Svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum

Size: px
Start display at page:

Download "Svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum"

Transcription

1 Svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum Þórir Rafn Hauksson Íþróttafræði Kennslufræði- og lýðheilsudeild Vor 28

2 Útdráttur Meginmarkmið og tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig svefn- og matarvenjum knattspyrnumanna á Suðurnesjum er háttað. Það sem rannsakanda langar meðal annars að kanna, er hvort að það sé einhver marktækur munur á svefn- og matarvenjum knattspyrnumanna, eftir því í hvaða deild þeir spila. Tilgáta rannsakanda er sú að því ofar í deildarkeppni sem maður spilar, því meiri áherslu leggur maður á þessa hluti. Ákveðið var að einblína á leikmenn í meistaraflokki og þá bæði karlmenn og kvenmenn. Gerður var spurningalisti sem var síðan lagður fyrir leikmennina, með það að markmiði að kanna hverjar svefn og matarvenjur þeirra væru. Í spurningalistanum er einnig kannað hver viðhorf leikmanna eru við þessum málefnum. Spurningarlistinn var lagður fyrir leikmenn í lok æfingar þar sem allir leikmenn voru samankomnir. Þátttakendur í rannsókninni voru alls 129 talsins. Svarhlutfall var 98,5. Út frá niðurstöðum þessarar könnunar er hægt að fá nokkuð skýra mynd af því hvernig svefn- og matarvenjum knattspyrnumanna á Suðurnesjum er háttað. Helstu niðurstöður eru þær að það er marktækur munur á milli leikmanna í efstu deild og leikmanna í hinum deildunum. Formáli Þegar kom að því að velja sér efni í lokaritgerð, þá kom strax upp í hugann að fjalla um eitthvað tengt knattspyrnu enda hef ég lifað og hrærst í knattspyrnu frá því að ég var lítill gutti. Ég hef þar að auki þjálfað börn og unglinga í mörg ár og er áhuginn minn á þessu viðfangsefni gífurlegur. Fljótlega kom upp í hugann hvort ekki væri sniðugt að kanna hvort knattspyrnumenn á Íslandi lifi heilsusamlegu líferni. Ákvað ég að rannsaka svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum. Þetta er þriggja eininga verkefni, unnið sem lokaverkefni til BS gráðu í íþróttafræði við Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Leiðbeinandi þessa verkefnis var Chien Tai Shill, ég þakka henni kærlega fyrir alla hjálpina. Einnig vil ég þakka Vigdísi Elísabetu Reynisdóttur fyrir yfirlestur ritgerðarinnar. 1

3 Efnisyfirlit Inngangur Næring íþróttamanna Svefn íþróttamanna Aðferð Rannsóknaraðferð Þátttakendur Mælitæki Framkvæmd Úrvinnsla/greining Niðurstöður Samanburður leikmanna milli deilda Samanburður leikmanna eftir kyni Umræður Heimildaskrá... 4 Viðaukar Viðauki 1. Samanburður leikmanna milli liða Viðauki 2. Spurningarlisti sem lagður var fyrir þátttakendur

4 Listi yfir myndir Mynd 1. Aldursskipting leikmanna milli deilda...15 Mynd 2. Kynjaskipting leikmanna milli deilda...15 Mynd 3. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða viðhorf þeir hafa til hollrar fæðu...16 Mynd 4. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft þeir borða holla og næringarríka fæðu að jafnaði...16 Mynd 5. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu marga skammta af grænmeti og ávöxtum þeir borða á dag að jafnaði...17 Mynd 6. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikla mjólk þeir drekka á dag að jafnaði...18 Mynd 7. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið vatn þeir drekka á dag að jafnaði...18 Mynd 8. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir borða fisk að jafnaði...19 Mynd 9. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir borða skyndibita að jafnaði...19 Mynd 1. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir borða nammi að jafnaði...2 Mynd 11. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið þeir drekka af sykruðu gosi á dag að jafnaði...2 Mynd 12. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið þeir drekka af orkudrykkjum á dag að jafnaði...21 Mynd 13. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið þeir drekka af íþróttadrykkjum á dag að jafnaði...21 Mynd 14. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir taka fæðubótarefni...22 Mynd 15. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða fæðubótarefni leikmenn taka helst

5 Mynd 16. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða viðhorf þeir hafa til svefns...23 Mynd 17. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvað þeir sofa að jafnaði margar klukkustundir á nóttu...23 Mynd 18. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvenær þeir fara að sofa að jafnaði á virkum dögum...24 Mynd 19. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvenær þeir fara að sofa að jafnaði um helgar...25 Mynd 2. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu hvíldir þeim finnst þeir vera á morgnana að jafnaði...25 Mynd 21. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir leggja sig á daginn að jafnaði...26 Mynd 22. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu lengi þeir leggja sig á daginn...26 Mynd 23. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða áhrif þeir telja að það að leggja sig á daginn hafi á þá...27 Mynd 24. Aldursskipting leikmanna eftir kyni...28 Mynd 25. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvaða viðhorf þeir hafa til hollrar og næringarríkrar fæðu...28 Mynd 26. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft þeir borða holla og næringarríka fæðu að jafnaði...29 Mynd 27. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu marga skammta af grænmeti og ávöxtum þeir borða á dag að jafnaði...29 Mynd 28. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu mikla mjólk þeir drekka á dag að jafnaði...3 Mynd 29. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu mikið vatn þeir drekka á dag að jafnaði...3 4

6 Mynd 3. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir borða fisk að jafnaði...31 Mynd 31. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir borða skyndibita að jafnaði...31 Mynd 32. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir borða nammi að jafnaði...32 Mynd 33. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu mikið af sykruðu gosi þeir drekka á dag að jafnaði...32 Mynd 34. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir taka fæðubótarefni...33 Mynd 35. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvaða fæðubótarefni leikmenn taka helst...33 Mynd 36. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvaða áhrif þeir telja að góður svefn hafi...34 Mynd 37. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvað þeir sofa að jafnaði margar klukkustundir á nóttu...34 Mynd 38. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvenær þeir fara að sofa að jafnaði á virkum dögum...35 Mynd 39. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvenær þeir fara að sofa að jafnaði um helgar...35 Mynd 4. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu hvíldir þeim finnst þeir vakna á morgnana að jafnaði...36 Mynd 41. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir leggja sig á daginn...36 Mynd 42. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu lengi þeir leggja sig að jafnaði

7 Inngangur Lykillinn af því að hafa góða heilsu er að lifa heilbrigðu líferni. Þegar talað er um að lifa heilbrigðu líferni þá er átt við fólk sem þjálfar og heldur sér í formi, reykir ekki og neytir áfengis í hófi. Það er meðvitað um mataræði sitt og gætir vel að hvíld og svefni (Gjerset, Haugen og Holmstad, 1995). Það er fjöldinn allur af þáttum sem fólk þarf að hafa í huga, ætli það sér að ná árangri í sinni íþrótt. Það skiptir til að mynda miklu máli að lifa heilbrigðu líferni. Þá skipta hlutir eins og næring, álag og hvíld heilmiklu máli (Gjerset, o.fl., 1995). Rannsakandi ákvað að kanna svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum. Á Suðurnesjum eru lið í öllum deildum. Í karlaboltanum eru Keflavík og Grindavík í efstu deild. Njarðvík er í fyrstu deild. Reynir Sandgerði og Víðir Garði eru í annarri deild. Í þriðju deild er síðan Þróttur Vogum. Í kvennaboltanum er Keflavík í efstu deild og GRV, sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis er í fyrstu deild. Með því að kanna öll liðin á Suðurnesjunum þá ætti rannsakandi að geta fengið skýra mynda af því hvernig svefn- og matarvenjum knattspyrnumanna á Suðurnesjum er háttað. Ákveðið var að einblína á leikmenn í meistaraflokki og þá bæði karlmenn og kvenmenn. Verður kannað hvort marktækur munur sé á milli leikmanna, eftir því í hvaða deild þeir spila. Tilgáta rannsakanda er sú að leikmenn sem spila í efri deildum, eru líklegri til að huga að þáttum eins og svefni og mataræði, heldur en leikmenn í deildum fyrir neðan. Þá verður einnig kannað hvort það sé marktækur munur milli kynjanna þegar kemur að svefn- og matarvenjum. Tilgáta rannsakanda er sú að stelpur hugsi aðeins betur um þessa þætti. Rannsakandi fann engar fyrri rannsóknir sem hafa rannsakað svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu því orðið einkar forvitnilegar fyrir þá sem hafa áhuga á málefninu, þ.e. svefn og matarvenjum knattspyrnumanna. Auk þess að rannsaka hverjar svefn- og matarvenjur knattspyrnumanna á Suðurnesjum eru, þá verður einnig fjallað lítillega um helstu þætti tengda málefninu. Verður fjallað um næringu íþróttamanna og mikilvægi góðs svefns. 6

