Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi

Size: px
Start display at page:

Download "Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi"

Transcription

1 Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi Sara Sif Sveinsdóttir Sunneva Einarsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Háskóli Íslands Félagsvísindasvið

2 Skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi Sara Sif Sveinsdóttir kt Sunneva Einarsdóttir kt Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Umsjónarmaður: Steinunn Hrafnsdóttir Leiðbeinandi: Jóna Margrét Ólafsdóttir Félagsráðgjafardeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2013

3 Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Sara Sif Sveinsdóttir og Sunneva Einarsdóttir 2013 Prentun: Svansprent Reykjavík, Ísland 2013

4 Útdráttur Ritgerð þessi fjallar um kannabisneyslu unglinga á Íslandi og skaðleg áhrif kannabisneyslu. Helstu markmiðin með ritgerðinni eru að sýna fram á hver þróun kannabisneyslu unglinga á Íslandi hefur verið undanfarin ár og hve skaðleg áhrif kannabisneyslu eru. Til þess að komast að þessu verða skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á kannabisneyslu unglinga á Íslandi, ásamt því að skoðaðar verða rannsóknir sem gerðar hafa verið á skaðsemi af völdum kannabisneyslu. Kenningar sem hafa verið settar fram og rannsóknir sem hafa verið gerðar benda til þess að það séu ýmsir þættir sem geta haft áhrif á það hvort unglingur leiðist út í vímuefnaneyslu. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að dregið hafi úr kannabisneyslu unglinga á Íslandi á síðustu árum og að margvíslegur skaði geti hlotist af neyslu kannabisefna. Á Íslandi eru þó nokkur úrræði í boði fyrir unglinga í vímuefnaneyslu og ættu flestir þeirra að geta fengið meðferð við sitt hæfi. 1

5 Formáli Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefnið ritgerðarinnar er skaðsemi af völdum kannabisneyslu og kannabisneysla unglinga á Íslandi. Við viljum koma á framfæri þökkum til leiðbeinanda okkar Jónu Margrétar Ólafsdóttur og umsjónarmanni Steinunni Hrafnsdóttur fyrir yfirlestur, uppbyggjandi gagnrýni og góðar ábendingar. Einnig viljum við þakka mæðrum okkar fyrir ómetanlegan stuðning og þolinmæði. 2

6 Efnisyfirlit Útdráttur...1 Inngangur Saga kannabis Skaðsemi af völdum kannabis Geðklofi Þunglyndi Áhrif kannabisneyslu á heila Áhrif kannabisneyslu á öndunarfærin Unglingsárin Áhættuhegðun Fjölskyldan Jafningjahópurinn Tómstundir Skóli Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) Kenningar Félagslegt taumhald Kenning um mikilvægi ólíkra tengsla Vímuefni og fíkn Vímuefni Örvandi efni Slævandi efni Skynvillandi efni Fíkn Alþjóðleg greiningarlíkön á vímuefnasýki og vímuefnamisnotkun Greiningarlíkanið DSM-IV Greiningarlíkanið ICD Kannabisneysla unglinga á Íslandi

7 8.1 Rannsóknir í grunnskólum Rannsóknir í framhaldsskólum Kannabisneysla unglinga á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd Sjúkrahúsið Vogur Barnaverndarnefndir og starf félagsráðgjafa með unglingum Barnaverndarnefndir Starf félagsráðgjafa með unglingum Úrræði fyrir unglinga í vímuefnaneyslu Stuðlar Háholt Laugaland Lækjarbakki Vogur Niðurstöður Umræða og lokaorð

8 Inngangur Kannabis var upphaflega notað sem lækningalyf (Þorkell Jóhannesson, 2001). Í dag er kannabis einna helst notað sem vímugjafi og hvað mest notaða ólöglega vímuefnið á meðal unglinga (Hall og Degenhardt, 2009). Kannabisneysla hefur á síðustu árum færst yfir á yngri aldurshópa. Talið er að það sé vegna þess hversu ódýrt efnið er og hversu mikið framboð er á því (World Health Organization, e.d.-a). Í þessari ritgerð verður fjallað um kannabisneyslu unglinga á Íslandi og skaðsemi af völdum kannabisneyslu. Rannsóknarspurningarnar sem leitast er við að svara eru eftirfarandi: Hafa orðið breytingar á kannabisneyslu unglinga á Íslandi síðastliðin ár? Hver eru helstu skaðlegu áhrif af völdum kannabis? Ástæðan fyrir vali okkar á ritgerðarefni var meðal annars áhugi okkar á að vinna með unglingum í vímuefnaneyslu og mikil umfjöllun í fjölmiðlum undanfarið um kannabis. Einnig vegna þess hve mikill ágreiningur hefur verið í jafningjahópi okkar um það hvort og hversu skaðleg kannabisneysla getur verið. Byrjað verður á að fjalla um kannabisplöntuna og sögu kannabis. Næst verður fjallað um skaðsemi af völdum kannabisneyslu. Einnig verður fjallað almennt um unglingsárin, áhættuhegðun og þá þætti sem geta haft áhrif á það hvort einstaklingar leiðist út í vímuefnaneyslu eða ekki. Farið verður yfir kenningar sem settar hafa verið fram og tengjast vímuefnaneyslu. Þar á eftir verður fjallað um hvernig vímuefni eru flokkuð niður eftir áhrifum þeirra á miðtaugakerfið ásamt því að fjallað verður almennt um fíkn. Fjallað verður um alþjóðleg greiningarlíkön á vímuefnasýki og vímuefnamisnotkun. Farið verður yfir tölfræðiupplýsingar um kannabisneyslu unglinga á Íslandi þar sem könnuð verður þróun kannabisneyslu síðustu ára á Íslandi, ásamt því að kannabisneysla unglinga á Íslandi verður borin saman við önnur Evrópulönd. Fjallað verður um barnaverndarnefndir og starf félagsráðgjafa með unglingum. Næst verða nefnd þau úrræði sem eru í boði fyrir unglinga í vímuefnaneyslu á vegum barnaverndarstofu ásamt Sjúkrahúsinu Vogi sem rekið er á vegum samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). Í lokin verða dregnar saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar. Þessi ritgerð er heimildaritgerð og verður því notast við rannsóknir sem nú þegar hafa verið gerðar ásamt fræðigreinum, bókum, vefsíðum og viðtali við fagaðila. 5

9 1 Saga kannabis Cannabis sativa, sem stundum ber nafnið hampjurt, vex í mörgum löndum en á uppruna sinn að rekja til Mið-Asíu (Þorkell Jóhannesson, 2001). Kannabis er eitt af elstu skynvillandi efnum í heiminum. Talið er að efnið hafi borist til Kína frá Mið-Asíu og verið notað þar 3000 árum fyrir Krist, þá aðallega sem lyf (CME Resource, 2012). Kannabis barst síðan frá Kína til Indlands um árum fyrir Krists burð.. Frá Indlandi barst kannabis til Arabalanda í vestanverðri Asíu og Norður-Afríku. Evrópumenn kynntust síðan kannabis á tímum krossferðanna og einnig í lok 18. aldar, en ekki bar mikið á útbreiðslu þess fyrr en um miðja 19. öld þegar skáld, rithöfundar og listamenn í París og á fleiri stöðum fóru að nota kannabis sem vímugjafa (Þorkell Jóhannesson, 2001). Árið 1839 varð breski skurðlæknirinn William O Shaughnessy fyrstur manna til þess að nota kannabis sem verkja- og deyfilyf fyrir sjúklingana sína. Einnig notaði hann efnið til þess að auka matarlyst hjá sjúklingunum, sem vöðvaslakandi lyf og til þess að stöðva eða koma í veg fyrir flog hjá flogaveikum einstaklingum (CME Resource, 2012). Notkun kannabis sem vímugjafa, eins og þekkist í dag, má rekja til Mið-Ameríku seint á 19. öld og síðar til Bandaríkjanna (Þorkell Jóhannesson, 2001). Kannabis sem vímugjafi þekktist á Norðurlöndunum á sjötta áratug 19. aldar en breiddist út á Íslandi á áttunda áratugnum. Kannabis er á meðal elstu ræktunarjurta mannsins og hefur jurtin verið notuð í lyf, hampþræði og feita olíu. Til að mynda var kannabis notað sem lækning í Kína við hægðartregðu, gigt, malaríu og fleiri sjúkdómum (CME Resource, 2012). Búið var að nota kannabis í ýmsum tilgangi í þúsundir ára áður en sannað var að tetrahydrókannabínól væri efnið í kannabis sem væri vímugefandi. Áhrif efnisins eru mismunandi og fer það eftir því hvar jurtin er ræktuð, hvaða hluti jurtarinnar er notaður og uppskerutímanum. Minna er þó vitað um áhrif tetrahydrókannabínól en áhrif flestra annarra vímugjafa (Þorkell Jóhannesson, 2001). Kannabis er það fíkniefni sem mest er ræktað af í heiminum. Meira en 147 milljónir manna nota efnið eða 2,5% jarðarbúa (WHO, e.d.-a). Mörg hundruð ólík efnasambönd eru í plöntunni og er eitt þeirra vímugefandi. Það samband heitir, eins og áður sagði, tetrahydrókannabínól (THC) og er kallað trjákvoði á íslensku. Plantan er græn að lit, hefur stöngul sem heldur plöntunni uppi. Á plöntunni eru fimm til níu laufblöð og eru þau afar trefjarík. Efsti hluti plöntunnar og stöngullinn framleiða trákvoða en það gera ræturnar og fræin ekki. Þegar öll plantan er notuð og seld kallast það marijúana en þegar einungis 6

10 trjákvoðinn úr plöntunni er notaður er það kallað hass. Hass veldur mun sterkari vímu en marijúana (Thio, 2007). Árið 1960 fór neysla kannabis að aukast og þá einna helst í löndum Norður-Ameríku, Vestur-Evrópu og Ástralíu, þegar framfarir urðu í landbúnaði (CME Resource, 2012; WHO, e.d.-a). Síðustu ár hefur neysla kannabis færst yfir á yngri aldurshópa og eru ástæður þess sagðar vera hversu mikið magn sé til er af efninu og hversu ódýrt efnið er (WHO, e.d.-a). Árið 1960 og 1970 innihélt venjuleg marijúanasígaretta rúmlega tíu milligrömm af THC en í dag er algengt að marijúanasígaretta innihaldi 60 til 150 milligrömm af THC. Þegar hassi eða hassolíu er blandað saman í eina marijúanasígarettu getur magnið af THC farið upp í 300 milligrömm og verður víman þá mun öflugari og endist í lengi tíma (CME Resource, 2012). Í næsta kafla verður fjallað um þau skaðlegu áhrif sem kannabisneysla getur haft á einstaklinga. Fjallað verður um tengsl kannabisneyslu við geðklofa, þunglyndi ásamt áhrifum á heila og öndunarfæri. 7

