Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist

Size: px
Start display at page:

Download "Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist"

Transcription

1 Myndlistardeild Ljósbrot Ritgerð til BA-prófs í myndlist Andrea Arnarsdóttir Vorönn 2015

2 Myndlistardeild Ljósbrot Ritgerð til BA-prófs í Myndlist Andrea Arnarsdóttir Kt.: Leiðbeinandi: Jóhannes Dagsson Vorönn 2015

3 Útdráttur Ritgerðin fjallar um valin verk eftir Andreu Arnarsdóttur ásamt verkum eftir fleiri listamenn eins og James Turell og Ólaf Elíasson. Í öllum verkunum spilar ljós stórt hlutverk og því byrjar ritgerðin á stuttum kafla um ljós og eiginleika þess. Næsti kafli beinist að vinnubrögðum Andreu. Eftir það er fjallað um vinnu Andreu með filmu. Þar er fjallað um tilraunakenndu vídeóverkin A Sweet film og Fruitloop (2012) sem unnin eru á 16mm filmu. Þar er einnig fjallað um vídeóinnsetninguna Speglun (2013) og aðrar vídeóinnsetningar sem unnar voru á svipaðan hátt en allar innsetningarnar eru gerðar með geisladiski sem notaður er sem spegill. Þar að auki er fjallað um hvernig geisladiskurinn getur brotið ljós og speglað það. Þá beinist athyglin að verkinu Partition (2014). Í kaflanum er skoðað hvernig verkið varð til ásamt því að fara yfir það hvernig tími verkanna hefur áhrif á áhorfandann. Eftir það er kafli um það hvernig áhorfandinn kemur inn í verkin, hvað áhorfandinn á að sjá og stutt umfjöllun um James Turell og Ólaf Elíasson og hvernig þeirra verk gera sömu kröfur til áhorfenda og Andrea vill að sín verk geri. 1

4 Efnisyfirlit Útdráttur... 1 Inngangur... 3 Ljós... 4 Vinnuferli... 5 Vinna með filmur... 5 Málað á filmuna... 8 Geisladiskurinn Partition (2014) Áhrif verkanna Niðurlag Heilmildaskrá Myndir

5 Inngangur Hægt er að nota ljós til þess að breyta því hvernig áhorfandinn skynjar rýmið í kringum sig. Dýptarskynjun fólks breytist eftir því hvernig rýmið er lýst upp og einnig er hægt að hafa áhrif á litaskynjun með ljósi, enda litir ekkert annað en ljós. Þessir eiginleikar ljóss eru aðeins hluti af því sem er spennandi að skoða. Ljós hefur þann eiginleika að hægt er að spegla það og beina því þar með í aðra átt en það stefndi upphaflega. Ljós getur líka brotnað og myndað þannig alla liti litrófsins. Þetta eru bara nokkrir af mörgum spennandi eiginleikum ljóss. Listamenn eins og James Turrell og Ólafur Elíasson hafa unnið mikið með eiginleika ljóss til að breyta skynjun áhorfandans. Verk þeirra miða að því að skoða hvernig áhorfandinn skynjar rýmið í kringum sig og ljósið í rýminu. Vídeómiðillinn byggir á ljósi og notar ljós og skugga til að skapa hreyfimyndir sem stundum mynda söguþráð. Það er áhugavert að verk unnin með ljósi verða oft áhrifameiri eftir því sem þau eru einfaldari. Einnig er spennandi að skoða hvernig hægt er að nýta fleiri eiginleika ljósss í listsköpun; eiginleika eins og ljósbrot og speglun. Mín verk vinna með speglun og brot ljóss og kvikmynda þar sem notaðir eru geisladiskar sem bæði spegla og brjóta ljósið. Í þessari ritgerð mun ég fyrst fjalla um ljós og eiginleika þess og síðan um mitt eigið vinnuferli. Þá kemur kafli um vinnu mína með kvikmyndun og nokkur verk eftir mig. Eftir það verður svo fjallað um nokkur verk eftir listamennina James Turrell og Ólaf Elíasson ásamt því að greina frá því hvernig ég vil að áhorfandinn upplifi verkin. 3

6 Ljós Ljós er tegund af rafsegulbylgjum og er merkilegt fyrirbæri að því leyti að það hagar sér einnig sem eindir. Það á uppruna sinn að rekja til frumeinda og verður til þegar rafeindir fyllast af orku, hoppa á milli orkuhvela og kasta í leiðinni frá sér þeirri umfram orku sem þær búa yfir í litlum skömmtum sem kallaðir eru ljóseindir. Ljós er því flæði ljóseinda. 1 Ljós er ein af ástæðunum fyrir því að við sjáum en við þurfum líka augu. Í rauninni er allt sem við sjáum annaðhvort ljós eða endurvarpað ljós, því allir sýnilegir hlutir varpa frá sér ljósi. Ljósið er einnig það sem ákvarðar liti upplýstra hluta þ.e. hluta sem ekki búa yfir eigin ljósi og fá þá á sig ljós frá öðrum ljósgjafa eins og sólinni. Tegund ljóssins hefur einnig með lit hlutarins að gera og því getur ólík birta haft áhrif á það hvernig við skynjum liti. 2 Sem dæmi má nefna það hvernig appelsínugul birta frá götuljósum gerir það að verkum að augað á erfitt með að skynja liti í og flestir litir breytast í einhvern undarlegan, appelsínugulan grátóna skala. Þessu veldur stutt bylgjulengd ljóssins. 3 Það sem ræður hins vegar lit hluta er hvernig lituðu ljósi þeir varpa frá sér og hvaða lit afað ljós þeir gleypa í sig. Svartir hlutir varpa engu ljósi frá sér og þess vegna eru þeir svartir. Hvítir hlutir varpa öllu ljósi frá sér og þess vegna eru þeir hvítir. Gegnsæir hlutir hleypa ljósi í gegnum sig og þess vegna eru þeir glærir á litinn. 4 Hvítir hlutir virðast hvítir af því þeir varpa frá sér öllu ljósi sem fellur á þá. Hvítt ljós er samsett úr öllum litunum í okkar sýnilega litrófi. Þetta uppgötvaði Newton árið 1672 og árið 1704 gaf hann út bók þar sem hann sagði frá uppgötvun sinni. Hann var mjög upptekinn af ljósi í kringum 1660 og hóf að gera tilraunir með prismur á svipuðum tíma. Það er alþekkt að þegar ljósgeisli fer í gegnum prismu myndast litróf eða regnbogi en fyrr á tímum héldu menn að það væri prisman, en ekki ljósið, sem skapaði litina. 5 Newton gerði tilraunir sínar í tilraunastofunni sinni með því að loka fyrir allt ljós nema það sem kom inn um lítið op á glugga vinnustofunnar. Fyrir framan það setti hann þríhyrnda glerprismu. Þegar ljósið féll á prismuna brotnaði það og við það myndaðist ílangur regnbogi eða litróf. Hann prófaði síðan að bæta við annarri prismu. Á milli þeirra setti hann tréplötu með örlitlu gati þannig að einungis einn af litunum frá fyrri prismunni komst í gegn. Þegar 1 Sævar Helgi Bragason, Ljósið, Stjörnufræðivefurinn, Sótt þann 6. Nóvember 2014 af : 2 Christoph Schiller, Motion Mountain,27.útgáfa, ( München: Christoph Schiller, 2014). Sótt þann 6. nóvember 2014 af: 3 Holger Broeker ritstýrir, Olafur Eliasson : Your Lighthouse : Works with Light , (Ostfildern-Ruit: Hatje Cantz, 2004). 4 Schiller, Motion Mountain. 5 Broeker, Olafur Eliasson : Your Lighthouse : Works with Light

