Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga

Size: px
Start display at page:

Download "Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga"

Transcription

1 Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Berglind M. Valdimarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild

2

3 Tengsl vikulegra hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Berglind M. Valdimarsdóttir Lokaverkefni til M.ed-prófs í íþrótta- og heilsufræði Leiðbeinandi: Sigríður Lára Guðmundsdóttir Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Október 2016

4 Tengsl vikulegra hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til M.Ed.-prófs við íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands Berglind M. Valdimarsdóttir Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar. Prentun: Háskólaprent Reykjavík, 2016

5 Formáli Ritgerð þessi er lokaverkefni í meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er metin til 30 ECTS-eininga og fjallar hún um tengsl svefns og æfingamagns unglinga í 10. bekk sem koma frá sex grunnskólum í höfuðborginni. Unglingarnir tóku þátt í stærri rannsóknarverkefni sem tók til fjölmargra heilsufarsþátta. Rannsóknarverkefnið heitir Heilsuhegðun ungra Íslendinga og er unnið í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Námsmatsstofnun, Hjartavernd og fleiri aðila. Rannsóknarhópurinn samanstendur af hópi fólks frá Háskóla Íslands, fulltrúar verkefnisins eru Erlingur S. Jóhannsson prófessor (verkefnastjóri), Sigurbjörn Á. Arngrímsson prófessor, Sigríður Lára Guðmundsdóttir dósent og hún er jafnframt leiðbeinandi minn í þessu verkefni, Erla Svansdóttir nýdoktor, doktor Sunna Gestsdóttir og Margrét Indriðadóttir sérfræðingur. Doktorsnemar sem vinna við verkefnið eru Elvar Sævarsson, Vaka Rögnvaldsdóttir og Soffía Hrafnkelsdóttir. Meistaranemarnir eru Bjarki Gíslason, Steinar L. Rúnarsson og Vala Jóhannsdóttir. Samstarfsfólkinu vil ég þakka fyrir aðstoðina og að leyfa mér að koma seinna inn í þetta áhugaverða verkefni. Sigríður Lára fær sérstakar þakkir fyrir styrka leiðsögn og skilning á óvæntum uppákomum sem áttu sér stað á rannsóknartímabilinu. Án styrks sem fenginn var úr Rannsóknarsjóði Íslands (Rannís) hefði þetta verkefni ekki orðið að veruleika. Við yfirlestur á verkefninu vil ég þakka tengdaforeldrum mínum innilega fyrir. Síðast en ekki síst vil ég þakka unnusta mínum Sölva Guðmundssyni fyrir tæknilega aðstoð við úrvinnslu á tölfræðilegum upplýsingum, hvatningu og góðan stuðning og foreldrum mínum fyrir að leyfa mér að vera með aðstöðu heima hjá sér við skrifin. 3

6

7 Ágrip Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort tengsl séu á milli magns hreyfingar og svefnlengdar unglinga. Einnig eru könnuð tengsl hreyfingar og skilvirkni svefns (hlutfall svefns af heildarhvíld um nætur). Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn sem heitir Heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þátttakendur voru nemendur í 10. bekk árið 2015 og notast var við niðurstöður frá 281 einstaklingi sem koma úr sex mismunandi grunnskólum í Reykjavík. Rannsóknin er þversniðsrannsókn og er byggð á megindlegri aðferðarfræði, þar sem þátttakendur svöruðu spurningalistum um svefn og hreyfingu ásamt því að bera hröðunarmæla á sér samfleytt í 7 daga. Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókninni eru tengsl á milli fjölda klukkustunda af hreyfingu á viku og svefnlengdar hjá bæði stúlkum (r= -0,22, p=0,02) og drengjum (r=0,28, p=0,00). Þessar niðurstöður komu í ljós með því að skoða útkomuna úr hröðunarmælum hjá þátttakendum. Það fundust hinsvegar engin marktæk tengsl á milli magns hreyfingar og skilvirkni svefns. Þátttakendur sem uppfylltu alþjóðleg viðmið um hreyfingu (60 mínútur á dag af miðlungs eða mikilli ákefð) voru ekki líklegri til að uppfylla alþjóðleg viðmið um svefn (8 10 klukkustundir). Ekki var marktækur munur á milli kynja á hreyfingu eða svefnlengd. Bæði kyn sváfu marktækt lengur um helgar en á virkum dögum. Um 50% þátttakenda telja sig oftast sofa nóg þó meðalsvefn þátttakenda sé aðeins 6 klukkustundir og 39 mínútur að meðaltali yfir eina viku sem er of lítið m.v. ráðleggingar. Ónógur svefn hefur áhrif á líkamlegt og andlegt ástand einstaklings bæði í daglegu lífi og til að stunda aukna hreyfingu. Mikilvægt er að auka vitund á því hvað svefn og hreyfing er lítil hjá unglingum og nýta þá möguleika sem bjóðast til að bæta úr aðstæðum. 5

8 Abstract Correlation between activity and sleep in Icelandic adolescents. The aim of this research is to find out if there is an association between the amount of physical activity and the total sleep time (TST) in adolescents. The association between activity and sleep efficiency is also examined. Participants were 10 th grade students in the spring of In this study we used data from 281 participants from six primary schools in Reykjavík. This is a cross-sectional study using quantitative methods where participants answered questionnaires about their sleeping habits, activity and involvement in sports. Participants were also asked to wear accelerometers that monitored their sleep and physical activity for seven days. A significant negative correlation was observed between the weekly frequency of physical activity and TST for both girls (r=-0.22, p=0.02) and boys (r=0.28, p=0.00). On the contrary, there was no correlation between the physical activity and sleep efficiency. Participants that achieved the recommended guidelines of physical activity for adolescents (60 minutes per day of moderate or high intensity) were not more likely to fulfill the recommended guidelines for sleep (8 10 hours per night). There were no significant differences between the genders, neither in the amount of activity nor in TST measured with the accelerometers. Both boys and girls slept significantly longer on weekends than on weekdays. Fifty percent of participants thought they usually slept enough even though their sleep was only 6 hours and 39 minutes on average for the week. Sleep deprivation can have a huge effect on both physical and mental health of the individual. Both in daily life and on their ability to keep active. It s important to increase the awareness of sleep deprivation in adolecents and how little time adolescents engage in moderate or intense activity. 6

9 Efnisyfirlit Formáli... 3 Ágrip... 5 Myndaskrá... 9 Töfluskrá Inngangur Fræðilegur bakgrunnur Hreyfing Mikilvægi hreyfingar Alþjóðlegar ráðleggingar og hreyfing ungmenna Svefn Fimm stig svefns Svefn unglinga Áhrifavaldar á svefn unglinga Skilvirkni svefns Hreyfing og svefn Mikilvægi svefns fyrir árangursríka hreyfingu Markmið rannsóknar Aðferð og efniviður Þátttakendur Rannsóknarsnið Framkvæmd Mælitæki Spurningalistinn Hröðunarmælar Tölfræði Niðurstöður Umræður Svefn Hreyfing Svefn og hreyfing Viðmið um hreyfingu og svefn Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Hagnýtt og vísindalegt gildi Lokaorð...47 Heimildaskrá

10 Viðauki A: Rannsókn og samþykki Viðauki A Viðauki Á: Spurningalisti

11 Myndaskrá Mynd 1 - Tengslin á milli hreyfingar samkvæmt hreyfimælum og svefnlengdar samkvæmt svefnmæli hjá stúlkum Mynd 2 - Tengslin á milli hreyfingar samkvæmt hreyfimælum og svefnlengdar samkvæmt svefnmæli hjá drengjum Töfluskrá Tafla 1 - Áhrif ónógs svefns á frammistöðu í ýmsum íþróttagreinum...24 Tafla 2 - Helstu niðurstöður úr hröðunarmælum 1 og spurningalistum Tafla 3 - Meðalsvefnlengd (mínútur) samkvæmt hröðunarmælum eftir því hvort þátttakendur töldu sig sofa nóg Tafla 4 - Helstu niðurstöður úr hröðunarmælum a og spurningalistum b...32 Tafla 5 - Hreyfing samkvæmt hröðunarmælum skipt eftir því hvort þátttakendur náðu viðmiðum um hreyfingu unglinga og eftir íþróttaiðkun...34 Tafla 6 - Svefnlengd þátttakenda samkvæmt hröðunarmælum eftir hreyfingu og íþróttaiðkun samkvæmt spurningalistum Tafla 7 - Stúlkur sem náðu 8 klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu Tafla 8 - Drengir sem náðu 8 klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu...37 Tafla 9 - Stúlkur sem náðu sex klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu...37 Tafla 10 - Drengir sem náðu sex klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu

12

13 1 Inngangur Sett hafa verið fram viðmið fyrir unglinga bæði varðandi svefn og hreyfingu enda eru þetta tveir grunnþættir að góðri heilsu. Mælt er með því að ungmenni sofi á milli 8 til 10 klukkustundir á sólarhring, svefnþörf einstaklinga getur þó verið misjöfn (Hirshkowitz o.fl., 2015). Alþjóðlegar ráðleggingar mæla með því að börn og unglingar hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega, af miðlungs- eða mikilli ákefð (Lipnowski og LeBlanc, 2012; Organization, 2010). Viðmiðunum er ætlað að vera leiðbeinandi og hvetjandi til að viðhalda góðri heilsu, en það þýðir þó ekki að þeim sé fylgt. Í þessari rannsókn verður kannað hvort unglingar í 10. bekk í grunnskólum í Reykjavík fylgi þessum uppgefnu viðmiðum um svefn og hreyfingu. Auk þess verður reiknuð út skilvirkni svefns ásamt því að athuga hvort hreyfing hefur áhrif á skilvirkni svefns. Að lokum er skoðað hvort unglingarnir sjálfir telja sig sofa nóg og það sett í samhengi við svefnlengd þeirra samkvæmt hröðunarmælum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort fylgni sé á milli hreyfingar unglinga og svefns þeirra. Getur verið að mikil hreyfing, t.d. í formi mikilla íþróttaæfinga leiði til aukins líkamslegs- og andlegs álags sem veldur minni svefni, eða þá öfugt að æfingamagnið valdi því að unglingarnir eru þreyttari í lok dags sem leiðir til betri svefns? Gerðar hafa verið rannsóknir á áhrifum magns hreyfingar á svefn fullorðinna en mun færri hafa kannað tengsl magns hreyfingar og svefns hjá unglingum. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa ekki sýnt fram á að aukið magn hreyfingar tengist eða leiði til lengri svefns (Driver og Taylor, 2000; Youngstedt og Freelove-Charton, 2005). Við framkvæmd á rannsókninni voru notaðir hröðunarmælar sem skynja bæði hreyfingu- og svefn sem eykur nýnæmi rannsóknarinnar ennfrekar og geri mælingarnar nákvæmari en í flestum fyrri rannsóknum. 11

14

15 2 Fræðilegur bakgrunnur 2.1 Hreyfing Hreyfing er skilgreind sem vinna beinagrindarvöðva sem eykur orkunotkun umfram það sem gerist í hvíld (Caspersen, Powell og Christenson, 1985). Hreyfing getur verið fjölbreytt og ólík t.d. hreyfing í frítíma, hreyfing í vinnu, skipulögð þjálfun, heimilisstörf, hjóla, ganga, hlaupa, að ferðast á milli staða og margt fleira (Caspersen o.fl., 1985). Hreyfingu má ennfremur skipta niður og skilgreina eftir eðli hreyfingarinnar. Í fyrsta lagi er það ákefð hreyfingar, því erfiðari sem hreyfingin er því hærra hlutfall af hámarkshjartslætti er æft á. Ef um þyngdarberandi æfingar er að ræða þá fer ákefðin eftir hlutfallslegu álagi miðað við hámarksálag æfingar (Argani, Sharifi og Golshahi, 2014). Í öðru lagi er það lengd hreyfingar, það er hversu langan tíma hún tekur. Í þriðja lagi er það tíðnin, þ.e. hversu oft hreyfingin er framkvæmd yfir ákveðið tímabil og að lokum skiptir tegund hreyfingar máli, er hún t.d. loftháð eða loftfirrt (Taylor, Fletcher, Mathis og Cade, 2014). Það er vert að hafa í huga að mismunandi tegundir hreyfingar hefur ólík áhrif á líkamann. Sem dæmi þá getur hreyfing haft mismunandi áhrif á svefninn og skilvirkni svefnsins, allt eftir lengd, ákefð og tímasetningu á hreyfingunni. (Ekstedt, Nyberg, Ingre, Ekblom og Marcus, 2013; Kubitz, Landers, Petruzzello og Han, 1996; Youngstedt, 2005). Þegar mæla á hreyfingu hjá börnum og unglingum þá er hlutlæg, bein athugun (e. direct observation) rannsakenda á hreyfingu þátttakenda af sumum talin vera besta mögulega aðferðin til að meta hreyfingu barna og unglinga (Sirard og Pate, 2001). Þá fylgist rannsakandinn með þátttakendanum og skráir niður tegund og ákefð hreyfingar reglulega (á 5 sekúndna 1 mínútna fresti) yfir ákveðinn tíma (Trost, 2007). Aðrar aðferðir sem er orðið algengt að nota eru hröðunarmælar, púlsmælar, skrefateljarar, ásamt spurningalistum og sjálfsmati (Sirard og Pate, 2001; Trost, 2007). Mismunandi aðferðir mæla ólíka þætti í hreyfingunni og ná því misvel að mæla magn, ákefð og tegund hreyfingar á sama tíma. Því er gott að geta nýtt nokkrar mæliaðferðir og tæki saman. Til dæmis nær bein athugun rannsakenda á hreyfingu yfir marga þætti hreyfingar á meðan hjartsláttarmælir mælir ákefð hreyfingar út frá tíðni hjartsláttar. Gott er að nýta beina athugun og hjartsláttarmæli saman, því sama hreyfing er miserfið 13