11 2 Skaðsemi af völdum kannabis 2.1 Geðklofi Tengsl á milli kannabisneyslu og geðrænna áhrifa hafa mikið verið rannsökuð (Bhatty og Wu, 2013; Hall og Degenhardt, 2009; Auther, McLaughlin, Carrión, Nagachandran, Correll og Cornblatt, 2012). Rannsóknir hafa leitt í ljós að kannabisneysla getur aukið líkur á því að einstaklingar greinist með geðklofa (Hall og Degenhardt, 2009). Til að mynda var gerð rannsókn í Svíþjóð á tengslum á milli kannabisneyslu og geðklofa. Þátttakendur voru og tók rannsóknin 15 ár. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir sem höfðu neytt kannabis fyrir 18 ára aldur voru tvisvar til fjórum sinnum líklegri til þess að greinast með geðklofa en þeir sem ekki höfðu neytt kannabis. Einnig kom í ljós að þeir sem neyttu kannabis á hverjum degi voru í meiri hættu á því að greinast með geðklofa en þeir sem neyttu efnisins einu sinni til tvisvar í viku (Hall og Degenhardt, 2009). Þá sýndu niðurstöður að karlmenn sem höfðu neytt kannabis að minnsta kosti 50 sinnum, voru sex sinnum líklegri til þess að greinast með geðklofa en þeir sem höfðu aldrei neytt kannabis (Murray, Morrison, Henquent og Forti, 2007). Rannsókn var gerð í Nýja Sjálandi þar sem þátttakendur voru talsins. Þeir voru spurðir út í neyslu kannabis fyrir 15, 18 og 26 ára aldur og sýndu niðurstöður að þeir sem höfðu neytt kannabis fyrir 15 eða 18 ára aldur fundu fyrir meiri og alvarlegri einkennum geðklofa á 26. aldursári samanborið við þá sem ekki höfðu neytt kannabis. Þá greindust 10% þátttakenda sem höfðu neytt kannabis fyrir 15 ára aldur með þunglyndi 26 ára, samanborið við 3% sem ekki höfðu neytt kannabis. Þá voru sjö aðrar rannsóknir gerðar með sömu mælingum og jafnmörgum þátttakendum og fengust sambærilegar niðurstöður úr þeim rannsóknum (Murray, Morrison, Henquent og Forti, 2007). Neysla kannabis getur haft mismunandi áhrif á einstaklinga. Dæmi um þætti sem geta haft áhrif eru; aldur, erfðaþættir, magn af kannabisefninu sem hver og einn neytir og tíminn sem neytandinn er í vímu hverju sinni. Rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á að meiri skaði getur hlotist á sálrænum og félagslegum þáttum hjá einstaklingum þegar neysla hefst á unglingsárum (D Souza, Sewell, Ranganathan, 2010). Í Hollandi var gerð rannsókn á kannabisneyslu unglinga. Þátttakendur voru 68 talsins, á aldrinum 12 til 35 ára. Af þessum þátttakendum höfðu 35 einstaklingar neytt kannabis og 22 af þeim höfðu verið greindir með vímuefnasýki (Dragt, Nieman, Becker, Fliert, Dingemans, 8

12 Haan, Amelsvoort og Linszen, 2010). Meðalaldur við upphaf kannabisneyslu var 16,8 ár. Notast var við greiningarviðmiðin DSM IV og ICD-10 til þess að greina kannabisneyslu, kannabismisnotkun og kannabissýki. Af þeim 35 einstaklingum sem höfðu neytt kannabis, greindust 17, eða 25% með geðræn einkenni. Í ljós kom að ef neysla kannabis hefst snemma á ævinni eru meiri líkur á því að viðkomandi greinist með geðklofa en þegar neyslan hefst seinna á ævinni (Dragt o.fl., 2010). Einnig kom í ljós að þrátt fyrir það að þátttakendur hefðu ekki neytt kannabis í nokkurn tíma áður en rannsóknin var gerð, þá voru geðræn einkenni ennþá til staðar hjá viðkomandi ásamt minnisleysi (Dragt o.fl., 2010). National Institute on Drug Abuse (NIDA) hefur einnig tekið saman þær rannsóknir sem gerðar hafa verið um notkun á marijúana og tengsl við þunglyndi, kvíða og geðklofa. Fram kom að helsti áhættuþátturinn er ungur aldur neytenda, þar sem þá er meiri hætta á því að unglingarnir ánetjist efnunum og greinist fyrr með geðklofa og þunglyndi (DuPont, Barthwell, Kraus, Sabet, Soper og Teitelbaum, 2012). Fylgnirannsókn sem var gerð af Foti, Kotov, Guey og Bromet á 229 einstaklingum með geðklofa leiddi í ljós að 66,2% af þessum einstaklingum höfðu verið í kannabisneyslu. Tekin voru fimm viðtöl við hvern þátttakenda á tíu ára tímabili. Fyrsta viðtalið var tekið þegar rannsóknin var að hefjast, næst sex mánuðum síðar og einnig tveimur, fjórum og tíu árum eftir að rannsóknin hófst. Í hverju viðtali var kannabisneysla þátttakenda könnuð og tengsl við geðklofaeinkenni (Foti, Kotov, Guey og Bromet, 2010). Rannsakendur komust að því að neysla kannabis tvöfaldar líkur á því að einstaklingar greinist með geðklofa. Þrátt fyrir að rannsakendur hafi ekki fundið út hvað það var nákvæmlega sem orsakaði geðklofaeinkennin, þá voru þessar niðurstöður taldar gefa nægilega sönnun fyrir því að tengsl væru á milli kannabisneyslu og geðklofa. Þá leiddi langvarandi neysla kannabis til alvarlegri geðrænna einkenna en hjá þeim sem ekki neyttu kannabis (Foti o.fl., 2010). Í þessari rannsókn kom einnig í ljós að neytendur kannabis voru líklegri til þess að fá stutt geðveikisköst sem einkenndust af ofsóknarbrjálæði, svefntruflunum, félagslegri hlédrægni og/eða skapsveiflum (Foti o.fl., 2010). Foti, Kotov, Guey og Bromet gerðu aðra rannsókn á tengslum kannabisneyslu og geðklofa sem stóð yfir í eitt ár. Þátttakendur fengu fyrirmæli um það að kannabisneysla þeirra ætti að vera mikil í einn mánuð og minni í næsta mánuði á eftir. Í þeim mánuði þar 9

13 sem neysla kannabis var mikil jukust einkenni geðklofa, en í þeim mánuði þar sem neyslan var minni, minnkuðu geðklofaeinkennin (Foti o.fl., 2010). Þrátt fyrir mikinn fjölda rannsókna á tengslum kannabisneyslu og geðklofa hafa engar rannsóknir náð að sýna hvers vegna neytendur greinast frekar með geðklofa en aðra sjúkdóma (Dragt, Nieman, Schultze-Lutter, Meer, Becker, Haan, Dingemans, Birchwood, Patterson, Salokangas, Heinimaa, Heinz, Juckel, Reventhlow, French, Stevens,Ruhrmann, Klosterkötter og Linszen, 2011). Til eru rannsóknir sem benda til þess að þegar vímuefnaneytendur byrja ungir að neyta kannabis séu meiri líkur á geðklofa, en aðrar rannsóknir benda til þess að aldur sé ekki áhrifaþáttur hvað þetta varðar (Dragt o.fl., 2011; Manrique-Garcia, Zammit, Dalman, Hemmingsson og Allebeck, 2012). Rannsókn sem gerð var á Spáni árið 2008 sýndi að til voru efni í kannabis sem virkuðu frekar sem verndandi þættir gegn geðklofa en áhrifaþættir (Fernandes-Espejo, Viveros, Núnez, Ellenbroek, Fonseca, 2009). Þá hafa einnig verið gerðar rannsóknir sem benda til þess að þegar kannabisneytandi sé í vímu séu vímueinkennin svipuð og einkenni geðklofa. Dæmi um þessi einkenni eru ofsóknarbrjálæði, ranghugmyndir, kvíði og sjónrænn ruglingur (Fernandez-Espejo o.fl., 2009). 2.2 Þunglyndi Rannsóknir benda til þess að kannabisneysla geti verið orsakavaldur þunglyndis (Foti, Kotov, Guey og Bromet, 2010). Þunglyndi er margþættur sjúkdómur þar sem orsakavaldar eru margir og ólíkir (Fairman og Anthony, 2012). Ef unglingar byrja að neyta kannabisefna, þá er líklegra að þeir hætti snemma í skóla, lifi á atvinnuleysisbótum, eigi erfitt með að tengjast öðru fólki, brjóti af sér í samfélaginu og neyti annarra ólöglegra vímuefna. Allir þessir þættir geta ýtt undir það að einstaklingar greinist með þunglyndi (Fairman og Anthony, 2012). Ferguson og samstarfsmenn hans rannsökuðu tengsl á milli kannabisnotkunar og þunglyndis. Þeir fengu unglinga fædda á Nýja-Sjálandi til þess að taka þátt í rannsókninni. Þeir komust að því að unglingar sem höfðu notað kannabis tíu sinnum eða oftar fyrir 15 ára aldur voru líklegri til þess að greinast með þunglyndi og lyndisraskanir. Þá voru 30% af þeim einstaklingum sem neyttu kannabis á aldrinum 20 til 21 greindir með þunglyndi (Degenhardt, Hall og Linskey, 2003). 10

