Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu

Size: px
Start display at page:

Download "Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu"

Transcription

1 Áhrif þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra til forvarna og góðrar heilsu Höfundar: Kári Árnason sjúkraþjálfari 1 Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari, prófessor 1 Dr. Árni Árnason sjúkraþjálfari, dósent 1 Háskóli Íslands, Námsbraut í sjúkraþjálfun og Rannsóknastofa í hreyfivísindum Tengiliður: Kári Árnason, kariarna@gmail.com Lykilorð: Tónlistarnemendur, álagseinkenni, forvarnir, fræðsla og líkamsvitund. Lykilorð á ensku: Musicians, playingrelated disorders, prevention, health, education. Kári Árnason sjúkraþjálfari dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari, prófessor dr. Árni Árnason sjúkraþjálfari, dósent Ágrip Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt að allt að 87% tónlistarfólks finna fyrir stoðkerfiseinkennum. Því hefur aukin áhersla verið lögð á að kanna hvaða áhrif forvarnar- og fræðslunámskeið, hönnuð fyrir tónlistarfólk, geta haft á líkamsvitund og hugarfar þátttakenda gagnvart góðri heilsu. Markmið: Að kanna hvaða áhrif þátttaka í heilsueflandi námskeiði hefði á líkamsvitund tónlistarnemenda í Listaháskóla Íslands (LHÍ) og viðhorf þeirra til góðrar heilsu og forvarna. Aðferðir: Lýsandi, framskyggn samanburðarrannsókn. Þátt tóku 23 nemendur úr LHÍ. Þrettán nemendur tóku þátt námskeiðinu Tónlistarleikfimi (námskeiðshópur, NH) og 10 nemendur fengu enga slíka kennslu (samanburðarhópur, SH). Þátttaka fólst í því að svara spurningalista, fyrir og eftir námskeiðið, sem kannaði meðal annars algengi þess að stunda reglulega hreyfingu, upphitun fyrir spilamennsku og forvarnir gegn álagsmeiðslum en einnig huglægt mat á líkamsvitund við tónlistarflutning við mismunandi aðstæður og athafnir daglegs lífs. Niðurstöður: Við upphaf rannsóknar sögðust 74% þátttakenda stunda reglulega hreyfingu og hélst það óbreytt á tímabilinu. Algengi þess að stunda upphitun fyrir spilamennsku jókst hjá NH eftir námskeiðið á meðan það lækkaði hjá SH og var marktækur munur á milli hópanna í lok rannsóknar (p=0,036). Víxlhrif fundust varðandi breytingar á huglægu mati þátttakenda á líkamsstöðu sinni við æfingar (p=0,026), því NH bætti sig marktækt á tímabilinu en SH ekki. Sama mynstur milli hópa skýrði marktæk víxlhrif varðandi breytingar á mati á eigin líkamsstöðu við daglegar athafnir (p=0,004). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að tónlistarnemendur geti haft gagn af forvarnar- og fræðslunámskeiðum. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að meta áhrif slíkra námskeiða á nýgengi meiðsla hjá íslensku tónlistarfólki. The effect of educational and prevention course for music students on subjective body awareness and attitude toward health and prevention Kári Árnason PT, BSc, Kristín Briem PT, PhD, Árni Árnason PT, PhD Abstract Background: Studies show high cumulative prevalence of musculoskeletal disorders among musicians, both professional musicians and music students. Increased emphasis is therefore on studying the effectiveness of educational and prevention courses in music schools. Objectives: To investigate the effects of the participation of music students in a prevention and educational course, specially designed for music students, on body awareness and their attitude toward health and prevention strategies. Methods: A prospective descriptive comparative study. Twentythree music students participated in the study. Thirteen students in a prevention education group (PG), which participated in the course and ten students in a comparison group (CG). The participants answered a questionnaire, before and after the course, about the prevalence of regular physical activity, doing warm-up exercises prior to musical performance, engaging in healthpromoting activities and subjective body awareness during 10 Sjúkraþjálfarinn

