Áhrif kvenna á arkitektúr

Size: px
Start display at page:

Download "Áhrif kvenna á arkitektúr"

Transcription

1 Áhrif kvenna á arkitektúr Arkitektúr og feminismi Hildur Guðmundsdóttir

2 Listaháskóli Íslands Hönnunar- og Arkitektúrdeild Arkitektúr Áhrif kvenna á arkitektúr Arkitektúr og feminismi Hildur Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Hildigunnur Sverrisdóttir Vorön 2013

3 Útdráttur Arkitektúr var lengi vel starfsgrein sem aðeins karlmenn iðkuðu og konur komu ekki við sögu innan greinarinnar fyrr en á 17. öld í Evrópu og Bandaríkjunum. Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem konur settu mark sitt á arkitektúr og fyrst þá byrjuðu þær að nota hönnun bygginga til að hafa áhrif á það hvernig þær lifðu lífinu. Þetta gerðist á tímum fyrri heimstyrjaldinnar og í miðri fyrstu feminísku baráttubylgjunni. Konur fengu nóg af því að vera undir valdi karla og heimtuðu jafnrétti. Á þessum tíma voru einu konurnar sem höfðu tækifæri til að hanna byggingar, af efri stéttum og þurftu þær eða fjölskyldur þeirra að eiga mikla peninga og einkalóð. Einu mögulegu byggingarreitir fyrir þau hús sem þessar konur hönnuðu voru á þeirra einkalóðum. Konur höfðu ekki sömu réttindi og karlmenn til menntunar, aðeins efri stétta konur höfðu tækifæri á því að öðlast menntun, þó aldrei að sama marki og karlmenn. Fjölskyldumynstrið breyttist smám saman á þessum tíma og varð algengara að konur byggju jafnvel einar, með eða án barna. Þessar konur höfðu nýjar og ákveðnar hugmyndir um hvernig þær vildu haga lífi sínu og hvernig heimilishaldinu væri háttað. Þær höfðu þörf fyrir að lifa sjálfstæðara lífi og standa jafnfætis körlum. Það þurfti að gera róttækar breytingar og eðlilegast var að byrja á heimavelli þeirra, heimilinu. Þar þurftu þær að breyta staðalímynd kvenna. Heimilið var þeirra starfsumhverfi en yfirmaðurinn var samt sem áður eiginmaðurinn. Konur voru bundnar við þjónusturými heimilisins og fengu engin rými eingöngu fyrir sig sjálfar en karlar fengu einkarýmin á heimilinu. Til þess að geta skapað og lært þurftu konur að búa sér til rými þar sem þær höfðu næði og gátu verið út af fyrir sig. Eileen Gray og Truus Schröder voru nýjungagjarnar og sjálfstæðar konur sem hönnuðu sín eigin heimili upp úr 1920, þær komu fram með nýjar hugmyndir um nútíma heimilið. Önnur þeirra giftist aldrei og hin var ekkja svo að báðar fóru með völdin á sínum heimilum. Þó að þær hefðu ekki hlotið fullgilda starfsmenntun, gátu þær í krafti fjármagns og með hjálp karlkyns arkitekta náð því takmarki sínu að hanna nýstárleg heimili með nýjum áherslum. Þær vildu breyttan lífstíl þar sem þær gætu verið sjáfstæðar og óháðar innan sem utan veggja heimilisins.

4 Inngangur... 4 Fræðikonur... 5 Veikara kynið... 5 Hlutverk konunnar inni á heimilinu... 7 Upphaf kvenna í starfsgreininni... 8 Sjálfstæðar konur Fjármagn og rými Heimili hannað af karli Adolf Loos Heimili hannað af karli í samvinnu við konu Truus Schröder Heimilið hannað af konu Eileen Gray Lokaorð Heimildaskrá Ritaðar heimildir Vefsíður Myndaskrá... 26

5 Áhrif kvenna á arkitektúr Arkitektúr og feminismi Inngangur Hverju hafa konur breytt frá því þær fóru að vinna við arkitektúr? Lengi vel var arkitektúr starfsgrein sem aðeins karlmenn iðkuðu. Karlmaðurinn vann utan heimilisins en konan vann inni á heimilinu. Í þessari ritgerð kem ég til með að fjalla um fyrstu skref kvenna á starfsvettvangi arkitekta og einnig þær nýju hugmyndir sem þær innleiddu fyrir heimilið. Að öllum líkindum hafa konur lengi haft sterkar skoðanir á því hvernig heimilislífinu skuli háttað og grundvallast það á því að heimilið hefur fremur verið þeirra vettvangur. Upp úr aldamótunum 1900 urðu konur meira áberandi á starfsvettvangi arkitektúrs í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fyrri heimstyrjöldinni lauk árið 1918 og í framhaldi af því tók heimurinn breytingum. Fyrsta feminíska byltingin átti sér stað á þessum tíma og konur reyndu að öðlast meira sjálfstæði frá karlmönnum, þær vildu jafnrétti. 1 Fjölskyldumynstrið breyttist á þessum tímum og konur höfðu aðrar hugmyndir um hvernig þær vildu lifa lífinu. Algengara varð að konur væru einhleypar, samkynhneigðar, fráskildar eða barnlausar. 2 Það var meiri þörf en áður fyrir þær að lifa sjálfstæðu lífi og reyna að breyta hlutverki sínu inni á heimilinu. Í þessari ritgerð kem ég til með að skoða tvö hús sem voru hönnuð eftir árið Annað þeirra var hannað af Eileen Gray og hitt af Truus Schröder í samvinnu við Gerrit Rietveld. Bæði hús voru hönnuð af ákveðnum og sjálfstæðum konum sem höfðu nýjar hugmyndir um nútíma heimili. Þær vildu breyttan lífstíl þar sem þær væru sjálfstæðar og óháðar öðrum. Til að skilja hugmyndir framangreindra kvenna betur kynnti ég mér skrif ýmissa fræðikvenna sem fjalla um stöðu kvenna á þessum tíma. Ég fer annars vegar yfir 1 Jane Rendell, Introduction: Gender,Gender Space Architecture: An interdisciplinary introduction, Jane Rendell, Routledge, London, 2000, bls bls Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house: A social and architectural history, Yale university Press, New Haven, 2006, bls. 17 4

6 orsakir þess að konur voru álitnar veikara kynið og hins vegar yfir hlutverk þeirra inni á heimilinu á árum áður. Hvað orsakaði það að konur byrjuðu ekki að hanna hús fyrr og hvað varð til þess að þær byrjuðu? Til samanburðar kem ég til með að skoða hús hannað af Adolf Loos frá sama tíma þar sem hann bjó til aðstöðu inni á heimilinu sem undirstrikaði hefðbundnar staðalímyndir kynjanna. Hann lét allt horfa inn á við og bjó til leikhús inni á heimilinu. Konan varð að einskonar sýningargrip í húsum hans sem er einmitt það sem framangreindar konur höfnuðu. Fræðikonur Veikara kynið Lengi vel var konan álitin veikara kynið og leitaðist hin franska Simone de Beauvoir við að finna skýringu á því hvers vegna svo væri. Beauvoir var uppi á árunum 1908 til Hún var rithöfundur, heimspekingur og feministi sem gaf út fjölda bóka og greina þar sem umfjöllunarefnið var m.a. kúgun kvenna. 3 Hún skrifaði til að mynda um kúgunina í ritgerð sinni The second Sex frá árinu Beauvoir leit til forfeðra okkar í leit að svörum og einnig til grískra heimspekinga, t.d. Aristótelesar þar sem hann sagði að Kvendýrið er kvendýr vegna ákveðins skorts á eiginleika og Við verðum að líta svo á að skapgerð kvenna sé gölluð frá náttúrunnar hendi. 4 Beauvoir tók saman ýmsar tilvitnanir úr mannkynssögunni. Þeirra á meðal var fullyrðing frá heilögum Tómasi þar sem hann sagði konuna vera ófullkominn karl. 5 Fullyrðinguna studdi hann með vísun til sköpunarsögunnar þar sem fram kemur að Eva hafi verið búin til úr beini sem hafi verið ofaukið í Adam. 6 Trúarbrögðin og heimspekin sem karlmaðurinn hefur smíðað gerir oft í því að sýna veikleika kvenna. Heilagur Ágústínús, sem var uppi á 16.öld, taldi þörf á að hafa hemil á giftum konum þar sem hann predikaði að þær væru skepna sem hvorki sé 3 Simone de Beauvoir, Stanford Encyclopedia of Philosophy, 2010, sótt 31.desember 2012, 4 Irma Erlingsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Simone de Beauvoi: heimspekingur, rithöfundur, feministi, Rannsóknastofa i Kvennafræðum Háskólaútgáfa, Reykjavík, 1999, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls

7 ákveðin né áreiðanleg. 7 Á sama tíma reyndi rithöfundur að nafni Montaigne að verja konur þar sem hann sagði: Það er ekkert óeðlilegt við það að konur hafni reglunum sem settar hafa verið í heimi þar sem karlar bjuggu þær til án samráðs við konur. Það er ekki nema von að átök og undirferli einkenni samskipti okkar. 8 Montaigne skynjaði óréttlætið sem konur þurftu að þola en hann gekk þó ekki svo langt að berjast fyrir réttindum þeirra. Beauvoir nefndi einnig heimspekinginn Diderot sem á 18. öld reynir að sanna að konan væri mannvera eins og karlinn. Það hefur alltaf verið litið svo á að konan sé hinn, þ.e.a.s að konan sé afbrigðileg frá hinu viðtekna, aukaleikari í veröld aðalleikarans, karlsins. Beauvoir velti vöngum yfir af hverju konur hafi ekki dregið yfirráð karlsins í efa og hélt því fram að engin sjálfvera skilgreini sig í upphafi og af sjálfsdáðum sem aukaatriði. Hún taldi sögulega viðburði hafa orðið til þess að veikari hafi orðið undirvald þeirra sterku og nefndi hún í því sambandi tvístrun gyðinga, upphaf þrælahalds í Ameríku og hertöku nýlendanna. En af hverju urðu konur undir, þær voru ekki í minnihlutahóp, það voru jafnmargar konur og karlar í heiminum. 9 Nú, þegar konur eru að byrja að taka þátt í mótun heimsins, er heimurinn ennþá heimur karlanna: um það efast þeir ekki og þær varla heldur. 10 Hún velti fyrir sér afhverju heimurinn hafi alltaf verið eign karlsins og af hverju það hafi ekki verið fyrr en nú, árið 1949, sem eitthvað hafi farið að breytast. Aukið frelsi konunnar ógnði karlmanninum, þá var komin samkeppni á vinnumarkaðinn, en vaninn var og er að þær fái lægri laun. 11 Beauvoir sagði Engin er jafndramblátur í garð kvenna, jafnágengur og jafnfullur fyrirlitningar og karl sem er í vafa um karlmennsku sína. 12 Hún skildi að það gæti verið erfitt fyrir karlinn að sleppa hendinni af konunni þar sem hann myndi á sama tíma missa það sem hann græddi á henni. 13 Beauvoir gaf til kynna að konur hafi verið ofsóttar af karlmönnum í aldanna rás með hjálp trúar og heimspeki og einnig hafi þeir gert þær að óæðri veru. Konan hafi aldrei deilt heiminum jafnt með karlinum né haft sömu forréttindi. 7 Irma Erlingsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Simone de Beauvoir, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls

8 Beauvoir taldi vanda kvenna liggja í því að aðstæður hafi gert hana ómerka. Hún velti eftirfarandi fyrir sér: Hvernig getur mannveran náð fullum þroska þegar hún býr við þær aðstæður sem konum eru skapaðar? Hvaða leiðir eru henni opnar? Hverjar þeirra eru blindgötur? Hvernig er hægt að endurheimta sjálfstæði mitt í ósjálfstæðinu? Hvaða aðstæður hefta frelsi konunnar og er nokkur von til þess að hún geti hafið sig yfir þær? 14 Hún taldi þörf á að sýna og ræða hvernig veruleiki kvenna hafi orðið til, af hverju voru þær álitnar hinn. Það þurfti að sýna frá sjónarhorni kvenna þann heim sem þeim var boðið upp á. Hlutverk konunnar inni á heimilinu Bandarísk kona að nafni Leslie Kanes Weisman, arkitekt, prófessor, og feministi, hefur helgað líf sitt skilgreiningu á félagslegri ábyrgð arkitektanáms og hefur hún leitast við að takast á við þau félagslegu vandamál sem herja á samfélagið í dag. 15 Árið 2002 byrjaði hún að taka virkan þátt í stjórnmálum til þess að geta haft meiri áhrif. 16 Hún hefur skrifað mikið um manngerða umhverfið sem við búum í, þar á meðal heimilið. Hér að neðan skoða ég greinina Women s Environmental Rights sem hún skrifaði árið Weisman taldi að hugtakið heimili hafi í aldanna rás verið tengt konum en að það hafi breyst með tímanum. Sú ímynd sé samt sem áður ekki alveg horfin, sérstaklega ekki úti í hinum stóra heimi. Áður fyrr hafi ungum stúlkum verið kennt að gera ráð fyrir því að gerast húsmæður. Heimilið hafi verið álitið yfirráðasvæði kvenna en þar hafi verið ýtt undir kynbundnar staðalímyndir og varðveitt hefðbundin viðhorf til fjölskyldulífs. Eiginmaðurinn hafi samt sem áður verið húsbóndi heimilisins og fengið rými sem sýndu vald hans. Húsbóndinn fékk sín einkarými, eins og t.d skrifstofu, tómstundarrými og sérstakan stól í setustofunni. Húsmóðirin fékk hins vegar engin rými út af fyrir sig. Þau rými sem voru ætluð henni voru þjónusturýmin. Hún var gestgjafi í stofunni, kokkur í eldhúsinu, móðir í barnaherberginu og elskhugi í 14 Irma Erlingsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Simone de Beauvoir, bls Leslie Kanes Weisman, University of Illinois at Urbana Champaign, 2001, sótt 31.desember 2012, 16 Leslie Kanes Weisman, Spatial Agency, sótt 31.desember 2012, 7

9 svefnherberginu. Hún fékk ekkert rými sem aðeins var ætlað henni. Á heimilinu voru allir í sínum kynbundnu hlutverkum, sem samfélagið var búið að festa þau í. Weisman segir að konan hafi átt að vera uppalandi, samvinnuþýð, huglæg, tilfinningarík og haldin draumórum en karlinn aftur á móti hlutlægur, ópersónulegur, kappsamur og skynsamur. Hún segir að aðskilnaðurinn milli einka- og almenningsrýma í gegnum kynjahlutverkin leiði til þess að staðalímyndir um konur og karla styrkist. Það hefur neikvæð áhrif á samband og skilning kynjanna hvort á öðru. Það útilokar að kynin geti lært hvort frá öðru. 17 Upphaf kvenna í starfsgreininni Lynne Walker, breskur sagnfræðingur sem sérhæfir sig í sögu feminísks arkitektúrs, fjallar um upphaf þátttöku kvenna í arkitektúr í skrifum sínum. 18 Uppúr aldamótunum 1700 og fram að 1900 fengu aðeins hefðarkonur frá hærri stéttum samfélagsins tækifæri til að hanna byggingar í Bretlandi. 19 Á þessum tíma telur hún að konur hafi aðeins fengið tækifæri til að stunda greinina sem áhugamenn. Konur hafi ekki búið við þau forréttindi að geta menntað sig eins og karlmenn. Þar af leiðandi þurftu konur úr efri stéttum sem höfðu áhuga á að hanna byggingar, að gera það ólærðar í greininni. Giftar konur og ekkjur voru einu konurnar sem höfðu möguleika á að öðlast sama rétt og eiginmenn þeirra, þó ekki væri það sjálfgefið. Sem dæmi gátu ekkjur smiða haldið áfram að reka fjölskyldufyrirtækið og gátu þær m.a. fengið lærlinga til sín. Með þeim hætti gátu þær tekið þátt í að byggja og hanna hús. 20 En eins og áður hefur komið fram voru það aðeins konur úr efstu stigum samfélagsins sem gátu iðkað greinina. Þær höfðu tíma og fjármagn til að fylgja draumum sínum um að hanna hús eftir. Arkitektúr var eitthvað sem konan gat unnið heiman frá sér sem 17 Leslie Kanes Weisman, Women s enviromental right s: A manifesto, Gender Space Architecture: An interdisciplinary inroduction, Routledge, London, 2000, bls Lynne Walker; Brighton, Maryalewandowska.com, sótt 30.desember 2012, 19 Lynne Walker, Women and Architecture,Gender Space Architecture: An interdisciplinary introduction, Routledge, London, 2000, bls Sama heimild, bls

