CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði

Size: px
Start display at page:

Download "CESAR. Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR. Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði"

Transcription

1 CESAR Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR Einar Þór Traustason Margrét Sesselja Kristjánsdóttir Haust 2014 BSc í Tölvunarfræði Leiðbeinandi: Elín Elísabet Torfadóttir Prófdómari: Hlynur Sigurþórsson Tölvunarfræðideild School of Computer Science

2 Efnisyfirlit MYNDA- OG TÖFLULISTI... 3 INNGANGUR LÝSING VERKEFNIS RANNSÓKN Á HUGBÚNAÐI FRÁ ÞRIÐJA AÐILA VIÐTÖL STUNDATÖFLUGERÐAR HUGBÚNAÐUR SKIPULAG AÐFERÐAFRÆÐI (KANBAN) VERKLAG FORRITUN CESAR CentrisAPI PRÓFANIR Einingapróf Kerfispróf Notendapróf FRAMVINDA PROJECT BURNDOWN VINNUSTUNDIR NÆSTU SKREF SAMANTEKT VIÐAUKI I - PRODUCT BACKLOG T LOKA Lokaverkefni

3 Mynda- og töflulisti MYND 1.1: CESAR INPUT... 7 MYND 1.2: CESAR OUTPUT... 7 MYND 3.1.1: KANBAN - UPPSETNING OG FLÆÐI MYND 3.1.2: KANBAN VEGGUR HÓPSINS Í 17 VIKU MYND 4.1.1: "PROJECT BURNDOWN" VERKEFNISINS MYND 4.2.1: TÍMAÁÆTLUN VERKEFNISINS, HEILDAR VINNUSTUNDIR, RAUN VS. ÁÆTLAÐ MYND 4.2.2: TÍMAÁÆTLUN EINARS, RAUN VS. ÁÆTLAÐ MYND 4.2.3: TÍMAÁÆTLUN MARGRÉTAR, RAUN VS. ÁÆTLAÐ TAFLA 2.1.1: KRÖFUR TIL STUNDATÖFLU HUGBÚNAÐAR... 9 TAFLA 2.2.1: STUNDATÖFLU HUGBÚNAÐIR BORNIR SAMAN TAFLA : VERKEFNI SEM SETT VAR FYRIR NOTENDUR TAFLA 4.1: STÓRSÖGUR TAFLA 4.2.1: HEILDAR VINNUSTUNDIR EFTIR VIKUM, ÁÆTLUN VS. RAUN T LOKA Lokaverkefni

4 Inngangur Í Háskólanum í Reykjavík eru stundatöflur fyrir kennara og nemendur unnar handvirkt. Flókið er að búa til stundatöflur sem hæfa öllum, kennarar eru margir og nemendur enn fleiri, því getur verið erfitt að koma í veg fyrir árekstra. Stundatöflur í öllum deildum skólans eru settar saman í Excel skjölum með fyrra árs stundatöflur til hliðsjónar, sem hjálpar nokkuð. En að byggja stundatöflu upp frá grunni fyrir nám líkt og tölvunarfræði í HR, sem hefur slegið aðsóknarmet síðastliðin 2 ár, með hátt upp í 400 manns bara á 1. ári, er bæði tímafrekt og kostar mikla vinnu. Að búa til stundatöflu er ekki bara erfitt fyrir fólk heldur er það einnig erfitt fyrir tölvur. Til eru ýmsir hugbúnaðir sem sjá um að mynda stundatöflur út frá gefnum gögnum og skilyrðum. 1 Hönnun og forritun á slíkum hugbúnaði er mjög erfið og tekur að öllum líkindum mörg ár. Reikniritin sem sjá um að mynda bestu mögulegu stundatöflu án árekstra eru mjög flókin og er jafnvel ógerlegt að mynda hina fullkomnu stundatöflu fyrir alla nemendur í stórum skóla. Robertus J. Willemen nokkur skrifaði 120 blaðsíðna doktorsritgerð, School timetable construction: algorithms and complexity, við Tækniháskólann í Eindhoven árið 2002 sem lýsir því hversu flókið er að búa til stundatöflur í skólum. 2 Markmið verkefnisins var að finna leið til að auðvelda gerð stundatafla fyrir starfsfólk skólans. Gera viðbætur á kerfum skólans sem mundu að miklu leyti vélvæða stundatöflugerð. Fyrsta skref var að ákveða hvaða leið yrði farin til að framkvæma þessar viðbætur. Tvennt var í boði, annars vegar að hefjast handa við að forrita kerfi frá grunni sem mundi sjá um gerð stundatafla fyrir skólann. Hinsvegar að finna hugbúnað frá þriðja aðila sem mundi sjá um gerð stundataflanna og forritaður yrði milliliður (þáttari) sem sæi um að sækja nauðsynleg gögn frá gagnagrunni skólans og setja þau á það form sem stundatöflugerðar hugbúnaður þyrfti. Seinni kosturinn varð fyrir valinu þar sem talið var að sá fyrri væri full stórt verkefni fyrir tvo og yrði einungis upphaf af stóru framtíðar verkefni sem aðrir nemendur gætu tekið við og haldið áfram með. Aftur á móti er fyrri kosturinn verkefni sem vert væri fyrir skólann að skoða. 1 Dæmi um hugbúnað: 2 School timetable construction: algorithms and complexity, by Robertus J. Willemen, T LOKA Lokaverkefni

5 Í þessari lokaskýrslu er að finna lýsingu á verkefninu, upplýsingar um ferli og niðurstöður rannsóknar á þriðja aðila hugbúnaði, skipulag verkefnisins, framvinda þess og samantekt (e. Post- Mortem). Önnur gögn líkt og notendaleiðbeiningar, rekstrarhandbók, hönnunarskjöl og áhættugreining er hægt að finna á geisladiski ásamt útprentuðu eintaki af þessari skýrslu inni á bókasafni HR. T LOKA Lokaverkefni

6 1.0 Lýsing verkefnis Einn starfsmaður á hverri deild sér um gerð stundatöflu fyrir sína deild. Í flestum tilvikum eru þetta skrifstofustjórar sem sjá um gerð stundataflna. Töflurnar eru myndaðar í Excel og því er ljóst að ekki er um miðlægt kerfi að ræða þar sem hver deild getur fylgst með gerð stundataflna hjá öðrum deildum. Allir búa til stundatöflur í sínu horni og móta þær út frá því að ákveðnar skólastofur standi til boða, fyrir ákveðinn fjölda af nemendum, án þess að vita hvort aðrar deildir þurfi á sömu stofum að halda á sama tíma. Ferlið í dag virkar þannig að skrifstofustjórar búa til stundatöflurnar inn í sínu eigin Excel skjali, því næst senda þeir þessi skjöl til kennslustjóra, hann sér um að úthluta stofum og samþykkja stundatöfluna. Ef stundataflan gengur ekki upp þá er hún send til baka til skrifstofustjóra til lagfæringar. Þetta getur gengið fram og til baka, mikill tvíverknaður og meira vinnuálag á starfsmenn. Með stækkandi háskóla, örum breytingum á námskeiðum sumra deilda og viðbætur nýrra áherslulína innan skólans veldur því að þetta kerfi er ekki lengur góður kostur. Tveir stundatöflugerðar hugbúnaðir urðu fyrir valinu fyrir þetta verkefni, asc TimeTables 3 og CELCAT 4. Ástæða fyrir vali þessa tveggja er útskýrt í næsta kafla sem fjallar um rannsókn á mögulegum stundatöflugerðar hugbúnaði. Milliliðurinn sem var forritaður heitir CESAR (CEntris Schedule Automation bridge). CESAR er einfalt gluggakerfi sem notandi keyrir upp, þar er valið hvar skal vista skrár sem hlaða á inn í stundatöflugerðar hugbúnað, hvenær önn mun hefjast, hvaða hugbúnað á að nota og smellt á Input (sjá mynd 1.1). 3 asc TimeTables: 4 CELCAT: T LOKA Lokaverkefni

7 Mynd 1.1: CESAR Input Eftir að lokið hefur verið við gerð stundatafla fyrir allar deildir og kennslustjóri hefur yfirfarið og samþykkt þær er hægt að senda inn bókun fyrir stofurnar. Flytja þarf stundatöflurnar út sem eina skrá á því formi sem stundatöflugerðar hugbúnaður býður upp á, hjá asc TimeTables er það xml og CELCAT csv. Loks er CESAR forritið keyrt aftur upp, stundatöflu skráin valin ásamt vali á réttum hugbúnaði ef nokkrir eru í boði og smellt á Output (sjá mynd 1.2). Hvort sem CESAR er að sækja gögn á gagnagrunn eða senda bókun lætur hann vita ef allt heppnast eða ef einhver vandamál koma upp. Mynd 1.2: CESAR Output T LOKA Lokaverkefni