14 Einnig gerðu Ferguson og samstarfsmenn hans rannsókn í Þýskalandi sem sýndi að einstaklingar 30 ára og eldri sem höfðu verið greindir með þunglyndi voru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til þess að hafa verið kannabisneytendur áður en þeir greindust (Degenhardt o.fl., 2003). Degenhardt, Hall og Linskey (2003) framkvæmdu rannsókn á kvenfólki á aldrinum 20 til 21 árs, þar sem kom í ljós að 68% af þeim konum sem sögðust hafa notað kannabis daglega síðustu 12 mánuði höfðu verið greindar með þunglyndi (Degenhardt, Hall og Linskey, 2003). Einnig var gerð rannsókn Í Ástralíu um tengsl kannabisneyslu og þunglyndis annars vegar og kvíða hins vegar. Rannsóknin fór fram á tímabilinu ágúst 1992 til desember Þátttakendur voru alls 2.032, valdir af handahófi úr 44 skólum. Niðurstöður leiddu í ljós að þegar ungar konur neyttu kannabis daglega, þá fimmfölduðust líkurnar á því að þær greindust með þunglyndi og kvíða. Ungar konur sem neyttu kannabis vikulega voru tvöfalt líklegri til þess að greinast síðar á ævinni með þunglyndi eða kvíða (Patton, Coffey, Carlin, Degenhardt, Lynskey og Hall, 2002). Í Bandaríkjunum var gerð rannsókn til þess að skoða tengsl á milli kannabisnotkunar og þunglyndis og voru þátttakendur talsins. Af þeim höfðu 83 einstaklingar verið greindir með vímuefnasýki en einstaklingar ekki greindir með vímuefnasýki. Þeir 83 einstaklingar sem greinst höfðu með vímuefnasýki voru fjórum sinnum líklegri til þess að greinast með þunglyndi en þeir einstaklingar sem ekki höfðu greinst með vímuefnasýki. Helstu einkenni þunglyndis hjá þeim þátttakendum, voru sjálfsvígshugsanir og vanlíðan (Bovasso, 2011). Þegar kannabisneytendur eru þunglyndir eru líkur á brotthvarfi úr meðferð meiri og aukin hætta á sjálfsvígshugleiðingum og sjálfsvígstilraunum (Adamson, Kay-Lambkin, Baker, Lewin, Thornton, Kelly og Sellman, 2010). Rasic og samstarfsmenn hans gerðu rannsókn á neyslu vímuefna og tengdu við tilfelli þunglyndis. Rannsóknin fór fram á árunum 2000 til 2003 og 976 kanadískir nemendur fjögurra skóla tóku þátt. Fylgst var með þeim frá byrjun 10. bekkjar og þangað til þeir luku 12. bekk. Athugað var hvort þátttakendur hefðu þjáðst af þunglyndi, hugsað um sjálfsvíg eða reynt að fremja sjálfsvíg. Einnig var neysla kannabis og annarra ólöglegra vímuefna skoðuð. Samkvæmt niðurstöðum jókst kannabisneysla frá árunum 2000 til 2003 úr 15,2% í 24,3% og á sama tíma jukust tilfelli þunglyndis (Rasic, Weerasinghe, Asbridge og Langille, 2012). Þeir 11

15 unglingar sem neyttu kannabis áður en rannsóknin hófst eða höfðu byrjað að neyta kannabis á meðan á rannsókninni stóð, voru líklegri til þess að greinast með þunglyndi samanborið við þá unglinga sem ekki neyttu kannabis. Þeir unglingar sem neyttu kannabis ásamt öðrum ólöglegum vímuefnum voru líklegri en aðrir unglingar til þess að hafa reynt sjálfsvíg eða hugsað um að fremja sjálfsvíg (Rasic o.fl., 2012). Samkvæmt Rasic og samstarfsmönnum hans, hafa 25% af unglingum í Bandaríkjunum á 21. aldursári fundið fyrir þunglyndi (Rasic o.fl., 2012). Á Nýja-Sjálandi var gerð rannsókn þar sem þunglyndi var rannsakað sem afleiðing kannabisneyslu. Alls tóku 250 einstaklingar þátt og sagðist helmingur (n=124) af þátttakendum hafa notað kannabis síðastliðna sex mánuði. Af þeim 124 þátttakendum sem neyttu kannabis greindust 78% með þunglyndi (Adamson o.fl., 2010). Af 250 þátttakendum greindust 87 (60%) einstaklingar með vímuefnasýki, 17 (12%) einstaklingar með vímuefnamisnotkun og meðalaldur til þess að byrja að neyta kannabis var 18,7 ár. Samkvæmt niðurstöðum voru þeir einstaklingar sem byrjuðu að neyta kannabis á unglingsaldri líklegri til þess að greinast með þunglyndi og einnig þeir sem voru í harðri daglegri kannabisneyslu (Adamson o.fl., 2010). Í mörg ár hefur verið deilt um það hvort að neysla á kannabis valdi skaðsemi eða ekki (John, John og Wayne, 2000). Þeir einstaklingar sem vilja láta lögleiða kannabis tala um að efnið sé skaðlaust og að það sé gott í lækningaskyni, en þeir einstaklingar sem eru á móti því að efnið sé lögleitt segja að það geti aukið líkur á geðklofa, kvíða, þunglyndi og sjálfsvígum (John, John og Wayne, 2000). Pedersen (2008) gerði langtímarannsókn í Noregi á kannabisneyslu annars vegar og þunglyndi, kvíða og sjálfsvígstilraunum hins vegar. Fylgst var með einstaklingum í 13 ár, frá upphafi unglingsáranna og þangað til þátttakendur voru orðnir 27 ára. Rannsóknin hófst árið 1992 og upplýsingum var safnað um notkun kannabisefna, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Samkvæmt niðurstöðum fundust engin tengsl á milli neyslu kannabisefna og þunglyndis og þá jukust ekki líkur á því að greinast með þunglyndi þegar neysla hófst á unglingsárum (Pedersen, 2008). Einnig var gerð rannsókn í Bandaríkjunum, þar sem tengsl á milli kannabisneyslu og þunglyndis voru skoðuð. Fylgst var með kannabisneyslu hjá 101 einstakling yfir tíu mánaða tímabil og einnig með mögulegum einkennum þunglyndis. Meðalaldur þátttakenda var 24 ár og var meirihlutinn einhleypir karlmenn. Meðalaldur til þess að byrja að neyta kannabis var 12

16 15 ár en 69% af þátttakendum sögðust hafa neytt kannabis í síðastliðnum mánuði, 21% höfðu neytt kannabis á hverjum degi síðastliðinn mánuð og 18% sögðust hafa neytt þriggja gramma eða meira á einni viku síðastliðinn mánuð (Degenhardt, Tennant, Gilmour, Schofield, Nash, Hall og McKay, 2007). Eftir tíu mánuði voru þessir einstaklingar teknir aftur í rannsókn og kom þá í ljós að neyslan var svipuð hjá flestum þátttakendum. Samkvæmt niðurstöðum fundu rannsakendur engin tengsl á milli kannabisneyslu og þunglyndis. Einnig komust rannsakendur að því að þegar neysla kannabis var mikil í einn mánuð, þá fundust ekki auknar líkur á því að viðkomandi greindist með þunglyndi í næsta mánuði. Samkvæmt þessari rannsókn hafði það engin áhrif á tilfelli þunglyndis hversu gamlir neytendur voru þegar þeir byrjuðu að neyta kannabis og einnig hafði það ekki áhrif hvort neytendur væru greindir með geðklofa eða ekki (Degenhardt o.fl., 2007). 2.3 Áhrif kannabisneyslu á heila Langvarandi notkun kannabis veldur skemmdum á vitrænni starfsemi heilans. Undir vitræna starfsemi flokkast athygli, námsgeta, skilningur, tungumál/talmál, óhlutbundin hugsun, langtíma- og nútímaminni (Murray o.fl., 2007). Rannsóknir sem gerðar hafa verið á einstaklingum í kannabisneyslu hafa leitt í ljós að þeir einstaklingar eiga mun erfiðara með að muna hluti til lengri tíma og eiga einnig erfiðara með það að mynda langar setningar en þeir sem ekki hafa verið í kannabisneyslu (Murray o.fl., 2007). Gerð var rannsókn í Bandaríkjunum þar sem langvarandi neysla marijúana var skoðuð og áhrif þess á heilastarfsemi. Mæld var virkni á heilastarfsemi hjá 46 daglegum neytendum marijúana í þrjú ár og borin saman við 34 einstaklinga sem ekki neyttu marijúana. Meðalaldur þeirra sem neyttu marijúana var 24,32 ár og meðalaldur hjá þeim sem ekki neyttu marijúana var 24,72 ár (Vaidya, Block, O Leary, Ponto, Ghoneim og Bechara, 2012). Skoðað var hvenær neysla á marijúana hófst og í hversu langan tíma efnisins hafði verið neytt. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var greinilegur munur á heilastarfsemi þeirra sem höfðu neytt marijúana og þeirra sem ekki neyttu marijúana. Skerðing hafði orðið á vinnsluminni þeirra er neyttu marijúana, svo þeir áttu erfiðara með það að muna langt aftur í tímann ásamt því að afkastageta og ákvarðanataka var ekki eins góð og hjá þeim sem ekki neyttu marijúana. Þá áttu marijúananeytendur erfiðara með það að samhæfa hreyfingar, halda einbeitingu og skoruðu lægra en þeir sem ekki neyttu marijúana á greindarprófum (Vaidya o.fl., 2012). 13