10 var við hæfi, þannig gátu þær stundað það á landareign fjölskyldunnar, sem útvegaði þeim byggingarreit, byggingarefni og vinnumenn. Menntakonum var kennt að teikna auk þess að læra stærðfræði og landmælingar. Það gaf þeim góðan grunn fyrir arkitektúr. Það þótti konum sæmandi að byggja kirkjur og kapellur, sérstaklega ef það var gert í minningu látins fjölskyldumeðlims. Annað dæmi sem Walker tekur er frá árinu 1740 þar sem hertogafrúin af Richmond og dóttir hennar hönnuðu grafhýsi á lóð fjölskyldunnar þar sem allt innandyra var skreytt með skeljum, eins og sést hér fyrir neðan.21 Mynd 1: Skelja grafhýsið Mynd 2: Allt skreytt með skeljum að innan Hitt dæmið var sveitasetur sem heitir Weston Park 1671, sem var hannað af Lafði Wilbraham. Hefð er fyrir því að Lafðin sé skráð sem arkitekt hússins en sagt er að hún hafi haft atkitektinn William Taylor sér til aðstoðar.22 Walker taldi það vera klassískt dæmi um það sem ólærðar efristéttakonur fengu að gera í arkitektúr. 21 Lynne Walker, Women and Architecture, bls History, weston-park.com, sótt 9.janúar 2013, 9

11 Mynd 3: Weston Park Mynd 4: Weston Park Í kringum árið 1850 var mikið um atvinnulausar einstæðar konur og var það álitið félags- og efnahagslegt vandamál fyrir samfélagið á Viktoríutímabilinu. Það þurfti að finna viðeigandi störf fyrir þær sem ætluð voru konum og þær máttu ekki skyggja á eða ógna störfum karlanna. Á þessum tíma var í lagi fyrir konur úr miðstétt að vinna við góðgerðarstafsemi þó það hafi haldist sem karlmannsvinna til ársins Það að fá að vinna utan við heimilið gaf þeim reynslu utan heimilisins, m. a. á sviði arkitektúrs. 23 Á Viktoríutímabilinu fundu margar konur hvatningu vegna góðgerðarvinnu sem þær höfðu sinnt, með því að móta stefnur og tilraunir með húsnæði en það bjó þær undir þátttöku sem arkitektar á opinberum vettvangi í Bretlandi. Í kringum árið 1890 fór arkitektúr frá því að vera viðskiptastarfsgrein yfir í að vera flokkað sem list og var það án efa jákvætt skref fyrir konur, sérstaklega í ljósi þess að litið var á list sem starfsgrein sem væri viðeigandi fyrir konur. 24 Sjálfstæðar konur Hin bandaríska Alice T. Friedman, prófessor í listum, notar feminíska nálgun í arkitektúr í rannsóknum og kennslu. 25 Í bók sinni Women and the Making of the Modern House fjallar hún um nokkra frægustu arkitekta sögunnar og nokkur hús sem voru öll hönnuð upp úr árinu Þá fjallar hún um arkitekta á borð við Frank Lloyd Wright, Le Corbusier, Ludwig Mies van der Rohe og Gerrit Rietveld. Allir eiga þeir 23 Lynne Walker, Women and Architecture,Gender Space Architecture, bls Sama heimild, bls Alice T. Friedman, Wellesley College, sótt 1.janúar 2013, 10

12 sameiginlegt að hafa hannað nýstárleg heimili á þessum tíma og öll þessi nýjung var að mestu unnin með viðskiptavinum þeirra sem voru konur. Allt voru þetta ákveðnar konur með hugmyndir sem endurspegluðu breytt viðhorf til heimilisins. 26 Wright lýsti þeim konum sem hann vann fyrir með þeim hætti að þetta væru engar venjulegar konur. Húsin sem Wright teiknaði fyrir þessar konur voru meðal áhugaverðustu og nýjunagjörnustu verka hans. 27 Allar þær konur sem Friedman nefndi, töldu þörf á félagslegum umbótum og þörf fyrir breytingum á hefðbundinni staðalímynd. Þær vildu heimili sem þjónuðu þeim betur og fannst þeim eftirsóknarvert ef heimilið væri með listagallerí, bókasöfn og menninga- eða félagsmiðstöðvar. Allar þessar konur bjuggu án karla og voru einhleypar með eða án barna eða bjuggu nokkrar saman. Þær höfðu því öll völd innan heimilisins. Þessi þróun hélst í hendur við femískar hreyfingar í Evrópu og í Bandaríkjunum á árunum Friedman fjallar um að konur hafi verið búnar að uppgötva að til þess að reyna að hafa einhver áhrif, þyrftu þær að taka völdin inni á heimilinu. Það hafi orðið ljóst á 19. öld að efnahagslegu og pólitísku völdin hafi verið bundin við skrifstofur úti í bæ og fundarherbergi þar sem karlmenn höfðu yfirhöndina. Af þeirri ástæðu hafi konur farið að reyna taka yfir völdin á sínum heimavelli, heimilinu, þar sem þær höfðu verið með alla sérþekkinguna og þannig reynt að ná sjálfstæði í eigin lífi. Millistéttaheimilinu lýsti Friedman sem sviði þar sem félagsleg aðgreining hafi verið sviðsett. Friedman taldi að margt hafa breyst í lífi amerískra og evrópskra kvenna og þakkaði hún það seinni feminísku bylgjunni sem átti sér stað í kringum árið Konur höfðu fleiri tækifæri til að vera útivinnandi og bjuggu við mun betri kjör en mæður þeirra og ömmur. Konur eru því núna í mun betri stöðu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvernig og hvar þær vilja lifa Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house: A social and architectural history, Yale university Press, New Haven, 2006, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls

13 Fjármagn og rými Virginia Woolf lýsir því vel í bók sinni, A room of once own, sem hún skrifaði árið 1929, af hverju konur hafi ekki getað skrifað bækur og ljóð fyrir hennar tíma. Skrif hennar útskýra vel hvernig konur höfðu ekki frelsi til þess að gera neitt annað en að vera inni á heimilinu. Hún telur að það sem konur hafi vantað til að geta skrifað hafi verið fjármagn og reyndar taldi hún það grundvöll sjálfstæðis, ásamt mikilvægi þess að hafa eigið herbergi þar sem þær gætu verið í friði. Konur hafa aldrei getað lokað að sér eins og karlar geta gert, eini staðurinn sem þær geta skrifað í er setustofan og eldhúsið þar sem þær verða fyrir stanslausum truflunum og þurfa helst að fela það að þær séu að skrifa. Woolf velti fyrir sér af hverju konur áttu ekki peninga, af hverju átti móðir hennar og hennar móðir enga peninga sem þær létu eftir sig? Hvernig gat kvenþjóðin verið svona fátæk. 30 Af hverju lifði annað kynið við ríkidæmi en hitt fátækt? Hún leitaði svara við því hvers vegna konur voru fátækar. 31 Svarið fólst í að þær fengu aldrei tækifæri til að mennta sig og um leið og þær komust á aldur voru þær neyddar í hjónabönd og byrjuðu að eignast börn auk þess að sjá um heimilið. Það var engin tími til að reyna að afla sér tekna og konan mátti ekki hafa umráð yfir peningum. Að eiga þrettán börn og græða fullt af peningum væri ekki mögulegt fyrir nokkra mannskepnu að mati Woolf. Til að konur gætu öðlast tækifæri til að skrifa þurftu þær herbergi út af fyrir sig sem var útilokað, nema í tilvikum þar sem foreldrar þeirra væru mjög ríkir. Karlar úr hæstu stéttum vildu ekki að dætur þeirra færu að heiman í þeim tilgangi að gerast rithöfundar, listamenn eða námsmenn. Jafnvel á 19.öld voru konur ekki hvattar til þess að verða listamenn. 32 Með þessu útskýrir Woolf ástæður þess að konur unnu ekki eða menntuðu sig né stunduðu listir, sem sýnir fram á hvernig ástandið var og lýsir það ástæðum þess að konur voru ekki áberandi innan arkitektúrs. 30 Virginia Woolf, A Room of One s Own, Granada Publishing Limited, Granada, 1977, Bls Sama heimild, Bls Sama heimild, bls