7 ljósið lenti á seinni prismunni hélt það litnum og þar með sannaði Newton að það var ekki prisman sem skapaði litina heldur var ljósið sjálft, sem var samansett úr mörgum litum. 6 7 Prismur eru ekki það eina sem getur skapað slíkt ljósbrot heldur finnast ljósbrot víða í náttúrunni, til dæmis þegar ljós brotnar á regndropum eða dropum frá fossum. Mörg af mínum eigin verkum sem fjallað verður um hér byggja á þessari uppgötvun Newtons um ljósbrot. Vinnuferli Í minni vinnu byrja ég út frá einhverri grófri hugmynd um hvers konar verk ég vil gera og þróa síðan verkið út frá því. Mér finnst það að hafa of fullmótaðar og meðvitaðar hugmyndir um lokaútkomuna oft enda með vonbrigðum. Best er að fylgja óljósum, lítt skilgreindum áhuga; á verkið að vera vídeó, á bleikur að spila stórt hlutverk, á verkið að vera unnið á filmu? Svo hefst vinnuferlið. Til þess að koma skipulagi á hugmyndirnar er þægilegt að skrifa niður þessi orð sem koma upp þegar hugsað er um hvernig verk skuli gera. Þá finnst mér gott að nota hugkort. Lengsti hluti vinnuferlisins fer í að ákveða þessa grófu stefnu svo það er mikil hugmynda- og skissuvinna áður en ég byrja á sjálfu verkinu. Þegar vinnan er hinsvegar byrjuð gengur hún hratt og oft birtast nýjar hugmyndir þegar verkið er hafið. Stundum bætist eitthvað við inn í verkið sem ekki var reiknað með upphaflega eða þá að eitthvað sem þótti mikilvægt í byrjun er tekið út úr verkinu. Þannig þróast það og verður kannski eitthvað allt annað en lagt var upp með í byrjun vinnunnar. Við uppsetningu verkanna finnst mér gott að gera tilraunir og prófa að setja þau upp á mismunandi hátt. Á þessu stigi finnst mér best að fylgja innsæinu og prófa allt sem mér dettur í hug og komast þannig að útkomu sem mér finnst rétt og helst útkomu sem kemur mér á óvart. Það sem skiptir mig mestu máli er að vinnan verði ekki þreytandi og leiðinleg heldur vil ég helst geta haft gaman af að vinna við verkið. Ég tel að það skili sér í betra verki og að áhorfendur njóti verksins betur þegar maður er sáttur við eigin frammistöðu. Vinna með filmur Ljós er eitt af því sem gerir kvikmyndagerð mögulega. Kvikmynd er í raun ekkert annað en ljós og skuggar sem stundum mynda söguþráð. Minn grunnur liggur þar. Lengi vel vann ég 6 Isaac Newton, A letter containing his new theory about light and colors, The Newton project, ( Sussex: University of Sussex, 2014), Sótt þann 6.nóvember af: 7 Sjá mynd 1 í viðauka bls. 19 5

8 með stafrænt vídeó en hef nýlega byrjað að nota flaumrænt vídeó. Stafrænt vídeó er erfitt í notkun, sérstaklega þegar unnið er með það á fígúratífan hátt. Einhvern veginn festist maður í því að hlutirnir eigi að líta rétt út. Þegar notast er við filmu er ekki hægt að sjá strax hver útkoman er vegna þess að fyrst þarf að framkalla filmuna. Þetta getur spornað gegn því að maður festist í því að vilja hafa hlutina rétta. Stundum er þægilegra að hafa ekki fullkomna stjórn á öllu og það er tækifæri sem filman gefur kost á. Flaumrænt vídeó hefur vissulega líka galla í för með sér. Þetta er tækni sem er erfitt að nota sérstaklega vegna skorts bæði á filmum, tækjum og efnum sem þarf til að vinna filmuna. Helsti munurinn er samt að þegar unnið er með filmu er maður að vinna með eitthvað sem hægt er að hafa í höndunum en ekki einhverjar upplýsingar í vél sem síðan eru færðar inn í tölvu. Það er einhver unaður við það að hafa filmuna milli handanna, framkalla hana, lyktin af efnunum, þögnin í myrkraklefanum og myrkrið sjálft sem gerir upplifunina meiri fyrir listamanninn. Áhrif frá avant garde kvikmyndum eru mikilvægur hluti af þróun minnar vinnu. Líkt og ljóslist getur rakið hluta af upphafi sínu til avant garde kvikmyndunar geta þessi verk það líka. Allt þetta byrjaði með filmunni og abstrakt filmumyndböndum. 8 Le Retour à la raison (1923) er kvikmynd eftir Man Ray. Í þessari mynd beitir hann photogram- eða rayogram-tækninni í bland við hefðbundna kvikmyndun til að skapa einhvers konar abstrakt sambland tónlistar og kvikmyndar. 9 Photogram er afritunartækni í ljósmyndun þar sem þrívíðir hlutir, eða flatir hlutir, gagnsæir eða hálfgagnsæir eru lagðir á ljósnæman flöt, í flestum tilfellum ljósmyndapappír, eða filmu og lýstir, með venjulegu ljósi til dæmis vasaljósi. Þetta er venjulega gert í myrkraklefanum eða við svipaðar aðstæður, í nánast algeru myrkri. Framköllunin á sér svo stað. Þeir hlutar pappírsins sem fengu á sig ljós verða svartir, þeir sem fengu ekkert ljós verða hvítir og þeir hlutar sem ekki voru alveg huldir, en heldur ekki alveg berir, verða einhvers staðar á grátónaskalanum. 10 Þessa tækni nýtti ég mér við gerð tveggja verka. A Sweet Film er stuttmynd sem unnin var árið Myndin er unnin á filmu með photogram-tækni. Myndin var byggð á mikilli ást 8 Peter Weibel, Gregor Jansen og Andreas Beitin, Light Art from Artificial Light : Light as a Medium in 20th and 21st Century Art, (Ostfildern: Hatje-Cantz, 2006.) 9 Sjá myndir 2-5 í viðauka bls Emmanuelle De l Ecotais ritstýrir, Man Ray : Photography and Its Double, Deke Dusinberg og Donna Wiemann þýddu, Herbert R Lottman ritstýrði ensku útgáfunni, (Corte Madera, Calif: Gingko Press, 1998.) 6