2 musical performance in different situations and during activities of daily living (ADL). Results: Over the study period the PG group increased, while the CG lessened, the amount of warming up prior to music performance. Thereby a statistically significant group difference was found after the course (p=0.036). Significant interactions were seen for group and subjective body awareness scores during practice (p=0.026) and during ADL (p=0.004) where the PG group had significantly higher scores after participating in the course. Conclusions: Participation in a prevention and educational course may be beneficial for music students due to improved subjective body awareness and attitude toward prevention strategies. More studies are needed to investigate the long term effect of such an intvervention on the incidence of musicians injuries. Inngangur Atvinnutengd heilsufarsvandamál hjá tónlistarfólki eru algeng en rannsóknir hafa sýnt að algengi stoðkerfiseinkenna tengd hljóðfæraleik hjá tónlistarfólki sé allt að 87%. 1,2 Stoðkerfiseinkenni hrjá ekki einungis atvinnutónlistarfólk heldur glíma tónlistarnemendur og annað áhugatónlistarfólk einnig við slík vandamál. Bandarísk rannsókn frá árinu 2009, sem kannaði algengi stoðkerfiseinkenna hjá hópi nýnema á háskólastigi, sýndi að 79% af 330 þátttakendum höfðu einhvern tímann á ferlinum glímt við stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik. 3 Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að stoðkerfiseinkenni séu algeng hjá ungum tónlistarnemendum, allt niður í sjö ára aldur. 4,5 Stoðkerfiseinkenni geta haft alvarlegar afleiðingar og ferill viðkomandi listamanns getur jafnvel verið í hættu. 6 Aukið andlegt álag er algengt á meðal tónlistarfólks því listaheimurinn getur verið harður heimur. Samkeppni manna á milli er oft mikil og tónlistarfólk gerir gjarnan miklar kröfur til sjálfs sín um gallalausa frammistöðu. 7 Stoðkerfiseinkenni geta meðal annars valdið skertum atvinnumöguleikum og tekjumissi og geta þannig aukið andlegt álag. 8 Rannsóknir benda til þess að markvisst forvarnarog fræðslustarf sé mikilvægur þáttur í baráttunni gegn stoðkerfiseinkennum hjá tónlistarfólki og ætti slíkt starf að hefjast strax á fyrstu námsárunum. 7,9 Fáar rannsóknir hafa kannað áhrif forvarna á stoðkerfiseinkenni hjá tónlistarfólki en niðurstöður þeirra hafa gefið vísbendingar um gagnsemi forvarnar- og fræðslunámskeiða. 7,9-11 Zander og félagar (2010) könnuðu áhrif forvarnar- og fræðslunámskeiðs á líkamlega og andlega heilsu hjá nemendum í tónlistarháskóla í Freiburg í Þýsklandi. 7 Notast var við spurningalista, fyrir og eftir íhlutun, sem könnuðu ýmsa þætti í líkamlegri og andlegri heilsu og breytingar á þeim þáttum á fyrstu tveimur árum þátttakenda sem tónlistarnemendur á háskólastigi. Niðurstöður bentu til að þátttaka á námskeiðinu gæti haft jákvæð áhrif, bæði líkamleg og andleg. Við framkvæmd rannsóknarinnar var þó ekki hægt að slembiraða þátttakendum í viðmiðunar- og rannsóknarhóp þar sem þátttaka á námskeiðinu var skylda fyrir ákveðinn hóp nemenda skólans. Því var ekki hægt að útiloka skekkju í þeim ályktunum sem rannsakendur drógu af niðurstöðum. 7 Önnur álíka rannsókn var gerð í tónlistarháskóla á Spáni sem sýndi að eftir þátttöku í forvarnar- og fræðslunámskeiði batnaði mat þátttakenda á líkamsvitund sinni um 91% og meiðslum fækkaði um 78%. Á því námskeiði var meðal annars lögð áhersla á að þátttakendur í rannsóknarhópi fengju fræðslu um hagkvæma líkamsstöðu við hljóðfæraleik, Sjúkraþjálfarinn kennslu í upphitunaræfingum og í sjálfsmeðhöndlun á mjúkvefjum (hita-/kuldameðferðir, sjálfsnudd o.fl.). Þátttakendur í við miðunar hópi fengu hins vegar enga íhlutun. 9 Erlendar rannsóknir hafa fyrst og fremst kannað algengi stoðkerfiseinkenna á meðal klassískra tónlistarmanna. 1-3 Árið 2013 var gerð rannsókn á algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnemendum en álíka rannsókn hafði aldrei áður verið framkvæmd hér á landi. 5 Niðurstöðurnar sýndu að stoðkerfiseinkenni voru talsvert algeng, en 62% þátttakenda höfðu einhvern tímann á ferlinum glímt við stoðkerfiseinkenni. Niðurstöðurnar sýndu einnig að stoð kerfisvandamál voru algengari hjá þeim nemendum sem spiluðu klassíska tónlist miðað við þá sem spiluðu rytmíska tónlist (jazz, rokk o.fl.) Ástæður þess voru meðal annars taldar vera meiri kröfur um tæknilega færni hjá klassísku tónlistarfólki, óhagstæðari líkamsstaða við spilamennsku vegna óhentugrar hönnunar klassískra hljóðfæra og að rytmískt tónlistarfólk hefði meira tónlistarlegt frelsi með tilliti til útsetninga og lifandi flutnings sem gæti skilað sér í minna líkamlegu álagi. Að auki sýndu niðurstöðurnar að 77% þátttakenda höfðu ekki fengið neina eða litla fræðslu um stoðkerfiseinkenni og mögulegar forvarnir gegn þeim. 5 Algengi stoðkerfiseinkenna hjá klassískum tónlistarnemendum bendir til þess að mikilvægt sé að finna leiðir til að draga úr einkennum hjá þessum hópi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif þátttaka í forvarnar- og fræðslunámskeiði hefði á líkamsvitund tónlistarnemenda í Listaháskóla Íslands (LHÍ) og viðhorf þeirra til góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu og forvarnastarfs. Slíkt sérhæft námskeið, hannað fyrir tónlistarnemendur af sjúkraþjálfara, hafði aldrei áður verið kennt við tónlistarskóla hér á landi. Rannsóknartilgátan var sú að þátttaka í sérhæfðu forvarnar- og fræðslunámskeiði fyrir tónlistarnemendur hefði jákvæð áhrif á líkamsvitund þátttakenda og viðhorf gagnvart mikilvægi góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu. Aðferð Framskyggn, lýsandi samanburðarrannsókn, sem hófst í september 2014, að fengnu samþykki vísindasiðanefndar (VSNb ) og samþykki Tónlistardeildar LHÍ til samstarfs við rannsóknaraðila og lauk í maí Þrettán fyrsta árs nemendum, sem voru skráðir í skyldunámskeiðið Tónlistarleikfimi, var boðin þátttaka við upphaf kennslu og mynduðu því námskeiðshópinn (NH). Tíu einstaklingar úr hópi tónlistarnemenda á öðru ári, sem hvorki voru skráðir í námskeiðið né höfðu tekið slíkt námskeið fyrr, samþykktu þátttöku sem samanburðarhópur (SH). Áður en rannsókn hófst fengu allir þátttakendur kynningu á rannsókninni ásamt sérstöku upplýsingablaði um tilgang og framkvæmd hennar og réttindi þátttakenda. Þátttaka í rannsókninni fólst í því að svara styttri útgáfu af sérstökum spurningalista, sem hannaður var af áströlskum sjúkraþjálfurum til að kanna algengi og umfang stoðkerfiseinkenna hjá tónlistarfólki en spurningalistinn hefur verið notaður við rannsóknir á tónlistarfólki í upprunalegri eða styttri útgáfu. 5,12,13 Hann var þýddur á íslensku árið og útgáfan sem notast var við í þessari rannsókn var stytt útgáfa af íslensku þýðingunni, auk nokkurra viðbótarspurninga um heilsutengda hegðun. Þátttakendur í báðum hópum svöruðu spurningalistanum í september 2014 og jafngilti útfylling spurningalistans upplýstu samþykki. Þátt- 11