14 Heimili hannað af karli Adolf Loos Áður en ég fjalla um tvö hús sem voru hönnuð af konum vil ég fjalla um karlkyns arkitekt sem hefur hlotið töluverða gagnrýni af fræðikonum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að konan hafi verið sviðsett inni á heimilinu sem viðfang frekar en þáttakandi eða gerandi, eins og api í búri. Adolf Loos hefur verið harðlega gagnrýndur af Beatriz Colomina sagnfræðingi í arkitektúr, fyrir framangreint þar sem hann bjó til rými þar sem aðeins einn aðili gat fylgst með og annar aðili gat ekki vitað hvort það væri verið að fylgjast með honum eða ekki. Sá sem horfði var ráðandi. Loos kallar þetta Leikhúsboxið sem er í raun sálfræðitæki sem er hægt að tengja við vald, stýring á valdinu sem er inni á heimilinu. 33 Þetta er rými sem hann tileinkaði konum á heimilinu. En er í senn verkfæri sem bæði gefur vernd og dregur athygli til sín sjálfs. 34 Hús Loos horfa öll innávið. Gluggar voru ekki ætlaðir til að horfa út um og dást að útsýninu heldur aðeins til að hleypa birtu inn í húsið. Áberandi er hvernig hann var annaðhvort með gluggana ógegnsæja eða þakta gluggatjöldum. Einnig voru rýmin skipulögð þannig að staðsetning innbyggðra húsgagna hindra aðgang að gluggunum.velta má fyrir sér hvað Loos hafi verið að reyna að fela, hvað var að gerast þarna inni, átti konan ekki að fá að sjá út og hýrast bara inni á heimilinu? Hann gerði þetta sérstaklega í tveimur húsum sínum sem heita Moller og Muller hús. Þar hækkaði hann setustofurnar og veitir íbúa hússins yfirburði þar sem hann getur horft yfir innri rými hússins. Þægindin í þessu rými eru bæði tengd nánd og valdi. Sá sem situr í þessu rými getur séð alla en sést ekki sjálfur. 35 Íbúar húsa Loos eru bæði leikarar og áhorfendur fjölskyldulífsins Beatriz Colomina, Sexuality and Space: Princeton paper on architecture, Princeton Architectural Press, New York, 1992, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls

15 Opnanir eru oftast faldar með gluggatjöldum, í þeim tilgangi að auka sviðsáhrifin. Einnig er vert að nefna að borðstofan er oftast sviðið og tónlistarherbergin eru áhorfendapallarnir. Það sem verið er að ramma inn er hefðbundið atriði frá hversdags heimilislífi. 37 Mynd 5: Sneiðing Mynd 6: Grunnmynd Besta dæmið um hvernig Loos gerir lítið úr konunni með því að setja hana í þetta leikhúsbox er hús sem hann hannaði árið 1928 fyrir þeldökka leikkonu að nafni Josephine Baker. Með húsinu uppfyllti hann allar sínar langanir en ekki hennar, hann sá fyrir sér röð rýma þar sem Baker varð til sýnis. 38 Húsið sem hann hannaði fyrir hana var með risastórri innisundlaug þar sem hægt var að horfa á þann sem var að synda í gegnum glugga sem áttu að vera fyrir neðan vatnsyfirborðið. Ef Baker væri að synda, gæti hún ekki séð hvort einhver væri að horfa á hana. Hún væri þannig hluturinn sem væri horft á og gesturinn væri áhorfandinn. 39 Fyrir honum var skrautið utan á húsinu dökki líkaminn hennar Baker í vatninu, þar sem líkami hennar og húsið yrðu eitt. 40 Húsið var aldrei byggt en módel og teikningar eru til af því. Á svipuðum tíma voru Eileen Gray og Truus Schröder að hanna hús þar sem þær voru að taka völdin í sínar hendur og móta nýtt sjálfstæði með breyttum áherslum á heimilinu. 37 Beatriz Colomina, Sexuality and Space, bls Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house, bls Beatriz Colomina, Sexuality and Space, bls Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house, bls

16 Heimili hannað af karli í samvinnu við konu Truus Schröder Schröder House var hannað af Gerrit Rietvel. Margir þekkja til hússins en færri vita að það merka hús vann hann í samvinnu við verkkaupann, konu að nafni Truus Schröder. Schröder er gott dæmi um sjálfstæða kona sem vildi hafa áhrif á það hvernig hún lifði lífinu, og hafði hún í kjölfarið mikilvæg áhrif á ímynd kvenna. Truus Schröder fæddist árið 1889 í Hollandi og var hún komin af háttsettu millistéttar fólki. Móðir hennar lét lífið þegar hún var ung og var hún þá send í heimarvistaskóla. Þar fékk hún tækifæri til að öðlast fyrsta flokks menntun í trúarbrögðum, heimspeki og listum. Hún lauk námi í lyfjafræði en vann þó aldrei við þá starfsgrein. Hún fór að einbeita sér að bókmenntum, heimspeki, listum og arkitektúr. Schröder leit mikið upp til systur sinnar An sem var rithöfundur og listagagnrýnandi. An kynnti Schröder fyrir mörgum listamönnum sem sýndu henni áhuga, meira en samfélagið í Utrecht sem hún bjó í. Þessir listamenn voru margir hverjir þekktir fyrir að vera virkir innan De Stilj listahreyfingarinnar. 41 Schröder giftist lögfræðingi og eignuðust þau þrjú börn. Þau réðu Rietveld árið 1921 til að hanna vinnuherbergi fyrir Truus inni á heimili þeirra. Nokkrum árum síðar lét eiginmaður Schröder lífið og fékk hún þá Rietveld til að hanna með sér einbýlishús fyrir sig og börnin. 42 Rietveld hafði aldrei áður hannað heilt hús. Hann var húsgagnahönnuður og hafði eingöngu hannað innviði húsa. Schröder hafði sýn um nútíma fjölskyldulíf og sterkar skoðarnir á því hvernig hún vildi lifa lífinu. Þau urðu ekki aðeins vinnufélagar heldur líka elskendur. Schröder húsið stendur við enda húsraða venjulegra múrsteinshúsa. Upphaflega var það með fallegt útsýni yfir sveitasæluna en svo óheppilega vildi til að lestarteinar voru lagðir við húsið sem lokuðu fyrir útsýnið. Húsið var byggt árið 1924 og er mjög frábrugðið öðrum húsum í hverfinu. Húsið brýtur upp hversdagsleikann með skemmtilegum litum og kassalaga formum. Það er ferskt með fjörugu yfirbragði. Húsið samanstendur af mismunandi stórum kössum og rörum sem mynda umgjörð 41 Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house, bls Sama heimild, bls