9 minni á nammi, en ég er mikill nammigrís, auk mikillar forvitni um möguleika filmunnar. Í rauninni hugsaði ég um það eitt, þegar ég var að læra photogram-tæknina, hvernig nammi myndi koma út á filmunni. Þegar photogram-tæknin er notuð er hægt að reikna með ákveðnum hlutum fyrirfram. Það er þekkt staðreynd að ef þú leggur ógegnsæjan hlut á filmuna þá verður hvítt form hlutarins þar, ef miðað er við negatífuna. Ef þú leggur gegnsæjan hlut á filmuna kemur ekkert á hana. Það sem verið var að skoða með A Sweet Film var hvernig hálfgegnsæir hlutir kæmu út á filmunni. Myndin er bæði svarthvít og í lit. Hún er rétt rúmar tvær mínútur og sýnir svarthvít form dansa hratt yfir flötinn. Inn á milli koma síðan litaðir partar og eru þeir örlítið hægari en litirnir mjög sterkir. Ég hafði áður prófað að gera vídeó með þessari tækni en þá notað sykur, en sykur er einmitt hálfgegnsær. Sykur varð því konsept þessarar myndar og líka matur sem gerður er úr sykri. Allt í myndinni er gert úr sykri en efnin sem notuð voru eru hlaupbangsar, bláberjasulta, brjóstsykur, skrautsykur, strásykur og litað síróp sem myndaði hina lituðu hluta myndarinnar. Fruitloop er líka gerð árið Þar var enn verið að fylgja sömu forvitni og í A Sweet Film en nú átti að skoða aðra hálfgegnsæja hluti. Ávextir urðu í þetta skiptið fyrir valinu og er myndin mestmegnis gerð úr límónum og bláberjasultu. Filman sem er notuð er ónæm fyrir rauðu og gulu ljósi og því varð að takmarka val á ávöxtunum við græna og bláa hálfgagnsæja ávexti. Verkið var upphaflega ætlað sem lúppa en það var reyndar aldrei sýnt þannig. Hér kemur fram einn helsti galli þess að vinna með filmu. Það þarf að hafa sýningarvél og sérstakt tæki með henni ef það á að gera lúppu. Hægt er að koma filmunni þannig fyrir að hún geti ferðast, án þess að stoppa í einhvers konar hring og mynda þannig lúppu með öðrum aðferðum en það gekk ekki í þetta skiptið. Það verður einnig að segjast eins og er að sýningarvélin spilar mjög stóran part í uppsetningu verksins og stelur frá því athygli. Hún er stór, hún er gömul, það er ákveðin nostalgía yfir henni og það eru líka mikil læti í henni og þannig stelur hún athygli frá verkinu; það er svo gaman að horfa á hana. Helstu gallar beggja verka haldast í hendur því verkin eru svipuð og sama vinnuaðferð var notuð. Megingallinn er sá að það sem er á filmunni er mjög ólíkt því sem áhorfandinn sér þegar henni er varpað. Áhorfandinn nær bara rétt að skima yfir yfirborðið og nær því ekki að sjá hvað verið er að rannsaka og sýna. Það sem sést er óljóst samspil ljóss og skuggaforma sem dansa hratt yfir sýningarflötinn. Það hefði verið ákjósanlegra að áhorfandinn hefði fengið 11 Sjá myndir 6-9 í viðauka bls. 21 7

10 að sjá úr hverju myndin var gerð og um hvað hún var. Upphaflega var kannski ekki lagt upp með söguþráð heldur var markmiðið frekar að sýna eitthvað hversdagslegt í allt öðru samhengi en venjulega. Það hefði verið betra ef áhorfandinn hefði fengið að sjá almennilega hvað var á filmunni. En það var líka alveg augljóst þegar byrjað var á verkinu að það yrði sennilega ekki þannig. Þrátt fyrir þessa galla fylgdu líka margir kostir og þá helst sá að það var mjög gaman að vinna verkin og þegar það er skemmtilegt þá verður maður aldrei of ósáttur með útkomuna. Málað á filmuna Stan Brakhage hefur verið nefndur einn áhrifamesti kvikmyndagerðarmaður 20. aldar. Mörg verka hans eru unnin þannig að hann handmálar abstrakt form á filmuna og úr verður litadýrð. 12 Það sem er einnig áhugavert við verk Brakhage er að hann notar yfirleitt ekki tónlist eða hljóð vegna þess að hann telur að það trufli takt kvikmyndarinnar eða öllu heldur taki hann yfir. 13 Ég hélt áfram að gera vídeó á filmur. Í þetta skiptið var áætlunin að mála á filmuna líkt og Stan Brakhage gerir. Útkoman átti að vera einhvers konar lifandi, abstrakt expressíónískt málverk. Ferlið var ekki komið mjög langt þegar í ljós kom að þessi hugmynd mundi ekki skila þeirri niðurstöðu sem lagt var upp með. Myndin var leiðinleg og þrátt fyrir að vera abstrakt mynd þá var lítið samhengi eða léleg tenging milli mismunandi hluta myndarinnar. Það þurfti einnig að finna lausnir á því hvernig ætti að sýna hana og upp komu fyrrnefnd vandamál með sýningarvélar og lúppur, auk þess sem hent getur að sýningavélar kveiki í filmum svo ekki var hægt að sýna myndina með slíkri vél á þessari sýningu. Þannig að það þurfti að færa myndina yfir á stafrænt form. Þar með hafði myndin misst það sem hefði líklega verið hennar helsti styrkur sýningarvélin. Þegar hún var til staðar var eitthvað fyrir áhorfandann til að upplifa. Áhorfandinn gat mögulega fundið fyrir þeirri nostalgíu sem sýningarvélin ber með sér. Án hennar var ekkert eftir nema einhverjar litaslettur sem hreyfðust. Það var eiginlega ekkert til að sjá og upplifa. Þess vegna ákvað ég að gera frekar vídeóinnsetningu. Oft er það þannig að besta útkoman er útkoma sem kemur alveg óvart, listamanninum sjálfum að óvörum. Ég hafði einhvers konar hugmynd um að varpa myndinni á geisladiska og var að gera tilraunir með það. Hugmyndin var að hafa þá marga þannig að útkoman yrði sú að 12 Sjá myndir í viðauka bls Stan Brakhage, Peter Becker og Kate Elmore, By Brakhage: An Anthology, Mynddiskur, ( New York: Criterion Collection, 2003.) 8