16 eftir líkamlegu ásigkomulagi þátttakanda (O'Neil, Fragala-Pinkham, Forman og Trost, 2014). Kostir ólíkra mæliaðferða eru misjafnir en hröðunarmælar eru sagðir hafa hæsta fylgni við beina athugun á hreyfingu (r= 0,8 0,97) (Sirard og Pate, 2001). Til að mæla hreyfingu hjá unglingum eru hröðunarmælar taldir mun áreiðanlegra mælitæki en spurningalistar (O'Neil o.fl., 2014; Williams, Farmer, Taylor og Taylor, 2014) Mikilvægi hreyfingar Hreyfing styrkir stoðkerfi líkamans, ásamt því að stuðla að betra hjarta- og æðakerfi (Janssen og LeBlanc, 2010). Til að hreyfingin skili sem mestum árangri fyrir heilsu einstaklingsins (t.d. fyrir hjarta- og æðakerfi, stoðkerfi o.fl.) þá ætti hreyfingin að vera af miðlungs eða hárri ákefð (Janssen og LeBlanc, 2010). Regluleg hreyfing á unglingsárum gefur góð fyrirheit og eykur líkurnar á heilsusamlegu lífi á fullorðinsárum og minnkar um leið líkur á áunnum og langvinnum lífstílssjúkdómum (Hallal, Victora, Azevedo og Wells, 2006). Hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsuna og há fylgni er á milli hreyfingar hjá unglingum og beinheilsu þeirra sem og andlegri vellíðan (Hallal o.fl., 2006). Hreyfing meðal unglinga getur minnkað kvíða og þunglyndi auk þesss að hafa jákvæð áhrif á sjálfstraust þeirra (Biddle og Asare, 2011; Strohle, 2009). Rannsóknir hafa ennfremur sýnt fram á að hreyfingin hefur hugræn áhrif sem t.d. bæta námsframvindu hjá unglingum (Singh, Uijtdewilligen, Twisk, van Mechelen og Chinapaw, 2012). Í reynd hefur verið sýnt fram á þveröfug andleg áhrif hreyfingarleysis hjá unglingum, þar sem hreyfingarleysi ýtir undir kvíða og þunglyndi og getur lækkað sjálfstraust hjá unglingum (Biddle og Asare, 2011). Þar að auki getur hreyfingarleysi aukið líkur á ýmsum gerðum af krabbameinum, háþrýstingi, sykursýki og slitgigt ásamt fleiri sjúkdómum sem eru tíðari seinna á ævinni (Warburton, Nicol og Bredin, 2006). Hreyfing er mikilvæg fyrir unglinga en engu að síður minnkar dagleg hreyfing mikið þegar komið er á unglingsárin. Hversu mikið hreyfingin minnkar fer eftir tegund hreyfingar og íþróttar (Belanger, Gray-Donald, O'Loughlin, Paradis og Hanley, 2009). Hreyfing með lítilli ákefð minnkar minnst en hreyfing af mikilli ákefð minnkar um allt að 40% þegar komið er á unglingsárin (14-16 ára). Á sama tíma hætta fleiri í liðsíþróttum en einstaklingsíþróttum (Belanger o.fl., 2009). Mikilvægt er að reyna að stuðla að sjálfbærri hreyfingu hjá unglingum þannig að þau haldi áfram að hreyfa sig til efri ára og viðhaldi heilsufarslegum ábata. Sérstaklega í ljósi þess að 14

17 rannsóknir sýna að hreyfing á unglingsárum auki líkur á að einstaklingur stundi aukna hreyfingu þegar komið er á fullorðinsaldur (Telama o.fl., 2005) Alþjóðlegar ráðleggingar og hreyfing ungmenna Alþjóðlegar ráðleggingar mæla með því að börn og unglingar hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega af miðlungs eða mikilli ákefð, þar af ætti að stunda erfiðar æfingar sem styrkja bein og vöðva að lágmarki þrisvar í viku (Lipnowski og LeBlanc, 2012; WHO, 2010). Hreyfing umfram ráðleggingar eru af hinu góða og veitir í flestum tilvikum aukinn heilsufarslegan ábata (WHO, 2010). Hægt er að uppfylla viðmiðin um hreyfingu með ýmsu móti, til dæmis með skipulögðum íþróttum, í leikjum, í útivist og á ýmsan annan hátt (WHO, 2010). Samkvæmt íslenskri rannsókn frá árinu 2011, uppfylltu aðeins 9%, 15 ára unglinga það viðmið um daglega hreyfingu sem Embætti landlæknis setur fram og er í samræmi við alþjóðlegu viðmiðin hér að ofan. Út frá mælingum með hröðunarmælum sem mæla ákefð og tímalengd hreyfinga (Magnusson, Arngrimsson, Sveinsson og Johannsson, 2011) sést að drengir hreyfa sig meira en stúlkur af miðlungsmikilli eða af mikilli ákefð. Rannsókn á bandarískum ungmennum sýndi svipaðar niðurstöður en þar kemur fram að rúm 7% bandarískra ungmenna uppfylla viðmiðin um daglega hreyfingu unglinga (Mark og Janssen, 2009). Í íslensku rannsókninni var miðað við að miðlungserfið hreyfing væri yfir 3400 slög/mín, en í bandarísku rannsókninni var miðað við 3000 slög/mín. Til samanburðar þá voru hröðunarmælar notaðir í stórri rannsókn á hreyfingu 15 ára unglinga frá fjórum löndum í Evrópu, þar sem í ljós kom að um 81,9% drengja og 62,0% stúlkna uppfylltu ráðleggingar um hreyfingu (Riddoch o.fl., 2004). Í þeirri rannsókn var sett fram að miðlungserfið hreyfing væri 1500 slög/mín, þó svo að mælar sem voru notaðir hafi verið sambærilegir þeim sem notaðir voru í fyrrnefndu rannsóknunum (Kozey, Staudenmayer, Troiano og Freedson, 2010). Þessar síðastnefndu niðurstöður eru því ekki samanburðarhæfar við niðurstöður úr hinum tveimur rannsóknunum og þetta sýnir fram á mikilvægi þess að athuga vel hvaða viðmið eru notuð til að áætla ákefð hreyfingarinnar. Þar sem íþróttir og sund eru hluti af Aðalnámskrá í íslenskum grunnskólum hafa allir 15 ára unglingar jafna möguleika á að hreyfa sig í skólanum (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013). Auk þess stundar um helmingur íslenskra unglinga skipulagðar íþróttir með íþróttafélögum. 15

18 Samkvæmt tölfræðiúttekt frá Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) frá árinu 2013, kemur í ljós að iðkendatölur 15 til 19 ára unglinga á Íslandi iðkuðu 51,4% drengja og 40,4% stúlkna sem að lágmarki eina íþrótt. Á höfuðborgarsvæðinu voru tölurnar lægri eða 49,7% drengja og 35,7% stúlkna á sama aldri. Ef skoðaðar eru tölur einungis fyrir 15 ára unglinga þá voru iðkendatölur hjá drengjum 68,7% og stúlkum 57,3% sem gefur til kynna að eftir því sem þau eldast þá fer iðkendafjöldinn minnkandi (Fridriksdottir, 2015). 2.2 Svefn Svefn er skilgreindur sem minnkuð meðvitund eða seinkuð viðbrögð við umhverfi sem getur rofnað á augnabliki við ytra áreiti. Svefn veitir líkamanum hvíld og gefur honum frið til að byggja sig upp eftir vinnu dagsins, bæði líkamlega og andlega (Waterhouse, Fukuda og Morita, 2012). Í svefni losna ýmis hormón sem eru sérstaklega mikilvæg fyrir vöxt og þroska líkamans (Dahl o.fl., 1992). Svefn er talinn lífsnauðsynlegur til þess að viðhalda góðri heilsu (Nixon o.fl., 2008b). Einstaklingar verja stórum hluta af lífi sínu í að sofa eða um einum þriðja, því er svefn stór partur af lífi allra og mikilvægt að gæði svefnisins séu sem mest til þess að hafa orku til að takast á við daglegt líf (Aminoff, Boller og Swaab, 2011). Mælt er með því að nætursvefn unglinga ára sé um 8 til 10 klukkustundir (Hirshkowitz o.fl., 2015). Það er hinsvegar einstaklingsbundið hvað hver og einn unglingur þarf að sofa mikið til að viðhalda góðri heilsu og vera í stakk búinn fyrir komandi dag, þess vegna ná ráðleggingarnar yfir breitt bil (Hirshkowitz o.fl., 2015). Mismunandi aðferðir eru notaðar til að mæla svefn unglinga en algengustu aðferðirnar í fjölmennum rannsóknum eru hröðunarmælar, svefndagbækur foreldra, svefndagbækur unglinga ásamt spurningalistum (Libman, Fichten, Bailes og Amsel, 2000). Hröðunarmælar eru hlutlæg mæling og er talin í flestum tilvikum réttmætt og áreiðanlegt mælitæki til þess að mæla svefn hjá unglingum og þeir gefa nákvæmari niðurstöður á svefninn en huglægar mælingar (Sadeh, 2011b; Short, Gradisar, Lack, Wright og Carskadon, 2012). Hröðunarmælar mæla svefn eða vöku út frá hreyfingu þátttakenda og vegna aukinnar hreyfingar unglinga umfram aðra aldurshópa getur heildarsvefnlengd verið vanmetin (Short o.fl., 2012). Vegna þessarar og annarra skekkja sem getur komið upp í svefnmælingum með hröðunarmælum er hægt að nota 16

19 sannreyndar reikniaðferðir til að lágmarka óvissuþætti (Sadeh, Sharkey og Carskadon, 1994). Það að mæla svefn með hreyfimælum í 5 daga eða lengur eykur áreiðanleika mælinganna (Sadeh, 2011b) Huglægar mælingar eins og svefndagbækur og spurningalistar eru líklegri til að ofmeta svefninn hjá unglingum en mælingar með svefnmælum (Short o.fl., 2012). Rannsókn Short og kollega sýndi að hröðunarmælar mældu að meðaltali 73 mínútur af vökutíma yfir nóttina meðan svefndagbækur áætluðu 7 mínútur af vakandi tíma yfir nóttina. Á sama tíma var heildarsvefntíminn 1 klukkustund og 15 mínútum styttri ef hann var mældur með svefnmæli frekar en svefndagbók (Short o.fl., 2012) Fimm stig svefns Svefninum er skipt í tvo flokka NREM (non-rapid eye movement) og REM (rapid eye movement). NREM nær yfir stig 1,2,3 og 4 en svefnstigin eru fimm talsins. Í 75 til 80% af heildartíma svefns eru einstaklingar í NREM svefni og 20 til 25% í REM þar sem þeir eru á stigi 5, en það stig þekkist vel, á því stigi dreymir fólk (Colten og Altevogt, 2006). Svefninn er einskonar hringrás þar sem svefninn fer af stigi 1, upp í stig 4 og aftur niður í stig 1 og síðan í REM ( REM). Þetta ferli kallast ein hringrás, síðustu þrjú svefnstigin í hringrásinni (2-1 og REM) verða ríkjandi eftir því sem líður á svefninn á meðan stig 3 og 4 getur stundum alveg horfið. REM stigið lengist eftir því sem líður á svefninn (Colten og Altevogt, 2006). Á fyrsta stigi svefns eru einstaklingar á milli svefns og vöku þar sem þeir eru í kringum 50% vakandi og hin 50% sofandi. Á stigi tvö detta þeir inn í léttan svefn, það slaknar vel á vöðvum líkamans, þar sem líkaminn er að undirbúa sig undir enn dýpri svefn (Colten og Altevogt, 2006). Á stigi 5 (REM) þá eykst hinsvegar heilastarfsemin ásamt hjartslætti og öndun, auk þess sem útlimir geta farið á hreyfingu (Swierzewski, 2000). Á stigi 3 og 4 fara einstaklingar í djúpsvefn sem kallast slow wave sleep (SWS). Í SWS þá hægist á öndun, hjartslættinum og á þessu stigi eru gæði svefnsins mest og hvíldin best. Vaxtarhormónum er mest seytt um líkamann í SWS umfram öðrum svefnstigum og því mikilvægt stig þegar verið er að byggja upp líkamann. Þetta er það stig sem er óskandi að eyða sem mestum tíma á. Stig 3 varir í aðeins nokkrar mínútur og telst um 3 8% af svefninum en stig 4 endist í u.þ.b í 20 til 40 mínútur í fyrstu lotu og telst um 10 15% af heildarsvefninum, en getur þó orðið lengra (Colten og Altevogt, 2006). 17

20 Þegar talað er um að gæði svefnins aukist án þess að svefninn sé lengri, þá er tíminn í SWS að aukast. Þannig er líkaminn í sem bestu ástandi til að byggja sig upp og slaka á fyrir komandi dag (Colten og Altevogt, 2006) Svefn unglinga Íslenskir unglingar fara seinna að sofa og vakna seinna í samanburði við jafnaldra sína í Evrópu. Svefn þeirra er lengri um helgar en virka daga og þreyta yfir daginn eykst þegar komið er á unglingsaldurinn miðað við á barnsaldri (Thorleifsdottir, Bjornsson, Benediktsdottir, Gislason og Kristbjarnarson, 2002). Í könnun frá 1990 kom í ljós að meðalsvefntími 15 ára unglings á Íslandi er um 8 klukkustundir og 40 mínútur (Sverrisson og Kristbjarnarson, 1990). Á unglingsárunum er mikið vaxtar- og þroskaskeið í gangi, þar sem hormónaframleiðsla er í fullum gangi yfir nóttina og er framleiðsla þeirra háð góðum nætursvefni (R. Millman, 2005). Rannsóknir hafa ekki sýnt fram á óæskilegar afleiðingar þess að sofa of lengi en það eru þó tengsl á milli of langs svefntíma ( 10 klukkustundir), þunglyndis og ofþyngdar. Afleiðingar eru þó mun fleiri ef svefninn er of stuttur ( 6 klukkustundir) t.d. ofþyngd, sykursýki, slæm áhrif á hjarta og æðakerfi, veikara ofnæmiskerfi ásamt því að hafa áhrif á heilastarfsemi sem leiðir til lélegra minnis og ákvarðanatöku (Banks og Dinges, 2007; Leger, Beck, Richard, Sauvet og Faraut, 2014). Skortur á svefni hjá ungmennum (meðaltal 22,3 ára) getur fljótt haft áhrif á andlega líðan og vitsmunalega hugsun, en þessi áhrif komu greinilega í ljós eftir aðeins eina viku af skertum svefni (4-5 klukkustundir yfir sólarhring) og geta komið fyrr fram (Dinges o.fl., 1997). Þættirnir sem taldir eru upp hér að ofan eru mögulegar afleiðingar af skammtímasvefnleysi frá nokkrum dögum uppi í viku. Langtímasvefnleysi (meira en 1 vika) getur haft mun alvarlegri afleiðingar og svefnleysi til lengri tíma getur aukið líkurnar á að þróa með sér þunglyndi (Meerlo, Havekes og Steiger, 2015). Þeir sem upplifa langtíma svefnleysi eru um leið mun líklegri til þess að upplifa skapsveiflur, neikvæðar tilfinningar og depurð vegna þreytu. Hormónar hjá unglingum eiga þátt í þessum sveiflum en svefnleysið ýtir undir þessi einkenni (R. Millman, 2005). Ekki er ljóst hvort ónógur svefn unglinga hafi sömu áhrif á vitsmunalega hugsun en vísbendingar eru um að ónógur svefn hjá unglingum hafi einnig mun fjölbreyttari áhrif á líf þeirra. Andleg líðan verður verri, skapsveiflur aukast og svefnleysið getur ýtt undir þunglyndi og önnur geðræn vandamál (Sadeh, Raviv og Gruber, 2000). Ásamt því hefur verið sýnt fram á að þeir 18