17 hússins og allt er klætt mismunandi litum eins og rauðum, gulum, bláum, gráum, hvítum og svörtum. Húsinu hefur verið líkt við málverk eftir Piet Mondrian sem var samferðamaður Rietvel innan de Stijl hreyfingarinnar.43 Húsið þykir hafa tvöfaldan persónuleika. Annars vegar áhyggjulausan og hins vegar mjög agaðan sem endurspeglar flókna persónuleika arkitektsins og verkkaupans og samstarfið þeirra á milli. Þau höfðu bæði ástríðu fyrir listum og hvort öðru. Þau sáu húsið sem tækifæri til að búa til nútímalegt umhverfi, laust við þvingandi hefðir og reglur, sem hélt þeim frá nýjum upplifunum og tækifærum til að tjá tilfinningar sínar. Mynd 7: Mynd eftir Piet Mondrian Mynd 8: Schröder húsið Schröder húsið er þaulskipulögð veröld, full af skemmtilegum upplifunum. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir því við fyrstu sýn hversu óvenjulegt umhverfið er í raun og veru. Þegar komið er inn í húsið er gengið eftir þröngum gangi sem er útbúinn skápum bæði fyrir fullorðna og börn. Þegar haldið er áfram eftir ganginum er komið að því sem virðast vera fjögur venjuleg herbergi. Stigi er á móti innganginum og þegar komið er upp á aðra hæð opnast fyrir manni ný veröld. Þar er stórt opið rými fullt af birtu og litum, ekki ósvipað því sem sést fyrir utan, sömu litirnir og ferhyrningarnir. Stórir glerfletir gera mörkin á milli utan- og innandyra óljós. 43 Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house, bls

18 Mynd 9: Fyrsta hæð Mynd 10: Önnur hæð Eitt af því sem er svo nýstárlegt í framangreindu húsi eru stórir viðarflekar sem eru fastir í rennum í loftinu, notaðir til að opna og loka rýmunum. Það er hægt að ráða því hvort rýmið sé alveg opið eða lokað og allt þar á milli. Hægt er að búa til smærri og stærri rými eftir hentisemi og loka af eldhús, stofu og svefnherbergi að vild. Einnig er mjög óvenjulegt að nota skæra liti til að aðgreina rýmin, en það fyllir umhverfið af frelsi til þess að uppgötva og gerir manni kleift að lifa í lifandi umhverfi. Allt virðist mögulegt og það gefur rými fyrir nýjar hugsanir. Þrátt fyrir að húsið sé fullt af tilvísunum í leik, þá eru samt sem áður skýr skilaboð um að búið sé til ákveðið umhverfi sem skapar ákveðinn lífstíl.44 Mynd 11: Truus Schröder og dóttir hennar 44 Alice T. Friedman, Women and the making of the modern house, bls

19 Heimilið hannað af konu Eileen Gray Hin írska Eileen Gray, sem var uppi á árunum 1878 til 1976, var ein af upphafsmönnum modernískrar hönnunar. 45 Hún var með feminískar hugmyndir um breytt samfélag og arkitektúr. 46 Hún var þekktust fyrir húsgögnin sín en hún hannaði einnig tvö hús frá grunni. Gray var úr mjög efnamikilli fjölskyldu sem gaf henni forskot til að uppfylla drauma sína um að hanna sitt eigið heimili. Frá unga aldri þoldi Gray ekki kæruleysið og hrokann í þeirri samfélagsstétt sem hún tilheyrði. Stolt þeirra og sjálfsmiðun gekk þvert á skapgerð hennar en hún var samúðarfull og full réttlætiskenndar. Þegar hún var komin á þann aldur að hún ætti að finna sér eiginmann til að öðlast einhverskonar sjálfstæði, fékk hún leyfi til að læra myndlist, sem var algengt hjá ungum hefðarkonum áður en þær gengju í það heilaga. Hún leit ekki á það sem frelsi að fara úr föðurhúsum og eignast eiginmann. Í hennar augum var það í raun sama fangelsið. Þrá hennar eftir frelsi varð til þess að hún hvorki giftist né átti í langlífum samböndum. Hún átti þó í nokkrum ástarsamböndum, bæði við karla og konur en henni fannst hún aldrei nógu háð neinum til þess að vilja deila húsi með viðkomandi. 47 Gray flutti til Parísar og virtist það vera fullkomin undankomuleið frá þeirri fjölskyldu sem hún var að snúa baki við, þ.e. að skera á ræturnar. París fyrir henni þýddi upphaf nýrrar sjálfsmyndar og frelsis sem hún nýtti sér vel. Þar gat hún skoðað djöflana sem hún var að draga með sér úr fortíðinni. Í París átti hún í ástarsambandi við konu sem hefði þótt virkilega hneykslanlegt í heimalandi hennar á þessum tímum. París iðaði af lífi og þar var allt helsta listafólkið saman komið snemma á 20. öldinni. París var Mekka listheimsins. Í París naut Gray lífsins með líflegum samkynhneigðum vinum sínum og reyndi hún að sjúga eins mikið út úr listinni og hún gat bæði af listasýningum og listrænum uppákomum. 45 Peter Adam, Eileen Gray: Her life and work, Thames & Hudson, London, 2009, bls Katarina Bonniver, Behind Straight Curtains, Towards a queer feminist theory of architecture, Axl Books, Stokkhólmi, 2007, bls Sama heimild, bls

20 E er fyrsta húsið sem Gray hannaði fyrir sjálfa sig. Nafn hússins vísar í nöfn hennar og ástmanns hennar á þeim tíma, Jean Badovici arkitekt. Badovici hvatti Gray til að gera eitthvað sem myndi vara í lengri tíma en húsgögnin hennar en hann hafði tekið eftir áhuga hennar á arkitektúr. Badovic kynnti hana fyrir Le Corbusier, sem hún leit mikið upp til. Einnig kynnti hann hana fyrir ungri konu að nafni Adrienne Gorska, sem hafði nýlega lokið námi í arkitektúr. Hjá henni lærði Gray grunnatriði greinarinnar.48 Mynd 12: E Mynd 13: Grunnmynd E var byggt á árunum við strönd á Saint-Tropez í Frakklandi. Gray undirbjó sig mikið fyrir hönnun hússins og lagði mikið á sig. Hún rannsakaði fjölbreytt landslagið í kring til að geta aðlagað húsið að landslaginu. Hún skoðaði veðurfarið og sólarganginn til að nýta sólina sem mest frá sólarupprás til sólseturs. Gray sagðist hafa fengið litla hvatningu frá öðrum við hönnun hússins en hún var sterk og áhugasöm. Það reyndist henni erfitt að smita aðra af sama eldmóði sínum. Húsið er lítið og öll rými vel nýtt. Rýmunum er skipt niður með léttum færanlegum veggjum og svipar það um margt til Schröder hússins. Flekarnir geta tímabundið breytt opnum veröndum og svölum í lokuð rými. Húsið er á tveimur hæðum með hringstiga sem teygir sig alla leiðina upp á þak. Stiginn endar í skála uppi á þaki sem er gerður úr gleri og málmi. Opnunin snýr í austur til að fanga kælandi vind inn í húsið. Húsið er að mestu leyti ein stór stofa sem hægt er að hafa opna út á verönd og 48 Peter Adam, Eileen Gray, bls

21 svalir til þess að stækka rýmið. Einnig er hægt að breyta stofunni í fleiri minni rými með færanlegum veggjum. Öðrum rýmum er raðað utan um stofuna eins og svölunum, herbergjunum, eldhúsinu og salerninu. Einnig eru herbergi fyrir þernu og nokkur þjónustu rými. Stofan hefur margvíslegan tilgang eins og t.d að borða, hvílast, fyrir lestur og afslöppun. 49 Stofan er fyrir alla þætti lífsins. 50 Færanlegir flekar og innbyggð húsgögn merkja þessi rými. Gray sagði eitt sinn að húsgögnum væru ekki bætt við arkitektúr heldur væru húsgögnin sjálf arkitektúr. 51 Mynd 14: Aðal rýmið Herbergi hússins snúa hvert frá öðru. Hönnun Gray snerist um sjálfstæði og áttu herbergin að vera þannig úr garði gerð að manneskjan gæti látið sér líða eins og hún væri ein og stjórnaði þar með félagslegri þátttöku sinni. Þannig hannaði hún þessa litlu heima þar sem allir gátu verið í næði útaf fyrir sig, og höfðu öll herbergin útirými til að stækka þau. Þörf hennar fyrir að vera einangruð og vernduð og sterka frelsislöngun hennar er hægt að finna í húsum hennar. 49 Peter Adam, Eileen Gray, bls Katarina Bonniver, Behind Straight Curtains, bls Peter Adam, Eileen Gray, bls