3 takendur svöruðu síðan spurningalistanum aftur í apríl Spurningalistinn kannaði meðal annars líkamsvitund þátttakenda við mismunandi spilaaðstæður, við athafnir daglegs lífs (ADL) og mikilvægi góðrar heilsu. Þátttakendur voru beðnir um að meta áðurnefnda þætti á NRS skalanum (e. numerical rating scale) frá 0-10, þar sem 0 var jafnt og mjög illa eða alls ekki mikilvægt og 10 var jafnt og mjög vel eða mjög mikilvægt. Síðan var spurt hvort þátttakendur stunduðu reglulega hreyfingu en regluleg hreyfing var skilgreind sem sú hreyfing sem þátttakendur höfðu stundað síðastliðið ár. Að auki var spurt hvort þátttakendur stunduðu jafnan upphitunaræfingar áður en spilamennska hófst og hvort þeir notuðu einhverjar fyrirbyggjandi aðferðir til þess að draga úr líkum þess að þróa með sér stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik (sjá spurningalista í lok greinar). Efni námskeiðsins var í formi verklegrar og bóklegrar hópkennslu og fór kennsla fram einu sinni í viku, í 50 mínútur í senn, allar venjulegar kennsluvikur skólaársins. Í bóklega hluta námskeiðsins fengu nemendur meðal annars kynningu á starfsemi stoðkerfis líkamans ásamt fræðslu um áhættuþætti álagsmeiðsla og algengustu tegundir meiðsla sem tónlistarfólk glímir við. Í verklegu kennslunni var lögð áhersla á að kenna rétta líkamsstöðu og að auka líkamsvitund í gegnum almenna hreyfingu. Einnig voru kenndar styrkjandi æfingar, meðal annars fyrir stöðugleikavöðva axlargrindar og axlarliðs og liðkandi æfingar með áherslu á hreyfanleika í brjóstbaki. Við tölfræðilega útreikninga var notast við Microsoft Excel 2013 og IBM SPSS v.22. Kí - kvaðrat og McNemar próf voru notuð til þess að kanna hvort marktækur munur væri á milli hópa og/ eða innan hópa yfir tíma varðandi algengi þess að 1) stunda reglulega hreyfingu, 2) stunda upphitunaræfingar fyrir spilamennsku og 3) nýta fyrirbyggjandi aðferðir gagnvart þróun stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik. Fjölþátta dreifigreining var notuð til að kanna hvort munur væri á hópunum varðandi huglægt mat á líkamsstöðu og mati á mikilvægi góðrar heilsu fyrir og eftir kennsluveturinn og hvort breyting yrði yfir tímabilið. Tölfræðilega marktækur munur var talinn vera ef p 0,05. Niðurstöður Hóparnir voru svipaðir hvað varðar aldur og hæð, en þátttakendur í námskeiðshópnum voru marktækt þyngri heldur en þátttakendur úr viðmiðunarhópnum (p=0,034). Fleiri konur en karlar voru á meðal þátttakenda eða 14 konur á móti níu körlum (tafla I). Tafla I Meðaltal (SD) aldurs, þyngdar og hæðar þátttakenda, kynjaskipting og p -gildi. NH (n=13) SH (n=10) Munur á milli hópa Aldur 23,1 (3,7) 24,3 (3,5) p = 0.43 Þyngd (kg) 84,8 kg (19,8) 68,2 (13) p = Hæð (m) 1,7 (0,1) 1,7 (0,1) p = Fjöldi karla 5 4 Fjöldi kvenna 8 6 NH: Hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu, SH: Samanburðarhópurinn Hreyfing: Fyrir námskeiðið sögðust 74% þátttakenda, 17 af 23, hafa stundað reglulega hreyfingu síðastliðið ár. Þeim sem sögðust stunda reglulega hreyfingu fjölgaði um tvo í NH eftir námskeiðið (úr 10 í 12) á meðan engin breyting varð hjá SH. Ekki fannst tölfræðilega marktækur munur milli hópa, hvorki fyrir (p=1,0) né eftir námskeiðstímabilið (p=0,281) og ekki varð marktæk breyting yfir tímabilið innan hvors hóps fyrir sig (NH p=0,625; SH p=1). Upphitun: Fyrir námskeiðið var ekki tölfræðilega marktækur munur á milli hópanna varðandi upphitunarvenjur þátttakenda (teygjur og/eða liðkandi æfingar). Eftir námskeiðið var hins vegar tölfræðilega marktækur munur á milli hópanna, þar sem fleiri úr NH sögðust stunda upphitun áður en spilamennska hófst (tafla II). Sú breyting sem átti sér stað innan NH náði þó ekki marktektarmörkum (p=0,063). Tafla II Hlutfall þátttakenda (í prósentum) sem sögðust stunda upphitun (teygjur og liðkandi æfingar) á undan spilamennsku (já/nei) og p -gildi. NH (n=13) SH (n=10) Munur á milli hópa Fyrir námskeið 25% (3/12) 30% (3/10) p = 1,000 Eftir námskeið 69% (9/13) 20% (2/10) p = 0,036 NH: Hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu, SH: Samanburðarhópurinn Forvarnir: Enginn marktækur munur var á milli hópanna varðandi fjölda þeirra sem sögðust stunda fyrirbyggjandi aðferðir gegn þróun álagsmeiðsla, hvorki fyrir né eftir námskeiðið (tafla III). Engin marktæk breyting varð heldur innan hvors hóps yfir tímabilið (NH p=0,219; SH p=0,5). Eftir námskeiðið fjölgaði þó í heild þeim sem sögðust stunda fyrirbyggjandi aðferðir gegn þróun álagsmeiðsla, úr 11 í 17 þátttakendur, en sú aukning náði ekki marktektarmörkum (p=0,07). Tafla III Algengi (í prósentum) þess að stunda fyrirbyggjandi aðferðir gegn álagsmeiðslum (já/nei) og p -gildi. NH (n=13) SH (n=10) Munur á milli hópa Fyrir námskeið 38% (5/13) 60% (6/10) p = 0,414 Eftir námskeið 69% (9/13) 80% (8/10) p = 0,660 NH: Hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu, SH: Samanburðarhópurinn Huglægt mat á líkamsstöðu við æfingar, við spilamennsku á tónleikum, við framkvæmd daglegra athafna og á mikilvægi góðrar heilsu: Tölfræðilega marktæk víxlhrif fundust vegna þess hvernig skor hópanna í huglægu mati á líkamsstöðu við æfingar breyttist á tímabilinu (p=0,026). Skor NH hækkaði á meðan skor hjá SH lækkaði lítillega (tafla IV). Enginn marktækur munur var á hópunum fyrir námskeiðið en NH var með marktækt hærra skor en SH eftir námskeiðið (p=0,014). Marktæk hækkun fannst einnig innan NH þegar mat á líkamsstöðu við æfingar var borið saman fyrir og eftir námskeiðið (p=0,047). Ekki var munur á því hvernig hóparnir mátu líkamsstöðu við spilamennsku á tónleikum fyrir eða eftir námskeiðið (tafla IV) og engin breyting varð innan hópanna á tímabilinu. NH var þó með marktækt hærra meðalskor (fyrir báðar mælingar) en SH varðandi mat á líkamsstöðu við spilamennsku á tónleikum (p=0,039). Tölfræðilega marktæk víxlhrif fundust vegna þess hvernig skor hópanna varðandi mat á líkamsstöðu við framkvæmd ADL breyttist á tímabilinu en skor NH hækkaði á sama tíma og það lækkaði lítillega hjá SH (p=0,004; tafla IV). Enginn marktækur munur var á hópunum fyrir námskeiðið, en NH var með marktækt hærra skor eftir námskeiðstímabilið (p=0,046). 12 Sjúkraþjálfarinn

