupósti og svo haft samband til að staðfesta þátttöku og ákveða tímasetningu á viðtölunum. Viðmælendurnir voru á aldrinum 41 til 60 ára. Stjórnunarreynsla þeirra var mismikil, frá 6 árum upp í yfir 21 ár, 5

7 og öll höfðu þau sótt sér viðbótarfræðslu í námskeiðaformi á sviði stjórnunar og mannauðsmála, eða tekið hana sem lið í framhaldsmenntun sinni. Útbúinn var viðtalsrammi með spurningum sem tóku mið af rannsóknarspurningunum. Viðtalsramminn telst vera hálfopið viðtalsform og voru spurningarnar flokkaðar eftir þemum. Viðtölin voru tekin á tímabilinu febrúar til mars 2016, þau voru tekin upp og afrituð síðar. Einnig var skrifuð fundargerð eftir hvert viðtal með áherslu á framgang viðtalsins og viðbrögð viðmælenda. Viðtölin voru lesin yfir, flokkuð og greind eftir þemum og skráð inn í greiningarskjal til að fá betri yfirsýn og samræmingu í greiningu og túlkun gagnanna. Takmarkanir við greiningu þessara ganga er lítill fjöldi viðtala, en einungis voru tekin viðtöl við fjóra stjórnendur. Eðli eigindlegrar könnunar, ásamt stærð úrtaksins, gefur aðeins sýn á upplifun nokkurra stjórnenda á umfjöllunarefninu, og því ekki hægt að alhæfa eða yfirfæra reynslu þeirra eða viðbrögð við vinnustaðaeinelti á stjórnendur almennt. Skilningur og reynsla stjórnenda af einelti á vinnustað Þegar viðmælendur voru beðnir um að skilgreina hugtakið einelti á vinnustað tala flestir um neikvæð samskipti þar sem einn eða fleiri ráðast á, eða gera lítið úr samstarfsmanni endurtekið. Talað er um stríðni, að stöðugt sé verið að pikka í menn út af minnstu hlutum, eða að verið sé að atast í sama einstaklingi. Stundum byrjar þetta sem grín og fer svo í að verða síendurtekið. Þetta er ekki einstaka fíflagangur, heldur endurtekin stríðni eða framkoma þar sem jafnvel er verið að skilja einstakling útundan. Viðmælendurnir komu yfirleitt ekki inná samskiptaágreining, skipulag, stjórnun eða menningarmun á vinnustað fyrr en að þeir voru sérstaklega spurðir út í slíka þætti. Þá kom fram að samskiptaágreiningur gæti komið upp á milli starfsmanna eða starfsmanna og stjórnenda til dæmis um vinnulag, vöruval, samstarf eða það hverjir ættu að vinna saman. Misskilningur milli einstaklinga, eða reynsla mótuð af ólíkri menningu, getur haft áhrif á samskiptin. Slíkt var þó ekki skilgreint af viðmælendum sem einelti nema það þróaðist út í grófari samskipti og síendurtekna hegðun. Einn viðmælandi sem starfaði hjá sveitarfélagi kom þó strax inn á samskiptaágreining annars vegar, og svo einelti hins vegar. Hann talaði um að það geti komið upp faglegur ágreiningur milli starfsfólks sem þróist yfir í persónulegan ágreining sem fólk síðan upplifir sem einelti. Viðmælendurnir höfðu allir reynslu af því að taka á samskiptaágreiningi á vinnustað, og allir töluðu um að einelti væri ekki algengt. Hver viðmælandi hafði þó reynslu af að minnsta kosti einu máli á núverandi eða fyrrverandi vinnustað. Þrír af fjórum höfðu fengið utanaðkomandi aðstoð við meðferð eineltismála. Þegar einn af viðmælendunum kom inn sem nýr yfirmaður á vinnustað fann hann strax að samskiptamenning vinnustaðarins var ekki góð, það var eins og að óæskileg samskipti hefðu þróast á milli einstaklinga sem margir tóku þátt í og virtust ekki átta sig á samskiptamynstrinu. Hann lýsti aðstæðunum á eftirfarandi hátt:...þá kemur maður inn í einhvern mótaðan hóp sem er búinn að vera lengi saman og þar var til dæmis kona sem mér fannst vera skotspónn og það bara mátti og hafði ábyggilega bara verið í mörg ár. Og það var einhvern veginn enginn sem að spáði í þetta, ég upplifði það sem einelti gangvart henni og bara fjölelti hreinlega, af því að það var einhvern veginn, eins og mætti alltaf skjóta á hana og tala um hana og svona. Það bara sá ég sem utanað komandi aðili. Einn talaði um að umræðan um einelti sé nú opnari í þjóðfélaginu og að hún hafi skilað sér inn alls staðar, meðal annars á vinnustaðinn. Áður fyrr var þessu bara ýtt til hliðar en nú kemur þetta fyrr upp. Það þarf að fara varlega í þessum málum þar sem 6