17 Schweinsburg, Brown og Tapert (2010) skoðuðu hvaða áhrif marijúana gæti haft á vitræna starfsemi unglinga, hvort að breytingar yrðu á heilastarfsemi eftir langvarandi notkun efnisins og hvort að neysla á unglingsárum hefði áhrif á vitræna starfsemi á fullorðinsárum. Skoðaðar voru rannsóknir og greinar sem gerðar hafa verið um marijúananotkun á unglingsárum og komust rannsakendur að því að þeir unglingar sem neyttu kannabis skoruðu lægra á sjón- og munnlegum prófum miða við þá unglinga sem ekki neyttu marijúana. Skammtímaminni þeirra var verra og þeir þjáðust af einbeitingarleysi, hegðunarvanda og auknum geðrænum einkennum eins og geðklofa (Schweinsburg, Brown og Tapert, 2010). Schweinsburg og samstarfsmenn hans gerðu rannsókn þar sem viðfangsefnið var greindarvísitala unglinga sem neyttu kannabis. Þátttakendur voru 70 unglingar á aldrinum 17 til 20 ára. Skoðuð var greindarvísitala unglinganna þegar þau voru 9 til 12 ára (áður en marijúananeysla hófst) og borin saman við greindarvísitölu unglinganna þegar þeir voru á aldrinum 17 til 20 ára og höfðu verið að reykja marijúana í nokkurn tíma. Af 70 þátttakendum höfðu 15 unglingar verið að reykja marijúana að minnst kosti fimm sinnum í viku, níu unglingar höfðu verið að reykja færri en fimm marijúanasígarettur í hverri viku, níu unglingar höfðu ekki reykt marijúana í að minnsta kosti þrjá mánuði og 37 unglingar höfðu aldrei reykt marijúana (Fried, Watkinson, James og Gray, 2002). Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var greindarvísitala þeirra sem reyktu marijúana að minnsta kosti fimm sinnum í viku mun lægri en hjá þeim sem ekki reyktu marijúana. Aðrir notendur voru að fá sambærilegar niðurstöður í prófinu og þeir unglingar sem neyttu ekki marijúana. Þeir unglingar sem voru að reykja marijúana að minnsta kosti fimm sinnum í viku lækkuðu að meðaltali um fjögur stig á greindarvísitöluprófinu frá fyrra prófinu sem tekið var áður en neysla kannabis hófst. Þetta sýnir að neysla marijúana hefur áhrif á vitræna starfsemi heilans (Fried o.fl., 2002; Schweinsburg o.fl., 2010). Einnig kom í ljós að daglegir neytendur marijúana voru lengur að ráða fram úr erfiðum verkefnum, áttu erfitt með að halda einbeitingu og þá var orðaforði þeirra ekki eins mikill og hjá þeim unglingum sem ekki reyktu marijúana (Schweinsburg, Brown og Tapert, 2010). Rannsóknir hafa leitt í ljós að skaðsemi á heila verður meiri ef neysla hefst á unglingsárum, vegna þess að heilinn er þá ekki orðinn fullþroskaður og er því viðkvæmari fyrir skaðlegum áhrifum vímuefna. Líkur á andlegri og líkamlegri skaðsemi eru einnig meiri 14

18 þegar neysla hefst á unglingsárunum (Ehrenreich, Rinn, Kunert, Moeller, Poser, Schilling, Gigerenzer og Hoehe, 1999). Rannsókn sem gerð var á 253 heilbrigðum börnum, unglingum og fullorðnum í Þýskalandi, sýndi að á aldrinum 12 til 15 ára fara efnaskipti og taugaboð í líkamanum að vinna hraðar auk þess sem sjónin breytist. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir einstaklingar sem höfðu byrjað að neyta kannabis á unglingsárunum, greindust frekar með athyglisbrest og ættu erfiðara með það að halda einbeitingu en aðrir einstaklingar. Taugakerfi þeirra var einnig hægara en annarra einstaklinga svo þeir áttu erfiðara með samhæfingu hreyfinga og þá var sjón þeirra einnig verri en hjá þeim sem ekki neyttu kannabis (Ehrenreich o.fl., 1999). Aftur á móti gerði Fried rannsókn á langtímaneytendum kannabis og sýndu niðurstöður að eftir þrjá mánuði án kannabisefna hafði engin vitræn skerðing orðið á heilastarfsemi þeirra (Murray o.fl., 2007). Einnig hafa rannsóknir verið gerðar sem sýna að ungur aldur neytendanna hafi engin áhrif á það hvort varanlegar heilaskemmdir verða hjá þeim eða ekki (Murray o.fl., 2007). Í Hollandi var gerð rannsókn þar sem skoðuð var neysla kannabis og hvaða áhrif hún hefði á minni og athygli neytendanna. Þátttakendur í rannsókninni voru 20 talsins og meðalaldur var 22,6 ár. Þátttakendum var skipt upp í tvo hópa; tíu sem höfðu verið í neyslu kannabis síðastliðið ár og tíu sem höfðu aldrei neytt kannabis. Markmiðið með rannsókninni var að bera saman minni og athygli hjá þeim sem neyttu kannabis og þeirra sem ekki neyttu kannabis (Jager, Kahn, Brink, Ree og Ramsey, 2006). Notast var við segulómun og ýmiss konar próf sem reyna á minni og athygli þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þeir sem höfðu verið í kannabisneyslu greindust ekki með skerðingu á minni og athygli. Þeir sem voru í kannabisneyslu og þeir sem neyttu ekki kannabis skoruðu jafn hátt á minnis- og athyglisprófum og einnig kom í ljós að neytendur kannabis voru ekki með skertan vitsmunaþroska (Jager o.fl., 2006). 2.4 Áhrif kannabisneyslu á öndunarfærin Kannabisreykingar geta haft meiri áhrif á það hvort einstaklingar fái lungnakrabbamein en tóbaksreykingar, þar sem kannabis inniheldur tvöfalt meira magn af krabbameinsvaldandi efnum (Aldington, Harwood, Cox, Weatherall, Beckert, Hansell, Pritchard, Robinson og Beasley, 2008). Kannabissígarettur eru ekki eins þétt pakkaðar og tóbakssígarettur og eru oft 15

19 á tíðum reyktar án síu. Þegar kannabis er reykt, anda einstaklingar almennt dýpra að sér og halda andanum lengur inni en þegar tóbakssígarettur eru reyktar. Þessir þættir eru líklegir til þess að vera ábyrgir fyrir fimm sinnum meiri upptöku af koltvísýringi þegar kannabis er reykt en þegar tóbakssígaretta er reykt (Aldington o.fl., 2008). Rannsóknir á notkun marijúana sýna að sígarettan inniheldur hættuleg efni á borð við tjöru og önnur krabbameinsvaldandi efni líkt og vinýlklóríð, dímetýl, metilíð og bensópýren (DuPont, Barthwell, Kraus, Sabet, Soper og Teitelbaum, 2012; Taylor og Hall, 2003). Á Nýja Sjálandi var gerð rannsókn til þess að kanna hvort kannabisreykingar geti haft áhrif á lungnakrabbamein. Þátttakendur voru alls 403 einstaklingar 55 ára og yngri og þar af 79 sem höfðu greinst með lungnakrabbamein. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að kannabisreykingar juku líkur á lungnakrabbameini um 8%. Ein kannabissígaretta er álíka skaðleg og 20 tóbakssígarettur (Aldington o.fl., 2008). Algengt er að þeir sem reykja kannabis reyki einnig tóbakssígarettur og því getur verið erfitt að átta sig á því hvaða áhrif kannabis eitt og sér hefur á öndunarfærin (Taylor og Hall, 2003). Rannsókn var gerð í Bandaríkjunum í þeim tilgangi að kanna áhrif marijúana og tóbaks á öndunarfærin. Rannsóknin fór fram á árunum 1988 til Þátttakendur voru einstaklingar á aldrinum 20 til 59 ára. Af þátttakendunum voru einstaklingar sem ekki höfðu reykt marijúana og ekki reykt meira en 100 tóbakssígarettur. Þeir sem eingöngu reyktu tóbakssígarettur voru og 414 sem reyktu marijúana, þar af 320 sem einnig reyktu tóbakssígarettur. Þátttakendur svöruðu spurningalista um vímuefnanotkun sína, tóbaksnotkun og heilsufarsástand sitt. Niðurstöður leiddu í ljós að bæði þeir sem reyktu marijúana og tóbak voru líklegri til þess að fá langvinna berkjubólgu, þrálátan hósta og vera móður en þeir sem hvorki reyktu marijúana né tóbak (Moore, Augustson, Moser og Budney, 2005). Í næsta kafla verður fjallað almennt um unglingsárin og þær breytingar sem eiga sér stað á unglingsárunum. 16

20 3 Unglingsárin,,Orðið unglingur er dregið af latneska orðinu adolescere, sem merkir að vaxa inn í fullorðinsár (Steinberg, 2011). Hugtakið unglingur varð ekki til fyrr en fyrir rúmum 100 árum. Í kjölfar iðnbyltingarinnar varð unglingur sérstakur þjóðfélagshópur í hinum vestræna heimi (Árni Guðmundsson, 2001). Ýmsar breytingar eiga sér stað á unglingsárunum. Það á við um líffræðilegar, sálrænar, félagslegar og efnahagslegar breytingar. Líffræðilegar breytingar sem eiga sér stað í upphafi unglingsáranna eru þekktar sem tími kynþroskans. Kynþroskinn veldur því að líkaminn tekur breytingum útlitslega ásamt því að innri starfsemin breytist. Breytingar sem eiga sér stað útlitslega eru til að mynda þær að brjóst fara að myndast hjá stúlkum og raddir drengja lækka, hæð og þyngd beggja kynja eykst ásamt því að einstaklingar byrja að hafa áhuga á kynlífi og verða líffræðilega færir um að eignast börn (Feldman, 2008). Á kynþroskaárum verður einnig vitsmunalegur þroski hjá einstaklingum, hugsunin verður skýrari, viðkomandi á auðveldara með að takast á við flókin verkefni og taka upplýstar ákvarðanir ásamt því að vera meðvitaðari um sjálfan sig. Þessi unglingsár bera það einnig með sér að einstaklingar upplifa aukið sjálfstæði og hafa meiri áhyggjur af því hvað framtíðin ber í skauti sér (Steinberg, 2011). Á þessum aldri á sér einnig stað þróun í félagþroska og á persónuleika (Feldman, 2008). Unglingar fá ýmis réttindi eins og að þau mega vinna, gifta sig og kjósa í kosningum (Steinberg, 2011). Við upphaf unglingsáranna eru börn háð foreldrum sínum og fjölskyldu. Í lok unglingsáranna eru unglingar orðnir sjálfstæðari, margir komnir á atvinnumarkaðinn og eiga í djúpum tengslum við jafnaldra sína. Þeir fá skilning á því hverjir þeir eru sem einstaklingar og hvernig þeir passa inn í samfélagið. Algengt er að einstaklingar verji auknum tíma með jafningjum sínum og minni tíma með fjölskyldu sinni. Unglingar skilgreina sig oft á tíðum eftir því hvaða vinahópi þeir tilheyra og velja sér vini sem hafa sömu áhugamál og þeir sjálfir (Feldman, 2008). Hér áður fyrr var talað um unglingsárin sem samheiti við táningsárin, eða 13 til 19 ára aldur. Í dag er talað um unglingsárin sem lengra tímabil, þar sem að börn eru farin að þroskast fyrr líkamlega. Þá fara ungmenni síðar á vinnumarkaðinn og gifta sig síðar en áður þekktist. Vegna þessa er æskilegra að miða við það að unglingsárin við hefjist um tíu ára aldur og að þeim ljúki snemma á þrítugsaldri (Steinberg, 2011). 17