8 2.0 Rannsókn á hugbúnaði frá þriðja aðila Eins og kemur fram ofar þurfti að fara fram rannsókn á hugbúnaði frá þriðja aðila. Ferlið tók ca. þrjár og hálfa viku. Rannsóknarferlið skipti miklu máli og þurfti að leggja tíma í hana. Öll vefpósts samskipti, viðtöl og almenn leit af hugbúnaði sem uppfyllti kröfur starfsmanna sem búa til stundatöflurnar, var tímafrek vinna en mikilvæg. 2.1 Viðtöl Fyrsta skref var að taka viðtöl við starfsmenn háskólans sem sjá um gerð stundatafla, til að komast að því hvernig stundatöflugerð væri háttað í dag og einnig hverju væri óskað eftir í betrumbættu kerfi. Viðtöl voru tekin við: Sigrúnu Maríu Ammendrup, skrifstofustjóra Tölvunarfræðideildar. Jónu Kristjönu Kristinsdóttur, skrifstofustjóra Lagadeildar. Sunnu Magnúsdóttur, verkefnastjóra Viðskiptadeildar. Hrund Steingrímsdóttur, verkefnastjóra meistaranáms Viðskiptadeildar. Védísi Grönvold, kennslustjóra HR. Ekki náðist að skipuleggja fund með skrifstofustjóra Tækni- og Verkfræðideildar Sigrúnu Þorgeirsdóttur. Einungis voru lagðar þrjár spurningar fyrir þær allar en ein þeirra bauð upp á marga svarmöguleika og gátu þær allar komið sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri. Spurningarnar voru þessar: 1. Hvernig er gerð stundatafla háttað í HR í dag? 2. Hvernig myndir þú vilja að stundatöflugerð væri háttað? 3. Veist þú um sambærilega skóla út í heimi sem geta lýst því hvaða kerfi þeir nota í stundatöflugerð? Þarfagreiningin í þessum viðtölum snerist að mestu um val á stundatöflugerðar hugbúnaðinum sjálfum en ekki milliliðnum CESAR, þó auðvitað varð hann að uppfylla ákveðnar kröfur. Helstu kröfur til hugbúnaðarins eru taldar upp í töflu T LOKA Lokaverkefni

9 Nr. Krafa: 1 Kostnaður. Hversu dýr/ódýr er hugbúnaðurinn. 2 Hægt er að skrá fjölda nemenda í hverjum áfanga. 3 Hægt er að skrá stærð á stofum. 4 Hægt er að skrá stofur með fyrirfram ákveðin hlutverk. 5 Mismunandi litasamsetningar, til að greina á milli deilda eða námskeiða. 6 Hægt er að hafa hugbúnaðinn á íslensku. 7 Að notendaviðmótið sé þægilegt og auðskiljanlegt. 8 Hægt er að flytja gögn í miklu magni inn og út úr hugbúnaðinum. 9 Sjálfvirk stundatöflumyndun. 10 Hægt er að skrá inn sérþarfi kennara. Þá líkt og hvenær þeir geta ekki kennt o.s.frv. 11 Að margir geti unnið í hugbúnaðinum á sama tíma án þess að hafa áhrif á stundatöflu annarra deilda. 12 Að hugbúnaðurinn bjóði upp á aðgangsstýringu. Tafla 2.1.1: Kröfur til stundatöflu hugbúnaðar Eftir viðtölin var sendur vefpóstur á 10 erlenda háskóla víðsvegar um heiminn, til Kanada, Bandaríkjanna, Norðurlandanna og Bretlands. Í póstinum var fyrirspurn varðandi stundatöflugerð í skólunum og hvernig henni væri háttað, t.d hvort notaður væri aðkeyptur hugbúnaður, hvort hugbúnaður væri hannaður innan veggja skólanna eða forrit líkt og Excel notað. Einnig var sendur vefpóstur á skrifstofu Verkfræði- og Náttúruvísindasviðs í Háskóla Íslands. Fátt var um svör frá erlendu háskólunum en tveir þeirra höfðu samband til baka, Vancouver Island háskóli í Kanada og Linneus háskóli í Kalmar- Växjö í Svíþjóð. Í Vancouver Island háskólanum er verið að notast við hugbúnað sem var hannaður innanhús og hefur verið í vinnslu síðan Linneus háskóli notast við hugbúnað sem kallast TimeEdit og snýst meira um stofubókun en að mynda stundatöflur. Einnig fengust svör frá HÍ og er þar verið að nota T LOKA Lokaverkefni

10 hugbúnað sem var þróaður innanhús af fyrrverandi starfsmanni í gegnum 4D (4dimensions) 5 en í dag er verið að hanna og forrita nýtt kerfi með nemendum og prófessorum á sviðinu. 2.2 Stundatöflugerðar hugbúnaður Leitað var eftir stundatöflugerðar hugbúnaði á netinu og var þá í upphafi stuðst við hugmyndir samskiptaaðila verkefnisins í HR sérstaklega. Staldrað var við 5 mismunandi hugbúnaði: 1. asc TimeTables: 2. CELCAT: 3. Untis: 4. Mimosa: 5. FET: Allir þessir hugbúnaðir voru skoðaðir út frá þeim kröfum sem taldar voru upp í töflu Í töflu má sjá hvaða kröfu hver og einn hugbúnaður uppfyllir. Krafa Untis asc TimeTables Mimosa CELCAT FET Kostnaður Árgjald 70 þús 70 þús fyrir hverja tölvu árlega Frítt Fjöldi nemenda í hverju námskeiði x x x Stærð á stofum x x x Sérkennslu stofur x x x Mismunandi litir, hægt að flokka t.d deildir eftir litum x x Styður íslensku x Að hluta til hægt að þýða Þægilegt notendaviðmót x x 5 4D: T LOKA Lokaverkefni

11 Hægt að hlaða gögnum inn og út úr kerfinu Býr til stundatöflu sjálfvirkt Sérþarfir kennara Margir geta unnið á sama tíma Aðgangsstýring, hverjir geta komist inn í kerfið x x x x x x x x x 6 x x x x x x x x x Tafla 2.2.1: Stundatöflu hugbúnaðir bornir saman FET, asc TimeTables og CELCAT voru prófaðir, hinir tveir, Untis og Mimosa uppfylltu ekki nógu margar af kröfunum til þess að vert væri að niðurhlaða prufu á tölvu. FET hugbúnaðurinn er frír Open Source hugbúnaður en notendaviðmótið var leiðinlegt og óaðlaðandi, engin litasamsetning í því, auk þess að margir geta ekki unnið á sama tíma og aðgangsstýring ekki í boði. Síðustu tveir punktarnir eiga líka við um asc TimeTables en sá hugbúnaður er mjög notendavænn og með skemmtilegt viðmót, býður upp á mismunandi litasamsetningar og yfir höfuð lýtur út fyrir að vera meira traustverðugur. CELCAT uppfyllir allar kröfur fyrir utan tungumálið, sem er enska en það býður upp á að þýða ákveðna litla parta af hugbúnaðinum. Helsti ókosturinn við CELCAT er mjög hátt árlegt gjald sem sett er á hugbúnaðinn og hann er talsvert flókinn í uppsetningu. Vegna þess að verkefnið var í minni kanntinum ef einungis væri unnið í kringum einn hugbúnað var ákveðið að velja tvo og þar með sýna hversu auðvelt væri að bæta stuðningi við CESAR fyrir annan stundatöflugerðar hugbúnað. CELCAT og asc TimeTables voru valdir þar sem þeir komu best út úr þessum samanburði sem gerður var en áhersla var lögð á asc TimeTables í útfærslu verkefnisins og CELCAT var í raun notað til að sýna að það að bæta við hugbúnaði er lítið mál. Prufu eintak fékkst af bæði asc og CELCAT, sem renna út í lok desember. Nánari 6 Til að fá sjálfvirka stundatöflugerð kostar það kr aukalega ofan á grunnkostnað hugbúnaðarins. T LOKA Lokaverkefni

12 upplýsingar um þessa tvo hugbúnaði er að finna á vefsíðum þeirra. 3.0 Skipulag 3.1 Aðferðafræði (Kanban) Stuðst var við hugmyndafræðitólið Kanban við skipulagningu á vinnu verkefnisins einnig til að fylgjast með og stýra framvindu þess. Kanban þótti vera betri kostur en Scrum vegna stærðar hópsins. Kosið var að hafa sveigjanlegt vinnuflæði, velja og hafna hugmyndum sem gætu fallið undir Scrum. Venjulega er ekki stuðst við sögupunkta í Kanban en ákveðið var að styðjast við þá mælieiningu til þess geta fylgst með heildar brennslu á sögum í verkefninu. Verkefni voru takmörkuð við mesta lagi fjögur í umferð en oftast voru þau tvö. Mynd sýnir uppsetningu Kanban veggs og flæði sem var nýtt í verkefninu. Mynd 3.1.1: Kanban - uppsetning og flæði Notast var við tól af Internetinu sem kallast Kanbanize 7. Kanban aðferðafærðin gaf betri yfirsýn yfir verkefni sem fyrir hendi voru og minnkaði flækjustigið. Á mynd má sjá Kanban vegginn eins og hann leit út í 17 viku verkefnisins. Backlog verkefnisins var tómur, ein saga var undir Requested, fjórar sögur In Progress og rest lokið. 7 Kanbanize: T LOKA Lokaverkefni