8 ekki er allt sem sýnist því stundum er það ekki sá sem hefur hæst heldur músin sem læðist sem veldur einhverri undiröldu og kemur málum af stað. Upplýsingar og viðbrögð Upplýsingar um ágreining eða einelti berast á mismunandi hátt til stjórnenda. Stundum er það þolandinn sjálfur sem kemur og lætur vita, og stundum eru það aðrir starfsmenn sem láta yfirmanninn vita því þeir upplifa neikvæða framkomu gagnvart samstarfsfólki, eða vita að einhverjum líði illa. Stjórnendur verða oft áskynja um að eitthvað sé í gangi og fara þá að fylgjast betur með og virkja jafnvel millistjórnendur og verkstjóra í að fylgjast líka með, áður en gripið er inní. Einn viðmælandinn sagði: Það er ekki alltaf allt sem sýnist, maður verður að fara varlega. Það er alveg, það bara gengur ekki að taka ranga ákvörðun hér, því það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum þannig við reynum svona að nálgast málin fyrst. Einn viðmælandi lagði áherslu á opna vinnustaðamenningu þar sem starfsfólk hefur greiðan aðgang að yfirmönnum og hvatt er til þess að láta vita ef eitthvað bjátar á. Einnig talaði hann um mikilvægi þess að hafa óformleg samtöl við starfsmenn og starfsmannafundi þar sem stjórnendur spjalli við starfsfólk á gólfinu, við hverja starfsstöð. Þá er starfsfólk líklegra til að tala en á formlegum fundum. Allir vinnustaðirnir höfðu nýtt viðhorfskönnun eða vinnustaðagreiningu en þó ekki reglulega. Fæstir voru markvisst að nýta upplýsingar úr þeim að undanskildum öðrum vinnustaðnum hjá sveitarfélaginu. Þar voru niðurstöður vinnustaðagreininga kynntar fyrir starfsfólki og síðan var unnið að úrbótaverkefnum í hópastarfi á starfsdögum. Viðmælendurnir töldu almennt að gagnlegt gæti verið að vinna með upplýsingar úr svona greiningum ef þær væru marktækar. Fyrirbyggjandi aðgerðir Viðmælendurnir sem voru stjórnendur á almennum vinnumarkaði höfðu mótað skýra stefnu um að einelti væri ekki liðið á þeirra vinnustað og voru einnig með forvarnaráætlun um aðgerðir gegn því. Annar var með stefnuna innrammaða upp á vegg þar sem allt starfsfólk gat lesið hana, og hinn var með hana í starfsmannahandbókinni. Þeir töldu að það skipti öllu að vera með skýra stefnu til að geta tekið fyrr á málum. Viðmælendurnir hjá sveitarfélaginu töluðu um að hjá þeim væri ekki formlegt ferli eða stefna, en töldu líklegt að sveitarfélagið væri með forvarnaráætlun. Að bregðast við einelti Mjög flókið getur verið að taka á ágreinings- og eineltismálum því þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Í samtölunum kom fram að millistjórnendur taka á samskiptaágreiningi með því að tala við starfsfólk, taka viðtöl við hlutaðeigandi og hugsanleg vitni eða samstarfsmenn. Þegar málin verða erfiðari tekur yfirmaðurinn við og leitar þá jafnvel til mannauðsstjórans. Viðmælendum fannst gott að hafa bakland og geta leitað til sérfræðinga í þessum málum, en þeir nefndu að innsæi og áratugareynsla af stjórnunarstörfum hjálpaði við að greina og taka á vandamálum meðal starfsmanna. Viðmælendurnir voru sammála um að millistjórnendur, deildarstjórar, flokksstjórar og verkstjórar væru lykilstarfsmenn til að greina og vinna með samskiptaágreining á vinnustað, þar sem þeir væru úti á meðal starfsmanna og fylgdust með öllu. Þeir þurfa að opna augu starfsfólks og benda á ef samskiptin eru slæm og beina neikvæðri umræðu í réttan farveg. Þegar málin verða erfiðari taka yfirmenn við þeim, leysa þau eða koma þeim til mannauðsstjóra eða utanaðkomandi sérfræðinga. Viðmælendurnir töldu 7