11 ljósið færi út um allt herbergið en samt yrði hægt að fylgjast með myndinni með því að horfa á geisladiskana sjálfa. En þegar ég var að prófa það byrjuðu geisladiskarnir einn af öðrum að hrynja niður þangað til það var bara einn eftir. Þá prófaði ég að færa skjávarpann nær. Í staðinn fyrir það að ljósið dreifðist út um allt líkt og þegar notaðir voru margir geisladiskar og skjávarpinn hafður langt frá, var speglunin frá þessum eina disk miklu einbeittari og skýrari. Diskurinn varpaði myndinni beint á vegginn á móti í kringlóttu formi sínu. Utan um hann myndaðist hins vegar litróf vegna þess að ljósið brotnar á geisladiskum. Munurinn á því að nota bara einn geisladisk frekar en marga var sá að með því að hafa bara einn geisladisk þurfti skjávarpinn að vera nær. Vegna þess hversu beint ljósið féll á diskinn brotnaði það. Svipað og þegar ljósið brotnaði á prismunni hans Newtons. Ljósið frá skjávarpanum hagar sér einnig eins og sólarljósið sem hann notaði að því leyti að báðir ljósgeislarnir eru hvítir. Þrátt fyrir að ljósið frá skjávarpanum líti út fyrir að vera litað þá er það bara vegna þess að ljósið ferðast í gegnum filmu af fljótandi kristöllum sem hleypa bara ákveðnu magni af ljósi í gegnum sig og þannig sjást litirnir á myndinni. 14 Speglun/Mirror var útkoman og var verkið sýnt í Nýlistasafninu í desember Verkið tekur sjö sekúndur í flutningi, marglituð lúppa þar sem litirnir, aðallega gulur, grænn og bleikur, dansa hratt yfir flötinn. Bakgrunnurinn er hins vegar hvítur og skín hann í gegn vegna þess að filman er aldrei alveg þakin bleki. Þessi hvíti bakgrunnur gerir það að verkum að ljósið getur brotnað á þann hátt sem það gerir í verkinu, með tilheyrandi litrófi því einungis hvítt ljós skapar slíkt litróf. Útkoman varð sækadelískt ljósaspil sem dreifði sér um rýmið og fyllti það af litum og ljósi. 15 Næstu verk voru einnig unnin með þessari aðferð. Tif var sett upp á vorsýningu Listaháskólans í Lundi vorið Tif er unnið á svipaðan hátt og Speglun nema í staðinn fyrir að mála á filmuna var grænt og blátt blek látið renna niður eftir filmunni. Þessi aðferð myndar allt annan og hægari takt en Speglun hafði og í staðinn fyrir að formin dansi yfir vegginn fylgist áhorfandinn með rennsli bleksins niður eftir filmunni. Þessi sama tækni var notuð við gerð Án titils sem var líka unnið árið 2014 á sama tíma og Tif en var hins vegar ekki sýnt fyrr en í ágúst 2014 á einkasýningu í Kaffistofunni þar sem öll þrjú verkin voru sýnd saman. Án titils er gert úr rauðu, bláu og bleiku bleki. Það sem er sérstakt við Án titils er að þar leyfði ég blekinu nokkrum sinnum að flæða yfir allan flötinn 14 Robert Lamb, 3LCD: Breaking the Light Fantastic - How LCD Projectors Work., HowStuffWorks, Sótt 28. nóvember 2014 af 15 Sjá mynd 14 í viðauka bls. 23 9

12 þannig að ljósbrotið er ekki alltaf til staðar þegar fylgst er með verkinu. Það kemur og fer eftir því hvort hvítt ljós nær að varpast á diskinn. 16 Tilraunir með geisladiskinn héldu áfram og var verkið Án titils (2014) sett upp í Listamannakofanum í september. Þetta verk var, ólíkt hinum, unnið á tölvu með Photoshop og klippiforritinu Final cut. Vídeóið er stutt lúppa og sýnir bleikar og fjólubláar línur ferðast lóðrétt um flötinn. Það er hins vegar erfitt fyrir áhorfandann að greina hvað hann er að horfa á vegna þess hversu brotin myndin er. Verkinu er, líkt og fyrri verkum, varpað á geisladisk en nú var spegluninni beint í horn í staðinn fyrir að beina henni á flatan vegg. Kofinn sem er rétt um 1,65 metrar á hæð var klæddur að innan með álpappír. Það olli því að speglunin af geisladiskinum ásamt litrófinu sem kom frá honum speglaðist um allan kofann á álpappírnum. 17 Geisladiskurinn Geisladiskurinn er stór og mikilvægur partur af verkunum en á sama tíma skiptir ekki endilega máli að þessi hlutur sem notaður er til að varpa verkinu sé geisladiskur. Svipuðum áhrifum ætti að vera hægt að ná fram með hverju því sem bæði speglar og brýtur ljós og með hlutum eins og þrívíddarprenturum er mjög líklega hægt að búa til einhvern annan hlut sem getur valdið þessu. Ég hef hins vegar ekki enn fundið þennan hlut sem nær fram sömu áhrifum. Þegar ég vann að Tifi og Án titils prófaði ég að nota spegla en það skilaði ekki tilætluðum árangri. Vissulega speglaðist myndin yfir á hinn vegginn en spegillinn sem ég var að nota var ekki skorinn þannig að ljós brotnaði á honum. Geisladiskurinn er einnig mjög hentugur því ekki þarf að leita langt eftir honum, hann er fallegur í laginu og býr yfir fyrrnefndum eiginleikum, það er að hann bæði brýtur og speglar ljós. Hann virkar í raun mjög svipað og regndropi. Þegar ljós brotnar á regndropum, sem eru kringlóttir, brotnar það á þeirri hlið dropans sem sólin skín á. Þegar ljósið brotnaði á prismunni hélt það samt áfram að fara í átt frá uppsprettu sinni en þegar ljósið brotnar á ytri hlið regndropans fer það inn í dropann og speglast á innri hliðinni. Þess vegna sést regnboginn gagnstætt sólinni. 18 Geisladiskar eru gerðir úr plasti. Yfir plastinu er álfilma og yfir henni er önnur filma til að verja hana. Þegar ljósið skellur á diskinum brotnar það á plastinu og speglast svo á 16 Sjá myndir í viðauka bls Sjá mynd í viðauka bls Broeker, Olafur Eliasson : Your Lighthouse : Works with Light