8 Næring íþróttamanna Næring er einn af undirstöðuþáttum heilsunnar. Samkvæmt Fríðu Rún Þórðardóttur þá er hollt mataræði mjög mikilvægt fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Hollt mataræði er því nauðsynlegt ef góður árangur á að nást í íþróttum. Hollt mataræði, næg vatnsdrykkja og reglulegar máltíðir eru jafn mikilvægar hverjum íþróttamanni og æfingarnar sjálfar (Fríða Rún Þórðardóttir, 21). Samkvæmt Fríðu Rún Þórðardóttur (21) þá inniheldur hollt mataræði fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokkum í hæfilegu magni, auk nægra og hollra drykkja. Það er mismunandi eftir fólki, hversu mikið magn það þarf að innbyrða af hitaeiningum og næringarefnum. Magnið fer meðal annars eftir aldri, kyni, líkamsstærð, líkamsgerð, hreyfingu og þjálfunarástandi (Sólveig Þráinsdóttir, 1992). Íþróttafólk þarf að mestu leyti á sömu næringarefnum að halda og aðrir. Helsti munurinn er sá að íþróttafólk þarf yfirleitt að innbyrða meira magn. Íþróttafólk þarf að hafa mikla orku til að geta stundað íþróttina og þar af leiðandi þarf það mun fleiri hitaeiningar en kyrrsetufólk. Næringu íþróttafólks er ekki alltaf sinnt eins vel og nauðsynlegt er. Þarfir hvers íþróttamanns geta verið misjafnar og eru þarfirnar oft ekki nógu skýrar. Það getur leitt til þess að það myndist togstreita varðandi orkuþörf íþróttamannsins til að stunda íþrótt sína og þess að þurfa að halda líkamsþyngdinni innan vissra marka. Af þessum sökum reynist íþróttamönnum ekki alltaf auðvelt að samræma það að innbyrða næga og rétta orku. Þar að auki getur tímaleysi og skortur á aðstöðu oft verið ófullnægjandi til að elda og borða hollan og næringarríkan mat (Fríða Rún Þórðardóttir, 21). Hvort sem íþróttamenn þurfa mikla eða litla orku, þá skiptir höfuðmáli að neyta fæðu sem inniheldur mikilvægustu næringarefnin. Því skiptir miklu máli að fæðan sem íþróttamenn innbyrða sé fjölbreytt og stútfull af næringarefnum (Sólveig Þráinsdóttir, 1992). Þegar íþróttamenn velja sér fæðu til að neyta, þá þurfa þeir að hafa í huga að velja sér fæðu sem er með hátt næringargildi miðað við hitaeiningar. Mjólkurvörur, kjötmeti, ávextir, grænmeti, brauð og kornmeti eru allt dæmi um fæðutegundir sem hafa hátt næringargildi. Íþróttamenn ættu að 7

9 reyna að takmarka fæðutegundir eins og skyndibita, kökur, gosdrykki, nammi og aðrar unnar matvörur sem hafa lágt næringargildi (Sólveig Þráinsdóttir, 1992). Kolvetnaflokkurinn er sá flokkur orkuefnanna sem íþróttamenn þurfa mest á að halda. Ástæðan fyrir því af hverju kolvetnin eru svona mikilvæg er vegna þess að frumur líkamans, kjósa sér helst kolvetni í formi glúkósa til orkugjafar. Fæðið á að vera kolvetnaríkt til að tryggja endurnýjun á glýkógen forðanum (Ólafur Sæmundsson, 27). Samkvæmt Fríðu Rún Þórðardóttir (21) þá eru kolvetni mjög aðgengilegur orkugjafi fyrir líkamann. Þau eru yfirleitt mjög orkurík og þá eru þau einnig fljótmelt. Þar að auki eru þau létt í maga. Samkvæmt ráðleggingum lýðheilsustöðvar þá er hæfilegt að úr kolvetnum fáist 5-6 af orkunni, þar af ekki meira en 1 úr viðbættum sykri. Kartöflur, hrísgrjón, pasta, baunir, brauð, kornvörur, morgunkorn, ávextir og ávaxtasafar eru dæmi um fæðutegundir sem eru ríkar af kolvetnum. Fita er það næringarefni sem er orkuríkast. Fita skiptist í mettaðar og ómettaðar fitusýrur. Mettuð fita er mun óhollari en henni fylgir hátt kólesteról. Fita hefur mörgum hlutverkum að gegna. Til að mynda er hún orkugjafi, hún útvegar líkamanum fituleysanleg vítamín, hún veitir lífsnauðsynlegar fitusýrur og þá verndar hún einnig líffæri gegn miklum hitasveiflum (Ólafur Sæmundsson, 27). Mjög fituríkt fæði, þykir ekki æskilegur kostur fyrir íþróttafólk. Ástæðan fyrir því er meðal annars vegna þess að mikil neysla á fituríku fæði, getur leitt til þess að maður fitni. Það verður til þess að það dregur úr árangri og aukið álag myndast á liði og liðamót (Fríða Rún Þórðardóttir, 21). Samkvæmt ráðleggingum lýðheilsustöðvar þá er hæfilegt að fá 25-3 orkunnar úr fitu, þar af komi ekki meira en 1 orkunnar úr mettaðri fitu. Matarolíur, lýsi og fiskfita eru dæmi um ómettaða fitu. Smjörlíki, kex, kökur, snakk, sælgæti, djúpsteiktur matur og feitt kjöt er hinsvegar dæmi um mettaða fitu. Prótein hafa margvíslegum hlutverkum að gegna í líkamanum. Fyrir utan það að vera orkugjafi þá eru prótein meðal annars eitt aðal byggingar og viðhaldsefni líkamans. Þar að auki gegna prótein margvíslegum hlutverkum sem hormón og hvatar (Fríða Rún Þórðardóttir, 21). Samkvæmt ráðleggingum lýðheilsustöðvar þá er hæfilegt að úr próteinum fáist 1-2 af orkunni. Samkvæmt Fríðu Rún Þórðardóttur (21) þá ættu íþróttamenn hugsanlega að 8

10 neyta aðeins meira af próteinum en kyrrsetufólk. Ráðlögð neysla af próteinum fyrir heilsuhrausta fullorðna manneskju er,8 grömm fyrir hvert líkamskíló. Til samanburðar þó er áætluð próteinþörf íþróttafólks á bilinu 1,2 til 1,7 grömm. Taka verður tillit til þess hvort um úthaldsgrein eða hraða- og sprengikraftsgrein er að ræða. Mest prótein fæst úr fiski, kjöti, mjólkurmat og eggjum. Það er mikilvægt að íþróttamenn drekki ríflega af vatni. Nægilegt magn vatns er nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Vökvaþörf er breytileg meðal manna. Vökvaþörfin ræðst m.a. af aldri, líkamsstærð, veðri og hversu mikið menn hreyfa sig. Vatnið hefur mörgum hlutverkum að gegna. Vatn svalar m.a. þorsta, það aðstoðar við meltingu, það kælir líkamann meðan á áreynslu stendur, það viðheldur vökvajafnvægi líkamans, það ber næringarefni til frumanna og úrgangsefni frá þeim og svona mætti lengi telja (Ólafur Sæmundsson, 27). Þegar fólk verður þyrst, þá hefur líkaminn þegar misst um 2 af vatni og þá hefur bæði líkamleg og andleg afkastageta hugsanlega minnkað um heil 2 (Kleiner og Greenwood-Robinson, 1998). Ef maður er ekki með vökvaforðann í líkamanum í lagi, þá aukast líkurnar gífurlega á að maður finni fyrir hinum ýmsu óþægindum. Dæmi um óþægindi sem geta fylgt vatnsskorti eru t.d. óþægindi með öndun og óþægindi í meltingarvegi og liðamótum (Kleiner og Greenwood- Robinson, 1998). Þeir sem stunda íþróttir þar sem ákefðin er mikil, tapa auðveldlega einum og hálfum lítra af vatni á hverjum klukkutíma. Til að koma í veg fyrir vatnsskort í líkamanum, þá er mikilvægt að drekka vel af vatni fyrir átök. Þá er einnig æskilegt að drekka reglulega á meðan þjálfað er og einnig eftir þjálfun. Best er að drekka kalt vatn en það kælir líkamann betur niður en volgt vatn. Þá staldrar kalt vatn, styttra við í maganum og nýtist því frumum líkamans fljótar og betur (Ólafur Sæmundsson, 27). Íþróttadrykkir innihalda töluvert magn af kolvetnum og steinefnum. Áhrif íþróttadrykkja eru meðal annars að þeir viðhalda miklum afköstum við langvarandi álag. Íþróttadrykkir bæta upp vökva- og steinefnaskort líkamans og eru einnig orkugjafi. Íþróttadrykkir geta þar af leiðandi lengt þann tíma sem líkaminn getur starfað við full afköst og flýtt fyrir því að líkaminn jafni sig eftir átök. Íþróttamenn í mikilli þjálfun hafa góð not af íþróttadrykkjum en þó eru þeir ekki nauðsynlegir. Þeir geta aftur á móti hjálpað til, því árangur í íþróttum 9