9 mikilvægt að sýna ábyrgð og taka markvisst á þessum málum. Eftirfarandi kom fram hjá einum þeirra: Ef að stjórnendur gera það [veigra sér við að taka nógu markvisst á málum] þá eru þeir svolítið búnir að missa tökin, af því að þú heldur ekki virðingu hinna ef þú ert bara að draga lappirnar í þessu og vonast til að þetta leysist af sjálfu sér. Það bara er ekkert hægt og þá ertu ekki samkvæmur sjálfum þér og þú bara getur ekki verið stjórnandi þannig. Hvað gagnast stjórnendum best? Viðmælendur voru samstíga um að skýr skilaboð um að einelti væri ekki liðið sé besta forvörnin. Mikilvægt sé að hafa leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við ágreiningi og erfiðum samskiptamálum einfaldar og skýrar. Misjafnt er hvaða leiðir viðmælendur hafa farið við að koma þessum skilaboðum á framfæri til starfsfólks. Viðmælendurnir á almenna vinnumarkaðinum hafa farið eftir laga- og reglugerðarammanum og hafa markað formlega skriflega stefnu og viðbragðsáætlun. Viðmælendur sem starfa innan sveitarfélagsins nefna að þeir hafi gefið augljós skilaboð um að einelti sé ekki liðið en hafi ekki gert það með skriflegum hætti. Viðmælendum var tíðrætt um mikilvægi þess að skapa opna og jákvæða samskiptamenningu á vinnustað þar sem starfsfólk geti komið til yfirmannsins og rætt málin. Hlutverk stjórnenda sé að skapa slíkar aðstæður og menningu. Allir viðmælendurnir töluðu um að fræðsla sé almennt góð fyrir alla starfsmenn, en reglulega þurfi að bjóða uppá námskeið og fyrirlestra fyrir stjórnendur um þessi mál. Stjórnendur verða að vera á tánum, samskiptamál innan fyrirtækja eru endalaus vinna og vandamálin vaxa ef þau eru látin óáreitt sagði einn viðmælandinn. Umræða og lokaorð Fræðimenn skilgreina einelti á vinnustað sem neikvæða, kerfisbundna og langvarandi hegðun. Í rannsóknum Einarsen (2000) kemur fram að samverkandi þættir á borð við óskýr hlutverk, skort á leiðtogahæfni, lélega félagslega stöðu einstaklingsins og slæman starfsanda stuðli að einelti á vinnustöðum. Í skilgreiningum Einarsen, Hoel, Zapf og Cooper (2003) er lögð áhersla á að menning vinnustaða, samskipti og stjórnunarhættir ýti undir að ósæmileg hegðun eigi sér stað, hvort sem er vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnenda. Sambærileg sýn kemur fram hjá Duffy og Sperry (2012, 2014) um að einelti sé flókið samspil margvíslegra þátta og krafta innan vinnustaða. Áhugavert er að sjá í skrifum Duffys og Sperrys (2012, 2014), sem eru nýrri heimildir, að viss þróun hefur átt sér stað á skilgreiningum þeirra á einelti. Þeir leggja áherslu á mikilvægi þess að aðgreina orsakir eineltis þar sem mismunandi virkniþættir liggi því að baki. Duffy og Sperry (2012, 2014) tala um einelti sem er háð skipulagi sem mobbing og einelti sem er hnitmiðuð fjandsamleg og móðgandi hegðun óháð virkni skipulagsins sem bullying. Þessar áherslur vísa meira til þess að stjórnendur verði að vera á tánum, fylgjast vel með og bregðast fyrr við neikvæðum samskiptum og ágreiningi á vinnustöðum. Er það sérstaklega í ljósi þess að skipulag og stjórnun er stór áhrifaþáttur í að einelti geti þróast á vinnustað. Stjórnendur sem tóku þátt í könnun í rannsóknarverkefni þessu skilgreindu einelti á vinnustað með orðum eins og stríðni, að það væri stöðugt verið að pikka í einn eða fleiri, og framkoma einstaklinga væri síendurtekin og niðurlægjandi. Einnig drógu þeir upp mynd af einstaklingi sem var frábrugðinn öðrum í skóla. Þolendur eineltis á íslenskum vinnumarkaði lýsa eineltinu meðal annars með óhóflegu vinnuálagi, óljósum 8