21 unglingar sem uppfylla ekki viðmið um svefn, eru líklegri til að misnota áfengi og önnur vímuefni (M. A. Carskadon, 1990). Á síðustu 100 árum hefur svefn barna og unglinga víða um heiminn styst og á sama tíma hafa ráðleggingar um lengd svefns styst. Venjulega er bent á breyttan lífsstíl einstaklinga á þessum tíma (L. A. Matricciani, Olds, Blunden, Rigney og Williams, 2012). Enn fremur hefur ráðlögð svefnlengd alltaf verið lengri en raunveruleg svefnlengd einstaklinga á sama tíma. Yfir heildina hefur fólk verið að sofa minna en ráðleggingarnar um svefnlengd eru (L. A. Matricciani o.fl., 2012) Áhrifavaldar á svefn unglinga Með samspili svefns og vöku á hverjum degi þróar fólk með sér flókið kerfi sem nefnist líkamsklukka (e. Circadian system) sem síðan hefur áhrif á daglegar athafnir og tímasetningar þeirra. Líkamsklukkan sér meðal annars um að aðstoða líkamann við að sofa og vakna miðað við 24 klukkustunda sólarhring (Richter o.fl., 2004). Stjórnun líkamsklukkunnar er í undirstúku heilans (e. hypothalamus). Við losun noradrenalíns, örvast myndun ákveðins efnis sem hvatar breyta serótónín (e. serotonin) í melatónin. Melatónín (e. melatonin) er kallað hormón myrkursins þar sem styrkur á því hormóni í blóðvökva er lítill á daginn en eykst þegar líða tekur á kvöldið og hefur mælst mest á milli klukkan þrjú til fjögur að nóttu og síðan minnkar það aftur þegar vaknað er að morgni (Krauchi, Cajochen og Wirz-Justice, 1997). Rannsakendur hafa fundið breytingar í líkamsklukku unglinga sem hafa tengingu við kynþroskaferlið, þessar breytingar leiða til aukinnar þreytu fyrri part dags og hefur neikvæð áhrif á daglega hegðun (R. P. Millman, 2005). Tíður skortur á svefni hjá unglingum kemur m.a. til vegna líffræðilegra breytinga. Melatónín er seytt seinna sólahringsins við kynþroskaaldurinn, því er dægursveifla seinkuð sem orsakar styttri svefn og þá sérstaklega á skóladögum þegar ungmennin þurfa að vakna snemma (M. A. Carskadon, Wolfson, Acebo, Tzischinsky og Seifer, 1998). Svefnleysi til lengri tíma hefur áhrif á serótónín viðtaka í heilanum, sem verða ónæmari með tímanum og minnka þar af leiðandi áhrif serótóníns í heilanum (Kohyama, 2011). Ónógur svefn til lengri tíma getur því haft alvarlegar langtímaafleiðingar á líkamsklukkuna sem getur valdið svefntruflunum og óreglulegum svefni (M. A. Carskadon, 1990). 19

22 Ýmsir aðrir þættir geta haft áhrif á skilvirkni svefns og svefnlengd unglinga. Sumum er erfitt að stjórna eins og á Íslandi þar sem dagsbirtan er þekktur áhrifavaldur og því eykst svefntíminn venjulega yfir veturinn og styttist yfir sumartímann (Nixon o.fl., 2008b; Thorleifsdottir o.fl., 2002). Íslensk rannsókn á ungmennum um tvítugt frá 1985 sýndi þó ekki fram á neinn mun á svefni einstaklinga á vetri og að sumri til (Kristbjarnarson, Magnusson, Sverrisson, Arnarson og Helgason, 1985). Gott er að hafa í huga að auðvitað er margt sem getur haft áhrif á svefn unglinga, til dæmis hafa fundist tengsl á milli óreglulegs svefntíma hjá börnum og styttri svefntíma. Með lægra menntunarstigi og því yngri sem foreldrarnir eru, því styttri er svefn unglingsins, einnig hefur stress, margmiðlunarefni og skjátími áhrif á styttri svefn unglingsins (Sadeh o.fl., 2000; Zhang, Li, Fok og Wing, 2010). Ýmsir hafa bent á að skólakerfið eigi einnig þátt í styttri svefni unglinga og skipta þar tveir þættir mestu máli, í fyrsta lagi hversu snemma morguns skólinn byrjar og í öðru lagi er það heimavinna nemenda. Báðir þessir þættir eru líklegri til að stytta svefn unglinga og þeir unglingar sem vinna með skóla eru einnig líklegri til að sofa styttra en þeir sem vinna ekki með skóla (M. A. Carskadon o.fl., 1998; R. P. Millman, 2005; Olds, Blunden, Petkov og Forchino, 2010; Thorleifsdottir o.fl., 2002). Dæmi um áhrif skóla á svefn sést vel um helgar, en þá lengist svefntíminn almennt um tvær klukkustundir og er sá munur mjög svipaður um allan heim hjá unglingum (Gradisar, Gardner og Dohnt, 2011). Rannsóknir hafa sýnt fram á að til þess að fá betri svefn og auka heildarsvefntímann er best að sleppa alveg eða lágmarka inntöku af koffíni og nikótíni stuttu fyrir svefninn, þar sem bæði efnin eru örvandi og hafa truflandi áhrif á nætursvefninn (Irish, Kline, Gunn, Buysse og Hall, 2015). Tímasetning á íþrótta- eða líkamsræktaræfingum hefur áhrif á svefn unglinga og æfingar snemma morguns geta haft þau áhrif að svefn þeirra styttist, þetta eru sömu áhrif og eiga sér stað þegar skólabyrjun er flýtt (M. A. Carskadon, 2011). Það hefur sýnt sig að æfingar seint á kvöldin hafi yfirleitt ekki áhrif á svefninn, það fer þó eftir ákefð æfingarinnar og hversu stutt er í svefninn (Youngstedt, 2005). Þó kom fram í einni rannsókn að háákefðar æfingar seint á kvöldin höfðu slæm áhrif á svefninn, þar sem þátttakendur í þeirri rannsókn áttu erfiðara með að sofna, sváfu léttar og almennt verr ef æfingin var erfið og seint að kvöldi (Vuori, Urponen, Hasan og Partinen, 1988). Í íslenskri rannsókn var enginn munur á svefntíma eftir kynjum (Thorleifsdottir o.fl., 2002) en í erlendum rannsóknum á unglingum hafa niðurstöður um svefnlengd eftir kynjum verið misjafnar og sýnt bæði að 20

23 drengir sofa lengur en stúlkur og öfugt (Olds o.fl., 2010; Tsai og Li, 2004; Wolfson og Carskadon, 1998). Þyngd einstaklinga getur haft áhrif á svefntímann en rannsóknir hafa sýnt fram á að það eru tengsl milli styttri svefntíma og ofþyngdar. Því styttra sem einstaklingur sefur er hann þeim mun líklegri til að vera í ofþyngd (Eisenmann, Ekkekakis og Holmes, 2006; Nixon o.fl., 2008b; Spruyt, Molfese og Gozal, 2011) Skilvirkni svefns Skilvirkni svefns (e. sleep efficiency - hlutfall svefns af heildarhvíld að nóttu) er reiknað eftir því hversu lengi einstaklingurinn er sofandi á móti heildartímanum sem einstaklingurinn er uppi í rúmi. Skilvirknin er fundin út með eftirfarandi jöfnu ((Raun svefntími/tími uppi í rúmi, að reyna að sofna)*100) og tjáð í prósentum (Pesonen o.fl., 2011). Skilvirkni svefns er mæld til að áætla hversu vel einstaklingurinn sefur yfir nóttina. Athugað er hvort að það taki einstaklinginn langan tíma að sofna auk þess er skoðað hversu oft hann vaknar yfir nóttina. Með því að skoða skilvirknina þá sést hversu vel svefntíminn nýtist (Reed og Sacco, 2016). Það er fylgst vel með skilvirkni svefns ef einstaklingur á við svefnvandamál að stríða. Þeir sem eiga í vandræðum með svefn eyða oft löngum tíma uppi í rúmi að reyna að sofna yfir nóttina án þess að ná að sofa, þessir aðilar eru með mjög lága skilvirkni. Ef beita þarf meðferðarúrræðum á einstaklinga með svefnvandamál þá er skilvirkni svefns sá mælikvarði sem er fylgst með til að sjá hvort úrræðin eru að skila árangri. Ef úrræðin eru að skila árangir, þá ætti skilvirknina að aukast og svefninn verður betri (Reed og Sacco, 2016). Skilvirkni svefns eykst mögulega ef einstaklingurinn ver auknum tíma í svefni á stigi tvö, þrjú og fjögur. Á þessum þremur stigum er svefninn fastari og minni líkur á að einstaklingurinn vakni (Colten og Altevogt, 2006). Notkun farsíma og annara tækja (s.s. tölvur og spjaldtölvur) fyrir svefninn hefur neikvæð áhrif á skilvirkni svefn. Einnig hafa símar mögulega truflandi áhrif á svefninn um miðja nótt með því að hringja eða tilkynna skilaboð (Fobian, Avis og Schwebel, 2016). Í rannsókn á svefni unglinga frá Bandaríkjunum var miðað við að skilvirkni svefns væri lág ef hún væri undir 85% en ljóst er að ekki hafa verið sett skýr viðmið um hvað er æskileg skilvirkni svefns hjá unglingum (Javaheri, Storfer- Isser, Rosen og Redline, 2008). 21

24 2.3 Hreyfing og svefn Almennt er talið að aukin hreyfing hafi jákvæð áhrif á svefn og auki skilvirkni svefns hjá einstaklingum (Youngstedt og Kline, 2006). Sem dæmi hafa einstaklingar á aldrinum ára í ofþyngd sem hafa átt við svefnvandamál að stríða verið látnir hreyfa sig sem meðferðarúrræði við svefnleysinu og hefur það borið árangur í betri svefnvenjum og lengri svefni (Kline o.fl., 2011). Samband milli hreyfingar, kvíða og þunglyndis eru kunn og rannsóknir hafa sýnt fram á það að hreyfing getur haft verndandi áhrif á kvíða og þunglyndi (Strohle, 2009). Youngstedt benti auk þess á að kvíði og þunglyndi hefur neikvæð og styttandi áhrif á svefninn. Með þessum krosstengslum má leiða líkum að því að hreyfing kunni að hafa jákvæð áhrif á svefninn (Youngstedt, 2005). Þrjár tilgátur hafa verið settar fram sem leitast við að útskýra það að líkaminn þarf aukinn svefn við aukna hreyfingu. Það er kenningin um orkusparnað (e. Energy conservation theory), kenningin um enduruppbygginu í svefni (e. Restoration theory) og kenningin um líkamshita (e. Thermogenic hypothesis) (Driver og Taylor, 2000). Þessar kenningar setja fram þá hugmynd að aukin hreyfing ætti að leiða til aukins djúpsvefns (SWS) og þannig auka skilvirkni svefnsins. Kenningarnar um orkusparnað og enduruppbyggingu í svefni miðast við að í svefni noti líkaminn minni orku en í hvíld (vakandi). Líkaminn leitist eftir því að verja eins lítilli orku og hægt er í aðra hluti en að byggja upp líkamann aftur eftir hreyfingu (Driver og Taylor, 2000). Rannsóknir hafa ekki með óyggjandi hætti getað sýnt fram á réttmæti þessara kenninga (Youngstedt, 2005). Tvær stórar yfirlitsrannsóknir frá 2000 og 2005 benda til þess að í flestum rannsóknum eykst heildarsvefn sjaldnast við aukna hreyfingu og er líklegri til að styttast. Bent var á að meiri líkur eru á að með aukinni hreyfingu lengist djúpsvefninn (SWS) á kostnað REM svefns. Í djúpsvefninum eru gæði svefnsins mest og líkaminn hvílist best og þannig aukast gæði svefnsins (Driver og Taylor, 2000; Youngstedt, 2005). Höfundi er kunnugt um þrjár rannsóknir sem hafa notast við hröðunarmæla til að mæla tengsl hreyfingar og svefns hjá börnum. Rannsóknirnar voru gerðar á börnum frá 5 til 10 ára og er því ekki hægt að yfirfæra niðurstöður beint yfir á unglinga. Niðurstöðurnar úr rannsóknunum voru misjafnar en í rannsókn Ekstedt frá 2013 kom fram að við hreyfingu af 22

25 miðlungs og hárri ákefð jókst skilvirkni svefnsins en hafði engin áhrif á svefnlengdina (Ekstedt o.fl., 2013). Í Hinum tveimur rannsóknum komu fram önnur áhrif. Í rannsókn á 8 ára börnum kom í ljós að með aukinni hreyfingu styttist svefninn, nema ef hreyfingin var mjög mikil og erfið þá lengdist heildarsvefninn en aðeins vegna þess að tíminn uppi í rúmi áður en sofnað var styttist, sem eykur skilvirkni svefns (Pesonen o.fl., 2011). Í þriðju rannsókninni voru helstu niðurstöðurnar þær að hjá þeim sem hreyfðu sig mest (efstu 5%) var svefninn styttri og skilvirknin minni en hjá þeim sem hreyfðu sig minnst (neðstu 5%) (Williams o.fl., 2014). Í sömu rannsókn var bent á það að tíminn sem ungmennin sváfu hafði jafnvel frekari tengsl við kyrrsetuna og litla hreyfingu, en mikla hreyfingu. Aguilar og félagar komust einmitt að svipaðri niðurstöðu og bentu á að tveir tímar af skjátíma á dag gætu haft áhrif á svefn unglinga þannig að hann styttist (Aguilar, Vergara, Velasquez og Garcia-Hermoso, 2015). Fleiri nýlegar rannsóknir hafa styrkt þær hugmyndir að heildarsvefntími aukist ekki við aukna hreyfingu en skilvirkni svefns virðist batna við aukna hreyfingu og þá sérstaklega ef hreyfingin er af miðlungs- eða hárri ákefð (Aguilar o.fl., 2015; Dworak o.fl., 2008; Youngstedt, 2005). Í rannsókn á ungmennum 10 til 17 ára kom í ljós að því meiri sem hreyfingin var því lengri var svefninn á stigi tvö (Awad, 2013), á því stigi slaknar vel á vöðvum líkamans og hann er að undirbúa sig fyrir dýpri svefn(swierzewski, 2000). Í einni rannsókn var bent á öfug tengsl svefns og hreyfingar sem gætu haft áhrif á niðurstöður rannsókna. Það er því lengur sem einstaklingur sefur, því minni er tíminn fyrir hreyfingu (Williams o.fl., 2014). 23