13 Mynd 3.1.2: Kanban veggur hópsins í 17 viku 3.2 Verklag Verkefnið var unnið innan veggja Háskólans í Reykjavík þar sem það var á vegum skólans. Eigandi verkefnisins og samskiptaaðili var Daníel Brandur Sigurgeirsson aðjúnkt í HR. Daníel úthlutaði hópnum læstri aðstöðu á þriðju hæð í skólanum og var hún nýtt út alla önnina. Hist var minnst þrisvar í viku og síðustu þrjár vikurnar var unnið á hverjum virkum degi. Unnið var frá 10:00 til 16:00 á daginn, að undanteknum þeim stundum sem fóru í önnur verkefni og sjálft lokaverkefnið vegna aukningar á vinnuálagi eða vegna annarrar fjarveru. Áætlaðir tímar í verkefnið voru stundir á mann eða um stundir samanlagt. Í heildina voru lagðar stundir í verkefnið en nánar er farið í vinnuframlag í kafla um framvindu verkefnis. Engin sérstök hlutverkaskipting var innan hópsins, báðir hópmeðlimir tóku þátt í öllum verkefnum. 3.3 Forritun CESAR Líkt og komið hefur fram er CESAR lítið og einfalt gluggaviðmót. CESAR var forritaður í C#.NET 4.5 Framework og er Window Application. Kóðinn var settur upp á þann máta að hann væri að mestu endurnýtanlegur. Auðvelt væri að bæta við nýjum hugbúnaði frá þriðja aðila og forrita þáttara fyrir hann. Nánari útlistun hvað það varðar er að finna í Hönnunarskjali verkefnisins. T LOKA Lokaverkefni

14 3.3.2 CentrisAPI CentrisAPI er vefþjónusta sem er forrituð og hönnuð af nemendum í tölvunarfræði í HR ásamt Daníel Brandi aðjúnkt. Vefþjónustan gerir CESAR kleift að nálgast gögn í gagnagrunn HR, sem eru nauðsynleg fyrir gerð stundatafla. CentrisAPI er enn í þróun og er ekki 100% tilbúinn. Gera þurfti smávæginlegar viðbætur í CentrisAPI til að fá rétt gögn fyrir stundatöflugerðina og mögulega væri hægt að gera meira til að fækka enn meira skrefum sem starfsmenn þurfa að taka í sjálfum stundatöflugerðar hugbúnaðinum. Nánari upplýsingar um hugbúnaðarferli og almenna forritun í CentrisAPI er að finna í Hönnunarskjali verkefnisins. 3.4 Prófanir Einingapróf Einingapróf voru skrifuð fyrir flesta hluta CESAR. Prófin snerust um það að bera saman gögn eftir að þau höfðu farið í gegnum þáttarana í CESAR við útkomu sem búist var við. Prófin voru ekki byggð til að prófa litla parta af þátturunum. Að ráði samskiptaaðila var ákveðið að einingaprófa ekki tengingu við gagnagrunn skólans í gegnum CentrisAPI þar sem ekki var nægur tími til þess og gleymdist að hugsa um það frá upphafi. Aftur á móti er villumeðhöndlun til staðar ef tengin næst ekki við gagnagrunn Kerfispróf Kerfispróf voru framkvæmd af hópmeðlimum eftir hverja nýja einingu sem bættist við CESAR í gegnum önnina. End- to- end próf voru unnin í síðustu vikunni fyrir skil. Tilraun var gerð til að valda öllum mögulegum villum sem gætu komið af hönd notenda, svo sem að gleyma að setja inn einhverjar upplýsingar eða velja ranga skrá til að bóka með (s.s ekki xml format). Allar þessar villur eru meðhöndlaðar rétt og gefa frá sér viðeigandi villuskilaboð. Ekki tókst að útfæra lausn í villumeðhöndlun þar sem notandi hefur opnað xml skrá með stundatöflugögnum frá hugbúnaði og breytt þeim á þann máta að formið sé ekki það sama og CESAR gerir ráð fyrir. Sama á við um ef notandi velur vitlaust xml sniðmát þegar stundatafla er flutt úr hugbúnaðinum. Þessar villur geta valdið því að hugbúnaðurinn hrynur eða bókar ekki í gagnagrunn (CESAR skilar villuskilaboðum ef ekki tókst að bóka í gagnagrunn). Ekki gafst tími til að lagfæra þessa villu þar sem hún kemur ekki upp við eðlilega notkun. Þessi villumeðhöndlun T LOKA Lokaverkefni

15 þarf að bíða betri tíma Notendapróf Haft var samband við kennslustjóra HR Védísi Grönvold og skrifstofustjóra Tölvunarfræðideildar Sigrúnu Maríu Ammendrup og þær fengnar til að prófa kerfið. Fyrir þær var lagt sama notendapróf. Þetta notendapróf var frekar frjálslegt og var ákveðið að aðstoða þær báðar við prófið þar sem þetta kerfi er alveg nýtt og ólíkt ferlinu sem þær fara í gegnum með Excel. Vitandi að í núverandi kerfi er verið að nota Excel, þá var markmið þessa prófs að sýna fram á að CESAR ásamt stundatöflugerðar hugbúnaði væri mun skilvirkara og hraðvirkara kerfi. Notendapróf: 1 Fara í CESAR, velja hvar á að vista skrár fyrir stundatöflugerðar hugbúnað, með því að smella á efri Browse hnappinn. Skrá upphafs dagsetningu annar, í þetta skipti 20. ágúst Velja stundatöflugerðar hugbúnað og smella á Input. 2 Ræsa asc TimeTables og opna ascrustillingar.roz, sem geymir upphaf stillingar fyrir tímabil og flokkun stofa eftir stærð. Þessi stillingaskrá verður geymd á stað sem auðvelt verður að nálgast en í þetta skipti er hún staðsett á Desktop. 3 Fara í skrá flipann og flytja inn xml skrár sem komu frá CESAR, fyrst teacher svo subject. Þær er að finna á staðnum sem var valinn í CESAR. Smellt er á Flytja inn og valið asc Timetables XML. Þetta er gert fyrir báðar XML skrárnar og smellt á Í lagi eftir að því er lokið í bæði skiptin. 4 Búa skal til nýja stundatöflu með því að fara í Ítarleg Útlistun og byrja á því að velja Námsgreinar. 5 Velja skal 3 námsgreinar, hverjar sem er. Smellt á eina námsgrein og svo smellt á Kennslustundir, þar smella á kennslustundina sjálfa og svo á Breyta Kennslustund hnappinn. 6 Velja skal hversu oft í viku áfanginn á að vera kenndur, velja 2 í viku og svo skal velja að hafa tímann tvöfaldann. 7 Næst skal smella á Aðrar fáanlegar kennslustofur og velja stofur. Undir Fljótlegt val er hægt að velja stofur eftir stærð. Þega stofur eru valdar er smellt á Í lagi. 8 Skref 5-7 er endurtekið fyrir 3 mismunandi áfanga. T LOKA Lokaverkefni

16 9 Svo er farið í Stundatafla flipann, valið Búa til nýja og smellt á Byrja myndun stundatöflu 10 Hægt er að skoða stundatöfluna með því að smella á Útlit flipann og þar Sýna flipa. 11 Næst er farið í Skrá flipa og Flytja út, þar er valið sniðmát Háskólinn í Reykjavík. Þá er stundataflan vistuð sem XML, staðsetning er valkvæm og einnig nafnið á skránni. 12 Næst er farið í CESAR, smellt á neðri Browse hnappinn og XML skráin sem geymir stundatöfluna valin. Réttur hugbúnaður verður að vera valinn ásamt dagsetningu á upphafi annar. Loks er smellt á Output hnappinn. 13 Nú ættu stofur að vera bókaðar í gagnagrunn skólans. Tafla : Verkefni sem sett var fyrir notendur Báðar voru þær ánægðar með kerfið. Sigrún var sérstaklega ánægð með hversu einfalt það er að sækja nauðsynlegar upplýsingar og hversu hratt það gengur fyrir sig í CESAR. Einnig fannst henni frábært að búin hafi verið til sérstök skrá sem hefur grunnstillingar fyrir stundatöflugerðar hugbúnaðinn. Þessar grunnstillingar hafa að geyma öll tímabil á einum degi hjá HR og stofur flokkaðar í hópa eftir stærðum, einnig hafa verið settir inn bekkir (1. ár í tölvunarfræði, 2. ár í viðskiptafræði o.s.frv.). Sigrúnu fannst gott að þurfa ekki að velja kennara fyrir áfanga þegar hún valdi kennslustund og fór að breyta henni (liður 5). CESAR sá um að sækja upplýsingar um áfanga á önn ásamt því hvaða kennari kennir hvern áfanga og var hægt hengja kennara á áfanga inn í asc TimeTables og þar með vista það í upphafsstillingar skránni. Védísi fannst ekki í ljóst í upphafi hvað verið væri að velja í fyrri Browse glugganum í CESAR. Eftir að henni var gert ljóst til hvers hann væri þá skýrðist þetta betur fyrir henni. Védísi finnst þetta spennandi og hlakkar til að prufa kerfið betur og virkilega reyna á það með því að búa til heila stundatöflu. Eina athugasemd Védísar var að hún væri sú eina sem fengi aðgang að CESAR. Henni fannst það bjóða hættunni heim ef allar deildir hafa aðgang að CESAR, þá væri möguleiki að einhver myndi bóka í gagnagrunn skólans áður en allar deildir væru búnar að vinna í stundatöflugerðar hugbúnaðinum. Ferlið yrði þá þannig að Védís mundi sjá um að keyra CESAR í upphafi, sækja viðeigandi skrár sem þarf að flytja inn í hugbúnaðinn. Hún mundi ræsa asc TimeTables, opna stillinga skránna og hlaða inn xml skránum sem geyma upplýsingar um kennara og áfanga á önn. Næst mundi hún vista þetta skjal undir öðru nafni en nafnið á T LOKA Lokaverkefni