10 markmiðum, að ábyrgð væri tekin frá þeim, að upplýsingum væri haldið frá, ákvarðanir ekki virtar, og að þeir væru stöðugt undir eftirliti (Dagrún Þórðardóttir, 2006). Í ljósi þess misræmis sem fram kemur í túlkun stjórnenda annars vegar, og þolenda eineltis hins vegar, er hægt að velta því fyrir sér hvort stjórnendur aðhyllist frekar einstaklingsmiðaða nálgun en orsakagreiningu út frá skipulagi, stjórnun og samskiptamenningu vinnustaða. Upplýsingar um ágreining eða einelti berast þátttakendum í könnun þessari yfirleitt beint frá þolendum eða samstarfsfólki. Stundum verða þeir varir við að eitthvað sé í gangi og hafa þá fyrir reglu að kanna málin vel áður en til aðgerða kemur. Viðmælendurnir töldu framlínustjórnendur vera í lykilaðstöðu til að uppgötva og taka á ágreinings- eða eineltismálum. Mikilvægt er að næsti yfirmaður starfsmanna taki sem fyrst á málum og leggi sig fram við að leysa úr ágreiningi sem upp kemur á milli starfsmanna, til að draga úr líkum þess að málin verði erfiðari og langvinn. Fram kemur hjá viðmælendum að stjórnendur þurfi ávallt að vera varkárir þar sem margar hliðar eru á öllum málum, og þegar þau verða erfiðari og flóknari er þeim yfirleitt vísað til yfirmanns og svo til mannauðsráðgjafa eða annarra sérfræðinga. Viðmælendurnir voru sammála um mikilvægi þess að hafa mannauðsdeild og mannauðsráðgjafa á hliðarlínunni til að styðja við bakið á þeim í erfiðum málum. Þeir töldu einnig að almenn fræðsla um samskipti og ágreiningsmál væri af hinu góða fyrir starfsfólk. Þeir lögðu þó enn meiri áherslu á þörf á hnitmiðuðum námskeiðum fyrir þá sem stjórnendur um einelti, orsakir og afleiðingar. Stjórnendur bera ábyrgð á vinnuumhverfi starfsfólks og því að allur aðbúnaður sé góður og öruggur. Þeir bera ábyrgð á að greina áhættuþætti í félagslegu starfsumhverfi sem geta haft áhrif á líðan fólks á vinnustað. Undir það fellur hætta á samskiptaágreiningi og einelti. Meta þarf aðstæður, starfsanda og líðan starfsfólks reglulega. Slíkt mat getur farið fram með mismunandi hætti, til dæmis með reglubundnum samtölum við starfsfólk, óformlegum eða formlegum, starfsmannafundum, eða með vinnustaðagreiningum. Í ljósi niðurstaðna í rannsókn þessari þá þarf að auka umræðuna um hvernig stjórnendur geta með markvissri stjórnun, þekkingu, góðu skipulagi, og með leiðtogaog samskiptafærni ýtt undir vinnustaðamenningu sem einkennist af gagnkvæmri virðingu, starfsánægju og vellíðan starfsfólks. Á þann hátt geta stjórnendur dregið verulega úr líkum á ágreiningi og einelti á vinnustöðum. 9