21 Til eru margar rannsóknir um heilsu barna og unglinga. Vímuefnaneysla er orðin mikið vandmál í mörgum löndum og er orðið sífellt algengara að börn og unglingar leiti sér aðstoðar hjá fagfólki vegna áfengis- og vímuefnasýki (Sieving, Beurhing, Resnick, Bearinger, Shew, Ireland og Blum, 2001). Rannsókn var gerð af heilbrigðisstofnun í Bandaríkjunum á ýmsum þáttum á meðal unglinga; vanlíðan, sjálfsvígum, félagsfærni, þátttöku í ofbeldi, notkun á áfengis- og vímuefnum og kynlífsathöfnum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að helstu félagsmótunaraðilarnir (samfélagið, skólinn, fjölskyldan og jafningjahópurinn) og erfðaþættir (persónuleiki, vitsmunaleg hugsun, hegðun og tilfinningar) hafa áhrif á það hvort unglingar lifa heilbrigðu lífi eða ekki. Einnig kom í ljós að bæði verndandi- og áhættuþættir hafa mikið vægi á unglingsárunum. Margir unglingar upplifa þá aukinn hópþrýsting frá jafningjahópnum sem snýst um það að sýna af sér áhættuhegðun (Sieving o.fl., 2001). Einnig sýndu niðurstöður að þátttaka foreldra í lífi barna sinna skiptir miklu máli ásamt samskiptaþáttum og umhyggju. Þegar foreldrar eiga í góðu sambandi við börnin sín eru líkurnar á heilbrigðu líferni beggja aðila góðar, en þegar samband þeirra er ekki gott og uppeldi lítið aukast líkur á óheilbrigðu líferni (Sieving o.fl., 2001). Mikilvægt er fyrir unglinga að eiga foreldra sem setja þeim reglur og reyna að hindra það að þeir sýni af sér áhættuhegðun (Sieving o.fl., 2001). Rannsóknir sem gerðar hafa verið um áfengisneyslu foreldra hafa sýnt að unglingar sem eiga foreldra sem misnota áfengi eru líklegri til þess að misnota áfengi á fullorðinsárum. Einnig aukast líkurnar á því að unglingar muni neyta vímuefna ef þeir alast upp við það að vímuefna sé neytt inni á heimili þeirra (Sieving o.fl., 2001). Rannsókn sem gerð var af Barker, Oliver og Maughan (2010) um unglinga sýndi að einstaklingar sem eiga erfitt á unglingsárum eru líklegri til þess að sýna af sér áhættuhegðun og stunda afbrot á fullorðinsárum. Þó vaxa margir unglingar sem sýna af sér áhættuhegðun upp úr því þegar komið er á fullorðinsár og lifa þá heilbrigðu og góðu lífi. Aðrir unglingar sem sýna af sér áhættuhegðun halda því áfram þegar komið er á fullorðinsár og getur það leitt til misnotkunar á áfengis- og vímuefnum. Meiri líkur eru á því að þessir unglingar sýni skapofsa, ofvirkni, hvatvísi, andfélagslega persónuleikaröskun og ofbeldishneigð. Þeir vingast þá frekar við jafningja sem hafa gengið í gegnum það sama og þeir. Það getur leitt til þess að þeir verði fyrir slæmum hópþrýsting frá þeim (Barker, Oliver og Maughan, 2010). Í næsta kafla verður fjallað almennt um áhættuhegðun ásamt því að fjallað verður um þá þætti sem geta haft áhrif á það hvort unglingar leiðist út í vímuefnaneyslu. 18

22 4 Áhættuhegðun Áhættuhegðun er hegðun sem stofnar öryggi þeirra sem hana sýna í hættu og í sumum tilfellum stofnar þessi hegðun öðrum í hættu. Slík hegðun framkallar spennu og hugaræsing og algengt er á meðal unglinga að sýna slíka hegðun á unglingsárum (Bonino, Cettelino og Ciairano, 2005). Á þessu þroskastigi eru unglingar ekki eingöngu að standa frammi fyrir nýjum möguleikum heldur finnst þeim einnig að þeir þurfi að axla meiri ábyrgð en áður og prófa nýja hegðun og hlutverk frá því sem einkenndi barnæskuna. Tilraunastarfsemi sem þessi, tengd þroska og unglingsárum, veldur því að unglingar eiga það til að gera hluti sem stofnað geta þeim í hættu, bæði andlega, líkamlega og félagslega (Bonino o.fl., 2005). Til eru ýmsar myndir af áhættuhegðun, eins og það að virða ekki útivistatíma, að sinna ekki námi, áfengis- eða vímuefnaneysla, að fremja skemmdarverk, að fremja innbrot eða að beita aðra ofbeldi (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2008). Unglingar eru ekki þeir einu sem sýna áhættuhegðun. Sumir fullorðnir einstaklingar leita einnig í áhættu við ýmsar aðstæður, eins og í íþróttum, akstri, leikjum, hlutabréfamarkaði, veðmálum og í fjárhættuspilum (Bonino o.fl., 2005). Í rannsókn sem gerð var á áhættuhegðun unglinga kom í ljós að um 56% unglinga höfðu sýnt að lágmarki einu sinni hegðun sem gat talist áhættuhegðun á síðustu sex mánuðum. Þar kom fram að strákar eru líklegri en stelpur til þess að sýna áhættuhegðun, eða 68% stráka og 45% stelpna. Þegar skoðaður var aldurshópurinn 14 til 19 ára var enginn tölfræðilegur munur á milli ára. Aftur á móti var tölfræðilegur munur þegar tekið var tillit til þess í hvers konar námi unglingurinn var. Hæst mældist hlutfall áhættuhegðunar hjá þeim unglingum sem voru í tækniskóla (Bonino o.fl., 2005). Í íslenskri rannsókn sem gerð var árið 1997 á unglingum í efstu bekkjum grunnskóla kom í ljós að ef unglingar eiga foreldra sem oft verða ölvaðir, aukast líkurnar töluvert á því að unglingurinn neyti ólöglegra vímuefna sjálfur (Þórólfur Þórlindsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Gunnar Bernburg og Viðar Halldórsson, 1998). Vert er að nefna að fyrstu þrjá mánuði ársins 2011 bárust 941 tilkynningar um áhættuhegðun til barnaverndar á Íslandi og 703 tilkynningar fyrstu þrjá mánuði ársins 2012 (Barnaverndarstofa, 2012). Rannsókn sem var gerð var árið 2009 af Dunn, Kitts, Lewis, Goodrow og Scherzer um áhættuhegðun unglinga sýndi að langflestir á aldrinum 14 til 18 ára hefðu einhvern tímann sýnt af sér áhættuhegðun með því að prófa að neyta áfengis, marijúana eða stunda kynlíf. 19

23 Þátttakendur í rannsókninni voru 834 nemendur sem sóttu almenna menntaskóla í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að verndandi þættir, eins og það að eiga í góðum samskiptum við foreldra, eiga sér fyrirmyndir í lífinu og vera í góðum jafningjahópi, hefðu jákvæð áhrif á líf unglinga. Einnig kom það fram í niðurstöðunum að 72,5% nemenda hefðu prófað áfengi að minnsta kosti einu sinni á ævinni og 41,8% hefðu prófað áfengi á síðustu 30 dögum. Þá höfðu 46,3% nemenda prófað að reykja tóbaks sígarettur og þar af 19,5% sem höfðu reykt tóbaks sígarettur á síðustu 30 dögum. Þegar spurt var út í neyslu marijúana höfðu 36,8% af nemendum prófað að neyta efnisins og 20,8% höfðu neytt efnisins síðustu 30 daga. Auk þess höfðu 46% nemenda stundað kynlíf einhvern tímann á ævinni. Niðurstöður úr rannsókninni sýndu að stúlkur voru líklegri til þess að hafa neytt áfengis einhvern tímann á ævinni og drengir voru líklegri til þess að hafa prófað marijúana á síðustu 30 dögum. Enginn mismunur var á drengjum og stúlkum varðandi reynslu af kynlífi (Dunn, Kitts, Lewis, Goodrow og Scherzer, 2011). Önnur rannsókn var gerð af Curry og Youngblade (2006) um áhættuhegðun unglinga og var spurt um neyslu tóbaks, áfengis- og vímuefna ásamt því hvort viðkomandi hefði stundað kynlíf, tekið þátt í ofbeldi eða verið rekinn úr skóla. Einnig voru rannsökuð tengslin á milli áhættuhegðunar og þunglyndis og reiði og kom í ljós að marktækt tengsl voru á milli þess að sýna af sér áhættuhegðun og finna fyrir þunglyndi og reiði (Curry og Youngblade, 2006). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að nemendur sem fengu hátt á skaplyndisprófum voru ólíklegri til þess að sýna áhættuhegðun. Þeir nemendur sem fengu lágt á skaplyndisprófum voru fljótari til þess að sýna af sér reiði og hvatvísi. Einnig voru þeir líklegri til þess að sýna af sér áhættuhegðun. Þá hafði aldur, kyn og fjárhagsstaða unglinganna ekki áhrif á það hvort þeir sýndu áhættuhegðun, en þjóðerni og samskipti fjölskyldumeðlima þeirra skipti máli (Curry og Youngblade, 2006). Fleiri rannsóknir, sem gerðar hafa verið um áhættuhegðun og reiði einstaklinga, hafa sýnt að þeir sem finna fyrir mikilli reiði eru líklegri til þess að neyta áfengis- og vímuefna, stunda afbrot og óvarið kynlíf. Þrátt fyrir það að vita hversu slæmar afleiðingarnar geta verið, velja unglingarnir að sýna áhættuhegðun með því til dæmis að stunda óvarið kynlíf eða að neyta vímuefna (Curry og Youngblade, 2006). Neikvæðar afleiðingar skipta unglingana litlu máli, þar sem hvatvísi og reiði yfirtaka oft á tíðum hugsun unglinganna og áður en þeir vita af hafa þeir gert eitthvað sem gæti stofnað heilsu þeirra, og jafnvel lífi í hættu (Curry og Youngblade, 2006). 20