17 stillingaskránni er og á öðrum stað, þá á drifi sem allar deildir hafa aðgang að (með skráarendingunni.roz). Þá mundi ein deild í einu vinna með þá skrá og bæta við áföngum. Þegar allar deildir væru búnar að gera sitt gæti Védís opnað þessa skrá aftur og séð um að búa til sjálfar stundatöflurnar, laga árekstra ef þeir verða og flytja út eina xml skrá (Háskólinn í Reykjavík sniðmát) sem mundi geyma allar upplýsingar um þessar stundatöflur. Næst mundi hún keyra upp CESAR, sækja þessa xml skrá og bóka stofurnar með því að smella á Output. Eftir fundinn með Védísi voru gerðar smá breytingar á CESAR. Bætt var við Tooltip við Input og Output hnappana sem útskýrir nánar hvað þeir gera í CESAR. 4.0 Framvinda Verkefninu var í upphafi skipt niður í sex stórsögur. Þessar sex sögur voru síðan brotnar niður í smærri einingar. Í upphafi var ákveðið að verkefnið væri í heild 2500 punktar og þeim skipt niður á 17 vikur, sem var ca. 147 punktar í viku. Í töflu 4.1 er hægt að sjá skiptingu verkefnisins í stórsögur. Nr. Epic Sögupunktar 1 Velja hugbúnað Input Adaptor Output Adaptor CentrisAPI Skjölun Notendaviðmót 150 Samtals: 2500 Tafla 4.1: Stórsögur Í Viðauka I er að finna backlog verkefnisins, það er hver og ein stórsaga sem hefur verið brotin upp. Hverri og einni af þessum stórsögum er skipt upp í sér töflur. Uppröðun á sögum segir ekkert til um í hvaða röð hver og ein þeirra var framkvæmd. T LOKA Lokaverkefni

18 4.1 Project burndown Á mynd má sjá Project burndown verkefnisins í heild. Í upphafi sést að brennslan var frekar mikil frá viku 2-4 en það var vegna skýrsluvinnu og rannsóknarvinnu, fullmargir sögupunktar voru áætlaðir í skjölun í upphafi. Mynd 4.1.1: "Project burndown" verkefnisins 4.2 Vinnustundir Tafla hér fyrir neðan hefur að geyma vinnustundir sem lagðar voru í verkefnið, áætlaður vinnutími vs. rauntími frá viku Vika 5 var lítið sem ekkert unnið vegna fjarveru annars hópmeðlims og í vikum 13 og 14 var vinna í minni kanntinum vegna lokaprófa. Vika Áætlaðir tímar: Tímar kláraðir: T LOKA Lokaverkefni

19 Tafla 4.2.1: Heildar vinnustundir eftir vikum, áætlun vs. raun Mynd er graf með áætluðum vinnutíma í heild vs. rauntíma í heild. Áætlun er miðuð við 600 tíma samtals. Í upphafi var áætlun á móti rauntíma nokkuð jöfn en breyttist talsvert þegar hafist var handa við að forrita. Undir lokin tókst að ná áætlun og meira en það vegna þriggja vikna tímabilsins í lok annar, þá var unnið nánast alla daga en þó ekki lengri vinnudaga en lagt var upp með í byrjun annar. Mynd og eru svipuð gröf og mynd nema sýnir vinnustundir hvors hópmeðlims fyrir sig. T LOKA Lokaverkefni

20 Mynd 4.2.1: Tímaáætlun verkefnisins, heildar vinnustundir, raun vs. áætlað Mynd 4.2.2: Tímaáætlun Einars, raun vs. áætlað T LOKA Lokaverkefni

21 5.0 Næstu skref Mynd 4.2.3: Tímaáætlun Margrétar, raun vs. áætlað Næsta skref væri að kennslustjóri fengi aðgang að CESAR og asc TimeTables og mundi prófa kerfið betur, láta virkilega reyna á það. Til að komast að því hvort hægt sé að aðlaga þetta kerfi inn í vinnuferla kennslustjóra og skrifstofustjóra í stundatöflugerð. CESAR vinnur bara með almenna fyrirlestra en ekki dæmatíma og væri það mögulega það næsta sem þyrfti að útfæra. Dæmatímar eru ekki sérstaklega meðhöndlaðir í CentrisAPI og væri þetta verkefni nokkuð flókið þar sem þeir geta verið margir fyrir einn áfanga ásamt því að hóparnir eru misstórir og því möguleiki á mörgum árekstrum. Þess í stað verður enn um sinn að bóka stofur fyrir dæmatíma beint inn í Myschool (gamla) líkt og gert er með allar kennslustundir í dag. T LOKA Lokaverkefni

22 6.0 Samantekt Á heildina litið gekk verkefnið vel. Það var nokkurn veginn á áætlun allan tímann og tókst að leysa öll vandamál sem komu upp. Forritun í Visual Studio með C#.Net gekk mjög vel, einnig gekk vel að vinna í CentrisAPI og ef einhver vandamál komu upp var ávallt hægt að hafa samband við Daníel Brand (samskiptaaðila verkefnisins) og finna lausn á þeim. Skipulag í upphafi var ábótavant, ekki var alveg á hreinu frá upphafi hvernig Kanban yrði nýtt en leiðbeinandi verkefnisins kom teyminu á rétta braut. Nokkurt bras var að finna út bestu leiðina til að flytja gögn inn og út úr þriðja aðila hugbúnaði en þeir virðast ekki hafa verið ætlaðir til þess að vinna með öðrum kerfum þegar þróun á þeim hófst. Kafa þurfti nokkuð djúpt í leiðbeiningar og aðrar upplýsingar um þessa tvo hugbúnaði hvað varðaði hvernig þeir tækju á móti gögnunum, allt tók það talsverðan tíma. Einnig var tímafrekt að læra á Celcat hugbúnaðinn, hann var mjög ruglingslegur á köflum og ekki hjálpaði að setja þurfti hann upp þrisvar sinnum, einu sinni vegna þess að móðurborð hrundi í einni vél og tvisvar vegna þess að skipt var um harðan disk í sömu vélinni. Uppsetning asc TimeTables gekk aftur á móti ávallt vel. Sýn teymisins á útfærslu verkefnisins í byrjun hefði mátt vera augljósari. Verkefnið breyttist nokkuð oft á þessum 17 vikum og tók það sinn skerf af vinnutímanum. Fyrst átti kerfið bara að styðja einn hugbúnað og vera Console Application. Svo var ákveðið að stækka verkefnið, gera kóðann endurnýtanlegan á þann hátt að einfalt væri að bæta við öðrum stundatöflugerðar hugbúnaði, einnig að gera kerfið að gluggaviðmóti og vegna þessa þurfti að endurskrifa talsvert af kóða. Einnig hefði verið betra að hefjast handa við prófanir fyrr og útfæra þær betur. Vegna seinkunnar á notenda- og kerfisprófunum þá voru þær ekki jafn nákvæmar og þær hefðu getað verið. Þrátt fyrir allar hindranir hafðist þetta að lokum og hlaut kerfið loks nafnið CESAR eins og áður hefur komið fram. Þann lærdóm má draga af þessu tímabili að mikilvægt er að halda skipulagi strax í upphafi verkefnis. Reyna að ná fram sem skýrustu mynd af kerfi eða hugbúnaði sem verið er að hanna snemma í ferlinu. Einnig að notast við aðferðafræði líkt og Kanban ásamt því að brjóta verkefni niður í smærri einingar. Það að geta fylgst með framvindu verkefnisins og sjá hluti smella saman eða komast að því þeir gangi ekki upp skiptir miklu máli. T LOKA Lokaverkefni