13 álfilmunni yfir á gagnstæða vegginn. 19 Vissulega er ég meðvituð um það hvaða tilfinningar þetta form í þessari stærð og þessum litum við þessar aðstæður getur vakið. Á sama tíma finnst mér það ekki endilega skipta máli. Það er auðvitað skemmtilegt þegar fólk sem hefur áhuga á dulspeki og þess háttar hlutum getur tengt við verkið í gegnum þær hugmyndir en það er ekki markmiðið. Ástæðan fyrir því að geisladiskurinn verður fyrir valinu er einfaldlega vegna þess að hann virkar fyrir mig. Partition (2014) Eftir að hafa grandskoðað verk manna eins og Monholy-Nagy og Dan Flavin er það sem helst er tekið eftir kannski hversu mikill munur er á tíma í verkum eftir mig á móti verkum þeirra. 20 Öll verkin eftir mig eiga það sameiginlegt að vera hröð, þau eru stutt og snögg. Það er mikill taktur í þeim og það er mjög krefjandi að horfa á þau í langan tíma. Það að horfa lengi á þau minnir ögn á það að horfa niður á sjóinn úr báti, það er einhver taktur í hreyfingum aldanna en þú ert samt alltaf að horfa á það sama. Aldan fer upp og aldan fer niður, aftur og aftur. Svo verður þér óglatt og þú færð höfuðverk. Ljósbrotið og hreyfingarnar í kringum myndböndin ýta enn frekar undir þessa tilfinningu. Þessi hraði taktur og miklu hreyfingar í myndböndunum eru þarna til þess að halda athygli áhorfandans. Þegar maður lærir hefðbundna kvikmyndagerð og stúdíóvinnslu er endalaust lögð áhersla á það að passa að það sé eitthvað að gerast í rammanum og þess vegna er aldrei pása eða kyrrt augnablik í mínum verkum. Verk Flavins og Monholy-Nagy eru hins vegar hæg eða kyrr og það gerist ekki mikið það gerist eiginlega bara alls ekki neitt. Þau eru andstæðan við mín verk. Light Space Modulator (1930) eftir Monholy-Nagy hreyfist en hann hreyfist ekki mjög hratt og verk Flavins eru alveg kyrr. 21 Það er þó líklega best ef hægt væri að finna einhvern milliveg milli takts og kyrrðar. Taktur getur vissulega hjálpað áhorfandanum að halda athygli við verkið en á sama tíma getur of hraður taktur fælt áhorfandann frá eða valdið óþægindum. Kyrrð getur gefið áhorfandanum tækifæri til að njóta án þess að verið sé að mata hann á efni en á sama tíma er líka hætta á að verkið verði leiðinlegt sé of mikil kyrrð yfir því. Það þarf að vera einhver spenna í kyrrðinni til þess að halda athygli áhorfandans svo að hann vilji meira. 19 Marshall Brain, How CDs Work.,2014, HowStuffWorks, Sótt 6. nóvember af 20 Sjá myndir 19 og 20 í viðauka bls. 26 og Weibel, Jansen og Beitin, Light Art from Artificial Light : Light as a Medium in 20th and 21st Century Art. 11

14 Ég reyni yfirleitt að ögra mér þegar ég skapa. Ég hef alltaf hugsað um þessa ögrun sem eitthvað sem á að vera erfitt, tæknilega, að gera eitthvað sem maður er ekki þjálfaður í að gera. Undanfarið hef ég hins vegar byrjað að hugsa meira um þetta og tel ég nú að það að ögra sér sé ekki endilega að læra eitthvað nýtt eða gera eitthvað sem maður heldur að gæti orðið erfitt, heldur frekar að gera eitthvað sem maður er ekki alveg viss um að virki, eitthvað sem maður er ekki alveg viss um að sé skemmtilegt. Þegar ég var í skiptinámi í Malmö tók ég gjörningakúrs. Kúrsinn miðaði að því að kenna hvernig mætti nota líkamann í list og í skissuvinnu. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég var að gera þarna en ég var dansandi á hverjum degi í þrjár vikur. Flestar æfingarnar unnu að því að koma sér út úr þægindarammanum og þar var okkur kennt að eitt hentugasta tækið til að gera það var að gera andstæðuna við það sem maður hafði verið að gera. Sem sagt ef maður var að dansa hratt þá átti maður næst að dansa hægt. Partition (2014) er verk sem var unnið með þetta í huga. 22 Það að gera eitthvað sem var óþægilegt og kannski örlítið erfitt. Partition er ekki ólíkt hinum verkunum í uppsetningu og útliti. Geisladiskurinn er ennþá til staðar og enn er unnið með speglun og brot ljóssins. Þetta verk er hins vegar talsvert hægara og það sýnir ekki vídeó heldur bara liti sem breytast á 30 sekúndna fresti. Í upphafi voru litirnir fimmtán en eftir nánari skoðun á verkinu var þeim fækkað niður í þrjá liti; bleikan, fjólubláan og dökkbláan. Þar sem fyrri verkin vinna með vídeó vinnur þetta verk, líkt og verkin sem fjallað var um hér áður, bara með ljósið. Ljósið laust frá allri hreyfingu. Verkið var sett upp í Kubbnum og fyllti allt rýmið með ljósi. Við fyrstu sýn sást á veggnum risastór hringur en þegar horft er lengi á verkið á formið það til að mást út og í staðinn sést bara einhver lituð móða. Verkið spilaði með augu áhorfandans á annan hátt en fyrri verk höfðu gert og vegna þess að það var engin hreyfing til staðar varð það til þess að áhorfendur voru minna að reyna að fylgjast með hvað var að gerast á veggnum eins og í fyrri verkum og leyfðu sér frekar að láta verkið taka sig eitthvert annað. Það var ekki bara það hvernig verkið reyndi á skynjun áhorfandans sem fékk það til að virka. Þetta verk hefur meiri stjórn yfir rýminu en fyrri verkin. Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir mig hefur fengið að vera eitt í rýminu og það olli því að verkið virkaði talsvert þyngra og efnislegra en fyrri verk mín sem hafa haft ákveðinn léttleika vegna þess hversu mikil hreyfing er í þeim. 22 Sjá myndir í viðauka bls

15 Áhrif verkanna Partiton (2014) hafði í raun þau áhrif sem ég vil að verkin mín hafi á áhorfandann. Ætlunin er að valda einhvers konar upplifun. Þetta er erfitt ætlunarverk vegna þess að upplifun er mjög erfitt að skilgreina. Upplifun er eitthvað sem á sér stað þá og þar þegar áhorfandinn fylgist með verkinu og umhverfinu þar sem verkið er staðsett og tekur sér tíma í að íhuga hverju hann er að fylgjast með og jafnvel setja sjálfan sig í samhengi við verkið. 23 Verkin eiga samt ekki að kalla fram einhverjar minningar eða hugsanir hjá áhorfanda heldur á áhorfandinn bara að finna fyrir verkinu og skynja það. Áhorfandinn á ekki að þurfa að hugsa of mikið heldur þarf hann bara að vera að horfa á verkið á virkan hátt. 24 Verkin eiga að þagga niður í þessari innri einræðu sem er oftast til staðar hjá fólki og í staðinn á hugur áhorfandans að eiga samtal við verkið. James Turrell gerir ljósainnsetningar og það má segja að hann nái fram þeim sömu áhrifum á áhorfandann og ég leitast eftir að ná. Ljósverk hans blekkja oft augað þegar kemur að því að skynja dýpt rýmisins. 25 Vinna hans hefur mikið með arkitektúr að gera en hann segist ekki hafa mikinn áhuga á arkitektúrnum sjálfum, heldur hafi hann áhuga á hvernig megi breyta honum með ljósi og hvernig ljósið bregst við rýminu. 26 Eitt verka hans er Aten Reign sem sett var upp í Guggenheim-safninu árið Safnið er frægt fyrir óvenjulegan arkitektúr og var verkið sett upp í hinum fræga, kringlótta stigagangi safnsins. Þar lét Turrell reisa risastóran sporöskjulaga turn sem náði alveg upp í loft. 28 Efst í þessum gangi er þakgluggi og notaði Turrell meðal annars birtuna frá honum ásamt yfir þúsund LED ljós. 29 Verkið umkringir áhorfandann og vefur hann í litaðri þoku ljóssins og finnur áhorfandinn fyrir þunga þess þegar það kemur niður úr loftinu og verður ljósið nánast efniskennt Alva Noë, Experience and Experiment in Art, Journal of Consciousness Studies, Vol. 7. No. 8-9 (ágústseptember 2000). Bls Noë, Experience and experiment in Art. 25 Julia Brown ritstýrir, Occluded Front, James Turrell,( Larkspur Landing, Cal: Lapis Press ) 26 Brown, Occluded Front, James Turrell. 27 Sjá mynd 23 í viðauka bls Guggenheim Museum. How the Guggenheim Built the Cone Structure for James Turrell s Aten Reign - YouTube. Myndband, 2:17. Sótt 10. október, 2014, af : 29 Guggenheim Museum. The Lighting System in James Turrell s Aten Reign at the Guggenheim - YouTube. Myndband, 1:56. Sótt þann 10. október, 2014, af: FVhUFtoA Miwon Kwon, James Turrell. ARTFORUM INTERNATIONAL 51, no. 9 (maí 2013):