24 4.1 Fjölskyldan Fjölskylda er hugtak sem lengi hefur verið reynt að skilgreina. Fram hafa komið ýmsar hugmyndir um það hvernig sé best að skilgreina hugtakið, en þó hafa menn ekki verið sammála um einhverja eina skilgreiningu (Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Dæmi um skilgreiningu er:,,fjölskyldan er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem þeir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrð og verkefnum. Meðlimirnir eru oftast fullorðnar manneskjur af báðum kynjum eða einstaklingar ásamt barni eða börnum þeirra. Þau eru skuldbundin hvort öðru í siðferðilegri, gagnkvæmri hollustu (Sigrún Júlíusdóttir, 2001, bls. 140). Margar rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem eiga foreldra eða forráðamenn sem eru til staðar fyrir þau, sýna umhyggju, samþykja þau og taka virkan þátt í lífi þeirra, eru heilbrigðari, hamingjusamari og hæfari en jafnaldrar þeirra sem ekki búa við þessi sömu skilyrði (Steinberg, 2011; Fletcher, Steinberg og Williams-Wheeler, 2004). Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef unglingur eyðir tíma með foreldrum sínum og fjölskyldu hefur það ýmiss konar góð áhrif á líf unglings. Þeir unglingar eru til að mynda ólíklegri en aðrir unglingar til þess að neyta vímuefna, þrátt fyrir að vera í félagsskap þar sem notkun vímuefna er til staðar. Þeir unglingar sem eyða tíma með fjölskyldu sinni eru einnig líklegri til þess að ganga vel í skóla og eyða tíma með jafningjum sem eiga í góðum samskiptum við fjölskyldu sína (Margrét Lilja Guðmundsdóttir, Álfgeir Logi Kristjánsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir og Jón Sigurðsson, 2009). Rannsóknir hafa sýnt að upphaf andfélagslegrar/fráviks hegðunar hjá unglingum byrjar oft á heimilum þeirra, á bernskuárunum. Þegar foreldrar eiga í slæmum samskiptum við börn sín getur það einnig leitt til frávikshegðunar og börnin eiga það þá til að hætta í skóla og kynnast jafningjahóp sem eru í svipaðri stöðu og þau sjálf (Steinberg, 2011). Rannsóknir hafa einnig sýnt að þegar foreldrar reyna að stjórna hegðun barna sinna, stjórna því hvernig þau hátta lífi sínu og hvaða félagsskap þau eru í, eru meiri líkur á því að sambandið á milli þeirra verði stirt. Hætt er við því unglingurinn fari á mótþróaskeið sem getur leitt til áhættuhegðunar. Unglingarnir eru þá síður viljugir til þess að segja foreldrum sínum hvert þeir séu að fara, hvað þeir séu að fara gera og með hverjum. Unglingar sem eru í jákvæðum samskiptum við foreldra sína vilja frekar upplýsa þau um það hvert þeir séu að fara og með hverjum þau ætli að vera. Það er mikilvægt fyrir foreldra að fylgjast með því hverja unglingarnir umgangast (Fletcher o.fl., 2004). 21

25 Annar áhættuþáttur sem vert er að nefna, varðandi unglinga og áhættuhegðun, er sá þegar unglingar alast upp hjá einhleypu foreldri. Niðurstöður rannsókna sýna að unglingar sem alast upp hjá einstæðri móður eða einstæðum föður eru í meiri hættu á því að sýna áhættuhegðun, verða fyrir einelti og upplifa andlega vanlíðan (Steinberg, 2011). Þá eru unglingar sem alast upp hjá einstæðum feðrum í ennþá meiri hættu á því að sýna ofbeldishegðun og neyta áfengis- og vímuefna en unglingar sem alast upp hjá einstæðum mæðrum. Unglingar sem alast upp hjá foreldrum sem fara með sameiginlegt forræði eru í minni hættu á því að sýna áhættuhegðun en unglingar sem alast upp hjá einstæðum feðrum (Steinberg, 2011). Í dag eru til ýmsar fjölskyldugerðir. Þar má nefna kjarnafjölskylduna, þar sem er karl, kona, og barn/börn þeirra. Einnig má nefna einsforeldrisfjölskylduna, þar sem er ýmist ekkja/ekkill með barn/börn, fráskilin kona eða maður með barn/börn eða einhleyp móðir með barn/börn. Enn fremur má nefna stjúpfjölskylduna, þar sem annað eða bæði hjóna hafa verið gift áður og annað eða bæði eiga barn/börn úr fyrri hjónaböndum (Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Uppeldisaðferðir í heiminum í dag eru margar og mismunandi eftir fjölskyldum. Skynjun einstaklinga, viðhorf og trú eru mikilvægir þættir í uppeldisþáttum foreldra og hafa einnig mikilvæg áhrif á líf og þroska barnanna (Lisi og Lisi, 2007). Áreiðanlegir foreldrar eru þeir foreldrar sem setja börnunum sínum strangar reglur og útskýra muninn á réttu og röngu. Þau eru tengd börnunum sínum og taka þátt í lífi þeirra. Þessi uppeldisaðferð er talin vera góð fyrir börnin. Rannsóknir hafa sýnt að börnin fá hærri einkunnir í skóla, þau afreka meira á ákveðnu tímabili, þau eru sjálfstæðari, vingjarnlegri, meira sjálfbjarga og vinna betur með öðrum. Einnig finna börn áreiðanlegra foreldra síður fyrir þunglyndi og kvíða, þau verða ekki eins háð öðrum einstaklingum og upplifa síður félagsleg og persónuleg vandamál (Lisi og Lisi, 2007). Rannsókn sem var gerð af Lisi og Lisi (2007) sýndi að fullorðnir einstaklingar sem höfðu áttu í góðum samskiptum við foreldra sína á unglingsárum og höfðu hlotið strangt en samt sem áður umhyggjusamt uppeldi, voru langflestir á góðum stað í lífinu, þeim vegnaði vel í námi og starfi, áttu í góðum samskiptum við annað fólk og upplifðu síður þunglyndi (Lisi og Lisi, 2007). 22

26 4.2 Jafningjahópurinn Rannsóknir hafa sýnt að þegar unglingar eiga vini sem neyta vímuefna aukast líkur á neyslu hjá viðkomandi unglingi. Þá kom í ljós að þegar vinahópurinn eyðir miklum tíma saman þegar skóladegi er lokið og undir litlu eftirliti fullorðinna, aukast einnig líkur á neyslu vímuefna (Dishion, Kiesner og Poulin, 2010). Síðustu áratugi hafa verið gerðar margar rannsóknir um það hvernig jafningjahópinn getur haft áhrif á vímuefnaneyslu unglinga. Grunnhugmyndin er sú að þegar unglingar eiga vini sem neyta vímuefna, þá auki það líkurnar á því að viðkomandi muni einhvern tímann prófa vímuefni og það sama gildir um tóbak og áfengi. Það sem hefur gleymst að rannsaka síðustu áratugi varðandi unglinga og jafningjahópinn er hvernig þeir eyða tíma sínum saman (Dishion o.fl., 2010). Á unglingsárunum er mikilvægt að mynda tengsl eða vináttusamband við annan ungling. Þeir unglingar sem segjast eiga góða vini og eiga í samskiptum við aðra unglinga, finna fyrir betra sjálfsáliti en unglingar sem eiga ekki vini. Einnig finna þeir síður fyrir þunglyndi, depurð og kvíða og tengslanet þeirra er sterkara (Weimer, Kerns og Oldenburg, 2004). Rannsókn var gerð í Bandaríkjunum með það markmið að skoða tengslanet unglinga og athuga hvort að samskipti og athafnasemi þeirra með vinahópnum hefði áhrif á líferni þeirra (Weimer o.fl., 2004). Áhrif jafningjahópsins á unglinga fóru að hafa meira gildi og meiri áhrif upp úr 1940 (Steinberg, 2011). Unglingar fjarlægðust þá foreldra sína og fjölskyldu og fóru að eyða meiri tíma með jafningjahópnum. Þegar þetta gerðist fór að bera meira á sjálfsvígum unglinga, atvinnuleysi varð algengara og afbrot, áfengis- og vímuefnavandamál urðu tíðari. Þetta má rekja til aukinna áhrifa jafningjahópsins en fyrir marga gegnir jafningjahópurinn mikilvægara hlutverki en fjölskyldan og unglingar gera hvað sem er til þess að vera teknir inn í hópinn (Steinberg, 2011). Þegar unglingar sem sýna frávikshegðun eyða miklum tíma saman, þá læra þeir hver af öðrum og efla hvern annan í því að brjóta af sér í samfélaginu. Því fleiri sem neyta vímuefna í jafningjahópnum, og því nánar sem unglingurinn tengist þeim, því meiri líkur eru á því að viðkomandi neyti vímuefna (Steinberg, 2011). Í íslenskri rannsókn kom í ljós að 92% þeirra unglinga sem sögðu að flestir vinir þeirra reyktu hass, höfðu sjálfir prófað að reykja hass. Aftur á móti kom í ljós að mjög sjaldgæft var 23

27 að unglingar sem áttu nánast enga vini sem höfðu prófað hass hefðu sjálfir prófað hass, eða einungis 2% þeirra (Þórólfur Þórlindsson o.fl., 1998). Rannsóknir hafa sýnt fram á að því fleiri vinir sem unglingurinn á sem reykja hass, þeim mun líklegra er að unglingurinn reyki sjálfur hass (Þórólfur Þórlindsson o.fl., 1998). Þeir eru undir sterkum áhrifum frá jafningjahópnum og má rekja neyslu vímuefna og afbrot til þeirra auknu áhrifa sem vinahópurinn hefur á unglinginn. Á þessum árum hefur jafningjahópurinn meiri áhrif á unglinginn en á öllum öðrum tímum í lífi hans (Haynie og Osgood, 2005). 4.3 Tómstundir Í nýlegri rannsókn kemur fram að þátttaka í tómstundastarfi (hvort sem það er tengt samfélaginu eða skólanum) dregur úr áhættuhegðun (Crean, 2012). Í rannsókninni var börnum fylgt eftir frá 4. bekk og fram til unglingsára. Í ljós kom að krakkar sem tóku þátt í tómstundastarfi héldust lengur í skóla, frömdu síður afbrot og voru í jafningjahópi þar sem flestir stunduðu einnig tómstundir (Crean, 2012). Margir fræðimenn telja að þátttaka í tómstundastarfi auki jákvæð samskipti, bæði á milli jafningjahóps og fullorðinna. Þá ýti tómstundastarf einnig undir það að unglingar eigi sér fyrirmyndir í lífinu og vilji einnig sjálfir verða góðar fyrirmyndir fyrir yngri kynslóðir. Einnig hefur komið í ljós að unglingar sem eru í ýmiss konar tómstundastarfi hafa meira sjálfstraust og líður betur með jafningjum. Þeir eiga auðveldra með að treysta öðru fólki ásamt því að eiga í betri samskiptum og eiga auðveldara með það að vinna í hóp með öðrum (Crean, 2012). Sumir fræðimenn telja að það skipti miklu máli hvers konar frístundir unglingar tileinki sér. Þeir telja að það dragi úr líkum á því að unglingar neyti vímuefna ef þeir eru í íþróttum eða einhvers konar tómstundastarfi sem sé í umsjá ábyrgra aðila. Hins vegar ef unglingar eru í tómstundastarfi eða tileinka sér lífsstíl sem ekki er í umsjá ábyrgra aðila, þá auki það líkur á því að unglingar neyti vímuefna (Þórólfur Þórlindsson o.fl., 1998). Niðurstöður íslenskra rannsókna hafa sýnt fram á að þeir unglingar sem stunda íþróttir séu ólíklegri en aðrir jafningjar til þess að reykja tóbaks sígarettur og neyta ólöglegra fíkniefna. Því oftar sem unglingur stundi íþróttir, þeim mun minni líkur séu á að hann hafi neytt vímuefna. Í einni rannsókninni mældist mestur munur á milli þeirra sem voru í mjög góðri þjálfun og þeirra sem voru í lélegri þjálfun. Rúmlega 6% þátttakenda sem voru í mjög góðri þjálfun 24