11 Heimildaskrá Craig, W. M., og Pepler, D. J. (2003). Identifying and targeting risk for involvement in bullying and victimization. The Canadian Journal of Psychiatry, 48(9), Dagrún Þórðardóttir. (2006). Einelti á vinnustað, samanburður þriggja opinberra vinnustaða. Óbirt MS-ritgerð: Háskóli Íslands, Viðskipta- og hagfræðideild. Duffy, M. og Saprry, L. (2012). Mobbing. Causes, consequences, and solutions. New York: Oxford University Press. Duffy, M. og Saprry, L. (2014). Overcoming mobbing. A recovery guide for workplace aggression and bullying. New York: Oxford University Press. Einarsen, S., og Skogstad, A. (1996). Bullying at work: Epidemiological findings in public and private organizations. European journal of work and organizational psychology, 5(2), Einarsen, S. (2000). Harassment and bullying at work: A review of the Scandinavian approach. Aggression and Violent Behavior, 5(4), Einarsen, S., Hoel, H., Zapf, D. og Cooper, C. (2003). The concept of bullying at work. The European tradition. Í S. Einarsen, H. Hoel, D. Zapf, og C. L. Cooper (ritstjórar). Bullying and emotional abuse in the workplace, (bls. 3-30). London: Taylor & Francis. Fjármálaráðuneytið. (2008b, nóvember). Einelti á vinnustað. Leiðbeiningar fyrir stjórnendur. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið. Sótt 28. mars 2016 af Föreskrifter om organisatorisk och social arbetsmiljö nr. 2015:4. Arbetsmiljöverkets författningssamling. Sótt 14. apríl 2016 af Ágústa H. Gústafsdóttir (ritstjóri). (2008a). Einelti meðal ríkisstarfsmanna, Niðurstöður könnunar á einelti meðal ríkisstarfsmanna Reykjavík: Fjármálaráðaneytið. Sótt 28. mars 2016 af Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson. (2004). Einelti á vinnustað, vinnuskipulag og líðan starfsmanna. Læknablaðið, 90, Harrington, S., Ryaner, C. og Warren, S. (2012). Too hot to handle? Trust and human resource practitioner s implementation of anti-bullying policy. Human Resource Magement Journal, 22(4), Herdís Sveinsdóttir, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Hildur Friðriksdóttir. (2003). Heilsufar, líðan og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Reykjavík: Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði og Vinnueftirlitið. Hjördís Sigursteinsdóttir. (2012). Einelti á vinnustað í kjölfar efnahagshrunsins Í Sveinn Eggertsson og Ása G. Ásgeirsdóttir (ritstjórar). Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hjördís Sigursteinsdóttir. (2013). Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga. Stjórnmál og stjórnsýsla, 2(9), Hoel, H. og Salin, D. (2003). Orgainsational antecedents of workplace bullying. Í S. Einarsen, H. Hoel, D. Zapf, og C. L. Cooper (ritstjórar). Bullying and emotional abuse in the workplace, (bls ). London: Taylor & Francis. 10