4 Þegar mat þátttakenda á mikilvægi góðrar líkamlegar og andlegar heilsu var skoðað fundust hvorki víxlhrif (p=0,441) né munur á milli hópanna, fyrir eða eftir námskeiðstímabilið (tafla IV). Þegar skor allra þátttakenda var skoðað sem ein heild þá lækkaði meðaltal (SD) þátttakenda lítillega yfir tímabilið úr 9,8 (0,5) í 9,1 (1,4) og var sú lækkun tölfræðilega marktæk (p=0,033). Tafla IV Niðurstöður NRS kvarðans fyrir og eftir námskeiðstímabilið. Meðaltal (SD). Á æfingum Á tónleikum Við ADL Mikilvægi góðrar heilsu NH (n = 13) Fyrir námskeið 7,1 (2,2) 7 (2,2) 5,5 (2,3) 9,9 (0,3) Eftir námskeið 8,1 (1,2)* 7,5 (1,6) 7,1 (1,4) 9,0 (1,7) SH (n = 10) Fyrir námskeið 6,8 (1,2) 5,4 (2) 6,4 (1,3) 9,6 (0,7) Eftir námskeið 6,1 (2,5) ł 6,1 (2,2) 5,7 (1,9)ł 9,2 (0,9) NH: Hópurinn sem tók þátt í námskeiðinu, SH: Samanburðarhópurinn, ADL: Athafnir dagslegs lífs. *marktækt hærra skor í seinni mælingu hjá NH (p<0,05). marktækt lægra skor hjá SH miðað við NH (p<0,05). NRS skali (e.numerical rating scale; 0-10, 0 = mjög illa, 10 = mjög vel) fyrir huglægt mat á líkamsstöðu við mismunandi spilaaðstæður, við athafnir daglegs lífs (ADL) og fyrir mikilvægi góðrar heilsu (NRS - 0 = alls ekki mikil vægt, 10 = mjög mikilvægt). Umræður Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif forvarnar- og fræðslunámskeiðs á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorf þeirra gagnvart forvörnum og góðri heilsu. Helstu niðurstöður bentu til þess að námskeiðið hafi haft jákvæð áhrif á mikilvæga þætti, líkt og líkamsstöðu við æfingar og athafnir daglegs lífs og ástundun upphitunar. Þetta er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna, sem hafa bent til þess að forvarnar- og fræðslustarf í tónlistarskólum sem ætlað er að draga úr líkamlegu og andlegu álagi sé mikilvægt. 7,9-11 kvæð líkamleg og andleg áhrif reglulegrar hreyfingar eru vel þekkt. 14 Því má færa rök fyrir því að mikilvægt sé að tónlistarfólk stundi reglulega hreyfingu til að geta farsællega tekist á við álagið sem fylgir starfi tónlistarmannsins. Um þrír fjórðu þátttakenda sagðist stunda reglulega hreyfingu bæði við upphaf og lok rannsóknartímabilsins og eru þær niðurstöður í takt við rannsókn Baadjou o.fl. 15 (2015) þar sem 62% þátttakenda, sem allir voru tón listarnemendur, sögðust stunda reglulega hreyfingu af miðlungs-ákefð (e. moderate intensity) í að minnsta kosti 30 mínútur, fimm sinnum í viku. Skilgreining á reglulegri hreyfingu í þessari rannsókn var víð og töldu þátttakendur fram ýmsa hreyfingu, allt frá göngu til lyftinga, sem mögulega skýrir þetta háa hlutfall. Upphitun er fastur liður í undirbúningi íþróttafólks fyrir æfingar og keppni og er meðal annars talin stuðla að bættri frammistöðu og minnka hættu á meiðslum 16 en fáar rannsóknir hafa kannað áhrif upphitunar á tónlistarfólk. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýndu ekki marktæk áhrif upphitunar á vöðvavirkni eða frammistöðu fiðluleikara. 17 Hins vegar skráðu þátttakendur þeirrar rannsóknar marktækt lægra erfiðleikastig við spilamennskuna eftir ástundun upphitunar 16 (e. ratings of perceived exertion). Þó að niður stöðurnar hafi bent til þess að upphitun hafi ekki haft mælanleg áhrif á frammistöðu, líkt og þekkt er hjá íþróttafólki, 16 Sjúkraþjálfarinn má ekki vanmeta jákvæð áhrif sem lækkað mat á erfiðleikastigi spilamennsku getur haft fyrir tónlistarfólk. Fjöldi þátttakenda í NH, sem sögðust stunda upphitun áður en spilamennska hófst, jókst eftir þátttöku í námskeiðinu og gaf það til kynna jákvæða hugfarsbreytingu hjá NH gagnvart upphitun. Sú breyting sem átti sér stað yfir rannsóknartímabilið innan NH var nærri marktektarmörkum og endurspeglaðist í marktækum mun milli hópa í lok tímabils, en sambærilegar breytingar áttu sér ekki stað hjá SH. Hugsanlega leiddi aukin þekking NH til þess að ívið fleiri ástunduðu upphitun en áður, sem er í samræmi við fyrri rannsóknir. 9,10 Rannsóknir hafa sýnt að styrkjandi og liðkandi æfingar geti aukið líkamsvitund tónlistarnemenda, dregið úr líkum á álagsmeiðslum og stuðlað að betri líkamsbeitingu Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýndu hins vegar engin tengsl á milli algengi stoðkerfiseinkenna og reglulegrar hreyfingar hjá tónlistar nemendum. 15 Þó er ekki ólíklegt að æfingaáætlanir ætlaðar til forvarna þurfi að vera sérstaklega hannaðar fyrir tónlistarfólk ef þær eigi að bera árangur. Hljóðfæri klassískra tónlistarmanna eru ólík og því þarf að taka tillit til þess hvaða hljóðfæri viðkomandi tónlistarmaður leikur á þegar sértækar leiðbeiningar varðandi forvarnir eru gefnar, líkt og tekið er tillit til þeirra íþróttar sem íþróttafólk stundar við gerð æfingaáætlana. Áströlsk rannsókn sem kannaði áhrif sérhannaðra æfingaáætlana á algengi og alvarleika stoðkerfiseinkenna hjá tónlistarfólki sýndi að þær drógu úr algengi og alvarleika stoðkerfiseinkenna og höfðu sérstaklega jákvæð áhrif líkamsstöðu og þá vöðva sem studdu við tónlistarflutning. 21 Heilt yfir varð jákvæð breyting hjá þátttakendum í þessari rannsókn varðandi algengi þess að stunda forvarnir gegn þróun álagsmeiðsla og ber að líta það jákvæðum augum þótt að breytingin hafi ekki náð marktektarmörkum. Sú tölfræðilega marktæka hækkun, sem átti sér stað á huglægu mati á líkamsstöðu við æfingar eftir námskeiðið hjá NH, gefur til kynna að nemendum hafi gengið vel að tileinka sér þá þætti námskeiðsins sem snéru að bættri líkamsvitund við æfingar. Aftur á móti þá lækkaði huglægt mat á líkamsstöðu við æfingar lítillega hjá SH sem gefur enn frekari vísbendingar um mikilvægi markvissar fræðslu til að viðhalda og bæta líkamsvitund þessa hóps. Niðurstöðurnar voru áþekkar varðandi mat á líkamsstöðu við framkvæmd ADL þar sem skor NH hækkaði marktækt eftir námskeiðið á meðan skor SH lækkaði eilítið á sama tímabili. Niðurstöður um bætta líkamsvitund þátttakenda úr NH við tónlistaræfingar og við ADL eru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna 9-11 og gefa til kynna mögulegan ávinning af þátttöku í námskeiðinu. Mikilvægt er að tónlistarfólk sé vel meðvitað um líkamsstöðu sína því fæst klassískt hljóðfæri eru hönnuð með góða líkamsstöðu í huga og getur mikill tónlistarflutningur í óhagkvæmri líkamsstöðu aukið líkur á álagseinkennum. 22 Mögulegt er að þátttakendum hafi fundist erfiðara að tileinka sér betri líkamsstöðu við spilamennsku á tónleikum heldur en á æfingum og við ADL. Ytri aðstæður við spilamennsku á tónleikum, líkt og stærð á sviði, nánd við samleikara og staðsetning stjórnanda eru dæmi um þætti sem geta haft hamlandi áhrif á getu tónlistarfólks til að þess að vera meðvitað um það að viðhalda góðri líkamsstöðu. Á heildina litið voru þátttakendur úr báðum hópum sammála um mikilvægi þess að vera við góða heilsu en meðalskor beggja 13