11 takmarkast oft af vökva og orkubirgðum líkamans (Kristjana H. Gunnarsdóttir munnleg heimild, 24). Orkudrykkir innihalda aðallega einföld kolvetni með háan blóðsykursvísi. Einnig innihalda þeir oft töluvert magn af kaffíni og guarana auk annarra örvandi efna. Orkudrykkir gefa falska tilfinningu um aukna orku en það er vegna allra örvandi efnanna sem eru í þessum drykkjum. Má því leiða líkur að því að þessir svokölluðu orkudrykkir geri íþróttamönnum yfirleitt ekki mikið gagn (Kristjana H. Gunnarsdóttir munnleg heimild, 24). Fæðubótarefni eru efni og efnablöndur. Fæðubótarefni er ætlað að vera gagnleg viðbót við fæðuna. Fæðubótarefni eru meðal annars talin stuðla að fitulosun, styrkingu vöðva og bættri líðan með því að bæta upp skort á nauðsynlegum næringarefnum (Ólafur Sæmundsson, 27). Samkvæmt Fríðu Rún Þórðardóttur (21) þá ættu fæðubótarefni að vera óþörf fyrir þá sem borða nægan og hollan mat. Aftur á móti ættu þeir, sem borða óreglulega og óhollt fæði eða stunda mjög erfiðar æfingar, að geta haft gagn af fæðubótarefnum. Svefn íþróttamanna Góður nætursvefn er okkur gríðarlega mikilvægur og skiptir heilmiklu máli þegar kemur að því að halda góðri heilsu. Hæfilegur, góður og reglulegur svefn er jafn nauðsynlegur fyrir góða heilsu og heilsusamlegt mataræði og regluleg hreyfing (Caceres, 23). Góður nætursvefn hefur meðal annars í för með sér aukna orku og meiri kraft. Svefninn á helst að vera djúpur og órofinn (Antorio, 1999). Samkvæmt rannsóknum þá hefur góður nætursvefn jákvæð áhrif á minnið (Guerrien, 1994). Þá hefur góður nætursvefn einnig góð áhrif á einbeitingu og lundafar fólks (Broughton, 1982). Það er einstaklingsbundið hve mikinn svefn við þurfum. Þó eru flestir svefnsérfræðingar sammála um það, að flestir þurfi um það bil átta tíma nætursvefn á hverri nóttu til að halda sem bestri heilsu. Ónógur svefn getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram það, að ónógur svefn getur ýtt undir sykursýki og offitu (Knutson, Spiegel, Penev og Cautera, 27). 1

12 Það eru ekki til margar rannsóknir sem rannsaka áhrif svefns á líkamlega afkastagetu fólks. Í byrjun áttunda áratugarins var framkvæmd rannsókn sem hafði það að markmiði að kanna tengsl milli ónógs svefns og líkamlegrar afkastagetu fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær, að mjög lítil tengsl fundust milli ónógs svefns og líkamlegrar afkastagetu (Horne, 1978). Önnur rannsókn sem framkvæmd var á svipuðum tíma, sýndi einnig að lítill svefn virðist ekki hafa afgerandi slæm áhrif á líkamlega afkastagetu fólks (Horne, 1978). Karl Ægir Karlsson (munnleg heimild, 15. apríl 28) svefnsérfræðingur við Háskóla Reykjavíkur, telur að góður nætursvefn hafi hugsanlega jákvæð áhrif á líkamlega afkastagetu íþróttamanna. Hann er hinsvegar ekki viss um að það myndi mælast stórvægilegur munur, á líkamlegri afkastagetu þeirra sem sofa frekar lítið að jafnaði og þeirra sem sofa átta til níu klukkustundir á nóttu að jafnaði. Aftur á móti telur Karl Ægir að líkurnar myndu aukast töluvert á að ónógur svefn hafi neikvæð áhrif á líkamlega afkastagetu, ef lélegt svefnmynstur hjá íþróttamanninum myndi viðgangast til mjög langs tíma. Eins og fyrr hefur verið greint frá, þá hafa rannsóknir sýnt fram á það að lítill nætursvefn hefur slæm áhrif á einbeitinguna. Því má áætla að þó svo að ónógur nætursvefn hafi kannski ekki stórtæk áhrif á líkamlega afkastagetu íþróttamanna, þá ætti hann allavega að hafa þau áhrif að einbeiting leikmanna minnkar. Það getur síðan leitt til verri árangurs þegar í keppni er komið. 11

13 Aðferð Rannsóknaraðferð Notast var við megindlegar rannsóknaraðferðir. Með því að notast við megindlegar rannsóknaraðferðir þá er hægt að fá tölulegar upplýsingar um fjölda fólks. Rannsakandi fór til allra knattspyrnuliðanna á Suðurnesjum og lagði spurningalista fyrir meistaraflokksleikmenn liðanna. Rannsakandi mun síðan notast við lýsandi tölfræði til að útskýra helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Þátttakendur Þýði rannsóknarinnar eru knattspyrnumenn sem spila með meistaraflokki í sínum liðum á Suðurnesjum. Þátttakendur eru bæði karlkyns og kvenkyns. Þátttakendur eru 129 talsins og eru þeir á aldrinum 18 til 39 ára. Svarhlutfall var með besta móti og tóku nánast allir þeir leikmenn sem voru mættir á æfingu hjá hverju liði þátt. Það voru aðeins tveir leikmenn sem höfnuðu þátttöku. Svarhlutfall var því 98,5 sem verður að teljast nokkuð gott. Það kom einstaka sinnum fyrir að leikmenn slepptu því að svara ákveðnum spurningum. Mælitæki Aðalmælitækið sem rannsakandi notaði við þessa var rannsókn var spurningalisti sem innihélt tuttugu og fjórar spurningar. Spurningalistinn var lagður fyrir leikmennina og þeir beðnir um að svara honum eins vel og þeir gætu. Það voru yfirleitt fimm svarmöguleikar sem leikmenn gátu valið um. Spurningarnar voru yfirleitt lokaðar þar sem ætlast var til að leikmenn merktu við réttasta svarið. Spurningalistinn var unnin á Microsoft Word

14 Framkvæmd Spurningarlistinn var lagður fyrir leikmenn í lok æfingar þar sem allir leikmenn voru samankomnir. Rannsakandi afhenti hverjum og einum leikmanni spurningalista og penna. Það tók leikmenn um það bil fimm mínútur að svara spurningalistanum. Rannsakandi stóð yfir leikmönnum og fékk spurningarlistann til baka um leið og menn voru búnir að svara honum. Nokkrum dögum áður en rannsakandi kom á æfingu og lagði listann fyrir leikmenn, þá hringi hann í þjálfara viðkomandi liðs og fékk leyfi til að koma. Úrvinnsla/Greining Eftir að spurningarlistinn hafði verið lagður fyrir alla þátttakendurna þá tók rannsakandi niðurstöðurnar saman. Myndirnar sem notaðar voru við rannsóknina voru gerðar í Microsoft Excel 27. Rannsóknin var síðan unnið á Microsoft Word

15 Niðurstöður Á næstu blaðsíðum má sjá hverjar niðurstöður rannsóknarinnar eru. Eins og fyrr hefur verið getið þá var lagðar spurningalisti fyrir þátttakendur, sem innihélt tuttugu og fjórar spurningar. Verður niðurstöðum flestra spurninganna gerð góð skil en notast verður við lýsandi tölfræði. Leikmenn verða bornir saman eftir því í hvaða deild þeir spila og þá verða kynin einnig borin saman. Samanburður leikmanna milli deilda 8 Hvað ertu gamall/gömul? ára ára 26-3 ára Efsta deildd 1. deild 2. deild 3. deild ára 36 ára + Mynd 1. Aldursskipting leikmanna milli deilda. Það eru flestir leikmenn á aldrinum 18-2 ára en rúm 47 leikmanna eru á þeim aldri. Næst flestir eru á aldrinum ára eða 31 leikmanna. Það eru sem sagt flestir leikmenn á aldrinum ára. Leikmenn 26 ára og eldri eru frekar fámennir í þremur efstu deildunum. Það er ekki nema í þriðju deild þar sem leikmenn á aldrinum 26-3 ára eru frekar fjölmennir. Hvaða kyn ertu? 1 5 Efsta deildd 1. deild 2. deild 3.deild Karlkyn Kvenkyn Mynd 2. Kynjaskipting leikmanna milli deilda. 14

