Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Size: px
Start display at page:

Download "Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?"

Transcription

1 Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

2 Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli RGB eða CMYK tölugilda sem ákveðið tæki getur getur numið eða myndað og hins raunverulega skynjaða litar sem þessi tölugildi eiga að tákna.(jón A. Sandholt, e.d.) Prófílar eru hornsteinar litstýringa. Hugmyndin að þeim er í raun einföld, en sjálfir geta þeir verið nokkuð flóknir í uppbyggingu. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þeir eru uppbyggðir. Þú einfaldlega sækir þá tilbúna á veraldarvefnum og kemur þeim fyrir í tiltekinni möppu í tölvunni. Skoðum það seinna

3 ICC prófílar eru hornsteinar ICC litstýringar en prófílar eru tölvuskrár sem lýsa eiginleikum tiltekinna tækja og samhenginu milli RGB eða CMYK tölugilda sem ákveðið tæki getur numið eða myndað og hins skynjaða litar sem tölugildin eiga að tákna. Með því að hengja (Embedd) prófíla við tölvuskrár flytjast þær upplýsingarnar sem prófíllinn hefur að geyma um uppruna skráarinnar með myndskránni á milli tækja og forrita í vinnslukeðjunni og auðveldar þeim þar með að endurgera litina í skránni á þann hátt sem upphaflega var lagt upp með. Það að hengja prófíl við mynd gerir það eitt að festa ákveðna þýðingu við RGB eða CMYK tölurnar í skránni, tölurnar sjálfar breytast ekki neitt. Ef skrá er vistuð og t.d ákveðinn skanna prófíll hengdur við hana er í raun aðeins verið að flytja þær upplýsingar með skránni að hún sé upprunin frá þessum tiltekna skanna og RGB tölurnar í henni þýði þá tilteknu liti sem þessi ákveðni skanni getur greint en ekki einhverja aðra liti. Það er góð regla að hengja alltaf prófíla við RGB skrár sem maður gerir en ekki ætti að hengja CMYK prófíla við CMYK skrár.

4 RGB í CMYK Stafrænar myndavélar, skannar og önnur slík tæki nema og skrásetja litupplýsingar sem RGB tölur. Til þess að geta prentað myndir í prentsmiðjum þarf hinsvegar að nota CMYK liti. Það þarf því að breyta öllum myndum sem við skönnum eða tökum á stafrænar myndavélar úr RGB í CMYK. Það er mikilvægt að þessi umbreyting fari fram á réttan hátt ef ætlunin er að ná eins góðri útkomu úr prentun og kostur er. Það ætti hinsvegar að hafa það í huga að það er tæknilega ómögulegt að prenta alla þá liti sem hægt er að fanga með t.d stafrænum myndavélum. Það er einfaldlega eðlisfræðileg staðreynd að við getum prentað miklu færri liti en tæki eins og stafrænar myndavélar geta greint. Það er því viðbúið að myndir sem við tökum breytist töluvert þegar þær eru prentaðar. Til þess að þessi breyting verði eins lítil og mögulegt er þarf að nota litstýringu og rétta litaprófíla.

5 Hvað er ICC litstýring? Litur er mannleg skynjun sem verður til í flóknu samspili skynfæra okkar og þess ljóss sem endurkastast af hlutum og fyrirbrigðum í umhverfi okkar. Þegar við reynum að endurgera litina í umhverfinu, hvort sem er í prentun eða ljósmyndun, lendum við í tvennskonar vandræðum. Í fyrsta lagi geta ljósmyndir, hvort sem þær eru á filmu, pappír eða stafrænar aðeins sýnt lítinn hluta þeirra lita sem maðurinn skynjar. Tölvuskjáir geta sýnt enn færri liti og prentun fækkar svo litunum enn frekar.