26 2.3.1 Mikilvægi svefns fyrir árangursríka hreyfingu Auk þess að líta til áhrifa hreyfingar á svefn og gæði hans hafa einnig verið gerðar rannsóknir á áhrifum svefns, eða skorti þar á, á líkamlega frammistöðu. Rannsóknir í kringum vinnustaði hafa sýnt fram á aukið hlutfall mistaka á vinnustað ef starfsmenn fá ekki nægilegan svefn. Mistök í íþróttum sem eiga sér stað vegna skorts á svefni, t.d. íþróttameiðsl hafa minna verið rannsökuð. Sýnt hefur verið fram á það að ónógur svefn getur haft áhrif innan ákveðinna greina í íþróttum eins og sjá má á mynd 1 (Reilly og Edwards, 2007). Tafla 1 - Áhrif ónógs svefns á frammistöðu í ýmsum íþróttagreinum Einkenni íþróttar Lítið loftháð, há ákefð Meðal loftháð, Mikil einbeiting Mikið loftháð, minni færni Blanda af loftháðu og loftfirrtu Íþróttir Siglingar, skotfimi, bogfimi Veiðar, liðaleikir, knattspyrna, handbolti Svefnleysi Mistök Ákvörðunartaka 3000 m hlaup, 400 m sund Ómarktæk áhrif Bardagaíþróttir, styttra sund, millivegalengdir í hlaupum Kraftur Loftfirrt Spretthlaup, kraftagreinar Ómarktæk áhrif Endurtekin loftháð áhrif Stökkgreinar, lyftingaræfingar Þreyta eykst minnkar Aðrar afleiðingar svefnleysis sem geta haft áhrif á frammistöðu í íþróttum eru meðal annars orkuleysi, flækjustig hluta eykst, dægursveiflur verða meira áberandi og metnaðarleysi getur aukist. Allt eru þetta fylgifiskar styttri svefntíma eða minni skilvirkni svefns (Kushida, 2005). 24

27 2.4 Markmið rannsóknar Markmið rannsóknarinnar er að skoða, bæði með spurningalistum og hröðunarmælum, hvort tengsl séu á milli hreyfingar 15 ára unglinga og svefns þeirra. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: 1. Eru tengsl á milli magns hreyfingar á viku og heildarsvefnlengdar hjá 15 ára unglingum? 2. Eru tengsl á milli magns hreyfingar og skilvirkni svefns? 3. Eru þeir sem uppfylla viðmið Embættis landlæknis um hreyfingu líklegri til að uppfylla viðmið embættisins um svefn? 25

28 3 Aðferð og efniviður 3.1 Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni komu úr sex skólum í Reykjavík: Árbæjarskóla, Ingunnarskóla, Langholtskóla, Laugarlækjarskóla, Réttarholtskóla og Seljaskóla. Þátttakendurnir voru í 10. bekk árið 2015 og flest þeirra eru fædd árið Úrtakið var í heildina 418 einstaklingar sem boðin var þátttaka, af þeim tóku 301 þátt. Mismargir þátttakendur svöruðu einstökum spurningum af spurningalistanum en oftast voru það 276 þátttakendur sem áttu gild svör. Alls fengust hröðunarmælagögn frá 281 einstaklingi, þar af voru 167 stúlkur og 114 drengir. 3.2 Rannsóknarsnið Rannsóknin er þversniðsrannsókn þar sem gögnum frá hópnum var safnað saman á einum tímapunkti (Þorlákur Karlsson, 2003). Kostur við þverssniðsrannsóknir er að það er hægt að skoða marga þætti á sama tíma. Þetta er yfirleitt auðveldasta, fljótlegasta og ódýrasta rannsóknarleiðin (Mann, 2003). 3.3 Framkvæmd Gagnaöflun fór fram 13. apríl til 6. júní 2015, unglingarnir og foreldrar þeirra voru beðnir um að skrifa undir upplýst samþykki áður en þátttaka í rannsókninni hófst. Hver þátttakandi fékk ákveðið rannsóknarnúmer svo ekki væri hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda (Viðauki). Unglingarnir tóku þátt í spurningalistakönnuninni í skólanum og jafnframt báru þau á sér hröðunarmæla sem settir voru á þau í skólanum og síðan eftir 7 daga voru þeir teknir af á sama stað. Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og Geislavarnir ríkisins samþykktu framkvæmd rannsóknarinnar. 26

29 3.4 Mælitæki Spurningalistinn Spurningalisti þar sem spurt var um t.d. lífsviðhorf, daglega hegðun, skólamál, fjölskylduþætti, íþróttir- og líkamsrækt, líkamlegt ástand, matarhegðun, tannheilsu, svefnheilsu, andlega- og líkamlega líðan var lagður fyrir í skólanum. Í þessari ritgerð eru notaðar fimm spurningar úr spurningalistanum, þar sem spurt var um: 1. Ertu karl eða kona? (Karl, kona). 2. Hversu oft reynir þú á þig líkamleg þannig að þú mæðist verulega eða svitnir? (Aldrei, sjaldnar en einu sinni í viku, 1 sinni í viku, 2-3 sinnum í viku, 4-5 sinnum í viku, svo til á hverjum degi). 3. Hversu margar klukkustundir æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt í venjulegri viku? (Ekkert, minna en 1 klukkustund á viku, 1-2 klukkustundir á viku, 3-4 klukkustundir á viku, 5-6 klukkustundir á viku og meira en 6 klukkustundir á viku). Við tölfræðigreiningu var iðkun einnig skilgreind út frá viðmiðum Embættis landlæknis. Þar var skoðað hverjir hreyfðu sig 6 klukkustundir eða minna á viku eða þau sem hreyfðu sig meira en 6 klukkustundir. 4. Stundar þú íþróttir? (Já, nei, ég gerði það áður en ekki lengur). 5. Sefur þú nóg? (Oftast, um helming nátta, mjög sjaldan, ég sef of mikið). Sjá viðauka Hröðunarmælar Hröðunarmælar (e. Accelerometers) voru notaðir til þess að meta hreyfingu og svefn þátttakenda. Notaðir voru Actigraph GT3X hröðunarmæla. Þeir eru bæði taldir réttmætir og áreiðanlegir (O'Neil o.fl., 2014; Pulakka o.fl., 2013). Mælarnir minna helst á tölvuúr. Þegar þeir eru virkjaðir sveiflast pendúll inni í þeim sem metur ákveðið tíðnibil, sem sett er í minni og reiknast á mínútu fresti. Þátttakendur báru mælana á víkjandi úlnið samfellt í 7 daga, líka þegar þau sváfu eða fóru í sund (Verkþættir rannsóknarinnar, 2015). Niðurstöður mælanna á fyrsta degi voru ekki notaðar, þar sem talið var að þátttakendur væru meðvitaðir um að það væri verið að rannsaka þá. Niðurstöður úr 27

30 mælunum töldust nothæfar ef þátttakendur báru þá á sér í að minnsta kosti þrjá skóladaga og einn frídag. Heildar svefnlengdartíminn (e.sleep duration) var reiknaður sem tíminn frá því að þátttakendur sofnuðu og þar til þeir vöknuðu eftir nætursvefn. Hvíldartími (e. rest durtation) var reiknaður sem sá tími sem þátttakendur vörðu uppi í rúmi að reyna að sofa, auk nætursvefnsins. Daglúrar voru ekki teknir með í útreikningi á heildarsvefni Svefnbreytur voru sóttar úr Actilife forritinu frá Actigraph (6.13.0) og við útreikninga á svefntíma var notast við reikniformúlu Sadeh og félaga sem var sérstaklega þróuð fyrir ungmenni. Skv. prófunum Sadeh er samsvar mælinga með hreyfimælum á víkjandi úlnlið annars vegar og svefnrita (e. polysomnography) á bilinu 91-93% (Sadeh, Sharkey og Carskadon, 1994) Sadeh reikniformúlan miðar við hreyfivirkni á 11 mínútna tímabili, að teknu tilliti til virkni fyrir og eftir þær 11 mínútur. Út frá meðaltali slagafjölda (counts) á sekúndu fyrir 11 mínúturnar (AVG), fjölda sekúndna þar sem virkni mældist milli 50 og 100 slög (NATS), staðalfráviki fyrir fyrstu 6 sekúndurnar (SD) og náttúrulegum lógarithma tímabilsis (LG) er notast við eftirfarandi jöfnu: ( (0.065 * AVG) - (1.08 * NATS) - (0.056 * SD) - (0.703 * LG)). Ef útkoma jöfnunnar er hærri en -4 reiknast sekúndan sem svefntími. Einungis nætursvefn var reiknaður í þessari rannsókn. Ef fleiri en eitt svefntímabil á sólarhring sást hjá þátttakanda reiknaðist lengra svefntímabilið sem nætursvefn og önnur sem daglúr. Alls 18 þátttakendur reiknuðust til að hafa fengið sér daglúr 22 sinnum (einhverjir þátttakendur fengu sér lúr oftar en einu sinni). Svefnlengd í daglúrunum var á bilinu mínútur. Ef upp komu vafamál voru svefndagbækur notaðar til hliðsjónar til að ákvarða tímasetningar, t.d. hvenær farið var að sofa eða hvenær þátttakendur vöknuðu. Skilvirkni svefns var fundin út með því að skoða hlutfallið á milli svefns þátttakenda og þess tíma sem þátttakendur vörðu uppi í rúmi við að reyna að sofna. Út frá niðurstöðum hröðunarmæla var fundin út heildar hreyfing þátttakenda á dag yfir eina viku, einingin sem er notuð í útreikninga eru slög á mínútu. Hreyfingin var flokkuð eftir því hvort hún var á virkum degi eða um helgi. 28

31 3.5 Tölfræði Við úrvinnslu upplýsinga var notast við forritin Excel og Word ásamt tölfræðiforritinu SPSS (e. Statistical Package for the Social Science). Marktektarmörk eru skilgreind við p-gildi sem er 0,05 eða minna. Til að athuga hvort það væri marktækur munur á samfelldum breytum milli kynja var notað t-próf óháðra úrtaka, t.d. til að athuga mun á magni hreyfingar, lengd svefns og skilvirkni svefns á milli kynja. Til að athuga hvort það væri marktækur munur á svefnlengd á virkum dögum og um helgar innan kyns var notast við t-próf háðra úrtaka. Þegar skoðað var hvort marktækur munur væri á hlutföllum milli hópa í krosstöflu var notað Kí-kvaðrat próf, t.d. til að sjá mun á milli kynja þegar reiknaðar voru niðurstöður milli hópa úr spurningalistanum. Til að finna út fylgni á milli samfelldra breyta (t.d. hreyfi- og svefnmælinga) var notað Pearson s r fylgnipróf. 4 Niðurstöður Í töflu 2 koma fram helstu upplýsingar um svefn þátttakenda, bæði skv. niðurstöðum úr hröðunarmælum og svörum við spurningalista. Ekki var marktækur munur á milli kynja á tíma uppí rúmi eða á heildar svefnlengd, bæði á virkum dögum og um helgar. Bæði stúlkur og drengir sváfu styttra á virkum dögum en um helgar (p=0,00). Þó að svefninn lengdist mikið um helgar umfram virka daga þá lengdist heildartíminn uppi í rúmi einnig í sama hlutfalli og það veldur því að skilvirkni svefns er nánast sú sama á virkum dögum og um helgar. Samkvæmt niðurstöðum hröðunarmælanna náði engin stúlka að sofa að meðaltali 8 klukkustundir á virkum dögum en um 23% stúlkna náðu því um helgar. Aðeins um 2% drengja sváfu að meðaltali a.m.k. 8 klukkustundir á virkum dögum en um 25% drengja sváfu a.m.k. 8 klukkustundir um helgar. 29

32 Tafla 2 - Helstu niðurstöður úr hröðunarmælum 1 og spurningalistum 2 Stúlkur Drengir Heildartími uppi í rúmi 1 klst:mín n = 167 n = 114 Meðaltal (sf) Virkir dagar 7:04 (0:47) Helgar 8:25 (1:03) Meðaltal (sf) Virkir dagar 7:00 (0:54) Helgar 8:17 (1:39) Heildarsvefnlengd 1 6:12 klst:mín (0:41) 7:23 (0:57) 6:09 (0:49) 7:11 (1:27) % % Skilvirkni svefns n (%) n (%) Nær 8 klst. heildar 0 (0) 39 (23) 2 (2) 28 (25) svefnlengd 1 Sefur þú nóg? 2 Oftast 84 (51,5) 55 (49,5) Helming nátta 40 (24,5) 28 (25,2) Mjög sjaldan 37 (22,7) 26 (23,4) Ég sef of mikið 2 (1,2) 2 (1,8) Samanburður á virkum dögum og helgum innan kyns (háð úrtök) p 0,05 (t-próf) 30

33 Í töflu tvö má ennfremur sjá að þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu sig sofa nóg taldi helmingur þátttakenda í rannsókninni sig oftast sofa nóg eða of mikið og á móti var um helmingur sem taldi sig aðeins sofa nóg um helming nátta eða sjaldnar. Það var ekki munur á milli kynja hvort þau töldu sig sofa nóg. Í töflu 3 má sjá að þátttakendur sem töldu sig oftast sofa nóg samkvæmt spurningalistanum sváfu marktækt lengur en þeir sem töldu sig sofa nóg um helming nátta eða sjaldnar, þetta á við um bæði stúlkur (p<0,05) og drengir (p=0,05). Tafla 3 - Meðalsvefnlengd (mínútur) samkvæmt hröðunarmælum eftir því hvort þátttakendur töldu sig sofa nóg. Stúlkur Drengir Sefur þú nóg? mín. (sf) mín. (sf) Oftast 404,8 (32,3) 400,1 (39,2) Um helming nátta eða sjaldnar 390,7 (40,3) 383,2 (51,0) P<0,05 fyrir samanburð á milli hópa (Sefur nóg oftast vs. sefur nóg um helming nátta eða sjáldnar) P=0,05 fyrir samanburð á milli hópa (Sefur nóg oftast vs. sefur nóg um helming nátta eða sjáldnar) Í töflu 4 eru helstu niðurstöður um hreyfingu úr hröðunarmælum og þeim spurningum sem tengdust hreyfingu í spurningarlista. Út frá niðurstöðum úr hreyfimælum er ekki marktækur munur á daglegri hreyfingu stúlkna og drengja að meðaltali yfir eina viku (p=0,59). Þegar litið er til skipulagðra æfinga kemur fram að samkvæmt spurningalistum æfir hærra hlutfall drengja íþróttir eða stundar líkamsrækt í meira en sex klukkustundir á viku eða 50,4% samanborið við tæplega 37,4% stúlkna. Einnig svarar hærra hlutfall drengja en stúlkna því að þeir mæðist eða svitni oftar en sex sinnum í viku. Þá segjast hlutfallslega fleiri drengir stunda íþróttir eða 77% á móti 68,1% stúlkna. Þessi munur á milli kynjanna var þó ekki tölfræðilega marktækur skv. niðurstöðum kí-kvaðrat prófs. 31