22 Gray reyndi alltaf að láta lítil rými líta út eins og þau væru stærri. Hún forðaðist tilfinninguna um þrengingu með því að lita veggina dökka og ljósa. Einnig með því að hafa glansandi speglandi efni á yfirborði þeirra. 52 Hún lét lítið fara fyrir tilbúnni lýsingu inni í húsinu. Annað hvort huldi hún fyrir loftljósin eða faldi þau á bak við spegla eða matt gler. Hún var með flókið glugga- og hlerakerfi sem skipulagði loftræstinguna og náttúrulega birtu inn í rýmin. Sumir hlerar voru á hjólum, sumir voru staðsettir örlítið frá veggjunum til að koma hreyfingu á loftið þótt rýmin væru lokuð. Í húsinu er mikið af mismunandi opnunum. Gray er með fimm mismunandi gerðir af gluggum sem geta ýmist fallið saman eða hægt að ýta til hliðar og breyta rýmunum í yfirbyggðar svalir. Það er ljóst að áherslan í E.1027 var frá innra rýminu yfir í það ytra. Gray krafðist þess að innviðið stjórnaði því sem væri útivið en ekki öfugt. Garðurinn og fyrirkomulagið á svölunum gera þær að framlengingu af byggingunni. Strúktúrinn flæðir út í garðinn og það sem er að innan og utan verður eitt. Hún lék sér með húsgögnin og hafði þau sömu bæði úti og inni svo manni myndi finnast rýmið flæða út og verða hluti af náttúrunni. Einnig hafði hún eldhús til að elda úti. Þegar gengið er inn átti framhaldið að koma á óvart eins og einhverskonar völundarhús. Húsið átti að vera eins og skemmtiganga, sem var hugmynd frá Le Corbusier. Það eru til skissur frá henni sem sýna með örvum allar mögulegar leiðir með hreyfingu í gegnum húsið. Hún fór alveg í smáatriðum yfir það hvernig hægt væri að fara í gegnum húsið. Hún hugsaði mikið um hvernig gestir myndu upplifa rýmið. Gray vildi hafa dulúð yfir staðnum. Hreyfingin í gegnum húsið átti að fylgja veggjunum á náttúrulegan hátt. Eitt herbergjanna vanrækti hún alveg í hönnun sinni og er það eldhúsið. Við hönnun þess er greinilega hægt að sjá gamlar hefðir sem blunduðu í henni þrátt fyrir að það væri henni hjartans mál að staða kvenna myndi breytast í samfélaginu. Hún hafði enga þekkingu á heimilishaldi og eldamennska var henni ekki ofarlega í huga. Hún kom úr hástétt og hafði alltaf haft þernu á heimili sínu. Eldhúsið er lítið og varla hægt að ná upp í efri hillurnar þar sem þær eru of hátt uppi. Hún leit þjónustu- og barnarýmin sömu augum, þau gátu búið í minni vistverum. Gray eignaðist aldrei börn. 52 Peter Adam, Eileen Gray, bls

23 Gray gerðist meðlimur Union des Artiste Modern árið 1929 en nafn hennar var fjarlægt af lista yfir nöfn meðlima árin Hún var látin líða fyrir það að vera kona og aðeins áhugamaður en ekki lærð og það var ekki talið pláss fyrir hana í þessari elítu karlmanna. 53 Gray fékk mikla hjálp frá Badovici sem hélt sig þó til hlés svo hún gæti fengið að blómstra. 54 Í langan tíma fékk hann heiðurinn fyrir hönnun E og Gray var gleymd. Enn þann dag í dag er eingöngu hægt að finna nafn hans við húsið eins og fram kom við leit af myndum af húsinu. 55 Gray gleymdist næstum í hönnunarsögunni. Þegar hún komst á efri árin minntist enginn hennar lengur, enginn keypti húsgögn hennar og ekkert hafði verið ritað um hana. Hönnunarverk hennar rötuðu hins vegar síðar á uppboð sem varð til þess að hún var enduruppgötvuð, og safnarar fóru að leita uppi hluti sem hún hafði hannað. Í dag er Gray á lista yfir áhrifamestu hönnuði 20. aldarinnar. Hún háði margar baráttur, þó aðallega við sjálfa sig. Hún var ekki í leit að frægð á sínum tíma. Hún fór sínar eigin leiðir. 56 Af frelsisþrá og án þess að eltast við tískustrauma og smekk, hannaði hún húsgögn og hús sem höfða enn þann dag í dag til okkar með skýrri og tímalausri rödd. 57 E kemur með nýjar tillögur um það hvernig eigi að lifa lífinu. 58 To create, one must question everything sagði Eileen eitt sinn og það gerði hún. 59 Hún var óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og draga fjölskylduhefðir síns tíma í efa. 53 Peter Adam, Eileen Gray, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Katarina Bonniver, Behind Straight Curtains, bls Peter Adam, Eileen Gray, bls

24 Lokaorð Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef aflað hafa konur formlega hannað byggingar allt frá 17. öld. Ekki er þó hægt að útiloka að konur hafi hannað byggingar fyrir þann tíma en hafi einfaldlega ekki hlotið viðurkenningu fyrir það. Því verður þó ekki neitað að arkitektúr hafi lengi verið álitin karlmannsgrein rétt eins og flestar aðrar starfsgreinar. Það sem konur þurftu til að eiga möguleika á því að láta draum sinn rætast um að hanna heimili voru fjármagn, tími og rými út af fyrir sig og lóð í einkaeigu. Aðeins konur úr efri stéttum áttu þann möguleika og voru þær í raun í mun betri stöðu en karlmenn í lægri stéttum til að láta þann draum rætast. Tækifærin buðust því eingöngu ákveðnum samfélagshópum. Á fyrri hluta 20. aldarinnar reis feminísk baráttubylgja þar sem konur sýndu hvað í þeim bjó og að þær væru tilbúnar til að heyja baráttu vegna hlutskiptis síns í samfélaginu. Bylgjan kom í kjölfarið aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum sem var m.a. afleiðing heimstyrjaldanna. Á meðan karlmennirnir fóru í stríð þurftu konurnar í mörgum tilfellum að manna karlmannsstöðurnar á vinnumarkaðnum. Konurnar náðu þannig að sanna getu sína utan heimilisins og áttuðu þær sig á því að þær væru færar um að vinna flest karlmannsverk. Þetta kallaði á breytt viðhorf til heimilisins og aukið sjálfstæði kvenna. Þær vildu vera jafnar körlum og deila heiminum til jafns við þá. Á þessum tíma höfðu konur nýjar hugmyndir um það hvernig hægt væri að breyta fjölskyldulífinu með hönnun heimilisins. Þær vildu skora misdreifingu valdsins innan heimilisins á hólm og gera sig sjálfstæðari innan þess. Draumurinn var að lifa öðruvísi lífi en þær þekktu, krefjast þess lífs sem þær þráðu. Eileen Gray og Truus Schröder, ásamt fleiri samtímakonum þeirra, áttu það sameiginlegt að hafa ekki hlotið fullgilda starfsmenntun en gátu með fjármagni og með aðstoð karlkyns arkitekta náð því takmarki sínu að hanna nýstárleg heimili með nýjum áherslum. Gray og Schröder hönnuðu báðar heimili þar sem flæðið var fljótandi og var endimörkum heimilisins þar með storkað. Öll rými voru sameinuð, allir voru jafnir, fullorðnir jafnt sem börn, konur jafnt sem karlar. Þær fóru sínar eigin leiðir og voru óhræddar við að prófa eitthvað nýtt. Hugsanlega vegna þess að þær voru ekki bundnar neinum reglum sem voru kenndar, engar hömlur héldu aftur af þeim. 23