16 Hvaða áhrif telur þú að neysla á hollri og næringarríkri fæðu, hafi á afkastagetu íþróttamanna? Efsta deild 1. deild 2. deild 3.deild Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 3. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvað viðhorf þeir hafa til hollrar fæðu. Meirihluti leikmanna í öllum deildum telja, að neysla á hollri og næringarríkri fæðu, hafi jákvæð áhrif á afkastagetu íþróttamanna. Flestir leikmenn telja að holl og næringarrík fæða hafi mjög jákvæð áhrif og næst flestir telja að holl fæða hafi frekar jákvæð áhrif. Það eru ekki nema tæp 2 leikmanna sem telja að holl og næringarrík fæða hafi engin áhrif. Enginn leikmaður telur að holl og næringarrík fæða hafi neikvæð áhrif Hversu oft borðar þú holla og næringarríka fæðu að jafnaði Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Mjög oft Frekar oft Sjaldan Mjög sjaldan Aldrei Mynd 4. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft þeir borða holla og næringarríka fæðu að jafnaði. Meirihluti leikmanna í öllum deildum, telja að þeir borða frekar oft holla og næringarríka fæðu að jafnaði. Það er töluvert hærra hlutfall leikmanna í annarri og þriðju deild, miðað við leikmenn í tveimur efstu deildunum, sem borða sjaldan holla og næringarríka fæðu. Hlutfall leikmanna sem eru í tveimur neðstu deildunum og borða sjaldan holla og næringarríka fæðu eru í kringum 3. Til 15

17 samanburðar, þá er hlutfall leikmanna í tveimur efstu deildunum sem borða sjaldan holla og næringarríka fæðu, í kringum 15. Þá er hlutfall leikmanna í þriðju deild sem borða mjög oft holla og næringarríka fæðu, mun lægra en í þremur efstu deildunum. Þó virðist sem langflestir leikmenn borði yfirhöfuð holla og næringarríka fæðu Hversu marga skammta af grænmeti og ávöxtum borðar þú á dag að jafnaði? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 7 skammta eða fleiri 5-6 skammta 3-4 skammta 1-2 skammta Mynd 5. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu marga skammta af grænmeti og ávöxtum þeir borða á dag að jafnaði. Lýðheilsustöð mælir með því að fólk borði allavega fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 75-1 grömm af grænmeti eða glas af hreinum ávaxtasafa. Það eru ekki nema örfáir leikmenn sem fara að ráðleggingum lýðheilsustöðvar og borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Það eru ekki nema rúm 1 leikmanna sem borða fimm skammta eða meira á dag. Meirihluti leikmanna, rúm 5, borðar aðeins einn til tvo skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Það er einnig stórt hlutfall leikmanna sem borða þrjá til fjóra skammta. Það er ekki stórtækur munur á milli þriggja efstu deildanna. Leikmenn í þriðju deild koma hinsvegar verst út en enginn leikmaður í deildinni borðar fimm skammta eða meira á dag að jafnaði. 8 leikmanna í þriðju deild borða aðeins einn til tvo skammta, á meðan neysla leikmanna í hinum deildunum er ívið skárri. 16

18 Hversu mikla mjólk drekkur þú á dag að jafnaði? 6 glös eða fleiri 4-5 glös 2-3 glös 1 glas eða minna Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Drekk ekki mjólk Mynd 6. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikla mjólk þeir drekka á dag að jafnaði. Lýðheilsustöð mælir með að fólk drekki allavega tvö mjólkurglös á dag. Flestir leikmenn drekka annað hvort eitt glas eða minna á dag, eða tvö til þrjú glös á dag að jafnaði. 53 leikmanna drekka tvö glös eða meira á dag af mjólk að jafnaði. 47 leikmanna drekka minna en tvö mjólkurglös á dag. Samkvæmt þessum niðurstöðum, þá drekkur meirihluti leikmanna tvö glös eða meira á dag að jafnaði. Það er ekki stórtækur munur milli deilda þegar kemur að mjólkurdrykkju Hversu mikið vatn drekkur þú á dag að jafnaði? 9 glös eða fleiri 6-8 glös 4-5 glös 2-3 glös Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 1 glas eða minna Mynd 7. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir hversu mikið vatn þeir drekka á dag að jafnaði. Eins og áður hefur verið getið, þá er vatnið okkur bráðnauðsynlegt. Það er mjög breytilegt hversu mikið vatn menn drekka á dag að jafnaði. Á meðan sumir leikmenn virðast vera mjög duglegir að drekka vatn, þá eru aðrir sem drekka heldur lítið. Það er ekki stórtækur munur milli deilda. Algengast er að menn séu að drekka fjögur til átta glös, sem jafngildir 1-2 lítrum af vatni á dag. 17

19 Hversu oft í viku borðar þú fisk að jafnaði? 4 sinnum eða oftar 3 sinnum 2 sinnum Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 1 sinni eða sjaldnar Borða ekki fisk Mynd 8. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir borða fisk að jafnaði. Lýðheilsustöð mælir með að fólk borði allavega tvær fiskmáltíðir á viku. Meirihluti leikmanna borða fiskmáltíð tvisvar sinnum í viku eða oftar, eða 56 leikmanna. Það eru nokkrir sem borða fiskmáltíð aðeins einu sinni eða sjaldnar í viku, eða 44 leikmanna. Leikmenn í þremur efstu deildunum virðast vera svipað duglegir að borða fisk. Leikmenn í þriðju deild skera sig verulega út úr heildarmyndinni en rúm 7 leikmanna, borða fisk aðeins einu sinni eða sjaldnar í viku Hversu oft í viku borðar þú skyndibita að jafnaði? 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Borða ekki skyndibita Mynd 9. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir borða skyndibita að jafnaði. Algengast er að leikmenn borði skyndibita tvisvar til þrisvar sinnum í viku en 41 leikmanna borða skyndibita svo oft í viku. Þá er einnig stórt hlutfall leikmanna sem borða skyndibita aðeins einu sinni eða sjaldnar í viku, eða 36 leikmanna. Leikmenn í efstu deild borða áberandi minnst af skyndibita

20 leikmanna í efstu deild borða skyndibita fjórum sinnum eða oftar í viku. Hlutfall leikmanna í hinum deildunum, sem borða skyndibita svo oft, er í kringum Hversu oft í viku borðar þú nammi að jafnaði? 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Borða ekki nammi Mynd 1. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir borða nammi að jafnaði. Algengast er að menn borði nammi tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Þá er einnig töluvert um það að leikmenn borði nammi einu sinni í viku eða sjaldnar. Það virðist ekki vera stórtækur munur milli deilda þegar kemur að nammiáti Hversu mikið drekkur þú af sykruðu gosi á dag að jafnaði? 6 glös eða fleiri 4-5 glös 2-3 glös Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 1 glas eða minna Drekk ekki sykrað gos Mynd 11. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið þeir drekka af sykruðu gosi á dag að jafnaði. Það virðist sem leikmenn drekki yfirhöfuð ekki mikið gos. 42 leikmanna drekka eitt glas eða minna af gosi á dag og 17 drekka ekki sykrað gos. Þetta þýðir að 59 leikmanna drekka lítið sem ekkert af gosi. Þó svo að gosdrykkja virðist almennt ekki mikil þá eru samt þó nokkrir sem drekka töluvert af gosi. Svo dæmi sé tekið, þá drekka 12 leikmanna fjögur glös eða meira á dag að 19

21 jafnaði. Það jafngildir rúmum lítra af gosi á dag. Leikmenn í annarri og þriðju deild virðast drekka hvað mest en um það bil 2 leikmanna í hvorri deild fyrir sig, drekka fjögur glös eða meira á dag. Í efstu tveimur deildunum drekka aftur á móti ekki nema tæp 1 svo mikið magn Hversu mikið drekkur þú af orkudrykkjum á dag að jafnaði? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 6 glös eða fleiri 4-5 glös 2-3 glös 1 glas eða minna Drekk ekki orkudrykki Mynd 12. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið þeir drekka af orkudrykkjum á dag að jafnaði. Leikmenn virðast drekka mjög lítið af orkudrykkjum. Algengast er að menn drekki eitt glas eða minna og þá eru einnig fjölmargir sem ekki drekka orkudrykki. Það er mjög lítill munur milli deilda Hversu mikið drekkur þú af íþróttadrykkjum á dag að jafnaði? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 6 glös eða fleiri 4-5 glös 2-3 glös 1 glas eða minna Drekk ekki orkudrykki Mynd 13. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu mikið þeir drekka af íþróttadrykkjum á dag að jafnaði. Leikmenn virðast yfirhöfuð ekki drekka mikið af íþróttadrykkjum. Algengast er að menn drekki eitt glas eða minna. Næst algengast er að menn drekki tvö til þrjú glös á dag að jafnaði. Það er lítill sem enginn munur á milli deilda. 2