23 Viðauki I - Product Backlog Saga Sögupunktar Epic Finna mögulegan hugbúnað 50 Velja hugbúnað Bera hugbúnað saman 50 Velja hugbúnað Skoða hvað sambærilegar stofnanir eru að nota 50 Velja hugbúnað Taka viðtal við endanotendur um hvaða kröfur þeir leggja til hugbúnaðarins 75 Velja hugbúnað Prófa hugbúnaðinn og meta hann 75 Velja hugbúnað Samtals: 300 Saga Sögupunktar Epic Setja upp áhættugreiningu (lifandi skjal) 50 Skjölun Setja upp verkskipulag 50 Skjölun Setja upp verkáætlun 50 Skjölun Setja upp framvinduyfirlit (lifandi skjal) 50 Skjölun Skrifa skýrslu fyrir fyrstu skil 50 Skjölun Setja upp kröfulýsingu (backlog) 50 Skjölun Setja upp hönnunarskjal 75 Skjölun Klára hönnunarskjal fyrir mögulega nýja forritara sem kæmu inn í verkefnið 25 Skjölun Skrifa notendaleiðbeiningar 100 Skjölun Skrifa rekstrarhandbók 50 Skjölun Skrifa lokaskýrslu og fara yfir allar aðrar skýrslur fyrir lokaskil 200 Skjölun Samtals: 750 T LOKA Lokaverkefni

24 Saga Sögupunktar Epic Undirbúningur fyrir input adaptor 50 Input Adaptor/aSc Setja upp xml parser fyrir asc 50 Input Adaptor/aSc Skoða skjöl (input) hjá asc og CentrisAPI (output), hvað þarf að breyta til að færa gögn frá CentrisAPI inn í asc 50 Input Adaptor/aSc Einingaprófanir fyrir input parser asc 25 Input Adaptor/aSc Umbreyta xml skrám frá CentrisAPI á xml sem asc tekur við 50 Input Adaptor/aSc Vista gögn á rétt form fyrir asc 25 Input Adaptor/aSc Ná í gögn frá CentrisAPI 100 Input Adaptor/aSc og Celcat Skoða skjöl (input) hjá Celcat, hvað þarf að breyta til að færa gögn frá CentrisAPI inn í Celcat 50 Input Adaptor/Celcat Einingaprófanir fyrir input parser Celcat 25 Input Adaptor/Celcat Setja upp csv parser fyrir Celcat 50 Input Adaptor/Celcat Umbreyta xml skrám frá CentrisAPI á csv sem Celcat tekur við 50 Input Adaptor/Celcat Vista gögn á rétt form fyrir Celcat 25 Input Adaptor/Celcat Búa til object úr xml skrám sem CentrisAPI skilar 50 Input Adaptor Samtals: 600 Saga Sögupunktar Epic Undirbúningur fyrir output adaptor 25 Output Adaptor Skoða skjöl (output) hjá asc, hvað þarf að breyta til að geta sent stofubókun inn í CentrisAPI 50 Output Adaptor/aSc T LOKA Lokaverkefni

25 Skoða skjöl hjá CentrisAPI (input), hvað þarf til að geta bókað stofur 50 Output Adaptor/aSc Setja upp xml parser sem tekur við skrám frá asc 50 Output Adaptor/aSc Senda gögn á CentrisAPI 75 Output Adaptor/Centris Umbreyta xml skrám á rétt form fyrir Centris 50 Output Adaptor/Centris Vista gögn á rétt form fyrir Centris 50 Output Adaptor/Centris Fá gögn frá asc með sömu id á stofum og er í CentrisAPI gagnagrunni 50 Output Adaptor/aSc Einingaprófanir fyrir asc output parser 25 Output Adaptor/aSc Skoða skjöl (output) hjá Celcat, hvað þarf að breyta til að geta sent sofubókun inn í CentrisAPI 50 Output Adaptor/Celcat Einingaprófanir fyrir Celcat output parser 25 Output Adaptor/Celcat Setja upp csv parser sem tekur við skrám frá Celcat 50 Output Adaptor/Celcat Samtals: 550 Saga Sögupunktar Epic Klára RoomBooking fall í CentrisAPI, útfæra endurteknar bókanir, einnig einingapróf Sía út kennara sem kenna á tiltekinni önn ásamt áfanga sem þeir kenna 100 CentrisAPI 50 CentrisAPI Samtals: 150 T LOKA Lokaverkefni

26 Saga Sögupunktar Epic Gera lítið gluggaviðmót fyrir notendur 100 Notendaviðmót Notendaprófun, Sigrún Ammendrup 15 Notendaviðmót Notendaprófun, Védís Grönvold 15 Notendaviðmót Kerfisprófun, Margrét og Einar 20 Notendaviðmót Samtals: 150 T LOKA Lokaverkefni

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver

Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver Kennaraglósur Excel Flóknari aðgerðir: Solver 14 1 Excel Solver Excel Solver er viðbót (e. add-in) við Excel sem hjálpar til að finna bestu lausn á viðfangsefnum eins og þegar um er að ræða takmarkaðar

More information

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir

Málsýni. Aðferð til að meta málþroska barna. Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni Aðferð til að Jóhanna Einarsdóttir, Ester Sighvatsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir Málsýni hvað er það?? Málsýni þýðing á enska orðinu language sample Dæmi um málsýni Notað í rannsóknum um máltöku

More information

Uppsetning á Opus SMS Service

Uppsetning á Opus SMS Service Uppsetning á Opus SMS Service Undirbúningur Þetta þarf að vera til staðar: Opus SMS Service á að vera sett upp móðurtölvunni sem hýsir gagnagrunninn. Notandinn sem er innskráður á tölvunni þarf að vera

More information

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt

Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins. Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Tryggð viðskiptavina við banka í kjölfar bankahrunsins Þórhallur Guðlaugsson dósent Friðrik Eysteinsson aðjunkt Rannsóknarspurningin Treystir fólk sínum viðskiptabanka betur en öðrum og gæti það verið

More information

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban

Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban Reynsla hugbúnaðardeildar Símans við notkun Scrum og Kanban 8. febrúar 2013 Eiríkur Gestsson Um mig Eiríkur Gestsson Tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2004 Hugur hf. og HugurAx frá 2004 til

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 16. sept Gagnasafnsfræði Páll Melsted 16. sept Endurtekin gildi Ef við viljum losna við endurtekin gildi er hægt að nota DISTINCT SELECT DISTINCT name FROM MovieExec, Movie, StarsIn WHERE cert = producerc AND title

More information

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup

4) Þá ertu kominn inná routerinn og ætti valmyndin að líta út eins og sýnt er hér til hægri. 5) Því næst er smellt á Wizard setup Hægt er að tengjast við Zyxel 660W beininn bæði þráðlaust eða með netkapli í netkort tölvunnar. Stilla þarf tölvuna þannig að hún sæki sjálfkrafa IP tölu (Optain an IP Address Automatically). Mismunandi

More information

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.)

Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) Sykursýkisdagbók ÚTGEFANDI: LANDSPÍTALI JANÚAR 2014 (BYGGT Á DIABETES HEALTH RECORD FRÁ THE DIABETES COALTILATION OF CALIFORNIA.) www.landspitali.is Nafn Læknir Hjúkrunarfræðingur Símanúmer Ræddu eftirfarandi

More information

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir

Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir Hugbúnaður kemur ekki í stað fólks! Camilla Ósk Hákonardóttir 1 Hvað er stjórnun viðskiptatengsla (CRM)? Stjórnun viðskiptatengsla er hugmyndafræði Stjórnun viðskiptatengsla er stefna Stjórnun viðskiptatengsla

More information

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR]

Inngangur. Web ADI skjöl. Október, 2018 [WEB ADI - NOTENDALEIÐBEININGAR] Inngangur Nokkrar stofnanir nota Web ADI (Web Oracle Applications Desktop Integrator) til að skrá fylgiskjöl í Excel og flytja síðan færslurnar í fjárhag Orra (GL). Með útgáfu 12.2.7 af Orra breytist virknin

More information

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu?

Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? Hvernig getum við uppfyllt þarfir kaupenda á netinu? 8 janúar 2015 Áður en kaupferlið hefst Í kaupferlinu Eftir að kaupferlinu lýkur Í kaupferlinu Áður en kaupferlið hefst Vörulýsing og myndir Neytendur

More information

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá

FA EIGNAKERFIÐ. Notendahandbók. vegna biðskrá FA EIGNAKERFIÐ Notendahandbók vegna biðskrá Útgáfa 1.0 Efnisyfirlit 1.1. Inngangur... 3 2. Skráning eigna sem koma frá öðrum kerfishlutum... 4 2.1. Að skilgreina eign í biðskrá og bóka í eignakerfi...

More information

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10.

Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg í Windows 7, 8 og 10. Uppsetning á biðlarahugbúnaði (ALEPH GUI client): útg. 22.1.7 í Windows 7, 8 og 10. Landskerfi bókasafna - Dögg Hringsdóttir síðast breytt mars 2017 ÁRÍÐANDI: Innskráður Windows notandi við uppsetningu

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Gagnvirkar töflur. Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum. Hólmfríður Ásmundsdóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Gagnvirkar töflur Greinargerð með heimasíðu og kennslumyndböndum Hólmfríður Ásmundsdóttir 270369-5459 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Kennaradeild, grunnskólakennarafræði

More information

spjaldtölvur í skólastarfi

spjaldtölvur í skólastarfi spjaldtölvur í skólastarfi Á tímabilinu október 2012 til febrúar 2013 hef ég, Ómar Örn Magnússon aðstoðarskólastjóri í Hagaskóla, unnið að verkefni fyrir SFS sem miðar að því að skoða kosti, möguleika

More information

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína

Kynning á CareLink hugbúnaði. Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Kynning á CareLink hugbúnaði Að finna mikilvægt púsl í sykurstjórnun og hjálpa þér við að bæta meðferðina þína Sigrún Sigurðardóttir Medtronic - InterMedica Efni Að kynna CareLink meðferðarstjórnunar hugbúnað

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Samsung D500 Undirbúningur... 2 Uppsetningin... 3 Að athuga með nýjan póst... 5 Að skipta um pósthólf í notkun... 5 Um aðrar Internetveitur.... 6 Hvert get ég leitað eftir

More information

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo.

Ronald Postma: Kitchen appliance to grow mushrooms was the project. Plugin Neon for Rhino and downloaded Bongo. Week 3: Computer Controlled Cutting 11.2. 2015 This week we will learn about the mechanical application of computer aided design. The assignment for this week is to design, make, and document a press-

More information

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans

Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Hugpró, 25. nóvember 2009 Sjálfvirkar viðmótsprófanir Landbankans Gyða Bjarkadóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Steinunn M. Halldórsdóttir Sérfræðingur, Prófanadeild Landsbankans Um okkur Gyða

More information

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála

Samtök iðnaðarins. - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Samtök iðnaðarins - Viðhorf félagsmanna til Evrópumála Framkvæmdarlýsing - félagsmannakönnun Unnið fyrir Markmið Samtök iðnaðarins Að kanna viðhorf félagsmanna SI til Evrópumála og þróun þar á Framkvæmdatími

More information

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild

Scrum-aðferðafræðin. Eðvald Möller. Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Eðvald Möller Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Viðskiptafræðideild Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ISBN 978-9935-424-18-1 Eðvald Möller Í hefðbundinni verkefnastjórnun er allt ferli verkefnis

More information

Vefskoðarinn Internet Explorer

Vefskoðarinn Internet Explorer Vefskoðarinn Internet Explorer Sitt lítið af hverju um IE6 Í flestum tilfellum er hægt að opna IE með því að tvísmella á táknmynd þess á skjáborðinu eða smella einu sinni á tákn þess á flýtistikunni (Quick

More information

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar -

Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - Skráning lýsigagna samkvæmt kröfum INSPIRE - Leiðbeiningar - V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 29.01.2013 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð frá grunni

More information

Tölvupóstuppsetning á GSM síma

Tölvupóstuppsetning á GSM síma Tölvupóstuppsetning á GSM síma Motorola Triplets, E398, V3, V80, V220, V300 og V600 Undirbúningur...2 Uppsetningin...3 Að athuga með nýjan póst...4 Að sækja póst þegar GPRS reiki er ekki í boði...4 Um

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ. Nemendur vinna hópverkefni þar sem þau þurfa að kynna sér helstu markverðu staðina Kennsluáætlun haust 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF

Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson. Lærum að útbúa PDF Leiðbeinandi: Snorri Guðjónsson Lærum að útbúa PDF Efnisyfirlit Notkun PDF-skjala bls. 3 Berum saman Postscript (EPS) og PDF bls. 3 PDF bls. 3 Samantekt bls. 4 PDF-vinnuferlið bls. 4 Hvernig gerum við

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2019 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon

PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM. Rögnvaldur Líndal Magnússon PIXELCALC: FORRIT TIL MÆLINGA Á STÆRÐ GOSMAKKA ÚT FRÁ STAFRÆNUM MYNDUM Rögnvaldur Líndal Magnússon Jarðvísindastofnun Háskólans Háskóli Íslands maí 2012 RH-08-2012 1 PixelCalc Efnisyfirlit 1. PixelCalc

More information

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna

Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Háskóli Íslands Iðnaðarverkfræði,- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild MPM(402F) Lokaverkefni MPM nám í verkefnastjórnun Vormisseri 2010 Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslu á yfirsýn verkefna Nemandi:

More information

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi

Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi Verkbeiðna- og verkáætlunarkerfi fyrir vegagerðarverk Heimir Þór Gíslason 30 ECTS eininga ritgerð til meistaraprófs (MSc) í byggingaverkfræði með sérhæfingu í umferð og skipulagi Júní 2014 Verkbeiðna-

More information

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness

Hagir og líðan barna í Grunnskóla Seltjarnarness Hagir og líðan barna í Grunnskóla s Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í., 6. og 7. bekk á i árið 27 Birna Baldursdóttir Margrét Lilja Guðmundsdóttir Álfgeir Logi Kristjánsson Inga Dóra Sigfúsdóttir Jón

More information

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson

Lokaverkefni Vorönn Tölvunarfræðideild. Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Hallgrímur Arnaldsson Háskólinn í Reykjavík Kerfisfræði HMV / BS. Tölvunarfræði Lokaverkefni Vorönn 2015 Tölvunarfræðideild Boggan - Slysavarnaskóli sjómanna - Hönnunarskýrsla - Kennari: Nemendur: Anton Sigurðsson Lena Dögg

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands VIÐSKIPTASVIÐ Hvaða þættir skipta máli í innleiðingu CRM? Út frá reynslu stærstu fyrirtækja Íslands Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Guðrún Erna Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Haraldur Daði Ragnarsson

More information

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei

pige pólska já já 10 ár gaman vel hlutlaus ja pige ísl nei mjög leiðinlegt ekki vel ekki mikið þarf ekki á dönsku að halda nei 1 2 3 3_1 4 5 6 6_1 7 pige ísl nei hlutlaus vel mikið læri mikið á dönsku tímum og ef ég ætla í nám til dk þá er betra að kunna dönsku veit ekki pige ísl nei hlutlaus vel mikið eg læri nytt tungumal veit

More information

Lean Cabin - Icelandair

Lean Cabin - Icelandair VIÐSKIPTASVIÐ Lean Cabin - Icelandair Hver var árangur Icelandair á innleiðingu Lean Cabin? Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Hafdís Hafsteinsdóttir Leiðbeinandi: Brynjar Þór Þorsteinsson Vorönn 2015

More information

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla?

Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Er Sun StarOffice valkostur fyrir skóla? Tölvu- og verkfræðiþjónustan Halldór Kristjánsson, verkfræðingur 1. Inngangur Óskað hefur verið eftir mati Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar á því hvort hægt sé að

More information

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt

Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt Þróun og prufukeyrsla nemendamiðaðra kennslutóla í umhverfismennt 2016-2017 Lokaskýrsla til Sprotasjóðs Umhverfisnefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt verkefnastjóra Umhverfisgátlisti frá leikskólanum

More information

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR)

OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) OFBELDI (HUGTAKALEIKUR) Aldur nemenda: 10 ára og upp úr Viðfangsefni: ofbeldi, einelti, samskipti Færnimarkmið: Hugtakaleikir ná að þjálfa flesta færniþætti samræðunnar Viðhorfamarkmið: Hugtakaleikir ná

More information

Námsvefur um GeoGebra

Námsvefur um GeoGebra Námsvefur um GeoGebra Guðfinna Guðjónsdóttir Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.Ed.-gráðu í kennslufræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið September 2009 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Nýting tækni

More information

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað?

Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Endurmenntun HÍ - Að vanda til námsmats Umsjón: Ingvar Sigurgeirsson Leiðsagnarmat í Menntaskóla Borgarfjarðar Hvernig hefur okkur miðað? Júní 2009 Lilja S. Ólafsdóttir Efnisyfirlit Inngangur... 3 Menntaskóli

More information

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on.

Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Mánudagur 6. nóvember 2017. http://www.capfrance-terrou.com/ Rene about vocabulary Develop Implement a process, develop yourself is a personal thing. developed is something that has been worked on. Dvelopment

More information

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar

Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar Skráning lýsigagna - Landupplýsingagáttin - Leiðbeiningar V201111072 Anna Guðrún Ahlbrecht Saulius Prizginas Landmælingar Íslands Akranesi 22.08.2014 Efnisyfirlit Inngangur...3 Lýsigögn skráð í Landupplýsingagátt

More information

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right.