25 Áhrif kvenna á arkitektúr felast ekki einungis í nýjum tæknilegum útfærslum á ákveðnum byggingum heldur felast þau hvað mest í hugmyndafræði um breytt viðhorf til kvenna, hvernig hægt sé að hanna heimili sem veitir konum innblástur til frelsis bæði innan veggja heimilins og ekki síst utan þeirra. Konur nýttu vald rýmisins til þess að bæta líf þeirra sem báru skertan hlut frá borði og komu með nýjar uppástungur inn í arkitektúrinn sem höfðu áhrif á það hvernig við viljum haga lífi okkar. Þær breyttu ímynd konunnar með því að hafa áhrif á manngert umhverfi þeirra. 24

26 Heimildaskrá Ritaðar heimildir Adam, Peter, Eileen Gray: Her life and work, Thames & Hudson, London, Bonniver, Katarina, Behind Straight Curtains, Towards a queer feminist theory of architecture, Axl Books, Stokkhólmi, Colomina, Beatriz, Sexuality and Space: Princeton paper on architecture, Princeton Architectural Press, New York, Friedman, Alice T, Women and the making of the modern house: A social and architectural history, Yale university Press, New Haven, Irma Erlingsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Simone de Beauvoi: heimspekingur, rithöfundur, feministi, Rannsóknastofa i Kvennafræðum Háskólaútgáfa, Reykjavík, Rendell, Jane, Introduction: Gender,Gender Space Architecture: An interdisciplinary introduction, Jane Rendell, Routledge, London, Walker, Lynne, Women and Architecture,Gender Space Architecture: An interdisciplinary introduction, Jane Rendell, Routledge, London, Weisman, Leslie Kanes, Women s enviromental right s: A manifesto, Gender Space Architecture: An interdisciplinary inroduction, Jane Rendell, Routledge, London, Woolf, Virginia, A Room of One s Own, Granada Publishing Limited, Granada, Vefsíður Alice T. Friedman, Wellesley College, sótt 1.janúar 2013, History, weston-park.com, sótt 9.janúar 2013, Leslie Kanes Weisman, University of Illinois at Urbana Champaign, 2001, sótt 31.desember 2012, Leslie Kanes Weisman, Spatial Agency, sótt 31.desember 2012, 25

27 Lynne Walker; Brighton, Maryalewandowska.com, sótt 30.desember 2012, Simone de Beauvoir, Stanford Encyclopedia of Philosophy, 2010, sótt 31.desember 2012, Myndaskrá Mynd 1: Tim Imrie Tait, Goodwood House , 1997, ljósmynd fengin af vefsíðunni grotto , Country Life, sótt 2. janúar Mynd 2: Ljósmyndar óþekktur, Outing to Goodwood House, ljómynd fengin af vefsíðunni Haslemere Decorative and fine arts society, sótt 2.janúar Mynd 3-4: Ljósmyndar óþekktur, Weston Park, ljósmynd fengin af vefsíðunni No.10, sótt 3.janúar Mynd 5-6: Teikningar eftir Adolf Loos, mynd fengin af vefsíðunni Architecturality, sótt 4.janúar Mynd 7: Piet Mondrian, Composition A, mynd fengin af vefsíðunni, Wikipaintings, sótt 13.janúar Mynd 8: Frank den Oudsten, Schröder House, on Prins Hendriklaan, Ártal óþekkt, ljósmynd fengin úr Alice T. Friedman, Women and the Making og the Modern House, Yale university Press, New Haven, Mynd 9: Teikning eftir Gerrit Rietveld, Schröder House, plan, ground floor, Ártal óþekkt, ljósmynd fengin úr Alice T. Friedman, Women and the Making og the Modern House, Yale university Press, New Haven, Mynd 10: Teikning eftir Gerrit Rietveld, Schröder House, plan, second floor, Ártal óþekkt, ljósmynd fengin úr Alice T. Friedman, Women and the Making og the Modern House, Yale university Press, New Haven, Mynd 11: Ljósmyndar óþekktur, Truus and daughter Han, 1925, ljósmynd fengin úr Alice T. Friedman, Women and the Making og the Modern House, Yale university Press, New Haven, Mynd 12: Ljósmyndari óþekktur, E. 1027, Ártal óþekkt, ljósmynd fengin úr Peter Adams, Eileen Gray, Thames & Hudson, London,

28 Mynd 13: Teikning eftir Eileen Gray, Plan of the principal accommodation, Ártal óþekkt, ljósmynd fengin úr Peter Adams, Eileen Gray, Thames & Hudson, London, Mynd 14: Ljómsyndari óþekktur, Eileen Gray,ljómynd fengin af vefsíðunni Archiseek, sótt 3.janúar

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin

GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR. Kvenna megin GREINAR UM BÆKUR ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR Kvenna megin Sigríður Þorgeirsdóttir Kvenna megin: ritgerðir um femíníska heimspeki Hið íslenska bókmenntafélag, 2001 Mikið gleðiefni er að út sé komin bók

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona.

Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Félagsvísindasvið Þú fæðist ekki kona, heldur verður kona. Birtingarmynd kyngervis á vefsíðu Krakkarúv og hugsanleg áhrif þess á börn. Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Anna Kristjana Ó. Hjaltested Leiðbeinandi:

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Femínismi. - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki. Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen. Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði

Femínismi. - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki. Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen. Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði Femínismi - kenningar í mannfræði og íslenskur veruleiki Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen Lokaverkefni til BA-gráðu í mann- og fjölmiðlafræði Félagsvísindasvið Femínismi - kenningar í mannfræði og íslenskur

More information

Um útisvæði íbúðarhúsnæðis

Um útisvæði íbúðarhúsnæðis Listaháskóli Íslands Um útisvæði íbúðarhúsnæðis Hjalti Þór Þórsson Arkitektúr Leiðbeinandi: Pétur H. Ármannsson Reykjavík, 30. janúar 2009 Efnisyfirlit Inngangur...1 1 Útirými: þróun á 20. öld...3 1.1

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi

Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Maður er svo öryggislaus... - verk Svövu Jakobsdóttur í femínísku, heimspekilegu og félagsfræðilegu samhengi Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði

More information

Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr. Sunna Dóra Sigurjónsdóttir

Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr. Sunna Dóra Sigurjónsdóttir Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr Sunna Dóra Sigurjónsdóttir Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Arkitektúr Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr Sunna Dóra Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi:

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Femínísk þekkingarfræði

Femínísk þekkingarfræði Hugvísindasvið Femínísk þekkingarfræði Kynbundin þekking og femínísk sjónarhornsfræði Ritgerð til B.A.-prófs Hrund Malín Þorgeirsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Femínísk þekkingarfræði

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi

Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra

KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM. Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM Sifjaspell og afleiðingar þeirra KYNFERÐISOFBELDI GEGN BÖRNUM sifjaspell og afleiðingar þeirra Dr. Guðrún Jónsdóttir félags ráð gjafi tók bækling inn saman í samvinnu við konur

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Ofbeldissamband yfirgefið

Ofbeldissamband yfirgefið Ritrýndar greinar Ofbeldissamband yfirgefið Ingólfur V. Gíslason, fil. dr. í félagsfræði, dósent við Háskóla Íslands. Valgerður S. Kristjánsdóttir, MA í félagsfræði, hjá Leikskólanum Grænuborg. Ingólfur

More information

Á vegferð til fortíðar?

Á vegferð til fortíðar? Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútín Ármann Snævarr Lokaverkefni til MA-gráðu í alþjóðasamskiptum Félagsvísindasvið Júní 2015 Á vegferð til fortíðar? Rússland undir stjórn Pútíns Ármann

More information

Frá útilokun til jafnréttis. Harpa Jóhannsdóttir

Frá útilokun til jafnréttis. Harpa Jóhannsdóttir Frá útilokun til jafnréttis Harpa Jóhannsdóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Mennt og miðlun Frá útilokun til jafnréttis Harpa Jóhannsdóttir Leiðbeinandi: Þorbjörg Daphne Hall Haustönn 2011 Áður

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Þetta er minn líkami en ekki þinn

Þetta er minn líkami en ekki þinn Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Kristín Björnsdóttir Þetta er minn líkami en ekki þinn Sjálfræði og kynverund kvenna með þroskahömlun Í samningi Sameinuðu þjóðanna

More information

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins?