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016

Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna: Niðurstöður kannana í framhaldsskólum frá 2000 til 2016 September 2018 Sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna:

More information

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk HILDUR HJARTARDÓTTIR RUT GUÐNADÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINANDI:

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti

Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Running head: HEGÐUN FORELDRA TENGT EINELTI UNGLINGA 1 Hegðun foreldra sem áhrifaþáttur þess að unglingar á Íslandi leggja í einelti Sandra Melberg Pálsdóttir 2013 BSc í Sálfræði Höfundur: Sandra Melberg

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á vímuefnanotkun

Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á vímuefnanotkun Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2011 Tímaráðstöfun unglinga: áhrif á vímuefnanotkun Hildur Jóhannsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2011 Tímaráðstöfun

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna

BA ritgerð. Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna BA ritgerð Félagsráðgjöf Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði Hekla Dögg Ásmundsdóttir Gyða Hjartardóttir Maí 2017 Tengsl milli ADHD og vímuefnaneyslu barna og ungmenna Úrræði

More information

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk

Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Ólögmæt dreifing örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk Gísli Kristófersson 1 geðhjúkrunarfræðingur, Ársæll Arnarsson 2 faraldsfræðingur, Guðmundur Heimisson 3 próffræðingur, Dagbjörg

More information

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala:

Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Rakel María Oddsdóttir Kennitala: 120478 3549 Útdráttur Heimildaritgerð þessi er BA ritgerð nemanda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands en efni ritgerðarinnar

More information

,,Með því að ræða, erum við að vernda

,,Með því að ræða, erum við að vernda ,,Með því að ræða, erum við að vernda Áfengisneysla unglinga og opin umræða á heimilum Helga Karólína Karlsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild ,,Með því að ræða, erum við

More information

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum

Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 RANNSÓKN Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson 1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir 1 sérfræðingur

More information

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna

Ungt fólk Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Ungt fólk 2004 Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna Rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000 Álfgeir Logi Kristjánsson Silja Björk Baldursdóttir

More information

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér.

Að heiman. Aðskilnaður og heimþrá. Ágrip. Aðskilnaður frá foreldrum til styttri eða lengri tíma getur haft ýmsar afleiðingar í för með sér. Að heiman Aðskilnaður og heimþrá Guðrún Helga Ástríðardóttir, ghe8@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Sveinbjörg Zophoníasdóttir, svz2@hi.is Nemi í uppeldis og menntunarfræði Ágrip Aðskilnaður frá

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Þú veist aldrei hverju þú átt von á Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda.

Þú veist aldrei hverju þú átt von á Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda. Félagsráðgjöf Október 2008 Þú veist aldrei hverju þú átt von á Upplifun foreldra barna í vímuefnavanda. Höfundur: Daníella Hólm Gísladóttir Leiðbeinandi: Anni G. Haugen Daníella Hólm Gísladóttir 160184-3029

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra

Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra Kannabisneysla íslenskra ungmenna og uppeldisaðferðir foreldra Bergljót María Sigurðardóttir og Kári Erlingsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Félagsráðgjafardeild. MA-ritgerð. Fjölskyldan og áfengissýki

Félagsráðgjafardeild. MA-ritgerð. Fjölskyldan og áfengissýki Félagsráðgjafardeild MA-ritgerð Fjölskyldan og áfengissýki Jóna Margrét Ólafsdóttir Janúar 2010 Félagsráðgjafardeild MA-ritgerð Fjölskyldan og áfengissýki Jóna Margrét Ólafsdóttir Janúar 2010 Leiðbeinandi:

More information

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga

BA ritgerð. Áhrif ADHD á nám barna og unglinga BA ritgerð Félagsráðgjöf Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir Júní 2016 Áhrif ADHD á nám barna og unglinga Guðný Helena Guðmundsdóttir 040577-4759

More information

Skólatengd líðan barna

Skólatengd líðan barna Skólatengd líðan barna Rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra Eydís Einarsdóttir Júní 2017 Lokaverkefni til MA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Skólatengd líðan

More information

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar

Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar Gerendur eineltis Orsakir og afleiðingar HELGA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR VALGERÐUR BÁRA BÁRÐARDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: DR. BRYNJA ÖRLYGSDÓTTIR, LEKTOR DR.

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Sjálfsmynd unglinga Helstu áhrifaþættir Inga Vildís Bjarnadóttir Júní 2009 Umsjónarkennari: Sigrún Júlíusdóttir Nemandi: Inga Vildís Bjarnadóttir Kennitala: 170164-5989

More information

Ólögleg vímuefnaneysla meðal íslenskra fanga fyrir afplánun og tengsl AMO við afbrot þeirra og neyslumynstur

Ólögleg vímuefnaneysla meðal íslenskra fanga fyrir afplánun og tengsl AMO við afbrot þeirra og neyslumynstur Lokaverkefni til BS-prófs í Sálfræði Ólögleg vímuefnaneysla meðal íslenskra fanga fyrir afplánun og tengsl AMO við afbrot þeirra og neyslumynstur Ingi Þór Eyjólfsson Júní 2015 Ólögleg vímuefnaneysla meðal

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga

Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga Andrea Elsa Ágústsdóttir Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Sálfræði 2014 Tengsl líkamsmyndar

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

Sjúkdómsvæðing hegðunar:

Sjúkdómsvæðing hegðunar: Lokaverkefni til MA prófs í félagsfræði Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli ADHD Anna Soffía Víkingsdóttir Febrúar 2016 Sjúkdómsvæðing hegðunar: Hlutverk skólans í greiningarferli

More information

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum

MA ritgerð. Ég fór þetta bara á hnefanum MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ég fór þetta bara á hnefanum Reynsla og upplifun barna af því að eiga foreldri í fangelsi Svava Davíðsdóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Aðstoðarleiðbeinandi:

More information

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga

Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Tengsl ófrjósemi og tilfinninga Áhrif ófrjósemi á einstaklinga Elín Heiða Ólafsdóttir Íris Stella Sverrisdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Elska skalt þú náungann:

Elska skalt þú náungann: Félagsvísinda- og lagadeild Sálfræði 2007 Elska skalt þú náungann: Áhrif trúarlegrar auðlegðar á vímuefnaneyslu íslenskra ungmenna Hlynur Már Erlingsson Sólveig Fríða Kjærnested Lokaverkefni í Félagsvísinda-

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi

Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi Meðferðarúrræði við áfengis- og vímuefnavanda ungs fólks á Íslandi Upplifun nokkurra einstaklinga á meðferðarkerfinu Laufey Sif Ingólfsdóttir og Sædís Sif Harðardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-,

More information

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt.

Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt. Inga Sif Ingimundardóttir Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Ég varð fyrir lúmsku einelti því þetta var aldrei líkamlegt

More information

Lögleiðing Kannabisefna

Lögleiðing Kannabisefna BA ritgerð í HHS Lögleiðing Kannabisefna Sigurður Magnús Sigurðsson Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst Leiðbeinandi: Jón Ólafsson Febrúar 2012 1 We have whisky, wine, women, song and slot machines.

More information

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef

Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 22. desember 2014 Yfirlit greina Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson Ég nota alla lausa tíma sem ég hef Netnotkun íslenskra ungmenna

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Að alast upp við alkóhólisma Áhrif á börn og uppkomin börn alkóhólista Gerður Sif Stefánsdóttir Október 2009 Leiðbeinandi: Halldór S. Guðmundsson Aðstoðarleiðbeinandi: Erla

More information

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur

Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Áhrif tölvuleikjaspilunar á námsárangur Tölvuleikjaspilun og námsárangur Rannveig Dögg Haraldsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til 180 eininga BA gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindasvið

More information

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD

Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf Félagsvísindasvið Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD Gunnar Gíslason Lokaverkefni til BA

More information

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild

Nemendur með ADHD. Úrræði kennara og aðstaða. Anna María Sanders. Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Nemendur með ADHD Úrræði kennara og aðstaða Anna María Sanders Lokaverkefni til

More information

MA ritgerð. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna

MA ritgerð. Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Drengir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku af hálfu kvenna Áhrif á líf og líðan karlkyns þolenda Hilmar Jón Stefánsson Leiðbeinandi: Dr. Freydís Jóna

More information

Kynheilbrigði unglinga

Kynheilbrigði unglinga Kynheilbrigði unglinga Sóley S. Bender, dósent Kynheilbrigði Kynheilbrigði á við um kynlíf og frjósemi. Það höfðar til samspils líkamlegra, andlegra, félagslegra og tilfinningalegra þátta. Kynlífsheilbrigði

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð félagsfræði Tengsl feðra við börn sín sem eiga fasta búsetu hjá móður Fjóla Bjarnadóttir Júní 2009 Leiðbeinandi: Þorgerður Einarsdóttir Nemandi: Fjóla Bjarnadóttir

More information

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum

Börnum straffað með hendi og vendi. Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Börnum straffað með hendi og vendi Barnaverndartilkynningar er varða líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum Steinunn Bergmann 2010 1 Formáli Rannsókn þessi á tilkynningum til barnaverndarnefnda er varða grun

More information

Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II Viðauki III

Efnisyfirlit Útdráttur Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II Viðauki III Efnisyfirlit Útdráttur... 2 Inngangur... 3 Misnotkun áfengis og áfengissýki... 3 Áfengisvandamál á Íslandi... 5 Orsakir áfengissýki... 6 Erfðir... 7 Umhverfisáhrif... 7 Persónuleikaþættir... 8 Atferlislíkanið...