6 Í öðru lagi túlkar og meðhöndlar hvert tæki sem notað er í litvinnslu litupplýsingar á sinn sérstaka máta og þegar litupplýsingar flytjast milli tækja brenglast þær og breytast. Þetta þýðir að séu sömu RGB eða CMYK tölur sendar til nokkurra tækja munu þau ekki mynda sömu litina. Til þess að fá tækin til að mynda sömu litina þarf að senda mismunandi RGB eða CMYK tölur til þeirra. Þetta veldur því að það er ómögulegt er að segja til um hvaða lit einhverjar tilteknar RGB eða CMYK tölur eiga að framkalla. ICC litstýring reynir að leysa þessi vandamál með því að ákvarða nákvæmlega hvaða liti ákveðnar RGB eða CMYK tölur eiga að merkja og endurgera liti á hinum ýmsu mismunandi tækjum af nákvæmni með því að breyta tölunum sem sendar eru til viðkomandi tækja.

7 Til hvers eru ICC litaprófílar? Prófílar eru forsenda þess að hægt sé að senda litagögn á milli tækja. Einn og sér gerir hann ekkert annað en að vera til upplýsingar. Það er ekki fyrr en litum er breytt frá einu tæki til annars að prófílar verða virkir. Til þess að einhver breyting eigi sér stað í myndskrá þarf í.þ.m. tvo prófíla, þar er átt við upphafsprófíl sem fylgir myndinni (source profile) og viðtökuprófíl (destination profile). Upphafsprófillinn segir litstýringavélinni hverjir eru raunverulegir litir skráarinnar en viðtökuprófíllinn segir litstýringarvélinni hvaða RGB eða CMYK tölur viðkomandi tæki þarf til að búa til þessa liti. Upphafs- og viðtökuprófílar eru ekki ákveðnar gerðir prófíla aðeins tímabundin hlutverk prófíla sem nánast allar gerðir prófíla geta tekið að sér. Flestir prófílar virka í báðar áttir geta bæði verið upphafs- eða viðtökuprófílar.

8 Kostur við litstýringu og prófíla er að þegar tölvuskrár sem innihalda litaupplýsingar eru vistaðar er hægt að hengja prófíl við þær (embed) þannig flytjast upplýsingarnar sem prófíllinn hefur að geyma milli tækja og forrita. Að hengja prófíl við mynd gerir það eitt að festa ákveðna þýðingu við RGB eða CMYK tölurnar í skránni, tölurnar sjálfar breytast ekki neitt. Það er góð regla að hengja alltaf prófíl við skrár sem maður gerir. Prófíll sem hangir við skrá breytir ekki litunum í henni en gefur upplýsingar um hvaðan hún er upprunnin. Án viðhengds prófíls eru litaskrár aðeins haugur af tölum sem segja ekkert um það hvaða liti verið er að reyna endurgera.

9 Segja má að ICC litaprófílar séu ein þessara afurða sem létta fólki lífið. Þeir spara tíma og peninga fólks sem vinnur við vinnslu mynda til prentunar og ekki síst prentsmiðjanna sjálfra, þá í sparnaði á prentlit (farva) og öllum þeim tíma sem farið hefur í prufuprentun og yfirlegu til að ná fram réttum blæbrigðum og tónum í myndum. Og þeir kosta ekkert.

10 10 Að nálgast prófíla Hægt er að nálgast prófíla hjá velflestum stærri prentsmiðjum og einnig á netinu. Misjafnt er hvaða prófílar eru notaðir við ólík prentverk, flestar prentsmiðjur nota ISO staðlaða prófíla svo eru einnig prentsmiðjur sem búa til sinn eigin prófíla eins og Morgunblaðið. Sem dæmi um prófíla og eiginleika þeirra þá er ISOcoated_v2_300_eci.icc sá prófíll sem margar prentsmiðjur á Íslandi nota til sinna verka, þá erum við að tala um velflesta prentgripi sem innihalda myndir fyrir utan dagblöð. ISOcoated_v2_eci.icc mjög góður fyrir hágæðaprentun. Landsprent_45gr_ icc þessi prófíll er notaður á Morgunblaðinu til prentunar á 45 gr. pappír og Landsprent_60 gr_ icc nota þeir til prentunar á 60 gr. papppír. Á Fréttablaðinu nota þeir ISOnewspaper26v4.icc.