22 Hversu oft í viku tekur þú einhver fæðubótarefni sem viðbót við venjulega fæðu? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar Tek ekki fæðubótarefni Mynd 14. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir taka fæðubótarefni. Athyglisvert er að sjá hversu mikið niðurstöður dreifast í þessari spurningu. Algengast er að leikmenn taki ekki fæðubótarefni. Næst algengast er að menn taki fæðubótarefni sex sinnum eða oftar í viku. Það er lítill munur á milli deilda Ef svo er, hvaða fæðubótarefni tekur þú? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Lýsi Fjölvítamín-og steinefnatöflur Kolvetni sem fæðubótarefni Prótein sem fæðubótarefni Kreatín Fitubrennslutöflur Eitthvað annað Mynd 15. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða fæðubótarefni leikmenn taka helst Mest er um að menn taki lýsi sem fæðubót. Þá er einnig algengt að menn taki fjölvítamín og steinefnatöflur. Það eru einnig þó nokkrir sem taka prótein sem fæðubótarefni. Það er minna um að menn taki önnur fæðubótarefni eins og sjá má. Það er frekar lítill munur á milli deilda hvaða fæðubótarefni menn taka. Það 21

23 er kannski helst að það er mun hærra hlutfall leikmanna í þriðju deild, sem taka fitubrennslutöflur, miðað við leikmenn í þremur efstu deildunum Hvaða áhrif telur þú að góður svefn, hafi á afkastagetu íþróttamanna? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 16. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða viðhorf þeir hafa til svefns. Viðhorf leikmanna til góðs svefns eru ótvíræð en stærstur hluti leikmanna í öllum deildum telur að góður svefn, hafi mjög jákvæð eða frekar jákvæð áhrif á afkastagetu íþróttamanna. Það eru aðeins örfáir leikmenn sem telja að góður svefn hafi engin áhrif og enginn leikmaður sem telur að hann hafi slæm áhrif. Það er lítill munur á milli deilda, hvað varðar viðhorf leikmanna til svefns Hvað sefur þú að jafnaði margar klukkustundir á nóttu? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 1 tíma eða meira 8-9 tíma 6-7 tíma 4-5 tíma 3 tíma eða minna Mynd 17. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvað þeir sofa að jafnaði margar klukkustundir á nóttu. 52 leikmanna sofa sex til sjö klukkustundir að jafnaði á hverri nóttu. 4 leikmanna sofa átta til níu klukkustundir. 7 leikmanna sofa fjórar klukkustundir eða minna að jafnaði á nóttu. Leikmenn í efstu deild sofa áberandi mest en 46 22

24 leikmanna í efstu deild sofa átta til níu klukkustundir að jafnaði á nóttu. 39 leikmanna í fyrstu deild sofa í átta til níu klukkustundir að jafnaði. 35 leikmanna í annarri deild sofa átta til níu klukkustundir og 33 leikmanna í þriðju deild sofa átta til níu klukkustundir að jafnaði á nóttu Hvenær ferðu að sofa að jafnaði á virkum dögum? Klukkan 1: eða seinna Klukkan :-:59 Klukkan 23:-23:59 Klukkan 22:-22:59 Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Klukkan 21:59 eða fyrr Mynd 18. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvenær þeir fara að sofa að jafnaði á virkum dögum. Algengast er að menn fari að sofa á bilinu 23:-23:59 en 4 leikmanna fara að sofa á þeim tíma. Næst algengast er að leikmenn fari að sofa á bilinu 22:-22:59 en 35 leikmanna fara að sofa á þeim tíma. Í efstu deild fara 65 leikmanna að sofa fyrir miðnætti. Í fyrstu deild fara 58 leikmanna að sofa fyrir miðnætti. Í annarri deild fara 35 leikmanna að sofa fyrir miðnætti og í þriðju deild fara 33 leikmanna að sofa fyrir miðnætti. Þetta þýðir að hlutfall leikmanna sem fara að sofa fyrir miðnætti, fer stiglækkandi eftir deildum. Ef maður snýr dæminu við þá fer það stighækkandi eftir deildum, hversu margir leikmenn fara að sofa eftir miðnætti að jafnaði. Sem dæmi, þá fara 35 leikmanna í efstu deild að sofa eftir miðnætti á móti 67 leikmanna í þriðju deild. Það er því nokkuð marktækur munur milli deilda, þegar kemur að því hvenær leikmenn fara að sofa að jafnaði á virkum dögum. 23

25 Hvenær ferðu að sofa að jafnaði um helgar? Klukkan 1: eða seinna Klukkan :-:59 Klukkan 23:-23:59 Klukkan 22:-22:59 Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Klukkan 21:59 eða fyrr Mynd 19. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvenær þeir fara að sofa að jafnaði um helgar. Það er algengast að menn fari að sofa klukkan eitt eða seinna um helgar en 68 leikmanna fara að sofa á þeim tíma. Í efstu deild fara 42 leikmanna að sofa fyrir klukkan 1:. Í fyrstu deild fara 29 leikmanna að sofa fyrir klukkan 1:. Í annarri deild fara 19 leikmanna að sofa fyrir 1: og í þriðju deild fara 27 leikmanna að sofa fyrir klukkan 1:. Samkvæmt þessum niðurstöðum, þá fara leikmenn í efstu deild fyrr að sofa um helgar en leikmenn í hinum deildunum Hversu hvíld/ur finnst þér þú vakna á morgnana að jafnaði? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Mjög hvíldur Frekar hvíldur Frekar óhvíldur Mjög óhvíldur Mynd 2. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu hvíldir þeim finnst þeir vera á morgnana að jafnaði. Meirihluti leikmanna finnst þeir vera frekar hvíldir þegar þeir vakna á morgnana eða 53 leikmanna. 61 leikmanna finnst þeir vakna hvíldir á morgnana á meðan 39 leikmanna finnst þeir vakna óhvíldir. Í efstu deild eru 62 leikmanna sem finnst þeir vakna hvíldir á morgnana að jafnaði. Í fyrstu deild eru 58 leikmanna sem vakna hvíldir á morgnana. Í annarri deild eru 74 leikmanna sem vakna hvíldir á morgnana. Í þriðju deild eru 4 leikmanna sem vakna 24

26 hvíldir á morgnana að jafnaði. Það er ekki stórtækur munur á milli þriggja efstu deildanna. Leikmenn í þriðju deild skera sig töluvert úr en 6 leikmanna í deildinni vakna óhvíldir á morgnana á móti aðeins 38 leikmanna í efstu deild Hversu oft í viku leggur þú þig á daginn að jafnaði 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Legg mig aldrei Mynd 21. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu oft í viku þeir leggja sig á daginn að jafnaði. Langflestir leikmenn leggja sig annaðhvort einu sinni eða sjaldnar. Leikmenn í tveimur efstu deildunum eru duglegastir að leggja sig. 42 leikmanna í efstu deild leggja sig tvisvar sinnum eða oftar í viku að jafnaði. 39 leikmanna í fyrstu deild leggja sig tvisvar sinnum eða oftar í viku. Í annarri deild leggja 32 leikmanna sem sig svo oft. Í þriðju deild, leggja 27 leikmanna sig svo oft Ef þú leggur þig á daginn, hversu lengi leggur þú þig að jafnaði? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild 12 mín eða lengur mín 6-89 mín mín 15 mín eða minna Mynd 22. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hversu lengi þeir leggja sig á daginn. Þegar menn leggja sig þá er algengast að menn leggi sig frá um það bil korteri upp í klukkustund. Það er einnig töluverður fjöldi sem leggur sig frá klukkutíma upp í 25

27 einn og hálfan klukkutíma. Það eru mjög fáir sem leggja sig lengur en 9 mínútur. Þá eru einnig örfáir sem leggja sig í 15 mínútur eða skemur. Það er ekki að sjá að það sé stórtækur munur milli deilda, hversu lengi menn leggja sig á daginn. Leikmenn í þriðju deild skera sig þó töluvert úr þegar kemur að því að leggja sig í 9 mínútur eða lengur. 27 leikmanna í þriðju deild leggja sig í 9 mínútur eða lengur að jafnaði. Á meðan er hlutfall leikmanna í hinum deildunum sem leggja sig svo lengi, í kringum 1. 5 Hvaða áhrif telur þú að það að leggja sig hafi á þig? Efsta deild 1. deild 2. deild 3. deild Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 23. Samanburður leikmanna milli deilda, eftir því hvaða áhrif þeir telja að það að leggja sig á daginn hafi á þá. Það eru mjög skiptar skoðanir meðal leikmanna um hver áhrif þess að leggja sig á daginn hafi á þá. Þó skoðanirnar séu skiptar meðal leikmanna, þá eru töluvert fleiri sem telja að það að leggja sig á daginn, hafi jákvæð áhrif á þá. Meira en helmingur, eða 57 leikmanna telja að það að leggja sig á daginn hafi jákvæð áhrif. Samt sem áður eru ótrúlega margir sem eru á því að það að leggja sig á daginn hafi engin eða neikvæð áhrif. Það er frekar lítill munur á milli deilda. 26