16 Einnig er hægt að skoða turninn utan frá þegar gengið er um stigaganginn og myndast þannig önnur hlið á verkinu. Getur þá áhorfandinn fengið færi á að skilja ögn betur hvað það var sem hann sá þegar hann fylgdist með verkinu og hvernig staðsetning hans skiptir máli þegar kemur að hvernig maður upplifir ljósið. 31 Annar listamaður sem hefur svipaðar hugmyndir um hverju hann vill ná fram með verkum sínum er Ólafur Elíasson. Hans verk eru fjölbreytt en hann vinnur engu að síður mjög oft með ljós. Mörg verka hans gerast í raun inni í höfði áhorfandans. Ólafur leitar eftir því að verk hans eigi í einhvers konar samskiptum við skynjun áhorfandans og þannig verða verkin til. 32 Þó ekki sé hægt að kalla hann ljósalistamann hefur hann gert um 150 verk með ljósi en ástæðan fyrir því að hann hefur svona mikinn áhuga á ljósi er hvernig samband þess er við rýmið sem það er í. Það getur verið ein vörpun á vegg en það getur líka verið það sem lýsir upp herbergið þannig að ljósið er bæði hlutur og fyrirbæri á sama tíma. 33 Ólafur vill að áhorfandinn geti gengið inn í verkið frekar en að horfa bara á það utan frá. Áhorfandinn spilar virkan þátt í verkunum án þess að þurfa að gera neitt nema skynja verkið. 34 Í verki sínu The Weather project (2003) sem sett var upp í Tate-safninu nýtir hann sér appelsínugul lágtíðniljós álík götuljósum. 35 Þar notaði hann yfir hundrað slíka lampa til að lýsa upp ganginn í Tate. Lamparnir voru þannig settir upp að þeir mynduðu hálfhring en speglar í þakinu gerðu það að verkum að hálfhringurinn varð heill og minnti því mikið á okkar hugmyndir um sólina og truflaði um leið skynjun áhorfandans á umhverfi sínu. 36 Litur ljóssins hefur þau áhrif að áhorfandinn sér ekki liti í rýminu heldur sér hann einungis appelsínugulan og svartan lit. Þau áhrif sem áhorfendur þessara tveggja verka hafa lýst eru þau áhrif sem ætlunin er að ná fram með mínum eigin verkum. Það er mikið í verkunum og vinnubrögðum listamannanna sem hægt væri að taka inn í mín eigin verk í framtíðinni. Frá þeim er hægt að læra margt um skynjun fólks og það er líka hægt að draga frá þeim tækniþekkingu. Þessi verk 31 Kwon, James Turrell.. 32 Miriam Schaub. The Logic of Light: Technology and the Humean Turn. Í Thyssen-Bornemisza Art Contemporary: The Collection Book. Eva Ebersberger og Daniela Zyman ritstýrðu. Millay Hyatt þýddi. ( Cologne: Walther König Verlag, 2009.) 33 Broeker, Olafur Eliasson : Your Lighthouse : Works with Light Broeker, Olafur Eliasson : Your Lighthouse : Works with Light Sjá mynd 24 í viðauka bls Olafur Eliasson the Weather Project: About the Installation. Sótt 6. nóvember 2014 af: 14

17 höfðu ekki minni áhrif á vinnu síðasta árs heldur en verk Flavins og Moholy-Nagy. Jafnvel meiri áhrif. 15

18 Niðurlag Verkin hafa öll orðið hluti af einhverri þróun. Þau einfaldast og flækjast og stundum flækjast þau með því að einfaldast. Ljósið er rauður þráður í öllum verkunum en inn í spila þættir eins og litir og hreyfing sem hafa áhrif á skynjun áhorfandans. Það sem byrjaði sem áhugi á því hvernig filman virkar eins og skuggamyndir, vegna þess að kvikmyndin er bara skuggi, hefur þróast út í eitthvað talsvert einfaldara, sem engu að síður er ennþá sami hluturinn. Fókusinn hefur bara breyst. Í stað þess að hugsa um skuggana er hugsunin nú á ljósinu. Í stað þess að snúast um hvað áhorfandinn sér snýst allt um það hvað áhorfandinn upplifir. Út frá þessum skrifum hér hefur komið aukin þekking á bæði því efni og miðlum sem ég nota í eigin listsköpun. Einnig hefur myndast meira traust á efninu og meira sjálfsöryggi. Það er hægt að segja að það sem hefur komið út úr þessari ritgerð sé í raun Partiton en það var unnið eftir að mesti parturinn af ritgerðinni var skrifaður og var ritgerðin nánast eina undirbúningsvinnan sem ég náði að gera fyrir verkið. Partition var rökrétt framhald af minni vinnu eftir þessi skrif. Framhald af því væri svo eitthvað sem er svipað en öðruvísi eða kannski eitthvað sem er andstæðan við allt sem hefur verið skrifað um hér. 16

19 Heilmildaskrá Broeker, Holger ritstýrir. Olafur Eliasson : Your Lighthouse : Works with Light Ostfildern-Ruit: Hatje Cantz Brown, Julia ritstýrir. Occluded Front, James Turrell. Larkspur Landing, California: Lapis Press De l Ecotais, Emmanuelle ritstýrir. Man Ray : Photography and Its Double. Deke Dusinberg og Donna Wiemann þýddu. Herbert R Lottman ritstýrði ensku útgáfunni. Corte Madera, Calif: Gingko Press Schaub, Miriam. The Logic of Light: Technology and the Humean Turn. Í Thyssen- Bornemisza Art Contemporary: The Collection Book. Eva Ebersberger og Daniela Zyman ritstýrðu. Millay Hyatt þýddi. Cologne: Walther König Verlag Schiller, Christoph. Motion Mountain. 27. útgáfa. München: Christoph Schiller Sótt þann 6. nóvember 2014 af: volume3.pdf Weibel, Peter, Gregor Jansen og Andreas Beitin ritstýrðu. Light Art from Artificial Light : Light as a Medium in 20th and 21st Century Art. Ostfildern: Hatje-Cantz Tímarit Kwon, Miwon. James Turrell. Artforum international. 51. no. 9 (maí 2013): Noë, Alva. Experience and Experiment in Art. Journal of Consciousness Studies. Vefsíður Vol. 7. No. 8-9 (ágúst september 2000) bls: Brain, Marshall. How CDs Work HowStuffWorks. Sótt 6. nóvember af: 17