11 11 Hvert eiga prófílarnir að fara? Það sem fyrst þarf að gera er að ná í prófíl, og setja hann á viðkomandi stað í tölvunni. Í Macintosh eru prófílar vistaðir í ColorSync möppu í System í eldri stýrikerfum, en á Mac OS X eru þeir vistaðir í /Library/ColorSync/Profiles. Í Windows er það nokkuð flókið, þ.e. í Windows NT í WINNT\SYSTEM 32\COLOR en t.d. Windows og fleiri WINNT\SYSTEM 32\SPOOL\ DRIVERS\COLOR. Í Photoshop 6 og 7 fyrir stýrikerfi 9 á Macintosh- og í Windows-stýrikerfum er litstillingarvalblaðið (Color Settings) að finna undir Edit, en í nýrri útgáfum af Photoshop fyrir Macintosh er það að finna undir Photoshop og Edit.

12 Það fyrsta sem rétt er að gera er að haka við Advanced Mode (More Options í nýrri útgáfum af Photoshop), sem opnar okkur fleiri möguleika til að stilla forritið. Þá er rétt að velja RGB-litasviðið sem hentar vel fyrir þann miðil sem unnið er fyrir, það besta sem völ er á Adobe RGB (1998), en það fylgir Photoshop-forritinu. Þá er að velja CMYK-prófílinn, þar er hægt að velja þann prófíl sem hentar hverju sinni. Undir Gray og Spot verður að velja þá punktastækkun sem við á. 12

13 13 Litastillingar í Photoshop Litastillinga valblaðið (ColorSettings) í Photoshop segir til um það hvernig forritið meðhöndlar litmyndir. Það er því mikilvægt að stilla valblaðið þannig að henti þeirri vinnslu sem fram fer hverju sinni. Samsvarandi stillivalblöð er að finna í öllum forritum CS pakkanna frá Adobe en þótt þau séu ekki eins útlits í öllum forritunum er tiltölulega auðvellt að átta sig á tilgangi einstakra stillinga í hverju forriti fyrir sig ef maður hefur sett upp litastillingar í einhverju þeirra. Það er því ráðlegt að fara hér í gegnum þessar stillingar í Photoshop, enda mest notað til myndvinnsu af þessum forritum. Það ætti alltaf að hafa hugfast að Photoshop notar alltaf litstýringu og það er ekki hægt að slökkva á henni. Ef notandinn vill ekkert af litstýringu vita og ætlar að slökkva á henni í forritinu gerist það eitt að forritið ályktar að sú stilling sem valin er á litastillinga valblaðinu sé sú sem notandinn vill nota. Þeir prófílar og þau vinnslulitrúm sem þar eru tilgreind eru því notuð sjálfvirkt við umbreytingu mynda án þess að notandinn fái nokkru um það ráðið. Oft er valblaðið stillt fyrir vinnslu fyrir netið (Web Graphics) þegar Photoshop er sett upp í fyrsta sinn. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að alls ekki má nota þessar stillingar fyrir prentvinnslu.

14 14 Það þarf því að fara yfir stillingarnar og gæta þess vel að þær séu í samræmi við þá vinnslu sem ætlunin er að framkvæma. Litastillinga valblaðið er að finna undir Edit í Photoshop CS(X).Til að einfalda málið er best að nota lyklaborðsskipunina Command+Shift+K (Mac) eða Control+Shift+K (PC).

15 15 Litastillinga valblaðið (ColorSettings) Working Spaces 1 Efsta svæðið á litastillinga valblaðinu í Photoshop er kallað Working Spaces. Á þessum hluta valblaðsins eru tilgreind þau vinnslulitrúm sem ætlunin er að nota við myndvinnslu í Photoshop. Það er eins og áður er sagt mikilvægt að velja vinnslulitrúm sem henta þeirri vinnslu sem fram fer í forritinu. Það eru engin fullkomin vinnslulitrúm sem henta alltaf en það eru litrúm sem henta betur til sumra verka en önnur. Mælt er með notkun á Adobe RGB frekar en srgb prófílsins. Það er einfaldlega vegna þess hversu miklu breiðara litasvið Adobe RGB prófíllinn hefur miðað við hinn. Samanburðinn má sjá á myndinni fyrir ofan. RGB Efst á Working Spaces svæðinu er að finna valglugga sem heitir RGB. Ef smellt er með músinni á þennan glugga birtist felli valblað (Drop Menu) með nokkrum RGB vinnslulitrúms prófílum. Það skiptir miklu að velja þarna vinnslulitrúm sem hæfir þeim miðli sem verið er að vinna fyrir. Það er almennt samdóma álit þeirra sem að hönnun þessa nýja vinnsluferlis hafa komið að Adobe RGB (1998) sé besta RGB vinnslulitrúmið fyrir prentun og því er mælt með því hér að notendur velji það sem vinnslulitrúm á litastillinga valblaðinu. Adobe RGB (1998) er nokkuð stórt með D65 hvítpunkt og Gamma 2.2 og hentar því vel sem vinnslulitrúm fyrir prentun þar sem flestir prentanlegir litir rúmast innan þess.