BA ritgerð. Meira en bara besti vinur mannsins? BA ritgerð Mannfræði Meira en bara besti vinur mannsins? Hversu nánir mega menn verða dýrum og hvar grípa menningarleg tabú þar inn í? Kristín Björg Björnsdóttir Leiðbeinandi Sveinn Eggertsson Febrúar

More information

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði.

Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla. Þórunn Kjartansdóttir. Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði. Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn Kjartansdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í þjóðfræði Félagsvísindasvið Þjóðfræði hvað? Kennsluefni í þjóðfræði fyrir framhaldsskóla Þórunn

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri

Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri Blæðir og flæðir: Yfir líkama og landamæri Áslaug Sif Guðjónsdóttir Lokaverkefni til BA- gráðu í mannfræði Leiðbeinandi: Helga Björnsdóttir Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

More information

Hver er tilgangur heimspekinnar?

Hver er tilgangur heimspekinnar? Hugvísindasvið Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs í heimspeki Flóki Snorrason Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Hver er tilgangur heimspekinnar? Ritgerð til B.A.-prófs

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Þar sem hugvit og sköpun mætast Ritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun Esra Þór Sólrúnarson Haustönn 2014 1 Hönnunar-

More information

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir

Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Júní 2015 Eru börn gerendur eða bjargarlausar

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Stúlkur og Asperger-heilkenni

Stúlkur og Asperger-heilkenni Stúlkur og Asperger-heilkenni Kynbundin áhrif heilkennisins á sjálfsmynd og félagslega stöðu Berglind Harpa Björnsdóttir Sally Ann Vokes Lokaverkefni til B.A.-prófs Þroskaþjálfadeild Stúlkur og Asperger-heilkenni

More information

Að flytja úr foreldrahúsum

Að flytja úr foreldrahúsum Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2015 Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Sigrún Þ. Broddadóttir og Guðrún

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Listaháskóli Íslands Hönnun og arkitektrúr Grafísk hönnun Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Leiðbeinandi: Hlynur Helgason Vorönn 2012 Úrdráttur Internetið hefur auðveldað

More information

Vald kvenna í aþenskum tragedíum

Vald kvenna í aþenskum tragedíum Hugvísindasvið Vald kvenna í aþenskum tragedíum Medea, Alkestis og Elektra eftir Evripídes Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Sóley Linda Egilsdóttir Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

More information

Orðaforðanám barna Barnabók

Orðaforðanám barna Barnabók Orðaforðanám barna Barnabók Hrund Hermannsdóttir Lokaverkefni til B.ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012 Ágrip

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun

Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2011 Guðrún V. Stefánsdóttir Sjálfræði og ófrjósemisaðgerðir á konum með þroskahömlun Greinin fjallar um eigindlega rannsókn sem beinist

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

,,Getur nokkur stöðvað Hillary?

,,Getur nokkur stöðvað Hillary? ,,Getur nokkur stöðvað Hillary? Orðræða bandarískra fjölmiðla um Hillary Rodham Clinton Berglind Jónsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í stjórnmálafræði Félagsvísindasvið Júní 2014 ,,Getur nokkur stöðvað

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði.

Spilin á borðið. Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson. Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði. Spilin á borðið Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum. Sævar Skúli Þorleifsson Lokaverkefni til BA gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Spilin á borðið: Eigindleg rannsókn á íslenskum pókerspilurum

More information

STYTTING VINNUVIKUNNAR

STYTTING VINNUVIKUNNAR Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 rha@unak.is http://www.rha.is STYTTING VINNUVIKUNNAR Áhrif tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og völdum ríkisstofnunum á fjölskyldulíf

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði

Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Hugvísindasvið Guðfræði Nick Cave Framlag til nútímalegrar umræðu innan guðfræði með hliðsjón af rannsóknaraðferðum feminískrar guðfræði Ritgerð til BA-prófs Kristján Ágúst Kjartansson Maí 2013 Háskóli

More information

10. kafli fordómar og mismunun

10. kafli fordómar og mismunun 10. kafli fordómar og mismunun Eðli og víddir fordóma (nature and dimensions of prejudice) Þegar einn hópur fólks hatar annan hóp svo mikið að þeir geta af ásettu ráði pynt og myrt saklausa óbreytta borgara

More information

Raunverulegur óraunveruleiki

Raunverulegur óraunveruleiki Hugvísindasvið Ritgerð til Ba-prófs í Japönsku máli og menningu Raunverulegur óraunveruleiki Hinn sérstæði stíll Hayao Miyazaki og teiknimyndaheimur hans Hrólfur Smári Pétursson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka

BA ritgerð. Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka BA ritgerð Mannfræði Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla... ég líka #MeToo, bylting á samfélagsmiðlum Eygló Karlsdóttir Leiðbeinandi: Helga Þórey Björnsdóttir Júní 2018 Ég fékk sjálfa mig

More information

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip

Samtöl um dauðann. Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Ágrip Samtöl um dauðann Fyrirbærafræðileg rannsókn á viðhorfum aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok Helga Hansdóttir 1 sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum Sigríður Halldórsdóttir 2 hjúkrunarfræðingur,

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Skilgreining á hugtakinu tómstundir

Skilgreining á hugtakinu tómstundir Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Vanda Sigurgeirsdóttir Skilgreining á hugtakinu tómstundir Í greininni er leitast við að skilgreina hugtakið tómstundir (e. leisure).

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR

UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR UPPLIFUN KARLA INNAN LÖGREGLUNNAR AF VINNUMENNINGU LÖGREGLUNNAR RANNVEIG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR LEIÐBEINANDI: DR. GYÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR Efnisyfirlit 1. Helstu niðurstöður... 2 2. Inngangur... 3 Markmið...

More information

Sorg og sorgarúrvinnsla barna

Sorg og sorgarúrvinnsla barna Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild 2013 Sorg og sorgarúrvinnsla barna Hvernig er hægt að koma til aðstoðar? Benný Rós Björnsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindasvið

More information

Tak burt minn myrka kvíða

Tak burt minn myrka kvíða Lokaverkefni til BA-prófs í félagsfræði Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2017 Tak burt minn myrka kvíða Sorgarferli aðstandenda eftir sjálfsvíg

More information

Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar. Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr.

Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar. Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr. Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr. Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr. Leiðbeinandi: Sigrún Birgisdóttir Hönnunar- og arkitektúrdeild

More information

Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist

Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist Myndlistardeild Ljósbrot Ritgerð til BA-prófs í myndlist Andrea Arnarsdóttir Vorönn 2015 Myndlistardeild Ljósbrot Ritgerð til BA-prófs í Myndlist Andrea Arnarsdóttir Kt.: 1610912869 Leiðbeinandi: Jóhannes

More information

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið

Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA gráðu í Mannfræði Félagsvísindasvið Vefurinn hverfuli: Mannfræði Internetsins Hrafnhildur Faulk Lokaverkefni til BA-gráðu

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg María Árnadóttir Júní 2010 Félagsráðgjafardeild BA-ritgerð Áhrif fjölskyldugerðar á lífsgæði og öryggi barna Guðbjörg

More information

IKEA og hönnuðurinn. Inga Dóra Jóhannsdóttir

IKEA og hönnuðurinn. Inga Dóra Jóhannsdóttir IKEA og hönnuðurinn Inga Dóra Jóhannsdóttir 2 Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun IKEA og hönnuðurinn Inga Dóra Jóhannsdóttir Leiðbeinandi: Gunnar Hersveinn Sigursteinsson Vor

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Súrrealismi, melódrama og draumar

Súrrealismi, melódrama og draumar Háskóli Íslands Hugvísindasvið Kvikmyndafræði Súrrealismi, melódrama og draumar Kvikmyndir Luis Buñuel í ljósi höfundarkenningarinnar Ritgerð til B.A.-prófs Unnar Friðrik Sigurðsson Kt.: 271182-4309 Leiðbeinandi:

More information