20 Lamb, Robert. 3LCD: Breaking the Light Fantastic - How LCD Projectors Work. HowStuffWorks. Sótt 28. nóvember 2014 af: Newton, Isaac. A letter containing his new theory about light and colors. The Newton project. Sussex: University of Sussex Sótt þann 6. nóvember af Sævar Helgi Bragason. Ljósið. Stjörnufræðivefurinn. Sótt þann 6. Nóvember 2014af Myndbönd Brakhage, Stan, Peter Becker og Kate Elmore. By Brakhage : An Anthology. Mynddiskur. New York: Criterion Collection Guggenheim Museum. The Lighting System in James Turrell s Aten Reign at the Guggenheim - YouTube. Myndband. 1:56. Sótt þann 10. október af: Guggenheim Museum. How the Guggenheim Built the Cone Structure for James Turrell s Aten Reign - YouTube. Myndband. 2:17. Sótt 10. október af : Posner, Bruce Charles, David Shepard, Robert A. Haller og Winfried Günther. Unseen Cinema : Early American Avant-Garde Film, Mynddiskur. Chatsworth, California :Anthology Film Archives

21 Myndir Mynd 1: Refraction;Prism. Mynd í eigu Cups/Superstock. Sótt þann 3. desember 2014 af 19

22 Mynd 2-5 : Ray, Man. Le Retour á la raison Stillur fengnar af : Posner, Bruce Charles, David Shepard, Robert A. Haller og Winfried Günther. Unseen Cinema : Early American Avant-Garde Film, Mynddiskur. Chatsworth, California : Anthology Film Archives

23 Mynd 6-9: Andrea Arnarsdóttir. Fruitloop. Stillur úr vídeói

24 Mynd 10-13: Brakhage, Stan. The Dante Quartet Stillur fengnar af: Brakhage, Stan, Peter Becker og Kate Elmore. By Brakhage : An Anthology. Mynddiskur. New York: Criterion Collection,

25 Mynd 14: Andrea Arnarsdóttir. Speglun/Mirror. Ljósmynd í eigu Nýlistasafnsins Sótt þann 6. nóvember 2014 af : / /?type=3&theater 23

26 Mynd 15-16: Andrea Arnarsdóttir. Án titils

27 Mynd 17-18: Andrea Arnarsdóttir. Án titils

28 Mynd 19: Flavin, Dan. greens crossing greens (to Piet Mondrian who lacked green). Ljósmynd eftir David Heald Sótt þann 3. desember 2014 af 26

29 Mynd 20: Moholy-Nagy, Lászlo. Lászlo Moholy-Nagy Light-Space Modulator. Sótt þann 31. desember 2014 af: moholy-nagy/ 27

30 Mynd 21-22: Andrea Arnarsdóttir. Partition

31 Mynd 23:Turrell, James. Aten Reign. Ljósmynd eftir Florian Holzherr Sótt þann 3. desember 2014 af 29

32 Mynd 24: Ólafur Elíasson. The Weather Project. Ljósmynd í eigu stúdíós Ólafs Elíassonar Sótt þann 3. desember 2014 af modern/exhibition/unilever-series-olafur-eliasson-weather-project 30

33 31

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Listaháskóli Íslands Hönnun og arkitektrúr Grafísk hönnun Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Leiðbeinandi: Hlynur Helgason Vorönn 2012 Úrdráttur Internetið hefur auðveldað

More information

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist. Með mínum augum

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist. Með mínum augum Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist Með mínum augum Jóhanna Þorleifsdóttir Leiðbeinandi: Þóra Þórisdóttir Vorönn 2012 Í þessari ritgerð velti ég fyrir mér mikilvægi og tilgangi listsköpunar. Skoðanir

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Tónlist og einstaklingar

Tónlist og einstaklingar Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar Kristinn Arnar Benjamínsson Lokaverkefni til BA-prófs Uppeldis- og menntunarfræðideild Tónlist og einstaklingar Áhrif tónlistariðkunar og áheyrnar

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Súrrealismi, melódrama og draumar

Súrrealismi, melódrama og draumar Háskóli Íslands Hugvísindasvið Kvikmyndafræði Súrrealismi, melódrama og draumar Kvikmyndir Luis Buñuel í ljósi höfundarkenningarinnar Ritgerð til B.A.-prófs Unnar Friðrik Sigurðsson Kt.: 271182-4309 Leiðbeinandi:

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Samtal er sorgar læknir

Samtal er sorgar læknir Samtal er sorgar læknir Leiðirnar til betra lífs Áslaug Tóka Gunnlaugsdóttir 221274-6019 Lokaverkefni til MA- prófs í Hagnýtri Menningarmiðlun Leiðbeinendur; Ármann H. Gunnarsson og Sumarliði Ísleifsson

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki?

Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans. Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Listaháskóli Íslands Leiklistar og dansdeild Samtímadans Getur dans og hreyfimeðferð haft jákvæð og gagnleg áhrif á einstaklinga með geðhvarfasýki? Arndís Benediktsdóttir Leiðbeinandi: Ásgerður G. Gunnarsdóttir

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001

BÍÓMENNING Sýnisbók. Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 BÍÓMENNING Sýnisbók Umsjón Sigurjón Baldur Hafsteinsson höfundar 2001 Haustið 2001 kenndi ég námskeið við Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Sjónræn mannfræði. Eitt af þeim verkefnum sem nemendur áttu

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða...

Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Eftirfarandi er reynsla þriggja einstaklinga sem eiga við þráhyggju-árátturöskun að stríða... Ég óttast að smitast af einhverju af öðrum, ég óttast það að sýklarnir og bakteríurnar, sem aðrir bera með

More information

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum

Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Hugvísindasvið Henry Miller: Listamaðurinn gegn heiminum Greining á virkni listamannsins í verkum Henry Millers Ritgerð til M.A.-prófs Atli Sigurjónsson Maí 2011 2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak

Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember frítt. eintak Monitorblaðið 42. tbl 4. árg. fimmtudagur 14. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað PIPAR\TBW fyrst&fremst fimmtudagur

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 45. tbl 4. árg. fimmtudagur 5. desember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Jólahádegistónleikar Fabrikkunnar

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Brian Eno Tónlist og umhverfi

Brian Eno Tónlist og umhverfi Brian Eno Tónlist og umhverfi Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Kvikmyndatónsmíðar Brian Eno Tónlist og umhverfi Finnur Sigurjón Sveinbjarnarson Leiðbeinandi: Arnar Bjarnason

More information

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi

Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Hönnunar- og arkitektúrdeild Vöruhönnun Samspil hönnunar og handverks í nútíma samfélagi Þar sem hugvit og sköpun mætast Ritgerð til BA-prófs í Vöruhönnun Esra Þór Sólrúnarson Haustönn 2014 1 Hönnunar-

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Inngangur...3. Tvenns konar ólík hugmyndafræði: raunsæi og myndblöndun. Raunsæi...4. Ítalska nýraunsæið og André Bazin...6. Myndblöndun...