16 16 Á þessari mynd má sjá mismunin á litasviði CMYK (blár þríhyrningur) srgb (gulur þríhyrningur) og víðu RGB litasviði t.d. Adobe RGB (appelsínugulur þríhyrningur. CMYK Næsti valgluggi heitir CMYK þarna þarf að velja þann prentprófíl sem best lýsir þeirri prentun sem verið er að vinna fyrir. Ef ætlunin er að vinna fyrir Morgunblaðið er að sjálfsögðu valinn prófíll sem þeir hafa gert og hægt er að nálgast á heimasíðu Landsprents en ef ætlunin er að vinna fyrir venjulega offset prentun er best að nota ISO Coated v2 300% (ECI). Það ber að hafa í huga að þegar Photoshop er sett upp í fyrsta skipti, fylgja því ýmsir CMYK prófílar, en þeir eru fæstir brúklegir. Það kann að vera freistandi fyrir suma að nýta sér þessa prófíla en það gefur betri raun að sækja ECI prófílana á Netið. Þær prentsmiðjur sem hafa gert sína eigin prentprófíla ættu að endurspegla nákvæmar þá prentun sem fer fram í viðkomandi prentsmiðju heldur en áðurnefndir ISO prófílar. Ef það er öruggt að viðkomandi verk verður prentað í einhverri ákveðinni prentsmiðju og sú prentsmiðja hefur sent frá sér prentprófíl ætti auðvitað að nota hann. ISO prófílarnir ættu samt í flestum tilfellum að skila ásættanlegri útkomu og eiga að vera nokkðu öruggt val. Það er rétt að geta þess hér að val á réttum CMYK prófíl skiptir ekki höfuð máli ef myndum er ekki breytt í CMYK í Adobe forritunum en það er einmitt einn tilgangurinn með því að koma á þessu nýja vinnsluferli að almennir notendur þurfi ekki að breyta RGB myndum í CMYK. Ef menn vilja hins vegar sjá á skjánum sínum nokkurn vegin hvernig RGB myndirnar þeirra koma til með að prentast þarf að sjálfsögðu að velja réttan prófíl sem CMYK vinnslulitrúm.

17 17 Gray og Spot Næstu tveir valgluggar heita Gray og Spot. Þessir valgluggar segja til um hvernig Photoshop meðhöndlar gráskalamyndir (Sv/Hv myndir) og sérliti. Gráskalamyndir eru meðhöndlaðar á svipaðan hátt í Photoshop og litmyndir. Það er hægt að hlaða inn prófílum fyrir gráskalamyndir en þeir innihalda þó aðeins upplýsingar um tóngildi en hvorki hvítpunkt né svertu. Hægt er að velja nokkrar mismunandi tölur fyrir punktastækkun í Gray glugganum eða Gamma 1.8 eða 2.2. Það er hægt að stilla þessa valglugga á ýmsa lund en hér er mælt með því að halda þessu einföldu og velja Gamma 2.2 í Gray glugganum og 15% punktastækkunar prósentu í Spot valglugganum. Color management policies 2 Næsti hluti litstillinga valblaðsins heitir Color management policies og þar velur notandinn það hvernig Photoshop bregst við myndskrám sem opnaðar eru eða hvernig forritð meðhöndlar skrár sem það býr til. Þetta svæði hefur þrjá valglugga: RGB, CMYK og Gray. Það er hægt að skrifa langt mál um það hvernig best sé að stilla þessa valglugga en hér er mælt með því að velja Preserve embedded profiles fyrir bæði RGB og CMYK valgluggana en hafa einfaldlega Off valið fyrir Gray.