The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. NÁMSMAT Á NÝRRI ÖLD The students sat in serried ranks, They wrote with all their might. But as they wrote it all by rote, They did not write it right. The studetns wrote in serried ranks, Their writing

More information

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012

Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Þjónustukönnun 2012-1 Þjónustukönnun Landspítala, maí 2012 Niðurstöður könnunar á viðhorfum fullorðinna legudeildarsjúklinga til þjónustu á Landspítala. Ábyrgðarmenn Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Syngjum saman. -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Syngjum saman -vefur með sönglögum, texta og gripum- Dagmar Þórdísardóttir Kennaraháskóli Íslands Kennarabraut, leikskólakennarafræði Maí 2008 Lokaverkefni til B.Ed. -prófs

More information

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014.

Ferð til Brussel til að taka þátt í ráðstefnu um starfsmenntun og vinnustaðanám. Febrúar 2014. Verkmenntaskólinn á Akureyri stýrði verkefninu Workmentor Mentoring in the workplace for VET (VET merkir Vocational Education and Training) árin 2011 2013. Sótt var um verkefnið til Skrifstofu Menntaáætlunar

More information

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir?

Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Hvað eru ICC litaprófílar? Til hvers eru þeir? Icc prófílar eru uppsláttartöflur sem innihalda annarsvegar RGB eða CMYK tölur og annarsvegar CIE L*a*b* eða CIE XYZ litalíkönum og lýsa samhenginu milli

More information

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins

Verklokaskýrsla. Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office. Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins Verklokaskýrsla Úttekt á OpenOffice.org skrifstofuvöndlinum Samanburður við Microsoft Office Samstarf RSK og forsætisráðuneytisins Útgáfa: Lokaútgáfa Dags.: 3. september 2009 Höfundar: Brigitte M. Jónsson/

More information

Áhrif aldurs á skammtímaminni

Áhrif aldurs á skammtímaminni Háskóli Íslands 7.5.2000 Félagsvísindadeild Þroski og lífstíðarþróun (10.02.02) Áhrif aldurs á skammtímaminni Tryggvi R. Jónsson (191177-3989) Ólafur Magnússon Kennari: Sigurður J. Grétarsson Rannsókn

More information

- Kerfisgreining með UML

- Kerfisgreining með UML Kuml - Kerfisgreining með UML 2007, Jón Freyr Jóhannsson 5ta útgáfa - 2007 Hönnun og umbrot: Jón Freyr Jóhannsson Rit þetta má eigi afrita með neinum hætti sem sem ljósmyndun, prentun, ljósritun eða á

More information

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni

Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Öryggisstefna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í upplýsingatækni Samþykkt í framkvæmdastjórn HSS 18. apríl 2007 Unnið af nefnd um öryggi í upplýsingatækni skipaðri af framkvæmdastjórn HSS í febrúar 2007

More information

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala

LEAN 02. Stöðugar umbætur á Landspítala LEAN 02 Stöðugar umbætur á Landspítala 2 ÞEGAR LÆRT UM LEAN Offramleiðsla Óþarfa flutningar Birgðir Ónýttir hæfileikar starfsmanna Bið Óþarfa hreyfing Óþarfar aðgerðir Gallar Lean 02 PDCA og A3 Kaizen

More information

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic

GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic GUIDELINES FOR WRITING THE STUDENT REPORT You can write the report either in English or Icelandic Name of the University: ESCP Europe Names of the students: Tryggvi Benediktsson & Stefanía Guðrúnardóttir

More information

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla

KENNSLUAÐFERÐIR. Kennarmiðuð kennsla Nemendamiðuð kennsla Nemendasamfélagsmiðuð kennsla Tæknimiðuðu kennsla KENNSLUAÐFERÐIR Better learning will not come from finding better ways for the teacher to instruct but from giving the learner better opportunities to construct. (Papert, 1991) Flestir geta verið sammála

More information

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi

MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi Eigindleg og megindleg rannsókn Guðjón Aðalsteinn Guðmundsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir Viðskiptafræðideild

More information

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1

HVAÐ SKAL SEGJA? Ásrún Matthíasdóttir 1 HVAÐ SKAL SEGJA? "Would you tell me, please, which way I ought to go from here?" "That depends a good deal on where you want to get to", said the Cat. "I don't much care where," said Alice. "Then it doesn

More information

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna?

Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman. ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun. og þá hvers vegna? Kjósa íslensk fyrirtæki að blanda saman ólíkum aðferðum við verkefnastjórnun og þá hvers vegna? Brynjar Þór Sumarliðason / Jónas Gylfason B.Sc. í viðskiptafræði Vor 2012 Brynjar Þór Sumarliðason Leiðbeinandi:

More information

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín

og æfingakennsla Ég sem kennari: Starfskenning mín Kennaraháskóli Íslands Kennsluréttindabraut Kennslufræði greinasviða og æfingakennsla Kennari: Elín María Thayer Ég sem kennari: Starfskenning mín Guðlaug Erlendsdóttir Nóvember 2007 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT...

More information

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu?

Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173 163 Hvað mótar hugmyndir háskólakennara um skipulag náms og kennslu? Guðrún Geirsdóttir Háskóla Íslands Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum

More information

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1

Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Notandaleiðbeiningar Rental Inspection for Annata Dynamics RENT on Windows 8.1 Halldór Vilhjálmsson Sindri Már Sigfússon Sverrir Snævar Jónsson Efnisyfirlit Notandaleiðbeiningar... 0 Rental Inspection

More information

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin

Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Windows snjallforrit/apps og samnýting á kóða fyrir IOS og Android með Xamarin Björn Ingi Björnsson bjorn@spektra.is Um Spektra Að upplagi SharePoint ráðgjafafyrirtæki Stofnað árið 2013 í samstarfi við

More information

Númer 45 - Desember 2008 RHÍ FRÉTTIR FRÉT TABRÉF REIKNISTOFNUNAR HÁSKÓL A ÍSL ANDS

Númer 45 - Desember 2008 RHÍ FRÉTTIR FRÉT TABRÉF REIKNISTOFNUNAR HÁSKÓL A ÍSL ANDS Nú m e r 4 5 - De s e m b e r 2 0 0 8 RHÍ FRÉTTIR FR ÉT TA B RÉ F RE IKNIST O F N U N AR HÁSK Ó L A Í SL AN DS Efnisyfirlit Númer 45 - Desember 2008 RHÍ FRÉTTIR FRÉTTABRÉF REIKNISTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS

More information

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki

ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki ISO 9001:2015 Áhrif á vottuð fyrirtæki Árni H. Kristinsson arni.kristinsson@bsigroup.com Framkvæmdastjóri BSI á Íslandi 1 Dagskrá Breyttur heimur Forsendur breytinga Af hverju ISO 9001 er mikilvægur Hverjar

More information

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri

Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri Fartölvur í námi og kennslu í Menntaskólanum á Akureyri 1999-2002 Lára Stefánsdóttir Meistaraprófsverkefni lagt fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands með

More information

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu

Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Námsaðstoð í stærðfræði á netinu Róbert Kjaran 30 september, 2011 1 Samantekt Tíðkast hefur að nemendur grunn- og menntaskóla leiti sér að einkakennslu utan skóla ef þeir telja sig þurfa auka hjálp við

More information

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu

VIÐSKIPTASVIÐ. Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu VIÐSKIPTASVIÐ Hvernig vinna íslenskir ferðaþjónustuaðilar markaðssetningu á netinu? Aðferðafræði Icelandair og Íslandsstofu Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Birgitta Guðmundsdóttir Bender Leiðbeinandi:

More information

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar

Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Tjáskipti með aðstoð tölvutækninnar Þróunarverkefni í Sérdeild Vallaskóla skólaárið 2005-2006 Handbók Guðmundur B. Gylfason Kristín Björk Jóhannsdóttir Samstarfsfólk Lilja Björg Guðjónsdóttir þroskaþjálfi

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Sitja námsmenn allir við sama borð?

BS ritgerð í viðskiptafræði. Sitja námsmenn allir við sama borð? BS ritgerð í viðskiptafræði Sitja námsmenn allir við sama borð? Námsástundun og prófvenjur viðskiptafræðinema Haukur Viðar Alfreðsson Eðvald Möller, aðjúnkt Viðskiptafræðideild Júní 2012 Sitja námsmenn

More information

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat...

1 Inngangur Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það? gráðu mat/endurgjöf Gagnrýni á 360 gráðu mat... Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Hvað er frammistöðumat og hvernig á að mæla það?... 2 2.1 Ávinningur frammistöðumats... 4 2.2 Framkvæmd frammistöðumatsins... 5 2.3 Hver á að meta hvern?... 5 3 360 gráðu

More information

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi

Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Zotero sett upp á Windows stýrikerfi Athugaðu að þú þarft að vera í Firefox til að geta notað Zotero. Zotero hjálparforritið samanstendur eiginlega af tvem forritsbútum. Annar keyrir í vafranum þínum og

More information

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR

BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR BLACKBERRY LAUSNAR LEYFISSAMNINGUR VINSAMLEGAST LESTU ÞETTA SKJAL VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ SETUR UPP EÐA NOTAR HUGBÚNAÐINN. ÞESSI SAMNINGUR INNIHELDUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA EÐA ÚTILOKA ÁBYRGÐ RIM GAGNVART ÞÉR

More information

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Kennsluleiðbeiningar. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir Íslenska fyrir alla. Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir. 1 Efnisyfirlit 1. Hvað þýða táknin?... 3 2. Almennar kennsluleiðbeiningar... 4 3. Kennsluleiðbeiningar...