34 Tafla 4 - Helstu niðurstöður úr hröðunarmælum a og spurningalistum b Stúlkur Drengir n = 167 n = 114 Meðalhreyfing á viku (slög á mín. 2046,25 (469,5) 2015,73 (459,87) (1) (sf)) a Hversu margar klukkustundur á viku æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt? b Hve oft reynir þú á þig líkamlega þannig að þú mæðist eða svitnir á viku? b Svarmöguleikar Fjöldi % Fjöldi % ,7 2 (2) 1,8 <1 klst. 11 6,7 6 5,3 1-2 klst ,2 3-4 klst , ,6 5-6 klst , ,9 Yfir 6 klst , ,4 Vil ekki svara 1 0,6 2 1, ,1 0 0 (3) <1 9 5,6 4 3, ,4 8 7, , , > , ,1 Stundar þú íþróttir? b Já , (4) Nei 52 31, : Munur á milli stúlkna og drengja var ekki tölfræðilega marktækur 1) p= 0,59, 2) p= 0,203, 3) p= 0,237, 4) p= 0,107 32

35 Í töflu 5 má sjá að niðurstöður úr hröðunarmælum eru í takt við niðurstöður úr spurningalistum. Í ljós kemur að bæði stúlkur og drengir sem sögðust æfa eða stunda líkamsrækt í meira en sex klukkustundir á viku hreyfðu sig meira samkvæmt niðurstöðum úr hröðunarmælum (p<0,01). Það er einnig marktækur munur á meðalhreyfingu samkvæmt hröðunarmælum á þeim sem sögðust reyna á sig líkamlega þannig að þau mæðist eða svitni oftar en sex daga vikunnar en hjá öðrum (p<0,01). Sama á við um muninn milli þeirra sem stunda íþróttir og hjá þeim sem stunda ekki íþróttir. Munurinn er sérstaklega mikill hjá drengjum, þeir sem stunda íþróttir hreyfðu sig um fjórðungi meira (26% fleiri slög skv. hröðunarmælum) en þeir sem stunda ekki íþróttir. Þegar tengsl svefns og hreyfingar út frá svörum á spurningalistum eru skoðuð, þá kemur í ljós að innan hvors kyns er ekki marktækur munur á svefnlengd hjá þeim sem náðu viðmiðum um hreyfingu og þeim sem náðu þeim ekki og ekki er heldur munur á svefnlengd eftir því hvort þátttakendur stunduðu íþróttir eða ekki. Í töflu 6 sést heildarsvefnlengd samkvæmt mælunum út frá svörum um hreyfingu og íþróttaiðkun á spurningalistum. 33

36 Tafla 5 - Hreyfing samkvæmt hröðunarmælum skipt eftir því hvort þátttakendur náðu viðmiðum um hreyfingu unglinga og eftir íþróttaiðkun. Stúlkur Slög á mín. (sf) Drengir Slög á mín. (sf) Hversu margar klukkustundur á viku æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt á viku? 6 klst. 2177,46 (470) 2143,33 (400) 6 klst. 1978,32 (458) 1874,88 (493) Hve oft reynir þú á þig líkamlega þannig að þú mæðist eða svitnir á viku? 6 daga 2240,22 (476) 2147,47 (419) 6 daga 1970,05 (453) 1911,09 (461) Stundar þú íþróttir? Já 2158,41 (470) 2115,56 (433) Nei 1818,81 (387) 1676,31 (394) P<0,05 fyrir samanburð á milli hópa innan hvors kyns 34

37 Tafla 6 - Svefnlengd þátttakenda samkvæmt hröðunarmælum eftir hreyfingu og íþróttaiðkun samkvæmt spurningalistum. Stúlkur mín. (sf) Drengir mín. (sf) Hversu margar klukkustundir á viku æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt? 6 klst. 400,3 (37,7) 394,7 (40,5) 6 klst. 396,7 (36,5) 388,5 (51,5) Hve oft reynir þú á þig líkamlega þannig að þú mæðist eða svitnir á viku? 6 skipti 396,2 (39,9) 383,4 (47,3) 6 skipti 398,7 (36) 397,8 (43,9) Stundar þú íþróttir? Já 397,5 (36,5) 393,6 (42,2) Nei 399,6 (37,9) 383,7 (56,4) Skoðuð voru krosstengsl milli þeirra sem náðu annars vegar sex og hinsvegar átta klukkustunda nætursvefni að meðaltali á viku og þess hvort sami þátttakandi náði viðmiðum um hreyfingu. Eins og sjá má í töflu 7 og 8 náðu einungis ein stúlka og einn drengur báðum viðmiðum þ.e. 60 mínútna hreyfingu á dag og að meðaltali a.m.k. átta klukkustunda svefni yfir eina viku. Nokkuð margir náðu hvorugu viðmiðinu því 61,1% stúlkna og 45,9% drengja náðu ekki 60 mínútna viðmiðum um hreyfingu á dag og sváfu að meðaltali minna en átta tíma á nóttu. Þegar viðmiðin um svefn voru lækkuð niður í sex klukkustundir á nóttu (sjá töflu 9 og 10), kom í ljós að 34% stúlkna og 42,3% drengja náðu báðum viðmiðum, a.m.k. sex klukkustunda svefni á nóttu og 60 mínútna hreyfingu á dag. Alls 10,5% stúlkna og 13,5% drengja náðu hvorki 60 mínútna viðmiðum um hreyfingu á dag og sváfu að meðaltali minna en sex klukkstundir á nóttu. Þegar aðeins var spurt um tíðni hreyfingar á viku en ekki lengd í mínútum má sjá að 25% stúlkna og 30% drengja sögðust reyna á sig líkamlega svo til á hverjum degi og náðu a.m.k sex klukkustunda meðal nætursvefni yfir eina viku. Hátt hlutfall stúlkna (60,6%) og drengja (48,2%) sögðust ekki reyna á sig líkamlega svo til á hverjum degi en náðu yfir 6 tímum af meðalsvefni á viku. 35

38 Hvorki stúlkur eða drengir sem náðu a.m.k sex klukkustunda nætursvefni náðu frekar viðmiðum um hreyfingu eða stunduðu frekar íþróttir en þeir sem sváfu minna en sex klukkustundir á viku (p 0,05). Tafla 7 - Stúlkur sem náðu 8 klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu. Stúlkur Náðu viðmiðum um hreyfingu (60 mín. á dag) Reyndu á sig líkamlega svo til á hverjum degi Náðu a.m.k. 8 tíma af nætursvefni að meðaltali yfir eina viku Já Nei Fjöldi (n) % Fjöldi (n) % Já 1 0, Nei 2 1, ,1 Já ,4 Nei 3 1, ,8 36

39 Tafla 8 - Drengir sem náðu 8 klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu Drengir Náðu viðmiðum um hreyfingu (60 mín. á dag) Náðu a.m.k 8 tíma nætursvefni að meðaltali yfir eina viku Já Nei Fjöldi % Fjöldi % Já 1 0, ,5 Nei 3 2, ,9 Reyndu á sig líkamlega svo til á hverjum degi Já 1 0, ,2 Nei 3 2, ,2 Tafla 9 - Stúlkur sem náðu sex klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu Stúlkur Náðu viðmiðum um hreyfingu (60 mín. á dag) Reyndu á sig líkamlega svo til á hverjum degi Ná yfir 6 tímum af svefni að meðaltali yfir eina viku Já Nei Fjöldi % Fjöldi % Já ,7 Nei 84 51, ,5 Já ,4 Nei 97 60,

40 Tafla 10 - Drengir sem náðu sex klukkustunda viðmiðum um svefn og viðmiðum um hreyfingu Drengir Ná yfir 6 tímum af svefni að meðaltali yfir eina viku Já Nei Fjöldi % Fjöldi % Náðu viðmiðum um hreyfingu (60 mín. á dag) Já 47 42, Nei 39 35, ,5 Reyndu á sig líkamlega svo til á hverjum degi Já ,1 Nei 53 48, ,7 Á mynd 1 má sjá marktæka neikvæða fylgni á milli meðaltals hreyfingar (slög/mín.) og meðaltals svefns hjá stúlkum yfir eina viku, mælt með hröðunarmælum. Stúlkur sem hreyfðu sig meira voru líklegri til að sofa minna (r= -0,282, p=0,00). Á mynd 2 má sjá sömu tengsl hreyfingar og svefns hjá drengjum. Þar var einnig marktæk neikvæð fylgni á milli breytanna eins og hjá stúlkunum (r = -0,22,p= 0,019). Þvi meiri sem hreyfingin er bæði hjá drengjum og stúlkum þá styttist svefninn. Þegar búið var að skipta stúlkum og drengjum í tvo hópa eftir magni hreyfingar þá kom í ljós að sá helmingur sem hreyfði sig meira svaf að meðaltali styttra. Stúlkurnar sem hreyfðu sig meira sváfu að meðaltali um 17 mínútum styttra yfir nóttina en þær stúlkur sem hreyfðu sig að meðaltali minna yfir vikuna, en hjá drengjum var munurinn á svefnlengdinni 15 mínútur á milli hópa. Ekki var marktæk fylgni milli magns hreyfing og skilvirkni svefns (r = 0.053, p = 0,404). 38

41 Meðalsvefn yfir viku í mín Meðalsvefn yfir viku í mín Meðalhreyfing skv. hreyfimælum yfir viku (slög á mínútu) Mynd 1 - Tengslin á milli hreyfingar og svefnlengdar samkvæmt hröðunarmælum hjá stúlkum Meðalhreyfing skv. hreyfimælum yfir viku (slög á mínútu) Mynd 2 - Tengslin á milli hreyfingar og svefnlengdar samkvæmt hröðunarmælum hjá drengjum. 39

42 5 Umræður Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort það væru tengsl á milli magns hreyfingar á viku og heildarsvefnlengdar hjá 15 ára unglingum. Samkvæmt niðurstöðum úr hröðunarmælum eru marktæk neikvæð tengsl á milli magns hreyfingar á viku og svefnlengdar þátttakenda. Það þýðir að því meiri sem hreyfingin er því styttri er svefninn og átti það við hjá báðum kynjum. Það eru hinsvegar engin tengsl á milli magns hreyfingar og hlutfalls svefns af heildarhvíldartíma (skilvirkni svefns) hjá þátttakendum. Ennfremur eru þátttakendur ekki líklegri til að uppfylla viðmið um hreyfingu ef þau uppfylla viðmið um svefninn og öfugt. 5.1 Svefn Ekki fannst marktækur munur á svefni stúlkna og drengja að meðaltali yfir viku og bæði kynin sofa styttra á virkum dögum en um helgar. Þetta er í samræmi við niðurstöður úr íslenskri svefnrannsókn frá árinu 2002 (Thorleifsdottir o.fl., 2002).Svefnlengd hjá flestum þátttakendum var undir þeim viðmiðum sem mælt er með fyrir unglinga. Enn fremur kom fram að rúmlega 14% stúlkna og 22% drengja náðu ekki sex klukkustunda svefni að meðaltali yfir vikuna. Niðurstöður um svefnlengd þátttakenda benda til styttri svefnlengdar meðal unglinga á Íslandi en áður hefur verið talið. Meðalsvefnlengd yfir eina viku er hér sex klukkustundir og 39 mínútur, en árið 1990 mældist meðalsvefnlengd um átta klukkustundir og 40 mínútur (Sverrisson og Kristbjarnarson, 1990). Þessi mikli munur skýrist e.t.v. að einhverju leyti af því að í síðarnefndu rannsókninni var notast við svefndagbækur sem eykur líkur á því að svefn unglinga sé ofmetinn (Short o.fl., 2012). Þó er ekki hægt að útiloka að einhverjar breytingar í umhverfi ungmenna hafi átt sér stað á þeim 25 árum sem liðu á milli þessara rannsókna, s.s. samfélagslegar aðstæður unglinga, skjánotkun og samfélagsmiðlar, sem hafi áhrif á svefntíma þeirra. Rannsóknir hafa til að mynda sýnt fram á að skjátími hefur styttandi áhrif á svefnlengdina (Aguilar o.fl., 2015; Hale og Guan, 2015; Williams o.fl., 2014). Það er ekki aðeins sjónvarp og tölvuleikir sem er hluti af skjátíma unglinga heldur eru það samfélagsmiðlar sem auka skjátíma mikið og hefur styttandi áhrif á svefn unglinga (Foley o.fl., 2013; Harbard, Allen, 40

43 Trinder og Bei, 2016). Nú er mun auðveldara að taka skjáinn með sér upp í rúm en fyrir 25 árum og á það sérstaklega við um síma og önnur smærri snjalltæki. Taka þarf tillit til þess þegar borin er saman svefnlengd milli rannsókna sem eru gerðar með margra ára millibili. Of stuttur svefn til lengri tíma getur haft alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu unglingsins (Banks og Dinges, 2007; Leger o.fl., 2014). Þar sem niðurstöður þessarar eru byggðar á þversniðsrannsókn er ekki unnt að meta langtímaáhrif en ef þessar niðurstöður eru dæmigerðar fyrir svefnmynstur þessa aldurshóps má leiða líkum að því að verulegur heilsufarslegur ábati gæti náðst með því að lengja svefn ungmenna. 5.2 Hreyfing Í fyrri rannsókn á ungmennum á Íslandi kom í ljós að aðeins 9% unglinga uppfylltu opinber viðmið um daglega hreyfingu (Magnusson o.fl., 2011). Niðurstöður úr spurningalistanum í þessari rannsókn sýna að 37,7% stúlkna og 51,3% drengja ná viðmiðum um hreyfingu og hreyfa sig meira en 60 mínútur á dag að meðaltali yfir eina viku. Hinsvegar gefa niðurstöður úr spurningalistanum ekki til kynna af hve mikilli ákefð hreyfingin er, heldur aðeins um hvort sé að ræða íþróttir eða líkamsrækt. Ekki var reiknuð út ákefð og tímalengd hreyfingar þátttakenda út frá hröðunarmælum, því er ekki vitað hvort og hversu lengi þátttakendur voru yfir 3400 slög á mínútu sem var viðmiðið um ákefð hreyfingar í íslensku rannsókninni frá árinu 2011 (Magnusson o.fl., 2011). Það ber þó að hafa í huga að í þeirri rannsókn var notast við annarskonar mæla sem voru staðsettir á mjöðm þátttakenda en ekki úlnlið eins og framkvæmd var í þessari rannsókn. Þar sem mælingar með hröðunarmælum á úlnlið eru tiltölulega nýjar og hafa ekki verið sannreyndar m.v. súrefnisupptöku eða aðrar mælingar á ákefð er erfitt að bera niðurstöður núverandi rannsóknar við fyrri niðurstöður. Út frá þessu getum við því ekki áætlað með vissu hvort hreyfing unglinga á Íslandi sé að aukast eða minnka. Í alþjóðlegu samhengi þá benti rannsókn frá árinu 2005 á að að almennt sé talið að hreyfing barna og unglinga sé að minnka (Dollman, Norton og Norton, 2005). Það átti líka við um í Bandaríkjunum, en eftir 2005 er talið að hreyfing barna og unglinga sé aftur að aukast þar (Iannotti og Wang, 2013). Hvort sem hreyfing á Íslandi hefur aukist eða minnkað er ljóst að hreyfingu unglinga á Íslandi þarf að auka ennfrekar því of mörg börn og unglingar eru í ofþyngd (Arngrimsson, Richardsson, Jonsson og Olafsdottir, 2012; Johannsson, Arngrimsson, Thorsdottir og Sveinsson, 2006). 41