18 18 Preserve embedded profiles þýðir einfaldlega að Photoshop virðir þá prófíla sem vistaðir eru með þeim skrám sem það opnar. Ef myndskrá er opnuð sem hefur t.d srgb prófílinn viðhengdan (Embedded) en Adobe RGB (1998) er vinnslulirúms prófílinn á litastillingavalblaðinu, mun Photoshop ekki umbreyta skránni heldur halda henni í því litrúmi sem hún er þ.e. í þessu tilfelli srgb. Neðan við RGB, CMYK og Gray valgluggana á Color management policies hluta litastillinga valblaðsins eru þrír ferningar. Ekki er mælt með því hér að hakað sé í þessa ferninga. Ef hakað er í þá mun Photoshop sýna aðvörunarskilti í hver sinn sem skrá er opnuð sem hefur einhvern annan prófíl viðhangandi en þá sem eru skilgreindir sem vinnslulitrúms prófílar á litastillinga valblaðinu. Óþarfi er að þurfa í sífellu að bregðast við einhverjum skiltum sem poppa upp á tölvunni þegar unnið er á hana. Svo lengi sem allt er rétt sett upp er ekki þörf á að láta Photoshop birta þessi skilti.

19 19 Gátlisti Þegar myndir eru unnar fyrir prentun! Tryggja að skjárinn sem unnið er á sé kvarðaður. Tryggja að þeir prófílar sem á að nota séu til staðar á tölvunni. Setja Color settings í Photoshop upp á réttan hátt. Best er að vinna myndir í RGB. Huga sérstaklega að grájafnvægi í myndum. Muna að CMYK er ekki bara CMYK. Það skiptir máli að nota rétta prófíla þegar RGB myndum er breytt í CMYK. Hengja alltaf RGB prófíla við (embedd) allar RGB skrár. ALLS EKKI hengja CMYK prófíla við CMYK skrár.

20 20 Heimildir Jón A. Sandholt. (e.d.) Litstýring, Iðan fræðslusetur. Prentmet. (e.d.). Tækniupplýsingar. Sótt 20. mars af Litiroglitstyring/Litstyring/. Landsprent. (e.d.) Litaprófílar. Sótt 20. mars af /photoshop_mbl_ pdf. Samtök iðnaðarins. (e.d.) RGB vinnsluferli. Sótt 17. mars af /prentidnadur/rgb/. Samantekt, hönnun og umbrot: Auður Atladóttir Apríl 2010

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að

Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft mér að March 2008 Volume 3, Number 1 Flavio Baroncelli - Staðalímyndir og sannleikur 1 translated by Egill Arnarson Eins og ég sagði í byrjun, þegar ég var að leita að öfgadæmi, þá get ég ef til vill ekki leyft

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Eðlishyggja í endurskoðun

Eðlishyggja í endurskoðun Eðlishyggja í endurskoðun Komiði sæl. Gaman að sjá ykkur svona mörg hér. Eins og Sigríður sagði er ég að vinna að doktorsritgerð í heimspeki þar sem reyni að færa frumspekileg rök fyrir konstrúktivisma

More information

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003

Ágúst Einarsson. Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 Ágúst Einarsson Erindi á málstofu um menningarhagfræði 11. nóv. 2003 1. Lesefni og skilgreining (glærur 2-3) 2. List innan hagfræðinnar (glærur 4-10) 3. Hagræn áhrif menningar á Íslandi (glærur 11-17)

More information

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika

Ásta Kristjana Sveinsdóttir. Fólkstegundir. Um veitingu félagslegra eiginleika Hugur 21. ár, 2009 s. 52 62 Ásta Kristjana Sveinsdóttir Fólkstegundir Um veitingu félagslegra eiginleika Um langt skeið hefur verið umræða í fræðaheiminum, jafnt sem annars staðar, um hvort ýmis fyrirbæri

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð

Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir og Kristín Dýrfjörð Athugið ritið er ekki prófarkalesið Röggur Tímarit íslenska Reggionetsins um leikskólastarf Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Guðrún Alda Harðardóttir gudrun@unak.is og Kristín Dýrfjörð dyr@unak.is 1 tbl. 4.