More information

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands

Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Handbók fyrir kennara við Háskóla Íslands Ágætu háskólakennarar, Háskóli Íslands hefur sett sér þá stefnu að á vegum hans fari fram framúrskarandi kennsla. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að styðja við framkvæmd

More information

RefWorks - leiðbeiningar

RefWorks - leiðbeiningar RefWorks - leiðbeiningar www.refworks.com Munið ONLINE HELP Helstu kostir RefWorks: Unnið í forritinu yfir Internetið hvaðan sem er og gögnin geymast á netinu Hægt að hlaða niður tilvísunum beint og óbeint

More information

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston.

Þar var kominn afgangurinn af hópnum og allir innrituðu sig í flug WOW125 til Boston. Föstudagur 29. maí 2015 Nokkur hluti hópsins var mættur af gömlum vana í A álmu VMA um kl. 6.30 að morgni föstudags. Frekar snemmt fyrir venjulegan vinnudag. Alls fóru 29 manns af stað í rútu SBA undir

More information

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum

BS ritgerð í viðskiptafræði. Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum BS ritgerð í viðskiptafræði Upplifun viðskiptafræðinemenda Háskóla Íslands á BS-ritgerðarskrifum Hefur skipulagning og utanumhald á BS-ritgerðum áhrif á brottfall nemenda úr námskeiðinu? Helga Steinunn

More information

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar

Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Nýnemar Hvar eru tölvuver? Hvernig tengi ég fartölvuna við þráðlausa netið? Hvar fæ ég aðgang að Uglu? Hvernig nálgast ég tölvupóstinn minn? Leiðarvísir að tölvuþjónustu Reiknistofnunar Flip over for English

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted. 18. nóv Gagnasafnsfræði Páll Melsted 18. nóv JSON JavaScript Object Notation (JSON) Staðall til að skrifa niður hluti (e. object) á mannamáli Notað til að skiptast á gögnum og til að geyma hálfformuð gögn Upphaflega

More information

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu

Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Háskóli Íslands 3.4.2006 Viðskipta- og hagfræðideild Vinnusálfræði Vor 2006 Val starfsmanna og starfa til fjarvinnu Tryggvi R. Jónsson Kennari: Hafsteinn Bragason og Ægir Már Þórisson Fjarvinna 2 Val starfa

More information

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1

Yfirlit. Handbók útg.1.4 Nóri skráningar- og greiðslukerfi Apríl 2013 Bls.1 Yfirlit i. Kynning 2 i. Vefhluti 3 ii. Þjóðskrá 3 iii. Lykilorð 3 ii. Innri hluti 4 i. Almennar leiðbeiningar 5 b. Iðkendur Forráðamenn 6 i. Iðkendur. 6 ii. Bæta / fjarlægja iðkenda hjá forráðamanni. 6

More information

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki

TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki TÖL203F Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki 26. apríl, 2016, 9:00 12:00 Aids: One handwritten A4 page (text on both sides). An Icelandic translation of the problems is on the last four pages. There are

More information

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu?

Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Hvernig eflum við gæði náms og kennslu? Betri í dag en í gær ráðstefna um nám og gæði í íslenskum háskólum - 30. maí 2011 Anna Ólafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Gæði háskólanáms og -kennslu

More information

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum

Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun kennara og stjórnenda í fjórum grunnskólum Gunnar Gíslason Kennaradeild Hug- og félagsvísindasvið Háskólinn á Akureyri 2015 Von er ekki aðferð Rannsókn á starfsþróun

More information

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun

Lokaverkefni til B.Ed. -prófs. Farsæl skólabyrjun Lokaverkefni til B.Ed. -prófs Farsæl skólabyrjun Fræðileg umfjöllun um aðlögun barna í grunnskóla og hugmyndir að skipulagi fyrir fyrstu 4 vikurnar í 1.bekk Helga Jóhanna Harðardóttir Kennaraháskóli Íslands

More information

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna

Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 9-17 9 Engin er rós án þyrna : Hlutverk, reglur og verkfæri í þróun rannsókna M. Allyson Macdonald Kennaraháskóla Íslands Inngangserindi á ráðstefnu 22. nóvember

More information

Í upphafi skyldi endinn skoða

Í upphafi skyldi endinn skoða Ingibjörg E. Jónsdóttir Í upphafi skyldi endinn skoða Skýrsla um þróunarverkefni í leikskólanum Bakka árið 2008 2009 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 Útdráttur... 3 Inngangur og kynning... 4 Safnað í sarpinn...

More information

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta?

Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? www.ibr.hi.is Hvað þurfa markaðsstjórar að kunna og geta? Erna Rós Kristinsdóttir Friðrik Eysteinsson Ritstjórar: Auður Hermannsdóttir Jón Snorri Snorrason Þóra Christiansen Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark

ÍÞRÓTTADEILD. Vildbjerg - Danmark ÍÞRÓTTADEILD Vildbjerg - Danmark Úrval Útsýn Saga fyrirtæksins nær allt aftur til ársins 936. Markmið leiðandi ferðaskrifstofa á íslenskum markaði með framúrskarandi þjónustu. Vildbjerg 9.júlí - 5.ágúst

More information

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015

Handbók kennarans. Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi 10/12/2015 Háskóli Íslands NAF003F Kennari: Hróbjartur Árnason 10/12/2015 Handbók kennarans Leiðarvísir í fjölmenningarlegu námssamfélagi Anna Sigríður Pétursdóttir, Helga Baldursdóttir og Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir

More information

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi

Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra gatnamóta á umferðaröryggi Áhrif staðsetningar og útfærslu mislægra Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar Janúar 206 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 05 Reykjavík vso@vso.is 575 S:\205\575\v\Greinagerð\575_Greinargerð.docx Janúar 206

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit 2 Til kennara 2 Grunnþættir tungumálsins 2 Kveikjusíður 2 Train your brain 3 Oliver Twist 3 Verkefnablöð Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir

More information

Spjaldtölvur og kennsla

Spjaldtölvur og kennsla Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs Kennaradeild Spjaldtölvur og kennsla Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði Leiðbeinandi:

More information

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art

Claudia Hausfeld. neptún magazine #02. Myndlist Art Claudia Hausfeld fæddist í Austur-Berlín árið 1980, en er nú búsett á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum vinnur Claudia með ýmsa miðla, einkum innsetningar og

More information

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði

skjá kort mús floppý ESD móðurborð tölva stýrikerfi kælivifta kort Harður diskur ROM SATA minni Tölvur og nettækni drif RAM tengibrú snúningshraði SATA minni stýrikerfi örgjörvi kort tengibrú PATA tölva Rafbók floppý snúningshraði vinnslu loft hraði RAM hugbúnaður kælivifta USB íhlutur Harður diskur drif lyklaborð kort diskur TB kæling skjá aflgjafi

More information

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Education Policy Analysis Edition. Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Education Policy Analysis -- 2004 Edition Summary in Icelandic Greining á menntunarstefnu 2004 útgáfa Útdráttur á íslensku Kafli 1 sækir aftur í þema sem fyrst var rannsakað af OECD fyrir um 30 árum og

More information

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra

Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Gagnsemi handleiðslu fyrir leikskólastjóra Guðrún Jóna Thorarensen Lokaverkefni

More information

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma

BS ritgerð. Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma BS ritgerð í Markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum Lokaverkefni um Skype og Skype í farsíma Sigurður Ísleifsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Guðlaugsson Meðleiðbeinandi: Auður

More information

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators

Könnunarverkefnið. Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators Könnunarverkefnið Sjóræningjar Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina Young Investigators The Project approach in the early years. Eftir: Judy Harris Helm og Lilian

More information

Internetið og íslensk ungmenni

Internetið og íslensk ungmenni Háskóli Íslands Félagsvísindadeild Maí 2004 Internetið og íslensk ungmenni Umsjónarkennari: Guðmundur Þorkell Guðmundsson Þorbjörn Broddason 280579-4839 Útdráttur Þessari ritgerð er ætlað að sýna að hve

More information

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR

Action. Ready for KENNSLULEIÐBEININGAR Ready for Action KENNSLULEIÐBEININGAR Höfundar: Björg Jónsdóttir og Erla Björk Pálsdóttir Teikningar: Lára Garðarsdóttir Ritstjórar: Aldís Yngvadóttir og Ingibjörg Valsdóttir Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

More information