12 Ironside, M., og Seifert, R. (2003). 23 Tackling bullying in the workplace. Bullying and emotional abuse in the workplace, 383. Jón Gunnar Bernburg. (2005). Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda? Reykjavík: Vísindavefur Háskóla Íslands. Sótt 23. apríl 2016 af Leymann, H. (1990). Mobbing and psychological terror at workplaces.violence and victims, 5(2), Leymann, H. (1996). The content and development of mobbing at work. European journal of work and organizational psychology, 5(2), Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Sótt 28. mars 2016 af Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004 og greinargerð með henni. Sótt 28. mars 2016 af Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015. Sótt 28. mars 2016 af Salin, D. (2008). The prevention of workplace bullying as a question of human resource management: Measures adopted and underlying organizational factors. Scandinavian Journal of Management. 24, Vinnuverndarstofnun Evrópu. (e.d.). Sálfélagslegar áhættur og streita á vinnustöðum. Sótt 28. mars 2016 af 11

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni

Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Annað hvort eru menn hluti af vandamálinu eða lausninni Mat á einelti í opinberum stofnunum í krafti starfsmannaverndar Anna María Reynisdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi:

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað

Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2017 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað Könnun meðal

More information

Kynferðisleg áreitni á vinnustað

Kynferðisleg áreitni á vinnustað Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Kynferðisleg áreitni á vinnustað Harpa Dögg Þorsteinsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Einelti á vinnustöðum

Einelti á vinnustöðum LÖGFRÆÐISVIÐ Einelti á vinnustöðum Íslenskar reglur um einelti á vinnustöðum með hliðsjón af reglum þar um á Norðurlöndunum. Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóna Heiða Hjálmarsdóttir Leiðbeinandi: Sonja

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna

BS ritgerð. Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif hvatningar og endurgjafar yfirmanna á frammistöðu starfsmanna Ósk Guðmundsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent Júní

More information

Forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti í Framhaldsskólanum á Húsavík

Forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti í Framhaldsskólanum á Húsavík Forvarnar- og viðbragðsáætlun gegn einelti í Framhaldsskólanum á Húsavík Stefna Framhaldsskólans á Húsavík Það er skýr stefna skólans að veita bæði nemendum og starfsfólki gott starfsumhverfi, sem einkennist

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir

Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði Frammistöðumat og starfsmannastjórnun Ávinningur og nýjar áherslur Ásta Björk Andersen Sveinsdóttir Svala Guðmundsdóttir, Dósent Júní 2018 Frammistöðumat og starfsmannasamtöl

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis

Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild Einelti. og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2012 Einelti og samskipti kennara við foreldra gerenda eineltis Bjarnheiður Jónsdóttir og Elín Birna Vigfúsdóttir Lokaverkefni Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga

Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Stjórnun sérfræðinga: Fremstir meðal jafninga Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Elín Blöndal, lögfræðingur, Háskóli Íslands Útdráttur

More information

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR RANNVEIG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit 1. Helstu niðurstöður... 2 2. Inngangur... 3 Markmið...

More information

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson

Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra. vaxandi markaði. Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí Þorleifur Þór Jónsson Áherslur Íslandsstofu á Asíu og aðra vaxandi markaði Kynning fyrir Íslensk Kínverska viðskiptaráðið 13. maí 2015 Þorleifur Þór Jónsson Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir Aukning á gjaldeyristekjum

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Lokaverkefni til BS-pro fs i viðskiptafræði Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum

Lokaverkefni til BS-pro fs i viðskiptafræði Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum Lokaverkefni til BS-pro fs i viðskiptafræði Upplifun opinberra starfsmanna á opnum vinnurýmum Meiri samskipti sem er gott, meira ónæði sem er vont Fjóla Kim Björnsdóttir Febrúar, 2018 Upplifun opinberra

More information

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja

MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja MS ritgerð í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Hvaða áhrif hefur innri markaðssetning á fyrirtækjamenningu og frammistöðu fyrirtækja Sara Þórunn Óladóttir Houe Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi:

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla

Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 2010 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Gunnar E. Finnbogason og Hildur Björg Gunnarsdóttir Tilvist og uppbygging áfallaáætlana í grunnskóla Í

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar?

Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? VIÐSKIPTASVIÐ Hvað er heildstæð áhættustýring og hvernig má leggja mat á virkni hennar? Áhersla lögð á umhverfi fjármálafyrirtækja Ritgerð til BS-gráðu Nemandi: Jóhanna K. Svavarsdóttir Leiðbeinandi: Guðmundur

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Auður upplýsinga MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Auður upplýsinga Mikilvægi innri upplýsingamiðlunar og tengsl við starfsánægju Margrét Helga Jóhannsdóttir Leiðbeinandi Þóra H. Christiansen aðjúnkt Viðskiptafræðideild

More information

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu

Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna er ekki bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017

Innra eftirlit 2. útgáfa september útgáfa október 2017 Innra eftirlit 2. útgáfa október 2017 Efnisyfirlit 1 Inngangur...3 2 Skilgreining á innra eftirliti...4 2.1 Hugtakið innra eftirlit...4 2.2 Markmið innra eftirlits...5 2.3 Einkenni innra eftirlits...6

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

MA ritgerð. Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum MA ritgerð Félagsráðgjöf Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum Úttekt á gerendum sem leita til Karlar til ábyrgðar Ingibjörg Þórðardóttir Leiðbeinandi dr. Freydís Jóna Freysteinsdóttir Janúar 2014 Ofbeldi

More information

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson

Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Eru unglingar með fötlun mismunað á Suðurnesjum? Af aðgengi að tómstundastarfi félagsmiðstöðva á Suðurnesjunum. Sverrir Rúts Sverrisson Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Eru unglingar

More information

Hvernig vinna stjórnendur með þjálfun og þróun á hæfni starfsfólks? Lýsing á íslenskum raunveruleika

Hvernig vinna stjórnendur með þjálfun og þróun á hæfni starfsfólks? Lýsing á íslenskum raunveruleika Grein í Rannsóknir í Félagsvísindum V Viðskipta- og hagfræðideild Erindi flutt á ráðstefnu 22. október 2004 Hvernig vinna stjórnendur með þjálfun og þróun á hæfni starfsfólks? Lýsing á íslenskum raunveruleika

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Innri endurskoðun Október 1999

Innri endurskoðun Október 1999 Innri endurskoðun Október 1999 Efnisyfirlit INNGANGUR...5 1. SKILGREINING Á INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.1 HVAÐ ER INNRI ENDURSKOÐUN...7 1.2 HLUTVERK...7 1.3 EINKENNI...8 1.4 ÁRANGURSRÍK INNRI ENDURSKOÐUN...9

More information

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit

Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Evrópska vinnuverndarstofnunin Endurhæfing og afturhvarf til vinnu: Stutt yfirlit Umsögn um útgefið efni Evrópska áhættumiðstöðin Vinnuvernd er allra hagur. Fyrir þig og þinn vinnustað. Höfundar: Endurhæfing

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum?

Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið. Vorönn Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Háskólinn á Bifröst Viðskiptafræðisvið Vorönn 2014 Hvetur Social Business Software til nýsköpunar í íslenskum fyrirtækjum? Georg Kristinsson BS ritgerð Leiðbeinandi: dr. Gunnar Óskarsson Háskólinn á Bifröst

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W09:02 Apríl 2009 Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Harpa Dís Jónsdóttir Runólfur Smári Steinþórsson Harpa Dís Jónsdóttir, MS, hdj3@hi.is

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

Samskipti á Heilbrigðisvísindasviði

Samskipti á Heilbrigðisvísindasviði Samskipti á Heilbrigðisvísindasviði SKÝRSLA, VERKLAG OG AÐGERÐAÁÆTLUN VINNUHÓPS Kynnt á sviðsþingi 11. október 2016 HÁSKÓLI ÍSLANDS HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Efnisyfirlit: Inngangur... 3 Uppbygging skýrslunnar...