5 mælinga lá á milli níu og tíu. Tölfræðilega marktæk lækkun á tímabilinu var lítil og tæplega klínískt mikilvæg. Mögulega var dagsformið misjafnt manna á milli, en til að mynda mat einn þátttakandi úr NH mikilvægi góðrar heilsu upp á fimm af tíu við útfyllingu spurningalistans eftir námskeiðið en í byrjun hafði sá hinn sami metið það upp á tíu. Þegar þátttakendur eru tiltölulega fáir, hefur slíkt töluverð áhrif á niðurstöður hópsins. Takmarkanir rannsóknarinnar eru nokkrar en það sem vegur þyngst er hvað hóparnir voru fámennir. Fámennið rýrði tölfræðilegt afl og gerir það að verkum að niðurstöðum ber að taka með ákveðnum fyrirvara, en þar sem ekki var um tilraun að ræða heldur lýsandi rannsókn á raunaðstæðum þá var ekki unnt að hafa áhrif á fjöldann. Aðstæður við útfyllingu spurningalistans gætu einnig hafa verið ólíkar t.d. vegna breytinga á kennurum hjá SH á milli mælinga, sem gæti hafa haft áhrif á það hvernig einstakir þátttakendur svöruðu spurningalistanum. Þó svo að reynt hafi verið að staðla aðstæður er hugsanlegt að þær hafi að einhverju leyti ekki verið nákvæmlega eins. Mögulegt er að þátttakendur í NH hefðu tileinkað sér efni námskeiðsins betur ef hægt hefði verið að bjóða upp á einstaklingsmiðaða þjálfun með áherslu á sértækar forvarnaræfingar. Í spurningalistanum var ekki spurt um fyrri meiðslasögu eða fyrri áverka sem gæti mögulega hafa haft áhrif á það hvernig þátttakendum tókst að tileinka sér efni námskeiðsins. ÖFLUG FORVÖRN GEGN BEINÞYNNINGU Kalkþörungar með D3, K2 og C vítamínum ásamt viðbótar magnesíum og mangan ALLAR VÖRUR HAFKALKS ERU ÁN AUKEFNA OG ERFÐABREYTTRA INNIHALDSEFNA (GMO FREE) Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þátttaka tónlistarnemenda í sérstöku forvarnar- og fræðslunámskeiði geti haft jákvæð áhrif á líkamsvitund þeirra og ýtt undir bætt hugarfar gagnvart forvarnastarfi, sem hugsanlegt er að leiði til lækkunar á algengi álagseinkenna hjá tónlistarnemendum. Þörf er á frekari rannsóknum til að kanna hvort markvissar forvarnir geti dregið úr nýgengi og algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik. Niðurstöðurnar eru í takt við niðurstöður erlendra rannsókna á svipuðum hópum tónlistarnema og mikilvægt er að nýta þær til að stuðla að enn frekara heilsu- og forvarnarstarfi hjá íslensku tónlistarfólki. Heimildaskrá 1. Zaza C. Playing-related musculoskeletal disorders in musicians: A systematic review of incidence and prevalence. Can Med Assoc J 1998;158(8): Ackermann B, Driscoll T, Kenny DT. Musculoskeletal pain and injury in professional orchestral musicians in Australia. Med Probl Perform Art 2012;27(4): Brandfonbrener AG. History of playing-related pain in 330 university freshman music students. Med Probl Perform Art 2009; 24(1): Ranelli S, Straker L, Smith A. Playing-related musculoskeletal problems in children learning instrumental music. The association between problem location and gender, age and music exposure factors. Med Probl Perform Art 2011;26(3): Árnason K, Briem K, Árnason Á. Playing-related musculoskeletal disorders among Icelandic music students. Med Probl Perform Art 2014;29(2): Schoeb V, Zosso A. You cannot perform music without taking care of your body A qualitative study on musician s representation of body and health. Med Probl Perform Art 2012;27(3) Zander MF, Voltmer E, Spahn C. Health promotion and prevention in higher music education. Result of a longitudinal study. Med Probl Perform Art 2010;25(2): Bragge PB, Bialocerkowski A, McMeeken J. Understanding playing-related musculoskeletal disorders in elite pianists: A grounded theory study. Med Probl Perform Art 2006;21(2): López TM, Martínez JF. Strategies to promote health and prevent musculoskeletal injuries in students from the High Conservatory of Music of Salamanca, Spain. Med Probl Perform Art 2013;28(2): Barton R, Feinberg JR. Effectiveness of an educational program in health promotion and injury prevention for freshman music majors. Med Probl Perform Art 2008;23(2): Spahn C, Hildebrandt H, Seidenglanz K. Effectiveness of a prophylactic course to prevent playing-related health problems of music students. Med Probl Perform Art 2001;16(1): Ackermann B, Driscoll T. Development of a new instrument for measuring the musculoskeletal load and physical health of professional orchestral musicians. Med Probl Perform Art 2010;25(3): Rickert D, Barrett M, Halaki M, Driscoll T, Ackermann B. A study of right shoulder injury in collegiate and professional orchestral cellists: An investigation using questionnaires and physical assessment. Med Probl Perform Art 2012;27(2): Penedo FJ, Dahn JR. Exercise and well-being: A review of mental and physical health benefits associated with physical activity. Curr Opin Psychiatry 2005;18(2): Baadjou VAE, Verbunt JAMCF, van Eijsden-Besseling MDF, Huysmans SMD, Smeets RJEM. The musician as (in)active athlete? Exploring the assocation between physical activity and musculoskeletal complains in music students. Med Probl Perform Art 2015;30(4): Stewart IB, Sleivert GG. The effect of warm-up intensity on range of motion and anaerobic performance. J Orthop Sports Phys Ther 1998;27(2): McCrary MJ, Halaki M, Sorkin E, Ackermann B. Acute warm-up effects in submaximal athletes: An EMG study of skilled violinists. Med Sci Sports Exerc 2016 Í prentun 18. Chan C, Driscoll T, Ackermann B. Development of a specific exercise programme for professional orchestral musicians. Inj Prev 2013;19(4): Lee SH, Carey S, Dubey R, Matz R. Intervention program in college instrumental musicians, with kinematics analysis of cello and flute playing; A combined program of yogic breathing and muscle strengthening-flexibility exercises. Med Probl Perform Art 2012; 27(2): Ackermann B, Adams R, Marshall E. Strength or endurance training for undergraduate music majors at a university? Med Probl Perform Art 2002;17(1): Chan C, Driscoll T, Ackermann BJ. Effect of a musicians exercise intervention on performance-related musculoskeletal disorders. Med Probl Perform Art 2014; 29(4): Brandfonbrener A. Etiologies of medical problems in performing artist. In: Sataloff R, Brandfonbrener A, Lederman R, editors. Performing arts medicine 3rd Edn. Narberth: Science and medicine; 2010.p Sjúkraþjálfarinn