More information

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi

Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi www.ibr.hi.is Ferhyrningurinn: Myndræn framsetning á ársreikningi Einar Guðbjartsson Ritstjórar: Kári Kristinsson Magnús Pálsson Þórður Óskarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

2

2 Hugvísindadeild Þar sem hættan er... Vandamálið um gleymsku í heimspeki Kierkegaards og Heideggers Ritgerð til BA. prófs Jóhann Helgi Heiðdal Maí 2009 2 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Heimspekiskor Þar

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu. Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson

STAFRÆN. ljósmyndun. Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson Karl Jeppesen og Marteinn Sigurgeirsson Námsgagnastofnun 2007 Efnisyfirlit Stafræn myndavél Stafræna filman..................... 3 Yfirfærsla til tölvu.................... 4 Yfirfærsla beint frá myndavél...........

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og

More information

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis

Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Að nota forritið PowerPoint við gerð kynningarefnis Vísinda-, mennta- og gæðasvið Sigríður Sigurðardóttir Efnisyfirlit Almennt um PowerPoint... 2 Fyrstu skrefin... 3 Forritið ræst... 3 Vinnuumhverfið...

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð

Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Geislunarvísar og bestun í stafrænni röntgenmyndagerð Karin Elisabeth Pålsson Ritgerð til meistaragráðu Háskóli Íslands Læknadeild Námsbraut í Geislafræði Heilbrigðisvísindasvið Geislunarvísar og bestun

More information

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið

Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni til BA-gráðu í Félagsfræði Félagsvísindasvið Bundin við annað BDSM sem umlykjandi áhugamál Eyþór Kamban Þrastarson Lokaverkefni

More information

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól

Vefsmíðar. Kóðinn, HTML og CSS. Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól Vefsmíðar Kóðinn, HTML og CSS Þessi bók er hluti af þriggja bóka flokki, hinar eru Viðmót, hönnun og verklag og Dreamweaver og önnur tól Allar bækurnar eru aðgengilegar án endurgjalds á http://where.is/handbok

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365

SWAY SNIPPING TOOL. Sway Office 365 SWAY SNIPPING TOOL Sway Office 365 https://www.microsoft.com/is-is/ Í forritinu Sway frá Microsoft er hægt að miðla upplýsingum á lifandi og skemmtilegan hátt og deila með öðrum. Skýrslur Kynningar Fréttabréf

More information

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara

Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Starfendarannsóknir til valdeflingar kennara Edda Kjartansdóttir Þegar skynjanir vorar, hugsanir og hugsjónir hræra strengi tilfinninganna þá fyrst kemst rót á oss, þá losnar viljinn úr læðingi og knýr

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs

Náttúruhyggja Kants. Háskóli Íslands. Hugvísindasvið Heimspeki. Ævarandi friður sem markmið mannkynsins. Ritgerð til B.A.-prófs Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Náttúruhyggja Kants Ævarandi friður sem markmið mannkynsins Ritgerð til B.A.-prófs Baldur Hrafn Vilmundarson Kt.: 180881-3879 Leiðbeinandi: Gunnar Harðarson Maí

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Elli. Ari Hlynur Guðmundsson. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Elli Barnabók um ADHD Ari Hlynur Guðmundsson Lokaverkefni til BA-prófs í grafískri

More information

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu

Viðskiptasvið. Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Viðskiptasvið Markaðssetning nýrrar hönnunar Lykilþættir í markaðssetningu Ritgerð til BA gráðu Nafn nemanda: Úlfhildur E. Þ. Bjarnasen Leiðbeinandi: Ragnar Már Vilhjálmsson vor 2014 Markaðssetning nýrrar

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001.