More information

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja

Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W11:01 Desember 2011 Mannauðsstjórar og hlutverk þeirra í stjórnun meiriháttar breytinga innan fyrirtækja Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Skólastefna sveitarfélaga

Skólastefna sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga Skólastefna sveitarfélaga Handbók Björk Ólafsdóttir Samband íslenskra sveitarfélaga 2010 Skólastefna sveitarfélaga Handbók Höfundur: Björk Ólafsdóttir Yfirlestur og ábendingar:

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði?

Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 71-82 71 Er gildismat íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kynferði? Anna Guðrún Edvardsdóttir Náttúrustofa Vestfjarða Í þessari grein er fjallað um niðurstöðu rannsóknar

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

KYNFERÐISEINELTI Í ÍSLENSKRI SKÓLAMENNINGU

KYNFERÐISEINELTI Í ÍSLENSKRI SKÓLAMENNINGU KYNFERÐISEINELTI Í ÍSLENSKRI SKÓLAMENNINGU RANNVEIG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR RANNSÓKNIN ER UNNIN FYRIR TILSTUÐLAN STYRKTARSJÓÐS MARGARETAR OG BENTS SCHEVINGS THORSTEINSSONAR

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni

Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Frístundalæsi: Rannsóknar og þróunarverkefni Eigindleg rannsókn vegna eflingar máls og læsis á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar og leiðbeiningarhefti fyrir þau Sumar 2018 Nr: 185746-0091 Nemendur: Fatou

More information

Gott starfsumhverfi innri starfshvöt og þjónandi leiðtogar

Gott starfsumhverfi innri starfshvöt og þjónandi leiðtogar Sigrún Gunnarsdóttir lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ Gott starfsumhverfi innri starfshvöt og þjónandi leiðtogar Niðurstöður rannsókna hérlendis og erlendis sýna að uppbyggileg samskipti og stuðningur

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Elísabet Karlsdóttir ásamt Sólveigu Sigurðardóttur Unnið fyrir Barnaverndarstofu Nóvember

More information

Sýnileg stjórnun á Íslandi

Sýnileg stjórnun á Íslandi VIÐSKIPTASVIÐ Sýnileg stjórnun á Íslandi Með áherslu á töflunotkun Árangursþættir og hömlur Ritgerð til MS gráðu Nafn nemanda: Sigrún Hólm Þórleifsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson Vorönn 2017 Staðfesting

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Samspil vinnu og einkalífs

Samspil vinnu og einkalífs Mannauðsstjórnun Október 2008 Samspil vinnu og einkalífs Höfundur: Guðrún Íris Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Háskóli Íslands Viðskipta- og hagfræðideild Odda v/sturlugötu, 101

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Störf deildarstjóra í grunnskólum

Störf deildarstjóra í grunnskólum Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 16. nóvember 2016 Yfirlit greina Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir Störf deildarstjóra í grunnskólum verkefni og áherslur Um höfunda Efnisorð

More information

Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar?

Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar? Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar? Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði Haust 2013 Höfundur: Áslaug María Rafnsdóttir Leiðbeinandi: Einar Svansson 2 Þurfa millistjórnendur að vera leiðtogar?

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?

Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann? , 53 67 53 Jóhanna Einarsdóttir og Kristín Karlsdóttir Kennaraháskóla Íslands Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna

More information

Það eru flöskuhálsar í kerfinu Reynsla deildarforseta og umsækjenda af ráðningarferli í akademísk störf við HÍ

Það eru flöskuhálsar í kerfinu Reynsla deildarforseta og umsækjenda af ráðningarferli í akademísk störf við HÍ www.ibr.hi.is Það eru flöskuhálsar í kerfinu Reynsla deildarforseta og umsækjenda af ráðningarferli í akademísk störf við HÍ Hólmfríður B. Petersen Inga Jóna Jónsdóttir Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Stundum er betra að hlusta en tala

Stundum er betra að hlusta en tala Stundum er betra að hlusta en tala Hvernig eru boðskipti á milli stjórnenda og kennara í gunnskóla? Árni Freyr Sigurlaugsson Lokaverkefni til M.Ed-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Stundum er betra

More information