44 Áhugavert er að skoða niðurstöður um íþróttaþátttöku samkvæmt spurningalistanum og bera þær saman við tölur ÍSÍ. Samkvæmt spurningalistanum stunda 77% drengja og 61% stúlkna íþróttir, en samkvæmt ÍSÍ eru 68,7% drengja og 57,3% stúlkna skráð í íþróttafélög á vegum ÍSÍ. Þessar tölur eru mjög álíkar og í raun líkar. Það að þátttaka samkvæmt spurningalistunum séu hærri en tölur ÍSÍ gefa upp, er líklega vegna þess að ekki er öll hreyfing sem flokkast undir íþróttir skráðar undir merkjum ÍSÍ. 5.3 Svefn og hreyfing Niðurstöður úr þessari rannsókn eru í samræmi við niðurstöður úr tveimur af þremur erlendum rannsóknum þar sem einnig var notast við hröðunarmæla, þ.e. að tengsl eru á milli aukins magns hreyfingar og styttri svefns þátttakenda (Pesonen o.fl., 2011; Williams o.fl., 2014). Þessar tvær rannsóknir voru þó gerðar á yngri einstaklingum en í núverandi rannsókn og því ekki alveg sambærilegar, þó að sömu mæliaðferðir væru notaðar. Í þriðju rannsókninni þar sem notast var við hröðunarmæla fundust engin tengsl á milli svefnlengdar og magns hreyfingar (Ekstedt o.fl., 2013). Ekki fundust marktæk tengsl á milli hreyfingar og svefnlengdar mældri út frá spurningalistum. Þessar niðurstöður eru í takt við aðrar rannsóknir sem notuðust við önnur mælitæki en hröðunarmæla (Aguilar o.fl., 2015; Awad, 2013). Þessar niðurstöður út frá svörum á spurningalistunum eru einnig í takt við stórar yfirlitsrannsóknir frá árinum 2000 og 2005 sem bentu á það að heildarsvefn eykst mjög lítið eða ekkert við aukna hreyfingu (Driver og Taylor, 2000; Youngstedt og Freelove-Charton, 2005). Þessar yfirlitsrannsóknir voru þó gerðar áður en rannsóknir sem nýttust við hröðunarmæla á miklum fjölda þátttakenda komu fram. Í núverandi rannsókn var ekki unnt að meta mismunandi stig svefns. Fyrri rannsóknir benda til þess að við aukna hreyfingu aukist lengd djúpsvefnsins óháð því hvort heildarsvefnlengdin lengist eða styttist. Þannig er mögulegt að gæði svefnins verði meiri þó heildarsvefnlengd styttist (Aguilar o.fl., 2015; Awad, 2013; Serge Brand o.fl., 2010; Driver og Taylor, 2000; Dworak o.fl., 2008; Ekstedt o.fl., 2013; Youngstedt, 2005). Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að skilvirkni svefns aukist við aukna hreyfingu (S. Brand o.fl., 2010; Dworak o.fl., 2008; Kubitz o.fl., 1996). Slík tengsl voru ekki til staðar í núverandi rannsókn. Ástæða fyrir því að niðurstöðum úr þessari rannsókn ber ekki saman við niðurstöður úr öðrum 42

45 rannsóknum kann að vera að mismunandi mæliaðferðir hafa verið notaðir í rannsóknunum. Rannsóknir hafa bent til þess að hröðunarmælar eru réttmætustu og áreiðanlegustu mælitækin til að mæla svefn og hreyfingu í fjölmennum rannsóknum (O'Neil o.fl., 2014; Sadeh, 2011a; Short o.fl., 2012; Williams o.fl., 2014). Því er eðlilegt að nýta niðurstöður þeirra mæliaðferða frekar en úr spurningalista. Þó ber að geta þess að mælarnir hafa einnig ákveðnar takmarkanir, t.d. gera þeir ekki greinarmun á standandi eða liggjandi stöðu þegar þeir eru notaðir á úlnlið og hreyfing sem ekki tekur til handa/handleggja s.s. hjólreiðar mælast ekki. Því er hugsanlegt að einhverjir þátttakenda hafi mælst með minni hreyfingu en þeir raunverulega stunduðu. Á móti kemur að þátttakendur fóru með mælana í sund, en í fyrri rannsóknum hafa hröðunarmælar ekki þolað vatn og því hefur sú hreyfing ekki talið í heildarmælingum. Teljast verður ólíklegt að takmarkanir á hröðunarmælunum hafi haft veruleg áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar. 5.4 Viðmið um hreyfingu og svefn Viðmið Landlæknis um að hreyfa sig af meðal- eða mikilli ákefð í 60 mínútur á dag var aðeins uppfyllt af um 43% þátttakenda ef skoðaður var fjöldi klukkustunda sem þátttakendur sögðust stunda íþróttir. Á sama tíma náðu aðeins sjö þátttakendur að meðaltali meira en átta klukkustunda nætursvefni á viku sem eru neðri mörk þess sem unglingum er ráðlagt að sofa (Hirshkowitz o.fl., 2015). Þeir sem uppfylltu viðmið um hreyfingu voru ekki líklegri til að uppfylla viðmiðin um svefnlengd frekar en þeir sem ekki náðu hreyfiviðmiðunum. Að hluta til er ástæðan sú hversu fáir þátttakendur uppfylltu viðmiðin um svefninn, óháð magni hreyfingar. Samkvæmt niðurstöðunum telur um helmingur unglinga sig í raun fá nægan svefn, þó þau sofi aðeins að meðaltali um sex klukkustundir og 43 mínútur á nóttu, langt undir þeim átta til tíu klukkustundum sem viðmið frá heilbrigðisyfirvöldum gera ráð fyrir. Þeir þátttakendur sem telja sig mjög sjaldan sofa nóg, sofa um 25 mínútum skemur að meðaltali á nóttu. Þegar horft er á hvað svefninn er stuttur og munurinn milli hópanna er í raun lítill þá vaknar sú spurning hvort unglingar þurfi virkilega að sofa í átta til tíu klukkustundir á nóttu? Eru mörkin á milli nægs svefns og ónógs svefns það lítil að það muni aðeins um 25 mínútum að meðaltali? Samkvæmt þessari rannsókn þá lítur það þannig út, hinsvegar má ekki gleyma að það er persónubundið hvað hver og einn þarf langan svefntíma. Það er engu að síður deilt um það hvort viðmiðin séu byggð á vísindalegum grunni og hvort það 43

46 vanti staðreyndir til að sýna fram á að unglingar þurfi í raun svo langan svefn (L. Matricciani, Blunden, Rigney, Williams og Olds, 2013). Spyrja má hvort átta til tíu klukkustunda svefn séu raunhæf viðmið fyrir venjulegan ungling sem þarf að sinna öllum þeim ólíku verkefnum sem unglingar sinna í nútíma samfélagi? Það er skóli, heimanám, íþróttir, félagslíf, skjátími (tölva, sjónvarp, sími), vinna, fjölskylda og fleira. Á þessum árum koma einnig fram lífeðlisfræðilegar breytingar hjá unglingum ásamt seinkaðri kvöldsyfju og það kann að reynast unglingum erfitt að forgangsraða svefninum fram fyrir önnur dagleg verkefni. Væri betra að hafa viðmiðin lægri og á sama tíma raunhæfari? Þó unglingar íhugi e.t.v. ekki mikið um viðmiðin um svefn þá eru viðmið líka sett upp fyrir foreldra til að áætla svefnþörfina (L. Matricciani o.fl., 2013). Þá er mikilvægt að hafa í huga að sá svefn sem hægt er að komast af með (nægur) er ekki endilega jafn langur og sá svefn sem gefur einstaklingum ákjósanlegustu hvíldina og endurheimtina. 5.5 Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Úrtakið í rannsókninni er nokkuð stórt (n=281) eða um 6,5% af öllum nemendum í 10 bekk á Íslandi það ár er rannsóknin var framkvæmd (Hagstofan, e.d.). Auk þess var svarhlutfallið á spurningalistanum yfir 97%. Úrtakið ætti að endurspegla þýðið ágætlega þó ekki sé útilokað að þeir sem ekki þáðu boð um þátttöku hafi á einhvern hátt verið frábrugnir þeim sem tóku þátt. Einn helsti styrkleiki rannsóknarinnar var sá að notast var við hröðunarmæla í rannsókninni, með mælunum fást nákvæmar upplýsingar um hreyfingu og svefn þátttakenda við eðlilegar aðstæður (O'Neil o.fl., 2014; Sadeh, 2011a; Short o.fl., 2012; Williams o.fl., 2014). Rannsóknin er þversniðsrannsókn og ákveðin ókostur við þversniðsrannsókn er að erfitt er að meta orsök og afleiðingar varðandi rannsóknarefnið. Í þversniðsrannsókn er verið að athuga stöðuna á tilteknum tímapunkti en ekki er hægt að meta af hverju staðan er eins og hún er. Með langsniðsrannsókn væri hægt að meta hvort aukin hreyfing myndi leiða til lengri og/eða skilvirkari svefns. Því geta verið óvissuþættir í stöðunni sem hugsanlega hafa áhrif á niðurstöður t.d. tímasetningu á rannsókninni, meiðsl eða veikindi þátttakenda, utanaðkomandi áhrifaþættir t.d. álagstími í skóla, félagslífið, slæmt veður o.s.frv. sem gætu bæði haft áhrif á hreyfinguna og svefninn. 44

47 Einnig getur árstími skipt máli fyrir niðurstöður rannsóknar vegna þess hve norðarlega Ísland er og því tímasetning sólarupprásar og sólarlags mjög breytilegt eftir árstímum. Þó kom fram í rannsókn um svefnvenjur Íslendinga frá 1985 að árstíminn hafði ekki marktæk áhrif á svefnlengdina (Kristbjarnarson o.fl., 1985). Lausleg skoðun á þessum þætti í núverandi rannsókn leiddi ekki í ljós mun á svefni þátttakenda eftir því hvenær rannsóknartímabilsins þeir tóku þátt. Aðrar rannsóknir hafa þó sýnt fram á möguleg áhrif þessa (Nixon o.fl., 2008a; Thorleifsdottir o.fl., 2002). Daglúrar voru ekki reiknaðir inn í heildarsvefn þar sem aðeins 19 tilvik um daglúra komu fram á mælunum en ekki er útilokað að þeir kunni að hafa haft einhver áhrif hjá þeim fáu einstaklingum sem lögðu sig yfir daginn. Þessir þættir ættu þó ekki að hafa afgerandi áhrif á megin niðurstöður rannsóknarinnar og eru áhrifin jafnvel hverfandi í flestum tilvikum. 5.6 Hagnýtt og vísindalegt gildi Eins og fram hefur komið verður seinkun á líkamsklukkunni hjá unglingum vegna breytinga í hormónakerfinu sem leiðir til seinkunar á syfju á kvöldin og þyngsla á morgnana. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda eindregið til þess að ástæða sé til þess að bregðast við stuttum svefni ungmenna. Einföld leið til að auka svefnlengd hjá unglingum er að leyfa þeim að byrja seinna í skólanum á morgnana (M. Carskadon, Acebo og Jenni, 2004; M. A. Carskadon o.fl., 1998; R. Millman, 2005; Olds o.fl., 2010; Thorleifsdottir o.fl., 2002). Seinkun á upphafi skólatíma var rannsökuð í stórri samanburðarrannsókn sem gerð var á unglingum í Svíþjóð og Eistlandi og kom þar í ljós að seinkun á upphafi skólatíma hafði marktæk áhrif á svefnlengd unglinga til hins betra (Ortega o.fl., 2011). Í grunninn liggur vandamálið þó í því hvenær unglingarnir fara að sofa. Það er oft erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að hafa áhrif á hvenær svefntíminn er, því þar koma inn ólíkir þættir eins og skjátími, lærdómur, heimilsaðstæður og fleira. Fyrir unglinga í íþróttum gæti tímasetning á æfingum mögulega haft áhrif, bæði eru þær seint á kvöldin eða jafnvel mjög snemma á morgnana. Tímasetning á æfingum getur orsakað að hluta til af hverju þeir sem hreyfa sig meira skv. hreyfimælum sofa styttra en þeir sem hreyfa sig minna. Því mætti brýna fyrir þjálfurum og öðrum forráðamönnum íþróttafélaga að tímasetja æfingar ungmenna þannig að þær raski ekki svefntíma. 45

48 Æfingar snemma á morgnana hafa jafnvel meiri áhrif en æfingar seint á kvöldin. Með morgunæfingum er svefn unglinga settur í enn frekari skorður því miðað við líkamsklukku þeirra eiga þau nú þegar erfitt með að sofna fyrr á kvöldin (Krauchi o.fl., 1997). Út frá hugmyndum um æfingartíma væri því áhugavert að rannsaka betur tímasetningar á æfingum hjá unglingum og hver áhrifin eru á svefninn og tengja það jafnvel við frammistöðu á æfingum. Áhugavert væri einnig, í frekari rannsóknum, að skoða ítarlega hvort ákefð hreyfingar hefur áhrif á svefnlengd og skilvirkni svefns. Með framsýnum rannsóknum væri mögulegt að fylgjast með breytingum á svefni einstaklinga við mismunandi æfingaálag. Fyrir íþróttamanninn og mikilvægi þess að hámarka frammistöðu á æfingum og í keppni, þá eru niðurstöðurnar úr rannsókninni enn meira áhyggjuefni. Óháð þvi hvaða íþrótt einstaklingur stundar þá hefur svefnleysi neikvæð áhrif bæði til skemmri- og lengri tíma þar sem ákvarðanataka verður verri, mistök aukast og kraftur minnkar (Reilly og Edwards, 2007). 68% stúlkna og 77% drengja í rannsókninni stunda íþróttir (æfir eða keppir með íþróttafélagi) og á sama tíma ná aðeins örfáir ráðlögðum svefni. Svefnskortur hefur án efa áhrif á frammistöðu margra íþróttamanna á æfingum, í keppni og þá enn fremur í daglegu lífi (Banks og Dinges, 2007; Leger o.fl., 2014). Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld, skólayfirvöld, nemendur, íþróttamenn, þjálfarar og foreldrar geri sér grein fyrir því hversu algengur stuttur svefn er hjá unglingum og þeim áhættuþáttum sem koma fram í daglegu lífi og við íþróttaiðkun með of stuttum svefni. Allir þessir aðilar sem nefndir eru hér að ofan hafa tækifæri til að hafa áhrif á svefnvenjur ungmenna. Þó að svefninn styttist mögulega við aukið magn af hreyfingar þá er það ekki lausnin að minnka hreyfingu einstaklinga, heldur þvert á móti þurfa margir þátttakendur að auka hreyfingu sína til þess að uppfylla viðmið landlæknis. Eins og fram hefur komið áður þá er talið að aukin svefnlengd geti haft jákvæð áhrif á andlega- sem og líkamlega þætti. 46