More information

Einelti í grunnskóla

Einelti í grunnskóla Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís Friðbergsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið 2 Einelti í grunnskóla Hvað getur umsjónarkennarinn gert? Þórdís

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

Tímarit félagsráðgjafa, 3. árgangur 2008, bls Börn og fátækt

Tímarit félagsráðgjafa, 3. árgangur 2008, bls Börn og fátækt , bls. 17 25 17 Börn og fátækt Guðný Björk Eydal dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Cynthia Lisa Jeans félagsráðgjafi (MA) Doktorsnemi við Bath University í Englandi. Á undanförnum árum hafa

More information

Persónuleikaraskanir og ADHD hjá föngum

Persónuleikaraskanir og ADHD hjá föngum Námsgrein Sálfræði Maí 2009 Persónuleikaraskanir og ADHD hjá föngum Höfundur: Kristín Erla Ólafsdóttir Leiðbeinandi: Jakob Smári Nafn nemanda: Kristín Erla Ólafsdóttir Kennitala nemanda: 150485-3049 Sálfræðideild

More information

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis

Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða Stefánsdóttir Lokaverkefni til cand.psych-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tengsl þunglyndis við lengd áfengisbindindis Bryndís Gyða

More information

MA ritgerð. Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna

MA ritgerð. Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar leikskólabarna Guðbjörg Björnsdóttir Leiðbeinandi: Halldór Sigurður Guðmundsson Nóvember 2014 Svefn og sálfélagslegir erfiðleikar

More information

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga

Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Tengsl skjátíma við hreyfingu og líkamsþyngdarstuðul íslenskra unglinga Arna Valgerður Erlingsdóttir Helga Sigfúsdóttir Karen B Elsudóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í sálfræði

More information

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla

MA ritgerð. Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla MA ritgerð Félagsráðgjöf til starfsréttinda Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð í kjölfar andláts maka og úrvinnsla Matthildur Jóhannsdóttir Hrefna Ólafsdóttir Félagsvísindasvið Ungar ekkjur, áfallaviðbrögð

More information

Áhrif hreyfingar á ADHD

Áhrif hreyfingar á ADHD Lokaverkefni í B.Sc. í íþróttafræði Áhrif hreyfingar á ADHD Könnun á viðhorfi hreyfistjóra á hreyfingu sem meðferðarúrræði við ADHD Maí 2017 Nafn nemanda: Dagmar Karlsdóttir Kennitala: 220193 2419 Leiðbeinandi:

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni Árni Rúnar Inaba Kjartansson Steinar Sigurjónsson Lokaverkefni til BS-gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta

Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Við viljum börnunum okkar alltaf það besta Upplifun foreldra sem eru Vottar Jehóva á skólakerfinu á Íslandi og á Spáni Harpa Gísladóttir Júní 2017 Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Kennaradeild Við viljum

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna

MS ritgerð Mannauðstjórnun. Ólíkar launakröfur kynjanna MS ritgerð Mannauðstjórnun Ólíkar launakröfur kynjanna Áhrif ógnandi staðalímynda á launakröfur kvenna Egill Fivelstad Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild Júní 2014 Ólíkar launakröfur kynjanna

More information

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga

Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála meðal unglinga Sóley Björk Gunnlaugsdóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni við Hug- og félagsvísindasvið Fé Tengsl kynferðislegs ofbeldis og slagsmála

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd

1 Inngangur. Þetta kort sýnir hvernig uppbygging ritgerðarinnar er: Vellíðan. Hvað getur skólinn gert? Íslandi. Inngangur Sjálfsmynd Útdráttur Einu barni af hverjum átta í grunnskóla líður ekki vel. Þegar tekið er tillit til lakari námsárangurs, aukinnar truflunar í tímum og jafnvel enn alvarlegri afleiðinga eins og þunglyndi og sjálfsvíga,

More information

Kynáttunarvandi barna og unglinga

Kynáttunarvandi barna og unglinga Kynáttunarvandi barna og unglinga Inga Dóra Jónsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf Háskóli Íslands Félagsvísindasvið Kynáttunarvandi barna og unglinga Inga Dóra Jónsdóttir 110659-5719 Lokaverkefni

More information

BA ritgerð. Þunglyndi barna

BA ritgerð. Þunglyndi barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Þunglyndi barna Hefur þunglyndi foreldra áhrif á börn þeirra og ef svo er, á hvaða hátt? Guðlaug Birna Steinarsdóttir Leiðbeinandi: Gyða Hjartardóttir Júní 2017 Þunglyndi barna

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Internetvandi meðal háskólanema: Tengsl við persónuleika, streitu og lífsánægju

Internetvandi meðal háskólanema: Tengsl við persónuleika, streitu og lífsánægju Internetvandi meðal háskólanema: Tengsl við persónuleika, streitu og lífsánægju Jason Már Bergsteinsson Jón Gunnlaugur Gestsson Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Internetvandi

More information

Atriði úr Mastering Metrics

Atriði úr Mastering Metrics Atriði úr Mastering Metrics Helgi Tómasson 13. september 2015 Helgi Tómasson Atriði úr Mastering Metrics 13. september 2015 1 / 11 Ýmis atriði ACA= Care Act er umdeilt efni í USA. Hafa heilbrigðistryggingar

More information

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi

Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Börn og unglingar sem beita önnur börn kynferðisofbeldi Kortlagning kynferðisbrota gegn börnum á Íslandi í málum þar sem meintur gerandi er á aldrinum 12-17 ára Ranveig Susan Tausen Lokaverkefni til Cand.psych.gráðu

More information

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi

Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Viðhorf erlendra foreldra til lestrar og skriftarkennslu leikskólabarna á Íslandi Maduvanthi Kumari Abeyrathne Lokaverkefni til B.Ed. prófs í Leikskólakennarafræði Leiðsögukennari: Hildur Blöndal Sveinsdóttir

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Að efla félagshæfni leikskólabarna

Að efla félagshæfni leikskólabarna Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Að efla félagshæfni leikskólabarna Heiða María Angantýsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræði

More information

BA ritgerð. Gleym Mér Ei

BA ritgerð. Gleym Mér Ei BA ritgerð Félagsráðgjöf Gleym Mér Ei Alzheimers-sjúkdómur og áhrif hans á aðstandendur. Þjónusta og úrræði. Kristín Sunna Tryggvadóttir Leiðbeinandi: Steinunn Hrafnsdóttir Febrúar 2017 1 Gleym Mér Ei

More information

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur

Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Magnús Ólafsson Kjartan Ólafsson Rósa Eggertsdóttir Kristján M. Magnússon Þyngd skólabarna og tengsl við líðan og námsárangur Langtímarannsókn meðal barna í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla á starfssvæði

More information

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur

Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur , 23 31 23 Hvað er barni fyrir bestu. Úttekt á samstarfi Leikskóla Reykjavíkur og Barnaverndar Reykjavíkur Anna María Jónsdóttir, Félagsráðgjafi Í eftirfarandi grein eru dregnar saman fræðilegar heimildir

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa

Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Þetta er starfið sem fer fram, ekki staðurinn Rannsókn á vettvangi ungmennahúsa Hafsteinn Bjarnason Kristján Ari Halldórsson Lokaverkefni til BA-prófs Íþrótta-, tómstunda og þroskaþjálfadeild Þetta er

More information

Vímuefnaneysla á meðgöngu Áhrif á fóstur og nýbura

Vímuefnaneysla á meðgöngu Áhrif á fóstur og nýbura Vímuefnaneysla á meðgöngu Áhrif á fóstur og nýbura B ERGLIND ÞÖLL HEIMISDÓTTIR GUÐRÚN MARÍA ÞORBJÖRNSDÓTTIR LOKAVERKEFNI TIL BS PRÓFS Í HJÚKRUNARFRÆÐI (12 EININGAR) LEIÐBEINENDUR: DR. HELGA SIF FRIÐJÓNSDÓTTIR,

More information

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga

Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Megindleg rannsókn á viðhorfum sjúklinga Berglind Anna Magnúsdóttir Ritgerð til B.S. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Læknadeild 1 Hvernig er

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu

Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu Um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum Samstarf barnaverndar og lögreglu Elísabet Karlsdóttir ásamt Sólveigu Sigurðardóttur Unnið fyrir Barnaverndarstofu Nóvember

More information

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu Bryndís Sveinsdóttir Lokaverkefni til Cand.Psych.-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Sálrænir áhættuþættir fyrir þunglyndi og kvíða á meðgöngu

More information

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016

Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri. Október 2016 Staða ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri Október 2016 Lýsing á rannsókn Unnið fyrir Markmið rannsóknar Velferðarráðuneytið Að kanna stöðu ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri og

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Íslenskir kynferðisbrotamenn.

Íslenskir kynferðisbrotamenn. Tímarit félagsráðgjafa, 2. árgangur 2007, 15 24 15 Íslenskir kynferðisbrotamenn. Greining út frá svörum brotaþola Hildigunnur Magnúsardóttir, Félagsráðgjafi, Kvenna- og barnasvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

More information

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? MS ritgerð Stjórnun og stefnumótun Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar? Eva Rún Michelsen Leiðbeinandi Kári Kristinsson Viðskiptafræðideild September 2011 Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen

Umhverfissálfræði. Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt. Sigurgeir Thoroddsen Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda á sálfræðilega endurheimt Sigurgeir Thoroddsen Lokaverkefni til BS-gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Umhverfissálfræði Áhrif fjölbreytilegra götumynda

More information

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD

Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir Lokaverkefni til Cand. Psych. gráðu Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Tíðni svefnvanda hjá börnum með ADHD Karitas Ósk Björgvinsdóttir

More information

BA ritgerð. Börn með ADHD

BA ritgerð. Börn með ADHD BA ritgerð Félagsráðgjöf Börn með ADHD Hvaða úrræði geta hentað innan skólakerfisins? Sveinn Ingi Bjarnason Leiðbeinandi Sigrún Harðardóttir maí 2017 Börn með ADHD Hvaða úrræði geta hentað innan skólakerfisins?

More information

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi?

Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Að bera kennsl á kynferðisofbeldi hjá börnum á leikskólaaldri Hvernig taka leikskólastjórar á málefninu í starfi? Vigdís Guðmundsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Að

More information