Inngangur...3. Tvenns konar ólík hugmyndafræði: raunsæi og myndblöndun. Raunsæi...4. Ítalska nýraunsæið og André Bazin...6. Myndblöndun... Ágrip Í þessari rannsóknarritgerð hef ég sett mér það markmið að svara þeirri spurningu hvort að raunsæi sé mögulegt innan kvikmynda. Ég byrja á því að gera stuttlega grein fyrir því hvað er átt við með

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Háskóli Íslands Iðnaðarverkfræði,- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild MPM(402F) Lokaverkefni MPM nám í verkefnastjórnun Vormisseri 2010 Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Nemandi:

More information

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað

frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Monitorblaðið 41. tbl 4. árg. fimmtudagur 7. nóvember 2013 Morgunblaðið mbl.is frítt eintak tónlist, kvikmyndir, sjónvarp, leikhús, listir, íþróttir, matur OG allt annað Bjarni Skúlason Margfaldur Íslandsmeistari,

More information

Raunverulegur óraunveruleiki

Raunverulegur óraunveruleiki Hugvísindasvið Ritgerð til Ba-prófs í Japönsku máli og menningu Raunverulegur óraunveruleiki Hinn sérstæði stíll Hayao Miyazaki og teiknimyndaheimur hans Hrólfur Smári Pétursson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli

Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Ef Eðli sjálfsefasemda í listrænu og skapandi vinnuferli Ritgerð til MA gráðu í menningarstjórnun Nafn nemanda: Þóra Tómasdóttir Leiðbeinandi: Njörður Sigurjónsson [Manager] (sumarönn

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 30. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Njóttu þess að vera í námi Náman

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr. Sunna Dóra Sigurjónsdóttir

Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr. Sunna Dóra Sigurjónsdóttir Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr Sunna Dóra Sigurjónsdóttir Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Arkitektúr Samspil mannslíkama og rýmis í arkitektúr Sunna Dóra Sigurjónsdóttir Leiðbeinandi:

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Kona með vindinn í andlitið

Kona með vindinn í andlitið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út frá habitus og hlutverki Linda Friðjónsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í mannfræði Félagsvísindasvið Kona með vindinn í andlitið Skynjun á umhverfi út

More information

Leikir sem kennsluaðferð

Leikir sem kennsluaðferð Háskóli Íslands- Menntavísindasvið Vorönn 2009 Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Leikir sem kennsluaðferð -Námsmappa- Særós Rannveig Björnsdóttir Kt:180582-4019 Tinna Ósk Þorvaldsdóttir

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði.

Hugvísindasvið. Annað líf. Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði. Hugvísindasvið Annað líf Er réttlætanlegt að ætla samþykki fyrir líffæragjöf? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri siðfræði Héðinn Árnason September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt siðfræði Annað

More information

Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar. Arnmundur Ernst Björnsson

Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar. Arnmundur Ernst Björnsson Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar Arnmundur Ernst Björnsson Listaháskóli Íslands Leiklistar- & dansdeild Leiklistarbraut Erindi Fröken Júlíu við íslenskan samtíma okkar Nemandi: Arnmundur

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 34. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Það munar miklu aðveraínámunni Náman

More information

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að.

Halldóra Alexandersdóttir. Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna að. Lauf félag flogaveikra I 1. tölublað I 27. árgangur I 2017 Halldóra Alexandersdóttir Viðtal við Halldóru varðandi lífið og tilveruna og hvernig hefur tekist til með verkefnin sem hún hefur verið að vinna

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 5. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Í mararskauti mjúku

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K.

Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika. Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Á vaktinni með sveigjanlegum stöðugleika Hildur Fjóla Antonsdóttir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Herdís Sveinsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Skýrsla Rannsóknastofu í vinnuvernd unnin fyrir starfshóp um

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Ætli hinir íslensku

More information

Um notkun Facial Recognition og þá möguleika sem felast í tækninni

Um notkun Facial Recognition og þá möguleika sem felast í tækninni Um notkun Facial Recognition og þá möguleika sem felast í tækninni Einar Jón Kjartansson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Um Facial Recognition og þá möguleika

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Flippuð prjónakennsla

Flippuð prjónakennsla Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins Rakel Tanja Bjarnadóttir Lokaverkefni til B.Ed.prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Flippuð prjónakennsla Lært að prjóna með aðstoð Internetsins

More information

SIRKUS HERRA SILLA EINA UPPGÖTVUNIN Á AIRWAVES ÞARFT AÐ VITA UM GRÆJUR. 4. NÓVEMBER 2005 l 20. VIKA RVK KR. 300 ISSN

SIRKUS HERRA SILLA EINA UPPGÖTVUNIN Á AIRWAVES ÞARFT AÐ VITA UM GRÆJUR. 4. NÓVEMBER 2005 l 20. VIKA RVK KR. 300 ISSN SIRKUS RVK 4. NÓVEMBER 2005 l 20. VIKA + ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM GRÆJUR HERRA SILLA EINA UPPGÖTVUNIN Á AIRWAVES ISSN 1670-6005 20 9 771670 600005 KR. 300 KRUMMI ER MÆTTUR Í ELVIS TÝPURNAR Í REYKJAVÍK

More information

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn...

Efnisyfirlit. Inngangur Saga Harry Potters Harry Potter og heimavistarskólasögur Þemu í Harry Potter bókunum Dauðinn... Efnisyfirlit. Inngangur.... 1 Saga Harry Potters.... 2 Harry Potter og heimavistarskólasögur... 5 Þemu í Harry Potter bókunum.... 8 Dauðinn... 9 Ástin: Munurinn á Harry og Voldemort.... 12 Harry Potter

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Ofbeldissamband yfirgefið

Ofbeldissamband yfirgefið Ritrýndar greinar Ofbeldissamband yfirgefið Ingólfur V. Gíslason, fil. dr. í félagsfræði, dósent við Háskóla Íslands. Valgerður S. Kristjánsdóttir, MA í félagsfræði, hjá Leikskólanum Grænuborg. Ingólfur

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012

More information

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár

Heimildir og tilvísanir. Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Heimildir og tilvísanir Rétt notkun tilvísana og uppsetning heimildaskrár Notkun heimilda Það þarf alltaf að vísa í heimildir þegar fjallað er um efni sem þið hafið lesið um annars staðar og notið hugmyndir

More information

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja

adhd Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn mikið fyrir jafn litla peninga fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja adhd 1. tbl. 21. árg. 2008 fréttabréf ADHD samtakanna Sjónarhóll á Akureyri Lausn án lyfja Miðstöð heilsuverndar barna Að hafa stjórn á fjármálum Málþing Sjónarhóls Enginn hópur sem hægt er að hjálpa jafn

More information

Fullkomlega ófullkomið

Fullkomlega ófullkomið Fullkomlega ófullkomið Um fagurfræði ófullkomleikans Jónbjörn Finnbogason Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Fullkomlega ófullkomið Um fagurfræði ófullkomleikans

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information