28 Samanburður leikmanna eftir kyni 8 Hvað ertu gamall/gömul? KK Kvk 18-2 ára ára 26-3 ára ára 36 ára + Mynd 24. Aldursskipting leikmanna eftir kyni Það er áberandi að sjá hversu stórt hlutfall kvenkyns leikmanna er 18-2 ára eða rúmlega 7. Hjá karlmönnunum er 18-2 ára einnig fjölmennasti aldurshópurinn en hann er þó mun minni en hjá stelpunum eða tæp 4. Þá er einkar athyglisvert að sjá að það er ekki einn leikmaður sem er yfir þrítugt sem iðkar knattspyrnu hjá stelpunum Hvaða áhrif telur þú að neysla á hollri og næringarríkri fæðu, hafi á afkastagetu íþróttamanna? KK Kvk Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 25. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvaða viðhorf þeir hafa til hollrar og næringarríkrar fæðu. Það er enginn stórvægilegur munur milli kynja, hvaða viðhorf þau hafa til hollrar og næringarríkrar fæðu. Langstærstur hluti beggja kynja telur hollt fæði hafa góð áhrif á afkastagetu íþróttamanna. 27

29 Hversu oft borðar þú holla og næringarríka fæðu að jafnaði KK Kvk Mjög oft Frekar oft Sjaldan Mjög sjaldan Aldrei Mynd 26. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft þeir borða holla og næringarríka fæðu að jafnaði. Langstærstur hluti beggja kynja borða frekar oft holla fæðu. Þó má sjá að það er töluvert stærra hlutfall kvenna sem segjast borða, mjög oft holla og næringarríka fæðu eða rúmlega 3 á móti tæplega 2 hjá körlunum. Þá er hlutfall stráka sem borða, sjaldan holla fæðu aðeins hærra en hjá stelpunum. Samkvæmt þessum niðurstöðum, þá virðist sem stelpur borði aðeins oftar holla og næringarríka fæðu Hversu marga skammta af grænmeti og ávöxtum borðar þú á dag að jafnaði? KK Kvk 7 skammta eða fleiri 5-6 skammta 3-4 skammta 1-2 skammta Mynd 27. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu marga skammta af grænmeti og ávöxtum þeir borða á dag að jafnaði. Aðeins örlítið hlutfall leikmanna beggja kynja ná því að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag, eins og lýðheilsustöð mælir með. Strákarnir virðast aðeins duglegri en stelpurnar að borða fimm skammta eða meira. 13 strákanna ná ráðleggingum lýðheilsustöðvar á móti aðeins 6 hjá stelpunum. 28

30 Hversu mikla mjólk drekkur þú á dag að jafnaði? 6 glös eða fleiri 4-5 glös 2-3 glös 1 glas eða minna KK Kvk Drekk ekki mjólk Mynd 28. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu mikla mjólk þeir drekka á dag að jafnaði. Strákarnir virðast vera þó nokkuð duglegri en stelpurnar að drekka mjólk en á meðan 58 strákanna drekka tvö mjólkurglös eða meira, þá drekka aðeins 36 af stelpunum tvö glös eða meira. stelpunum drekka hreinlega ekki mjólk. Þá er einkar athyglisvert að sjá að 15 af 4 3 Hversu mikið vatn drekkur þú á dag að jafnaði? 9 glös eða fleiri 2 1 KK Kvk 6-8 glös 4-5 glös 2-3 glös 1 glas eða minna Mynd 29. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu mikið vatn þeir drekka á dag að jafnaði. Stelpurnar hafa vinninginn þegar kemur að vatnsdrykkju en strákarnar standa þeim hinsvegar ekki langt að baki. Það virðist vera mjög misjafnt hversu mikið af vatni fólk er að drekka. Það virðist þó vera algengast hjá báðum kynjum að drekka 4-5 glös af vatni á dag en það jafngildir rúmum lítra af vatni á dag. Þá eru einnig þó nokkuð margir af báðum kynjum sem drekka 6-8 glös en það jafngildir 1,5-2 lítrum á dag. 29

31 Hversu oft í viku borðar þú fisk að jafnaði? 4 sinnum eða oftar 3 sinnum 2 sinnum 1 sinni eða sjaldnar KK Kvk Borða ekki fisk Mynd 3. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir borða fisk að jafnaði. Strákarnir eru töluvert duglegri að borða fisk heldur en stelpurnar. 59 af strákunum fara að ráðleggingum lýðheilsustöðvar og borða fisk tvisvar í viku eða oftar. Hlutfall þeirra stelpna sem fara að ráðleggingum lýðheilsustöðvar er töluvert lægra en hjá strákunum eða 45. Þetta þýðir að meira en helmingur af þeim stelpum sem tóku könnunina borða fisk of sjaldan en það er að sjálfsögðu ekki nógu gott Hversu oft í viku borðar þú skyndibita að jafnaði? 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar KK Kvk Borða ekki skyndibita Mynd 31. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir borða skyndibita að jafnaði. Strákarnir virðast borða mun oftar skyndibita en stelpurnar. Á meðan 23 strákanna borða skyndibita fjórum sinnum eða oftar þá eru aðeins 12 stelpnanna sem borða skyndibita jafn oft í viku. Rúmlega 5 stelpnanna borða skyndibita einu sinni eða sjaldnar. 3

32 Hversu oft í viku borðar þú nammi að jafnaði? sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar KK Kvk Borða ekki nammi Mynd 32. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir borða nammi að jafnaði. Samkvæmt þessum niðurstöðum þá borða stelpurnar sjaldnar nammi en strákarnir. 55 af stelpunum borða nammi einu sinni eða sjaldnar í viku. 38 af strákunum borða nammi einu sinni eða sjaldnar. Þó stelpurnar virðist borða sjaldnar nammi en strákarnir, þá ber að nefna að svipað stór hluti stelpna og stráka borða nammi fjórum sinnum eða oftar í viku. Hversu mikið drekkur þú af sykruðu gosi á dag að jafnaði? KK Kvk 6 glös eða fleiri 4-5 glös 2-3 glös 1 glas eða minna Drekk ekki sykrað gos Mynd 33. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu mikið af sykruðu gosi þeir drekka á dag að jafnaði. Það fer ekki á milli mála að stelpurnar drekka mun minna sykrað gos en strákarnir. Sem dæmi þá drekka 49 strákanna tvö glös eða meira á dag á móti 18 hjá stelpunum. 82 stelpnanna drekka eitt glas eða minna af sykruðu gosi á móti 51 hjá strákunum. 31

33 Hversu oft í viku tekur þú einhver fæðubótarefni sem viðbót við venjulega fæðu? KK Kvk 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar Tek ekki fæðubótarefni Mynd 34. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir taka fæðubótarefni. Eins og sjá má þá er skiptingin mjög svipuð milli kynja, hversu oft í viku leikmennirnir taka einhver fæðubótarefni sem viðbót við venjulega fæðu. Stór hluti beggja kynja tekur ekki fæðubótarefni. Strákarnir eru þó heldur duglegri að taka fæðubótarefni þó munurinn sé alls ekki mikill Ef svo er, hvaða fæðubótarefni tekur þú? KK Kvk Lýsi Fjölvítamín-og steinefnatöflur Kolvetni sem fæðubótarefni Prótein sem fæðubótarefni Kreatín Fitubrennslutöflur Eitthvað annað Mynd 35. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvaða fæðubótarefni leikmenn taka helst. Eins og sjá má þá er lýsið feikivinsælt hjá báðum kynjum en helmingur stelpnanna og 3 strákanna tekur lýsi. Þá er fjölvítamín- og steinefnatöflurnar einnig nokkuð vinsælar hjá báðum kynjum. Strákarnir eru meira fyrir kolvetni, prótein og kreatín sem fæðubótarefni á meðan stelpurnar eru meira fyrir fitubrennslutöflurnar. 32

34 Hvaða áhrif telur þú að góður svefn, hafi á afkastagetu íþróttamanna? KK Kvk Mjög jákvæð áhrif Frekar jákvæð áhrif Engin áhrif Frekar neikvæð áhrif Mjög neikvæð áhrif Mynd 36. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvaða áhrif þeir telja að góður svefn hafi. Bæði kyn eru á því að góður nætursvefn, hafi jákvæð áhrif á afkastagetu íþróttamanna. 79 stelpnanna telur að góður nætursvefn hafi mjög góð áhrif á móti 66 hjá strákunum. 31 strákanna telur að góður nætursvefn hafi frekar jákvæð áhrif á móti 21 hjá strákunum. Samkvæmt þessu er viðhorf stelpnanna til góðs nætursvefns aðeins betra en hjá strákunum Hvað sefur þú að jafnaði margar klukkustundir á nóttu? KK Kvk 1 tíma eða meira 8-9 tíma 6-7 tíma 4-5 tíma 3 tíma eða minna Mynd 37. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvað þeir sofa að jafnaði margar klukkustundir á nóttu. Samkvæmt þessum niðurstöðum þá virðist sem stelpurnar sofi aðeins meira á nóttinni en strákarnir. Meirihluti stelpnanna, eða 52, sefur 8-9 tíma að jafnaði á hverri nóttu. Mun minna hlutfall af strákunum sefur jafn lengi að jafnaði eða 37 leikmanna. Þá sofa 8 strákanna aðeins fimm tíma eða minna að jafnaði á nóttu, á móti 3 hjá stelpunum. 33