Grunnnámskeið í. forritsins. Einfaldlega Frontpage Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001. Einfaldlega Frontpage 2000 S.Fjalar, vor 2001 Grunnnámskeið í notkun Frontpage forritsins Námsefni á námskeiði kenndu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sumarið 2001. Sigurður Fjalar Jónsson Einfaldlega

More information

Atli Harðarson VÉLMENNI 1

Atli Harðarson VÉLMENNI 1 Atli Harðarson VÉLMENNI 1 1. KAFLI: KENNING ALAN TURING Árið 1950 birtist grein eftir Alan Turing í enska heimspekitímaritinu Mind. Greinin heitir "Computing Machinery and Intelligence". Það mætti kalla

More information

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum

Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Facebook og flokkarnir: Rannsókn á notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum Baldvin Þór Bergsson, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Útdráttur Vægi samfélagsmiðla

More information

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri

Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Gerð einstaklingsbundinna áætlana um stuðning, byggðar á niðurstöðum um mat á stuðningsþörf (SIS) Tryggvi Sigurðsson, sviðsstjóri Umfjöllun 1. Stutt lýsing á Mati á stuðningsþörf: SIS 2. Einstaklingsbundnar

More information

Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist

Myndlistardeild. Ljósbrot. Ritgerð til BA-prófs í myndlist Myndlistardeild Ljósbrot Ritgerð til BA-prófs í myndlist Andrea Arnarsdóttir Vorönn 2015 Myndlistardeild Ljósbrot Ritgerð til BA-prófs í Myndlist Andrea Arnarsdóttir Kt.: 1610912869 Leiðbeinandi: Jóhannes

More information

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði SATA minni stýrikerfi örgjörvi kort tengibrú PATA tölva Rafbók floppý snúningshraði vinnslu loft hraði RAM hugbúnaður kælivifta USB íhlutur Harður diskur drif lyklaborð kort diskur TB kæling skjá aflgjafi

More information

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs.

Hugvísindasvið. Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs. Hugvísindasvið Ábyrgð Vesturlanda Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum? Ritgerð til B.A.-prófs Naomi Lea Grosman Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Ábyrgð Vesturlanda

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu Ritgerð til BA prófs í listfræði Þóra Vilhjálmsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Sjáið og sannfærist! Máttur ímynda í sjónmenningu

More information

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar

Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar ISSN 1670-7168 INSTITUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W06:01 September 2006 Atferlisgreining sem einn af hornsteinum markaðsfræðinnar Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson Valdimar Sigurðsson,

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild

Alzheimers-sjúkdómur. Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Alzheimers-sjúkdómur Jón Snædal yfirlæknir, öldrunarlækningadeild LSH Landakoti Hvað er Alzheimers-sjúkdómur? Alzheimers-sjúkdómur er hrörnunarsjúkdómur í heila og er án þekktrar ástæðu í flestum tilfellum.

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir

Máltaka barna. Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Máltaka barna Hvernig fer hún fram og hvernig má örva hana? Elsa Hannesdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðsögukennari: Sigurður Konráðsson Kennaradeild Menntavísindasvið Háskóla

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn?

Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut Lesum saman. Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Kennaraskor Leikskólabraut 29 Lesum saman Hvaða áhrif hefur lestur á börn? Guðríður Anna Sveinsdóttir Lokaverkefni Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild

More information

Forspjall um forvera

Forspjall um forvera Efnisyfirlit Forspjall um forvera... 2 Garðurinn I... 3 Þekkingarfræði... 6 Leiðin að farsæld líkaminn... 11 Ánægja, farsæld og hið góða líf... 14 Leiðin að farsæld hugurinn... 18 Ánægja og sársauki...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar.

Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Tengsl skotleikjaspilunar og árásarhneigðar. Greining á rannsókn meðal grunnskólabarna á Íslandi Arnór Helgi Knútsson HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til BA gráðu í Sálfræði Sálfræðideild Maí 2015

More information

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði

Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla. Tryggvi Guðbjörn Benediktsson. B.Sc. í Viðskiptafræði Áhættusækni og kerfishugsun Persónueinkenni frumkvöðla Tryggvi Guðbjörn Benediktsson B.Sc. í Viðskiptafræði Vor 2012 Tryggvi Benediktsson Leiðbeinandi: Kt. 240789-2809 Arney Einarsdóttir Ágrip Persónuleiki