49 6 Lokaorð Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svefninn hjá íslenskum unglingum er líklegur til að styttast við aukna hreyfingu. Aftur á móti kom í ljós að aukið magn hreyfingar hefur ekki áhrif á skilvirkni svefns hjá unglingum, hvorki aukin tíðni eða aukinn fjöldi ákafra æfinga. Um 87% drengja og 67% stúlkna stunda einhverskonar íþróttir en þó er aðeins rétt um 39% drengja og 30% stúlkna sem reyna á sig líkamlega á hverjum degi. Þetta eru mjög lágar tölur þegar alþjóðleg viðmið ráðleggja unglingum að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur á dag af meðal eða mikilli ákefð. Unglingar eru einnig langt frá því að uppfylla alþjóðleg viðmið og ráðleggingar um svefn og eru aðeins örfáir unglingar sem ná að meðaltali 8 klukkustundir af svefni á sólahring. Mun fleiri sofa aðeins rétt rúmlega 6 klukkustundir á nóttu. Á sama tíma sýna niðurstöður rannsóknarinnar að um 50% unglinga telja sig sofa nóg. Lítil hreyfing unglinga og stuttur svefn ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Báðir þessir þættir geta haft mikil og neikvæð líkamleg og andleg áhrif á unglinginn. Það þarf að skoða betur ástæðurnar sem liggja að baki þessum niðurstöðum og leita lausna til að auka hreyfingu og lengja svefninn hjá þeim. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja upp frekari spurningar um af hverju styttist svefn unglinga við aukna hreyfingu? Er það vegna líkamlegra áhrifa sem aukið magn hreyfingar veldur? Gæti það verið að þeir sem hreyfa sig meira hafi í raun minni tíma fyrir svefn? Eru það frekar tímasetningar æfinganna eða andlegt álag sem hefur áhrif á svefnlengdina? Von mín er sú að þessi rannsókn sem er einstök á Íslandi, muni nýtast fleirum til að rannsaka tengsl hreyfingar og svefns og aðlaga rannsóknarefnið enn betur að íslensku íþróttasamfélagi. Einnig þarf að athuga betur hvað það er varðandi aukið magn hreyfingar sem styttir svefninn. Vonandi verður spurningunum hér að ofan svarað á skýrari hátt í náinni framtíð. 47

50

51 Heimildaskrá Aguilar, M. M., Vergara, F. A., Velasquez, E. J. og Garcia-Hermoso, A. (2015). Physical activity, screen time and sleep patterns in Chilean girls. An Pediatr (Barc), 83(5), doi: /j.anpedi Aminoff, M. J., Boller, F. og Swaab, D. F. (2011). We spend about one -third of our life either sleeping or attempting to do so. Handb Clin Neurol, 98, vii. doi: /b Argani, N., Sharifi, G. og Golshahi, J. (2014). Comparison of the effect of different intensity exercise on a bicycle ergometer on postprandial lipidemia in type II diabetic patients. ARYA Atheroscler, 10(3), Arngrimsson, S. A., Richardsson, E. B., Jonsson, K. og Olafsdottir, A. S. (2012). Holdarfar, úthald, hreyfing og efnaskiptasnið meðal 18 ára íslenskra framhaldsskólanema. Læknablaðið, 98(5). Sótt af Awad, K. M. (2013). Effects of exercise and nutritional intake on sleep architecture in adolescents. 17(1), doi: /s Banks, S. og Dinges, D. F. (2007). Behavioral and Physiological Consequences of Sleep Restriction. J Clin Sleep Med, 3(5), Belanger, M., Gray-Donald, K., O'Loughlin, J., Paradis, G. og Hanley, J. (2009). When adolescents drop the ball: sustainability of physical activity in youth. Am J Prev Med, 37(1), doi: /j.amepre Biddle, S. J. og Asare, M. (2011). Physical activity and mental health in children and adolescents: a review of reviews. Br J Sports Med, 45(11), doi: /bjsports Brand, S., Gerber, M., Beck, J., Hatzinger, M., Puhse, U. og Holsboer- Trachsler, E. (2010). Exercising, sleep-eeg patterns, and psychological functioning are related among adolescents. World J Biol Psychiatry, 11(2), doi: / Brand, S., Gerber, M., Beck, J., Hatzinger, M., Pühse, U. og Holsboer- Trachsler, E. (2010). High exercise levels are related to favorable sleep patterns and psychological functioning in adolescents: a comparison of athletes and controls. Journal of Adolescent Health, 46(2), doi: /j.jadohealth Carskadon, M., Acebo, C. og Jenni, O. (2004). Regulation of adolescent sleep: implications for behavior. Ann N Y Acad Sci, doi: /annals Carskadon, M. A. (1990). Patterns of sleep and sleepiness in adolescents. Pediatrician, 17(1),

52 Carskadon, M. A. (2011). Sleep in Adolescents: The Perfect Storm. Pediatr Clin North Am, 58(3), doi: /j.pcl Carskadon, M. A., Wolfson, A. R., Acebo, C., Tzischinsky, O. og Seifer, R. (1998). Adolescent sleep patterns, circadian timing, and sleepiness at a transition to early school days. Sleep, 21(8), Caspersen, C. J., Powell, K. E. og Christenson, G. M. (1985). Physical activity, exercise, and physical fitness: definitions and distinctions for healthrelated research. Public Health Rep, 100(2), Dahl, R. E., Ryan, N. D., Williamson, D. E., Ambrosini, P. J., Rabinovich, H., Novacenko, H.,... Puig-Antich, J. (1992). Regulation of sleep and growth hormone in adolescent depression. J Am Acad Child Adolesc Psychiatry, 31(4), doi: / Dinges, D. F., Pack, F., Williams, K., Gillen, K. A., Powell, J. W., Ott, G. E.,... Pack, A. I. (1997). Cumulative sleepiness, mood disturbance, and psychomotor vigilance performance decrements during a week of sleep restricted to 4-5 hours per night. Sleep, 20(4), Dollman, J., Norton, K. og Norton, L. (2005). Evidence for secular trends in children's physical activity behaviour. Br J Sports Med, 39(12), ; discussion 897. doi: /bjsm Driver, H. S. og Taylor, S. R. (2000). Exercise and sleep. Sleep Med Rev, 4(4), doi: /smrv Dworak, M., Wiater, A., Alfer, D., Stephan, E., Hollmann, W. og Struder, H. K. (2008). Increased slow wave sleep and reduced stage 2 sleep in children depending on exercise intensity. Sleep Med, 9(3), doi: /j.sleep Eisenmann, J. C., Ekkekakis, P. og Holmes, M. (2006). Sleep duration and overweight among Australian children and adolescents. Acta Paediatr, 95(8), doi: / Ekstedt, M., Nyberg, G., Ingre, M., Ekblom, Ö. og Marcus, C. (2013). Sleep, physical activity and BMI in six to ten-year-old children measured by accelerometry: a cross-sectional study. International Journal of Behavioral Nutrition and Physical Activity, 10(1), doi: / Fobian, A. D., Avis, K. og Schwebel, D. C. (2016). Impact of Media Use on Adolescent Sleep Efficiency. J Dev Behav Pediatr, 37(1), doi: /dbp Foley, L. S., Maddison, R., Jiang, Y., Marsh, S., Olds, T. og Ridley, K. (2013). Presleep Activities and Time of Sleep Onset in Children. Pediatrics, 131(2), doi: /peds Fridriksdottir, K. (2015). Tölfræði 2013: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Sótt af Gradisar, M., Gardner, G. og Dohnt, H. (2011). Recent worldwide sleep patterns and problems during adolescence: a review and metaanalysis of age, region, and sleep. Sleep Med, 12. doi: /j.sleep

53 Hale, L. og Guan, S. (2015). Screen time and sleep among school -aged children and adolescents: A systematic literature review. Sleep Medicine Reviews, 21, doi: Hallal, P. C., Victora, C. G., Azevedo, M. R. og Wells, J. C. (2006). Adolescent physical activity and health: a systematic review. Sports Med, 36(12), Harbard, E., Allen, N. B., Trinder, J. og Bei, B. (2016). What's Keeping Teenagers Up? Prebedtime Behaviors and Actigraphy-Assessed Sleep Over School and Vacation. Journal of Adolescent Health, 58(4), doi: Hirshkowitz, M., Whiton, K., Albert, S. M., Alessi, C., Bruni, O., DonCarlos, L.,... Ware, J. C. (2015). National Sleep Foundation s updated sleep duration recommendations: final report. Sleep Health, 1(4), doi: Iannotti, R. J. og Wang, J. (2013). Trends in Physical Activity, Sedentary Behavior, Diet, and BMI Among US Adolescents, Pediatrics. doi: /peds Irish, L. A., Kline, C. E., Gunn, H. E., Buysse, D. J. og Hall, M. H. (2015). The role of sleep hygiene in promoting public health: A review of empirical evidence. Sleep Med Rev, 22, doi: /j.smrv Janssen, I. og LeBlanc, A. G. (2010). Systematic review of the health benefits of physical activity and fitness in school-aged children and youth. Int J Behav Nutr Phys Act, 7, 40. doi: / Javaheri, S., Storfer-Isser, A., Rosen, C. L. og Redline, S. (2008). Sleep Quality and Elevated Blood Pressure in Adolescents. Circulation, 118(10), doi: /circulationaha Johannsson, E., Arngrimsson, S. A., Thorsdottir, I. og Sveinsson, T. (2006). Tracking of overweight from early childhood to adolescence in cohorts born 1988 and 1994: overweight in a high birth weight population. Int J Obes (Lond), 30(8), doi: /sj.ijo Kline, C. E., Crowley, E. P., Ewing, G. B., Burch, J. B., Blair, S. N., Durstine, J. L.,... Youngstedt, S. D. (2011). The effect of exercise training on obstructive sleep apnea and sleep quality: a randomized controlled trial. Sleep, 34(12), doi: /sleep.1422 Kohyama, J. (2011). Sleep, serotonin, and suicide in Japan. J Physiol Anthropol, 30(1), 1-8. Kozey, S. L., Staudenmayer, J. W., Troiano, R. P. og Freedson, P. S. (2010). Comparison of the ActiGraph 7164 and the ActiGraph GT1M during self-paced locomotion. Med Sci Sports Exerc, 42(5), doi: /mss.0b013e3181c29e90 Krauchi, K., Cajochen, C. og Wirz-Justice, A. (1997). A relationship between heat loss and sleepiness: effects of postural change and melatonin administration. J Appl Physiol (1985), 83(1), Kristbjarnarson, H., Magnusson, H., Sverrisson, G., Arnarson, E. og Helgason, T. (1985). Könnun á svefnvenjum Íslendinga. The Icelandic Medical 51

54 journal, 71(6), Sótt af &lang=is&q=l%c6knabla%d0i%d0 Kubitz, K. A., Landers, D. M., Petruzzello, S. J. og Han, M. (1996). The effects of acute and chronic exercise on sleep. A meta-analytic review. Sports Med, 21(4), Kushida, C. (ritstj.). (2005). Sleep deprivation: clinical issues, pharmacology and sleep loss effects. New York: Marcel Dekker. Leger, D., Beck, F., Richard, J. B., Sauvet, F. og Faraut, B. (2014). The risks of sleeping "too much". Survey of a National Representative Sample of adults (INPES health barometer). PLoS One, 9(9), e doi: /journal.pone Libman, E., Fichten, C. S., Bailes, S. og Amsel, R. (2000). Sleep Questionnaire Versus Sleep Diary: Which Measure Is Better? International Journal of Rehabilitation and Health, 5(3), doi: /a: Lipnowski, S. og LeBlanc, C. M. A. (2012). Healthy active living: Physical activity guidelines for children and adolescents. Paediatr Child Health, 17(4), Magnusson, K., Arngrimsson, S., Sveinsson, T. og Johannsson, E. (2011). Líkamshreyfing 9-15 ára íslenskra barna í ljósi lýðheilsumarkmiða. The Icelandic Medical journal, 97(2). Sótt af Mann, C. J. (2003). Observational research methods. Research design II: cohort, cross sectional, and case-control studies. Emerg Med J, 20(1), Mark, A. E. og Janssen, I. (2009). Influence of bouts of physical activity on overweight in youth. Am J Prev Med, 36(5), doi: /j.amepre Matricciani, L., Blunden, S., Rigney, G., Williams, M. T. og Olds, T. S. (2013). Children's Sleep Needs: Is There Sufficient Evidence to Recommend Optimal Sleep for Children? Sleep, 36(4), doi: /sleep.2538 Matricciani, L. A., Olds, T. S., Blunden, S., Rigney, G. og Williams, M. T. (2012). Never enough sleep: a brief history of sleep recommendations for children. Pediatrics, 129(3), doi: /peds Meerlo, P., Havekes, R. og Steiger, A. (2015). Chronically restricted or disrupted sleep as a causal factor in the development of depression. Curr Top Behav Neurosci, 25, doi: /7854_2015_367 Millman, R. (2005). Excessive Sleepiness in Adolescents and Young Adults: Causes, Consequences, and Treatment Strategies, Pediatrics (Vol. 115, pp ). Millman, R. P. (2005). Excessive sleepiness in adolescents and young adults: causes, consequences, and treatment strategies. Pediatrics, 115(6), doi: /peds