35 Hvenær ferðu að sofa að jafnaði á virkum dögum? 5 4 Klukkan 1: eða seinna Klukkan :-:59 Klukkan 23:-23:59 Klukkan 22:-22:59 KK Kvk Klukkan 21:59 eða fyrr Mynd 38. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvenær þeir fara að sofa að jafnaði á virkum dögum. Stærstur hluti af stelpunum fer mun fyrr að sofa heldur en strákarnir. Sem dæmi þá fara 3 af stelpunum að sofa á milli 22:-22:59, á meðan aðeins 7 af strákunum fer að sofa á sama tíma. Þá fer 53 af strákunum að sofa eftir miðnætti á móti 27 hjá stelpunum. Hvenær ferðu að sofa að jafnaði um helgar? Klukkan 1: eða seinna Klukkan :-:59 Klukkan 23:-23:59 1 KK Kvk Klukkan 22:-22:59 Klukkan 21:59 eða fyrr Mynd 39. Samanburður leikmanna eftir kyni, hvenær þeir fara að sofa að jafnaði um helgar. Skiptingin milli kynjanna, þegar spurt er hvenær fólk fer að sofa að jafnaði um helgar, er mun jafnari heldur en á virkum dögum. Langstærstur hluti beggja kynja fer að sofa klukkan 1: eða seinna eða tæp 7 hjá báðum kynjum. Þó fer aðeins stærri hluti hjá stelpunum að sofa á milli 23:-23:59 eða 9 á móti 3 hjá strákunum. 34

36 Hversu hvíld/ur finnst þér þú vakna á morgnana að jafnaði? KK Kvk Mjög hvíld/ur Frekar hvíld/ur Frekar óhvíld/ur Mjög óhvíld/ur Mynd 4. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu hvíldir þeim finnst þeir vakna á morgnana að jafnaði. Eins og sjá má þá eru hlutföllin mjög jöfn milli kynjanna, hversu hvíldir leikmenn eru þegar þeir vakna á morgnana. Þó má sjá að 6 strákanna vakna mjög óhvíldir á meðan engin af stelpunum vaknar mjög óhvíld. Meirihluti leikmanna, hvort sem þeir eru kvenkyns eða karlkyns, segjast vakna frekar hvíldir. Um það bil 6 leikmanna hjá báðum kynjum segist vakna hvíldir og 4 leikmanna segjast vakna óhvíldir Hversu oft í viku leggur þú þig á daginn að jafnaði 6 sinnum eða oftar 4-5 sinnum 2-3 sinnum 1 sinni eða sjaldnar KK Kvk Legg mig aldrei Mynd 41. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu oft í viku þeir leggja sig á daginn. Þegar kemur að því að leggja sig fjórum sinnum eða oftar, þá hafa strákarnir vinninginn. 17 strákanna leggja sig fjórum sinnum eða oftar á móti aðeins 6 hjá stelpunum. Það eru hinsvegar mun fleiri stelpur heldur en strákar sem leggja sig 2-3 sinnum í viku, eða 4 á móti 17 strákanna. Það er svipað hlutfall stráka og stelpna sem leggja sig aldrei. 35

37 Ef þú leggur þig á daginn, hversu lengi leggur þú þig að jafnaði? KK Kvk 12 mín eða lengur mín 6-89 mín mín 15 mín eða minna Mynd 42. Samanburður leikmanna eftir kyni, hversu lengi þeir leggja sig að jafnaði. Það virðist vera langalgengast hjá báðum kynjum að leggja sig í mínútur. Næst algengast er að leggja sig í 6-89 mínútur en fjórðungur hjá báðum kynjum leggur sig yfirleitt innan þess tímaramma. Það eru mun fleiri strákar heldur en stelpur sem leggja sig lengur en í 9 mínútur, eða 16 á móti 4 stelpnanna. 36

38 Umræður Niðurstöður rannsóknarinnar falla nokkuð vel að tilgátum rannsakanda. Til að mynda, þá koma leikmenn í efstu deild, yfirhöfuð mun betur út en leikmenn í þriðju deild. Það var nokkuð algengt að leikmenn í þremur efstu deildunum komu svipað út og leikmenn í neðstu deild verst út. Það var þó ekki alltaf sem niðurstöður voru þannig. Það kom til dæmis nokkrum sinnum fyrir að lítill sem enginn munur var á milli deilda. Heilt yfir komu leikmenn efstu deildar best út úr rannsókninni. Þá sýndu niðurstöður þessarar rannsóknar einnig, að stelpur borða aðeins oftar holla og næringarríka fæðu og huga mun betur að svefninum en strákarnir. Má því segja að tilgáta rannsakanda, hvað varðar mun kynjanna á svefn- og matarvenjum, hafi staðist. Það er margt athyglisvert sem kemur í ljós í niðurstöðum rannsóknarinnar. Það voru til dæmis ekki nema örfáir leikmenn sem fara að ráðleggingum lýðheilsustöðvar og borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Leikmenn í þriðju deild komu verst út en enginn leikmaður í þriðju deild borðar fimm skammta eða meira á dag að jafnaði. Samkvæmt þessum niðurstöðum þá þurfa leikmenn, og þá sérstaklega leikmenn í þriðju deild, að borða meira af grænmeti og ávöxtum. Stelpurnar eru duglegri en strákarnir að borða grænmeti og ávexti. Það má reyndar geta þess að það er hærra hlutfall stráka sem borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag að jafnaði. Aftur á móti er hlutfall stráka, sem borða einn til tvo skammta á dag, alltof hátt. Meirihluti leikmanna borða fiskmáltíð tvisvar sinnum í viku eða oftar. Er það mikið ánægjuefni. Leikmenn í þremur efstu deildunum virðast vera svipað duglegir að borða fisk. Leikmenn í þriðju deild koma langverst út en stærstur hluti leikmanna, borðar fisk aðeins einu sinni eða sjaldnar í viku. Meirihluti leikmanna drekka tvö mjólkurglös eða meira á dag að jafnaði. Það er mjög jákvætt. Það sem er hinsvegar frekar neikvætt er að það er samt sem áður, of stór hluti leikmanna sem drekka minna en tvö glös af mjólk á dag. Það er ekki stórtækur munur milli deilda þegar kemur að mjólkurdrykkju. Það sem kemur kannski hvað mest á óvart, er að strákarnir eru miklu duglegri að borða fisk og drekka mjólk heldur en stelpurnar. Leikmenn virðast yfirhöfuð drekka þó nokkuð mikið vatn. Algengast er að menn séu að drekka fjögur til átta vatnsglös á dag að 37

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Efnisyfirlit. Efnisyfirlit. Inngangur 3 Hollt mataræði 4. Fita Vítamín og steinefni 12 15

Efnisyfirlit. Efnisyfirlit. Inngangur 3 Hollt mataræði 4. Fita Vítamín og steinefni 12 15 2 Efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur 3 Hollt mataræði 4 Inngangur Orkuþörf líkamans 35 Hollt Kolvetni mataræði 84 Orkuþörf Prótein líkamans 115 Kolvetni Fita 128 Prótein Drykkir 13 11 Fita Vítamín og

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Er fiskur ofurfæða? Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir Næringar- og lýðheilsufræðingur

Er fiskur ofurfæða? Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir Næringar- og lýðheilsufræðingur Er fiskur ofurfæða? Dr. Jóhanna Eyrún Torfadóttir Næringar- og lýðheilsufræðingur Hvað er ofurfæða (superfood)? Superfood is a marketing term used to describe foods with supposed health benefits. https://en.wikipedia.org/wiki/superfood

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc

Lokaverkefni í íþróttafræði BSc BAKGRUNNUR KNATTSPYRNUMANNA Á ÍSLANDI: RANNSÓKN Á LEIKMÖNNUM Í PEPSI DEILD, 1. DEILD OG 2. DEILD Kristján Gylfi Guðmundsson og Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2012 Höfundur/höfundar:

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

6. feb Ólafur G. Sæmundsson

6. feb Ólafur G. Sæmundsson 6. feb. 2018 Ólafur G. Sæmundsson Orkulegar manneldisráðleggingar Prótein: > 10% eða 0,8 g per líkamskíló Kolvetni: 45-60% Fita: 25-40% Orkuefni: Fita: Alkóhól: Kolvetni: Prótein: Orkugildi í grammi: 9

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Anna Sigríður Jónsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Ásta Snorradóttir Kristinn Tómasson

More information

Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga

Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Berglind M. Valdimarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Tengsl vikulegra hreyfingar og svefnlengdar

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Notkun íþróttadrykkja og orkugels og vökvainntaka meðal hlaupara á Íslandi

Notkun íþróttadrykkja og orkugels og vökvainntaka meðal hlaupara á Íslandi Kennaraháskóli Íslands Fjarnám í íþróttafræði Lokaritgerð til B.S. prófs 2.maí 2003 Notkun íþróttadrykkja og orkugels og vökvainntaka meðal hlaupara á Íslandi Jónína Ómarsdóttir 29.04.62.7899 Ágrip Tilgangur:

More information

Spilað í gegnum sársaukann

Spilað í gegnum sársaukann Spilað í gegnum sársaukann Eigindleg rannsókn á íslenskum knattspyrnumönnum Matthías Björnsson Lokaverkefni til BA gráðu í félagsfræði Félagsvísindasvið Spilað í gegnum sársaukann Eigindleg rannsókn á

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Leifur Óskarsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundur: Leifur Óskarsson Kennitala: 130889-2209 Leiðbeinendur: Kristján

More information

Fæðuval, fæðuvenjur og holdafar 16 ára framhaldsskólanema

Fæðuval, fæðuvenjur og holdafar 16 ára framhaldsskólanema Fæðuval, fæðuvenjur og holdafar 16 ára framhaldsskólanema Hjördís Marta Óskarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Fæðuval, fæðuvenjur og holdafar 16 ára unglinga

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Ráðleggingar um mataræði og næringarefni. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar um mataræði og næringarefni. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Hollt mataræði og hreyfing getur bætt líðan og aukið heilbrigði Maturinn

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

FYLGISKJÖL 100. Fylgiskjal 1 - Spurningalistinn CADE-Q SV á ensku CADE-Q SV. Coronary Artery Disease Education Questionnaire Short Version

FYLGISKJÖL 100. Fylgiskjal 1 - Spurningalistinn CADE-Q SV á ensku CADE-Q SV. Coronary Artery Disease Education Questionnaire Short Version FYLGISKJÖL 100 Fylgiskjal 1 - Spurningalistinn CADE-Q SV á ensku CADE-Q SV Coronary Artery Disease Education Questionnaire Short Version Instructions: On the following pages, you will be asked to respond

More information

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna Útdráttur Ritgerð þessi hefur að geyma rannsóknarniðurstöður úr könnuninni Líkamsþjálfun knattspyrnumanna sem send var til allra knattspyrnuþjálfara í efstu deildum karla og kvenna. Markmiðið með könnuninni

More information

Fiskneysla í Sveitarfélaginu Hornafirði

Fiskneysla í Sveitarfélaginu Hornafirði Lokaverkefni til BS prófs í viðskiptafræði Fiskneysla í Sveitarfélaginu Hornafirði Er markaður fyrir fiskverslun á Höfn? Siggerður Aðalsteinsdóttir Leiðbeinandi: Sveinn Agnarsson, dósent Júní 2018 Fiskneysla

More information

Morgunstund gefur gull í mund

Morgunstund gefur gull í mund Morgunstund gefur gull í mund Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í grunnskólafræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið Janúar 2011 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Ráðleggingar um mataræði og næringarefni. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri

Ráðleggingar um mataræði og næringarefni. fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Hollt mataræði og hreyfing getur bætt líðan og aukið heilbrigði Maturinn

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu

Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu Höfundar: Kári Árnason sjúkraþjálfari 1 Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari,

More information

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Arna Valgerður Erlingsdóttir Helga Sigfúsdóttir Karen B Elsudóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði

More information

Fitness og Þrekmeistarinn

Fitness og Þrekmeistarinn Fitness og Þrekmeistarinn Þjálffræðilegur bakgrunnur fitness- og þrekmeistarakeppni, fræðileg umfjöllun og almennar upplýsingar Hildur Edda Grétarsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S.-gráðu

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Heimsókn til Florida State University og IMG Academy

Heimsókn til Florida State University og IMG Academy Heimsókn til Florida State University og IMG Academy Dagana 28. mars til 6. apríl 2012 heimsótti undirritaður knattspyrnuleið Florida State University og IMG Academy í Flórída. Til þess naut ég ferðastyrks

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel...

Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Hug- og félagsvísindasvið Samfélags- og hagþróunarfræði 2010 Strákunum gengur ágætlega en stelpunum gengur alltaf vel... Mismunur á hegðun stelpna og stráka í kennslustundum og árangri í stöðluðum prófum

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1

KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1 KARFAN TÍMARIT KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KR ÚRSLITAKEPPNIR 2018 KR KARFAN 1 2 KR KARFAN Kæru KR-ingar Þegar sólin tekur að hækka á lofti kemur að skemmtilegasta tímanum í körfuboltanum, úrslitakeppninni.

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014

Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014 Höfundar: Sverrir Óskarsson Arnar Bill Gunnarsson Guðmundur Brynjólfsson Ráðstefna í Philadelphiu í USA Ráðstefna amerísku þjálfarasamtakana, sem stóð

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga

Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga Sofðu unglings ástin mín: Samantekt um svefn unglinga og úrræði hjúkrunarfræðinga ELFA ÓLAFSDÓTTIR OG SÓLVEIG HALLDÓRSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS-PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: BRYNJA

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Útdráttur Formáli Efnisyfirlit Myndaskrá Töfluskrá Inngangur Afreksmaðurinn Hvað er afreksmaður?...

Útdráttur Formáli Efnisyfirlit Myndaskrá Töfluskrá Inngangur Afreksmaðurinn Hvað er afreksmaður?... Útdráttur Markmið þessa verkefnis var að skila frá okkur gögnum sem ungt knattspyrnufólk getur notað sér til stuðning á leið sinni til stærri afreka. Verkefnið er tvíþætt, annarsvegar fræðileg umfjöllun

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS: TÍÐNI OG AÐDRAGANDI

STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS: TÍÐNI OG AÐDRAGANDI Jón Snorrason, Landspítala Hjalti Einarsson, Landspítala Guðmundur Sævar Sævarsson, Landspítala Jón Friðrik Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala STROK Á GEÐDEILDUM LANDSPÍTALANS:

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Skilgreinið eða lýsið stuttlega merkingu eftirfarandi hugtaka. Takið dæmi til útskýringar.

Skilgreinið eða lýsið stuttlega merkingu eftirfarandi hugtaka. Takið dæmi til útskýringar. HÁSKÓLI ÍSLANDS Félagsvísindadeild 0.05.04 Aðferðafræði III Æfingapróf 00, 4 klst. Nafn: Svaraðu ýmist á spurningablöð eða svarörk. Skilaðu hvoru tveggja að loknu prófi. Heimilt er að hafa vasareikni í

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Hvert er hlutverk sölustjórans?

Hvert er hlutverk sölustjórans? Viðskiptafræðisvið Hvert er hlutverk sölustjórans? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemenda: Jóna Dóra Ásgeirsdóttir Leiðbeinandi: A. Agnes Gunnarsdóttir Haustmisseri 2015 i Hvert er hlutverk sölustjórans? Lokaverkefni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 45. tbl 4. árg. fimmtudagur 5. desember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn-

Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn- Ég ætla að verða hel-massaður -Áhrif útlitsdýrkunar á unga karlmenn- Arna Björk Árnadóttir Dagný Edda Þórisdóttir Þórunn Vignisdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í Tómstunda-og félagsmálafræði

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Rannsókn unnin upp úr gagnasafni HBSC María Guðmundsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Áhrif hreyfingar á ADHD

Áhrif hreyfingar á ADHD Lokaverkefni í B.Sc. í íþróttafræði Áhrif hreyfingar á ADHD Könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD Maí 2017 Nafn nemanda: Dagmar Karlsdóttir Kennitala: 220193 2419 Leiðbeinandi:

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi

Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi BSc í Íþróttafræði Viðhorf formanna knattspyrnudeilda til Pepsi-deild karla á Íslandi Maí, 2017 Höfundur: Davíð Sævarsson Kennitala: 221090-2849 Leiðbeinendur: Birnir Egilsson og Margrét Lilja Guðmundsdóttir

More information

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu.

Ætla má að hátt á 10 þúsund manns hafi sótt þessa ráðstefnu. Þjálfararáðstefna NSCAA (National Soccer Coaches Association of America) 13.-17.janúar 2010 Undirritaður sótti árlega þjálfararáðstefnu Bandaríska þjálfarasambandsins dagana 13.-17. Janúar 2010. Með í

More information

RÖÐ ÆFINGA SKIPTIR MÁLI ÆFINGAR ERU ÆSKU- BRUNNUR TENGSL OFFITU OG GOS- DRYKKJA ÓKEYPIS EINTAK. ÆFINGAR

RÖÐ ÆFINGA SKIPTIR MÁLI ÆFINGAR ERU ÆSKU- BRUNNUR TENGSL OFFITU OG GOS- DRYKKJA ÓKEYPIS EINTAK.   ÆFINGAR ÓKEYPIS EINTAK www.fitness.is 3.TBL. 16. ÁRG. 2014 Kristín Guðlaugsdóttir Þetta er ekki spurning um að vera best ÆFINGAR RÖÐ ÆFINGA SKIPTIR MÁLI ÆFINGAR ÆFINGAR ERU ÆSKU- BRUNNUR MATARÆÐI TENGSL OFFITU

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information