6 Könnun á líkamsvitund tónlistarnemenda og viðhorfi þeirra til forvarna og góðrar heilsu hjá tónlistarnemendum í Listaháskóla Íslands 1. Aldur: ára 2. Kyn: KK KvK 3. Hæð: cm 4. Þyngd: kg 5. Hefur þú stundað einhverja reglulega hreyfingu síðastliðið ár? ef nei svaraðu næst spurningu 7 6. Merktu inn á töfluna hér fyrir neðan hvernig hreyfingu þú stundar, hvað oft í viku og í hvað margar mínútur í einu. Ef annað vinsamlegast takið fram hvers konar hreyfing það er. Tegund þjálfunar Hvað oft í viku: Mínútur í einu: Skokk Hjólreiðar Hóptímar í líkamsrækt Lyftingar/líkamsrækt Sund Jóga Pilates Ganga Tennis Golf Annað: Annað: 7. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? (Ef fleiri en eitt, nefndu aðal hljóðfæri þitt) 8. Í hvað mörg ár hefur þú stundað tónlistarnám? 9. Þessi spurning snýr að æfingavenjum þínum og þeim æfingum sem þú stundar heima hjá þér. Aðrar æfingar og tónlistarflutningur er undanskilin s.s. hljómsveitar æfingar og tónleikar. Hve oft í viku æfir þú þig? Dag/daga (fjöldi daga) Hve löng er hver æfing að jafnaði? Mínútur Hve oft á dag æfir þú þig? Hver er lágmarks hvíldin sem þú tekur á milli æfinga? (sem eiga sér stað samdægurs) Sjúkraþjálfarinn Æfing/æfingar Mínútur 10. Stundar þú einhverja upphitun (t.d. teygjur og/eða liðkandi æfingar) áður en þú byrjar að æfa þig? 11. Stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik eru skilgreind sem verkir, minnkaður máttur, dofi eða önnur líkamleg einkenni sem hafa hamlandi áhrif á getu þína til að spila á hljóðfæri á þann hátt sem þú ert vanur/vön. Smávægileg óþægindi eru ekki meðtalin. Hefur þú einhvern tímann á tónlistarferlinum fundið fyrir stoðkerfiseinkennum sem hafa haft hamlandi áhrif á getu þína til að spila á hljóðfæri? Ef nei svaraðu þá næst spurningu Glímir þú við einhver núverandi stoðkerfiseinkenni þessa stund ina? (Þau einkenni sem þú hefur fundið fyrir síðastliðna 7 daga eru talin með) 13. Hve lengi hafa núverandi stoðkerfiseinkenni verið til staðar? Minna en 4 vikur 4-12 vikur Meira en 3 mánuði 14. Notar þú einhvers konar aðferðir í þínu daglega lífi sem stuðla að því að verja þig gegn álagsmeiðslum og gera þig betur undirbúin/n til að takast á við það mikla líkamlega og andlega álag sem fylgir því að vera tónlistarmaður?* Ef nei svaraðu þá næst spurningu Ef svarið var já, hvaða aðferðir notar þú? Almenn líkamsrækt, iðkun íþrótta Jóga og aðrar slökunaraðferðir Líkamsbeitingartækni (t.d. Alexander tækni og Feldenkreis tækni) Aðstoð fagaðila (t.d. sjúkraþjálfunarmeðferð og sálfræðimeðferð) 16. Hversu vel, á skalanum 0-10, ert þú meðvituð/-aður um líkamsstöðu þína á meðan þú ert að æfa þig á þitt hljóðfæri? mjög illa mjög vel 17. Hversu vel, á skalanum 0-10, ert þú meðvituð/-aður um líkamsstöðu þína á meðan þú ert að spila opinberlega, t.d. á tónleikum? mjög illa mjög vel 18. Hversu vel,á skalanum 0-10, ert þú meðvituð/-aður um líkamsstöðu þína á meðan þú sinnir þínum daglegu athöfnum? mjög illa mjög vel 19. Hversu mikilvægt, á skalanum 0-10, finnst þér að vera við góða líkamlega og andlega heilsu? alls ekki mikilv. mjög mikilv. 15