More information

Raunverulegur óraunveruleiki

Raunverulegur óraunveruleiki Hugvísindasvið Ritgerð til Ba-prófs í Japönsku máli og menningu Raunverulegur óraunveruleiki Hinn sérstæði stíll Hayao Miyazaki og teiknimyndaheimur hans Hrólfur Smári Pétursson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Modding, moddarinn og tölvuleikurinn

Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Hugvísindasvið Modding, moddarinn og tölvuleikurinn Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim Ritgerð til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir September

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana

Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Leiðbeiningar um gerð grisjunaráætlana Þjóðminjasafn Íslands Júní 2017 Inngangur Söfn byggja starfsemi sína á safnkosti, sem hin margvíslegu hlutverk safnastarfsins hverfast um. Mikilvægt er að standa

More information

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi

Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Jákvæð samskipti af hverju eru þau mikilvæg? Páll Ólafsson Félagsráðgjafi Getur verið að þetta sé svona einfalt? Að börn þroskist best - ef þau eru elskuð fyrir það sem þau ERU en ekki vegna þess sem þau

More information

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir

Internetlist. Hrefna Sigurðardóttir Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Listaháskóli Íslands Hönnun og arkitektrúr Grafísk hönnun Internetlist Hrefna Sigurðardóttir Leiðbeinandi: Hlynur Helgason Vorönn 2012 Úrdráttur Internetið hefur auðveldað

More information

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð

um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Lei flín um lífi Si fræ i fyr ir ungt fólk Vinnublöð Leonore Brauer Dr. Richard Breun Dr. Astrid Erdmann Maritta Schöne Íslensk þýðing: 2008 Skúli Pálsson Gefið út með leyfi Ernst Klett Schulbuchverlag

More information

Sjálfið á tímum stafræns veruleika

Sjálfið á tímum stafræns veruleika Sjálfið á tímum stafræns veruleika Upplifun einstaklinga af samskiptum í gegnum samfélagsmiðla, togstreita, áhrifastjórnun og skert geta til alhæfingar um mótleikara í stafrænum samskiptum. Lokaverkefni

More information

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur

Þunglyndi og depurð. Leiðbeiningabæklingur Þunglyndi og depurð Leiðbeiningabæklingur Dæmi um hugsanir tveggja þunglyndra einstaklinga Mér líður eins og ég sé alein og yfirgefin, ég hitti vini mína aldrei núorðið, ætli þeir hafi ekki gefist upp

More information

Undir himni fjarstæðunnar

Undir himni fjarstæðunnar Hugvísindasvið Undir himni fjarstæðunnar Úttekt á fjarstæðri rökhugsun Alberts Camus Ritgerð til B.A.-prófs Alexander Stefánsson Janúar 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Heimspeki Undir himni fjarstæðunnar

More information

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist. Með mínum augum

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist. Með mínum augum Listaháskóli Íslands Myndlistadeild Myndlist Með mínum augum Jóhanna Þorleifsdóttir Leiðbeinandi: Þóra Þórisdóttir Vorönn 2012 Í þessari ritgerð velti ég fyrir mér mikilvægi og tilgangi listsköpunar. Skoðanir

More information

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum:

Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Hug- og félagsvísindasvið Kennaradeild-menntavísindabraut Þekkingarstig eineltis í framhaldsskólum: Endurskoðun á forvörnum og eineltisstefnum í framhaldsskóla Eva Dröfn Möller Akureyri Júní, 2013 Háskólinn

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu.

fæðingu. Piaget segir að ekki sé hægt að skilja mál frá vitrænum þroska því málið komi fram á skynhreyfistiginu. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Hvernig má beita upplýsingatækni til að efla málþroska leikskólabarna? Athugun á vettvangi og hagnýtar upplýsingar Karlotta Jensdóttir 0707765539 Særún Hrund Ragnarsdóttir

More information

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson

Vormisseri Ekki bara leikur. Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson Háskóli Íslands Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Vormisseri 2009 GFR402G BA-ritgerð í guðfræði Dr. Pétur Pétursson Ekki bara leikur Knattspyrna: Lífstíll og menning eða trú? Gunnar Stígur Reynisson 271081-5109

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information