55 Nixon, G. M., Thompson, J. M., Han, D. Y., Becroft, D. M., Clark, P. M., Robinson, E.,... Mitchell, E. A. (2008a). Short sleep duration in middle childhood: risk factors and consequences. Sleep, 31. Nixon, G. M., Thompson, J. M. D., Han, D. Y., Becroft, D. M., Clark, P. M., Robinson, E.,... Mitchell, E. A. (2008b). Short Sleep Duration in Middle Childhood: Risk Factors and Consequences. Sleep, 31(1), O'Neil, M. E., Fragala-Pinkham, M. A., Forman, J. L. og Trost, S. G. (2014). Measuring reliability and validity of the ActiGraph GT3X accelerometer for children with cerebral palsy: a feasibility study. J Pediatr Rehabil Med, 7(3), doi: /prm Olds, T., Blunden, S., Petkov, J. og Forchino, F. (2010). The relationships between sex, age, geography and time in bed in adolescents: a metaanalysis of data from 23 countries. Sleep Med Rev, 14(6), doi: /j.smrv Ortega, F. B., Ruiz, J. R., Labayen, I., Kwak, L., Harro, J., Oja, L.,... Sjostrom, M. (2011). Sleep duration and activity levels in Estonian and Swedish children and adolescents. Eur J Appl Physiol, 111. doi: /s Pesonen, A. K., Sjosten, N. M., Matthews, K. A., Heinonen, K., Martikainen, S., Kajantie, E.,... Raikkonen, K. (2011). Temporal associations between daytime physical activity and sleep in children. PLoS One, 6. doi: /journal.pone Pulakka, A., Cheung, Y. B., Ashorn, U., Penpraze, V., Maleta, K., Phuka, J. C. og Ashorn, P. (2013). Feasibility and validity of the ActiGraph GT3X accelerometer in measuring physical activity of Malawian toddlers. Acta Paediatr, 102(12), doi: /apa Reed, D. L. og Sacco, W. P. (2016). Measuring Sleep Efficiency: What Should the Denominator Be? J Clin Sleep Med, 12(2), doi: /jcsm.5498 Reilly, T. og Edwards, B. (2007). Altered sleep-wake cycles and physical performance in athletes. Physiol Behav, 90(2-3), doi: /j.physbeh Richter, H. G., Torres-Farfan, C., Rojas-Garcia, P. P., Campino, C., Torrealba, F. og Seron-Ferre, M. (2004). The circadian timing system: making sense of day/night gene expression. Biol Res, 37(1), Riddoch, C. J., Bo Andersen, L., Wedderkopp, N., Harro, M., Klasson-Heggebo, L., Sardinha, L. B.,... Ekelund, U. (2004). Physical activity levels and patterns of 9- and 15-yr-old European children. Med Sci Sports Exerc, 36. doi: /01.mss Sadeh, A. (2011a). The role and validity of actigraphy in sleep medicine: an update. Sleep Med Rev, 15(4), doi: /j.smrv Sadeh, A. (2011b). The role and validity of actigraphy in sleep medicine: an update. Sleep Med Rev, 15. doi: /j.smrv Sadeh, A., Raviv, A. og Gruber, R. (2000). Sleep patterns and sleep disruptions in school-age children. Dev Psychol, 36(3),

56 Sadeh, A., Sharkey, K. M. og Carskadon, M. A. (1994). Activity-based sleepwake identification: an empirical test of methodological issues. Sleep, 17(3), Short, M. A., Gradisar, M., Lack, L. C., Wright, H. og Carskadon, M. A. (2012). The discrepancy between actigraphic and sleep diary measures of sleep in adolescents. Sleep Med, 13(4), doi: /j.sleep Singh, A., Uijtdewilligen, L., Twisk, J. W., van Mechelen, W. og Chinapaw, M. J. (2012). Physical activity and performance at school: a systematic review of the literature including a methodological quality assessment. Arch Pediatr Adolesc Med, 166(1), doi: /archpediatrics Sirard, J. R. og Pate, R. R. (2001). Physical activity assessment in children and adolescents. Sports Med, 31(6), Spruyt, K., Molfese, D. L. og Gozal, D. (2011). Sleep duration, sleep regularity, body weight, and metabolic homeostasis in school-aged children. Pediatrics, 127(2), e doi: /peds Strohle, A. (2009). Physical activity, exercise, depression and anxiety disorders. J Neural Transm (Vienna), 116(6), doi: /s x Sverrisson, G. og Kristbjarnarson, H. (1990). Könnun á svefnháttum íslenskra barna The Icelandic Medical journal, 76(7), Taylor, J. D., Fletcher, J. P., Mathis, R. A. og Cade, W. T. (2014). Effects of Moderate- Versus High-Intensity Exercise Training on Physical Fitness and Physical Function in People With Type 2 Diabetes: A Randomized Clinical Trial. Physical Therapy, 94(12), doi: /ptj Telama, R., Yang, X., Viikari, J., Valimaki, I., Wanne, O. og Raitakari, O. (2005). Physical activity from childhood to adulthood: a 21-year tracking study. Am J Prev Med, 28(3), doi: /j.amepre Thorleifsdottir, B., Bjornsson, J. K., Benediktsdottir, B., Gislason, T. og Kristbjarnarson, H. (2002). Sleep and sleep habits from childhood to young adulthood over a 10-year period. J Psychosom Res, 53. doi: /s (02) Trost, S. G. (2007). State of the Art Reviews: Measurement of Physical Activity in Children and Adolescents. American Journal of Lifestyle Medicine, 1(4), doi: / Tsai, L.-L. og Li, S.-P. (2004). Sleep patterns in college students: Gender and grade differences. Journal of Psychosomatic Research, 56(2), doi: Verkþættir rannsóknarinnar. (2015). Sótt af Vuori, I., Urponen, H., Hasan, J. og Partinen, M. (1988). Epidemiology of exercise effects on sleep. Acta Physiol Scand Suppl, 574,

57 Warburton, D. E. R., Nicol, C. W. og Bredin, S. S. D. (2006). Health benefits of physical activity: the evidence. Cmaj, 174(6), doi: /cmaj Waterhouse, J., Fukuda, Y. og Morita, T. (2012). Daily rhythms of the sleepwake cycle. Journal of Physiological Anthropology, 31(1), doi: / WHO. (2010). Global recommendations on physical activity for health. Sótt af 9_eng.pdf Williams, S. M., Farmer, V. L., Taylor, B. J. og Taylor, R. W. (2014). Do more active children sleep more? A repeated cross-sectional analysis using accelerometry. PLoS One, 9(4), e doi: /journal.pone Wolfson, A. R. og Carskadon, M. A. (1998). Sleep schedules and daytime functioning in adolescents. Child Dev, 69(4), Youngstedt, S. D. (2005). Effects of exercise on sleep. Clin Sports Med, 24(2), , xi. doi: /j.csm Youngstedt, S. D. og Freelove-Charton, J. D. (2005). Exercise and sleep Í G. Faulkner og A. H. Taylor (ritstj.), Exercise, Health and Mental Health. Emerging Relationships. London. Youngstedt, S. D. og Kline, C. E. (2006). Epidemiology of exercise and sleep. Sleep Biol Rhythms, 4(3), doi: /j x Zhang, J., Li, A. M., Fok, T. F. og Wing, Y. K. (2010). Roles of parental sleep/wake patterns, socioeconomic status, and daytime activities in the sleep/wake patterns of children. J Pediatr, 156(4), e605. doi: /j.jpeds

58 Viðauki A: Rannsókn og samþykki Viðauki A 56

59 57

60 58

61 59

62 60

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga

Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga ELFA ÓLAFSDÓTTIR OG SÓLVEIG HALLDÓRSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS-PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: BRYNJA

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Arna Valgerður Erlingsdóttir Helga Sigfúsdóttir Karen B Elsudóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum

Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Áhrif veiða á vöxt þorsks á Íslandsmiðum Guðmundur Þórðarson gudthor@hafro.is Hafrannsóknastofnunin Skúlagata, Reykjavík p. 1/31 Veiðar hafa áhrif á fiskistofna: Fæðuframboð (Þorskur - loðna - rækja) p.

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar HELGA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR VALGERÐUR BÁRA BÁRÐARDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: DR. BRYNJA ÖRLYGSDÓTTIR, LEKTOR DR.

More information

Einhverfurófið og svefn

Einhverfurófið og svefn Einhverfurófið og svefn Fræðileg úttekt á meðferðarúrræðum og virkni þeirra María Kristín H. Antonsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Félagsvísindadeild Apríl 2016 Einhverfurófið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Leifur Óskarsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundur: Leifur Óskarsson Kennitala: 130889-2209 Leiðbeinendur: Kristján

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum

Svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum Svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum Þórir Rafn Hauksson Íþróttafræði Kennslufræði- og lýðheilsudeild Vor 28 Útdráttur Meginmarkmið og tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu

Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu Höfundar: Kári Árnason sjúkraþjálfari 1 Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari,

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS)

More information

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012 Ingibjörg Hjaltadóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir 2 hjúkrunarfræðingur Ágrip Inngangur: Sykursýki er vaxandi

More information

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc BAKGRUNNUR KNATTSPYRNUMANNA Á ÍSLANDI: RANNSÓKN Á LEIKMÖNNUM Í PEPSI DEILD, 1. DEILD OG 2. DEILD Kristján Gylfi Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2012 Höfundur/höfundar:

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat

Skólaskrifstofa Austurlands. Virknimat Skólaskrifstofa Austurlands Búðareyri 4, 730 Reyðarfjörður Virknimat Virknimat (functional behavioral assessment) er skipulagt ferli til að (Yell, Meadows, Drasgow & Shriner, 2009; Kern, O Neill & Starosta,

More information

BS ritgerð. Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans

BS ritgerð. Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans Ari Hróbjartsson Viðskiptadeild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Svala Guðmundsdóttir Júní 2010 Útdráttur Markmiðakenningin (Goal-setting

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi

Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi Sara Sif Sveinsdóttir Sunneva Einarsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Háskóli Íslands Félagsvísindasvið Skaðsemi af

More information

Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á vímuefnanotkun

Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á vímuefnanotkun Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2011 Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á vímuefnanotkun Hildur Jóhannsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2011 Tímaráðstöfun

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Rannsókn unnin upp úr gagnasafni HBSC María Guðmundsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild

More information

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD

Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. desember 2009 Jónína Sæmundsdóttir Viðhorf kennara og reynsla af kennslu barna með ADHD Í greininni er fjallað um

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr

Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr Verkaskipting kynjanna Fyrir og eftir bankahrun Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands Fréttabréf nr. 10 2010 Verkaskipting kynjanna fyrir og eftir bankahrun Karlar verja meiri tíma í heimilisstörf en þeir gerðu

More information

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM

HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM HJÚKRUN FÓLKS MEÐ SYKURSÝKI Á HJÚKRUNARHEIMILUM Margrét Ósk Vífilsdóttir HJÚKRUN EINSTAKLINGA með sykursýki er flókin og taka þarf tillit til margra atriða. Einstaklingar með sykursýki hafa margvíslegar

More information

Áhrif hreyfingar á ADHD

Áhrif hreyfingar á ADHD Lokaverkefni í B.Sc. í íþróttafræði Áhrif hreyfingar á ADHD Könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD Maí 2017 Nafn nemanda: Dagmar Karlsdóttir Kennitala: 220193 2419 Leiðbeinandi:

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Aukin hreyfing með skrefateljara

Aukin hreyfing með skrefateljara Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 30. maí 2009 Oddrun Hallås og Torunn Herfindal Aukin hreyfing með skrefateljara Samstarf milli grunnskóla og háskóla

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Áhrif hreyfingar á liðagigt

Áhrif hreyfingar á liðagigt Áhrif hreyfingar á liðagigt Elín Rós Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Áhrif hreyfingar á liðagigt Elín Rós Jónasdóttir Lokaverkefni til BSc-prófs í Íþrótta- og heilsufræði

More information

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Árni Rúnar Inaba Kjartansson Steinar Sigurjónsson Lokaverkefni til BS-gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Stuðningur við jákvæða hegðun:

Stuðningur við jákvæða hegðun: Stuðningur við jákvæða hegðun: Mat á áhrifum íhlutunar í 1. 4. bekk í þremur grunnskólum skólaárið 11 Gyða Dögg Einarsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Stuðningur við

More information

Horft til sólar Úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðurlandi eystra við streitu

Horft til sólar Úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðurlandi eystra við streitu Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði, vor 2010 Horft til sólar Úttekt á ráðum atvinnulausra á Norðurlandi eystra við streitu Guðrún Pálmadóttir Lokaverkefni í Hug og félagsvísindadeild

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Anabólískir-andrógenískir sterar

Anabólískir-andrógenískir sterar Anabólískir-andrógenískir sterar Ólíkir notendur, ólík markmið Hrafnkell Pálmi Pálmason Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Anabólískir-andrógenískir sterar Ólíkir notendur,

More information

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta

Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Frammistaða í þjónustuþáttum og forgangsröðun úrbóta Þórhallur Guðlaugsson Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram forgangsröðun úrbóta með mismunandi tölfræðilegum aðferðum. Notaðar eru þrjár algengar

More information

Matarvenjur og matvendni barna með offitu. Food habits and picky eating in a sample of obese children. Gunnhildur Gunnarsdóttir

Matarvenjur og matvendni barna með offitu. Food habits and picky eating in a sample of obese children. Gunnhildur Gunnarsdóttir Matarvenjur og matvendni barna með offitu Food habits and picky eating in a sample of obese children Gunnhildur Gunnarsdóttir Lokaverkefni til cand. psych gráðu í sálfræði Leiðbeinendur: Urður Njarðvík,

More information

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Magnús Ólafsson Kjartan Ólafsson Rósa Eggertsdóttir Kristján M. Magnússon Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Langtímarannsókn meðal barna í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði

More information

Fer meðalaldur iðkenda innan golfhreyfingarinnar á Íslandi hækkandi?

Fer meðalaldur iðkenda innan golfhreyfingarinnar á Íslandi hækkandi? VIÐSKIPTASVIÐ Fer meðalaldur iðkenda innan golfhreyfingarinnar á Íslandi hækkandi? Hvernig má fjölga yngri iðkendum í íþróttinni? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Sigurður Pétur Oddsson Leiðbeinandi:

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga.

Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Samanburður yfir fjögurra ára tímabil. Carmen Maja Valencia Helga Heiðdís Sölvadóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

Persónuleiki D. tengsl við óheilsusamlega hegðun. Haukur Ísleifsson og Marín Jónsdóttir

Persónuleiki D. tengsl við óheilsusamlega hegðun. Haukur Ísleifsson og Marín Jónsdóttir Persónuleiki D tengsl við óheilsusamlega hegðun Haukur Ísleifsson og Marín Jónsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Persónuleiki D tengsl við reykingar, hreyfingu og lyfjanotkun

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Líkamsmyndarnámskeiðið

Líkamsmyndarnámskeiðið Líkamsmyndarnámskeiðið Body Project Rannsókn á árangri forvarnarnámskeiðs gegn átröskunum Elva Björk Ágústsdóttir Lokaverkefni til MS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Líkamsmyndarnámskeiðið Body

More information

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Anna Sigríður Jónsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Ásta Snorradóttir Kristinn Tómasson

More information