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir

September Vellíðan án lyfja. Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Vellíðan án lyfja: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS)

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar

Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Hver eru viðhorf þjálfara yngri flokka í handbolta til styrktarþjálfunar Leifur Óskarsson Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2015 Höfundur: Leifur Óskarsson Kennitala: 130889-2209 Leiðbeinendur: Kristján

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF

ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF ENDURMAT Á STUÐNINGSÞÖRF Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Október 2015 Endurmat á stuðningsþörf Aðdragandi Framkvæmd Niðurstöður Tryggvi Sigurðsson Greiningar- og

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Hópmeðferð við félagsfælni

Hópmeðferð við félagsfælni September 2010 Hópmeðferð við félagsfælni Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Hópmeðferð við félagsfælni: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina

More information

Áhrif hreyfingar á ADHD

Áhrif hreyfingar á ADHD Lokaverkefni í B.Sc. í íþróttafræði Áhrif hreyfingar á ADHD Könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD Maí 2017 Nafn nemanda: Dagmar Karlsdóttir Kennitala: 220193 2419 Leiðbeinandi:

More information

Kvíðastjórnun fyrir atvinnuleitendur

Kvíðastjórnun fyrir atvinnuleitendur September 2010 Kvíðastjórnun fyrir atvinnuleitendur Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS) Sigurður Viðar Sóley Dröfn Davíðsdóttir September 2010 Kvíðastjórnun fyrir atvinnuleitendur: Árangursmæling

More information

Skilgreinið eða lýsið stuttlega merkingu eftirfarandi hugtaka. Takið dæmi til útskýringar.

Skilgreinið eða lýsið stuttlega merkingu eftirfarandi hugtaka. Takið dæmi til útskýringar. HÁSKÓLI ÍSLANDS Félagsvísindadeild 0.05.04 Aðferðafræði III Æfingapróf 00, 4 klst. Nafn: Svaraðu ýmist á spurningablöð eða svarörk. Skilaðu hvoru tveggja að loknu prófi. Heimilt er að hafa vasareikni í

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

SOS! Hjálp fyrir foreldra:

SOS! Hjálp fyrir foreldra: SOS! Hjálp fyrir foreldra: Samantekt á niðurstöðum TOPI A og TOPI B árin 2007-2011 og heildaryfirlit fyrir árin 1998-2011. Hanna Björg Egilsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni,

Hvað er vitað? Evrópska samstarfsverkefnið Hraust saman (Healthy together), sem styrkt var af Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni, Ása Fríða Kjartansdóttir, asaogvilli@internet.is Heilsuefling og forvarnir á litlum og meðalstórum vinnustöðum Heilsueflingu er hægt að stunda nær alls staðar og er vinnustaðurinn kjörinn vettvangur til

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun. Námstengd hvatning MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Námstengd hvatning Hvað hvetur háskólanema á Íslandi í námi? Kolbrún Eva Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2012 Námstengdhvatning

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Bágt er að berja höfðinu við steininn

Bágt er að berja höfðinu við steininn Bágt er að berja höfðinu við steininn Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka Thelma Rún van Erven Lokaverkefni til B.Sc.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Bágt er að berja höfðinu

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga

Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Tengsl vikulegrar hreyfingar og svefnlengdar íslenskra unglinga Berglind M. Valdimarsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Tengsl vikulegra hreyfingar og svefnlengdar

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt

Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt Skimun fyrir þunglyndi aldraðra Fræðileg samantekt SUNNA EIR HARALDSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI 12 EININGAR LEIÐBEINANDI: ÞÓRA JENNÝ GUNNARSDÓTTIR, LEKTOR JÚNÍ 2011 iii Þakkarorð

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Arna Valgerður Erlingsdóttir Helga Sigfúsdóttir Karen B Elsudóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði

More information

BS ritgerð. Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans

BS ritgerð. Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans BS ritgerð Stjórnun og forysta Áhrif bónuskerfis í þjónustuveri Símans Ari Hróbjartsson Viðskiptadeild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Svala Guðmundsdóttir Júní 2010 Útdráttur Markmiðakenningin (Goal-setting

More information

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007

Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Viðhorf og líðan starfsfólks á veitinga-, gisti- og skemmtistöðum eftir að reykingabann tók gildi, 1. júní 2007 Anna Sigríður Jónsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Ásta Snorradóttir Kristinn Tómasson

More information

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna

ÁNÆGJUVOGIN. Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna ÁNÆGJUVOGIN Leiðarvísir um áherslur í íþróttastarfi barna og ungmenna Haust 2009 Ágæti lesandi Leiðarvísir þessi er hugsaður sem hjálpargagn við íþróttaþjálfun barna og ungmenna. Hann byggir á grunnstefnu

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

ER ÁVINNINGUR AF STYRKTARÞJÁLFUN YNGRI FLOKKA Í KNATTSPYRNU?

ER ÁVINNINGUR AF STYRKTARÞJÁLFUN YNGRI FLOKKA Í KNATTSPYRNU? ER ÁVINNINGUR AF STYRKTARÞJÁLFUN YNGRI FLOKKA Í KNATTSPYRNU? HALLUR HALLSSON Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2012 Höfundur: Hallur Hallsson Kennitala: 100380-4989 Leiðbeinandi: Einar Einarsson Tækni- og

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun

Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun www.ibr.hi.is Mælitæki fyrir færni í alþjóðavæðingu: Ávinningur og gagnsemi við stjórnun Guðjón Helgi Egilsson Gunnar Óskarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Aðlögunarhæfni á starfsferli:

Aðlögunarhæfni á starfsferli: Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði Linda Björk Einarsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Náms-og starfsráðgjöf Félagsvísindasvið Aðlögunarhæfni á starfsferli:

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði

Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 9. árgangur, 1. tölublað, 2012 Áhrif tónlistar í auglýsingum á vörumerkjavirði Friðrik Eysteinsson, Kári Kristinsson og Katrín Halldórsdóttir 1 Ágrip Framkvæmd var

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna

Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Sálfélags- og heilsufarsleg tengls við tíðabyrjun íslenskra stúlkna Rannsókn unnin upp úr gagnasafni HBSC María Guðmundsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild

More information

Atvinnuhæfni verður bókvitið í askana látið?

Atvinnuhæfni verður bókvitið í askana látið? ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W13:01 Desember 2013 Atvinnuhæfni verður bókvitið í askana látið? Helga Rún Runólfsdóttir og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Helga Rún Runólfsdóttir

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016 Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri Október 2016 Lýsing á rannsókn Unnið fyrir Markmið rannsóknar Velferðarráðuneytið Að kanna stöðu ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri og

More information

Áhrif hreyfingar á liðagigt

Áhrif hreyfingar á liðagigt Áhrif hreyfingar á liðagigt Elín Rós Jónasdóttir Lokaverkefni til BS-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Áhrif hreyfingar á liðagigt Elín Rós Jónasdóttir Lokaverkefni til BSc-prófs í Íþrótta- og heilsufræði

More information

Hugræn færni og streita

Hugræn færni og streita Hugræn færni og streita Samanburður á afreksíþróttamönnum og ungum og efnilegum íþróttamönnum hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Rósa Björk Sigurgeirsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild

More information

INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH

INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W16:03 Október 2016 Hvatar að ástundun líkamsræktar á líkamsræktarstöðvum Kári Einarsson og Auður Hermannsdóttir Kári Einarsson Háskóli

More information

Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga.

Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Samanburður yfir fjögurra ára tímabil. Carmen Maja Valencia Helga Heiðdís Sölvadóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum

CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum Notkun og útbreiðsla CAD/CAM á Íslandi Alexander Mateev Lokaverkefni til BS gráðu Leiðbeinandi: Peter Holbrook CAD/CAM tölvutækni í tannlækningum; notkun og útbreiðsla

More information

Stuðningur við jákvæða hegðun:

Stuðningur við jákvæða hegðun: Stuðningur við jákvæða hegðun: Mat á áhrifum íhlutunar í 1. 4. bekk í þremur grunnskólum skólaárið 11 Gyða Dögg Einarsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Stuðningur við

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Tekist á við tíðahvörf

Tekist á við tíðahvörf Herdís Sveinsdóttir, dósent, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Um líðan og afstöðu 47 til 53 ára kvenna til tíðahvarfa og notkunar tíðahvarfahormóna Útdráttur Bakgrunnur: Notkun tíðahvarfahormóna jókst

More information

Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt

Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt Meistararitgerð í heilbrigðisvísindum 60 ects Áhrifaþættir þjálfunar hjá fólki með slitgigt Hvað hvetur, hvað letur? Unnur Pétursdóttir, sjúkraþjálfari B.S. Leiðbeinendur: Sólveig Ása Árnadóttir, M.S.,

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Útdráttur. Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum ára á

Útdráttur. Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum ára á Andleg líðan kvenna i Útdráttur Rannsókn þessi var gerð til að meta andlega líðan kvenna á aldrinum 18-60 ára á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Rannsökuð var andleg líðan, orsök hennar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Þetta er minn líkami en ekki þinn

Þetta er minn líkami en ekki þinn Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Kristín Björnsdóttir Þetta er minn líkami en ekki þinn Sjálfræði og kynverund kvenna með þroskahömlun Í samningi Sameinuðu þjóðanna

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni Einar Kristinsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði

More information

B.Sc. í viðskiptafræði

B.Sc. í viðskiptafræði Er hægt að spá fyrir um viðhorf til Evrópusambandsins út frá menningarvíddum Hofstede? Ingvar Linnet B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2011 Ingvar Linnet Leiðbeinandi: Kt. 171287-2789 Aðalsteinn Leifsson Formáli

More information

Forvarnir gegn átröskunum

Forvarnir gegn átröskunum Forvarnir gegn átröskunum Samanburður tveggja námskeiða Anna Friðrikka Jónsdóttir og Sigríður Heiða Kristjánsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Forvarnir gegn átröskunum

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla

Hér og nú. Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Hér og nú Núvitund sem leið til að efla tilfinningalegt jafnvægi, jákvæða hegðun og vellíðan nemenda og kennara í leik- og grunnskóla Heilsuleikskólinn Krókur og Grunnskóli Grindavíkur Verkefnisstjórar:

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum

Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum Algengi sykursýki og heilsufar íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum 2003-2012 Ingibjörg Hjaltadóttir 1 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir 2 hjúkrunarfræðingur Ágrip Inngangur: Sykursýki er vaxandi

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara

Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi Viðhorf nemenda og kennara Sigríður Árdal Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2016 Verkleg kennsla í náttúrufræði á unglingastigi

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information